Liverpool 1 – Man U 2

Okkar menn mættu í dag Manchester United á Anfield í mikilvægasta leik tímabilsins hingað til, en því miður þá mættu ansi margir ekki til leiks og niðurstaðan var 2-1 tap.

Mignolet

Can – Skrtel – Sakho

Sterling – Allen – Henderson – Moreno

Lallana – Sturridge – Coutinho

Bekkur: Jones, Johnson, Toure, Gerrard, Lambert, Lucas, Balotelli.

Van Gaal stillti þessu liði upp: De Gea, Valencia, Jones, Smalling, Blind, Carrick, Herrera, Mata, Fellaini, Young, Rooney.

Ég sagði það í podcasti fyrir leik að ég myndi ekki vilja neinn af þessum United mönnum í mínu liði og ég stend við það. Ég hugsaði það einnig fyrir leik að ef ég væri hræddur við einhvern mann í þessu United liði þá væri það Fellaini, þar sem hann var jafnan gríðarlega erfiður leikmaður að spila gegn í leiðinlegum Everton liðum. Og viti menn þegar að Manchester United byrja að beita svipuðum taktíkum og Everton, þá er hann líka gríðarlega erfiður að spila á móti.

Okkar menn mættu hreinlega ekki til leiks í fyrri hálfleik. United voru miklu betra liðið á vellinum og voru með boltann 60-70% af tímanum. Henderson og Allen voru keyrðir niður á miðjunni og það kom ekki á óvart þegar að United komust yfir eftir lélegan varnarleik hjá Moreno þegar að Mata skoraði. Eftir markið héldu United áfram að yfirspila okkar menn en þegar sirka korter var eftir af fyrri hálfleik komust okkar menn ágætlega inní leikinn og Lallana hefði getað jafnað leikinn. En niðurstaðan í hálfleik var 0-1 fyrir Man U en ég taldi að með góðum skiptingum þá myndu okkar menn snúa þessu við. Rodgers fjallaði um þetta í viðtali eftir leik:

“In that system, you have to be able to press well and pass well. If you’re not doing both elements of the game then, of course, it becomes much more difficult for you to be effective.

“And that’s how it was in the game today. In the first half, we weren’t passing it anywhere near well enough. Ultimately we weren’t pressing either.

“Both sides of our game suffered. We just didn’t play well enough. You have to accept that. It just wasn’t our day. They were playing 4-3-3 and we were too deep on the sides to begin with.

“The idea was that we should have been 15 to 20 metres higher up the field in order to press the game. It was only in the last 15 minutes of the first half, where I had to manufacture the team into a diamond that forces the players to be closer, tighter and higher up the field, and then we started to make a better game of it.

Steven Gerrard kom inná í hálfleik og hann var búinn að vera inná í sirka 30 sekúndur þegar hann af einhverjum óskiljanlegum ástæðum trampaði á Herrera og fékk beint rautt spjald. 0-1 undir gegn United og einum manni færri. Þetta leit ekki vel út. En okkar menn voru samt mun ákveðnari en í fyrri hálfleik og voru mun sterkara liðið, en á 59.mínútu léku Mata og Di Maria í gegnum vörn Liverpool og Mata náði að klára sitt færi ótrúlega vel og koma Man U í 0-2. Þetta leit ekki vel út og á tíma vonaði maður helst að þetta yrði bara ekki stærra tap. Okkar menn voru þó áfram sterkara liðið á vellinum og 10 mínútum síðar minnkaði Sturridge muninn með fínu marki. Við höfðum svo 20 mínútur til að jafna án þess að ógna marki United á neinn sérstakan hátt og De Gea þurfti ekkert að sanna sig.


Það voru því miður alltof margir sem að brugðust í dag. Lallana var afleitur og var tekinn útaf í hálfleik, Moreno átti hræðilegan dag og Allen og Henderson voru í miklu basli í fyrri hálfleik. Gerrard klúðraði svo sínum málum eins illa og hægt er. Babú skráir ágætis einkunnagjöf í þessu kommenti og ég er því nokkuð sammála. Dómari leiksins var slakur og flestar ákvarðanir voru United í hag, en engar rangar ákvarðanir hans höfðu úrslitaáhrif á þennan leik því hann tapaðist fyrst og fremst á lélegum Liverpool leiki í fyrri hálfleik.

Van Gaal lagði þetta hárrétt upp og náði algjörlega að sigra baráttuna í dag. Því miður. Við höfum núna tapað báðum leikjunum okkar við United á þessu tímabili og það er einfaldlega ástæða þess að þeir eru í fjórða sæti og við því fimmta, núna heilum fimm stigum á eftir þeim. Okkar menn eru búnir að vera frábærir í ár, en það slæma er einfaldlega að liðin sem við erum að keppa við erum líka að brillera. Í síðustu 6 leikjum hefur Arsenal unnið 6, United 5 og við 5. Þannig að við erum ekkert að saxa á þau lið.

Er Meistaradeildin úr sögunni fyrir næsta tímabil? Já, ég hallast að því. Ég myndi telja að við ættum einn sjens í viðbót og hann er að vinna Arsenal á Emirates. Það er ekki auðvelt, en það er klárlega hægt. Ef það tekst, þá er alveg hægt að teikna upp einhver scenario þar sem að okkar menn komast í Meistaradeildina á kostnað Arsenal eða Man U. En eftir þessa helgi þá verður það að teljast afar ólíklegt.

Þetta lið okkar er jú enn gríðarlega ungt og reynslulítið og menn þurfa að læra af þessum leik í dag. Okkar menn verða að jafna sig á þessu og reyna að fara á Emirates og vinna til að hafa áfram einhvern sjens. Jafntefli eða tap þar og þá þarf þetta tímabil að snúast eingöngu að vinna FA Cup og ná sæti í Evrópudeildinni, því það er alveg ljóst að okkur veitir ekki af aukinni æfingu í Evrópuleikjum og einsog Maggi bendir á í kommenti þá er ekki einsog að við séum að brillera núna þegar að leikjaálagið loksins minnkar.

104 Comments

  1. Ég verð vant við látinn það sem eftir lifir dags. Þarf að blóta í hljóði.

  2. Já, þeir voru bara betri blessaðir, það hjálpar náttlega ekkert til þegar fökking legendið kemur með hausinn skrúfaðan vitlaust á inn á og …. Sjitt hvað ég er reiður út í Gerrard. Þú einfaldlega hagar þér ekki svona.

    Dómarinn var sér kafli, en þeir eiga stundum vonda dagi blessaðir …..

  3. Að öðru leiti getur maður ekki verið annað en stoltur af frammistöðu liðsins manni færri í seinni hálfleik. Voru miklu betri en scum. Mignolet var magnaður með Neuer töktum sínu og varði vítaspyrnuna frábærlega.

  4. Gerrard átti þetta 100% skilið , Gerði hann þetta að ásettu ráði ? var hann pirraður fyrir að hafa verið bekkjaður ? ég veit ekki en þetta var augljós ásetningur bara ömurlegt að gera svona!!!

  5. Langar að kenna Gerrard og Atkinson um þetta tap. Ég held samt að það sé miklu meira en það.

    Og þó, nennir einhver að útskýra af hverju Atkinson tekur “síðasti sjens” ræðuna á Fellaini í fyrri hálfleik en leyfir honum síðan að pönkast að vild í seinni án þess að spjalda fíflið?

    Svekktur og hundfúll

  6. og skrtl að næla sér örugglega í 3 leikja bann líka fyrir brotið í lokin alveg sama hversu heitt mönnum er í hamsi þetta er óásættanlegt ! ég er hundfúll yfir þessu en að stíga á menn það er ofbeldi.

  7. Gríðarleg vonbrigði, gríðarleg.

    Fullkomlega verðskuldaður sigur hjá Utd. Voru miklu, miklu betri. Það er alveg óhætt að segja að gamli Van Gal hafi unnið stórsigur á okkar unga og reynslulitla þjálfara.

    Þeir gersamlega yfirspiluðu okkur í fyrri hálfleik. Það var eins og þeir væri fleiri á vellinu. VG algerlega búinn að lesa okkar lið.

    Ég nenni ekki að ræða þennan hálfvitaskap hjá SG, en ég er ekki viss um að hann spili fleiri deildarleiki í byrjunarliði LFC. Þvílík martraðarinnkoma hjá fyrirliða okkar.

    Núna er staðan bara þannig að við verðum að vinna Arsenal á Emirates til að eiga einhverja möguleika á 4. sætinu. Er því miður ekki að sjá það gerast. Það er þó alltaf von þó mjög lítil sé.

    Er farinn upp í rúm að sofa.

  8. Sælir félagar

    Það segir meira en mörg orð um frammistöðu liðsins í fyrri hálfleik að liðið var betra einum færri en með alla inná í fyrri hálfleik. Hvað sem olli þá var liðið engan veginn tilbúið í leikinn og enn og aftur fellur BR á prófi stóru leikjanna. Það er honum til vansa þótt hann eigi skilið hrós fyrir að snúa gengi liðsins við eftir hans eigin ömurlegu byrjun fyrstu 4 mánuði tímabilsins

    Frammi staða liðsins, motivering og sein viðbrögð við afleitum leik Moreno sem gaf bæði mörkin í leiknum segir eitthvað um BR sem hann verður að takast á við og laga. Balotelli er vonandi búinn að spila sinn seinasta leik fyrir Liverpool. Innákoma hans var í besta falli hlægileg ef ömurleg niðurstaða leiksins breytti þeim hlátri ekki í grát. Kaupin á Balotelli og ráðaleysi BR á leikmannamarkaði þegar okkur sárvantaði framherja er líka eitthvað sem BR verður að horfast í augu við.

    Samt er það nú þannig að MU sem ég hefi talið verra lið en Liverpool hefur nú tekið 6 stig inn á leikjum við okkar menn í vetur. Það þýðir einfaldlega eins og sást í þessum leik að LvG er að gera betri hluti en BR. Hann er með 5 stigum meira í öruggu meistaradeildasæti og á það skilið hvernig sem menn emja undan því. LvG með liðið sitt meira og minna í molum stóran hluta leiktíðar hefur einfaldlega jarðað BR á þessarti leiktíð og MU einfaldlega betra en Liverpool hversu ömurlegt sem það er. Tölurnar tala sínu máli og það er sama hvernig við veltum þessu og snúum þetta er bara svona.

