FC Girondins de Bordeaux

KOMDU MEÐ KOP.is Á STÓRLEIK LIVERPOOL OG MANCHESTER UNITED Á ANFIELD Í JANÚAR!

Ekki man ég í hvaða færslu ég tilkynnti að ég nennti ekki Evrópudeildinni en sú skoðun mín hefur ekki breyst. Liverpool á að vera í Meistaradeildinni og núna á sjötta tímabili FSG ætti ekki annað að koma til greina. Ef þeir ætla að byggja upp lið sem á að vinna reglulega til verðlauna er allt í lagi að vænta þess að vera a.m.k. með stöðugt Meistaradeildarlið á sjötta ári. Auðvitað náðist þetta takmark “strax” á þeirra fjórða tímabili en síðan þá hefur liðið tekið of mörg skref aftur á bak og þarf að snúa því við. Bókstaflega snúa vörn í sókn, bæði innan sem utan vallar.

Meistaradeildin er að ég held klárlega stefnan og ef liðið nær því takmarki ekki í vetur verða pottþétt gerðar breytingar. FSG er ekki að skipta um starfslið og hálft byrjunarliðið yfir sumarmánuðina til þess eins að reka stjórann strax eftir fimm umferðir. Hvað þá eftir slæman tapleik á Old Trafford þar sem leikið var án allra helstu lykilmanna liðsins. Leik sem hefði skilað 2. sæti með sigri. Það væri galið að stökkva til á þessum tímapunkti frá sjónarhóli eigendanna hvað sem mönnum finnst um ákvörðun þeirra að velja þessa leið í sumar.

Það þýðir samt ekki að Brendan Rodgers sé ekki undir pressu nú þegar, hann er það svosem alltaf sem stjóri Liverpool en svona steingeld spilamennska og liðið hefur sýnt í byrjun tímabilsins heldur honum ekki í starfi út árið. Þetta þarf að breytast eins og skot.

FSG er sagt hafa gert ráð fyrir rólegri byrjun og það var almenn ánægja með stigasöfnun eftir fyrstu leikina en síðustu tveir leikir minna of mikið á síðasta tímabil. Liðið míglekur mörkum og getur bara ekki skorað nema það sé rangstaða eða mark mánaðarins.

Rodgers er kominn upp við vegg og þarf að fara sýna aftur þann kjark sem varð til þess að hann var ráðinn stjóri Liverpool og spila sóknarfótbolta í ætt við þann sem landaði síðast Meistaradeildarsæti.

Framundan er þétt leikjaprógramm sem gefur honum tækifæri til að ná upp takti í þessu liði sem vonandi er þá hægt að byggja á. Eftir leikinn gegn Bordeaux er það Norwich heima. Eftir það er það deildarbikarinn gegn Carlisle, svo Aston Villa heima og Sion heima áður en við spilum við Everton úti. Hökti liðið áfram jafn illa í þessum leikjum og gegn West Ham og United tífaldast pressan.

Þetta er nú líklega eins þægilegt leikjaprógramm á pappír og hægt er að fá og ef liðið sýnir ekki verulegar framfarir í þessum 5-6 leikjum efa ég að Rodgers haldi starfi út árið. En ég vill a.m.k. gefa honum þessa leiki til að slípa saman liðið. Frá West Ham og United leikjunum fær hann vonandi Henderson, Sturridge, Coutinho og Lallana aftur inn í hópinn sem gæti skipt öllu máli.

Byrjunarlið Liverpool
Ég er kominn með nóg af því að öfundast út í sóknarleik liða eins og Crystal Palace og Leicester og vill fara sjá Rodgers snúa loksins aftur vörn í sókna, hann er með mannskap til að spila af sömu áræðni og t.d. þessi lið en leggur leikinn allt of passíft upp og að því er virðist alveg á skjön við það sem hann stendur fyrir sjálfur.

Vörnin
Gott og vel liðið hélt hreinu fyrstu þrjá leikina en var alveg steingelt sóknarlega. Núna hafa komið tvær þriggja marka hörmungar og tími kominn á nokkuð róttækar breytingar. Persónulega vill ég sjá þrjár breytingar í þessum fjórum stöðum í vörninni.

