Liverpool – Tottenham 3-2

KOMDU MEÐ KOP.IS Á ANFIELD!
SJÁ UPPLÝSINGAR HÉR!

Þetta var einfaldlega besti leikur tímabilsins, svona úr því að okkar menn unnu.

Hjólum beint í formsatriðin, svona var liðið:
Staðfest
Bekkur: Ward, Johnson, Lovren, Lambert, Lallana, Allen, Balotelli

Fyrri hálfleikur var heldur betur líflegur og óheyrilega pirrandi fyrir okkur stuðningsmenn Liverpool. Frábær sóknaruppbygging trekk í trekk en afleit afgreiðsla á færum.

Mignolet var reyndar aðeins heppinn að fá ekki á sig víti á 7.mínútu er hann fór í úthlaup þar sem hann náði ekki boltanum. Harry Kane lét sig falla með tilþrifum en dómarinn dæmdi ekki. Líklega rétt mat dómara þar en Mignolet bauð hættunni heim.

Daniel Sturridge komst einn í gegn á 9.mínútu eftir að hafa stungið Dier af en skot hans var mjög lélegt og fór beint á Lloris. Sturridge var aftur á ferðinni fjórum mínútum seinna er hann fékk dauðafæri eftir góðan undirbúning hjá Ibe en Lloris varði skot hans stórglæsilega. Óþolandi markmaður, alltaf fyrir.

Pressan var þung hjá Liverpool og linnulausar skyndisóknir skiluðu árangri á 14.mínútu er Lazar Markovic komst í gegn og skot hans skoppaði lítillega rétt fyrir framan Lloris og lak þaðan í netið. Ekkert besta slútt í heimi en það skiptir engu meðan boltinn fer í netið.

Sturridge fór enn á ný einn í gegn eftir varnarmistök Tottenham á 17.mínútu en skot hans var mjög dapurt og hátt yfir undir pressu varnarmanna. Sturridge sannarlega að koma sér í færin en skotfóturinn ryðgaður.

Tottenham náði sínu eina skoti á markið á 25.mínútu og það fór auðvitað í markið. Þeir spiluðu sig allt of auðveldlega í gegnum miðja vörn Liverpool þar sem Sakho datt á hræðilegum tíma rétt eftir að boltinn barst til Harry Kane sem skaut nánast í gegnum Mignolet og inn. Ömurlega pirrandi en Kane er sjóðandi þessa dagana og það lekur allt inn hjá honum. Frábær leikmaður sem verður ekki lengi í Tottenham með þessu áframhaldi.

Ibe átti ágætt færi rétt fyrir leikhlé er hann brunaði upp vænginn en fast skot hans fór beint á Lloris. Sturridge kórónaði síðan sinn fyrri hálfleik með hælspyrnu í stöng í uppbótartíma eftir enn ein varnarmistök varnarmanna Tottenham.

Ótrúlegt að vera ekki yfir í hálfleik.

Seinni hálfleikur var engu minna fjör, Sturridge spólaði sig frábærlega í gegnum vörn Tottenham á 53.mínútu áður en Danny Rose braut á honum. Víti dæmt og Steven Gerrard afgreiddi það auðvitað í netið. Lloris fór í rétt horn en eins og ég sagði þetta var Gerrard á punktinum.

Tottenham komst í gegnum miðju Liverpool strax eftir markið og frábært skot Lamela var á leiðinni inn er Mignolet varði glæsilega. Þeim hefur fjölgað þessum stigasöfnunar markvörslun í takti við bættan varnarleik.

Pressa Tottenham var látlaus eftir mark Liverpool og endaði með marki á 61.mínútu. Eriksen átti aukaspyrnu sem Mignolet varði en boltinn fór á Kane sem sendi fyrir og Dembele kom boltanum yfir línuna. Óþolandi með öllu. Ofan á allt var Kane rangstæður er hann fékk boltann og aukaspyrnan var soft enda fór Gerrard í boltann.

Stuttu seinna slapp Dier við að fá dæmt á sig víti eftir fullkomlega eins tæklingu og Gerrard fékk á sig gult og aukaspyrnu rétt áður. Aukaspyrnuna sem markið kom úr. Dier braut á Sturridge en Dowd dómari dæmdi bara horn í þetta skiptið.

Sturridge fór af velli á 75.mínútu fyrir Balotelli. ÓTRÚLEGT að Sturridge hafi ekki skorað í dag en hann á ekki langt í land. Guð minn góður hvað það er gott að fá hann aftur í liðið.

Af öllum mönnum í öllum heiminum var það Mario Balotelli sem kom Liverpool yfir á 83.mínútu. Ibe með frábæran undirbúning á kantinum, kom boltanum á Lallana sem sendi fyrir á Balotelli sem potaði sínu fyrsta marki inn. Það sem blessaður maðurinn mátti við því að vera hetjan. Vel gert hjá honum að klára færið og hann fór mikinn í að pirra Tottenham menn á lokamínútum leiksins. Hann er með svarta beltið í þeirri grein.

Afar sanngjarn 3-2 sigur í leik þar sem Liverpool komst þrisvar yfir. Hrikalega mikilvægt að vinna þennan leik og opnar töfluna tímabundið upp á gátt fyrir okkar menn. Þetta tímabil er ekki alveg búið ennþá eftir þennan sigur. Það var síðan ekkert leiðinlegt við það að skora undir lokin gegn Tottenham sem hefur sex sinnum unnið í vetur með marki á lokamínútunum. Það var sannarlega erfitt að klára þá í dag öfugt við undanfarna leiki gegn þeim.

Liverpool er núna búið að skora 3-5 mörk gegn Spurs í síðustu fjórum leikjum.

Frammistöður leikmanna.
Mignolet varði nokkrum sinnum vel í leiknum og verður alls ekki sakaður um mörk Spurs. Hann var óheppinn að verja ekki gegn Kane og líka í öðru marki Spurs. Markmaður sem við þurfum ekki að hafa áhyggjur af lengur í þessu formi. Værum líklega ekki betur sett með nýjan mann í rammanum sem væri að venjast liðinu.

Vörnin var góð í leiknum en pirrandi að leka inn tveimur mörkum. Sakho var óheppinn að renna í fyrra marki Spurs en steig varla feilspor það sem eftir lifði leiks. Skrtel var mjög góður líka og Can var einn af betri leikmönnum vallarins. Hann kom á miðjuna í restina og ég tippa á að hann verði þar frá byrjun gegn Southamton.

Gerrard fannst mér vera veiki hlekkurinn á liðinu og Spurs lagði upp með að sækja upp í gegnum hann. Miðjan var oft ansi opin hjá okkur varnarlega en sóknarlega var Gerrard líkari sjálfum sér og stjórnaði spili okkar manna á ömurlegum Anfield Road vellinum. Henderson hefur einnig átt betri daga en hlaupatölurnar hjá honum er líklega nokkuð laglegar eftir daginn. Það má ekki gleyma Liverpool var að pressa miðjumenn Spurs í fjölmörg fáránleg mistök á stórhættulegum stað á miðjunni og þar fóru Gerrard og Henderson framarlega. Gerrard var að spila þriðja leikinn síðan á miðvikudaginn og kom auðvitað eitthvað meiddur af velli, kemur varla á óvart. Þá var Rodgers til í að setja Lovren inn á og Can á miðjuna, við það kom betra jafnvægi á liðið síðasta korterið. Lovren gæti því vel komið inn gegn sínum gömlu félögum.

Moreno var sprækur allann leikinn og tók mikinn þátt í bæði vörn og sókn, besti vinstri bakvörður Liverpool í áratugi og á bara eftir að verða betri.

