Viðræður við Klopp ganga vel

Liverpool Echo segir í kvöld að viðræður milli fulltrúa Jürgen Klopp og Liverpool gangi vel og að félagið vonist til að klára samninga á næstu 1-2 sólarhringum. The Guardian gengur lengra og segir að Klopp sé væntanlegur til Bítlaborgarinnar á fimmtudag og verði líklega kynntur formlega sem næsti stjóri félagsins á föstudag. Það ætti að gefa honum helgina til að koma sér fyrir svo hann geti hafið undirbúning fyrir næsta leik strax eftir helgi.

Fréttir ýmissa miðla segja einnig að hann fái að koma inn með sitt eigið þjálfaralið, þó einhverjir segi að hann sé að ræða við Dietmar Hamann sem gæti fengið hlutverk. Þá á hann að hafa samþykkt að vinna undir núverandi „nefnd“, enda vanur að vinna með Director of Football í Þýskalandi.

Við sjáum hvað setur og höldum niðri í okkur andanum saman á meðan þessi mál klárast. Þetta virðist allavega vera á beinu brautinni og ef ég ætti að giska myndi ég segja að þessi samningamál hafi verið nokkuð langt komin, ef ekki alveg kláruð, áður en Rodgers var formlega sagt upp. Þessi formsatriða-leikur sem er í gangi þessa vikuna sé meira bara til sýnis svo menn viðurkenni ekki að hafa farið á bak við Rodgers.

Allavega er þessi atburðarrás að gerast algjörlega eftir því sem ég heyrði í Liverpool-borg fyrir tæpum tveimur vikum síðan („Rodgers fer í landsleikjahléinu, Klopp í staðinn, bara Gary Mac verður eftir“ er útgáfan sem ég heyrði).

Við fáum botn í þetta á næstu 1-2 dögum og á föstudag getum við búist við að sjá Klopp on the Kop. Það verður sjón að sjá.

66 Comments

  1. Klopp skilar okkur upp á topp. Þurfum smá hopp sem verður ekki flopp. Nei nú hætti ég…

  2. Ég er ekki viss um að ég lifi þetta af ég er svo spenntur! ÉG GET EKKI BEÐIÐ !!!!

  3. Sæl og blessuð.

    Held að þetta gæti orðið upphaf að fallegri vináttu.

  4. Ég var að hlusta á viðtal Neil Atkinson við Raphael Honigstein á TAW. Mæli með því. Ekki minnkaði það eftirvæntinguna gagnvart Klopp. Plís FSG klárið þetta dæmi. Ef Monk eða einhver álíka “efnilegur” verður ráðinn þá nenni ég þessu varla.

  5. Þetta er 110 prósent.
    Liverpool og Klopp er hjónaband made in heaven.

    Líklegra að Leonice fái að syngja í Eurovision en að þetta klikki

  6. Hvernig er það strákar, hafiði engar áhyggjur af hugsanlegri aukinni samkeppni ef einhverjir tækju sig saman og stofnuðu klopp.is?

  7. komment nr 6 hjá Odda er eitt það fyndnasta sem ég hef lesið hérna

  8. Ég er United-maður til 25 ára en ég sver að mig langar liggur við að skipta um lið með Gaalinn mann við stjórnvölinn og þetta að gerast hjá Liverpool. Klopp er magnaður á svo marga vegu að það er ekki annað hægt en að elska hann.

  9. Ég trúi ekki öðru, svona miðað við hvernig látið er með hann, að Pep Lijnders verði áfram líka.

  10. Dreymdi Klopp, hugsa um Klopp og vil fá Klopp.

    Þetta er að gerast… Get ekki beðið!

  11. Já, spennandi tímar framundan og við erum að fá okkar mann, Klopp. Svakalegt vipe í kringum hann.

    Það verður mjög fróðlegt að sjá hvað Klopp nær að kreista út úr þessum leikmannahópi fram að jólum, en það er morgunljóst að eigendur muni taka upp veskið fyrir næsta glugga, auk þess sem einhver hreinsun verður á núverandi leikmannakaup.

