Opinn þráður: Transfer-nefndin

Það er fimmtudagur. Í kvöld er lokaumferð (gúlp) Evrópudeildarinnar og kemur þá í ljós hvaða lið fara með Liverpool í pottinn. Dregið verður á mánudag. Þá er liðið að spila gegn Bournemouth í 8-liða úrslitum Deildarbikarsins í næstu viku og dróst á móti Wimbledon í 3. umferð FA bikarkeppninnar. Og við vitum öll hvaða leikur er um helgina.

Ég hjó eftir einu í grein James Pearce hjá Liverpool Echo í gær. Hann nefnilega telur upp í þessari grein hverjir eru í hinni alræmdu transfer-nefnd sem velur leikmenn til að kaupa hjá Liverpool.

Hér, svo það komi loksins skýrt fram, er transfer-nefndin:

Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri.
Ian Ayre, framkvæmdarstjóri.
Dave Fallows, yfirnjósnari (scout).
Michael Edwards, greiningarstjóri.
Mike Gordon, fulltrúi FSG í Liverpool.

Þetta eru fimm menn sem sjá um að teikna upp listann yfir leikmenn sem þeir vilja. Við getum gefið okkur nokkuð víst að það er Rodgers, í samvinnu við Edwards og þjálfarateymi sitt, sem segir nefndinni hvaða stöður þarf helst að styrkja. Nefndin hlýtur svo að vinna úr bæði eigin meðmælum og niðurstöðum njósnateymisins sem á að vera á fullu að finna óslípuðu demantana þarna úti, og á endanum er teiknaður upp listi (shortlist) yfir nokkra sem koma helst til greina í hverja stöðu.

Eina vafaatriðið er síðan hvernig lokaákvörðunin er tekin. Lyon-módelið sem mörg félög hafa tekið sér til fyrirmyndar (og við vitum að FSG er hrifið af) var þannig að allir höfðu jafnt atkvæði í nefndinni og meirihlutinn réði. Þannig gat verið ákveðið að kaupa leikmann jafnvel þótt hann væri ekki sá sem knattspyrnustjórinn vildi helst fá af listanum í þá stöðu. Hins vegar segja flestir blaðamenn og miðlar sem fjalla um mál Liverpool að það sé Rodgers sem hafi lokaákvörðunina, að hann velji úr listanum þann sem hann vill helst.

En þetta er allavega transfer-nefndin sem vinnur að leikmannakaupum Liverpool. Mennirnir sem, eftir alla vinnuna í sumar, urðu að velja á milli Mario Balotelli og Samuel Eto’o (sem jafnvel kasjúal fylgjendur fótbolta vissu af) í lok gluggans. Mennirnir sem hafa eytt £200m+ síðan Rodgers tók við og það voru samt jafn margir leikmenn keyptir undir stjórn Rafa Benítez (sem hætti fyrir fjórum og hálfu ári hjá Liverpool) og þessi nefnd hafði keypt í byrjunarliðinu gegn Basel.

Burtséð frá umræðum um framtíð knattspyrnustjórans, þarf ekki að skoða þessa nefnd og störf hennar eitthvað nánar?

Þetta er opinn þráður – ræðið það sem þið viljið.

72 Comments

  1. Ef transfer nefndin hjá Liverpool eru með þannig skipulag að meirihlutinn ræður, gæti þá verið að Rodgers hafi aldrei viljað fá leikmenn eins og t.d. Sakho, Can, Markovic, Borini, Lallana og jafnvel Moreno og sé þess vegna sem hann spilar sínum uppáhalds leikmönnum eins og Allen, Lovren, Balotelli og Mignolet því hann hafi sérstaklega sótt um að fá að kaupa þessa leikmenn?

    Það hlýtur að vera því hann spilar þeim hvað eftir annað sama hvernig frammistaða þeirra hefur verið og frystir leikmenn sem hafa klárlega tilkall til byrjunarliðssins.

    En ég hlakka mikið til umræðunnar um Rodgers í þessum þræði því hún hefur verið til fyrirmyndar undanfarið.

  2. Ég vill fara að heyra eithvað frá FSG um stöðuna á Liverpool í dag, það hefur ekkert komið lengi sem ég hef séð.

  3. Flutti þetta svar yfir á þennan þráð…var að skrifa þetta svar um leið og hann var í mótun hjá Kristjáni.

    Langaði að semja langan pistil um þá skoðun mína að það sé fullkomlega orðið klárt mál hjá Liverpool FC að það að reka stjóra leiði ekki til langtíma velgengni, því það finnst mér augljóst af sögu okkar…ekki bara síðustu tuttugu ára heldur allt frá því Shankly kom (og var t.d. 7 ár titlalaus).

    Mig langaði þar líka til að reyna að hrekja það að fótboltinn í dag sé breyttur á þann hátt að Shankly hefði verið rekinn…eða allavega reyna að benda fólki á fávisku þeirra breytinga þá. Bill Shankly bjó Liverpool FC til líkt og Rauðnefur gerði á OT….báðir þurftu þeir langan tíma og eldraun.

    Ekki bera saman Chelsea og City takk, við munum aldrei eignast slíka sykurpabba sem kaupa sér miða framar í röðina. Ég veit að okkur leiðist að heyra það en staðreyndin er einfaldlega sú að í allri rökfræði heimsins í dag eiga þrjú lið eðlilegan möguleika á því að verða meistarar í Englandi, þessi tvö og United.

    Þannig er reyndar staðan í eiginlega öllum fótboltadeildum heimsins í dag. Það virðast komin 2 – 3 lið sem sópa til sín bestu leikmönnum hinna liðanna og keppa um titil. Núna líka á Íslandi þar sem titillinn mun á næstu árum fara til FH, KR eða Stjörnunnar, sem eru nú farin að pikka bestu leikmenn hinna liðanna undantekningalítið til sín.

    Þá ætlaði ég að segja að eini möguleikinn væri að byggja upp til lengri tíma. Gefa sér þrjú ár til að verða samkeppnisfær um CL-sæti og síðan gera árás á titilinn. Við erum núna á þriðja ári að mínu mati hjá Rodgers…fjórða sætið dugar mér í vetur.

    Ég ætlaði að benda mönnum á að U-19 ára liðið okkar sló Basel út í frábærum leik á þriðjudaginn og þar sá ég háklassa frammistöður ungra manna eins og Jordan Rossiter, Sheyi Ojo, Sergi Canos og Jerome Sinclair, stjórnað af höfðingjanum Neil Critchley sem Brendan réð til að stjórna því liði og með vökul augu Alex Inglethorpe sem Liverpool þurfti að borga til að losna frá Tottenham svo hann gæti byggt upp framtíðarlið með Rodgers vini sínum.

    En svo ákvað ég að skrifa ekki langan pistil í bili heldur bíða, sjá og vona að Rodgers finni út ellefu manna lið sem skilar meiru en það hefur gert undanfarið. Mig langar enn til að hann finni sér mann í þjálfarateymið sem spyr hann gagnrýnna spurninga og kemur með annað viðhorf en hann hefur.

    Houllier valdi Thompson (sem ég reyndar þoli ekki enn, en virkaði), Rafa valdi Alex Miller og Kenny valdi Steve Clarke. Í öllum tilvikum menn sem höfðu „hitt viðhorfið“ til leiksins.

    Rodgers valdi Mike Marsh eftir að hafa neitað að vinna undir Director of Football. Vonandi hugsar hann það vandlega að fá input á bekkinn sem bendir honum á fleiri möguleika, því það held ég að væri gott skref og réttara en að reka hann og hans hugmyndir frá félaginu.

    En þeir sem vilja lesa grein sem ég fékk út úr því að lesa ættu að renna yfir þessa:

    http://www.telegraph.co.uk/sport/football/teams/liverpool/11284410/Liverpools-problems-Delusions-of-grandeur-transfer-duds-and-failure-to-fix-clear-flaws-in-the-squad.html

    Hér fer maður sem ég las lengi, Chris Bascombe, yfir margt af því sem ég hefði viljað benda fólki á. Hann vissulega hefur gengið út af sakramentinu en á undanförnum vikum hef ég oft lesið góða punkta eftir hann.

    Hér fer hann að mínu mati vel yfir sviðið og minnir okkur t.d. á þá gleði sem ríkti okkar á meðal þegar leikmannaglugginn lokaðist…

    Mér finnst þetta allavega holl lesning og vildi ekki setja inn nýjan pistil á meðan að umræðan er jafn frábær og hérna.

    Og Kristján…ef vandinn er ekki BARA Rodgers, hvað leysir það þá að reka hann? Eins og Bascombe segir þá yrði mögulega sett upp skammtímalausn, en ferillinn yrði sá sami. Farið yrði yfir ferilskrár „young, modern coaches“, nýr 400 blaðsíðna doðrantur yrði til að stjóri yrði ráðinn (því ekki velja þeir „gamla“ menn) og hann myndi implementera sinn hugsunarhátt.

    Þegar Rodgers var ráðinn var mörgum tíðrætt um þolinmæði. Var sú þolinmæði talin í deildarleikjum og var hún þá ákveðin talan 15 eða 16…í alvörunni!?!?!?!?

  4. Biðst velvirðingar en ég færði þessa pælingu þar sem nýr þráður varð til nánast um leið og ég póstaði henni.

    Örstutt um stjórann og hvort hann eigi að víkja eða ekki.

    Slík ákvörðun byggist á köldu hagsmunamati þ.e. er félagið í betri færum með eða án Rodgers? Enginn heilvita maður óskar þess að reka Rodgers bara til að reka hann! Þannig virkar ekki bísniss.

    Rodgers verður aðeins látinn fara ef annað eða bæði af eftirfarandi skilyrðum er fullnægt:

    1. Fótboltastjóri sem er sannanlega betri en Rodgers er á lausu og vill taka við LFC.
    2. Rodgers veldur ekki starfinu lengur og/eða er ekki treyst til að þjálfa liðið.

    Hvað varðar #1. veit ég ekki um betri stjóra á lausu sem væri til í verkefnið. Allt tal um Klopp, Simeoni, Bielsa, Conti o.s.frv. eru fabúlasjónir/óskhyggja sem ólíklegt er að verði að veruleika. Starfi Rodgers er því vart ógnað af þeim sökum enda held ég að óumdeilt sé að okkar maður er mjög góður stjóri sem hefur allar forsendur til að komast í fremstu röð með aukinni reynslu.

    #2 er það sem veldur mér áhyggjum. Ég er að vísu ekki sálfræðingur en ég hef yfir 20 ára reynslu af stjórnun og tel mig þekkja einkenni kulnunar í starfi þegar ég sé þau. Rogders notaði frasann „weight of the jersey“ um nýja leikmenn en vorum ummælin kannski Freudian slip um hann sjálfan? Einkenni þeirra sem kikna undan álagi eru t.d. afneitun, sjálfsásökun og að standa ekki með sjálfum sér. Mér hefur t.d. dottið í hug að sú staðreynd að hann spilar ógjarnan leikmönnum sem hann sjálfur valdi ýti undir þá kenningu að hann treysti ekki lengur eigin dómgreind. Í viðtölum er hann í dag passífur og jafnvel niðurbrotinn yfir árangursleysi og mótlæti.

    Ég vona vitanlega að ég hafi rangt fyrir mér og að Brendan sé fullur af eldmóði og ákafa í þeirri viðleitni að snúa genginu liðsins við. En ef hann hefur misst mójóið er hann gagnslaus sem fótboltastjóri og þarf að komast í pásu.

