Kop.is Podcast #81 + Sterling vill fara!

Raheem Sterling er sagður ætla að biðja um sölu frá Liverpool í þessari viku. Þessu slá allir helstu fjölmiðlar upp og umboðsmaður hans hefur nánast staðfest með því að tala við blaðamenn. Við ræddum þessar stórfréttir sem bárust í beinni í þættinum hér fyrir neðan, höldum umræðum um þetta einnig í þessum þræði.


Hér er þáttur númer áttatíu og eitt af podcasti Liverpool Bloggsins!

KOP.is podcast – 81. þáttur

Þið getið hlustað á þáttinn beint með því að nota spilarann hér fyrir ofan en þið getið líka smellt á DOWNLOAD-takkann og sótt mp3-skrána ykkur til hæginda. Einnig er hægt að gerast áskrifandi að þættinum á iTunes með því að setja þennan link, í RSS-áskrift undir podcast-lið iTunes.

Ég (Kristján Atli) stýrði þættinum. Með mér að þessu sinni voru Einar Örn, Babú og Maggi.

Í þessum þætti ræddum við svekkjandi lok tímabilsins og framtíð Brendan Rodgers í ítarlegu máli.

48 Comments

  1. Eins og maður er nú sorgmæddur yfir brotthvarfi Stevie G., þá er mér eiginlega slétt sama þó Sterling fari.

    Skýrt dæmi um þegar einn leikmaður spilar af lífi og sál fyrir félagið en annar hugsar bara um peninga.

    Fáum slatta af pundum fyrir hann til að kaupa leikmenn sem vilja spila fyrir Liverpool.

  2. Seljum hann bara. Kominn með nóg af honum, vonandi endar hann eins og Scott Sinclair og ég mun ekki vorkenna honum neitt. Þvílik vanvirðing fyrir klúbbinn og sérstaklega stjórann sem hefur gert hann að þeim leikmanni sem hann er, jólafríið hans til Jamaica einhver? Hjá hverjum öðrum en Rodgers hefði hann fengið svoleiðis frí. Sveiattann.

  3. Það eina sem pirrar mig við þessar Sterling-fréttir er að það er búið að halda honum í byrjunarliðinu í síðustu leikjum þó hann hafi ekki getað rass…

    Ef hann fer til Arsenal þá á bara að heimta Sanchez í staðinn, nú ef City þá fá Aguero í staðinn 🙂

    Annars á bara að selja hann utan Englands.

  4. Já sammála því að LFC sé að gera réttan hlut ef fengist topp verð fyrir hann núna í stað þess að hafa hann ósáttan næsta tímabil. Annars hljómar vel í mín eyru að Milner sé að koma frítt. Ekki væri það verra ef við myndum styrkja hópinn með Danny Ings líka….Frítt. Held að nú verði ágætis hreinsun í herbúðum LFC og vonandi að það komi töluvert betri fótboltamenn en fara YNWA

  5. Stefna FSG er að fá unga leikmenn, búa til góða leikmenn úr þeim og selja á réttum tíma.

    Þetta er kannski ekki sú tímasetning sem menn höfðu í huga, en eins og Sterling er að spila úr sínum spilum (já og frammistöðurnar á vellinum líka), þá er þetta fín tímasetning.

    Það eina sem Sterling hefur er hraðinn. Hann er ekki heimsklassaleikmaður – ennþá, í það minnsta. Hann er skruggufljótur en er ekki maðurinn sem byggir upp sóknarleik liðsins né heldur bindur henda á þær.

    Þetta er kannski dálítið sambærilegt við það þegar Owen ákvað að fara. Hans helsta vopn var hraðinn, og skv. nútímamælikvarða þá var hann seldur á hápunkti feril síns. Svona líkt og Torres. Málið er hins vegar með bæði Owen og Torres að þeir höfðu ekki bara hraðann heldur voru þeir alvöru framherjar sem kunnu að koma tuðrunni í netið. Owen var farinn að gera það reglulega á sama aldri og Sterling er núna. Sterling er ekki jafn góður og Owen var, það er bara þannig.

    Owen fór. Liverpool vann Meistaradeildina strax næsta tímabil.

    Það er enginn heimsendir þótt Sterling fari. Ég held að allir hefðu frekar kosið að hann myndi skrifa undir nýjan samning og myndi halda áfram að þróa sinn leik hjá LFC – því hann er afburða efnilegur leikmaður, sem getur náð langt í þessari íþrótt.

    En hann er ekki þessi heimsklassaleikmaður sem Liverpool hefur saknað undanfarið ár. Hans verður því mátulega mikið saknað, þangað til að liðið vinnur titil eða spilar framúrskarandi fótbolta a-la síðasta tímabil, sem fær okkur til að gleyma því hver Sterling er.

    Hann fer heldur ekkert ódýrt – eða, hann ætti ekki að fara ódýrt. Talað er um frá 35 og upp í 50 milljónir punda. Það má gera ýmislegt fyrir slíkan pening. Ég hef þó meiri áhyggjur af því hvernig þeim peningum verður varið. Reynsla síðustu leikmannaglugga er afar slæm, reyndar bara með því verra sem um getur.

    Það er algjörlega nauðsynlegt að þjálfarinn – hvort sem það er Rodgers eða einhver annar – kaupi alvöru leikmenn í þetta lið. Það þarf 2-3 fyrsta flokks leikmenn – ekkert endilega í heimsklassa, en leikmenn sem eru nálægt því. Mér dettur helst í hug Higuain eða Lacazette, svona sem dæmi.

    Það verður fróðlegt að sjá hvert Sterling fer. Það má líka gera góða skiptidíla, sérstaklega ef Real Madrid ætlar eitthvað að reyna við hann. Bale, Illarramendi, Casillas og Khedira fara frá þeim í sumar. Eitthvað hefur verið talað um að Isco fari líka, þótt hann hafi reyndar unnið sér sæti í liðinu nú á síðari hluta tímabilsins.

    Jájá, þetta er fúlt í smástund, en c’est la vie. Nú er bara að gera góðan samning við Ibe og láta hann taka við af Sterling.

    Homer

  6. Versta vi? þessa sölu er a? peningnum ver?ur strax eytt í leikmenn sem skila engu.

  7. Stærsti vandi klúbbsins okkar er að við getum hvorki fengið til okkar “heimsklassa” leikmenn né haldið slíkum hjá klúbbnum, þrátt fyrir að fjármagn virðist vera til staðar.

