Exeter – Liverpool 2-2

Liverpool heimsótti Exeter City á þessu ágætis föstudagskvöldi og var niðurstaðan 2-2 jafntefli sem auðvitað þýðir annar leikur, eitthvað sem við viljum einmitt ekki, auka við leikjaálagið.

Liðsvalið kom ekkert sérstaklega á óvart, Klopp stillti þessu svona upp:

Bogdan

Randall – Ilori – Enrique – Smith

Kent – Stewart – Branagan – Teixeira

Benteke – Sinclair

Bekkur: Fulton, Lallana, Lucas, Ojo, Maguire, Chirivella, Masterson

Það voru 4 leikmenn sem byrjuðu sinn fyrsta leik fyrir Liverpool, þar á meðal Ilori sem Liverpool greiddi £7M fyrir, 859 dögum síðar var komið að frumraun hans.

Leikurinn byrjaði af krafti, Tom Nicholls kom Exeter City yfir eftir 9 mínútur eftir fínan sprett og flotta sendingu frá hægri. Aðeins þremur mínútum síðar skoraði Sinclair gott mark eftir mistök í vörn Exeter manna. Boltinn kom inn á Benteke (held reyndar að það hafi verið skot frekar en sending), var hreinsaður í burtu en móttakan sveik varnarmann Exeter og Sinclair slapp einn í gegn og kláraði vel, 1-1.

Þetta róaðist svo aðeins í kjölfarið en á 28 mínútu átti Noble ágætisfæri eftir fyrirgjöf en skaut vel yfir mark Liverpool úr miðjum vítateig. Aftur voru heimamenn líklegir, nú á 40 mínútu, þegar fyrirgjöf kom inn frá vinstri en Ribeiro, sem var einn í miðjum teignum, átti slakann skalla rétt framhjá. Heimamenn pressuðu það sem eftir lifði hálfleiks og náðu að komast yfir á 45 mínútu þegar þeir skoruðu beint eftir hornspyrnu, Bogdan átti að gera mikið mikið betur, enn eitt skrautlega markið sem liðið fær á sig. Hálfleikur, 2-1.

Síðari hálfleikur fór rólega af stað en Benteke átti þó að skora á 51 mínútu þegar hann fékk frábæra sendingu en Robert Olejnik varði frábærlega. Það var samt ekkert sérstaklega mikið að gerast, ekki fyrr en á 72 mínútu þegar Liverpool jafnaði metin eftir góða sendingu Chirivella út hægra megin á Ojo sem kom með sendinguna inn á markteig, slök hreinsun í vörn heimamanna sem Brad Smith nýtti sér og skoraði, 2-2.

Ojo hefði líklega átt að fá víti á 80 mínútu þegar hann var klárlega sparkaður niður en ekkert dæmt. Hefði verið sætt að stela þessu í lokinn. Það er því ljóst að það bætist bara í leikjaálagið, lokastaðan 2-2 og annar leikur á Anfield.

Maður leiksins

Virkilega skemmtilegt að þessir strákar fái sénsinn. Ég var alveg sammála Klopp með liðsvalið, álagið mikið og meiðslin með ólíkindum. Slakastir fannst mér Bogdan og Benteke, Bogdan á auðvitað síðara mark Exeter og Benteke var sami Benteke og við höfum séð undanfarið, klikkaði á sínu besta færi, yfirferðin lítil og ekki á réttu stöðunum þegar sendingarnar voru að skila sér inn á vítateig.Brad Smith fannst mér aftur á móti bestur, var duglegur og skoraði markið sem heldur okkur í keppninni, um sinn a.m.k.

57 Comments

  1. Auðvitað jafntefli og annar leikur. En það er fínt fyrir guttana, þeir fá runout á Anfield.

    Það sem er merkilegt við þennan leik er hvað Benteke er algerlega ónothæfur leikmaður. Þegar maður bætir við verðmiðanum þá hellist pestin yfir mann.

    Annað atriði er sönnunin á því hvers vegna Enrique er í sófanum.

    Ég nenni ekki að minnast á Bogdan aftur, á ekki von á að sjá hanska á þeim manni aftur.

    Var ánægður með margan guttann. Smith og Texiera sérstaklega og Ojo eftir að hann kom inná.

    Erum við að fara að sjá Lucas og Can í miðvörðum á móti Arsenal?

