Tottenham – Liverpool 0-0

Líklega er Jurgen Klopp sæmilega sáttur við niðurstöðuna í sínum fyrsta leik sem stjóri Liverpool. Stig á erfiðum útivelli og Liverpool hélt markinu hreinu. Það vantaði rosalega mikilvæga leikmenn í hópinn í dag og því alltaf ljóst að þetta yrði erfitt, hægt að tala um að það vanti átta leikmenn sem vanalega eru í hóp. Ofan á það var skipt um leikkerfi og áherslur.

Fyrsta verk Klopp virðist hafa verið að leggja þriggja manna varnarlínu á hilluna og leggja upp með 4-2-3-1. Milner er ekki á neinum sérsamningi lengur sem miðjumaður og Can var kippt úr vörninni og setur á miðjuna við hlið Lucas.

Byrjunarliðið var svona.

Mignolet

Clyne – Skrtel – Sakho – Moreno

Lucas – Can
Milner – Lallana – Coutinho

Origi

Bekkur: Bogdan, Toure, Allen, Ibe, Sinclair, Teixeira, Randall

Liverpool byrjaði leikinn mun betur og pressaði mjög vel fyrstu tuttugu mínúturnar. Leikmenn Spurs fengu engan tíma á boltann og ef þetta er það sem unnið verður að næstu mánuði hlakkar mig mjög mikið til. Pressa Livepool átti að skila árangri á 10.mínútu er Origi fékk dauðafæri inni í markteig en skalli hans fór í slánna og niður fyrir framan hann án þess að hann næði að koma boltanum inn. Origi var líflegur í byrjun og naut þess vel er félagar hans höfðu orku í að sækja með honum.

Það var þó augljóst að þetta lið var að spila nýtt kerfi og með töluvert frábrugðnar áherslur, sendingar voru oft glæpsamlega slappar og varnartaktar á köflum skrautlegir. Harry Kane átti að nýta slíka takta betur er hann fékk boltann frá Lallana og fór léttilega fram hjá Skrtel og í gegn. Mignolegt bjargaði mjög vel í það skiptið.

Mignolet varði aftur frá Kane sem var kominn einn í gegn eftir mikinn vandræðagang á miðjuni sem kom í kjölfar þess að Lucas missti fótana (líklega brotið á honum þar). Sakho náði svo að henda sér fyrir skot Alli strax í kjölfarið.

Spurs endaði fyrri hálfleik mun betur og maður var feginn er flautað var til leikhlés. Það var töluvert meira jafnvægi með liðunum í seinni hálfleik sem var satt að segja hundleiðinlegur. Hjartað hökti aðeins á 83.mínútu er Kane átti gott skot sem Mignolet varði vel en fyrir utan það var ekki mjög margt sem stóð uppúr í seinni hálfleik. Klopp tók Lallana útaf er tíu mínútur voru eftir og setti Allen inná og stuttu seinna kom Ibe inn fyrir Coutinho.

Liverpool má ekki við mikið fleiri jafnteflum, það er ekki nóg að fá bara eitt stig og Liverpool er að gera of mikið af því. Sömu vandamál fylgja okkur auðvitað áfram enda Klopp búinn að vera stjóri í eina viku og hann hefur ekki haft allann hópinn á þeim tíma. Þetta var samt töluvert í áttina og það má svo sannarlega byggja ofan á þetta.

Frammistöður leikmanna: Maður leiksins að mínu mati var klárlega Simon Mignolet, hann varði mjög vel í 3-4 skipti og bjargaði því að þessi leikur tapaðist ekki. Ekkert mikið rúmlega við það sem maður krefst frá markmanni á þessu leveli en hann fær engu að síður nafnbótina frá mér í dag og góðar markvörslur hylma yfir úthlaupið hans sem var á Rickie Lambert hraða. Lallana var ekki fullkominn í dag en okkar líflegasti leikmaður og mjög duglegur. Haldist hann heill grunar mig að hann eigi eftir að spila stórt hlutverk næstu mánuði. Sakho bar svo augljóslega af í vörninni og var okkar besti maður þar. Þessir fannst mér vera bestu menn Liverpool í dag.