  5. Já, Guderian, það er þetta með sálgreiningarnar á Rodgers.

    Það er morgunljóst að Rodgers ofmetnaðist á síðasta tímabili. Hann er narsísisti í grunninn og þetta ótrúlega sambland af frábærri spilamennsku samhliða óvæntum árangri síðasta tímabils hefur líklega þurrkað út þann snefil af hógværð og auðmýkt sem þó var til staðar meðan óvissa ríkti um það hvort hann væri maður til að valda þessu stóra starfi. Allt hans opinbera fas og framkoma öskraði á heiminn: ÉG ER MAÐURINN!!

    Í miðju oflæstiskastinu gerði hann breytingar á einkahögum sínum sem veita skammtímagleði og fóðra stórt egó en gróf um leið undan grunni traustrar fjölskyldu sem er hverjum manni svo nauðsynlegur þegar fer að halla undan fæti.

    Oflætið hefur örugglega líka haft áhrif á þær ákvarðanir sem teknar voru á leikmannamarkaðinum í sumar. Fullur sjálfstrausts hefur hann ætlað sér að skapa fullgilda úrvalsdeildarmenn á nokkrum vikum úr mönnum eins og Markovic og Can, temja Balotelli í þann veðhlaupahest sem allir vita að er þarna einhvers staðar, og halda ótrauður áfram að sigra heiminn þar sem frá var horfið í vor.

    Þetta hefur ekki alveg gengið eftir, það er víst óhætt að segja það.

    Fallið er hátt og þungar klyfjarnar sem hann þarf að bera kallgreyið. Óheppni með meiðsl Sturridge og napur raunveruleiki hinna nýju leikmanna gerir það að verkum að hann hefur fá úrræði önnur en að þreyja þorran, stoppa í stærstu götin og bíða eftir batamerkjum.

    Brendan líður því ekki vel núna, það er bæði augljóst og eðlilegt. Það gerir svo illt verra að það er akkúrat á svona tímum sem maðurinn þarf á þeim sálarstyrk að halda sem traust og góð eiginkona og sálufélagi til langs tíma getur veitt. En því spilaði hann frá sér.

    Þess vegna velti ég því fyrir mér hver passar upp á Brendan? Hvern hefur hann til að tala við, sækja í sjálfstraust, rifja upp hvernig hann hefur áður komist í gegnum erfiða tíma, fyrri sigra, gamla sjálfstraustið, sýna honum leiðina að sínum eigin kjarna, finna sitt back-to-basics svo hann geti farið að byggja sig upp.

    Hann þarf á aðstoð að halda, en hvort hann hefur auðmýktina til að falast eftir henni eða þiggja hana er ég ekki viss um.

    Eitt er víst, ég er feginn að líða ekki eins og Brendan Rodgers um þessar mundir.

  6. PS. En það er eitt sem ég bara get ekki með nokkru móti útskýrt. Hvað veldur því að Borini er í frosti? Það hlýtur eitthvað persónulegt að hafa komið upp á milli þeirra sem hefur ekki sloppið út á internetið. Eitt er víst, það lætur Rodgers ekki líta vel út að skilja eina hreyfanlega senterinn sinn eftir uppi í stúku leik eftir leik, þegar spilamennskan er eins og hún er.

  7. Vill benda á lélega grein á vísir.is

    Þar er t.d verið að fjalla um léleg kaup Rodgers.
    Þar er t.d leikmenn sem eru nýkomnir og ungir að árum
    Can, Markovitch,Moreno, Sakho(sem hefur verið meiddur), Lallana(sem er rétt byrjaður að komast í form eftir að hafa misst af undirbúningstímabili og byrjun á tímabilinu).

    Mér finnst fáranlegt að tala um léleg kaup þegar ungir leikmenn og nýjir leikmenn eru annars vegar og hafa lítið spilið og aðeins 14 deildarleikir búnir.

    Maður dæmir ekki leikmenn strax maður gefur þeim smá tíma til að aðlagast nýju liði og stjóra.

    http://www.visir.is/rodgers-hefur-vedjad-a-marga-ranga-hesta/article/2014712119929

  8. Æji nei kommon. Ekki þetta útspil aftur með konuskiptin hans Brendan Rodgers.

    Mér finnst þetta alveg hrikalega kjánalegt að reyna að setja sig eitthvað inn í persónulega hagi stjórans til að leitast eftir einhverjum skýringum.

    Myndi hann standa sig eitthvað betur ef hann væri í óhamingjusömu hjónabandi? Vitum við eitthvað hversvegna þau hættu saman? Í ljósi þess hve skilnaðartíðni sé há, er þá eitthvað óeðlilegt við að hann skilji? Kannski giftu þau sig of ung, ef þau voru gift á annað borð. Það veit ég ekki og ætla ekki einu sinni að reyna að setja mig inn í það, verandi “skilnaðarbarn” sjálfur. Er það ekki orð annars?

    Það að Rodgers hafi tekið saman við konu sem er einhverjum 10 árum yngri en hann sé ég heldur ekki að skipti neinu máli. Það er meiri aldursmunur á milli annars föður míns og mömmu minnar en á milli Rodgers og hans konu. Ekki get ég sagt að faðir minn hafi verið á egó-trippi eða hafi misst allt niðurum sig á öðrum vígstöðum við að eiga sér yngri konu.

    Mér finnst þetta alveg hrikalega kjánaleg umræða.

  9. Sammála Eyþór!

    Finnst þetta afspyrnudöpur umræða, þetta snýst um hæfileikana á æfingavellinum og til að velja í liðið…snýst ekkert um annað!

    Svo ætla ég ekki að linka í síður en það er sem betur fer að verða ljóst að Rodgers vill að samið sé við Sterling, hann sé lykilmaður í framtíð klúbbsins. Ef ekki tekst að semja við okkar mesta efni þá er það mitt mat að óreiðan í samningateymi klúbbsins sé enn verri en mig grunar.

  10. Ég skil ekki alveg umræðuna um kvenhagi Rodgers. Hann flutti út frá konunni sinni og tók saman við kærustuna sumarið 2013. Þannig að ef það er einhver truflun eða sálfræðilega erfitt fyrir hann hefði það átt að há honum á síðustu leiktíð líka. Ég gat ekki séð að það hafi gerst.

    Höldum okkur frekar á faglegu nótunum.

    Annars er Tony Barrett hjá Times (einn sá ábyggilegasti þegar kemur að Liverpool) að segja frá því í dag að hluti þess hve illa gengur að semja við Sterling sé að hann hafi áhyggjur af stöðu liðsins og spilamennsku þessa dagana. Það yrði þá eftir öllu ef við misstum hann ódýrt næsta sumar af því að hann vill ekki framlengja (á 18 mánuði eftir held ég núna). Hefur svo sem gerst áður hjá Liverpool.

    Þetta er afskaplega neikvætt allt núna í kringum klúbbinn. Sunnudagurinn getur vart komið nógu fljótt svo við fáum eitthvað annað (vonandi sigurleik) að ræða.

  11. Málefnalegir strákar mínir, málefnalegir.

    Þráðurinn er opinn og vangaveltur um oflæti, fall og líðan Rodgers falla sannarlega undir málefni tengd Liverpool.

  12. Það er í fínu lagi að gagnrína þessa nefnd. Það breytir því ekki að það er hægara sagt en gert að vera í þeirra sporum. Mér leyst rosalega vel á þessi kaup í sumar. Lallana, Emre Can, Marcovic og Lovren, Moreno, Manquillo,Balotelli, virtust allir leikmenn með rosalega mikil gæði og ég var sannfærður um að breiddin myndi stóraukast með tilkomu þessara leikmanna. Því miður varð raunin akkurat öfug við það sem ég vonaðist og er engu líkaara en Liverpool er lið sem er ekki sterkara en svo að það á alltaf í stórhættu að tapa fyrir hvaða liði sem er í deildinni.

    Mér finnst liggja ljósast við að gagnrína frekar Rodgers sem varnarþjálfara. Of mikið af mörkum eru að koma úr föstum leikatriðum og leikmenn eru allt of mikið að missa boltann á hættusvæði sem kostar að endingu of mikið af mörkum.

    það kómíska er að Liverpool er að fá á sig færri mörk en í fyrra. Stóra vandamálið er að liðið er hvorki fugl né fiskur – án Suarez og Sturridge. Það vantar gjörsamlega allt bit og því má segja að það sé tvöfaldur vandi – sem enginn væri að tala um núna – ef við hefðum náð að fylla skarðið sem Suarez skildi eftir sig í sókninni með einhverjum hætti.

  13. Það er ekkert ófaglegt að ræða persónulega hagi mannauðsins hjá LFC. FSG eru einmitt mjög framarlega í mannauðsmálum og hafa þeir frekar spítt í lófana þar heldur en hitt.

    En það ætti frekar að þýða það að BR hefði einmitt aðgang að fremstu sérfræðingum á því sviði ef það væri það sem honum vantaði núna.

    Mig grunar reyndar að vandamálið hjá honum sé einhverskonar blinda eða einsýni á leikkerfi sem virðist ekki vera að virka en hann hefur tröllatrú á.

    Ef um er að ræða að faglegt mat BR fari á skjön við þá sérfræðinga sem eigendur FSG hlusta á gæti hann farið á sömu leið og dódófuglarnir sem á undan honum hafa verið við stjórnvölinn.

    Staðan á samningum við Sterling og Stevie G er hins vegar líka mikið áhyggjuefni. Það er ekki eitt heldur allt sem virðist blása á móti núna.

    Mín afstaða til BR er sú að hann hefur ekki verið að nýta mannskapinn nógu vel og hefur ekki verið að sýna taktísk svör á móti þeim liðum sem við höfum verið að kljást við. Það hefur komið mér á óvart og valdið mér miklum vonbrigðum.

    Það er líka erfitt að átta sig á liðsandanum, sem er líka faglegt séð, mjög mikilvægt mannauðsmál, því að sá baráttu andi sem birtist í augnablik eftir stórfenglegt mark fyrirliðans á móti Basel, ætti að vera normið.

    Vonandi sjáum við þennan anda allan tíman á móti hel#!%tis Gaalna djöflinum á sunnudaginn…..

    En bræður mínir, þegar á móti blæs er við hæfi að blása aðeins hér á KOP.is (búið!) og síðan að hlusta á lagið okkar, set hér textann og bið þá sem eru enn í svartnættinu að lesa hann og hlusta á lagið:

    When you walk through a storm, hold your head up high
    And don’t be afraid of the dark
    At the end of the storm, there’s a golden sky
    And the sweet, silver song of a lark

    Walk on through the wind
    Walk on through the rain
    Though your dreams be tossed and blown

    Walk on, walk on
    With hope in your heart
    And you’ll never walk alone
    You’ll never walk alone

    Walk on, walk on
    With hope in your heart
    And you’ll never walk alone
    You’ll never walk alone

    ??? YNWA ! ???

    :O)

  14. Ég var að velta Liverpool fyrir mér fram eftir nóttu í gær eftir aðeins of mikla kaffidrykkju. Ég held að starf Brendans sé ekki í hættu. Eru FSG ekki að fara í endurbætur á vellinum og svona á næstu árum. Ég held einmitt að þeir hafi viljað einhvern þverhaus í brúnna hjá sér á meðan, sem er með langtímasýn og treystir á unga leikmenn.

    Það eru fullt af mjög efnilegum leikmönnum í Liverpool sem lítið hafa fengið að spila og fá vonandi einhvern tímann að blómstra síðar. Það sem greinilega hrjáir Brendan hinsvegar er að hann sá ekki fyrir meiðsli Sturridge. Það hefur náttúrulega bara algjörlega farið með tímabilið og maður sér kallinn í viðtölum frekar beygður eftir náttúrulega allskonar yfirlýsingar sem eru að koma í bakið á honum í dag.

    Markmiðið fyrir tímabilið hefur örugglega verið topp 4 og komast upp úr riðlinum en ég held að það sé enginn dauðadómur ef það tekst ekki. Vonandi kemur Brendan sterkari og reynslunni ríkari eftir þennan vetur. Ég held að hlutirnir þurfi að versna meira til að hann lendi í verulegri pressu.

