Liðið gegn West Ham

Sjáum hvort okkar mönnum gangi betur í þriðju tilraun því Liverpool hefur tvisvar mætt West Ham í vetur og tapað báðum leikjunum. Leikjaprógrammið hefur verið rosalegt og í síðasta leik var spilað 120 mín plús vítaspyrnukeppni, það þarf því að nota hópinn aðeins í dag.

Klopp leggur upp með þetta svona:

Mignolet

Clyne – Caulker – Lovren – Smith

Allen (C) – Stewart – Brannagan

Ibe – Benteke – Teixeira

Bekkur: Ward, Enrique, Ilori, Chirivella, Sinclair, Ojo, Randall

Punktar:
– Tíu breytingar frá síðasta leik sem er gott.
– Joe Allen er fyrirliði
– Stórt kvöld fyrir Brannagan, Teixeira og Stewart. Verður gaman að sjá hvernig þeir standa sig.
– Einnig stór leikur fyrir Caulker og Smith. Caulker að spila sinn fyrsta leik í byrjunarliði Liverpool.
– Frábært að Lovren og Clyne eru að koma til baka úr meiðslum.

Lið West Ham er ansi nálægt þeirra sterkasta liði sýnist mér.

Spá: Okkar menn hata ekkert aukaleikina, þetta fer 2-2 í dag.

59 Comments

  1. Hefði viljað sjá Ward í markinu og kannski aðeins sterkara lið.
    Vonandi verður þetta nóg.

  2. Sammála Ásmundur. Hvenær eigum við að fá að sjá Ward ef ekki núna? Er einnig smá smeykur um miðjuna en vonandi heldur Allen uppteknum hætti.

  3. Sæl og blessuð.

    Spái harðlífi. Sé ekki hvernig þetta lið ætlar að byggja upp ærlega sókn.

  4. Ánægður með liðið. Hefði viljað sjá einhvern “byrjunarliðsmann” á bekknum En þetta er það sem það er. Það er ekkert víst að það klikki.

  5. Mikið hefði verið gaman að sjá Ward milli stanganna, en það er svona. Migno fær enn eitt tækifærið til að sanna sig.

    Ég nenni ekki öðru West Ham tapi. Nenni því ekki. Ég er of þunnur, þreyttur og lítill í mér fyrir annað tap gegn þeim. Ég er furðu bjartsýnn þrátt fyrir timburmennina, ætla að spá 2-1 sigri þar sem Jordon my main man Ibe skorar eitt og leggur upp annað á Ojo, sem kemur inná og breytir leiknum til hins betra. Mignolet slær svo hornspyrnu andstæðingana í eigið net.

    Gerið daginn minn betri strákar, plís.

  6. fyrsta skipti sem ég ætla að spá tapi á tímabilinu 2-1 fyrir west ham Prove me wrong ! KOMA SVO !

  7. Ég ætla að spá 3 – 1 fyrir okkar mönnum allen , Ibe og ojo með mörkin, ,,,, en haldið þið að leikurinn verði á blabseal

  8. Sælir félagar

    Ég hefi góða tilfinningu fyrir þessum leik. Spái 2 – 1 og ekki meira um það að segja.

    Það er nú þannig

    YNWA

  9. þetta finnst mer of veikt lið en gæti sætt mig við þetta ef okkar bestu menn væru a bekknum en það er ekkert a bekknum heldur svo mer finnst við vera að taka stóran séns a að detta ut ur stærstu bikarkeppni heims i kvöld.

  10. í framhaldi: þið verðið að fara að skipta um server. Ég ætlaði aldrei að koma þessu litla kommenti inn

    Það er bara þannig

  11. átti nú ekki við evrópukeppnir heldur þessar hefðbundnu bikarkeppnir þar sem eru engir riðlar. Enska bikarkeppnin er elsta og virtasta bikarkeppni heims og eg er ekki sattur að klopp hafi lagt sitt besta lið i deildarkeppninni og taki svo þessa sénsa í þessari keppni

  12. Er ekki fínt að leyfa kjúklingunum að kljást við West Ham? Kannski hafa þeir tak á WH… 😉

  13. Hefði vilja sjá Danna Vörð í markinu en annars spennandi byrjunarlið

  14. Flott hjá Klopp að leyfa ungu strákunum að spreytta sig. Maður sér úr hverju þeir eru gerðir í alvöru leikjum gegn alvöru liðum.
    Liðið okkar hefur verið í svakalega leikaálagi í langan tíma að berjast við mikil meiðsli og eru enþá í deildarbikar, evrópubikar, nóg eftir af deildinni og núna bætist við FA Cup.
    Leikur á þriðjudaginn og því er þetta mjög skynsamlegt. Já þetta er ekki okkar sterkasta en þarna fá kjúklingar tækifæri og menn eins og Lovren, Allen, Benteke, Caulker tækifæri til þess að stimpla sig inn.

