Newcastle – Liverpool 2-0

Liverpool sótti Newcastle heim á þessum annars fína sunnudegi. Liðið hafði ekki sigrað á þessum velli síðan í apríl 2013 þegar Sturridge og Coutinho sýndu okkur forsmekkinn af því sem var í vændum. Í vikunni var farið að tala um mögulega titilbaráttu og hve hagstæð úrslit helgarinnar voru. Við vitum öll hvernig það endar.

Eftir stórsigur í vikunnu þá gerði klopp 6 breytnigar á liðinu í dag, stillti þessu svona upp:

Mignolet

Clyne – Skrtel – Lovren – Moreno

Milner – Lucas – Allen
Ibe – Benteke – Firmino

Liverpool byrjaði betur, leikmenn Newcastle virkuðu stressaðir á boltann en hvorugt liðið skapaði sér eitthvað af viti fyrstu 20 mínúturnar eða svo. Moreno átti fínan sprett upp vinstra megin og fylgdi því eftir með fínasta bolta, vandamálið var að hvorki Firmino né Benteke sáu ástæðu til að fylgja þessu eftir með hlaupi inn í teig.

Það var þó á 20 mínútu sem að fyrsta dauðafærið leit dagsins ljós. Lovren skallaði horn Ibe inn á markteig þar sem Benteke skóflaði boltanum yfir. Líklega truflaði markvörðurinn hann eitthvað en hann hafði átt að gera mikið betur.

Rauðhærði Pirlo fékk gult spjald á 33 mínútu eftir brot á Firminio annars var afskaplega lítið að gerast. Bæði lið voru í miklu basli að ná að halda boltanum innan liðsins, gæði sendinganna lítil og hreyfing án bolta nánast ekki til staðar. Kom manni því ekkert sérstaklega á óvart að sjá Sturridge hita upp á 35 mínútu.

Talsverð hætta skapaðist svo á 39 mínútu þegar Newcastle menn sóttu hratt á okkur og Cisse komst 1 á 1 á Skrtel. Clyne og Lovren voru fljótir til baka og við náðum að losa pressuna.

Aftur fengu Newcastle menn færi á 43 mínútu þegar Cisse flikkaði boltanum áfram eftir hornspyrnu en Mbemba skallaði yfir af stuttu færi. Lucas fékk gult spjal á 44 mínútu, líklega augljósasta gula spjald ársins (já eða síðan í Chelsea leiknum), þegar hann greip í De Jong rétt fyrir utan teig.

Ibe átti síðasta skot hálfleiksins, fékk boltann vinstra megin, lagði hann á hægri og átti fínasta skot rétt yfir. Ibe sá eini með lífsmarki í sóknarleik okkar manna, Benteke þreyttur eftir að hafa hvílt í vikunni, Firmino ósýnilegur og algjörlega getulaus miðja þar fyrir aftan (sóknarlega) í þeim Milner, Lucas og Allen. Staðan því 0-0 í alveg skelfilega lélegum og leiðinlegum 45 mínútum.

Síðari hálfleikur

Það kom mér svolítið á óvart að sjá óbreytt lið í síðari hálfleik en hvað um það. Síðari hálfleikur byrjaði jafn illa og þeim fyrri leik, ef ekki verr. Liverpool ekki að skapa neitt og pressan að koma seint og illa. Newcastle menn líklegri fyrstu 20 mínúturnar eða svo án þess þó að vera spila eitthvað vel sjálfir eða skapa sér opin færi. Ibe hélt áfram að vera okkar hættulegasti maður. Átti fína spretti en hljóp sig oftar en ekki í vandræði eða þá að síðasta sending var léleg.

Á 61 mínútu komu Sturridge og Lallana inn í stað okkar slökustu manna (+ Milner), Benteke og Firmino. Þeir tveir voru algjörlega týndir í dag.

Það var svo á 68 mínútu sem að Newcastle komst yfir. Winjaldum hljóp utan á Lovren og ætlaði að senda boltann fyrir sem fór af hnénu af Skrtel og inn, 1-0. Markið í takti við annað í spilamennsku Liverpool.

Ibe kom útaf á 74 mínútu í stað Origi. Kom mér svolítið á óvart, sérstaklega þar sem að Milner, Allen og Lucas áttu þar af leiðandi að klára leikinn. Hefði mögulega viljað sjá Milner koma út en líklega var Klopp að fara í tígulmiðju með þessu.

Lallana sendi Sturridge innfyrir á 74 mínútu, eini gallinn var að boltinn var á hægri. Skotið framhjá en loksins skapaði liðið sér eitthvað.

Milner fékk flottann bolta frá Milner á 79 mínútu, sett hann frábærlega yfir markvörð Newcastle en markið ranglega dæmt af vegna rangstöðu! Átti klárlega að standa, frábær afgreiðsla!

Það var svo Wijnaldum sem kláraði leikinn fyrir heimamenn, 2-0 tap því staðreynd.

Pælingar og maður leiksins

Alveg hrikalega svekkjandi en alveg rosalega týpískt Liverpool eftir úrslit helgarinnar og m.v. gæði andstæðingsins. Líklega slakasti leikur Liverpool undir stjórn Klopp og klárlega sá mest pirrandi. Leikmenn sem voru hvíldir í vikunni voru líklega slökustu menn liðsins (Benteke, Firmino, Milner). Pressan og ákafinn enginn og liðið bara á hælunum nánast frá upphafi til enda. Liðið skapaði sér varla færi í 95 mínútur gegn slöku liði Newcastle og það var ekki fyrr en Lallana og Sturridge komu inn (og Newcastle skoraði og féll til baka) sem eitthvað fór að gerast, sem var þó ekki mikið.

Ibe er að mínu mati sá eini sem sýndi eitthvað í þessum leik og vel ég því hann. Það vantaði vissulega helling upp á, en það skrifast líklega einnig á þá sem voru í kringum hann. Annars erfitt val, heilt yfir var liðið mjög slakt.

67 Comments

  1. Jurgen klopp er pappakassi helgarinnar. Setur ekki menn sem skora 5 mörk á bekkinn eftir þannig frammistöðu fáranleg ákvörun.

  2. Back to earth. Ótrúlega svekkjandi tap. Svo mikll óþarfi að það er hægt að grenja yfir þessu í heilan dag. -_-

  3. Ótrúlega svekkjandi tap og þessi helvítis rangstöðudómur var eitthvað sem við þurftum ekki á að halda í dag!

  4. Sama kjaftæðið, byrjað að tala um titla þegar Liverpool kemst á sigurbrautina og þá eins og við manninn mælt, okkur skellt hressilega niður á jörðina!

  5. Hvernig er hægt að verða svona lélegir????????? Ekki boðlegt eftir gott gengi!!!!!!!!!!!!!

  6. Ógeð. Tapa fyrir þessu prumpuliði. Leikmenn ættu að skammast sín.

  7. Jæja, nú þurfum við að stilla væntingarnar í hóf. Menn æpa hér í loftin að við munum vinna deildina og síðan þegar við töpum eru sumir farnir að kalla Klopp trúð og kenna honum um tapið, líkja honum við Brendan Rodgers og fleira. Hvaða skammsýni er þetta í mönnum hérna? Þetta mun bara taka tíma, tvö skref fram á við og eitt skref til baka.

