Kop.is Podcast #82

Hér er þáttur númer áttatíu og tvö af podcasti Liverpool Bloggsins!

KOP.is podcast – 82. þáttur

Þið getið hlustað á þáttinn beint með því að nota spilarann hér fyrir ofan en þið getið líka smellt á DOWNLOAD-takkann og sótt mp3-skrána ykkur til hæginda. Einnig er hægt að gerast áskrifandi að þættinum á iTunes með því að setja þennan link, í RSS-áskrift undir podcast-lið iTunes.

Ég (Kristján Atli) stýrði þættinum. Með mér að þessu sinni voru Babú, SSteinn og Maggi.

Í þessum þætti ræddum við 6-1 tapið gegn Stoke, framtíð Brendan Rodgers og yfirstjórnar Liverpool.

51 Comments

  1. Varðandi Rodgers umræðuna er kannski pæling eins og sumir hafa komið inná að prófa einu sinni að gefa þjálfaranum tækifæri að bæta fyrir slæman árangur. Rafa átti mjög slæmt síðasta tímabili og fékk ekki tækifæri fyrir að bæta upp fyrir það og var látinn fara, sama saga með Kenny. Er kannski kominn tími til prófa að gefa þjálfara liverpool annan séns.

  2. Ég náði að klára hálft podcastið áður en ég þurfti að leggjast til svefns. Commenta mögulega eitthvað vitrænt á morgun. 🙂

    En áður en ég lagðist á koddann horfði ég á þetta: https://www.youtube.com/watch?v=IDN0_AntXfc

    Myndbönd frá fans gerast ekki mikið betri en þetta. Þvílíkur leikmaður, þvílíkur leiðtogi og þvílíkur snillingur. Þetta mun ekki skilja neinn eftir ósnortinn, því lofa ég.

  3. Flott pod en fannst vanta að koma inn a að BR er búinn að eyða rugl upphæðum i vörn og gera grín að því að hann hafi alls ekki þurft varnarþjalfara en svo erum við ekki með nema 2 mörkum minna þetta season. FSG mun ekki breyta neinu og ráða annað “no name” EF þeir reka BR því fyrir þa er ekkert mál að tapa 2,5mills a milli sæta þar sem þeir borga bónusa samkvæmt sætaniðurröð og er kannski bara að tapa 1 mill útaf þessu eða jafnvel minna en komast þrátt fyrir það i EL þannig að þetta skiptir þa ekki neinu máli. Eina sem skiptir máli fyrir þa er að þurfa ekki að borga 10 mill+ fyrir að reka BR og allt hans Crew og svo auka pening í skaðabætur fyrir t.d koeman til southamton og hans Crew.

  4. Vandamálin eru svo mörg. Vil nýja eigendur og nýjan stjóra. Hvar voru t.d. FSG í lokaleik Gerrard? Þeir eru of fjarlægir og ég sé ekki a? þeir hafi nokkurn áhuga á klúbbnum.

  5. Góðar vilja menn í alvöru losna við Rodgers bara til að losna við hann eða til fá einhvern betri. Ég get skilið það að menn vilji fá þjálfara sem hefur sannað sig á stóra sviðinu en viljum virkilega fá einhvern þjálfara sem hefur ekki sannað sig bara til að reka Rodgers. Finnst soldið vanta í umræðuna raunhæfir betri kostir sem þjálfarar ef Klopp ætlar að taka sér frí eins og þýskir fjölmiðlar segja þá eru fáir alvöru kostir

  6. Bild segir í morgun að Jurgen Klopp muni ekki taka við nýju liði í sumar heldur taka sér frí. Ancelotti er á leiðinni í uppskurð vegna bakmeiðsla og svo í frí. Umboðsmaður Ancelotti segir 99% öruggt að Rafa Benitez mun taka við Real Madrid.

    M.ö.o. gott fólk við sitjum uppi með Brendan Rodgers hvort sem okkur líkar betur eða verr.

  7. Verða þá ekki bara annað hvort Ancelotti eða Klopp á kantinum,klárir í innáskiptingu ef að Rodgers fær seinna gula spjaldið á næstu leiktíð 😉

  8. Væri ekki bara málið að reyna að ná í Pako Ayestaran sem næsta stjóra ásamt director of football

  9. David Brent.
    Fáum hann inn, núna.

    Með þessum 6-1 tapi gegn Stoke – ítreka gegn Stoke.