    Var að hlusta á mjög athyglisvert podcast, þ.e. viðtal við Mark Wright og John Barnes. Þið getið sótt þetta á Liverpool Echo síðunni. Barnes er rosalega brutal í umfjöllun sinni um liðið og segir að á meðan við “tímum” ekki eða getum ekki að borga súperstjörnum, líkt og Fabregas og Costa 200 – 300.000 pund á viku þá séum við engan veginn samkeppnishæfir við United, Chelsea og City. Stærstu stjörnurnar fari þangað sem peningarnar eru og það skipti í því sambandi engu máli hversu háar upphæðir við bjóðum í leikmennina. Launin eru það sem skiptir öllu máli, ekki kaupverðið á viðkomandi leikmönnum.

    Klopp geti þannig í mesta lagi komið okkur í meistaradeildina en útilokað miðað við núverandi fjárhagsstöðu klúbbsins að láta okkur dreyma um titilinn í ófyrirsjáanlegri framtíð.

    Talandi um að Reality bites!

  12. Því meira sem maður skoðar myndbönd af Klopp þá bara… heldur maður varla vatni yfir honum.

    Fékk smá Man crush áðan… hlæjandi á blaðamannafundi… þvílíkur karakter held ég að maðurinn sé… Ekki hægt annað en að vera hrifinn af honum. Vonandi að honum gangi vel. Held að hver og einn einasti stuðningsmaður muni elska hann 🙂

  13. Sælir félagar

    Maður má vart vatni halda – þvílík er spennan.

    Það er nú þannig

    YNWA

  14. #11 Schnilld :

    On whether he bans sex before games: “My boys sleep in double rooms the night before the match. I hope that nothing happens…”

    On having a hair transplant: “Yes, it’s true. I underwent a hair transplant. And I think the results are really cool, don’t you?”

    On his wife: “She wrote a book for children. It’s like Harry Potter – but it’s about football. There’s no Harry Potter flying on his f*cking stick – just football.”

  15. Smjörþefnum leiðist að vera súri pungurinn sem kúkar í deigið en hann finnur sig samt knúinn til þess að benda á eitt!:

    OK!

    Möguleg atburðarás (ekki nauðsynleg, en engu að síður mjög möguleg).

    Klopp kemur… frábær þjálfari, enginn efast.

    Blæs lífi í æðar allra starfsmanna klúbbsins og spennan mikil, sem og væntingar.

    Klopp mætir á staðinn!

    Klopp uppgötvar að hann er með sama hóp leikmanna og BR var með þegar hann var rekinn!

    ….

    ….

    Hörmungarnar halda áfram…

  16. Það verður alger snilld að fá Klopp, hann er líka vanur að hlusta á YNWA lagið okkar hjá Dortmund áhangendum. 6 stig á toppinn er ekki mikið miðað við að sé Október. Við getum gert allt, við erum Liverpool, við munum öll eftir 25. maí 2005 🙂 kv Bjartsýni Bjarninn
    Klopp, ekki flopp, uppá topp, verður gott 🙂

  17. Í Þýskalandi hefur verið gengið út frá því síðan á laugardaginn að Klopp taki við Liverpool. Eins og KAR bendir á er næstum öruggt að FSG hafi verið búnir að tryggja sér þjónustu kappans áður en Rodgers var rekinn.

    Annað er í rauninni útilokað þegar betur er að gáð.

    Ég hef margoft fullyrt á þessari síðu að Klopp yrði magnaður happafengur fyrir Liverpool. Ég held að enginn núlifandi þjálfari henti Liverpool betur en Jurgen Klopp. Hann líkist Bill Shankly ótrúlega mikið. Er hlýr og harður í senn. Hefur óbilandi sjálfstraust og trú á sjálfum sér og liðinu sínu. Ólíkt Brendan Rodgers veit Klopp nákvæmlega hvað hann vill og nákvæmlega hvað hann vill ekki. Froðusnakkið sem vall út úr Rodgers verður sem betur fer liðin tíð en í þess stað orðheppni og ómengaður sannleikurinn ýmist klæddur í búning fyndni, kaldhæðni eða raunsæi og stundum allt þetta í senn. En enginn mun heyra Jurgen Klopp hrósa leikmönnum sínum fyrir að bregðast sjálfum sér og aðdáendum Liverpool.

