Chelsea 1 – 3 Liverpool

Í dag er góður dagur. Hér á Akureyri skín sól og hitamælirinn sýnir rauða tölu og að sjálfsögðu gerir Liverpool daginn enn betri og sigrar – kannski getum við leyft okkur að segja gjörsigrar – Chelsea á Stamford Bridge. Fyrsti deildarsigur Jurgen Klopp með Liverpool lýtur loksins dagsins ljós og hann var frábær!

Klopp var nokkuð stabíll í liðsvali sínu í dag og var allt liðið eins og hann hefur spilað í deildarleikjunum hingað til fyrir utan Firmino sem byrjaði upp á topp og tók sæti Origi.

Mignolet

Clyne – Skrtel – Sakho – Moreno

Milner(c) – Lucas – Can
Coutinho – Lallana
Firmino

Bekkurinn: Bogdan, Allen, Randall, Ibe, Benteke, Lovren, Teixeira

Gott byrjunarlið og fínn bekkur – þó bæði gæti að sjálfsögðu verið sterkara þegar allir eru heilir. Smá kjarkað hjá Klopp að byrja með Firmino upp á topp, sérstaklega þegar Benteke var kominn aftur í liðið en þetta heppnaðist afar vel upp.

Þetta byrjaði nú ekki vel og varð útlitið frekar svart strax á fyrstu mínútum leiksins þegar klunnalegur varnarleikur Liverpool varð til þess að Ramires kom heimamönnum yfir. Þá fór manni nú ekki að lítast á blikuna enda þetta Liverpool lið oftar en ekki þekkt fyrir að missa haus við mótlæti og eiga erfitt með að vinna sig til baka – hvað þá gegn oft sterku varnarliði Chelsea á Stamford Bridge.

Liverpool svaraði þessu á jákvæðan hátt og eiginlega tóku yfir allan leikinn. Liðið barðist vel, vörnin var þétt og liðið átti ágætis rispur frammi. Liverpool var mikið meira með boltann og stjórnuðu flæði leiksins.

Það leit ekki út fyrir að rauðklæddir næðu marki fyrir hálfleik og höfðu kannski ekki átt neitt almennilegt færi eða skot að þeim tímapunkti að þegar uppbótatími fyrri hálfleiks var liðinn að boltinn barst til Coutinho rétt fyrir utan vítateig Chelsea. Brassinn, sem hafði verið í hálfgerðri lægð undanfarið og töldu margir hverjir (þar á meðal yours truly) að hann gæti farið að missa sæti sitt í byrjunarliðinu, snéri á varnarmenn Chelsea sem stukku allir til þegar hann ógnaði skoti með hægri fæti en hann skipti yfir á vinstri og snéri hann upp í fjærhornið. Frábært skot frá Coutinho með veikari fæti sínum og óverjandi fyrir Begovic í marki Chelsea. Liðin gengu því jöfn til hálfleiks og staðan orðin mikið betri hjá Liverpool.

Seinni hálfleikurinn var ekki ósvipaður þeim fyrri. Chelsea byrjuðu fyrstu mínúturnar af krafti en fljótlega náði Liverpool aftur tökum á leiknum og tók yfir. Það var ekki mikið um dauðafæri en mistök hjá Lucas á miðjunni leiddi það að verkum að Oscar vann boltann og tók skot langt utan af velli eftir að hann sá Mignolet langt frá markinu, Belginn var fljótur til baka og náði að verja skotið. Vel gert hjá honum.

Það var eiginlega allt brjálað þegar Lucas braut af sér fljótlega eftir það og var hann heppinn að fá ekki sitt annað gula spjald í leiknum. Hann var afar góður í dag en var að brjóta oft og klaufalega af sér og var kannski heppinn að geta spilað allan leikinn í dag.

