Swindon 1 – Liverpool 2

Svipað og í gær.

Hægur fyrri hálfleikur þar sem við fengum fullt af færum sem við nýttum illa en miklu betri seinni hálfleikur.

Hápunkturinn klárlega magnað mark hjá Benteke en neikvæðast afskaplega lélegur varnarleikur þegar Swindon jafnaði. Heilt yfir ágætis leikur og flott fyrir nýju mennina að vera komnir í treyjuna og af stað.

Bestu leikmenn:

1) Sakho – 2) Can – 3) Benteke – 4) Teixeira.

Erfiðast hjá:

1) Moreno – 2) Markovic

Eftir þennan leik er komið að deildinni og ef ég væri Rodgers myndi ég stilla upp byrjunarliðinu í gær en skipta Sakho inn fyrir Lovren og Benteke fyrir Ings.

Lýsing hér að neðan:

Einn í gær og annar í dag.

Núna klukkan 15:00 spila okkar menn við Swindon Town á útivelli og er það allra síðasti leikur undirbúningsins. Enginn þeirra sem lék í gær er með í dag en liðsskipanin er svei mér bara meira spennandi í dag en þá!!!

Byrjunarliðið:

Mignolet

Arnold – Toure – Sakho – Moreno

Lucas – Can
Markovic – Allen – Firmino

Benteke

Veit annars ekkert um þennan hægri bakvörð, Arnold…hann er ekki einu sinni á opinberu skránni okkar nema bara með nafn!

Bekkur: Fulton, Cleary, Ojo, Chirivella, Maguire, Kent. Hér eru þó tveir frá finnsku heimsókninni þeir Chrivella og Maguire sem áttu báðir fína innkomu.

Ég reyni að uppfæra þennan þráð eitthvað en verð þó ekki með bæði augun alltaf á honum. Treysti á spjallara að lýsa í athugasemdum!

Skipting

Joe Allen lenti í samstuði á 12.mínútu og þurfti útaf. Í hans stað kemur Portúgalinn Teixeira sem fær nú séns á að minna á sig.

Hálfleikur 0-0

Ekki ósvipað og í gær. Liverpool sterkari og Benteke, Firmino og Markovic gætu verið búnir að skora en býsna sloppy afgreiðslur í öllum tilvikum. Augljóst að menn þekkjast ekki mikið inni á vellinum en það koma bjartir punktar inn á milli. Can bestur í fyrri hálfleik finnst mér og Firmino og Teixeira líflegir í sóknarleiknum. Vörnin lítið fengið á sig en bæði Toure og Sakho að fá á sig klaufabrot sem ekkert hefur þó komið úr. Vonandi bara eins og í gær, betri í seinni.

1-0 Benteke á 48.mínútu

Þvílíkt mark! Vonandi bara það fyrsta af mörgum sem mun sannfæra okkur um mikilvægi hans. Tók lausan bolta á kassann á vítateigslínunni með bakið í markið og klíndi hann í netið í snúningnum. Algerlega frábær tækni og algerlega óverjandi. Frábært!!!

1-1 á 63.mínútu

Lucas tapar boltanum illa á okkar helmingi, framherji leggur á hægri væng, Moreno alltof langt frá vængmanninum sem klínir honum í fjær. Algerlega okkar gjörð…

2-1 Sheyi Ojo á 87.mínútu

Eftir að markmaður Swindon, sem er okkar maður Vigoroux að reyna að komast á lán þarna, hefur átt frábæran leik hefði hann átt að gera betur þegar Ojo tekur langan bolta á kassann og neglir af 30 metra færi. Vigoroux ver boltann upp í loftið og svo dettur hann í fjærhornið. Vel gert hjá Ojo sem hefur verið mjög líflegur eftir að hann kom inn fyrir Benteke.

71 Comments

  1. Sýnir best hvað Balotelli, Borini og Enrique eru út úr myndinni fyrst þeir komast ekki einusinni á bekk á meðan gaur sem við höfum ekki heyrt nefndan áður er í byrjunarliði.

  2. Takk Gummi….góða skemmtun Poolarar nær og fjær…edrú og blindfullir…grænmetisætur og pepperonielskendur!

  3. Einhver með eitthvað annað stream en þetta hér að ofan(gengur hálf ílla hjá mér)

  4. Fór Allen strax útaf eða byrjaði hann ekki? Og hver númer 12 sé hann ekki nógu vel

  5. Er Gummi #13 sami maður og Gummi #11 eða #12? Ég er alveg hættur að botna í þessu og er ekki einu sinni fullur!

  6. Ég er hrifinn af Texeira – vil frekar hafa hann á bekknum í vetur en Allen.