Joe Gomez er farinn að gera dýr mistök rétt eins og 18 ára leikmenn gera og þarf að mínu mati að fara á bekkinn. Carragher fór mjög vel yfir hans leik gegn United og hvernig hann hamlaði okkur sóknarlega. Menn alveg froðufella yfir Moreno varnarlega en fyrirgefa Gomez sín mistök enda bara 18 ára. Gott og vel, skil það en hvað í fjandanum er 18 ára gutti að taka út sín byrjendamistök á Old Trafford fyrir Liverpool? Ég er ekki á móti því að hafa hann í hópnum en langar mikið frekar að taka sénsinn og nota Moreno. Carragher var ekki svo mikið að einblína á vítið sem hann gaf heldur staðsetningar varnarlega og hvernig það hamlaði Ings sóknarlega. Tek undir hvert orð, Liverpool er undirmannað og vandræðalegt á að horfa sóknarlega og Gomez gefur mjög lítið.

Moreno er núna búinn með eitt tímabil á Englandi, hann er líka viltur og gerir mistök en Sevilla gat notað hann í 48 leikjum fyrir 2 árum og samt unnið til verðlauna, einmitt í þessari keppni sem leikið er í næst. Hann fær vonandi betra cover núna frá miðjunni enda afskrifaður í fyrra svipað og Markovic fyrir að standa sig ekki nógu vel sem bæði bakvörður og sóknarkantmaður, þ.e. spilandi báðar stöður í einu. Er í alvöru ekki hægt að nýta mann með þennan hraða betur bæði varnarlega og sóknarlega? Látið Moreno fá hlutverk sem hentar honum og ég efa ekki að við förum að sjá manninn sem spilaði á Spáni. Andskotinn hafi það.

Lovren var tekinn af lífi eftir West Ham leikinn, gegn United er hægt að skrifa öll þrjú mörkin á hina þrjá félaga hans í liðinu. Clyne hleypti Young fram hjá sér og “braut” á honum. Gomez fékk á sig vítið og Skrtel leit út eins og kjáni gegn Martial. Ef það er ekki kominn tími á Sakho núna er hann alvarlega meiddur, það er eina mögulega skýringin. Hann vill ég fá inn á kostnað Skrtel og hef viljað lengi. Skrtel hefur verið meðlimur í öllum míglekum varnarlínum Liverpool undanfarin ár, það bara getur ekki skaðað að prufa Lovren og Sakho. Lovren yrði þannig þriðja breytingin sem ég myndi gera á vörninni því ég kaupi það ekki að hann geti ekki spilað hægra megin í miðverðinum. Ef Gomez getur spilað vinstri bakvörð getur Lovren sem er réttfættur spilað hægra megin.

Clyne velur sig sjálfur í liðið og vonandi er hægt að nýta hann og Moreno báða. Það gefur kannski betri holningu að hafa Gomez á móti Clyne sem sóknarbakverði en bíður á móti upp á fjölbreyttari sóknarleik að hafa bakverði sitthvorumegin með mikla hlaupagetu og mikinn hraða.

Varnartengiliður
Rétt eins og Gerrard var kominn yfir hæðina í þessari stöðu á síðasta tímabili þá á það sama við um Lucas Leiva óttast ég. Það koma vissulega leikir þar sem hann nýtist vel en hann bara veitir ekki það skjól sem þessi staða krefst í leikjum sem Liverpool þarf að sækja. Hann hefur ekki nálægt því sama hraða og kraft og hann hafði áður en hann meiddist. Þar fyrir utan spilar Liverpool ekki með eiginlegan varnartengilið eins og við þekkjum í þessari stöðu og það gerir Lucas enn meira úr leik því sóknarlega hjálpar hann allt of lítið. Það eru 4-5 ár síðan Lucas var í því formi sem þurfti til að henta fullkomlega í þetta hlutverk. Ef Emre Can á að fylla þetta skarð vill ég fara sjá hann spila þarna í hverjum leik. Ekki spila þarna gegn Bordeaux, spila svo á miðjunni gegn Norwich, fremst á miðjunni gegn Carlisle og svo hægri bak gegn Aston Villa. Hætta þessu helvítis hringli með hann, það er ekki fræðilegur að ná því besta út úr honum þannig.

Miðjan
Henderson hefur núna verið frá í þrjá leiki og árangurinn hefur verið svolítið eftir því þó fjarvera hans útskýri ekki allt. Án hans megum við ekki vera og fréttir þess efnist að hann hafi flogið til Bandaríkjanna til að fá mein sinna bóta benda til þess að þetta er nokkuð alvarlegt. Hann verður pottþétt ekki með gegn Bordeaux.

Milner er sjálfkjörinn í liðið og sérstaklega í fjarveru Henderson, fyrir mér spila þeir sömu stöðu og sama hlutverk en það er a.m.k. gott að eiga Milner nú þegar Henderson er frá en gegn United hjálpaði ekki að Coutinho, Lallana og Allen voru líka allir frá. Gegn Bordeaux myndi ég setja Coutinho miðja á miðjuna með Milner og Can fyrir aftan.

