Kop.is Podcast #98

Hér er þáttur númer níutíu og átta af podcasti Liverpool Bloggsins!

KOP.is podcast – 98. þáttur

Þið getið hlustað á þáttinn beint með því að nota spilarann hér fyrir ofan en þið getið líka smellt á DOWNLOAD-takkann og sótt mp3-skrána ykkur til hæginda. Einnig er hægt að gerast áskrifandi að þættinum á iTunes með því að setja þennan link, í RSS-áskrift undir podcast-lið iTunes.

Babú stýrði þættinum að þessu sinni og með honum voru þeir SSteinn, Kristján Atli og Maggi.

Í þessum þætti ræddu strákarnir stöðu Rodgers eftir sl. viku, Kristján Atli var í Liverpool borg um helgina og sagði frá því hvernig hann upplifði andrúmsloftið hjá heimamönnum. Samtvinnað í umræðurnar voru leikirnir gegn Aston Villa og Carlisle ásamt því að við spáðum í spilin fyrir næstu viku. Pressan á stjóranum er við suðumark (eða hvað?) og okkur lá mikið á hjarta þannig að við svindluðum um 20 mínútur í kvöld.

4 Comments

  1. Jæja, fyrsta skiptið sem ég hætti að hlusta á ykkur félagana eftir 35 mínútur af niðurdrepandi umræðu og þá sérstaklega frá honum Magga, auðvitað er margt sem betur má fara en fyrr mã nú vera. Liverpool og þjálfarinn og allir í kringum félagið fá 100% minn stuðning þar til annað kemur í ljós.
    Klãra að hlusta á ykkur á morgun 🙂

  2. Langar aðeins að taka saman feril Carlo Ancelotti eftir umræður um hann í þættinum. Hann er fyrir mér í hæsta klassa í þjálfaraheiminum í dag, það er bókstaflega búið að velja hann í þann hóp, en undanfarin 16-20 ár held ég að hann hafi alltaf tekið við mun meira tilbúnu liði heldur en því eilífðar work-in-progress sem Liverpool virðist vera um þessar mundir.

    Hann hefur eftir að hann fékk stóra tækifærið 1999 alltaf verið með annað af tveimur dýrustu liðum deildarinnar, besta hópinn eða þá í það allra minnsta næstbesta hópinn í sinni deild og mjög líklega bestu launin. Fyrir mér er landslið Ítala (eða álíka) mun líklegra sem næsti áfangastaður en starf eins og Liverpool bíður upp á núna. Útiloka alls ekki neitt en ef ég ætti að veðja Klopp eða Ancelotti og FSG ræður því hvorn er valið færi ég all-in á Þjóðverjann.

    En mig langar að skoða lauslega hvaða lið hann hefur verið að þjálfa.

    Hann er alinn upp sem leikmaður hjá þriðjudeildarliði Parma. Hann spilaði lungað úr ferlinum hjá Roma áður en hann endaði hann í gullaldarliði AC Milan þar sem hann hætti 1992. Ancelotti var mjög góður leikmaður og spilaði t.a.m. 26 landsleiki.

    Parma
    37 ára tók hann við Reggiana og kom þeim upp um deild. Árið eftir var hann ráðinn til uppeldisfélagsins (Parma) þar sem hann stóð sig frábærlega. Parma var heldur betur búið að rétta úr kútnum frá þeim tíma er hann var leikmaður og var árið 1996 með frábært lið. Ef við berum saman feril Ancelotti og annars manns sem aðeins þjálfar ríkustu liðinu þá má líkja Parma 1996 við Porto árið 2002 nema samkeppnin heimafyrir var mikið meiri hjá Parma.

    Svona var lið Parma er Ancelotti tók við þeim

    Þeir hafa aldrei átt betra lið og munu líklega aldrei eingnast betra lið enda ótrúlega sterkur hópur sem Nevio Scala hafði sett saman árin á undan. Þetta lið var búið að vinna UEFA Cup og UEFA Cup Winners Cup árin áður en Ancelotti tók við og einu sinni höfðu þeir tapað í úrslitum Cup Winners Cup. M.ö.o. hann tók við einu besta liði Ítalíu í Parma og undir hans stjórn endaði liðið í öðru sæti 1997.

    Árið eftir að hann hætti vann liðið svo aftur UEFA Cup og bikarinn.