    Það er nú þannig.

    YNWA

  9. Það hlaut að koma að fyrsta tapleik ársins, verst að það þurfti að vera á móti Man Utd og það sanngjarnt.
    Okkar menn sáu varla til sólar í dag og ekki hjálpaði Atkinson sem var staðráðinn í að fá sína athygli í dag, og það tókst hjá honum.

    Miðjan okkar var í ruglinu frá fyrstu til síðustu, Henderson, Allen voru afleitir og Moreno sömuleiðis.
    Gerrard….úff.

    Mignolet var flottur og honum verður ekki kennt um hvernig fór, tók Rooney svakalega í vítinu.
    Þetta var strategískur sigur hjá Van Gaal, Rogers átti ekkert svar við leikaðferð Utd.

    Nú er að rífa sig upp fyrir leikinn á móti Arsenal og sýna að okkur er alvara með að ætla í Meistaradeildina á næsta tímabili.

    Y.N.W.A!

  10. Ætla ekki að láta þetta eyðileggja daginn, best að klára strax kommentið.

    Því miður þá var fyrri hálfleikurinn eftirmynd af Swansea hálfleiknum. Þetta leikkerfi okkar stendur og fellur með hápressu og hún var ekki í mynd fyrsta hálftímann. Því miður náðu United að nýta sín vopn, Fellaini pakkaði Allen saman og United fór hátt á völlinn og sóttu inn í eyðurnar.

    3-4-3 er árásargjarnt kerfi sem á erfitt með að liggja mikið í vörn og þegar varnartilburðirnir eru í anda þess sem Moreno sýndi í marki eitt þá ertu í vanda. Skrýtinn hálfleikur, réðum litlu í leiknum og gátum verið undir en fengum dauðafæri og hefðum getað verið 1-1 líka.

    Eftir 48 sekúndur í seinni hálfleik verður svo atburður sem bara setti mig hljóðan það sem eftir lifði leiks. Það að Steven Gerrard lendi í svona bulli eftir að vita það að hans hlutverk átti að vera að breyta leiknum er skuggi sem erfitt verður að skríða undan. Vissulega var Atkinson ekki með góð tök á leiknum en þegar þú stígur viljandi á leikmann með boltann hvergi nærri þá er það alltaf rautt spjald….og miðað við það sem ég þekki til ensku reglnanna þá er það þriggja leikja bann í leiðinni.

    Ég efast ekki um að fyrirliðinn hefur liðið sálarkvalir og mun eiga erfitt með svefn næstu dagana…en það breytir því ekki að eftir þetta þurftum við kraftaverk. Fengum smá orku og náðum að stríða United en þá verður aftur vondur varnarleikur hjá m.a. Moreno til að við lendum enn frekar undir.

    Svo náum við að stela marki til baka og ég var stoltur af þeim 10 leikmönnum sem kláruðu leikinn. Við náðum að sýna hjarta og hugrekki sem gefur manni von að enn sé séns á 4.sætinu þó að bilið hafi aukist mjög núna. Einfalt í mínum huga, við verðum að vinna á Emirates – allt annað veikir CL vonina óendanlega mikið.

    United eru líka að ná vopnum sínum, Van Gaal búinn að grafa sitt ævintýrakerfi og farinn að átta sig á hvaða leikmenn hann vill nota. Því miður virðast allir grísasigrarnir þeirra hingað til í vetur ætla að telja.

    En þetta var ekki grísasigur hjá þeim. Alltof margir leikmenn frusu í dag. Allen, Sterling, Moreno, Can, Lallana og Sturridge áttu mjög erfiðan fyrri hálfleik og það einfaldlega gengur ekki. Vitleysan hjá SG toppaði það auðvitað og eftir nokkur ár verður það eina minningin held ég um þennan leik…og sennilega efni í sönglag hjá öðrum en okkur.

    Simon Mignolet er minn maður þessa leiks, hann þurfti að díla við mörg erfið mál og leysti vel….mikið ofboðslega sem ég var glaður að sjá hann viðhalda Anfield-múrnum hjá Rooney í uppbótartímanum.

    Svo á eftir að koma í ljós hvort að pirringsbrot Skrtel á De Gea í uppbótartímanum skellir honum í bann, en vonandi verður ekki svo.

    En mest dregur ekkert úr þeim ömurleika að hafa tapað báðum leikjunum gegn United í vetur.

    Annars finnst mér það umhugsunarvert hversu erfiðlega við erum að spila eftir að hafa nú fengið “næði” til að vinna milli leikja. Eftir að hafa dottið úr EL höfum við átt þrjár slökustu frammistöðurnar frá áramótum og eiginlega sparkar niður þessa mítu um það að mikið leikjaálag sé okkar versti óvinur.

    Stundum er bara best að hafa stutt á milli leikja…og eins og þetta lítur út núna þá virkar það þannig hjá okkar mönnum.

    Áfram veginn, einfaldlega megum ekki tapa fleiri leikjum fram á vor.

  11. ef að menn vinna arsenal næstu helgi þá vill ég sjá liðið keyra á top 4 ef að tap verður niðurstaðan þar þá væri ég til í að liðið myndi tapa rest til að enda ekki í þessari evrópukeppni og vera fatir í þeim vítahring næstu 7 árin það var engin tilviljun í fyrra að við enduðum í 2 sæti og að utd er núna að ná meistaradeild. Gerrard er orðinn algjör skaðvaldur og hann má hunskast úr liverpool, Adam lallana er búinn að klúðra núna 4 færum einn á móti marki og má fara í varaliðið , taka því rólega og fá fresh start á undirbuningstimabilinu. Núna verður rodgers að grípa til sinna ráða og taka emre can úr vörninni hann er enginn varnarmaður og brýtur alltaf á sér þegar það er sótt á hann. Raheem sterling er spilaður útúr stöðu og það virðist sem allur hraði sé farinn úr honum.

  12. Jæja. Fór eins og ég óttaðist. Við erum ekki að spila vel, jafntefli við blackburn, heppnis sigur á móti swansea og svo þetta. Spilamennskan er ekki góð.

  13. Ljótt að sjá Skrtl traðka svona á De Gea, hlýtur að verða skoðað.

  14. Ef maður lítur út eins og enska landsliðið í +45 mínútur, þá á maður lítið sem ekkert skilið.
    Engin pressa, enginn ákafi, og menn að sofna í vörninni.
    Sem betur fór þessi leikur bara 1-2, því þá halda menn kannski seinna að við höfum getað eitthvað í þessum leik.
    Mignolet augljós maður leiksins. Moreno lélegastur, Gerrard pappinn, og restin í hlutlausum.

    Afleitt!

  15. Hvað ætli Rooney fái margra leikja bann fyrir að sparka Mignolet niður??

  16. “In terms of farewells, Gerrard can finally be mentioned in the same breath as Zidane,”

    Ég slökkti á stríminu eftir þetta atvik, hafði bara ekki taugar til að sitja einn heima að horfa á þetta. Úff.

    Gleymum því samt ekki að liðið er búið að eiga frábæran kafla, í raun óheppni að mæta Utd. þegar þeir virðast loksins smella saman. Ef við hefðum mætt þeim fyrir 2-3 vikum hefði þetta líklega farið á hinn veginn. Núna er ég orðinn extra spenntur fyrir Arsenal, held að allt annað verði upp á teningnum þar.

  17. Stevie G datt niðraf svakalegum stalli eftir þetta .. wwwwhhhhyyyyyy !!!!???

  18. Þetta hugarfar dugar ekki á móti ManUtd. Verðum að vera með baráttuhug!!!!!!!!!!!!

  19. Þetta var dapurt svo ekki sé meira sagt og líklegast var að ráðast úrslitin um hvort liðið fylgir Chelsea, Arsenal og City í meistaradeild næsta vetur. Ekkert er þó útilokað frekar en fyrri daginn en ég er hræddur um að Arsenal lið á feikna skriði verði of stór biti fyrir okkar menn einnig. Liðið er steingelt þessa stundina og vantar alveg í leik liðsins það passion sem var hérna fyrir nokkrum vikum. Núna er bara að sjá hvort að Rodgers hafi það sem til þarf við að koma liðinu aftur á skrið og klára mótið með stæl og tryggja í það minnsta EL sæti. Er þó ekki ýkja spenntur fyrir þeim kosti. En nú er bara að vona það besta.

  20. Þetta lá í kortunum boyz…liðið okkar er búið að spila illa síðustu leiki, það er bókstaflega ekkert að gerast í sókninni hjá okkur. Setja Sterling fram í næsta leik eða bara gera einhverja breytingar.

  21. gott mál, sumarið komið og maður getur ekki beðið eftir breytingum. Einum færri og setja Balotelli inná , 2 færri við það. Byrjuðum aldrei þennan leik fyrr en við urðum færri sem mætti skrifast á undirbúninginn fyrir leikinn ???’,,, vona að það verði hreinsað mikið út í sumar, sé 7 út og 10 inn…..

  22. Það er ekki annað að sjá en að united sé búið að finna arftaka Webb…

  23. Ætla að koma með kalt mat á þennan leik. Er í raun ekkert fúll yfir þessum leik, einfaldlega vegna þess að þetta kom ekki á óvart.
    Það sást hvert þessi leikur stefndi eftir fyrstu 10 mínúturnar. Mér fannst Rodgers bera ábyrgð á þessu frá A-Ö og ætla ég að koma með ástæðurnar fyrir því. Van Gaal breytti leikkerfinu fyrir Spurs leikinn og unnu þann leik virkilega sannfærandi. Við áttum leik gegn Swansea þar sem við spiluðum mjög ósannfærandi og vorum heppnir. Monk er fyrsti stjórinn til að sjá í gegnum þetta kerfi hjá okkur og náði að notfæra sér veika bakvarðastöðu okkar. Ég skil ekki af hverju Rodgers hafi ekki séð að Man Utd myndu gera það nákvæmlega sama. Man Utd breytir um leikkerfi og Monk sér veikleika okkar en Rodgers notar sama lið og sömu taktík. Þessi leikur var verri heldur en 3-0 leikurinn, við sköpuðum allavega færi.

