Podcast fellur niður vegna tækilegra mistaka

Uppfært – Leyfum þessari könnun að lifa aðeins áfram

Hvern viltu sjá sem næsta stjóra?

Skoða niðurstöður.

Loading ... Loading ...

Fréttir af brottrekstri Brendan Rodgers fyrr í kvöld urðu til þess að við félagarnir ákváðum að taka upp þátt strax í kvöld. Einar Örn, Maggi, Steini og Kristján Atli mættu allir með mér á línuna og við tókum vissulega klukkutímalangan hörku þátt.

Er kom að því að setja hann í loftið sé ég hvergi MP3 skránna sem kemur er maður tekur upp og í ljós kemur að upptakan heppnaðist ekki. Ég setti á upptöku er við byrjuðum og var allan tímann með á upptöku allt þar til við slökktum en engu að síður klikkaði upptakan. Ég gæti ekki verið neitt mikið meira pirraður en ég er nákvæmlega núna. Er við það að æla.

Það sem gerist er að um leið og ég skrái mig inn á Skype í dag fer í gang nýtt update á forritinu eins og gerist mjög reglulega. Svo opna ég Skype Recorder og hringi í strákana, nákvæmlega sama aðferð og ég hef gert marg oft, síðast á þriðjudaginn. Það sem ég sé svo að loknum “upptökum” er þetta.
Podcast
Er þetta ekki alveg útilokað með upptökuna úr því þetta eru skilaboðin?

Við höfum alveg glatað þætti áður en sá þáttur var ekki á sunnudagskvöldi nokkrum tímum eftir að stjórinn var rekinn! Strákarnir gerðu ráðstafanir og við höfðum töluvert fyrir því að taka upp í kvöld, þetta er með öllu ógeðslegt.

Ég biðs ég velvirðingar á þessu helvítis djöfulsins andskotans klúðri hjá mér, sérstaklega bið ég skrákana afsökunar á þessu, það er ljóst að næsta round er á minn kostnað. Hér eftir taka alltaf a.m.k. tveir upp þessa þætti.

Úff.

Næsti þáttur er annars á miðvikudaginn og að mestu án okkar Kop.is manna.


Dagskráin var annars ekki flókin og þetta er svona það helsta sem við ræddum.

Af hverju núna strax?
Árangur liðsins hefur ekki verið nægjanlega góður undanfarna 18 mánuði. Hann þurfti miklu meiri flugeldasýningu í byrjun þessa tímabils en liðið hefur verið að sýna og þrátt fyrir að staðan sé þannig séð ekkert svo slæm hjá Liverpool núna þá er spilamennskan ekki í takti við væntingar og allt of margir leikmenn að spila undir getu/væntingum.

Rodgers er mjög langt frá því að spila svipaðan bolta og hann stóð fyrir er hann tók við og það virtist ekkert vera fara breytast. FSG gaf honum tækifæri í sumar til að koma liðinu aftur á réttann kjöl því hann sýndi það 2013/14 hvað hann getur gert en ákaflega ósannfærandi byrjun þessa tímabils gerði stöðu Rodgers mjög erfiða. Hann er búinn að tapa lang stærstum hluta stuðningsmanna liðsins þó hann virðist ekki hafa tapað klefanum eftir því maður best veit.

Þeir sem eru á lausu risa factor
Líklega hefur það haft mikið að segja hvaða menn eru á lausu núna og tilbúnir að taka við liði Liverpool. Þegar FSG tók við fyrir þremur árum stóð valið á milli Martinez og Rodgers. Núna virðist þetta standa á milli Klopp á Ancelotti. Það eitt og sér sýnir hversu mikið FSG hefur bætt félagið undir stjórn Rodgers, þetta er allt annað verkefni en það sem Rodgers tók við fyrir þremur árum.

Jurgen Klopp er á lausu núna, eitthvað sem átti ekki við í sumar. Hann passar fullkomlega inn í skipulag FSG myndi maður ætla. Miðað við það sem við sáum af honum í Dortmund ætti hann ekki að eiga erfitt með að fá stuðningsmenn Liverpool með sér og líklega ekki leikmenn heldur. Liverpool er frábært félag fyrir hann til að rífa upp og komi hann þarf vonandi ekki að umturna öllu heldur bara bæta það sem fyrir er.