    Kjarninn í þeim vanda er að öllum líkindum Brendan Rodgers. Við þurfum alvöru stjóra með alvöru vigt og CV til að fá alvöru leikmenn.

    Það er megin ástæða þess að ég vil BR út.

  8. Fásinna samt að segja að liverpool hafi gefið United þetta cl sæti, þar sem united er búið að vera ofar en liverpool allt season ið þrátt fyrir ekki nógu gott tímabil. Ef liverpool hefði náð þessu sæti þá væri hægt að tala um að sætið hafi verið gjöf frá united.

  9. Some Liverpool fans are deluded and talk shite, like most fans, I say it the way it is. Over the last decade Liverpool have lost arguable the best 3 players, in just 3 seasons. Carragher, Suarez and Gerrard. Who does Brendan Rodgers replace them with? Fuckin shite average players. Can you blame the poor lad wanting to go. We replaced Carragher with Lovren. Suarez with Ballotelli. Who’s Gerrards replacement? Fuckin Tom Cleverly. Pains me to say it but Liverpool are not going anywhere and anyone who thinks otherwise need to take there blinkers off and get out of Rodgers’ ass!!!
    Rodgers scattered that £116m on too many players, they got quantity when they needed quality.

  10. Um að gera að selja eitthvert það mesta efni sem komið hefur fram á Englandi lengi. Eru menn algerlega að tapa sér?

  11. Eins mikið efnilegur og Sterling er þá er hann er ekki kominn á það stig að geta réttlætt þá hegðun sem hann er að bjóða upp á. Hann skorar ekki nógu mörg mörk, leggur ekki upp nógu mörg mörk og er oft ósýnilegur í stóru leikjunum þar sem mestu skiptir að sýna sínar bestu hliðar. Auk þess að klúðra flestum færum sem hann kemur sér í og/eða drepur of oft sóknir með einspili sínu.

    Þetta er 20 ára gaur sem er ekki með hausinn rétt skrúfaðan á, hver ástæðan er er erfitt að segja. Mögulega er hann með umboðsmann sem er að koma einhverjum hugmyndum í hausinn á honum. Mögulega er hann með vott af einhverju mikilmennskubrjálæði. En sama hver ástæðan er þá er hann ekki sá leikmaður í liðinu sem maður myndi sakna mest.

    Í ljósi þess að hann er að haga sér svona og hvernig hann er að spila þá er um að gera að selja hann meðan við getum fengið peninga fyrir hann. Ef honum er haldið í gíslingu í heilt tímabil í viðbót eru góðar líkur á því að félagið neyðist til að selja hann á einhverju útsöluverði næsta sumar þegar hann á bara eitt ár eftir að samningnum sínum og spilamennskan mun verða fyrir áhrifum.

    En er sammála mönnum í podcastinu, maður ætti kannski ekki að hrauna yfir hann fyrr en það er endanlega komið í ljós hver framtíð hans er. En hann er á hálu svelli og ísinn farinn að springa undan honum.

    Hvað varðar Rogers umræðuna sem var mjög góð að mínu mati þá er ég sammála þeim sem segjast vilja gefa honum annan séns, en að því gefnu að eitthvað breytist.

    Það þarf, ekki seinna en strax, að leysa upp þessa “transfer commitee”, enda er hún jafn stór brandari og Comolli. Það þarf að reka eða gefa Ian Ayre eitthvað annað starf innan klúbbsins, senda hann í mötuneytið eða eitthvað álíka. Það þarf að setja tappa í sírennslið sem upplýsingalekinn frá félaginu er. Væri gaman að fá ekki veður af því hverjum félagið er að sína áhuga fyrr en að það er korter í undirskrift (og þá ekki yfirverðlagða englendinga eða menn eins og Balotelli). Það þarf… svo mikið.

    Varðandi FFP, þá var það djók frá upphafi, hverju skiptir það máli fyrir félög sem eiga heilu skógana af peningatrjám að fá sekt fyrir að brjóta þessar reglur? Akkúrat ekki neinu máli. Þetta var tilraun sem var ágæt í orði en klárlega ekki á borði. Sammála flestu sem kom fram í umræðunni um þetta mál og maður hefur svosem litlu við að bæta.

    Eitt er víst, summer is coming, og lítið í loftinu sem bendir til þess að maður verði sólbrúnn og sæll þegar því líkur. Búnir að missa af nr. 1 targeti sumarsins, Sterling vill fara, samningsviðræður við leikmenn eru opinberar og hreint út sagt vandræðalegar fyrir félagið… En hvernig sem það fer, er gott til þess að hugsa að maður er ekki einn að ganga í gegnum þetta allt og innst inni býr alltaf einhver von.

    YNWA.

  12. Sterling skiptir engu máli. Það er meira áhyggjuefni hvernig peningunum fyrir hann er varið sem er áhyggjuefni fyrir mig.

    Annars er þetta tækifærið til að styrkja liðið og láta ofmetinn leikmann fara og næla í leikmenn eins og Dzeko og/eða Jovetic i staðinn.

    Hugsið ykkur, Sterling út; Dzeko og Jovetic inn (eða annan þeirra + pening og jafnvel ungan leikmann).

    Annars hef ég ekki útilokað það að Sterling verði um kyrrt og skrifi undir samning. Það yrði gott fyrir áframhaldið en ég set enn spurningarmerki við hvernig Kanarnir vinna sína vinnu. Það er of mikill “White House feeling” í kringum þá hvað varðar allt sem þeir gera. Ég einhvern veginn stór efa að við séum að fara að gera neitt annað en dúlla okkur í 5.-9.sæti með þetta framtíðarplan. Því miður.

  13. Setja krakkann í skammarkrókinn í heilt ár fyrir að virða ekki samninginn og klúbbinn. Selja hann næsta sumar þó hann fari fyrir aðeins minna…

  14. Það hefur eiginlega verið nokkuð ljóst alveg frá viðtali Sterling við BBC í vetur að hann ætlaði burt. Það er gott og blessað. Það er engin einn stærri en LFC. Þegar sagan verður gerð upp
    næst verður Sterling ekkert annað en góð minning um efnilegan strák sem hélt hann væri
    stærri en LFC. Það er nefnilega þannig að það eru afar fáir sem fá að koma aftur til LFC.
    Þá sem leikmenn. Owen átti þann möguleika en gerði í buxurnar og endaði í Newcastle.
    Þeir sem hafna LFC eiga það á hættu að fá ekki annað tilboð. Sterling er bara gott dæmi um
    lítið gáfaðan ungan mann með gráðuga ráðgjafa. Ég tel best að kveðja hann með bros á vör og vona að hann valdi vonbrigðum annarsstaðar lika. Hann er greinilega ekki merkilegur karakter. En þannig séð er mér nokk sama hvað um hann verður,kjósi hann að fara.

