Swansea – Liverpool 0-1

Okkar menn mættu á Liberty Stadium á þessu mánudagskvöldi þar sem að Gylfi og félagar í Swansea tóku á móti þeim rauðklæddu.

Rodgers stillti þessu svona upp í kvöld:

Mignolet

Can – Skrtel – Sakho

Sterling – Allen – Henderson – Moreno

Lallana – Sturridge – Coutinho

Fyrri hálfleikur

Það gerðist afskaplega fátt fyrstu 30 mínúturnar. Bæði lið voru að þreifa fyrir sér án þess að skapa sér færi. Swansea menn komust þó í hættulega sókn eftir fjórtán mínútna leik þegar Gomis fékk stungu inn fyrir vörn Liverpool, en Allen (sem missti boltann upphaflega) vann frábærlega til baka og náði að pota boltanum í burtu.

Mér fannst við vera í tómu basli að losa boltann. Vorum ekki að finna miðjumenn okkar í fæturnar og meira i því að spila til baka. Sturridge var ekki með, frekar en stóran hluta af tímabilinu og ég þurfti að fletta upp liðinu aftur til að vera viss um að Coutinho væri inná. Sérkennilegast fannst mér þó að sjá Lallana sem wing back, hluta af fyrri hálfleik.

Gomis fékk svo aftur fínt færi á 30 mínútu eftir einn-tvo við Gylfa. Var að sleppa einn í gegn, skaut þó rétt utan við vítateig þegar það var farið að þrengja að honum en Mignolet varði frábærlega. Swansea mun líklegri það sem af var leiks. Gylfi var nálægt því að skora á 37 mínútu, átti þá gott skot sem Mignolet varði vel. Úr þeirri aukaspyrnu sendi svo Gylfi á Jonjo, sem var aaaaaleinn í miðjum vítateig, en skotið fór af kollinum á rauðklæddum og í horn. Markið virtist liggja í loftinu.

Ég neita því ekki að ég var hrikalega feginn þegar dómarinn flautaði til hálfleiks. Við áttum marga mjög slæma leiki fyrstu 3 mánuði tímabilsins, en ég held svei mér þá að þessar fyrstu 45 mínútur hafi verið þær verstu á tímabilinu. Við vorum stálheppnir að vera ekki bara undir í hálfleik, heldur að eiga bara séns á stigum úr þessum leik yfir höfuð. Mignolet átti stóran þátt í því.

Síðari hálfleikur

Síðari hálfleikur byrjaði nákvæmlega eins og sá fyrri endaði. Miðjan hjá okkur var týnd og Swansea menn pressuðu öftustu línuna hjá okkur vel. Vorum í stöku vandræðum að ná upp einhverju spili.

Spilamennskan skánaði svo og við náðum saman svona eins og tveimur eða þremur sendingum. Það var svo á 55 mínútu sem að við náðum okkar bestu sókn, Sturridge kom stutt og stakk boltanum innfyrir í svæði þar sem að Sterling kom hlaupandi, sendi út í vítateig á Coutinho sem átti gott skot á nærstöngina en Fabianski varði frábærlega í horn. Okkar fyrsta færi sem kalla má, eftir 55 mínútur.

Á 61 mínútu var svo gerð skipting, inn kom Steven nokkur Gerrard og út fór Moreno (sem var á gulu spjaldi).

Joe Allen, af öllum mönnum, var ekki langt frá því að koma okkar mönnum yfir. Lallana fékk boltann úti vinstra meginn (fannst hann fara þangað í stað Moreno) sendi út í teig á Joe Allen sem skaut en Fabianski varði.

Það var svo á 68 mínútu sem að Henderson skoraði ljótast mark ferilsins. Það kom góð sending innfyrir á Henderson, Amad var á undan í boltann og ætlaði að hreinsa, boltinn fór í Henderson og yfir Fabianski. GRÍÐARLEGA mikilvægt mark.

Við héldum áfram að spila vel, allt annað að sjá til liðsins í síðari hálfleik. Sturridge átti frábæran bolta innfyrir á Sterling á 76 mínútu, sem var einn gegn Fabianski, en átti skelfilegt skot langt framhjá. Kjörið tækifæri til að klára þennan leik!

Eftir þetta vorum við með öll völd á vellinum og í raun mun líklegra að við myndum bæta við en Swansea að jafna. Sturridge skaut í stöngina í uppbótartíma, en annars var forystan aldrei í neinni hættu í raun og við lönduðum HRIKALEGA mikilvægum sigri!

Maður leiksins og pælingar

Mignolet – hélt okkur inn í leiknum í fyrri hálfleik. Ég er búinn að skrifa talsvert um þennan viðsnúning hjá Belganum, en hann er alveg hreint ótrúlegur.

