Liverpool – Southampton 1-1

Liverpool tók á móti Southampton í síðasta leik 10 umferðar og skildu liðin jöfn, 1-1. Þriðja jafntefli liðsins í jafnmörgum leikjum undir stjórn Klopp.

Byrjunarliðið var svona:

Mignolet

Clyne – Skrtel – Sakho – Moreno

Milner – Lucas – Can
Lallana – Coutinho
Origi

Lucas kom inn í stað Allen á meðan Benteke og Firmino sátu á bekknum, rétt eins og fyrr í vikunni, en áttu þó eftir að láta að sér kveða.

Liverpool byrjaði nokkuð vel, voru meira með boltann og ákafir í pressu en þó án þess að skapa sér neitt. Southampton áttu hættulegri færi og komust betur í takt við leikinn þegar leið á hann. Við héldum áfram skelfilegri varnarvinnu í föstum leikatriðum þegar Van Dijk var skilinn aleinn eftir og var það eingöngu Mignolet og lélegur skalli sem olli því að við vorum ekki undir í hálfleik.

Það er ekki stóridómur yfir Origi en skv. BBC átti hann 10 snertingar í fyrri hálfleik, enginn þeirra inn í vítateig gestanna. Ákaflega bitlaus sóknarleikur. Það kom því ekki á óvart að Benteke kom inn í hálfleik í stað Origi. Liðið byrjaði síðari hálfleikinn af miklum krafti, voru mun aggressívari í pressu og það kom meiri ákefð í leik liðsins. Það fjaraði þó undan því og leikurinn var nokkuð jafn þegar leið á síðari hálfleikinn.

Liverpool var ekki að skapa sér mikið í síðari hálfleik, rétt eins og þeim fyrri. En á 78 mínútu þá fékk Milner boltann úti hægra meginn, sendi flottan bolta inn á teig þar sem að Benteke reif sig lausann og stangaði boltann í netið, 1-0.

Klopp tók andstæðuna við Rafa

Milner gerði sig sekan um fáránlegt brot sjö mínútum síðar þegar hann hljóp niður Bertrand úti á miðjum velli. Föst leikatriði eru nánast vítaspyrnur fyrir andstæðinga Liverpool og kom það því ekkert sérstaklega á óvart þegar við töpuðum skallaeinvíginu og vorum með mann óvaldaðan á fjærstöng þegar Southampton jafnaði, 1-1.

Benteke var ekki langt frá því að koma okkur yfir á 92 mínútu en annars gerðist ekki margt merkilegt, utan rauða spjald Mané, það sem eftir lifði leiks. Enn eitt jafnteflið staðreynd.

Pælingar og maður leiksins

Liverpool gerði í dag sitt áttunda (8!!) jafntefli í síðustu níu (9!!) leikjum, 8/9!

Það er erfitt að ætla að sigra leiki þegar við:

a) Erum algjörlega ófærir um að skora fleiri en eitt mark

b) Erum algjörlega ófærir um að halda hreinu

Meiðslin eru að fara illa með okkur. Henderson er ekki bara okkar besti miðjumaður heldur sá langbesti. Restin, og þá sérstaklega Can og Milner, hafa valdið afskaplega miklum vonbrigðum og ég er að lenda í svipuðum vandræðum með að skilagreina þá sem leikmenn eins og ég hef lent í með Allen. Hvað koma þeir nákvæmlega með til liðsins? Milner skilar sínum KM, en það gerði svo sem Robbie Savage líka, og þeir hafa ekki verið að skila litlu sóknarlega (segi ég í vikunni sem Milner leggur upp mark og Can skorar). Coutinho getur heldur ekki lifað á Stoke markinu í fyrstu umferð mikið lengur. Hefur varla sést síðan við fórum á Emirates.

Klopp var aldrei að fara koma inn og breyta liði sem er algjörlega rúið sjálfstrausti á einum mánuði, hvað þá rúmri viku. Það er einnig erfitt að vera ósammála Carragher sem talaði um það eftir leik að gæðin væru einfaldlega ekki til staðar og að samsetning leikmannahópsins sé í besta falli furðuleg.

Það er þó ekki allt neikvætt. Það eru klár batamerki á leik okkar liðs. Það vantar ekki upp á baráttuna og vinnusemi leikmanna. Vonandi koma svo aukin gæði með Benteke, Firmino og Henderson. Ég ætla ekki einu sinni að nefna Sturridge í þessu samhengi, það er ekki og verður ekki hægt að treysta á hann. Klopp sagði að við yrðum að breytast úr doubter í believer, og ég trúi. Klopp þarf tíma, hann þarf leikmannaglugga og hann þarf lykilleikmenn til baka úr meiðslum.

Það er frekar erfitt að velja mann leiksins. Lucas var góður, Benteke átti fína innkomu, Moreno fannst mér mjög sprækur. Ég ætla þó að velja Moreno í þetta sinn. Eingöngu út af þessari tæklingu

Annars mæli ég með viðtalinu við Klopp eftir leik. Þar sem hann segir m.a.

“What I saw after their goal was maybe the problem. We had nine or ten minutes to play, there wasn’t any belief anymore in the eyes. Nobody was able to push or say something positive. The fans were very disappointed too in this moment. We are not calm enough. We have to accept things happen you don’t like in a football game, you have to remain cool. I hope I’m not the only one who doesn’t think this is the end of the world.”

“With many things I saw tonight I’m really fine. I saw two teams fighting for a result, one team with more freshness because of one game less in a week. But we played football against them. They tried to press high and we were brave enough to play football. We had our moments, we had our situations, everything you need in a close game to win. We score the goal and then you want to win of course.”

50 Comments

  1. Getum ekki skorað meira en eitt mark og þurfum kraftaverk til að halda hreinu!
    Þetta er bara lélegt. Verður langur vetur með þessu áframhaldi.

  2. Djöfull getum við ekki varist. Förum alltaf að pakka þegar við skorum og reyna halda forustunni. Hélt þetta myndi breytast hjá Klopp en hefur enn ekki gert það. Vonandi breytir hann þessu sem fyrst. Sækja allan tíma og hætta að reyna bakka, liðið er ekki nægilega gott varnarlega til þess að halda forustu.

