Kop.is Podcast #93

Hér er þáttur númer níutíu og þrjú af podcasti Liverpool Bloggsins!

KOP.is podcast – 93. þáttur

Þið getið hlustað á þáttinn beint með því að nota spilarann hér fyrir ofan en þið getið líka smellt á DOWNLOAD-takkann og sótt mp3-skrána ykkur til hæginda. Einnig er hægt að gerast áskrifandi að þættinum á iTunes með því að setja þennan link, í RSS-áskrift undir podcast-lið iTunes.

Ég (Babú) stýrði þættinum að þessu sinni og með mér voru Kristján Atli, Maggi og Steini.

Í þessum þætti ræddum við sigurinn gegn Bournemouth og spáðum í spilin fyrir framhaldið.

38 Comments

  1. Ég vill óska Babú til hamingju með afmælið… held hann sé 24. ára í dag (+-10)

  2. Sælir félagar.

    Mér finst vanta alveg í þessa umræðu að spá í spilin fyrir framhaldið. Hvað gerist næst hjá okkar ástkæra klúbbi?!

    YNWA

  3. Takk fyrir gott podcast, þetta er liðið sem ég vil sjá á móti Arsenal:

    Benteke
    Moreno—–Coutinho
    Henderson-Lucas/Can-Milner
    Gomez-Lovren-Skrtel-Clyne
    Mignolet

    Ég hef alltaf fílað Moreno þó að hann sé ekki nógu góður varnarlega og mér þætti geggjað ef hann nær að vinna sér stöðu framar á vellinum.

    Ég sé líka þann kost við þessa uppstillingu að Moreno kæmi með meiri ógn af kantinum en í síðustu 2 leikjum og það er hægt að skipta um taktík án þess að breyta um leikmenn:

    Benteke
    Coutinho
    Henderson–Milner
    Moreno Lucas/Can Clyne
    Gomez-Lovren-Skrtel
    Mignolet

    Þó að ég sé almennt ekki hrifin af 3 miðvarða uppstillingunni þá hlýtur það að vera kostur að geta skipt á milli.

    Að þessu sögðu þá spái ég sama byrjunarliði og var í fyrstu 2 leikjunum.

  4. Ég skil ekki umræðuna um Sakho. Hún minnir mig á umræðuna um Balotelli. Það er alltaf verið að horfa í hæfileikana og potentialið og vona að eitthvað gerist.

    Sakho var ótrúlega shaky fyrsta árið sitt hjá liðinu. Aðeins minna shaky í fyrra…en menn tala um hann sem besta varnarmanninn hjá liðinu og óskiljanlegt að hafa hann ekki í liðinu??

    Á 2 árum er hann ekki enn búinn að vinna sér sæti í liðinu, búinn að vera meiddur á 5 leikja fresti eins og Allen.

    Ég hef ekkert á móti Sakho, hann lítur út fyrir að vera besti varnarmaður í heimi. En er hann að spila sem slíkur?

  5. Sakho hefur átt erfitt og ég skil að menn séu að missa trú á honum en ég hef ekki misst hana og var að vonast eftir að hann fengi tæki frá byrjun á þessu tímabili. Lovren var heppinn að vera ekki rekin af velli á móti Stoke og gaf mark á móti Bournemouth sem var ranglega dæmt af að mínu mati. Svo má ekki gleyma Gomez, hann getur lík vel spila þessa stöðu, ég hef ekki trú á Lovren, veit ekki hvað það er alveg en ég held að hann fari eftir þetta tímabil.

  6. Frábært að hlusta á Podcastið, skemmtilegt og gefur manni líf meðan maður bíður eftir næsta leik þó ég sé ekki sammála ykkur í öllu.

    Mitt val á liði fyrir Arsenal leikinn væri þetta:

    Benteke

    Firmino – Coutinho – Ibe

    Can – Milner

    Gomez – Sakho – Skrtel – Clyne

    Mignolet

  7. JESS!!
    Þetta bjargar alveg næturvaktarþunglyndinu í nótt.
    Ekkert sem jafnast á við Magga öskrandi á mann í vinnunni 🙂

  8. Láttu ekki svona, McAteer! Magnús er með bjarta og fallega tenórrödd.

  9. Ég held að það er klárt mál að Sakho er ekki að fara neitt. Hann er alltaf inn í myndinni og næsti maður inn í lið ef Lovren meiðist.

