Kop.is Podcast #89

Hér er þáttur númer áttatíu og níu af podcasti Liverpool Bloggsins!

KOP.is podcast – 89. þáttur

Þið getið hlustað á þáttinn beint með því að nota spilarann hér fyrir ofan en þið getið líka smellt á DOWNLOAD-takkann og sótt mp3-skrána ykkur til hæginda. Einnig er hægt að gerast áskrifandi að þættinum á iTunes með því að setja þennan link, í RSS-áskrift undir podcast-lið iTunes.

Ég (Babú) stýrði þættinum að þessu sinni og með mér voru Kristján Atli, Eyþór og þessi meistari.

Í þessum þætti ræddum við Christian Benteke, æfingaleiki í Ástralíu og það hvernig hin toppliðin á Englandi eru að styrkja sig í sumar.

29 Comments

  1. Er ekki ástæðan fyrir því að Ilori er ekki með sú að hann spilaði alveg fram í úrslitaleik EM u21 ?

  2. Smá leiðrétting, Ilori var að spila með U21 liði Portúgals, hann er ekki meiddur.

  3. Ég tvískipti þessari deild í tvær gerðir af leikjum. Í hefðbundna leiki og svo í stórleiki.
    Fyrir mér eru tólf stórleikir. Tíu af þeim leikjum eru gegn stórliðinum fimm sem þið nefnduð í Brodcastinu og svo eru tveir leikir gegn Everton. Í þessum tólf leikjum eru þrjátíu og sex stig í boði og í þeim leikjum er mjög erfitt að gera sér úrslit í hugarlund fyrirfram.

    Í hefðbundnu leikjunum eru sjötíu og átta stig í boði. Sagan hefur sannað að í þannig leikjum gefur ekki góða raun að vanmeta lið sem teljast í þann flokk. Allir geta nefnilega unnið alla í ensku úrvalsdeildinni.

    Mér sýnist 70 stig ættu að duga til að ná meistaradeildarsæti.

    það þyrfti því svona sirka fimmtíu og fimm stig úr hefðbundnum leikjum og fimmtán stig úr stórleikjum, til að ná sjötíustiga markinu.

    Er það raunhæft ? Já það er raunhæft ef menn ná að spila sér vel saman og leikmannakaupinn hafa gengið upp.

    Eitt er ljóst. Ekkert af þessum hundrað og fjórtán stigum sem eru í boði í vetur, er gefins eða auðfengið.

  4. Auðvitað var Ilori í fríi. Ég sagði það fyrr í þættinum þegar ég taldi upp að hann og Can voru í U21-mótinu en hálftíma seinna var ég farinn að blaðra um að Ilori væri að missa af vegna meiðsla.

    Algjört brainfart hjá mér. Ekki í fyrsta sinn, svo sem, í þessum þáttum. 🙂

  5. Það vantar ekki mikið til að liðið verði tilbúið fyrir tímabilið. Ganga frá þessum Benteke kaupum og ég væri mjög til í að fá ellismellinn Cambiasso frítt til að auka breiddina í varnartengiliðnum. Hann er enn frábær leikmaður sem væri gott að hafa í hóp.

  6. Þetta Benteke mál er svo sannarlega í stíl við lífstíl okkar Liverpool manna. Hann verður tilkynntur á morgun, á morgun, á morgun. Hver kannast ekki við þessa klassik, á næsta ári, á næsta ári, á næsta ári.

    Ég vona að þetta Podcast verði ekki sett í sögubækurnar fyrir frammíhlaup aldarinnar.

  7. Eg veit ekki hvar eg a að setja þetta en ludogortez liðið sem liverpool strögglaði með að vinna i CL i fyrra datt ut i fyrstu umferð CL i gærkvöld gegn “stórliðið” Milsami eg held að það lið se fra Moldoviu. vildi bara koma þessu að.
    Annars er eg að klára að hlusta a þatt commenta svo a hann 🙂

  8. Flott podcast annars og sammála ykkur að mestu leiti. Eg veit að fæstir eru ánægðir að hafa Joe Allen en hann er ekkert a förum. Eg held að Allen fari ekki fra Liverpool fyrr en Rodgers muni fara fra liðinu.
    Varðandi Arsenal, þa myndi eg segja að þeir þyrftu fyrst og fremst miðvörð. Einhver veginn held eg að þeir seu að leita af þvi, frekar en framherja. Giroud var mjög góður i fyrra og er lítið meiddur. Asamt hafa þeir Walcott og Welbeck, svo hafa þeir eflaust einhverja efnilega.
    Með Man utd held eg að þeir seu að fara selja nuna aðeins en ef þeir fa Loriente þa er það ekki mikil styrking, hann hefur litið getað Juve.
    Eg held að þetta gæti alveg klikkað hja Man Utd og þeir fa aldrei Ramons nema þa missa De Gea, finn það samt a mer að Ramos verði gerður að nýjum fyrirliðað Real og verði þar afram.
    Að lokum held eg að city gæti alveg klikkað þeir þurfa klárlega að fa ser miðvörð og bakverði, svo er Yaya orðinn eldri.
    Við eigum alveg sens í þessi lið, en til að það takist upp þurfum við að hætta tapa stigum a heimavelli gegn minni spámönnum og vinna flesta leiki gegn liðum sem eru fyrir neðan okkur i deildinni.

  9. Ég gleymdi heyrnartólunum heima. Ekki nennir einhver að vippa podcastinu yfir í textafrom?

  10. Jæja nú er myndalbúm komið inn af fyrsta degi Firmino á Anfield… Á ekkert að fara að henda í staðfestingu á Benteke? Hefði haldið að það yrðu myndir af þeim tveim saman.

