“Meistara”-deildin

8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar lauk í gær. Í kjölfarið æsti ég mig aðeins á Twitter. Best að leyfa tístunum bara að segja söguna:

Svo mörg voru þau orð. Ég stend við hvert einasta tíst!

Í kjölfarið sköpuðust líflegar umræður um málið. Besta mótsvarið sem ég sá við gagnrýni minni var þetta tíst:

Þetta er góður punktur, EN … sex af síðustu sjö árum hafa fimm stærstu klúbbarnir skipt þessu á milli sín. Á síðasta áratug gat maður séð lið eins og Porto, Liverpool og Milan (2x) vinna án þess að vera moldríkir klúbbar. Internazionale vann 2010 en þeir gerðu það með metsölu á Zlatan sem fjármagnaði einstakt kaupæði á leikmönnum í sögu þess risaklúbbs. Þýðing: þeir gátu ekki unnið CL það árið nema að eyða once-in-a-lifetime upphæðum. Og svo unnu þeir hana aldrei aftur og eru ljósárum frá því núna.

Læt þetta nægja um málefnið. Ég vildi halda þessu til haga í einni færslu. Hvað finnst lesendum Kop.is?

27 Comments

  1. Erum við fúlir af því að við erum ekki með í þessu eða af því að það er búið að eyðileggja fótboltann? Ég segi fyrir mig, ég horfi ósköp lítið á meistaradeildina ef LFC eru ekki með. Ég kaupi heldur hvergi áskrift til að horfa á fótbolta. Er það ekki eina leiðin til að berjast gegn þessu? Ætli fótboltaáhugamenn geti nokkurn tímann staðið gegn þessu. Aðdáendur Liverpool eru t.d. að prómótera núna að boycotta Hull-leikinn til að mótmæla háu miðaverði. Skyldi það ganga?

    Sama þróun á sér stað á Íslandi, af því að þú nefnir það. Bara hægar og minna. Ég gæti trúað því að næstu 10 árin verði það KR og FH sem skipta á milli sín titlum, mögulega ná aðrir klúbbar 1-2 titlum.

  2. Ég sé þetta því miður ekki breytast á næstunni. Þetta er bara dæmi um hvernig þetta eina prósent tekur allt yfir. Gerist ekki bara í fjármálaheiminum.

  3. Já tímarnir breytast og mennirnir með.

    Bráðum fer fótboltinn að snúast út á hvaða lið færst flest ,,Like” eða ,,Follow” á samskiptamiðlum. Það lið vinnur dolluna!

    Peningagræðgi og athyglissýki mega þessa íþrótt, og því miður sér maður það ekki breytast á næstunni.

  4. Allt sem þú segir Kristján er ég sammála.

    Því miður er ég samt hræddur um að íslenski boltinn endi á nákvæmlega sama veg, Stjarnan er nú þegar komin með 80 milljóna forskot í leikmannakaupum og allir stærstu íslensku bitarnir tala fyrst við KR, FH og Stjörnuna…svo önnur lið.

    Meistaradeildin finnst mér í raun leiðinleg keppni, þetta eru ekki súr vínber. Mér finnst einfaldlega þessi staðreynd sem þú lýsir hafa eilítið gengisfellt stórleiki. Það t.d. hvarflaði ekki að mér að horfa aftur og enn á Barca-PSG eða “borgarslaginn” í Madrid.

    Hægt og rólega hefur líka fótboltinn og umgjörð hans breyst og hættan er að mínu mati að skemmtiiðnaðurinn í boltanum og gegndarlausir peningar muni leiða til meiri spillingar og svindls alls konar, hvað þá fjöldagjaldþrotum liða sem þurfa að reiða sig á að selja leikmennina sína til stærri klúbba.

    Það þarf ekki að horfa nema til Spánar, þar fara lið í gjaldþrot á hverju ári og B-lið stóru liðanna færast stöðugt ofar í goggunarröðinni.

    En svona er þetta víst. Fótbolti er iðnaður og eftirspurn eftir honum er gríðarleg. Eins og í öðrum iðnaði þá verða yfirleitt til risar á markaði sem hirða stærsta hlut viðskiptanna.

    Það þýðir ekki að manni finnist það skemmtilegt…ég persónulega hef engann áhuga á Meistaradeildinni héðan af, bara enn eitt árið af Real, Barca og Bayern.

