Swansea á morgun

Nú er lag, sagði einhver og setti uppáhaldið af stað á Spotify. Nú kemur enn betur í ljós hversu góður sigurinn gegn Man.City var. Það dugar skammt að ná einstaka skellum gegn stóru liðunum ef menn skíta svo upp á hnakka gegn þeim smáu. Baráttan um efstu sætin í deildinni eru utan seilingar eins og er og ef slíkir hlutir eiga að færast eitthvað nær, þá þarf svo sannarlega að halda áfram á núverandi braut, bretta upp ermar og vaða í verkin. Við höfum séð alveg nægilega mikið af flottum gæðum í þessu liði okkar og það var erfitt að hreinlega að slefa ekki yfir frammistöðunni gegn City um síðustu helgi. Það þarf því fyrst og fremst að halda áfram á sömu braut, koma inn í þessa leiki af krafti og ákefð.

Þetta Swansea lið er alls ekki slæmt fótboltalið, það hafa þeir sýnt marg oft. Þeir eru þó í suddalegri lægð akkúrat núna og við þurfum að tryggja að hún haldi áfram í einn leik til viðbótar. Fótboltaheimurinn getur verið alveg ferlega skrítinn. Fyrir nokkrum mánuðum síðan var Garry Monk einn mest spennandi stjórinn í boltanum (ásamt Brendan nokkrum Rodgers), en núna er hann í brennandi heitu sæti og verið að kalla eftir höfði hans á disk. En þetta er ekkert nýtt, svona er fótboltaheimurinn. Þú ert fyrst og fremst metinn eftir þinni síðustu frammistöðu. Næsti leikur er á Anfield og loksins náðist sigur þar í Evrópudeildinni á fimmtudaginn. Ég þreytist seint á því að rifja upp mikla snilld og visku sem Bragi vinur minn Brynjarsson lét út úr sér þegar gengi okkar manna var ekki beint sérstakt fyrir nokkrum árum síðan. Þá höfðum við gert jafntefli á móti einhverjum minni spámönnum á heimavelli og menn niðurlútir mjög yfir úrslitunum. Hann var bara nokkuð bjartur, enda bjartur maður að eðlisfari. Þetta jafntefli skilgreindi hann nefninlega sem gott stig á erfiðum heimavelli. Núna er aðal málið að breyta þessum erfiða heimavelli úr því að vera erfiður fyrir okkar menn og yfir í það að verða erfiður fyrir andstæðinga okkar. Þannig hefur þetta oftast verið í gegnum tíðina og þarna liggur risastór áskorun fyrir fótum Jurgen Klopp. Jurgen, yfir til þín.

Síðan Swansea vann frækinn sigur á Manchester United í lok ágúst, þá hafa þeir spilað heila 10 leiki. Aðeins einn þeirra hefur unnist og hann var gegn botnliði Aston Villa. Þetta er líklegast ástæðan fyrir því að farið er að hitna undir Garry Monk. Lykilmenn Swansea hafa heldur ekki verið að hjálpa til og eru margir hverjir í djúpri lægð. Gylfi „okkar“ Sigurðsson er t.d. búinn að vera langt frá sínu besta og sama má segja um aðra lykilmenn þeirra. Menn verða samt ekki slæmir knattspyrnumenn á einni nóttu og þetta lið getur vel dottið í gírinn hvenær sem er. Þeir sitja þessa stundina í 14. sætinu eftir 13 umferðir og það sést glöggt að þeir eru í svipuðum vandamálum og okkar menn (allavega var það þannig) að þeir hafa lítið verið að skora af mörkum. Í þessum 13 leikjum hafa þeir skorað 14 mörk, en hafa reyndar bara fengið á sig 18. Þetta er því sýnd veiði en ekki gefin. Jonjo Shelvey er leikmaður sem ég hef alltaf verið hrifinn af, hann er bara skemmtileg týpa, kraftmikill og ákveðinn leikmaður, sem vantar oft agann í. Hann mun bossa miðjuna þeirra og hann er sá sem þarf að stoppa. Hlutirnir gerast í kringum hann. Það er eins gott að við eigum eitt stykki Lucas sem í síðasta deildarleik át Yaya Toure með skónum og öllu saman. Eða hvað? Nei, bíddu nú aldeilis við. Þeir eru bara báðir í banni. Jonjo Shelvey og Lucas verða báðir uppi í stúku og þar sem þeir eru ágætis mátar utan vallar, þá býst ég alls ekki við neinum bardaga þeirra á milli.

