Burnley á morgun

Í vikunni fer fram 28. umferð ensku Úrvalsdeildarinnar og taka okkar menn á móti Burnley í leik sem er, á pappírnum, auðveldasti leikurinn í svakalegri deildartörn febrúar og mars, en langt því frá auðunninn.

Burnley

Gestirnir að þessu sinni eru nýliðar Burnley. Þeim hefur gengið upp og ofan í vetur, virtust gjörsamlega dauðadæmdir á fyrstu mánuðunum en réttu svo aðeins úr kútnum í nóvember/desember áður en lélegt gengi (þ.m.t. 0-1 tap heima gegn Liverpool á annan dag jóla) hefur sett þá niður fyrir strikið á nýjan leik. Í dag eru þeir í 17. – 19. sæti með 22 stig en eru í fallsæti vegna lélegrar markatölu.

Hér er formtaflan í útileikjum. Okkar menn með besta formið úti en Burnley með eitt það slakasta:

awayform

Hins vegar ber að nefna að jafnteflin þrjú á útivelli eru gegn Man City í desember, Newcastle í janúar og Chelsea fyrir hálfum mánuði. Þannig að þeir eru sýnd veiði en ekki gefin, þetta lið getur alveg spilað fótbolta og ef okkar menn eru ekki á tánum geta dýrmæt stig tapast hér eins og toppliðin tvö hafa kynnst nýlega.

Það er annað við þennan leik. Menn myndu halda að heimaleikur gegn Burnley væri auðveldari en heimaleikur gegn Manchester City, en það er ekki alltaf svo einfalt. Þetta Liverpool-lið spilar þannig knattspyrnu að ef andstæðingar gefur þeim svæði til að spila jarða þeir þá. Það er einmitt það sem City gerðu um helgina, sbr. þetta skjáskot úr Match Of The Day-umfjöllun BBC á sunnudagskvöld:

cityvorn

Þetta varð stórliði City að falli; þeir voru of sókndjarfir gegn Liverpool með tvo framherja og þrjá sókndjarfa miðjumenn af fjórum og Fernandinho einfaldlega mátti ekki við margnum, staða sem Coutinho, Sterling og Lallana eru snillingar í að nýta sér.

Þetta verður ekki uppi á teningnum á morgun. Burnley-liðið mun væntanlega sitja með eitthvað afbrigði af 4-5-1, vernda vörnina sína vel og reyna að gefa okkar mönnum lítið pláss. Og þegar það hefur verið gert á Anfield í vetur hefur þetta verið afraksturinn:

  • 13. sept.: 0-1 tap gegn Aston Villa
  • 23. sept.: 2-2 gegn Middlesbrough
  • 27. sept.: 1-1 gegn Everton
  • 4. okt.: 2-1 sigur á WBA
  • 25. okt.: 0-0 gegn Hull
  • 29. nóv.: 1-0 sigur á Stoke
  • 6. des.: 0-0 gegn Sunderland
  • 29. des.: 4-1 sigur á Swansea
  • 1. jan.: 2-2 gegn Leicester
  • 24. jan.: 0-0 gegn Bolton
  • 31. jan.: 2-0 sigur á West Ham

Þetta eru þeir leikir sem mér telst til að lið hafi stillt upp varnarsinnað gegn okkur á Anfield. Ég taldi ekki stórleikina gegn City, Chelsea, Arsenal og Tottenham sem mættu öll á Anfield til að sækja, og ekki Evrópuleikina sem eru annars eðlis en þið sjáið að tvö neðrideildarlið (Bolton og Middlesbrough) hafa náð jafntefli á Anfield sem og Leicester, Sunderland, Hull og Everton. Það eru í raun aðeins tveir sannfærandi sigrar þarna, gegn Sweansea og West Ham.