    En það væri gaman að sjá liðið kaupa framherja bara til að leysa Balotelli af sem voru mistök.

  15. Er ekki allt í lagi að reyna að greina á milli orsaka og afleiðinga? Hæfileikinn á æfingavellinum, til að setja saman rétt lið, taka ákvarðanir á meðan á leik stendur og aðrar “faglegar nótur” eru framar öðru afleiðing af því að stjórinn sé rétt stemmdur og starfinu vaxinn.

    Er ekki allt í lagi að freista þess að ráða í af hverju blessaður maðurinn er óþekkjanlegur og líta þá t.d. til þess að miklar breytingar urðu á einkalífi hans? Menn gæta rætt taktík í drep en það eru ekki bara leikmenn sem þjást af streitu og kulnun.

    Sterling, sem er raunar dæmi um leikmann í áhættuhópi að mínum dómi, ku ekki vilja skrifa undir nýjan samning. Ef þau tíðindi eru rétt er bendir það til þess að leikmaðurinn trúi ekki á verkefnið. Það er afleiðing en ekki orsök og við getum hrópað á torgum út í eitt um ákvörðun leikmannsins en ef við finnum ekki rót vandans og bregðumst við honum fer illa.

    Ég hef ekki hugmynd um hvort Brendan Rodgers sé hluti af vandanum eða kannski sjálf lausnin. Óþarfi er að rekja hvað margar ákvarðanir hans virðast sérkennilegar en vitanlega geta verið góðar og gildar ástæður þar að baki sem t.d. Kristinn hefur verið að ræða hér á þessum vef. EN efinn um að Brendan sé búinn að missa mójóið er yfir um og allt um kring. Ég fæ ekki séð að stuðningsmenn sem eru af veikum mætti að reyna skilja hvar orsakirnar liggja séu með léttvægari innlegg en þeir sem hafa mestan áhuga á að ræða hvernig einstaka leikmenn spila eða hvernig stilla á upp liðinu.

    Ef Brendan er búinn á því skiptir engu máli hvað marga fótboltastjóra búið er að reka eða hvernig stjórinn stóð sig í fyrra. Það er sokkið og kemur ekki aftur. Framtíðin er það eina sem skiptir máli fyrir FC Liverpool.

    Ég vil, þrátt fyrir allt, gjarnan trúa því að Brendans sé rétti maðurinn. Þá skipast oft veður fljótt í lofti og leikurinn á sunnudaginn gæti ekki komið á betri tíma til að troða sokk upp í efasemdarmenn og -konur. Óðinn láti á gott vita.

  16. Sælir

    Flottur þráður og margir góðir punktar eru komnir fram.

    Ég er sammála Magga að öllu leyti. Það væri best að halda áfram að treysta á Rodgers og halda áfram að byggja upp en það eru tvö skilyrði sem Rodgers verður hreinlega að uppfylla:

    A) Leikmennirnir verða hafa trú á Rodgers:

    Ef Rodgers tapar klefanum þá er ekki hægt að halda í hann. Þetta er ALGJÖRT lykilatriði. Það er ekki hægt að verja þjálfara í uppbyggingarstarfi ef leikmennirnir missa trú á verkefninu. Trúið mér, ég er Rodgers-maður og ég vona innilega að allir séu með trú á verkefninu en mér finnst því miður vera teikn á lofti að svo sé ekki. Það hreinlega skortir allt sjálfstraust í liðið. Vonandi afsannar hópurinn þetta á komandi mánuðum.

    B) Rodgers verður að skila inn lágmarksúrslitum/frammistöðu til að halda okkur stuðningsmönnunum á bak við sig:

    Ég held að allir hefðu, fyrir tímabilið, tekið 4. sætið með glöðu geði og jafnvel fyrirgefið lakari deildarstöðu ef liðið væri að spila “jákvæðan bolta” og berjast. Ef liðið og Rodgers sýndu fram á það að það væri ákveðin þróun í gangi. Því miður ber ekki mikið á baráttu né “jákvæðum” bolta ennþá. Leikmenn sem ekki eru í framtíðarplönum fá stærra hlutverk í liðinu, lykilmenn virðast ekki vilja semja, liðið getur ekki varist né skorað og það virkar ráðalaust á tímum.

    Auðvitað er klikkað að gefa bara 16 leikja svigrúm en ef skilyrði A og B eru ekki uppfyllt þá er lítið hægt að gera annað en að skipta um þjálfara, (Vá! Það var erfitt að skrifa þessa setningu!). Vonandi er þetta bölsýnisraus rangt hjá mér og tilefnislaust en það er skoðun mín að við þurfum að sjá batamerki á liðinu burtséð frá því hvort við náum 4. sætinu eða ekki.

  17. #16 Mér sýnist Brendan Rodgers búinn að tapa klefanum og það fyrir all nokkru síðan. Sterling og Gerrard báðir ekki að nenna þessu rugli.
    Held einmitt að okkar eina von sé að skipta honum út á meðan við höfum einhvern sjéns á að bjarga tímabilinu.

  18. Einhver sagði að Róm væri ekki byggð á einum degi – en hún getur svo sannarlega hrunið á einum degi. Þetta hrun okkar eftir stórkostlegt tímabil í fyrra, eitt það besta sem ég man eftir, er óútskýranlegt.

    Við erum ekki bara að spila illa og að ná í slæm úrslit. Heldur virðast okkar skárstu menn, Gerrard og Sterling, engan áhuga hafa á að semja við klúbbinn. Kæmi mér lítið á óvart ef þeir báðir myndu yfirgefa félagið í sumar.

    Það er nákvæmnlega ekkert jákvætt í gangi innan herbúða klúbbsins. Nema þá þessi stækkun á vellinum sem hefur verið á teikniborðinu í 10-15 ár. Sorglegt.
    Að þeir sem sem stjórna þessari skútu fái borgað fyrir það sem þeir gera er með ólíkindum.

  19. Nokkuð góður punktur hérna hjá G Neville
    http://fotbolti.net/news/11-12-2014/neville-rodgers-tharf-ad-eyda-meira-i-leikmenn

    Ég vona að klúbburinn sé með eitt, vonandi tvö stór skotmörk í jánúarglugganum.
    Í þetta Liverpool lið vantar fleiri winnera. Það þarf kalla sem geta tekið ábyrgð og hjálpað klúbbnum að komast aftur í topp fjóra.

    Þegar maður sér að leikmenn og stuðningsmenn eru að missa trúna á verkefninu, máttarstólpar liðsins eru að draga samninga á langinn vegna óvissu um framhaldið, þarf nauðsynlega að koma með statement um að klúbbnum sé alvara með að stefna á toppinn.

    Eins og sást á seinasta tímabili þá gerir það gæfumuninn sem þarf að hafa a.m.k fleiri en einn í liðinu til að draga vagninn. Það er hreinlega ekki hægt að ætlast til þess að þessi hópur standi undir því að verða annað en rúmlega miðlungslið.

    Rodgers, núna vil ég fá stór nöfn!

  20. @19 Stebbi

    Stórefa það. Týpísk kaup fyrir Liverpool væri að kaupa Nathan Redmond sem er til að mynda með færri mörk en Jordon Ibe í vetur. Aðeins eitt mark fyrir Norwich í heild.
    Kæmi mér heldur ekkert á óvart ef við myndum kaupa einhver frá West Ham, t.d. Winston Reid.

  21. Ég held að það sé best að leita að manni sem sér um leikmannakaup og getur klárað þau kaup sem Rodgers vill en ekki alltaf að neyða hann í valkost B eða C hann vildi fá Sanchez í sumar en það vantaði sterkann einstakling til að sannfæra hann, sama um Costa hann vildi kaupa hann en það gekk ekki, held við værum betur staddir ef þessi kaup hefðu gengið í gegn.
    Það er ekki hægt að vera bara með menn sem verða góðir í frammtíðinni, þeir verða að spila með og læra af mönnum sem eru nú þegar góðir.
    Stöndum með Rodgers og leyfum honum að klára tímabilið í það minnsta það hjálpar ekkert ef stuðningsmennirnir missa trúna, það sást á móti Basel þar var enginn 12 leikmaðu.

    Liverpool YNWA!!!!!!

  22. Sælir félagar

    Það er orð að sönnu að ekki er allt sem sýnist í danaveldi, og “róm ver ekki brennd á einum degi” sem mér finnst einn besti útúrsnúningsfrasi allra tíma. Enn hvað um það, málefni dagsins eins og alltaf hér. Okkar ástkæra lið.

    Það eru ákveðin teikn á lofti um að BR sé búinn að “tapa klefanum”. Fyrst og fremst eru það samningamál Gerrards og Sterlings sem gefa vísbendingar um það. Þar getur þó komið til að Sterling telur að hann geti kreist meiri peninga út úr nýjum samningi og ef til vill þarf Gerrard einfaldlega að skipta um umhverfi eftir vonbrigði síðustu leiktíðar? Hver veit – ekki ég allavega.

    Ég er einn af þeim sem hefi alltaf stutt BR þar til núna á allra seinustu dögum (eftir síðustu tvo leiki). Ég get þó alveg sætt mig við rök Kristins í þræðinum á undan þessum um Allen en ég skil ekki (og þekki engan sem skilur) Borini/Lambert syndromið hjá stjórnaum okkar og það gat títtnefndur Kristinn ekki heldur skýrt í annars mjög góðum kommentum sínum.

    Ég vil ekki reka BR bara til að reka einhvern og byrja á núllstöðu eina ferðina enn. En ef hann hefur ekkert til málanna að leggja betra en það sem gerðist í tveimur síðustu leikjum þá er hann kominn á endastöð og þarf að víkja. Ef hann hefur ekkert til málanna að leggja í næsta leik(!?!) sem gerir það að verkum að maður fái trúna aftur þá verður hann að fara. Þegar menn hafa ekkert til málanna að leggja þá verða þeir að víkja. Það er ekki flókið.

    Það er með mig eins og held ég flesta ef ekki alla stuðningsmenn Liverpool að við viljum að BR nái áttum, rísi upp, sýni þrek og taki áhættu til að ná úrslitum. Það getur verið að hann þurfi að spila Allen til þess. En það er morgunljóst að hann þarf ekki að spila Lambert til þess. Það eru allir aðrir möguleikar betri en að spila honum í enn einar 70 eða 90 mín. Vonum hið besta en búumst við hinu versta. Ef illa fer á næstu vikum þá verður BR að fara en vonum af öllu hjarta að svo fari ekki.

    Það er nú þannig

    YNWA

  23. Það er búið að fjárfesta í þó nokkrum leikmönnum sem fá ekki eðlileg tækifæri. Það er heila málið. Breytist það ekki þá verður Brendan að fara. Kjarklaus og hræddur er hann verri en enginn.

  24. Ég vil sjá BR klára tímabilið en ef liðið endar neðar en 4. sæti þá vil ég að hann fari. Hann fékk nóg af pening til að eyða, kaupir leikmenn á stórar upphæðir, spilar þeim síðan óskiljanlega lítið og hefur síðan algjörlega misst klefann. Það er ennþá séns fyrir hann og liðið að klára þetta tímabil með sæmd, þar sem jólatörnin getur skipt sköpum og góður endasprettur gæti reddað þessu tímabili fyrir okkur.
    Ég er hef hinsvegar alltaf verið svolítið skotinn í að fá Rafa Benitez aftur til okkar ástkæra félags. Hann er goðsögn hjá stuðningsmönnum, er þvílíkur fótboltaheili og heimsklassa-manager.

    YNWA

  25. Ég hef alveg sérstakt óþol gagnvart því þegar menn draga einkalíf fólks inn í umræðu, og fyrir mér eyðileggur slík umræða þennan pistil og komment sem hafa komið. Algjörlega mín skoðun, og ég get ekki verið meira málefnanlegur en það.