  3. Algjörlega glatað að ná ekki 3 stigum úr þessum leik.
    Liðið þarf að rífa sig upp, að sigra ekki á heimavelli á ekki að vera í boði.

  4. Er ennþá að reyna að átta mig á því hvernig Can fékk að klára þennan leik.

  5. Enginn hraði kostar þetta lið alltof mikið. Menn missa af öðrum leikmönnum og enda hreinlega á því að missa af þeim eða að þurfa að tækla þá. Virkar eins og lið fullt af gamalmennum. Rodgers vildi greinilega ekki hafa hraða í sinu liði og þess vegna mun vera erfitt að halda uppi pressuni með þessum mönnum innanborðs.

    Þeir sem eru ósáttir með Klopp eftir þennan leik eru á villigötum. Hann stillti nákvæmlega upp því lið sem inniheldur bestu/skárstu leikmenn liðsins sem voru í boði. Væntanlega hefur hann viljað henda Benteke og Firmino í byrjunarliðið en greinilega hefur vantað eitthvað fitness í þá fyrst að svo fór ekki.

  6. Sóknarlega miklu betra í síðari hálfleik og verður enn betra þegar topp mennirnir okkar komast í form.

    Hef ekkert að setja út á vinnusemi manna eða vilja, sýnist allir vilja taka þátt í þessu með Klopp.

    Southampton búnir að vera hættulegir úr föstum leikatriðum allan leikinn og því klaufaskapur hjá Milner að gefa óþarfa aukaspyrnu á þessum stað. Engin ástæða til að taka slíka áhættu.

    Svo finnst mér, ólíkt sumum sýnist mér, þrælskemmtilegt að horfa á Liverpool eftir að Klopp tók við. Miklu meira intensity, aksjón og læti. Anfield líka vaknaði í 1-0, gott að finna það. Með meiri gæðum fram á við og flotta Brazza sem smám saman komast inn í hlutverk sitt undir nýjum þjálfara munum við sækja í okkur veðrið. En við verðum að sýna þolinmæði, það er bara þannig.

  7. Dapurt að ná ekki að landa þessu, margt jákvætt hægt að taka út úr leik Liverpool í dag en margt einnig sem þarf að laga. Er t.d. lítt hrifinn af framistöðu Emre Can, finnst hann bara ekki vera góður miðjumaður, skapar ekkert, klaufskur með boltann og hægur. Að mínu þarf að styrkja þessa stöðu hjá Liverpool, þurfum alvöru box to box leikmann.

  8. Flottur leikur en ekki úrslit. Menn að selja sig dýrt en það vantaði aðeins upp á gæðinn. Hvort sem það eru að leikmenn eru ekki nógu góðir eða það tekur auðvita tíma að læra á nýja kerfið það kemur líklega í ljós síðar.
    Mér fannst Liverpool sterkari í þessum leik og fannst Lallana okkar besti maður í fyrihálfleik en Southampton fékk besta færið.
    Í þeim síðari var enþá meiri kraftur í liðinu og kom liðið sér í nokkrar ákjósanlegar stöður en inn vildi boltinn ekki fyrr en Millner gaf stórkostlega sendingu á Benteke sem skoraði stórkostlegt mark. Það sáu það allir sem vilja að Benteke er mun betri framherji en Origi sem virkaði sem númer of lítil í fyrrihálfleik.
    En liðið fékk á sig mark úr föstu leikatrið en það var aukaspyrna langt frá vítateig þar sem rissarnir okkar náðu ekki að koma í burtu og inn fór boltinn.

    1-1 niðurstaðan og við verðum einfaldlega að halda áfram að taka barna skref og vona að þau leiða okkur á góðan stað.

    Í sambandi við bestu leikmenn liðsins. Þá fannst mér Moreno alveg frábær lengst af og átti eina flottust tæklingu á Anfield síðan að Mascerano var á svæðinu. Lallana var mjög góður en var ekki eins mikið í sviðsljósinu í þeim síðari og var tekinn af velli.
    Mér fannst líka Skrtel/Sakho góðir.

    Coutinho náði en ein leikinn ekki að koma sér í gang, Orgi var einfaldlega lélegur fannst mér þrátt fyrir dugnað. Millner var ekki að gera neitt mikið að viti fyrir utan sitt hlaupaframlag þangað til að hann lagði upp þetta snilldar mark.

    En það er bara næsti leikur og við sjáum hvort að liðið fari ekki að vinna leik fyrir nýja stjóran.

  9. Djöfull var þetta ógðslega svekkjandi. Þetta mark hans Benteke átti auðvitað að klára helvítis leikinn……..en nei, auðvitað fáum við skítamark á okkur úr föstu leikatriði í lokin.

    Aumingja Klopp, hann er eflaust að hugsa núna, hvað í andskotanum er ég búinn að koma mér út í??!! Liðið er bara einfaldlega ekki nógu gott. Það vantar ekkert upp á baráttuna og vinnusemina. Það vantar bara hrikalega mikið gæði í liðið að það hálfa væri nóg! Það er ekki nóg að vera með 60 – 70% possession ef þú getur ekki skorað mörk.

    Seinni hálfleikur var þó skárri en sá fyrri hjá liðinu en það breytir ekki því að við eigum rosalega langt í land. Eigendur verða bara að taka upp veskið og kaupa helst 1 – 2 heimsklassa skapandi miðjumenn. Getum svo selt nokkra þarna á miðjunni á tombóluverði.

    Hættum að tala um meistaradeildarsæti. Algerlega út úr kortinu. Jurgen Klopp þarf miklu, miklu, meiri tíma til að ná þeim árangri sem við viljum sjá hjá Liverpool.

  10. Of slakir leikmenn. Miðlungsmenn um allan völl og niðurstaðan er miðjumoð. Sæti 6-10 er raunhæft í vetur held ég.

  11. síðustu 9 leikir: Þetta er hætt að vera fyndið.
    1-1
    1-1
    1-1
    3-2
    1-1
    1-1
    0-0
    1-1
    1-11-1
    1-1
    1-1
    3-2
    1-1
    1-1
    0-0
    1-1
    1-1

  12. Mín skoðun: (og þarf ekki að endurspegla skoðun annara 🙂 )
    Mignolet – markmaður sem á heima í liði eins og Sunderland, alls ekki góður! Virkar óöruggur og held að vörnin skynji það.