  11. úff….ég er búinn að refressa frameftir öllum degi að býða eftir staðfestingu Kop-verja á Benteke…
    Hnúturinn bara stækkar og stækkar ” tókst strákaulunum að jinxa þetta í drasl” :p

    Er ekki bara verið að bíða eftir að nían hans Lambert’s losni 😉

  12. Liverpool eru búnir að styrkja liðið fyrir komandi tímabil en ég held samt að við náum ekki topp fjórum í ár og ástæðan að liðin sem enduðu fyrir ofan okkur eru bara töluvert sterkari en Liverpool.

  13. Persónulega finnst mér leikmennirnir sem hafa verið keyptir benda til þess að skilgreind hugmyndafræði sé að baki.

    Benteke er til dæmis frábær leikmaður og samanburður við Andy Carroll er, að mínum dómi, eins og að bera saman Ellingsen grillið, sem ég keypti fyrir nokkrum árum, og Weberinn sem ég keypti í vor. Bæði stór og rándýr en Weberinn virkar miklu betur (grillarar vita hvað ég á við).

    Firmino er klassi, Ings er til alls líklegur, Milner er leikmaður sem hleypur 11-14 km í leik, Clyne er fyrsta flokks bakvörður og aðrir leikmenn lofa virkilega góðu.

    Ég hef líka verið að freista þess að teikna upp hvað ManU er að gera og, ólíkt þeim í podkastinu, skil ég hvorki upp né niður í hvað er í gangi á þeim bænum. Sjálfsagt mitt vandamál en að hrúga inn miðjumönnum, ítölskum bakverði og vonarstjörnu frá Hollandi er ekki alveg að meika sens nema að eitthvað annað og mikið sé í uppsiglingu.´

    Ég hef áður sagt það og stend við það að Van Gaal er guðsblessun fyrir önnur góð lið í EPL. Útbrunninn hrokagikkur eins og málið horfir við mér. Innkaupin og leikmannavandræðin segja allt sem segja þarf. Hafið þið heyrt RVP ræða um þennan náunga? Afhverju er DeGea nánast á hnjánum að komast burt? Di Maria er snillingur í fótbolta en afhverju er hann eins og ég á þriðjudegi eftir verslunarmannahelgi sem leikmaður ManU? Hefur einhver heyrt einhvern tala um Van Gaal sem marktækan stjóra síðustu 5 ár?

    #hasbeenforvever.

    Að ræða um ManU í einhverju stórkostlegu endurreisnarferli undir stjórn Van Gaal er svipað og að ræða um reisa við heilbrigðiskerfið undir stjórn Bam Margera.

    #fáviti

    Ég hef ekki skipt um skoðun á Brendan Rodgers. Hann er ekki nógu góður stjóri fyrir Liverpool. Þó kveikir vonarneista að maður greinir vott af strategískri hugsun, bæði með vali á aðstoðamönnum og innkaupum, og svo er bara að vona það besta og búast við því versta.

  14. Samkvæmt áræðanlegum heimildum strönduðu viðræður um kaup á Benteke vegna þess að Forráðarmenn Liverpool töldu sig ekki hafa efni á að kaupa fyrir hann strætókort til og frá æfingum.

  15. Á meðan beðið er eftir Bendtner afsakið Benteke. Þá langaði mig að spyrja fræðingana hvort einvher viti hvað er að gerast í leikmannasölum? Við sitjum enn uppi með Lambert, Borini og Mario B.

    Lambert fór í æfingaferðina og ekkert að því að hafa hann eitt ár í viðbót að mínu viti ef hann er til í alvarlega bekkjarsetu. Virkar fínasti náungi og er með stórt Liverpoolhjarta.

    Borini er kannski auðseljanlegastur en einhverra hluta vegna ganga kaupin frekar hægt fyrir sig í kringum þennan leikmann. Spurning um að skipta um umboðsmann.

    Balotelli – það fer hrikalega í pirrurnar á mér að einu liðin sem eru nefnd líkleg eru ítölsk lið að reyna fá hann á lánssamningi. Hvað haldiði sitjum við uppi með Mario á bekknum í vetur?

  16. #8 Dúddi !!!!

    “Benteke verður kynntur í dag”

    Ég sem hélt að Dúddi væri með þetta allr á hreinu !

  17. Við erum án nokkurs vafa búnir að styrkja okkur í þessum glugga. Liðin fyrir ofan eru hinsvegar búin að gera það líka. Þau voru skrefi framar en við fyrir gluggann og við verðum að eiga betri glugga en öll liðin sem enduðu fyrir ofan okkur á síðasta tímabili.

  18. Djöfull er maður að verða stressaður á að ekkert verði af Benteke, á morgun og á morgun er buið að vera á morgun ansi lengi…

    Ég held að enginn hérna hafi hugmynd um það hvort hann se að koma eða ekki. hann er buin að vera í læknisskoðun siðan a manudag og svo átti að kynna hann i dag með Firmino og eg veit ekki hvað og hvað..

    þetta er að verða Mikhytaryan sagan endalausa..

    djofull er eg pirraður á að sjá ekki STAÐFEST um þessi kaup,

  19. komin i hvaða hæus þá ? þessi mynd segir nkl ekki neitt hvort hann se að koma til Liverpool eða ekki..

    eg er orðin vel stressaður þótt þetta se nu abyggilega að gerast, en mer myndi liða betur ef þeta yrði staðfest bara sem allra fyrst…

  20. var svo spenntur að ég náði ekki einu sinni að segja “vúhú!!!!!!!!”

Adelaide United 0 Liverpool 2

Benteke kominn (Staðfest)!