    Ekki skil ég af hverju persónuhagir knattspyrnumanna (og þjálfara) eiga að skipta einhverju máli. Ég veit ekki betur en t.d. Terry sé einn allra besti varnarmaður Englands, jafnvel þótt hann sé kominn á tíræðisaldurinn, og Giggs kallinn, var langt frá því að vera búinn á því þegar hann svo loksins hætti að spila. Samt sem áður var þeirra einkalíf í kastljósinu, sem frægt er orðið.

    Þannig ég spyr þá kumpána sem vilja draga umræðuna niður á þetta plan (já, ég sagði niður), hvaða máli skipta þessi atriði?

    Tökum lítið dæmi um herra X, sem er Íslendingur og tjáir sig stundum á kop.is. Hann er í góðri vinnu, stendur sig vel. Lenti svo í því leiðindaveseni að skilja við þá konu sína. Ástæðan? Kemur engum við, en auðvitað er það fúlt. Hann kynntist nýrri konu. Sú er örlítið yngri en hin fyrri. Vinnan gengur samt alveg jafn vel, mögulega betur ef eitthvað er.

    En samt, með lógík félaganna hér að ofan, þá ætti umræddur kop-verji að standa sig verr í vinnunni því hann á ekki lengur eiginkonu.

    Allavega, mér þætti gaman að fá að heyra frá mönnum svar við því, af hverju einkalíf fólks má ekki bara vera þeirra einkalíf, og af hverju þarf að draga slíkt inn í umræðuna? Er það vegna þess að þessir félagar eru “opinberar” persónur (hugtak sem er ekki til, btw)? Spyr sá sem ekki veit.

    Díses – ég sagðist illa þola svona umræðu, en hef samt skrifað töluvert um það!

    Rodgers. Herra Rodgers. Menn héldu ekki vatni yfir honum fyrir hálfu ári síðan, og sömu aðilar heimta núna blóð. Það er ekki fyrir venjulegan mann að fylgjast með því hvernig vindar blása, því skoðun manna breytist jafn ört, að því virðist, og vindáttin.

    Rodgers. Herra Rodgers. Hann er “ungur” og óreyndur þjálfari, og var það þegar hann var ráðinn til félagsins. VIð hverju bjuggust menn? Að þarna væri kominn óskeikull maður sem gerði aldrei mistök? Þegar þú ræður inn mann, sama í hvaða starf sem er, þá er alltaf ákveðinn óvissuþáttur. Eftir því sem menn eru yngri og óreyndari, því meiri óvissuþáttur. Trúið mér, ég hef stofnsett tvö fyrirtæki á síðustu 15 árum og veit nákvæmlega hversu mikill munur það er að ráða inn – t.d. nýútskrifaðan 23 ára viðskiptafræðing með 0 reynslu, eða 43 ára viðskiptafræðing með 10-15 ára reynslu á bakinu.

    Ég er sannanlega ekki að reyna að bera í bætifláka fyrir Rodgers, einfaldlega vegna þess að ég hef aldrei verið sannfærður um að hann sé næsti Messías, næsti Shankly eða næsti Múhameð – whatever suits your fancy. Því ég veit af eigin reynslu að það er heilmikil áhætta að ráða inn svona mann. Þetta smellur aldrei í fyrstu tilraun eða tilraun númer 2. Eða 3. Eða 4. Stundum þurfa menn einfaldlega að fá að reka sig á alla veggi, áður en þeir ná einhverri viðspyrnu.

    Ég veit samt ekki hvort það sé eitthvað sem FSG og félagar, svo ekki sé talað um stuðningsmennina, séu tilbúnir að veita honum – endalaus tækifæri til að sanna sig.

    Persónulega bjóst ég nú ekkert við miklu af liðinu í vetur, og fyrir því voru tvær ástæður. Liðið keypti ekki alvöru topp-klassa framherja, og liðið missti Suarez. Það er illa séð að nefna Suarez lengur á nafn, en eftir stendur að liðið getur ekki treyst á Sturridge sem aðalframherja liðsins, Borini er meðalmaður og Lambert er næsti Gary MacAllister. Og Mario er _______.

    Ég spái því samt áður en langt um líður að Kenny verði kominn aftur, og FSG heimilar kaup á einum leikmanni í janúar – vonandi framherja eða alvöru varnarmanni/markmanni. Og næsta sumar verði nýr þjálfari ráðinn. Og svo byrjum við aftur á enn einum byrjunarreitnum, í tuttugasta skiptið síðan síðasti titill vannst. Og hérna munum við bölva því í sand og ösku þegar illa gengur… og fagna því ógurlega þegar vel gengur. Eins og venja er.

    Homer

  26. Mig langar rosalega að allt sé tipp topp hjá Liverpool og BR hafi klefann og öll okkar kaup séu að brillera en þannig er það því miður ekki, hvort Bar sé búinn að missa hitt og þetta, verði rekinn eða hvað sem er þá er eitt sem skiptir máli og það er; mér gæti ekki verið meira sama hver sé að þjálfa/stjórna Liverpool, Andrés Önd þess vegna væri mer sama svo lengi sem við vinnum en sorrý það er það EINA sem skiptir máli og ef BR er ekki að vinna þá verður eitthvað að breytast hvort sem það sé leikskipulagið , leikmenn, kaupnefndir eða þjálfarar eitthvað þarf að gerast. Búinn að styðja Liverpool í tugi ára og horft á tugi leikmanna og þjálfara koma og fara en það eina sem er eftir erum við sem missum okkur þegar við erum ekki að vinna. Þannig að reka BR eða ekki skiptir engu svo lengi sem við klifrum upp töfluna og endum í fyrsta sæti.

    Winners go home and **** the prom queen.

  27. Talandi um transfer-nefnd það heyrist lítið í þeim mörgu sparkspekingunum hér sem vildu losna við Suarez eftir HM-nartið og fullyrtu það að liðið í haust væri miklu sterkara en á síðustu leiktíð. Þeir myndu sóma sér vel í nefndinni.

  28. Þegar ég skoða sumargluggann útfrá bisnesssjónarmiði þá get ég ekki annað en gefið þeim sem réðu algjöru falleinkunn. Að þeir skulu ekki hafa áttað sig á að þeir héldu á aðaltrompinu er ótrúlegt. Við skulum átta okkur á því að Barca vildi Suarez alltaf meira heldur en Liverpool Sanchez. Afhverju sýndu okkar menn ekki staðfestu og sögðu við Barca: Þið fáið Suarez og við fáum Sanchez (og Fabregas hefði ég ráðið), öðruvísi gengur díllinn ekki upp, þið hjálpið okkur að sannfæra Sanchez?
    Sanchez og Fabregas hefðu mýkt áfallið mikið við að missa Suarez.

    Þetta angrar ótrúlega mikið

  29. Sæl.
    Það sem pirrar mig mest hjá Rodgers eru jú oft byrjunarliðin, hvernig menn halda sæti í byrjunnarliðinu eftir slakt gengi og eins með inná skiptingarnar. Þetta hefur verið sjálfsagt margrætt hérna á vefnum með blessaðar innáskiptingarnar hjá honum 1-2 skiptingar þegar verið er að kjöldraga liðið. Hefur maðurinn svona ofurtrú á sér með að byrjunnarliðið sé það rétta og er búinn að greina mótherjann niðrí frumeindir? Mögulega, þá er hann allavega ekki bugaður eins og margir hafa áhyggjur af, heldur stendur fast á sínu liðsvali og það á að klára dæmið. Eða er búinn að drulla í buxurnar? Mögulega.
    Jæja ekki er ég nú einhver sérfræðingur en datt svona í hug áður en Rafa grátkórinn byrjar að heimta hausinn á Brendan að hann gat ekki alltaf notað leikmennina sína t.d Robbie Keane.

  30. Ég er ennþá að reyna að vinna mig í gegnum vonbrigðin af því að vera ekki að fara að horfa á riðlakeppni meistaradeildarinnar eitt árið í viðbót! Ég er búinn að bíða of lengi eftir því og miðað við hverju maður var orðinn vanur fyrir 5-6 árum þá var riðlakeppnin bara upphitun! Þvílík sorg og gremja yfir að vera að fara að spila á fimmtudögum eftir áramót – FIMMTUDÖGUM – hvers á maður að gjalda?

    Ég er eiginlega ekki kominn lengra en þetta og gagnast því lítið um pælingar í kringum Rodgers og transfer nefnd. En mér finnst einmitt eins og einhverjir hafa bent á, tækifæri til þess að blása lífi í menn eins og Sterling og Gerrard i janúar með einum til tveimur alvöru kaupum. Ef ekki og þeir sjá fram á að klúbburinn sigli “lignan” sjó í miðri deild fram á vor þá er ég ekki í nokkrum vafa að þeir muni skoða aðra áfangastaði næsta sumar!

    Vonbrigðin eru það mikil að ég er varla farinn að spá í leiknum um helgina og það er einsdæmi fyrir leik eins og þennan!

  31. Mér finnst menn nú taka comment Whelan #5 varðandi kvenhagi BR full alvarlega. Eru menn alveg búnir að missa húmorinn hérna? Mér fannst þetta bráð skemmtileg sálfræðigreining hjá honum í framhaldi af fyrra kommenti 🙂

  32. Torres gæti orðið skotmark Liverpool í janúar ef AC MIlan hefur ekki lengur not fyrir hann. Þá væri rökrétt næsta skref fyrir klúbbnn að kalla heim Rafa til að hjálpa Torres í sitt fyrra form. Bjartir tímar framundan.

  33. Ég veit það ekki en ég hef séð margt vitlausara en það að reyna að fá Torres lánaðan í janúar út leiktíðina, þ.e. ef Milan ætlar að skila honum…

  34. Var gestur hjá Írsku snillingunum í LFC daytrippers í gær
    bit.ly/LFCDTMD16
    Það var farið yfir Basel leikinn og hitað upp fyrir united leikinn

    twitter: @kopice86

  35. Ég skil ekki hvað menn sjá að því að spila á fimmtudögum, er það ekki bara fínt fyrir liðið eins og það er að spila þessa dagana að keppa í Europa.(hefði frekar viljað vera í CL) Er ekki bara fínt að menn spreyti sig og fái í nokkra leiki undir beltið í evrópu.Það er nú gulrót í þessu öllu saman, bikar og CL-sæti (ekki satt). Svo er nú ágætis lið þarna inná milli t.d Napoli með Rafa innanborðs,Everton væri ekki leiðinlegt henda þeim útúr keppninni , Inter , Roma ,Celtic , Ajax fá Kolbein í heimsókn . Engin CL klassi en gætu orðið fínir leikir samt.

  36. Eigum við að reka BR eða ekki?

    Fyrst þurfum við að velta því fyrir okkar hvaða kosti hann BR hefur sem stjóri.
    Er hann góður varnarþjálfari ?
    Er hann góður sóknarþjálfari ?
    Er hann góður í leikmannakaupum ?
    Eru þær innáskiptingar sem hann gerir eitthvað sem gjörbreytir leiknum ?
    Er hann fljótur að bregðast við ef illa gengur í leikjunum ?

    Ég er ennþá að leita af einhverju jákvæðu um BR. En kannski er ég bara blindur af lélegu árangri undanfarina vikna.

    Ég hélt alltaf að fótbolti væri liðs íþrótt og að einn maður væri ekki liðið. Mér sýnist að Barca hafi bara keypt heilt fótboltalið úr ensku úrvaldsdeildinni, því að mitt lið er alveg horfið, algjörlega óþekkjanlegt frá síðasta tímabili.