  15. Róleg, anda rólega. Það eru samningaviðræður í gangi í Liverpool einsog annars staðar.

    – Núverandi samningur Sterling rennur út 2017. Það er enginn heimsendir þó hann sé ekki búinn að skrifa undir samning.

    – Sterling er tvítugur leikmaður með mjög slæman umboðsmann. Við höfum mjög mörg dæmi um uppákomur sem þessar þar sem leikmenn hafa ‘séð að sér’ og skipt um skoðun. Það má alveg. Gerrard er kannski nærtækasta dæmið, hann var mjög nálægt því að fara um árið til Chelsea. Skipti um skoðun. Rooney var tvisvar mjög nálægt því að fara frá United, fyrst útaf samningamálum og svo þegar David Moyes ‘vinur’ hans tók við. Hann var sannfærður um annað og skipti um skoðun. Það er bara ekkert gefið mál að Sterling sé á leiðinni í burtu. Hann er bara ekki sannfærður um að Liverpool sé kjörstaður fyrir hann í dag – Brendan þarf að breyta því.

    – Sterlin er einn efnilegast leikmaður heimsins í dag. Í fyrra vann hann hin virtu ‘European Golden Boy’, besti ungi leikmaður heimsins. Nú vilja margir meina að hann geti ekkert, ofmetinn. Scott Sinclair eða Shaun Wrights-Phillips týpa. Skrítið að Chelsea, Arsenal, City og United fylgist öll spennt með framvindu mála.

    – Ég spyr þau sem hafa misst þolinmæði og trú á þennan tvítuga dreng. Það er ekki allir tvítugir fótboltamenn sem hafa vit á að velja rétt, þetta blessaða BBC viðtal er gott dæmi um hvað hann er að fá SLÆMA leiðsögn og ráð frá umboðsmanni sínum. Hvaða annar ungi leikmaður af sama caliber getur Liverpool fengið í sumar? Viljið frekar 2-3 góða/maybe leikmenn? Ekki vildi Depay koma.

    Brendan, ég hef ekki mikla trú á þér lengur en sú trú myndi lagast talsvert ef þú nærð að sannfæra Sterling um hið rétta og augljósa í þessu máli

  16. Best að leggja fótboltaáhorf á hilluna næstu árin og hætta að pirra sig á að þessi klúbbur stefnir beint í ræsið

  17. Ég vill bara nýja eigendur, þessir eru klárlega ekki með það sem þarf.

  18. þurfum ekki að kaupa leikmenn í sumar..

    búnir að eiða yfir 210m punda í leikmenn á síðustu 3 árum.. ættum að rúlla upp deildinni á næstu leiktíð miðað við eiðslu.

    er til sá stuðningsmaður liverpool í heiminum sem trúir því að liverpool geti unnið deildina á næstu leiktíð??????????????

    búinn að gleyma því.. rodgers tókst að eiða 210m pundum í leikmenn og hefur engann heimsklassa leikmann í liðinu.. geri aðrir betur.

  19. Það lýtur heldur ekkert alltof vel út núna, ef Sterlig fer eins og allt stefnir í, sagði ekki brendan núna fyrir nokkrum dögum að hann hafi ekki haft áhuga á því að fá Depay þar sem hann hefði Sterling í hans stöðu og því ekkert við hann að gera.

  20. “Sterling má fara”! “Hann getur ekkert í stóru leikjunum”! “Sterling skiptir ekki máli”!

    Ég bara næ þessu ekki.

    Leikmaður sem var valinn besti ungi leikmaður í heimi í fyrra og er orðaður við Real Madrid, Man City og fleiri stóra klúbba má bara fara?

    Ég sá Sterling spila á móti Man City á Anfield sem er að öllum líkindum lang besti leikur Liverpool í allan vetur. Í hvert skipti sem Sterling fékk boltann stóð öll Kop stúkan upp og þar á meðal ég. Í hvert einasta skipti. Af hverju? Vegna þess að hann hefur ótrúlega hæfileika til að skapa og búa til og það skapaðist alltaf hætta þegar hann fékk boltann.

    Um að gera að láta hann bara fara.

    Ég bara næ þessu ekki.

    Áfram Liverpool!

  21. Hlakka til að hlusta á podcastið í kvöld. Varðandi Sterling, ef tekið er mark á James Pearce hjá Liverpol Echo þá ætlar klúbburinn ekkert að samþykkja sölu. Þarf ekki bara að tukta drenginn til?

  22. Hefur einhver velt því fyrir sér að BR virðist ekki höndla almennilega leikmenn. Ef við spáum í þá sem hann er búinn að missa að þá er Carragher farinn (líklega einu ári og snemma), Gerrard er farinn (kannski réttur tími), Sterling vill fara, Nuri Sahin (leikmaður sem hefði átt að vera nothæfur) bar BR ekki vel söguna, Suarez og Agger.
    Maður hefur það á tilfinningunni að BR hafi náð að flæma hluta af þessum leikmönnum burt.

  23. fínt , þessi ofmetnablaðra má fara. Fá sem mest fyrir hann. Og hann á ekki að vera í hóp meira…

  24. Sterling er ofmetinn.
    Vanvirðir Liverpool aftur og aftur
    Í burtu með hann.

    Ibe tekur hans hlutverk. Mikið meira efni og ekki sama rusl manneskja og Sterling virðist vera.

    Hvílíkur asni. Hjartanlega sammála Carra sem las honum pistilinn á BBC

    Ef við fáum 30m þá er ég sáttur en burt með hann ASAP

    Klára Milner og Dzeko sem fyrst

  25. Ef að Sterling vill fara þá er ekkert annað að gera heldur enn að selja hann , það er ekki hægt að halda í óánægðan leikmann, fá fyrir hann góða upphæð og eyða því skynsamlega,eitthvað segir mér að við þurfum á betri leikmönnum að halda en James Milner og Danny Ings með fullri virðing fyrir þeim ágætu mönnum af hverju ekki að reyna aftur við t.d Konoplyanka.