  15. Nú þarf að segja Benedikt að vera ekki hræddur við vítateig andstæðinganna

  16. Texeira og Brannagan búnir að vera mjög flottir og liðið í heild að standa sig vel

  17. Hugsa að þessi dómari þyrfti að fá meiri útrás í lúðrasveit.

  18. Miðjumennirnir virka flottir og virðast njóta sín vel á Anfield í dag… Stewart öruggur á boltanum og duglegur að leysa pressu sem er sett á hann. Teixeira og Brannagan öflugir og góðir sendingamenn.

  19. Gaman að sjá þessa ungu stráka á móti aðalliði west ham, Framtíðin er greinilega björt

  20. MIGs að grípa sendingu til baka,,,,, Heppnir voru við…. Drengurinn er bara hársbreidd frá downs

  21. Flottur fyrihálfleikur hjá ungu liði Liverpool.

    Miðjumenn liðsins Brannagan, M.Steward og Joe Allen búnir að vera mjög góðir(fyrirliðinn í dag að eiga en einn góðan leikinn á þessu ári).

    Við höfum séð flott spil hjá þessum strákum inn á milli og er þetta einfaldlega 50/50 leikur.

  22. Fínt að leyfa strákunum að spreyta sig. Sjálfssagt nauðsynlegt miðað við álag og meiðsli…

    En þessi fyrri hálfleikur fer ekki í neinar sögubækur sem einhver skemmtun. Dettur vonandi með okkur í þeim seinni.

  23. Er ekki Jordan Ibe næst yngsti leikmaður Liverpool inná vellinum ?
    Teixeira, Smith og Stewart eru allir um 22-23 ára og Brannagan 19 ára ef ég er að fara með rétt mál.
    Komin tími fyrir þessa stráka að fá alvöru tækifæri og þessi Brannagan er virkilega spennandi leikmaður.
    Vonandi ná þeir að klára þennan leik þannig að einhverjir þeirra fái séns í næstu umferð.

  24. Er ekki ráð að henda Ojo í djúpu laugina strax í seinni, hann er fljótari en Benteke sem má troða heilu sokkapari uppí mig í seinni en hann hægir rosalega niður spilið hjá okkur.

  25. Jæja benteke , úff hvað þessi leikmaður er getulaus, ojo eða sinclair inná fyrir hann, mjólka eitthvað út úr sinclair áður en hann fer.

  26. Þessi gaut sem er að lýsa leiknum er svo ógeðslega hlutdrægur að það er glatað að hlusta á hann

  27. Enginn umræða um lélegann dómara þvi hann sleppti 100% viti sem West-Ham átti að fá?

  28. að Benteke skuli ekki hafa rennt honum þarna á félaga sinn er algjör skandall !!

  29. stórbrotinn leikur hjá liverpool. Sorglegt að ná ekki að skora

  30. Missti alveg svakalegt álit á Klopp núna. Tók langbesta mann vallarins útaf og lang slakasti maðurinn(#9) hangir ennþá inná!

  31. Hvaða helvítis tilgangur er að setja þennan gæja inná fyrir Texiera? guðminn góður!!

  32. Enrique kemur inná , sinclar kemur inná , Benteke er farinn úr því að vera glataður yfir í aðhlátursefni mignolet er lélegasti markmaður enska boltans. hvaða rugl er þetta

  33. Vona að ástæðan fyrir að Benteke hafi spilað allan leikinn sé til að hvíla þann mann sem mun spila þriðjudaginn

  34. Jæja , Benteke alveg afskrifaður hjá mér núna, getur ekkert gert rétt. Mignolet er bara grín…

  35. Frábært að tapa ekki eins og fyrr í vetur gegn Wesr Ham. Gott að fá fleiri leiki fyrir alla þennan hóp af leikmönnun sem Liverpool er með. Ungu mennirnir fá aldeilis leikreynsluna. Ef liðið heldur þessum guttum sem eru 21 árs og yngri en hafa verið með í undanförnum leikjum verður virkilega gaman hjáLiverpool eftir 2-3 ár.

  36. Ibe er alls ekki nógu stöðugur. Er ekki Allen búinn að vera jafnbestur í liðinu sl mánuði, svona þegar hann fær að spila? Af hverju láta menn svona út í Benteke greyið. Mér finnst hann ágætur í síðustu leikjum, svona miðað við margt sóknarlega hjá liðinu. Ég er viss um að hann gæti jafnvel plummað sig í efstu deild á Íslandi, a.m.k. næstum því.

32 liða úrslit FA bikarsins

Liverpool – West Ham 0-0