Klopp verður ekkert á lausu í langan tíma og nú þegar orðað hann við FC Bayern sem kannski sýnir stöðu hans í boltanum. Chelsea gæti skipt um stjóra á næstu vikum með svipað brutal hætti og FSG gerir núna og mér dettur bara einn í hug sem gæti tekið við þeim (af þeim sem hefur ekki stjórnað þeim áður). Mögulega hjálpaði gengi Chelsea FSG við að taka þessa ákvörðun núna strax því það er mjög ólíklegt að verið sé að reka Rodgers án þess að þeir viti hvað þeir vilji fá inn í staðin. Þeir standa ekki með honum í sumar og reka svo í byrjun október án þess að hafa plan. Slíkt væri vægast sagt ólíkt FSG.

Ancelotti er einnig á lausu núna, eitthvað sem átti ekki heldur við í sumar. Liverpool er mjög ólíkt því sem hann hefur áður gert en hann er svo sannarlega proven winner. (Ég ætla ekki að lýsa frekar pirringi mínum yfir því að spjall okkar um Ancelotti hafi ekki tekist upp í kvöld).

Rétt ráðning fær stuðningmenn bak við sig aftur og vonandi fær liðið smá frið á næstunni. Pressan sem verið hefur á félaginu í upphafi tímabilsins hefur ekki hjálpað neinum. Rodgers var búinn að missa stuðningsmennina og gagnrýnin sem hann fékk var ekkert alltaf falleg eða málefnaleg. Nýr stjóri ætti að fá smá frið a.m.k. en það er reyndar háð því að FSG ráði annan af tveimur sem stuðningsmenn vilja fá, annars koma heykvíslarnar aftur á loft.

Auðvitað tókum við margt fleira fyrir í þessum þætti en ég læt þetta gott heita núna og fer líklega bara að sofa.

48 Comments

  1. Ekkert mál við erum öll mannleg. Tækning kemur stundum í bakið á okkur. Hlakka bara ennþá meira til miðvikudagsins…. 😉

  2. *hóst* Google Hangouts *hóst*

    …og þá er hægt að streyma þessu live á Youtube sömuleiðis…

  3. Æjji leiðinlegt, skil pirring þinn Babú, var að bíða spenntur eftir að hlusta. Við sem lesum þessa síðu reglulega erum orðnir spilltir og mjög góðu vanir hvað varðar umræðu og efni um klúbbinn sem við elskum flestir.

    Takk fyrir mig, ég bíð núna bara enn spenntari eftir podcasti og kannski verður nýr stjóri komin til starfa hjá okkur þá.

    Gengur betur næst með podcastið, og líka hjá Liverpool. Eftir því sem ég les úr fréttum á hinum ýmsu miðlum þá virðist það vera Klopp sem er að koma til okkar.

  4. Hef aldrei hlakkað eins mikið til að hlusta, en auðvitað er ykkur fyrirgefið, þið ættuð í rauninni ekki að þurfa að afsaka neitt, þessi tæknimistök breyta því ekki að ég er afar þakklátur fyrir þessa síðu.

  5. Jæja var orðinn spenntur en þetta sleppur. TheAnfieldWrap voru ekki með nema 4 þætti um málið í kvöld.

  6. Það sem Daníel #2 sagði^

    En leiðinlegt með þetta, hlakkaði til að hlusta á ykkur ræða þetta. En ce’st la vie. Bíð spenntur eftir miðvikudeginum í staðinn.

  7. Drullufúlt og skil ég pirring þinn, Babú, alveg inn í beinmerg.

    En shit happens og þið eruð sömu meistararnir eftir sem áður.

    Hlakka bara til að heyra næsta podcast, hvenær sem það verður.

  8. Það var eitthvað litið að gerast hja felaginu. Litill ahugi, mikid um mannabreytingar og kerfisbreytingar. Þetta var bara ekki að gera sig. Fyrir mitt leyti þa var það 3 manna varnarlinan sem gerði utslagið. Okei að profa eitthvað nytt i fyrra þegar ekkert var að virka, en nuna eftir heilt sumar af endurskipulagningu og leikmannakaup að fara aftur i 3 manna vörn eftir einhverja 5 leiki…ekki nogu gott.

    Mjog gott að skipta um þjalfara, hver svo sem tekur við.

