Markalaust jafntefli gegn Sunderland.

Við héldum þó allavega hreinu.

Liverpool og Sunderland gerðu markalaust jafntefli á Anfield í mjög mikilvægum leik fyrir framhaldið á leiktíðinni. Sérstaklega í ljósi þess að Arsenal, Chelsea og Tottenham hafa tapað stigum um helgina og innbyrðisviðureignir Everton, City, United og Southampton eiga eftir að spilast. Það er hrikalega fúlt og svekkjandi að tapa þessum stigum.

Brendan Rodgers stillti liðinu upp nokkuð vel að mér fannst. Coutinho og Moreno komu inn fyrir Gerrard og Manquillo. Gerrard kom á endanum inn fyrir Lallana og Markovic fyrir Coutinho. Þetta leit svona út:

Mignolet

Johnson – Skrtel – Touré – Moreno

Henderson – Lucas – Coutinho

Lallana – Lambert – Sterling

Bekkur: Jones, Lovren, Enrique, Gerrard, Can, Allen, Markovic.

Leikurinn var afar ómerkilegur af hálfu Liverpool og fremur leiðinlegur áhorfs verður að viðurkennast. Hvorugt liðið skapaði einhver færi í fyrri hálfleiknum og var mjög markalaust í hálfleik.

Það var ekki mikið líf í þessu framan af seinni hálfleiknum og það var ekki í raun fyrr en Gerrard kom inn fyrir Lallana þegar um 25 mínútur voru eftir að það kom eitthvað almennilegt líf í lið Liverpool. Þá opnaðist fyrir Sterling til að taka á rás og meiri ákefð og barátta kom í liðið en dugði ekki til að brjóta niður Sunderland liðið.

Liðið náði ekki að skapa nein almennileg skotfæri en átti nokkur hálf færi. Lucas átti skot beint á markvörð Sunderland, Coutinho klúðraði í góðu færi og svona gekk þetta. Aldrei nægilega gott en það kom fyrir að þetta var næstum nógu gott.

Liverpool féll þarna á fyrstu hindrun í mikilvægri hrynu leikja og verð ég að viðurkenna að það eru gífurlega mikil vonbrigði. Við áttum að vinna Sunderland á heimavelli. Punktur og basta!

Ég veit svo sem ekki heldur hvern maður ætti að velja mann leiksins. Gerrard var frábær eftir að hann kom inn á og sannaði það að hann er enn gífurlega mikilvægur fyrir þetta lið, hann hefði bara átt að koma mikið fyrr inn. Johnson fannst mér flottur í bakverðinum og Sterling átti frábærar rispur þegar leið á leikinn.

Maður leiksins ætla ég að gefa Lucas, hann var mjög flottur á miðjunni hjá okkur í dag og hefur stimplað sig vel inn í liðið undanfarið. Hann skýlir vörninni og gefur Gerrard meira frelsi til að athafna sig framar á vellinum. Hann virðist aftur ætla að verða mikilvægur hlekkur fyrir liðið en að varnartengiliðurinn hafi verið einna besti maður liðsins í dag er bara ekki nægilega gott.

Liðið á núna tvo erfiða og mikilvæga leiki framundan, maður vonaðist eftir því að liðið ynni þriðja leikinn í röð og fengi byr undir báða vængi fyrir slíkan leik en eins og ég segi þá eru það gífurlega mikil vonbrigði að liðið féll á þessari þolraun í dag.

75 Comments

  1. Djöfull var Henderson lélegur í þessum leik. Gerrard breytti þessum leik algjörlega. Coutinho mjög slakur, lítið kemur útúr Moreno og Lambert var varla með í dag. Fannst Lazor sýna það að hann kann eitthvað í knattspyrnu, en Liverpool á alltaf að vinna Sunderland, sérstaklega þegar Arsenal er að tapa stigum.

  2. Enn ein helvítis hörmungin.

    Brendan Rodgers hefur engin svör.

    Ef við töpum líka á móti Basel og United, þá vill ég sjá hann fara. Gríðarlega sárt að hugsa til þess, því maður vonaði alltaf að hann væri maðurinn til að taka liðið upp á næsta level.