  7. Fínasti fyrri hálfleikur vantaf bara að klára færinn. Texeira og Firmino hafa sérstaklega heillað mig í fyrri hálfleik

  8. Mér finnst E.Can ekki vera að heilla mig. Mér finnst hann oft taka kolrangar ákvarðanir með boltan. Benteke og Firminho stundum aleinir við hliðinn á honum og hann reynir að fara erfiðuleiðina og leitar oftar en ekki eftir tækifæri fyrir sjálfan sig að keyra á vörnina.
    Stundum virkar það og þá fær hann hrós fyrir áræðni og kraft. Þótt að kannski sendinginn á galopna men fyrir framan hann hefði verið bæði auðveldari og fljótlegri leið að setja vörnina í vanda en oft virkar þetta ekki.
    Hann virkar líka á mig sem leikmaður sem setur allt á fullt með boltan en vinnsla án hans bæði í vörn og sókn er ekki eins mikil.
    Ég vona samt að hann eigi eftir að vera frábær á tímabilinu og bæta sig mikið enda en ungur að árum en ég er ekki tilbúinn að fara á E.Can vagninn alveg strax þótt að margir hafa gert það.

    Í sambandi við þessa fyrstu 45 mín þá fékk Liverpool mörg tækifæri til þess að skora eða skapa sér meira en það er kannski skiljanlegt að menn ná ekki saman eftir einn leik.
    Mér finnst líka að Markovich vanti smá sjálfstraust því að hann er klár spilari en virkar á mann eins og að hann hafi allar áhyggjur heimsins á herðunum.

  9. Ekki sáttur með þennan Benteke. Seljum hann í janúar. Gaurinn getur bara skallað.

    #sokkur

  10. Er thetta ekki bara einn stór misskilningur ad Moreno sé varnarmadur?

  11. Hef aldrei skilið þessa ást sem margir stuðningsmenn LFC hafa á E.Can. Finnst hann ekki hafa sýnt merkilega hluti í Liverpool treyjunni. Ungur og efnilegur er hann en ekki meira en það.

  12. Vandamálið í vetur verður Varnar miðjumaður.
    Lucas er í besta falli meðal maður í þessa stöðu. Á sína solid leiki en er stundum klaufalegur að brjóta, er ekki hraður og sendingarnar eru oftar en ekki annað hvort eða. Stórkostlegar eða skelfilegar.
    Joe Allen/Henderson/Millner eru einfaldlega ekki varnar miðjumenn.
    E.Can er eiginlega of hægur og hugsar meira að sækja heldur en að verjast.

    Ég held að Rodgers verði mest með Henderson/Millner á miðsvæðinu án varnar miðjumans en það koma leikir sem hann spilar með svoleiðis leikmann.
    Didi, Mascerano og Alonso spiluðu þessa stöðu stórkostlega á sínum tíma(Alonso var reyndar líka stundum framar með Gerrard) en varnarlínuni okkar vantar stundum meiri hjálp og ég held að þetta verður vandræðastaða en eitt árið.

    Það er svo óskiljanlegt að Liverpool sé ekki búið að skora 4-5 mörk í þessum leik. Fullt af tækifærum .

  13. fínir þessu ungu. teixiera, kent og ojo. sammála #32 – hann er efnilegur en ekki það merkilegur. kannski kemur það síðar. frekar að þessi pedro gaur gæti verið eitthvað seinna meir.

  14. Ömurlegt að sjá standið á Moreno, Markovic og Lucas svona rétt fyrir mót.

  15. Moreno fór seint á stað.
    Lucas er alltaf í þessu standi.
    Markovic hefur verið mjög duglegur að hlaupa fram og tilbaka. Átti eina frábæra sendingu sem spuldraði vörnini og hefur verið nokkuð líflegur þótt að hann hefði átt að gera mun betur í sendinginu á Benteke og skotinu sínu.

  16. Hversu pirrandi er að horfa á Lazar spila. Sé hann bara ekki meika það hjá LFC, virðist ekki geta gert neitt rétt drengurinn…. Lucas er frábær fótboltamaður í skrokk sem er búin á hæsta level. Ég var nokkuð ánægður með Moreno og hef en trú á honum…

  17. Þetta eru æfingaleikir en það er augljóst að við erum með breiðari hóp en í fyrra.