    Klopp mun algjörlega fá frían passa hjá mér og flestum út þetta tímabil. Maðurinn er ekki einu sinni búinn að kaupa leikmann í liðið sitt, fjandinn hafi það. Slaka aðeins á. Stundum eru menn alltof bráðir og nú þarf bara að stíga aðeins til jarðar og gefa Klopp tíma.

  8. Jæja , gaman að vælukjóarnir séu vaknaðir eða þannig. Lélegur leikur sem við áttum þó alls ekki skilið að tapa en svona gengur þetta fyrir sig. Menn sem hafa gengið í endurnýjun lífdaga og fengið mikið hrós undanfarið stóðu ekki undir væntingum sem og ýmsir fleiri. Það er samt erfitt að kingja því að fá svona á kjaftinn frá einu af botnliðunum og kennir vonandi Klopp að það er ekkert gefið í enska boltanum. Þú verður bara að stilla upp þínu sterkasta liði ef árangur á að nást.

  9. Finnst magnað hve margir kenna leikmönnum um tapið.
    Leikmenn fylgdu bara uppleggi stjórans sem var greinilega ekki það sama og að undanförnu. Klopp virtist vanmeta gæði enska boltans í þessum leik. Hvers vegna í ósköpun Origi og Sturridge byrja ekki mun ég seint skilja. Hvernig Lucas og Allen fá 90 mín skil ég heldur ekki.
    Markið sem Newcastle skorar eru auðvitað mistök hjá Skrtel sem þurfti ekki að renna sér niður, svona lagað gerist og hrein og klár óheppni.
    Benteke gat ekkert og ef ég hefði ráði hefði hann spilað max 30 mín í þessum leik sem og Firmino. Þetta færi sem Benteke klúðraði á marklínu súmmera upp hans leik í dag að öllu leiti. Lovren okkar hættulegasti maður framávið sem er ekki jákvætt.
    Alltof margir leikmenn LFC sem voru slakir í dag.
    Auðvitað vorum við svo rændir löglegu marki, en ég nenni ekki að tuða um þannig lagað, það jafnast alltaf út á tímabilinu. Áttum ekkert skilið útúr leiknum.
    En hey það kemur leikur eftir þennan leik og flestir okkar andstæðingar voru að tapa stigum um helgina 🙂

  10. Ætla að losa frá mér mínar hugsanir.

    Versta frammistaðan undir Klopp. Sú langversta. Nei…sú langlanglanglangversta!

    Hittum fyrst á rammann eftir 89 mínútur…spáum aðeins í það. Mér fannst bara bakverðirnir tveir og Lovren ekki eiga arfaslakan dag. Aðrir bara svo langt undir pari að það er skelfilegt. Lucas með sinn versta leik lengi, hef hrósað honum mikið og hélt að hann hefði haft gott af hvíldinni en það var öðru nær. Sjokkerandi frammistaða hjá honum. Milner hleypur og hleypur en skapar lítið. Allen í dag. Hefur verið það áður…og nú er bara vonandi kominn sá tími að hans sénsum fækki.

    Ibe fannst mér lengi vel skástur fram á við en svo dó hann út karlanginn.

    Firmino virðist mjög “off the pace” í mörgum leikjum og það var hann í dag. Tapaðir boltar milljón of margir, vondur í pressu og virtist aldrei inni í leiknum. Eins spenntur og ég var eftir Etihad er ég nú stressaður eftir þrjár vondar frammstöður frá honum í röð.

    Mestar áhyggjur hef ég af Benteke. Með hann í liðinu pressum við ekki. Það er bara því miður þannig. Eins góður og hann getur verið að klára þá verður hann að bæta þessu við sinn leik. Ef fremsti ekki pressar þá fylgir það í gegnum liðið og þannig horfði þetta við mér í dag. Benteke á skokkinu frammi og Firmino lítt skárri þar fyrir aftan gaf Newcastle það sem þeir þurftu.

    Þeir reyndu að pressa hátt með sína fremstu línu en féllu vel til baka með miðju og vörn. Eins og Swansea og Bordeaux gerðu með ágætis árangri á Anfield. Það verður formúlan næstu leiki gegn WBA, Watford og Leicester. Lið sem sitja til baka valda Liverpool miklum vanda sem Klopp hefur ekki enn tekist að leysa svo vel sé.

    En hann hefur lært held ég ýmislegt í dag og mun stilla upp annarri týpu af liði um næstu helgi eftir að hafa hvílt einhverja gegn Sion…eða kannski á bara ekkert að hvíla neitt. Það var ekki að sjá á þeim sem fengu frí á miðvikudaginn að þeir væru sérlega ferskir í dag.

    Vont tap, alveg ferlega vont tap og allt okkur í mót. Sjálfsmark og síðan dæmt af okkur löglegt mark til þess svo að fá á okkur annað í uppbótartíma. Við þekkjum þetta alveg í gegnum tíðina en mikið vona ég að þetta verði ekki viðvarandi ástand mikið lengur!!!

  11. þvílíkir djöfulsins aular að geta ekki staðist smá aukapressu taktísk skita hjá klopp i þessum leik ömuurlegt að tapa þessum leik allen og lucas sem miðjupar virkar ekki og það er marg búið að reyna það. benteke einan að djöflast þarna frammi virkar kannski fyrir hann í 3 deildinni btw núna er eg skriðinn í kryppu

  12. Ég er alls ekki sammála vini mínum honum Magga. Mér fannst lovren eiga fyrsta markið skuldlaust, þvílíkt lélegur varnarleikur. Löglegt mark dæmt af okkur, en við vorum bara skítlélegir og féllum niður á plan newcastle.

    Mér finnst alltaf þegar við byrjum með Benteke inná að við séum einum færri. Hann er svo dapur að það er ekki fyndið. 30 millur ! ! ! fyrir batta ?

    Næstu leikur bara, þetta var skita

  13. #10 Örn (fuglinn)

    Þú kallaðir Klopp trúð áðan, þú ert fljótur að gleyma því að við slátruðum Chelsea, City og Southampton undir hans stjórn. Þú gerir þér vonandi grein fyrir því að Sturridge er að stíga upp úr meiðslum, ekkert venjulegum meiðslum. Maðurinn er búinn að vera frá meira og minna í heilt ár. Þú segist seint skilja það að hann hafi ekki fengið að byrja leikinn, en ég er viss um að það er verið að koma honum hægt inn í leikina. Það er áhætta að láta hann byrja alla leiki, og ef hann hefði meiðst værir þú líklega einn af þeim sem hefðu öskrað hvað hæst að Sturridge sé aumingi, vælukjói og svo framvegis.

    Þú segist heldur ekki skilja hvers vegna Lucas og Allen fá 90 mínútur. Ég get skilið það. Í fyrsta lagi er Emre Can í leikbanni. Ef Klopp hefði spilað honum hefði Liverpool verið refsað fyrir að spila leikmanni sem er í banni. Þannig að það er ekki hægt. Henderson er búinn að vera meiddur mjög lengi og er verið að láta hann koma í liðið smám saman. Hann gat ekki byrjað heldur. Hver annar hefði átt að koma inn í staðinn fyrir Lucas og Allen? Kannski ertu með betri lausn en trúðurinn, Jurgen Klopp.