Þannig að okkar menn verða að yfirstíga þessa hindrun á morgun. Frábært gengi í deildinni að undanförnu er að miklu leyti til komið vegna þess að liðið hefur verið að vinna útileikina og ná dýrmætum heimasigrum á Spurs og West Ham. Liverpool hefur unnið fjóra heimaleiki í röð sem er jákvætt, en engan af þeim stórt eða sannfærandi þannig að jafnvel í þessu góða gengi undanfarið eru vísbendingar um að liðið geti misstigið sig.

Aftur að Burnley. Það er frá litlu að segja þar; þetta er nokkuð þétt og skipulagt lið sem kann alveg að spila fótbolta og fremstur í flokki er Danny Ings sem ætti að vera okkur að góðu kunnur eftir mikið slúður að undanförnu, og sá drengur gæti hæglega verið orðinn Liverpool-leikmaður næsta sumar. Við fylgjumst sérstaklega með honum. Að öðru leyti er þetta lið sem ég býst við að þétti og spili upp á jafnteflið, og komi svo framar á völlinn ef þeir lenda undir enda hafa þeir sýnt að þeir geta bitið frá sér og hafa karakter til að vinna sig aftur inn í leiki gegn stórum liðum.

Þeir töpuðu á heimavelli gegn Swansea um helgina, 1-0, og verða því ákveðnir í að ná einhverju frá Anfield á morgun.

Um form Liverpool

Hér er byrjun Chelsea á tímabilinu, fyrstu 11 umferðirnar sem urðu þess valdandi að menn misstu sig í hrósinu og rassakossunum og lýstu því yfir að þetta Chelsea-lið væri mögulega besta lið í heimi:

chelsea2014form

Hér eru svo síðustu 11 umferðir í deildinni. Liverpool er þá væntanlega „besta félagslið í heimi“ árið 2015, enn sem komið er?

liv2015form

Hvað sem ofhlöðnu hrósi líður þá er þetta einfaldlega frábært gengi, frábær viðsnúningur. Svona viðsnúningur er ekki úr lausu lofti gripinn heldur, eins og Neil Atkinson hjá The Anfield Wrap segir, árangur þrotlausrar vinnu síðustu mánuðina, bæði hjá þjálfurum og leikmönnum. Það er til dæmis ekki tilviljun að Philippe Coutinho sé farinn að hitta á markið. Á fyrstu tveimur árum sínum með Liverpool skoraði hann tvisvar mark með þrumuskoti utan teigs (QPR í maí 2013, Fulham í apríl 2014) eftir því sem ég kemst næst en hann hefur nú þegar skorað þrjú slík frá áramótum (Bolton í bikar, Southampton og City í deild), hvert öðru glæsilegra. Svona stökk í tölfræði gerist ekki óvart, ekki hjá Henderson heldur sem er farinn að setj’ann af færi og úr aukaspyrnum. Leikmennirnir hafa lagt inn þrotlausa vinnu í vetur við að bæta sig sem einstaklingar og snúa gengi liðsins við, og það hefur heldur betur tekist vel.

Liverpool

Af liðinu er lítið að frétta. Meiðslalistinn er nokkurn veginn sá sami og fyrir helgi; Gerrard og Lucas enn frá og Jordon Ibe missir úr næstu 4 vikur. Helvítis. Mamadou Sakho er eina vafaatriðið fyrir þennan leik, það verður að koma í ljós hvort hann er leikfær eða ekki en miðað við frammistöðu liðsins í síðustu 3 leikjum án hans finnst mér líklegt að hann fái vikuna til að jafna sig að fullu fyrir 8-liða úrslit bikarsins á sunnudag. Dejan Lovren átti fínan leik gegn City þannig að mér liggur allavega ekki á að troða Sakho hálfheilum inn og taka frekari sénsa með hann.