Emre Can fannst mér vinna sig inn í leikinn og vonandi fær hann núna fleiri tækifæri í þessari stöðu. Lucas var ágætur einnig og hélt aftur af Eriksen, myndi þó taka hann út fyrir Henderson væri það í boði. Klopp mun líklega prufa nokkrar útgáfur í þessum hlutverkum á næstu mánuðum með Henderson, Milner og Allen alla sem möguleika ásamt Rossiter.

Origi var mjög líflegur til að byrja með og góður þegar hann hafði menn í kringum sig. Eftir fyrstu 20 mínúturnar einangraðist hann nokkuð en hélt boltanum ágætlega það sem eftir lifði leiks. Þetta var risatækifæri fyrir hann og hann fær líklega að spila töluvert næstu vikur.

Moreno og Clyne voru ágætir en eiga líklega fyrir höndum langa videofundi eftir þennan leik.

Skrtel fannst mér eiga mjög erfitt og hann má prísa sig sælan að Harry Kane getur ekki skorað þessa dagana. Hummels og Subotic voru 19/20 ára þegar þeir komu inn í Dortmund liðið sem segir okkur kannski að meiðsli Gomez eru verri en maður kannski áttar sig á. Hann myndi líklega passa vel í stíl Klopp. Sé ekki að Skrtel verði enn eina ferðina lykilmaður hjá nýjum stjóra.

Milner er búinn með sinn sérsamning á miðjunni m.v. þennan leik og hann fannst mér eiga mjög erfitt í dag og nokkuð tæpur á rauða spjaldinu. Hann var góður fyrstu leikina sem hann spilaði með Henderson með sér en hefur lítið sem ekkert getað síðan.

Verstur í dag fannst mér þó vera Coutinho sem á að vera okkar besti maður. Hann þarf að fara rífa sig upp enda verið skugginn af sjálfum sér undanfarið.

Engin draumaúrslit en sæmileg byrjun miðað við aðstæður.

61 Comments

  1. Þetta var bara flott byrjum öguð frammistaða með smá heppni hefðum við geta unnið þetta. En allt allt annað að sjá baráttuna í liðinu og vörnin strax að líta betur út. Liverpool verið verulega óheppin með meiðsli í vikunni og mjög mikilvægt að tapa þessum leik ekki.

  2. Frábær úrslit á erfiðum útivelli, gefur Klopp og liðinu bara sjálfstraust upp á framhaldið! Vinnusemin til fyrirmyndar og flott að sjá 4.manna vörn, Can á miðjunni og Milner meira úti á hægri kanntinum.

  3. Gaman að sjá hvernig hann nálgast hvern einasta leikmann eftir leikinn, Ég á von á mikið betra andrúmslofti í hópnum og oftar en ekki batnar árangurinn ef mönnum líður betur!

  4. Migno var frábær í þessum leik og það var mun meiri barátta í gangi jú það vantaði gæði frammi en þetta var vitað fyrir leik.
    Haldið hreinu er klárlega ekkert slæmt fyrir útileik með hálft liðið í meiðslum.
    Sáttur við stigið.

  5. Margt mjög jákvætt.

    Sjáið bara líkamstjáninguna hjá Klopp eftir leikinn…tenginguna við hvern einasta mann, brosir, hrósar, finnur jákvæða punkta, klappar (Kloppar) á bak og byggir menn upp. Þeir eiga eftir að hlaupa í gegnum múrveggi fyrir hann – engin spurning!

    Moreno var alveg að gera allt sem hann var beðinn um í dag. Sakho frábær, átti tugi 20m sendinga fram á Lallana og Coutinho. Mignolet flottur. Innkoma Ibe fín. Lucas gerði sitt vel. Can átti líklega sinn besta leik sem miðjumaður fyrir liverpool. Lallana mjög duglegur. En fyrst og fremst, allir að leggja sig fram og greinilega að framfylgja fyrirmælum. Og Liverpool er orðið lið verkalýsðins…vinnusemi og djöfulgangur mun skila okkur árangri yfir væntingum. Ánægður með þetta.