    Þið ágætu síðuhaldarar, eruð nefnilega ekki að fatta eina augljósa staðreynd með Toure. Hann getur líka leyst hægri bakvörð af og þessvegna er hann betri varamannakostur en Sakho sem getur aðeins spilað miðvarðastöðuna. Þetta þýður að það er hægt að hafa fleirri sóknarmenn á bekknum og fleirri sóknarmöguleika ef t.d Liverpool lendir undir.

    Það er ekki eins og þetta sé úr lausu lofti gripið hjá mér. Aftasta varnarlína Arsenal var t.d oft svona á sínum tíma.

    Cole – Cygan – Campel – Toure

    Lehman.

    Toure er sem sagt þaulvanur bakvarðastöðunni og skil ég Rodgers því fullkomnlega, vegna þess að besti varmaðurinn er ekki endilega alltaf besti leikmaðurinn utan 11 manna lið, heldur sá náungi sem getur leyst af flestar stöður eins og t.d Gomez og Toure, sem geta bæði spilað bakvörð og miðvörð.

    Ef Toure væri ekki á bekknum, þá væri enginn til að leysa Clyne af hólmi, því Gomez er búinn að taka bakvarðastöðuna af Moreno.

    Annars fínt podcast hjá ykkur 🙂

    Svo er líka augljóst að Liverpool er ekki að fara að losa sig við Lukas. Henderson og Allen eru komnir á meiðslalistann og Lukas er eina varaskífan sem er eftir til að fara inn á miðjunni, nema þeir ætla að fara að notast við unglinga-akademiuleikmenn sem ég tel frekar hæpið.

  10. Svona liðsuppstillingu væri gaman að sjá:

    Benteke

    Moreno – Coutinho – Firmino

    Can – Milner

    Gomez – Sakho – Skrtel – Clyne

    Mignolet

  11. Arsenal eru með hörkulið og væri ég til að sjá þetta.
    Benteke

    Firminho Coutinho Ibe

    Millner Henderson

    Gomez- Lovren- Skrtel- Clyne

    Mignolet

    Ef við viljum vera varnasinnaðri þá væri hægt að taka Ibe út og láta Can fyrir aftan Millner/Henderson. Málið er samt að Arsenal styrkur er sóknarleikur og þeir gleyma sér stundum í varnarleik svo að ég segji að við verðum bara að reyna aðeins á þá. Ibe hefur ekki verið sanfærandi í byrjun en Arsenal eru mjög hraðir og það væri best að hafa Ibe inná enda hraði og styrkur eitthvað sem hann á nóg af. Firminho er hraðari en Lallana og því vill ég sjá hann byrja.

    Ég veit að margir eru hrifnir af Sakho og er ég einn af þeim hann er flottur varnamaður en það væri ótrúlega heimskulegt að taka Lovren út úr vörninni því að þessi vörn er búinn að halda hreinu í tvo leiki og Lovren hefur verið að standa sig vel. Ég er samt viss um að Sakho mun fá tækifæri til þess að spila og verður hann einfaldlega að grípa tækifærið þegar það gefst.
    Mér fannst Arsenal barnarlegir á móti West Ham í fyrstu umferð en voru mun betri gegn C.Palace og áttu að vinna mun stæra miða við færinn í leiknum. Ég á von á erfiðum leik. Ég tæki 1 stig fyrir fram en vona að mitt lið mætir til leiks og reyni að spila til sigurs.

  12. Er einhver ásæða fyrir því að Liverpool er ekki ennþá búið að fá laugardagsleik? Ég missi alltaf af þessum leikjum og ég er að verða geðveikur!!

  13. Þið ágætu síðuhaldarar, eruð nefnilega ekki að fatta eina augljósa staðreynd með Toure. Hann getur líka leyst hægri bakvörð af og þessvegna er hann betri varamannakostur en Sakho sem getur aðeins spilað miðvarðastöðuna.

    Hlakka til að sjá þig segja þetta aftur ef svo hræðilega óheppilega vill til að Toure spili leik hjá okkur í vetur sem bakvörður! Nei takk, frekar myndi ég vilja Sakho í bakvörðinn.

    Af þeim ca. 15 sem hafa spilað hægri bakvörð hjá Liverpool sl. 2-3 tímabil man ég ekki eftir einum leik með Toure þar og það er ekki tilviljun.