Klopp gerði skiptingu á 64.mínútu sem reyndist heldur betur örlagavaldurinn í dag. Benteke kom inn á fyrir James Milner og tíu mínútum seinna stangaði hann góða sendingu frá Sakho í gegnum fætur Lallana og til Coutinho sem gerði það sama og hann gerði í fyrri hálfleik. Hann snéri á varnarmenn Chelsea með því að ógna skoti og snéri boltann í netið. Frábært mark og akkúrat það sem við viljum sjá frá Coutinho og Benteke. Liverpool því komnir til baka og í forystu þegar lítið var eftir.

Ólíkt því sem sást gegn Southampton í síðustu viku þá var Liverpool liðið mjög “cool” svo maður vitni í Klopp. Varnarleikurinn var afar þéttur og áttu mjög góðar sóknir. Jordon Ibe kom inn á fyrir Firmino fljótlega eftir markið og var afar líflegur.

Moreno var afar nálægt því að skora þegar Liverpool vann boltann á miðjum vellinum og eins og byssubrandur skildi hann Willian eftir í rykinu og keyrði fram völlinn. Maður fékk flashback frá marki hans gegn Spurs í fyrra en því miður náði Begovic að henda sér fyrir skot hans. Frábær sprettur frá Moreno sem er allt annar leikmaður núna en í upphafi móts.

Jordon Ibe átti fínt færi en skot hans hafði viðkomu í varnarmann og skoppaði rétt framhjá. Þegar tæpar tíu mínútur voru eftir af leiknum fékk Ibe boltann á kantinum og kom honum inn í teiginn á Benteke sem lék á varnarmenn Chelsea og skoraði gott mark. Frábært að hann sé búinn að skora tvö mörk í tveimur leikjum sem varamaður og hlakkar mig mikið til að sjá hann spila heilan leik núna.

Chelsea reyndi að pressa á Liverpool en þéttur varnarleikur og mikil vinnusemi sá til þess að þeir komust ekki lönd né strönd og Liverpool sigldi heim afar mikilvægum og flottum sigri.

Það er afar ósanngjarnt og erfitt að velja einhvern einn leikmann sem stóð upp úr þar sem margir voru mjög góðir og sterk liðsheild að mínu mati helsti þátturinn í þessum sigri. Það er ekki hægt annað samt en að rétta Coutinho kampavínsflöskuna í þetta skiptið, frábær leikur hjá honum og tvö glæsileg mörk. Þetta vonandi gefur honum aukinn kraft í næstu leikjum.

Sakho og Skrtel voru afar góðir í vörninni, þá sérstaklega Sakho en Skrtel gerði mjög vel í að halda Costa í skefjum. Clyne og Moreno voru fínir í bakvörðunum og Lucas bestur miðjumanna okkar í dag. Milner hefur átt betri daga að mínu mati og Emre Can líka en báðir skiluðu sinni vinnu mjög fínt í dag engu að síður. Firmino og Lallana voru líflegir og áttu sínar rispur inn á milli. Benteke kom inn á og skoraði eitt og lagði upp annað, Ibe kemur inn með krafti og virðist vera að fá sjálfstraust sitt aftur.

Frábært. Það má súmmera þennan leik í eitt orð. Frábær!

Næsti leikur er útileikur gegn Rubin Kazan og svo heima gegn Palace í deildinni. Tveir sigurleikir í röð hjá Klopp og vonandi er liðið að komast á skrið, það er allavega batamerki á afar mörgum sviðum hjá þessu liði með hverjum leiknum sem líðir.

FRÁBÆRT!

73 Comments

  1. Ég fagna þessum sigri gríðarlega, jafnvel þó svo að það að hafa unnið Chelsea sé eitthvað sem hefur verið leikið eftir af West Ham, Southampton, Everton, Crystal Palace og City á þessari leiktíð. Og það er ennþá október.

  2. Yndislegt , BARA yndislegt 🙂 Þvílíkt og annað eins, og móri kemur í sjónvarpsviðtal og segir ekkert , 🙂 I´ve got nothing to say . Hahahahahahaha

  3. Lucas bestur, tvö frábær mörk frá Coutinou, frábær frammistaða hjá Klopp, liðið allt frábært.
    Mingolet hagði ekkert að gera í markinu, segir mikið

  4. Púllarar áttu þetta hiklaust skilið! Miklir yfirburðir yfir gjörsamlega andlausu og niðurbrotnu Chel$ky segir kannski ekki margt en ljúft var það!