Coutinho hefur átt betri daga enda vantaði alltaf upp á endahnútinn á sóknaraðgerðum Liverpool og líklega var hann ekki alveg í 100% standi í dag. Átti þó sín moment og var að pressa mjög vel á miðjunni. Markovic er leikmaður sem við eigum ennþá inni og hann mun springa út rétt eins og Sterling hefur gert og Ibe er að gera. Gleymist alltaf að Markovic er á sama aldri og þeir. Gott mark hjá honum í dag og stöðug ógn meðan hann var inná, gaman að sjá hann spila sína stöðu á vellinum. Lallana kom inn fyrir Markovic og átti mjög góðan leik, átti m.a. stoðsendinguna á Balotelli í þriðja markinu.

Frábært fyrir alla þessa menn að hafa Sturridge til að senda á og þeir verða ekki margir leikirnir sem hann nýtir ekki svona færi.

Maður leiksins í jöfnu liði Liverpool set ég samt á Jordon Ibe. Sá er ekkert að stressa sig á því að spila í EPL rétt svo 19 ára. Varnarmenn Spurs eru með verulega löng bremsuför í nærbuxunum eftir þessa viðureign gegn Ibe. Hann hefur gríðarlegan kraft og hraða. Hann á heiðurinn að síðasta markinu og var að ógna stöðugt allann leikinn. Þetta er ekkert minna efni en Sterling.

Ógeðslega sætur sigur, sá sætasti á þessu tímabili.

112 Comments

  1. Hann er skrýtinn, hann er latur en hann skoraði úrslitamarkið!

    Super Mario!!!!

  2. Flottur karkter í liðinu. Héldu alltaf áfram og gáfust aldrei upp. Balotelli hetjan, hver hefði trúað því.

  3. BALOTELLI FLOTTUR
    LOVREN FLOTTUR
    RESTIN FRÁBÆR
    ÞETTA ER GEÐVEIKT
    ÞVÍLÍKAR SKIPTINGAR HJÁ RODGERS. LALLANA OG MAN OF THE HOUR BBAAAALLLOOTTELLI.

  4. Einn skemmtilegasti fótboltaleikur sem spilaður hefur verið í LANGAN tíma.
    Megi þeir verða fleirri!

  5. Baló komin með þessa líka eðal mottu og farinn að skora tilviljun? Held ekki.

  6. Búið að leita að lækningu fyrir Balotelli í öllum heimsálfum en svarið liggur í mottunni!!

  7. Hann hefur þetta strákurinn. Ég segi það og skrifa. Hann hefur þetta. Það þarf bara að grafa eftir því og gefa honum tíma til að aðlagast.

    Mér finnst – Gerrard alltaf veikja liðið. Nema þegar hann er látinn spila í tíunni og er óþreyttur.

    En vonandi er þetta sem koma skal. Ef SuberMario er farinn að kikka inn – og fer að skora fyrir okkur , allavega öðru hvoru, þá eru nánast öll kaupin í sumar að skila sér í hús.

  8. Can er skrímsli. Djöfull fannst mér hann flottur þarna á miðjunni. Vonandi sportar svo hann Baló þessari mottu áfram. Mottumars tekinn snemma.

  9. Þvílík vinnusemi í Þýska stálinu, ég vissi alltafað þaðvantaði einn Þjóðverjaí liðið !

    YNWA

  10. 3 stig í 6 stiga leik 🙂 ALLT sem skiptir máli. Velkominn BALOTELLI. Eina slæma er að við erum að missa fleiri leikmenn I meiðsli .

  11. Balotelli! Mottan hefur klárlega gert gæfumuninn.

    Rosalegur leikur, dómgæslan vægast sagt skrautleg. Gerrard slaufaði vítinu að sjálfsögðu af öryggi.

    Vorum í bullandi vandræðum með miðjuna á löngum köflum, sem ætti svo sem ekki að koma á óvart. Það var ekki hægt að fá mikið óheppilegri skörð í liðið en þau sem Lucas og Sterling bjuggu til. Flott að Ibe sé kominn inn samt!

    Kemur ekkert á óvart að Coutinho eigi erfitt uppdráttar í leik sem spilaðist eins og þessi.

    En vá, þessi þrjú stig gætu orðið algjörlega crucial í topp 4 baráttunni – algjörlega crucial! Onwards and upwards!

  12. Sæl og blessuð.

    Glæsilegur leikur atarna og ég andjinxzaði þetta auðvitað með bölsýni minni þegar Baló-blessaður-drengurinn kom inn á. Yndislegt að horfa á hann með þessa ítölsku mottu, taka við þessari frábæru fyrirgjöf Lallana.

    Ó, hvað þetta var nú ánægjulegt.

    Taplaus í deildinni sófar og þessi mörk sem við fengum á okkur … annað var klárlega óleyfismark svo við skulum fara varlega í dómum okkar gegn vörninni!

  13. Held að þessi leikur sé óhemju upplyfting fyrir liðið og fyrir Rodgers:

    – sigur gegn liði fyrir ofan okkur sem kemur okkur nær takmarkinu um fjórða sætið
    – Balotelli kemur inn á og skorar, fær aukið sjálfstraust og klárlega búinn að koma sér framfyrir Lambert og Borini
    – Lovren kemur inn í vörnina. Maðurinn er fantagóður varnarmaður, á öllu síðasta tímabili gerði hann aðeins ein mistök sem kostuðu mark. Málið er bara að koma honum í gang.
    – um leið og Lovren kemur inn erum við komnir með fleiri valmöguleika á miðsvæðið þar sem að Can stefni í að verða yfirburðar maður
    – Ibe þrátt fyrir að eiga rólegan seinni hálfleik sýnir og sannar að við erum komnir með enn meiri breidd en áður
    – Mignolet heldur áfram að spila stórvel. Enganvegin hægt að kenna honum um neitt í þessum leik og algjör yfirburðarvarsla í seinni hálfleiknum

    Að lokum. Mikið rosalega eigum við efnilegt lið. Langflestir leikmenn liðsins eru rétt skriðnir yfir tvítugt, núna er bara að halda áfram að safna í reynslubankann og verða enn betri.

    Kooma svoo!!

  14. Frábær leikur hjá báðum. Þetta er allt að smella hjá Rodgers 🙂
    YNWA

  15. Tek ofan fyrir BR að skipta skipper SG út og Can fram á miðju sé breitti leiknum. Liverpool minna skilið en oft áður en 3 stig í húsi og allir að róa í rétta átt. Tottenham er með virkilega flott lið en okkar meira töff í kvöld.

  16. Það eru sigrar og svo eru það SIGRAR!

    Er eitthvað sætara en þegar að frábært lið Tottenham er brotið á bak þrisvar og andhetjan skorar sigurmarkið!

    Þessi sigur er því miklu mikilvægari en stigin 3 (Guð blessi þau samt) því andlegi styrkurinn sem fylgir í kjölfarið fyrir liðið, og ekki síst Brendan, er stórkostlegt veganesti fyrir framhaldið.

  17. Balo Balo where art thou. Já mættur kallinn.

    Hrikalega flott. Svo margt í þessum leik. Að fá Can í holding og taka þessa spretti, úúú mama.

    Sturridge þarf nokkra leiki, verður skarpari með hverri mínútu.

    Ibe góðan daginn.