  14. Reality check!

    Þetta var leikur sem ég var drullusmeykur við og því miður þá fór allt á versta veg. Liðið var bara lélegt og tapaði verðskuldað.

    JK er ekki enn búinn að sanna fyrir mér að hann kunni að ná árangri á mótið liðum sem spila sterkan og skipulagðan varnarleik á móti okkur. Við vorum svo rosalega “kjötaðir” í þessum leik að það hálfa væri nóg. Það er ekki nóg að geta pakkað saman Chelsea og City á útivelli þegar við ráðum ekki við lið eins og Crystal Palace , Sothampton og Newcastle. Við fáum ekkert fleiri stig fyrir að vinna toppliðin en botnliðin.

    Maður leiksins hjá Liverpool?? Enginn! Þeir voru allir lélegir. Hrikalegt áhyggjuefni hvað leikmenn eins og Firmino og Benteke geta verið lélegir í mörgum leikjum. Ofboðslega pirrandi hvað Iítið kom út úr Ibe á kantinum, gat ekki komið með góða sendingu fyrir og hékk oftast allt of lengi á boltanum.

    Nú reynir á Klopp og rífa liðið aftur upp. Vona að hann sendi c-liðið til Sviss á fimmtudaginn þar sem sá leikur skiptir litlu máli. Fáum síðan vonandi Can og Coutinho inn um næstu helgi. Þeirra var sárt saknað í dag. Vil ekki sjá Lucas og Allen saman í byrjunarliðinu. Well, það er alltaf næsti leikur.

    Og já, við erum EKKI að fara að vinna deildina þetta tímabil!

  15. Þeir voru ekki mikið ógnandi okkar menn. markvörður new eitthvað passaði að sínir menn fengu að anda á milli hlaupa hvert úd spark sem hann tók ýmindaði hann sér að hann væri boing474 að takka á flug svo mikið bakaði hann
    og tók sinn tíma. Mér fanst nú ekkert vera falla með okkur heldur í dag mark tekið af okkur nei við munum tappa á móti topp liði miðlungs liði og botnliði það gera allir sama hversu góðir þeir eru það hefur alltaf verið deildin er ekki búinn fyrr en hún er búinn. Klopp þú gengur ekki ein

  16. Taktkinn fyrir leikinn bara gekk ekki upp i dag. Áttum nota sömu taktik og gegn Chelski og City. Ég fannst vörninn ágætt en miðjan var slöpp með Lucas og Milner sem versta.
    Alllen var þó reyna eitthvað og átti ágætt hlaup enn með Firmini og Benteke alveg steindauða frammá við þá erum við ekkert fara að skora. Ibe var ágætur en mér fannst sóknarlínan heildina litið bitlaus.

  17. Þetta kallsast á ágætri íslensku að renna á helv.. rassgatið. Sjaldan horft á lélegri frammistöðu, þá er ég að tala um bæði liðin, dómarana, þjálfarana og allan pakkann. Einkunn 0-10 er 1.

  18. Ekki var það langvarandi titilbarátta…

    Annars verðum við að fara að átta okkur á hversu illa Benteke passar í þetta lið. Hlaup hans án bolta eru ekki til staðar og hlaup hans með bolta eru tilgangslaus. Pressar ekkert. Mörk hans koma vanalega úr einhverskonar moði eða fráköstum og hafa lítið með spilamennsku liðsins að gera.

    Dýrt spaug en Brendan Rodgers var það svo sem líka. Ekki nokkurt ríkt lið sem vill kaupa svona framherja en við gætum kannski óskað eftir öðru Big-Sam-Bail-Out-i á 17m. Frábær leikmaður í háloftaliði en algjörlega tilgangslaus annarstaðar. Battering ram.

    Milner, Lucas, Firmino og Ibe voru afleiddir í dag. Ibe telst ekki góður þó hann hafi verið sá eini sem sást. Algjörlega 0 end product í gangi þar. Lucas á svo sem alveg slappan leik inni, maður öskrar ekkert af reiði þar en Firmino verður að fara að stíga upp. Milner finnst mér bara ekki góður svo ég býst ekki við meiru þar. Joe Allen var actually besti leikmaðurinn af bæði miðju- og sóknarmönnum liðsins.

    Sorglegt að helgarnar sem næstum öll lið ofan við okkar tapa stigum þá töpum við fyrir CP og Newcastle. Þýðir lítið að tala alltaf bara um hvað manu eru ekkert merkilegir.

    Annars er maður farinn að reiðast svona frammistöðum á ný. Það er eiginlega það jákvæðasta við þetta. Maður var svo dofinn yfir leikjum undir síðasta stjóra að maður kippti sér ekkert upp við svona frammistöður.

  19. Ömurlegt tap en common, sleggjudómar. Ef einhver trúði því að við værum að fara vinna restina af mótinu, aldrei. Klopparinn á eftir að fara með okkur mun lengra en menn þorðu að trúa og þá er staðfest.

  20. benteke gerði ekki rassgat í dag.. allt of hægur.. gerði ekkert fyrir liðið.. nennti ekki að hlaupa inn í teyg.

    firmino á að spila frammi við hlið skjaldböku er ekki að virka.. vill sjá firmino með sturridge með sér ekki skjöldbökuna benteke.

  21. Ömurleg frammistaða hja nánast öllum þeim sem byrjuðu inná og þeim sem koma inná. Margir gagnrýna klopp en þessir leikmenn verða að fara taka einhverja ábyrgð það er ekki alltaf hægt að kenna bara þjálfaranum um allt.

  22. Það er ekki hægt að gera þetta meira Liverpoollega. Það er nánast orðið trademark hjá okkar mönnum að misstíga sig illa í svona leikjum, gjörsamlega óþolandi.

    Jurgen Klopp fær því miður sína fyrstu falleinkunn í dag og gerir mistök sem ég efa að hann geri aftur. Liðið er auðvitað búið að spila tvo leiki á viku í ansi langan tíma og það er farið að taka sinn toll og í dag er byrjað án Sakho, Can, Henderson, Coutinho, Lallana og Sturridge. Það er fáránlega mikil blóðtaka þó byrjunarlið Liverpool í dag sé nógu gott til að vinna Newcastle, þetta eru 5-6 leikmenn sem eru í byrjunarliði Liverpool allajafna þegar þeir eru leikfærir.

    Afhverju Klopp fór aftur í sama kerfi og spilaði í tapleik gegn Crystal Palace í stað þess að halda sig við það sem svínvirkaði gegn Southamton skil ég ekki. Já eða þá það sem var að ganga gegn Chelsea og Man City.

    Miðja með Allen og Lucas er bara ekki nógu góð, það eru nánast öll lið í deildinni með svipað sterka miðju ef ekki sterkari og það var klárlega þar sem Liverpool tapaði baráttunni í dag. Sóknartríóið var afleitt í dag og fóru allir útaf en þeir fengu líklega enga vitiborina hjálp frá miðjunni og ég bara skil ekki hvernig Klopp hélt þeim öllum inná til enda í dag. Ég vona að þetta verði aldrei aftur byrjunarliðið í deildarleik, ég náði þessu uppleggi hefði hann lagt aftur upp með tígulmiðju en alls ekki með Allen – Lucas og Milner á kantinum, steingelt framávið með öllu og hefur alltaf verið.