    Ég þekki vel til í Þýskalandi og er aðdáandi lands og þjóðar eftir löng kynni. Þjóðverjar eru vissulega ekki gallalausir en eru samt í grunninn gott og grandvart fólk auk þess að vera brilljant á flestum sviðum. Ef þú eignast Þjóðverja sem vin er líklegt að sú vinátta vari alla ævi og engum getur þú treyst betur. Þjóðverji er samt ekki alveg það sama og Þjóðverji. T.d. eru norður-Þjóðverjar dálítið stífir en þeir slaka betur á eftir því sem sunnar dregur.

    Vitanlega ekki gott að alhæfa en mér finnst Svabar bestu Þjóðverjarnir. Klopp er einmitt Svabi og í Þýskalandi njóta þeir almennt mikillar virðingar fyrir gáfur og snilli á sviði stjórnlistar. Ef við heimfærum snilli Svabanna upp á þjálfun fótboltafélaga þá má nefna að Höness bræður eru Svabar, Klinsmann, Magath og Tomas Tuchel hjá Dortmund eru Svabar sem og Markus Gisdol hjá Hoffenheim svo einhver dæmi séu nefnd.

    Eitt það besta við ráðningu Klopps er að mínum dómi að þýskum leikmönnum mun örugglega fjölga í rauðu treyjunni. Keppnisharka Þjóðverja er heimsfræg og eitt af því sem klárlega vantar í núverandi lið er meira stál.

    Vitanlega er uppruni Klopps aukaatriði per se en hæfileikar hans til að stjórna fótboltaliði eru stórkostlegir. Sú staðreynd að hann er að taka við okkar elskaða Liverpool er gífurlegt fagnaðarefni að mínum dómi. Rodgers hafði vissulega áhugann og metnaðinn en vantaði hreinlega herslumuninn til að ráða við verkefnið. Nóg um Rodgers – hann er liðin tíð sem betur fer bæði fyrir hann og Liverpool. Samt ber að þakka honum að hafa komið með marga spennandi leikmenn til liðsins sem bíða þess eins að hæfileikar þeirra verði leystir úr læðingi.

    FSG er ekki að taka neina áhættu með ráðningu Klopps. Kappinn veit nákvæmlega hvernig á að gera þetta og CV’ið sýnir það svart á hvítu. Hann vann sex stóra titla með Dortmund á sínum frábæra ferli auk þess sem að liðið spilaði úrslitaleik í CL. Þess utan vann hann kraftaverk með markaðsmálin og Klopp/Dortmund vörumerkið varð eitt það stærsta í bransanum. Höfum í huga að Dortmund var miðlungslið þegar að Klopp tekur við af Thomas Doll en stórlið í Evrópu þegar að Thomas Tuchel tekur við félaginu 6 árum síðar.

    FSG er svo sannarlega að vinna vinnuna sína.

  18. Bara það að hann neitaði að tala við The S#n er frábær ástæða til að ráða Klopp. Síðan gefur hann manni líka fjölda fjölda aðrar ástæður einnig.

    1 fucking deildarmeistaratitill á 9 árum er eitthvað sem þarf að breyta og ég veit að þessi maður getur gert nákvæmlega það.

  19. smá off topic hver er meiðslastaðan á liðinu hver er áætlaður tími hjá Henderson,Firmino,Flanagan og Benteke ?

  20. Ótrúlega flottur náungi hann klopp. Alveg massíft man-crush hérna í gangi.

    Spái því að þetta er maðurinn sem kemur með bikarinn heim í fyrsta skipti í 20 ár. Kannski ekki í ár, en á næstu árum. Klopp og Liverpool er match made in heaven.

  21. Takk Guderian fyrir gott innlegg.

    Hrikalega spenntur og þetta hér hljómar “Shankly” vel í eyrum….

    “Jurgen Klopp, on the difference between him and Arsene Wenger… “He likes having the ball, playing football, passes. It’s like an orchestra. But it’s a silent song. I like heavy metal.”