  14. Hver kemur ef Sakho fer? Menn fara varla inn í tímabil med Skrtel, Lovren og útbrunninn Toure?

  15. Mér er sama þó svo að okkar menn séu búnir að sigra tvo leiki og halda hreinu í þeim báðum, “heppnin” var með okkur í bæði skiptin. Fyrri leikurinn vannst með wonder goal sem kom uppúr nánast engu og seinni leikurinn vannst á ólöglegu marki. Í báðum leikjunum vorum við stálheppnir að lenda ekki undir, Glen Johnson fékk dauðafæri sem hann klúðraði meistaralega og löglegt mark dæmt af Bournemouth.

    Tímabilið er nýbyrjað og það þarf skiljanlega að fínstilla liðið. Ég myndi vilja sjá Ings í byrjunarliðinu á kostnað Ibe og spila með tvo framherja. Firminho hefur lítið heillað mig þegar hann hefur komið inn á og ég efast um að hann eigi skilið byrjunarliðssæti á þessum tímapunkti. Ég vill klárlega fá Sakho inn í byrjunarliðið á kostnað Lovren. Lovren hefur í besta falli verið ágætur það sem af er tímabili, fékk aulalegt gult spjald á sig gegn móti Stoke fyrir að olla Diouf og þar að auki átti hann fulla sök á markinu sem var ranglega dæmt af Bournemouth. Lovren er veikasti hlekkurinn í vörninni akkúrat núna.
    Ég held að það sé samt ekki skynsamlegt að fara í einhverjar stórkostlegar breytingar á liðinu fyrir Arsenal leikinn, en ég vill fá Sakho í fyrstu ellefu sem fyrst og þar að auki væri gaman að sjá Ings fá mínútur eða jafnvel start.

    Spennandi tímar framundan, smá hökt í byrjun en ekkert sem við náðum ekki að redda okkur úr. 2 sigrar, 2 mörk og 2 hrein lök. YNWA #teamSakho #hataekkertLovrenSakhobarabetri

  16. Ég get nú bara alls ekki verið sammála Brynjari hér að ofan. Í fyrsta lagi þá er Gomez meiri hægri bakvörður en vinstri, þannig að verandi með Moreno á bekknum, þá væri einfalt mál að skipta honum inn fyrir Gomez og færa Gomez yfir. Ef Moreno væri ekki á bekk, þá er Sakho búinn að spila fleiri leiki í bakverði (vinstri) en Toure undanfarin ár og hefur leyst þá stöðu bara ansi vel (Gomez færður yfir til hægri). Þannig að í mínum huga réttlætir þetta engan veginn að Toure sé tekinn fram yfir Sakho, það eru einhverjar allt aðrar ástæður sem liggja þar að baki.

  17. Hvernig var það, voru ekki Toure og Sakho í sitthvorum bakverðinum gegn Southampton haustið 2013? Það endaði ekkert sérstaklega vel…

  18. Fer að verða smá þreytt….Hvað eru menn að væla með markið sem Bournemouth skoraði?
    alltaf brot!!!! þó lítið sé!!!
    spyrjið alla dómara 🙂

    en markið hjá Liverpool rangstaða 🙂

    takk enn og aftur fyrir flotta síðu og podcast 🙂

  19. Sælir kæru stuðningsfélagar.

    Alveg ótrúlega þykir mér gaman að heyra spjallið ykkar. Alltaf áhugaverðar pælingar.

    En hvað segja menn um lokin á leikmannaglugganum? Að mínu mati eru marg ógert þar, og vantar þar helst góðan markmann. Sá belgíski hefur aldrei heillað mig, og væri ég jafnvel til í að sjá Bogdan milli stanganna á móti Arsenal þangað til betri kostur finnst.

    Liverpool til sigurs, ávallt.

  20. Ég hélt að hingað gætu menn komið og sagt sína skoðun án fordóma. Það virðist ekki vera raunin.

    Ég tel mig hafa ágætisvit á fótbolta, enda aðeins tekið að mér þjálfun yngri flokka. En það er greinilega ekkert á við sófasérfræðinga eins og þennan #20.

    Ég mun hugsa mig tvisvar um áður en ég legg eitthvað fram til málanna á þessari síðu aftur, ef maður getur átt von á svona viðbrögðum.

    Liverpool til sigurs, ávallt.