    ÁFRAM LIVERPOOL

  37. @32 og @33 Já fáum framherja sem getur ekkert skorað, eigum enga þannig

  38. Flottar umræður í þessum þræði sem og þeim síðasta sérstaklega miðað við ansi erfiðar aðstæður . Nokkrir punktar.

    1. Reglulega kemur upp sú umræða að Rodgers vilji ekki nota þá leikmenn sem “hann keypti ekki” og hefur poppað upp alveg síðan hann tók við, undantekningalaust þegar illa gengur. Ég hreinlega gæti ekki gefið mikið minna fyrir þessa vitleysu enda hefur það margoft verið ítrekað að enginn er keyptur inn nema Rodgers gefi grænt ljós á það, hann á lokasvar þó þetta sé hópákvörðun. Hann er ekki einn um að velja þá leikmenn sem skoðað er og hann nær ekki að grandskoða þá alla sjálfur persónulega áður en gengið er frá kaupunum en hann er ALLTAF sá sem hefur lokaorðið, þetta hefur hann sagt sjálfur sem og Ian Ayre ef ég man rétt. Ef að ástæða þess að Rodgers notar ekki suma leikmenn sem keyptir hafa verið á hans valdatíma er vegna þess að hann vildi ekki kaupa þá til að byrja með er óhætt að segja að hann hafi ekki viljað neinn af þeim sem kom í sumar nema hugsanlega Lambert.

    Ég skal einfalda þetta mjög mikið, ef Rodgers væri búinn að vera í valdabaráttu við innkaupsnefnd á vegum FSG alveg frá því félagið keypti Assaidi og ætlaði ekkert að gefa sig með það væri löngu búið að reka hann. Félagið tæki ekki 5-6 glugga þar sem það væru alltaf 1-2 leikmenn sem stjórinn vildi ekki og neitar að nota.

    FSG trúir á að félagið vinni sem ein heild og það á við bæði þegar vel gengur sem og illa. Rodgers ber líklega ekki einn ábyrgðina á innkaupum félagsins enda nóg að gera hjá honum við að stjórna liðinu en hann ber engu að síður langmesta ábyrgð á þeim sem keyptir eru inn og að sjálfsögðu að þessir leikmenn passi inn í leikstíl Liverpool. Það er svo Ian Ayre og félagar sem eiga að landa þeim leikmönnum sem eru okkar fyrsti kostur og þar óttast ég að okkar aðalvandamál sé. Sumarsögur eins og Gylfi, Dempsey, Costa, Mikhitaryan, Willian, Salah, Konoplyanka, Sanchez o.s.frv. fá mann stundum næstum til að sakna Rick Parry.

    Reyndar grunar mig að Rodgers hafi fengið að ráða nánast hverjir voru keyptir inn í hans fyrsta sumarglugga enda ekki búið skipuleggja nýja innkaupsstefnu. Það er old school fyrirkomulagið í enska boltanum þegar stjórinn gerði allt. Rodgers keypti Joe Allen og Fabio Borini þetta sumar fyrir 26m punda. Þannig að ég er ekkert að öskra á að hann fái að ráða þessu einn. Mögulega er samt betra að hafa einn svona Damien Comolli/David Dein hákarl sem tekur lokaákvörðun með stjóranum frekar en svona nefnd eins og virðist vera hjá okkur og t.d. Tottenham. Hjá Spurs röfla þeir btw mun meira yfir því að hafa nánast ekkert um innkaupin að segja.

    2. Sumarglugginn. Ég er ennþá á því að sumarglugginn hjá Liverpool hafi ekki verið svo galinn hvað þá leikmenn sem keyptir voru inn varðar. Þetta var ágætt á pappír og mjög vel hægt að skilja alla hugmyndafræði á bakvið hver kaup, hópurinn er klárlega mun þéttari núna, a.m.k. á pappír. Félagið missti enn á ný augljóslega af sínum aðalskotmörkum og blæðir illa fyrir það en Rodgers hefur talað um að félagið þyrfti að stækka hópinn núna og að þetta yrði stærsti glugginn í langan tíma. Hér eftir væri meira hægt að einbeita sér af fáum en góðum leikmönnum, m.ö.o. dýrari leikmönnum. FSG og Rodgers vita alveg af þessu sem Neville var að segja um daginn en trikkið er að maður trúir því ekki enn að þeir standi við þetta, hvað þá án Meistaradeildarinnar.

    Með hverjum leik hef ég núna meiri áhyggjur af þeim sem er að stýra þessum hópi og er ábyrgur fyrir því að þessir nýju leikmenn sem keyptir voru inn í sumar nái að blandast saman sem gott lið inni á vellinum. Við vorum með nokkra leikmenn sem voru að bæta sig mikið á síðasta tímabili en enn sem komið er hafa allir þeir sem komu inn í sumar dalað töluvert. Rodgers er tíðrætt um að hafa ekki fengið neinn tíma á æfingasvæðinu með hópnum í sumar og gríðarlega aukið leikjaálag hjálpi ekki til. Það er líklega mjög mikið til í því enda hann að púsla 6-8 nýjum leikmönnum inn í hópinn sem er án sinna bestu leikmanna frá því í fyrra.

    Eitthvað grunar mig að Mignolet, Moreno, Lovren, Sakho, Toure og Manquillo sem komið hafa inn sem varnarmenn undanfarið hefðu að segja upp upplegg Rodgers. Þeir virðast flestir hafa dalað skuggalega mikið undir stjórn Rodgers á undraverðum tíma og ég held að það sé bara alls ekki tilviljun. Varnarleikur Liverpool hefur verið grín í að verða fimm ár og Rodgers hefur núna sett um 60m-70m í þessar stöður í 5-6 leikmannagluggum og þetta er að versna til mikilla muna. Það er hægt að taka hvern og einn leikmann fyrir og skoða nánar, tiltaka fullt af fáránlegum mistökum o.þ.h. en staðreyndin er að þeir voru allir að spila mikið betur árið áður en þeir komu til Liverpool, afhverju er það?

    Adam Lallana var líklega ekki mest spennandi bitinn á markaðnum en engu að síður leikmaður sem var mjög góður í fyrra og hefur sýnt ágæta takta hjá okkur líka. Hvernig getur hann mögulega verið í svona miklu basli með að slá Joe Allen úr liðinu eða t.d. Coutinho sem er góður þriðja hvern leik. Hann kom ekki inná í eina mínútu í úrslitaleik um áframhaldandi veru okkar í Meistaradeildinni. Lazar Markovic er brothættur 20 ára leikmaður sem var keyptur á 20m pund. Hann fékk leiki í byrjun í afar mistæku liði en er svo alveg frystur út þegar sóknarleikur Liverpool hreinlega grátbiður um hraða, leik eftir leik. Markovic hefur verið skugginn af sjálfum sér hjá Liverpool, ég óttast orðið afhverju það er. Emre Can skoraði mark gegn Chelsea og var okkar besti maður þar. Síðan eru liðnir 6 leikir af Joe Allen, Lucas og Gerrard. Flestir búnir á því af þreytu undanfarið. Ég skil vel að hann noti Can varlega en botna ekkert í núverandi frosti, þetta er leikmaður sem var keyptur inn á 10m í sumar, einn af fáum með reynslu af Meistaradeildinni og hugsaður í liðið. Hvernig er enginn af þessum þremur orðinn nógu klár í desember til að byrja svona mikilvægan leik eins og gegn Basel. Þetta er 1/3 af leikmannaglugganum og helmingurinn af peningnum sem fór í hann.

    Ég hef aldrei verið spenntur fyrir Rickie Lambert en gat vel skilið hann sem ágætan 3-4 kost af bekknum í leikjum sem þyrfti að hrista upp í. Hann er líklega hugsaður þannig og ágætur sem slíkur en það brotnar eitthvað innan í mér að sjá hann leiða sóknarlínu Liverpool leik eftir leik strax á eftir tímabili með Suarez og Sturridge. Af öllum nýjum leikmönnum hefur Rodgers núna endalausa þolinmæði fyrir honum. Það kostaði hann gríðarlega mikilvæga skiptingu í hálfleik í síðasta leik þar sem hann tók eina sóknarmanninn á skýrslu útaf í hálfleik þegar liðið þurfti tvö mörk. Það var nú ekki hægt að hrósa Fabio Borini mikið meira fyrir 1-2 árum. Núna er hann í fullkomlega óskiljanlegu frosti sem hjálpar nákvæmlega engum, allra síst Rodgers. Nógu slæmt er að Lambert og Borini séu okkar 3 og 4 kostur á eftir Sturridge og Balotelli. Skoðið breiddina hjá öðrum liðum í þessari stöðu.

    Einu kaupin sem virkilega erfitt var að samþykkja voru panic kaupin á Mario Balotelli sem okkar arftaka Suarez. Balotelli var vissulega aldrei hugsaður beint sem arftaki Suarez og hann var augljóslega 3-4 kostur okkar í sumar enda boðið í Sanchez. nánast keypt Remy og líklega spurst fyrir um Benzema áður. Hann er wild card og hefur alls ekki staðið undir neinum væntingum og jafnvel verið verri en enginn. Eftir síðasta tímabil var ég samt alls ekkert tilbúinn að útiloka það að Rodgers gæti unnið mun betur úr Balotelli en t.d. Roberto Mancini. Útiloka það reyndar ekki ennþá enda Balotelli wild card. Hann gæti allt eins hrokkið í gang og skorað að vild. Ætla samt ekki að halda niðri í mér andanum hvað það varðar.

    3. Brendan Rodgers ber ábyrgð á leikmannakaupum Liverpool þó hann beri þá ábyrgð líklega alls ekki einn. Hann stjórnar líka liðinu og er ábyrgur fyrir gengi liðsins. Ef að hann nær ekki að sigra leiki með þeim hópi sem hann hefur í höndunum, hvernig sem hann fékk þann hóp er mesta ábyrgðin á honum þó auðvitað megi líka skoða dæmið í stærra samhengi, þ.e. horfa líka á þá sem vinna með honum. Rodgers er því klárlega og réttilega kominn undir pressu núna með Liverpool í 9. sæti og útlitið mjög dökkt fyrir mesta álagstíma vetrarins. Liðið var að falla úr leik í Meistaradeildinni með einhverjum vandræðalegasta hætti sem Liverpool hefur gert í áratugi. Slíkt gerir enginn án þess að lenda vel undir smásjánni og fá á sig gríðarlega pressu. Það er ekkert bara í nútímanum sem það gerist.

    Ég er ennþá á því að það væri vitleysa að reka hann strax og langar að standa með honum a.m.k. einu sinni í gegnum mótvind. Það er ekki hægt að búast við eingöngu meðvind hjá svo ungum stjóra í toppbaráttu og raunar skiptir þessi aldur afskaplega litlu máli. Arsene Wenger virðist ekkert vera að höndla þetta mjög mikið betur t.a.m.

    Rodgers er auðvitað smá vorkun líka, sérstaklega þegar hann er með aðra höndina bundna fyrir aftan bak m.v. mótherja sína á leikmannamarkaðnum (meira að segja Wenger) og sérstaklega ekki þegar hann er að vinna úr missi á sínum langbesta leikmanni og sá langnæstbesti meiðist. Meira að segja nýji sóknarmaðurinn meiddist líka, Balotelli er kannski ekki saknað mjög mikið en meiðsli hans hafa ekki hjálpað Rodgers.

    Rodgers virtist læra af öllum mistökum á síðasta tímabili og ef hann fær tíma hjá Liverpool áfram grunar mig að hann hafi lært gríðarlega mikið síðustu mánuði og það nýtist honum og Liverpool mjög vel í framtíðinni.

