Liðið gegn Bolton

KOMDU MEÐ KOP.IS Á ANFIELD!
SJÁ UPPLÝSINGAR HÉR!

Svona stillir Rodgers þessu upp gegn Bolton á útivelli í FA Cup. Mjög sterkt lið.

Mignolet

Can – Skrtel – Sakho

Markovic – Gerrard – Allen – Moreno

Lallana – Sterling – Coutinho

Á bekknum: Ward, Johnson, Borini, Henderson, Sturridge, Lambert og Manuqilo.

Það er alveg ljóst að Rodgers er ekki mikið fyrir að rótera í þessum leik. Einu mennirnir úr okkar sterkasta byrjunarliði þessa dagana sem fá hvíld eru Lucas, Henderson og Sturridge.

Það er augljóst að það á að klára þetta dæmi í kvöld og ég hef fulla trú á að menn geri það.

151 Comments

  1. Alvöru lið sem hann teflir fram.

    Er það ekki orðið ljóst að Balotelli á varla séns, fyrst að Lambert og Borini eru á undan honum í goggunarröðinni gegn neðrideildarliði Bolton?

    YNWA – Steven Gerrard.

  2. Hvað eru sumir af þeim að éta í morgunmat..

    Fínt ef Coutinho, Sterling, Marko, Sakho og fleirri geta spilað, en ég hefði heldur viljað sjá þá í fríi í kvöld.

    Vinnum 5-1

  3. hef það litla trú á Allen að ég er alltaf hræddur þegar hann er inn á. Troddu sokk upp í mig Allen

  4. Leikurinn er í opinni dagskrá á BBC one fyrir þá sem eru með disk

  5. Líst vel á þetta þó vissulega vilji eg alltaf hafa Lucas og Hendrrson inn á. Við eigum að klára þetta!
    Segi 1-4 með mörkum fra Sterling(2) Gerrard og Lallana.

  6. Flott að stilla upp mjog sterku liði og flott að eiga Lucas – Henderson og Sturridge uthvilda a laugardag gegn Everton..

    tokum þetta i kvold 0-3

  7. Takk Helgi J! Er að horfa á leikinn á BBC one á netinu – með hola extensioninu (eins og ég sé að horfa á það frá uk) 🙂

  8. Takk fyrir þetta Helgi og takk fyrir að nefna þetta extension Matti!

  9. Strákur sem ég þekki sem er búinn að horfa aðeins á Bolton segir að Lonergan í markinu hjá Bolton sé mjög góður, ég vona að hann standi sig ekki eins vel og Bogdan í leiknum á Anfield.

  10. Sterkt lið, sáttur við þetta. Fínt að Lucas fái bómullarhvíld og að Sturridge og Henderson fái líka ‘breather’ fyrir Everton um helgina. Hefði viljað hafa Gerrard og Sakho líka á bekknum en hvað um það.

    Samt spes að Glen Johnson fái ekki séns í kvöld. Ég bjóst 100% við honum.

    Hvað Lovren og Balotelli varðar er spes að hvorugur þeirra sé á bekknum. Ekkert hefur verið minnst á Lovren sem gæti verið með eitthvað hnjask, en James Pearce hjá Echo (sem er hvað best tengdur á Melwood) sagði þetta um Balotelli:

    Þetta hljómar ekki vel. Hvergi minnst á meiðsli, Rodgers er bara ekki að sjá það sem hann vill á æfingasvæðinu (né í leikjum) og hann er núna fyrir aftan Sturridge, Sterling, Lambert og Borini í goggunarröðinni.

    Hvað um það – feykisterkt lið í dag og ég vona að við séum í stöðu til að taka Sterling, Coutinho og Gerrard út af snemma í seinni hálfleik. Koma svo rauðir!

  11. Afhverju er Allen enn og aftur í byrjunarliðinu! Hann hlýtur að eiga alveg hrikalega svæsnar myndir af Rodgers.

  12. Uss, Can er alveg ískaldur … kassar bolta bara niður við eigin markteig og spyrnir svo snyrtilega fram.

  13. Í hverju einasta skoti sem Coutinho tekur þá dregur hann boltann alltaf eftir jör?inni, laflaust og framhjá markinu.. e?a smellir honum í stöngina og inn, enginn millivegur.

  14. Hvernig geta menn verið svona ofboðslega slakir í skotum fyrir utan teig?

  15. Heimamenn eru rosalega fjölmennir á miðjunni, Moreno og Markovic þurfa að taka meiri þátt til að díla við það.

  16. Vel spilað, allt mjög vandað… nema eitt smáatriði.

    Hef samt sömu tilfinningu og gegn West Ham, þetta mun detta.