    En hann verður að bera ábyrgð á þessum stórkostlega lélegu kaupum sínum fyrir ævintýralega háar upphæðir. Nú ef það er svo að hann ber ekki ábyrgð, heldur FSG og þessi blessaða transfer-nefnd, þá á hann bara að segja upp, því þá er hann einfaldlega að vinna undir ömurlegri stjórn.

    Vinnum við Basel og United, þá kaupir hann sér líflínu.

    Áfram Liverpool!

  3. Djöööö, sigur í dag hefði verið svo risastór miðað við úrslit annara leikja! En auðvitað getum við ekki skorað á móti ógnarsterkri O’shea og Wes Brown vörn!

  4. Gjörsamlega arfaslakt. En ég ætla að líta á jákvæðu hliðarnar.

    1 .Það var enginn sundbolti á vellinum
    2. við töpuðum ekki
    3. Við fengum eitt stig

  5. Þetta var hörmung!! Fyrri hálfleikurinn eitt það versta sem ég hef séð. Er svo komin einhver regla um það að Sterling má hvorki fá augljóst víti eða aukaspyrnu nálægt teignum. Dómarinn er ömurlegur en samt betri en Lee Mason

  6. Það sem er mest pirrandi við þetta allt saman er hvað Liverpool er ekki betra fótboltalið en þetta… Engin spenna í sóknarleiknum lengur.
    Lucas flottur.

  7. Ég veit ekki. Fannst sárvanta heimsklassa striker til að fá ógn á toppinn, en ef þú átt engan slíkan er lámark að spila þá amk 2 miðlungs

  8. Tvö skot á markið á heimavelli gegn Sunderland????
    Mig langar að blóta og skrifa með hástöfum, en ég ætla að sýna því álíka áhuga og okkar menn sýndu á því að vinna leikinn og sleppa því????

    Brjálaður.

  9. Hey okkur vantar mark. Af hverju ekki að hemda inn auka frammherja? Nei hann ákvað að setja þennan eina auka striker upp í stúku. Frábært.

  10. Vildi fólk virkilega fá víti á þetta hjá Sterling? Þá hefði Skrtel átt að víti á sig í byrjun leiks, en svona er þetta, þetta jafnast allt saman út 🙂
    En hvaða mannvitsbrekku datt það í hug að það væri góð hugmynd að láta Lucas taka hornspyrnu?

  11. Ja, svekkjandi ad fa ekki 3 stig i dag. Vorum med skrad 15 marktækifæri og thad a ad nægja okkur a heimavelli til ad vinna 1-0!

    Jakvæda: Erum taplausir i sidustu 4 leikjunum. Eigum geggjadan urslitaleik a thridjudaginn. Heldum hreinu i dag og breiddin er ad aukast i hopnum.

    Nu tharf bara ad skerpa a soknarleiknum og na upp soknartempi-inu!

    YNWA!

  12. Stundum séð það verra og stundum betra. Áttum allan daginn að vinna þennan leik þó svo að við værum ekki að spila neinn samba bolta. Góð áhrif sem SG hafði á liðið þegar hann kom inná en við verðum að eignast fleiri strikera, það er morgunljóst. Það sem ég var samt mest hissa á var arfaslök frammistaða dómaranna sem hreinlega virtust ekki vera staddir á sama stað og leikurinn fór fram.

  13. Tárin min eru að eyðileggja lyklaborðið á meðan ég slæ inn: Cuti er orðinn vandamál. hann getur eeki spilað vel, það þarf að fá armennilegann sálfræðing á launaskrá Liverpool

  14. Þetta er eins og að horfa á skák, menn eru kyrrsettir og hreyfa sig lítið. Við getum ekki einu sinni stjórnað leik gegn liði sem tapaði 8-0 gegn Soton og 4-1 gegn City, hvað þá á heimavelli. Það er ekkert að koma úr mönnum einsog Henderson, Lallana eða Coutinho. Mér finnst Henderson voðalega takmarkaður sóknarlega, hann er hinsvegar góður í að pressa þótt hann hafi ekki sýnt það sem af er á þessu tímabili. Eini leikmaðurinn sem gerist eitthvað í kringum er Sterling.