    Þvílíkir tímar framundan, þvílíkir tímar. Kæmi mér ekki á óvart að menn komi á óvart.

    YNWA

  2. Ekkert að því að spila annan leik ef sama lið fær að spila seinni leikinn.

  3. Jæja þetta gat orðið verra, við spiluðum þennan leik með krökkunum plús Enrique og Beneke þannig að við gátum sleppt okkar aðalmönnum og sloppið við álag og meiðsli.
    Strákarnir fengu flott tækifæri á að sýna sig og fá vonandi annan leik á Anfield því ég hef fulla trú á að þessir strákar muni klára þetta einvígi á góðu grasi fyrir framan stuðningmenn Liverpool.
    Bogdan mun þó vonandi verða frjálst að yfirgefa félagið í þessum mánuði því þessi strákur hefur nákvæmlega ekkert fram að færa sem réttlæti hans veru hjá félaginu, hann er því miður bara of lélegur.
    En flott að detta ekki út og þar sem að ég fylgist ekki mikið með varaliðinu þá var þetta bara ágætis innsýn á ungviðið í félaginu.
    Klárum þetta svo á heimavelli með sem flestum af þessum strákum

    Ps
    Þessi þjónustuaðili sem sér um þessa síðu fyrir ykkur þarf að girða sig í brók.Það er ekki farandi hingað inn nema með herkjum þegar að það er traffík hingað inn.

    Alltaf ERROR

  4. Ég veit ekki með ykkur en spilamennska liðsins í dag kom mér verulega á óvart. Gríðarlega skemmtilegt að sjá þessa ungu stráka gefa allt í þetta og sérstaklega þá leikmenn eins og Brad Smith og Kent.
    Rosalegur hraði er á Ojo og vonandi verður hann eitthvað notaður á næstunni enda kom hann með ferskleika í lokinn.
    Ég held hinsvegar því miður að Benteke sé ekki rétti framherjinn fyrir Liverpool. Lítið af hlaupum sem hann tekur og átti hann að vera staðsettur þar sem Smith var í seinna marki okkar.

  5. Sæl öll,

    Brad Smith maður leiksins og Ojo með góða innkomu. Bogdan hlýtur að hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Liverpool. Nýjan markvörð sem slær Mignolet á bekkinn!

  6. Vorkenndi ungu strákunum að þurfa spila með þessa drumba í sitt hvorn endan, Benteke og Enrique. Var örugglega síðasti leikur spánverjans og Benteke verður farinn innan árs.

    Já og Bogdan líka!

  7. Sammála því að þeir sem virkuðu líflegastir voru Kent, Smith, og svo Ojo sem ég hef mikla trú á. Held að þessir þrír gætu vel átt framtíðina fyrir sér hjá aðalliðinu, að því gefnu að vel verði haldið utan um feril þeirra og þjálfun, að þeir fái næg tækifæri o.s.frv.

    Mér finnst persónulega ekkert að því að fá annan leik. Klopp hlýtur að geta metið það hvort einhverjir úr aðalliðinu eigi að koma inn, en annars er ég á því að þetta lið eigi bara að fá að halda áfram með þessa keppni. Mínus hugsanlega Bogdan, hann hefur vissulega ekki sannfært mann um að hann eigi að fá að vera áfram.

  8. Var fjandi pirraður á köflum, sérstaklega fyrri hluta seinni hálfleiks – en heilt yfir fannst mér þetta ekkert alslæmt hjá varaliðinu, sérstaklega í ljósi þess að það innihélt m.a. leikmenn nýkomna til baka úr láni og José “Fifa” Enrique í miðverðinum.

    Auðvitað skítamistök hjá Bogdan, sem á ekkert erindi í þetta lið okkar og alveg hreint ótrúlegt að hann hafi fengið samning hjá okkur.

    Er bara alls ekkert viss um að dúkkulísurnar í aðalliðinu okkar hefðu gert betur í þessum kartöflugarði.

    Semsagt, heilt yfir ágætis frammistaða og bara jákvætt fyrir José og kjúllana að fá annan leik á Anfield.

  9. Benteke var bara benteke= skelfilega lélegur, bogdan lélegur, Enrique lélegur og það verður bara kraftaverk ef við losnum við þá, hvað þá að fá pening fyrir þá. Annars var gaman að sjá guttana og texeira , smith og ojo góðir, sinclair þokkalegur en hann er hvort sem er á leiðinni frá okkur, með umboðsmann sem er tognaður á heila. Látum þessa gutta líka spila leikinn á Anfield, mínus þessa þrjá lélegu.