Sóknarlínan
Liðið sem ég er að stilla upp spilar með tígulmiðju en helsti munurinn frá undanförnum leikjum er að þetta væri með mun meira sóknarþenkjandi leikmönnum.

MNF tók saman leikmannahóp Liverpool sóknarlega í síðasta þætti
Sóknarlína
Eftir að Markovic sem ekki er eiginlegur kantmaður var lánaður er aðeins Jordon Ibe í hóp sem hægt er að lýsa sem kantmanni. Hann og enn yngri leikmann í U21 árs liðinu. Coutinho, Firmino og Lallana virðast allir hafa verið keyptir til að leysa sama hlutverkið rétt eins og Henderson og Milner. Liverpool á svo loksins fjóra sóknarmenn og sókndjarfa bakverði. 4-1-2-1-2 kerfið svínvirkaði 2013/14 og í eina góða leik síðasta tímabils (gegn Spurs). Það hlýtur að vera kominn tími á þetta upplegg aftur og þá sóknarleik sem skilar enhverjum árangri.

Firmino myndi ég vilja sjá í frjálsu hlutverki milli miðju og sóknar með Coutinho fyrir aftan sig. Lallana eða Ibe gætu spilað þessa stöðu líka en ég myndi velja Firmino.

Frammi myndi ég svo hafa Benteke og líklega Ings. Hann þarf að fá hlutverk mikið framar en hann var að spila gegn United og West Ham en það er ljóst að Ings hefur alveg þá áræðni sem við höfum saknað og hann veit alveg hvar markið er. Þó væri líka alveg séns á að hafa Origi með Benteke frammi á þeim forsendum að þeir þekkjast vel og Origi spilaði auðvitað í frönsku deildinni.

Svona er ég í mjög löngu máli að setja þetta upp
Bordeaux

Þessi hópur er allt of góður til að bjóða ekki upp á miklu betri sóknarleik en við höfum þurft að umbera undanfarið. Ég hef alveg trú á að Rodgers geti blásið lífi í liðið aftur. Auðvitað fæ ég ekki allar þessar óskir mínar uppfylltar varðandi byrjunarlið og liðsuppstillingar og það skiptir ekki öllu, ég er ekkert á æfingasvæðinu alla vikuna, en þessi pistill hér segir allt sem ég vildi annars sagt hafa um það sem ég vill sjá frá Rodgers á næstu vikum og mánuðum.

Bordeaux
Hvað ferðalag varðar gat Liverpool ekki fengið mikið betri mótherja, það eru tæplega þúsund km milli borganna en Bordeaux er í SV-Frakklandi og telur borgin um 740.þúsund manns sé allt talið með (svipað og ef við tölum um höfuðborgarsvæðið sem eina heild).

Ekki nóg með að ferðalagið sé með þvi styttra sem bresk lið geta fengið þá er Bordeaux höfuðborg vínframleiðslu í heiminum en þeir hafa verið að brugga frá því á 8.öld. Ég er nokkuð viss um að Liverpool selji alla þá miða sem þeir fá úthlutað á þennan leik. Reyndar af persónulegum samskiptum mínum við Frakka að dæma virðist ég alltaf hafa hitt þá daginn eftir að þeir drukku þessi eðal vín sín.

Saga borgarinnar nær aftur til þeirra tíma er Ástríkur og Steinríkur gerðu Rómverjum lífið leitt og jafnvel vel fyrir þeirra tíma. Gott ef Gaulverjar spiluðu ekki Evrópuleik gegn Rómverjum þarna á sínum tíma. Það hefur þó verið á gamala heimavelli félagsins því Bordeaux opnaði nýjan heimavöll í maí á þessu ári sem tekur 45.þús manns í sæti og er allir hinn glæsilegasti.
Heimavöllur Bordeaux
Gamli heimavöllur félagsins heitir Stade Chaban-Delmas og var hann nefndur í höfuðið á fyrrum borgarstjóra Bordeaux en kappinn sá gengdi embætti frá 1947 til 1995. Þar spiluðu bæði stórlið borgarinnar allt þar til nú í vor. Hitt lið borgarinnar er rugby liðið og er það stórlið í þeirri íþrótt og spilar áfram á gamla heimavellinum.

FC Girondins de Bordeaux
Félagið er eldra en Liverpool F.C. en það var stofnað árið 1881. Fótbolti var hinsvegar ekki ástæðan fyrir stofnun félagsins því til að byrja með var Bordeaux fimleika og skotklúbbur. Afhverju Bordeaux og FH eru ekki vinaklúbbar mun ég líklega aldrei skilja. Seinna bættust við róður, reiðmennska og sund ásamt fleiri álíka töff íþróttum.

