Opinn þráður – Mikhitaryan o.fl.

Liverpool á aftur leik á mánudegi og því róleg helgi framundan fótboltalega hjá okkur.

Helstu fréttir af okkar mönnum eru þær að Henderson er vonandi að vinna kapphlaup við tímann upp á að ná Arsenal leiknum.

Sakho hefur skv. fréttum í dag verið boðið nýr 5 ára samningur með umtalsverðri launahækkun, vonandi eru þessar fréttir sannar og Sakho til í næstu fimm ár. Óneitanlega skrítið að þessar fréttir leki yfir höfuð áður en búið er að klára málið og eins að honum sé boðið nýjan samning eftir að hafa byrjað tímabili utan hóps á meðan meira að segja Toure er í liðinu. Byrjun tímabilsins hvað Sakho varðar finnst mér lykta af því að við höfum ekki hugmynd hvað er í gangi bak við tjöldin hjá félaginu, t.d. hvort Sakho hafi verið smávægilega meiddur eða álíka og fari ekki beint í liðið í byrjun tímabilsins.

Besiktas eru orðaðir við Lucas Leiva og segir í frétt Echo að þeir séu með lánssamning í huga til að byrja með. Nei takk verður vonandi svarið við því.

Balotelli hefur svo undanfarið verið orðaður við Sampdoria

Furðulegasta frétt dagsins er svo að Mkhitaryan sé aftur orðaður við Liverpool og meira að segja haldið því fram að Dortmund hafi samþykkt 15m boð í hann. The Independent slær þessum orðrómi upp eins og frétt og þannig skapast að mig grunar þessi misskilningur enda er þetta ekkert frábrugðið öðri “Powerade” slúðri ef betur er að gáð og eitthvað sem samið er daglega án nokkura heimilda. Set svona 0,3% líkur á að þetta gerist.

Að lokum er Daniel Sturridge loksins að koma frá Bandaríkjunum og mun æfa með félögum sínum á Melwood hér eftir og hefur sett stefnuna á leikinn gegn United í September eftir landsleikjahléið.

15 Comments

  1. Mikitarian(?) er einungis reykveggur…viðræðurnar við Dortmund snúast um Reus…

  2. Þetta svokallaða “powerade” slúður er reyndar slúður sem BBC tekur saman á hverjum degi. Gaman að því að powerade sé að sponsora þessa þýðingu á því, þvílík markaðsetning 🙂

    Ég held að þessi Mikitarian sé alls ekki að koma, hann er að spila vel með Dortmund og liðið lítur vel út undir nýjum stjóra. Hann skoraði tvö mörk í fyrsta leik fyrir þá þegar þeir unnu 4-0.

    Þó svo að það væri óskandi að hann væri að koma þá finnst mér ólíklegt. Ég held að við tökum ekki inn fleiri leikmenn, það sé eingöngu eftir að reyna að losna við nokkra farþega.

  3. er ég einn um að skilja alls ekki tilganginn í því hjá FA að koma með sérstaka yfirlýsingu þess efnis að sigurmarkið gegn Bournemouth hafi verð ólöglegt? Vissulega var þetta rangstaða en þá skal FA gjöra svo vel að koma ALLTAF með yfirlýsingu og allir íslenskir með sérstaka frétt um það þegar önnur lið skora ólögleg mörk.

  4. #3 Páló

    Ég held að munurinn liggi í því að nú var verið að breyta áherslum í reglunum og nú voru FA að staðfesta að þær eigi að vera túlkaðar á þann máta að Coutinho hafi verið rangstæður af því að #1 hann var fyrir innan, #2 reynt að leika boltanum, #3 haft áhrif á leikinn.

    Þetta er jú fyrsta stóra “klikkið” eftir þessa breytingu 🙂

  5. Er FA ekki einfaldlega að sýna fram á hvernig reglurnar liggja í dag varðandi rangstöðuna?
    Ég persónulega tek því þannig að þetta komi frá þeim til þess að sýna að svona lagað er rangstaða í dag. Ef að þetta hefði komið fyrir í leik Norwich og Swansea (sem dæmi) hefði þetta líka komið frá FA einfaldlega til þess að árétta nýja túlkun.

    Varðandi slúður sem beinist að því að einhverjir leikmenn séu að koma til okkar ástkæra félags þá held ég að ekkert sé á bak við það. Helsti spekingur, og innanbúðar maður okkar manna (sem ég bara get ekki munað hvað heitir á þessum tímapunkti), kom í viðtal og tjáð umheiminum um að engir frekari kaup yrðu gerð, ekki nema að einhverir yrðu seldir. Þar nefndi hann Lucas og Moreno en vildi ekki ræða Balotelli.

    Mikhitaryan var maður sem reynt var að fá fyrir tveimur árum síðan en hann ákvað að fara í Evrópuboltan með Dortmund, skiljanlega. Ég set svo einnig spurningamerki við það, þ.e. ef eitthvað er á bakvið þennan orðróm, hvort að hann sé ekki nákvæmlega sami leikmaður og Firmino, Coutinho, Ibe, Lallana og Lazar? Hann er klárlega betri leikmaður en þeir þrír síðustu en ég er ekki viss hvort að þetta sé rétt move fyrir okkar menn.

    YNWA – In Rodgers we trust!

  6. Sæl öll. Er einhver hér að kaupa sér gæða streymiþjónustu á enska og er til í að deila upplýsingum með mér og öðrum sem vilja?

  7. Kingmedia.tv er að virka vel, hægt að kaupa, dagspassa, mánuð eða 6 mánuði. Gott HD stream af langflestum leikjum.

  8. Wanayama vill fara frá Southampton.
    Erum við ekkért að géra í því?

  9. Skellti mér á sportsmania.eu. Svínvirkar enn sem komið er ef einhver annar er að pæla 🙂 Kærar þakkir #9 #10 #11 og #12

Kop.is Podcast #93

Arsenal á morgun