  10. Já og svo átti Ilori bara ágætis frumraun, eða eins og sagði á reddit:

    “Considering his match fitness, Ilori did well tonight especially as he was playing alone in both centre back positions.”

  11. Haukur J , Hvað var það sem Enrique gerði svona illa í kvöld. Mér fannst hann vera með bestu mönnum okkar í leiknum

  12. Ég er að spá þegar Enrique er að spilla fifa 16 manedser ætli að hann fatti að hann sé gagnlaus og selji sjálfan sig eða setur hann sjálfan sig á bekkinn og vonar að einhver meiðist svo hann geti sett sjálfan sig inn á , hann er nú varla svo vitlaus að setja sig beint í byrjunarliðið, nei Anskotinn hann getur bara ekki verið svo veruleikafyrtur nei bara að spá

  13. Við skulum alveg átta okkur á því að þetta var lélegur leikur hjá liverpool. Liðið skapaði ekkert og fékk nokkur færi á sig á móti liði sem hefur tapað síðustu 4 leikjum í ensku 2.deildinni.

    En svo sér maður að þarna eru ungir strákar að spila stóran leik í FACup þeir hafa ekki verið að æfa saman, margir hverjir að koma úr láni og átti maður því ekki von á einhverji flottri spilamennsku en kannski smá greddu að sýna sig og sanna og kannski betra formi en heimamenn sem ég reikna með að flestir af þeim fá sér öl reglulega, passa ekki eins mikið uppá mataræðið og æfa ekki við toppaðstöðu og er ástæðan fyrir því að þessir strákar eru 84 sætum fyrir neðan Liverpool.
    Það voru ekki margir að heilla mig í þessu leik en þó var það einn sem breytti leiknum og það var Ojo. Þegar hann kom inná þá kom kraftur og áræðni og trúi ég því að hann hafi verið lykilinn af því að við séum að fá annan leik og vill ég sjá þennan strák í kringum aðaliðið á næstuni á meðan að allir eru meiddir(hann virkar á mann sem svona Sterling – Ibe týpa s.s kraftur, hraður og áræðinn).

    Já menn tala um leikjaálag en ég tel að í næsta leik gegn Exter þá mun meiri hlutin af þessum strákum spila aftur og ég hef líka trú á því að einn eða tveir nýjir gaurar verða komnir á svæðið til þess að auka breyddina.

    Ég er einfaldlega sáttur við að Liverpool sé enþá í FACUP, séu enþá í deildarbikar, séu enþá í Evrópudeild og séu enþá í möguleika um meistardeildarsæti miða við allt sem hefur gengið á í þessari leiktíð og gæti þetta endað sem góð leiktíð eftir allt saman því að það er nóg eftir og eins og Klopp bað um þá trúi ég á hann og strákana.

  14. Mjög gott að lifa af þennan fótboltaleik a þessum kartöflugarði með ungdominn og svo auðvitað þessi helvítis FA fautaskap sem leyfður er. Áttum að fa viti og þakka fyrir að meiðslalistinn lengdist ekki í kvöld! Klárum þetta heima og þá verður búið að fínpússa þetta unga lið okkar saman. Auðvitað eigum við að fa sterkari keeper og nokkra aðra sterka i janúar. Manni er half flökurt yfir þessu ástandi en eg hef trú!

    YNWA!!

  15. Hárrétt Sigurður Einar. Við erum inni í öllum keppnum þrátt fyrir að hafa varla mannskap og er það meira en mörg önnur lið gera státað af.

    Djöfull er gaman að læka, eg læka allt nuna!

  16. Já hérna.
    Gleimdist einhverjum að segja við Liverpoolana að mæta í leikinn? Bara Benteki kom og svo fullt af einhverjum öðrum!
    Fanst þeir ekki mjög frábærir en samt stundum smá, yfirleit ekki samt. Héltu þeir kanski að Exister væri frá Sangerði?? Sem er samt uppálds liðið mitt samt (Reynir! Áfram hann)
    Hitt liðið meira seija skoraði með hornspirnu án þess að skora, bara beint yfir þennan Boddan en eins og dómarinn sá ekki það og sagði að það var mark án þess að einhver skoraði það með löppini eða hausnum.