Það var ekki fyrr en 1910 sem þeim datt loksins í hug að fara í fótbolta eftir mikinn þrýsting félagsmanna. Þeir gáfu þeirri tilraun þó bara eitt ár og reyndu ekki aftur fyrr en 1919. Hafa ber í huga að Frakkar höfðu annað og mikilvægara að hugsa megnið af þessum árum (1914-18). Fyrsti opinberi leikur félagsins í fótbolta fór fram árið 1920 og vannst 12-0.

Bordeaux varð að atvinnumannaliði árið 1936 eftir að félagið sameinaðist öðru félagi frá sama svæði, Girondins Guyenne Sport. Franska knattspyrnusambandið vildi auka fagmennskuna í fótboltanum og liður í því var að fjölga atvinnumannaliðum. Nýtt atvinnumannalið hóf leik í 2.deild tímabilið 1937-38. Súper tímasetningar alltaf hjá Bordeaux enda var seinni heimstyrjöldin núna rétt handan við hornið.

HM fór fram í Frakklandi árið 1938 og fyrir mótið var byggður nýr völlur í Bordeaux sem seinna varð Stade Chaban-Delmas. Sá völlur var einnig notaður á HM 1998.

Bordaux var því með góðan grunn er deild hófst að nýju eftir stríðið og fór upp um deild 1948/49 og vann titilinn á sínu fyrsta tímabili í efstu deild.

Síðan þá hefur gengi félagsins verið upp og ofan en gullaldarár félagsins voru líklega þau sömu og hjá Liverpool. Aimé Jacquet var stjóri liðsins á þessum tíma (80-89) og vann fyrsta titil félagsins síðan 1950 á þeim árum og bætti tveimur við. Hann tók seinna við landsliði Frakka og endaði sinn feril með því að vinna HM 1998.

Félagið er eitt af stóru liðum Frakklands í gegnum tíðina og hafa margir heimsklassa leikmenn leikið fyrir félagið, ber það helst að nefna Zinedine Zidane og Alain Giresse. Síðasti titill félagsins kom tímabilið 2008/09 og líklega vinna þeir ekki annan í bráð enda samkeppnin ansi skökk meðan PSG hefur ótæmandi Arabíska olíusjóði til að styðja rekstur félagsins, ofan á staðsetningu og stærsta svæðisbundna fan base Evrópu.

Félagið endaði síðasta tímabil rétt eins og Liverpool í 6. sæti deildarinnar en þjálfari félagsins er fyrrum liðsfélagi Zidane í landsliðinu, Willy Sagnol. Hann er 38 ára og tók við Bordeaux í fyrra eftir eitt ár sem landsliðsþjálfari U21 árs liðs Frakka. Bordeaux reyndi einmitt fyrst að sannfæra Zidane um að taka við sínu gamla félagi.

Bordeaux er í 12. sæti í deildinni eftir fimm umferðir á þessu tímabili. Þeir töpuðu fyrsta leiknum gegn Reims en hafa síðan unnið einn og gert þrjú jafntefli, síðast á útivelli gegn PSG sem sýnir að þetta lið getur sannarlega spilað.

Bordeaux hefur aðeins unnið einn af tíu leikjum sínum gegn enskum liðum, þann síðasta sem var árið 2012 gegn Newcastle. Liverpool hefur aðeins einu sinni dregist gegn Bordeaux en það var í Meistaradeildinni 2006/07 og höfðu okkar menn betur í báðum leikjum. Liverpool hefur 13 sinnum mætt frönskum liðum, unnið fimm, tapað einum og gert 7 jafntefli.

Spá:
Þetta er líklega erfiðasti leikurinn á pappír í þessum riðli. Eins og áður segir vill ég sjá sóknarbolta en óttast að þetta verði svipað hökt og verið hefur undanfarna mánuði. Segi 1-1 í drepleiðinlegum leik.

29 Comments

  1. Fókusinn meira á Liverpool núna og ekki endilega bara næsta leik. Upphitun því ekki alveg eins og ég hef verið að gera fyrir Evrópuleiki.