    Clyne – bjóst við miklu meira af honum, hann er snöggur, en er ekki með nóga boltatækni til að nýta hraðann, en lofar þó góðu.

    Skrtel – undanfarin ár búinn að vera okkar sterkasti varnarmaður, en á þessu tímabili er hann búinn að vera að dala..

    Sakho – stuðningsmenn keppast við að lofa hann og kalla hann okkar sterkasta varnarmann osfr., en ég bara sé það ekki.. Hann er naut, fáránlega sterkur, en mér finnst hann með verri boltameðferð en 4.deildarvarnarmaður, er alltaf á nálum þegar boltinn er nálægt honum á jörðinni..

    Moreno – drullusnöggur, og með skemmtilega boltatækni, en alltof villtur og tekur oft stórfurðulegar ákvarðanir

    Lucas – nauðsynleg týpa í þetta lið okkar, en er einfaldlega ekki nógu góður, en sá eini sem kemur til greina..

    Can – er spenntur fyrir hvað hann getur orðið, en er búinn að vera ósáttur við hvað hann hverfur þegar Hendo er ekki með honum.

    Milner – vildi hann ekki.. Hann er rosa duglegur, en that’s it.. Kemur ekkert útúr honum, hjá City græddi hann á öllum gæðunum sem voru í kringum hann, en hann getur ekkert, þó hann hafi komið með stoðsendingu í dag!

    Lallana – hefur hrifið mig í fyrstu 2 leikjum Klopp, en í dag fannst mer hann ekki nogu goður! Vantaði þetta ótrulega touch sem hann hefur svo oft synt, þá hefði hann skorað!

    Coutinho – það sem ég vildi óska að hann hefði bara tekið við keflinu af Suarez.. Hann hefur hæfileikana í það, en hefur ekki skapgerðina í það! Var týndur í dag, eins og í undanförnum leikjum, hann þarf leikmann eins og Sterling/Sturridge/Suarez/Martial fyrir framan sig til að virka, einhvern sem tekur þverhlaup fyrir hann að finna! (Set Martial þarna því hann einmitt tekur þessi hlaup svo vel)

    Origi – ungur og duglegur en hefur EKKERT sýnt mér til að réttlæta hype-ið í kringum hann.. Ekki snöggur, ekki teknískur, ekki sterkur.. Hvað er hann? Vil hann i burt, og sjá unga Liverpool drengi fá sénsinn frekar!

    Benteke – target man, og var verðskuldað maður leiksins hjá Lfc því hann einmitt sýndi sinn styrk, skoraði gott mark, og bjó til helling með styrk sínum!

    Firmino – sá lítið frá honum í dag, og hef ekki séð það sem var sagt að væri gott við þessi kaup, en gef honum samt sénsinn út tímabilið, þar sem ég viðurkenni að ég hef ekki horft nógu mikið á þá leiki sem hann spilaði.

    Ibe – bjóst svo við að þarna væri kominn leikmaður sem myndi springa út í vetur, en hann hefur farið öfugu megin framúr eftir pre season, því ég hef ekkert séð frá honum sem leyfir mér að vona.. Virkar hægur og áhugalaus!

    Ég er á því að okkur vantar einhvern sem er til í fight! Costa/Mascherano/Paulince/Coquelan týpu.. Gæi sem er bara dick, sem tæklar, ýtir og ögrar mönnum! Ég er sannfærður um það að lfc verði ekki topp klúbbur ef þeir fá ekki þannig mann! Þeir eru komnir með þannig manager, en hann getur ekki gert þetta inn á vellinum! Ég veit að stuðningsmenn annara liða td segjast hata Costa, en ég hef trú á stuðningsmenn Chelsea elski hann..

    Carragher kom inn á það í hálfleik að leikmenn Liverpool væru bara “to nice” og ég hef verið á þeirri skoðun síðan Carra og Suarez fóru, það vantar þetta killer mentality sem ég vona svo innilega að Klopp komi með inn!

  13. Vitna bara i Carra
    Carragher kann að koma orðum að hlutunum:

    “Klopp segist vilja spila fótbolta eins og þungarokk. Eins og Liverpool spilar þessa dagana er það meira í ætt við kirkjukór.”

  14. hvað er að ?? halda menn að þetta komi bara strax ! Klopp verður nú að fá tíma til að hreinsa til í þessum hóp. Hann er tilneyddur að nota þetta samansafn af meðaljónum og gera sitt besta. Coutinho t.d er ekki að gera sig og fl. Klopparinn heldur góða nýárs brunaútsölu og kemur inn með menn sem hann vill. Lallana og Clyne voru ekki með í dag, Can frekar ýktur, Milner ? en ég er að sjá stóran mun og maður hefur miklu meiri trú á þessu núna. Klopparinn hikar ekkert við að skera fituna af ef þarf.

  15. Origi er 3 númerum of lítið í framlínuna hjá okkur og hvað þá að byrja einn uppi ekki krækiber í helvíti að eitthvað komi frá honum.
    Það var vitað að þegar gæða leikmaður eins og Benteke kæmi í stað hans þá myndi það breyta miklu og það gerði en það var ekki nóg enda þurfum við að gefa ódýr mörk trekk í trekk.
    Samt sem áður þá var eg bara ekkert ósáttur við mína menn í dag þetta er ekki meðalmennska .
    Það átti samt að klára þetta eftir markið hjá Benteke.
    Þetta verður betra og er farið að hlakka til að fá Henderson til baka.

  16. Sæl og blessuð.

    Tölurnar tala sínu máli. Gríðarlegir yfirburðir í posession og skotafjöldinn – maður minn. Vantar slúttarann. Með Sturridge og Benedikt frá upphafi + auðvitað Henderson, svo ekki sé nú talað um að geta gripið til Ings – í staðinn fyrir að eyða heilum hálfleik í Origi – hefði þetta getað orðið bara mega.

    Klopparinn er á réttri leið. Slökum á. Hann tekur við slæmu búi og krambúleruðu liði.