    Ég sem að oftast jákveðinn er smá soldið ekki það núna, ef að bara Benteki mætir í næsta leik og svo þessir hinir þá er ég ekki að halda að við getum unnið bikardeildaratitilinn.

    Svona er nú þannig

    Never walk alone

  17. Jose Enrique var út úr stöðu allan leikinn eins og Daníel bendir á. Annars hafði ég alveg gaman að þessu og hlakka til að sjá seinni leikinn, eins og reyndar allflesta leiki liðsins núna. Maður veit aldrei hverju maður á von á þessa dagana.

    Mér fannst Kent, Smith og Ilori góðir í fyrri hálfleik og ég tek undir með Eyþóri í skýrslunni að Smith sé maður leiksins fyrir okkur. Mér fannst líka miðjumennirnir Brannagan og Stewart spila vel og svo kom auðvitað Ojo inn með mikinn kraft eins og fram kemur hér að ofan. Markið kom enda með samspili þeirra Smith, Ojo og hvort það hafi ekki verið Teixeira líka. Ég held að dagar hans séu taldir á Anfield.

    Gott að Moreno, Clyne og Can fengu hvíld í kvöld – eða eins og Klopp orðaði það, voru í öðru prógrammi. Liðið ætti þá að vera nokkuð ferskt gegn Arsenal – þótt það sé alls ekki ávísun á góðan leik.

  18. Ég get ekki orða bundist yfir Benteke. Hvað er hann að hugsa? ER hann að hugsa?

    Það er orðið hrikalega pínlegt að horfa á leik eftir leik þar sem hann hreyfist ekki. Gerir ekki neitt. Sprettar aldrei. Þorir ekki í návígi eða dettur eins og bjálfi við snertingu. Virðist skorta allt football intelligence.

    Án efa dýrasti ljósastaurinn í Liverpoolborg. Og ekki einu sinni kveikt á honum…

  19. Vona að það verði svipað lið á Anfield. Þeir voru nokkrir sem sýndu fína takta og munu gera það ennþá betur á alvöru grasi, djöö sem þessi völlur var mikill kartöflugarður. Væri líka gaman að fá Rossiter, Wilson og Flanagan inn í þann leik.

    Svo má Mignolet bara spila alla leiki fyrir mér..

    Alls ekki svo slæmt kvöld

  20. Ef ég væri seldur fyrir tímabilið sem liðið vinnur meistaradeildina þá væri ég alveg bitur líka en cmon, þetta var mesta nöldur frammistaða hjá lýsanda sem ég hef heyrt. Danny Murphy, takk fyrir 3 sigurmörk gegn manu, en þú ert douche.

    Jafnvel meira óþolandi en frammistaða Benteke (sem kostaði meira en tvöfalt það sem allir hinir á vellinum kostuðu) er þetta agenda hjá BBC og bretum um vanvirðingu gegn bikarkeppnum og eitthvað helvítis kjaftæði. Algjörlega þeim sjálfum að kenna hvernig þetta er og þó svo væri ekki, það er ekkert þeirra mál hvernig Liverpool stillir upp sinu liði. Minnir svolítið á hóp hérlendis sem hringir í ákv. útvarpsstöð og kvartar undan líminu á frímerkjum.

    Að leiknum, Smith og Ojo skara framúr hjá mér. Brannagan, Stewart og Kent næstir þó þeir hafi svo sem ekkert átt merkilega leiki. Á botninum eru svo félagarnir Benteke, Bogdan og Enrique. Nýju Suarez ummælin eiga vel við um þá.

    Ég hef aldrei haft sérstakan áhuga á að hlusta á viðtöl þjálfara en Klopp er nú eitthvað annað þar.

  21. er bara anægður að hafa ekki dottið út. vill afram i þessari keppni og sem lengst í ollum keppnum

  22. Sælir félagar

    Ég er ekki ósáttur við niðurstöðuna og fannst bara vera glimt í nokkrum strákum okkar þarna. Það er líka mjög gott fyrir Exeter City að fá leik á Anfield og ná í nokkur pund. Bætir fjáhaginn hjá þeim enda eiga þeir það alveg skilið fyrir fína baráttu og mikinn vilja. Svo eiga strákarnir auðvitað að fá að klára seinni leikinn og sýna hvað þeir geta í fótbolta á góðum velli eftir einhverja samæfingu.