    Okkur vantar betri leikmenn, það er bara þannig. En um leið og maður fer að hugsa um nýja leikmenn að þá slokknar á þeirri von þar sem Rodgers hefur ekkert sýnt á leikmannamarkaðnum.

    Ljósu punktar leiksins voru þeir að vörnin hélt hreinu, fínn leikur hjá Sterling, Gerrard og Markovic með góðar innkomur.

  15. Varnaleikur Liverpool hefur styrkst mikið undanfarið en sóknarleikurinn er enn þá hugmyndasnauður og í hreinskilni sagt þá var ég ekki að sjá mikinn gæðamun á þessum liðum í stórum hluta leiksins. það var ekki fyr en með innkomu Gerrard og Marcovic að ég gat fundið að það væri örlítill styrkleikamunur á liðnum. Samt var gæðamunurinn ekki meiri en svo að ég átti erfitt með að sjá að annað liðið spilar í meistaradeildinni um þessar mundir og hitt liðið bjargaði sér ævintýralega frá falli í fyrra.

    Það er samt alltaf skömminni skárra að spila leiðinlegan varnarbolta en að tapa ítrekað leikum út af hroðalegum varnarleik. Nú vona ég innilega að sóknaleikurinn fari að lagast í næstu leikjum og Liverpool nái að minnsta kosti einhver stig í deildinni – en næstu leikir eru gegn Arsenal og Man Und. Sex töpuð stig í þeim leikjum væri ekki sársaukafull niðurstaða.

    En næsti leikur er gegn Basel í meistaradeildinni og ef okkar menn vinna þann leik – þá er útlitið ekki alsvart. Að komast í 16 liða úrslit í meistaradeildinni væri nátturulega draumur í dós miðað við hvað liðið hefur verið að spila illa.

  16. Það var morgunljóst frekar snemma í þessum leik að við værum ekki að fara að gera neitt framan við mark svörtu kattanna. Hvað er málið með Rodgers og breytingar? Þarf a.m.k. klukkutími að vera liðinn af leiktímanum svo hann geri skiptingu?

  17. Án þess að vera þessi týpíski stuðningsmaður sem vælir vegna lélegra dómgæsla, þá verður bara svona í alvörunni að fara íhuga suma af þessum dómurum sem við sjáum dæma viku eftir viku í PL. Meðalmennska dómara í þessari deild sem á að vera sú besta í heiminum er allt, allt of mikil!

    Í dag voru bæði Liverpool og Sunderland bara rænd nokkrum ákvörðunum sem allir á vellinum virtust sjá nema einmitt dómarinn, það nákvæmlega sama átti sér stað í miðri viku gegn Leicester. Ekkert lið í þessari svokölluðu “bestu deild í heimi” á að þurfa að þola svona dómgæslu, en svona virðist þetta vera viku eftir viku.

  18. Henderson, Lambert og fleiri búnir að spila of marga 90 mín á stuttum tíms án þess ap vera skipt útaf, augljós þreytumerki í liðinu vegna þrjósku BR að skipta ekki örþreyttum leikmönnum útaf.

  19. átti erfitt með að horfa á þessa hörmung en þetta var nú aldrei víti þegar sterling henti sér niður.. ef það er víti þá hefði skirtel lika att að fa viti a sig eins og einn segir hér fyrir ofan.. skulum ekki kenna dómaranum um þar sem spilamennska liverpool er ekki honum að kenna.

    Varðandi kaupin þá líta þau ekki vel út í augnablikinu en kannski eru þetta framtíðarmenn, moreno,markovich og can eru allir bara rétt um tvítugt.. og geta orðið mjög góðir. Svo verður origi liklega heimsklassa framherji en já lallana kostaði 10 millum of mikið og lambert getur ekki neitt.

    ég hefði samt viljað sjá 2-3 heimsklassaleikmenn á 30 millur hvorn heldur en að kaupa 6-7 leikmenn sem eru annaðhvort á láni, of ungir eða lélegir ( lambert) t.d reus, Hummels, Tono kross hefði verið eitthvað sem liverpool þurfti..

    við þurfum að stækka hópinn og allt það en liverpool þarf líka gæði og við þurftum heimsklassaleikmenn… hvað gerði chelsea ? keypti fabregas og costa fyrir mikin pening og þeir eru efstir.. ég hef mikla trú á moreno, emre can og Origi en litla sem enga trú á markovich en vonandi hef ég rangt fyrir mér með hann..

