Rubin Kazan – Liverpool 0-1

Liverpool fór með sterkt lið til Rússlands og sótti þar mikilvæg þrjú stig er liðið lagði Rubin Kazan 0-1 í leik sem var hin fínasta skemmtun.

Það voru fjórar breytingar á liðinu frá því í sigrinum gegn Chelsea. Lovren, Allen, Ibe og Benteke komu inn í stað Skrtel, Lucas, Coutinho og Lallana. Liðið var því svona:

Mignolet

Clyne – Lovren – Sakho – Moreno

Milner(c) – Allen – Can
Firmino – Ibe
Benteke

Bekkur: Bogdan, Coutinho, Lallana, Lucas, Origi, Brannagan, Skrtel.

Liverpool byrjaði mun betur og var í raun með öll völd í fyrri hálfleik án þess að ná að skora.

Milner komst þó nokkuð nálægt því eftir gott spil, en skotið fór í slánna. Firmino komst svo stuttu síðar í ágætisfæri, þó úr þröngri stöðu, en skot hans var framhjá.

Síðustu 30 mínútur hálfleiksins fóru þannig fram að heimamenn voru með 11 menn á sínum vallarhelming. Liverpool var að spila ágætlega, en eðlilega lítið svæði til að athafna sig og flestar fyrirgjafir liðsins voru of innarlega. Benteke var alltaf líklegur en vantaði þó herslumuninn.

Clyne var mikið í boltanum og Ibe var ógnandi á hægri kanntinum, einnig fannst mér Can nokkuð sprækur í hálfleiknum.

Það var svo í uppbótartima sem líklega hættulegasta færið leit dagins ljós. Ibe tók þríhyrning inn í teignum, sendi fyrir en varnarmaður Rubin skallaði á eigið mark. Markvörðurinn varði frábærlega og í kjölfarið hreinsuðu heimamenn boltann af línu og dómarinn flautaði til háfleliks, 0-0 og Liverpool með mikla yfirburði.

Síðari hálfleikur

Liverpool hóf síðari hálfleik af miklum krafti. Allen var nánast búinn að klóra sig í gegnum vörn heimamanna eftir gott spil fyrir utan teig, en varnarmaður þeirra rauðklæddu náði að reka stóru tánna í boltann.

Aðeins tveimur mínútum síðar, eða á 51 mínútu átti Liverpool frábæra sókn. Allen snéri hratt á miðjunni og kom boltanum á Firmino sem lagði boltann í hlaupaleið Ibe í fyrsta. Ibe kom á ferðinni, hljóp á vörnina og skaut í fjærhornið, stöngin inn, 0-1. Frábært mark!

Stuttu síðar átti Liverpool aftur frábæra sókn. Milner sendi út á Moreno sem lék á varnarmann, sendi boltann inn á markteig beint á varnarmann sem hreinsaði út í teig. Þar var Milner sem átti ágætisskot en markvörður Rubin Kazan varði vel í horn. Upp úr þeirri hornspyrnu hefði Can getað fengið vítaspyrnu þegar stigið var aftan á hælinn á honum. Fallið kom þó nokkuð seint sem líklega hafði áhrif á dómarann, en mér fannst þetta klárt víti.

Lovren átti stuttu síðar góðan skalla úr miðjum teignum sem Sergey Ryzhikov varði enn og aftur vel. Liverpool að spila mjög vel á þessum tímapunkti og átti réttilega að vera 2-3 mörkum yfir.

Það var svo síðustu 12-15 mínúturnar sem að Liverpool féll aðeins til baka og Rubin Kazan komu framar á völlinn. Farið að draga af okkar mönnum eftir mikil hlaup á erfiðum vellinum en heimamenn fengu þó engin alvöru færi og leikurinn fjaraði út. Sterkur útisigur, 0-1, sem setur okkur í fína stöðu í riðlinum.