    Ég er farinn að velta því fyrir mér hvort að Rodgers sé hreinlega með þetta. Hann á skilið hrós fyrir viðsnúningnum sem við tókum en þrátt fyrir hann að þá hefur þetta tímabil ekki verið neitt frábært. Við seljum okkar besta leikmann fyrir fullt af pening og kaupum meðalmenn sem hafa lítið sem ekkert sýnt í stóru leikjunum. Ofan á það keypti hann Balotelli á 16m. Ekki nóg með það hvernig gengur í deild að þá hrundum við gjörsamlega úr evrópudeildunum. Ég velti fyrir mér miðað við kaupstefnu klúbbsins og allt það hvort við eigum eitthvað erindi í evrópubolta?

    Rafa Benitez fékk aldeilis skell og var sparkað úr klúbbnum. Hann var í mun erfiðari aðstæðum en Rodgers og hafði mun minna á milli handanna. Varðandi þennan leik að þá fannst mér allir gagnslausir nema Can, Skrtel og Mignolet. Allen veitti miðju Man Utd enga mótspyrnu og það er þvílíkt “mismatch” að spila honum gegn Fellaini. Satt best að segja fannst mér við vera illa undirbúnir, pressan var léleg og sendingar gengu ekki upp. Við getum eins selt Sterling í stað þess að leyfa honum og umba hans að draga klúbbinn á asnaeyrunum. Miðað við hvernig hann hefur spilað að þá lítur hann út eins og fátækralegur Shaun Wright-Philipps.

    Man Utd spilaði þennan leik virkilega vel og Van Gaal sá algjörlega um Rodgers í þessum leik. Það er einnig mjög sorglegt hvernig Gerrard endaði seinasta leik sínum gegn Man Utd á ferlinum. Hann átti þetta rauða spjald skilið og þetta var virkilega honum til skammar.

    Jákvæðu punktarnir var frammistaðan eftir rauða spjaldið og markvarsla Mignolet. Biðst velvirðingar ef þetta er of neikvætt og ég vona að klúbburinn snúi þessu við.

  24. Ég get nú aðeins dæmt leikinn frá 20 mínútu enn Man U spillaði flottan bolta i fyrra hálfleik enn samt sá ég þá skapa frekar fá færi. Okeí Mata skoraði útaf Moreno mat stöðuna vitlaust og leyfði Mata fara framhjá sér.
    Annars voru færi Man U ekkert spés i fyrra hálfeik. Ef eitthvað er átti Lallana jafna metinn i algjöru dauðafæri og staðan hafði verið 1-1 í hálfleik.
    Það sem gekk frá okkur var dómgreindarleysi Gerard sem þýddi við vorum einum færri allan seinni hálfleik. Eftir Mata skoraði aftur bjóst ég við skelli enn okkar menn börðust áfram og minnkuðu muninn og með smá heppni jafnað leikinn.
    Ef við höfðu verið 11 á móti 11 allan síðara hálfleik þá er ég nokkuð viss úrslitinn hafði verið örðvisi.
    Þetta þýðir bara við þurfum vinna gegn Arsenal.

  25. Dómari dagsins stóð sig mjög vel, bull að kenna honum það sem skeði. Rodgers verður að bera ábyrgðina, stundum er hann aðeins of fyrirsjáanlegur. Tap gegn Nöllurum næstu helgi og meistaradeildin er bless bless.

  26. Ótrúlegt að lesa hérna hvernig hinir miklu spekingar finna BR allt til foráttu í þessum leik. Hvernig svo sem fyrrihálfleikur spilaðist þá hefð verið sangjarnt að staðan hefði verið 1-1. Seinnihálfleikur hefði svo væntanlega spilast öðruvísi ef Gerrard hefði haft kollinn í lagi. Verð að viðukenna að eftir þennan leik má Gerrard fá algjöra hvíld það sem eftir er.
    YNWA

  27. Mig langar að skrifa langa ritgerð um vitleysurnar og hvernig Brendan mótivera liðið þegar við spilum leiki sem eru nánast úrslitaleikir fyrir okkur en ég nenni því ekki.
    Ég vill leifa honum að klára tímabilið og svo vill ég fá annan stjóra takk.
    Hann hefur ekki það sem þarf gegn stóru liðunum og í úrslitaleikjum.

  28. Ég ætla að gefa einkunnir til leikmanna eftir þennan lei mér til skemmtunar.

    Minjó 9 Aldrei hægt að kenna honum um neitt í þessum leik og varði þar að auki víti.

    Can 6 Átti efitt í fyrir hálfleik (eins og fleiri) en reif sig upp og stóð sig heilt yfir vel og vinnusemin er óþrjótandi.

    Skrölti vinur minn 7 Sólid leikur hjá honum nema síðasta atvikið sem getur kostað hann bann.

    Sakho 8 Frábær leikmaður sem steig ekki feilspor í leiknum þrátt fyrir að þurfa að þrífa upp eftir Moreno sinn eftir sinn.

    Moreno 2. Fær 2 fyrir tvo krossa sem að vísu gáfu ekkert en var það skársta sem hann gerði í leiknum.

    Allen 5 Var verulega slakur í fyrri en bætti frammistöðu sína verulega í seinni.

    Hendo 5 Vinnusamur að venju en lítið fram yfir það.

    Coutinho 5 Átti lipra spretti en það kom lítið út úr honum.

    Lallana 4 Klúðraði dauðafæri og hvað svo . . . ?

    Sterling 3 Var hægur og óviss í aðgerðum sínum og skilaði mjög litlu til liðsins.

    Sturridge 6 Fær fimmu fyrir markið og 1 fyrir afganginn.

    Balotelli 1 Fyrir að sýna okkur af hverju hann á ekki að vera í Liverpool buningi.

    Gerrard 0 Fyrir að bregðast hrapalega á ögurstundu og það ekki í fyrsta skipti, því miður.

    B. Rodgers 2 Fyrir motiveringu liðsins og þar með frammistöðuna í fyrri hálfleik. og lítil viðbrögð við ömurlegum leik manna í fyrri hálfleik eins og t.d. Moreno sem átti að skipta útaf áður en hann gaf fyrsta markið.

    Það er nú þannig.

  29. Utd og Van Gaal gerðu vel með því að leggja upp með því sama og Swansea gerðu seinasta mánudag gegn þessu 3-4-3 kerfi okkar. Með ólíkindum að Liverpool menn hafi ekki verið viðbúnir því að bregðast við. Það var augljóst að Utd menn myndu horfa til þess leiks. Swansea er sennilega fyrsta liðið sem hafði yfirspilað Liverpool eftir áramót.
    Bakverðir Utd. voru hátt uppi og spilið fór mikið í gegnum kantana fannst mér. Þetta gerði Liverpool mönnum erfitt fyrir í pressunni og Utd. yfirspilaði einfaldlega Liverpool.
    Rodgers reyndi að bregðast við þessu í hálfleik og ætlaði líklega að breyta í einhvers konar demant á miðjunni með Sterling uppi. Það er þó erfitt að segja þar sem fyrirliðinn gerði mistök sem gæti búist við af tvítugum gutta en ekki af reynslumesta manni Liverpool liðsins. Eftir það var uppleggið og leikurinn eiginlega farin út í veður og vind.
    Moreno fær sennilega smá hvíld núna eftir tvo mjög slaka leiki í röð. Hann á stóran þátt í þessum mörkum.
    Annars verður maður að hrósa þeim 10 mönnum sem voru inná í seinni hálfleik þar sem þeir spiluðu betur en 11 leikmenn Utd. Mér fannst Balotelli hins vegar alveg arfaslakur í pressunni og hann hentar Liverpool einfaldlega ekki vel. Hann má fara í sumar.
    Mignolet sennilega bestur af Liverpool mönnum í þessum leik. Ótrúlegur viðsnúningur hjá honum.
    Eftir situr að Rodgers hefði mátt gera betur í að setja leikinn upp og Liverpool menn verða að koma betur stemmdir til leiks.

  30. Við töpuðum leiknum einfaldlega þar sem við vorum lélegri.. sást strax á fyrstu mínutum að menn voru ekki klárir í þetta…

    Mig langar aðeins að samt sem áður að tala aðeins um dómara leiksins… tek það þó fram að ég tel okkur ekki hafa tapað útaf honum EN hvernig sumt féll meira með united en Liverpool er ég ekki alveg að skilja, nema ég skilji reglurnar ekki vel.
    Joe Allen fékk gult spjald fyrir litar sakir í fyrri hálfleik, hvað gerist örfáum mín eftir það ?? Phil jones keyrir inní Lalana og ekkert spjald, það fannst mér pjúra gult ! Loksins þegar jones fékk svo gult í seinni, sem hefði átt að vera hans seinna gula og þá rautt.. Mér fannst það vera á gráu svæði að vera bara rautt.. Hann svoleiðis keyrir inní Liverpool manninn, jones á aldrei sjens i boltann, bara neglir okkar mann niður.

    Að lokum, hendin á Di maria, Má þetta bara ??? Ef þetta hefði gerist inná miðjum velli, hvað þá ? hendi og auka ?? NEI – sennilega hefði sá gaur fokið útaf !!

    Ég bara varð að koma þessu frá mér

  31. Er enn að’ reyna að skilja hví í fjáranum maðurinn stillir upp sama byrjunarliði og á móti Swansea….Sá fyrri hálfleikur var sá slakasti hjá liðinu í vetur..og af nóg er að taka…Þessi uppstilling kolféll á móti Swansea…Hví ætti þetta að virka á móti miklu betra liði United??
    Þetta fær mann til að halda að BR sé bara ekki með þetta….

  32. Hvaða rugl er í mönnum hér að skrtel eigi að fara í bann ? Jones hrinti honum og hvernig átti hann að stoppa sig ? Hverfa bara ? Djöfulsins rugl er þetta. Dramatíkin í hámarki !

  33. Albero Moreno var svo glæpsamlega lélegur í þessum leik að ég var farinn að öskra á skjáinn eftir 30 mín leik. Hann gefði átt að borga sig inná völlinn í dag. Hann á bæði mörkin sem Mata skoraði og gleymdi honum alfarið í bæði skiptin og að skilja svona klassa leikmann eftir er ávísun á vandræði og það var raunin í dag.