Swansea menn mikið betri í fyrri hálfleik, Liverpool mikið betri í þeim síðari. Heilt yfir var þetta ekkert ósanngjarnt sigur að mínu mati. Bæði lið hefðu getað unnið þetta, líklega var jafntefli sanngjörnustu úrslitin m.v. hve kaflaskiptur leikur þetta var. Nú hefur Liverpool haldið átta sinnum hreinu í fjórtán deildarleikjum með þessu nýja kerfi. Um miðjan desember hefði ég ekki þorað að veðja á eitt hreint lak í fjórtán leikjum, hvað þá átta! Það sem meira er þá er Liverpool búið að vinna fimm leiki í röð í deildinni og halda hreinu í sex útileikjum í röð. Það er fáránlega góð tölfræði!

Staðan í deildinni?

2.sæti Man City 58 pts
3.sæti Arsenal 57
4.sæti Man Utd 56
5.sæti Liverpool 54

Næstu leikir? United (h) og Arsenal (ú) í deild.

Þetta verður eitthvað!

YNWA

65 Comments

  1. Þvílíkur karakter!

    Og slatti af heppni 🙂

    Game on á sunnudag!

    Áfram Liverpool!

  2. hahaha elska svona heppnismörk! top 3 lélegasti hálfleikur sem ég hef séð í vetur en seinni virkilega góður. Kærkomin 3 stig í hús we go again.

  3. 6 útileikurinn í röð sem við höldum hreinu og er það besti árangur liðsins í einhver 40 ár. Ég var allavega ekki fæddur þá. Frábær árangur hjá vörninni og Mignolet sem hefur komið til baka sem Manuel Neuer.

    Flott pressa sem við höldum á topp liðin og vonandi fara þau að finna fyrir pressunni og misstíga sig.
    Bring on United.

  4. Stevie G kom inn og batt miðjuna saman með því að liggja aftar en Joe Allen. Mér finnst fínt að hafa Sveie nákvæmlega í þessu hlutverki. Subervaramaður sem kemur inn á og breytir leikjum þegar á honum þarf að halda.

    Hitt er Liverpool var að spila mjög illa í þessum leik og að mínu mati var Mignolet maður leiksins.

  5. Það skal tekið fram að okkar menn voru að bæta metið frá 1972 með haldið hreinu í 6 útileikjum í röð í deild.
    JÁ takk fyrir Brendan Rodgers ! eigum við að ræða það eitthvað frekar hverju við erum að verða vitni að ? næsti Shankly ? betri árangur í nánd kanski ?

    ég trúi því varla að fyrir um rétt rúmlega 3 mánuðum síðan þá var verið að kyrja Rodgers out.

  6. Svona sigrar eru alltaf mikilvægustu sigrarnir thar sem lidid er ad spila illa en vinnur samt. Allen og Mignolet klàrlega menn leiksins
    leiksins.

  7. Mikilvægur sigur og sýnir hvað þetta 3-4-2-1 er að þrælvirka sérstaklega varnarlega..
    Við vorum slá 43 ára met með því halda hreinu i sex útileikum i röð 🙂

  8. Einn-tveir spil (e. one-two) ber hreint ágætis nafn á okkar ástkæra, ylhýra. Þríhyrningur eða þríhyrningsspil.

    Svo ógeðslega feginn er ég þessum sigri að ég ætla að láta þetta fara í taugarnar á mér 🙂 Biðst afsökunar á því en mikið sem þessi þrjú stig gleðja mig.

  9. #7 satt er það , þetta var svona einn af þessum boltum sem maður var að sjá fara í netið en eitthvern megin náði meistari migno að lengja hendina um 10 cm til að verja það.

  10. Mikilvægur sigur þar sem liðið var að spila illa, hundleiðinlegt á að horfa en sigrarnir verða ekki sætari en þetta. Mingolet klárlega maður leiksins !! Annars var Skrölti bara nokkuð solid í leiknum greinilega lagast við rothöggið um daginn.

    Til hamingju með 3 stigin félagar !

  11. Er að pissa í mig af spenningi ,verð á Anfield næstu helgi shit hvað ég vona að ég sé lukku tröllið þvi fyrir nákvæmlega ári var ég á Liverpool vs arsenik.

  12. Sæl og blessuð.

    Sá síðari hálfleikinn og þakka mínu sæla fyrir að hafa misst af þeim fyrri. Fylgdist með livesoccer í símanum – bein lýsing og munaði litlu að bíllinn endaði utan vegar.

    Skammskamm.

    En það sem fyrir augun bar var hreint glæsileg sýning. Þetta var á köflum sjálft Svanavatnið með fagurteiknað spil og ótrúlegar hreyfingar – ekki sist hjá velska xavi sem er á góðum stað til að vera á.