    Njóti samt auðvitað þeir sem vilja!

  5. Sælir félagar

    Þetta er verulega súrt – en þetta er rétt. Því miður og það er svo sem engu við þetta að bæta.

    Það er nú þannig.

    YNWA

  6. Sammála KAR og Ívari Erni hér að ofan. Mammon ræður í boltanum sem annarsstaðar.

    Hinsvegar eru gleðifréttir að Henderson var að skrifa undir, næsti fyrirliði Liverpool.

  7. Sýnir þetta ekki bara hversu ofboðslega mikilvægt það er að vera í keppni þeirra bestu? Bilið er stórt milli þessara fimm stóru liða sem eru “alltaf” í úrslitum og svo hinna sem kannski ná að stinga sér þarna eitt og eitt árið. En bilið milli þessara liða og þeirra sem eru EKKI í CL er ofboðslega stórt.

    Og hvað vilja menn gera? Money talks í þessu bransa. Bestu leikmennirnir fara alltaf í bestu liðin, það er bara þannig. Ef þú ert heimsklassaleikmaður og getur fengið 150 þúsund pund á viku hjá Liverpool eða 300 þúsund pund hjá Real Madrid – hvort veluru? Fyrir mismunin, þá myndi ég alveg sætta mig við að spila 20-30 færri leiki en hinar stórstjörnunar.

    Því eins og sagt er – peningar kaupa ekki hamingjuna, en þeir gera óhamingjuna miklu bærilegri.

    Við höfðum Luis Suarez. Sem er besti leikmaður heims. Ef ég þyrfti að velja milli hans eða Messi/Ronaldo, þá myndi ég alla daga ársins velja Suarez. Hann vildi fara, en við skulum hins vegar hafa eitt á bak við eyrað – hann var meginástæðan fyrir því að liðið varð “næstum því” Englandsmeistari á síðustu leiktíð. Hugsið ykkur ef hann, Sturridge, Sterling, Henderson og Gerrard hefðu haft heimsklassa markmann á milli stanganna í stað Mignolet á síðustu leiktíð. Já eða alvöru miðjumann í stað Allen.

    Leyfum okkur að dreyma um að við hefðum haft Hugo Lloris í markinu eða Xabi/Mascherano á miðjunni til víðbótar á síðustu leiktíð, til viðbótar við þá sem þegar voru þar. Ég efast ekki um að liðið hefði þá orðið meistari, því bæði Lloris og Xabi eru það góðir að þegar þeir spila vel, geta þeir tryggt stig sem ella eru töpuð. Mignolet og Allen eru ekki þannig leikmenn.

    Þetta getur alveg gerst. Liverpool getur alveg náð í þennan margumtalaða hóp 5 stærstu félaga Evrópu. Menn þurfa bara að vera klókir þegar þeir þurfa að vera klókir, og óhræddir við að eyða peningum þegar þess er þörf.

    Það, að skipta Luis Suarez út fyrir Mario Balotelli er augljóslega ekki klár business. Það hefðu allir getað séð, en Liverpool gerði það engu að síður. Svona mistök mega ekki gerast aftur. Það hefði samt ekkert þurft að vera heimsendir að selja Luis Suarez, því það var góður möguleiki á að nýta þann pening sem fyrir hann fékkst, miklu betur.

    Ef svo ólíklega færi, að liðið myndi ná 4ja sætinu í vor, sem er ekki endilega útséð um, þá verður klúbburinn að kaupa tvo, þrjá mjög sterka leikmenn. Persónulega tel ég þurfa alvöru framherja og alvöru járn á miðjuna, og ég myndi líka vilja sjá heimsklassamarkmann á borð við Lloris. Svona kostar 50 milljónir punda, varlega áætlað. En þetta er bara það sem þarf að gera.

    Það er að segja, ef stefnan er að komast í hóp þeirra bestu.

    Homer

  8. Spurning líka með þessar FFP reglur. Þær eru klárlega að koma í veg fyrir að önnur lið geti veitt þeim stærri samkeppni. Við eyddum til dæmis einhverjum 30 milljónum í plús síðasta sumar og ekki voru menn hjá UEFA lengi að hefja rannsókn á eyðslunni.

    Þetta sýnir bara að FFP reglurnar eru svo gallaðar að því leyti að ríku liðin halda áfram að vera það og þau sem minni eru munu líka halda áfram að vera það.