  17. Held Sterling sé bara einhver “freebee” í enska boltanum sem alltaf má brjóta á án þess að dæmt sé á það…

  18. Nú erum við að klára þriðja hálfleikinn gegn Bolton án þess að skora,er það boðlegt?

  19. Gerrard og Allen eru langt frá að vera í sama klassa og Lucas og Henderson

  20. Við erum ljósárum betri en þetta Bolton lið og erum gjörsamlega að yfirspila þá. Vantar bara að koma tuðrunni í markið………

    Má hundur heita ef við vinnum ekki þetta lið!

  21. Það er búið að margbrjóta á sóknarlínunni okkar. Fáranlegur dómari. þegar menn eru felldir þá er það brot. Ekki flókið.

  22. Sæl öll,
    Síðustu 30 árin hef ég horft á óteljandi leiki. Ég er ekki að grínast þegar ég segji að þetta dómaratríó, þá sérstaklega dómarinn, kemst inn á topp 10 yfir lélegustu dómgæslu í einum hálfleik sem ég hef séð.

  23. Vantar svo lítið uppá. Gerrard er því miður ekki lengur nægilega öflugur til þess að starta á miðjunni og Allen er bara þarna, slakur varnarlega, slakur sóknarlega. Er ekki hægt að láta einhvern úr unglingaliðinu fá þessa leiki á kostnað allen?

  24. @Djonnson #32: Nei.

    Hvar finnur FA alla þessa vanhæfu dómara og línuverði? Það hlýtur bara að vera eitthvað að í dómaraþjálfun hjá sambandinu.

    Ógeðslega þreytt að vera að væla yfir dómurum en fjandinn hvað það er orðið þreytt að horfa upp á gjörsamlega óhæfa línuverði og dómara leik eftir leik.

    Inn á með Sturridge strax í seinni, þá kemur þetta. Megum ekki við því að fara í framlengingu.

  25. Hættið nú þessu Allen bulli. Eftir smá erfileika í byrjun hefur hann átt bara solid leik. Vinna boltan og skila honum vel sér.
    Mér finnst þessar 45 mín bara líta vel út, liðið er solid varnarlega og virka hættulegir framávið og hafa náð góðu spili. Leikurinn var jafn í byrjun en síðan hafa Gerrard og Allen náð völdum á miðsvæðinu og Sterling, Lallana og Couthino náð nokkru góðu spili sín á milli.
    En á meðan að staðan er 0-0 þá getur allt gerst í þessu einvígi og þurfum við að fara að klára eitthvað af þessum færum.
    Línuvörðuinn hefur verið út að skíta því að bæði Moreno og Sterling voru réttstæðir og hefðum við fengið dauðafæri í bæði skiptinn.

    Svona FA Cup leikir snúast bara um að komast áfram og vona ég að það verður Liverpool eftir þennan leik.

  26. sterlimg er bara svo fljótur að þessi gamli myglaði rónahaus er eftir á í skallanum og fattar ekki að hann er ekki rangstæður

  27. Sælir félagar

    Ekki er hægt að segja að það sé mikil reisn yfir leik okkar manna. Einbeitingarleysi í sendingum, kæruleisi í ölluspili og skortur á að bera virðingu fyrir andstæðingi sem berst um hvern bolta. Menn verða að gera svo vel að leggja sig fram af fullkominni einbeitingu ef ekki á illa að fara.

    Það vantar ekki mikið á að við séum með okkar sterkasta lið en menn eins og Allen og Lallana eru als ekki að gera sig. Coutinho og Sterling ætla oft á tíðum að gera þetta með einari, líta ekki upp heldur æða á andstæðing sem gefur þeim engan frið. Þatta þýðir haugur af töpuðum boltum og spilið missir takt. Ég krefst betri spilamennsku og einbeittari í seinni.

    Það er nú þannig.

    YNWA

  28. Of hægt spil og menn komast ekki úr 1 gír vonandi kemur það ekki í bakið á okkur. Hef grun um að það breyttist ekki fyrr en Sturridge kemur inn.

    KOMA svo !

  29. Stendur það örugglega í reglunum að sóknarmaðurinn eigi að njóta vafans þegar um rangstöðu/ekki rangstöðu er að ræða? Mér finnst það nefnilega alltaf vera öfugt.

  30. Liðið er að spila fullkomnlega….þarf bara 2-3 slúttara í liðið.

  31. Dómaragreyið hlýtur að hafa gleymt einhverjum sjóntækjum heima. Búinn að vera átakanlega slakur.

  32. Skrtel búinn að skipta um stöðu við Can. Skrtel er miklu agressívari og Markovic kemst þá ofar á völlinn….sem er gott mál

  33. Bolton kemst upp með að spila allt of fast, verð bara sáttur ef menn komast heilir frá þessum leik

  34. Guð minn góður, þegar maður hélt að þetta gæti ekki náð hærra upp á bak blessaðs dómarans…

  35. Flestir búnir að vera slakir sóknarlega fyrir utan Coutinho. Þetta helvítis dómararusl að toppa sig með þessum frábæra vítaspyrnudóm. Skrtel samt alltaf jafn skynsamur að henda í svona sénsa inn í vítateig sem bjóða mönnum uppá að henda sér niður.