  6. Eitt stig og hreint lak. Vel ásættanlegt, í ljósi þess að þetta er fyrsti leikur með nýjum stjóra, og í ljósi allra meiðslanna í liðinu. Það var líka góð barátta í liðinu. Vissulega skorti samt gæði fram á við. Þegar liðið endar með Lucas (sem hefur ekki skorað í 5 ár) og Allen (sem hefur skorað eitt deildarmark í 100 leikjum) inná, þá er kannski ekki von á að það verði skorað mikið.

    Annars var ég ánægður með að Klopp skyldi taka Coutinho út af, hann sýndi þar með að það eru engir heilagir. Mér fannst það svolítið vera orðið stemmingin hjá Rodgers undir lokin, það var ekki hægt að taka Coutinho út af því hann gæti mögulega galdrað fram eitthvað.

  7. Án strikera 1 -3
    Alveg ásættanlegt.

    Lofar góðu

    Nú er að ná mönnum úr hnjaski

  8. 0% sigurhlutfall og ekkert mark skorað í öllum leikjum undir stjórn Klopp,

  9. Einfaldlega flottur leikur í dag. Byrjuðum af krafti fyrstu 25 mín en svo var Tottenham hættulegra. Þetta var svo 50/50 í þeim síðari.

    Virkilega ánægður með liðið og gaman að sjá vinnsluna í þeim E.Can/Lallana/Millner á miðsvæðinu. Tottenham er sterkt lið og að halda hreinu gegn þeim á útivelli er bara fín byrjun hjá liði sem var að fá inn nýjan stjóra og breytta leikerfinu.

  10. Já það var svo líka virkilega gaman að sjá Can í dag að njóta sýn á miðjunni og var ekki langt frá því að setja hann þarna í lokin og Ibe virkaði líka sprækur í þann stutta tíma sem hann var inná.

  11. héldum hreinu. góð niðurstaða.

    sturridge veit ekki hvað er í gángi með þennann mann.. verður að geyma hann í bólstuðu herbergi svo hann meiði sig ekki.

  12. Mjög ásættanlegt jafntefli. Var mín spá! Nú er bara að hætta að horfa á töfluna og njóta hvers leikjar í botn… 🙂

    YNWA

  13. Allt öðruvísi spilamennska hjá liðinu og kraftur sem á eftir að skila sér. Hefði verið gaman að hafa Benteka og Sturregt inná.

  14. Migno staðfestir að hann eigi heima í A-flokki en ekki B-flokki….(hósti)..líkt og einn góður maður flokkaði hann um daginn…
    :O)

    Góð barátta hjá liðinu og verður vonandi bara betra þegar á líður og meiðslapésar fara að tínast í hópinn aftur…..

    YNWA

  15. Það var einmitt bent á það á Reddit núna nýlega að Mignolet er í augnablikinu markmaður nr. 1 í landsliði nr. 1 á heimslistanum.

    Jújú, Courtois er meiddur, en samt…

  16. Þið hljótið að vera að grínast ? Þetta var ömurleg framistaða og aldrei nein einasta hætta í sóknarleik liverpool.Klopp er ekki að fara gera mikid með þetta meðal lið sorry

  17. Fyndið að sjá samt hvað leikmenn Liverpool líta allir út fyrir að vera litlir strákar þegar þeir standa við hliðina á Klopp hann er frekar stór.

  18. Maður sem þarf að beita lélegasta liðið sögunnar á útivelli og fá 1 stig hlýtur að lofa góðu!!!!!!

    Áfram Liverpool!!!!!!!!!!!!!

  19. Hér er svo fyrsta viðtalið við Klopp eftir leik:

    https://www.youtube.com/watch?v=Dhx0eSp1ZSg

    Á köflum finnst manni eins og hann eigi pínkulítið erfitt með að koma orðum að því sem hann er að hugsa. Vona að það sé ekki þannig þegar hann er að tala við leikmenn.

    Spurning um að senda þá alla á þýskunámskeið?