  9. Hvernig væri að hætta að velta sér alltaf upp úr neikvæðninni og líta á jákvæðu punktana frekar. Eins og t.d. að Henderson var að skrifa undir nýjan samning, frekar myndi ég vilja lesa pistil um hann og nýjan samning heldur en eitthverja svona vitleysu.

  10. Ég er bara því miður hættur að hafa áhuga á fótbolta, það er svo margt annað skemmtilegt sem ég horfi á í staðinn.. en góðir punktar hjá þér, peningar eru klárlega búnir að skemma fótbolta og sorglegt að sjá hvernig stóru liðin taka til sín alla leikmenn liða sem eru í uppbyggingu, áreiðanlega leiðinlegast fyrir knattspyrnustjóra viðkomandi liðs, getur ekki byggt upp lið til framtíðar þar sem góðu leikmennirnir verða nánast alltaf seldir beint, sem eru ákvarðanir teknar af eigendum = þeir græða pening ..peningar peningar peningar, krabbamein heimsins..

  11. Ekki nóg með það að Brendan ætlar sér í titilbaráttuna um enska titilinn á næsta ári, þá finnst honum líka liðið hans nógu gott til að vinna meistaradeildina. Þannig að stórliðin geta skipt þessu á milli sín í bili, Liverpool mun einoka þetta á næstu árum.

    Skemmtilegur pistill!

  12. Það er málið Trausti #8 Þessar FFP reglur gera ekkert annað en festa stærstu klúbbana í sessi. Við sjáum væntanlega ekki aftur svona Blackburn ævintýri. Mér finnst sjálfsagt að setja reglur varðandi skuldsetningu en galið að takmarka fé frá eigendum í þetta.

  13. Þetta er nú meira jarmið þessi pistill. Liverpool hefur eytt mjög miklum fjárhæðum í leikmenn undanfarinn áratug og oft fengið til okkar heimsklassaleikmenn í gegnum tíðina á toppi síns ferils (Morientes, Karl Heinz Riedle o.fl.) og það þótt við höfum ekki verið í CL – eitthvað sem Liverpool menn eru farnir að nota endalaust sem afsökun.
    Eyðsla sem hefði alveg átt að geta komið liðinu í titilbaráttu á Englandi og áleiðis í Evrópukeppnum með alvöru þjálfara. Við höfum bara eytt peningum á alveg fáránlegan hátt í endalausa enska meðalskussa eins og Glen Johnson og co á alltof háum launum bara til að búa til einhverja falska enska liðsheild, sem er tilgangslaust enda Englendingar lúserar í eðli sínu. Sem og í einhverja ítalska spagettíbossa eins og Borini, Balotelli, Aquilani sem hlaupa svo bara beint til mömmu grátandi um leið og þeir lenda í smá mótlæti.
    Svo maður tali ekki um alla þessa ungu stráka eins og Markovic sem FSG mokar peningum í og halda í einhverja barnslega von um að þeir grísist til að springa nær allir út eftir 4-5 ár, bara til að selja þá með hagnaði og hefja svo hringekjuna á ný.

    Á meðan eru öll hin toppliðin í Evrópu að fylla liðin sín af hrokafullum frönskum beljökum, Belgum, ísköldum þýskum öguðum strákum, teknískum spánverjum og Brasilíu og Argentínumönnum. Blanda sem hefur svínvirkað síðustu ár. Liverpool átti t.d. 2002 möguleika á kaupa Anelka frammi með Owen, eitthvað sem hefði farið langt með að tryggja okkur Englandsmeistaratitilinn það árið. En enduðu svo með El Hadji Diouf. Ótrúlegt ruglið sem Liverpool hefur eytt peningunum í þegar við erum við að komast á toppinn.
    Við bara sitjum núna eftir útaf einhverri algjörlega galinni kaupstefnu þar sem við kaupum Lallana á 25m punda á meðan við leyfum strák eins og Christian Eriksen að enda hjá Tottenham á 10m.