    það síðasta sem ég ætla að segja er að Mignolet er glataður markvörður sem hefur gefið fjöldan allan af mörkum á þessu tímabila og á síðasta tímabili.. hann er einfaldlega ekki nógu góður… Stjórn liverpool þarf að láta BR fara fá klopp í staðinn og fá klopp til að taka með sér reus og hummels 🙂

  20. Það er óskiljanlegt að Rodgers noti ekki hópinn betur. Balotelli og Sturridge frá, en hann ákveður að hafa Borini ekki einu sinni á bekknum.

    Steindautt jafntefli, á móti Sunderland, á Anfield. Algjörlega óásættanlegt!

    Jákvætt að halda hreinu og innkoma Markovich var fín.

    Get ekki verið sátt við 1 stig á móti Sunderland á heimavelli, en staðreyndin sú að liðið átti varla meira skilið í dag.

    Erfitt prógram framundan og lítið sem gefur manni ástæðu til að halda að staða liðsins batni næstu vikurnar.

  21. Þetta er eiginlega þyngra en tárum taki! Erum komnir í kunnuglegt hjakk. Gullið tækifæri til að stimpla okkur með látum inn í topp fjóra slaginn en þá mæta menn meira og minna andlausir til leiks og það á Anfield! Hvað á það eiginlega að fyrirstilla? Það er nákvæmlega engin “harmonering” í framlínunni. Eins og allir séu með hausinn annars staðar. Það er eitthvað svo mikið að í liðinu að það er eiginlega ekki hægt að koma orðum að því. Ég er farinn að hallast að því að Brendan sé búinn að missa tökin á búningsherberginu. Í svona leik með svona tækifæri í höndunum þá eiga menn að vera spila eins og þeir séu að spila sinn síðasta leik. Tvö skot á rammann!! Endalausar feilsendingar. Sterling og Coutinho að spila sig í vandræði hvað eftir annað. Henderson í eintómum himnasendingu á síðasta bolta. Það er alveg skelfing að horfa á þetta. Brendan er síðan allt of seinn að setja Gerrard inn á og hann átti að taka Coutinho út af í hálfleik. Ég hef nákvæmlega enga trú á þessu liði í næstu tvo leiki. En auðvitað verður maður mættur fyrir fram viðtækið!

    YNWA… gullna skýið er þarna einhvers staðar!

  22. Segi enn að Rodgers er clueless. Það er ekkert að frétta fram á við í leik liðsins og maður hefur aldrei svo mikið sem vonarneista um að það sé mark á leiðinni. Hvaðan eiga mörkin að koma???? Lucas með stoðsendingu á aleinan senter??? Ekki gerir Coutinho það enda búinn að vera verri en enginn á þessu tímabili. Alltaf einn í teignum og ef Lambert eða Balo vinna skallan þá er enginn til að taka hlaup og klára. Þegar ég ská byrjunarliðið með einn uppi á topp-lélega Henderson Coutinho og Lucas varnarsinnaðan þar fyrir aftan þá hugsaði ég strax með mér ENGIN MÖRK. Bakverðir okkar buðu ekki upp á neitt fram á við og liðið í heild er BARA MIÐLUNGSLIÐ og ekkert meira en það. Ég veit alla vega ef ég réði einhverju þá væri ég farinn að undirbúa janúargluggan þar sem fleiri færu út en inn og GÆÐI kæmu vonandi í hópinn.

  23. Finnst alveg sama hversu vel eða illa við spilum, menn hafa aldrei séð neitt verra frá Liverpool, stórmerkileg staðreynd!

