Liðið gegn Newcastle – Ibe byrjar

Úff, það er víst komið að Liverpool leik í deildinni aftur eftir 8 daga hvíld eftir hörmungina gegn Arsenal. Það eru ekki nema 2 deildarleikir síðan að við vorum að horfa á möguleikann á öðru sætinu í deildnni og allt var í góðu lagi. En þessir tveir leikir gegn Man U og Arsenal hafa rifið okkur allsvakalega niður á jörðina. Í raun er smá erfitt að peppa sig upp fyrir þennan leik gegn Newcastle því það virðast vera litlar líkur á að fjórða sætið verði okkar. Til þess þurfa liðin fyrir okkur að klúðra málunum hroðalega.

En það er gott fyrir geðheilsu okkar og leikmanna að klára þetta tímabil í deildinni með sæmd og vonandi endar þessi taphrina í kvöld.

Rodgers stillir liðinu upp svona:

Mignolet

Johnson – Can – Lovren – Moreno

Henderson – Allen – Lucas

Coutinho – Sterling – Ibe

Bekkur: Jones, Toure, Lambert, Manquillo, Borini, Brannagan, Markovic

Ég verð að viðurkenna að ég veit ekki hvernig þessu er stillt upp en ég giska á þetta svona. Gæti svo sem líka verið þriggja manna vörn með Johnson, Can og Lovren. Við sjáum hvað gerist. En þetta lið á að klára Newcastle á heimavelli.

Koma svo!

97 Comments

  1. lýst ekkert á þetta lið því miður var að vonast eftir 2 centerum í dag.. er sturridge meiddur ?

    Var búinn að henda í 3-0 spá ætla að breyta yfir í 1-0 sigur með rottu marki í lokin frá ibe 🙂

  2. hélt að að væri fullreynt að hafa Lucas og Allen saman á miðjunni,,Can á miðjuna!!!

  3. Verðum að vinna í kvöld!! Mikið sést hvað okkur vantar tvo ef ekki þrjá miðjumenn í liðið okkar.

    2-0 koma svo!!

  4. #3 jonas.
    Fullreynt að hafa Lucas og Allen saman á miðjunni?

    Þeir eru búnir að fá tvo leiki saman.

  5. Ibe verður pottþétt hægra megin frammi en ekki vinstra megin.
    Lucas verður fyrir framan vörnina og Henderson/Allen munu sjá um pressuna og ég er ótrúlega bjartsýn fyrir þessum leik.

    Gaman að sjá Ibe aftur.

  6. Við erum á heimavelli og hann stillir upp tveimur varnarsinnuðum miðjumönnum. Hefði viljað burt með Lucas.

  7. Sjálfu sér ekkert sem kemur á óvart, Sturridge hefur greinilega verið langt frá sínu besta undanfarið og virkar langt frá því að hann sé að spilast í form.

    Fróðlegt verður að sjá Sterling á topp sérstaklega í ljósi þess eftir viðtalið fræga, ætli hann verði ekki að skora annars fær hann að heyra það frá stúkunni.

    Andskotinn þetta byrjunarlið á að vinna þetta Newcastle lið komasvo

  8. Af BBC, m.a. um Sturridge:

    Manager Brendan Rodgers: “There are still a lot of points – 21 – to play for and we still have plenty of work to do. Jordon Ibe is super-quick with great technique and made a big difference when we brought him back from his loan at Derby.

    “He is a naturally fit boy and has been good in training so I had no qualms about putting him straight back in.

    “Daniel Sturridge picked up an injury against Blackburn and is unavailable fitness wise. We will have to see how he gets on ahead of the weekend’s FA Cup semi-final.”

  9. þessi meiðsli eru bara grín og núna er shako meiddur í mánuð í það minnsta.
    erum með algjöra meiðslapésa

  10. Sæl öll,

    svona er maður hjátrúafullur. Mánudagsleikur + Arnar Björs að lýsa = Liverpool tapar

  11. Bullandi séns a fjórða sætinu ennþá. Man sjittý er i frjálsu falli og þa er eins gott að við vinnum okkar leiki!

  12. algjörlega undir því komið að við vinnum allt og city haldi áfram að skíta á sig en já það er séns.

  13. Ekkert kjaftæði neitt!

    Tökum þau stig sem í boði eru, spilum vel verum ekkert með neitt væl !