  17. Ég ætla bara vera ròlegur… mér finnst heildarbragur yfirvarnarleiknum vera skárri þòtt au?vita? þurftu þeir a? gefa eitt stykki mark ì dag.

    klopp er rètt a? byrja a? vinna ì þessu li?i og þa? byrjar aftast hitt mun svo koma.
    hann mun vafaliti? reyna vi? menn í januar.

    lucas og Can virka bara ekki sem spennandi mi?ja hjà li?i sem ætlar a? spila þungarokk frammàvi?!

  18. Í 6 af síðustu 7 leikjum sem liverpool hefur gert 1-1 jafntefli í höfum við skorað fyrsta markið og svo virðist vera sem andstæðingurinn eigi ansi auðvelt með að jafna. Við erum að tala um siðustu 9 leiki.

  19. Liðið er enn ósigrað undir stjórn Klopps. Getum við ekki bara fagnað því eða eitthvað?

  20. Eru hveitibrauðsdagar Klöpp búnir rétt eftir að hann byrjar með liðið. Ekki misskilja mig. Ég hef mikla trú à honum sem þjàlfara en hann mun þurfa sinn tíma með liðið. Hann fær í arf frà Brendan lið sem er ekki nógu gott. Hann mun þurfa 2-4 glugga til að koma inn með sína menn og losa sig við mennina sem Brendan keypti.

    Ég hef aldrei haft neina trú à Origi og held að hann sè ekki í framtíðarplönum Klöpp. Vandamàlin í liðinu eru bara svo miklu meira en maður gæti haldið. Vörnin lekur inn mörkum , miðjan er hæg og sóknin bitlaus.

    Leikurinn gegn Chelsea um næstu helgi er algjör lykilleikur. Ef hann vinnst er ennþà smà möguleiki à 4 sætinu en ef hann tapast (eins og ég býst við) er tímabilið í deildinni fokið út um gluggann og það er ennþà oktòber.

  21. Vá hvað ég elska Klopp. Hvernig er annað hægt. Þjálfari sem fagnar eins og hann gerir þegar við skorum á bara einfaldlega allt gott skilið og rúmlega það.

    Hvernig hann stillir liðinu upp, fótboltinn sem hann vill spila, hvernig hann nálgast leikmenn sína, bæði í viðtölum og eftir leiki, áran sem er í kringum manninn og þetta ristastóra bros er einfaldlega eitthvað sem ég fíla algjörlega í tætlur.

    En … eins og hann segir sjálfur þá er augljóst að það vantar enn sjálfstraust í liðið, sérstaklega nokkra leikmenn. Það að þjálfarinn fagni af meiri innlifun en sumir þeirra þegar við skorum segir okkur að það er eitthvað að sálartetrinu hjá sumum þeirra. Það lagast samt vonandi fyrr en seinna vona ég innilega.

    Það er samt augljóst að það er margt gott í gangi og við erum smám saman að sjá áherslur Klopp á liðinu. Bara það að sjá hann taka utan um Lucas með bros á vör eftir leikinn og ganga á milli leikmannanna fannst mér meiriháttar.

    Já og svo það að sama sama lið fái tækifæri til að spila sig saman – loksins – ég segi nú ekki meir.

    Þetta á aðeins eftir að batna. Vitiði til.

    Það liggur í loftinu 🙂

    Áfram Liverpool!

  22. Hef litlar áhyggjur. Auðvitað svekkjandi að fá á sig klaufamark en það er bara í takt við síðasta ár. Vörnin mun batna, sömu menn hafa nú verið að spila þessa línu og róteringarnar hættar. Það styttist í að 1-1 verði að 1-0. Svo þegar pressuboltinn og sóknin fer að pússast , á fer þetta að verða 2-0, leikirnir dauðir, og svo framvegis.

    Hef reyndar smá áhyggjur af Coutinho. Virkar áhugalaus og með enga leikgleði. Getur verið þungt yfir manni þegar skotin detta ekki inn og menn fara reyna of mikið en hann er eitthvað ólíkur sjálfum sér, vonandi rífur hann sig í gang strákurinn.

    Gaman að sjá Klopp fagna frábæru marki frá Bentekkers, meira svona.

    Það verður gaman að sjá hvernig leikurinn breytist þegar Hendo kemur aftur. Okkar mikilvægasti leikmaður sem ég held að sé fullkominn í gameplanið hans Klopp.

  23. Sælir félagar

    Enn og aftur fór þetta ekki eins og til var stofnað. Þegar ég sá byrjunarliðið varð ég beinlínis hræddur um að leikurinn tapaðist. Þær breytingar sem “láku” út voru rugl því miður og því varð ég hræddur og áhyggjufullur. Það kom líka á daginn að í fyrri hálfleik fengum við ekki færi þó liðið væri allan daginn með boltann.

    Í seinni hálfleik komu breytingar sem segja okkur hvað getur orðið þegar og ef allir okkar skárstu menn verða leikfærir og tilbúnir í slaginn heilan leik. Það hefur orðið mikil breyting á liðinu undir stjórn Klopp á því er ekki vafi. Hann tekur við liði sem er rúið sjálfstrausti og er að miklum hluta lamað vegna meiðsla nokkurra okkar bestu manna.

    Framtíð liðsins er bjartari en nútíðin en samt þarf tvo til þrjá klassaleikmenn til að liðið nái árangri. Það verður ekki fyrr en í janúar svo við skulum vera þolinmóð og jákvæð hvað sem á dynur. Ég ætla ekki að tala um einstaka leikmenn en ég viðurkenni að í liðinu eru menn sem valda mér áhyggjum. Látum það nægja um leikmennina en ég trúi á þennan stjóra sem við höfum og vil gefa honum allan þann tíma sem hann þarf. Það er “max4” ár í meistaratitil.

    Það er nú þannig

    YNWA

  24. Sælir félagar

    Enn og aftur fór þetta ekki eins og til var stofnað. Þegar ég sá byrjunarliðið varð ég beinlínis hræddur um að leikurinn tapaðist. Þær breytingar sem „láku“ út voru rugl því miður og því varð ég hræddur og áhyggjufullur. Það kom líka á daginn að í fyrri hálfleik fengum við ekki færi þó liðið væri allan daginn með boltann.