    Fótbolti er fokking ofbeldi og orðin ljót íþrótt full af leikaraskap og hörku. Það er ekkert hægt að lifa í einhverri Kærleiksbjarnarveröld og reka Liverpool áfram eins og krúttlegt fjölskyldufyrirtæki þar sem við ullum á alla að Liverpool séu bestu stuðningsmenn í heimi og teljum okkur trú um það þegar við vitum að svo er varla lengur. Veit ekki í hvaða sýndarveruleika sumir Liverpool aðdáendur lifa orðið. Það þarf allur klúbburinn upp og niður að fá alvöru spark í rassgatið og við fara að fá alvöru sigurvegara til liðsins. Ég man enn vel gömlu tímana þegar Liverpool var ósigrandi vél og algert yfirburðalið á Englandi. Héldiru með Liverpool þá varstu sigurvegari í lífinu. Um daginn var Brendan Rodgers vælandi að Liverpool (5-faldir Evrópumeistarar Meistaraliða í knattspyrnu) höfum ekki haft big-game mentality fyrir undanúrslitaleik í FA Cup gegn Aston fokking Villa! Hvað hefur eiginlega gerst hjá þessum klúbbi okkar? Höfum við virkilega sokkið svona langt niður að sætta okkur við svona rugl?

    Í stað þess að bíta í skjaldarrendur og leita uppi alvöru leikmenn, þessa warriors sem þarf í enska boltann og alvöru heimsklassaþjálfara þá erum við enn að burðast með Brendan Rodgers og vona að hann læri einhvern tímann að öllum mistökunum sem hann gerir (hann er svo rosalega efnilegur skiljiði) . Mann sem hljómar orðið stöðugt eins og David Brent í Office og hefur kastað fullt af góðum leikmönnum frá Liverpool.
    Rodgers lá t.d. svo á að losna sig við Reina og Agger að við fengum um 4-5m punda fyrir þá. Á sama tíma kaupum við Lovren á 20m punda. Við höfum bara pissað burt frá okkur ótrúlegu magni af peningum síðustu 20 ár með algerri heimsku eins og þessari, gæti nefnt mýmörg önnur dæmi. Höfum engum að kenna um að Liverpool er ekki að keppa í undanúrslitum CL núna nema okkur sjálfum. Fact.

  14. Góður heimsósómapistill frá AEG 🙂

    Það er nú þannig

    YNWA

  15. Ég hef alltaf sagt við félaga minn sem heldur með Bayern að sú deild væri álíka spennandi eins og sú skoska, álíka spennandi og að horfa á málingu þorna. Ég er alveg sammála öllum þessum “tístum” frá KAR, svona er þetta bara og þróunin er ekki skemmtileg. Þó svo að ég sé mikill áhugamaður um knattspyrnu þá er áhuginn ekki mikill hjá mér að horfa á undanúrslit CL, hvorki í ár né í fyrra. Þetta er allt orðið allt of fyrirsjáanlegt og $$$ stjórnar öllu. Þetta FFP er bara djók og það verður alltaf hægt að fara fram hjá því, sykurpabbarnir í Championship manager sjá til þess að peningum verður dælt inn í félögin í gegnum “auglýsingarsamninga” á fáránlegu yfirverði og því geta þau eytt fúlgum áfram í bestu leikmennina.

    Svona er þetta bara, því miður

  16. Þetta sem AGE skrifar er alveg eins og úr mínu hjarta, gæti ekki verið meira sammála.

  17. Er ekki ósköp eðlilegt að bestu liðin fari sem lengst í svona keppnum? Ef að við tökum HM landsliða sem dæmi þar sem menn eru ekki keyptir né seldir að þá er engin tilviljun að Þýskaland, Spánn, Ítalía, Brasilía og fleiri lönd eru að komast langt og verða heimsmeistarar keppni eftir keppni af því að þau eru með bestu leikmennina og bestu liðin.

    Man City hafa aldrei komist í undanúrslit frá stofnun CL, ekki einu sinni í 8 liða úrslit, þýðir það að þeir séu ekki nógu ríkir?

    Skil það vel að menn séu reiðir og pirraðir yfir gengi okkar manna á þessari leiktíð en að fara að kenna öllu öðru um heldur en okkar eigin klúbbi um það sem hefur gerst hjá okkur og ætla að leika eitthvað fórnarlamb og segja að við eigum aldrei eftir að vinna neina titla af því að hinir eru svo ríkir en það lyktar bara af ansi miklum biturleika hjá KAR og fleirum hér á þessari síðu.
    Ef að Liverpool væri í undanúrslitum cl í ár og það gengi vel í öðrum keppnum þá værum við ekki að ræða þessi mál ekki satt?