    Það er bara þannig að sama hvort Klopp sé ekki laus, Anchelotti, Benitez eða einhver annar þá er það deginum ljósara að Rodgers þarf út

  10. Verð að segja að ég skil ekki þessa umræðu um FSG outvagninn. Áhangendur hafa afskaplega takmörkuð úrræði til að beita sér gegn eigendum. Liverpool situr uppi með FSG og stefnu þeirra hvort sem okkur líkar betur eða verr. FSG eru með ákveðin plön í markaðsstarfi og langþráða uppbyggingu á svæðinu, held að menn ættu að horfa fram á við og sætta sig við að FSG á LFC en ekki öfugt.

  11. Nú þurfa menn að horfa fram á veginn. Ég vil ekki sjá BR rekinn til þess að fara ráða einhvern óreyndan stjóra sem á að fara byrja uppá nýtt og sanna sig hjá Liverpool.

    Ef það á að skipta um stjóra þá verður arftakinn að vera reynslubolti, maður sem hefur unnið titla og er sigurvegari. Það að hafa unnið titla skiptir ótrúlega miklu máli. Þannig stjórar vita hvað þarf til að fara alla leið. Í dag er Liverpool með stjóra sem aldrei hefur unnið neitt, eflaust efnilegur þjálfari en ekkert meira en það. Hvort hann verður einhverntímann góður eða frábær þjálfari er algjörlega óljóst.

    Ef stórlaxarnir eru ekki tilbúnir að taka við liðinu núna í sumar, þá finnst mér að BR ætti að byrja næsta tímabil ef hlutirnir batna ekki þá ætti að meta stöðuna aftur í des/jan og bjóða Klopp samning.

  12. Ef það á að skipta um stjóra þá verður arftakinn að vera reynslubolti, maður sem hefur unnið titla og er sigurvegari. Það að hafa unnið titla skiptir ótrúlega miklu máli. Þannig stjórar vita hvað þarf til að fara alla leið.

    Æh þetta hljómar svolítið eins og klisja sem á ekkert endilega alltaf við. Mögulega er ekkert verra að hafa hungraðan stjóra með nýjar og ferskar hugmyndir sem brjóta upp normið. Einmitt það sem FSG er að reyna og tókst næstum því á síðasta tímabili.

    Jose Mourinho hafði ekkert unnið er hann fékk eitt af stóru störfunum í Portúgal og vann titla þar mjög ungur.

    Benitez hafði ekkert unnið er hann fékk starfið hjá Valencia og satt að segja var hans CV ekkert það gott fram að því. Valencia var búið að vera í Meistaradeildinni árin á undan.

    Klopp hafði ekki unnið titil er hann tók við Dortmund

    Arsenal náði í Wenger á sínum tíma frá Japan og vann titilinn mjög fljótlega í kjölfarið.

    Eddie Howe hefur tekið Bournemouth upp allar deildir og í Úrvalsdeild langt undir fertugu og með ENGA reynslu af þjálfun, hvað þá af velgengni.

    Við getum tekið endalaust af svona dæmum.

    Það sem þeir stjórar eiga sameiginlegt sem hafa reglulega unnið til titla er að þeir eru jafnan með lið sem eiga alltaf að vinna titla og hafa mannskap í það. Ég er btw auðvitað ekki að segja að það sé verra að stjórinn hafi reynslu af því að fara alla leið en það er ekkert endilega lögmál að þeir stjórar séu meira sure thing hjá allt öðru liði.

  13. Rodgers öruggur í starfi virðist vera. Ings, Milner, Trippier eru svona nöfnin sem er verið að orða við okkur og jú Benteke. Spennandi tímar!

  14. mér fannst ég lesa ùt ùr þessum þætti a? allar lei?ir vir?ast enda hjà FSG jù menn sàttir vi? markasdæmi? og svolei?is en treysta þeim varla í a? lei?a þetta li? àfram er þa? rètt meti? hjà mèr?

    er þa? umræ?a sem þarf a? fara almennilega í gang? ùt me? kanana?