  9. Þetta er ekki boðlegt!! #BabuOUT !! 🙂

    Svona gerist, ekkert við því að segja. Hlakka til að heyra næsta podcast. 🙂

  10. Tæknin getur alltaf klikkað. Líklega best að það séu alltaf a.m.k tveir að taka upp.

  11. Mistök eru til í að læra af þeim, einsog þú nefndir framvegis verða allavega 2 að taka upp ????

    Hvað varðar BR þá var, er og mun alltaf verða erfitt verkefni fyrir alla þjálfara að endurskapa gullna daga hjá LFC.

    Staðreyndin er peningar kaupa árangur í nútíma fótbolta og hvað sem Liverpool eyðir í leikmenn þá er það ekki sambærilegt við stóru klúbbana.

    Hvað varðar FSG og viðskiptamódelið þeirra þá vilja þeir kaupa æsku þ.e.a.s unga leikmenn til að skapa verðmæti, stóru klúbbarnir kaupa reynslu til að ná árangri.

    Því eitt er víst að það verður að gefa næsta þjálfara Liverpool tíma og það gæti tekið nokkur ár.

    Ef það er Klopp sem kemur þá er hann mannlegur einsog hinir þjálfararnir hann hafði meðvind þangað til bestu leikmennirnir voru seldir frá honum á síðasta tímabili og þá fór að halla undan fæti ekki ósvipað einsog Suarez og Sterling voru seldir frá BR.

    FSG þarf líka að koma sér á næsta level og girða sig í brók, því ég vil ekki sjá Liverpool verða einsog Tottenham þ.e.a.s sem er selling club með óraunhæfar stórliðsvæntingar og tíðum stjóra skiptum.

    Þá er næsta skref að halla sér aftur og fagna nýjum þjálfara þegar hann kemur á Anfield með 3-4 ára samning í farteskinu með sitt plan til uppbyggingar með tilheyrandi sölum á kaupum á leikmönnunum sem fitta í hans leikkerfi.

    Það hafa allir þolinmæði í það ekki satt.

  12. Ég skil ekki afhverju menn tala alltaf um að það megi ekki vera of harðar kröfur um árangur strax þegar skipt er um þjálfara. Eruð þið í alvöru tilbúin að horfa á okkar ástkæra klúbb halda áfram að vera slefa við CL sæti og réttlæta það með því að segja alltaf að nýjir stjórar þurfi tíma? Þá gætum við allt eins skipt um þjálfara sem er ekki nógu góður á 4 ára fresti og tekið CL sæti einu sinni á áratug. Ég vil sjáanlegan árangur strax, og geri kröfu um að nýr stjóri nái topp 4 á keppnistímabili sem virðist ætla að stefna í free for all keppni. Sorry með mig en ég er bara kominn með fffin ógeð á að sjá liðið á meðalmennskunni og vera á því að allt muni lagast með smá tíma, það hefur ekki gert það og mun ekki gera það. Þetta er fótbolti ekki ástarsorg.

  13. Halda menn virkilega að FSG sé að fara að henda planinu sínu vaskinn þótt BR hafi verið rekinn???

    FSG hafði greinilega mikla trú á hinum unga BR úr því að þeir réðu hann sem þjálfara LFC og síðan fóru að heyrast sögur að BR væri í innanhúss baráttu við leikmannananefndina og FSG hefur meiri trú á planinu en að láta það fara í vaskinn fyrir BR.

    Þar sem það virðist vera nokkuð öruggt að Klopp komi á Anfield þá má hann búast við að vinna undir sama skipulagi og forverinn, innan kerfis sem byggir á leikmannananefnd sem finnur unga leikmenn sem þjálfarinn á að sjá um að þróa og þjálfa.

    Ég veit hreinlega ekki hvort sumir hérna hafa kynnt sér almennilega áætlun FSG en hún byggir á langtíma markmiðum að þjálfa upp unga leikmenn, þeir ykkar sem halda að nýr þjálfari labbi með LFC í topp 4 skulu koma sér á jörðina, það þarf þá að ryðja frá eitthvað af þessum liðum Arsenal, Chelsea, MU og MC sem fyrir það fyrsta eru með marga heimsklassa leikmenn innan sinna raða og eiga miklu ríkari eigendur heldur FSG sem vilja bara kaupa unga ómótaða leikmenn sem byggjast á langtíma markmiðum.