    Það er nú þannig

    YNWA

  23. Mer fannst til að mynda llori eiga finan leik og verður gaman að sja hvort ekki se hægt að gera hann nothæfan því hann getur spilað boltanum vel frá sêr

  24. Mjög gott að falla ekki úr leik og sérstaklega þar sem kjúllarnir og Benteke fá þá annan leik.

    En hvar eru blessuð landsleikjahléin núna þegar við virkilega þurfum á þeim að halda?

  25. allt of mikil neikvæðni hérna.
    rétt ákvörðun að taka sénsin og spilla kjúllunum.
    vonandi spila þeir seinni leikinn líka……
    er ekki viss um að besta lið liverpool hvað sem það nú er… hefði unnið þetta….

    p.s. menn að gagnrýna Bogdan… segi eins og klopp ok…… en…..2 markið er klárt brot og alveg ótrúlegt að engin skuli mótmæla ,, alveg ótrúlegt…..

    er bara sáttur jafna tvisvar er bara gott og svo bara anfield 🙂

  26. hvaða menn stóðu fyrir kaupunum á t.d Ilori og Benteka, þvílík sóun á peningum. Hvað ætli Liverpool sé búið að henda mörgum krónum út um gluggann síðustu ár í eitthvað tómt rugl.

  27. Mér fannst strákarnir bara standa sig nokkuð vel, þetta vr erfiður völlur og Exeter var með mikla hörku spörkuðu strákana niður og það sást vel að Liverpool endaði með 4 bakverði í vörninni.. Taka þetta á betri velli.. Þeir sem mér fannst heilla voru Teixeira, Kent, Ilori, Ojo , Branagan og þá sérstaklega Brad Smith sem var maður leiksins að mínu mati EN þeir sem voru vonbrigði voru Benteke, Enriqeu og Bogdan… Ég er einn af þeim sem voru hrikalega ánægðir með kaupinn á Benteke en er eitthvað farinn að endurskoða það… En núna er hægt að hlakka til að horfa á 6leiki á næstu 18 dögum 🙂

    Ást og friður elsku bræður og systur

  28. Mér finnst Illori eiga að fá fleiri leiki, hann sýndi það á Spáni að hann getur eitthvað og með smá leikæfingu og nokkrum lyftingaræfingum næsta sumar gæti þetta orðið verðmætur leikmaður fyrir okkur í framtíðinni.

    Ojo er frábær viðbót og kannski komum við til að eiga tvo kantmenn það sem eftir er tímabilsins í honum og Ibe.

    SVOLEIÐIS ER NÚ ÞAÐ

    YNWA

  29. Er ekkert svakalega svekktur með þennan leik minnti mann á leaguecup hér um árið þar sem “stóru” liðin stilltu upp kjúllunum í fyrstu umferðinni. Fínt fyrir Klopp að sjá þessa Gutta í alvöru leik.
    Persónulega var ánægður með nokkra t.d Smith,Texieira,illri, ojo og sinclair á köflum.
    Á Anfield er bara um að gera að láta guttanna spila með kannski 3-5 byrjunarliðsmönnum.

  30. Vil benda á það að Benteke fékk alltaf boltann í lappirnar. Það kom bara einn kross inn í teig og lá var hann næstum búinn að skora. Fannst hann þokkalegur í leiknum.

  31. Ég er alltaf of bjartsýnn fyrir svona leiki, svo ég varð fyrir svolitlum vobrigðum fyrst, en eftir umhugsun var þetta það sen maður átti að búast við. Eina sem á að hafa komið á óvart voru Enrique og Benteke, lélegustu leikmenn vallarins á laaaaanghæstu laununum og með mestu reynsluna, bíður við svona frammistöðum.

    Annars hægt að segja að það sé jákvætt fyrir krakkana að fá annan leik á Anfield, verður gaman að sjá þessi lið spila á fótboltavelli.

    Hvenær er von á podcasti? :))))

  32. Er í alvöru ekkert almennilegt slúður um leikmenn á leiðinni ?
    Fyrsti gluggi Klopp með Liverpool og hópurinn sennilega aldrei verið í verra ásigkomulegi og það sárvantar leikmenn.

    Eitthvað var talað um Pato og þennan ítalska miðvörð frá Inter en ekkert concrete.

    Þurfum við ekki allavega 2-3 klassa leikmenn í jan. Miðvörð, bakvörð og sóknarmann.
    Helst líka kantmann en það er trúlega ekki hægt að klára allt í einu en þörfin er mikil núna ef það á ekki að byrja að hrynja niður töfluna.