    Og það sem meira er: 3 fúsking mörk í einum leik… geri aðrir betur.

    Djöfull verður gaman að hlusta á Chelsky menn nöldra yfir uppbótartímanum (sem var of langur raunverulega) og því að Lucas hafi átt að fara útaf (sem hann hefði auðvitað átt að gera) (Clattenburg á rassgatinu eins og svo oft áður)!!!!

    Best að nóta dagsins =)

  5. Besti leikur liverpool staðreyns og menn eru byrjaðir að TRÚ eins og stjórinn bað um.
    Eftir að Chelsea skoraði strax í byrjun þá hefur maður séð lið sem hafa ekki haft mikið sjálfstraust einfaldlega brotna en ekki Liverpool(Klopp leyfir það ekki).
    Liverpool einfaldlega spýtu í lófana og yfirspiluðu Chelsea það sem eftir lifði leiks og unnu sangjarnan sigur.
    Það var frábært að horfa á Coutinho, Lallana og Firminho djöflast þarna frami og finna sér trekk í trekk pláss fyrir framan vörnina hjá Chelsea. Þeir voru mjög hreyfanlegir og voru oft að skipa um stöðu. Vörninn okkar var mjög traust(fyrir utan að Moreno gleymdi sér í markinu strax í byrjun) og Mignolet þurfit einu sinni að hafa fyrir þessu og það var frá skoti frá miðju.

    Ég ætla að velja Klopp sem mann leiksins. Allir leikmenn skiluðu sínu en hann hefur greinilega komið með sjálfstraust í þetta lið og þótt að liðið var undir lengst af í fyrirhálfleik þá var maður mjög sáttur við spilamennsku liðsins.

    Höldum áfram á trúa á þetta verkefni. Við munum vinna glæsta sigra en ég á líka von á töpuðum stigum inn á milli og sum gegn fyrirfram lakari andstæðingum en rússibanninn er á leiðinni upp það held ég að sé ekki spurning svo spennið bara beltinn og njótið.

    YNWA

  6. Get varla lýst því hvað ég er hamingjusamur með þessi úrslit, spilamennsku og holningu. Það tók Klopp rúmar tvær vikur að breyta óöruggu, ráðvilltu, hauslausu kjúklingunum okkar í graða, glaða og skipulagða fótboltamenn á besta aldri sem erfitt verður að vinna. Allt fyrir áhrif eins manns. Magnað. Ég held að framtíðin sé björt.

    En það er eitt sem ég er ekki ánægður með og ég hef eina tillögu í því sambandi. Í ljósi þess hvernig umræðan þróast meðan á leiknum stendur. Hvernig væri nú að við kop.is áhangendur settum okkur eina reglu:

    Fyrir hverja neikvæða athugasemd um okkar eigin lið verða að fylgja tvær jákvæðar eða uppbyggilegar. Hugsið ykkur hvað yrði meira gaman að taka þátt í spjallinu meðan á leiknum stendur. Við eigum að heita stuðningsmenn, við eigum að einbeita okkur að því sem er gott við okkar lið, við eigum að trúa á að hlutirnir séu á réttri leið því það eykur líkurnar á að við náum árangri, og svo eigum við að reyna að hafa gaman af þessu og það er bara ekki gaman að lesa neikvæðni, sleggjudóma og dónaskap eftir 5 mínútur af leik á erfiðum útivelli.

    Maggi, Einar, Babú, Kristján og co. Ég skal taka að mér að ritskoða þetta næstu þrjá leiki – ég horfi yfirleitt á leikina í tölvunni hvort sem er og get alveg gert þetta samhliða. Þið eruð með emailinn minn.

  7. Klopp vor, þú sem ert á Anfield, helgist þitt nafn…………

    Þvílík breyting á Rauða hernum eftir að Þjóðverjinn tók við. Og við eigum ennþá inni Henderson og Sturridge + liðsstyrk í janúarglugganum.