Ég myndi leggja til nákvæmlega eina breytingu á liðinu sem hóf leik gegn City: Raheem Sterling spilaði 120 mínútur gegn Besiktas á fimmtudag og allan leikinn gegn City. Það liggur því beint við, með Sturridge hvíldan gegn City, að þeir tveir hafi sætaskipti:

Mignolet

Can – Skrtel – Lovren

Markovic – Allen – Henderson – Moreno

Lallana – Sturridge – Coutinho

Þetta lið, með Sterling, Balotelli og King Kolo Touré fremsta meðal jafningja á bekknum, á að vinna Burnley.

Mín spá

Okkar menn halda frábæru gengi áfram og vinna þennan leik. Burnley-liðið er ekki glatað eins og hefur komið fram hér að ofan og það verður kannski þolinmæðisverk að brjóta þá niður en mér segir sá hugur að Sturridge skori snemma og leggi grunninn að 3-0 sigri okkar manna.

YNWA

27 Comments

  1. Takk fyrir flotta upphitun. Algjör skildusigur, ekki nóg með það heldur þurfum við að fara að sjá markatöluna lagast svolítið ef við ætlum ekki að missa af CL-sæti á markatölu, það væri martröð sem gleymist ekki.

    Mark snemma leiks mikilvægt, ef það kemur þá getum við unnið með 4-5 marka mun.

  2. Já algjör skildusigur, og eins verða mörkin klárlega að fara verða fleirri ens og doremí nefnir, við gætum nefnilega dottið úr meistaradeildarsæti á markamun.

    En líst vel á þessa liðsuppstillingu og bíst við erfiðum og lokuðum leik þar til í lok fyrri þegar opnast allar gáttir og mörkunum rignir inn

    YNWA

  3. Við megum alls ekki vanmeta þetta Burnley lið. Eins og einhver sagði hér á þessari síðu þá virkar sigurinn á city ekki eins sætur ef við förum svo að misstíga okkur á móti Burnley, og það á heimavelli. Fróðlegt að sjá þessi úrslit á móti liðum sem hafa “setið” aftarlega á móti okkur og beitt skyndisóknum, Burnley mun líka gera það, sitja aftarlega og örugglega reyna að hægja mjög á öllu tempói og spili.

    Þetta verður þolinmæðisverk, en vonandi hefst þetta og flóðgáttir munu opnast 🙂

    Ég spái þessu 2-0, en vonast eftir svona eins og 4 mörkum frá Liverpool.

  4. þessi leikur þarf að vinnast ég ætla að spá þessu 2-1 fyrir okkur. ég ætla að vona að leikmenn liðsins fari ekki að klóra sér í hausnum vegna markatölu strax þá endar þetta eins og 3-3 leikurinn við palace á síðustu leiktíð.

  5. Menn þurfa víst að byrja að hugsa um markatölu ef markmiðið er CL. Vinnum ekki upp 10 mörk í markatölu í síðustu 5 umferðunum. Pakkinn er svo þéttur að markatalan mun örugglega hafa áhrif hjá einhverjum liðum.

  6. Sæl og blessuð.

    Ég er ekki viss um að afturhaldið sé okkur jafn skeinuhætt og var fyrr í vetur. Nú er spilamennskan markvissari og mér kæmi á óvart að þeir sýndu sama tafs og þeir gerðu í haust gagnvart svona spilamennsku. City spilar auðvitað þetta leikkerfi því það skilar góðum árangri. Sóknarmennirnir ættu að vera hættulegir og halda aftur af spilamennsku andstæðinganna en liðsheildin hjá liðinu var slík að þeir riðluðu þeim áformum.

    Hraðinn er slíkur nú orðið (ólíkt því sem var á hinum stöðu Lambert dögum) að hið gamla á ekki lengur við.

    Verum því bjartsýn og vongóð!

  7. Þegar menn fara að tala um “skyldusigur” þá fyrst verð ég hræddur!
    Hversu oft hefur maður séð LFC fara á móti litlu liðunum og halda að þetta verði bara “walk in the park” og fá svo skell. Markatalan…really?