  14. Fyrir mér hefur Arsenal, Chelsea og City alltaf verið klassa fyrir neðan Liverpool, sérstaklega City. United er hitt stóra liðið og auðvitað eigum við að ráða framtíðar stjóra (Klopp) til að sýna það og sanna að Liverpool á að vera sigutsælasta lið Englands.

  15. Fagna ákvörðun eigenda Liverpool, þetta var ekki að gera sig hjá Rogers. Það er hinsvegar alveg ljóstað næsti stjóri, hvort sem hann heitir Klopp, Ancelotti eða Gaui frændi, fær ekkert að leika sér í bólinu og verður gagnrýndur í hel ef liðið stendur sig ekki. Það eru góðir leikmenn í liðinu og almennilegur stjóri á ekki þurfa marga leiki til að átta sig á getunni.

  16. Nú getur þetta vonandi orðið stuðningsmanna síða aftur í staðin fyrir níðsíða fyrir Brendan Rodgers og hægt að koma hérna inn aftur til að fylgjast með skemmtilegum umræðum 🙂

  17. Í gærkvöldi sá ég tilkynningu um podcast. Ég hugsaði bara sniiiild og ætlaði að hlusta live og varð fyrir miklum vonbrigðum þegar ég fann það út að það væri ekki hægt. Svo kem ég nú í morgunsárið og sé að podcastið er ekki einu sinni til. Vonbrigðin algjör. #BABUOUT! vagninn er farinn að rúlla.

    En að öllu gríni sleptu þá þá er þér að sjálfsögðu fyrirgefið og óþarfi að pirra sig á þessu fram á morgun. Þetta hafa greinilega verið góðar umræður.

    Ég held að þessi vine hér hafi aldrei verið jafn viðeigandi. Trúin sem maður hafði á Rodgers var algjör en manni hefur ekki stokkið bros á vör gagnvart þessu liði núna í 18 mánuði. Sem er of langur tími.

    https://vine.co/v/enII5zLrDxT

  18. Er þetta ekki bara partur af stærri fléttu, sem gæti verið slæmar fréttir fyrir okkur hin (sem höldum með öðrum liðum).
    Segi svona því einn af öflugri insiders í enska boltanum, arsenalmaður sem þolir ekki Wenger en skrifaði bókina the Professor, segir að framundan séi stórfréttir um NÝJA EIGENDUR Liverpool, Myles Palmer hefur oft komið með risa skúbb.
    Neðst i þesum post
    http://www.arsenalnewsreview.co.uk/walcott-allows-wenger-to-go-back-to-speed-football/

  19. Nr. 21 Wenger
    Hann er heldur betur ekki að segja meira en hann þarf þessi kappi haha. Önnur umræða samt sem ég nenni ekki að spá í nema meiri alvara komi í þetta slúður. Byrjum á stjóraskiptunum.

    Varðandi gærdaginn þá var hann ca. svona hjá mér.
    – Setti inn byrjunarliðsfærslu klukkutíma fyrir leik um morguninn.
    – Gerði leikskýrslu eftir leik og var auðvitað að vinna hana á meðan leik stóð líka.
    – Setti inn færslu um brottrekstur Rodgers klukkutíma seinna.
    – Undirbjó Podcast í 2-3 tíma
    – Tók þátt í klukkutíma umræðum sem voru á endanum bara einka podcast þáttur fyrir markahrókinn Árna Sigursteins, son Steina.
    – Gerði færslu um þetta Podcast klúður

    M.ö.o. helvítis dagurinn fór að öllu leiti í Kop.is og endar á fjandans #BabuOut vagni! FSG eru ekkert að grínast með þetta ekki frekar en #RodgersOut vagninn og á ég núna bókaðan símafund klukkan 16:30 með Mike Gordon.

    En svona að gríni slepptu þá er ég litlu minna svekktur í dag en ég var í gærkvöldi, þetta var hörkuþáttur.

  20. Ég er ennþá á #BabuIn vagninum. Finnst hann hafa staðið sig mjög vel, jú úrslitin hafa kannski ekki verið alveg eftir bókinni, en ég hef trú á stráknum.

  21. Núna hefur stjórn Chelsea kallað á Mourinho á fund, vonandi verður hann þó ekki rekinn alveg strax því ég gæti vel séð þá reyna að fá Klopp ef að Mourinho myndi verða rekinn.

    Núna þarf stjórn Liverpool að spýta í lófana og klára þetta mál svo að við stuðningsmenn getum farið að anda léttar, Ég er skítsmeykur um að við endum með De Boer eða álíka stjóra.