    YNWA

  8. Lucas er að ná sínu fyrra formi áður en hann meiddist(einmitt í leik á móti chelsea) hann var frábær í dag, chelsea spila líkamlega og þeir þurfa að fá að finna fyrir því og Lucas lét þá finna fyrir sér í dag.

    Annars var þetta frábær leikur, Stærstu mistök chelsea voru þau að halda að þeir gætu pakkað saman og tjaldað fyrir framan markið hjá sér eftir að þeir skoruðu. Nei heldur betur ekki þetta var Heavy Metal relentless football hjá Klopp. Frábært að sjá menn berjast um hvern einasta bolta og oftar en ekki stela honum eða ná honum til baka þegar að við misstum hann.

    Fæ mér einn kaldann í kvöld eða tvo til að fagna.

  9. Jesssssss!! Sit í íþróttasal Rimaskóla að mynda krakka körfuboltamót, svo ég hef bara verið með textalýsingu. Fyrir 10 mín mætir svo Valsgutti til leiks í Gerrard LFC treyju. Ljómaði allur við að heyra þessi tíðindi, sitjandi á bekknum. 🙂

  10. Ef Chelsea menn ætla að kvarta yfir því að Lucas var ekki rekinn útaf (réttilega), þá mættu þeir byrja á að kvarta yfir því að Costa hafi ekki verið rekinn útaf fyrir að sparka í kassann á Skrtel (sem mér fannst n.b. eiga alveg ljómandi leik, eins og meira og minna allt liðið).

  11. Munið þið þegar fíflið (Mourinho) hljóp og kyssti Chelsea merkið þegar þeir unnu Liverpool 0-2 á Anfield 2014 og tóku titilinn af okkur.
    Nú er stórt FEITT karma að bíta hann í görn.

    Skála heilli kippu fyrir því

  12. Fyrsti sigur okkar á chelskí í þrjú og hálft ár. Guði sé lof að eigendurnir höfðu pung til að ráða Klopp.

  13. Eg elska Klopp!!! Er svo ánægður. Dómara hvað? Costa atti að fa rautt snemma leiks!
    Mjög verðskuldaður sigur og Klopp er rett að byrja.
    Munið að trúa!

  14. #7
    Góð hugmynd. Svo er ráð að leyfa leiknum að ljúka áður en maður dæmir einstaka leikmenn og allt liðið. Það er líka ágætis regla.

  15. JÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁ´

    Skrtel? Colossus
    Coutinho? Magical
    Benteke? Lethal
    Lucas? Fan fucking tastic
    3 points at The Bridge? Pure fucking bliss.
    MOTD IS BACK ON THE MENU BOYS

    Klopps influence was seen today for me. This season we’ve looked so rejected after conceding but we had our heads up and went right for them. The pressure was kept up we had leaders on the pitch. Every pass was purposeful. Great performance…also Benteke just looks such a presence he’s beautiful

    The dream occured, we have a new song for chelsea’s rent boys…
    WE FIRED JOSE,
    AND IF IT’S QUITE ALRIGHT, WE FIRED JOSE,
    BENEATH THE BRIDGE’S LIGHTS, WE FIRED JOSE,
    THREE TO WIN US THE GAME

    [img]https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xpt1/v/t1.0-9/12190913_1074399995925342_5848567378989236079_n.jpg?oh=6381d19cc40a1a88e987b51bd6a0e958&oe=56C1A680[/img]

  16. Sæl öll,

    ef að Lucas átti að fá seinna gula, átti Costa að fá beint rautt fyrir að sparka í bringuna á Skertl.

    Geggjaður leikur, Liverpool mikið betri.

    The fear factor ( Þessi pressa sem Liverpool setur upp) GEEEEEEEGGGGGJJJAAAÐÐ!!!!

  17. Stórkostlegt að sjá Liverpool lenda undir og halda haus og halda áfram komast inn í leikinn og vinna hann svo þetta eru klárlega “The Klopp Effect” Held við heðum ekki komið til baka í þessum leik undir Rodgers.