    Í seinni hálfleik komu breytingar sem segja okkur hvað getur orðið þegar og ef allir okkar skárstu menn verða leikfærir og tilbúnir í slaginn heilan leik. Það hefur orðið mikil breyting á liðinu undir stjórn Klopp á því er ekki vafi. Hann tekur við liði sem er rúið sjálfstrausti og er að miklum hluta lamað vegna meiðsla nokkurra okkar bestu manna.

    Framtíð liðsins er bjartari en nútíðin en samt þarf tvo til þrjá klassaleikmenn til að liðið nái árangri. Það verður ekki fyrr en í janúar svo við skulum vera þolinmóð og jákvæð hvað sem á dynur. Ég ætla ekki að tala um einstaka leikmenn en ég viðurkenni að í liðinu eru menn sem valda mér áhyggjum. Látum það nægja um leikmennina en ég trúi á þennan stjóra sem við höfum og vil gefa honum allan þann tíma sem hann þarf. Það er „max4“ ár í meistaratitil.

    Það er nú þannig

    YNWA

  25. Það eru annars leikir eins og þessir sem fá mann til að velta fyrir sér hvort fótbolti sé e.t.v. miklu meira random en oftast er talað um. Fólk eyðir hellings tíma í að velta fyrir sér hvort eigi að spila 442 eða 4231 eða 4321 eða hvað. Og hvað er það svo sem skilar marki hjá okkar mönnum? Sending utan af kanti og Benteke hoppar hæst.

    Svipað má segja með Stoke leikinn í upphafi: 90 mínútur af strategísku spili, og á endanum er það skot utan af velli sem ræður úrslitum.

    En gvuð minn almáttugur hvað maður er orðinn þreyttur á að sjá liðið ná forystunni, og tapa henni svo nokkrum mínútum síðar.

    Sem betur fer er það næst leikur í deildinni á móti liði í botnbaráttunni. Það ætti nú að ganga betur.

  26. Daníel #27.

    Ég verð að viðurkenna að ég er nú ekkert sérstaklega viss um að þetta verði eitthvað auðvelt á miðvikudaginn. Við eigum Chelsea á útivelli um næstu helgi. Þessi leikur á móti Bournemouth er í þessari Mikka-mús bikarkeppni og hópurinn er ansi þunnskipaður og leikjaprógammið mjög þétt. Klopp er því einfaldlega þvingaður til að hvíla lykilmenn og helst hálft byrjunarliðið.

    Er frekar svartsýnn á að þetta verði einhver flugeldasýning nk. miðvikudag og mér kæmi ekkert á óvart að við myndum tapa þessum leik.

  27. Sorry, en ég sé ekki þessa bætingu á liðinu síðan brendan var með það.
    ok, undir það síðasta var þetta orðið frekar andlaust hjá brendan, en þegar brendan byrjaði þá voru menn að pressa útum allan völl.
    oft þegar það verða þjálfaraskipti hja liðum, þá kemur oft auka kraftur i liðið og það fer að vinna, allaveganna fyrst um sinn. en það virðist ekki vera tilfellið hja okkur, við erum í sama ruglinu og það er búið að vera allt þetta tímabil.
    svo get eg ekki annað en nefnt leikmanninn sem á að vera stjörnuleikmaðurinn okkar, við þurfum allaveganna ekki að hafa áhyggjur af þvi að missa coutinho, ég er ekki að sjá neitt af þessum stóru liðum vilja fá hann, á meðan hann er að spila svona

  28. Glasið hálf fullt hjá mér og stittist í sigurleiki. Sama hvað menn reyna að gjaldfella leikmenn hér inni eftir jafnteflis leikina þá hef ég fulla trú á okkar mönnum og neita að trúa því að það sé ekki raunin hjá meirihluta okkar stuðningsmanna líka. Finnst ákveðinn hópur full fljótur að dæma þegar illa gengur. Þegar illa gékk í fyrra vildu margir Origi úr láni strax en núna er keppst við að tala hann niður og engin þolinmæði á leikmanninn sem er nb. bara 20 ára gamall. Hvar er trúin og þolinmæðin? Henderson hefur ekki beint verið uppáhalds leikmaður margra í kommentum hér inná og meðal nokkurra minna kunningja meðan hann spilaði sitt fyrsta ár fyrir LFC… en núna keppast menn að mæra hann (og ég sammála því) þegar hann er víðs fjarri. Síðasta dæmið er Markovic og keppst við(aðallega enska pressan) að fá hann til baka meðan hann var “lélegur” þegar hann var á staðnum. Verum trú og trygg okkar leikmönnum og reynum að koma auga á ljósið við enda jafnteflis-gangnanna, það er léttara. Sigur á miðvikudag er mín von og trú og að leikmenn og við stuðningsmenn eflumst í trúnni fyrir næsta leik og næsta sigur. YNWA

  29. Sælt veri fólkið

    Sko…

    Það er að fara eins og mann grunaði, að verkefnið sem bíður Klopp er enn erfiðara en margir vonuðu. Hópurinn er ekkert alsæmur, alls enginn “miðlungshópur” en ekkert topp-stöff heldur. Þegar við bætist að sjálfstraustið er jafn laskað og raun ber vitni verður þetta einfaldlega rosalega erfitt.

    Mínar væntingar fyrir Tottenham leikinn voru fyrst og fremst að það myndu verða einhverjar framfarir í spilamennsku, á meðan það er raunin er ég allavega rólegur. Og framfaririnar eru áþreifanlegar.
    Klopp er greinilega búinn að eyða mestum tíma í varnarleikinn og það er einfaldlega allt annað að sjá hann, S’ton skapaði sárlítið í dag, markið þeirra kemur úr föstu leikatriði þar sem skallabolti tapast, dekkningin var í lagi og mignolet er í pepsi-deildarklassa þegar kemur að úthlaupum. Shit- happens. En það er klárlega búið að vinna vinnu sem hægt er að byggja á. Ekki spurning.