  26. Verðmiðinn á Sterling fer lækkandi það finnst mér eiginlega það versta….

  27. Sterling er góður, en hann er ekki ómissandi. Góður leikmaður sem vill ekki vera hjá liðinu sem hann spilar með verður fljótt áhugalaus og ekkert kemur út úr honum. Við verðum bara að gera eins og Móri, ekki selja hann til annars liðs í deildinni, helst til Spánar, væri ekki hægt að skipta á honum og Bale 🙂 gætum á rænt honum frá utd.

    Þessi umbi sem Sterling er með er að leka öllu í fjölmiðla með samningamál hans við Liverpool og skellir skuldinni síðan á Liverpool. Hvað heitir þessi umbi hans ? Merkilegt hvað hann sleppur við að fá nafn sitt í fjölmiðla.

    Annars þurfum við að losa okkur við 4-6 leikmenn allavega í sumar og fá inn gæði, ekki magn. Milner, Ings þeir eru fínir í hóp, og ég held að það komi miklu meira út úr Milner heldur en sterling. Svo eru það FRAMHERJA vandamálin hjá okkur. Balo fer, Borini fer, kannski Lambert, ef Móri vill Lambert þá ættum við að stökkva á Remy, skil reyndar ekki hvernig stóð á því að hann féll á læknisskoðun hjá okkur, en ekki celski.

    Það er blautur draumur á fá Icso frá Real í staðin fyrir Gerrard, gera einhvern skipti díl við þá varðandi sterling pundið.

  28. Ég held að menn séu ekki alveg að bölsótast út í réttan aðila í þessu máli. Ég neita því ekki að sterling hagar sér eins og krakki og virðist ekki vera að sýna LFC neitt sérstaka tryggð. En saðreyndin er auðvitað sú að hann ER krakki og tryggð er einfaldlega deyjandi fyrirbæri í fótboltaheiminum. Þar fyrir utan hefur hann örugglega horft til SG sem núna er hættur eftir að hafa unnið miklu minna heldur en hann á skilið og hugsað með sér: Er þetta eitthvað sem ég vill?

    Í mínum hug er þetta fyrst og síðast klúður hjá Liverpool. Þeir hafa, afsakið orðbragðið, skitið heiftarlega upp á bak í samningsmálum seinustu ~2 árin. Leikmaður á eftir leikmanni sem við missum af út af því að við náum ekki að klára samning og núna er þetta vandamál að smitast inn til leikmanna sem eru þegar innan klúbbsins. Eitt að missa SG, það er í raun eðlilegt á þessum tímapunkti, en að geta ekki gert díl við helstu lykilmenn? Hvernig gengur með dílin hans sterling? Hversu lengi voru menn að klára díl við Hendó? Hvað er að frétta af skrtel? Jordon Ibe?

    Þetta er að verða afar þreytt vandamál að menn geti ekki klárað þessi mál með viðunandi hætti og á eftir lélegum árangri á vellinum sem hefur hrjáð megnið af vetrinum að þá er þetta í mínum hug stærsta vandamálið. Liverpool sem klúbbur kemst ekki upp með það að borga laun sem eru mun lægri en keppinautar þeirra, staðreyndin er sú að ef meðalmaður getur valið um 300þús í laun eða 500þús þá velur hann 500 nema láglaunadjobbið sé draumajobbið og hitt sé óspennandi. Það er ekki staðan hjá okkur. Það er ekki eins og það sé eitthvað meira óspennandi að vera leikmaður manc eða (guð fyrigefi mér) manú. Þar eru meiri líkur á titli, hærri laun og stjórnun sem í rauninni gefur engan séns á að þau lið detti úr toppbaráttu.

    Í stuttu, ef við getum ekki boðið jafn vel og önnur lið þá fara menn annað. Það að treysta á eitthvað loyalty factor er út í hött og ákaflega ósanngjarnt gagnhvart leikmönnum okkar.

  29. Frábært spjall sem ég tel að lýsi vel hvernig okkur líður.

    Sterling er í tjóninu og eins og Carra bendir á stappar geggjun næst að 20 ára pjakkur skuli ögra stórveldi í fótbolta á þann hátt sem hann gerir. Hann er ekkert að hjálpa sér með þessari framkomu sem er yfirgengilega léleg.

    Vera má að andstæðingar LFC hlakki yfir þessu tímabundið en allir góðir menn líta með andstyggð á ruglið í drengnum. Ekki mikill klassi yfir þessu og forvitnilegt að sjá hvernig brugðist verður við af stjórnendum félagsins.

    Suarez reyndi að þvinga sölu til Arsenal og var látinn æfa einn svo vikum skipti auk þess sem Henry hló að öllu saman (What are they smoking up there?). Annars er ég búinn að fá mig fullsaddann af Sterling og strákurinn á eftir að magalenda illilega einhvern tímann fljótlega ef hann lærir ekki að sýna smá auðmýkt. Sterling er metinn á 35 m pund og Brendan getur örugglega bæði fengið Danny Ings og Christian Benteke fyrir þá upphæð en þessir piltar ættu að teljast líkleg skotmörk miðað við metnaðinn í klúbbnum og getuna til að ná í leikmenn.

    Ég er, eins og sumir Kop.is menn, orðinn leiður á LFC og þá ekki síst getulausum þjálfaranum.

    Af hverju gengur félaginu svona illa að sækja góða leikmenn og halda í góða leikmenn? Það er ekki eins og Depay sé einhver undanteking heldur er miklu frekar reglan að LFC verði undir í samkeppninni. Bara síðustu ár höfum misst af, fyrir utan Depay, leikmenn eins og Mkhitaryan, Salah, Willian, Konoplyanka, Sanchez, Costa, Shaquiri, …listinn er alltof, alltof langur.

    Og hvers vegna í helvítinu vogar Sterling sér að sýna félaginu þessa óvirðingu? Það er auðvelt að hamast á stráknum en ég vil vita af hverju?

  30. Það eru ekki mörg komment sem maður getur lækað án þess að hafa lesið þau… en þannig er það nánast undantekningalaust með komment frá Guderian… Spot on eins og venjulega!

    Nenni annars lítið að pæla í þessu Sterling-máli.
    Það mun akkúrar EKKERT standa og falla með því hvort sá pjakkur fari eða ekki.

