Chelsea 1 Liverpool 0

Liverpool beið í kvöld lægri hlut gegn Chelsea í undanúrslitum enska Deildarbikarsins. Lokatölur urðu 1-0 fyrir heimamenn á Stamford Bridge og þurfti framlengingu til að fá niðurstöðu í einvígið.

Brendan Rodgers stillti upp nánast sínu sterkasta liði í kvöld. Nánast, fyrir utan einn endalaust mikilvægan leikmann.

Mignolet

Can – Skrtel – Sakho

Markovic – Henderson – Lucas – Moreno

Gerrard – Sterling – Coutinho

Bekkur: Ward, Lovren, Johnson (inn f. Sakho), Allen, Lallana, Balotelli (inn f. Markovic), Lambert (inn f. Moreno).

Ég ætla að fjalla sem minnst um andstæðinga okkar í kvöld. Læt aðra um það í ummælum þessarar skýrslu. Þeir eru topplið Englands og það af góðri ástæðu; frábærlega vel þjálfað og agað lið þar sem rándýra heimsklassaleikmenn er að finna í hverri stöðu. Þeir eru með markakónginn, mest skapandi miðjumann deildarinnar, bestu vörn deildarinnar og þegar það allt þrýtur markvörð sem bjargaði þeim margsinnis fyrir horn í þessu einvígi. Og fleiri orðum eyði ég ekki í þá enda óþolandi með öllu að hafa staðið jafnfætis þeim í 210 mínútur og samt tapað, eins og venjulega.

Nei, þess í stað langar mig að tala um hvers vegna Liverpool tapaði þessum leik.

Fyrst: viðureignin tapaðist að hluta til af því að Liverpool náði bara 1-1 jafntefli á heimavelli þrátt fyrir fádæma yfirburði. Þar gaf ungur varnarmaður klaufalegt víti sem kom þeim á sporið og þrátt fyrir mýmörg færi tókst okkur ekki að innbyrða sigurinn. Gerrard skaut framhjá í dauðafæri, Lallana hélt að hann hefði unnið leikinn en frábær markvarsla sá við honum, og svo framvegis. Það er erfitt að vinna svona einvígi gegn svona andstæðingum ef þú vinnur ekki heimaleikinn þinn.

Þá að viðureign kvöldsins.

Liverpool tapaði í kvöld af því að liðið var miklu betri aðilinn í fyrri hálfleik og fékk mörg færi, þar af þrisvar einir gegn markverði, en náði ekki að nýta þau. Fyrst gat Sterling ekki rennt boltanum á Gerrard sem hefði verið aleinn á markið, þá lét Moreno verja frá sér vinstra megin í teignum og loks lék Coutinho sér frábærlega í gegn en aftur var varið. Eftir að liðið lenti svo undir í framlengingunni fékk Henderson einn opnasta skalla tímabilsins í Englandi en tókst að skalla framhjá, á meðan Sterling lagði upp kjörið skot fyrir Balotelli sem skaut út á bílastæði. Ef þú nýtir ekki eitt einasta af þessum færum á Stamford Bridge, þá taparðu.

Liverpool tapaði líka í kvöld af því að Sturridge vantaði. Eins og svo oft áður í vetur þýðir fjarvera hans að það er hreinlega betra að spila án framherja en að nota valkosti B, C og D. Í 70 mínútur tuðaði ég yfir því hvað hreyfingar Sterling væru vitlausar af framherja, hvað hann hlypi stundum illa í eyðurnar sem opnast í vörn andstæðinganna. Hann hefur staðið sig frábærlega, verandi tvítugur stráklingur sem er ekki framherji en er beðinn um að spila þá erfiðu stöðu fyrir liðið, en hann er ekki framherji að eðlisfari og það gerist svona fimm sinnum í hverjum leik sem hann spilar þarna að ég segi „þarna hefði Sturridge verið mættur í svæðið“ við sjónvarpið. Það er ekki honum að kenna að varaskeifur Sturridge í leikmannahópnum séu vonlausir, en það var meðal annars þess vegna sem Liverpool tapaði í kvöld.

Ég hætti samt að tuða yfir Sterling á 70. mínútu. Þá kom nefnilega Balotelli inná og ég sagði upphátt að ég myndi fyrirgefa allt sem hefur gerst (eða ekki gerst öllu heldur) í vetur ef hann bara gerði gæfumuninn í kvöld. Neibb. Hann var skammaður eftir Bolton-leikinn, þar sem Rodgers hafði hann ekki í hóp, og þá sagði Rodgers orðrétt að „ef þú ekki pressar spilarðu ekki fyrir Liverpool, sama hvað þú heitir.“ Balotelli fékk séns í kvöld eftir skilaboðin og ætlaði aldeilis að sanna sig. Nema hvað, hans hugmynd um pressu er að taka sprett á manninn með boltann og þegar sá sendir á samherja hættir Balotelli að hlaupa og horfir á hina pressa. „Ég gerði mitt, nú vil ég sjá ykkur vinna boltann.“ Berið það saman við þrotlausa vinnu Sterling við að loka á svæði og sendingarleiðir í 120 mínútur í kvöld og þá er erfitt annað en að gnísta tönnum. Rodgers hugsaði þessa skiptingu hárrétt að mínu mati, taktískt séð, en því miður setti hann gjörsamlega vonlausan valkost inná völlinn. Þess vegna, meðal annars, tapaði Liverpool í kvöld.

Þar með var þætti Balotelli ekki lokið, samt. Hann hafði líka áhrif í vörninni, því miður. Hann gaf kærulausa sendingu á miðjum vallarhelmingi Liverpool í upphafi framlengingar. Andstæðingarnir komust inn í boltann, Lucas lenti í ómögulegri stöðu og varð að brjóta af sér. Í fylgjandi aukaspyrnu tölti Balotelli inn á teiginn og eins og endursýningin sýndi klárlega átti hann að dekka markaskorarann en ákvað að horfa á boltann og gaufa í stað þess að fylgja sínum manni, sem skoraði að sjálfsögðu af vítapunktinum.

Það eru margar ástæður fyrir því að Liverpool tapaði í kvöld en stór hluti þeirra leiðir að sömu niðurstöðunni: Mario Balotelli var panikkeyptur í lok ágúst, eftir að valkostir 1 og 2 í stað Luis Suarez höfðu klikkað. Sénsinn var tekinn, teningunum kastað og því miður sprakk þetta litla veðmál í andlitið á Rodgers, Ayre, FSG, kokkinum, saumakonunni og okkur öllum hinum. Þessi leikmaður skilur ekki pressu, skilur ekki hlutverk sitt í liðinu, hefur ekki snefil af því hugarfari sem þarf til að vera varaskeifa fyrir Sturridge, hvað þá staðgengill Luis Suarez í liði Brendan Rodgers hjá Liverpool. Því fyrr sem menn slútta þessari tilraun, því betra.


Þetta var samt ekki alslæmt. Langt því frá. Mig langaði að koma neikvæðu hlutunum frá mér, pirringnum sem snýr allur að framherjastöðunni okkar. Restin af liðinu getur borið höfuðið hátt. Mignolet hefur heldur betur lifnað við á síðustu dögum og var aftur gjörsamlega frábær í markinu í kvöld (fyrir utan blessuð útspörkin, en hey ég ætla ekki að vera frekur í bili). Can, Skrtel og Sakho voru einnig enn og aftur frábærir í kvöld og þótt það síðasta sem Sakho gerði hafi verið mislukkuð sending sem gaf andstæðingunum færi sýndi mikilvægi hans sig í því að liðið missti fótana og átti slakan kafla um leið og hann fór út af. Við verðum að vona heitt og innilega að meiðsli hans séu ekki slæm, ég get vart hugsað þá hugsun til enda að fara að missa hann út akkúrat núna. Ekki núna. Hann er búinn að vera svo góður.

Moreno og Markovic voru hljóðir sóknarlega á vængjunum en sýndu af sér mjög agaðan og þroskaðan leik. Þessir ungu strákar tóku sinn tíma í haust en hafa stimplað sig inn í þetta lið og það rækilega. Framtíðin er björt. Á miðjunni héldu Henderson og Lucas áfram að standast sér dýrari og frægari mönnum snúning og fyrir framan þá hélt Coutinho áfram að gera svokölluðum besta varnartengilið Englands erfitt fyrir. Fyrirliðinn okkar hefur átt betri leiki en barðist fyrir sínu og lék eiginlega betur eftir að hann færði sig niður á miðjuna, og Henderson út á vænginn, við taktísku breytinguna á 70. mínútu. Frammi var Sterling eins góður og hann gæti mögulega verið, miðað við að hann er ekki framherji. Þvílíkur leikmaður.