  15. Ef Brendan verður ekki látinn fara, þá vill ég sjá að ráðinn verði nýr nr 2 sem er með meiri reynslu. Sem getur komið með nýja vinkla, til að bregðast við. Brendan hefur ekki plan b og bregst seint og illa við. Fattar ekki að menn séu löngu búnir að lesa hann…. Svo má fara fram góð hreinsun og að Lucas verði fyrstur út….

  16. Takk fyrir gott podcast strákar.

    Því miður virðist það svo að “feitu bitarnir” séu á leið í frí, (Klopp og Ancelotti). Hvað er til ráða þá. Þó svo ég vilji Rodgers burt þá er eitthvað sem segir mér að hann fái tíma fram að áramótum og ef hann er með allt niður um sig þá, þá stígur Klopp inn. FSG gæti alveg verið búið að græja þetta svona núna, því þeir vita ekki mikið um hvernig á að reka Enskt fótboltalið.
    Árangur þessarar transfer nefndar sér kapituli fyrir sig. Ég svei mér þá hugsa með söknuðar til Comolli.

    FSG breytir ekki stefnu sinni á einni nóttu, þeir eru eins og flest aðrir business menn frá USA að fjárfesta í fyrirtæki, byggja upp verðmæti þess og svo selja með feitum hagnaði. Það er útaf því sem ég held að þeir séu ekki alveg klárir í að selja það. Þeir þurfa allavega eitt ár í viðbót.

    Annars vill ég Rodgers burt og FSG burt.

  17. #14

    Það er rétt hjá þér Babu að þessir menn voru ekki búnir að vinna titla þegar þeir tóku við þeim liðum sem þeir tóku við þ.e. Porto, Valencia, Dortmund og Arsenal. En þeir höfðu hins vegar allir orðið meistarar með sínum liðum á sínum fyrstu þremur árum sem stjórar.

  18. Eg tel vandamalið vera FSG miklu frekar en Rodgers. Eg fullyrði það að Klopp , Ancelotti eða Benitez væri ekkert að gera neitt meira með þetta lið heldur en Rodgers.

    Þetta snyst um peninga 90 prósent og þar eru okkar menn i 5 sæti miðað við launakostnað. Juju það ma alveg Reka Rodgers min vegna en eg se okkar menn ekki keppa um titillinn nema með þvi að eyða meiri peningum og hækka launakostnað talsvert mikið.

    Annars var þetta skemmtilegt podcast og menn virkilega heitir a Rodgers Out vagninum, eg er ennþa bara 50/50 a þessum Rodgers Out vagni. Ef Rodgers verður bakkaður upp i sumar til að kaupa leikmenn sem eru hans fyrsti eða annar kostur og okkar menn tilbúnir að borga þeim sömu laun og önnur lið eru til i að gera þa vil eg alveg eins að Rodgers fai næsta tímabil.

    Að visu held eg að FSG ætli ser ekki að hækka launakostnað og eg held þeir seu sáttir að hafa Rodgers þarna þvi þeir geta fullkomlega ráðskast með hann eins og þeim sýnist. Eg er reyndar handviss um að þeir muni ekki Reka Rodgers nema þa að þeir raði eitthvað litið nafn sem þeir geta lika raðskast með, alveg sammala pælingum Babu hvað þetta varðar.

    En ja allavega spennandi sumar framundan sem eg að visu spái að verði meira og minna vonbrigði en samt spennandi 🙂

  19. Já er það núna orðið viðmiðið?

    Plan Liverpool var að festa sig í sessi í CL eftir 3 ár ef ég man rétt og síðasta tímabil var flokkað sem á undan áætlun ef eitthvað er. Benitez var klárlega að gera magnaða hluti hjá Valencia og komst upp á milli þeirra tveggja liða sem einoka allt þar en hinir voru ekki í nærri sömu samkeppni og Rodgers/FSG er núna í EPL. Mourinho náði reyndar frábærum árangri í CL með Porto, hans besti sigur enn þann dag í dag, sýnir hvað ungir og hungraðir stjórar geta með rétt lið og umhverfi.