  22. það er merkilegt að sjá Dortmund syngja Never Walk Alone….hvernig kom það til?

    Spurði Google en fann lítið um þetta……

    Er einhver sem þekkir þessa sögu…….kemur þetta í tíð Klopp hjá Dortmund..?

  23. Sæl og blessuð.

    Guderian, sá taktíski snillingur, veit hvað hann syngur og nú verður vonandi einhver leiftursókn viðhöfð hjá okkar ástkæra, ylhýra liði. Held það væri nú gaman að geta upplifað gamla og góða tíð að nýju.

    Bring back the Glory, bitte!

  24. Standard Chatter #35,

    sagan segir að stuðningsmenn Dortmund hafi, fyrir mörgum áratugum, heyrt stuðningsmenn Liverpool syngja lagið og heillast. Sterkar heimildir fyrir því eru þó af skornum skammti.

  25. Hvernig er það með Klopp hvernig leikkerfi hefur hann verið að sín lið spila, er þá aðallega að pæla hvort hann hafi verið að nota alvöru kantmenn, það eru nu ekki margir svoleiðis leikmenn innan herbúða Liverpool ekki nema þá Ibe.

  26. #40,

    Skipulaginu á Dortmund liðinu hans verður best lýst sem fremur þröngu 4231; vængmennirnir eru ekki mikið að keyra á víddinni og skiptir meira máli að þeir séu vinnusamir og leiknir en að þeir séu að keyra upp kantana og lúðra boltanum inn í teig. Áherslan er á að liðið pressi sem heild eftir að tapa boltanum. Hér er smá greining: http://spielverlagerung.com/2014/10/07/counter-or-gegenpressing/

  27. það er allavega gaman að sjá þjálfara sem gerir sér grein fyrir því að það þarf að geta spilað vörn eins og sókn…..

    “að spila góða sókn vinnur leik…… að spila góða vörn vinnur titla,,

    þetta sagði hinn nýji þjálfari liverpool jurgen klopp 🙂

  28. Babú djofull var þetta geggjaður pistill um lagið okkar, var buin að gleyma þessum pistli og bara geggjað að lesa þetta aftur og gæsahúðin með öllum þessum you tube myndböndum 🙂

    væri samt gaman að vita hvenær stuðningsmenn Dortmund hófu að syngja þetta ?

  29. Væri ekki betra fyrir klúbb eins og Liverpool að fá Moyes? Held að Klopp sé einfaldlega nokkrum númerum of stór fyrir Liverpool.

  30. Þar sem maður vorkennir Rodgers alveg smá og held að hann se ennþá toppþjálfari þá innilega vona eg að enska knattspyrnusambandið geri hann að næsta þjálfara Englendinga. Eg hef alltaf haldið með enska landsliðinu og myndi glaður vilja fá Rodgers sem næsta þjálfara þar..

  31. spurning um að Guderian sendi fyrirspurn til Dortmund um YNWA hvenær þeir byrjuðu að syngja lagið okkar allra 🙂

  32. Rodgers fær 1.3 milljarð í starfslokasamning! Ég vorkenni honum ekki neitt. Við eigum góðar minningar með honum en hann var kominn á endastöð.

  33. Viðar #46

    Þá er spurning með Sterling hvort hann fari í fýlu og reyni að fá að spila fyrir Jamaica í staðinn 🙂

  34. Það er að bera í bakkafullan lækinn að lýsa yfir ánægju sinni með þessa ráðningu, fari fram sem horfir. Frábært að fá innsýn frá Þýskalandi í þetta (Guderian) og án vafa er þetta besti kosturinn fyrir félagið.

    Hins vegar er eins og Smjörþefur og LFC Forever benda á, sami leikmannahópurinn og Rodgers var með. Þetta er þokkalegur 4-5 sætis leikmannahópur. Því það er jú leikmannahópurinn sem skiptir 80% máli. Ef þú ert ekki með leikmennina þá gerirðu ekki neitt. Þess vegna mun að óbreyttu dvöl Klopp líka einkennast af vonbrigðum og ljúka eftir 4-5 ár. Kannski bikar hér og þar sem verður frábært, en ekki það sem við viljum á endanum. Sorrí með að vera partýpúperinn en meðan eigendurnir vilja hvorki kaupa dýra leikmenn né borga há laun þá verður þetta viðvarandi staðreynd.