    Eigum við ekki fyrst að hugsa bara um að setja eitt eða tvö og halda hreinu?
    Mark my words… það er tap í kortunum. Þriðji leikurinn á 6 dögum og þeir tveir fyrri á fullu blasti….það er nokkuð öruggt að þynnkan bíður á móti Burnley 🙁

  8. Ég er skíthræddur í þennan leik.
    Eftir þrjá gjörsamlega stórsigra í deildinni í röð (Spurs, Saints og City) væri það svo týpiskt að fara að tapa skildusigri.

    Ég er samt nokkuð viss um að Rodgers og leikmen eru ekki að fara að vera of cocky og með haus upp í rassgat af því að við ættum heldur betur að verða búnir að læra að vanmeta ekki “litlu liðin”.

    Ég spái 5-1 sigri þrátt fyrir að vera svartsýnn. Liverpool spila alltaf mikklu betur þegar ég er svartsýnn!
    Sturridge með þrennu, Hendo og Kúturin með eitt utanteigar þrumuskot á mann.

    For the love of god ekki mistíga ykkur.

    YNWA

  9. Þetta er ekki hægt lengur. Þið getið ekki haldið þessari síðu uppi á engu lengur. Lang lang lang besta LFC síða sem maður kemur nokkurntíma inná. Og helmingurinn af sponsinu kemur frá Kristján Atla !

    Frábær upphitun, og við vinnum þennan leik 3-1

  10. Sæl öll,

    Það er nákvæmlega ekkert að því að kalla ákveðna leiki skyldusigra einfaldlega vegna Þess að þeir eru það. Southamton vann í kvöld sem gerir leikinn á móti Burnley einmitt að skyldusigri til þess að sigurinn gegn Southamton núllist ekki út. Burnley koma til með að liggja mjög aftarlega og leifa okkur að vera með boltann. Í mínum huga er það mjög jákvætt, fyrir margar mismunandi sakir, að við höfum skorað mikið í langskotum í síðustu leikjum. Það fjölgar vopnum okkar í vopnabúrinu og Burnley þurfa því ekki aðeins bakka og loka svæðum fyrir stungur á fljótan og hreifanlegan framherja heldur líka að draga sig saman og líka á skotmann utan teigs og ekki bara á einn heldur tvo. Þetta ætti allt að hjálpa mönnum eins og Moreno og svei mér þá ef ég væri bara ekki til í að sjá Johnson hægra meginn, því að ofansögðu á ég frekar svona á því að kantarnir verði opnir á morgun. Ég á frekar von á því að þetta verði spurning um hvort Liverpool nái að nýta færinn frekar en að leikurinn verði jafn.
    Það verður æðislegt að ná marki í fyrri hálfleik og geta komið út í seinni með afslappaða yfirburði, halda boltanum og neyða andstæðinginn í að opna sig og gera mistök. Ég get bara ekki séð Burnley reyndar annað en langa bolta og þá úr á kantana því þeir eiga ekki roð í Skertl í því formi sem hann er. Lovren hefur verið góður í síðustu leikjum. Mér hefur fundist veiki punkturinn hjá Can vera að verjast skallaboltum og á því svona á að Burnley keyri á Can í leiknum.
    Ég trúi að við náum mikilvægu marki í fyrri hálfleik og við vinnum leikinn 3-0.

  11. Það sem einkennir Burnley er þessi barátta og samtaða sem lið sem vantar smá uppá hæfileikana hefur og þeir fá alltaf færi í hverjum einasta leik.
    Það skiptir engu á móti hverjum þeir spila Chelsea, Man utd, Sunderland eða Everton þeir koma sér alltaf í góð færi.

    Sögusagnir segja að Liverpool vilja kaupa Danny Ings og að hann vilji fara til Liverpool. Hvar er betra fyrir strákinn en að sýna hvað hann getur á Anfield.