    Þetta var carragher, sorrý character.
    YNWA

  18. Fer rolega i ad stadhaefa ad Balo se buinn ad “kikka inn” en hann var flottur i kvold

    Skemmtilegasti leikur sem eg hef sed lengi…

    YNWA

  19. Eina sem Balo vantaði var Ian Rush yfirskegg og þá skorar hann.

    Annars var þetta ótrúlega opinn leikur og gat farið hvernig sem er en djöfull er maður sáttur með 3 stig.
    Þetta annað mark hjá Tottenham var auðvita bara djók. Aldrei brot og rangstæða og var maður ekki lítið pirraður á þessu bulli.

    Mignolet 7 – enn einn flottur leikur.
    Can 7 – flottur í vörn og fannst mér hann vera líka flottur fyrir framan vörnina
    Skrtel 8 – kóngurinn í vörninni
    Sakho 5 – maður fékk létt hjartaáfall þegar hann var með bolta og annan leikinn í röð er hann að tapa honum á hættulegum stöðum(það er ástæða fyrir því að andstæðingar liverpool vilja að hann sé með boltan) en varnarlega er hann frábær

    Henderson 6 – vinnudýrið stóð fyrir sínu í dag en var kannski minna í boltan en oft áður
    Gerrard 6 – er of hægur að leysa þessa stöðu en sóknarlega var hann mjög góður í dag. Átti held ég 10 langar sendingar og held ég að 10 heppnuðust.

    Ibe 8 – stórkostlegur í fyrrihálfleik en var ekki eins áberandi í þeim síðari
    Moreno 7- mjög solid leikur og duglegur að koma fram á við

    Couthinho 4 – var einfaldlega lélegur í dag. Missti boltan trekk í trekk og náð sér aldrei á strik
    Markovitch 7 – skoraði fín mark, var áræðin og vann vel fyrir liðið.
    Sturridge 6 – Vantar greinilega leikform en maður sér hvað það er gott að hafa alvöru striker. Var óheppinn að skora ekki en vantar allan sprengikraft og aðeins betri fyrstu snerting(sem kemur fljót)

    Lovren 6 – var mjög solid eftir að hann kom inná og ekkert út á hann að setja
    Balotelli 8 – skoraði sigurmark og vann á fullu fyrir liðið
    Lallana 7 – lagði upp sigurmark. Spilaði lítið en varla hægt að byðja um meira.

    Rodgers 9 leikur liðsins var mjög opinn varnarlega í fyrirhálfleik. Það lagaðist þegar hann lét Couthinho bakka alveg niður á miðsvæðið síðustu 10 mín í fyrirhálfleik og var vörninn sterkari í þeim síðara. Skiptingarnar gengu fullkomlega upp
    Lovren var solid og Can hjálpaði vörninni meira en Gerrard
    Balo skoraði sigurmark
    Lallana lagði upp sigurmark

    Frábær stig, frábært skemmtun(svona eftirá, maður var að drulla á sig af spennu fyrstu 90 mín) og vonandi höldum við áfram á þessu flugi og klárum Palace í FA Cup næstu helgi.

  20. Flott hjá Balo EN ……… tóku þið eftir kraftinum sem kom á miðjuna með Emre Can?

    Þvílíkur köggull og framtíðar herforingi á miðjunni!

  21. Ég bara vona að lædómurinn sem Rogers tekur úr þessum leik verður að Can á að vera á miðjunni ef Lugas er meiddur, reyndar jafnvel þó hann sé heill, hann stefnir á að vera hörku varnatengiliður og það ætti að nota hann þar.

  22. #24,

    The sky’s the limit hjá Emre Can. Fáránlega mikið efni sem þessi drengur er. Maður hefur margoft séð flashes af toppgæðum frá leikmönnum á þessum aldri, en að sýna annað eins leik eftir leik, að mestu leyti í nýrri stöðu? Gæti orðið fyrsti miðjumaður á blað um ókomin ár, ef hlutirnir ganga honum í hag. Er ótrúlega spenntur fyrir honum!

  23. Ég ætla bara minna ykkur á það að Liverpool er einungis 3 stigum frá 3 sætinu.

    Burnley-menn munu pakka saman United á morgun þar sem Danny Ings vinur okkar mun skora sigurmarkið og Southampton loftbelgurinn springur. Sáu það fyrst hér

  24. Sælir félagar

    Ótrúlega spennandi og skemmtilegur leikur. Allir að standa sig mjög vel og reyndar hefðu okkar menn geta skorað 3 til 4 mörk í fyrri hálfleik, þvílík voru færin. Ég sagðií athugasemd við upphitun að ef Gerrard byrjaði þennan leik mundum við tapa honum. Hann tróð sokkunum sem hann spilaði í íkvöld uppí trantinn á mér og ég er sáttur við það.

    Annars finnst mér Can vera orðinn sá leikmaður sem keyrir þetta lið upp í þvílíkar hæðir að maður missir andann. Hann er eitthvert svakalegasta skrímsli sem ég hefi séð á fótboltavelli. En hvað um það allir voru að standa sig vel og úrslitin dásamleg. Takk fyrir mig

    Það er nú þannig.

    YNWA

  25. Mignolet var flottur fannst mér, sérstaklega þessi varsla:

    http://gfycat.com/HardVariableHarvestmen

    Nánast það eina neikvæða var að hann náði ekki að halda hreins-laks-rönninu áfram. Samt ekkert sem hann gat gert við þessum mörkum (plús það að seinna markið átti auðvitað aldrei að standa).

  26. Þarna sáum við alvöru knattspyrnustjórnun. Heimsmælikvarða skiptingar. Rodgers you are the man.

    Flottur leikur og risasigur. Skipið komið á rétta leið og túrbínan er að hiksta sig í gang. Endalaus 3 stig framundan og við endum í toppbaráttunni, endum í öðru.

    Bjartsýniskast.net

  27. djöfull sem ég grenjaði úr hlátri af sumum hérna áðan “hvar eru gerrard fýlupúkarnir núna” og jæja “hverjir voru að hrauna yfir gerrard” halda menn að ef við fáum vítaspyrnu að henni verði bara sleppt ef gerrard væri ekki inná það kemur bara maður í manns stað og einhver annar hefði skorað ?

  28. Frábær leikur og núna er baráttan um 4. sætið ON! Eftir leiðindin í haust þá snerust mínar væntingar fyrst og fremst um að Liverpool myndi spila skemmtilegan bolta og ég myndi aftur fara að hafa gaman af því að horfa á leikina. Það hefur heldur betur ræst og ekki er verra að árangurinn síðustu vikur hefur verið góður. Þetta er allt á uppleið.

    Margir virkilega jákvæðir punktar eftir þennan leik. Þá ekki síst sú staðreynd að Liverpool vann það lið sem er talið vera í besta líkamlega forminu og klárar leikina sína vel. Það er mjög sterkt að hafa tekið 3 stig gegn Spurs.

    Jordan Ibe er að koma flottur inn í liðið og núna er maður farinn að skilja af hverju hann var kallaður til baka úr láni. Hann á örugglega eftir að vera liðinu drjúgur næstu vikur. Can er auðvitað framtíðar akkeri á miðjunni. Ég held að það sé ekki eftir neinu að bíða og á meðan Lucas er fjarverandi á að færa þetta skrímsli fram á miðjuna og láta hann spila við hliðina á Henderson. Vonandi getur Lovren eða Johnson komið í miðvörðinn í staðinn.

  29. Ég vil EMRE CAN sem framt. fyrirliða. Hann er stórkostlegur á velli maðurinn, samt er hann bara barn. Fokk hvað hann á eftir að verða svakalega góður.
    En til lukku allir með þennan magnaða leik.