  18. Glæsilegt. En ég held að stærsta vandamálið sem hefur truflað Liverpool seinustu árin er óstöðugleiki. Það er aðalvandamálið hjá Klopp. En njótum sigursins… þetta er nú bara 4 sigurinn í deildinni í vetur. 🙂

  19. gersamlega yfirspiluðum chelsea.. chelsea var í fullu fjöri með að gera eitthvað í þessum leik.. fá mark í byrjun og síðan þá áttu þeir varla skot á markið.

  20. Frábær leikur og geggjað að sjá hvernig stemmningin í liðinu er að batna leik eftir leik. Menn leggja sig á fullu fram og hafa svo mikið gaman af þessu. Klopp er að byggja upp frábæran liðsanda, hver myndi ekki vilja spila fyrir þennan meistara?

    Áhugavert að sjá hvað akkúrat öfugt er að gerast hjá Chelsea. Ég tel að Móri hafi misst virðingu leikmanna sinna þegar hann höndlaði Evu á þann hátt sem hann gerði. Ég held að með gjörðum sínum í því öllu máli hafi hann grafið sína eigin gröf.

  21. Svo sammála welan#5 var ekki að horfa þá kýkir maður bara à bestu síðuna til að ath stöðuna og þurfa að lesa það að þessi geti ekki neitt og svoleiðis kommet er alveg óþolandi eins er við töpum verum málefnaleigir um besta liðið það er liðið okkar

  22. Nu er ég einn af þessum sem þið kallið neikvæðnispesa fyrir gagnrýni mína á Milner ég get bara ekki alveg skilið hvað þið meinið að það eigi ekki að skrifa neikvætt get alveg tekið það á mig að ég get verið helvíti æstur þegar Liverpool spilar en viljið þið s.s að maður tjáir sig bara jákvætt ? Að tjá sig á meðan á leik stendur hlýtur að vera í lagi hvort sem það er jákvætt eða neikvætt ? Skil að þið viljið ekki skítkast en að ætla að stýra því að það sé bara jákvætt tal um leikinn minnir mig nú meira á leikskóla en spjall fyrir fullorðna.

  23. Sælir bræður og til hamingju með daginn.gat ekki seð leikinn aðan en hvar get eg seð hann endursyndann a netinu?með fyrirfram þökk villi

  24. Já Klopp ég trúi, já Klopp ég treysti. Nú liggur leiðin væntanlega bara uppávið.

  25. Klopp4thekop!
    èg man ekki hvenar ma?ur settist me? félögunum og horf?i à liverpool leik me? jafn mikili gle?i og ì dag! fagna gefandi fimmur! gæinn er smitandi anskoti 🙂

  26. Sælir félagar

    Það er bara eitt orð sem lýsir þessu; DÁSAMLEGT. Allir leikmenn og Klopp frábærir í þessum leik. Nú er gaman.

    Það er nú þannig

    YNWA

  27. 3 stig í hús og virkilega góður liðs sigur á annars slöku liði í bláu. 2 hlutir sem mér fannst undirstrika okkar yfirburði í fh en það var stattið á skotum rétt áður en Courinho jafnaði, þá var skotin 1-6 fyrir okkur. Hitt að Lucas jarðaði tröllið í hægri bakverði hjá Chelsea í skalla á fjærstönginni. Segir allt um áræðni okkar manna sem hættu aldrei. Seinni hálfleikur jafnari en vinnusemi og trú á verkefni dagsins skein út úr öllum LFC mönnum á og við völlinn í dag. Takk fyrir og hlakka til næsta leiks.

  28. Ég er nú enginn Lucas maður, en drengurinn var bara frábær í dag og á mikið hrós skilið.

  29. Rosalega var Móri stúrinn í viðtalinu eftir leikinn.

    Fölur og fár – og mér sýndist hann hreinlega vera með grátstafinn í kverkunum. Kannski veit hann eitthvað sem við vitum ekki?