    Henderson er vonandi að verða klár það hefur kostað mjög mörg stig að vera án hans, án Coutinho er alltaf líklegra að liðið lendi í erfiðleikum að brjóta niður varnarleik andstæðingsins og án Can vantar rosalega mikið upp á kraftinn á miðjunni (hvað þá ef það vantar Henderson líka). Bætið svo fjarveru Lallana við og þetta er orðin ansi veikburða miðja.

    Lucas hefur verið mjög góður undanfarið en saknaði Can mjög mikið í dag að ég held og átti líklega sinn versta leik á þessu tímabili. Allen er að fá hrós frá mörgum (á twitter a.m.k.) og ég bara næ því ekki, það skapast ekki nokkur einasta hætta í kringum hann sóknarlega og hann er langt frá því að stjórna miðjunni. Milner sýndi svo ekkert í dag þó hann hafi verið ágætur undanfarið.

    Miðjan held ég að hafi mjög mikið að segja með frammistöðu Benteke og Firmino sem fengu mjög litla hjálp, það breytir því ekki að þeir áttu báðir alveg afleitan dag og virðast enganvegin ná saman. Hefði samt bara tekið annanhvorn útaf (strax í hálfleik) og frekar fórnað miðjumanni. Það kom líka á daginn að það skiptir engu að skipta alveg um sóknarlínu ef miðjan er áfram steingeld sóknarlega.

    Ibe var líflegastur hjá okkar sóknarþenkjandi leikmönnum en það kom nákvæmlega ekkert út úr því sem hann var að reyna. Lallana hefði sannarlega mátt fá þennan leik frekar en hann eftirá að hyggja.

    Varnarlega var Liverpool ekki að gera mikið af sér þannig enda mótherjinn ekki að leggja upp með blússandi sóknarleik. Boltinn fór í markið í fyrsta skipti sem hann kom í áttina að því og að sjálfsögðu skrifast það sem sjálfsmark á Skrtel, bolti sem Mignolet var annars alltaf með. Það er nánast eins dæmigert fyrir þennan leik og hægt er að hafa það.

    Nema auðvitað að þrátt fyrir allt var fullkomlega löglegt mark dæmt af Liverpool og var það glæpsamlega hörmulegur dómur enda línuvörðurinn eins vel staðsettur og hægt er að vera til að sjá þetta. Frábært mark hjá Moreno greyinu sem er búinn að skora tvö góð mörk í þessari viku án þess að fá neitt skráð á sig. Einhverju áður var Coloccini búinn að sleppa gríðarlega vel við að fá ekki rautt spjald.

    Þetta var svo sannarlega einn af þessum dögum og líklega var þetta bara mest pirrandi tap Liverpool síðan 2013/14. Ég var að vona að Liverpool undir stjórn Klopp væri komið á næsta level frá svona skitu í HVERT EINASTA SKIPTI þegar úrslit annara leikja detta svona með okkar mönnum. Auðvitað er maður alltaf smeykur við Liverpool fyrir svona leik en mig langaði svo að hafa alvöru trú á þessu hjá okkar mönnum. Eins var ég að vona að leikjaálagið myndi ekki kosta okkur stig í deildinni en þetta var líklega ansi gott dæmi um slík töpuð stig.

    Stigasöfnun í leikjum þar sem Liverpool er fyrirfram talið sigurstranglegri aðilinn hefur verið hroðaleg í vetur og eitthvað sem Klopp verður að laga strax, hvernig sem hann gerir það. Þessi hópur er meira en nógu góður til að ná a.m.k. topp 4 í vetur en gerir það ekki svona.

  23. #9 er með þetta.

    Þetta tekur tíma, en ég gruna samt að Klopp komi okkur í topp 4 í vor. Það væri auðvitað stórkostlegt miðað við bullið sem við vorum í. Við erum sex stigum á eftir Manchester liðunum í 3 og 4 sæti. Þessi lið fyrir ofan okkur eiga öll eftir að koma á Anfield.

    Öndum rólega og tökum þetta eins og alkarnir, einn leik í einu.

  24. Shit hvað ég þoli ekki hvað menn verða svartsýnir á núllkommaeinni hérna. Menn eru í alvöru að drulla yfir Klopp? Má ekki tapa fokking leik? Mér finnst þið sem drullið yfir liðið ekki vera alvöru stuðningsmenn.
    Auðvitað var þetta ekki góður leikur og mjög margt sem hefði mátt fara betur en samt… Klopp er það besta sem hefur komið fyrir liðið í langan tíma og að fólk sé að drulla yfir hann hérna gerir mig brjálaðan.
    Þegar okkur gengur illa í leikjum undir stjórn Klopp (sem hefur nú bara gerst einu sinni, áðan sem sagt) þá skuluð þið hugsa um liðið undir stjórn Rodgers fyrir tveimur mánuðum og þær framfarir sem liðið hefur tekið á tveimur mánuðum. við skoruðum sex mörk í leik um daginn. Það tók liðið ég veit ekki hvað marga leiki undir stjórn Rodgers að skora 6 mörk.

    Plís styðjið liðið, ekki drulla yfir það.

  25. Skil ekki af hverju margir hrósa Ibe eftir leikinn hann var alveg virkilega lélegur. Jú hann er yfirleitt líflegur en það verður eitthvað að koma út úr þessu hjá honum og sendingar hjá honum voru alveg skelfilegar.

  26. Klopp: “It’s important to try to be in the middle. Not nuts when we win and crazy when we lose. It’s not a reality check.”

    NÁKVMÆLEGA!

  27. Alltaf sami helv vællinn í mönnum.
    Allt híft upp til skýja þegar vel gengur og Klopp er besti þjálfari í heimi spilar flottasta hápressu bolta á Englandi og við ógeðslega heppnir að fá hann til LFC.

    Bamm kemur fyrsta skíta tapið undir stjórn Klopp í deild þar sem allir virðast geta unnið alla þá.
    Nú er Klopp algjör pappakassi, leikmenn liðsins trúðar upp til hópa sem kunna ekki að spila pressu og það vantar nánast #kloppout

    Það sjá það allir að vandræðin eru ennþá til staðar þá sérstaklega markaskorun í deildinni erum bara með 18 mörk 2 mörkum færra en ógeðin í scums.

    Hættum þessi þvaðri að þegar við eigum séns í toppinn þá skítur liðið á sig, varla eru menn farnir að trúa því að liðið sé fært um að keppa um titilinn og það með engann heimsklassa leikmenn í liðinu, jú bíddu við áttum einn fyrir tveimur árum en hann spilar í Barcelona í dag hver af leikmönnum LFC mundi Barca, Real, Bayern kaupa af okkur.
    Klopp er enginn töframaður hann hefur ekki keypt neinn af þessum leikmönnum sem hann hefur í höndunum í dag, hann þarf tíma og við eigum eftir að taka fleiri slæma leiki en bara þennan á þessu tímabili, ef hann nær liðinnu í topp 4 á þessu tímabili þá væri það geggjaður árangur.