  30. Gleymdi einu mjög mikilvægu. Oftast nær hefur mér ekki fundist Rodgers nýta skiptingarnar vel og sjaldnast breyta þær leikjum eða hafa yfirhöfuð neitt að segja um gang leiksins. Því var öðruvísi farið í kvöld. Það voru varamennirnir sem kláruðu þennan leik á endanum og fyrir það færi Rodgers prik…og auðvitað elsku Balotelli. Hver efaðist um hann?

  31. Frábær sigur! Var ekki að vonast eftir að Gerrard færi meiddur af velli á 65 min. Vil að hann sé notaður sem impact player, settur inná þegar ~35 min eru eftir, og hann er ekki DM. Verð hæla Rogers fyrir að færa Can á miðjuna…

  32. Mun ekki líða langt þar til Rodgers fer að fagna mörkum svona:

    [img]http://giant.gfycat.com/DescriptiveSmugAmazontreeboa.gif[/img]

  33. Djöfull er Mignolet búinn að vera góður, úthlaupin rétt og þvílíkar vörslur sem drengurinn er að taka. Hann var mjög flottur í dag.

  34. #45 sIGGI
    Hér er linkur af leiknum í heild sinni. Helvíti góð síða

  35. Frábær skemmtun sem þessi leikur var, og þá sérstaklega fyrri hálfleikurinn.
    Seigla og barátta gegn flottu liði Tottenham.

    Ég næ bara ekki upp í nefið á mér fyrir spenningi með marga af þessum ungu leikmönnum okkar.

    Okkar menn stóðust prófið.

  36. Úff…þetta var auðvitað í alla staði æðislegt. Og stressandi. Og spennandi. Og Balotelli. Fyrirfram hefði maður hvorteðer ekki sett aur á að Liverpool héldi hreinu því Tottenham eru búnir að vera mjög heitir og kláruðu t.d. Arsenal um helgina.

    Að því sögðu þá voru Gerrard og Henderson mjög staðir í fyrra marki Tottenham. Þetta var klaufalegt í bland við óheppni því Sakho var óheppinn að renna þarna á lélegum vellinum. Hann hefði að óbreyttu getað komist fyrir Kane. Held að við höfum saknað Lucas Leiva í kvöld. Gerrard var þreyttur og raunar Henderson líka. Við þurfum auka kraft inn á miðjuna og ég er hræddur um að þeir þurfi báðir að hvíla gegn Palace.

    Það er þvílíkur munur að fá Sturridge inn í liðið, hann er drjúgur að koma sér í færi og mörkin eiga hiklaust eftir að koma. Liðið er farið að skapa sér fjölda færa og spila ekkert ósvipað og í fyrra en það vantar endapunktinn á sóknirnar. Hann kemur.

    Ég hef fulla trú á því að hægt verði að enda með svipuðum hvelli og í fyrra – en til þess þarf að ná góðum úrslitum í næstu tveimur deildarleikjum. Og þeir verða andskoti strembnir.

    Gegn Crystal Palace um næstu helgi vil ég sjá Lovren inni og Can og Allen á miðjunni. Lallana og Markovic mættu vera undir Sturridge en Sterling og Coutinho þurfa hvíld. Allavega Coutinho. Það væri jafnvel þörf á að hvíla Moreno. Það verður fróðlegt að sjá hvernig Rodgers stillir þessu upp og næstu vikur eru sannarlega spennandi.

  37. Skýrslan er já komin. Kom þessu ekki í hana en þetta verður að koma einhversstaðar.

    Besta spjald sem ég hef séð nokkurn mann taka

    Nr. 23.

    Sakho 5 – maður fékk létt hjartaáfall þegar hann var með bolta og annan leikinn í röð er hann að tapa honum á hættulegum stöðum(það er ástæða fyrir því að andstæðingar liverpool vilja að hann sé með boltan) en varnarlega er hann frábær

    Bara nei…

  38. En ef maður vantar highlights 🙂 er ekki einhver með góðan tengil á það?

  39. Við erum að tala um það – að ef allir leikir liða í kringum okkur spilast með okkur – í næstu tveim umferðum ( sem mun örugglega ekki gerast ) þá erum við komnir upp í þriðjasæti.

    Góðu fréttirnar eru að við getum núna farið að treysta dálítið á okkur sjálf. T.d er næsti leikur með southamton og ef við vinnum þann leik – þá erum við farnir að anda all hressilega í hnakkan á samkeppnisaðilum okkar um meistaradeildarsæti.

  40. Djöfull ætlaði Phil Dowd bara að láta Tottenham vinna þennan leik, átti alveg milljón ömurlegar ákvarðanir.
    Ætlaði ekki að dæma víti í fyrra skiptið, aðstoðardómarinn kallaði það.
    Dæmdi þessa bullshit aukaspyrnu sem að Tottenham skoruðu úr, sem var boltinn fyrst alla leið.
    Sleppti að dæma víti á þegar að Dier straujar Sturridge og svo boltann.

    Babu:

    Má vel vera að Sakho sé með hátt pass accuracy enda gefur hann 80% til hliðar eða til baka. Það fá allir 40 auka hjartaslög þegar að hann möndlar með boltann. Hann var ílla staðsettur, og flaug á hausinn í fyrra markinu. Hann átti alveg nokkrar viiiiiiiiiiirkilega hættulegar sendingar, þ.a.s hættulegar Liverpool.

    Svo flaug hann aftur á hausinn þarna þegar að hann tók svo rúgbítæklinguna á Dembele.

    Mér finnst Sakho alveg flottur varnarmaður, en hann er ógeðslega einfættur og finnst alltof gaman að gefa þessar ömurlegu þversendingar.

    Skotið hjá Sturridge sem fór lengst uppí stúku á 17min fór held ég alveg 100% í löppina á varnarmanni.

    Annars var þetta flottur leikur, Gerrard átti allan daginn ekki að starta samt, var fáránlega þreyttur og var bara lélegur megnið af tímanum sem hann var inná.

  41. p.s

    Er Sakho að spila á innanhússskóm? Gaurinn er með hæsta renna-á-rassinn ratio sem ég veit um

  42. Bæði lið voru að spila skemmtilegan bolta
    en við fengum 3 stig og það er það sem skiftir máli
    fer ekki fram á mikið bara 4 sætið 😉

  43. Mikið rosalega eru menn ákveðnir í að reyna að tala Shako niður.
    Ólinn hér fyrir ofan virðist vera einn af þeim. Talar um að hann sé einfættur, ætli hann hafi alltaf verið á klósettinu þegar Shako flengir boltanum með hægri þvert yfir völlinn með hægri, vinstrifótar-maðurinn.
    Önnur staðhæfing er að hann sendi bara þversendingar eða til baka, sennilega enn á klósettinu þegar hann sendir hverja sendinguna af annari fram völlinn á samherja með ca. 95-98 prósenta nákvæmni. Sjáðu bara markið hans Moreno á móti Tottenham í fyrri leiknum, hver ætli hafi átt þá sendingu?
    Er ekki kominn tími til að Shako hatarar fari að snúa sér að einhverju öðru þar sem maðurinn er frábær varnarmaður.

    YNWA

  44. synd að geta ekki keypt emre can í fantasy þar sem hann fær ekki skráð á sig clean sheet útaf hann er miðjumaður en þvílíka bullið í kvöld þarna inná 5 stig fengu leikmenn spurs í bónus og balotelli 1. ógeðslega mikilvægur sigur við bara verðum að ná að minnsta kosti 4 stigum útúr næstu tveimur leikjum. kíkti aðeins inná heimasíðuna hjá tottenham til að kæta mig meira og þeir eru gjörsamlega brjálaðir úti okkar klúbb 🙂

  45. Ef Ibe átti að vera næsti Sterling hver er þá eiginlega næsti Ibe?? Daaayyymn!! What a player!

  46. Frabær sigur. Fannst okkar menn ekki vera að gera mikið i seinni halfleik en að klara þetta bara frabær karakter.

    Djofulsins naut er Emre CAN, þessi gæji er náttúrulega frabær og að hann se bara 21 árs er rannsóknarefni.