    Juventus
    Hann fékk stóra tækifræið sjö mánuðum eftir að hann yfirgaf Parma er hann er hann var ráðinn sem stjóri Juventus í febrúar 1999. Þar tók hann við af Marcelo Lippi. Ekki bara annað af dýrustu liðum Ítalíu heldur eitt það dýrasta í heiminum. Innanborðs hjá þeim var m.a. besti leikmaður í heimi, Zinedine Zidane ásamt lunganu úr landsliði Ítala næsta áratuginn.

    Hann tapaði titlinum bæði árin sem stjóri Juventus til Rómarborgar á lokadegi tímabilsins, fyrst gegn Lazio og svo til Roma. Brottrekstur hans var tilkynntur í hálfleik á lokaleik tímabilsins þrátt fyrir að liðið ætti þá ennþá séns á titlinum.

    Lippi tók aftur við Juventus og vann titlinn árið eftir.

    AC Milan
    Níu mánuðum seinna fékk hann ennþá stærra tækifæri, nú hjá sínu gamla félagi AC Milan. Hans verður ávallt minnst fyrir árin sín hjá Milan sama hvað hann gerir héðan af á ferlinum.

    Þetta var liðið sem hann tók við í Milan 2001

    Það má alveg vinna með þetta og Ancelotti gerði það vel. Hann fór með liðið í úrslit Meistaradeildarinnar árið 2003 þar sem þeir sigruðu Juventus. Gríðarlega sætur sigur fyrir Ancelotti sem vann bikarinn einnig það tímabil. Milan vann deildina árið eftir (2004) en endaði í öðru sæti tvö árin þar á eftir (2005 og 2006), Juve vann en missti titlana seinna er upp komst að þeir mútuðu hægri vinstri, rétt eins og AC Milan.

    Árið 2005 var þetta hópurinn sem Ancelotti var að vinna með.

    Þetta er einfaldlega eitt besta félagslið sögunnar en ekki dugði það til sigurs í Meistaradeildinni það árið.

    Milan mætti Liverpool aftur í úrslitum árið 2007 og vann í það skiptið, hópurinn þá var svona

    Það gleymist samt alltaf í umræðunni að Milan var gríðarlega heppið að fá að vera með á þessu tímabili og í kjölfar sigursins fóru hjólin undan þessu veldi. Mútuhneykslið sem skók ítalska boltann var í hámæli fyrir tímabilið 2006/07 og hafði AC Milan verið dæmt til að missa 15 stig og þar með sæti sitt í Meistaradeildinni. Ítalía með Berlusconi í fararbroddi var nú ekki lengi að laga það og minnkaði refsinguna í 8 stig í mínus þannig að AC Milan fékk að vera með í Meistaradeildinni. Hversu lengi var þetta ógnarsterka lið búið að taka þátt í því að hagræða úrslitum áður en það komst upp um þá? Mútuhneykslið á Ítalíu setur svartan blett á Ítalska boltann á þessum árum og líklega mikið lengra aftur í tímann en þetta. Inter Milan tók yfir Ítalska boltann í kjölfarið og vann deildina fjögur ár í röð enda með auða flugbraut.

    Ancelotti fór þrisvar í úrslit Meistaradeildarinnar með liðið og vann tvisvar. Hann vann deildina hinsvegar bara einu sinni. Ef miðað er við það hversu illa mörgum stuðningsmönnum Liverpool er við Benitez fyrir að ná “bara” árangri í Meistaradeildinni þá er ekki víst að Ancelotti yrði vinsæll til lengdar hjá Liverpool. Þessi hópur sem hann hafði hjá Milan átti að vinna deildina oftar en bara einu sinni þessi átta ár, það er ljóst.

    Chelsea
    Átta mánuðum eftir að hann hætti hjá Milan var komið að honum í þjálfarahringekju Chelsea. Hann tók þar við dýrasta liði deildarinnar og náði frábærum árangri, vann bæði deild og bikar á sínu fyrsta tímabili.

    Árið eftir var hann rekinn tveimur tímum eftir lokaleik ársins en honum hafði ekki tekist að verja titilinn.