    Verðum að átta okkur á að þetta er margfallt betra en var í upphafi tímabils, og svo skil ég ekki hvernig BR á að láta hægann og ekki nógu góðann sóknarmann spila yfir hans eigin getu. Lambert er of hægur, þetta lélega lið sem allir tala um vantar ca. 50-60 marka menn í framlínuna, hvernig í ósköpunum ætlist þið til þess að hægt sé að halda uppi sama sóknarhraða og getu án þeirra? Öll lið og Liverpool er ekki undanskilið þeirri staðreynd að þegar sá besti dettur út, og tala nú ekki um fleiri þá veikist liðið, þá skiptir ENGU máli hversu góður þjálfari er við völd, Brendan er að venjast meiru leikjaálagi, meiri breidd og gelta sóknarlínu, ekki að hann sé sjálfur svo lélegur, hann ætti að verða betri með hverjum leiknum úr þessu ef allt er eðlilegt.

    Ég vil samt ekki hrósa BR fyrir allt sem hann hefur gert, en hann er líka að læra.

    Fengum EKKI mark á okkur, hef ekki skoðað það en einhver hér sagði að við hefðum átt 15 marktækifæri, og samt tala menn um að hafa aldrei séð neitt jafn lélegt, nei hættið nú alveg!

  24. Brynjar Jóhansson segir í #17:

    “en næstu leikir eru gegn Arsenal og Man Und. Sex töpuð stig í þeim leikjum væri ekki sársaukafull niðurstaða.”

    Hvernig í ósköpunum yrði það ekki sársaukafullt að tapa á móti bæði United og Arsenal?

  25. Koma þessi úrslit einhverjum á óvart?

    Fólk getur búið til einhverja ímyndaða vendipunkta hér og þar yfir tímabilið, eins og óverðskuldaður 1-0 sigur gegn Stoke, en staðreyndin er engu að síður sú að þetta lið spilar illa í öllum leikjum, hverjum einasta!. Stundum dugar það til að sigra, sjaldnast þó. Ef liðið væri að spila ágætan fótbolta með sömu úrslitum hefði ég talsvert minni áhyggjur.

    Því fyrr sem Rodgers verður rekinn því betra. Löngu orðið neyðarástand og aðeins spurning um hve nálægt Hodgson í áliti Rodgers vill enda. Hann tók amk ágætis skref í þá átt með 1-1 karakter sigri gegn Ludo.

  26. Brendan Rodgers eftir leik: ‘It was important to keep a clean sheet. It was a big effort from the players. We’ve got 7 points from 9 this week.’

    Því miður fannst mér þetta ekki vera neitt sérstakt “effort”. Sérstalega þegar þú setur aðeins tvö skot á mark andstæðingsins.

  27. Þetta er bara mjög einfalt, okkur sárvantar hættulegan framherja, hvað með sóknarmann Lyon, Alexandre Lacazette? Hann er 23 ára og fittar inn í kaupstefnu FSG. Sterling verður betri með hverjum deginum. Coutinho og Sterling hafa bara engan til að mata frammi. Lambert er því miður ekki næginlega góður til að leiða sóknarlinuna. Markovich lofar góðu. Við héldum hreinu og King Kolo og Lucas sjá til þess að vörnin er að verða stöðug.

  28. Ein s mikið og eg elskaði 433 í fyrra, þá gjörsMLEGA HATA ÉG ÞAÐ NÚNA, Rogers þarf að fjarðlæga hausinn sinn úr rassinum og drullast til að fara að spila eina kerfið sem virðist virka núna 442 með tígul miðju.

  29. Það hefur alltaf tekið Lucas nokkurn tíma að koma til baka eftir hver einustu meiðsli. En þegar hann kemst í gang er hann sennilega fyrsta nafn sem ég myndi setja á leikskýrsluna. Mjög mikilvægt fyrir vörnina að fá smá öryggi fyrir framan sig til þess að skapa einhverja ró til baka. Þá er bara næsta skref að blása lífi í gjörsamlega andlausan sóknarleik.

  30. 7 stig af 9 hljómar ekkert illa og tvö clean sheet en þegar þú átt tvö skot á ramman á eigin heimavelli gegn Sunderland þá ertu að gera eitthvað vitlaust.

  31. Ætla aðeins að kommenta á það jákvæða í þessum leik, vitum öll hvað það neikvæða er.

    1. Lucas frábær.
    2. Héldum hreinu.
    3. Liðið var spila pressu.
    4. Gerrard frábær eftir að hann kom inn á.
    5. Sterling minnti mann á síðasta tímabil seinnihluta leiks.