    Á miðjunni er rosalega mikið óunnið. Can, Lucas, Allen og Milner eru allt fínir spilarar, sem meira segja eru afbragðsspilarar inn á milli. Þeir eru samt ekki að fara að leiða neitt lið inn í CL. Það þarf varla að ræða það. Staðan kemur betur í ljós þegar Hendo verður 100% en færsla á boltanum frá 1. til 3. þriðjungs er allt allt of hæg, liðið nær aldrei að koma á varnir á fyrsta tempói. Þannig verður þetta hægt, fyrirsjáanlegt og viðráðanlegt.

    Í markaleysi er alltaf byrjað á að gagnrýna framherjana, skiljanlega stundum, en Lallana, Coutinho, Origi og rest eru að mínum dómi að ná að gera þetta merkilega vel miðað við efniviðinn sem þeir fá frá miðjunni. Þeir fá aldrei séns á að koma í bakið á mönnum heldur eru þeir alltaf að reyna búa eitthvað til gegn vörn sem nær að koma sér í stöðu og skipuleggja sig.

    Þetta mun halda áfram að vera erfitt á næstunni en það eru framfarir, greinilegar framfarir í gangi. Restinn kemur svo í rólegheitum.

  30. #23 Tímabilið búið ef Liverpool tapar fyrir Chelsea? Er þetta grín? Það verða 27 leikir eftir þá. Vissulega gætu þá verið 9 stig í 4.sætið en tímabilið langt frá að vera búið. Liverpool á öll liðin sem þeir eru að keppa við um þetta sæti heima eftir áramót. Klopp gerir væntanlega e-h á markaðnum í janúar. Vonandi að Sturridge geti hrist af sér meiðsli og þá er þetta strax orðið betra.

    Ég hafði á tilfinningunni í dag að ef Benteke hefði byrjað leikinn hefðum við unnið þennan leik. Við vorum 10 á meðan Origi var einn frammi, hlutverk sem hann ræður engan veginn við.

  31. 34# ég er drullu ánægður með þig þú ert einn af fáum sem líta út fyrir litla heilabúið sitt og ditra hér inn eintómum leiðindum og svartsýnis rugli. Spurning hvort að þið ættuð að eyða minni tíma í heilasteikinum ykkar (snjalllsímanum) áður en heilin ykkar soðnar,

    28 leikir eftir í deildinni og 6 stig í 4 sætið búnir að endurheimta Benteke,Firmino og sturridge verður vonandi klár í næsta leik svo styttist ábyggilega í hendo 🙂

  32. Voðalega er Carragher malglaður eitthvað…ætti einhver að segja honum að hann var lelegasti leikmaður liðsins i mörg ar en honum var gefið tækifæri að sanna sig i liðinu og varð að lokum legend.

  33. Heilir og sælir

    Ég myndi nú vilja byrja á að segja að þetta mark sem LFC skoraði var bara algjört augnayndi. Sendingin var vissulega upp á von og óvon en hún var virkilega góð, fastur kross inn í boxið en ekki einhver fáránleg sending í mittishæð sem fysti varnarmaður blokkerar. Skallinn frá Benteke var síðan bara gjörsamlega geggjaður.

    Sigur á sou hefði verið kærkominn og í raun virkilega flott úrslit enda þrusuöflugt lið þar á ferð.

    Því miður var það ekki svo og kannski það sem mér finnst mest svekkjandi við þetta mark sem lfc fékk á sig var ekki endilega varnarvinnan í loftinu heldur miklu frekar tilgangangslaust brotið hjá milner. Við erum yfir og lítið eftir og hann er að pressa nálægt miðlínunni og maðurinn er ekki að sækja fram = engin hætta. Í staðinn straujar hann manninn niður og gefur þeim fast leikatriði sem ekki bara er eitthvað sem þeir eru nokkuð lunknir í heldur einnig nokkuð sem við erum afar lélegir að verjast. Mér fannst þetta einfaldlega dómgreindaskortur hjá milner.

    Í hálfleik var ég hundfúll og fannst þetta bara átakanlega óspennandi sóknarlega. En þegar maður hugsaði síðan heilt yfir, þeir eru að spila á striker nr. 4 ásamt því að langbesti miðjumaðurinn þeirra er meiddur. Settu þetta á nokkurn veginn hvaða lið sem er í ensku deildinni og ég held að það kæmi verulegt hikst í þeirra leik. Dæmi: city missir aguero, bony, sterling, silva. Ars missir Giroud, walcott, sanchez og özil. Chel missir costa, falcao, remy og hazard….mætti svosem leika sér meira með þetta en punkturinn ætti að komast til skila.

    Það sem mér finnst svekkjandi þó er að fáir af þeim leikmönnum sem hefur verið fjárfest í hafa náð að impressa. Origi er leikmaður sem er hávaxinn sterkur og nokkuð snöggur ásamt því að búa yfir ágætis tækni. Hann virðist samt vera ljósárum frá því að vera tilbúinn. Can er með marga kosti en maður býður ennþá eftir að hann sýni hver sín besta staða er á vellinum, ég tek undir með Eyþóri að það er pínu “Allen” syndrome í þessu. Ég vona samt að hann verði bara eins og Carra, fikri sig áfram í átt að einni stöðu og masteri hana síðan. Lallana er að mér finnst að blómstra meira þessa dagana en sem fyrr þá vantar endaafurðina hjá honum. Coutinho er að mínu mati ennþá efnilegasti leikmaður klúbbsins en ég er bara ekki tilbúinn að útskrifa hann úr þeirri deild meðan hann er jafn óstabíll og hann er. Megnið af leikjum vetrarins þá finnst mér hann hafa verið lélegur. Reyndar þegar hann hefur sturridge fyrir framan sig þá er hann nánast óaðfinnlegur.