Þeir eru talsvert ólíkir meiðslalistarnir hjá liðunum tveim. Ef menn kíkja inn á http://www.physioroom.com, þá eru okkar menn þar í öðru sæti meiðsladeildarinnar, 9 kvikindi teljast vera meidd af aðalliðshópnum. Swansea, jú þeir eru á botninum þarna með alveg núll meidda. Kannski ekki alveg deildin sem þú vilt vera efstur í, en engu að síður svaðalegur árangur. Kæri Studge, við gætum þetta aldrei án þín. Ef listinn er rýndur, þá eru samt jákvæð teikn á lofti. Jordan Henderson er byrjaður að æfa af krafti og bara orðið tímaspursmál hvenær hann mætir aftur til leiks. Jordan Rossiter er einnig nánast klár í slaginn, sem gefur okkur aukna breidd. Coutinho meiddist gegn City, en er ekki meira meiddur en svo að hann er talinn “doubtful”. Sturridge, já Sturridge, jahh hann er bara MEIDDUR. Svei mér þá, hann er farinn að tylla sér í efsta hluta pirrings listans míns. Það er algjörlega óþolandi að eiga svona fáránlega góðan fótboltamann í sínum röðum en sjá hann nánast aldei spila, bara “tsjillandi” í jakkafötunum uppi í stúku. Er farinn að hallast að því að hann sé bara að “fíla” þessa stöðu sína. En hvað um það, Sakho verður ekki jafn lengi frá og óttast var og ætti ekki að vera neitt of langt í hann. Eftir sitja þá þeir sem eru í langvarandi meiðslum, Ings (út tímabilið), Gomez (út tímabilið), Flanagan (út bara eitthvað), Enrique (út ævina, þessi heilatognun læknast aldrei).

Og hvað svo, hvernig stillir Herr Klopp upp strákunum sínum á morgun? Æj, mér er andskotans sama því ég veit að þeir mæta til leiks og þeir ætla sér sigur, það er það sem ég elska við þennan þýska meistara. Menn vilja spila fyrir hann, menn nenna þessu. Þar liggur stóra breytingin, einn fyrir alla og allir fyrir einn. Ef maður spáir samt í liðinu þá reikna ég með Simon Mignolet í markinu, en ég verð að viðurkenna það að hann gjörsamlega fór með mig í síðasta leik. Það er eitt að gera klaufaleg mistök, það geta allir gert. En þessi andsk… afburða fuc… heimska að geta ekki komið helv… tuðrunni í leik í næstum því HÁLFA MÍNÚTU er bara svo langt út fyrir Ósonlagið í heimsku að það hálfa væri c.a. helmingi meira en hellingur. Þessi “gjörningur” hans setti fyrir mig, punktinn fyrir aftan n-ið, Seljann. Svei mér þá, ég væri bara til í að gefa Bogdan sinn séns. Sá drengur hefur litið vel út í þau fáu skipti sem hann hefur fengið að spila og ég er nokkuð viss um að hann nái að koma boltanum í leik svona endrum og eins.

Bakvarðarstöðurnar þarf lítið að ræða, þær eru bara þarna og það eru bara einn maður sem til er í hvora stöðu. Þetta mál þarf Klopp að vaða í, í janúar. Við förum ekki í gegnum heild tímabil svona. Skrtel kemur inn fyrir Kolo og verður við hlið Lovren. En svo er það stóra spurningin, hverjum ætlar Klopp að fylla skarð Lucas? Allen? Ég hallast reyndar að því, þótt ég sé ekki beint hrifinn af hugmyndinni. Vel gæti verið að Hendo kæmi bara beint inn í liðið, hann virðist vera að æfa á fullu þessa dagana. Þetta er því svona 50/50 dæmi. Can og Milner verða á sínum stað, þannig að það er fyrst og fremst spurning hver ef miðjumönnunum þremur verður látinn sitja. Ég ætla að giska á að Hendo komi bara beint inn og verði látinn vera aftastur þeirra þriggja. Benteke verður uppi á topp og þeir Lallana og Firmino honum til halds og trausts. Ég er á því að enginn séns verði tekinn með Coutinho.