  32. Ég er algjörlega búin að missa trúnna á Brendan.
    Það að hafa Borini upp í stúku er mér hulin ráðgáta. Hann gerir sig sekan um mistök leik eftir leik.
    Og svo annað, að Henderson skuli vera sá maður sem leysa á Gerrard af hólmi bæði sem miðjumaður og fyrirliði segir mörg orð um styrk okkar liðs.

  33. Segir allt þegar menn eru farnir að kjósa Lucas mann leiksins. Ef menn muna gekk liðinu best í fyrra þegar hann var utan við liðið. Mest vonbrigðin eru þó kaup BR á þessu tímabili. Þá verð ég að tala um Hendó, hann hefur verið skelfilegur í síðustu leikjum.

  34. „mjög markalaust í hálfleik” – instantly MJÖG klassískur status!

  35. Sjö stig af níu mögulegum í síðustu 3 leikjum er auðvitað ekkert slæmt. Níu stig af níu mögulegum hefði auðvitað verið miklu betra. Það vantar líka bara þennan sóknarþunga, en við vorum auðvitað orðin svo svaðalega góðu vön á síðustu leiktíð.

    Vonandi er þetta hæfilegt spark í rassinn fyrir Basel leikinn.

  36. Mer fannst lidid treytt, 5 leikir à 13 dögum er mjog mikid, en hann a tha ad nota hópinn betur

  37. Tvö stig töpuðust að mínu mati eftir að Sterling sýndi snilli sína og hló að Sunderland mönnum upp allan völlinn. Renndi svo til hliðar á Coutinho sem hefði átt að setja þann bolta í netið. Það hefði ekki þurft meira til, 1-0 og 3 stig í hús.

  38. Orti hæku af þessu tilefni…

    Rís úr svefni gamli tígur
    Teigðu úr þér duglega
    Sparkaðu svo í eigin rass

  39. Alveg sama hvað við Pollyönnunar segjum. Þetta eru gríðarleg vonbrigði. Það að gera jafntefli á móti Sunderland á Anfield eru slæm úrslit, það er ekkert flóknara. Sá ekki leikinn, sem betur fer og ætla ekki að láta mér líða verr með því að horfa á hann.

    Fengum ekki á okkur mark……jibbý, frábært. Minnkar samt ekkert vonbrigðin, sorry.

    Þetta stefnir í að verða langur vetur.

  40. Ég vill minna á Hodgson Liverpool liðið og svo var Daglish ekkert að brilla með þetta lið áður ne Rodgers kom á svæðið(deildarbikarinn var samt skemmtilegur).
    Það er ekki langt síðan að þessi lið voru að spila svo að segja að þetta sé lélegasta lið liverpool í langan tíma er auðvita skortur á sögulegum staðreyndum.

    Það vantar þennan X-factor í lið liverpool í dag. Á síðustuleiktíð vorum við með annað hvort Sturridge eða Suarez í liðinu í öllum deildarleikjum(oftast báða saman) en núna eru þetta einhverjir 3-4 leikir sem Sturridge hefur tekið þátt í.
    Það vantar þessa ógn framávið sem gerir varnamenn óstyrka og gefur leikmönum eins og Lallana, Sterling og Coutinho meira pláss til þess að athafna sig. Lambert er að leggja sig fram en hann er ekki markaskorari. Það vantar í ár.

    Svo má ekki gleyma að liverpool hefur verið að fjárfesta til framtíðar og hefur innkaupastefna liðsins miða við það að kaupa unga leikmenn sem eiga sín bestu ár eftir. Moreno, Sakho, Henderson, Sterling, Markovich, Allen,Can, Coutinho og Origi eru allir ungir leikmenn og svo held ég að Sturridge sem er hvað 26-27 ára teljist varla sem gamlingi. Það er verið að búa til lið og fórum við eiginlega framúr okkur á síðustu leiktíð.

    Liverpool eru 4 stigum frá meistaradeildarsæti í dag
    Eigum úrslitaleik á heimavelli í að komast í 16.liða úrslit í meistaradeildinni
    Erum komnir í 8.liða úrslit í deildarbikarnum.
    Misstu ein af top 3-5 leikmönum heims
    Okkar aðalmarkaskorari er meiddur allt tímabilið.
    Fullt af nýjum leikmönnum komnir(eigum eftir að vera betri það sem lengur líður á tímabilið).