  36. Raheem á alla mína vorkunn að vera spilað endalaust uppi á topp þegar hann svo augljóslega er ekki striker.

    Eigum lítið skilið hér í kvöld, afspyrnu ósáttur við framlag Lallana því maður gerir til hans væntingar. Ekki Allen – svo ég ergi mig minna á því.

  37. Þetta var veik snerting og þeir uppskáru víti og mark, Liverpool eiga að vinna Bolton en þetta er FA cup þar allt er hægt.

  38. Sorry……..ekkert hægt að segja við þessu. Skrtel einfaldlega bauð lélegum dómara uppá víti á silfurfati.

  39. Ef liverpool skorar ekki í 180 mínútur á móti neðrideildarliði eiga þeir ekki skilið að spila í neinni keppni

  40. Vantar allt helvítis killer instinct í þetta lið. Eigum að vera búnir að fokking klára þetta fyrir löngu. Aumingjaskapur

  41. hvað þarf Liverpool margar mínutur á móti arfaslöku bolton liði til að skora…það er engin afsökun til!

  42. Hefur liverpool unnið leik með Joe Allen inná? Erfitt að spila alltaf einum færri

  43. Ég brjálast ef við töpum þessum leik. Þvílíkir leikmenn, nokkrir sem eiga ekki skilið að vera í búning LIVERPOOL ! !

  44. Djöfuls aumingjaskap getur Rodgers verið með. Drullaðu Sturridge inná en ekki Borini

  45. Jæja, réttilega gult þarna. Jafnvel beint rautt, ef hann hefði ekki verið á gulu. Hefðu átt að vera mun fleiri spjöldin samt.

  46. Rautt…. ef við skorum ekki núna þá höfum við ekkert að gera í þessum bikar

  47. Og allen að fiska mann útaf Eftir að hafa unnið boltan . vel gert hjá honum

  48. Talandi um að vera einum færri. Við bara hljótum að geta skorað á 10 Bolton menn.

  49. Bolton munu draga sig aftur núna og verja allir sem einn þetta gæti reynst alveg jafn erfitt

  50. Maggi, þú vorkennir Raheem segirðu, að vera spilað endalaust uppi á topp þegar hann svo augljóslega er ekki striker.

    Því spyr ég þig, grjótharðan stuðningsmann Rodgers; hvað finnst þér um þá ákvörðun stjórans, að spila Raheem endalaust uppi á topp þegar hann svo augljóslega er ekki striker?

    Er hann ekki með nóg af strikerum? Ef ekki, hafði hann þá ekki nægan tíma til þess að kaupa striker í sumar eða í janúar?

    Allavega, þá er ég alveg sammála þér; maður dauðvorkennir Raheem að þurfa endalaust að spila uppi á topp þegar hann svo augljóslega er ekki striker.

    En það er við Rodgers að sakast, hann stýrir þessu frá A til Ö. Eða hvað?

  51. Róleg, einum fleiri núna, nú bara setja í þriðja gír og klára þetta. góðar 30mín eftir, hægt að skora 3-4 mörk á þeim tíma

  52. Er ég sá eini sem finnst hornspyrnur Liverpool á þessu tímabili ekki boðlegar?

  53. Röggi# 89, ertu þá að segja að við séum í öðrum gír núna ?

  54. Þetta er SVO vond frammistaða.

    Það er til breskt orð sem erfitt er að þýða….það er GRIT. Við höfum 0% svoleiðis og á meðan töpum við reglulega svona bikarleikjum…

  55. Þessar fimmtán mínútur hurfu!

    Geri ráð fyrir að LA Galaxy hætti við Gerrard eftir hans leik í dag…

  56. Mig langar alveg engan veginn í framlengingu, Liverpool derby um helgina og svona og deildin skiptir MUN meira máli.

    Fair play hjá Eiði áðan að sparka boltanum út af vegna meiðsla Liverpool manns, eftir að okkar menn höfðu haldið áfram að sækja.

    Myndi þó sannarlega þiggja 1-2!

  57. Dottnir úr champions league, deildarbikar, deildin úr sógunni og núna fa bikarinn. Topp þjálfari greinilega

  58. Bolton eru bara búnir að vera svívirðilega heppnir í báðum leikjunum
    En það sem veldur mér mestum áhyggjum eftir 80 mín, er hversu slappur cpt. fantastic hefur verið. Bara alls ekki sá maður sem ég þekki ..