    Rodgers gerði svo skiptingu í hálfleik og setti fyrirliðan inná fyrir Lallana sem kom mér á óvart hefði vilja sjá Allen fara út, en það var svo mikið skrifað í skýin að Gerrard fengi rautt spjald í sínum síðasta “stórleik” á Anfield að ég sagði við pabba og bróðir minn að “hann er að fara fá rautt spjald það er alveg pottþétt” þegar hann skokkaði inná völlinn í hálfleik.

    Því miður varð það niðurstaðan og strax á 1.mín meir að segja og það drap leikinn því Utd voru búnir að vera betri og þeir sigldu þessu bara örugglega og þægilega heim. #game over!

  34. Ég hlakka mikið til að lesa skýrsluna.

    En mikið rosalega er ég niðurlútur. Bara niðurlútur….. Nokkrir punktar sem ég hef eftir leikinn.

    Van Gaal rambaði alveg óvart á rétta leikkerfið í síðasta leik, vegna þess að Di Maria fór í bann, sem var það besta sem gat komið fyrir Utd. Hann hélt því kerfi áfram og í fyrsta skiptið í langan tíma getur Utd eitthvað. Týbískt.

    Ég er búinn að segja það í ca. þrjár vikur við félaga mína að mér finnst þetta leikkerfi ekki vera heillandi. Hefur a.m.k. ekki verið það síðustu vikur. Ég vonaðist eftir því að BR myndi breyta en skil vel að hann hélt sínu striki, við höfum verið að vinna leiki. Vonandi breytir hann þó fyrir Arsenal. Ef við vinnum þann leik þá náum við vonandi aftur inn í þessa baráttu um fjórða sætið. Þó svo að hún sé orðin ansi erfið. Núna eru 5 stig í fjórða sætið en bara 1 stig niður í sjöunda.

    Dómari leiksins var ekki góður, en hann kostaði okkur ekki leikinn. Mér fannst hann samt eiga að gefa þrjú rauð spjöld í leiknum. Gerrard, Jones og Skrtel. Ef hann hefði svo slept því að gefa Allen gult í upphafi leiks þá hefði ég ekki öskrað jafn oft “þetta er gullt spjald” og raun bar vitni. Í hálfleik hafði Liverpool liðið brotið fjórum sinnum af sér. Fellaini einn og sér hafði þá brotið þrisvar sinnum af sér. Samt var það Liverpool maður sem hafði fengið eina gula spjaldið…

    Gerrard mætti með það sem þurfti í leikinn. Góðar langar sendingar og gaf 100% í tæklingar. Liverpoolmenn gáfu bara 60-70% í tæklingarnar allan fyrri hálfleik. Verst að hann þurfti líka að vera fífl og taka Costa á þetta, nema Gerrard fékk dóm.

  35. Rogers er gera fína hluti með liðið og við höfum spillað flottan bolta og góðu skríði frá byrjun desember. Það sem kostuðu okkur mikið og stærsta ástæðan við erum ekki ofar i deildinni er að við misstum okkar lang besta mann til Barce og okkar næst besti framherjinn sturigde var lengi frá meiddur. Þetta eru menn sem skorðu 50% af mörkum Liverpool i siðustu leiktíð. Þetta reyndist okkur dýrkeypt og erfítt brúa.

    Enn Rodgers er búið finna svar fyrir þessu með því fara i annað leikaðferð sem hefur skillað okkur ósigruðum eftir áramótum og með besta formið.
    Núna þurfum við fara til Emirates og vinna þá og halda sama forminu og vona eftir að Man U og Arsenal tapi stigum.

  36. Vanalega kenni ég dómaranum ekki um og hann var alls ekki ástæðan fyrir tapi í dag. En slakur var hann engu að síður.
    Allen fékk gult eftir afar lítið fyrsta brot snemma í leiknum. Fellaini braut 2-3 sinnum áður en hann fékk “síðasta séns”. Jones keyrði inn í Lallana í fyrri, vissulega að reyna við 50/50 bolta en tapaði hinsvegar þeirri baráttu og keyrði inn í síðunna á Lallana með lokuð augun og hausinn niðri, gult. Og þar með hefði hann átt að fjúka útaf þegar hann straujaði Henderson. Di María, gult fyrir hendi. Spurning með Rooney vs Mignolet. Gerrard missti hausinn og átti alltaf að fá rautt. Hefði hann staðið nokkrum cm til hliðar veit maður aldrei hvað hefði gerst, Herrara allt of seinn og átti sitt spjald skilið.

    En leikurinn tapaðist á tvem lélegum varnarskyldum frá Moreno. Í fyrra markinu ætlar hann að stela sendingu og tekur 2-3 skref fram á við og missir Mata allt of langt frá sér. Hefði hann staðið rétt hefði Mata aldrei átt möguleika á að ná þessum bolta. Í seinna lætur hann Mata draga sig út og skilur hann eftir fyrir aftan sig. Moreno var bara allt of gráðugur og hefði Mata aldrei fegnið þessi færi ef hann hefði látið skynsemina ráða.

    Að öðru voru menn eins og Can, Henderson, Coutinho og Sterling að eiga slakan dag. Sturridge skoraði og sleppur en hann hefði mátt vera einbeittari.

    Ef við hefðum sýnt sömu áræðni og við sýndum síðustu 5-7 í fyrri hálffleik frá fyrstu mín hefðum við brotið þá niður og United að elta og allt annar leikur hefði spilast.
    Liðið fær falleinkunn (Að Mingolet undanskyldum) fyrir að mæta ekki og elsku Steven Gerrard nældi sér í beint fall.

    Verðum hreinlega að vinna Arsenal ef við ætlum okkur í meistaradeildina. Alls ekki búið en gerðum okkur erfitt fyrir… sem er pínu the Liverpool way.

    YNWA

  37. Skil ekki að menn geti kennt Brendan Rodgers um þetta tap. Hvernig er hægt að kenna honum um að Gerrard láti reka sig út af gerrard verður einn að taka ábyrgð á því.

  38. Slepptu skýrslunni og settu mynd af stóru tissjúi fyrir þá sem vilja kenna dómaranum um léleg úrslit í dag.
    Við getum sjálfum okkur um kennt því fótboltaleikur er 90 mínútur og með 11 manna liðum. Það er ekki nóg að mæta 10 menn og ætla að taka þátt í 20mínútur.
    Sunnudagar eru jafnan ömurlegir dagar og þetta er ekki að hjálpa!

  39. we didn’t put a tackle in in the first .þetta er málið, vorum ekki að berjast fyrir þessu frá 1 mín. þetta er nú einu sinni þannig sport að það má takast á , vorum eins og byrendur..

  40. Því miður vann betra liðið í dag. Miðað við hvað Atkinson hafði leyft í leiknum þá mátti sleppa rauða spjaldinu en svo það sé á hreinu þá tapaðist leikurinn ekki á þessu eina atviki og áttum við ekkert skilið út úr þessum leik miðað við spilamennskuna í fyrri hálfleik. Seinni hálfleikur mikið betri af okkar hálfu. Orusta svo sannarlega töpuð en stríðið ekki. Arsenal sigur alveg í spilunum en þá þarf mikið mun betri spilamennsku en í dag. Erum við ekki tilbúnir í stóru leikina? Maður spyr sig

  41. Einmitt Jan Martin. Hvernig hægt að kenna Rodgers um einstaklings brjálaði Gerards. Man U spillaði vel enn samt er fyrsta markið skrifað á Moreno. Hann misreiknaði stöðuna og leyfði Mata fara framhja sér. Lallana klúðrar svo algjöru dauðafæri. Staðan hafði gertað verið 1-1 í hálfleik og allt opið.
    Rodgers gerir breytingu á liðinu og setur inná Gerard enn auðvitað breytist allt planið þegar Gerard lætur reka sig útaf innan minútu. Þetta getur ekki skrifast á Rodgers.

  42. HVAÐ ER MÁLIÐ MEÐ RODGERS VÆLIÐ?

    Hvaða árátta er þetta að kenna Rodgers um allt??? Skil ekki svona hugsun!
    Hann er að gera flotta hluti með þetta lið og á bara eftir að verða betri sem þjálfari. Rodgers ber ekki ábyrgð á því að Gerrard hafi misst hausinn eftir 37 sek. Hann ber ekki ábyrgð á því að Moreno hafi klikkað á dekkningu í tvígang og mata hafi átt leik lífs síns.

    Stundum spilast leikir svona!!
    Við erum heppnir að hafa svona öflugan, hugmyndaríkan og ungan þjálfara sem er að safna í reynslubankann leik eftir leik.

    Brendan Rodgers, takk fyrir að koma Liverpool meðal þeirra bestu aftur og spila fótbolta sem önnur lið öfunda okkur af.

    Vona að þú verðir stjóri okkar sem allra lengst.

  43. Sigur í næstu tveimur leikjum geta komið þessu á réttan veg en ef illa fer í næstu tveimur leikjum er tímabilið lokið hjá Liverpool

  44. Ég trúi á jinxið. Jesús hvað margir voru cocky fyrir leikinn og héldu að við myndum valta yfir þá 🙂

  45. ef að þið ætlið að spila þennan leik og kenna hinum og þessum um þá ætla ég að vera með í þeim barnaskap og kenna Adam lallana um þetta ef að hann hefði skorað úr færinu sínu þá hefði hann ekki verið tekinn af velli, þá hefði gerrard ekki komið inná í hálfleik þannig er þetta ekki allt lallana að kenna ?

  46. Nokkrir punktar. 1. Innkoma Liverpool í leikinn afleit. Engin pressa, enginn kraftur og enginn sóknarleikur, hverju svo sem um er að kenna. 2. Frammistaða Joe Allen og Alberto Moreno með algerum ólíkindum léleg og sagði ég fyrir leik að við þessar aðstæður myndi ég ALDREI NOKKURN TÍMANN byrja með Joe Allen á kostnað Gerrard í svona leik. 3. Innkoma Gerrard alger farsi og brotið hans viðbjóður og mér finnst hann eiga skilið að fá 3-5 leikja bann. 4. Leikmennirnir sem Liverpool keypti í sumar hafa ekki gert mikið fyrir liðið. (Moreno, Markovic, Lovren, Balotelli, Lallana, Lambert). Can hefur staðið sig langbest. Algerlega AFLEITT hjá Lallana hvernig hann slúttar færum sínum og eins og í þessum leik er BANNAÐ að hitta ekki markið af þessu færi. Mér líður núna eins og ég sé að horfa á Liverpool lið sem er 40% veikara en í fyrra og að ,,110M punda styrkingin” hafi veikt liðið til muna. Mér hefur ekki fundist Liverpool vera að spila frábærlega í þessu runi undanfarið. 5. SELJA Sterling strax ef einhver hóstar upp 40M+ í hann. AFLEITUR á löngum köflum í vetur og hann gerði EKKERT til að reyna að hjálpa liðinu í dag.