    Það eru allir sammála um að þetta tímabil var hörmung og síðasti leikurinn einn og sér nánast brottrekstrarsök, hvað þá árangur í Meistaradeild eða það að komast ekki í hana aftur. En það er svolítið ódýrt að henda þessum titla rökum fram gegn manni sem var 4 stigum frá titlinum í fyrra með lið sem ENGINN spáði slíkum árangri fyrir mót.

    M.ö.o. ég gef ekkert stefnu FSG upp á bátinn eða hætti að styðja Liverpool ef raunin verður að Rodgers fari og inn komi annar ungur og hungraður stjóri frekar en gamall og reyndur jálkur. Fer auðvitað bara eftir hver sá aðili er og fyrir hvað hann stendur. Það mætti stundum halda að ef Liverpool ræður ekki einn af einhverum 3-4 nöfnum (Ancelotti, Benitez, Klopp, De Boer) þá missi menn alla trú á félaginu og eigendum fyrir næsta tímabil.

    Satt að segja væri ég líklega meira til í ungan og ferskan mann frekar en einhvern LVG, Advocaat eða álíka jálk.

  20. Hér er brot úr viðtali við Luiz Suarez. Miðað við þetta þá sýnist mér BR vera ágætis stjóri:

    “When Brendan was appointed, I was excited. I’d actually spoken to him when he was at Swansea in Spanish, which I thought was a good touch. He was familiar with the Spanish way of playing, as he’d studied there.

    “He was very clever and told me that Liverpool would play possession football, as it would suit me. He helped me with my runs, arriving in the area at the right time and coming in from wide – rather than just waiting in the middle – which benefited my confidence.

    “We worked hard on finding ways I could isolate players and then try to beat them, man on man. That was the only way I could succeed in England. […] If you punt a long ball up towards me and one of these [Premier League] defenders, I am not going to win it.

    “But the way Liverpool played, with the ball on the floor, and being released very fast to my feet, gave me a chance against the big guys. […] I wasn’t proven and I had to adapt to the Premier League, which Brendan knew. He knows all about English football and he educated me to become successful.”

    Read more at http://www.squawka.com/news/luis-suarez-interview-world-class/382978#qSPOHpyKl3QBMzzf.99

  21. Það þarf ekki umræðu í gang til að fá FSG út …það þarf pening til þess!
    Stórgott útvarp hér og takk fyrir umræðuna drengir.

    Með BR þá er hann ekki sami stjórinn lengur og mín tilfinning er að hann var kominn í strand ca. þegar við slysuðumst til að vinna Southamton núna í vor. Ég fer ekki ofan af því að hann verður rekinn og ef ekki þá er bleik brugðið. Kemur fram í umræðunni í popcastinu að þegar KD var rekinn kom svipuð yfirlýsing frá FSG um stuðning við stjórann en svo eftir fund var hann rekinn. Held að svipað muni gerast núna í framhaldinu.

    Við erum ekki að fara að kaupa neinn eða selja neinn fyrr en nýr stjóri er kominn á Anfield, það er mín tilfinning. Blöðin selja á meðan með kryddsögum sínum. YNWA

  22. Takk fyrir gott podcast

    FSG vilja vinna deildina, það er ekki sjálfgefið, þeir vilja gera það með sóknarbolta. Rodgers er frábær þegar kemur að skemmtilegum sóknarbolta. Þessi tilraun var ekki galin. Sumarkaupin hafa hinsvegar verið misheppnuð. Með góðum kaupum í sumar getur þessi blanda alveg náð Meistaradeildarsæti á næstu leiktíð.
    Það eru allir sammála um að Rodgers hafi átt slæmt tímabil en hann var samt í keppni um meistaradeildarsæti fram á það síðasta. Gott tímabil og við erum back in business.

  23. vill fá klopp inn.. ég segi það bara hreint og beint út.

    en ég er hræddastur um að rodgers verði þarna annað ár og fari í sumar og kaupi meira af svona pappakössum sem ekkert geta á uppsprengdu verði.. benetake og eitthvað sem enginn veit hvað er og allt þetta muni kosta yfir 100m punda og niðurstaðan verði nákvæmlega sú sama og hún er í dag.

    til að ég hafi einhverja trú á rodgers þarf hann að koma með 3 risa kaup í sumar.. sóknarmann af hæðsta caliberi einhvern sem nú þegar er stórt nafn… ef hann er farinn að eltast við enn einn kantmanninn þá bara henda 40-50m punda í reus kaupa þá alvöru mann.

    okkur vantar hriklalega góðann varnarsinnaðann miðjumann.