Eftir stendur gríðarlega jákvæð frammistaða gegn toppliði Englands í 210 mínútur. Eftir auma uppgjöf á Anfield gegn sama liði sýndu okkar menn í síðustu viku, og aftur í kvöld, að þeir hafa komið um langan veg síðan þá og óttast ekkert lengur. Það býr gríðarleg framtíð í þessu liði okkar og ég hlakka til að sjá það smella enn frekar í næstu leikjum, og eins svekktur og ég er með tapið í kvöld man ég að þetta er bara tap nr. 2 í síðustu 17 leikjum og alls ekkert til að missa svefn yfir.

Ég hlakka til næstu leikja með þessu frábæra Liverpool-liði. Þá verður Daniel Sturridge líka farinn að spila fótbolta aftur. Ekki seinna vænna.

92 Comments

  1. Takk fyrir frábæra baráttu drengir. Þvílík skemmtun sem þessi leikur var svona fyrir utan úrslitin. Takk fyrir kvöldið.

  2. Okkar óhamingju verður allt að vopni…

    Dýrt að gera léleg kaup, ekki síst í sóknarmönnum. Stórkostleg barátta og ævintýrlaleg frammistaða flestra leikmanna. Baló ekki alslæmur en markið var að miklu leyti hans sök.

  3. Munurinn á þessum liðum í einu orði: FRAMHERJI
    En duttum þó út með sæmd!

  4. Rífið nú upp helvítis veskið fsg og kaupið finisher. Við værum á leiðinni á Wembley ef þeir hefðu drullast til þess að kaupa framherja fyrir þessa leiki. hHvað gera þeir eiginnlega áa æfingun? Því ekki eru það skotæfingar. Þvílík dauðafæri sem Sterling, Coutinho og Henderson fengu.

  5. Skil ekki af hverju hann setti ekki Lalana inn frekar en Lambert, hafa feska fætur á miðjunni frekar en annan gagnlausan sóknamann.

  6. Þetta var rosalegur leikur að horfa á. Því miður vorum við ekki með sóknarmann tiltækan til að klára dæmið.
    Rodgers er klárlega á réttri leið með þetta lið en það vantar svo rosalega sóknarmann til að klára þessi færi sem að Coutinho er að búa til alla leiki undanfarið.

    Costa er ógeðslegur leikmaður sem ég vona að fái bann eftir að fá að traðka á leikmönnum trekk í trekk.

    Mignolet var frábær í þessum leik en ég vel Coutinho sem mann leiksins.

  7. Það segir eitthvað þegar Courtois er maður leiksins í báðum leikjunum

  8. Munurinn á liðunum í þessum leik var reyndar ekki framherji, heldur varnarmaður 🙂

  9. okkar menn hreint ut sagt frabærir i kvold og betra liðið i þessum 2 leikjum. vorum sirka einum sturridge fra þvi að klara þetta einvígi. liðið á hárréttri leið og mer fannst þetta besti leikur okkar a timabilinu.

    coutinho gersamlega frabær ásamt mörgum öðrum i kvold.

    djofull verður gaman þegar Sturridge kemur inn.

  10. Jesús kristur hvað menn í þessu liði geta ekki klárað…. það er við það að vera sorglegt.
    Held að balló fari hreinlega hann er því miður út á þekju.

  11. Ætla að bíða eftir skýrslunni en rólegir með að ætla að kenna því um að Balo hafi ekki dekkað.

    Færið til að klára þessa viðureign var allur leikurinn á Anfield og sá fyrri hér.

    Mourinho setur upp sín lið til að vera óstjórnlega erfið að fara í gegnum og vinna, en í þessum leikjum var einn maður sem kláraði þessa viðureign…hann heitir Courtois og er svindlmaður á allan hátt.

    Held hausnum hátt, frábærar frammistöður en bara ekki nóg gegn besta liðinu á Englandi. Meira síðar.

  12. Ef liðið spilar alla deildarleiki eins og í þessum tveimur gegn Chel$ki þá ætti deildarformið ekki að vera neitt vandamál.

    Courtois var munurinn á milli þessara tveggja liða í þessum leikjum. Þetta mark Ivanovic skipti í raun engu, Liverpool þurfti alltaf að skora.

    Að lokum, Diego Costa hlýtur að verða dæmdur í 3 leikja bann eftir margítrekaðan fávitagang í kvöld. Öflugur leikmaður en algjört fífl.

  13. Frábær barátta og við vorum í möguleika til síðustu mínútu – geri aðrir betur á móti þessu liði. Sérstaklega þar sem við áttum að vera einum fleiri í 110 mín.

  14. Flott frammistaða hjá okkar mönnum, hefði verið gaman að slá Chelsea út en það varð ekki í dag þó við höfum fengið tækifæri til þess. Óska Chelsea mönnum til hamingju með að komast áfram í dag, þeir áttu það skilið í þessum leik (ef undan er skilinn Costa).

  15. Með svona spilamennsku rúllum við yfir Bolton! Ég er sáttur þrátt fyrir tap.

    Gífurleg vonbrigði að eiga ekki sóknarmenn. Balotelli og Lambert gagnslausir með öllu!

  16. #9 Það var ekki við vörnina að sakast í þessum leik og hefði heldur ekki gert neitt fyrir okkur að halda hreinu hvort eð er. Það sem vantaði og var vitað löngu fyrir leikinn var það að við þurftum að skora mark til að eiga möguleika á að komast áfram. Það var það sem klikkaði fyrst og fremst. Þar hefði alvöru slúttari getað gert gæfumuninn.

  17. #18
    Var ekki að meina að það var við vörnina að sakast, heldur að það var varnarmaður sem setti markið.

  18. Hefðum unnið leikinn ef Sterling væri ekki svona eigingjarn.

  19. coutinho og sterling þurfa að taka lappaæfingu á morgun það eru svona sitthvor 100gr af vöðvum á spóaleggjonum þeirra enda kemur alltaf laflaus rúlla á markið þegar þeir ætla að hlaða i “bombu” djöfull !!!!

  20. ég er algerlega búinn að missa húmorinn fyrir þessu Balotelli-dæmi

  21. Ofboðslega vona ég að félagið sé ekki að fara henda 3 ára samning í Johnson. Hann var eins og keila þarna aftast og menn gengu framhjá honum ítrekað.

  22. Vonbrigði. Ég veit ekki hversu marga leiki þessi skelfilega færanýting hefur kostað okkur.
    Það hringir viðvörunarbjöllum allstaðar nema þeim sem klúbbnum stjórna þegar Cahill og Terry eru með fleiri deildarmörk skoruð en Balotelli, Borini, Lambert og Sturridge til samans.
    Hvernig er ekki hægt að sjá hið augljósa og opna veskið fyrir framherja í janúar?

  23. Vantaði bara slúttið, með alvöru striker hefðum við átt að vinna þetta svona 6-2 samanlagt.

    Balotelli á ENGA sök á hvernig fór í kvöld. Aðrir fengu býsna afgerandi færi og nýttu þau ekki. Mignolet var frábær.

    Þessar frammistöður gegn besta liði Englands gefa hins vegar nokkra ástæðu til bjartsýni. Þetta var Chelsea á Brúnni, for crying out loud!

    Loks vil ég bjóða upp á random fróðleiksmola: plast er búið til úr olíu!

  24. en glæsileg barátta i liðinu og ekkert meira en það annars hefðum við skorað fleirra en 1 mark a þessum 210min bradford skoruðu 4 mörk á 90 min a þennan svindlkall i markinu

  25. En hey okkur vantar striker en ætlum EKKI að kaupa því Sturridge er sko að koma til baka og hann verður heill ALLT seasonið og bjargar öllu!

  26. Eitt með Costa…ef þetta hefði verið Suarez sem hagaði sér svona í kvöld hvað mynduð þið þá segja? Hann stökk upp og áttaði sig ekki á því að hann lenti á leikmönnunum!!

    Costa er leikmaður sem öll lið vilja hafa í sínu liði og okkur vantar leikmann eins og hann eða Suarez. Dirty striker sem getur skoðar mörk.

  27. Bara ef Hendo hefði náð að skalla hann inn. Þá værum við að skemmta okkur yfir lestri á misgáfulegum athugasemdum Móra vel fram í miðjan næsta mánuð.

    Er sammála að þessir leikir voru hin mesta skemmtun og það hefði verið ljúft að hafa Sturridge með.

    En. Það er alltaf stærri bikarkeppnin eftir hjá okkur.

  28. Flott framistaða hjá liðinu í þessum tveimur leikjum.
    Chelsea hvíldi marga um helgina og var það þeim að falli gegn Bradford og sást það í lok leiksins og í framleginguni að við vorum þreyttari en þeir.