  47. Ég held að menn ættu aðeins að róa sig. Við erum með ungt lið sem hefur spilað flottan bolta undanfarið. Þessi dagur hlaut að koma, þótt hann hefði frekar mátt koma alla aðra daga. Sterling er búinn að vera í lægð og ég er viss um að Ibe kemur inn um leið og hann verður leikfær. Moreno er líka búinn að eiga slappa leiki undanfarið. Það hversu slappir þessir 2 eru gerir vinnuskilyrði Henderson og Allen mun erfiðari. Einn af mínum uppáhald Can er einnig ekki eins svakalegur og hann var fyrr í vetur. við erum með ungt lið svo það er við svona löguðu að búast. Það hefur líka vantað ákveðna grimmd í okkar lið undanfarið, sérstaklega í síðustu 2 leikjum og þá meina ég grimmd eins og Gerrard sýndi í sinni fyrstu tæklingu í dag….ætla ekki að kommentera frekar hans þátt í leiknum.

  48. Jones gerir “árás” á Lallana í skallbolta og Lallana liggur óvígur eftir. Ekkert spjald!

    Jones gerir aðra árás á Henderson í seinni hálfleik og sparkar hann niður, á ekki sjéns í boltann. Atkinson á ekki annara kosa völ en að…………. gefa gult!? Farinn út út af ef dómgæslan í lagi í fyrri hálfleik.

    Di Maria grípur boltann tveim metrum frá hliðarlínu, viljandi……. spjöldin greinileg föst í vasa dómara…

    Atkinson brosir kankvíslega……. nýútskrifaður úr dómaraakademíu Howard Webb!

  49. Sælir félagar

    Remy, maður sem BR gat ekki notað var að koma Chelsea yfir gegn Hull. Þetta er framherji sem er búinn að skora 5 sinnum fleiri mörk fyrir bláa olígarka liðið en Balo fyrir Liverpool. Það er erfitt að sjá af hverju BR vildi Balo frekar en Remy. En ef til vill getur einhver skýrt það.

    Það er nú þannig

    YNWA

  50. Það þýðir ekkert að væla, þeir voru betri í dag! Ungir leikmenn liðsins eru eftir daginn í dag reynslunni ríkari! ÁFRAM VEGINN ! YNWA!!

  51. Sigkarl #54

    Þetta sagði Mark Lawrenson eftir dapran 0 – 0 leik á móti Blackburn:

    „Forget about Mario Balotelli. He is an absolute waste of time. He shouldn’t be anywhere near this team. I can see why Brendan Rodgers threw him on today as he might just create something, but 99 times out of 100 he will let you down.“

    Reyndar var Babu ekki ánægður með þetta comment en það er nú önnur saga………

  52. Hvaða helvítis bull er þessi gagnrýni á Sterling, setjið Hazard, Ronaldo eða Messi í vængbakverði og athugið hvað þið verðið ánægðir með þá!!!! (og nei ég er ekki að líkja honum við þá í augnablikinu en kannski í framtíðinni verður hann svona góður)

    Maðurinn er sóknarsinnaður kanntari ekki einhver helvítis vængbakvörður.

    Betra liðið vann í dag, ég veit ekki hvort Rodgers sé eitthvað að rugla í sterling útaf þessu samningsmálum en að spila honum í vængbakverði og halda Lallana þarna uppi á topp finnst mér glæpsamlegt, hefði verið mun skárra að sjá Glen í bakverðinum og Sterling uppi á topp.

    en jæja ég ætla halda áfram að blóta fyrirliðanum fyrir að skemma sinn síðasta sjéns á að sanna að hann eigi heima í liðum Rodgers þessa leiktíðina.

  53. Rosalega vont tap í dag, það versta á tímabilinu og klárar líklega Meistaradeildarvonir okkar manna á næsta ári. Liverpool er ekki búið að tapa deildarleik síðan í desember og hafa unnið 10 af 13 leikjum sínum á þeim tíma. Að tapa einum leik og það gegn eins góðu liði og United er engin heimsendir (þó manni líði þannig), þessar viðureignir geta alltaf endað á hvorn vegin sem er og í dag féll þetta ekki með okkar mönnum. Mestmegnis vegna þess að barátta okkar manna var ekki sæmandi þessari viðureign á of löngum köflum í dag.

    Dómarinn hefur áhrif á alla leiki og Liverpool – United er alltaf erfiður leikur að dæma, það var margt undarlegt í dag og línan var skrítin en gleymum þvi strax að reyna skella skuldinni í dag á einhvern hátt á Atkinson, þetta tap skrifast 100% á okkar menn, liðið, stjóran, Rögga og allra mest fyrirliðann. Sá á eftir að sofa lítið í nótt.

    Rodgers prufaði þetta leikkerfi sem virkað hefur svo vel gegn United í desember, strax var auðvelt að sjá veikleika sem gætu komið í bakið á okkar mönnum en þetta virkaði vel í byrjun. Núna undanfarið virðast stjórar andstæðinganna vera búnir að átta sig betur á uppleggi liðsins og gengur mun betur að loka á okkar menn. Ég held að þetta snúist mun meira um leikkerfið en að liðið sé að fá of mikinn tíma til undirbúnings milli leikja. Blackburn, Swansea og nú United hafa náð að núlla út sóknarleik Liverpool og Rodgers þarf núna að finna lausn á því vandamáli. Arsene Wenger er pottþétt líka búinn að kortleggja leik okkar manna og hefur mannskap til að refsa.

    Tökum ekki af United að þeir voru að spila frábærlega í dag, Carrick, Herrera og Mata gera þá mjög vel spilandi á meðan Rooney er mun meiri ógn upp á toppi en RVP og Falcao hafa verið. Fellaini var okkur síðan gríðarlega erfiður í dag og vann ALLA bolta í háloftinum. Þeir spila ekki bara long ball með hann inná en hafa alltaf möguleika á að losa pressu með því að leita að honum og í dag virkaði það mjög vel hjá þeim, klárlega veikleiki á okkar kerfi og það hjálpaði ekki að Allen og Can áttu mjög erfitt í dag.

    United var samt ekkert að opna okkar menn upp á gátt neitt, ef ég man rétt var markið hjá Mata eina alvöru opna færi þeirra í fyrri hálfleik. Lallana sem var afleitur í dag var klaufi að nýta ekki sitt færi og losa okkar menn úr snörunni. Ef þú klúðrar svona færum gegn United sigrast þeir leikir vanalega ekki.

    Að setja Gerrard inná í hálfleik var fyrirsjáanlegasta skipting tímabilsins, hans síðasti leikur gegn United og hann breytti leiknum fyrir viku. Manni fannst í fyrri hálfleik að Liverpool vantaði menn með haus til að spila leik af þessari stærðargráðu og Gerrard var auðvitað sá maður. Innkoma hans í þennan leik var auðvitað bara verri en hægt var að ímynda sér og með ólíkindum hjá fyrirliðanum að afreka það að fá rautt spjald þegar brotið var á honum. Samt eitthvað svo ekta Liverpool.

    Gerrard er búinn að biðjast afsökunar á þessu atviki og veit upp á sig skömmina, þetta er sorglegast fyrir hann sjálfan enda að spila kveðjuleiki sína. Hann af öllum á að hafa reynslu í að bregðast frekar við tæklingunni frá Herrera eins og Ashley Young myndi gera frekar en að taka Vinnie Jones á þetta. Hann hefði jafnvel getað komið Herrera í töluverð vandræði með því að velta sér aðeins um. Stundarbrjálæði í hápressuleik og líklega kostaði þetta okkur alla möguleika í dag, allir aðrir en Gerrard væru teknir af lífi fyrir svonalagað. Þetta drepur aðeins ákall um að í svona leik þurfi menn með reynslu og þekkingu á einvíginu enda fáir spilað oftar fyrir Liverpool gegn United í sögunni.

    Seinni hálfleikur var samt ágætur hjá okkar mönnum og alls ekki sama niðurlæging og maður óttaðist. Lítið hægt að gera við þessu marki hjá Mata þó Atkinson hefði mátt drullast frá í aðdragandanum í stað þess að vera í hlaupalínu miðjumanna Liverpool. Sturridge skoraði mjög gott mark og í kjölfarið kom kafli sem hefði alveg getað skilað marki. Undir lokin var liðið sprungið á því en baráttan var góð. Vítið undir lokin var verulega soft en Mignolet gerði vel í að verja það, ekki á hverjum áratug sem hann ver víti. Verst að það telur ekkert.

    Frammistöður leikmanna:
    Mignolet 7,5 – Hefði mátt loka betur á Mata í fyrra markinu og verja það ef maður er smá kröfuharður en heilt yfir okkar besti maður í dag.

    Can 5,0 – Alls ekki góður dagur hjá Can sem var í miklum vandræðum með Fellaini lengst af og þeim hefur fjölgað hratt leikjunum sem Can gengur illa. Hann vann sig þó inn í leikinn í seinni hálfleik og var betri þá.

    Skrtel 6,0 – Einn af verri leikjum Skrtel í nokkra mánuði, hann á þó ekki sök á mörkunum og United var lítið að opna vörn Liverpool, jafnvel þó þeir væru einum fleiri. Efa að hann hafi stigið viljandi á De Gea í lokin en guð má vita hvað FA gerir.

    Sakho 5,5 – Ekkert spes leikur hjá honum og átti í miklum vandræðum með Juan Mata ásamt Moreno.