Mignolet

Clyne – Skrtel – Lovren – Moreno

Milner – Henderson – Can
Firmino – Lallana
Benteke

Ég hlakka fáránlega til, það er komin aftur þessi tilhlökkun fyrir hvern einasta leik með liðinu. Því miður var þetta orðið þannig á tímabili að maður vissi að það var leikur framundan, en ekki þessi gamla góða tilhlökkun. Það er bara fátt skemmtilegra en að horfa á góðan Liverpool leik og núna er þetta komið aftur, maður býst við skemmtun þegar maður sest niður fyrir framan skjáinn. Klopp, takk fyrir það. Ég ætla að spá því að við höldum okkar skriði áfram og tökum Swansea nokkuð sannfærandi. Ég man ekkert hvernig ég spáði leiknum í síðasta Podcasti, en ég ætla að spá þessu núna 3-1. Benteke setur 2 kvikindi og Milner eitt. Einhver allt annar en Gylfi setur hann fyrir andstæðinga og við skulum hafa það algjörlega á tæru að það er enginn Gylfi okkar á morgun. Hann er í liði andstæðinganna og vona ég að hann eigi grútlélegan dag og hana nú (þið megið skjóta að vild í kommenta kerfinu).

Óverendát

36 Comments

  1. Sælir. Flott upphitun. Tek undir með tilhlökkunarstuðulinn. Er kominn allavega upp í 9.5.
    2-0 hljómar vel.

  2. Flott upphitun, ég held samt að Allen byrji og Hendo á bekknum . sammála síðasta ræðumanni að staðan endi 2-1 fyrir okkar mönnum . Koma svo!!! YNWA!!!

  3. Úff. Ég er ekkert endilega bjartsýnn. Þetta eru einmitt kringumstæðurnar þar sem okkar lið skítur uppá bak. Mótherji sem er í mikilli lægð og hefur ekki unnið leik í langan tíma. Þá kickar hróa-hattar elementið inn hjá okkar mönnum og þeir sjá auman á mótherjanum og færa honum 3 stig á silfurfati.

    En auðvitað vinnum við samt þennan leik 3-0.

  4. Tessi meidsli sturridge eru farin ad vera big mistery. Serstaklega tegar Carra segir ad leikmadurinn sjalfur telji ad hann turfi einnig ad vera 100% fitt…andlega. tad vekur upp ta spurningu hvort starfskraftar sturridge nytist ekki betur vid t.d rosaraekt. Til ad eiga moguleika a ad tetta skeyti se birt aetla eg ekki ad segja neitt ljott um drenginn en bid menn ad velta fyrir ser a hvad forsendum svona leikmadur er i storum klubb a feitum launum? Tad kemur ad tvi tad verdur sagt hingad og ekki lengra. Sidan er drengurinn vaentanlega ad vonast eftir tvi ad spila a em naesta sumar. Hann verdur hreinlega ad fara ad rifa sig upp og syna eitthvad. Myndi halda ad takist tad ekki a naestu 6 manudum se hann farinn ut um dyrnar.

  5. Uu uu…. Ertu ekki eitthvað að ruglast með nafnið á mótherjum okkar Steini minn ?? Heitir þetta lið ekki “Gylfi og félagar” ?