  2. var farinn að hlakka til að lesa upphitunnina frá evrópubabú en þetta var góð lesning líka og er svo samála þér í mörgu… og ég held að BR eigi eftir að henda Origi fram saman með Ings á twitter er sagt að Benteke fari ekki með til frakklands.. en BR muni reyna að koma Lallana á skrið aftur á einhverjum tímapúnti í leiknum og Toure og Sakho verða í hjarta varnarinnar og moreno með þeim… Rossister fái að byrja á miðjunni man ekki meira í augnablikinu…

  3. Ég segi að við eigum að setja allt í að vinna þessa keppni og fá bikar í hús en fyrst og fremst að vinna þessa keppni því að sigur gefur sæti í meistaradeildinni. Ég er bara ekki að sjá okkur lenda í fjórum efstu sætunum í vor en auðvitað er mikið eftir og LFC gæti alveg hrokkið í gang og gert vel í deildinni.
    Sevilla, sigurvegarar evrópudeildarinnar á síðustu leiktíð, voru einmitt að spila í CL í gær og unnu örugglega.

  4. Þó svo það eigi að gefa mönnum séns í þessari Evrópudeild þá tel ég hana besta sénsinn okkar á CL sæti fyrir næsta ár. Sjáið Sevilla.
    Liverpool á að gefa allt í þessa keppni – skil samt ef Benteke fær frí. Ings og Origi geta vel leyst framherjastöðuna.

    Er svartsýnn, einfaldlega vegna þess að enginn i klúbbnum hefur trú á þeirri þvælu sem Brendan leggur uppmeð. Kannski að Gary McAllister fari að láta meira til sín taka?

    spái 1-0 fyrir Frökkunum

    Origi á skot í slá en annars verða fá færi sem líta dagsins ljós.

    Bjartsýni gæjinn segir 1-3
    Origi-Ings-Milner

    En……..

  5. sælir félagar, smá þráðrán en það er ennþá hægt að eignast Liverpool jakkafatajaka eða jakkaföt, við hittum nokkrir klæðskerann a spot a manudag og þessi jakki verður sjuklega flottur…. jakkinn kostar 28 þúsund kall sem er gjöf fyrir sersaumaðan jakka sem endist i 20 eða 30 ár..

    hafið samband við mig i sima 775 4475 ef þið hafið áhuga a þessu…

  6. Hungrið í að vinna hefur vikið fyrir óttanum við tap hjá BR.
    Liðið er því varnarsinnað og varfærið (Gomez frekar en Moreno, Lucas Leiva, centerara í vængstöðum o.s.frv).
    Það er vont.

  7. Sælir félagar,

    Eftir óboðlega frammistöðu gegn Vestur Skinkuvogi og þeim sameinuðu í Manchester borg beinast spjótin heldur betur gegn okkar heittelskaða þjálfara. Brjánn Ragnar stendur nú fyrir þeirri erfiðu ákvörðun hvort hann eigi að leggja leikinn upp með aðal áherslu á að drepa niður allt fjör og leyfa andstæðingnum að keyra á okkar galopnu vörn, eða hvort hann eigi að taka sénsinn á því að blása til sóknar og taka sénsinn á því að okkar hæfileikaríku boltasparkarar finni netmöskvana.

    Taki hann þá ákvörðun að stilla upp liði með tveimur kantmönnum sem eru í raun engir kantmenn og einn týndan framherja sé ég ekki fram á gróðvænlegan leik. Fái hann hinsvegar þá flugu í höfuðið að breyta leikskipulaginu í svokallaða demantsmiðju með tveimur framherjum gæti sagan orðið allt önnur.

    Ég spái afar leiðinlegu 2-1 tapi ákveði hann að velja fyrri kostinn, en ef svo færi að Brjánn okkar kíkti hingað á kop síðuna og færi eftir fyrirmælum mínum (og fleiri einstaklinga hér á spjallinu) og blæsi til sóknar með tveimur senterum ætla ég að spá 0-2 sigri þeirra rauðklæddu. Þá hugsa ég að Daníel Ingi komist á blað og jeremías minn ef þjóðverjinn okkar Elmar Karl setur ekki eitt af 30 metra færi og kveikir því í gömlum erjum Deutschland og Frankreich.

    Það held ég nú,
    YNWA

  8. Þetta er keppnin í ár.

    5-7 í deild og komast í úrslitaleik í Evrópu. Ég er allavega farinn að sakna þess að sjá Liverpool spila úrslitaleiki í bikarkeppnum.

    Varðandi striker-ana þá finnst mér enginn spennandi kostur í stöðunni. Hefði haldið Origi væri flottur gegn franska liðinu en hann var nú ekki beint að raða inn mörkunum í Frakklandi blessaður.

    Spá fyrir leikinn, Liverpool skorar tvö mörk og það dugar til sigurs. Firmino mun líta þokkalega út.

