Liðið gegn Chelsea

Byrjunarliðin eru komin og þau eru 100% eins og Óli spáði í upphitun.

Lið Liverpool:

Mignolet

Can – Skrtel – Sakho

Markovic – Henderson – Lucas – Moreno

Gerrard – Sterling – Coutinho

Bekkur: Ward, Lovren, Johnson, Allen, Lallana, Lambert, Balotelli.

Sem sagt, Mario er kominn á bekkinn auk Johnson og Lallana. Sturridge er ekki hætt í þennan leik.

Lið Chelsea:

Courtois

Ivanovic – Terry – Zouma – Filipe

Fabregas – Matic – Oscar

Willian – Costa – Hazard

Hér er sterkasta lið Englands á þessu tímabili á ferðinni, og þeir ná að stilla upp sínu sterkasta liði (nema Zouma inni fyrir Cahill).

Þetta er ekkert flókið: þetta verður gríðarlega erfitt en alls ekki ómögulegt.

Koma svo Liverpool!

YNWA

182 Comments

  1. Cahill er á bekknum í þessum leik.
    Kurt Zouma kemur inn.

    Vonandi fáum við hörkuleik.

  2. Balo settur inn fyrir mögulega vítaspyrnukeppni?

    Þetta verður harkan sex, koma svo Liverpool

  3. Þetta verðir vonandi bara hörku leikur og okkar menn eiga alveg séns ef þeir spila sinn allta besta leik.

    Ef spai þvi að okkar menn taki þetta i framlengingu eftir 1-1 jafntefi.

    Balotelli tryggir sigurinn með glæsilegu marki i framlengingunni.

  4. #3 Markovic er bara svona svakalega góður og hreyfanlegur að hann leysir báða kantana, vera með Willian og Hazard verður auðvelt fyrir unglinginn frá Serbíu 😀

  5. http://blabseal.de/bilbo/

    Þetta er sá gæðamesti linkur sem ég hef notað fyrr og síðar, ekki til hik og mikil gæði, sambærilegt og það er í sjónvarpi.

    Klárlega þess virði að bookmarka hann en fullyrði það ekki að þessi linkur síni alla Liverpool leiki, er einhver hér sem getur sagt frá því?

  6. Lykillin hjá í þessu cel$ki liði er litli belginn sem fiskar öll vítin. Við þurfum að taka hann úr umferð og bara setja á hann “frakka” til að dekka hann og spjalla við í gegnum þessar 90 mínutur.

    Ég sé ekki mörg mörk í þessum leik fyrir okkur, engin senter en vonandi getum við lætt einu og þá haldið hreinu. Það er eins og að óska þess að Ísland myndi halda hreinu gegn Danmörku í leiknum í gær 😉

    Koma svo RAUÐIR ! ! ! þöggum niður í portugalska hrokagikknum aftur, eins og BRADFORD gerði 🙂

  7. Ég óttast að Chelsea mæti dýrvitlausir til leiks eftir niðurlæginguna um helgina. Því miður spái ég 3-0 tapi en er tilbúinn að taka á móti heilu sokkapallettunum ef það hjálpar eitthvað.

  8. Sortanum birta bregður frí
    brýst úr austri roð’um ský
    fagur um haga dregur dagur
    dynur hanafjöðrum í.

    Vakið ósmeykir vinir því.
    Vakið og takið stál og blý
    Mál er óveilum, hölum heilum,
    harð’í sverða rimm’ á ný!

    – Bjarni Thorarensen

  9. þetta kerfi er í raun og veru hálfgerður 4-3-3 þegar það er varist . Aftasta varnarlínan lítur svona út þegar sótt er að kanti Moreno

    Can – Skrtel – Sakho – Moreno

    Markovic – Henderson – Lucas

    Gerrard – – Coutinho

    Sterling

    Og síðan svona þegar sótt er að kanti Marcovic.

    Markovic -Can – Skrtel – Sakho

    – Henderson – Lucas – Moreno

    Gerrard – – Coutinho

    Sterling

    Can og sakho skiptast því á að vakta svæðið sem barkverðir vakta venjulega – eftir því hvoru meginn er sótt að vörninni. Þræl sniðugt kerfi og krefst g?iðalegs aga.