  20. #21 Ellideli. Af hverju ertu að fylgjast með Liverpool leikjum ef það er ekki neitt sem getur glatt þig? Liverpool var að ráða inn toppþjálfara og þú getur ekki séð neitt jákvætt við þetta. Ég held að þú ættir bara að sleppa því að horfa á Liverpool spila ef þetta er svo hörmulegt og glatað. Greinilega ekki hlutur sem auðgar og kryddar upp á líf þitt.

  21. Mjög gott jafntefli i fyrsta leik. Mignolet og E.Can bestir fannst mer.

  22. Þetta var þungarokk enn hljómsveitin kunni ekki alveg lögin og textana. Kemur með betri samæfingu!

  23. vonandi að sturridge verði klar i næsta leik orugi er slakasti framherji sem eg hef séð í lfc treyju ja aspas var betri. en glatað jafntefli staðreynd. þurfum að fara að sækja 3 stig sama hvaða velli er spilað á annað er meðalmennska en flott barátta í liðinu

  24. Þetta eru fín úrslit miðað við meiðslahrinuna, landsleikjahléð og umskiptin sem hafa orðið á síðustu dögum. Hefðum með smá heppni getað tekið þrjú stig í dag en hefðum líka getað tapað þessum leik. Getum þakkað Mignolet fyrir stigið í dag.

    Það sem ég var ánægðastur með í dag var að maður sá baráttuvilja og menn höfðu gaman af því sem þeir voru að gera. Er heldur ekki frá því að það sé líka farið að glitta í að menn séu farnir að hafa trú á hlutunum. Greinilegt að Klopp er byrjaður á fullu í því að fá leikmenn á sitt band og að mynda góð tengsl við leikmenn.

    Ég er sáttur við eitt stig í dag. Sá margt jákvætt í leik liðsins og vitandi það að það er heilmikil innistæða til þess að bæta leik liðsins er ég bjartsýnn á framhaldið.

  25. Ánægður samt með að þessu Milnerrúnki sé hætt, að lofa honum föstu sæti á miðri miðjuni alltaf. En liðið fannst mér allt annað, barátta og virkilega vilji til að standa sig, fáum svo Sturridge inn fyrir næsta leik og vonandi fer Benteke að verða klár líka.

  26. Owen: “You look at this Liverpool team and you wonder where the goalscorers are.”

    Að hann skuli fá borgað fyrir að koma með línur eins og þessa er óskiljanlegt. Origi er 4. kostur sem striker og stóð sig í rauninni í takt við það.

  27. Úrslitin í samræmi við mínar væntingar, hvað þá eftir að hafa séð byrjunarliðið…vorum seint að fara að skora mörg mörk í dag og því skipti miklu máli að vera nokkuð solid.

    Það að halda hreinu með 4ra manna vörn er býsna gott skref í mínum huga þó auðvitað hafi Mignolet átt stóran þátt í því, hefur heldur betur stigið upp að undanförnu og gerði allt rétt í dag.

    Sakho og Clyne fannst mér koma vel út, Skrtel átti mjög erfitt í fyrri hálfleik og mér fannst línan aðeins neðar í seinni hálfleik sem hjálpaði honum. Moreno á erfitt með að vera bakvörður held ég, en þegar verður búið að slípa úr honum stuttu þversendingarnar á okkar vallarhelmingi batnar hann.

    Mér fannst Lucas Leiva yfirburðamaður úti á vellinum í dag, gaman væri að sjá tölfræði hans miðað við hina miðjumennina okkar, sérstaklega þar sem mér fannst Can vera fastur á milli svæða lungann af leiknum, á eftir í varnarleiknum og of djúpt í sókninni, en svo var hann nálægt hetjunni í lokin.

    Lallana fannst mér eiga kafla en ætla að vera ósammála Einari vini mínum með Coutinho. Mér fannst hann eiginlega eini leikmaðurinn okkar auk Lucasar sem fór strax í það að vinna boltann aftur þegar hann tapaðist allan leikinn. Hann náði vissulega ekki að teikna mikið upp sóknarlega en það er býsna erfitt þegar senterinn þinn á jafn erfitt með að halda bolta og að vinna í stuttu spili eins og Origi var í dag. Hann átti tvo góða spretti fannst mér í leiknum og sýndi þar sinn styrk sem er að hlaupa á menn og fara þannig framhjá þeim. Hins vegar er hann ekki tilbúinn í S-C hlutverkið sem þarf í þetta leikkerfi held ég, en það verða bæði Benteke og Sturridge þegar fram líða stundir.