    Kemur svo bara í ljós hvað önnur lið gera og hvar við endum.

  14. Frábært mark, allt frá sendingunni hans Henderson til klárunina hans Sterling

  15. Miðverðirnir eru ansi djarfir í að hlaupa fram á köflum, vonandi er Lucas á tánum í kvöld.

  16. Þetta er átakanleg varnarvinna hjá Newcastle. Þessir varnarmenn hafa séð hver annan áður er það ekki?

  17. Annaðhvort er Liverpool orðið hrikalega gott allt í einu eða Newcastle skelfilegir….hallast að því fyrra hehe

  18. Omg, Coutinho getur gert svo rosalega hluti. Eins og diet Ronaldinho. 🙂

  19. Henderson stoðsending nr 13 á tímabilinu hvernig væri nú að drullast til að klára samningamálin.

    Sterling markahæstur með 7 mörk í PL, ekki furða að við séum í þessu strögli.

  20. Okkur vantar síðasta elímentið, þennan síðasta þriðjung. Ef hann væri til staðar værum við komnir með 3 mörk í þetta.

  21. Ertu ekki að djóka hvað við vorum heppnir að fá ekki vítið á okkur. Við þurfum að fara að klára þennan leik. ALLT flott nema að við þurfum að skora fleiri. JARÐA ÞETTA

  22. @Trausti #31:

    Ef við hefðum síðasta elementið, þennan síðasta þriðjung, þá værum við ekki bara komnir með 3 mörk í þessum leik, við værum líklegast í baráttu um titilinn.

  23. Gæti átt eftir að bíta okkur í rassinn ef við bætum ekki við marki/mörkum!!!

  24. Skemmtilegur fyrri hálfleikur en við heppnir að fara inn í klefa með 1-0.

    Erum alls ekki að nýta þessa yfirspilun nógu vel. Kemur vonandi í seinni.

  25. Frábær varsla undir lokin hjá SM.

    Newcastle voru einfaldlega hroðalega slakir í svona 25-30 mínútur – hræðilegir án bolta, en reyndar svolítið ógnandi með hann framarlega á vellinum. Ef Liverpool væri með þó ekki nema einn virkilega in form striker, gæti staðan auðveldlega hafa verið komin í 3-0 eftir þann kafla.

    Newcastle eru svo loks byrjaðir að berjast almennilega fyrir sínu. Verð ekki í rónni fyrr en okkar menn skora annað mark…

  26. Lucas er sennilega markóheppnasti leikmaður sem ég hef séð. Það kemur elding næst í boltann þegar hann er á leið yfir línuna.

  27. Byrjuðum frábærlega. Liðið í hápressu og vann boltan trekk í trekk framarlega á vellinum og komst nokkrum sinnum í ákjósanleg færi til þess að gera eitthvað sniðugt.
    Liði átti að vera búnir að bæta við 1-2 mörkum en 1-0 forskot er rauninn eftir flotta sendingu Henderson á Sterling sem gerði frábærlega í mótökuni og að klára.

    Síðustu 20 mín þá var þetta galopið á báða bóga, Newcastle fóru að virka hættulegir en við vorum það líka. Mignolet með flotta markvörslu þar sem Glen Johnson var að drulla á sig með því að vera fyrir innan og ef hann ætlaði að vera fyrir innan þá ætti að minnstkosti að dekka manninn.
    Lovren var heppinn að fá ekki dæmda á sig vítaspyrnu en annars hefur þetta verið ágætur leikur hjá okkar mönnum.

  28. Endilega strákar og stelpur ef þið vitið um góðan hlekk fyrir ipad gaur. Hook me up!

  29. Vonandi þurfum við ekki að naga handarbök í lok leiks yfir að hafa ekki nýtt yfirburðina í fyrri hálfleik!

    ps ætli Balotelli sé með kvef í kvöld?

  30. virkilega flottur fótbolti hjá okkar mönnum það vantar bara centerinn þa væri þetta 4-0 i hálfleik koma svo megum ekki slaka á í siðari hálfleik coutinho búinn að vera stórkostlegur og djöfull er gaman að sjá baráttuna og hörkuna hja henderson sign him up !