    Þetta var leikur sem einn hlutur þurfti að falla með okkur.
    Costa átti að fá rautt
    Moreno hefði getað skorað
    Coutinho hefði getað skorað
    Sterling hefði átt að sjá Gerrard
    Sterling átti skot úr fínu færi á 88 mín.

    En svona er fótboltinn nú er bara að vona að Sturridge nái sér á strik og við komum spilum af svona krafti áfram.

  29. Er svo fokking pirraður eftir þennan leik og þá aðalega út í það að Costa skuli ekki einu sinni hafa fengið gult spjald í þessum leik. Ef þetta hefði verið Suarez hefði hann líklega verið rekinn útaf og svo settur í 20 leikja bann.

  30. Maggi og fleiri, vissulega var Courtois frábær í þessum leikjum en færið í fyrri leiknum hjá Gerrard, þar sem hann skýtur í stöngina, og skallinn hjá Henderson framhjá áðan hafði takmarkað með Courtois sjálfan að gera nema hann hafi verið búin að taka Liverpool leikmennina alveg á taugum með sinni góðu frammistöðu, sem getur svo sem vel verið. Það sár vantar að mínu mati góða slúttara í þetta lið, óháð frammistöðu markvarða andstæðingana.

    Bið annars til guðs að Sakho sé ekki alvarlega meiddur. Meiddist hann ekki líka á móti Chelsea í janúar í fyrra? Er hann að skapa einhverja hefð með þessu? Hvað segir það annars um stöðu Lovren ef að Johnson kemur inná á undan honum þegar Sakho meiðist?

  31. Ekkert nýtt sem við lærðum í dag.
    Við eigum frábæra miðjumenn sem eru töframenn með boltann, Lucas er lykilmaður, vörnin er góð og Skrtel er granítharður. Gallinn liggur eftir sem áður í að fáir eða engir í liðinu geta klárað færi, sérstaklega mennirnir sem eru keyptir til þess.

    chelsea kom svo auðvitað ekkert á óvart… fæst orð bera minnsta ábygð.

  32. #28

    Maður gerir sig mjúkan og lætur líkamsþungann síga niður og tekur kollhnís eða rennur eftir grasinu.

    Þetta gerist ekki fyrir slysni. Þú finnur strax ef þú ert að lenda á fæti, en ekki grasi.

  33. Svakalegur leikur!

    Can, Mignolet og Coutinho menn leiksins. Vonlaust að velja á milli þeirra.

  34. @31 Costa fékk gult spjald þegar þeir gerrard voru að faðmast.

  35. Það sást nú í endursýningunum að Costa horfði niður fyrir sig og vissi alveg hvert hann þurfti að setja lappirnar í lendingunni. Maður sér líka muninn á þeim sem stíga óviljandi á andstæðinginn sem verður til þess að menn reyna að gera sem minnst úr eigin líkamsþyngd á meðan það hlakkar í Costa. Alveg merkilegt hvað þessi maður kemst upp með. Hefði þetta verið Suarez hefði hann fengið 3 rauð spjöld í þessum leik. Jón og Séra Jón syndromið enn eina ferðina hjá enskum dómurum.

  36. #28

    Nei takk. Sóknarmenn þurfa ekki að vera subbulegir til að vera góðir. En þegar menn eru eins góðir og Suarez er e.t.v. hægt að bíta í tunguna á sér af og til.

  37. Ég held að Suarez hafi komist lengra með sinni geðveiki…það á líka við um Costa.
    Ég er ekki að reyna að verja þá en þannig held ég það sé.

  38. By the way…frábær leikur hjá okkar mönnum.
    Nú einbeitum við okkur af hinum bikarnum og 4ða sætinum.

  39. https://pbs.twimg.com/media/B8Ys8R1IIAEu8xQ.jpg

    Miðað við frammistöðuna í þessum 2 leikjum á móti Chelsea þá vantar okkur bara alvöru striker, Migs stóð sig frábærlega í þessum leik, vonandi að hann sé að stíga upp.

    Mikið rosalega væri ég til í að Balotelli hefði helminginn af ákafanum hans Suarez, með þessi touch og smá ákafa væri þetta heimsklassaleikmaður.

  40. Frábær frammistaða hjá flestum ,sex dagar eftir af glugganum nógur tími til að losa sig við Balotelli, skil ekki afhverju hann klæðist Liverpooltreyju.

  41. Leikskýrslan er komin inn. Mér er sama hvað Maggi minn segir (ummæli #13), það var engin leið að láta Balotelli ekki fá það óþvegið fyrir innkomu sína í kvöld.

  42. Enska knattspyrnusambandið hlýtur að taka þennan viðbjóð fyrir og dæma hann í langt bann.
    Vill einhver spá í hvað Suarez fengi margra leikja bann fyrir svona?

    [img]https://scontent-a-lhr.xx.fbcdn.net/hphotos-xaf1/v/t1.0-9/10268441_925048014193875_7086946389066954121_n.png?oh=0188e22d48a9cdc83a6b936fa4dc9a88&oe=55555963[/img]

  43. Þetta Balotelli-væl er gjörsamlega óþolandi.

    Fylgdist einhver þeirra sem gagnrýna hann eftir leikinn í kvöld með frammistöðu hans í raun og veru eða er þessum ummælum bara fleygt fram vegna þess að það er í tísku að segja manninn ómögulegan?

    1. Balotelli pressaði í kvöld. Það er eitthvað sem hann hefur ekki gert áður, og er í raun algjörlega út fyrir hans þægindaramma, en Rodgers hefur beðið hann á opinberum vettvangi um að sinna pressunni – og hann gerði það. Jákvætt.

    2. Leikmenn liðsins reyndu oftar en ekki að koma boltanum upp völlinn í fætur á Balotelli til þess að geta fært liðið ofar. Balotelli náði að vernda boltann, hélt varnarmanni frá sér og skilaði boltanum á samherja nær undantekningalaust. Þetta er eiginleiki sem enginn okkar sóknarmanna getur betur en Balotelli. (Það er líka góður mælikvarði á getu Balotelli að samherjar hans leita til hans í þessa stöðu.)

    3. Þá var hann einnig duglegur að finna svæði á milli varnar og miðju Chelsea-manna til þess að hlaupa í og fá boltann, fann oftast Sterling og Coutinho í fætur í FYRSTU snertingu, og gaf þeim tækifæri til þess að hlaupa með boltann, sem er þeirra styrkleiki.

    Balotelli átti eitt afleitt skot. Hann skoraði ekki. Hann var nálægt Ivanovic í marki Chelsea en það var ekki við hann að sakast – heldur þessa bjánalegu svæðisdekkningu. Liverpool tapaði. Liverpool er úr leik.

    En innkoma Balotelli var virkilega jákvæð – það sér hver maður sem horfir á leikinn í raun og veru en starir ekki á snjallsímann stærstan hluta leiksins og skrifar misgáfuleg twitt um leikinn sem “hann er að horfa á”.

  44. Ég ætla samt að tuða.

    Hvers vegna í ósköpunum nýtir LFC ekki þennan janúarglugga og nælir í einhvern klassa framherja? Það er ekki séns að Sturridge sé að fara að haldast heill ef hann þegar hann loksins verður það. Borini og Lambert eiga ekki heima í Liverpool og leikstíllinn hentar ekki Balotelli og það sem fer mest í taugarnar á mér: Sterling er látinn spila frammi. Hann er 20 ára gamall, sennilega einn af 3 bestu sóknarsinnuðu miðjumönnum deildarinnar og hæfileikum hans er sóað með því að henda honum á toppinn, þá er betra að hafa Lambert eða Borini inná til að klára þau færi sem Sterling mundi búa til ef hann spilaði sína réttu stöðu.

    Annars er ég jákvæður á framhaldið.

  45. Algjörlega sammála #50.

    Mario var fínn í hold up, tók nokkra flotta hæla/flicks (fram á við og beint í fæturna á samherjum!) og las leikinn ágætlega. Ennfremur pressaði hann, þótt það væri e.t.v. ekki á sama gasi og Sterling og fleiri.

    Eitt misheppnað skot. Annað var barasta í fínu lagi.

    Mario fer vonandi hvergi fyrr en í sumar. Það býr mikið í þessum leikmanni og Brendan Rodgers verður að fá a.m.k. vorið til að reyna að ná því út úr honum. Annars má hann fara og gengur vonandi aldrei einn, þrátt fyrir marrkaþurrð í Liverpool borg.

  46. Ég er ekkert að segja annað en það að Balotelli tapaði ekki þessari viðureign.

    Það að kenna honum um dekkunina er auðvitað alrangt eins og Jamie Carragher bendir á í fínum link hér að ofan en kannski telja menn það vera bara vitlaust hjá Carra, enda veit hann væntanlega lítið um svona mál.