    Það verður fróðlegt að sjá hvort Chelsea hafi einhver svör við þessum varnarleik í kveld. Ef einhver lið ættu að hafa svör þá eru það City og Chelsea.

  10. Við verðum að nýta okkur reynsluleysi hjá hinum 19 ára Zouma sem spilar sem miðvörður í dag.

  11. Það er hægt að finna sæmilegt stream á firstrow. Engin megagæði en skárra en ekkert.

  12. Ég ýtti á þennan link og hann þræl virkar, mjög flott gæði og enskir lýsendur

  13. ógeðið costa byrjaður aftur, traðkar á Can. Hvað þarf til þess að dómara hugleysingjar á englandi þori að reka þennan mann útaf ?

  14. Fínn leikur so far, hálffæri á báða bóga, gæti dottið á hvorn veginn sem er eins og er…

  15. Jájá þetta var viti og enn aftur sýnir Skrtel veikleika sinn að minu mati. Hér átti hann bara loka Costa af og ekki reyna fara i boltann.

  16. Dagsskipun Gerrard virðist vera að pressa stíft á Matic, hefur svínvirkað til þessa.

  17. Staðreyndir leiksins það sem af er:
    1. Courtois er einn allra besti markmaður í heiminum.
    2. Diego Costa góður leikmaður en algjört fífl.

  18. Courtois er frábær, það má hann eiga. Líka einn af fáum þarna sem er erfitt að líka illa við.

  19. Okkar menn verða að fara nyta þessi helvítis færi

    Annars eru okkar menn að spila frábærlega

  20. Enn og aftur þarf maður að nefna það að liðinu vantar helv. Finisher. Enn og aftur er Sterling að komastmí dauðafæri en er alltaf of seinn að öllu.

  21. Sælir ,
    Getið þið frætt mig, telja útimörk ef staðan verður jöfn?

  22. Ef menn ætla að ná í einhvern árangur í vor – þá verður einfaldlega að krækja í framherja. Átakanlegt að horfa á þetta.

  23. Útivallarmörk telja í framlengingu. Ef staðan er enn 0-0 eftir 120 min fer Chelsea áfram.

  24. #62,

    Aðeins að lokinni framlengingu. Hvaða jafnteflisstaða sem er þýðir sem sagt framlenging, svo hefðbundin útimarkaregla að henni lokinni.

  25. Útimörkin telst ef verður ennþá jafntefli þegar framlenginginn er búinn. ég ég skil það rétt.

  26. Halda þessu í 0:0 fram á 85 mín og skora ekki fyrr en þá…svo er bara að halda út leiktímann

    En…það er líklega ekki að fara að gerast

  27. Það besta við leikinn er hvað Mourinho er pirraður…meira af þessu!

  28. Flottur fyrri hálfleikur. Andúð mín á $F$ að komast á áður óséðar slóðir

  29. Chelsea Eru bara aðeins sterkari og mér finnst þeir vera líklegri í þessum leik, það ná vel vera að við náum að setja mark en það þykir mér frekar ólíklegt því Chelsea eru svo sterkir.

  30. Jæja, flottur fyrri hálfleikur, minnti um margt á fyrri leikinn.

    Ótrúlegt að Costa skuli ekki hafa fengið rautt, svo það er á móti sanngjarnt að hann hafi ekki fengið vítaspyrnu eftir það atvik.

    Það getur allt gerst í seinni! Sterling klaufi að ná ekki að leggja boltann fyrir Gerrard eftir að elta droppið og Coutinho hefði mátt slútta betur (samt búinn að vera þrusugóður). Gerrard virkilega klókur í þessari stöðu – en við vissum það svo sem.

  31. Mjög jafn hálfleikur. Costa átti líklega að fá víti en það sem kemur á móti er að hann braut mjög kvikindislega á Emre Can og hefði alveg eins átt að fara út af fyrir það. Costa minnir mig rosalega mikið á Suarez að því leitinu til að hann er skítakarakter sem er stundum að gera algjöran óþarfa ruddaskap inn á vellinum.

    Liverpool er líka oft búið að brjóta upp vörn Chelsea en þökk sé markverðinum þeirra þá staðan ennþá jöfn.

  32. Við þurfum enga útivallareglu ef við náum bara að setja eitt kvikindi, og halda hreinu. Færin sem við erum búnir að fá einn á móti markmanni verða að nýtast í svona leik. Það er bara ARGANDI hvað okkur vantar slúttara.