  9. Kallið mig gamaldags (ég er gamaldags) en afhverju er ekki bara spilað 4-4-2?…alls konar tígulútgáfur, menn út úr stöðum og bla bla bla. Afhverju er verið að flækja þetta?

    ————-Benteke – Firmino
    Milner—Coutinho – Lucas — E.Can
    Moreno – Sakho – Skrtel – Clyne
    —————Mignolet

    Þarf ekkert að vera hreinræktaðir kantmenn á köntunum. Sjáið bara Birki Bjarnason hjá íslenska landsliðinu. Við erum með mikla hlaupagikki í liðinu og þurfum 2 frammi til að ógna smávegis.

    Rústum þessum víngerðamönnum á morgun 3-0. Koma svo Liverpool!

  10. Nú berast þær fréttir að br hafi skilið eftir heima marga að byrjunarliðsmönnum. Ég bara spyr hvert er þessi maður að stefna. Veit hann kannski ekki hvað sigur í þessari keppni gegur. Allavega veit ég það.

  11. Þetta ætti að vera næstbesti andstæðingurinn í þessum riðli (voru í potti 3) þannig að sigur á útivelli ætti að geta gert mikið fyrir líkurnar á að komast á fram. Miðað við fréttir er liðið sem fer út nógu sterkt til þess að vinna. Annars hefur “fullsterka” liðið skitið á sig í tvígang þannig að það er skynsamlegt að gefa öðrum séns.

  12. Ég verð að viðurkenna að það er orðið ansi hált á Rogers vagninum en ég hangi enn inná honum og vil gefa honum til áramóta til að sýna hvað í honum býr. Ef þetta heldur svona áfram næstu mánuði þá vil ég sjá Klopp mæta á svæðið helst 1. janúar.
    Ég hef samt enn vonarneista um að þess gerist ekki þörf.

    Áfram Liverpool!

  13. Hodgon til varnar þá var hann að gera sömu hluti með miklu verra lið og ekki voru FSG tilbúnir að gefa honum hálft ár og g.r.f. slakri byrjun. Hvar í andskotanum erum við staddir þegar forsendurnar eru þær að drulla á sig í upphafi móts.

    Ekki veit ég hvað það gerir að fá Lallana og Sturridge aftur. Lallana er í sama hópi og Lovren, nema hann bara gerir það hinu megin á vellinum svo það endar vanalega ekki með því að Mignolet hirði boltan úr netinu. Sturridge hefur varla spilað fótbolta í ár og myndi alveg setja væna summu undir að hann meiðist aftur innan mánaðar.

    Vissulega heimskulegt að bakka þjálfarann svona í sumar til að reka hann eftir nokkra leiki en það er allavega ekki jafn heimskulegt og að bakka hann til að byrja með. Ég veit ekki hver ágóðinn er á því að halda honum áfram fyrir okkur en ég veit alveg hver hann er fyrir FSG, ~10m.

    Varðandi þessi keppni þá myndi ég frekar vilja detta út strax en að lenda í öðru sæti og ‘let’s not kid ourselves’, Brendan mun aldrei vinna titil í Evrópu. Þess vegna vona ég nú bara að við dettum út strax, ekki veitir okkur af allri þeirri hjálp sem fæst í deildinni.

    Máttarstólpar Rodgers skildir eftir heima, miðverðirnir Pat and Mat, svo þeir verði klárir í næstu leiki í deildinni.

    Annars hugsa ég að þetta verði standard Rodgers leikur. 0-1 skot á markið, 2-3 mörk fengin á sig, leikmenn í framandi stöðum, taktík með kantmönnum án kantmanna, etc. Mikið er ég spenntur, svo spenntur að ég ætla ekki einu sinni að horfa á leikinn.

  14. Ekki svona neikvæðir.

    Hjólgraðir nýliðar, bekkjarsetumenn og meiðslapésar taka frakkana í ….. sjúddirarirey…. kennslustund.

    5-0 fyrir Liverpool.

    p.s. kaldhæðni skilar sér illa í skrifuðum texta……..

    en samt baráttukveðja og ég ætla að horfa á allan leikinn.

  15. Sælir félagar

    Takk Babú fyrir góða upphitun og ég er þér algerlega sammála um þær breytingar sem þú krefst. Hitt er annað að ég reikna með að BR greyið muni spila “massívan” varnarleik eins og honum hefir gengið svo vel með – eða hittó.

    Það er nú þannig.

    YNWA

  16. tók eftir að þið smelltuð enn einum hlekknum á liverpool – man utd.. getur enginn bókað sig í þetta þar sem öll hótelherbergi eru uppbókuð.