    Anda inn anda út það verður gaman að sjá hvernig jólatörnin kemur út þar mun reyna á Klopp og lærisveina hans því í ensku er ekkert jólafrí til að hlaða batteríin einsog í Þýsku deildinni.

    YNWA

  28. Klopp lærir vonandi af þessu og byrjar aldrei aftur með Lucas og Allen saman á miðjunni, annarhvor er í lagi en þeir tveir saman skapa ekki neitt fram á við. Þó að Allen hafi verið að spila frekar vel undanfarið þá er hann ekki allt í einu orðinn frábær leikmaður. Finnst líka frekar slappt að byrja með Benteke og geyma Sturridge og Origi á bekknum sem skoruðu samanlagt fimm mörk í síðasta leik en kannski vildi hann ekki hætta á að byrja með Sturridge annan leikinn í röð svona stutt eftir að hann kemur úr meiðslum. Benteke getur skorað mörk en ég get ekki að því gert að mér finnst hann ekki nógu góður í fótbolta, er mjög lengi að gera hlutina stundum og er ekki nógu duglegur í pressunni og þegar hann pressar þá finnst mér hann gera það rangt. Finnst Firmino líka bara hafa spilað vel hingað til þegar Coutinho er með honum inná. Rosalega svekkjandi að ná ekki í þrjú stig í þessum leik þegar flest liðin fyrir ofan okkur voru að missa stig. Liðin fyrir ofan okkur eiga þó töluvert erfiðara program framundan en við og vonandi náum við að nýta okkur það.

  29. Fjölmiðlarnir í Bretlandi spila stórt inn í þetta. Þeir hafa verið að stinga upp á því að Klopp sé það besta sem hafi komið fyrir deildina og að núna muni Liverpool berjast um titilinn. Þegar tapið kemur svo loksins segja þeir að þetta sé “Reality Check” og að menn verði nú að fatta að þetta Liverpool lið sé vænbrotið o.s.frv. Virðist ekki vera neinn millivegur í þessum umfjöllunum. Frekar ógeðslegt.

  30. mikið geta margir hérna verið viðkvæmir ef það má ekki kalla þessa gaura aula,pappakassa og kalla þetta lélega frammistöðu fyrir að hringskíta svona uppá hnakka á móti næst neðasta liði deildarinnar þá er maður ekki alvöru stuðningsmaður. þetta er bara staðreynd að þessi leikur var algjört klúður má þá í alvörunni ekki koma með sannleikann og segja frá því hvar vandinn lá í þessum leik ? ég veit það héðan í frá að ég ætla að vera jafn meðvirkur og rodgers var og segja að þetta hafi verið outstanding

  31. Sælir félagar

    Þetta reyndist eins og við spáðum flest hunderfitt viðfangsefni fyrir liðið. Klopp hrasaði á liðsvalinu og upplegginu og það getur svo sem alltaf gerst að stjóri geri mistök eins og aðrir menn.

    Hitt er einnig alveg ljóst að framlag leikmanna flestra var svo fyrnaslakt að annað eins hefir varla sést á velli Heilags Jamesons eða hvað hann nú heitir. Hefir sá völlur þó séð ýmislegt misjafnt að undanförnu og jafnvel oftar.

    Þetta er holl lexia fyrir Klopp og liðið en enginn heimsendir. Nokkrir leikmenn þurfa að hugsa sinn gang og Klopp þarf að finna út hvernig hann fær þá hina sömu til að sinna vinnu sinni sem skyldi.

    Þetta er líklega leiðinlegasti og versti leikur liðsins sem ég hefi séð lengi og ætti að koma mönnum í skilning um að leikir vinnast ekki ef leikmenn leggja sig ekki fram. En áfram með smjörið og það er mikið eftir af þessari leiktíð en þessi leikur fór illa og ekkert við því að segja úr því sem komið er

    það er nú þannig

    YNWA

  32. Var fullur bjartsýni fyrir leikinn en óttaðist að líkamlegir yfirburðir Newcastle myndu ekki slá okkur út af laginu en óttaðist að svona gæti farið. Stökkmúsin Moreno átti að halda markinu sem var dæmt af okkur ranglega en þetta var blauta tuskan sem ég talaði um eftir Southamton leikinn. Nú er bara að gleyma þessum leik hið snarasta og koma sér í gírinn fyrir næsta verkefni. Ég trúi ennþá

  33. Ég er ekki sammála því að ibe hafi verið besti maðurinn hjá Liverpool. Hann var reyndar alveg ágætur en var ekki að skapa neinn voðalegan usla. Fyrir mér var Lovren sá langbesti. hann steig varla feilspor og það er allt annað að sjá hann eftir að Klopp tók við.

    Annars frekar lélegur leikur og ég er sammála Klopp að Liverpool átti ekkert skilið úr þessum leik. Okkar menn spiluðu einfaldlega illa.

  34. Mér fannst Ibe skelfilegur, lengi að losa boltann og gerði það illa.

    Hvað eru menn samt að hvarta yfir því að Benteke pressi ekki, það var augljóst að Klopp lagði þennan leik upp þannig að það átti alls ekki að pressa, heldur leyfa Newcastle mönnum að koma fram á völlinn. Sturridge var svo verri en Benteke eftir að hann kom inná, ég eiginlega skil ekki að þeir hafi ekki bara báðir spilað síðasta hálftímann.

    Svo eiginlega um leið og liðið byrjar á seinni partinum af planinu, að pressa þá skora Newcastle.

    Sem voru btw, mjög fínir í dag, skipulagðir og Wijnaldum leit vel út.

  35. Sæl og blessuð.

    Maður liðsins var Moreno. Skoraði löglegt mark sem hefði liklega orðið mark helgarinnar og vann eins og hestur allan leikinn. Viljugasti leikmaðurinn var Ibe. Hann skorti lokatöddsið en skýringuna á því má líklega rekja til þess að annar framherjinn var sem nátttröll í aftureldingu og hinn var áttavilltur á víðáttum vallarins. Vanmetnasti leikmaðurinn var Milner sem barðist eins og ljón og átti stoðsendingu leiksins. Vörnin fannst mér skila sínu, klaufaskapur í markinu en annars náðu þeir að stöðva það sem á dundi og Newcastlemenn voru um tíma með miðjuna á sínu valdi.

    Sorglegast var að Klopp skyldi ekki ná að berja vit og vilja í sókn og miðju, fyrst hann valdi þennan hóp. Sá fyrir mér að þeir hefðu verið í endalausum stöðuæfingum og andlegri uppbyggingu. Að öðrum kosti var þeta val glórulaust. Benteke og Firmino valda svakalegum vonbrigðum. Ég höndla ekki enn einn framherjann af þessu kalíberi, vælukjóa og silakepp sem spilar á allt öðru tempói en hann á að gera, hleypur ekki boltalaus, pressar ekki, hoppar ekki, skorar ekki. Hvað Firmino er að hugsa veit ég ekki. Svo var þetta endalaust dútl með boltann á öllum sviðum og hægagangur. Ömurlegt ,,skot” frá hinum velska ,,Xavi” í eitt af fáum tilvikum þegar Benteke var frír og hefði hugsanlega getað gert eitthvað af viti. Svo átti hann að skora milli markteigs og marklínu, Sturridge átti líka að gera betur.