    Moreno 3,5 – Hans versti leikur að ég held hjá Liverpool. Afleitur í fyrri hálfleik og spurning hvort það sé hann sem gleymir sér þegar Mata sleppur í gegn x 2? Bjóst við að hann væri útaf í hálfleik en Lallana var reyndar svipað slakur.

    Sterling 5,0 – Þvílík sóun að hafa hann í hægri bakverði og hvað þá með Lallana í hans stöðu á meðan. Markovic og þá sérstaklega Ibe var sárt saknað í þessum leik. Rodgers þarf að finna mikið betri lausn sem miðast að því að koma Sterling miklu meira í sóknarleikinn.

    Henderson 5,5 – Liverpool gekk mjög illa á miðjunni í dag og var undir þar. Þurftu að bakka allt of mikið og Henderson fannst mér þurfa að hjálpa Allen full mikið í þessum leik sem batt hann niður sóknarlega.

    Allen 4,0 – Mjög slakur í dag og virkaði númeri of lítill. Ef að Lucas er heill á ný býst ég við honum í byrjunarliðinu gegn Arsenal og tel það henta mun betur með Henderson. Allen hefur spilað vel undanfarið en alls ekki í dag. Var þó betri í seinni hálfleik en heppinn að fá að halda áfram eftir fyrri hálfleik.

    Lallana 3,0 – Algjörlega hræðilegur í dag. Endalaust klapp á boltan og snúningar sem hægja bara á sóknarleiknum. Hann er góður leikmaður en eftir svona leiki spyr maður sig hvort hann sé nógu góður fyrir Liverpool. Pirraði mig mjög mikið á Lallana í dag áður en hann klúðraði besta færi leiksins og það hjálpaði ekkert. Kom lítið á óvart að hann færi útaf í hálfleik.

    Coutinho 6,0 – Enn á ný er hann settur í gjörgæslu og það stoppar sóknarleik Liverpool. Carrick var frábær í dag og Coutinho komst afar lítið áleiðis. Þegar hann losnaði átti hann stoðsendingu og hættulegt skot að marki. Samherjar hans þurfa að spila betur til að losa um hann svo einfalt er það bara.

    Sturridge 6,0 – Alls ekki góður leikur hjá Sturridge og enn er hann að spila eins og Balotelli var tekinn af lífi fyrir að gera fyrr í vetur. Spurning hvort hann sé ekki að finna sig í 3-4-3 leikkerfinu? Hann hresstist a.m.k. mikið er leið á leikinn og markið sem hann skoraði var frábærlega afgreitt, vonandi var þetta það sem honum vantaði.

    Gerrard 0,0 – Af öllum mönnum, úff. Rosalega hræðileg innkoma, hans versta á ferlinum. Rosalegt reyndar að varamennirnir hafa fengið heimskuleg rauð í tveimur stærstu leikjum Liverpool á tímabilinu.

    Þessi helgi gat bara ekki mögulega farið neitt verr og eins og ég segi þá held ég að draumar um Meistaradeild séu nú úr sögunni. Það gerðist ekkert bara í þessum leik, það er bara ekki nóg að byrja tímabilið um áramótin og það má alls ekki tapa báðum leikjunum gegn liðinu sem er í beinni samkeppni við þig. Útiloka auðvitað ekkert en held að okkar prógramm sé of þungt til að vinna rest, en það er það sem þarf úr þessu.

  54. Rodgers á þetta tap frá A-ö
    Hann lét Van gamla Gaal máta sig.

    Hvernig í ósköpunum datt manninum í hug að byrja með Gerard á bekknum. Sama slenið og gegn Swansea – hvað voru menn að gera í vikunni.
    E
    United enda í 4 og við í 5-6

    Eftir að enda í öðru sæti í fyrra og eyða 100m punda + þá eru þetta ekkert annað en gríðarleg vonbrigði. Sama hvað menn tauta.

  55. Nr. 56 Haukur

    Af öllum mönnum Liverpool í dag hvað gerði Balotelli af sér? Sá ekki betur en að okkar menn hafi sýnt mun meiri baráttu einum færri með hann þarna inná. Lawro er síðan einn af þeim þunglyndari í boltanum og klisjukendari en Nágrannar.

  56. Þarf Rodgers að breyta kerfinu? Finnst þessi wing-backs hjá okkur búnir að vera að sinna sínu hlutverki minna og minna með hverjum leiknum. Væri kannski best að færa okkur aftur í 4-3-3 kerfið með Sturridge á topp með Sterling og Coutinho sér við hlið. Lucas kæmi þá inn sem djúpur og Henderson-Allen fyrir framan?

  57. þarf Rodgers ekki að hafa fleiri en eitt kerfi? Breyta svo um eftir því við hvern liðið er að spila? Er of pirraður til að tjá mig meira

  58. Paló, góður punktur. Maður veit lítið um þetta en þetta er spurning fyrir okkur “leikmennina”…

  59. Jæja, nokkrir klukkutímar liðnir og ég er farinn að geta tjáð mig án þess að blóta í öðru hverju orði.

    1. Van Gaal 2 – 0 Rodgers. Það er mikil munur á þessum liðum frá því við sigruðum united sannfærandi í báðum viðureignum í fyrra. Rodgers sá við Moyes en því miður átti hann ekki roð í Van Gaal núna. Sjáum hvað setur í maí en hann er ekki í miklu uppáhaldi hjá mér núna.

    2. Dómarinn. Stóð sig bara ágætlega, takið af ykkur liverpool gleraugunun – það er hjákátlegt að sjá fólk kenna honum um þessi úrslit. Gerrard gerðist sekur um algjört dómgreindarleysi og átti þetta rauða sjáld skilið. Jones átti vissulega að fá 2x gult = rautt en einnig hefði mátt senda Skrtel í sturtu. Það voru engar crucial rangar dómgæslur sem gerðu útum þennan leik. Vítið í loin var víti.. við megum þakka Mignolet að við töpuðum ekki 1-3.

    3. Lallana. ó Lallana.. ef þú klárar ekki svona færi á móti man u þá er voðin vís.

    Því miður vorum við bara lakari aðilinn í dag.. á fkn ANFIELD. Miðjan þeirri var sterkari, Sterling var jafn getulaus og Mata var frábær. Herrera, Mata, Rooney og svo hafa þeir Falcao og Di Maria til að koma inn á meðan við skiptum inná þeim Balotelli (ég vil ekki tala um framlag hans) og Gerrard..

    Nú verðum við að vinna Arsenal.. ég er ekki bjartsýnn en liðið þarf virkilega að taka sig á.

  60. Ég stóð upp þegar Mata skoraði seinna mark sitt, fór út í fermingarveislu og kökur og það bjargaði deginum eiginlega alveg. Nú kem ég hér inn og ætlaði að henda í komment … en sé þá að félagar mínir Maggi og Babú eru búnir að segja allt sem ég ætlaði að segja.

    Þannig að ég tek bara undir þeirra komment.

  61. Afhverju erum við samt í andskotanum farnir að nota Sterling í wingback? Hvaða bull er það? Nýtist EKKERT þar!

  62. við spiluðum allann leikinn nema þessar 48sec manni færri því lallana ræfillinn var hvergi sjáanlegur og loks þegar hann sást þá ákvað hann að negla boltanum framhjá markinu..

    ég held að eigendurnir reki rodgers í sumar alveg eins og þeir gerðu við danglish.. sama þo að allt félagið og allir stuðningsmenn hafi elskað hann og dáð þá létu eigendurnir hann fjúka.. hugsa að sama verði upp á teningnum með rodgers því miður.

    4 sætið er farið.. væri best fyrir rodgers að gefa skít í deildina og hvíla alla lykilleikmenn og keyra á fa dolluna…. eina sem getur reddað djobbinu hans er að vinna dollu.

  63. Langar leiðreitta eitt varðandi hvað við notuðum mikið pening i leikmannakaup fyrir þessa leiktið. Eyðsla Liverpool er kringum 35m púnda(nettó) og ekki 100m+. Þetta eru smáaurar miðað við sem keppinautar okkar eru eyða. Nettó eyðsla Man U 126m, City 58m og Arsenal 77m.

  64. @babu ég gleymdi reyndar að biðjast fyrirgefningar á ‘jinxinu’, tek þetta á mig 🙁

    Ég vil bara frekar líta viðureignir með bjartsýni og tilhlökkun en ég hef núna gert mér grein þeirri bláköldu staðreynd að ég kallaði yfir okkur vofur og andlegan ofurmátt jinxsins. Sorrí 🙁 Ég mun hér eftir reyna að anti-jinxa og spá engu nema svartnætti, böl og töpum í þeim viðureignum sem eftir eru! lofa!

  65. Jæja skýrslan er komin inn. Gat ekki réttlætt að eyða meira af deginum í þennan leik á meðan að krakkarnir voru vakandi svo ég beið eftir því að þau voru sofnuð til að skrifa um leikinn. Vísaði í skýrslunni í komment frá Magga og Babú, sem ég er mjög sammála.

  66. Einar Örn, ekki bara ungt og reynslulítid lid. Líka ungur og reynslulítill stjóri.

  67. Úff maður er ennþa mjog niðurdregin og sar en þvi miður þa mættu okkar menn aldrei til leiks sem er óafsakanlegt i öllum leikjum og algerlega fáranlegt i heimaleik gegn Man Utd i barattu um 4 sætið.

    Flestir lélegir í dag utan ja bara Sakho sem var mjög góður.

    Ja eini sensinn a 4 sætinu er að vinna a Emirates sem verður alltaf gríðarlega erfitt en ekki ógeranlegt þó.

    Eg greinlega veit ekki hvort eg vilji evrópudeilduna eða bara enga evrópukeppni a næsta timabili ef eg þyrfti að velja. Fínt að hafa bara viku a milli leikja sem gagnaðist okkur svo vel a siðasta timabili.

  68. Það er annað hvort í ökkla eða eyra hjá stuðningsmönnum Liverpool. Fyrir nokkrum vikum var Rodgers snillingur sem allt gat en núna var hann yfirbugaður af snillingnum Van Gaal. Eruð þið að grínast? Við töpuðum í dag vissulega. En það var skelfilegum fyrri hálfleik um að kenna.