    Insjallah…
    Carl Berg

  6. Sælir félagar

    Eins og oft áður þá er þetta leikur sem verður að vinnast og á að vinnast ein og SSteinn bendir á í góðri upphitun og þökk sé honum. Þetta er ekki flókið og fótbolti er í eðli sínu ekki flókinn leikur. ” Það lið vinnur sem skorar fleiri mörk” held ég að Einar Hatthías hafi bent á á sínum tíma. Ég hefi tilhneigingu til að vera honum sammála. Mín spá er 3 – 1 og Lallana, Benteke og Firmino með mörkin. Gylfi gerir svo eitt úr aukaspyrnu í lok leiks og 3 stig í höfn.

    Þapð er nú þannig.

    YNWA

  7. Verður erfiður leikur, Swanse er í djúpum skít.

    Áfram Liverpool.

  8. Við erum að spila tvo leiki á viku meðan swansea eru búnir að hafa viku hvíld. Það þarf að hafa fyrir þessu, vona að KLOPP nái að mótivera okkar menn fyrir þessa baráttu.

    Ég spái þessu 2-1, Can með okkar mark, og Gyfli með sjálfsmark.

  9. Liverpool 2 – 2 GOF
    Skrtel, Shelvey(sjálfsm.) – Gylfi, Shelvey

    Sorry Klopp, en ég trúi…
    Þetta verður seinasta hikstið.
    Endum pottþétt í topp 4.

  10. 6.sætið í boði á morgun og stutt í toppinn.

    Come on u Reds, fáum heimvöllinn í gang

    YNWA!

  11. fullkomin úrslit hjá leicester og man utd. Vardy slær metið og hvorugt liðið vinnur 🙂 Við VERÐUM að vinna á morgun og senda monk í sumarfrí með rodgers

  12. Tja..ef maður væri með 120.000 pund á viku chillandi uppí stúku já 24 miljónir isk á viku og búin að vera það meira og minna í ár þá myndi maður allavega ekki gráta það en jú auðvitað er þetta íþróttamaður og efast ekki um að hann vilji spila en þetta er komið gott með Sturridge. Já og Flannagan og Enrique eru þeir enn hjá LFC ? hélt þeir væru dauðir.

  13. Er ekki Shelvey sá leikmaður sem hefur skorað eða lagt upp flest mörk fyrir Liverpool á móti Swansea eftir að hann skipti? Hann skoraði sjálfsmark í fyrra, og lagði upp annað með sendingu á Sturridge haustið 2013. Er ég að gleyma fleiri?

    En já, ég er sammála því að þessi leikur verður að vinnast, og nú er að vona að Klopp nái að mótívera menn nægilega mikið til að þeim verði nú ekki fótaskortur á þessu svelli sem leikurinn er.

  14. Sverrir, ég treysti á þig 🙂

    Minn kæri Carl Berg, ég var að hugsa um það, en þetta fer bara of mikið í taugarnar á mér, ég hreinlega bara gat það ekki þegar á hólminn var komið. Fer svipað í mínar fínustu eins og þegar menn eru að tippa opinberlega á leikina í enska og ALLIR segja að Gylfi skori. Nenni þessu ekki og mikið hrikalega er ég ennþá ánægður að við skyldum ekki kaupa drenginn á sínum tíma. Umfjöllunin hefði orðið gjörsamlega óþolandi.

  15. Þetta er alveg ekta bananahýði eins og Maggi kallar þessa leiki. Lucas er ekki með, leikur eftir Evrópudeild, lið í neðri hlutanum, heimavöllur. Allir þessir þættir valda því að manni finnst sigur ekkert sérstaklega líklegur í þessum leik. Raunsæa spáin mín segir jafntefli.

    Vona að Henderson geti komið inn fyrir Lucas og Can verði djúpur. Vona líka að Coutinho, Firmino og Lallana verði fremstu þrír því mér finnst mun meiri dýnamík í sókninni með þá þrjá heldur en ef Benteke er þar. Að því sögðu þá skoraði hann og fékk víti í síðasta leik þannig að það er ansi erfitt að hafa hann fyrir utan. Ef Coutinho er tæpur þá er réttast að hafa Benteke frammi og Lallana og Firmino fljótandi með honum.

    Ætli það sé ekki best að búast við hinu versta en vona hið besta. Stöðugleikinn er ekki kominn í liðið og heimavöllurinn er erfiður, en þetta er allt í rétta átt hjá Klopps Army.