    Ibe lika að koma hrikalega sterkur inn og g held hann verði betri en sterling i framtiðinni, hann er bæði sterkari og með miklu betri skotfót.

    Nu er bara að na finum urslitum gegn bæði southampton og city og þa eru okkar menn i bullandi sens a að taka 3 eda 4 sætið.

  47. #55

    Að gúgla mottd og viðkomandi leik kemur mér oftast á highlights í prýðisgæðum. Svo og vísir.is.

  48. Sælir félagar..Frábær sigur gegn MJÖG góðu liði Spurs..Ekki gleyma því…Eitt skil ég samt ekki..Sýnist meira en helmingur þeir sem skrifa hér inn hafa þörf á að tjá sig um alla þá sem ekki áttu góðan leik…OK sumir voru ekki eins og þeir hafa verið í síðustu leikjum, en hvað með það?…LIÐIÐ vann þennan leik og ef það er ekki nóg þá hvað viljið þið…Ef ykkur finnst td. Sakho svona slakur, hvað á að koma í staðinn?…Það geta ekki allir átt super leik ALLTAF!…Það er tákn um góð lið þegar lykilmenn eiga slæaman dag, þá stíga aðrir upp á sama tíma..Þetta er alltaf sama tuggan….Menn nærast á neikvæðninni..Ég er sammála því sem Super Mario sagði á Twitter….Þetta mark var fyrir ALVÖRU stuðningsmennina….
    Einn á Twitter lýsti þessum neikvæðnispésum ágætlega….Sömu mennirnir sem hafa öskrað eftir því að Gerrard sé settur út úr liðinu, eru síðan brjálæðir út í Brendan Rodgers yfir því að Gerrard er að fara….Elsku Púlarar…Hvernig væri að fara að horfa á glasið hálffullt?..Er ekki ástæða til þess eins og sakir standa?

  49. Eftir leiki þarf bara tvö bookmarks sem virka ALLTAF:

    Highlights (þar með talið MOTD eftir á): http://www.reddit.com/r/footballhighlights/new

    Heilir leikir: http://www.reddit.com/r/footballdownload/new

    Straumar (þar með talið á MOTD) eru ögn flóknari, en samt ekki. Bookmarkið þetta samt! 🙂

    Síðari linkurinn er líka spoiler-frír, fyrir þá sem eru nógu hugrakkir til að reyna að forðast netið og fréttamiðla. Maður getur sem sagt horft á heilan leik eins og hann sé í beinni.

  50. Sáuð þið svo nota bene að algjört lykilatriði í fyrsta marki kvöldsins var löng sending fram frá Mignolet (auk móttöku Sturridge)? Virkilega fallegt break.

  51. BALO BALO-BALO BALO-BALO BALO-TELLI!!!!

    Sagði við félaga mína fyrir leik að Lallana og Balotelli kæmu inná og Lallana mundi leggja upp sigurmark fyrir Balotelli, ég væri einhverjum þúsundköllum ríkari ef ég væri alvöru tippari. En mér er alveg sama, Liverpool vann.

    Ibe. Ibe er, að mér finnst, mun betri leikmaður en Sterling var á hans aldri. Ibe hefur líkamlega yfirburði yfir svo marga andstæðina, sbr. gula spjaldið á Erikson ef ég man rétt, hann átti ekki séns. Hann er 19 ára, það eru 5 ár síðan hann fermdist.

    Can stefnir á að verða einn allra besti box2box leimaður á Englandi á eftir Yaya Toure, ef hann verður ekki bara betri en hann. Ég vill ekki missa mig í jákvæðni eða bjartsýni, en hann er varla búinn að stíga feilspor síðan hann varð fastamaður í byrjunarliðinu.

    Coutinho sýndi það í kvöld að hann er mannlegur, hann getur átt slæman leik. En ég er fullviss um að hann verði hvíldur gegn Palacce og komi tvíefldur til leiks eftir það, guði hjálpi andstæðingnum þá þegar við erum komnir með óþreytta Sterling, Coutinho og Sturridge. Get ekki beðið.

    Mignolet lýtur (er ý eða í?) alltaf betur út, frááábær markvarsla í kvöld, en ég vill sjá hann halda þessu áfram áður en ég bind fullt traust við hann.

    Baaaalotelli átti síðan flotta innkomu, en sama og með Mignolet, ég vill sjá hann halda sínu striki og eiga fleiri góða leiki áður en ég sætti mig við hann. Þetta mark kætir mig mikið en ég get ekki sagt að ég vilji sjá hann í byrjunarliðinu strax.

    Rodgers fær viðurkenningu fyrir mann leiksins, skiptingarnar voru allar flottar og vel útpældar, 2 prik fyrir það.

    Nú er bara að halda áfram, komast áfram í FA og EU og auðvitað ná 3ja sætinu í EPL, gæðin og breyddin er til staðar.

  52. #70,

    Fyrstu hljóðskipti; líta, leit, litum, litið = einfalt i/í.

    Knútur, sem kenndi mér íslensku í MR, sagðist hafa kennt barnaskólanemendum þetta sem svo: ef sögn beygist eins og míga og skíta, kemur y hvergi fyrir. Samanber líta, leit, litum litið; skíta, skeit, skitum, skitið.

    Ég gæti útskýrt þetta mun betur, en það myndi ekki passa vel á kop.is. 🙂

  53. Takk fyrir Eyjólfur. Þetta er greinilega ein af mörgum góðum málfræði/stafesetningarreglum sem kenndar voru, ég átti bara eftir að læra þessa.

  54. Og í framhaldi af þessu er gott að minnast á orðtækið að gera (einhverjum) eitthvað kleift.

    Það þýðir einmitt að gera (einhverjum) mögulegt að klífa (klífa, kleif, klifum, klifið; en ekki kljúfa, klauf, klufum (hér væri uppruni y-sins, í gegnum i hljóðvarp), klofið). 🙂

  55. Og já, að því sem máli skipitr…

    Ibe var gjörsamlega frábær, einkum framan af. Direct, ekki að klappa boltanum að óþörfu, tekur menn á og getur skaðað eitthvað bæði f. utan (kross/cutback) og í átt að miðjunni. Fáránlega góður miðað við aldur!

    Can er svo gjörsamlega geggjaður og ég sé einmitt fyrir mér DM eða CM/box-to-box. Fáránlega mikið efni.

    Frábært að Balotelli hafi skorað og sá barðist undir lokin!

    Þetta var samt sigur liðsheildarinnar; sigur skipulagsins, sigur skiptinganna og hvernig mannskapurinn var nýttur. Og Brendan Rodgers verðskuldar sannarlega credit fyrir það. Svo við erum ca 99% sammála. 🙂

  56. Eins og Balotelli sagði hér um árið. ” You don´t see a plumber celebrate after does his job, he´s just doing what he gets paid for”

  57. Leikurinn var skemmtilegur frá upphafi til enda. Liverpool og Tottenham eiga þakkir skildar fyrir frábæran fótbolta. Skemmtilegustu liðin í enska í dag.

  58. Frábær sigur og mikill stígandi í leik okkar manna!

    Hvernig var annars þessi sumar gluggi:

    Can, Moreno,Markovic, Lallana, Lovren, Balotelli tóku allir þátt í þessum leik.

    Þá eigum við eftir að sjá Origi.