    Heilt yfir fannst mér fyrri hálfleikurinn lofa góðu en þegar menn fóru að þreytast í seinni duttu menn svolítið niður í það sem við höfum verið að gera, rúlla boltanum hægt á milli sín inni á okkar vallarhelmingi og síðan reyna að troðast í gegnum miðjuna.

    En á móti gáfum við ekki mörg færi á okkur gegn góðu Spurs liði og á því getum við byggt. Við munum vonandi sjá lengri kafla af áræðnu og hugrökku liði í næsta leik, auðvitað er ekki neitt verið að finna upp hjólið með að heimta LFC framarlega á völlinn og pressa andstæðinginn en eins og við sáum í síðari hálfleik hefur varkárnin svolítið náð á okkur tökum.

    Því breytir Klopp, en hann gengur ekkert á vatni og breytir efnilegum eða góðum leikmönnum í afburða- og heimsklassaleikmenn á þremur dögum. Þetta mun taka tíma, en byrjunin var vel ásættanleg.

  28. Er það bara ég eða er ráðning okkar á klopp búið að kveikja í keppinautum okkar ?

  29. Sith
    Já því miður. United ógeðin eru að pakka Everton saman. Sýnir bara klúður okkar að vinna þá ekki fyrir 2 vikum
    Everton eru arfa arfa

  30. Flestir virðast sammála um að Mignolet, Sakho og Lucas hafa verið bestir í dag.
    Get ekki verið annað en sáttur við þessi úrslit. Vonandi að Origi haldi áfram að bæta sig núna þegar hann fær að spila

  31. Ég sá mjög margt jákvætt í okkar liði. Meiri hlaup ,baráttu,aðeins meiri gleði mætti vera meira samt en það kemur og ég held að sjáftaustið hafi aðeins lyfts upp. Og liðið á bara eftir að verða MIKLU betra. Tala ekki um þegar meiðslalistinn styttist og menn koma aftur til leiks.

  32. sammála því sem fram kemur í leikskýrslunni. Flott úrslit miðað við mannskapinn. Origi er ungur og á vonandi eftir að verða öflugur síðar, en ef allir framherjarnir okkar eru heilir þá er hann klárlega 4. kostur.

    Sakho og Mignolet klárlega menn leiksins. Skrtel ansi shaky á köflum en var betri í seinni hálfleik. Hann og Lovren mun slást um aðra hafsentastöðuna. Bakverðirnir komust ágætlega frá leiknum en klárlega ekki nægilega mikil ógnun frá þeim fram á við. Miðjumennirnir okkar áttu allir erfitt og ég hef talsverðar áhyggjur af formleysi Coutinho um þessar mundir. Heldur illa bolta og sendingar hans ekki til að hrópa húrra fyrir. Can sennilega bestur af miðjumönnum í dag.

    Fín byrjun hjá Klopp. Nú fáum við 3 heimaleiki í röð og krafan er klárlega 3 sigrar. Veit einhver um stöðuna á Sturridge?

  33. Maður er ekkert sáttur með úrslitin. Alltaf 2 töpuð stig, en miðað við ástand leikmannahópsins þá er ekki mikið hægt að kvarta yfir. Sammála að Migno var besti leikmaður LFC í dag. Ég held að það sé erfitt að kaupa inn markmann sem slær hann úr liðinu, þ.e.a.s. raunhæfan kost.