    Stóra spurningin er FSG, þeirra stefna og þjálfarinn.

    Brendan Rodgers er top-nice bloke… fínasti gaur.
    En ég hef því miður afskaplega litla trú á getu hans til að stýra stórliði og enn minni trú á því að hann geti lokkað topp-leikmenn til liðsins.
    Hann væri örugglega flottur með minna lið eða sem unglingaþjálfari (það sem hann var að gera áður en FSG fór í þessa tilraun að hafa hann sem manager).

    Málið er að stóra próf FSG – langstærsta prófið, er að koma núna.
    2015/2016 verður “Make or Break” fyrir FSG.
    Módelið hjá þeim er algjörlega hrunið og það kristallast núna í þeim fréttum sem eru að berast að FFP sé bara fluga og að létt verði á þeim höftum sem búið var að koma á.

    Nú reynir á Boston-gúrkurnar að sýna að þeim er alvara með að koma liðinu í fremstu röð.

    Draumurinn… já draumurinn væri, að FSG myndi ráða Ancelotti (sem er stórkostlegur þjálfari sem elskar andrúmsloftið á Anfield), sem verður að öllum líkindum látinn taka poka sinn hjá Real – og bakka hann almennilega upp með kaupum á alvöru first-class leikmönnum og vera tilbúnir í alvöru launapakka.

    Í tómu svartnætti verður maður að reyna að láta sig dreyma… ekki satt?

  31. Stórgott podcast, held ég sé sammála flestu eða öllu sem þar kom fram.

    Ég myndi, eins og flestir eða allir aðrir stuðningsmenn, vilja að liðið okkar keypti nokkrar stórar stjörnur í sumar. Félagið stendur hins vegar frammi fyrir talsverðum vanda að mínu mati, hálfgerðum ímyndarvanda, og lítur hreinlega ekkert of vel út.

    Það virðist vera að verða staðreynd að félagið er komið í þann fasa að missa sín stærstu nöfn frá sér á hverju ári. Suarez í fyrra, Gerrard og Sterling í ár og inn koma minni spámenn. Þessu stýrir maður sem virðist vera númeri of lítill og ekki hafa burði til að stýra klúbbnum, í það minnsta ekki einn. Hvers vegna ættu stórar stjörnur í fótboltaheiminum eða rísandi stjörnur að vilja koma til liðsins þegar þetta blasir við?

    Ég tek algerlega undir þær hugmyndir að Rodgers fái mann yfir sig, semsé director of football sem sér um leikmannakaupin og liðsuppstillingu því eins og réttilega er bent á í podcastinu bera menn eins og Gerrard, Rodgers vel söguna á æfingasvæðinu, að minnsta kosti ennþá, en hann virðist skorta vigt og reynslu til að taka á ýmsum málum innan liðsins, margir hafa furðað sig á því hvernig hegðun Sterling utan vallar undanfarið hefur að því er virðist engar afleiðingar fyrir hann, það lítur út eins og Rodgers sé í örvæntingu að reyna að hafa hann góðan svo hann fari síður.

    En sammála síðuhöldurum, eitthvað þarf að breytast fyrir næsta tímabil, hvort sem það þýðir að Rodgers stígur til hliðar sem manager og verður einfaldlega aðalþjálfari eða hann verður hreinlega rekinn, eftir að hafa hlustað á podcastið hef ég þó ekki trú á því þar sem núverandi eigendur tíma því varla.

  32. Skil smá greinagerð eftir Tony Barrett hér eftir og bæti engu við. Þetta er SPOT ON:
    ‘Liverpool’s mediocrity is leaving them at the mercy of vultures of many kinds’
    Not since buying Liverpool in October 2010 has Fenway Sports Group (FSG) endured such a chastening 72 hours. On Saturday, supporters at Anfield reacted with derision to the suggestion that the club are heading in the right direction. Then yesterday there was a vicious double whammy as Michel Platini confirmed that the Financial Fair Play rules which attracted John W. Henry to purchase the club are to be relaxed and Raheem Sterling’s camp made it known that the winger wishes to leave.
    Liverpool are vulnerable right now. They are mediocre and everyone knows it. The reality is that those at the top end of the football industry have known it for some time, hence senior scouts from Manchester City and Chelsea becoming Anfield regulars this season in the knowledge that Liverpool’s best players are there for the taking in a way that they haven’t
    been for half a century.
    For all the opprobrium – some of it just, some of it not – that will inevitably be showered on Sterling and his representative, Aidy Ward, following yesterday’s events, the reality is that it is Liverpool’s weakness that allows players and agents to act in the way that they are. One of the club’s first and most important responsibilities is to make it a place that players find difficult to leave and it would be absurd to claim that is the case.
    With no Champions League football to offer, only one trophy (the League Cup) won in the past nine seasons, just three title challenges since 1991, a transfer policy that prioritises the future over the present and an inability to compete for top players, Liverpool are failing to keep their end of the bargain in terms of how a big club are supposed to behave. Expectations have been lowered, almost dumbed down, and if the supporters can recognise that so too can the players.
    Thus far, the strongest argument that Liverpool have been able to muster in their attempts to convince Sterling to remain at the club is that it is the best place for his development at this stage of his career; not that if he remains at Anfield he can fulfil his ambitions, that success is around the corner or that they will pay him as much as others are willing to. It is an argument rooted in weakness and lacking in conviction.
    It could also be argued that it is flawed given that Sterling, a creative player, has spent the past 12 months playing in a team without a forward. It is all well and good playing regular first-team football but doing so in a dysfunctional team that stymies your best qualities is hardly developmental.
    The reality is that Liverpool’s problems – their failure to finish in the top four, their struggle to hold on to their best players, the lack of supporters’ faith in the club’s direction and the pressure that is building on the Anfield hierarchy – are symptoms of the same cause: a flawed transfer strategy that it is causing untold damage. Signing potential rather than proven talent is undermining everything that Liverpool are supposed to stand for. It has reached the stage where one of their better young players is not prepared to hang around to see if their inferior young players will improve.
    For all the accusations that Sterling is going the wrong way about forcing a move (and many of these are wholly legitimate), Liverpool are at the mercy of the ambition of others because they are either unwilling or unable to match their rivals’ ambition. That situation is only likely to become more severe now that FFP is about to be watered down. As Henry himself conceded recently, without FFP it becomes “very difficult” for Liverpool to compete. The established football food chain, ordered according to owners’ wealth, leaves them exposed. Rival clubs, avaricious agents and even their own supporters know this only too well.
    FSG’s model is failing. Whether that is because it is fundamentally flawed or poorly executed is a moot point but what is not in question is that Liverpool’s entire football operation is in need of urgent evaluation. Until the things that are going wrong are put right, then Raheem Sterling won’t be the last to believe the grass is greener elsewhere, he’ll just be one of a number in an ever lengthening line who view Liverpool Football Club as a stepping stone rather than a final destination.