    þetta er eitthvað sem á að eiða 100+m punda í jafnvel meira bara í 3 stöður.. 3 heimsklassa menn inn í liðið sama hvað þeir kosta og hvað þeir vilja í laun.. svo má skoða að fá milner, ings og þessa kalla inn með.

    sterling er game over láta hann fara,, selja hann á uppsprengdu verði og fá jafnvel leikmann í skiptum fari hann til city eða chelsea.

  24. Mér er spurn! Hvernig hefði þetta bodcast orðið EF Liverpool hefði endað í 4. sæti deildarinnar.

  25. Kannski ekki rétti tíminn að kaupa sjénsa en ég væri til í Falcao í staðinn fyrir Balotelli og svo auðvitað eina fallbyssu til viðbótar.

    Annars var ég að heyra af fjölmennum mótmælum á Austurvelli kl. 5 í dag. Mótmæla ríkisstjórninni, Rodgers out og sitthvað fleira skemmtilegt…

  26. það er líka spurning hefði Dejan Lovren byrjað þennan 6-1 tap leik væri búið að brenna hann á báli.

  27. Ég held að Brendan verði sterkur á næsta tímabili. Hann er að öðlast ótrúlega reynslu hjá okkur og það er okkar að nýta þá reynslu. Hann er búinn að prófa að vera í titilbaráttu, búinn að fara á Wembley með liðið, búin að hafa einn af bestu leikmönnum heims í sínu liði, sem ber honum ákaflega vel söguna. Gerrard talar mjög mjög vel um BR sem og fleiri.

    Það eiga allri stjórar léleg tímabil. Á sínum tima vildu menn RB í burtu eftir lélegt tímabil, núna vilja menn hann aftur ?

    Brendan er að standa í hatrömmum skilnaði fyrir rétti í Bretlandi. Það tekur á hvern mann og hefur eflaust spilað sína rullu í hruni liðsins undarfarið.

    ‘Eg vil gefa honum næsta ár, ef liðið er í rugli um áramót þá er Klopparinn búinn með fríið sitt og kemur flottur inn. En ég tel að það sé of dýrt að skipta kallinum út núna í sumar og byrja uppá nýtt. Það veit engin hvernig þetta lið mun spila næsta haust.

  28. Stórkostlegar fréttir: Liverpool confirm Kolo Toure has signed new contract.

    Þessi klúbbur er bara orðinn slakur brandari 🙁

  29. Við skulum nú bara vera rólegir það eru topp nöfn orðuð við okkur þessa dagana svo sem þessi Tippi og Ings frá fallliði Burnley og Kolo Toure að fá framlengingu svo þetta lítur nú miklu betur út fyrir næsta season svo er ég nú viss um að BR grefur upp einhverja 4-5 leikmenn til viðbótar sem koma til með að bæta hópinn okkar eins og var gert síðasta sumar. In Brendan we trust.

  30. Jahá, það er greinilegt að það er hiti í mönnum, og það skiljanlega.

    Ég hins vegar velti einu fyrir mér. Ef horft er á Rodgers sem þjálfara með það verkefni að ná í stig, þá er hans árangur hans á heildina litið nokkurn veginn á pari (að jafnaði) við það sem liðið kostar og styrk hópsins. Hann er með 5. dýrasta og 5. besta squad-ið í deildinni. Hann hefur að meðaltali náð 5. sæti. M.a.s. tímabilið í ár lítur tölfræðilega ekki svo skelfilega út, ef horft er á stöðu í deild vs kostnað í liði (nettókaup eða verð alls liðsins í heild, framreiknað a la Tomkins). Og eins og Óli Haukur og Eyþór töluðu um á twitter held ég, þá hefði einn nothæfur framherji kannski tosað liðið upp í CL.