  17. Milner og Benteke skildir eftir í Liverpool borg. Ég var að vona að Rodgers hefði líka verið skilin eftir, en hann er enn með. Eins og með aðra leiki undanfarið þá vonar maður það besta en óttast það versta. Það er hver skitan á eftir annari.

    Í besta falli jafntefli 1-1.

  18. Eitthvað finnst mér að Rodgers ætli í 5 manna vörn á morgun með 3 hafsenta, prófa aftur það sem gekk vel í smá tíma í fyrra.
    Veit ekki hvað mér finnst um það en getur ekki verið verra en hörmungin sem hefur átt sér stað að undanförnu.
    SPái Liverpool auðvitað sigri, frekar léttum meira að segja 0-2 Origi með mörkin.

  19. Það var staðfest áðan að Sakho byrjar leikinn á morgun. Loksins segja margir hér held ég. Vona bara að hann spili vel í heimalandinu.

  20. Stórfrétt ef satt er! Maður er að lesa Twitter orðróma frá John Evans (áreiðanlegum fyrrverandi ritstjóri fótboltadeildar The Times) að FSG vilji nú mögulega selja Liverpool.
    https://www.facebook.com/LiverpoolFCIceland/posts/910942498972657?fref=nf&pnref=story

    Hvað halda spekingarnir sem ráða ríkjum hér. Er eitthvað til í þessu? Mér þykir þetta frábærar fréttir ef satt er. Þetta nísku-setup FSG sem var sniðið til í kringum FFP reglurnar er og var aldrei að fara ganga. Vonandi kæmu betri eigendur með betra skipulag. Þá yrðu einnig nær örugglega dagar Brendan Rodgers taldir og fenginn alvöru maður inn sem þjálfari. Spennandi.

  21. FSG hafa allavega ekki veri? neitt sýnileigir upp á sí?kasti? en hafa þò veri? a? reyna bæta rekstur og sett eitthvern pening í leikmannakaup og veri? a? vinna í vallarmàlum. Ég hef alltaf veri? á móti launastefnu þeirra og held a? hùn hafi átt sinn þàtt ì mörgu…

    nù veit ég ekki hvort Roman e?a olíukòngarnir í city glazer family utd e?a arsenal gengi? sè miki? a? sjást upp í stùkkuni hjà sínum li?um..
    þessi fjölskyldu bragur er svona a? hverfa ùr þessum fòtbolta heimi og vi?skiptin a? taka yfir

    mér er eiginlega slètt sama hver à liverpool bara a? þa? séu einhverjir sem geta gert fèlagi? a? samkeppnishæfu li?i og ef þa? sèu og ekkert ef þa? eru peningarnir sem telja mest í dag!

    bara tengi? oliudælu vi? Anfield og þa? fer a? rigna titlum ég kvitta nafn mitt undir þa?

  22. Sammála flestu í þessum flotta pistli. Sérstaklega þessari málsgrein:
    “Afhverju Bordeaux og FH eru ekki vinaklúbbar mun ég líklega aldrei skilja. Seinna bættust við róður, reiðmennska og sund ásamt fleiri álíka töff íþróttum”.
    Mér fannst reyndar Arnór Guðjohnsen gleymast í upptalningu á heimsklassaleikmönnum Bordeaux.

  23. #20,

    Á milli Evans og Liverpool FC liggja engir gagnvegir í dag. Gerðu það áður fyrr, en lokuðust að mig minnir skömmu eftir FSG kaupin og hann er e.t.v. bitur (hefur verið í nöp við FSG síðan).

    Í dag eru það Tony Barrett (Times) og James Pearce (Echo) sem gilda þegar kemur að málefnum Liverpool. James Pierce er í raun málpípa klúbbins í fjölmiðlageiranum og Barrett má einnig treysta 99%. Flest annað ætti að höndla sem hreinræktaðar ágiskanir.

  24. Og varðandi Bordeaux leikinn, þá finnst mér mjög skiljanlegt að fara varlega með miðjumennina meðan Henderson, Lallana og Allen eru meiddir. Megum ekki við frekari skakkaföllum þar. Skil því vel að Milner sé gefin hvíld.

  25. Það verður mitt verk í dag að gera leikskýrsluna…svo ég fæ góðan vettvang til að tjá mig eftir leik.

    En ég viðurkenni mikinn pirring á þessu Evrópukeppnaupplegi Rodgers. Menn tala hér um það í lýsingarorðum að Meistaradeildin sé okkar keppni, en við höfum spilað í henni eitt ár af síðustu fimm og bara ekkert í spilunum að hún verði okkar reglulegi vettvangur næstu ár.