  33. Augljóst að FSG módelið hefur hlotið skipbrot og ég vill sá breytingar. Af hverju getur ekki stuðingsmenn Liverpool keypt FSG út eða minnsta kosti keypt ráðandi hlut i félaginu. Hreinsa skuldir. Byggja nýjan 70 þús plús leikvöll.
    Undir stjórn FSG og fleiri hefur Liverpool fallið úr að vera stærsta félag Englands niður i fjórða eða fimmta stærsta. Ég treysti ekki lengur FSG eða öðrum eigendum. Stuðningsmenn Liverpool þurfa taka völdin til sin og snúa við þessari þróun. Liverpool á að keppast við að vinna titla hvert einasta ár og ekki vonast ná i meistaradeildasæti.

  34. Það er sitthvað til í grein Tony Barretts en svo annað sem mér finnst alls ekki ganga upp.

    Nú virðist engin vita 100% hvernig LFC er sett upp sem skipuheild þegar kemur að innkaupum á nýjum leikmönnum. Vitað er um e.k. innkauparáð en aldrei hefur fengist full vissa um t.d. hlutverk og völd Rodgers. Sú vitneskja hefur a.m.k. farið fram hjá mér.

    Þá er áfellisdómur Barretts ansi brattur og hann kemst að þeirri niðurstöðu að FSG módelið sé að fæla Sterling frá LFC og megi þakka fyrir ef hann verður ekki sá fyrsti í langri röð leikmanna sem líti á félagið sem áfangastað í leit að stærra félagi.

    Hér er eitthvað sem ekki passar. Með fullri virðingu fyrir Barrett gengur greining hans ekkimupp sem betur fer. Aðeins átta félög í heiminum eru með stærri efnahagsreikning en Liverpool. Glæst saga félagsins, í bland við stóra harmleiki, hefur verið óspart notuð í markaðsfærslu og LFC er að vaxa gífurlega sem verðmætt vörumerki þessi misserin og á nóg inni. Þá má nefna stækkun Anfield sem er í fullum gangi og raunar fullt af öðrum hlutum sem eykur tekjur og styrk félagsins þ.e. ef það getur eitthvað í fótbolta.

    Vandamál LFC í núinu er ekki FSG. Það stenst ekki rökfræðilega eins og málið horfir við mér. Liðið innbyrti 5 stig af 18 síðustu mögulegum. Flest töpuðu stigin fóru í súginn gegn liðum sem eru ýmist fallin eða eru í neðri hluta deildarinnar. Þetta er vandamálið í hnotskurn og ég sé ekki hvað FFP eða FSG hefur með það að gera að liðið okkar getur ekki einu sinni unnið Hull þó að lífið liggi við!? Er virkilega til of mikils ætlast að LFC vinni Aston Villa í undanúrslitaleik? Kommon!

    Sterling var byrjaður í ruglinu löngu áður en Liverpool fór að gefa eftir 4 sætið eða gerði í buxurnar á móti Villa. Þessi gaur er ósköp einfaldlega bæði gráðugur og heimskur og hefur orðið sjálfum sér til skammar hvað eftir annað. Var það kannski FSG sem lét hann reykja hasspípu og tróð í hann hláturgasi? Þetta er ofdekraður krakki með uppblásnar ranghugmyndir um eigið ágæti sem lélegur umboðsmaður fóðar síðan til að kassa inn fyrir sjálfan sig.

    Hefði Barrett skrifað svona grein ef LFC hefði massað 4 sætið eða ofar og væri að fara í FA úrslitaleik?

    Ónei, en hann finnur óánægjuna meðal stuðningsmannanna og gerir sér mat úr henni til að fá lestur, like og share. Ekkert við því að gera það er hans vinna. Og, það eru fínir punktar í greininni sem taka ber alvarlega þó að þeir tækli ekki hið raunverulega vandamál að mínum dómi.

    Vandamálið er vitanlega getuleysi inni á vellinum undir stjórn Brendan Rodgers sem kann að hluta til að vera afleiðing af misheppnuðum innkaupum. Punktur. Merkilegt nokk skautar greinin nánast alveg yfir það?

  35. Scott Sinclair er víti til varnaðar fyrir Sterling.

    Sinclair var einu sinni ungur og frábær hjá Swansea. Liverpool vildi fá hann en Sinclair sagði nei. Í dag er hann 26 ára og var að skrifa undir samning hjá Aston Villa. Peningagræðgin færði hann frá 8. sætis-liðinu Swansea yfir í 15. sætis-liðið Aston Villa, með þriggja ára viðkomu ósýnilegur á bakvið hól í Manchester City.

    Góða ferð ungi Sterling!

  36. Liðið fjárfesti í ungum leikmönum síðasta sumar. Ástæðan er einföld þeir eru efnilegir og hafa möguleika á að vera mjög góðir.
    Liverpool hafa verið að leyfa ungum leikmönum spila að undanförnum árum. Ungir leikmenn hafa verið lykilmenn og eru að öðlast gríðarlega reynslu.

    Ég held að allir stuðningsmenn liverpool vilja Englandsmeistaratitilinn og ég þar að meðal. Ég geri mér samt grein fyrir því að við eigum ekki séns í hann ef við ætlum okkur í penningarstríð við lið sem eiga meiri fjármuni en við.