  33. Serstakt að sja Fabregas lima sig kutinn thegar liverpool sækir. Finnst hann i meira varnarhlutverki en vanalega. Greinilega a ad passa uppa hann i thessum leik

  34. Frábær fyrihálfleikur þar sem við erum líklegri en Chelsea. Við erum núna búnir að vera að spila betur en Chelsea í 135 mín og vona ég að við náum að bæta öðrum 45 mín við og þá hef ég trú að við klárum þá.
    D.Costa átti auðvita að fá beint rautt spjald og ekkert annað og vona ég að hann fái 3 leikjabann fyrir þetta.
    Þetta var samt alltaf víti á Skrtel en þarna var einfaldlega karma að verki.

    Baráttan og dugnaðurinn í okkar liði er til fyrirmyndar og var liðið gjörsamlega stórkostlegt fyrstu 20 mín þar sem Chelsea náði nánast ekki að snerta boltan.
    Sterling átti að senda á Gerrard
    Couthino í dauðafæri
    Moreno í frábæru færi.
    1-2 hálfæri.

    Það er hugur í okkar mönnum og er ekkert hægt að setja út á liðið.

  35. #76

    Já, uppleggið gengur greinilega út á að pressa stíft á Fabregas og Matic, gefa þeim engan tíma á boltanum. Svipað og við sáum nokkur lið gera gegn Gerrard í haust og ég hefði skipað mínu liði að gera snemma síðasta vor.

  36. Password á blabseal linkinn einhver? Það er hvorki bls né pls, búið að breyta.

  37. plzzzzz òþolandi ef chelsea vinnur þettasvona eftir að hafa verið yfirspilaðir i fyrri leiknum og ekki líta þeir mikið betr ut nuna neita að trua að þeir fari afram afþvi can rakst smá í hazard!

  38. Flottur fyrri.

    En spáið í hver staðan væri ef við hefðum slúttara í hópnum sem gæti hlaupið.

    #beðiðeftirSturridge

  39. veit einhver um einhvern flash link sem VIRKAR helst á proxy server þarsem að ég er út á sjó….

  40. Frábært comment aftextalýsingu Daily Mail um atvikið þegar Costa trampaði á Can :’Rui Faria getting slow in his old age. He was the fifth off the Chelsea bench to join the touchline argument. He’ll be disappointed when he sees the tape.’

  41. Erum við 5 ára?? Vinsamlegast hætta þessu með Costa og elefant, út í hött….

  42. Getum við ekki bara sagt að “fílamaðurinn” sé verðskuldað út af stomps/átröðkunum og þar með skautað snyrtilega hjá (vissulega hallærislega) útlitsvinklinum? 🙂

  43. Getur einhver sagt mér afhverju þessi horbjóður Diego Costa er enþá inná þessum velli ætti að vera kominn með tvö rauð og eitt til tvö gul spjöld.

  44. Mignolet svo sannarlega að eiga uppræsn æru, frábærlega gert þarna hja honum

  45. Hvað í veröldinni er Johnson að gera? Hleypir þeim framhjá sér hvað eftir annað.

  46. Mignolet er búinn að vinna sér inn “10 leikir án gagnrýni” passann.

  47. Mignolet er sko búinn að vera frábær í þessum leik.

  48. Balotelli að koma inn á, er ekki skrifað í skýinn að hann hendir í winner?

  49. á ekki fara gera einhverjar breytingar. Cheski eru með yfirtökinn og finnst frekar bitlaust frammi og tveir komnir með gult.

  50. Kom Johnson inná sem dyravörður eða ? og er frítt inn hjá honum ? costa er bara eins og hann er, svo er móri eins og frekur smákrakki þarna á hliðarlínunni. Við verðum að fara að ógna marki cel$ki meira. Þeir liggja of mikið á okkur, það væri nú ekki ólíklegt að costa skoraði síðan sigurmarkið.

    Koma svo LIVERPOOL, Tökum BRADFORD Á ÞETTA núna ! ! ! ! !

  51. #105

    Já, en þá bara eftir framlengingu.