    Ég mótmæli því harðlega að þetta hafi ekki verið fallegt mark. Hefði brussan í vörninni hjá Swansea ekki hjálpað til, hefði Henderson verið einn á ferð og vafalítið gert þetta upp á eigin spýtur. Sendingin hjá Sturridge var glæsileg og öll uppbygging sóknarinnar sömuleiðis. Synd að Sturridge skyldi ekki ná að pot’onum inn þarna í lokin og sá knái Sterling hefði að sama skapi átt að vinna fyrir Sterlinspundunum sínum, drengurinn sá arna.

    Afskaplega var þetta nú skemmtilegt og þarna sjáum við það í hnotskurn hvað árangur er.

    Vinna, vinna, barátta, vinna, vinna, bjartsýni, vinna, vinna og seigla.

    Nú er það bara rétturinn sem við berum bestan fram kaldan.

  13. Reyndar mjög impressive tölfræði hjá Cech. 4 cs í 4 leikjum! Courtois og Cech saman með 13 cs í 28 leikjum eða rúm 46 %. En Mignolet samt sem áður á toppnum. Hver hefði trúað því fyrir jól ????

  14. Sá fyrri hálfleik, en missti af seinni 🙂 Kannski er það bara happa að ég horfi ekki 🙂

    Þrjú stig og höldum enn og aftur hreinu. Takk Mignolet 🙂

    Næsta helgi verður ROSALEG ! !

  15. Hvernig við unnum þennan leik verður í þættinum Unsolved Misteries næsta fimmtudagskvöld. Ótrúlega sætur sigur!

  16. Sælir félagar

    Þakka fyrir góða skýrslu og þakka fyrir sigurinn og þakka fyrir stigin 3 og þakka fyrir að vinna leik sem við áttum ef til vill ekki að vinna og þakka fyrir kvöldið sem var skíterfitt í sófanum.

    Það er nú þannig

    YNWA

  17. Hrikalega ánægjulegt að ná að klára þetta.
    Mómentum sem gott er að taka inn á sunnudaginn.
    Það þarf ekki að brýna menn fyrir þann leik, það verða allir á blasti.

    Næstu tveir eru sannkallaðir úrslita… Það eru reyndar allir leikir úrslita, Blackburn lúrir bak við Arsenal leikinn.
    Þannig viljum við hafa það. Færri geisp og fleiri hjartatöflur.
    YNWA

  18. Eitt er allveg víst að við þurfum að spila betur enn þetta til að vinna United um helgina, KOMA SVO.

  19. #13 ég er grænn af öfund út í þig líka……nei nei bíddu ég verð líka á leiknum :p

    Þetta verður rosalegt !!!!!

  20. Frábær stig.

    Swansea voru frábærir í 60 mín. Guði sé lof að Bony situr á bekk einhversstaðar að telja peninga. Við hefðum verið í miklum vandræðum ef hann hefði ennþá verið í þessu liði.

    Höfum samt alveg á hreinu að þetta var ekkert heppnismark. Það þarf gríðarlega vinnusemi til að ná að kreista þetta fram. Ef markið hefði ekki komið svona þá hefði það komið á annan hátt. Frábært hjá Hendo.

    KOMASO!!!!!!

  21. Takk Mignolet og fyrirgefðu hvað ég talaði illa um þig fyrir c.a. þremur mánuðum síðan.

  22. Annars má ekki horfa fram hjá því að vörnin var mjög góð í fyrri hálfleik. Jú Swansea komst í mjög mörg færi en í lang flestum tilfellum var varnarlínan að standast þungann og koma boltanum í burtu af hættusvæði.

    Mér fannst miðjan aðallega heillum horfin, hápressan ekki að virka – því Swansea vörnin spilaði sig í gegnum hana og því náði Swansea að domenera í fyrri hálfleik.

  23. Algerlega sammála skýrslunni í einu og öllu.
    Vinnusigur og hrikalega mikilvæg þrjú stig í hús.

    Vel gert.

  24. 27 stig eftir í pottinum 4 stig í annað sætið, 10 stig í fyrsta!!!! Hvar endar þetta 🙂 maður hlýtur að mega láta sig dreyma :):)

  25. Liðið einfaldlega tapaði baráttuni í fyrihálfleik. Swansea fannst mér ekki í vandræðum með að verjast, léttu varnamennina hjá Liverpool leika sér með boltan og lokuðu vel á Allen og Henderson á miðjuni sem komust varla í boltan.
    Mignolet bjargaði okkur í fyrirhálfleik og svo Allen með flotta tæklingu.

    Í þeim síðari fannst mér miklu meiri kraftur í liðinu og svo breytti Rodgers um taktík og liðið eignaði sér miðjuna. Hann lét Gerrard inná fyrir Moreno sem var pirraður og á spjaldi. Gerrard fór fyrir framan vörnina og Allen/Henderson fóru aðeins framar og þar með voru við búnir að bæta við miðjumanni en Allen/Henderson fram á því voru bara tveir á miðjuni.