    Liverpool þurfa að vera skynsamir. Búa til sterkan kjarna af leikmönum og svo ná að gera alvöru fótboltamenn úr þessum unguleikmönum sem eru komnir til liðsins. Þótt að við viljum árangur núna og er það alveg raunhæfur kostur að stefna á meistaradeildarsæti(það er ekki eins og við séum í fallbaráttu við erum í 5.sæti og vorum einum sigri á Man utd til þess að fara í þetta 4.sæti ég er viss um að önnur úrslit hefðu verið öðruvísi ef við værum ekki alltaf að berjast við ef einvern annar tapar).
    En ætli ég sé ekki einn af fáum sem er samála uppbyggingarstefnu FSG. Mér finnst nefnilega spennandi tímar framundan hjá liðinu. Ibe, Coutinho, Can, Markovitch, Origi eru allir kornungir strákar sem eiga bara eftir að verða betri( Sterling er ekki með því að hann er að fara kostaði 500 þ pund en verður seldur á +35m ekki slæm viðskipti fyrir leikmann sem hefur ekki átt gott tímabil). Aðrir leikmenn eiga samkvæmt almanakinu enþá sín bestu ár eftir Henderson, Sakho, Lovre, Moreno, Lallana og Sturridge (fyrir utan að ef marka má varaliðsleikina þá eru þarna 2-3 leikmenn sem eru að banka fast á dyrnar).

    Auðvita eru allir óhressir með tímabilið en síðan að við urðum meistara síðast 1990 höfum við endað 2 sinnum í 8 sæti(síðast 2011-12 með Daglish), 3 sinnum í 7.sæti, 3 sinnum í 6.sæti og 2 sinnum í 5.sæti. Svo að 5.sæti í ár er ekki gott en þetta er ekki í fyrsta skipti sem liverpool hefur átt ekki merkilegt tímabil.

    Já það er hægt að búa til afsakanir. Liðið í ár var án Suarez/Sturridge sem voru okkar markaskorara á síðustu leiktíð. Þetta lið fékk allt í einu miklu meira leikjaálag sem það var laust við árið á undan( hvað voru þetta auka 15 leikir) og ungu/nýjustrákarnir voru lengi að finna sig á Englandi. Stjórinn var líka að prufa 3-5-2, 4-4-2, 3-4-3 leikerfi með þennan nýja mannskap og vantaði stöðuleika í liðið(sem er einkenni ungra liða).

    Ég horfði á leik um daginn frá hálofta Carroll tímabilinu (og ætla ekki að horfa á Hodgson leik) og verð að segja að þótt að við höfum ekki verið að ná stöðuleika í vetur þá finnst mér skemmtilegra að sjá liðið dominera boltan og stjórna flestum leikjum og með réttum mannskap og alvöru framherja ætti sú aðferð að hjálpa okkur.

    Glasið hjá mér er hálfullt og þótt að tárin hafa varla þornað frá brotthvarfi Gerrards þá finnst mér liðið ekki vera í eins slæmum málum og margir hér að ofan lýsa. Þetta var ekki gott tímabil en ég hef trú á liðinu og liverpool hjartað mig er í fullu fjöri og ætla ég ekki að drekkja því í svartsýnis spá heldur fylgist ég með í sumar hvað mitt ástsæla lið gerir og hvað sem það gerir þá mun ég styðja það í gegnum súrt og sæt og vildi ekki skipta við Chelsea aðdáanda um lið í dag. Plast fánar eru nefnilega ekki minn stíl 😉

  37. 45-50 millur fyrir Sterling já takk, virðist hvort sem er búinn að tapa hausnum í græðgi og megi hann njóta launanna sinna hjá auðlindaræningjum MC eða Chelsea á bekknum og upp í stúku til skiptis þar til hann gleymist eins og flestir sem fara þangað….

  38. Liverpool keypti vissulega unga leikmenn í fyrra og það er mjög jákvætt enda allir með mikið potential. En það virðist alveg detta upp fyrir í umræðunni að Liverpool keypti líka fjóra leikmenn sem eru ekkert unglingar heldur menn með leikreynslu og aldur sem er í fullu samræmi við það sem allir eru nú að tala um að bráðvanti hjá Liverpool.
    Lovren er 25 ára þegar hann kom, miðvörður á 20m er met hjá Liverpool og við eigum ennþá miðvörðinn sem bætti metið síðast (Sakho),
    Balotelli 24 ára, Lallana 27 ára og Lambert 32 ára.

    Moreno er þar fyrir utan með ágæta reynslu sem og ungur Markovic og Emre Can. Allir spilað í góðri deild sem og í Evrópu, lykilmenn í sínum liðum. Nákvæmlega ekkert að neinum af þessum ungliðakaupum og félagið heldur vonandi áfram að setja pening í svona tegund leikmanna í bland við kaup á reyndari mönnum. Þetta eru strákar um og yfir 20 ára, ekki 15-17 ára og 4-5 ár frá aðalliðinu.

    Þessir fjórir leikmenn með reynslu kostuðu 65m samtals og núna þegar tímabilið verður gert upp er bara ljóst að þessum peningum var ekkert nógu vel varið. Ef Liverpool kaupir aftur 3-4 leikmenn á rúmlega 20m held ég að það sé í takti við (hóflegar) væntingar en félagið verður að hafa vit á því að skoða heiminn aðeins betur en bara í Southamton. Það lið var spútnik lið deildarinnar í fyrra og að kaupa þrjá frá þeim hljómar svipað eins og þegar Liverpool keypti þá leikmenn Senegal sem stóðu sig vel á HM það sumarið.

    Já og félagið er í of miklum vandræðum sóknarlega til að hægt sé að taka séns á einhverjum tæpasta sóknarmanni sögunnar (Balotelli) og vona bara það besta.

    Fyrst og síðast þarf að hætta að kaupa ofmetna leikmenn á tvöföldu verði frá lægra skrifuðum liðum en Liverpool og vona það besta. Carroll, Downing, Lallana, Balotelli og Lovren hafa kostað 120m undanfarin 3 ár. Allt leikmenn sem hafa staðið sig vel í EPL en ekkert getað hjá Liverpool. Lallana og Lovren eiga ennþá séns en ég myndi ekki halda niðri í mér andanum neitt. Joe Allen fellur eiginlega undir þennan flokk líka og þá fer verðið upp í 135m. Gef þó Allen að hann var keyptur ungur og með hellings potential sem hefur svo ekki gengið eftir, slíkt gerist.

    Er í alvörunni ekkert betra í boði í S-Ameríku eða Evrópu fyrir svona fjárhæðir? Erum við með 28 njósnara á leikjum í Englandi og svo sitthvorn njósnarann þar fyrir utan, annan í Evrópu og hinn í S-Ameríku?

    Það væri svo hægt að bæta Enrique, Adam og Sturridge við þessa upptalningu en þeir komu þó allir á þokkalegu verði. Eins var erfitt að sjá fyrir svona rosaleg meiðslavandræði Sturridge og Enrique en eftir þetta tímabil er erfitt að flokka Sturridge sem góð kaup lengur.