    Sleppum allri fáfræði um að reka stjóran útaf slæmu gengi á fyrihlutatímabilsins.
    Já þetta hefur ekki verið nógu gott en menn þurfa að horfa lengra en bara nokkra leiki ég held að liverpool séu að taka skref í rétta átt hægt og rólega. Spilamennskan í dag er ekki merkileg en þegar við fáum ógn framávið þá held ég að aðrir eigi eftir að njóta sín og þessir ungu leikmenn eiga bara eftir að verða betri.

  41. Hvenær ætla menn að troða því inn í hausinn á sér að það gengur ekki að byrja með Coutinho og Sterling inn á vellinum í einu, þeir voru báðir hrikalega slakir í dag og Coutinho á bara að vera Super Sub.

  42. Lambert er 32 og hátt í 100 kg,
    búin að spila 5 leiki á 15 dögum og það var engin til að leysa hann af hólmi?????
    Enda var hann ekki með í dag.
    Mér fynnst það sega meira en mörg orð um stjórann.

    P.S.
    Þegar svo fyrirliðin okkar hverfur á braut hvaða heimsklassaleikmaður vill þá ganga til liðs við okkur þegar við höfum engan slíkan í okkar röðum? (Sterling ekki orðin það enþá)
    Ekki það að Brendan og eigendur hafa ekki áhuga á slíkum mönnum .

  43. Það eina sem gæti fengið mann til að gleyma þessu ógeði ER sigur og það sannfærandi á móti Basel. Andlaust !!

  44. Sælir félagar

    Brendan Rodgers þetta er ekki nógu gott það sjá allir.
    Brendan Rodgers er öllu þori rúinn.
    Brendan Rodgers leggur ekki í að reyna að vinna leiki.
    Brendan Rodgers er ánægður með tvö skot á rammann á heimavelli.
    Brendan Rodgers þakkar fyrir jafntefli gegn liði sem Liverpool á alltaf að vinna á Anfield.
    Brendan Rodgers er með aldraðan og þungann framherja sem hefur leikið alla leiki undanfarið og hefur enga skiptingu fyrir hann á bekknum.
    Brendan Rodgers leikur alltaf sama leik kerfið, sama hvað mannskap hann er með á vellinum
    Brendan Rodgers er hræddur
    Brendan Rodgers, ég er lika hræddur, hræddur um að þú sért að komast á endastöð

    Það er nú þannig

    YNWA

  45. Auðvitað hélt harðlífið áfram, ekkert í spilunum að undanförnu að það sé eitthvað að beygja í aðrar áttir.

    Lucas auðvitað maður leiksins og á að fá að halda þessari stöðu þegar við þorum í tígulinn. Alveg ljóst að Borini er kominn á endastöð á Anfield þegar hann fær ekki einu sinni að vera í hóp í svona leik, enginn senter á bekk svo að Lambert þarf að spila 90 mínútur.

    Hins vegar var töluverð breyting á leiknum eftir að Gerrard og Markovic komu inn, þeir komu inn með kraft og hraða sem þeir Lallana og sérstaklega Coutinho áttu ekki inni. Joe Allen virðist eitthvað kominn aftar í plön Rodgers og nú hlýtur að koma að brazzanum. Hann hefur ekki átt góðan hálfleik í vetur, klappar boltanum út í eitt og reynir alltaf að leysa inn og gera allt sjálfur.

    Ég skil samt minnst hvers vegna við sjáum ekki lengur Emre Can? Frábær á móti Chelsea í 60 mínútur og skoraði. Síðan þá…frost!!!

    En svona verður þetta enn um sinn held ég, við erum með of marga leikmenn ekki klára í slaginn og engan til að bjarga okkur úr þeim vandræðum sem við erum í sóknarlega. Vona innilega að Balo verði kominn inn í hlutina gegn United og Arsenal. Í þeim leikjum á Lambert aldrei að byrja ef þið spyrjið mig.

    Fúlt, alveg draugfúlt…eiginlega drullufúlt!