    Annars spyr maður sig hvort Skrtel sé meiddur eftir höfuðhöggið sem hann fékk. Veit einhver hvað er að frétta af honum?

    Slæmu fréttirnar eru vonbrigðin og verri staða í deild en við áttum von á. Góðu fréttirnar eru þær að þetta er bara fótbolti og vonandi fáum við tækifæri til að fagna fljótlega!

  36. “Milner fékk flottann bolta frá Milner á 79 mínútu, sett hann frábærlega yfir markvörð Newcastle en markið ranglega dæmt af vegna rangstöðu!”

    Veit að Milner hleypur mikið en veit ekki hvort hann sé svona fljótur að hlaupa!

  37. #43 lol.
    Hey við vinnum og við töpum , City tapaði , Chelsea tapaði Liverpool tapaði þetta er ekki heimsendir og já utd gerði enn eitt 0-0 jafnteflið …vitiði hvað ég er ENGAN vegin með áhyggjur kanski var þetta vanmat hjá klopp á móti þeim who knows.

    En NC eru að berjast fyrir lífi sínu í deildini og sömuleiðis stjórinn en tough luck leiðinlegt að tapa þessum stigum á móti liði sem hefur verið eitt af slakari liðum hingað til.

    En það skiptir ekki máli þetta er enska deildin og hún er motherducking óútreikanleg liðið sem slátraði city og valtaði svo yfir southhampton tók skituna á móti nc en skítur gerist !
    Næsta leik takk meistari Klopp þetta verður fyrirgefið.

  38. “Milner fékk flottann bolta frá Milner á 79 mínútu”

    Djöfull er hann góður, karlinn.

  39. Liðið spilar bara illa án Lugas, og hann var fjarverandi allan leikinn, auk þess virðumst við spila frekar leiðinlegan bolta þegar Bentake er í liðinu.

    en nú þarf bara að anda að sér, og einbeita ser að næstu leikjum, þetta tímabil var fyrir löngu búið og ef 4 sæti næst væri það bara bónus, sem er ekki liklegur og frekar ósangjarnt að krefjast.

  40. Milner gaf á milner á 79 min.

    Vel gert milner, gefa á sjálfan sig í liðsíþrótt… :3

  41. Ótrúlega svekkjandi og maður átti ekki von á þessu fyrir leik ! Ætla ekki að fara drulla yfir Klopp , en hvað er það sem framherjar elska ,jú mörk og sjálfstraust og það hefði verið rosalega freistandi að henda Origi og Sturridge ínná í byrjun með þá spólgraða og keyrayfir newcastle,ok Sturridge er kannski ekki í formi, en samt fyrir 45-60 min og þá inná með Big ben.

    Mín skoðun ALLTAF að spila striker sem er heitur !! En fokk it næsti leikur takk Klopp tæklar þetta

  42. Heheh það er alltaf sami sirkusinn hérna inni 🙂 “Þú ert ekki alvöru stuðningsmaður”. “Nei þú ert ekki alvöru stuðningsmaður”. Í alvörunni? Liðið var bara lélegt í dag og leikmenn liðsins allir með tölu ollu vonbrigðum. Klopp átti sinn hlut í skitunni með því að halda Lucas, Milner, Allen miðjunni sem er alveg steingeld sóknarlega. Liðið var lengi að hreyfa sig, hékk á boltanum og voru með lélegar sendingar trekk í trekk. Allir á skjálftavaktinni virtist vera og enginn leiðtogi í liðinu. Verð að viðurkenna að eins spenntur og ég var fyrir Milner þá hefur hann hingað til valdið mér sárum vonbrigðum. Ekki sá leikmaður sem ég hélt hann væri, allavega ekki enn sem komið er.

    Svo finnst mér alveg magnað að þegar LFC kemst á smá “rönn” þá byrja margir bjartsýnispúlarar að tala um titilinn. Ég á ekki til eitt aukatekið orð. Voru menn í alvörunni á því að liðið væri að fara vinna titilinn í ár? Ef liðið nær í topp 4 þá er það FRÁBÆR árangur hjá JK og hans teymi. Festum fæturnar í jörðinni kæru vinir, þetta verður langt tímabil

  43. Það er sart að tapa en come on folk.
    Það eru allir að vinna alla i þessari deild. Við hæfum spilað marga leiki a stuttum tima. Eg er sammála Magga vini minum með Benteke og öllum þeim sem hafa deilt sömu skoðun. Hann hefur verið gríðarleg vonbrigði og fer eflaust að missa sætið sitt i liðinu i þessum stóru leikjum.

    Þeir sem ætla að láta Sturridge byrja eftir leik i miðri viku og fjarveru i ár eru svo að misskilja hlutina. Það sást nu bara langar leiðir a þessum mínútum i dag að hann var alla ekki ferskur. Origi hefði matt koma inna fyrr að mínu mati en Benteke og Lucas áttu að vera ferskir ásamt Milner en voru svo algjörlega með allt niðrum sig.

    Eg ætla ekki að kvarta. Mer fannst dómarinn samt vera mjög auðmjukur Colo krulli hefði att að fjúka útaf fyrir 2 fóta tæklingu og Newcastle spiluðu mjög fast en sýndu það i dag að þu getur unnið leiki með geðveiki.

    Linuvörðirinn atti verstu ákvörðun leiksins. Sorglega lélegt hja honum þar sem það munaði mjög miklu og hann var i beinni línu við þetta. Ogeðlsegt að fa svona mikilvæg mörk ekki dæmd og til skammar fyrir þennan mann.

    Að lokum, þeir sem tala um að Lovren hafi ekki stigið feil spor i leiknum verða að horfa betur. Varnarvinna hans i fyrsta markinu er til skammar, hann hefur verið flottur i siðustu leikjum en i dag kom upp nkl það sem eg þoli ekki við hann. Hann er ekki nógu nálægt manninum og gerir enga tilraun til þess að komast nær honum sem endar með fyrirgjöf inni mjög hættulegt svæði. Skrtel gerir það eina rétta, hann getur engan veginn vitað hvert boltinn fer og reynir að hreinsa en var oheppinn. Þarna fær Skrtel skráð a sig sjalfsmark fyrir að reyna að skeina drullugum Lovren. Mignolet gat ekkert gert heldur i þessu og gerði það eina rétta.

    Varðandi seinna markið þa hvet eg ykkur til þess að Skoða upphafs stöðu markmanns. A þessu svæði þegar sendingin er að koma inn fyrir a markmaður að vera miklu framar. Þarna skilur að munurinn a alvöru markmanni og meðal markmanni. Hvar hefði De Gea staðið eða báðir markmenn Bayern.

    Markmaður er aftasti varnarmaður en sumir markmenn virðast ekki hafa leik skilning

    Lærum af þessu. Chelsea með 15 stig i 15 leikjum. City tapar fyrir Stoke og sa leikur hefði att að fara 5-0.

    United með fjóra 0-0 heimaleiki i siðustu fimm.

    Arsenal la fyrir WBA.