    Erfiðast er að sætta sig við það að við erum enn komnir með lið í “mótun”. Ég vil þó trúa því að kaupstefna fsg síðustu ár geri það að verkum að í dag séum við með grunninn til staðar og þurfum bara að kaupa lykilleikmenn. Ég trúi og vona að við horfum á menn eins og Sakho, Moreno, Clyne, Henderson, milner, Coutinho, lallana, firmino, Sturridge, Benteke standa sig með sóma fyrir klúbbinn og ég neita að afskrifa menn eins og Can, Markovic og Origi fyrr en þeir fá tækifæri til þess að spila í þessu lfc liði með aðeins meira sjálfstraust.

    kv
    al

  34. Coutinho hefur vissulega verið að upplifa erfiða daga. Þessir leikir með Origi hafa ekkert verið að gera fyrir hann og í Tottenham leiknum sást það greinilega á svipbrigðunum að þeir eru ekki að ná saman. Coutinho sér ekki fyrir hvað Origi muni gera og Origi er alls ekki að skilja Coutinho.
    Burtséð frá þjálfurum og nýju leikkerfi hefur hann orðið að taka að sér hlutverk sem er honum ekki eiginlegt. Hann getur vissulega skotið fyrir utan teig, en hans styrkleiki er hins vegar að búa til fyrir aðra. Sendingarnar frá honum eru misgóðar, en það „normal“ eins og Klopp mundi orða það. Snilldar sendingarnar missa hins vegar oft marks, vegna þess að það þarf oft annan Coutinho til að taka við þeim og síðan einhvern af Sturridge, caliberi til að gera eitthvað með þær.
    Er ekki málið bara það að Coutinho, Firmino, Sturridge og mögulega Moreno eru úr allt annarri fótboltamenningu en restin af liðinu. Þeim er ekki eðlilegt að krossa fyrir Benteke, þeir vilja snerta boltann, gefa og taka við óútreiknanlegum hælsendingum, taka þrjár til fjórar reitabolta sendinar á þröngu svæði og vera allt í einu fyrir opnu marki.
    Restin af liðinu er hins vegar miklu meira direct og stöðugt í leit að krossum og stungum. Í rauninni andstaðan við þetta.
    Manni stundum eins og það séu tvö lið á vellinum og það sem meira er, þau tali ekki sama tungumálið. Í það minnsta á seinasta þriðjungnum.

  35. Náði að horfa á leikinn allan í morgun, eins og vill verða þegar maður horfir ekki á í beinni þá horfir maður yfirvegaðar á leikinn en annars. Sem er bæði gott og vont.

    Flest komið fram í athugasemdunum sem þarf að koma fram held ég, það er að mínu mati átakenlega erfitt að sjá hversu dapurt liðið er að komast á bakvið varnir andstæðingsins eða þá spinna sig í gegnum þær. Það er ekki nýtt, hefur verið svoleiðis meira og minna frá hausti 2014 auðvitað og ekki náðst árangur við að stilla það til.

    Þar vantar tvennt upp á af ólíkum þáttum sem mér finnst lítið af. Leikmenn með mikinn hraða sem leysa utan og innan á bakverði. Sá eini sem er öskufljótur í sóknarlínunni okkar er Ibe og hann virðist hafa misst sjálfstraust, vonandi tímabundið. Hitt er það að menn geti leyst erfiða stöðu í gegnum varnir með stuttu einnar snertingar spili. Þar hafa Coutinho og Sturridge náð saman og engin tilviljun að eini leikur ársins sem við höfum skorað fleiri en 1 mark var þegar þeir voru saman í liðinu.

    Tölfræði um posession og skot að marki blekkir. Líka hlaupnir kílómetrar finnst mér. Í leik gærdagsins skoruðum við eitt mark úr eiginlega einu færi. Stekelenburg lenti ekki í miklum vanda, eina aukalega fannst mér vera þegar Moreno lúðrar á markið með Lallana í dauðafæri í markteignum. Annað var nú lítið sem olli hættu fannst mér.

    Erfiðast fannst mér að sjá höfuðin detta um leið og Soton jafnaði. Menn voru uppteknir af því að með brotthvarfi Stevie gætu aðrir staðið upp. Sem hefur ekki gerst. Það er HRYLLILEGT að hafa ekki Hendo í þessu liði, hann er ásamt Sakho þeir einu sem ég held að séu tilbúnir í það að taka áföllum og vinna hlutina áfram. Reyndar er að mínu mati sá maður sem mest hefur stigið upp síðan Klopp kom vera Lucas minn Leiva, hann berst og bölvar á meðan hann tikkar upp bolta sem hann á að gera. En upp á skaparana í þessu liði vantar. Mikið.

    Á miðvikudaginn er leikur gegn Bournemouth…og nú er að sjá hvort Klopp prófar að hleypa fleirum að. Moreno og Clyne hafa nú spilað nær alla leiki síðustu vikna og þyrftu að fá hvíld. En þá er það snilldin eina. Það eru ENGIR leikhæfir bakverðir í aðalliðinu aðrir en þeir tveir. Á sama hátt þarf að hvíla annað hvort Can eða Lucas (kannski bara báða) og þá er Rossiter meiddur svo að mögulega fær Allen að spila….sem djúpur miðjumaður.

    Benteke verður væntanlega færður upp í 60 mínútna leik og Ibe hlýtur að fá sénsinn. Hvað þá með Origi…sem virkar alls ekki tilbúinn í framherjastöðuna, kannski ætti að reyna að prófa hann í kantstöðu, hann virkar nokkuð fljótur.

    En ójafnvægið í þessum leikmannahóp er hrópandi hátt og til marks um mistök félagsins í innkaupum síðustu ár, hver sem því hefur stjórnað. Yfirfullt af framherjum og AM-C á meðan við erum mjög þunn í alvöru miðjumönnum, næfurþunn í bakvarðastöðunum og eigum bara einn kantmann.

    Fyrir Klopp að spila sinn fótbolta með slíkan hóp er bara hunderfitt, líkt og ég reiknaði með.

    Hann er líka að segja alla réttu hlutina, fótbolti er fyrir svo löngu síðan hætt að vera einhver ævintýraíþrótt. Ronald Koeman hefur t.d. sett menn í nefnd fyrir a.m.k. viku að finna allt í leikstíl Klopp sem mögulega væri hægt að læra og síðan skoðað þá leiki sem við eigum að baki með Jurgen. Í nútímafótbolta kemur einfaldlega ekkert á óvart. Þess vegna vinna litlu liðin t.d. eiginlega ekkert lengur. Þetta snýst í dag að mínu viti 90% um þann leikmannahóp sem þú hefur, stærsta hlutverk stjórans í dag er að finna menn sem hæfa þeim leikstíl sem hann vill spila og svo mótiverar hann liðin.