Maður leiksins og pælingar

Auðvitað er þetta ekki sterkasti andstæðingurinn en það er allt annað að sjá til liðsins m.v. t.d. hina þrjá leiki liðsins í þessari keppni. Liðið er að pressa sem ein heild og gera andstæðingnum gríðarlega erfitt fyrir að spila út úr vörninni. Við áttum klárlega að skora fleiri mörk í þessum leik, við erum þó að skapa okkur færin sem er jákvætt.

Það reyndi lítið á Mignolet og vörnina í dag, en þeir voru öruggir í öllum sínum aðgerðum. Sakho og Lovren voru mjög traustir og Moreno og Clyne tóku virkan þátt í sóknarleik liðsins.

Á miðjunni fannst mér Allen eiga sinn besta leik á tímabilinu. Hann hefur oft verið gagnrýndur fyrir að senda eingöngu til hliðar eða til baka, það var ekki upp á teningnum í þessum leik og átti hann marga fínar sendingar, var sífellt að horfa fram á við og var öflugur í pressu. Can fannst mér vera öflugur, hljóp eflaust meira á fyrstu 70 mínútunum en hann gerði alla hina leikina samanlagt. Milner var líklega slakastur af okkar miðjumönnum, það eru komnir ansi margir leikir í röð þar sem hann er meðal slökustu leikmanna liðsins. Hann fer vonandi að stíga upp því hann er engan veginn öruggur með sæti sitt í liðinu, sérstaklega ekki þegar Henderson er að koma til baka eftir landsleikjahlé.

Ibe var mjög öflugur, sérstaklega fyrstu 70 mínúturnar eða svo. Virkar sem nýr leikmaður þegar hann er kominn með trú á sjálfum sér og því sem hann er að gera. Skoraði frábært mark og hefði getað lagt upp 1-2 í viðbót með smá heppni. Hann fær því mitt atkvæði í kvöld sem maður leiksins.

Ibeeee !!!

Firmino og Benteke áttu ágætisleik. Vantaði þó örlítið upp á ákvarðanatöku hjá þeim því við komumst oft í fínar stöður en hlaupin/síðasta sending sveik okkur oft á tíðum.

Heilt yfir mjög jákvætt. Sterkur sigur á erfiðum útivelli þar sem að heimamenn sköpuðu sér varla færi í 90 mínútur. Við hefðum átt að vinna þennan leik með 2-3 mörkum, verðum að fara nýta færin. En ég kvarta ekki, hápressa, hraði og liðið að skapa sér nóg af færum. YNWA

41 Comments

  1. er hrikalega anægður með okkar menn i kvöld.
    beinskeyttur fótbolti og svakaleg vinnusemi.

    man líklega ekki eftir vinnusamara Liverpool liði i langan tima. fannst allir okkar leikmenn leggja sig alla fram og það var engu likara en að sjalfur evropubikarinn biði eftir sigurvegurum þessa leiks.

  2. Vá hvað það er alltaf góð tilfinning að vinna, hún er frábær. Með fullri virðingu fyrir Brendan sem ég studdi fram á síðasta dag þá hefði þessi farið 0-0 eða jafnvel 1-0. Allt annað að horfa á okkar leikmenn, vita til hvers er ætlast og virkilega njóta þess undir stjórn Klopp. Strax farinn að hlakka til næsta leiks.

  3. Einfaldlega frábær sigur á erfiðum útivelli.
    Liðið spilaði þennan leik vel vörnin var traust og sóknarleikurinn alltaf að verða betri og betri.
    Gaman að sjá Lovren, Allen og Ibe koma alla sterka inn og hefur Klopp góð áhrif á þá eins og allt liðið.
    Liðið hefur ekki enþá tapað undir stjórn Klopp og væri gaman að fara með sigur í næsta leik inn í landsleikjarhléið(sem skilar oftast 1-2 lykilmanni meiddum tilbaka).