  31. Þarna sést vel í þessum leik að Liverpool er eitt sterkasta liðið um miðja deild, en við erum ekki enþá tilbúnir að keppa við topp fjóra í deildinni því þau lið eru bara sterkari en við.
    Á síðasta ári vorum við með einn besta framherja í heimi og það var ástæðan fyrir góðu gengi á síðasta ári.

    Ef Liverpool kaupir tvo sterka leikmenn sem eru betri en þeir leikmennirnir sem fyrir eru þá eigum við góðan möguleika að keppa um efstu sætin í þessari deild.

    Það eru margir að tala um ef að við vinnum þennan leik þá munar bara 4 stigum og það er alveg rétt en ef við skoðum markatöluna á þeim liðum í topp fjórum þá eru þau bara að skora miklu meira af mörkum en Liverpool, það er að muna einhverjum 20 mörkum sem er of mikil munur.

  32. Æi come on Lovren. Þurftirðu að meiða Can loksins þegar þú ert að gera allt annað rétt

  33. Hvar er hápressan í seinni hálfleik eiginlega? Um leið og Newcastle fær boltann þá detta allir fyrir aftan miðlínu

  34. gaman að sjá coutinho labba í gegn um 5-6 menn og svo fer boltin á samherja og næsta sending frá þeim er bara prump.

  35. Ætlum við að senda okkur inn í markið? eða kannski ná að skjóta

  36. Af hverju verð ég ekki hissa ef Newcastle jafna og ná stigi út úr þessum leik?

  37. Ég missti af.. afhverju stóð gjörvallur völlurinn upp og klappaði í skiptingunni hjá Newcastle?

  38. #70 Hlynur þetta var bara respect fyrir Gutierrez sem er að koma til baka eftir að hafa barist við krabbamein.

  39. #70,

    Þetta er fyrsta skipti sem Jonás Gutiérrez kemur við sögu hjá Newcastle eftir að undirgangast meðferð við krabbameini í eistum.

  40. Ekki oft sem maður segir þetta : Joe Allen þrumar boltanum í samúel !!

  41. # 70,var verið að klappa fyrir jonas gutierez,hann var að koma til baka úr krabbameinsmeðfeð,rosalega flott hjá stuðningsmönnum Liverpool!!!

  42. Ógeðslega þurr og illa spilandi seinni hálfleikur en samt kom markið sem við þurftum, sem er ágætt!

  43. Snilld! Takk f svörin, Liverpool hjartað slær aukaslag fyrir svona klassa 🙂

  44. Heheh, vá hvað þetta átti að vera beint rautt. Fékk annað gult og þar með rautt.

  45. #86 mér fannst þetta nú vera óvart hjá Sissoko sérð það á viðbrögðum hans, hittir ekki boltann.

  46. Ég erfarinn að sjá glitta eitthvað í þessi gæði sem Lovren býr yfir Hann er t.d rosalega góður á boltann og mjög sterkur varnarlega. Fyrir utan nokkur klaufa mistök þá er henn heilt yfir verið mjög góður í þessum leik. Ég skil sífellt betur afhverju hann var keyptur því við erum að leytast eftir varnarmönnum sem búa yfir góðri boltatækni og það hefur hann svo sannarlega. Hann er klárlega Brendan Rogers týpan af varnarmanni sem vill hafa sem flesta leikmenn þátakendur í spilinu – því takmarkið er að líkjast spilamennsku Barcelona eins mikið og raunhæft er.

    Ég trúi því að hann muni aðlagast leikstíl Liverpool betur og betur.

    Hitt er að þetta var fínt leikur að mörgu leiti. Vörnin var ekki eins góð og þegar við vorum með rétt mannaða 3ja manna vörn með Lucas fyrir framan hana, en varnarlega var Liverpool samt miklu betri en þeir voru í fyrra og í byrjun tímabilsins. Greinilega framfarir. Mjög mikilvægt að getað búað yfir tveimur til þremur leikkerfum sem hægt er að skipta á milli.

    Sóknarlega er greinilega búið að fara mikið yfir hreifingar án bolta og sýndist mér það hafa borið ávöxt þar sem liðið komst mjög oft upp kantana og gat sent fyrir.

    Ef Sterling hefði 50% af skotgetu Suarez eða Sturridge hefðum við unnið stórsigur í dag.

Newcastle annað kvöld

Liverpool 2 – Newcastle 0