    Lambert var síðan keyptur á um 4 millj. sem “squad” leikmaður.

    Ættum við ekki að anda rólega áður en við förum að hrauna yfir þessa leikmenn og þá sem fengu þá til liðs við okkur.

    Markmiðið var að kaupa unga efnilega leikmenn og auka breiddina.

  59. Persónulega er ég kominn með magafylli mína af sokkaáti í boði Markovic. Framfarir hans á þessu tímabili sýnir hvað maður veit lítið um fótbolta.

    Svo er spursmálið þetta. Fer ekki Can bara beint í stöðuna hans Gerrard eftir seasonið ?

  60. #61: Hefuru skoðað actual kort af sendingunum hans?

    http://epl.squawka.com/liverpool-vs-tottenham-hotspur/10-02-2015/english-barclays-premier-league/matches

    http://epl.squawka.com/everton-vs-liverpool/07-02-2015/english-barclays-premier-league/matches

    60-70% af sendingunum hans eru annaðhvort 3-5 metra sendingar, eða til hliðar eða afturábak, þú ert alveg fljótur að ná þér í fínt pass accuracy með því.

    Ég er alls ekki Sakho hater, né stunda það að fara á klósettið í miðjum leik, gaurinn er bara aldrei traustvekjandi á boltanum. Sagði líka að hann væri flottur varnarmaður, en hann virkar alltaf eins og han sé að fara gera einhvern skandal.

    Þú talar um frábæru sendinguna hans á móti Tottenham.. á ég þá að rifja upp fyrir þig ömurlegu þversendinguna hans á Gerrard í fyrra á móti Chelsea sem að gott sem kostaði okkur titilinn?

  61. Mér sýnist Can miklu frekar vera box to box miðjumaður en varnarsinnaður, gæti trúað að við þyrftum aðkeyptan mann í það. Hann á svakalega sterk hlaup upp völlinn með boltann sem við vildum ekki vera án. Þegar hann fer síðan að enda rönnin með úrslitasendingu eða bara klínonum út við stöngina niðri, þá erum við komin með annan heimsklassamann.

    Ibe var ótrúlega góður. Kom á óvart hvað hann er agaður í sínum leik, verandi þetta ungur og reynslulítill og sóknarsinnaður að upplagi. Mikið styrkleikamerki. Ég er sammála sumum hérna að með tvo öfluga skotfætur hefur hann að sumu leyti burði til að verða effektívari en Sterling, þó fáir í heiminum skáki Sterling í að búa til pláss, snerpu, jafnvægi og snúningum. Ekki slæmt að hafa þá báða, vonandi í 10 ár í viðbót!

    Svo finnst mér umhugsunarefni hvað fótboltinn er óútreiknanlegur. Þetta eru sömu leikmennirnir og voru, margir hverjir a.m.k., í tómu tjóni fyrir 10 vikum síðan. Núna er enginn af þessum framtíðarmönnum lélegur. Ágætis lexía til okkar stuðningsmannanna líka um að dæma ekki leikmenn eða þjálfara of hart mitt í erfiðleikatímabili. Segir manni líka að það er ýmislegt spunnið í Rodgers og að síðasta tímabil var ekki tóm heppni.

    Engin spurning að þetta er á réttri leið og framtíðin er björt. Nú er bara spurning hvort við höfum úthald í þá miklu törn sem er framundan.

  62. 100% sigurhlutfall án Lucas í febrúar það er góð byrjun.

    Þessi leikur var rosalega góður og fjandi spennandi, topp baráttan er galopin þ.e.a.s segja baráttan um 3-4 sætið 🙂

    Mikið rosalega var svo gaman að sjá Sturridge í liðinu þó svo að hann hafi verið óheppinn og talsvert ryðgaður þá sýndi hann hversu mikilvægur leikmaður hann er fyrir þetta lið og vonandi fær Balotelli að spila með honum leik fljótlega.

  63. Nr. 81 ólinn

    60-70% af sendingunum hans eru annaðhvort 3-5 metra sendingar, eða til hliðar eða afturábak, þú ert alveg fljótur að ná þér í fínt pass accuracy með því.

    Það er nákvæmlega það sem Sakho á að gera! Rétt eins og t.d. Skrtel. Rodgers vill ekki þessa 50m bolta á varnarmenn andstæðinganna (eða í átt að Heskey) eins og voru við líði hjá Carra og Hyypia á tíma Houllier. Frábært er Sakho er að skila þessum boltum nánast alltaf frá sér á samherja, sama hversu langt hann þarf að senda á næsta mann.

    Nr. 82 Whelan

    Mér sýnist Can miklu frekar vera box to box miðjumaður en varnarsinnaður, gæti trúað að við þyrftum aðkeyptan mann í það.

    Sammála því og við höfum talað um að LFC þarf að kaupa slíkan mann í mörg ár. Hinsvegar í núverandi leikkerfi ætti þessi staða aftast við hliðina á Henderson að henta Can frábærlega. Það er alveg pláss fyrir box-to-box leikmann þar sem getur bæði varist og tekið þátt í sókninni. Hann og Henderson ættu að vinna vel saman. Frá því að tímabilið byrjaði hafa ansi margir kallað eftir því að sjá Can aftast á miðjunni (þá í stað Gerrard), vonandi er komið að því núna, hann er okkar langbesti kostur í þessa stöðu.

    Að lokum finnst mér gagnrýni á liðið fyrr í vetur alveg réttlætanleg, tímabilið er frá ágúst til maí og Liverpool hóf ekki leik fyrr en í desember. Það er allt of seint og kostaði okkur m.a. Meistaradeildina á þessu tímabili og mögulega á næsta tímabili líka. Rodgers var að spila mjög illa úr þessum nýju leikmönnum sem hann fékk sem og hópnum sem var fyrir og átti alveg skilið harða gagnrýni. Rétt eins og það er rétt að hrósa honum og liðinu núna. Allt í lagi að hafa það hugfast samt að liðið er í 7. sæti ennþá sem er bara ekkert nógu gott. Það þrátt fyrir að hafa stórbætt sig undanfarið.

    Ég var þó aldrei á því að Liverpool ætti að losa sig við Rodgers en stigasöfnunin var LANGT undir pari. Frábært að hann er að ná að snúa þessu við.

  64. Magginn nr. 63, það er þegar búið að finna næsta mann á eftir Sterling og Ibe. Það er Sheyi Ojo. Getur séð klippu með honum frá því um daginn hér: https://www.youtube.com/watch?v=Gj2KpTXyBJo

    Menn ættu etv að skrifa undir svona 7 ára samninga við þessa menn til að lenda ekki í veseni þegar þeir springa algjörlega út, a la Sterling 🙂

  65. #82 – sammála með að Ibe sé að sýna tilburði til þess að geta – jafnvel – orðið betri en Sterling. Hann virðist hafa mun betra jafnvægi og lægri þyngdarpunkt en Sterling þegar hann er á ferðinni með boltann. Sterling á það svolítið til að vera með hendurnar útum allt og eins og hann eigi erfitt með líkamsstjórnina þegar hann er kominn á ferðina. Hluti af því gæti verið hversu mikla ferð hann kemst á 🙂

    – Tek þó fram að þarna er ég að miða við þá bestu í heimi… og Ibe. Miðað við meðalmann í PL er Sterling náttúrulega stórkostlegur með boltann á ferðinni.