    Það var ekki eins og Man.Utd hefðu vaðið í færum, og í raun fékk LFC besta færi fyrri hálfleiks. Rodgers gerir breytingu í hálfleik, og það er enginn byrjandi sem kemur inn. Moment of madness gerir það að verkum að verkefnið verður erfitt. Þrátt fyrir að vera einum færri voru Utd ekkert að gera af viti. Voru þó skynsamir og hægðu á leiknum. Annað markið er svo rothögg og frábærlega gert hjá frábærum leikmanni.

    Þetta er enginn heimsendir, nóg eftir að gerast. Útileikur á móti Arsenal næst. Bæta cleen sheet metið á útivöllum meira og potum inn einu eða tveimur. Og komu okkur aftur inn í pakkann.

  69. Babu

    Ég var í og með að kvitta undir með Sigkarli og spurningu hans afhverju við hættum við Remy og endum með Balotelli. Notaði tilvitnun frá “þunglyndum Nágranna”, (annars gott comment hjá þér) sem mér finnst lýsa nokkuð vel við hverju má búast við þegar Balo mætir til leiks.

    Balo gerði ekkert af sér í dag…… ja nema krækja í gult spjal með fíflaskap og þurfti að láta áhorfendur halda aftur af sér svo hann fengi ekki það seinna. Guð má vita hvernig leikurinn hefði þá farið með níu menn okkar megin.

    Það má vel vera að tölfræðin sé með Balotelli í rauðu treyjunni og þú Babu ert manna flinkastur hér á síðunni að matreiða slíkt fyrir okkur. En það breytir því ekki að mér finnst Balo með latari mönnum sem ég hef séð á Anfield og ekki einn af þeim sem hlaupa úr sér lungun þegar svo ber undir. Hvað þá að hann komi inná og berji mönnum baráttu í brjóst.

  70. Sammála Babu að Balotelli var einna líflegastur okkar manna eftir að hann kom inná. Hann var vel brjálaður og kom United úr jafnvægi, ef hann heldur þessu áfram þá má hann alveg fara að fá fleiri mínútur.

    Sterling verður að komast í gang. Sóknarleikurinn er mjög stirrður í augnablikinu og það mætti alveg skoða það að fara aftur í 4-3-3. Núna eru allir heilir og myndi líklega ganga betur. Allaveg tel ég að það myndi henta Sterling betur að spila frammi. Hann er okkar hættulegasti maður finnst mér.

  71. Ég finn til með meistara Steven Gerrard.

    Í fyrra rennur hann til og Demba Ba skorar. Þar með fór titillinn fyrir lítið. Í dag missir hann vitið eitt andartak og 4 sætið er fyrir vikið ekki lengur í okkar höndum. Kannski of mikið að fullyrða um að við hefðum náð einhverju út úr leiknum með 11 menn en hvað var Gerrard eiginlega að hugsa í dag?

    “Í draumi sérhvers mann er fall hans falið” orti Steinn Steinarr.

  72. Hrikalega flott að verja vítið frá Rooney. Þessi leikur tapaðist með minnsta mun þrátt fyrir allt. Ég hef ekki gefið upp vonina á meistaradeildarsæti. Við mættum Man Utd á vondum tíma aftur. Arsenal er svo að mæta okkur á vondum tíma. Hef trú á Liverpool sigri þá. Það gæti orðið helgin okkar.

  73. Þú greinilega ekki sammála en ég myndi alveg vilja hafa þessa 3 Spánverja í liði utd í Liverpool. Þar eru flair gæði

  74. Ef Liverpool nær ekki top fjórum þá er það ekki þessi leikur í dag sem tapaðist heldur allir leikirnir fyrir áramót þar sem þjálfari og leikmenn voru með allt uppá bak.

  75. Svar við kommenti #40 eftir Hödda B sem hljóðaði svona:
    „Hvaða rugl er í mönnum hér að skrtel eigi að fara í bann ? Jones hrinti honum og hvernig átti hann að stoppa sig ? Hverfa bara ? Djöfulsins rugl er þetta. Dramatíkin í hámarki !“

    1. Skrtel á skilið þriggja leikja bann því þetta traðk er á pari við traðkið hans StevieME og verðskuldaði rautt spjald.
    2. Jones hrindir honum bara alls ekki.
    3. Skrtel er á þannig ferð að honum væri auðveldlega kleift að hoppa yfir De Gea.
    4. Það ætlast enginn til þess að hann stoppi sig eða láti sig hverfa, heldur reyni að beina fæti sínum til jarðar þar sem ekki er löpp andstæðings fyrir að finna. Það hefði hann vel getað gert.

    http://gfycat.com/ActualTenderHydatidtapeworm

    ps. sorry að ég eyðileggi þessa útúr-raunveruleika-veislu þína, vinur.

  76. Þetta er ekki búið ennþá. United á eftir að mæta City, Chelsea og Arsenal. Eigum því góða möguleika ef okkur tekst að sigra Arsenal.

  77. Óska bara BR til hamingju með tapið enn og aftur sýnir það sig að þessi maður er ekki að læra af eiginmistökum hann er ekki rétti maðurinn fyrir þetta lið hvenar skyldi menn fara átta sig því ?

    Það er sorglegt að lesa hér að sumir kenna Gerrard um tapið leikurinn var tapaður strax á fyrstu mínutu þá sá maður hvernig upp var lagt ekki það að ég sé að afsaka gjörðir hans

  78. Auðvitað skrifast fyrsta markið á Moreno en honum til varnar þá er ætlast til þess að bakverðirnir spili hátt uppi, það er eðlilegt i svona kerfi að þetta geti gerst. Þegar bakvörður fer upp þá verða þeir 2 miðverðirnir sem spila til hliðar við Skrtel að vermda svæðið og Skrtel droppar dýpra. Sakho er ekki saklaus i þessu marki, hann er of nálægt Skrtel og les hættuna vitlaust. Ekki skrifast markið heldur á okkar markmann en ég hef oft sett spurninga merki um upphafs stöðuna hjá honum. Hefði hann verið framar þá hefði hann lokað fyrr á skotið.

    Vælið um að Brendan sé ekki með þetta er algjörlega til skammar, barnaleg mistök leikmanna sem hafa verið að spila vel gerðu útslagið í dag og eftir daginn i dag er LVG þvílíkur meistari i augum manna, þvílíka bullið sem menn láta út úr sér.

    Gerrard sýndi meira passion á þessum sekúndum heldur en allir leikmenn vallarins til samans en jafnvel reynslumiklir menn geta tekið ákvörðun eins og þessa. Það eina sem ég vildi að Brendan myndir gera fyrir leik var að láta Gerrard byrja, hann hefur nú aldeilis skilað sinu i svona rimmum og hefur skorað mjög mikið gegn United i gegnum tíðina.

    Stóru mistök dómarans var að setja linu með spjaldinu sem Allen fékk en leyfa svo Fella að brjóta 3-4 mun verr og ég tala nú ekki um vanvitann hann Jones, hann átti að vera farinn i sturtu með Gerrard i stöðunni 0-1.

    Fyrsti tapleikurinn á þessu ári og sumir farnir að kalla á nýjan stjóra. Stundum skammast maður sín fyrir að halda með liðinu.

    Þetta er ekki búið!!

  79. Nr. 87 og fleiri

    Leyfi þér að njóta vafans um að vera ekki troll hér inni og vera bara í alvöru á þessari skoðun. Var ekki erfitt að bíða með þessa speki undanfarina þrjá mánuði meðan liðið tapaði ekki leik í deildinni með svipað eða sama upplegg? Var ekki síðasta tímabil algjört helvíti þegar liðið tók fjögur skref fram á við og var rétt búið að vinna titilinn? Ekki þessa bölvuðu vitleysu þó liðið tapi einum og einum helvítis leik eftir 13 leiki án taps.

    Röggi flott mál, treysti á þig fullan vonleysi fyrir leikinn á Emirates 🙂

    Haukur J ég veit ekki í hvaða þrætum ég er lentur en þó ég gefi lítið í Lawro og endalausan bölmóð hans er ekki þar með sagt að ég sé ánægður með kaupin á Balotelli eða frammistöðu hans í vetur, það hefur að ég held komið ágætlega skýrt fram hér á þessari síðu. Hann hefur þó bætt sig undanfarið og gerði vel í dag.

  80. Vill sjá Balo fá sénsa aftur fannst hann mjög fínn eftir að hafa komið inná og var eiginlega bara sá eini sem var að berjast af einhverri alvöru Gerrard reyndar barðist aðeins of mikið, Balo síðan heppinn að haldast inná og eiga stuðningsmennirnir sem héldu honum mikið hrós skilið.

    Núna verða menn samt bara að gjöra svo vel að gleyma bara þessum leik taka 3 stig á Emirates eftir 2 vikur og við erum þá aftur í bullandi baráttu um þetta meistaradeildarsæti gleymum því ekki að United á eftir að spila við city og Arsenal og þá er allveg öruggt að liðin sem við erum að keppa við eru að fara tapa stigum en við megum ekki tapa of mörgum helst ekki neinum en það er kannski svoldið erfitt en fyrst við gátum farið á svona run er þá ekki bara tilvalið að gera það aftur.

    Ég felldi næstum tár þegar Gerrard var rekinn af velli það var svo vont að sjá svipinn á honum hann minnti alltof mikið á svipinn sem við sáum í fyrra þið vitið hvenær, hann vissi það um leið að þarna var hann að bregðast öllum greyið kallinn. En hann er mannlegur og getur misst hausinn eins og allir aðrir við höfum séð endalaust af bestu mönnum í heimi missa hausinn í smá stund zidane,Ronaldo,Rooney,Suarez 4x og margir fleiri þannig best fyrir Gerrard væri bara að við myndum gleyma þessu og fyrirgefa honum strax og hætta svo að kenna alltaf einhverjum einum um tap fótbolti er liðs íþrótt þú vinnur sem lið og þú tapar sem lið.

    ef við stuðningsmenn höldum trúnni þá munu þeir halda trúnni 🙂

  81. #89 ég veit ekki betur en við erum dottnir úr einni bikarkeppni à þessum tíma og evrópuboltanum en það hendar víst ekki BR mönnunum að tala um það og þá staðreynd að við gátum ekki lent í auðveldara riðli í meistaradeiltinni sem hann kluðraði á met tíma en ekki tala um það ju við skulum tala um gengið í deildinni frá 15 des að mig minnir það hendar best ekki frá byrjun enda kemur það ekki vel út fyrir suma
    Svo hef ég alltaf sagt að hann er ekki rétti maðurinn fyrir þetta lið ALLTAF sagt það og já í fyrra líka en ég hef líka sagt að ég vona að ég þurfi að éta það ofan í mig og myndi glaður gera það því stjóra skipti er ekki óskastaða en að mínu mati þá er ég á þeirri skoðun að það sé nauðsinlegt

  82. Vá hk þú ert svo mikið á móti Rodgers að í fyrra þegar allir voru að heillast að spilamennsku Liverpool þá fannst þér hann ekki rétti maðurinn fyrir þetta lið

  83. Gaman að svona snillingurm eins og HK.

    En allt tal um að reka BR er fásinna og það hlýtur hver heilvita maður að sjá. En ég er ansi hræddur um að við erum að fara að horfa uppá topp 4 einokun hjá þessum fjórum ríku félugum í nánustu framtíð. Svo er FFP eins og sniðið fyrir Utd.