    Ég held að Kristján segi þetta allt í skýrslunni áður og ég geri enga athugasemd við það sem hann segir. Þetta var að mínu viti frammistaða í topp fimm í vetur á gríðarerfiðum útivelli og frammistaðan í þessum tveimur leikjum vekur mér mikla bjartsýni. Ég vona heitt og innilega að liðið haldi þessu formi. Miðjan okkar mjög traust og vörnin góð, þó enn á ný hann Sakho virðist nú vera meiddur og það vekur mér miklar áhyggjur – hann dugar aldrei nema 10 leiki í plús.

    Sóknarfærslurnar í þessum leik voru beinlínis frábærar fyrstu 45 mínúturnar eins og við sáum á Anfield en við höfum ekki enn nægilega orku til að klára svona leiki, bara rétt eins og síðastliðið vor þegar Chelsea tóku af okkur titilinn í ekki ósvipuðum aðstæðum og við sáum í þessum tveimur.

    Svo að ég er svekktur en stoltur í kvöld og er glaður með frammistöðu manna í kvöld. Mér fannst við hafa púður í þennan leik í 60 mínútur en eftir það eygði ég litla von. Kraftur Chelsea var orðinn miklu meiri og við áttum mjög erfitt þaðan frá. Sénsinn lá á þeim 150 mínútna kafla sem er að baki.

    Ef að áhugi er fyrir því að þetta verði einhver enn einn Balo-þráðurinn eða athugasemd um innkaupastefnu þá það, ég svara engu þar um.

    Ég er bara ánægður með bestu frammistöðu okkar á Brúnni í fjölda leikja og glasið er meira en hálffullt, fúlast að vera ekki á Wembley í stað liðs sem er eitt hið dýrasta í heimi en gat ekki opnað liðið okkar af viti í opnu spili, urðu að láta sér vafavíti og aukaspyrnu nægja til að vinna okkur.

    Það skilur eftir í kvöld, er sannfærður um það að reynsla okkar manna eftir þennan leik mun koma þessu liði til góða, allir sem einn vildu virkilega klára verkefnið en voru aðeins of litlir að þessu sinni.

  47. Til að byrja með –
    Virkilega jákvæð innkoma hjá Balotelli á heildina á litið eins og Ingólfur #50 súmmerar upp mjög vel.

    Þetta var vont. Auðvitað. Ógeðslega vont. En djöfullinn höfðum við gott af þessu. Þessi viðureign var skóli. Ef ekki masterspróf þá allaveganna stúdentspróf fyrir stráka eins og Emre Can og Markovic. Eldskírn fyrir liðið í heild. Þetta lítur orðið ágætlega út.

  48. Flott grein Kristján Atli. Ekki oft sem maður er sammála hverju orði.

    Ég hef ekkert á móti Balotelli, finnst hann þrælskemmtilegur utanvallar, en eins og mörgum öðrum mér fannst hann afleitur í þessum leik. Pressan var meiri en vanalega, en ef þú pressar ekki 100% ertu að gera meira ógagn en gagn. Sendingarnar voru svona lala og skotin vonlaus. Það er auðvelt að horfa á Coutinho og sjá hvernig menn eiga að bæta sig í pressunni, Balotelli á alveg að geta þetta líka.

  49. Og já, lykilatriðið í þessu öllu er einmitt framtíðin.

    Þvílík og önnur eins efni sem við eigum í Sterling, Can, Sakho, Markovic, Coutinho, Moreno og fleirum.

    Þetta er ekkert í líkingu við yngri leikmenn Liverpool þau ca 20 ár sem ég hef fylgst vel með málum félagsins. Ónei, þetta er eitthvað allt annað og meira. Og ég hlakka til þess.

  50. “Diego Costa says that he never takes his work home with him. Which is probably a good thing. If he did, the Atlético Madrid striker might walk through the door, goad the dog with a stick, surreptitiously elbow his wife out of the way on the stairs, shrug his shoulders innocently as she lay in a crumpled heap at the bottom and whisper insults to his children, look the other way and whistle when they burst into tears. He might stroll into the living room and dramatically collapse on the floor, roll around the rug holding his head and appeal for a penalty. He might even get it too.”

    – Sid Lowe

  51. Skil ekki það að það er verið að líkja Suarez við kosta, Suarez beitti ýmsum brögðum en hann skaðaði ekki leikmenn villjandi þegar boltinn er ekki í leik, þar liggur munurinn

  52. Með fullri virðingu fyrir G.Johnson en hérna hver ætli hafi náð að ljúga því bæði að honum og öllum hans þjálfurum að hann sé varnarmaður… Sjaldan séð jafn clueless varnarmann.
    Annars spilaði Liverpool vel á móti líklegum enskum deildar og deildarbikar meisturum

  53. Ja fyrsta lagi held ég að það sé allt í lagi að hrósa Mingolet fyrir leikinn í kvöld hann hefur auðvita fengið mikla gangrýni og átt mikið af henni skilið en hann var virkilega góður í kvöld og búinn að vera fín undanfarið. Ballotelli kom lélegur inná sending hans sam gaf aukspyrnuna var mjög léleg og lucas hefði getað fengið rautt fyrir brotið síðan geta menn deilt um zonal marking og eitthvað en Ballotelli lýtur ekki vel út í markinu þeirra

  54. Magnað að Ingólfur (#51) sé kominn nú þegar með 25 like á þessa bull færslu. Balotelli er með öllu gagnslaus í því sem hann gerir. Hvað með það þótt mörg hundruð milljón króna framherji sem spilað hefur með Inter, AC Milan, Man City og fleiri liðum geti gefið boltann frá sér nokkrum sinnum í leik? Maður tekur nánast ranga ákvörðun í öll skipti sem hann er með boltann. Hann er lélegur að pressa það er staðreynd, hann tekur vonlausar ákvarðanir í teignum alltof oft, hann dúndrar á markið langt fyrir utan teig haldandi að hann sé ósigrandi og geti smellt honum í sammarann þegar hann vill (sem hann getur ekki) og svo vantar allt passion í manninn til að spila fyrir þennan klúbb. Skítt með hver hann er eða hvað hann heitir. Þetta er landsliðsframherji ítalska landsliðsins í fótbolta og hann hefur ekki gert neitt annað en að sanna að hann sé eins og miðlungsfótboltamaður úr 1 eða 2 deild á Englandi.

    Með fullri virðingu fyrir þeim sem eru að reyna verja manninn þá er mér það fullkomlega óskiljanlegt hvað hann er að gera ennþá hjá klúbbnum. Hann hefur ekkert fram að færa nema slæmt umtal og metnaðarleysi inni á vellinum. Það hlýtur að vera ástæða fyrir því af hverju BR er alltaf að taka hann úr hóp eða frysta hann.

    Sorry en ég vil ekki sjá þennan Balotelli hjá liðinu sem ég styð.

    Nei takk.

  55. Sæl öll,
    Núna þegar liðið er aðeins farið að líkjast því sem við sáum í fyrra kemur upp sammála vandamálið. Leikmenn Liverpool eru ekki í nægilega góðri líkamlegri þjálfun. Þeir halda út í ca. 65-75 min en eru sprungnir eftir það. Það var rosalegur munur á þessum tveimur liðum hvað þetta varðar.
    Ég vorkenni Lovren að horfa upp á Johnson hörmungin (í þessari stöðu á vellinum) valinn fram yfir sig.

  56. Gríðarlega svekkjandi tap í hörkuviðureign, okkar mönnum vantaði herslumuninn í báðum leikjunum og á endanum föllum við úr leik á sömu mistökum og hafa hrjáð liðið allt þetta tímabil. Leikmönnum Liverpool er fyrirmunað að nýta færin sín og gengur jafnvel ennþá verr að verjast föstum leikatriðum. Einföldun að ætla kenna sóknarmanninum einum um varnarleikinn í marki Chelsea og raunar tekur því ekki að ræða þetta mark þeirra þar sem það skipti afar litlu varðandi úrslit leiksins, Liverpool þurfti að skora í dag til að eiga séns en er það algjörlega fyrirmunað.

    Courtois er frábær markmaður, óþolandi góður en það er ekki honum einum að kenna að okkar menn gátu ekki skorað. Skotnýtingin er fáránlega léleg hjá okkar mönnum. Ömurlegt að eyða svona mikilli orku aðalliðsins í þessa keppni til þess eins að falla úr leik í undanúrslitum. Ungir leikmenn liðsins búa vonandi af reynslunni ef reynum að taka eitthvað jákvætt frá þessu tapi.