    Benteke og Firmino eru mikil styrking.

    Þetta Fashanu mark yljaði manni 🙂

    Hef áhyggjur af vörninni. Moreno er enn í vandræðum með að loka á leikmenn og hann verður að laga það hratt.

    Sakho er besti miðvörðurinn okkar og ég skil ekki af hverju Rodgers ætlar að byrja með Skrtel og Lovren.

    Frábært að sjá þessa ungu stráka. Arnold, Kent, Ojo og við þurfum að ekki að kaupa Pedro við eigum einn 🙂

    Fannst frammistaða Lucas, Can og Markovic vera mjög sveiflukennd. Vonandi finna þeir fjölina.

    Texeira er leikmaður sem getur spilað og verður spennandi að fylgjast með því hvort hann fær tækifæri í vetur.

    En hvar er Ilori? Er búið að setja hann í herbergið með Balo, Borini og Jose?

    Aðalatriðið er þetta að við getum verið hóflega bjartsýni á tímabilið. Við verðum í baráttu um að komast í meistaradeildina. Félagið er á réttri leið.

    Stækkunin á Anfield er stórmál og við erum með stóran hóp af ungum leikmönnum sem geta náð langt.

    Spurning hvort við eigum ekki að kippa þessum Rodgers litla yfir 🙂

    YNWA

  18. #Maggi

    Þulir á LFC tv sögðu eftir leikinn að hægri bakvörðurinn, Arnold, væri 16 ára og uppalinn hjá Liverpool. Tóku einnig fram að hann væri “Scouser” þannig að hann er með þetta!

    Einnig að Allen væri með “hamstring” og frá í 4 – 6 vikur.

  19. Gaman að sjá þessa bestu menn leiksins, Sakho, Can og Benteke, allt menn sem ég vil sjá eigna ser byrjunarliðs sæti hjá Liverpool. Hef haft áhyggjur af stöðu Can og þetta eru því góðar fréttir…

  20. Sakho og Can áttu nú ekki merkilegan leik.
    Það reyndi lítið sem ekkert á Sakho allan leikinnn og Can átti 1-2 spretti með boltan en virkar of þungur án hans.

  21. Swindon getur þakkað markmanninum sínum fyrir að þessi leikur tapaðist ekki miklu stærra… HEY við eigum hann 😉 Og þetta er leikmaður sem í tottenham vildi ekki ( allavega rann samningurinn hans út hjá þeim)

  22. Ég sá nú bara seinni hálfleik en mikið skelfilega var Can lélegur og Markovic lítið betri. Alltof seinn að koma með sendingarnar. Í raun var enginn þarna í seinni hálfleik gat mikið eða vakt hrifningu nema Benteke sem var samt ansi ryðgaður.

  23. Ég er dálítið smeykur um að undirbúningstímabilið hafi ekki verið nógu vel skipulagt með liðið að leiðarljósi. Ekkert er betra en að tapa á undirbúningstímabilinu svo hægt sé að herða skrúfurnar.
    Ég óttast að menn hefji leik á afturfótunum á móti Stoke og það er andlegur skelfingur sem gæti setið í mönnum nokkrar umferðir.
    En vonandi eru menn að smella á Melwood og verða tilbúnir.
    Prófsteinn BR á andlega hlutanum í fyrsta leik, eru menn alvöru menn eða mýs?

    Ég fylgist spenntur með, það er víst.
    YNWA

  24. Ágætis leikur. Geggjað mark Benteke. Can og Sakho öflugir og voru mærðir af flestum marktækum miðlum sem fylgdust með en það skyggir ekki á svartholssól sumra hér frekar en fyrri daginn 😉 Teixera heldur áfram að hjálpa sínum málsstað og ég gruna Firmino um að ætla að mata Big Ben spikfeitan í vetur. Geggjað tímabil framundan.

    ynwa

  25. Fínt að þetta undirbúningstímabil er senn á enda en það er þó eitt sem ég skil ekki alveg. Af hverju við erum að spila við þessu slöku lið en flest önnur stór lið í deildum Evrópu eru að spila á móti alvöru andstæðingum. Held menn komi bara gíraðir inní einhvern Swindon bolta í byrjun tímabils og taki nokkra skelli.

    Vonandi hef ég rangt fyrir mér samt.