    Það sjá það allir sem vilja að liðið er á réttri leið og virkilega gaman að sjá brosandi stjóra liverpool á hliðarlínuni og er hann greinilega að njóta sín og ef hann er ánægður þá er ég ánægður 🙂

  4. Frábær leikur hjá okkar mönnum þar sem andstæðingurinn átti varla skot á markið.
    Vel yfirveguð spilamennska og gott flæði.

    Palace næst takk. 😀

  5. Hvernir gat Brendan Rodgers “tiki-taka sérfræðingur” náð að koma okkar mönnum niður í þennan andlega öldudal sem þeir voru komnir í??

    Hef aldrei séð eins miklar framfarir á jafn stuttum tíma hjá eins mörgum leikmönnum síðan Jurgen tók við.

    Kannski ekki erfiðasti andstæðingurinn, en erfiður útivöllur og vallaraðstæður greinilega ekkert sérstakar en okkar menn að berjast og hlaupa út um allan völl.

    Gaman að horfa, meira af þessu takk!

  6. Ok, þetta var hörkuæfing fyrir lið sem er að slípa sig saman. Tékklistinn yfir það sem þarf að laga er með nokkrum línum og þekking er meiri, bæði hjá þjálfara og leikmönnum. Skerpa á ýmsum þáttum. Líklega var þetta ein ástæðan fyrir því að hann setti sitt öflugasta lið í þennan leik, ásamt því auðvitað að fara með sigur af hólmi.

    Blessunarlega virðast allir ósárir eftir rimmuna og nú er bara að fá góða flugvél með nuddsætum fyrir heimleiðina!

  7. Tok sma tima en eg held að liðið se buið að jafna sig eftir Suarez-missinn!

  8. Ég fór fram á hreint lak og 3 stig, það var akkúrat það sem við fengum.

    Fyrsti útisigur Liverpool í Evrópu í 3 ár.

  9. Væri gaman að mæta Dortmund í þessar keppni, algjört “win win” fyrir Klopp og allir taka undir með YNWA.

  10. Vá hvað það er allt annað að horfa á þetta lið í dag. Og vá hvað það er líka allt annað að horfa á þennan þjálfara sem tekur þátt í leiknum allann tímann og er ekki svona herptur í framan eins og Brendan var alltaf. Og vá hvað það er líka gaman að sjá þegar hann faðmar alla leikmenn eftir leiki. Og vá hvað það er aftur orðið gaman að horfa á Liverpool.

    Bara vá!

  11. Sammála því að Milner hafi verið slakur, en ég sé engar stjörnur yfir frammistöðu Ibe. Það er engu líkara en maðurinn geti ekki tekið almennilega hornspyrnu, bara hafi ekki kraft til að sparka lengra inn í teiginn en að nærstönginni. Virkilega máttlausar hornspyrnur hjá honum, a.m.k. 5 stykki sem allar fóru forgörðum. Þetta þarf að laga. En, góður sigur!!

  12. Allen góður ? Ekki í leiknum sem ég horfði á, missti alltaf boltann, sendi á andstæðing og var bara skelfilegur. Vona að við getum selt hann í janúar. Ekki góður leikur en sigur, er það ekki styrkleikamerki ?

  13. Höddi B. Sko það er alveg ljóst að Allen hefur ekki átt góða tíma hjá LFC. En í dag var hann mjög mjög góður. Var bæði duglegur í að sækja, senda boltann fram á við, verjast, dekka svæði og menn. Einn albesti maðurinn á vellinum í dag. Þeir sem halda öðru fram hafa bara ekki það mikið vit á fótbolta og láta einhverja gamla drauga varðandi þennann leikmann blinda sig.
    Ibe bestur ( léleg horn samt ) 8
    Sakho og Allen þar á eftir með 7

  14. Sömu leikmenn allt önnur spilamennska #KloppEffect

    Menn eiga samt að fara að hætta að hrauna yfir BR hann nánast landaði titlinum sem okkur hefur langað í ca 25 ár með flottasta sóknarbolta sem ég hef séð með Suarez, Sturridge og Sterling í broddi fylkingar, hann reyndi sitt besta en það dugði ekki til.