    Frammistaða liðsins var annars þannig að fyrst núna er ég aðeins að sannfærast um þetta leikkerfi Rodgers en það er þó háð því að okkar bestu menn séu með. Chelsea var ekkert að ógna sóknarlega fyrr en Sakho meiddist en okkar menn fengu hinsvegar næg færi til að klára leikinn hinumegin. Margir leikmenn ná að spila sína bestu stöðu með þessu uppleggi sem er vel.

    Skiptingarnar í þessum leik fannst mér allar mistakast og minnkaði bit okkar manna við hverja einustu skiptingu. Það var hroðalegt að missa Sakho útaf og fá haugryðgaðan Glen Johnson inná röngumegin í vörnina í stöðu sem hann hefur aldrei spilað. Hann var líka eins og vængjahurð eftir hann kom inná og okkar menn mun óöruggari varnarlega. Ég efast um að það sé til mikið óstöðugari leikmaður á Englandi en Johnson, eina sem er stöðugt hjá honum er hvað hann er óstöðugur milli leikja og eins það að hann meiðist alltaf reglulega.

    Emre Can var frábær í þessum leik og Skrtel líka en hann hélt heimska ógeðis gerpinu alveg niðri í dag. (Ég afsaka ekki orðbragðið). Costa er ömurlegur andstæðingur og töluvert meira fífl en Suarez var þó okkar maður hafi verið skrautlegur. Costa fer samt eins langt og hann kemst upp með og það er þar sem ég er pirraður, hvernig það er ekki harðar tekið á þessum fávita er ótrúlegt. Hann gerði heiðarlega tilraun til að fótbrjóta Emre Can og Skrtel viljandi í dag og ef FA dæmir hann ekki í langt bann fyrir þetta er það battery endanlega vanhæft. Það bann mun ekki gagnast okkur neitt en langt leikbann er það eina sem dugar til að hann breyti sínum stórhættulega og hálfvitalega leikstíl. Ógeðslegur karakter, gæti ekki passað mikið betur í Chelsea. Svona leikmenn og leikaðferð dóu út á áttunda áratugnum og fáránlegt ef bara einn kemst upp með að spila svona.

    Næsta skipting var Markovic út fyrir Balotelli. Ég skildi það alveg að gefa Balotelli séns, nógu var búið að peppa hann upp fyrir leik en það háði okkur mikið að taka Markovic útaf og breyta um leikkerfi. Ég hefði viljað sjá Balotelli fremstan með t.d. Sterling og Coutinho lausa fyrir aftan sig í sama kerfi og lagt var upp með frá upphafi. Mögulega var eitthvað að Markovic en Balotelli er ekki að fara breyta neinu þegar spilið fyrir aftan hann riðlast svona mikið. Tek annars undir gagnrýni á þessa tilraun hans til að pressa andstæðinginn, hann virðist bara ekki ná þessu hlutverki nema mögulega rétt á meðan hann er að hlaupa á eftir manninum með boltann, þegar hann nær honum ekki er hans hlutverk í pressunni bara búið. Hugsa sér skrímslið ef hann myndi hlaupa jafn mikið og Sterling í leik.

    Síðasta skiptingin var síðan alveg skiljanleg, sóknarmaðurinn sem eftir var á bekknum settur inná en óþreyttur Rickie Lambert setur enga aukapressu á andstæðinginn og það kom á daginn. Dauðþreytt liðið með Balotelli og Lambert frammi var fullkomlega taktlaust og bitlaust á lokakaflanum. Lallana hefði klárlega hentað betur á þessum tímapunkti fyrir Gerrard að mínu mati. Líklega hefði það þó ekki dugað, Lallana fékk besta tækifæri beggja þessara leikja í fyrri leiknum og gerði mjög vel þar, óheppni að hitta á Coutois í því formi sem hann er núna.

    Ég er búinn að gefast upp á Balotelli og lít á hann sem ódýran Emile Heskey. Þó langar mig að sjá hann fremstan í sama leikkerfi og spilað var í dag. Holningin á liðinu var ekki góð eftir að hann kom inná og breytt var um leikkerfi. Hann auðvitað bætir engu við og hefur ekkert gert merkilegt í vetur en þetta var ekki hans versti leikur. Fyrir mér ætti samt að reyna losa sig við þá alla, Balotelli, Lambert og Borini núna í janúar, þeir njóta ekki neins trausts og hafa ekkert getað í vetur.

    Vonandi nær þó ekki væri nema einn af þeim að sanna það fram að vori að hann er ekki með öllu vonlaus.

    Mignolet er að því er virðist loksins hrokkinn í gang og hefur líklega aldrei spilað betur fyrir Liverpool heldur en í þessum leik. Emre Can er að verða þannig leikmaður að líklega verður hann í byrjunarliðinu sama í hvaða stöðu, hlakka mikið til að sjá hann í miðjunni. Sakho veldur með miklum áhyggjum ef hann er meiddur, það fer að verða spurning um að senda hann líka til USA í algjöra endurhæfingu ef svo er enda svipuð meiðslahrúga og Sturridge. Ömurlegt að missa hann enn á ný enda okkar besti varnarmaður. Skrtel hefur einnig stórlagast í þessu leikkerfi og úr því þessir menn náðu að bæta sig svona er ég ekki í vafa um að Lovren geti það líka, hann er ekki eins rosalega lélegur og við höfum fengið að sjá í vetur.

    Lucas er bara kominn aftur m.v. þessa tvo leiki, hann var bestur hjá okkur í dag og hefur verið mjög stöðugur undanfarið, “undarlegt” að hann sé allt í einu svona góður í sinni stöðu. Það á ekki einu sinni að slúðra um hugsanlega sölu á honum meira í þessum mánuði, ómissandi. Það hjálpar honum mikið að hafa Henderson með sér enda er vinnusemi hans oft mikilvæg varnarlega. Henderson vinnur upp helstu galla Lucas og er reyndar bara frábær box-to-box miðjumaður.

    Bakverðirnir fengu að verjast meira í dag en við sáum það best þegar þeir voru komnir útaf hveru mikilvægir þeir eru fyrir allt upplegg liðsins, sérstaklega sóknarlega.

    Gerrard hefur alveg verið betri en Coutinho er gjörsamlega að blómstra í þessu nýja leikkerfi. Hann er arkitektinn af öllu sem liðið gerir sóknarlega og varnarmúr Chelsea átti í stöðugum vandræðum með hann í báðum leikjunum. Færanýtingin er jafn léleg og hjá Sterling en guð hjálpi andstæðingum Liverpool þegar hann hefur alvöru sóknarmann til að leita að, sáum hvað hann gat í fyrra.

    Sterling vantar síðan bara þroska og reynslu sem hann nálgast með hverjum leik, hann er orðinn frábær að öllu leiti nema þegar kemur að því að nýta færin sín, þó er hann alveg að skora mörk af og til. Hann er bara 20 ára.

    Ég sagði fyrir þetta einvígi að ég óttaðist mjög leikinn á eftir þessari viðureign. Ömurlegt að eyða mikilli orku í deildarbikarinn og koma svo uppgefnir í leik gegn West Ham. Það er nokkurnvegin 100% að gerast og ég hef vægt til orða tekið áhyggjur af þeim leik.

    Að lokum er vert að hrósa dómaratríóinu, þeir náðu að klúðra nánast öllum stóru ákvörðunum í þessum leik. Costa slapp tvisvar við svo skínandi bein rauð spjöld að það er viðbjósðlegt. Þetta er þriðji leikurinn af fjórum sem leikmenn Chelsea sleppa á óskiljanlegan hátt gegn Liverpool. Eto´o átti tvisvar á fá rautt á síðasta tímabili og sömuleiðis Oscar í sama leik. Sterling fékk gult fyrir að láta Ramires kýla sig fyrr í vetur og svo er þetta hjá Costa í dag beint fyrir framan 4.dómara í öðru tilvikinu.

    Mourinho var auðvitað ekki til í að tala um þetta eftir leik né í hálfleik þegar hann sat fyrir dómaratríóinu og las yfir þeim, hann var svo grenjandi í 4.dómaranum þegar Chelsea skoraði og hélt því áfram strax eftir markið. Skrtel slapp vel er hann braut á Costa innan teigs en til þess átti aldrei að koma, fíflið átti að vera komið útaf. Seinna í leiknum sluppu síðan Henderson og Lucas ágætlega við að fá seinna gula en bæði tilvik eitthvað sem oft er sleppt því að spjalda fyrir og komi bæði eftir að Costa átti að vera kominn með rautt (aftur). Að lokum má alveg fara skoða betur öll “brotin” á Edin Hazard, sá held ég að sé í kvöldskóla hjá einhverju leikhúsinu, hélt að hann hefði dáið í lokin miðað við öskrin og tilþrifin.

    Draugfúlt tap, það fer í reynslubankann en okkar menn eru ekki jafn auðveld bráð og þeir voru í upphafi mótsins, næsta próf er gegn West Ham og það má ekki falla á því.