  35. Klopp kynntur a morgun og allt mjog spennandi.

    nu þurfa bara FSG að taka pokann sinn líka og þa er kannski hægt að tala um titla. Klopp mun ekki frekar en Rodgers vinna neitt með FSG sem eigendur því miður. verðum afram að berjast um 4 til 6 sætið þar til eigendur okkar eru til i að borga jafn há laun og toppliðin.

    BURTU MEÐ FSG TAKK !!

  36. Èg óttast samt sem áður að Klopp sé að bíða eftir Bayern og muni hlaupa þangað um leið og Guardiola fer til City.

    Vonandi mun Klopp þó heillast það mikið af liðinu og stuðingsmönnunum að hann verði lengi hjá okkur.

  37. Ég veit ekki með aðra, en mér finnst þessi Klopp pakki of góður til að vera satt 🙂

  38. Ég tek undir Viðari og fleirum varðandi FSG. Liverpool FC Fan owned club hjómar miklu betur :). Búinn gefast upp þessu ríkum eigendum Liverpool siðasta áratugar. Af hverju geta ekki stuðningsmenn keypt meirihluta i Liverpool.
    Annars varðandi #40 og #41. Það er rétt að Klopp hefur notað 4-2-3-1 kerfið með hápressu eða svokallaða gegnpressing pressu með góðum árangri. Hins vegar kom Klopp með nýja taktik leiktiðina 2013/2014 þegar andstæðingarnir fóru koma með svör fyrir þessari gagnpressing taktík. Auk sala ákveðna leikmanna þá bjó Klopp til nýtt kerfi eða 4-1-3-2.
    Þar sem ég er meira fylgjandi tveimur framherjum þá vona ég að Klopp noti þessa aðferð. Auk þess er spurningmerki hvort þessi gegnpressing taktíkin virki eins vel i ensku deildinni og hún gerði i þýsku deildinni. Er ekki enska deildin hraðari en sú þýska og pressan miklu meiri?
    Hér videó sem útskýrir 4-1-3-2
    https://www.youtube.com/watch?v=CGG_LZ1_vC4

  39. Hodgson var helvítis flopp
    Hugsuðu Dalglish sem popp
    Beiluð’á Brendan
    Burtu þeir send’ann
    Bara þeir semji við Klopp

    YNWA

  40. Frábært ef satt er með Jurgen Klopp. Ég veit ekki hvort leikmannahopurinn sem Brendan skilur eftir geti barist um titla en eins mikið og liðið skemmti manni 2012-2013 þá held ég að hann nái ekki lengra með liðið. En bíðum og sjáum hvort sú feita reki ekki upp gól fyrir vikulokin ? Að öðrum kosti er vandséð hvaða snillingur sé á lausu sem hentar liðinu. Égsegi reyndar enn og aftur að ég er harður á því að kalla Gerrard heim og gera hann að aðstoðarþjálfara með það í huga að láta hann taka við eftir nokkur ár en líklega verður það aldrei en maður spyr sig !

  41. afhverju eru menn alltaf að velta þessari hringavitleysu fyrir sér að leikmenn með flottan fótboltaferil séu alltí einu geeeeðveikir þjálfarar ?

  42. þó að þú farir daglega í flugvél þýðir ekkert að þú getir einn daginn stýrt vélinni án þess að fá þjálfun á hana

  43. Nr. 64

    Ef þú situr við hliðina á þotu flugmanninum í 10-15 ár (Meistaraflokkur) eftir 10-15 ár á rellum (yngri flokkum) er ekki óeðlilegt að ætlast til þess að þú pikkir ansi margt upp af því sem verið er að kenna þér. Getir a.m.k. tekið á loft og jafnvel lent líka.

Leikmannaviðskipti undir stjórn FSG

Kop.is Podcast #99