    Svona er fotboltinn. Við erum ekki betri en þetta. Við munum tapa leikjum og við munum vinna leiki.

    Klopp er lang lang lang flottasti stjorinn og segir hlutina eina og þeir eru.

    Liðið sem lagði Meira a sig i dag vann. Það er stundum nóg. En það var lika heppni i þessu hja þeim þvi dómararnir áttu ömurlegan dag!!

  44. Ég held ekki að neinn sé að drulla beint yfir Klopp í orðsins fyllstu merkingu. Þessi leikur var sjokkerandi slakur og menn eðlilega pirraðir. Nú var von um að nálgast pakkann enn frekar fyrir jól. Menn eru bara almennt að átta sig á hvað gerðist. Ef menn eru svona viðkvæmir fyrir heitum ummælum þá væri ráð að opna ekki fyrir commentin eftir tapleiki fyrr en eftir 2klst. Það eru allir Liverpool menn til sjávar og sveita ánægðir með startið hjá Klopparanum. Ballið er rétt að byrja, en bara í dag var ballinu aflýst vegna almenns andleysis og ófyrirséðri hugmyndasnauð.

    I b líf

  45. Elsku Klopp, þú sem ert á himnum…. má ég biðja um 4 hluti?

    1) Ertu vinsamlegast til í að setja ALDREI nokkurntímann aftur Joe Allen og Lucas Leiva saman á miðjuna? Þá meina ég ALDREI.

    2) Ertu til í selja Joe Allen strax í janúar og kaupa alvöru miðjumann í janúar? (Einhvern sem gerir meira en bara að vera batti og missir ekki alla mótherja framhjá sér? http://talksport.com/football/liverpool-fc-news-reds-fans-slam-joe-allen-after-newcastle-defeat-151206176860?

    3) Ef þú ætlar að halda Benteke hjá Liverpool. Ertu þá til í að setja hann í æfingar sem styrkja lappirnar á honum? Maðurinn hefur balance á við Vigdísi Hauksdóttur á tíföldum skammti af rítalíni.

    4) Ertu til í að alfarið banna leikmönnum Liverpool að koma fram í fjölmiðlum fyrir leiki og segja að nú getum við sko farið að berjast um Englandsmeistaratitilinn? Lucas, Ibe o.fl. hafa í vikunni verið að gaspra þetta og afleiðingin í áratugi alltaf verið sú sama. Við töpum ávallt fyrir einhverju skítaliði strax í næsta leik. Óþolandi að menn geri sömu mistökin trekk í trekk og skjóti sig svona í fótinn.

    Hlaut annars að koma að því að leikmenn Liverpool myndu loksins sýna smá þreytumerki. Þetta hefur verið engin smá keyrsla á liðinu síðustu vikur og liðið í dag var alveg svakalega fyrirsjáanlegt og þreytt. Liverpool þarf heilt undirbúningstímabil til undir stjórn Klopp til að geta haldið svona tempó út heilt tímabil. Menn er bara búnir að keyra sig út undanfarið. Búnir að vera hátt uppi spilandi á adrenalíni. Nú fer að róast og koma í ljós hversu góðir leikmenn og sterkir af sér andlega. Tími vinnusigranna er framundan.

    Þessi tilraun með að hafa Benteke frammi með Firmino fyrir aftan er að verða fullreynd. Benteke með sína spóaleggi bara pressar nánast ekkert og hægir gjörsamlega á öllu frammi. Fari hann ekki að vinna í löppunum á sér verður hann lítið meira en lúxus útgáfa af Andy Carroll fyrir Liverpool. Firmino er greinilega eins og Coutinho, þarf hraða og hlaup í kringum sig til að fúnkera.

    Við þurfum klárlega liðsstyrk í janúar. Hvort sem það verður Pato, góður miðjumaður, alvöru miðvörður eða markvörður. Of mikið af spurningum ósvarað varðandi leikmannahópinn. Þurftum að styrkja hryggjasúluna betur með mönnum sem er virkilega hægt að stóla á. Þetta er klikkuð deild í ár og allir að vinna alla. Liðið með mesta punginn vinnur þetta. Í gær náðum við honum hreinlega ekki upp. Þá er bara að arka útí storminn og ná sér í smá Viagra útí búð. Lærum af þessu.

    Áfram Liverpool.

  46. Má kannski benda á að kíkja á liðsuppstillinguna gegn Southampton. Mikið rétt, Lucas og Allen saman á miðjunni, og djöfuls ömurð var sá leikur, eða þannig. McClaren lagði þetta einfaldlega rétt upp, gaf mönnum ekkert pláss til að athafna sig, og Liverpool eru bara ekki enn nógu góðir til að vinna sig út úr slíkri stöðu (og Benteke hjálpaði ekki), Southampton gaf mun meira pláss eftir, sérstaklega í seinni hálfleik þegar Koeman tók sénsinn og lagðist í sókn og skildi allt eftir galopið baka til. Þetta var ekki okkar dagur, og þeir eiga eftir að koma fleiri áður en yfir lýkur. Klopp er búinn að vera með liðið í ca. tvo mánuði og er enn að læra á leikmennina, auk þess sem leikjaálag er mikið og því þarf að rótera. En þetta er bara gott mál, fáum nauðsynlega jarðtengingu og blaðamenn hætta vonandi að þvæla eitthvað um titilinn. Þetta er prósess og tekur tíma.

  47. Er farinn að hafa eilitlar áhyggjur af því að ég er bara alltaf sammála Klopp…bara um allt!

    http://www.liverpoolfc.com/news/first-team/199875-klopp-defeat-hurts-but-we-must-find-solutions

    Frábærlega súmmerað upp hjá honum og ég er handviss um það að hann mun taka á þeim tveim stóru atriðum sem klikkuðu gjörsamlega í gær.

    A) Pressan ofarlega á vellinum var engin, ósamstæð og löt. Benteke og Firmino einfaldlega geta ekki leyft sér svona frammistöðu í liðinu hans, það mun þeim verða gert ljóst.

    B) Þetta þýddi að Newcastle fengu frið til að koma boltanum inn á miðjuna og þar voru Lucas, Allen og Milner að hlaupa rófulaust og óskipulega um. Þar þarf að dreifa sök klárlega, Milner var of villtur, Allen var alltof langt frá sínum mönnum og Lucas lét teyma sig út úr stöðu ítrekað…þ.á.m. í fyrra marki Newcastle þar sem hann skildi hjartað eftir til að varadekka stöðu þar sem einn Newcastle maður var gegn þremur okkar.

    Leikmenn eru enn að sanna sig fyrir Klopp. Hann er óvæginn einstaklingur og hefur líka pottþétt lært af síðasta árinu hjá Dortmund. Engin tilfinningasemi mun duga í hans starfi.

    “My way or you are off”.

    Það verður línan og leikur eins og í gær mun hjálpa honum að taka ákvarðanir.

    Næsti leikur takk.