    Nú er Meistaradeildarsæti í boði fyrir að vinna þessa dollu..og by the way frá árinu 2006 hefur liðið okkar unnið eina dollu þar sem fara þarf í gegnum mót en ekki bara einn leik. Carling Cup árið 2012 – og höfum farið að auki í tvo úrslitaleiki á þessum árum.

    Frá árinu 1964 hafa aldrei liðið meira en tíu ár milli Meistaratitils, FA bikars eða Evróputitils hjá klúbbnum. Sluppum naumlega 2001 og það ár einmitt unnum við Evrópudeildina síðast eftir magnaðan vetur.

    Núna er semsagt málið að fara á útivöll sem verður að sjálfsögðu með fullan “away end” af Scouserum sem eru stoltir af því að fara með klúbbnum um Evrópu og þá einmitt ekki síst af því að stuðningurinn er alls staðar eins og Gerrard hefur lýst. Fyrir utan það auðvitað að leikurinn verður sýndur býsna víða um Evrópu. Þá er bara fínt að skilja kanónurnar (ef þær eru til) heima og vera svo haldinn þeirri þráhyggju að viðurkenna ekkert rangt við það og bara halda því fram að ekki sé verið að stilla upp veiku liði.

    Er það bara eðlilegur málflutningur á blaðamannafundi liðs þar sem fyrirliðinn sem leiðir liðið út í kvöld hefur ekki leikið mínútu…

    Vonandi gleypi ég gulrótina – en mér finnst sá tími löngu liðinn að Liverpool FC geti bara valið sér keppnir til að reyna að vinna. Til að búa til sigurlið þá þarf að skapa sigurhefð og þessar æfingar í keppnum er ekki að gera það.

    Og þreyttasta ræða sögunnar um álag á ekki við í september að fimm leikjum loknum. Sjáið t.d. hvenær við unnum marga leiki í röð í fyrra og hvenær við fórum að tapa. Töpin komu í röð þegar álagið minnkaði og því er engin tölfræði sem styður þessa dásemdarhvíld leikmanna í kvöld.

    Svo má líka skoða hvað við græddum á að hvíla heilt lið á Bernabeu í fyrra…en að þeim leik loknum fórum við heim og töpuðum nokkuð öruglega fyrir Chelsea…og leiktímabilið 2012-2013 þar sem þessar æfingar voru stundaðar reglulega þá unnum við einu sinni leik eftir að hafa hvílt liðið að mestu í Evrópudeildinni…og það var eftir útileik móti þar sem stór hluti aðalhópsins fór með.

    Liðið fór með þjálfarateyminu til Frakklands á þriðjudag og skildi flesta lykilmennina eftir til að æfa á Melwood með unglinga- og þrekþjálfurum í þrjá daga. Svo fara menn saman á einhverja endurheimtaræfingu á morgun…og sennilega taktíska morgunæfingu. Semsagt aðalliðið æfir ekki af viti alla þessa viku.

    Ég sé EKKERT lógískt við svona vinnu og þá fyrst og fremst vegna þess að svona æfingar hafa aldrei mér vitandi skilað neinu marktæku betra til félagsins…og mér finnst það mikið umhugsunarefni sem mun örugglega draga úr “travelling Kop” ef menn ætla að vera í tilraunastarfsemi í öllum Evrópuleikjum sem ekki eru í Meistaradeildinni þegar við dettum þar inn.

    En kannski er þetta bara nútíminn og hin raunverulega staða…en mikið sem mér leiðist hún!

  26. Varðandi valið á leikmönnum, þá verður auðvitað ekki bæði sleppt og haldið. Þ.e. það er ekki annars vegar hægt að heimta það að Sakho, Ings, Origi, Moreno og fleiri fái tækifæri, en kvarta svo yfir því að það sé verið að skipta út leikmönnum.

    Persónulega þá hlakka ég til leiksins, og ég held að það hvaða leikmenn spila og nákvæmlega í hvaða uppstillingu verði ekki það sem skipti sköpum. Ég vil að menn leiki með hjartanu og spili til að vinna, og sýni þá baráttu sem klúbburinn á skilið.

  27. Hvern ef þekki Kloppinn???

    Former Borussia Dortmund boss Jurgen Klopp, 48, will turn down any Premier League clubs as he wants to replace Pep Guardiola at Bayern Munich, segir Daily Mail.

  28. Þetta er varnarlína sem ég vill sjá í næsta leik í deild og ég er ekki að djóka:

    Moreno – Sakho – Gomez – Clyne

Móðursýki

Liðið gegn Bordeaux