  33. Ásmundur, Liverpool kaupir aldrei klassa leikmenn bara krakka eða vonandi klassa leikmenn og svo ef þeir verða það þá er ekki fræðilegur möguleiki að við getum haldið þeim PUNKTUR

  34. Liverpool hefur ekkert að gera við framherja sem næstum því skora.
    Benteke er bara ekki leikmaður fyrir liverpool.. punktur.

  35. Þarf ekki Gerrard að taka upp Liverpool skóns sína og spila næstu 4 leiki eða svo.
    1. Stórleikur á móti Arsenal.
    2. Seinasti United leikurinn.
    3. Bikarleikur á móti Exeter.
    4. Bikarleikur á móti Stoke.

    Ef þessi leikjaröð öskrar ekki á endurkomu þá ég ekki hvað.
    Hann gæti tryggt okkur á Wembley með sigri á Stoke. Langar örugglega að hefna fyrir rústið í sinum lokaleik.
    Svo United leikurinn þar sem haa fékk rauða spjaldið.

    Við erum án Henderson, og Gerrard gæti léttilega labbað í byrjunarliðið.

  36. Nr. 38 Doremí

    Við náum vonandi einu á þriðjudaginn, förum þá líklega eitthvað inn á Kop.is ferðina um næstu helgi og þá helst hvað við gerum við þá sem sofa yfir sig í miðaafhendingu fyrir leik.

    Ertu til í að koma í loftið og deila þinni reynslu? 🙂

    btw. nú eftir leik er ég enn á því að upphitun hafi verið meira raunsæi heldur en svartsýni.

  37. Kíkið betur á hornspyrnu gif-ið. Það er alveg eins og Exeter leikmaðurinn spyrni gula boltanum á auglýsingaskiltinu. Það var sennilega það sem fipaði Bogdan Kowalczyk.

  38. Nú var Klopp að kalla markmann aberdeen (Ward) tilbaka úr láni, það hlýtur að tákna endalok bogdan.

  39. #44 Einar Matthías

    Glæsilegt! .. Ég brosi enn þegar ég hugsa út í þessa mögnuðu ferð til Liverpool, og yrði það sannur heiður að taka þátt í podcastinu og deila minni reynslu til að peppa menn í gang fyrir ferðina, nóg er til af sögum frá þessari ferð. Ég væri á leiðinni út með ykkur ef ég hefði ekki önnur ferðaplön, en ég ætla ekki að missa af næstu ferð, það er alveg bókað.

    Já ætli ég hafi ekki farið fram úr mér í bjartsýni og hroka fyrir leikinn og greinilegt að þú hafðir rétt á því að tjá þig eins og þú gerðir í upphituninni.

  40. lýst vel a þessa stækkun Daníel.

    en svona um þessa stækkun, eg skil ekki hvernig þetta er gert, gamla stukan sem er 100 ára gömul stendur ennþá og nyja stukan a bakvið.. ætla þeir ekki að rífa gömlu main stand eða hvernig eru þeir að fiffa þetta ??

  41. Er allt steindautt hérna? 🙂
    Engar fréttir?
    Náum við í lið á miðvikudag?
    Vill einhver hringja í Klopp

  42. Það er verið að sýna öll mörkin hans Sturridge með Liverpool núna á lfctv og Suarez að mata hann… langar að fara grenja.

  43. Afsakið þráðrán, en veit einhver hvort að Sturridge nái leiknum gegn United? Við erum nú margir hverjir á leiðinni á leikinn

  44. Klopp heyrði i mer og spurði hvort eg gæti spilað leikina gegn Arsenal og Man Utd og mætti raða hvort eg spilaði i miðverði eða sem sóknarmaður en eg sagði honum að eg hefði tognað aftan i læri við að horfa á siðasta leik 🙂

  45. Sælir félagar

    Viðar – ertu viss um að þú sért ekki tognaður á heila? 🙂

    Það er nú þannig

    YNWA

  46. Ég er svo hræddur um að Klopp hætti ef þessi ömurlega meiðslasaga heldur áfram. Þetta er ekki hægt!!!!!!

  47. West ham í bikarnum ef við klárum exeter. hefði frekar viljað fá arsenal eða city enda meiri líkur að klára þann leik

Liðið gegn Exeter

Dregið í bikarnum