    Við þetta gjörbreyttist leikur liðsins. Liverpool fór að geta spilað inná miðsvæðið og eignaði sér það svæði, Gerrard kom ró á hlutina og stjórnaði mönnum vel. Liverpool fór að vera meira með boltan og ógnaði markinu meira. Liðið skoraði ljót mark en okkur er drullu sama og svo fannst mér Swansea liðið ekkert geta eftir að liverpool fjölgaði inná miðsvæðinu.

    Mignolet 9 enn einn stjörnuleikurinn og ætla ég að velja hann mann leiksins.

    Can 4 – var því miður skelfilegur í þessum leik. Swansea menn voru ekki í vandræðum með að komast framhjá honum trekk í trekk og var hann aldrei í takt við leikinn. Lélegasti leikurinn hans í liverpool búning.

    Skrtel 8 – virkilega góður en eina ferðina. Traustur og sterkur í loftinu

    Sakho 7- mjög solid leikur. Sterkur varnarlega og í loftinu en átti í vandræðum með sendingar í byrjun.

    Henderson 8 – var ekki mikið í boltanum í fyrirhálfleik en átti frábæran síðari hálfleik og tryggði okkur 3 stig.

    Allen 8 – var lítið í boltanum í fyrirhálfleik enda lokuðu Swansea menn vel á miðsvæðið en var mjög góður í þeim síðari. Bjargaði okkur þrisvar sinnum varnarlega í fyrirhálfleik með flottum varnarleik og var flottur á boltanum í þeim síðari.

    Moreno 6- solid leikur hjá honum . Fín varnarlega en komst lítið áleiðis sóknarlega eins og allt liðið.

    Sterling 8 – byrjaði rólega en fór svo í gang og var mjög ógnandi á kanntinum. Tók menn á trekk í trekk og var með hætulegar fyrirgjafir.

    Lallana 7 – var eiginlega betri sem L- wing back heldur en framarlega á vellinum. Mjög vinnusamur og fín á boltan

    Couthino 7 – komst ekki alveg í gang en sást stundum flott tilþrif hjá kappanum en Swansea menn pössuðu vel uppá hann.

    Sturridge 7 eins og Couthinho komst eiginlega aldrei í gang en þessi snilldar sending á Henderson gefur honum fína einkun.

    Gerrard 8- spilaði bara c.a 30 mín en þetta voru flottar 30 mín og fannst mér hann breytta leiknum.

    Glen – spilaði lítið og gerði lítið á þeim tíma.

    Rodgers 8 – liðið var ekki sanfærandi framan af en mér fannst vendipunkturinn þegar hann tók Moreno útaf og setti Gerrard á miðjuna. Þéttari miðja og Lallana og Sterling á sitthvorum kanntinum og jókst sóknarþungin mikið.

    Mikilvæg 3 stig í hús. 9 leikir eftir og á ég ekki von á því að sjá 9.sigra en djöfull vona ég að maður sér sigur í næsta leik.

    YNWA

  26. Það vinnur ekkert lið alla leiki sannfærandi og m.v. það sem við höfum séð frá Liverpool í vetur fögnum við öllum stigum sama hvernig þau skila sér í hús. Byrjun tímabilsins verður grátlegri með hverju stiginu sem bilið minnkar á toppnum, glasið vissulega aðeins hálftómt hvað það varðar. Heilt yfir var þessi sigur samt alls ekki eins ljótur og af er látið og þetta var fyrsti sigur Liverpool á Swansea í fjórðu tilraun, þeir tapa ekkert mörgum stigum á þessum velli.

    Fyrri hálfleikur var mikið áhyggjuefni, þarna var stjóri andstæðinganna í fyrsta skipti að lesa upplegg Liverpool eins og opna bók, risa kudos á Gary Monk sem er mikið efni í þjálfaraheiminum. Okkar menn áttu engin svör og voru á eftir í alla bolta ljónheppnir að koma með búrið hreint í hálfleik. Okkar menn voru mjög lélegir en það verður ekki tekið af Swansea að þeirra plan var mjög gott. Gráta líklega janúargluggann eftir þennan leik.

    Mignolet hefur stórbætt sig en ekkert á neitt ómannskjulegt level, það er einfaldlega búið að þétta allan varnarleik liðsins og um leið fór Mignolet að verja nokkra bolta aukalega eins og allir markmenn eiga að gera. Skrtel hefur á sama tíma varla stigið feilspor og að mínu mati bætt sig enn meira en Mignolet hefur gert. Báðir voru frábærir í dag, bæði í fyrri og seinni hálfleik. Stuðningsmenn Swansea gerðu svo þau mistök að reyna að espa Sakho upp og hann gerði grín af þeim það sem eftir lifði leiksins og klikkaði varla á sendingu. Efa að Liverpool hefði haldið hreinu í dag án hans. Emre Can var svo sá sem Monk sigtaði út fyrir leik og lét Gomis herja á hann allann leikinn og Can var undir í þeirri baráttu í dag. Mjög slakur leikur hjá þjóðverjanum og frábært að liðið heldur samt hreinu. Ég skal þó viðurkenna að ég saknaði Wilfred Bony alls ekki í dag. Gomis er ekki sama gæðaflokki.