    Það er ekki séns að Coutinho sé á leiðinni til Barca eða Real á næstunni ef hann spilar svona. Hann var arfaslakur á móti Everton og sömuleiðis í dag. Það vantar allan stöðugleika hjá honum og góðir leikir hjá honum eru sjaldgæfir síðustu misserin. Í dag var þó einn leikmaður verri. Milner var hræðilegur, vægast sagt. Það gekk ekkert hjá honum og var mest hissa á að hann fékk að spila 90 min. Klopp hefur væntanlega ekki viljað hringla í fyrirliðastöðunni, skiljanlega, en ef leikmaður spilar svona illa þá á hann ekki að fá að hanga inná bara af því hann er fyrirliði. Ég myndi vilja sjá Klopp gera Sakho að varafyrirliða. Milner ætti ekki að vera í byrjunarliðinu ef allir væru heilir nema Hendo.

    Það var samt margt jákvætt. Flott að sjá Can og Lucas saman á miðjunni. Sakho er algjört naut og Lallana ætti að vera vel nothæfur hjá Klopp. En það er greinilegt að mikil vinna er framundan hjá Klopp og leikmönnum. Sóknarleikurinn var kominn í þrot hjá Rodgers og vonandi tekur það ekki Klopp langann tíma að gera liðið hættulegt sóknarlega. Origi stóð sig mun betur en maður bjóst við og líklegt er að hann byrji inná móti Rubin Kazan og nái að byggja á fínum leik í dag.

  34. Látum okkur sjá nýr stjóri kemur inn og hefur 3 daga til þess að koma sínu kerfi í gang. Liðið spilar miklar pressu og gerir einhver misstök í leiðini gegn liði sem endar líklega í 5-7 sæti í vetur og það á útivelli.

    Klopp bað okkur stuðningsmennina um að TRÚA á liðið og mér finnst ekki allir vera komnir í þann gír allavega í dag.
    Það tók Dortmund tíma í að verða sterkasta liðið í Þýskalandi tvö ár í röð og það mun taka tíma fyrir Klopp að koma sinni hugmyndafræði í gang hjá liverpool.

    anda inn og anda út þeir sem búast við algjöri flugeldasýningu strax frá byrjun ég get sagt ykkur að það er ekki að fara að gerast. Liverpool liðið munn vinna flotta sigra og tapa svo nokkrum leikjum á þessum upphafstímum Klopp.

    Ég TRÚI því að Klopp munn á endanum koma Liverpool aftur uppí toppbaráttuna en ég vill líka gefa honum smá svigrúm áður en við förum í # Kloppout og áttum okkur á því að við munum sjá miklar breyttingar á liðinu á næstu vikum og mánuðum í sambandi við spilamensku en ég efast um að liðið sé að fara að næla í meistaradeildarsæti í ár á meðan þessar breyttingar gangi í gegn.

  35. þetta hefur ekkert með það að gera að búast við einhverji flugeldasýningu maður má nú vera ósáttur við 2 töpuð stig í dag sama þótt við hefðum notað allt varaliðið þá geri ég kröfu um 3 stig í hverjum einasta leik hvort sem það sé hjá liverpool gegn tottenham eða watford. Liðið er búið að skora 8 mörk í 9 leikjum og er í mínus í markatölu engin ógn framávið og hörmulegur leikskilningur í öllum aðgerðum liðsins. Jú það er nýr og öflugur stjóri í brúnni og ég er svoldið að rýna inní leiki rodgers en mér er allveg sama erum með fjórðu verstu markaskorun í deildinni. Tökum sem dæmi leicester 19 mörk , west ham 20 mörk. núna er bara að bíða spenntur eftir næsta leik í deildinni og sjá hvort það sé einhver karakter í þessum leikmönnum til að snúa taflinu við

  36. Engin breyting!! jú kannski barátta sem er eðililegt þegar nýr þjálfari mætir i 1 leik.
    Sömu lélegu gæðin og við vorum heppnir að ná i stig.

    Er sennilega einn af fáum hér sem hoppa ekki hæð mina með Klopp,sé bara svart þegar eg hugsa um endir hans hjá Dortmund.Maðurinn gafst bara upp og skeit i buxurnar þar,enginn metnaður að byggja meira þar.

    Ætla vona að hann snúi þessu lið við a rétta braut en munum að Benitez hafði ekki verri árangur og ekki endaði það vel

    Smá svartsýnn en vona það besta með Liverpool og klopp.