  22. Held að það sé auðséð að Babu er ekki búinn að missa klefann. #Babuin

  23. Þessar umræður eru kostulegar!

    Ég er sjálfur á #BabuIn-vagninum, aðallega af því að hann leyfir mér að vera í liðinu en líka af því að ég gerði sömu mistök fyrir 3 árum (það var hinn þátturinn sem við höfum „týnt“ hingað til) og þekki þennan pirring því vel.

    Babu er hins vegar á hálum ís, ef hann smellir næstu færslu ekki stöngin-inn er aldrei að vita hvað eigendurnir gera…

  24. Klopp fer til Chelsea fyrir helgi.
    Mourinho tekur sér frí en tekur svo við Mutd í sumar.
    Við fáum Roberto Di Matteo og eyðimerkurgangan heldur áfram.
    Ok, ég rata út….

  25. Klárt mál að hávaðinn í okkur hefur bara slökkt á upptökunni…og þetta tengist vandamálatölum á þessum þáttum okkar!!!

    Aðeins að mínum túkalli í umræðu gærkvöldsins.

    Ég stend við það að þessi brottrekstur skiptir ENGU máli ef handrit FSG verður áfram það sama, kaupa leikmenn sem eru ekki alveg tilbúnir en hafa “potential” til að verða alheimsstjörnur til lengri tíma litið.

    Þar er ég mest að tala um Markovic, Luis Alberto, Tiago Ilori, Origi, Manquillo og nú kannski Joe Gomez…en líka Lovren, Lallana, Clyne og þá sem hafa verið að geta sér gott orð.

    Hugmyndafræði FSG nú fimm árum eftir eignarhald þeirra hefur sveiflast og ég sé ekki alveg hvaða heildstæða stefna það er svona bjargföst? Þeir byrjuðu á að ráða DOF í Comolli sem þeir ráku stuttu eftir að þeir létu Dalglish koma inn til að “stilla skútuna” og svo réðu þeir ungan og efnilegan (óreyndan) stjóra til að stjórna uppbyggingu ungs liðs. Það voru mistök, því satt að segja þá má sannanlega nefna tvö nöfn sem sprungu virkilega út hjá honum, Sterling sem er farinn og Coutinho sem ég vona enn að verði stjarna…og dvelji hjá okkur.

    Carragher kallaði okkur “nýja Tottenham” og Souness talar um Liverpool sem “selling club”. Ég er þeim báðum sammála, við erum búnir að vera að ná sama árangri og Spurs síðustu ár og náum ekki að halda stjörnuleikmönnum sem vilja fara. Það er að mínu viti engin tilviljun að Arsenal séu nú nálægt meistaratitli, þeir hafa breytt sínum launakúltúr og því hvað er greitt fyrir leikmenn.

    Menn hér tala um að við séum á hærri klassa en City, Chelsea og jafnvel United. Ég veit ekki hvað verið er að bryðja þar…en vill fá slíkan skammt. City, Chelsea, Arsenal og United voru ekki að líta yfir öxlina á sér eftir okkur í sumar, það er bara fullkomin staðreynd í dag að við getum í mesta lagi náð 4.sæti…þegar allt gengur upp hjá okkur en hlutir klikka hjá þeim.

    Ég er orðinn örþreyttur á þessari staðreynd í bland við misleiðinlegan fótbolta og endalaus klúður í keppnum. Það brast einhver taug í hjartanu á mér með ömurlegri frammistöðu liðsins á Wembley…sem svo hvarf endanlega fram á vorið. Ég er alveg stoltur af félaginu mínu og gamalli sigurhefð.

    En við þurfum eitthvað ALLT ANNAÐ en verið hefur í gangi frá ca. 2007 til að ná árangri. Það er ekkert sjálfgefið að það sé hægt, við erum öll orðin sannfærð um það að við getum ekki keppt við ríku liðin um leikmenn og eigum bara að vera þolinmóð.

    Ég er það ekki lengur. Ég virkilega vona að við fáum annaðhvort Klopp eða Ancelotti sem munu frá fyrsta degi krefjast þess að fá leikmannahópa sem keppa um titla. Ég veit auðvitað að þeir munu þurfa aðlögunartíma og allt það. En þeir hafa reynslu af því að vinna stóra sigra á heimavelli og berjast í Evrópu. Það kallar á betri leikmenn en eru núna á Anfield. Ég geri mér alveg vonir um að eftir 3 – 5 ár verði margir af okkar efnilegu mönnum góðir, en í dag þarf betri menn…og ákveðnari stjóra með meiri reynslu.