    Svo er spurningin með Can – hann virðist hafa mjög gaman að því, og gerir það vel, að taka hlaupin box í box og skilur þá oft eftir pláss ef hann missir boltann. Það sem ég er spenntur fyrir að sjá í framtíðinni er hvort Can og Henderson læri ekki inn á hvorn annan og geti þá spilað tveir saman á miðjunni án þess að hafa einn fastan varnarsinnaðan miðjumann. Ef þeir ná upp þeim skilningi sem þarf milli tveggja miðjumanna þá efast ég engan veginn um að yfirferðin á þeim er alveg nóg til þess að covera miðjuna sóknar og varnarlega. Sérstaklega í þessu kerfi sem við spilum núna þar sem þeir hafa extra cover í þremur miðvörðum aftan við sig og 5 aðra sem taka virkan þátt í sóknarleiknum.

    – mjög spenntur að sjá hvort Rodgers reynir að þróa þeirra samstarf það sem eftir er leiktíðar og fram á næstu. Það gæti orðið óhugnalega sterkt ef þeir ná vel saman á miðjunni!

    …já og ég var ekki búinn að taka fram að ég er rétt að jafna mig eftir að hafa misst mig í gær þegar Balo skoraði. Ég fann svo til með honum þegar hann átti að koma inn á í enn eitt skiptið og redda málunum án árangurs… svo gerði hann það bara! Held ég hafi ekki fagnað jafn mikið síðan við unnum eitthvað stórt síðast, stórkostlegt! Sérstaklega eftir að spurs fengu þetta fáránlega seinna jöfnunarmark upp í skítugar hendurnar.

    Unaður félagar!

  66. @ólinn Ég er að hlutatil sammála þér. Sakho virkar á mann eins og smá flækjufótur og það myndast smá stress þegar hann er á boltanum. Hinsvegar ertu að benda á að flestar sendingar hans séu stuttar og til hliðar o.sv.frv. Er hann virkilega maðurinn sem á að vera einhverskonar “playmaker” hjá liðinu? Er hann ekki bara að gera akkúrat það sem hann á að vera að gera? Vinna boltann og halda honum innan liðsins, s.s. koma boltanum á næsta mann?

    Eins og ég hugsa knattspyrnu sem leik þá eru leikmenn er mjög mismunandi, Sakho er t.d. akkúrat maður sem er traustur varnarlega og skilar boltanum oftast áfallalaust frá sér því eins og þú segir sjálfur þá er hann góður varnarmaður. Ég get sett dæmið upp öðruvísi en það er t.d. enginn að gráta það að Coutinho er ekki að vinna næginlega margar tæklingar enda er það í raun ekki það sem hans focus er á. Að mínu mati er Sakho góður leikmaður og tel ég fráleitt að gagnrýna það að hátt hlutfall heppnaðra sendinga hans sé vegna þess að hann sé að senda stuttar einfaldar sendingar.

    Ég fatta alveg hvað þú ert að meina að maður sé órólegur þegar hann er á boltanum og auðvitað verða mistök enda er flestir hafsentar ekkert rosalega góðir á bolta en hann er að skila sínu og rúmlega það.

  67. EMÍRINN

    (ég vil bara minna á viðurnefni þýska tuddans, er að reyna að láta þetta festast á hann 🙂

  68. Emir (/??m??r, e??m??r, ?e?m??r/; Arabic: ????? ?Am?r [?æ?mi?r]), sometimes transliterated Amir, Amier or Ameer, is a title of high office used in a variety of places in the Arab world. Literally it means commander, general, or prince. The feminine form is Emira (????? ?Am?rah). When translated as prince, the word “emirate” is analogous to a sovereign principality.

  69. Flott innkoma hjá Balotelli og skora svo sigurmarkið. Vonandi fer hann og Sturridge i gang og fara skora reglulega. Erum við ekki með besta formið í úrvalsdeildinni i dag :). Halda þessum meðbýr áfram og reyna ná þessu blessaða meistaradeildasæti.
    Annars langar ég rífa upp athugasemd sem ég setti upp eftir tap Liverpool fyrir Newcastle 1. nóvember og leiktíðinn var að fara i hundana.

    ,,Ég vil þétta vörnina miðsvæðis og gefa bakverðinum meira frelsi með því fara í 3-4-2-1. Þrjá miðverði, 4 miðjumenn(Moreno, Hendo, Gerrard, Johnson) og 2 sóknarmiðjumenn(Lallana, Sterling eða Coutinho). Meðan Sturrigde er meiddur hafa Balotelli einan frammi,,

    Jæja sex víkum síðar hlustar Rodgers á vælið mitt:) og fer í þessa leikaðferð gegn rauðu djöflanum og þótt sá leikur tapaðist voru við spilla mun betri bolta og eftir þann leik hefur gengið batnað og við höfum spillað flottan bolta og varnarleikurinn skánað.
    Vonandi heldur þetta áfram.
    YNWA.

  70. Þulurinn á rásinni sem ég horfði á í gær talaði um að Tottenham yrði sektað af því að þeir fengu 6 spjöld. Þekkið þið eitthvað til þessa reglna og hverjar eru upphæðir?

  71. Hann var nú óvenjuspjaldglaður þessi dómari finnst mér, verri brot hefur maður séð spjaldlaus. Svo er bara stóra spurningin í þessu, hvað er réttast?

  72. Babu #85, takk fyrir stuðninginn.
    ólinn #61 þú segir þetta:

    Þú talar um frábæru sendinguna hans á móti Tottenham.. á ég þá að rifja upp fyrir þig ömurlegu þversendinguna hans á Gerrard í fyrra á móti Chelsea sem að gott sem kostaði okkur titilinn?

    Í alvöru, er þetta besta dæmið sem þú átt? Þú ert sá eini sem ég hef heyrt kenna Sakho um þetta klúður, hingað til hafa menn bent á Gerrard, enda var það hann sem flaug á hausinn, eftir einfalda sendingu frá Sakho (mundi nú ekki einu sinna að sendingin hafi verið frá honum). Finnst þetta dæmi þitt bara sanna mitt mál enn frekar. En hver sér þetta með sínum augum.

  73. Þær fréttir voru að koma í hús að Gerrard er meiddur og gæti verið frá í um það bil þrjár vikur. Satt best að segja, þá held ég að meiðslin einfaldi málin og þvingi Brendan til að hrista örlítið upp í hópnum.

    Mér finnst Þýska eimreiðin vera búinn að vera fyirtaks góður í stöðu miðvarðar og spyr mig hvort að Joe Allen gæti verið betri kostur sem varnartengiliður ? Allavega kom Allen ágætlega út á móti Everton og varði vörnina ágætlega. Ég held að það borgi sig ekki að vera að hrista of mikið upp í byrjunarliði sem er búið að spila sig vel saman.

    Svo spyr ég mig hvort Lovren gæti verið varnartengiliður ? Hann er allavega með góða sendingargetu, teknískur og á að vera mjög góður varnarlega. Ég geri ráð fyrir að hlaupin sem varnartengiliður eru það frábrugðin að vera miðvörður að það gangi ekki upp.

  74. #95:

    Gerrard vissulega flaug á hausinn, Sakho hefði samt alveg getað valið aðra sendingarmöguleika.

    Hann nánast gaf Kane markið sem hann skoraði með því að vera ílla staðsettur.. og fljúga svo á hausinn (Ekki það að Gerrard og Henderson voru áhorfendur í aðdragandanum), ásamt því að hann þurfti að rúgbítækla Dembele eftir að hafa komið sér í klandur sjálfur .. og aftur runnið á rassinn.

    #81/#95:

    Finnst ykkur í alvöru þessar þversendingar vera þægilegar þegar að þið eruð að horfa á leiki? Sama hver það er í vörninni þá finnst mér fátt verra en þegar að það er sent beint til hliðar, það er alltaf hætta á að sóknarmenn geti komist inní sendinguna og þá er allt galopið.