    Sem dregur athygli manns að hlutverki hans við leikmannakaup. Leikmannakaupunum þarf að breyta, árangurinn þar er afleitur. Ef hann leiðir þau mál algjörlega þá þýðir það kannski að hann þurfi að reka. En ef það er ekki alveg við hann að sakast hvað kaupin varðar þá er brottför Rodgers kannski ekki lausn alls. Rafa t.d. leið oft fyrir það að fá ekki fyrsta kost í leikmannakaupum.

    Hins vegar eru lausnirnar sem menn eru að bera á borð í podcastinu einfaldlega ekki raunhæfar. Fá inn Ancelotti, kaupa Benzema fyrir megapening, kaupa bara proven gæðaleikmenn (floppa líka, sama hvort þeir séu frá Bretlandi eða meginlandinu) o.s.frv. (aukin fjárútlát basically). Þetta er ekki að fara að ske með FSG við stjórnvölinn. Þetta eru businessgæjar sem ætla að fá return á sinni fjárfestingu, ekki bara að sturta peningum í klúbbinn eins og leikfang. Lið sem varð rétt gjaldþrota fyrir nokkrum árum getur ekki heimtað að keppa í fjármagni við Chelsea, City og Utd. Eiginlega ekki Arsenal heldur. Ef þetta eru lausnirnar sem menn vilja sjá þarf ekki bara að skipta um stjóra, heldur líka eigendur. Þar hafa stuðningsmenn afar takmarkað vald, og við höfum líka brennt okkur á eigendum verri en þessum.

    My point being: Í umræðunni um stjórann verðum við að taka tillit til hópsins og fjármagnsins sem fór í hópinn. Og í umræðunni um hópinn verðum við að taka tillit til aðferðanna sem voru notaðar við að setja hann saman (án þess að fría BR ábyrgð þar). LFC er einfaldlega ekki í sama ballpark lengur fjárhagslega og efstu liðin, svo mjög að top4 er orðið að afreki, ekki kröfu. Öll viðleitni við að koma LFC aftur á þann stað sem það á að vera verður að byrja á fjárhagshliðinni.

  31. Nú getum við loks slakað á og byrjað að hlakka til næsta tímabils.

    Það er staðfest, Kolo kallinn er búinn að skrifa undir nýjan samning.

  32. Mjög sniðugt hjá Liverpool að semja við Kolo.
    Liðið er að missa marga reynslubolta og því nauðsynlegt að hafa leikmenn í liðinu sem voru fæddir þegar Liverpool vann enskatitilinn síðast. Hann veit að hann er aukamaður í liðinu en virði hans verður líklega mest í klefanum.

  33. mikið er maður feginn að stoke leikurinn hafi verið sá síðasti á þessu tímabili, það er enginn heimsendir í gangi get ekki beðið eftir að kveikja á túbunni í ágúst það er mjög mikið af spennandi leikmönnum í þessum hóp og ef nokkrir af þeim springa út núna í sumar þá eru bjartir tímar framundan ibe,can,markovich og lallana, Eitt sem ég skil ekki er hvað varð um rodgers ? á síðasta timabili hafði hann svör við öllu kom fagmannlega fram og enginn átti svör við neinu sem hann var að bralla tókum annan hvern leik 4-0 og vorum 1 leik frá titlinum en núna pakkar stoke honum saman spurning hvort að heilasteikirinn (snjallsími) sé að gera hann heimskann. í fyrra hefði ég ekki skipt rodgers út fyrir neinn þjálfara fyrir mér og öllum í kringum mig var þetta besti þjálfarinn á jarðplánetunni og í guðunna bænum ekki fara að nefna menn eins og guardiola,ancelotti og svona kalla sem hafa allt annað lið í höndonum og hver sem er gæti gert bayern af þýskum meistörum það er bara þannig. Þessvegna neita ég að trúa að maðurinn hafi breyst úr besta þjálfara í heimi yfir í roy hodgson. Miðað við að klopp hafi verið í neðsta NEÐSTA sæti í bundesligunni í december þá vill ég ekki sjá hann. Eina lausnin er að ráða inn director of football kaupa 2 leikmenn í heimsklassa og losa sig við þessa moðhausa sem eru hjá félaginu, þið vitið hvaða bavíana ég er að tala um. það er magnað hvað einn leikmaður getur gert fyrir lið suarez í fyrra , sanchez fyrir arsenal,aguero fyrir city það þarf bara að finna þennan eina leikmann. svo er gjörsamlega galið að fara að óska fsg í burtu þeir tóku við liði sem var búið að vera og orðin skuldahrúga og eru að byggja upp cash , stækkun á anfield í framkvæmd.