    En úff, þetta er orðið erfitt núna. Djö vona ég að Balotelli sláist í hóp með Mignolet og nái sér í smá uppreisn æru…

  52. Sorglegar tilraunir frá gerrard , svo hefur johnson ekkert að gera þarna

  53. Úfff….þetta er orðið erfitt. Báðir miðjumennirnir á gulu spjaldi. Lítil hreyfing í sóknarleiknum. Nokkrir fætur þarna orðnir ansi þungir. Chelsea virðist hafa tekið stjórnina og er að spila á hærra tempói. Vonandi að L’pool nái að standa af sér storminn og pota inn einu marki í restina.

  54. Held ég myndi svei mér setja Lucas í vinstri miðvörðinn og Johnson í wingback.

  55. Það hefur hægst á okkar mönnum í seinni hálfleik og hlaupaleiðir sem voru opnar í fyrri leik og fyrri hálfleik hafa lokast. Þetta verður erfitt.

    En af hverju er Costa ennþá á vellinum?

  56. Held mig enn við liverpool mark á 85 mínútu og svo þraukum við storminn til loka….Er að vísu að horfa á seinkaða útsendingu í acestream en what the hell 🙂

  57. Okkar helsta von er að Coutinho, Moreno eða Sterling nái að keyra á þreytta varnarmenn. Balo eða Gerrard gætu auðvitað komið með einhverja snilld, en ég held að kjúklingarnir séu líklegri til að gera eitthvað.

  58. Balotelli er afar föngulegur á velli. Minnir á gljáfægðan gæðing í A flokki frá Kjarrholti.

  59. Coutinho er ótrúlegur, hann er enn með lappir í alls konar trickery. Ótrúlega skemmtilegur leikmaður og ég vona innilega að hann verði lykilmaður í liði Liverpool um ókomin ár.

  60. Það verður bara að segjast eins og er, Balotelli er gjörsamlega gagnslaus.

  61. Mér finnst Balotelli mjög fínn eftir að hann hefur komið inn á. Greinileg breyting á honum. Sendingarnar eru farnar að rata betur til samherja.

  62. Rúnar: Algjörlega ósammála þér. Í þau skipti sem hann hefur fengið boltann hefur hann yfirleitt skilað honum af sér áfram á leikmann í hættulegri stöðu. Mjög gott spil hjá honum og Coutinho.

  63. Skrölti gamli að eiga monster leik!

    Fyrir utan að vera heppinn að fá ekki á sig augljóst víti……

  64. Klassísk Mourinho úrslit.. náði útivallarmarkinu og 0-0 ‘sigur’ á heimavelli…

  65. Svona eiga fótboltaleikir að vera.
    Verðum að kreista mark.
    Þurfum að fá Lallana inn fyrir Gerrard núna.

  66. Okkar menn búnir að vera frábærir. Eitt hefur alveg vantað er framherji í þetta. Því miður virðist Balotelli ekki virka. Þá óttast ég hve mikil orka fer í þennan leik þ.e.a.s. Varðandi næstu helgi. Breiddin er ekki mikil hjá okkur.

  67. Þetta breytir engu. Við þurftum hvort eð er að skora. KOMMMA SVOOO!!!

  68. Þá er þetta búið grunnar mig, en flottur leikur hjá Liverpool

  69. og svo hoppar hann ekki upp þegar boltinn kemur inn á.

    Bahhh…

  70. Stoltur af mínum mönnum, þeir eru búnir að standa sig vel. Staðan er óbreytt, við verðum enn að skora eitt.

  71. Þetta mark skiptir ekki öllu….verðum að setja eitt mark á næstu 25 mín….

  72. Ekki missa móðinn piltar – einbeita sér bara að því að skora þetta mark sem við þurfum.

  73. Afspyrnuslök dekkning í þessu marki, þrír chel$ki leikmenn einir í miðjum teygnum…

  74. Hve oft höfum við séð þetta. Lucas að brjóta af sér og aukaspyrna á okkur og mark.

  75. Hvað veldur samt að Lallana er ekki kominn inná. Menn virðast orðnir ansi þungir margir hverjir

  76. Er ekki hægt að gera kröfu til helvítis Henderson að hann drulli sér til að hitta á markið svona af og til.

  77. Verð að viðurkenna það að ég hefði verið ánægður hefði Gerrard slegið Costa niður. Þvílíkur skíthæll sem þessi leikmaður er.