    Sá eini sem hefur virkilega staðið sig og verið stöðugur er Jordan Henderson og mögulega getum við bætt Mignolet við en hann hefur verið góður ca. 4 mánuði af 24 hjá félaginu.

    Ég er mögulega að gleyma einhverjum en stór partur af stefnubreytingunni hlítur að vera sá að skoða möguleikann á bestu leikmönnum utan Englands. Ekki þetta Borini/Aspas/Alberto/Assaidi/Cissokho metnaðarleysi heldur alvöru nöfn. Sakho er gott dæmi um slíkan leikmann þó hann hafi vissulega átt í basli hjá Liverpool vegna meiðsla. Suarez er annað gott dæmi.

    Það hitta ekki öll leikmannakaup en guð minn góður það er klárlega hægt að gera þetta betur og gáfulegar.

  39. Eitt sem ég velti fyrir mér í öllu þessu tali um tryggð leikmanna og græðgi og það allt.

    Það ætlast enginn til þess af góðu liði að halda sérstakri tryggð við vonda leikmenn.
    Hvernig er þá hægt að ætlast til þess að góður leikmaður haldi tryggð við vont lið?

    Er ekki allavega vottur af hræsni í því?

  40. Trúiði mér, það er langt síðan umboðsmaður Sterling gerði samningsdrög við Man. City. Ég held að baul á lokahófi og flóðbylgja af ráðleggingum frá gömlum hetjum Liverpool (þar sem þeir tala niður til Sterling) geri bara illt verra.
    Og þegar hann kemur svo með nýja liðinu sínu á Anfield, þá verður baulað á hann, því miður. Hatur á leikmönnum sem hafa yfirgefið Liverpool er ekki að fara að hjálpa Liverpool neitt. Hefjum okkur yfir svona bull. Ef hann vill fara, þá er best að hann fari.

  41. Skil ekki þetta endalausa stress þótt við signum ekki Bale frá real á 110 milljónir punda þá er hellingur af leikmönnum þarna úti sem hægt er að fá auðveldlega tökum nokkur dæmi Graciano pelle, Sadio Mane, tadic,Herrera.Coqulien eða hvernig sem það er skrifað, Bolaise og harry kane, skal veðja við ykkur að flestir ykkar höfðu ekki hugmynd um það hvað flestir af þessum gæjum voru fyrir ári síðan ég gæti vel séð Mane,bolaise,kane og pelle Labba inní top4 klúbb á englandi það er haugur og hann er risastór af leikmönnum þarna úti sem hægt er að krækja í svona aðeins til að gefa ykkur smá bjartsýni það eru ekki bara þessi 3 nöfn higuain,lacazette og khedira sem eru á markaðnum og ef þessir menn verða ekki signaðir missið þið áhugan á fótbolta og prumpið í ykkur. gjörið svo vel og þakkið mér seinna

  42. Skil ekki alveg þessa fýlu manna út í Sterling. Liverpool vill ekki borga honum það sem hann fer fram á, það skil ég, en spurningin er hvort hann getur fengið þau laun sem hann vill, eða meira, annarsstaða og það held ég að sé raunin. Í stað þess að beina reiði sinni að Sterling ættu menn að beina henni að forráðamönnum Liverool og kannski helst þeim sem mótivera liðið, kaupa leikmenn o.þ.h.. Mórallinn í liðinu er hræðilegur, en það lítur út fyrir betri tíð, nú þegar Steven Gerrard er á förum. Það getur vel verið að ég sé ruglaður að halda því fram að það sé honum að kenna að liðinu gangi illa. Ég vill ekki taka svo djúpt í árinni að halda því fram, en ég held að hann eigi sinn þátt í því. Hann lítur á sig sem lifandi goðsögn í liðinu, sem hann er að sjálfsögðu ekki. Hann var góður en hann hefur hreinlega verið með mígandi drullu upp á bak undanfarið og gengi liðsins á meðan hann var þar ekki innanborðs var betra en eftir að hann kom inn í það aftur. Forráðamenn liðsins eiga stórann þátt í að eyðileggja tímabilið fyrir Gerrard mð því að semja ekki við hann í fyrra. Þeir eiga stærstan þátt í því að Sterling er að fara og þeir átu með kolröngu attitjúdi mestan þátt í að Suarez fór. Ef þeir hefðu staðið 100% á bak við hann eftir bitið á HM, í stað þess að troða hausnum upp í rassgatið á sér og þykjast hvorki sjá né heyra vandræaði besta leikmanns Liverpool í áratugi, er kannski möguleiki á því að Suarez hefði vilja vera áfram. Brendan Rogers er svo sér kapítuli sem best væri að þyrfti ekki að hafa hangandi á hliðarlínunni mikið lengur en út þetta tímabil. Er Klopp ekki á lausu?

  43. Sterlingspundið er greinilega að fara, ekki tilviljun að það er ekki myndbrot af drengnum frá verðlaunaafhendingunni inn á Liverpool síðunni frá því í gær……
    Fari þeir sem fara vilja.

  44. Takk fyrir podcastið, eg held að Rodgers verði haldið þarna áfram og engu breytt, erum a pari i 5 sæti miðað við launakostnað. eigendurnir ætla liklega að halda afram ad leyfa Rodgers ad gefa ungum leikmönnum tækifæri. Held að okkar eigendur ætli ser ekki að henda of miklum pening i þetta og eru bara sattir i 5 sæti.

    Annars sammála að breytinga sé þörf en se bara ekkert slíkt i kortunum

  45. Er nú enn að hlusta a þetta podcast en það sem Einar og Maggi eru að tala um nuna hvað varðar þróunina a þessu þá er þetta akkúrat svona, maður er einhvernveginn þótt ótrulegt sé að missa áhugann á íþróttinni sem maður elskar og hefur átt risa risa stóran þátt í lífi manns. hver nennir þessu rugli lengur, eg var an djoks að horfa a hvern einasta leik í úrslitakeppninni í körfubolta a Íslandi her um daginn og horfi nánast á alla NBA leiki sem eru syndir og ekki er það af þvi að mér finnst körfubolti svona geðveikt skemmtilegur heldur er það vegna þess að i þessari íþrótt er spenna,

    það verður að breyta einhverju i þessum fótbolta og það STRAX

Gerrard og ég.

Hver spilar hvar?