    Ég spái hörkuleik þar sem þeir gefa fá færi á sér og er þetta hið týpíski þolimæðisleikur.

    Ég ætla samt að spá 2-1 sigri. Couthino getur ekki hætt að skora og Sturridge setur líka eitt en Ings kemur Burnley yfir um miðjan fyrihálfleik.

  12. Þessi leikur ber öll merki þess að vera merktur Balotelli.

    Burnley mun liggja aftarlega og við þurfa sterkan mann í teignum til að mæta urmul af fyrirgjöfum. Ef verður jafnt í hálfleik kemur hann fljótlega inn á, vonandi í tveggja sentera kerfi.

  13. Eina sem ég vill sjá í kvöld eru Balo og Sturridge frammi saman. Þetta er leikurinn í það, þar sem Burnley munu væntanlega sætta sig við 0-0.

  14. Persónulega þá vil ég sjá Super Mario byrja inná í þessum leik. Eins og lýst er í upphituninni hér að ofan þá munu Burnley líklegast liggja aftarlega, verjast og reyna að loka svæðum. Jafnvel þó að við komumst yfir gegn þeim þá mun Burnley líklega halda sama varnarsinnaða skipulagi vel fram í seinni hálfleik og svo freista þess í lokin að ná einhverju út úr leiknum.

    Það mun gera okkar fljótu og flinku leikmönnum erfiðar fyrir að nýta sína styrkleika. Sturridge hefur aldrei litið sérlega vel út í þannig aðstæðum og ég vil sjá hann fá stræker með sér í þessum leik. Balotelli átti flottar innkomur gegn þéttum varnarmúr í leikjunum við C.Palace og Besiktas á Anfield og að mínu mati hentar leikur sem þessi vel fyrir hann. Líka gott að hafa hann inná fyrir vítaspyrnur og hættulegar aukaspyrnur og alltaf jákvætt að geta róterað á heimavelli gegn liðum í neðri hluta deildarinnar. Róteringin er listgrein sem Rodgers hefur ekki alveg náð tökum á enn sem komið er. Nú ef Baló virkar ekki þá má setja Sterling inn síðasta hálftímann.

    En sigur hvernig sem hann næst er algert möst.

    YNWA

  15. Flott upphitun takk fyrir mig !

    Ég var að hugsa um það hvenær við færum að vinna með fleiri mörkum og þrátt fyrir að Burnley menn séu harðir er ég að vona að mörkin munu verða fleiri í kvöld en við höfum séð hingað til.
    Kúturinn með tvö. Hendó með eitt og Sturridge tekur þrennuna. Baló með eitt pot.
    :O)
    Burnley ná að skora eitt eða tvö…kannski….

    YNWA

  16. Það hefur verið saga Liverpool undanfarin ár að ganga vel gegn stóru liðunum en eiga meira í vandræðum með “minni” liðin. Þessi úrvaldsdeild er bara þannig að það eru enginn stig auðvelt og við ættum að þekkja það manna best.

    Held samt að liðið sé á það mikilli siglingu og leikmenn hafa öðlast svo mikið sjálfstraust á undanförnum vikum og það er að fleyta okkur langt. Sjáum bara muninn á spilamennsku ákveðna leikmanna í liðinu eftir breytingu á kerfinu og þegar menn fá leiki hvað þeir hafa verið að blómstra. Rannsóknir í íþróttasálfræði hafa líka sínt það að hátt sjálfstraust skipti gríðarlega miklu máli þegar kemur að frammistöðu á vellinum.

    Þó maður vildi helst sjá auðveldan sigur með 3-4 marka mun þá held ég að svo verði ekki. Burnley eru þéttir til baka og ég held að þessi leikur gæti orðið mikið þolinmæðisverk ef við náum ekki inn marki snemma leiks. En liðið hefur sýnt að þeir panicka ekki þó þeir hafi ekki skorað á 70 mínútu og það virðist vera óbilandi trú á að þeir muni ná inn markinu/mörkunum sem skipta máli. Held að það gæti orðið saga leiksins en vonandi verður þetta meira þægilegt.