  34. Það að semja á ný við Kolo er svipað og þegar fyrstu kaup liðsins eftir að komast aftur í CL voru Lambert.

    Metnaðurinn alveg að drepa menn hreinlega…

  35. Eitt sem við skulum athuga..Ég hef heyrt marga fussa og sveia yfir Benteke..Að hann sé ekki nógu góður fyrir Liverpool…EN pælum í einu….Hvaða líkur eru á að topp topp framherji sé til í að koma til klúbbsins í dag?…Væri þessi strákur bara ekki það besta sem við RAUNVERULEGA getum fengið til liðsins…Við þurfum að hoppa úr fornu frægðinni og fara hugsa raunsætt…AF HVERJU ætti td. leikmaður eins og Benzema að vilja koma til Liverpool??..Eins og staðan er í dag er klúbburinn bara í meðallagi og EKKERT að frétta..Bara smá pæling..

  36. Að kaupa Benteke væru reyndar frabær kaup, hef alltaf verið ofboðslega hrifin af þeim leikmanni og finnst hann ekkert siðri en Lukaku.

    Selja Balotelli, Borini og Lambert og fa inn Benteke, Origi og einn alvöru senter i viðbót plús Sturridge.

    Hef nkl enga trú a Origi og þvi vil eg Benteke plus annan hörku striker með Sturridge.

  37. mig minnir að þessi paco ayerestan hafi verið fitness þjálfari? eða var hann heilinn hans rafa sem enginn vissi af? raðum hann bara aftur við hlið BR þá geta þeir babblað á spænsku og
    hætt að halda fyrir munninn í tv. held að BR þurfi hjálp við að skipuleggja vörnina og kaupa menn. virðist vera eitthvað ringlaður þegar kemur að varnarleik og kaupum á leikmönnum.
    paco er heilinn sem vantar.

  38. Er það ekki dæmigert fyrir Liverpool að kaupa Benteke og láta Lambert upp í?
    Á næsta tímabili skorar Lambert svo 10-15 deildarmörk en Benteke meiðist illa eða hentar okkur ekki. Skorar 2-3 mörk í heild.

    Held að það sé margt vitlausara en að veðja á þetta, m.v. á það sem á undan hefur gengið.

  39. Það sem hræðir mig hrikalega ídag er að Klúbburinn okkar er ekki lengur með þá virðingu tittla record til að trekkja að menn, við höfum ekki stjóra sem hefur contacta og sigurgönguna með sér til að trekkja að menn, og það versta er að við höfum ekki lengur Steve G til að trekkja að menn ???? hjóla í stjóra með sterk sambönd og virðingu high class leikmanna og gæti mögulega lokkað til okkur heimsklassa menn. Ekki gerir Brendan það né klúbburin (eftir síðustu 9ára sögu)

  40. Vona að aston villa sjái þetta líka eins 43 væri frábært að losna við Lampert og fá Benteke

  41. Okkur vantar sigurverar. Getum kallað einn úr láni sem er Aspas hann varð Evrópumeistari í kvöld og Spánverjar verða með 5 lið í meistaradeild næsta tímabil.

  42. Ég komst að niðurstöðu með Rodgers á meðan ég hlustaði á hlaðvarpið, og sérstaklega það sem kölluð voru léleg kaup undanfarin ár. Rodgers verður að fara. Hópurinn hjá okkur er nefnilega ekki eins afleitur og hann lítur út fyrir. Lallana vað góður áður en við keyptum hann, Lovren sömuleiðis, Can frábærlega efnilegur, sem og Markovic. Goðsögning Gerrard, Balotelli, Lucas, Henderson, Sterling.. Allt leikmenn sem Rodgers nær lítið sem ekkert úr.
    Liðið virðist ekki aðeins vera rúið öllu sjálfstrausti, það virðist vanta allan neista, alla ástríðu. Við getum ekki einu sinni barist, og pressað- sem var okkar aðal vopn í fyrra.
    Rodgers virðist ekki hafa neinar lausnir, og/eða hvar leikmenn virka yfirhöfuð.
    Ég vildi óska þess að hann virkaði hjá okkur. Að vissu leiti smellpassar hann. En það eru bara of margar viðvörunarbjöllur í gangi eftir þetta tímabil.