  78. Munurinn eru gæði. Við höfum þau ekki. Gæði í hverri stöðu en margar pullur hjá okkur… sjáum bara færi Henderson. Sjötta flokks leikmaður hefði gert betur. Dekkningin hjá Balotelli (af hverju er sá lati drullusokkur ennþá hjá felaginu) í markinu…..
    Eigendur okkar vilja ekki ná árangri. Þá væru menn búnir að styrkja liðið. Fyrir þennan leik vorum við inni öllum keppnum

  79. Flott upplegg hjá Mario þarna. En sem fyrr vantar okkur slúttara.

  80. Hverslags arfasauður er þessi Costa? Traðkar tvisvar viljandi á mönnum og snýtir Gerrard!

  81. Ótrúlegt hvernig co$ta getur enn verið inná vellinum, hvað er eiginlega að. Okkur skortir bara meiri gæði frammávið til þess að geta nýtt öll þessi færi. Því miður

  82. Ekki oft sem að maður sér Gerrard verða reiðan en mikið agalega á Costa auðvelt með að koma sér í vandræði

  83. Ég sé að mönnum er mikið í nöp við Costa, þannig að ég slæst með ykkur í hópinn!

  84. lambert að gera sig kláran og balo hljóp inn í klefa
    Ef balotelli er að fara útaf þá er klárt að tími hans sé algjörlega liðinn

  85. Munurinn á þessum liðum í dag er gæða striker(sama hvað við hötum hann) og Eden Hazard…
    Eigum alveg í fullu tréi við þá en það vantar þetta loka touch til að klára almennilega…

  86. nei kominn aftur að ræða við rodgers, greinilega bara þurft að pissa, moreno hinsvegar að fara útaf

  87. baló er sökudólgurinn. Átti hörmulega sendingu sem leiddi til þess að brotið varð. nennti svo ekki að stökkva upp í boltann þegar hann kom fyrir markið. Sorglegt. Samt hefur hann átt stöku sendingar sem hafa ratað rétta leið. Hef ekki mikla trú á Lambert blessuðum þarna. þessi skortstöðukaup eru ekki að skila miklu… en við verðum taplaus í vor svo eitthvað á eftir að gerast. jamm.

  88. Balo er ekkert sérstaklega slæmur, hann er bara einhvern veginn á annari bylgjulengd en aðrir í liðinu. Er bara svo augljóst að hann er ekki vanur að spila með liðinu og þeir ekki með honum.

  89. Munurinn á okkur og Chelsea?

    Við erum betri í 135 mínútur og nýtum það ekki.

    Þeir betri í 50 og klára það…en vonum ennþá!

  90. Jæja…mér finnst þó skárra að tapa 1:0 en að tapa 0:0 á þessu asnalega útivallamarki…

  91. Jæja, þetta virðist vera að fjara út. GUÐ MINN GÓÐUR hvað okkur vantar GÆÐA FRAMHERJA 🙁

  92. Æi hvað þessi íshokkí tækling frá Skrtel gladdi mig. Takk vinur.

  93. hvernig hefði verið að taka smá áhættu og taka Lucas út fyrir Lambert en nei BR tekur Moreno frekar út. Lucas greyið alveg búinn á því og þar fyrir utan kann hann ekki að sækja.

  94. Já, Lucas er alveg búinn að tæma tankinn. En Lucas á gufunum er betri en margur annar.

  95. ég vona að þetta verði síðasti leikur balo…. þvílíkur pappakassi…

  96. Það eina sem vantar í þetta Chelsea lið er G.Neville og Roy Keane og þá væri þetta daprasta lið allra tíma.

  97. Ef þetta er munurinn á chelsea og Liverpool. Það þarf framlengingu og tvo leiki til að skera úr hvernig leikar fara… þá er Liverpool að verða eitt besta lið Englands.

  98. Ef menn gætu nú einhvern tímann klárað færin sín þá væri staðan önnur í dag

  99. Hvaða læti eru þetta. Flottur leikur hjá Liverpool.
    Balo greyið gerði sitt besta og var fínn.
    Skil ekki hvaða væll þetta er að þetta sé daprasta lið allra tíma. Erum að spila á móti Chelsea sem að eru að stefna hratt að titlinum og með besta lið á Englandi í dag.

Chelsea á morgun

Chelsea 1 Liverpool 0