    Dortmund hefur t.d. í dag, um miðjan október skorað 29 mörk í 10 leikjum. 2,9 mörk í leik. Í fyrra skoraði liðið 47 mörk í 34 leikjum sem er 1,4 mörk í leik. Á að benda á það að Klopp hafi ekki kunnað að skora, en nýi maðurinn kunni það? (Sömu leikmenn í aðalhlutverkum sóknarlega og í fyrra, nema Januzaj bættist við). Ég held ekki. Ég held að lykilmennirnir í liði Dortmund séu einfaldlega í mun betra standi verandi lausir við HM ár og að þeir fengu heilt undirbúningstímabil auk þess sem að meiðsli hafa ekki komið upp hjá liðinu núna versus í fyrra.

    Það var engu álfadufti dreift á Signal Iduna Park í sumar og Klopp mun ekki geta nýtt sér það heldur.

    Hann þarf í vetur (allavega fram í janúar) að reyna að kreista það út úr þeim leikmannahóp sem hann hefur eins mörg stig og honum er mögulegt. Hann þarf að vinna með menn sem eru vanir að halda bolta í drep og senda stöðugar þversendingar (og leita alveg heim í vörn) við að þreyta andstæðinginn. Dortmund var afskaplega lítið upptekið af mörgum snertingum á boltann eða því að hafa posession. Fara hratt á andstæðinginn í eins fáum snertingum og hægt er. Það var hans mantra. Alltof fáir leikmenn okkar kunna þann leik í dag. Því miður.

    Það breytir því ekki að hann mun vinna í því að fá menn upp á tærnar til að berjast og varnarleikurinn í opnum leik er betri þó set-piece málin séu enn jafn erfið.

    Svo það er ekki ástæða til að örvænta neitt. En að gefa sér væntingar um toppbaráttu í vetur, það ætla ég alls ekki að gera. Til þess vantar mikið uppá sóknargæði í þennan leikmannahóp. Því miður.

  36. #29 Daníel, sorry 🙂

    Auðvitað varstu að tala um eitt af botnliðum deildarinnar, þ.e. Chelsea. Misskildi þig heldur betur 🙂

    Verðu samt fróðlegt að sjá hvernig hann stillur upp í þessum Mikka-mús bikar nk. miðvikudag.

    Annars tek ég undir allt sem #40 Maggi segir. Þetta verður langt og erfitt season og draumar um topp4 baráttu eru alls ekki raunhæfir. Nú reynir á heldur betur á þolinmæði stuðningsmanna og eigenda. Klopp þarf að fá góðan tíma til að gera þetta lið að sínu. Það mun taka sinn tíma, hvort sem okkur líkar betur eða verra.

  37. Af næstu 8 deildarleikjum eru 2 mjög erfiðir og 6 skyldusigrar ef við ætlum að vera í baráttunni um CL sæti.

    Að þessum átta leikjum loknum er deildin hálfnuð eða þann 26 desember.

    Í seinni lotunni eru ALLIR erfiðu leikirnir á Anfield!! Hverjar eru líkurnar á þannig drætti…

    Nánar tiltekið þá spilum við á anfiled á móti Arsenal, Manutd, Everton, Man City, Chelsea og Tottenham.

    Þetta eru fyrirfram þau lið sem berjast um topp 6-7 sæti deildarinnar. Hvernig má það vera að við spiluðum útileik við þau öll fyrri hluta mótsins og heimaleik seinni hluta? Ég er alveg stein hissa. Man ekki eftir svona uppröðun nokkurn tíman hjá neinu af topp liðunum.

    Vonandi tekst Klopp að ná einhverjum tökum á verkefninu og 12 maðurinn hjálpi okkur í seinnihlutanum.

  38. Mér fannst helsti munurinn á liðunum í gær vera sá, að þegar S’ton höfðu boltann voru þrír Liverpool menn að pressa, en þegar Liverpool hafði boltann voru amk. 6 leikmenn S’ton að pressa. S’ton sækja og verjast sem lið, en Liverpool er svo langt frá því núna.

    Það verða, því miður, miklar hreinsanir í hópnum næstu ár.

    Þumalinn fær þó Alberto M. Sá hefur aldeilis stigið upp og verið að bæta sinn leik.

  39. Þetta var leikur á milli tveggja jafn sterkra liða….. Punktur punktur punktur

  40. Sælir félagar

    Bið afsökunar á tvítekinni sömu möntrunni. Það var eitthvað vesen að fá þetta inn og því fór sem fór. Síðuhaldarar geta vonandi lagað það. Þetta er ekki slíkt tímamótaverk að það þurfi að vera í tveimur eintökum á síðunni. Annars vil ég taka undir það sem Maggi #43 segir hér fyrir ofan að öllu leyti. Annars bara góður.

    Það er nú þannig.

    YNWA

  41. Flott spilamennska hja okkar mönnum og allt mun þetta taka smá tima. Við erum bara orðinn (langt siðan) hópur af oþolinmóðum og desperat stuðningsmönnum liðs sem á hvílir mikil pressa fyrir árangur. Við munum sjá bætingu viku eftir viku, leik eftir leik og ár eftir ár með þennan stórkostlega þjálfara við völd. Festum sætisbelti og njótum þess!

  42. Var á leiknum og maður sér leikinn allt öðruvísi verandi á vellinum en að horfa á hann í sjónvarpinu. Það rann upp fyrir mér skýrt og greinilega að það eru einfaldlega ekki nægilega mikil gæði í þessu liði, sér í lagi fram á við en leikmenn mega eiga það að þeir eru duglegir og eru að reyna. Cutinho getur nákvæmlega ekki neitt þessa dagana, hverju sem um er að kenna, og Lucas er miklu, miklu betri þegar horft er á leikinn á vellinum en í sjónvarpinu. Efa það að það hafi sést í imbanum hversu virkilega góður hann var í þessum leik.
    Svo er það deginum ljósara að það vantar allt sjálfstraust í þetta lið.

Liðið gegn Southampton

Deildarbikarinn og Bournemouth