  21. Kommenti númer 20 verður væntanlega eytt út von bráðar enda fáránlegt.

    Annars langaði mig samt að spyrja þig Kristján, hvað er það við Mignolet sem er svona slæmt í augnablikinu að þú vilt gambla á Bogdan allt í einu á móti Arsenal?

  22. Fjarlægði yfir strikið dónaskapinn

    En ég þekki tvo mikla meistara sem heita Kristján Eldjárn og eiga þeir það sameiginlegt fylgjast það takmarkað með boltanum að þeir halda báðir með Arsenal, velti fyrir mér hvort hér sé sá þriðji mættur? 🙂

    Ef ekki þá er að mínu mati búið að gera of margar stórar breytingar á liðinu á stuttum tíma til að fara breyta um markmann líka og eftir tvö cleen sheet í röð er fráleitt að óska eftir debut frá Bogdan á Emirates… ekki nema maður haldi með Arsenal

  23. Hef ekki ennþá náð að komast í að hlusta á þáttinn en næ því í kvöld. Er samt að velta fyrir mér hvort menn séu almennt á þeirri skoðun að Milner sé nægilega sterkur miðjumaður til að standa vaktina í allan vetur? Ég er hrifin af honum sem leikmanni en efast um að hann nái að færa okkur þau gæði á miðjuna yfir heilt tímabil sem okkur vantar eftir að Gerrard fór til fyrirheitna landsins. Þetta er sagt óháð því hvernig Gerrard var að spila sl. vetur.

  24. Hvenaer er naesta ferd kop.is? Eg og Stjani Eldjarn thurfum ad hittast eftir thetta leidinlega atvik.

  25. Sé á Sky að það er orðrómur um að lána Lucas til Besiktas. Þetta finnst mér skrítið.

    Þrátt fyrir að vera ekki byrjunarliðsmaður lengur þá myndi ég halda að það væri frábært að hafa Lucas á bekknum til að koma inn í erfiðum leikjum þegar þarf að verja forystu og skella í lás. Ég var langt frá því viss um að Liverpool tækist að halda út á heimavelli með 1-0 á móti Bournemouth. Hvað þá á móti sterkari liðum.

  26. Mig langar eiginlega að fá nánari útlistingu á því hvernig menn halda því fram að ekki hafi verið brotið á Lovren í markinu hjá BM?

    Ef farið er eftir reglum þá eru þær á þann veg að leikmaður er fundinn brotlegur ef hann notar hendurnar gegn öðrum leikmanni sem og bolta (fyrir utan markmann). Semsagt, með því að setja hendur á herðar leikmanns sem er að berjast um sama skalla bolta þá eru bæði að halda honum niðri og hífa þig hærra. Þetta þarf ekki að vera mikil snerting en á þetta hefði líka verið dæmt á miðjum vellinum eftir útspark. Mjög einfallt.
    Ef að það er einhver sem getur sýnt mér fram á það að leikmaður BM hafi ekki hagnast af því að vera með hendurnar á öxlum Lovren, endilega hendið því hérna inn.

    Þetta Podcast bjargaði alveg vinnudeginum, það er alveg á hreinu.
    Verð að vera sammála SSteini með leikform leikmanna, btw ATVINNUMANNA í fótbolta. Er það einfaldlega eðlilegt að leikmaður, sem var að spila á móti um sumarið sbr. Firmino, sé ekki tilbúinn til þess að spila í 50 – 60 mínútur. Núna koma sófaspekingarnir alveg gargandi á móti mér, ég veit, en það er hinsvegar verið að tala um menn sem eru að spila einn leik á viku og æfa á hverjum degi til þess að vera í standi fyrir leiki og hafa gert það í nokkur ár.
    Finnst þetta furðulegt.

    Hinsvegar tek ég þeim rökum þegar menn tala um að liðið sé að spila sig ennþá saman og þessháttar. Benteke er sjálfgefinn í liðið í upphafi móts þar sem þetta er leikmaður sem þekkir deildina og er greinilega mjög fær í að lesa leikinn, líkt og Maggi kom inná. Firmino og Origi eru auðvitað að koma úr öðrum deildum og þekkja samherjana lítið og þurfa þeir klárlega tíma. Clyne og Milner voru í deildinni fyrir og hafa spilað með nokkrum þeirra áður.
    Hvað eru þessir leikmenn sem hafa ekki þol í 50 mínútur í upphafi móts verið að gera yfir sumartímann? Detta þeir í það sama og við sófaspekingarnir, drekkum bjór, horfum á þætti og fáum okkur burger? Getur vel verið en ands….hafi það, er þolið bara horfið á þessum tíma?