  37. Tetta er alveg ga ga lid. Leicester shitty skorar meira en lfc. Ranieri virkar sem snilli midad brodgers. Klopp bidur storverk

  38. haha meira að segja Jamie vardy er búinn að setja 9 stykki ! ég vildi óska þess að mér liði eins og við værum með hreint borð og tímabilið hafi byrjað í dag en svo er ekki þessi martraðar spilamennska í fyrstu 8 leikjonum sitja enþá í mér og það er stutt í pirringinn vegna þess.

  39. Halló!
    Hvað sagði Klopp?

    Við þurfum að hætta að efast og byrja að trúa.

    Ég ætla að trúa a bjarta framtíð Liverpool undir stjórn Klopp.

    Hann þarf smá tíma. Common hann er búinn að vera með liðið( hálft liðið) a æfingum í þrjá daga og strax sá maður i leiknum í dag glefsur af því sem koma skal.

  40. Já einmitt hættum að efast og höfum trú og gefum The Normal One tíma. Sendum Klopp og okkar mönnum okkar góða strauma. Hættum allri neikvæðni. Klopp er besti stjórinn í heimi og á eftir að landa fullt af titlum með Liverpool.

    YNWA

  41. ég efast ekkert um hann, hef mikla trú á honum og gæti ekki verið ánægðari með ráðningu hans. þetta eru leiðindar staðreyndir sem eg er að benda à ekki neikvæðni. hvernig breytast hlutirnir án þess að rýna inní svona tölfræði og finna lausnir á vandamálinu

  42. djöfulsins væl er í gangi hérna. það tók mig ekki nema nokkrar sek að sjá mun á liðinu. tvöföld pressa frá fyrstu mín. það sást greinilega hvað klopp var búinn að vinna í þessa fyrstu daga. hann vill að menn pressi út um allan völl og það er það sem okkar menn reyndu að gera. það sem klikkaði hinsvegar var að þegar við náðum boltanum þá voru við of fljótir að gefa hann frá okkur.

    ákefðin sem Suarez gaf okkur á sínum tíma var að koma aftur í dag. menn hlupu út um allan völl og ef liðið heldur áfram að spila svona þá er ekki spurning um að við förum að skora fleiri mörk og kaffæra andstæðingum okkar í fyrri hálfleik eins og við vorum að gera 13/14

  43. Sammála Magga að Coutinho pressaði mjög vel í leiknum. Hann á eftir að búa til fleiri færi þegar Benteke eða Sturridge verða þarna fyrir framan hann. Er alveg útilokað samt að Klopp noti Sturridge í þessari stöðu sem Milner spilaði í dag? Hann notaði Aubameyang einmitt svona úti hægra meginn fyrst þegar hann kom til Dortmund. Bara pæling 🙂

  44. Auðvita er það ömurlegt að Brendan nàði ekki að byggja upp lið à þessum àrum sem hann fékk , það var alltaf mìn von og trù að hann væri hjà okkur ì langan tìma en svo varð ekki þvì miður.
    Nù er komið að Klopp og mun ég styðja hann ì þvì að byggja upp mitt àstkæra lið , hann hefur verið með liðið ì 3 daga nàn mikilvægra leikmanna og marga sem komu þreyttir eftir erfið ferðalög og landsleiki .
    Þar sem ég hef unnið mikið með fòlk horfi ég mikið à samskipti þjàlfara og leikmanna , ég tòk eftir þvì hvernig Klopp tòk utan um leikmenn og talaði við þà alla , mér fannst ég sjà gleði og trù hjà leikmönnum og er vissum að leikmenn munu leggja annsi mikið à sig fyrir Klopp .
    Þetta mun taka tìma og Klopp þarf að fà að meta hòpinn , við munum sjà menn fara og menn koma en ég held að menn sem ekki hafa fengið tækifæri eigi eftir að koma manni à òvart td Texiera .
    Það hefur tekið à að vera Poolari en ég mun alltaf styðja mitt lið og hef fulla trù à Klopp.