    Henderson var valinn maður leiksins á Sky en var að mínu mati hræðilegur í fyrri hálfleik og ekki góður fyrr en Gerrard kom inná. Verðmiðinn á Henderson fýkur samt upp með hverju marki sem hann tekur þátt í og það er jafnvel meira stress á að semja við hann heldur en Sterling, án hans má Liverpool alls ekki vera og þannig var það einnig í fyrra eins og kom svo illa í ljós undir lok tímabilsins. Joe Allen var mun jafnari, einn af þremur leikmönnum Liverpool sem kom út í plús eftir fyrri hálfleik þrátt fyrir að hann misst boltann allt of mikið. Hann bætti sig svo úr 7 í 8 í seinni hálfleik og var mjög góður heilt yfir, sérstaklega eftir að Gerrard kom inná. Allen væri ekkert umdeildur leikmaður hjá Liverpool hefði hann alltaf spilað eins og hann hefur gert undanfarið, þessi leikmaður á framtíð hjá félaginu.

    Var þetta annars ekki skólarbókardæmi um það hvernig á að nota Gerrard í liði Liverpool? Hversu mörgum stigum meira væri Liverpool með á þessu tímabili hefði Gerrard verið ósnertanlegur mikið fyrr á tímabilinu. Ég er ekki að röfla yfir 90 mínútum hér og þar en hann spilaði alla leiki frá upphafi til enda, oftast þrjá á viku í stöðu sem hentaði honum ekki vel í flestum þessara leikja.

    Ég skil ekki hringlið með hægri bakvarðarstöðuna, Markovic hefur heilt yfir verið bestur í þeirri stöðu og ætti að byrja svona leiki að mínu mati. Lallana fannst mér eiga afar erfitt, sérstaklega í fyrri hálfleik. Klappaði boltanum mikið og stoppaði allan sóknarleik. Hjálpaði mikið að skipta á honum og Sterling. Hinu megin átti Moreno ekki sinn besta dag og var sérstaklega ömurlegur sóknarlega. Ég skildi það samt ekki að taka hann útaf á undan Lallana en líklega er það ekki tilviljun að Rodgers er að vinna við þetta annað en ég. Allt annað að sjá Lallana síðasta hálftímann.

    Swansea tók Coutinho úr umferð líkt og maður sér í handbolta. Ki hljóp með honum hvert skref og þetta núllaði gjörsamlega út allan sóknarleik okkar manna. Böggar mig mikið að sjá að það sé hægt að slökkva svona á Coutinho og vill sjá miklu meiri Suarez geðveiki frá honum, sýna að það er ekki hægt að dekka hann alveg út úr leiknum. Þetta átti samt að skapa pláss fyrir Sterling, Lallana og Sturridge sem það gerði ekki.

    Sturridge er gjörsamlega á hælunum þessa dagana sem er töluvert áhyggjuefni og guð hjálpi Balotelli ef hann væri að skila inn eins frammistöðum. Sterling var öllu betri en þetta var þó ekkert að gerast hjá honum sóknarlega í dag. Hann var þó að vinna mjög vel varnarlega undir lokin. Gleymum þó ekki að Sturridge alveg á hælunum á stoðsendingu og besta færi leiksins sem hafnaði í stönginni. Það er tímaspursmál hvenær hann finnur taktinn á ný.

    Frábær þrjú stig og Liverpool er sannarlega ennþá með í baráttunni. Jákvætt líka að þetta var í fyrsta skipti í vetur sem Liverpool er að bæta árangur síðasta tímabils varðandi innbyrgðisviðureignir. Við erum í -13 stigum m.v. sömu leiki á síðasta tímabili. Á móti hefur liðið núna náð í jafn mörg stig í 10 leikjum og liðið náði á fyrri hluta mótsins (19 leikir).

    Varnarleikurinn núna er eins og við vorum að gera okkur vonir um í byrjun tímabilsins. Leikmannakaup sumarsins áttu að þétta liðið allt til muna og það fór ekki að skila sér fyrr en eftir áramót. Með því að loka okkar marki getur þetta lið alveg safnað stigum á við lið Liverpool í fyrra. Það góða er að þetta lið getur enn bætt sig töluvert og ég trúi ekki að þessi hópur gefi aftur svona forgjöf í baráttunni um Meistaradeildarsæti líkt og á þessu tímabili.