  75. 97# og 95# eruði farnir í skallanum sakho átti flotta sendingu á gerrard sem flaug á hausinn það stílast á gerrard ekki sakho mér er nákvæmlega sama hvort hann “hefði” getað gert einhvað annað við boltann. í flestum tilfellum þá er miðjumaðurinn í hinum liðonum kominn ofaní moreno eða hina miðjumennina í pressu hvað á þá sakho að gera ? negla boltanum inní vítateig andstæðingana á hausinn á sterling sem er 2.10 cm ? væntanlega gefur hann boltan til hliðar til að losa hann frá sér og færa liðið til vitiði ekkert um fótbolta ?

  76. plís getum við hætt að rifja upp þegar Gerrard rann er búinn að vera berjast við það að gleyma svipnum á greyið kallinum
    algjör óþarfi að tala um það

    en smá spurning er emre can ekki bara með betri kaupum liverpool siðari ára þessi gæji hefur alla burði til að vera með betri miðjumönnum í heimi eftir svona 2-4 ár, það er fátt sem mér finnst skemmtilegra að sjá en einhverjir gæjar að reyna buffa þennan gæja niður öxl í öxl eins og walker reyndi það er bara ekki séns að axla hann niður held að einu mennirnir í heiminum til að geta það eru akinfenwa og elokobi

  77. Það sem gleymist í “Gerrard-flaug-á-hausinn” umræðunni er að áður en Gerrard flaug á hausinn gerði hann einföld og sjaldgæf tæknileg mistök með því að missa einfalda innanfótarsendingu (sem fór beint á hann og var alls ekki löng þversending) undir sig. Þegar hann síðan ætlar að bjarga sér með stuttum spretti rennur hann.

    Það er eðlilegt fyrir okkur stuðningsmenn að vernda Gerrard og tala um “slippið” sem óheppni, en það sem gerðist þar á undan voru klár mistök hans. Sakho átti nákvæmlega engan hlut að máli þarna.

  78. Svo er það annað. Rodgers gefur þau skýru fyrirmæli að skjóta boltann ekki upp í loftið á hættusvæði heldur að senda hann, td frekar á tengiliði eða út á kannt. Ástæðan fyrir því er að við erum með svo svakalga góða sendingamenn í okkar liði eins og t.d Gerrard og Coutinho, Henderson og fleirri menn sem eru mjög góðir í að búa til færi fyrir aðra gjörsamlega út úr engu og rakettur eins og Ibe, Sterling og marcovic, Moreno sem eru stórhættulegir ef þeir fá boltann í lappinar.

    Þannig að þetta hefur ekki bara með Sakho sjálfan að gera, heldur hefur þetta einnig með leikstílinn líka að gera. Hann gæti auðveldlega komið boltanum út af hættusvæði með því að negla honum af því en þá fengi hann ekki fast sæti í byrjnarliðinu.

    Ég get lofað ykkur því að t.d ástæðan fyrir því að sólar oft kanntmann þegar það er pressað á hann er vegna þess að Rogers hefur gefið honum fyrirmæli um að gera það við slíkar aðstæður. Sakho er naut að burðum og jafnvel þó hann t.d missi boltann þegar hann er að sóla sig fram hjá mönnum þá er hægara sagt en gert að komast fram hjá honum.

    Liverpool gæti alveg brugðist við þessu. T.d með því að láta markvörð ekki senda á Sakho þegar það er markspyrna og sparka frekar fram en þá væri liðið ekki að spila þennan hálfgerða tikki takka stíl eins og er verið að biðja um af eigendum okkar.

    Ein lausnin gæti verið sú að setja góðan sendinarmann á kanntsvæðið þar sem sakho er og taka við boltanum. T.d gæti Sakho verið á miðsvæðinu og Lovren á þessu hliðarsvæði – en Lovren er með mjög góða sengingagetu.

    Hitt er að það er líka bjargföst staðreynd að sófasparksnillingar eru dálítið að ráðast á Sakho vegna þess að hann virkar rosalega luralegur á vellinum. Það er alltaf eins og hann sé við það að missa boltann. Bæði hann og Balotelli virka mjög luralegir – og það má ekki rugla því saman við mistökin sem þeir gera á vellinum. Nærtækasta dæmið er að sendingin á Gerrard var fullkominn. Það var nákvæmlega ekkert við Sakho að sakast að Gerrard misstígi sig á vellinum.

  79. Svo er það helsta af Liverpool í dag að þeir voru að opinbera samning sem þeir gerðu við snyrtivörurisann NIVEA. Ég er ekki hissa þó snyrtivörur velji Emre Can og félaga sem andlit karlalínunnar.
    Svo eru einhverjar pælingar í sambandi við hvað Rodgers var að flýta sér eftir Tottenham leikinn, er víst erlendis á vegum klúbbsins, kannski að scouta einhverja gaura.

  80. Varðandi Gerard og Sakto í Chelsea leiknum þá sem gerðist var bara óhapp og engum að kenna þó ég tel leikkerfið í fyrra bauð uppá svona hættur.. Báðir bakverðirnir voru farnir fram og Sakto og mig minni Skrtel sátu eftir að dekka stórt svæði i vörninni. Mér sýntist að Gerard lita upp til að tékka á hver væri frír til að gefa á og misreiknaði hraða boltans. Það getur vel verið hægt að skrífa það á hann enn þetta var hans job i fyrra bakka og ná i boltann og koma honum fram til samherja.

  81. Nenni ekki að ræða gömul og “gleymd” atriði.

    Við að horfa á MOTD og sjá mörkin aftur þá finnst mér eitt atriði standa uppúr. Þegar Ibe fær boltann í síðasta markinu og byrjar að keyra á Rose þá skjálfa Tottenham menn á beinunum. Miðjumaður kemur í hjálpina og allir með augun á Ibe… nokkuð sem hann er búinn að búa til með því að keyra á bakvörðinn þeirra linnulaust allan leikinn og fara illa með hann! Svo þegar það kemur að þessu atriði þá fær Lallana að rölta bakvið tvo menn alveg óáreittur því allir reyna að loka á Ibe, Ibe finnur svo Lallana stórkostlega í hlaupinu eins og sannur reynslubolti.

    Þetta varð mér sem sagt enn ljósara eftir annað áhorf… kannski voru allir með þetta á hreinu í fyrsta augliti 😉

  82. #107 tad sama má eiginlega segja um vítid, Spurs voru svo uppteknir ad passa upp á ad Ibe fengi ekki boltann ad teir skyldu talsvert pláss fyrir Sturridge sem nytir slíkt einstaklega vel

  83. Var að skoða spurs.is og lesa kommentin fyrir-á meðan-eftir leik og ég viðurkenni að ég skemmti sér stórkostlega ????

  84. Sælir félagar

    Fór inná Spurs þráðinn og þar var ýmislegt skemmtilegt að sjá. liverpool er mesti skítaklúbbur í heimi, menn hata Liverpool mest alls í heiminum og það versta sem til er eru stuðningmenn Liverpool sem er ömurlegastir af öllu ömurlegu. Blessuðum mönnunum dettur ekki í hug að þetta geti ef til vill verið vegna þess að liðið þeirra er bara svona miklu lélegra en Liverpool. Blessaðar manneskjurnar. Þær eru veri en við þegar Liverpool tapar fyrir MU. Svei mér þá. Það orsakast ef til vill af því að Spurs hefur fengið 10 stig af 60 á móti Liverpool á undanförnum 20 árum eða svo.

    Það er nú þannig.

    YNWA

Liðið gegn Tottenham

Hópferð Kop.is: Dagskrá ferðar