  45. Jæja horfði á leikinn eftirá og fannst jafntefli sanngjörn úrslit. Ég sá greinilega batamerki varnarleik Liverpool og fannst öll varnalínan spilla vel. Báðir bakverðirnir komu vel út og miðverðirnir skiluðu góðri varnarvinnu. Skrtel lendi stundum i basli en oft var það útaf mistökum annara s.s. eitt atvík þegar það var misskilningur milli Clyne og Skrtel sem leiddi til þess að Tottenham maður náði boltanum og ég veit ekki hvort þetta skrifast á Clyne eða Skrtel. Enn að halda hreinu þá fær vörninn og markvörðurinn stórt prik frá mér.
    Mignolet var maður leiksins og bjargaði stigi fyrir Liverpool. Samt breytir það ekki að hann er ekki nógu góður i því að koma boltanum i leik og vera svona ,,commanding,, i vörninni og þetta hefur verið hans veikleiki síðan hann kom til Liverpool.
    Lucas átti frábæran leik og Can skilaði sinu sem varnarmiðjumenn. Báðir eiga hrós skilið. Milner er best geymdur sem varnartengiliður því það kemur litið úr honum sóknarlega. Hann er vinnusamur og skilar sinu á vellinum svo hann er mikilvæur leikmaður fyrir Liverpool.
    Ég hreifst að vinnusemi Lallana sem ég fannst skömmunni skárri en Couthino. Ég býðst við miklu meira af Couthino og hann hefur verið slakur i undanförum leikum.
    Origi er fjórði kostur sem framherji og ungur i árum og auk þess fékk hann litla þjónustu þegar leið á leikunum. Munaði þó litlu að hann skoraði sitt fyrsta mark.
    Svona overall þá var þetta fínn byrjun fyrir Klopp og það sést strax batamerki i leik liðsins. Við héldu hreinu og slógu met i ,,hreyfileika,, i þessari leiktið.

  46. Sæl og blessuð!

    Hvernig finn ég motd … fæ endalaust bögg í tölvunni út frá þessari síðu… hmmm

    kvls

  47. Er ennþá að fá fiðring í magann þegar ég sé og veit að Jurgen Klopp mun sjá um strákana okkar OG menn munu fá að vinna fyrir laununum sínum undir hans stjórn.

    http://www.thisisanfield.com/2015/10/no-wags-and-more-training-klopp-makes-melwood-the-headquarters-of-football/

    Varðandi þessa kílómetraumræðu:
    @OptaJoe Liverpool made 50 more sprints than Spurs (614 v 564) & were the 1st team to run further in a PL game than Spurs this season. Gegenpress.

  48. Sælir félagar

    Ég hefði allan daginn þegið jafntefli fyrirfram í þessum leik sem þýðir að ég er sáttur við niðurstöðuna. Leikur liðsins fyrstu 20 mín. er vonandi það sem koma skal og var margt gífurlega jákvætt þar á ferð.

    Sakho og Minjó mínir menn leiksins en Lucas átti flott móment líka. Skil ekki Magga, minn góða vin, með Kát litla. Hann var á löngum köflum algerlega tíndur í leiknum og gerði ekki annað en tapa boltanum. Gerði þó einu sinni verl í að elta bolta sem hann tapaði og vinna hann aftur en sem sagt – að mínu viti lélegur og kom ekkert út úr honum.

    Ég hefi trú á að Klopp muni koma Origi í gang en strákurinn þarf að laga boltatækni sína og leikskilning. Þá mun hraði hans og líkamstyrkur eiga eftir að verða varnarmönnum erfiður í framtíðinni. En sem sagt ég er sáttur og nú liggur leiðin upp, upp og ekkert nema upp á við

    Það er nú þannig.

    YNWA

  49. hvað segiði er einhver með það a hreinu hvað er langt i meipslapésana okkar.

    Sturridge , Benteke, Firmino , Lovren og Henderson ?

  50. held að menn ættu aðeins að slaka á, þetta er nákvæmlega það sama og þegar brendan tók við, þá voru menn að pressa útum allan völl og unnu frábærlega fyrir hann…svo byrjunin hja klopp er i raun ekkert öðruvísi heldur en byrjunin hjá Brendan

Liðið gegn Tottenham

Kop.is Hópferð