  26. #52
    Einmitt. Ég velti fyrir mér hvort lok síðasta tímabils hafi farið svo illa með sjálfstraustið í leikmönnum að sigrar á undirbúningstímabili hafi vegið þyngra en ella. Ásamt fénu að sjálfsögðu. Þarf alltaf að vera fé?

    ynwa

  27. Það er ekki eins og sigurinn á Dortmund í fyrra hafi verið ávísun á velgengni…

  28. #52 & #53

    Prófið að bera saman undirbúningstímabilin í fyrra og svo árið þar áður.
    Í fyrra spiluðum við AC Milan, Olympiacos, Man City, Man Utd, Dortmund og Roma, allt saman topp lið í Evrópu

    Árið áður spiluðum við Preston, Indonesia XI, Melbourne Victory, Thailand, Olympiacos, Vålerenga, Celtic og Shamrock Rovers. Olympiacos stendur þarna uppúr, en annars lið á svipuðu kaliberi og við höfum verið að spila við í ár.

    Hvort tímabilið gekk betur, 2013/14 eða 2014/15?

    Fólk þarf að fara að átta sig á því að þessir pre-season leikir skipta ROSALEGA litlu máli, þeir eru einfaldlega til að ná upp hlaupa og leikformi.

  29. Ég skil ekki þessa ást á sakho og á móti hvað menn hafa svona mikið á móti lovren eru báðir með sömu veikleika algerir klaufar . En tæknilega séð finnst mér lovren mun skárri og veðja allan daginn frekar á lovren setji hann i fóstum leikatriðum. Benteke og Ings vill ég sjá saman frammi sá sem vill meina það að benteke eigi strax að vera tekin framm yfir ings sá bara markið hans í gær fyrir utan þetta mark var hann ekkert serstakur hvað er ings buin að skora 4-5 og duglegur að koma sér i færinn. En bara það sem mér finnst:)

  30. #55
    Þetta veit ég og Rogers er duglegur að taka fram að þetta snúist um að koma skrokkunum í gang og ég er nokk viss um að hann sé skarpari en ég í þessum málum.

    ynwa

  31. Svo má líka benda á að Chelsea tapaði 4-2 fyrir NY Red Bulls núna fyrir stuttu, og City tapaði líka 4-2 fyrir Stuttgart. NY Red Bulls og Stuttgart myndu seint flokkast í einhverjum meistaradeildarklassa, en ég sé engan spá City/Chelsea öðru en baráttu um titilinn.

  32. Það er reyndar álitamál hversu miklu máli undirbúningstímabilið skiptir:

    “The poorer the pre-season, the poorer the 38 games after; likewise, the more impressive preparations paved the way for good seasons.”
    http://www.liverpoolecho.co.uk/sport/how-much-good-pre-season-matter-7446323

    Alveg spurning hvort þetta sé tölfræðilega marktækt. Einn munur á undirbúningstímabilinu í fyrra og núna virðist vera sá að Brendan er minna að hræra í mannskapnum á milli leikja (Swindon leikurinn auðvitað undantekning vegna tímasetningarinnar). Hann virðist því hafa skýrari hugmynd um hvaða kjarnalið hann hyggst nota í vetur. Hann notaði t.d. 23 leikmenn í einum leik í fyrra (tapleik gegn Brondby), hann hefur vissulega skipt út mönnum í hálfleik í leikjunum núna en alls ekkert í líkingu við Brondby-leikinn. Það eitt vekur manni smá bjartsýni. Svo er líka alveg spurning hvort andstæðingurinn í svona vináttuleikjum skiptir einhverju máli. Við burstuðum Dortmund í fyrra, sem gaf vissulega tóninn fyrir gengi Dortmund í þýsku deildinni í fyrra en gaf hins vegar kolranga mynd af stöðunni hjá Liverpool. En það má auðvitað endalaust velta þessu fyrir sér. Ég er allavega mun rólegri yfir þessum vetri en vetrinum í fyrra, þó ég eigi ekki von á miklu meiri afrekum en baráttu um 4. sætið. Ef allt gengur að óskum var veturinn í fyrra svona “transition period”, og þetta ár verður grunnurinn að uppbyggingu næstu ára. Nú veltur allt á því að Brendan haldi rétt á spöðunum og vonandi tekst honum það, ég nenni ekki meiri umbyltingum í bili.