    Sakho vs Toure umræðan finnst mér svo mjög hlægileg þar sem einhverjir reyna að réttlæta það að Toure eigi að vera þarna en ekki Sakho. Sakho var byrjunarliðsmaður hjá Frökkum og PSG áður en hann kom til okkar en hann hefur jú verið óheppinn með meiðslu seinustu tvö árin. Þetta er hinsvegar leikmaður sem maður myndi vilja sjá vörn vera byggða í kringum. Fljótur, stór, sterkur og les leikinn vel. Hans galli er hinsvegar hvað hann er agalega viltur en ég held að það sé vegna þess hve ungur hann er. Má vel vera að hann lagist ekkert með það en ég vill hann í liðið. Auðvitað er engin ástæða til þess að breyta vörninni eins og er þar sem tvö clean-sheets eru komin í hús, 100% record. Hann er hinsvegar framtíðarmaðurinn í þessa stöðu. Einfalt mál.

    Can er svo annar leikmaður sem á eftir að springa út og menn verða að fara að sjá að hann er bara 21 árs, hann er ekki 27 þó svo að útlitið segi það. Ungur leikmaður sem er enn á uppleið og á margt eftir að læra. Muniði hvernig Henderson var á þessum tímapunkti á ferlinum? Hvar er hann núna? Tími, tími, tími.

    Þetta er orðið í lengri kanntinum hjá mér svo að ég set punktinn hérna, þangað til seinna.

    YNWA – Rodgers we trust!

  27. Gerrard ætti að gera eitt góðverk til viðbótar fyrir Liverpool og lokka Balotelli í MLS. Þarna eru allskonar has beens samankomnir og þótt að Balotelli sé ekki orðinn 25 ára þá fellur hann í þann flokk.

  28. A eftir að hlusta a podcastið en ef að Lucas er að fara þá hljótum við að kaupa klassa miðjumann.

  29. Nú er bara breaking á twitter að Liverpool sé búið að bjóða Sakho langan samning, 5 ár! 🙂

  30. Mikið væri þessar Mikkitaríjan fréttir æðislegar ef það er einhvað til í þessu slúðri. Frábær leikmaður sem myndi bæta hópinn okkar til muna. Aftur á móti þurfum við kannski ekki fleiri menn í þessa amc stöðu, en hey, eru ekki öll stórliðin í kringum okkur með frábæra leikmenn á bekknum?

  31. Já ansi spennandi þetta nýja slúður með Mikkitaríjan, frábær leikmaður sem myndi klárlega styrkja liðið okkar.
    Getur hann ekki líka spilað á miðri miðjunni ef hann væri t.d með Milner eða Can með sér ?

  32. Mkhitaryan-Coutinho-Firmino
    Hljómar of vel, væri geggjuð kaup

  33. Kannski er mig að misminna, en mig minnir að Toure hafi einmit komið inn á sem varamaður í einhverjum leik og leyst af bakvarðasvæðið hjá Liverpool í einhverjum hluta af leik. Verr og miður get ekki bent á nákvæmlega í hvaða leik, því það var þónokkuð síðan. Allavega sé ég ekki nein önnur rök fyrir því afhverju Toure ætti að vera valinn fram yfir Sakho í hópinn nema einfaldlega út af því að Sakho er ekki í nægjanlega góðu formi og er ekki að standa sig nógu vel á æfingum eða er meiddur, því Sakho er einfaldlega betri miðvörður en Toure.

    En þegar ég skoða reyndar bekkinn í síðasta leik, Bogdan, Toure, Firmino, Moreno, Can, Origi, Ings, Þá gæti Can líka leyst hægri bakvörðinn af hólmi og svo gæti Moreno farið vinnstri bakvörðinn og Gomez í hægri ef Clyne meiðist. Milner gæti meira að segja farið í þessa stöðu, ef það væri einhver stórvægileg krísa. t.d í lok leikja, þannig að nóg er til af valmöguleikum.

Liverpool 1-0 Bournemouth

Opinn þráður – Mikhitaryan o.fl.