    YNWA!

  18. Eftir að hafa lesið þennan pistil frá AEG líður mér eins og mér leið er ég var ungur að árum og hafði í félagi við tvo vini mína gengið bersersgang inn í skrúðgarði einum norður í landi og tekið ófrjálsri hendi nokkrar gulrætur og rófur úr garði eigandans.

    Þegar ég þurfti svo að standa fyrir framan þennan indælismann (í minningunni var hann samt eins og Kjartan í strumpunum) þar sem hann las okkur pistilinn og vissum við allir upp á okkur sökina.

  19. Chel$ea er að fjárfesta rétt því miður, fáir proven quality leikmenn í réttar stöður (Costa, Fabregas) en við endum alltaf með dýra potential leikmenn og oft virðist vera kost nr 2. Fjármagnið er til en vandinn er að eyða því rétt. Hluti af vandanum er hversu lítið attraction virðist vera að koma til Liverpool, hvort það er borgin, stjórinn eða CL. Þessu verður að breyta, ef hægt, svo leikmenn eins og Sanches, Costa, Reus, Hummels vilji koma. Mögulega er BR ekki maðurinn í það, hann hefur bara enga vigt (er bókstaflega vandræðalega pínku lítill greyjið), laðar ekki til sín klassaleikmenn og hefur aldrei unnið neitt. Út með Rodgers, inn með Diego Simeone eða Jorgen Klopp, þá erum við að tala saman…

    EN á jákvæðari nótum…

    Liverpool top the Ultimate League, best team over last 50 years
    http://m.101greatgoals.com/blog/liverpool-top-ultimate-league-50-years-man-united-2nd-graphic/

    eða eins og maðurinn sagði, “f… off Chel$ea FC, you ain’t got no history, 5 European Cups and 18 Leagues, thats what we call history…”

  20. tímarnir eru ekkert að breytast núna þetta er búið að vera svona í tugi ára ?.. haldiði að það sé tilviljun að síðustu 30 ár höfum við lent í 1-7 sæti en ekki 20 sæti ?. Peningar eru búnir að skila lið eins og liverpool og neðri liðin af síðustu áratugi. Þetta er búið að vera svona frá stofnun fótboltans.

  21. Ummæli AEG (#14) eru mjög góð. Vandamálið við þau eru að hann er ekki á neinn hátt að svara því sem ég sagði á Twitter.

    Ég kvarta yfir áhrifum peninga á Meistaradeild Evrópu. AEG (og fleiri) les úr því biturleika Liverpool-stuðningsmanns og fer svo í greiningu á hvað Liverpool hefur eytt miklum fjármunum (og farið illa með þá) síðustu árin.

    Það er hárrétt hjá honum. Liverpool hefur eytt miklum fjármunum og farið illa með þá.

    Hann (og mörg önnur ykkar) misskilur hins vegar að ég var ekki á nokkurn hátt að tuða á Twitter sem Liverpool-aðdáandi. Ég var að tuða sem knattspyrnuunnandi.

    Kannski voru það mistök að setja þessi tíst inn á þessa síðu. Hér lesa menn allt með augum Liverpool-aðdáandans, skiljanlega, og ætla mér í kjölfarið einhvern bældan biturleika. Það á einfaldlega ekki við hérna.

    Myndin sem Daníel birti í ummælum #9 er nákvæmlega það sem ég var að tuða yfir. Fjöldi landa sem eiga fulltrúa í undanúrslitum hefur snarminnkað síðustu 10 árin og minnkar enn. Í gamla daga gat Liverpool mætt liðum frá Sovétríkjunum, Júgóslavíu, Portúgal, Sviss, Hollandi, Belgíu og svo framvegis ef þeir komust í undanúrslit. Ef/þegar Liverpool kemst aftur í undanúrslit Meistaradeildarinnar verða mótherjarnir nánast örugglega frá Englandi, Spáni, Frakklandi, Þýskalandi eða Ítalíu. Engar aðrar þjóðir eiga séns. Og ekki nóg með það heldur vitum við nánast örugglega hvaða lið frá hverjum þessara landa verða mótherjarnir. Það verða ekki Sevilla, Lyon eða Napoli.

    Yfir því var eg að tuða. Ekki því hvað heimurinn sé vondur við Liverpool (sem hann er ekki).