  30. Þetta er alveg stórkostlegur sigur og dagur. Jose átti þetta alveg inni. Alveg ótrúlegt að hann geri okkur þann greiða að haga sér eins og frekur krakki í viðtölum og á blaðamannafundinum eftir leikinn, ég fæ mikið út úr því að horfa á það aftur…og aftur. Takk Jose! Liðið okkar tók á loft í dag, með stæl. Áfram veginn!!

    https://www.youtube.com/watch?v=VDgE3qM7o7M

  31. Staðin fyrir að þið þurfið að ritskoða á meðan leik stendur,

    þá er hægt að skrifa ***VARÚÐ*** Neikvætt.

    Þá scrollar maður bara framhjá því 😉

  32. Frábært hjá okkar mönnum að vinna í dag.
    Náði ekki að sjá leikinn, vitið þið um link þar sem maður getur séð leikinn?

    KV JMB

  33. Lucas var ótrúlega flottur í þessum leik, alger 9,5 frammistaða fyrir mann í hans stöðu. Logaði af sjálfstrausti allt í einu.

  34. stóru mistök Móra voru að taka Mikel út fyrir Fabregas í stöðunni 1-1.

  35. Elskaði að hlusta á púlarana á leiknum syngja ” You’re not so special anymore” 🙂 fín og kærkomin tilbreyting frá Gerrard laginu þeirra Chel$ki manna! 😀 hohohoho

  36. Frábær úrslit hjá okkar mönnum.

    Vantar link, til að geta séð leikinn

  37. Fjögur stig í fjórða, fimm stig í þriðja, þetta er vel mögulegt 🙂

  38. þvílikar skiptingar hja klopp benteke með mark og assist, ibe með assist coutinho búinn að skjóta sér í form sturridge á leiðinni nú er kátt í höllinni !

  39. Ótrúlegt að sjá Cristján reisa upp tjaldbúðir í teig heimamanna áður en hann skaut

  40. Nokkur atriði sem ég er ánægður með:

    * Coutinho með “óléttufagnið” í fyrsta markinu.
    * Gerrard-esque sendingin frá Sakho í öðru markinu (sem Benteke vann örugglega og setti boltann á stórhættulegan stað). Hann má alveg reyna þetta oftar.
    * Markvarslan hjá Mignolet þegar (Oscar?) reyndi að vippa yfir hann, var þetta ekki í eina skiptið sem hann þurfti að reyna á sig í leiknum?
    * Klopp var ekkert smeykur við að taka Milner af velli, eitthvað sem Rodgers hefði líklega ekki gert. Maður hefur á tilfinningunni að enginn sé heilagur hjá honum, og já hann gefur Allen og Lovren líka séns. Samt bara hæfilega mikla.
    * Skrtel var ekkert að stressa sig á sparkinu frá Costa eða missa sig í leikaraskap, heldur hjálpaði honum á fætur.

    Og já, þessi mynd: https://i.imgur.com/OdGzjbM.jpg

  41. Algerlega frábært, frábært! Til hamingju bræður og systur! 🙂

    sammála flestum hér varðandi frammistöðu leikmanna, liðið átti allt frábæran leik en sennilega deila Coutinho og Lucas titlinum “maður leiksins”.

    Ætla samt að halda mér við það að vera ekki með neinar væntingar varðandi árangur liðsins á þessari leiktíð, heldur bara halla mér aftur og njóta þesss að fylgjast með liði mínu þróast í rétta átt undir stjórn Klopp. Já, ég er ekki í nokkrum vafa um að Klopp eigi eftir að gera frábæra hluti í framtíðinni með okkar ástkæra lið.

    Já, já, það má alveg segja að það hafi fallið margt með okkur í þessum leik. Mark í vel rúmlegum uppbótartíma og Lucas MJÖG heppinn að fá ekki annað gula spjaldið sitt í leiknum. EN auðvitað átti Costa að fá beint rautt fyrir ásetningsbrot sitt á Skrtel. Fer hann annars ekki örugglega í bann út af þessu ljóta ásetningsbroti?