  43. Sæl öll,

    magnað hvað Maggi hefur umpólast á mjög skömmum tíma í garð BR. Maður sem varði BR með kjafti og klóm í byrjun desember, “ég fullyrði það að engum stjóra í deildinni hefði dottið í hug að fara í 3-4-3” og ýjaði að því að BR væri mjög hæfur stjóri sem væri að læra á Evrópu og gæti greinilega greint og leyst vandamál. Núna er allt annað hljóð í strokknum og uppgjöfin sem maður skynjar í Magga, Steina og Kristjáni er mér ekki að skapi. Ég er sammála Babu með að í þeim raunveruleika sem við lifum í er langtímamarkmið sem byggt er á ungum efnivið raunhæfasta leið okkar á toppinn.

    Þjálfarateymið náði einfaldlega ekki að bæta upp þá blóðtöku sem liðið varð fyrir í sumar svo einfalt er málið. Hverju svo sem er um að kenna að þá meira að segja hélt Maggi í haust að kaup sumarsins væru “proven talent” en annað kom á daginn. Leikmannakaup eru og verða alltaf happdrætti. Þetta var ekkert smá verkefni sem lá fyrir í byrjun. Nýjir leikmenn sem áttu að koma inn í “hryggsúluna” voru ekki að standa sig eða voru meiddir til langframa. Leikkerfið gekk engan vegin upp og bæta þurfti úr því sem heppnaðist og liðið komst á gott “run”. Eftir að Swansea las liðið og Liverpool lenti orðið í vandræðum í hverjum leik, var augljóst að hópurinn var ekki að ráða við verkefnið og allt of seint að byrja á einhverju nýju því það hefði verið raunin þar sem 442 tígulmiðja hefur einhverra hluta vegna ekki verið upp á pallborðinu í vetur.

    Í leikmannamálum er svo raunveruleikinn sá að við getum ekki keppt við stóru liðin og fáum því ekki aðra leikmenn en þá sem þau vilja ekki. Hvort sem er um beina samkeppni eða þegar við erum að selja leikmenn. Okkar leið er því að reyna að vera klókir og þá er ég sammála þeirri aðferðafræði að kaupa fleiri unga leikmenn og hlúa eins vel að þeim og hægt er. Þetta kemur til með að taka laaaangan tíma og reyna gríðarlega á en þetta er eina raunverulega leiðin sem Liverpool ræður við eins og staðan er í dag.

    Ég er mjög sáttur við FSG og hvað þeir hafa gert fyrir klúbbinn.

    Við skulum vona að BR hafi í vetur lært hvernig hann getur undirbúið liðið fyrir leik þegar tíminn til þess hefur styst um helming frá því tímabilið 13/14 því annars hefur hann ekkert að gera í þennan stól. Það fáum við vonandi að sjá og meta næsta vetur því ég er ekki tilbúinn að skipta honum út strax. Hann hefur sýnt að hann getur viðhaldið velgengni og spilað stórskemmtilegan bolta. Ég vil að FSG ráði inn þjálfara sem sér um varnarleikinn og er ekki einn af þessum “vinum” hans BR. Fyrir mér blasir að það þurfi nýja vídd í þjálfarateymið.

    Það eru gríðarlega spennandi tímar framundan eins og venjulega hjá Liverpool. Mér er alveg sama hvert gengið er það kemur aldrei til þess að ég missi áhugann á liðinu eða að horfa á leiki. Hvernig stuðningsmaður væri ég þá……… aðeins þegar vel gengur?

    Ég vil gefa BR meiri tíma.

Stoke City 6 Liverpool 1

FSG og hvernig þeir vinna í Bandaríkjunum