    4. Ég skal samt viðurkenna að það er bara síðasta tímabil sem gerir það að verkum að ég er ekki farinn að keyra Rodgers Out vagninn. Hann hefur spilað hræðilega úr þessum leikmannahópi sem hann er með, meirihlutinn var keyptur inn á hans vakt en þegar illa gengur treystir hann á nánast alla aðra. Rodgers hefur spilað mjög illa úr þessu aukna leikjaálagi og virðist stundum vera með 20 ára hugmyndafræði hvað rotation varðar. Sérstaklega pirrandi núna þegar hann er kominn með ágætan hóp. Það sem gerði þó nánast útslagið hjá mér var þessi vandræðalega spilamennska Liverpool í Meistaradeildinni. Það mun taka nokkrar vikur að jafna sig alveg á þessum vonbrigðum, ef við heimfærum þetta yfir á handbolta þá væri Rodgers kominn útaf í tvær mínútur hjá mér fyrir að ná bara í 5 mjög ósannfærandi stig í riðli með Ludogorets og Basel, það er vandræðalegt sama hvernig á það er litið. Eini sigurinn kom eftir vítaspyrnu í uppbótartíma á heimavelli gegn Búlgörsku meisturunum, án gríns.

  39. Góður pistill Babu!

    Liverpool var að spila hvað best fannst mér í fyrra þegar Allen og Henderson voru á miðjunni og teygðu úr sér á kantana. Gerrard í quarterback hlutverki fyrir aftan og SAS með Sterling/Coutinho running riot í fremstu víglínu.

    Núna með Sturridge meiddan þá var Balotelli frammi með Sterling og Coutinho running riot…það gekk bara ekki og liðið var ekki að skora. Skipti litlu þótt Lambert, Lallana, Borini eða Markovic var skipt inná. Eitthvað segir mér samt að Markovic er að fara koma sterkur inn.

    Og núna sýnist manni í örvæntingu þá er búið að færa Gerrard fram og Lucas er kominn í varnatengiliðinn. Þetta er leikskipulag sem er einhvers konar skammtímalausn finnst mér og ég hef enga trú á að Brendan haldi sig við þetta.

    Manni finnst að Brendan sé búinn að reyna allt en ef Markovic er að koma til þá myndi maður halda að Coutinho, Sterling og Markovic væri kannski málið frammi.

    Mitt lið fyrir United leikinn
    Coutinho – Sterling – Markovic (Lallana ef Marko er í banni)
    Allen (E.Can) – Lucas – Henderson
    Moreno – Lovren – Skrtel – Johnson
    Mignolet

  40. Neville hittir naglann á höfuðið hér. Total er fjárfestingin í sumar er talsverð en net ef Suarez aurinn er tekinn frá þá erum við að tala um 40 m pund. Það er ekki nálægt þeirri deild liða sem við viljum keppa við. FSG á sökina að þessu bulli sem við erum í dag að stórum hluta. En auðvitað verður BR að taka á sig kaupin sjálf og að þau séu ekki að skila neinu.

    http://www.teamtalk.com/features/16129/9601472/Manchester-United-v-Liverpool-Gary-Neville-questions-extent-of-Liverpool-s-spending

  41. Ég ætlaði að vera með innlegg inn á spjallþráðinn eftir leikinn en fyrst að það er kominn opinn þráður hér þá sendi ég þetta hér bara.

    Ég er verulega ósáttur og mér finnst vera nóg komið af þessu. Ég er ekki ósáttur með liðið mitt, liðið okkar. Ég er ekki ósáttur með stjórann minn, stjórann okkar. Ég er ekki ósáttur með FSG, þvert á móti.
    Það sem ég er ósáttur við er að við sem stuðningsmenn leyfum okkur að missa kúlið sem stuðningsmenn og förum að tala um að reka stjórann þegar illa gengur í nokkra mánuði (3 mánuðir eru stuttur tími). Við leyfum okkur að missa kúlið og að stökkva á vagninn sem geymir hysteríu og almenna múgæsingu.

    Ég tek ekki afstöðu til leikmannakaupa sumarsins – við erum með nýtt lið og margir nýir leikmenn og sumir þeirra eru að venjast nýrri deild og nýju landi. Ég sagði í lok sumars við nokkra í vinahópnum mínum þegar einn eða tveir þeirra töluðu um að gera aðra atlögu að titlinum að mér þætti það ekki alveg raunhæft – við værum með nýtt lið, marga nýja leikmenn, að spila í Evrópukeppni Meistaraliða í fyrsta sinn með þennan hóp – BR væri óreyndur í þeirri keppni og að einhverju leyti óreyndur að rótera hópnum þegar pressa væri á honum og liðinu.
    Ég spáði því að við myndum enda í 3.-5.sæti en væri sannfærður um, miðað við spennandi leikmannakaup (þau voru spennandi þá og eru enn spennandi í dag), að á næstu fimm árum þá værum við í titilbaráttu amk 3-4 sinnum og yrðum meistarar amk í eitt skipti. Þetta er mín framtíðarsýn – hverjir eru með ?

  42. Ég er með eina brjálæðislega hugmynd, hvað með að bjóða mr. Mourinho Balotello og við fáum Torres. Torres stóð sig vel hjá Liverpool, og fylgismenn verða fljótir að fyrirgefa kallinum þegar hann byrjar að skora

  43. Það er langt frá því að stuðningsmenn LFC séu að “missa kúlið” yfir BR.

    Sannleikurinn er sá að alveg frá því bR var ráðinn er nokkuð stór hópur stuðningsmanna liðsins sem hefur ekki verið sáttur við þá ráðningu.

    Sumir af þeim sem voru ekki hrifnir af honum þekkja mjög vel til í enska boltanum og þekktu því ágætlega hans sögu.

    Ég var einn af þeim sem var mjög jákvæður gagnvart honum og held að mikið sé í hann spunnið. Þess vegna hefur hann valdið mér miklum vonbrigðum á þessu tímabili. Það er eingöngu vegna þess að að mínu mati hefur hann og teymið hjá LFC verið að gera taktísk mistök bæði í leikmannavali og uppstillingu leikkerfis auk þess sem svörun við leik andstæðinga á meðan á leik stendur hefur dalað mikið frá því í fyrra, skiptingar ofl.

    Ef vel er að gáð þá voru þónokkrir sem héldu uppi gagnrýni á BR í fyrra, þrátt fyrir nokkuð gott og óvænt gengi. Þess vegna er ekkert skrýtið við það að þeir sem voru andsnúnir BR frá upphafi fá smá byr í seglin núna og hafi sig meira í frammi.

    Það væri nær að halda því fram að þeir sem voru havð jákvæðastir um BR og vilja alls ekki reka hann séu að missa kúlið….
    :O)

  44. Fín hugmynd Kallinn #45 – það versta við hana er að hún er í besta falli draumsýn. Nokkrar ástæður:

    1. Torres er ekki sami leikmaður og hann var þegar hann var hjá okkur. Í dag myndi ég segja að Balotelli sé betri leikmaður þrátt fyrir að vera búinn að vera hálfgert grín hingað til.
    2. Gerrard er ekki lengur maður að mata hann í hverjum leik og taka öll hlaupin í kringum hann.
    3. Við spilum engan veginn þann bolta sem við gerðum þegar hann blómstraði. Direct, hraðar sóknir með stungum innfyrir eru hans lifibrauð. Ég sé ekki mikið af því í okkar leik í dag. Aðalsmerki okkar í dag er hægt uppspil og síendurteknar tilraunir til að hnoða boltanum í gegnum miðsvæðið hjá liðum sem eru búin að lesa okkur og pakka í vörn.

    Ég nenni ekki meiru um Torres – Nýtt blóð takk!

  45. Torres aftur til Liverpool.

    Þegar þú heyrir sjálfan þig segja þetta, veistu að það er komið nóg af jólapúns í það skiptið. Drekka vatn, borða eitthvað saltað og hlaupa á vegg. Rinse & repeat eftir þörfum.

  46. Torres til Liverpool? Really!

    Versta hugmynd sem komið hefur fram síðan að Abraham Lincoln sagði við frúnna; “eigum við að fara í leikhús í kvöld mín kæra?”

  47. Menn verða að hætta að lifa í fortíðinni. Benitez og Torres, í alvörunni. Kvarme er á lausu líka, spurning um að fá hann til baka. Hann var seigur kallinn.

    Sá einhverstaðar að BR er búin að eiga fæstu inná skiptingarnar í PL á árinu ! Ef það er satt, og hann með mun breiðari hóp en áður þá er eitthvað mikið að hjá karli. Held hreinlega að sjálfstraustið sé farið út um gluggann hjá honum.

  48. Denial: Ég neitaði að trúa því að okkar menn væru svona slappir og Rodgers væri að skíta uppá bak ég neitaði að trúa að liðið sem var eitt af betri liðum í evrópu síðasta tímabils væri að spila eins og eitthvað 3 deildar lið í dag.

    Anger: Ég varð reiður hvernig okkur gekk og pirraðist úti hitt og þetta og hvernig leikskipulagið hja Rodgers var hvaða menn hann notaði hvaða menn hann keypti hvernig menn spiluðu og spiluðu ekki!.

    Bargaining: Ég reyndi að biðla til æðri máttarvalda að fara senda okkar mönnum eitthvern kraft til að fara vinna leiki og sýna í hvað þeim býr. Ég meira segja lofaði að hætta drekka svona marga bjóra við hvern leik til að drekkja sorgum mínum útaf hversu slæmir þeir voru.

    Depression: Eftir að æðri máttarvöld sáu sér ekki fært að verða að bón minni þá hef ég verið niðurlútur poolari og hef til dæmis ekki verið að taka fínu Liverpool íþróttatöskuna eins mikið með í vinnuna og ég hafði gert fyrr um árið og finnst ég vera algjörlega bugaður á líkama og sál.

    Acceptance: Núna í dag ætla ég bara sætta mig við þetta ástand eins og það er og reyna takast á við það eins og maður og ætla að styðja við Rodgers og vona hann fari að sigla skútuni aftur í rétta átt.

    Kær kveðja Poolarinn að austan

  49. Eitt enn.

    Samningamálum leikmanna kemur framkvæmdastjórinn okkar ekkert að…og hefur ekki gert síðan á tíma Houllier.

    Hann einfaldlega leggur það upp í hendur þess teymis sem sér um þau mál og stjórnað er þessa dagana af Ian Ayre. Á undan honum Damien Comolli og á undan honum Rick Parry. Vissulega ræðir stjórinn við leikmenn um það að hann telji þá mikilvæga eða megi fara, en ekki undir neinum kringumstæðum sest hann við borðið.

    Má t.d. benda mönnum á umfjöllun í bók Stevie G um það þegar hann fór næstum til Chelsea. Rafa var brjálaður yfir því en það breytti ekki lokatilboði klúbbsins til Stevie sem hann hafði ákveðið að hafna og vildi til Chelsea. Hann skipti um skoðun, hringdi í Parry og svo Moores. Rafa fékk ekki að vita af málinu fyrr en rétt áður en að blaðamannafundinum kom.

    Rodgers hefur verið upptekinn lengi við að tala um mikilvægi leikmanna og þess að þeir fái samning. Menn þurfa að teygja sig býsna langt út fyrir það sem skrifað er ef þeir sjá ekki að hann leggur alla áherslu á að halda Raheem og Stevie, þeir eru lykilmenn í hans liði…spila nærri allar mínútur auk þess sem hann hefur ítrekað rætt um samningsstöðu þeirra á þann hátt að þeir skipta öllu máli.

    Auðvitað er þetta bara spurning um það eitt hvað Liverpool FC er tilbúið að borga þessum mönnum í laun og hversu langur samningurinn á að vera. Um það snýst málið og í því máli hefur Rodgers ekkert annað að segja en það að hann vilji halda þeim.

    Þetta er ekki eins og í FM eða FIFA þar sem managerinn tekur ákvarðanir um fjárfestingar félagsins í leikmannasamningum, ekki síst þar sem vel má vera að viðkomandi verði ekki hjá klúbbnum það lengi að samningur sá sem verið er að ganga frá endist með honum.