    Liverpool á séns á Meistaradeildarsæti þegar 9 umferðir eru eftir, meira gátum við ekki farið fram á um áramót svo vægt sé til orða tekið. Framundan eru tveir úrslitaleikir og Liverpool fer í þá í svipuðu formi og liðið var á sama tíma fyrir ári síðan. Þetta er mjög góður tími til að hitta á gott form. Ég er ekki ennþá sannfærður um að liðið haldi út þetta tímabil og nái topp fjórum en eftir leikinn í kvöld er þetta klárlega game on. Það er kominn 4 stiga púði á Spurs og Southamton núna og stuðningsmönnum Arsenal og United líður alls ekkert vel með okkar menn andandi ofan í hálsmálið á þeim, bæði lið héldu að þau væru laus við okkur í vetur.

  27. Sæl og blessuð, aftur.

    Skipulagið á miðjunni í seinni hálfleik er alveg kafli út af fyrir sig og það hvernig Allen, Gerrard, Henderson og Lallana samstilltu fætur og limi er efni í sérstaka umfjöllun.

    Mæli með þessari klippu sem sýnir það hversu samhæfðir þeir voru og samtaka:

    https://www.youtube.com/watch?v=-gApOfm4qd0

  28. Skemmtilegt að misvitrir stuðningsmenn Swansea voru að reyna að taka tröllið Sakho á taugum er hann var með boltann, greinilega ekki vitandi þess að hann er með 89% sendingahlutfall í vetur.

  29. #32 af einhverjum óskiljanlegum ástæðum horfði ég á allt mynbandið wtf haha

  30. Enginn spilar betur en andstæðingurinn leyfir. Voru Liverpool virkilega lêlegir í fyrri hálfleik ? Fyrir mér var þetta mjög einfalt, Swansea lögðu leikinn frábærlega upp, Leikskipulagið hjá okkar mönnum snýst mikið um að finna 2 fljótandi menn í miðsvæðinu. Coutinho var tekinn úr umferð og þeir vörðust þétt og pressuðu á réttum stöðum. Stundum er ágætt að skoða hvað hin liðin eru að gera og virða það i stað þess að finna sökudólga úr okkar liði.

    Fyrir mér var þetta besta upplegg frá liði andstæðingana, kannski hefði Man City unnið Liverpool með Monk sem stjóra, allavega fær hann hrós frá mér og Pellegrini ætti kannski að skoða svona skipulag fyrir Barca leikinn. Varðandi markið þá verður að gefa Skrtel hrós fyrir að nýta svæðið sem opnaðist þegar þeir lokuðu á Can og Sakho. Snertingin hjá Sturridge er akkúrat ástæðan fyrir þvi að hann spilar leikina frekar en aðrir sóknarmenn okkar þó hann sé langt frá þvi að vera kominn i sitt gamla form.

    Þetta var löngu ljóst að þetta yrði erfitt i kvöld en mikið er ég glaður að þessi leikur er búinn og við fengum 3 stig. Nú er bara að taka alvöru pressu á hörmulega United vörn um helgina, fyrir mér er Swansea betur spilandi en United

  31. Djöfull er ég ánægður með Simon Mignolet og Joe Allen! Frábært hvað þeir hafa staðið sig undanfarið og þeir verðskulda báðir þvílíkt hrós fyrir.

    Skrtel og Sakho voru einnig virkilega flottir í kvöld. Skrtel hefur litið frábærlega út eftir að 3421 kerfið var tekið upp, að mínu mati jafnbesti miðvörður deildarinnar síðan.

    Framan af vorum við í bullandi vandræðum á miðjunni og Sturridge virkaði líka bara á hálfu gasi. Það var sjúdómurinn í kvöld, vandræði Can og varnarinnar voru einfaldlega einkennið. Sem betur fer voru þó Allen, Skrtel og Mignolet vandanum vaxnir þegar á reyndi.

    Breytingarnar hjá Brendan Rodgers svínvirkuðu. Með sterkari miðju fóru vængbakverðirnir líka að njóta sín og þá fyrst verður sóknarleikurinn hættulegur. Það er ekki nóg að henda frakka á Coutinho (eða aðra) þegar aðrir (einkum víðari) ná líka að taka þátt. Í raun þróaðist þetta úr 3421 í tígul og loks frekar gamaldags 343. BR að hugsa á fótunum, eins og sagt er í hinum engilsaxneska heimi.

    Ennfremur kom heppnin ekki úr lausu lofti. Þetta var hrikalega vel gert hjá Sturridge að koma sendingu Skrtel áfram og án hlaupsins hjá Henderson hefði þetta færi ekki orðið til yfir höfuð. Hefði auðvitað endað maður án mann án tæklingarinnar.

    Þrettán deildarleikir án taps! Formið er gjörsamlega útí hött og myndi auðveldlega duga til að vinna deildina, ef það væri extrapolatað á heilt tímabil. Vonandi heldur þetta áfram og við náum topp 4.

  32. Mikilvægur sigur, frábært!

    Rúmar 9 klst síðan að Liverpool fékk mark á sig síðast á útivelli í Ensku úrvalsdeildinni, er það bara allt í lagi?