    Hlakka til næsta leiks, bring on Russia! Skál!!

  42. tess ma til gamans geta ad uppbotartimi sem gefinn er upp þydir lamarkstimi…. domari ma bæta við ef hann metur svo 🙂

  43. Rio Ferdinand með góða greiningu eftir leikinn. Hann segir að allt annað sé að sjá liðið eftir að miðverðirnir eru hættir að þurfa að spila boltanum langt úr vörninni. Þeir einfaldlega gefa á einhverja aðra sem hafa boðið sig strax.

  44. Sæl og blessuð.

    Missti af leiknum og vil gjarnan geta séð hann. Reyndi að kíkja á þetta cloudyvideo en fékk allt annað en leikinn. Getur einhver bent mér á hvernig ég get horft á leikinn án þess að tölvan mín (apple) lendi í háska, vanda og þraut? Fæ endalausar varnaðarábendingar er ég smelli á einhvern þessara hlekkja.

    Annars er ég Kloppandi kátur með úrslitin í dag og hversu póetískt var það að markið sem hugsanlega kostar hinn sérstæða þjálfara djobbið skyldi koma í uppbótartíma? Friggin’ uppbótartími og svo er þetta lið okkar aftur farið að sýna af sér manndóm, gleði og illsku þar sem við á.

    Dásemdin ein.

  45. Allt í einu er allt svo bjart og fallegt. Takk Pollarar fyrir daginn. Ég trúi!

  46. Alveg ótrúlegt svona miðað við að Milner og Moreno eru aumingjar, ekkert að gerast fyrir framan miðju, LFC voru ekki mættir til leiks, Lucas skelfilegur, engin spyrnumaður í hópnum, við töpum boltanum trekk í trekk, vantar alvöru menn í liðið og Coutinho þarf að taka orlof (allt saman athugasemdir póstaðar hér í fyrri hálfleik af “stuðningsmönnum”) að við unnum 1-3.

    Spáið í hvað myndi gerast ef Milner og Moreno væru ekki aumingjar, eitthvað gerðist fyrir miðju, liðið mætti, Lucas bætti sig, fyndum spyrnumann, hættum að tapa boltanum, finnum alvöru menn og Coutinho færi svona eina viku til Tenerife (all inclusive á ensku ströndinni).

    Ætli við skorum þá ekki svona 100 móti Chelski?

  47. Milner og Moreno eru alls ekki aumingjar. Svo langt frá því. Ef þú ætlar halda þessu fram sýndu það þá og gerðu betur.Og Lucas var algjörlega að skila sína hlutverki 100% en enginn er fullkominn nema Guð.

  48. Yndislegt að geta gengið um ganga skipsins með höfuð hátt í dag.

  49. Yndislegt að vakna daginn eftir svona stórsigur, rjúkandi morgunkaffi, lambalærið inn í ofninn, ca 500 tíst um leikinn ólesin og við með JURGEN KLOPP við stýrið. Love it!!!

  50. #63
    Já haha var einmitt að hugsa það nákvæmlega sama og þú skrifaðir, ég var á tímabili hættur að trúa að ég væri raunverulega að horfa á leikinn þegar ég las yfir kommentin, var viss um að ég væri svona vitlaus og hefði nákvæmlega ekkert vit á fótbolta(sem ég reindar er)

    En mér hefur ekki liðið svona vel leingi daginn eftir leik

    Ég trúi

    YNWA

  51. Yndisleg tilfinning daginn eftir leik. Er einhver hérna með link á Match of the day?

  52. Það sést svo greinilega hversu mikil áhrif Klopp hefur haft á Liverpool FC á 2-3 vikum sem hann hefur verið stjóri. Leikmenn eru hægt og rólega að komast inn í hans taktík og mikill munur að sjá “one touch” bolta þar sem leikmenn hanga ekki á boltanum meira en 2-3 sekúndur og finna alltaf mann til að gefa á því leikmenn bjóða sig og eru eins og energizer kanínur út um allt.