  59. Djöfull eru okkar menn ÓGEÐSLEGA LÉLEGIR fyrir framan markið. Guð minn almáttugur!

    Það er bara agalega erfitt að horfa upp á þetta 🙁

  60. Sorry, en Steven Gerrard er bara orðinn algjör farþegi í þessu liði, því miður. Hann er bara fyrir mönnum þarna og hefur sannað það í báðum leikjunum að hann er ekki í standi og við erum betur settir án hans, eins vont og það er að segja þetta.

  61. 170 mínutur á móti bolton án þess að skora mark ! ! ! á móti aðalmarkmanni og varamarkmanni. Á svoleiðis lið skilið að fara áfram ? SKÍTA frammistaða fram til þessa, og núna á móti 10, ætlum við virkilega ekki að fara að skora ??????

  62. Er það bara ég eða er Emre Can ógnin sem okkur vantar fyrir utan teig?? Sendingar, skot, snúningar, auga og allur pakkinn!

  63. YYYYYYYYYYYEEEEEEEEEEEEEEEEEEESSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSS RAHEEEEEEM SUPERSTRIKER!!!!!!1

  64. Emre Can á miðjuna í næsta leik, það þarf svona menn framar á völlinn ekki að geyma þá í vörninni!

  65. Ertu ekki að grínast hvað Emre Can er kynþokkafullur leikmaður? Klassi frá toppi til táar, algjör gullmoli, og getur spyrnt boltanum fullkomlega með bæði hægri og vinstri.

  66. Can er allt í öllu þessar mínúturnar og þessi SENDING ! og afgreiðsla !

  67. Emre Can er alltof góður leikmaður til að leika sem miðvörður, með þessa tækni, skot-og sendingagetu verður hann að spila á miðjunni hjá okkur!

  68. COOOOOOUUUUITTTTTTIIIIOONNNHOOO SJÁIÐI HELVITIS MARKIIÐ HJA DREEENGNUM

  69. Hvað eru men að væla ?????

    Fínn leikur og öruggur sigur :).

    Áfram Liverpoooooooooooool :).

  70. Þvílíkt mark. Hlaut að detta inn markmenn Bolton varið alltof mikið

  71. Hvað sagði ég? Þessi gæji kann ekki að skjóta í níu af tíu skiptum, svo kemur bara einhver screamer, það er enginn millivegur, það er bara allt eða ekkert!!

  72. Það vantaði bara smá væl hérna inni á KOP til að þetta kæmi. 🙂

  73. Úff sum commentin hérna yfir leik! vá maður, eruði meira hérna inná en að horfa á leikinn?

  74. Djöfulsins væl hérna inni…..hlakkaði svoleiðis í sumum að geta kennt BR um eitthvað og ekki verra að hafa Joe Allen til að drulla yfir líka. En því miður sýndi liðið hreðjar og vann. Gengur betur næst svartsýnispésar :p

  75. Sæl öll,
    frábær sigur og Liverpool hætti aldrei að pressa en sorglega lélegur dómari í kvöld.

    Maggi #66 o.fl. sem eru eitthvað að vorkenna Sterling fyrir að vera uppi á topp. Frá því að þessi breyting var gerð, að færa Sterling upp á topp, hefur það leitt til þess að hraði hans ýtir andstæðingnum aftur sem síðan leiðir til þess að Liverpool getur haldið boltanum upp við síðasta þriðjung og eru í mikið betri stöðu til að þvinga fram mistök. Það eitt og sér, að Liverpool er ofar á vellinum í samspili, léttir gríðarlega á vörninni og það er æpandi munur, til hins betra, á varnarleik liðsins nú á dögum heldur en fyrr á tímabilinu. Framan af vetri voru það varnarmenn að senda aftur á Mignolet og endalaust sín á milli því andstæðingurinn þurfti ekkert að vera hafa áhyggjur af stungu sendingum inn fyrir vörnina og gat komið ofar á völlinn. Núna aftur á móti, þegar boltinn gengur til baka, eru miðjumenn Liverpool að senda aftur á miðverði og liðið búið að pressa andstæðinginn niður að hans eigin vítateig. Liverpool er komið mikið framar á völlinn sem gerir þeim kleift að vera með mikla pressu á andstæðing.

    Það er ekki hægt að ætlast til meira af Sterling en hann veitir liðinu núna, ekki eldri en hann er. Hann er auðvitað betri í frjálsu hlutverki í “holunni” en að vera vorkenna honum og agnúast yfir færanýtingu er ekki rétt að mínu mati. Þann fótbolta sem BR vill spila er Sterling ljósárum á undan öðrum í liðinu til að vera uppi á topp þegar að Sturridge er meiddur. Ég var og er gríðarlega ánægður með að hafa hann þarna uppi en það verður unaður að fá Sturridge til baka.

Kop.is Hópferð: Allt að fyllast!

Bolton 1 – Liverpool 2