  33. Svona sigrar sýna að við erum topplið.
    You make your own luck!
    (nema United, þeir eru altaf heppnir)

  34. Eru Liverpool menn á höfuðborgarsvæðinu enn að hittast á Spot á leikdegi?

  35. Atvik leiksins var klárlega frá velska corgi’num okkar

    [img]http://giant.gfycat.com/TanAltruisticAxolotl.gif[/img]

  36. Ég segi að Liverpool eigi ekki bara að stefna á meistaradeildarsæti heldur sigur í deildinni! Vinnum rest og vonum bara að Chelsea tapi 3 og geri eitt jafntefli í síðustu leikjunum, langsótt en þeir eiga samt nokkuð erfitt prógram, m.a. leiki gegn Man Utd, Arsenal og okkur.

    Ég hef amk trú á því þessa dagana að Liverpool geti unnið alla leiki, sérstaklega þessa dagana þegar þeir vinna jafnvel leiki sem þeir spila ekki vel í eins og í gær.

    Vonandi halda Chelsea bara að þetta sé komið og missa taktinn allsvakalega.

    Ég er ekki að segja að þetta sé líklegt en dream on!

    YNWA

  37. #43: þegar liðið er búið að tryggja sér sæti í Meistaradeildinni, og er komið í 2. sætið, þá skulum við ræða þennan möguleika. Díll?

  38. Þegar lið hefur spilað svona þétt í langan tíma og fær allt í einu 8 daga pásu, þar af með tveggja daga fjölskyldufríi, er alltaf pínu hætta á að takturinn skolist til menn detti aðeins niður í formi og verði ekki alveg jafn ferskir strax í kjölfarið. Eins og þeir þurfi aðeins að keyra sig upp aftur í 100% intensítet. Held að það hafi sést í fyrri hálfleik leiknum í gær.

    Liðið fær enn og aftur mikið hrós fyrir að standast áhlaupið, vinna sig inn í leikinn og halda honum í járnklóm eftir að markið kom. Var stoltur af þeim Sturridge og Sterling þarna uppi í horninu fjær á mínútum 90-93, spiluðu eins og mestu reynsluboltar.

    Svo á Rodgers skilið massahrós fyrir að lesa leikinn rétt og gera þær breytingar sem þurfti. Held að hann sé að sjóast vel í hlutverkinu sínu og fátt sem bendir til annars en að hann sé kominn til að vera.

    Gerrard var þrusugóður þessar mínútur sem hann spilaði, líka varnarlega, og fær plús fyrir það. Mér fannst svo gott að sjá Rodgers vera að gefa honum taktískar skipanir fyrir skiptinguna. Pælið í lúxus að geta sent mann með þessa reynslu og getu inn á í hálftíma til að stýra taktískum breytingum! Í svona hlutverki held ég að Gerrard eigi eftir að nýtast okkur vel það sem eftir lifir tímabils.

    Fríið er búið, við stóðumst áhlaupið og á sunnudaginn mætum við til leiks frá byrjun og rúllum yfir tréhestana.

  39. Hugsa sér að milljarðalið City séu í þeirri stöðu og þurfa að berjast fyrir CL sæti. Þau þrjú lið fyrir aftan þá munu ekkert gefa eftir.
    City á leik í CL á miðvikudag og svo hádegisleik á laugardag, gæti setið í þeim.
    Hið ótrúlega getur gerst!!!

  40. Eftir næstu tvo leiki, þá gæti liðið í raun verið komið í annað sætið, ef úrslit yrðu eins hagstæð og hægt er að hafa þau 🙂 Það er eitthvað sem maður átti ekkert von á fyrir áramót.

    Þó svo að það sé ekkert að fara að gerast, þá er í það minnsta sá möguleiki fyrir hendi og bara það eitt er skemmtilegt.

    Þetta verður svo sannarlega eitthvað…

  41. Já, þetta var erfiður leikur eins og búast mátti við. Ég er sérstaklega sammála Halli #35, það var augljóst að Swansea lögðu upp með að herja á Can og láta Sakho og Skrtel bera boltann upp auk þess að vera mjög þéttir á miðjumennina okkar. Ekki bara Coutinho, heldur líka Henderson og Allen. Þess vegna gekk spilið akkúrat ekki neitt í fyrri hálfleik.

    Ég hef áhyggjur af því að fleiri lið – betri lið (Arsenal og Man U) – geti lagt leikina upp á svipaðan hátt og verið búin að slátra okkur í fyrri hálfleik. Brendan Rodgers þarf að leggja upp svar við svona spilamennsku andstæðinganna strax frá byrjun þannig að sóknarmennirnir komi einfaldlega neðar á völlinn og sæki boltann. Ef Sterling, Lallana og Coutinho koma neðar og skilja Sturridge 1v2 í efstu línu opnast svæði út um allt – tækifæri á löngum boltum á Sturridge og Sterling sem varnarmennirnir geta átt í stökustu vandræðum með. Eftir 2-3 skipti af hættulegum stungum kalla varnarmenn andstæðinganna miðjumenn sína aftar og málið leyst. Einföld lausn sem Rodgers á að kalla eftir í svona aðstæðum.