    Vel má vera að ég sé þá að kalla eftir breytingu á eignarhaldi félagsins. FSG hafa gert margt vel og eru heljarstökk áfram frá síðustu eigendum. En þeir, eins og leikmenn og stjóri, verða bara dæmdir af fjölda titla í hús…og þar er ennþá bara deildarbikarinn sem hann Kenny skaffaði þeim. Fyrsta skrefið í átt til breytinga tóku þeir í gær með því að viðurkenna að tilraunin með Rodgers mistókst, hún verður ekki leiðrétt með öðrum stjóra í svipuðum gæðum. Rodgers mun fá starf fljótlega aftur og er mjög hæfur til að keppa í þessari deild.

    Bara ekki til að vinna hana.

    Í dag er eyðimerkurhugsjónin mín svo stór að ég þigg allt til að verða meistaralið í Englandi og topplið í Evrópu – nostalgíutímabilið er orðið alltof langt og mjög margir klúbbar komnir framúr okkur.

    Ég reyndar velti því fyrir mér hvort að þessi staðreynd, þ.e. að ekki hefur gengið betur með þá hugmyndafræði sem FSG kom með inn í klúbbinn, verði til þess að slúðursögurnar um að John W. Henry muni selja klúbbinn fari nú af stað, en það kemur þá í ljós síðar.

    Ég hef trú á því að Klopp verði mættur á Anfield í vikunni. Ef ekki um semst þar þá held ég að verði farið í þann kost sem ég vill helst, Ancelotti plús gamalt LFC legend. Svei mér þá, ef allt færi á hvolf í heiminum þá myndi ég meira að segja samþykkja það að ráða nýrekinn framkvæmdastjóra Chelsea þegar það gerist.

    Já, ég er svona langt leiddur.

    Liverpool á að verða besta lið Englands og Evrópu aftur. Nenni ENGU öðru lengur!!!

  26. Bara það að skoða nöfnin sem eru við okkur nefnd í þjálfaraleitinni, og athyglina sem þetta fær ætti að fullvissa efasemdafólk um að þrátt fyrir heldur langa og stranga eyðimerkurgöngu, þá er Liverpool enn í hugum flestra risaklúbbur. Það er vonandi að eigendurnir átti sig sem fyrst á þessu, og að við erum Liverpool, en ekki Tottenham eða Southampton.

  27. Sælir félagar

    “Leiðindahögg séra Benzi” sagði kallinn um árið. Svona getur þetta verið og ekkert við því að segja. Það hefði verið gaman að heyra í ykkur Kop-urum með sjóðandi heita fréttina í höndunum og umræðurnar út frá því. En – það verður ekki á allt kosið og það er bara meiri spenna fyrir miðvikudagsþættinum og ef til vill einhverjar nýjar fréttir að ræða þá. Hver veit.

    Það er nú þannig

    YNWA

  28. Hef ekki verið jafn spenntur frá því að sterkur orðrómur var um að Torres væri á leiðinni.

    Skemmtilegir tímar framundan.

    Koma svo. Inn með Klopp og það sem allra fyrst.

    Áfram Liverpool!

  29. Margir eru hugsi yfir tímasetningu brottrekstrarins. Mig er farið að gruna að stór þáttur í þessu sé hve Morinho er valtur í sessi hjá Chelsea. FSG hefur viljað vera á undan Chelsea inn á þjálfaramarkaðinn.

  30. Maggi #31

    Er sammála mörgu sem þú heldur framm í pistli þínum.

    Þessi setning súmmar þetta verulega vel upp og tekið frá Johny #13.
    “Hvað varðar FSG og viðskiptamódelið þeirra þá vilja þeir kaupa æsku þ.e.a.s unga leikmenn til að skapa verðmæti, stóru klúbbarnir kaupa reynslu til að ná árangri”

    Þetta er líka risavandamál í að koma liðinu upp töfluna og þótt Ferguson, Mourinho og Benitez myndu allir þjálfa Liverpool saman myndu þeir ekki geta gert liðið okkar að toppklúbbi í núverandi aðgerðarplani FSG, við kaupum unga kjúklinga með potential og á meðan kaupa hinir heimklassaleikmenn, bilið stækkar bara og stækkar á milli okkar hinna.