  33. Veit einhver hvenær stækkunin á Anfield á að klárast? verður völlurinn tilbúinn fyrir tímabilið?

  34. Það væri gaman að fá álit pennanna á varnarleik liðsins í næsta podcasti. Lítið hefur reynt á varnarleik á undirbúningstímabilinu og líkt og Ian Rush segir þá eru allar líkur á því að staðan fyrir framan öftustu fjóra verði vandræðastaða. Þessar áhyggjur hafa líka komið fram á öðrum miðlum t.d: http://www.empireofthekop.com/2015/07/28/a-pressing-concern-going-into-the-new-season/

    Eins og Brendan Rodgers virðist ætla að leggja þetta upp, þá er enginn af þremur miðjumönnum hefðbundinn “djúpur”, “fjarki” “Makelele-týpa”. Hann vill hafa tvo miðjumennina á fullu í vörn og sókn (box-to-box). Þriðji miðjumaðurinn verður væntanlega fyrir framan þessa tvo (Coutinho eða Firmino), hugsanlega í einhverjum tilfellum fyrir aftan þá. Miðað við allt undirbúningstímabilið þá verða Milner og Henderson þessir menn. Can og Lucas munu síðan eitthvað koma þarna inn.

    Stóri gallinn er þessi: Rodgers leggur líka upp með bakverðina mjög hátt sem skapar endalaus vandræði í varnarleiknum og þá aðallega fyrir miðverðina – eins og ég man að Maggi setti upp í lærða grein hérna fyrir ekki svo löngu. Það skiptir síðan engu máli hvort það séu Lovren eða Sakho sem verða með Skrtel, allir eiga þeir eftir að líta illa út. Þetta er feill í kerfinu hjá Rodgers og hefur alla tíð verið. Annað hvort duga Henderson og Milner í þetta hlutverk og þá er kerfið í lagi eða að þeir eru ekki eins ofurmannlegir eins og manni sýnist helst þetta kerfi fara fram á og þá klikkar þetta. Hinn möguleikinn er að Skrtel og félagar ýti varnarlínunni mjög hátt en þeir eru varla nógu fljótir til að ráða við það. Mæli með þessari grein á empire of the kop og líka grein Magga (sem ég finn ekki).

  35. Hver er sta?an á Sturridge? Væntanlega meiddur en hvenær kemur hann til baka ùr mei?slum?

  36. hvernig stendur á því að sturridge sé alltaf fjarverandi i 4-5 mánuði ?, er búkurinn hans lengur en aðrir líkamar að ná heilsu siðast þegar eg vissi ertu 3 vikur að jafna þig á beinbroti og hann hefur aðalega verið að glíma við ehv vöðvabólgur og þeir eru með heilt sjúkraþjálfaralið alltaf þegar drengurinn meiðist er eins og hann sé á endurhæfingardeild og reyna að læra að labba uppá nýtt

  37. En talandi um Benteke og næsta leik: nú er vitað að Benteke skorar að meðaltali í öðrum hverjum leik. Hann skoraði í síðasta leik, og skorar því ekki í þeim næsta (ekki lýgur tölfræðin) og því þýðingarlaust að spila honum þá. Sama gildir svo um næsta leik þar á eftir (sem yrði þá næsti leikur Benteke), þ.e. að hann ætti ekki að skora í þeim leik heldur. Verður þá ekki bara að selja hann?

    /s

  38. Sæl og blessuð.

    Ég horfði á þessi skot og verð að segja að Kristján Benedikt má standa sig betur ef féndur eiga ekki að fá að syngja um hann: ,,hvílík peningasóun!”. Þetta mark var vissulega fallegt en engin pressa var á honum og tíminn ærinn. Honum tókst að klúðra mörgum færum og ég vona bara að hann verði með meira blóð í tanngarðinum nú þegar við mætum hinum illskeytta Þrótti um helgina.

    Firmino er sprækur en maður er skíthræddur um lappirnar á pilti.

  39. Smá off-topic. En hvað skýrir þessa þriggja manna útilokun Balotelli og félaga?

    Þessar aðgerðir virka nokkuð harðar, það eina sem mér dettur í hug að hjá þeir hafi verið í einhverjum “berjast fyrir sæti sínu gír” og þetta séu viðbrögð til að lauma fararsniði í huga þeirra og umboðsmanna. Er eitthvað annað í gangi?

  40. Það er alveg merkilegt hvað allir þessir leikmenn lita vel út á youtube myndböndum!
    rosalega tekniskir og hraðir allir. það er bara hálf sagan.

HJK Helsinki 0 – Liverpool 2

Mánudagsmolar – Opinn þráður