    Emre Can er loksins kominn í sína stöðu og Lucas virðist vera að fá endurnýjun lífdaga undir Klopp. Ég hef alltaf sagt að sjálfstraust er mikill partur af íþróttum og það er að sýna sig þarna.

    Ég segi að við förum í topp 4 í ár því við eigum enn Henderson og Sturridge sem er akkúrat það sem okkur vantar. Hlakka til að sjá hvað Klopp gerir i januar.

  53. Frábær leikur, poppaði auðvitað til að undirbúa mig undir að horfa á seinni hálfleikinn sem ég sá ekki live og var bara með betri skemmtunum.

    Flestallt komið fram hér, mig langar þó til að bæta því við hvað ég vona innilega að þessi tvö frábæru mörk Coutinho láti honum líða betur inni á vellinum. Það eru galdrar faldir í skóm þessa stráks sem hafa ekki verið sýnilegir. Þessi tvö móment sem skópu sigur okkar í gær hafa vonandi þau áhrif á hann að sjálfstraustið fjúki nú upp og hann nái að verða sá leikstjórnandi sem hann getur orðið. Þá erum við á svo góðum stað.

    Svo er alltaf að verða augljósara það upplegg sem Klopp vill. Þversendingum er að fækka verulega og stöðugt fleiri sparka sínum boltum fram völlinn, stöðugt fleiri eru óhræddir við að sækja upp völlinn og koma sér í færi (skallinn hans Lucasar anyone). Í gær voru allir að skila framlagi. Ég er alveg sammála vali Óla á manni leiksins að sjálfsögðu, en það voru tveir leikmenn sem mér finnst næstir þar.

    Annars vegar Lucas Leiva sem blómstrar í uppleggi Klopp. Nú er hann í hefðbundnu hlutverki sínu, þ.e. að sópa upp boltum sem falla framan við hafsenta og inni á miðjunni. Með ákafanum í pressunni okkar hendir það stöðugt sjaldnar að við lendum í undirtölu á miðjunni, undirtala þar þýðir auðvitað að DM-C lendir í fight og tæklingum sem er ekki hans sterkasta hlið. En hann er mættur núna með sinn sóp, brýtur upp sóknir andstæðings og skilar honum vel frá sér. Frábær í gær og ef hann hefði fengið gult spjald fyrir seinna spjaldið hefði mér fundist það linasta brottvísun sögunnar.

    Hins vegar er það maður sem ég hafði áhyggjur af hjá Klopp. En sá var endalaust iðinn og flottur í gær. Verður heldur betur gaman að sjá næsta skref þar. Sá heitir Adam Lallana. Var magnaður í pressunni í gær og lykilmaður í henni. Bravó.

  54. Èg er sammála þèr, Maggi. Lucas er einn af þeim mönnum sem á að bæta sig sem knattspyrnumaður undir Klopp því kefi stjórans gera ráð fyrir að þessi staða sé mjög aktíf. Ég veit svo ekkert hvort Lucas verði framtíðarmaður í stöðunni en ég geri ráð fyrir að fyrstu kaup Klopp hafi eitthvað að gera með þessa stöðu að gera. Ekki viss hvort ég fari með fleipur en er þetta ekki staðan sem Gundogan hja Dortmund spilar? Það er mikill klassi á milli hans og Lucasar en ég gæti séð Klopp reyna að brúa það bil með nýjum leikmanni hið fyrsta. Markovic verður vonandi kallaður úr láni í janúar ef hægt er því þá er hægt að nýta kerfi Klopps betur. Henderson og Störri verða svo “guilty pleasure” þegar þeir koma aftur.

  55. Til hamingju með sigurinn Liverpool menn og fyrrverandi samherjar mínir. Verðum samt að játa að uppbótartíminn og augljós brottrekstur hafi ekki fallið með okkur Chelsea mönnum í þessum leik. Samt ekki hægt að nöldra yfir því nú frekar en endranær. Fer að óttast að fallbarátta blasi við okkur þetta tímabil ef ekki fer að verða breyting á 🙁

Liðið gegn Chelsea

Sunnudagsmolar