    Ég er ekki að kalla eftir nýjum eigendum, FSG þarf að breytast og með að losa upp leikmannanefndina og koma sér í það að kaupa inn heimsklassaleikmenn í bland við ungviðið í hópnum.

    Þú býrð ekki til steik til úr kjúklinga salati.

  31. Ég held að það skipti ekki öllu máli hvaða stjóri tekur við, vissulega samt kláralega einhverju en alls ekki öllu á meðan stefna félagsins er sú sama, selling club er eitt það versta sem ég get hugsað mér, við erum FO…. Liverpool, við eigum að vera nr 1 og ekkert annað og löngu tímabært að virða sögu félagsins. Ef að stefnan verður sú sama þá sé eg ekki mikla framför hjá okkur, því miður og þá óska ég þess að nýjir eigendur komi inn og ef að við þurfum að kaupa okkur tittla þá er ég ekkert á móti því. Ég fagna engu strax og finn til með Brendan afþví að hann ber virðingu fyrir félaginu og reyndi klárlega sitt besta og fyrir það er ég þakklátur.

    Næstu dagar verða spennandi en eins og ég sagði þá hefði ég viljað sjá nýja eigendur mest af öllu og síðan stjóra sem laðar að sér bestu leikmennina.
    YNWA

  32. fyrir ykkur þjáningabræður og systur þá er James Pearce hjá Echo að svara spurningum á liverpool-echo facebook síðunni akkúrat núna. Alveg þess virði að kíkja á það.

  33. Maggi er með þetta eins og ALLTAF. eg er buin að segja þetta i mörg ár að með FSG sem eigendur þa mun ekki skipta mali hver er stjórinn. við erum ekki að keppa við hin stóru liðin i eyðslu og launakostnaði. á meðan Liverpool er ekki tilbuið að kaupa leikmenn fyrir 50 milljonir plús stk og borga hverjum og einum 200 þus pund a viku þa erum við ekki að fara keppa um þennan titil því miður.

    hvernig eiga okkar menn að keppa við hin liðin þegar við seljum okkar bestu menn a meðan hin liðin kaupa leikmenn i þeim gæðaklassa. þetta virkar ekki.

    Klopp ma koma en aðalatriðið er að FSG selji felagið og viðurkenni að þeirra verkefni mistókst. við þurfum sykurpabba sem eigendur ef okkar menn ætla að keppa við bestu lið Englands og Evrópu og það er STAÐREYND! !

  34. Jæja Breaking News frá BBC….Persónulega held ég að þetta sé bara leikrit í gangi..Ég held að þetta sé frágengið…Annað meikar ekki sens….

    Liverpool have made contact with representatives of Jurgen Klopp as the Anfield club push for a swift resolution to their search for a new manager.
    The German is the clear frontrunner to succeed Brendan Rodgers but Carlo Ancelotti will also be sounded out about the role.
    Liverpool’s American owners have no plans to travel to the UK and, at this stage, plan to oversee the recruitment process from the United Stat

  35. #41, ég er sammála með að þetta sé leikrit. Það hafa örugglega verið þreifingar á milli eigenda og vænts þjálfara síðustu vikur og hlutir mjög líklega frágengnir fyrir leikinn á móti Everton. Þeir vilja bara láta líða nokkra daga af virðingu við alla hlutaðeigandi.

  36. Leiðinlegt að heyra með þáttinn og vona ég að frændi minn, markaskorarinn sem fékk einkaþátt, hafi hlustað vel.

    Klopp er klárlega sá þjálfari sem ég persónulega myndi vilja sjá stýra skútinni.
    Hann er einnig líklegur til þess að laða að sér einhver nöfn úr Dortmund (vonandi) og væri ekki leiðinlegt að næla í t.d Bender eða eins og eitt stikki miðvörð!

    Nú fer maður inná alla helstu miðlanna og notar F5 óspart, svona svipað og þegar að leikmannaglugginn var að loka 2011. Eina breytingin má vera að þjálfarinn verði betri en leikmaðurinn sem kom á þeim tímapunkti.