  84. Allt tal um að reka Brendan er álíka gáfulegt og heimta að Pep Guardiola verði rekinn frá Bayern fyrir tapið gegn Gladbach í gær.

    Téður Brendan Rodgers mat stöðuna fyrir leikinn í gær þannig að Liverpool þyrfti 23 stig af þeim 30 sem í boði eru til að ná 4 sætinu. Þrjú fóru í súginn í gær en enn eru 27 stig í pottinum.

    Það má ekki gleyma að ManU á, eins og við, eftir að spila við Arsenal og Chelsea. Þetta er alls ekki búið.

  85. Nú ætlaði ég að leita í fyrri færslum að víetnömsku síðunni sem linkar á Match of the day og Carragher þáttinn. En þegar ég er komin á þriðju síðu að þá hverfa kommentin og ekki hægt að fletta upp í þeim.
    Er ekki einhver sem er með þessa slóð og getur póstað henni hérna svo ég geti bookmarkað hana?

    Svo vona ég að BR verði hjá okkur sem allra lengst. Það tapa allir þjálfarar leikjum en það eru ekki allir þjálfarar sem hafa tekið svona run eins og hann hefur gert.

  86. Scums mættu bara tilbúnir í baráttuna frá byrjun og gengu á lagið, nýttu sér slaka dómgæslu hjá atkinson og þanig tapaðist leikurinn.

    Ég fékk á tilfinnininguna að dagskipun okkar manna hafi verið að láta scums sjá um groddann og brotin, og að menn ættu bara að spila sig gegnum mótherjann og það var alveg í góðu lagi sem concept.

    Gallinn var bara sá að menn voru ekki að skila boltanum á samherja í byrjun svo utd gekk á lagið og pressaði okkar menn niður i eigin teig trekk í trekk sem aftur stressaði menn upp og veitti utd meira sjálfstraust osfrv.

    Þetta var bara einn af þessum dögum, sem við verðum bara að kyngja og horfa áfram.

    1 leikur tapaðaður síðan í desember……. og á þá að Reka Rodgers?

    Voru menn að sleppa af hæli?

    Hafa menn ekki tekið eftir umbreitingunni sem hann hefur komið með síðan stjórinn kom fyrst inn……. og breytingunni á liðinu milli fyrri hluta og seinni hluta tímabilsins?

    Það eru ekkert margir stjórar sem snúa hlutunum svona við.

  87. það er hálf vandræðalegt að lesa mörg comment herna…að menn skuli i alvöru vera að reyna að kenna dómaranum um…dómarinn var fínn og voru allar hans stóru ákvarðanir réttar fyrir utan að hann sleppti mögulega rauðu spjaldi á skrtl.
    margir herna þurfa að taka hausinn utur rassgatinu…Brendan skítféll á prófinu sem og leikmennirnir plús það að eg skellti skuldinni að stórum hluta á Steven gerrard

  88. Ég held að Rogders hafi alltaf gert ráð fyrir að vinna þennan leik. Við eigum eftir að fara á Emirates og Stamford Bridge svo okkar prógram er ekki auðvelt. Þar að auki eru bara 24 stig eftir í pottinum eða átta leikir.
    Setti upp leikina sem eru eftir og til að þetta sé möguleiki þá þurfum við eiginlega að vinna alla leiki sem eftir eru. Amk er algjört must að vinna Arsenal. Ég útbjó töflu yfir leikina sem eru eftir en því miður tókst mér ekki að paste-a henni hingað inn.
    Mv leikina sem eru eftir finnst mér þetta stigaskor líklegt, ég geri mér grein fyrir því að margir af ykkur gæti verið algjörlega ósammála

    Liverpool – 19 stig

    Leikir eftir:

    Arsenal (A)
    Newcastle (H)
    Hull (A)
    West Brom (A)
    QPR (H)
    Chelsea (A)
    Crystal Palace (H)
    Stoke (A)

    Leikir þar sem er líklegt að tapa stigum:
    Arsenal (A)
    Chelsea (A)
    ————————————-
    ————————————-
    Utd – 17 stig

    Leikir eftir:

    Villa (H)
    City (H)
    Chelsea (A)
    Everton (A)
    West Brom (A)
    Crystal Palce (A)
    Arsenal (H)
    Hull (A)

    Leikir þar sem er líklegt að tapa stigum:
    City (H)
    Chelsea (A)
    Everton (A) – Everton gæti strítt þeim þó ég telji 3 stig líklegri hjá Utd.
    Arsenal (H)
    ————————————-
    ————————————-
    City – 22 stig

    Leikir eftir:

    Crystal Palace (A)
    Utd (A)
    West Ham (A)
    Aston Villa (H)
    Tottenham (A)
    QPR (H)
    Swansea (A)
    Southampton (H)

    Leikir þar sem er líklegt að tapa stigum:
    Utd (A)
    Tottenham (A) – Geri þó ráð fyrir að city klári Spurs og Southampton
    Southampton (H)
    ————————————-
    ————————————-

    Arsenal – 18 stig

    Leikir eftir:

    Liverpool (H)
    Burnley (A)
    Chelsea (H)
    Hull (A)
    Swansea (H)
    Utd (A)
    Sunderland (H)
    West Brom (H)

    Leikir þar sem er líklegt að tapa stigum:
    Liverpool (H)
    Chelsea (H)
    Utd (A)
    ————————————-
    ————————————-
    Southampton – 17 stig

    Leikir eftir:

    Everton (A)
    Hull (H)
    Stoke (A)
    Tottenham (H)
    Sunderland (A)
    Leicester (A)
    Aston Villa (H)
    City (A)

    Leikir þar sem er líklegt að tapa stigum:
    Everton (A)
    Tottenham (H)
    City (A)
    ————————————-
    ————————————-
    Tottenham – 19 stig

    Leikir eftir:

    Burnley (A)
    Aston Villa (H)
    Newcastle (H)
    Southampton (A)
    City (H)
    Stoke (A)
    Hull (H)
    Everton (A)

    Leikir þar sem er líklegt að tapa stigum:
    Southampton (A)
    City (H)
    Everton (A)

    Mv þetta er Liverpool á leiðinni í Evrópudeildina sem verður að teljast lang líklegast úr þessu. Annars þarf einfaldlega allt að ganga okkur í hag.

  89. Ég er ennþá með óbragð í munninum eftir leikinn í gær og ætla ekki að fjölyrða um hann.

    Ég spái því að okkar menn bíti á jaxlinn og komi dýrvitlausir til leiks á Emerates og vinni þann leik og að við náum svo 4. Sætinu eftir æsispennandi lokasprett á tímabilinu!

  90. Í mörgum athugasendum hér vilja menn hengja Moreno fyrir hans mistök í marki nr. 1, auðvitað gerði hann mistök EN það gerði LIÐIÐ allt líka…. voru einfaldlega ekki byrjaðir og ef öll sú sókn er skoðuð er enginn sem reynir neitt til að stöðva leikmenn UTD, Herrera sem átti sendinguna á Mata var með allan tima í heiminum til að senda boltann, hefði getað farið inn í klefa og fengið sér te og komið aftur út stillt boltanum upp og sent hann svo beint á Mata, miðjan var algjörlega úti að skíta þarna.

    Eitt enn, allt tal um BR út er algjörlega út í kött, mér finnst liðið spila virkilega skemmtilegan bolta með pressu og fá yfirleitt mikið af færum í hverjum leik….. persónulega langar mig ekki að fá annann stjóra sem jafnvel setur alla áherslu á varnarleik og pota kannski einu marki með heppni og safna stigum þannig….. mér finnst þetta lang skemmtilegasta liðið í deildinni í dag eins og þeir spila á góðum degi. BR er ekki búinn að fera að hrúga inn reyndum mönnum ok, en hann er að fá efnilega leikmenn sem hann vill móta eftir sínu höfði og í sín leikkerfi. Finnst að ýmsir ættu aðeins að slaka á og gefa honum tíma því þetta tekur allt tíma, erum með mjög ungt lið og það þarf að mótast og fá almennilegt sjálfstraust og BR vill eflaust bæta það á ýmsum sviðum t.d. sóknina og fleira, ég treysti honum fullkomlega í það verkefni, og verkefnið nær ekki bara til eins eða tveggja tímabila. Hann náði flottum árangri með liðið í fyrra og liðið er búið að sýna flotta takta í vetur sérstaklega eftir áramótin, og þrátt fyrir einn slakan leik eftir þetta góða gengi undanfarið þó það sé á móti UTD finnst mér ekki réttlætanlegt af mönnum að öskra manninn út.

    Ég bara varð að tjá mig um mína skoðun á þessu…… lifið heil 🙂

  91. Er Liverpool ekki eina liði a timabilinu sem hefur fengið víti þegar boltinn fór svo greinilega i andlituð a leikmanni andstæðings(Liverpool-QPR leikurinn)Sennilega mörg önnur dæmi sem hægt að finna,svo endilega hættiði þessu væli um dómarann.Öll lið tapa og hagnast a timabilinu.
    Ekkert að dómgæslunni i gær og sennilega vita það flest allir það hér svona sólarhring eftir tap gegn man-utd.

Liðið gegn Man U

Mánudagspælingar