    En itty gritty sigur, nákvæmlega það sem maður vill sjá frá liðinu öðru hvoru. Mignolet er kominn með feykilegt sjálfstraust og fyrri boltinn frá Gomis var frábær markvarsla – og seinni auðvitað líka.

    Ég held að Man U og Arsenal hræðist okkur verulega núna. Rönnið er svakalegt, þéttleikinn í liðinu mikill og liðið nær alltaf köflum í leikjum þar sem þeir eru hættulegir. Það er erfitt að brjóta liðið og þegar andstæðingurinn nær færi þá á eftir að koma boltanum framhjá Mignolet, sem er heldur betur orðin þrautin þyngri.

    Hinumegin eigum við Sturridge nánast alveg inni fyrir síðasta hluta tímabilsins, ég er að vonast eftir einhverjum 10 mörkum hjá honum í lokin, sem gætu reynst þung á metunum. Því aðrir leikmenn en hann hafa borið hitann og þungann af árangri liðsins frá áramótum. Hans lóð eiga eftir að komast á vogarskálarnar og það eru ansi þung lóð sem geta fleytt liðinu langt.

    Ég segi eins og Hörður Ingi #43, þetta eru bara 10 stig, en skil jafnframt og hlusta á Daníel #44, það er auðvitað eina vitið. En maður er samt farinn að horfa þarna upp og láta sig dreyma…

    Minni svo aftur á spádóm frá Lúðvíki Sverriz frá því um áramót þegar hann rýndi í kúluna sína og sá ef ég man rétt einn tapleik til vors…

  42. Er mögulega með tvo longside miða fyrir sunnudaginn ef einhvern vantar, sendið mér póst.

  43. Nr. 51

    Hefur þú ekkert meira uppbygglegt um leikinn að segja en þetta?

    Eyðum vanalega svona innihaldslausum athugasemdum enda viljum við umræðurnar á hærra plani en varðandi Lucas þá er ég hjartanlega ósammála þér og fagna því mjög að hann sé að koma til baka úr meiðslum. Stækkar og styrkir hópinn til muna. Hann spilaði ekki síður vel en Allen í upphafi þessarar endurkomu Liverpool og Allen var nú bara síðast meiddur fyrir viku síðan, minnið ætti nú að ná lengra aftur í tímann hjá mönnum en þetta.

  44. Klikkað! Ég hef sjaldan veirð jafn öruggur fyrir þessum United leik um næstu helgi! Það verður dásamlegt!

  45. Við munum tapa næstu helgi. Búinn að and-jinxa og þar með hefur jinx hjá Rögga þurrkast út.

  46. Hvað jinx kjaftæði er þetta hér ofan? Eru menn orðnir eitthvað stressaðir fimm dögum fyrir leik? Farnir á límingunum?

    Eftir að hafa hlustað á Henderson, Allen og Rodgers í viðtölum eftir Swansea leikinn þá heyri ég ekki betur en að þeir eru pollrólegir og fullir sjálfsstrausts. Einn leikur í einu, safna kröftum og koma hungraðir í næsta leik.

    Eins og einhver sagði…….. We go again!

  47. Rólegir – það er ekkert að því að hafa trú á sínum mönnum, sérstaklega á móti lélegu liði. Ekkert sem ég segi á norðurhjara veraldar hefur áhrif á fótboltaleik á Englandi. Ef ég hefði það mikil völd væri ég að gera eitthvað annað núna en að skrifa þetta 😀

  48. Kominn tími til að við mætum United í alvöruleik!!…held að þetta krefjist upphitunar á a.m.k. 3 blaðsíðum frá Babu

  49. Kristján Atli ertu farinn að skrifa hér inn sem Röggi? Það er að sjálfsögðu beintenging á svona jinx-i og úrslitum leiksins. Þetta kerfi fer reyndar fullkomlega eftir hentistefnu hverju sinni og á við svipað mikil rök að styðjast og hver önnur trúarbrögð en aðalatriði er að vera mjög trúaður 🙂

  50. Ég er ekki Röggi, ég neita öllum slíkum ásökunum og vísa þeim til föðurhúsanna!

    Annars langar mig bara til að óska ykkur öllum til hamingju með öruggan sigur á United um næstu helgi! Við vinnum þetta pottþétt!

  51. Ég er á því að leikurin er orðin ójinxaður núna…
    Töpum samt 8-1.

Liðið gegn Swansea

Podcast Kop.is & Rauðu Djöflanna