    Nú er kominn nýr kafli í sögu Liverpool með Klopp í brúnni.

  15. Ég hafði spáð því að Allen ætti eftir að ganga í gegnum endurnýjun lífdaga undir stjórn Klopp, miðað við hans leiki virðist það ætla gerast. Hann er allavega farinn að sýna hvers vegna hann var keyptur á svona mikinn pening frá Swansea á sínum tíma.
    Annars var þetta lala leikur, skyldusigur en færanýting Liverpool þarf að vera betri. Verðum að fara skora fleiri en 1 mark í svona leikjum svo maður losni við óþæginda hnútinn úr maganum í hvert sinn sem andstæðingurinn fer yfir miðju.

    En hvað er ég að kvarta, 3 stig hreint lak og Lovren í liðinu, dagurinn gæti ekki orðið betri.

  16. Gó? úrslit og þeir tölu?u um þa? í leiknum a? Rubin hef?u a?eins tapa? einum leik á þessum nýja leikvangi,sem var tekinn í notkun fyrir 2 árum.
    Vel gert !!

  17. Allen var virkilega flottur í kvöld. Einu áþreifanlegu mistökin hans voru að mæta ekki of lausri sendingu úr vörninni, sem gaf séns á breaki.

    Lovren og Sakho voru báðir að verjast á tánum en ekki á hælunum. Héldu línu og mættu boltum framarlega á vellinum þegar hætta var á skyndisóknum.

    Besti leikur Ibe á tímabilinu – by far.

    Firmino var að skapa alveg helling, ýmist með einni snertingu eða engri. Var nánast eins og diet Suárez í kvöld.

    Hér eru Jordon Ibe highlights: https://www.youtube.com/watch?v=OmVkCkmTCvs

    Og Roberto Firmino: https://www.youtube.com/watch?v=HFDTmeqIBQY

  18. Frábært! Það er loksins orðið gaman aftur að horfa a liðið okkar spila og Klopp er varla buinn að taka upp ur ferðatöskunum sinum.
    Eg trúi!

  19. Þeir sem tala um skyldusigur og slíkt ættu kannski að velta því aðeins fyrir sér að við höfum ekki yfirspilað eitt einasta lið í bikar- eða Evrópukeppnum undanfarin ár heldur verið í stanslausu ströggli sama hvort það er Bolton, Boro, Basel eða whatever… …það var því verulega skemmtilegt að horfa á liðið mæta á útivöll á móti liði sem ensk lið hafa ekki verið að gera góða hluti á móti og yfirspila þá frá fyrstu mínútu – frábær frammistaða algerlega og vonandi það sem koma skal…

  20. Menn sem tala um að allar hornspyrnur hafi verið hörmulegar í gær hafa einfaldlega rangt fyrir sér. Ibe setti t.d. boltann beint a kollinn á Lovren í einni af þeim og aldrei þessu vant þá hitti Lovren markið. Það var hins vegar ekki nóg þar sem boltinn fór beint á markmanninn. Að halda því fram að allar hornspyrnurnar hafi verið arfaslakar er einfaldlega bull.

  21. Sæl öll.

    Ég sá ekkert nema gæði og fegurð í leiknum. Leikgleðin og baráttan er öllum sýnileg jafnvel þó þeir séu með gleraugu einhvers annars á nefinu. Eins og ég hef sagt áður þá var ég ekki hrifin af þvi að fá Klopp….en boy o boy hvað hann er búinn að sanna sig hann er bara einstakur öll viðtöl við hann eru svo ….(orðlaus) hann er svo mannlegur og talar við fólk ekki um það og ekki niður til neins. Hann sagði meira að segja góða hluti um Móra……

    Ég hlakka svo til framtíðarinnar með Klopp , við eigum eftir að upplifa stórkostlega hluti saman og líka hræðilega en með honum er lífið bara einfaldlega betra. Hans mottó er að gera alla daga sem skemmtilegasta því við eigum bara eitt líf og eigum að njóta gleðinnar.