    Ekki misskilja mig.

  22. Tek undir nánast allt sem þú segir.

    Fyrir mér er knattspyrnan ekki eins skemmtileg líkt og hún var einmitt vegna þessa. Alltaf sama ruglið sem manni er boðið upp á ár eftir ár.

    Enda heldur maður alltaf með “undirhundinum” í öllum keppnum.

    Framtíðin er svört í fótboltaheiminum og vonandi fara aðdáendur og stuðningsmenn að finna fyrir sér með skipulögðum og kröftugum mótmælum.

    Íþróttina þarf að endurheimta úr klóm siðlausra milljarðamæringa

  23. #25 afhverju helduru að liverpool hafi aldrei fallið úr deildinni jú útaf peningum. er þá ekki málið að fara að horfa bara á 3 deild á íslandi víst að fótboltinn er farinn að verða svona leiðinlegur. Afhverju féllu leeds úr úrvalsdeildinni árið 2003 ? jú útaf peningum. Eina sem hefur breyst örlítið er aðþessir olíufurstar sem fá að spreða ótakmörkuðum peningum. Mér finnst persónulega séð að þú mættir bara nota hagnaðinn á miðaverðum inná leiki og treyjusölu og fl sponsora og það væri haldið gott bókhald yfir það ekki eins og þessir kallar eru að gera sem eru líklegast með 4-5 fyrirtæki um allan heim og eru að dæla peningum úr sínum eigin vasa til að kaupa bestu bitana einungis til að setja þá á bekkinn sinn bara svo annar samkeppnisaðili kaupi þá ekki

  24. Ég verð einginlega að vera sammála öllu sem AEG segir. Finnst þessi psitill pínu sorglegur ef ég á að segja alveg eins og er sérstaklega að tala um íslensku deildina sem einhverja fyrirmynd. Ég skoðaði svona í gammni síðstu 20 ár í þessum deildum sem KAR nefnir og hvað það hafa mörg lið unnið deildina á þessum tíma
    Ísland 7
    Ítalía 4
    Spánn 6
    England 5
    Þýskaland 6
    Frakkland 10

    Þarna sést nú bara svart á hvítu að spænska deildin er bara langt frá því að vera minna spennandi en sú enska. Hef reyndar skoðað þetta nokkrum sinnum og það er meiri fjölbreytileiki í topp 4 á Spáni en Englandi. Og ef það hefði ekki komið til þess að Chelsea og Man City hefðu fengið ríka eigendur þá er ég ekkert viss um að Englandi væri með fleiri en svona 3-4 lið sem hefðu unnið deildina. Það er líka hálf kjánalegt að FH ingur sé að tala um að þetta sé ekki svona á Íslandi því síðustu ár hefur FH einmitt dómenerað íslensku deildina ásamt KR og hafa þau einmitt haft mest fjármagn hjá sér og munu mjög líklega halda því áfram með nýjum úthlutunarreglum hjá UEFA. FH hefur aldrei verið neðar en í 2. sæti síðan þeir unnu sinn fyrsta titil fyrir 10 árum síðan. Meira segja hvorki Real né Barca eru með þennan árangur síðustu 10 árin á Spáni.

    Eins og AEG bendir á þá er ástæðan fyrir því að Liverpool er ekki þarna eingöngu Liverpool að kenna og engum öðrum. Moores og félagar gerðu meiri skandal fyrir klúbbin en trúðarnir Gillet og Hicks. Enda hefur liðið ekki unnið deildina síðan David Moores tók við stjórnartaumunum og það var líka hann og þeir í kringum hans sem ákváðu að selja félagið frekar til þessara kúreka af einhverjum ástæðum.

    Liverpool hafði á þessum tíma, þegar Moores tekur við, alla möguleika á því að halda áfram að vera stórveldi en gerir mörg mistök í ráðningum á stjórum og líka í markaðsmálum og ekki síst í leikmanna kaupum og létu því fjendur vora í Manchester taka langt fram úr okkur á öllum sviðum. Það er vel þekkt að leikmenn sem Liverpool gat keypt á þessum tíma en gerði ekki, eru nöfn eins og Shearer, Cantona, Ronaldo ofl. Þannig að það er alveg ljóst að klúbbnum var mjög illa stýrt löngu áður en kananir tóku völdin.

Samanburður

Hendo kvittar undir samning!