    Verður forvitnilegt að sjá uppstillinguna á 3 fremstu, held að hinar stöðurnar verði nokkuð sjálfvaldar nema þá ef að Sakho verði heill en held hann hrófli ekki við aftöstu 3.
    Ég væri til í að sjá Coutinho, Sterling og Coutinho fremsta. FInnst það henta Sterling betur að vera ekki fremsti maður, þar hefur hann meira pláss til að koma á fleygi ferð og valda þannig usla.

    Vill bara sjá 3 stig í kvöld til pressa áfram á CL sæti. Það er algjör unun að horfa á liðið spila þessa dagana.

    YNWA

  17. Akkuru hefur maður þessa tilfiningu að svona leikur endar 1-1 eða 0–0.Ég vill sjá balo byrja inna á ekkert rugl hvíla þessa dúdda fyrir bikarin:Balo getur séð um þetta einn ekkert mál !

  18. #16: sammála að hafa Coutinho tvöfaldan frammi, sérstaklega í þessu formi sem hann er í um þessar mundir.

  19. #19 átti að vera Sturridge annar þeirra 🙂

    En er sammála þér, væri veisla að vera með tvo Coutinho í liðinu!

  20. Nú reynir á liðið. Það eru þessir leikir sem skipta öllu máli þegar stigin eru talin í lok tímabilsins. Liðin sem klára þessa leiki ná lengst.

    Annars myndi ég vilja sjá Touré inn fyrir Lovren. Hann er að mínu mati mun sterkari leikmaður og var frábær á móti Besiktas. Því miður kom það líka bersýnilega í ljós í leiknum á móti ManCity að Lovren og Mignolet voru veiku blettirnir í annars frábæru liði Liverpool þó markmaðurinn hafi staðið sig vel upp á síðkastið.

    Áfram Liverpool!

  21. Kannski ekki úr vegi að rifja upp MOTD frá fyrri leiknum:

    http://www.lfc.vn/motd1/motd-burnley-liverpool-s15-w18/

    Það fer ekkert á milli mála að okkar menn gátu alveg hrósað happi að hirða öll stigin 3. Þarna var liðið allt reyndar frekar óöruggt, sérstaklega Mignolet, og allt önnur holning á liðinu núna. Engu að síður, þetta er sýnd veiði en ekki gefin.

  22. Hvar er best að horfa á leikinn á höfuðborgarsvæðinu? Ég er fastur í rvk nefnilega :/

  23. Það er ekkert gefið i þessu eins og Kristján atli segir i upphituninni, okkar menn einmitt typiskir til að klikka i svona leik. Eg hef samt ekki tru a að okkar menn klikki i kvöld, erum a bullandi skriði og menn virðast einbeittir a að vinna hvern einasta leik.

    Eg spai 4 -0
    Sturridge 2
    Coutinho 1
    Lallana 1

  24. Miðað við leikina í kvöld, gæti þetta orðið okkur heillavænleg umferð.

    Man City – Leicester
    Newcastle – Man United
    QPR – Arsenal
    Tottenham – Swansea
    Liverpool – Burnley

    Þetta verður ekkert tekið með “einari” eins og þeir segja. En það er ljóst að manutd, arsenal og tottenham eiga efitt verk fyrir höndum í kvöld. Mig grunar nú að Arsenal taki þetta, en ég hef öllu minni trú á scum-urunum
    Það þarf bara að grípa þessa gæs eins og allar hinar.

  25. Mér líst ekkert á það þegar menn eru svartsýnir og spá svo 5-1 sigri, þess vegna ákvað ég að verða bjartsýnn og spá 1-5 tapi.

Hópferð Kop.is: 3 sæti laus!

Liðið gegn Burnley