  57. Það sem maðurinn að austan segir er alveg rétt. Hann kom reyndar boltanum nokkrum sinnum á samherja og það hefur ekki gerst oft á þessari leiktíð.
    Hann gaf markið frá A- Ö alveg sama þô að Carra sé að verja hann.

    Hann tapaði boltanum og Lucas gaf aukaspyrnu og svo reyndi hann ekki einu sinni að verjast og sleppti Ivanovic. Hvað er þessi gaur búinn að fá mörg færi ? Er Sturridge ekki marka hærri i deildinni ennþá , þessi maður er djók

  58. Sæl öll……aftur,
    Liverpool var auðvitað mjög heppið að hafa ekki fengið dæmdar á sig tvær vítaspyrnur.

  59. Úff, að umræðan núna snúist mikið til um Balo er fáránlegt. Hann spilaði í raun fáar mínútur og er ekki beint í mikilli spilaæfingu og því kannski ekki að sýna sitt besta. En þessi úrslit eru ekki honum að kenna og það sást langar leiðir að það sem hann gerði bar merki um að þar fer maður sem kann að fara með bolta og getur bæði skapað og ógnað. Ég hefði viljað sjá hann inná fyrr.
    Annars, heilt yfir mjög góð frammistaða, góð barátta og greinilegt að sjálfstraustið er að koma aftur ef það er ekki bara komið aftur. Það skiptir sköpum fyrir framhaldið. Nú er bara að halda áfram, það er mikið eftir af tímabilinu og ýmsir möguleikar í stöðunni. FA cup er t.d. aðeins stærri dolla, eigum við ekki bara að taka hana 😉

  60. Babu. Þessi samlíking þín að Balo sé ódýr útgàfa af Heskey er orðin þreytt.

    Voðalegar nornaveiðar eru í gangi að taka Balo og brenna à bàli. Er hann ekki “haugryðgaður” líka? Hann sýndi effort í kvöld og fær vonandi mínútur í komandi verkefnum. Hann þarf að fà tækifæri…heilbrigð tækifæri.

    Maggi & Ingólfur heyr heyr.

    Babu & KristjànAtli bauuuul og þà sérstaklega à hörundsàrindin sem skína í gegn þegar Maggi leggur inn einhverja punkta eftir umsagnir.

    Fràbærir leikir og jà þetta er allt à uppleið. Framtíðin er björt með þennan flotta kjarna.

    YNWA

  61. Simon Mignolet maður leiksins og hélt okkur inni í þessu, ekki spurning. Auðvitað var hinn Belginn frábær líka en við verðum að nýta færin okkar betur, Jordan Henderson skallaði framhjá á opnu marki af 4 metra færi, það er ekki næginlega gott.

  62. Ég hef nú hingað til, eða allt frá enda ágústmánaðar verið um borð í Mario-bátnum en þetta er hugsa ég bara gott. Þarna var veðjað á rangan hest, og verstu fréttirnar í því, er að það þurfti að veðja á þann hest í einmitt einhverju panic-i þegar örlítil rifa var enn opin af glugganum s.l. sumar.

    Ég hef nú margoft komið inn á það, m.a. hér að lið sem er hársbreidd frá því að landa titlinum stóra, en mætir engu að síður sem runner-up inn á markaðinn s.l. sumar á ekki að þurfa 2 & 1/2 mánuð í að finna heimsklassaframherja í þetta magnaða Liverpool lið síðustu leiktíðar. En það var nú samt bara þannig. Við það er ég mjög ósáttur og erum við enn að bíta úr nálinni með það.

    Raheem Sterling er ekki striker, og verður aldrei striker. Hann hefur á sínum 20 árum aldrei mætt á æfingu og tekið striker-æfingar, en hann er búinn að vera í þeim geira allt seasonið, einmitt vegna þess að Mario Balotelli, Rickie Lambert og Fabio Borini hafa ekki gert nokkurn skapaðan hlut fyrir félagið fram á við. Ábyrgð þeirra er mikil, en auðvitað, svo allrar sanngirni sé gætt, að þá var alltaf erfitt að hlaupa og skora líkt og “El Pistolero” gerði s.l. vetur. Enda skiptir “El Pistolero” ekki máli núna, alltsvo fyrir Liverpool F.C.

    Þrátt fyrir að Daniel Sturridge sé að á leiðinni að þá vinnur hann ekki alla leiki fyrir okkur það sem eftir er, en ég hef veitt því athygli að viðkvæðið er þetta hjá mörgum “Sturridge er að koma, og þá verður allt í lagi”. Nei, upp með pundin, evrurnar, dollarana og klínið því inn á einhvern bankareikning og fáum fyrir aurinn leikmann sem skiptir sköpum fram á við. Ekki einhvern Greg Johnson, 17 ára, efnilegan leikmann Watford eða Huddersfield. Slíkan leikmann þurfum við ekki í dag, við þurfum leikmann sem getur gert gæfumun í starting lineup strax í næsta leik !

    Það er auðvitað bagalegt, að jafnbesti leikmaður liðsins undanfarna mánuði skuli vera Lucas Leiva. Ekki misskilja mig, Lucas frábær íþróttamaður og gríðarlegur poolari augljóslega og gæti fyrir löngu verið farinn frá okkur en það er samt sorgleg staðreynd að hann er fyrsti maður á blað í undanúrslitaleik gegn Chel$ea 27.janúar 2015.

  63. Frábær leikur og ef að liðið heldur áfram á þessari braut þá er ég sannfærður um að við getum tekið einn bikar í vetur og vonandi komið okkur í fjórða sætið.

    Frammistaðan var frábær og okkur vantaði bara mann til að klára dæmið. Með Sturridge hefðum við klárað þetta. Fyrir jól átti Sturridge að koma og bjarga hræðilegu liði og einhvern veginn breyta því í gott lið (sem hann hefði aldrei gert) en núna er verkefnið frekar að taka að mörgu leyti frábært lið og klára eitthvað af þessum mýmörgu færum sem liðið er að skapa. Það er verkefni sem hann ætti klárlega að ráða við.

    Ég skil samt ekki af hverju menn taka ekki upp veskið og fá Origi til liðsins fyrr. Hann er klárlega hugsaður sem lykilmaður framtíðarinnar – af hverju ekki að fá hann núna víst að traust Rodgers á hinum framherjunum er svo lítið (skiljanlega). Ég veit að það eru ekki framherjar útum allt á lausu á engan pening, en Origi er okkar leikmaður og Lille er í 13. sæti í deildinni og ekki að fara að gera neitt. Af hverju er hann ekki fenginn til okkar? Það myndi allavegana leysa einhver vandamál og ég á erfitt að sjá að hann geti ekki boðið uppá meira en Balotelli, Lambert og Borini.

  64. Framferði Costa og Suarez á vellinum er ekki sambærilegt að mínum dómi. Suarez er haldinn geðveilu sem lýsir sér þannig að í hita leiksins glefsar hann í andstæðinginn. Frekar viðurstyggilegt auðvitað en það sem Costa kemst upp með er samt miklu verra.

    Með fullu viti og fullkomnum ásetningi reynir hann að fótbrjóta andstæðinginn. Ef þessi gaur er ekki stöðvaður mun hann einn góðan veðurdag eyðileggja feril einhvers. Emre Can er t.d. 20 ára og ég má vart hugsa þá hugsun til enda hefði Costa tekist það sem hann reyndi þ.e. að ökklabrjóta strákinn.

    Kannski er maður að dramatísera full mikið en þessi Costa er slísbaggi dauðans og það er aðeins stjórinn hans sem jafnar þennan karakter í almennri ömurð. Eða hvað á maður að segja þegar að Móri hvetur sinn mann að halda áfram á sömu braut í viðtölum eftir leikinn? Eitt er að þegja, eða segjast ekki hafa séð hvað gerðist, en að mæla upp óverrann í Costa er einum of mikið fyrir mitt viðkvæma taugakerfi.

    Þá dæma menn Balo greyið alltof hart. Hann stóð sig þokkalega en heilt yfir en hefur hann ekki vitsmuni til að spila í kerfi eins og Rodgers stillir upp. Því fyrr sem menn axla sokkinn kostnað af þessar áhættufjárfestingu því betra.

    Það er undarlega hljótt um að Rodgers sé að leita að þokkalegum framherja. Þessir leikir við þetta frábæra lið Chelsea leita í eitt stórt öskur á sóknarmann sem getur spilað í þessu kerfi. Það er ekki nóg að Sturridge komi aftur þó endurkoma hans sé lykillinn að góðum endaspretti.