    PSG
    Sex mánuðum seinna fékk hann símtal hjá ennþá ríkara liði en Chelsea, PSG. Honum tókst á sínu fyrsta ári þar að tapa titlinum til Montpillier sem verður að teljast nokkuð gott m.v. hópinn sem hann hafði hjá PSG. Árið eftir vann hann þó deildina og datt úr leik í Meistaradeildinni eftir 3-3 jafntefli samanlagt gegn Barcelona þar sem PSG skoraði ekki nóg á Nou Camp.

    Real Madríd
    Strax eftir að tímabilinu lauk fékk hann svo símtal frá ennþá ríkara liði en PSG og fór þangað. Real Madríd. Þar vann hann Meistaradeildina og bikarinn en liðið endaði aðeins í 3.sæti í deildinni. Fyrsta skipti sem Real endar fyrir utan efstu tvö sætin síðan 2003/04 er Benitez var hjá Valencia. Á síðsta tímabili endaði Real í öðru sæti tveimur stigum á eftir Barcelona (zzzzzzzz) en það dugði ekki til að bjarga starfinu enda titlalaust ár hjá Real.

    Hvað næst?
    Frá 1999 hefur Ancelotti tekið við allra bestu liðunum og alltaf verið einn af launahæstu þjálfurum í heimi. Öll þessi lið hafa innihaldið einhverjar af stærstu stjörnum fótboltans á þeim tíma og hann hefur alltaf fengið að bæta stórum nöfunum við. Hann hefur unnið deildina samtals þrisvar með Milan, Chelsea og PSG sem er ekkert sérstakt m.v. hvaða lið hann hefur verið með. Þrír meistaradeildartitlar eru öllu meira impressive en á móti hefur hann alltaf þjálfað eitt af þeim liðum sem spáð er velgengni í keppninni.

    Fari FSG í það að ráða hann er það annað hvort merki um GRÍÐARLEGA breytingu á stefnu hjá þeim eða miklar breytingar hjá Ancelotti. Hvorugt er útilokað en ég tel engu að síður minna en 1% líkur á því.

    Satt að segja veit ég ekki hvort ég hefði meiri trú á Ancelotti eða Klopp með lið Liverpool ef valið stæði milli þeirra.

    Kristján Atli talaði svo um pistil sem ég skrifaði um FSG fyrr á þessu ári sem fjallar um það hvernig þeir hafa unnið í Bandaríkjunum. Hann held ég að eigi ennþá betur við en draumórar einhverja um að breytt verði algjörlega um stefnu og ráðið dýrasta stjórann á markaðnum með besta CV-ið. Það er algjör viðsnúningur á hugmyndafræði FSG.

  3. Það er allt annað að sjá liðið núna heldur en í fyrra…á blaði. Benteke, Firmino, Milner, Clyne eru landsliðsmenn, þannig að kröfurnar eru háar um árangur. Ég held að stemningin á vellinum er í samræmi við það. Við vitum öll að liðið er gott í ár, i fyrra vissu menn að liðið var framherjalaust og tímabilið farið í súginn.

    Það er mjög einkennilegt að ekki var keyptur framherji síðasta janúar. Ég fullyrði að hin stóru liðin hefðu ekki hikað við að kaupa James Jones frá Trínídad ef þess hefði þurft til að redda málunum. Rodgers bara hlýtur að hafa barið fast á dyrnar hjá FSG í fyrra og sagt að Balotelli gamblið er klúður, Sturridge er meiddur ….við verðum að redda framherja!!!!! En ekkert gerðist.

    Í sumar var málunum reddað, að vísu eru einhverjir meiddir núna, en það sem ég er að reyna segja er að það eru engar afsakanir í ár. Það er Rodgers til happs að öll liðin eru að tapa stigum og við erum ennþá hangandi inni með lélegri spilamennsku.

    Það kemur mér ekkert á óvart að Klopp og Ancelotti eru orðaðir við okkur. Ég segi bara GLÆSILEGT. Rodgers hefur nokkra leiki til að rétta úr kútnum og koma liðinu í smá gír en ég hef enga trú á manninum prívat og persónulega.

  4. Samkvæmt Tony Barrett vill Klopp fá starfið en FSG hafa ekki áhuga á að fá hann til sín. Ef að satt reynist er mín trú á þessari “hugsjón” eigendanna farin í súgin. Ég myndi ganga svo langt að kalla þá veruleikafirrta.

25 Bizarre Black & White Movies You Shouldn’t Watch With Your Mom

Sion á morgun