    Svo vel má vera að það spili inní samningatæknina að einhverju leyti…en ég held þó ekki. Málið er að FSG á þennan klúbb og rekur hann á þann hátt sem þeir vilja og þ.á.m. ákveða þeir budget það sem samþykkt er til leikmannakaupa og í samningum.

    Ef að klúðrast að ganga frá þessum samningum þá verður það ekki Rodgers að kenna, allavega ekki því að hann klúðri við samningaborðið. Það er samspil eigenda Liverpool FC og umboðsmanna leikmanna.

  50. Vissulega einungis slúður en það er svo langt frá því að vera rétt skref að fá Torres aftur.
    Það eru að verða fjögur ár síðan hann yfirgaf liðið og hann hefur ekki getað neitt síðan þá. Þetta á það til að gerast fyrir leikmenn sem verða mikilvægir liðum sínum ungir að árum. Sáum bæði Fowler og Owen brenna fljótt út. Samspil meiðsla og leikjaálags.

    Þessi hópur öskrar á gæði inn í byrjunarliðið. Leikmenn sem eru frábærir í nútíðinni – en ekki í fortíð eða framtíð.

  51. Maggi (#53) segir:

    “Rodgers hefur verið upptekinn lengi við að tala um mikilvægi leikmanna og þess að þeir fái samning. Menn þurfa að teygja sig býsna langt út fyrir það sem skrifað er ef þeir sjá ekki að hann leggur alla áherslu á að halda Raheem og Stevie, þeir eru lykilmenn í hans liði…spila nærri allar mínútur auk þess sem hann hefur ítrekað rætt um samningsstöðu þeirra á þann hátt að þeir skipta öllu máli.”

    Í raun má segja það sama um Glen Johnson. Rodgers spilar honum mest allra bakvarða sinna, treystir á hann og hefur látið hafa eftir sér að GJ sé lykilleikmaður sem hann vilji halda. Engu að síður virðast samningaviðræður alveg standa á sér. Maður getur ekki annað en lesið í það að stjórnin hafi engan áhuga á að semja við Johnson á þeim launaforsendum sem hann er að biðja um, jafnvel þó Rodgers vilji halda honum.

    Þessi mál eru aldrei svört/hvít, mikið af gráu svæði þarna á milli sem erfitt er að meta.

  52. Ég verð hér að vera ósammála mönnum eins og Homer.

    Hann segir:
    “Ekki skil ég af hverju persónuhagir knattspyrnumanna (og þjálfara) eiga að skipta einhverju máli. Ég veit ekki betur en t.d. Terry sé einn allra besti varnarmaður Englands, jafnvel þótt hann sé kominn á tíræðisaldurinn, og Giggs kallinn, var langt frá því að vera búinn á því þegar hann svo loksins hætti að spila. Samt sem áður var þeirra einkalíf í kastljósinu, sem frægt er orðið.”

    Persónuhagir skipta oft öllu máli þegar það kemur að frammistöðu þinni á öðrum vígvöllum hvort sem það er fótbolti eða hreinlega þín geta sem hefðbundinn starfsmaður hjá fyrirtæki. Alveg eins og forstjórar fyrirtækja geta verið með allt niðrum sig í einkalífinu en samt siglt skipinu vel þá geta fótboltamenn það líka. En einnig er það til í dæminu að einkalífið geri það að verkum að þú hættir að “performa” rétt, hvort sem það er á fótboltavelli eða sem starfsmaður fyrirtækis. Þannig þetta dæmi með John Terry er ekki marktækt ef þú spyrð mig. Það er mögulega 100 fótboltamenn til sem hefðu orðið miklu betri ef einkalífið hefði verið í 100% lagi, við munum bara aldrei vita það. Ef einhver ætlar að neita því að þá hefur sá hinn sem verið virkilega heppinn í gegnum lífsleiðina og siglt lignan sjó.

    Ég þori samt ekki að taka svo djúpt í árina og segja að skilnaður Brendan Rodgers hafi eitthvað með þetta að gera, en þegar menn hér neita því að persónulegar aðstæður geti haft áhrif á störf manna finnst mér þeir einfalda hlutina frekar mikið! Jafnvel þó að litlu kallarnir í Football Manager performi óháð öllu þá er ágætt að hafa það til hliðsjónar að það er venjulegt fólk bakvið Liverpool Football Club, rétt eins og ég og þú! Þau hafa sín vandamál rétt eins og ég og þú þrátt fyrir að vera í drauma starfi.

    Mér finnst athugasemdin hans Whelan #5 vera frábær. Mér finnst alveg líklegt að Brendan hafi ofmetnast eftir síðasta tímabil og nú sé hann að fá ákveðið kjaftshögg sem mun fylgja honum áfram!

    Ég vil alls ekki reka Brendan Rodgers, allavega ekki strax. Ég vil sjá hann klára tímabilið. Hann hefur alltaf staðið sig betur eftir áramót en fyrir áramót svo ef það gengur eftir þá skulum við ekki þurka neitt af borðinu. Við erum ekki á besta stað í deildinni en með ágætu gengi getur allt gerst. Það er ekki eins og hin liðin (að undanskildu Chelsea) séu eitthvað að brillera.

    Ég fæ illt í hjartað við að hafa dottið útúr CL en svona er það. Nú þarf að leggja allt kapp á EL! Sigurvegari EL fær sæti í Meistaradeildinni svo að jafnvel þó að okkur tækist ekki að komast í Topp4 þá væri ekki verra að vinna hreinlega EL og fá CL sæti fyrir það.
    Vonandi að Brendan geti rifið sig og liðið upp og við sjáum betra Liverpool lið eftir áramót.

    Dæmum Brendan í lok maí.

  53. Eyþór Guðjónsson … þú segir: “Mér finnst þetta alveg hrikalega kjánalegt að reyna að setja sig eitthvað inn í persónulega hagi stjórans til að leitast eftir einhverjum skýringum.”

    Það er frekar skrítið … eða jafnvel kjánalegt að vilja ekki hlusta á eða taka mark á mögulega öðrum skýringum en þeim sem lúta að ´taktík´, leikmannakaupum o.sv.frv.

    Það er bara þannig að miklar breytingar á persónulegum högum, eins og skilnaður í þessu tilfelli, hafa bein eða óbein áhrif á aðra þætti í lífinu, þar með talið vinnuna. Þar af leiðandi er umræðan um einkahagi Rodgers (kannski) til þess fallin að varpa ljósi á vandann en ekki afvegleiða umræðuna eins og haldið er hér fram.

    Við skulum vera víðsýnir og opnir fyrir annarri hugsun en þeirri sem rápar ein í höfðinu á okkur – við gætum lært eitthvað 🙂

    Rodgers hefur hreinlega gjörbylt aðstæðum (flytja, skilja …. ) sínum og ef það hefur ekki áhrif á hvern þann sem gegnir krefjandi starfi á mjög ótryggum starfsvettvangi þá hef ég algjörlega misskilið mannskepnuna ……

  54. Sko, ég var úti á Basel leiknum og þar voru menn mest bitrir yfir því hvernig hann stillti upp liðinu gegn Basel, algjört tussu defensive lineup sem öskraði “VIÐ ERUM HRÆDDIR”.

    Ég var og er einn mesti stuðningsmaður Rodgers, ég var alveg á bátnum hans fyrri hluta fyrsta tímabilsins hans þegar að allir voru að segja að hann væri glataður.

    En núna er bara eins og hann sé að drepast úr stressi, hann spilar alltof defensive lineup ítrekað (svosem skiljanlega við erum með ömurlega vörn þessa dagana), en svo er líka bara það að hann virðist ekki þora að taka áhættur lengur, afhverju ekki að gefa ungu gaurunum séns?

    Afhverju eru Allen og Johnson með fastasæti í liðinu? Allen contributar _ekkert_ hvorki varnarlega né sóknarlega, Johnson er eins og hurð á bar í villta vestrinu, hver sem er getur hlaupið í gegnum hana.

    Afhverju er Borini bara í frystikistu eftir að hafa átt fínan leik gegn Real? Afhverju er Can sömuleiðis grafinn í holu einhverstaðar?

    Menn þurfa spilatima til að finna sig, hann á bara að bomba Can,Markovic, Lallana og öllum þessum gaurum inn og láta þá bara do or die.

    Svo má hann alveg líka fara að bekkja Gerrard, maðurinn er orðinn hundgamall og það eina sem hann gat í Basel leiknum var þessi aukaspyrna, fyrir utan það var hann algjörlega eins og sprungin blaðra.

  55. Að fá Torres á FT í janúar er allt í lagi.. ef að það kemur í kjölfarið á 70m signing á einhverri 100 marka maskínu.

  56. Enginn virðist enn ætla að svara því sem Eyþór bendir á að þessi breyting á einkahögum Rodgers er löngu skeður, hvers vegna í ósköpunum ættu áhrif hans að detta inn núna.

    Finnst alveg magnað að heyra það hjá mönnum hversu líklegt það er að maðurinn fangi hamingjuna á ný eftir skilnað sé líklegt til að draga úr hæfileikum hans sem þjálfari.

    Skilnaður er gríðarlega sár, en hann kemur yfirleitt ekki eins og þruma úr heiðskíru lofti heldur afleiðing vanlíðunar til langs tíma (mislangs) og í kjölfar hans fer í gang ferli sjálfsskoðunar og nýrrar uppbyggingar sem í mörgum tilvikum leiðir til þess að fólk nær að lifa hamingjuríku lífi. Eins og mér virðist hafa gerst hjá Rodgers, aldursmunsumræðan er svo sér kapítuli og lýsir að mínu mati ákveðnum fordómum gagnvart þeim aðstæðum almennt.

    Ég tek skýrt fram að ég er hér að tala af töluverðri persónulegri reynslu og á þeim nótum er ég einmitt að ræða það að ég get bara ekki ímyndað mér að nokkur einasta arða af þjálfarahæfileikum Brendan Rodgers hafi farið veg allrar veraldar með því að breytingar verða á einkalífi í kjölfar þess að skilja, ég myndi sjálfur telja mun líklegra að erfiðlega gengi á meðan að óhamingja ríkir í persónulegu lífi manns en þegar hamingjan bankar.

    Þess vegna finnst mér þessi umræða ekki eiga neitt skylt við gengi liðsins. Ekki snefil. Ekki agnarögn.

    En aftur, mín skoðun byggð á minni reynslu.

  57. Ein spurning – burtséð frá því hjá hverri Brendan er að sofa hjá. Hefur Brendan eftir að Sturridge meiddist rambað á eina góða liðsuppstillingu sem átti góðan leik?…er ekki bara strögglið og örvæntingin núna einmitt vegna þess að tímabilið er að verða hálfnað og það er ekki ennþá búið að finna neitt sem virkar. Það er einn lykilmaður meiddur en í hópnum er einhverjir 30 gaurar en samt er ekki búið að finna eina einustu uppstillingu sem er að virka í einhverjum 20 leikjum. Það er helvíti vel af sér vikið verður maður að segja. Ég myndi bara þakka fyrir ef ég væri Brendan að vera kominn með nýja kellingu annars væri útlitið verulega slæmt!

  58. Útlitið var einmitt mjög slæmt með þessa gömlu hans Rodgers. Ég er ekki frá því að hún hafi borðað upp alla launahækkunina hans og því hafi hún þurft að víkja.

  59. Ætli besta greiningin á þessum sakleysislegu vangaveltum hafi ekki komið frá #32 einare .