    YNWA

  37. Eg ætla bara að vona að menn missi sig ekki ef Klopp eða Ancelotti mæta ekki…..frekjan er að bera nokkra herna ofurliði. Liðið er liklega betur rekið siðan sautjanhundruð og surkal, nuna er að hefjast nyr kafli i sögu felagsins og spennandi timar framundan sama hver kemur. Við erum með randyrt lið og mikið af goðum leikmönnum…það er engin astæða að vera svartsynn.

  38. Það er ljóst að Babu er à hættusvæði eftir þessi mistök en èg legg til að við gefum honum sèns. Hann kom frítt til okkar og þiggur ekki laun og að mèr skilst gríðarlega mikilvægur bakvið tjöldin.

  39. helginn #44:

    Ég get lofað þér því, að ef það verður ekki fenginn proven winner í brúnna, t.d. Klopp eða Ancelotti, þá fara heygafflarnir á loft hjá stuðningsmönnum út um allan heim og mun þeim verða beint að FSG, fast og harkalega.

  40. svarað því fljótt.. ef klopp eða ancelotti koma ekki inn í staðinn þá er þetta búið dæmi hjá liverpool.

    fá stjóra sem hefur enga reinslu inn núna mun ekki bæta gengi liðsins.. mun gera það verra.. þurfum stjóra sem hefur reinslu og veit hvað það er að vinna dollur og stilla liðum upp til að vinna erfiða leiki.. klopp eða ancelotti myndu fá 100% virðingu frá leikmönnum og þeir myndu virkilega líta upp til þessara stjóra.. plús að þessir menn myndu fá stuðningsmennina til að syngja úr sér líftóruna á bekknum sérstaklega klopp.. það sem er að liverpool í dag er að neistinn er farinn.. menn koma á völlinn og horfa.. hefur enginn trú á því að liverpool geti unnið leik.. þetta er eitthvað sem breitist ekki nema góður þjálfari komi plús að menn á borð við klopp og ancelotti eru stór nöfn og eiga örugglega eftir að lokka til sýn leikmenn.

    rodgers búinn að segja það í síðustu 2 leikjum að það þurfi að byggja upp liðið.. sáu það allir að hann var kominn á endastöð og gat í raun ekki fært okkur frammávið.. megnið af mönnunum á vellinum hans kaup en samt talaði hann um uppbyggingu.

    stærsta verkefni nýs þjálfara verður að reina að fá hópinn til að spila fótbolta og fá vörnina til að virka.. veturinn verður ekkert annað en uppbygging alveg eins og hann hefði verið undir stjórn rodgers áframm.. þannig að ég er sáttur ef þetta uppbyggingarstaf verður unnið af manni sem maður hefur trú á.. voru allir búnir að missa trú á rodgers og eina ástæðan fyrir að rodgers leit vel út var þegar hann hafði suarez.. þó hann hafi eitt 290m punda virtist hann engann veginn getað keypt leikmenn sem hentuðu í þetta leikkerfi sitt eins furðulega og það kann að hljóma.

    ancelotti það er stjóri sem þarf peninga.. kæmi hann inn þá væri það deginum ljósar að fsg er búið að lofa honum háum summum fyrir leikmanna kaupum í næstu gluggum.

    verði klopp fyrir valinu gæti ég séð dæmið vera á svipuðu róli og það er í dag með eiðslu í leikmenn með kannski smá útúrtúr þar sem hann fengi að kaupa 2-3 leikmenn burtséð hvað þeir kosta og síðan þurfa að vinna með hópinn og það á svipuðu fjármagni og rodgers hafði.

    ég allavega get sagt það fyrir mitt leiti að ég mun hafa gaman af því að horfa á leikina í vetur með alvöru stjóra.. klopp er sá karakter sem mér finnst smell passa á anfield og virkilega gaman að horfa á hann á hliðarlínunni stjórna liðinu og áhorfendum.

    ef raunin er sú að liverpool er orðinn allof smár klúbbur fyrir þessi nöfn vill ég sjá fsg hringja í gerrard og carrager og láta þá taka við liðinu.

  41. Nú virðist allt vera nánast frágengið með Klopp, en mig langar að henda fram gömlu og góðu nafni. Diego Simeone. Hann er auðvitað heftur hvað enskukunnáttu varðar, og er í vinnu.. en það hefur svosem ekki alltaf stoppað menn. En er þetta eitthvað til að tala um?

Rodgers rekinn! (Staðfest)

Veni, vidi, vi-