  16. Myndi spá sannfærandi sigri, ef við hefðum ekki verið í þessari blessaðri Evrópukeppni á fimt.
    1-1 jafntefli.

  17. #15 Ssteinn 🙂

    Ég vissi þetta, og kaldhæðninni hefði mátt koma betur til skila… Við erum skoðunnarbræður í þessu eins og mörgu öðru…

    Insjallah..
    Carl Berg

  18. það ótrúlega við þetta er það að okkar menn eiga bara alveg möguleika a titlinum þetta arið eins og liðin fyrir ofan okkur, með sigri a morgun eru 6 stig a toppinn og við eigum eftir að fa öll toppliðin a Anfield eftir áramót. náist smá stöðugleiki sérstaklega a heimavelli eigum við fullan séns a að vera með i toppbarattunni.

    Hef enga trú a að Henderson komi beint inni liðið þott það væri auðvitað frabært.

    Mignole gerði mistok a fimmtudagskvold en svona utan við það finnst mer hann buin að vera frabær i vetur og eg er bara mjog anægður með hann.

    ætla engu að spá fyrir morgundaginn nema bara að við vinnum leikinn og þá er eg alsæll. væri lika gaman að sjá Tottenham vinna Chelsea, eg bara elska að sjá Chelsea og Móra með allt uppá hnakka og hef engar áhyggjur af Tottenham, þeir eiga eftir að missa flugið og landa 6 sætinu örugglega.

  19. kannski eitt enn sem varðar Sturridge kallinn, eg er farin að halda að hann se ekkert meiddur heldur se bara lasin i hausnum, er hann ekki bara að glima við einhvern ofsakviða eða afallastreitu eða eitthvað álíka. þykir það ekki eitthvað skömmustumál þegar fótboltamenn glíma við vandamal i höfðinu og er ekki bara sagt að hann se meiddur. þetta er allavegana mím tilgáta. .

  20. Takk fyrir upphitunina.

    Sigur er það eina sem ég þrái, kemur okkar mönnum nær toppbaráttunni þar sem við eigum heima.

  21. 3 stig er allt sem skiptir máli núna. Verður spennandi að sjá hvaða lið mætir til leiks. Ættla að leyfa mér að spá sigri. 1-0 Benteke með markið á 70min.

  22. Vissi það Carl Berg, en þetta var bara svo gott tækifæri sem þú gafst mér, til að koma þessu til skila.

  23. Er eins og flestir hér skíthræddur við þennan leik. Afhverju?
    1) Liðinu hefur af einhverjum ástæðum ekki gengið vel á Anfield í ansi langan tíma.
    2) Eigum í gríðarlega erfiðleikum með lið sem parkera rútunni í eigin vítateig og treysta á skyndisóknir.
    3) Lucas er ekki með, Allen kemur að öllum líkindum inn í staðinn fyrir hann.
    4) Vorum að spila erfiðan leik í Evrópu-deildinni fyrir þremur dögum síðan. Swansea búnir að fá heila viku til að undirbúa sig fyrir leikinn.

    Hvað sem framangreindu líður verður þessi leikur að vinnast, það er ekkert flóknara. Engar helvítis afsakanir, koma svo rauðir!

  24. Gylfi á alltaf góðan leik gegn Liverpool og skor því í dag en vonandi skorum við fleiri.

  25. Gríðarlega mikilvægt að ná þremur stigum í dag og ná að saxa á Tottenham og Man Utd.

  26. twitter segir að skrtel, can og lallana komi inn fyrir toure, lucas og firmino frá evrópu leiknum, coutinho virðist því enn vera tæpur.

  27. Mikilvægur leikur. Verðum að taka þrjú stig og gerum það.
    Vil benda mönnum á, sem eru að þvælast með konunum í Stokkhólmi á leikdegi að nýtt glæsilegt Mall, Mall of Scandinavia, hefur opnað og frábær o’learys staður á svæðinu. Perfect combo.
    YNWA

Liverpool 2 – Bordeaux 1

Liðið gegn Swansea