    Sterk tilfinningaviðbrögð frá sumum, svo sterk að orsakasambandinu er aðeins snúið á haus. Tímalínan gekk í stórum dráttum svona:

    Oflæti –> Yngi upp –> Velgengni –> Meira oflæti –> Kaupi og kaupi og ætlast til að það svínvirki af því að ég er svo frábær þjálfari –> Gengur ekkert –> Áfall –> Veit ekki mitt rjúkandi ráð –> Engin skilur mig –> Get ekki sýnt ungmeynni hvað ég er lítill í mér því það er turnoff fyrir hana (er hún ekki auk þess starfsmaður LFC?) –> Sjitt.

    Summerað upp: Oflætið og óheppni eru orsakabreytur í atburðarásinni. Hitt eru fantasíur settar fram í ljósi þess hvað hann virkar eitthvað svakalega umkomulaus og ráðalaus um þessar mundir, blessaður karlinn. Hvað sem sú unga er að gera fyrir hann er það ekki að virka.

  60. Alveg magnaðar umræður hér og í síðasta þræði. Gaman að sjá að þrátt fyrir ólík viðhorf er eitt ljóst og það er að við viljum öll komast uppúr þessum öldudal sem fyrst. BR er auðvitað búinn að keyra svo oft yfir á rauðu og út á tún á þessu tímabili að ekki er skrítið að margir séu búnir að fá nóg og séu orðnir meira en “bílveikir” og þurfa að afsaka að ælan sé jafnvel á leiðinni.

    Hinsvegar er BR smá vorkunn því fjarvera Suarez og Sturridge miðað við liðið á síðasta tímabili hefur veikt það gríðarlega. Mark Lawrenson hefur verið að tjá sig og ég er sammála honum um ógnvænlegt mikilvægi þeirra. En auðvitað er ljóst að þessi transfer síðustu missera hefur skilað afar litlu þó ekki sé sanngjarnt að fella stóra dóma um þá sem duttu inn um lúguna í sumar eða haust, ekki síst þ.s. margir af þeim hafa einfaldlega ekki fengið að hlaupa mikið um iðagrænar grundir, nema þá helst á æfingum. En þetta er ekki flókið, til að vera i fremstu röð þarf leikmenn í fremstu röð og skarð Suarez var á við Grand Canyon. Hugsið ykkur hvar við við værum í dag með hann og Sturridge á stökki á vallarhelmingi andstæðinganna. Við værum á öðrum stað og mörkin töluvert fleiri. Við verðum við að meta gæði þessarar kaupnefndar eftir árangrinum inná vellinum. Það kann að vera að nefndin sé að sanna sig til lengri tíma en til skemmri tíma dettur manni helst i hug lagið “Fallinn með 4,9” og reyndar myndi ég í mesta lagi gefa henni 1,9 því ég efast um að þó að Sturridge væri heill þá hefði það dugað til að endurtaka þátttöku í toppbaráttunni. Var það ekki annars markmiðið? Allavega var 2 sæti spáð hér á Kop.is og flestir sem ég ræddi við fyrir season voru á því að við yrðum aftur að berjast um gullið og silfrið.

    Að lokum, nú er verið að birta myndir frá æfingasvæðinu og engu líkara en Edda Björgvins, Laddi og Jón Gnarr hafi verið ráðinn til að lyfta andanum. Þetta er eiginlega of mikið fyrir minn smekk 🙂
    http://www.liverpoolecho.co.uk/sport/football/football-news/liverpool-fc-train-ahead-manchester-8279688

    Vona að BR og nýja gellan hans séu svo að gera meira en að gamna sér í kofanum, okkar maður þarf fullan fókus í endurreisn Liverpool 😉

    Bring on Man United…svei mér þá ég trúi að við tökum þá…

  61. Mér finnst ekkert að því að velta fyrir sér þessum einkalífsmálum Rodgers. Til dæmis er þekkt hvernig eiginkona Alex Ferguson hefur verið honum ómetanlegur styrkur.

    Mér finnst líka ljóst að Rodgers mun alltaf fá amk út þetta tímabil með liðið. Hann þarf ekki að óttast um starf og panikka enn sem komið er. Hins vegar er fjórða sætið krafa.

    Menn tala um að mest spennandi nöfnin séu ekki raunhæfir kostir. Í vetur hefur orðið smá breyting á því, það gengur ekkert hjá Klopp og Dortmund. Hann hefur verið þar lengi og kannski komin smá þreyta. Svo eru flest ‘risaliðin’ ekki að leita að þjálfara. Næsta sumar gæti verið einstakt tækifæri til að hrifsa hann til Liverpool og bjóða honum að endurtaka það sem hann gerði hjá Dortmund.

  62. Ef við vinnum European league, hirðum við þá CL sætið af liðinu í 4 sæti?

    Væri þá ekki draumur að lenda í 5 sæti í vor og man utd myndi lenda í 4 sæti og við vinna Euro 🙂

    Bara svona til að líta á jákvæðu hliðarnar 🙂

  63. Sammála stjórnendum síðunnar að umræðan um að skilnaður Rodgers hafi áhrif á hans starf, á ekki rétt á sér, ekki svona löngu eftir að það slitnaði uppúr þessu.
    En það er samt alveg morgunljóst að hlutir úr einkalífinu geta haft mikil áhrif á frammistöðu leikmanna og stjóra, auðvitað taka menn áföllum mismunandi en þetta getur haft mikil áhrif.
    Eitt gott dæmi er t.d. gengi Giroud eftir að hann var “busted” fyrir framhjáhald rétt fyrir leik gegn Liverpool. Hann hefur eiginlega aldrei náð sér á strik eftir það, amk ekki í sama formi og hann hafði verið í.

  64. Síðan má auðvitað benda á Torres, hann hlýtur að vera búinn að vera í sjokki eftir að hann áttaði sig fyrir alvöru á að hann yfirgaf besta félag heims.

  65. Sat fyrir og eftir leikinn gegn Basel á þriðjudag í höfuðstöðvum Liverpool Supporters Club við Lower Breck Road og ræddi við grjótharða stuðningsmenn félagsins. Augljóst að tiltrú margra á Brendan Rodgers dó þegar menn sáu varnarsinnaða liðsuppstillingu hans fyrir “must win” leik.

    Hlustaði síðan á langt síma iðtal við James Pearce hjá Echo. Eftir það spjall finnst mér augljós að Brendan Rodgers vildi fá Lallana, Lovren og Lambert. Innkaupastjórnin virðist hafa ráðið för með Markovic, Moreno og Balotelli. Gat ekki lesið í Manquillo eða Origi í gegnum þetta spjall en á öllu er ljóst að í þessari nefnd eru meiri átök en af er látið opinberlega.

  66. Langar aðeins að leggja orð í belg.

    Í mörg ár var Liverpool rekið á þann hátt að næsti framkvæmdarstjóri kom innan úr herbúðum félagsins, aðstoðarþjálfarar, fyrrum leikmenn o.s.frv. Þetta var farsælt lengi vel en tímarnir breyttust og Liverpool átti erfiða tíma under stjórn Souness og Evans. Eftir að Evans hafði gert margar heiðarlegar tilraunir til að koma Liverpool aftur á toppinn var farið í að fá inn framkvæmdarstjóra utan klúbbsins. Þá vaknar auðvitað spurningin hvers konar maður kemur til greina sem framkvæmdarstjóri Liverpool. Fyrst var það Houllier, maður með áratuga reynslu sem hafði unnið frönsku deildina og stýrt franska landsliðinu. Eftir að Houllier hætti var leitað að nýjum þjálfurum. Eftir því sem ég man best voru það aðeins tveir þjálfarar sem komu til greina og það tveir heitustu þjálfarar í Evrópu í þeim tíma. Jose Mourinho sem hafði nýverið unnið meistaradeildina með Porto og Rafael Benitez sem hafði tvívegis gert Valencia að Spánarmeisturum og landað uefa bikarnum. Þegar Benitez var kominn á endastöð tóku við verri tímar. Þá t+oku við Roy Hogdson, sem þrátt fyrir alla sína galla er þaulreyndur þjálfari með langan feril að baki og Kenny Dalglish sem auðvitað allir þekkja. Þá komum við að Rodgers.
    Liverpool er klúbbur af þeirri stærðargráðu, eða við viljum allavega að hann sé það, að þegar kemur að því að velja í mikilvægustu stöðuna innan klúbbsins þá kemur ekki hver sem er til greina. Það fær ekki hver sem er að senda inn umsókn. Samt sem áður náði ungur þjálfari með mjög stuttan þjálfarferil að baki að landa framkvæmdarstjórastöðunni hjá Liverpool. Maður með enga reynslu meðal þeirra bestu sem hafði unnið sér það eitt inn að vera aðstoðarþjálfari hjá Mourinho og skila Swansea upp í efstu deild með fallegum sóknarbolta.
    Nú er ekki tilgangurinn með þessu hjá mér að níða Rodgers eða segja að hann hafi ekki átt skilið að fá tækifærið. Eigendur klúbbsins ákváðu að taka sénsinn á ungum og hungruðum þjálfar sem þeir trúa að geti byggt til frambúðar og það er ekkert að því. Það eina sem ég er að segja er að Rodgers hefur ennþá allt að sanna og hefur í raun ekki unnið sér inn neitt special treatment hjá einum eða neinum ennþá. Þess vegna finnst mér allt í lagi að sumir séu komnir með miklar efasemdir þegar svona illa gengur.
    Sjálfur er ég á báðum áttum. Rodgers vill spila sóknarbolta og það hljómar vel í mínum eyrum en hann á greinilega mjög erfitt með að skipuleggja góðan varnarleik sem er nauðsynlegt ef þú ætlar að vinna titla. Rodgers er núna á þriðja tímabilinu með Liverpool og varnarleikurinn er verri en hann hefur nokkurn tíman verið. Liðið spilaði reyndar ótrúlega flottan sóknarbolta á síðasta tímabili en þar munaði um Suarez.
    Nú trúi ég alveg að Rodgers sé eldklár náungi og það væri ekkert að því að gefa honum tímabilið og vona allavega að hann ná fjórða sætinu. Hins vegar er hann í mjög vondum málum og ef desembermánuður fer illa gætum við verið að horfa á Liverpool nálgast fallsætin. Það þarf þá ekki annað en eina slæma taphrinu í viðbóð og við gætum horft upp á algjört hrun hjá klúbbnum. Þá er ekkert til umræðu annað en að reka Rodgers og reyna að forða okkur frá stórslysi. Sjálfur vona ég að hann nái að snúa þessu við og komi sterkur inn á næsta tímabili reynslunni ríkari. Það er þó ekki traustvekjandi að sjá hvernig hann hefur gjörsamlega frosið á hliðarlínunni í allan vetur.

  67. Við erum að gjalda fyrir okkar mistök, það er bara þannig.

    Sama hversu marga unga, og góða leikmenn við höfum keypt þá hefur alltaf verið þörf fyrir einum leikmanni sem er svo góður að hann lyftir öllum á hærra plan með sér. Við sjáum bestu dæmin um þetta á síðustu árum eru Suarez og Torres. Þessir leikmenn hafa hjálpað þessum óslípuðu demöntum að blómstra og menn eins og Alonso, Arbeloa, Mascherano, Skrtel, Agger, og fleiri sem hafa komið ungir, og nokkuð ódýrt hafa gjörsamlega sprungið út með þessum leikmönnum. Ég er handviss um að Moreno, Lallana, Henderson, Sterling, og fleiri gætu toppað með svoleiðis týpu með sér. Vissulega er Gerrard þarna, en hann einn getur ekki dregið þetta lið á herðum sér lengur, hann hefur þurft að gera það allt of oft, alltof lengi, og er bara ekki sami og hann var. Aðal pont-ið er að við þurfum einn Alexis Sanchez/Suarez/Di Maria/Diego Costa sem getur dregið allt liðið ásamt Steven Gerrard á hærra plan með sér, og við höfum ekki þann mann í dag. Því miður.

Liverpool 1 Basel 1

Upphitun: Man Utd – Liverpool