    Í bænum mínum bið ég um að Rodgers geri alvöru atlögu að Roberto Firmino hjá Hoffenheim. Firmino fengist á 20-25m pund og er hreinlega jafn fæddur til að spila í leikkerfi Brendans eins Balotelli er andvana fæddur til að vinna í slíku kerfi. Ég er enginn aðdáandi YouTube myndbanda sem heimildar um getu leikmanna en læt samt eitt fylgja um Firmino. Af mörgum spennandi ungum leikmönnum í Þýskalandi er þessi liklega sá heitasti og það er ekki lítið afrek út af fyrir sig.

    https://www.youtube.com/watch?v=er-GdWLW5F4

  65. Nr. 68

    Babu. Þessi samlíking þín að Balo sé ódýr útgàfa af Heskey er orðin þreytt

    Kjaftæði, hún gæti ekki passað mikið betur, Heskey í núverandi ástandi er öflugri en Balo hefur verið í vetur. Ef eitthvað er var ég samt að taka undir með Magga hvað varðar frammistöðu Balotelli í þessum tiltekna leik, þetta var ekki hans versti leikur og ekki alveg við hann að sakast. Það má samt sannarlega gagnrýna manninn, hann bætti enn á ný engu við.

    Heilt yfir tímabilið hefur hann EKKERT getað og þessi tilraun sprungið laglega í andlitið á forráðamönnum félagsins. Rodgers var ekkert að fela pirringinn í síðustu viku.

  66. Frábærar tvær viðureignir. Hefði verið gaman að fara úrslit en því miður sá markvörður andstæðingana til þess að L’pool fór ekki lengra að þessu sinni. Vissulega er maður með óbragðið ennþá í munninum en við fáum tækifæri á að hefna ófaranna frá því núna og jafnvel frá því í fyrra þegar við mætum þeim aftur á brúnni þann 9. maí. Auðvitað myndi maður vilja að sá sigur myndi færa L’pool titilinn en ef maður á að vera raunsær þá gæti sá sigur jafnvel hjálpað bláklæddum stóra bróður í Manchester að vinna titilinn.

    Framundan er magnað prógram. Fjórir leikir á 10 dögum og nú bölvar maður að liðið hafi ekki náð að klára Bolton heima.

    Erfiður heimaleikur gegn Big Sam og félögum í West Ham á laugardaginn. Sigur þar gæti jafnvel komið liðinu uppí 6 sæti.

    Svo útileikur gegn Bolton á miðvikudaginn. Leikur sem á eftir að taka mikla orku og jafnvel fara í 120 mín. Eitthvað sem hefði mátt sleppa.

    Þremur dögum síðar er einn af stærstu leikjum ársins gegn Everton. Everton búið að vera með lélegasta árangur allra liða í síðustu 6 leikjum. En það skiptir nákvæmlega engu máli þegar þessi lið mætast. Hversu oft höfum við séð Liverpool binda enda á langar taphrinur andstæðinganna.

    Þremur dögum síðar er enn einn stórleikurinn þ.e. gegn Tottenham. Stuðningsmenn þess liðs hafa vart haldið vatni yfir spilamennsku sín liðs en er samt eingöngu tveimur stigum fyrir ofan okkur.

    Eins og sjá má þá verður leikið ansi stíft uppá síðkastið. Allt eru þetta leikir sem mega ekki tapast í ljósi stöðu þessara liða í deildinni. Það verður gríðarlega sterkt að fá Sturridge inní hópinn á nýjan leik og vonandi að hann geti beitt sér af fullu í einhverjum þessara leikja.

  67. Er orðinn enn sannfærðari að Liverpool kemst á flug með Sturridge.

  68. Við vorum frábærir í gær, engu að síður afar sorglegt að eiga tvo góða leiki gegn besta liðinu á Englandi en refsa ekki með mörkum. Vissulega átti Courtois frábæran leiki en mikið af þessum færum voru illa kláruð (bæði í gær sem og í fyrri leiknum).

    Eins verðum maður að hrósa Mignolet, ég hef líklegast verið hans mesti gagnrýnandi en í gær var hann frábær. Varði vel og átti flott inngrip. Long may it continue!

    Hvað varðar þetta mark sem Chelsea skoruðu í gær þá vitna ég í Guðna Kjartansson: “svæðið hefur aldrei skorað mark”. Þe. ef þú passar bara að þinn maður skorar ekki (í man marking) verður ekki mark.

  69. SÓ (#68):

    „Babu & KristjànAtli bauuuul og þà sérstaklega à hörundsàrindin sem skína í gegn þegar Maggi leggur inn einhverja punkta eftir umsagnir.“

    Ef einhver heldur að ég og/eða Babú séum eitthvað sárir eða fúlir út í Magga erum við greinilega að valda miklum misskilningi. Fjarri því, ást okkar beggja á Magga er sterkari en nokkru sinni fyrr. Endilega ekki fá hugmyndir um annað. 🙂

    Bjarni W (#40) vísar á útskýringu Carra á svæðisvörninni og hvað klikkar í henni í markinu í gær. Ég viðurkenni að ég hef alltaf haldið að Liverpool spilaði hybrid, þ.e. að hluta til svæðisvörn og hluta til mannadekkningu, og í endursýningunum í gær sést Balotelli standa við Ivanovic með hendur á honum, áður en hann sleppir honum svo og lætur hann óáreittan í skallaboltann til að gaufa í plássi nálægt engum öðrum. Mér fannst fullkomlega eðlilegt að horfa á það og áætla að Balotelli væri að klikka á að dekka einn hættulegasta skallamann Englands, en ef þetta var í alvöru svona sem hann átti að vinna svæðisvörn? Þá verð ég að viðurkenna að mér finnst varnarundirbúningur Rodgers og þjálfaranna vera eitthvað skrýtinn, ef svo er.

    Ekki það, jafnvel þótt dekkningin þarna sé ekki Balotelli að kenna gerði hann mýmargt annað glatað í þessum leik, eins og ég fjallaði um í leikskýrslunni.

    Ég er samt bara furðu bjartur daginn eftir þetta tap. Eins og Einar Örn (#72) segir þá erum við að horfa á allt aðra stöðu við endurkomu Sturridge nú en fyrir einum og hálfum mánuði síðan, þar sem við vonuðumst til að hann gæti snúið ömurlegri spilamennsku við upp á eigin spýtur. Í dag erum við með lið sem er að gera nánast allt vel á velli, m.a.s. Mignolet er farinn að spila frábærlega, en eins og síðustu þrír leikir hafa sýnt vantar okkur að geta klárað færin betur. Og þar kemur Sturridge gríðarlega sterkur inn.

  70. #59 joi spoi
    ertu þa ad tala um manninn sem hefur bitid annan leikmann 3 ?
    er samt gríðarlegur suarez madur en hann ma eiga þad ad hann er vitlaus en gud minn godur hvad hann er ekki nálægt þvi ad vera eh illur hlidina costa þvilikt og annad eins ógeðslegt eintak af leikmleikmanni

  71. Það er naumast hvað Balotelli er mikið umtallsefni. Miðað við það sem ég sem sá þá tók ég eftir nokkrum veigamiklum atriðum sem hafa breyst. Hann barðist miklu meira en áður og í nokkur tilfelli uppskar hann eftir því. Sendingargeta hans er orðin miklu skárri og boltinn rataði oftar í fætur samherja sinna en ég hef séð í leik með Liverpool. Þar að auki sólaði hann sig í tvígang að mig minnir fyrir aftan bakverðina en tókst ekki að koma boltanum almennilega fyrir. Hann átti nokkrar stórglæsilegar hælsendingar og var farinn að spila meira t.d við Coutinho og kom sér í nokkur skipti í færi en hitti mjög illa á ramman.

    Það sem mér fannst vanta í leik hans var leikskilningur. Staðsettningar hans voru dálítið einsog í fjörða flokki og það var eins og hann væri ekki alveg með það á hreinu hvar hann ætti að staðsetja sig inn á vellinum. Meðal annars sást gerrard skamma hann í eitt skipti því hann var ekki alveg að hreifa sig í takt við það sem Gerrard var að hugsa.

    En það voru hreinar og klárar framfarir hjá honum í þessum leik og fyrst hann er farinn að berjast og hlaupa svona mikið. Og kannski mögulega er hann tekin á spólufund eftir þennan leik og farið yfir önnur atriði í hans leik til að bæta hann enn frekar.

  72. Menn gera greinilega ekki miklar kröfur til Balotelli. Það er talað um að sendingargeta hans hafi aukist, hann megi bæta staðsetningar og dekkningar os. frv. Ef ég vissi ekki betur myndi ég halda að við værum að tala um leikmann í 4 eða 3 flokki hér á Íslandi.