    Þangað til næst

    YNWA

  22. Nr. 24 – Ég er svo hjartanlega sammála þér. Það á nú ekki að vera mikið mál að setja boltann á miðjan vítateig. Hvert horn sem drífur ekki er glatað marktækifæri IMO.

  23. Ég var ekki eingöngu að tala um hornspyrnurnar í gær heldur almennt á þessu tímabili. En gjörsamlegafrábært að við höfum náð að hitta á einn samherja……..

    En í alvöru, sá sem sér ekki hvað hornspyrnuarnar okkar eru illa nýttar hefur líklega ekki horft á marga leiki í ár. Þetta þarf að laga! Við eigum það góða skallamenn.

  24. Er það ?
    Eigum við góða skallamenn ? á hverju dæmirðu það, eru þeir svona stórir að þeir eru sjálfkrafa góðir skallamenn.
    Mér hefur einmitt fundist það andstæða, í þau fáu skipti sem að boltinn hittir á hausinn þá fer það framhjá eða yfir.

    En kannski helst það bara í hendur, þeir fá svo fáar góðar sendingar að þeir ná aldrei æfingunni.

  25. Þetta er fyrsti útisigur Liverpool í Evrópu sl 3 ár. RB hefur unnið bæði Chelsea og Tottenham á síðustu árum. Það sem meira er RB átti varla/ekki færi í leiknum.

    Það er engin ástæða til að gera lítið úr þessum sigri!

  26. Nú, jæja, sum lið hafa nú verið góð í þessu.

    En lið sem er ógeðslega gott í hornum skorar úr svona tuttugasta til þrítugasta hverju horni.

    Fyrir mér er ekkert atriði að liðið sem ég held með sé ógeðslega gott í hornum.

  27. Við erum að tala um að Liverpool vann rússnenskt lið sem er í 12 sæti í deild og er svo sem ekkert sérstakt. Mér fannst Allen tapa oft boltanum og eiga lélegar sendingar. Mér finnst hann bara alltof mörgum númerum of lítill fyrir klúbb eins og Liverpool. Það væri frábært ef við gætum selt hann til miðlungsliðs í janúar.

    Ég ætla samt ekki að kvarta, við unnum, það er það eina sem skiptir máli.

  28. Gott skref fram á við.
    Compact og workrate. Það má byggja á því.
    Mörkin fara að detta fleiri þegar undirstaðan verður komin með þann stöðugleika sem stefnt er að.
    Það er plan í gangi 🙂

    Bring on CP

    YNWA

  29. Er nu ekki pirraður 🙂
    Reyndar gríðarlega ánægður með flest sllt hjá liðinu. En burtséð frá alli tölfræði þá er boltinn sjaldnast að detta inná hættusvæðið og það getur verið dýrkeypt
    þegar mikið er undir. Er samt að elska breytingarnar á liðinu

  30. Miðað við hugmyndafræði og leikstíl herra Klopps þá munum við fara að sjá markatöluna okkar stórbatna i næstu leikjum og hornspyrnur verða örugglega æfðar enda höfum við mjög sterka menn i loftinu sbr. Sakho, Benteke, skrtel, Lovren ofl. Bíð alltaf eftir þvi að Sakho verði meira áberandi i hornspyrnum okkar eins og Hyypia var forðum.

    Fyndið samt að sjá að við höfum ekki tapað leik i síðustu 12 leikjum ????

  31. Ég er með pínulítið samviskubit, var að kaupa Coutinho í Fantasy liðið mitt – þetta er kannski eitthvað sem ég hefði ekki átt að gera?

  32. Alveg út úr kú en…..
    Er einhver að fara á Anfield á næstunni sem getur verslað fyrir mig?
    Er búinn að gera margar tilraunir til að versla af netinu og það klikkar alltaf.

Liðið gegn Rubin Kazan

Crystal Palace koma á Anfield