  48. Frammistaðan í gær var mjög slök en að menn skuli vera að missa sig svona á þjálfaranum er til háborinnar skammar. Eru menn virkilega að ætlast til að hann skili titli við þessar aðstæður? Er mönnum ekki sjálfrátt? Topp 4 væri kraftaverk.
    Væri ágætt að menn gíruðu sig aðeins niður í væntingunum og þá er kannski fínt að fá svona leiki inn á milli svo menn haldi jarðtengingu.
    Þegar maður eins og Joey Barton nær að halda sönsum þá er nú mikið sagt:
    “It will probably be about eight to 12 months, and at least a couple of transfer windows, before he really puts a stamp on this team.

    I was talking to a number of Liverpool fans before the Newcastle game and their feelings seem to change all the time about what they can achieve this season – one week they are a work in progress, the next they are back in the big time.

    It is too soon to get carried away. There have been some really encouraging signs and glimpses of what Klopp is capable of but there have also been blips – like Sunday – where you are reminded he is only two months into the job. “

  49. Jurgen Klopp:
    “For us on this side of the table, it’s always important to be in the middle and not going nuts when you win and then getting crazy when you lose. It’s not a reality check, it’s only a bad game.”
    Er þetta ekki hugarfarið sem við þurfum að fara að tileinka okkur?

  50. Nr. 45

    Satt með Milner en það er ekki langt síðan Moreno gerði nánast þetta. Hann er sá leikmaður í liðinu sem er hvað líklegatur til að geta fengið dæmda á sig rangstöðu eftir sendingu frá sjálfum sér. Reyndar er það ekki ólíklegt m.v. hvað hann hefur verið óheppinn í þessari viku.

  51. Æi, þurfum við að fara í þetta aftur hér á síðunni, þ.e. margir hér eru mjög óvægnir í gagnrýninni og svo hinir sem eru alveg brjálaðir yfir því að menn skuli voga sér að vera með óverðskuldaða gagnrýni á Klopp og/eða liðið hans.

    Sko, Klopp er ekkert heilagur maður og alls ekkert hafinn yfir gagnrýni frekar en aðrir. Menn mega ekki vera svona rosalega viðkvæmir fyrir því þó að liðsval og fleira sem hann gerir sé gagnrýnt. Leikurinn í gær var alger hörmung, það er bara þannig. Það góða við svona leiki er samt það að menn læra vonandi af þessu og Klopp er sko enginn vitleysingur, það er alveg á hreinu.

    Tek fram að ég hef fulla trú á Klopp og er svakalega ánægður með að fá hann til Liverpool. Alger draumur í dós. EN…hann á enn langt í land með að fá þetta lið að spila eins og hann vill. Þetta var alls ekki fyrsti lélegi leikur hans með liðið og pottþétt ekki sá síðasti. Þetta tekur bara tíma og ég held að flestir skynsamir menn og konur átti sig á því. Það þýðir samt ekki það að maður megi ekki vera hundfúll og svekktur eftir svona frammistöðu og láti þá skoðun sína í ljós.

    Klopp á eftir að móta þetta lið eftir sinni aðferðarfræði, en það mun taka a.m.k. tvo til þrjá leikmannaglugga. Þó hann hrósi þessum leikmannahópi þá er morgunljóst að það þarf að taka til í honum.

    Geri mér engar vonir um sérstakt gengi á þessu tímabil. Topp4 væri nánast kraftaverk.

    Bring on WBA um næstu helgi. Treysti því að hann sendi c-liðið sitt til Sviss. Þó það skipti máli varðandi andstæðinganna í 32 liða úrslitum hvort við vinnum riðilinn eða ekki þá getur hann ekki leyft sér þann munað að tefla sterku liði fram í leiknum í Sviss.

  52. Halló, við skiptum bara um Framkvæmdastjóra ekki leikmenn, þannig að tala um slæman árangur er ekki það sem á við. Spyrjum að deildarlokum og við munum verða í topp 4 og komast í meistaradeildina. Einn slæmur leikur af 6 er bara tölfræði sem ég er sáttur með. Áttið ykkur á því að þessi slæmi leikur er ekki við toppliðin, það er plús.

  53. Sælir félagar

    Ekki ætla ég að agnúast út í þá sem eru svekktir og láta það í ljós. Ég segi fyrir mig að ég var hrikalega fúll eftir þennan leik. Hinsvegar er það spurning hvernig maður lætur það koma fram. Ég hefi oft látið vaða ásúðum eftir ljót töp liðsins míns og geri ekki athugasemdir þó einhverjir aðrir geri það.

    Það verður bara hver að passa sjálfan sig og ég tel mig ekki geta verið að hnýta í þá sem missa sig smá eftir svona leiki og ekki síst í þeirri stöðu sem úrslit annara leikja settu upp. Það verður líka að segjast að Þetta N’castle lið er einhver lélegasti andstæðingur sem Liverpool hefur fengið að kljást við í haust. Þeim mun verri var þessi frammistaða.

    Við vitum að liðið á eftir að tapa leikjum og þó Klopp hafi unnið kraftaverk á liðinu eru eftir sem áður veikleikar í því sem ekki verða bættir nema með mannakaupum. Eins og margir hafa bent á þá verður það kraftaverk af hálfu nýs stjóra að koma liðinu í eitt af fjórum efstu. Ég að vísu trúi því að hann geri það og það verður á kostnað MU, vitið bara til.

    Ég spáði fyrir þetta tímabil í tipphópi sem ég er í að MC mundi vinna deildina, Arsenal yrði í 2. sæti LFC í þriðja og (haldið ykkur nú) Chelsea í fjórða og MU í 5. Þegar ég setti þessa spá fram var BR stjóri en ég var þess fullviss að Klopp mundi taka við af honum fyrr en seinna sem svo reyndisty rétt Fowler sé lof. Ég stend við þessa spá og að mínu viti er það fjallgrimm vissa að svona endar deildin í vor.

    Það er nú þannig

    YNWA

  54. Liverpool mætir Exeter á útivelli í þriðju umferð FA Cup.

  55. Klopp fær stuðning minn þrátt fyrir tap sem ég vil alfarið kenna sjálfum mannskapnum um. Ekki boðleg frammistaða. Virkuðu eins og þeir þyrftu ekkert að leggja sig fram til að vinna Newcastle. En þetta kemur.Klopp mun skila liðinu titlum,kannski ekki þessa leiktíð. En þetta kemur. YNWA

  56. Vissulega svekkjandi tap en alls ekki óvænt að mínu mati. Ég segi það enn og aftur að við megum ekki missa okkur þó komi nokkrir sigrar, á eftir koma nefnilega töp. Við skulum líka átta okkur á því að Liverpool er ekki með ógnarsterkan hóp og stöðugleikann hefur vantað og vantar því miður enn. Frábærir leikir svo drullulélegir, fer að minna á Tottenham á sínum bestu skeiðum. Einhverjir hrópa á Klopp sem er ótrúlega ómerkilegt, svona eins og að skammast út í vont veður. Klopp hefur verið að standa sig frábærlega og það er skylda allra aðdáenda félagsins að standa baki honum. Auðvitað gerir hann mistök og á eftir að gera þau, það gera allir stjórar meira að segja Ferrguson gerði mistök á sínum ferli. Gríðarlega jákvætt ef Henderson er að koma aftur. Hann vantar þó leikæfingu og er ekki hægt að búast við honum á fullu fyrr en á næsta ári.

Liðið gegn Newcastle

Exeter mótherjinn í FA bikarnum