    Við erum hins vegar að tala um mann á mjög háum launum, hefur ekkert lagt fram til liðsins og hefur ekki ennþá skorað mark í deildinni á þessu tímabili (í dag er ekki 1. sept heldur 28.jan). Það er ótrúlegt að Liverpool skuli ekki reyna að losna við hann núna í glugganum. Þessum peningum til hans er illa varið, frekar vildi ég sjá Sterling fá nýjan og betri samning !

  73. Úff hvað það er enn meira svekkjandi núna að vera dottinn út úr Meistaradeildinni. Með liðið í svona formi og Sturridge í liðinu getum við unnið hvaða lið sem er. Ekki að við hefðum átt nokkuð meira skilið út úr riðlakeppninni en þetta.

  74. Góðir punktar hjá Guderian #73

    Balotelli út (og reyndar Lambert og Borini einnig) – Firmino inn!

  75. Verður fróðlegt að sjá hvernig dómarinn tekur á þessu……………

    Referee Michael Oliver will make the decision on whether Diego Costa should be charged with violent conduct over his two apparent stamps during Chelsea’s 1-0 win against Liverpool in the Capital One Cup.
    The FA has confirmed it is aware of the controversy at the match and is waiting for Oliver’s report.
    Oliver will be asked by the FA whether he or any of the officials saw the incident. If he did not, he will be asked to judge from video replays whether either of the incidents were straight red-card offences.
    If the referee believes either was a red-card offence, the Spain international will be charged with violent conduct and dealt with under the fast-track system.

  76. Hvað Balotelli varðar – þá er nákvæmlega sama ropið um hann og var gagnvart- Marcovic – Emre Can- Moreno- Manquillo fyrr í haust en þá var talað um að öll leikmannakaupin í sumar voru flopp. Rodgers virðist vita hvað hann er að gera eftir allt saman því þessir leikmenn eru á góðri leið að vera þyngdar sinnar virði í gulli.

    Ef Balotelli t.d næði að sína sömu gæðin og hann gerði t,d með city þá er hann miklu meira ígildi en hann er í dag. OG auðvitað á að hrósa honum fyrir að bæta sig á þeim sviðum sem vantaði í leik hans.

  77. Ætla að taka Balo út úr myndinni.

    Við erum að spila svæðisdekkingu í aukaspyrnum klárlega og hornspyrnum sýnist mér. Í svæðisvörn ertu ábyrgur fyrir svæði, bæði fyrir þeim bolta sem hugsanlega kemur inn á það og líka að varna hlaupaleið.

    Svo að í markinu, eins og yfirleitt þegar svæðisvörnin klikkar þá verður það ekki fyrir manninn að sakast sem gerist aftan við hann.

    Sama hvað hann heitir, þó vissulega megi spá í hvort að senterar séu líklegir til að ná árangri að verjast set-piece, sumir þjálfarar setja þá aldrei í þá stöðu, tökum útópískt dæmi og spáum í það hvort að við hefðum orðið jafn fúl út í Skrtel og Coutinho í færinu sem Courtois varði…þar erum við að tala um varnarmann í sóknarhlutverki. Svo að því sögðu þá má ræða um hvort eigi bara að hafa framherja langt frá marki í vörn…Balo var t.d. að vinna boltann út á kanti þegar sendingin hans fór til Lucasar sem auðvitað þurfti ekkert að brjóta þarna, en gerði samt. Engin ástæða til að kenna Lucas um þetta heldur.

    Þetta var áralangt rifrildi allan tímann sem Rafa stillti upp svæðisvörn og stanslaust þruglaði Andy Gray sömu setninguna… “I don’t mind if it’s zonal or not, you should just mark your man”…

    Útskýring Carra á auðvitað að skýra það út að það er í raun uppsetning svæðisvarnarinnar sem klikkar þarna og þá vaknar hinn sískemmtilegi draugur um að “zonal marking er vonlaus” en þar er ég ósammála, með tilkomu þriggja hafsentanna sem allir eru fínir skallamenn var breytt í svæðisvörn og við hættum að leka mörkum í set-piece.

    Eins og við höfðum gert í allt haust, ég minnist þess ekki að þá hafi verið nefndur sá varnarmaður sem klikkaði í man-to-man marking heldur verið talað um hvað liðið var vonlaust í að verjast uppsettum leikatriðum.

    Eins og með Andy Gray forðum, ef að menn vilja hengja þann sem klikkar á maður-á-mann dekkningu þegar er verið að spila svæðisvörn, þá þeir um það…og eins og með Grayarann forðum þykir mér ólíklegt að hægt sé að snúa þessari skoðun eitthvað við…

  78. Vörnin/liðið hrundi þegar Johnson kom inná. Það er eins og hann sé í einhverju öðru sólkerfi. Mótherjinn finnur svæði eða fær boltann og hann er alltaf heila eilífð að átta sig á hvað er að gerast. Maður er búinn að standa upp, labba að sjónvarpinu og byrjaður að öskra á hann þegar hann loksins fattar að fara í menn eða elta þá.
    Er farinn að halda að ég verði að öskra á hann til að hann átti sig.
    Held ég sé kominn með Fowlerkomplexa.

  79. Sælir félagar

    Ég hefi ekki margar arhugasemdir en vil byrja á að þakka góða skýrslu þó ég sé ekki sammála athugasemdum um Balo en aðrir hafa séð um að svara þeim.

    Diego Costa eiturharður nagli og mjög góður í fótbolta og fer eins langt og honum er leyft. Mér finnst hann ógeðslegur enda gerir hann sér leik að því að reyna að slasa leikmenn andstæðinganna. Þar er við dómara að sakast og er mál til komið að tekið sé á þeim drulludela.

    Eden Hazard, grasmaðkurinn. Hann hefir þann vana að “tötsa” boltann fram hjá andstæðingi sínum og hlaupa síðan á hann og henda sér niður. Svo engist hann í grasinu eins og maðkur og dómarar láta hann fá aukaspyrnu eða eitthvað þaðan af meira. Þannig fékk hann til dæmis víti í síðasta leik liðanna og aukaspyrnu á Can í þessum leik. Ömurleg leikaðferð hjá leikmannig sem er annars afburða góður leikmaður. Sem sagt Grasmaðkur.

    Aðrir leikmenn Plastliðsins spiluðu að mestu heiðarlega og stóðu sig samkvæmt launum og kaupverði. Svona nokkurnvegin. Okkar menn stóðu sig allir vel, ég endurtek allir. Þó auðvitað misvel eins og gengur og Minjó minn góði vinur var núna eins og undanfarið bara fínn. Ég hefi ekki kvartað undan honum nú í heillangan tíma og það er magnað.

    Ég er sáttur við frammistöðu liðsins í þessum tveimur leikjum og það er ekki liðinu að kenna að ekki var keyptur framherji sem nær máli. Balo örvæntingarkaup sem ekki virðast ætla að gera sig, Borini bara boring en duglegur, Lambert eins og hann sé að dansa enskan vals – sýndan hægt og Sterling verður að bera sóknirnar uppi, tvítugur krakki sem er EKKI framherji. Sturridge meiddur amk. þriðjung til helming tímabilsins. Það er þetta sem bítur liðið núna og hefur- og mun kosta okkur mikið.

    Það er nú þannig.

    YNWA

  80. Enska knattspyrnusambandið hefur ákært Diego Costa, framherja Chelsea, fyrir hegðun sína í 1-0 sigrinum gegn Liverpool í undanúrslitum enska deildabikarsins í gær.

    Brasilíumaðurinn, sem spilar að vísu fyrir landslið Spánar, gerði sig sekan um að traðka á Emre Can við hliðarlínuna snemma í leiknum.

    Dómarinn Michael Oliver sá ekki athæfið og dæmdi ekkert á Costa, sem hefði þó líklega átt að fá rautt spjald.

    Aganefnd enska knattspyrnusambandsins hefur nú skoðað málið og komist að þeirri niðurstöðu að Costa braut af sér, og verður hann því ákærður.

    Þessi fyrrum framherji Atletico Madrid er því að öllum líkindum á leið í leikbann og gæti misst af toppslagnum gegn Manchester City um helgina.

  81. Ég skil ekki þá sem eru svo rosalega ánægðir með spilamennsku Liverpool. Vilduð þið ekki frekar að við værum að spila ekki eins vel og vinna leiki ?????

    Persónulega þá vill ég það miklu frekar, eiga ekki alveg eins góða leiki, en ná í 3 stig og nýta eitthvað af þessum fjölda af færum sem við fáum í leikjum. Við erum bara með unga leikmenn frammi sem eru ekki einu sinni framherjar að upplagi, og slútt hjá þeim eru eftir því.

    Guð hvað ég sakna SUAREZ ! !

Liðið gegn Chelsea

Opinn þráður – Costa ákærður