  46. Vantaði bitið í þennan leik.
    Svakalega bitlausir í hornspyrnum og aukaspyrnum. Erum við ekki eina liðið sem hefur ekki skorað upp úr hornspyrnu í vetur?

  47. Takk fyrir tímaflakkið. Nú mæti ég þegar leikurinn er að verða búin að get hraðspólað yfir þessi leiðindi og síðan nýtt tímann í eitthvað annað. Tekur ekki nema 10 til 15 mín í staðinn fyrir tæpa 2 tíma af leiðindum.

  48. Liðið er ábyggilega með hugann við næsta leik…hrikalega mikilvægur leikur. Vinnist hann er von að það búi ennþá eitthvað í þessu liði. Tapist hann þá er maður hræddur um að þetta verður lognmolla yfir endalínuna í 7.sæti. Kannski segja FSG hingað og ekki lengra í janúar og kaupa framherja. Held að Liverpool hafi sjaldan eða aldrei vantað einhvern mann jafn illa hjá sér og núna.

  49. Sigkarl þetta snýst ekki bara um Brendan Rodgers það eru líka 11 leikmenn sem spila leikinn sem hljóta að bera einhverja ábyrgð það er nú þannig.

  50. Sælir félagar

    Sammála Momo að auðvitað er það ekki bara BR sem ber ábyrgðina en . . . , Brendan Rodgers leggur leikinn upp, hann ákveður hvernig eigi að manna stöður og hlutverk mannanna í stöðum sínum. Hann hefur plan A og hann hefur plan B (?!?) ef plan A gengur ekki. Það er svo leikmanna að fara eftir þessum plönum. Þar liggur ábyrgð leikmanna, hún kemur á eftir hugmyndum stjórans.

    Við getum svo spurt okkur hver þessi plön séu. Hvernig skiptingar koma inn í þau og hvernig og hvaða mannskapur nýtist best í hverju tilviki. Að lokum er það því alltaf fyrst og framst Brendan Rodgers sem ber höfuðábyrgð. Hann kaupir leikmenn, hann hefur planið (sem frægt er orðið að T’ham hafði ekki) og hans er að skipuleggja framkvæmdina. það firrir leikmenn auðvitað ekki því að þeir verða að leggja sig fram og fara að fyrirmælum. En að lokum er ábyrgðin stjórans fyrst og fremst.

    Það er nú þannig.

    YNWA

  51. Coutinho, Sterling, Johnson, og svosem aðrir líka virðast alltaf fá tækifæri sama hversu illa þeir spila.. svo aftur á móti eru menn eins og Joe Allen, Emre Can, Kolo Toure (í chelsea leiknum) og Lallana fyrir þennan leik fá sjaldan tækifæri og eru strax teknir út þó þeir spili sæmilega. Agger sagði þetta einmitt, ‘Þú spilar vel í einum leik og ert tekinn úr liðinu í þeim næsta’.

    Rodgers virðist bara ekki hafa það á hreinu hvað hann sé að gera og greinilega treystir ekki öllum sínum leikmönnum.

  52. sú staðreynd að Borini var upp í stúku þýðir það að stjórnin er búin að segja Brendan að hann fái ekki pening í janúar nema hann geti aflað þeirra með sölu á leikmönnum. sem þýðir það að hann nýtur ekki trausts lengur. þar sem enginn annar er á lausu núna fær hann fram á vor til að gera kraftaverk og ef ekki fer hann

    • sú staðreynd að Borini var upp í stúku þýðir það að stjórnin er búin að segja Brendan að hann fái ekki pening í janúar nema hann geti aflað þeirra með sölu á leikmönnum. sem þýðir það að hann nýtur ekki trausts lengur. þar sem enginn annar er á lausu núna fær hann fram á vor til að gera kraftaverk og ef ekki fer hann

      https://www.youtube.com/watch?v=7mYujSpIIjg

  53. Ég skil ekki þessar vangaveltur um nýtt lið, og eftir það koma umræðurnar “byggja upp nýtt lið, gefum þessu tíma” !

    Luis Suarez fór frá Liverpool, og kvaddi meira að segja nokkuð snemma í glugganum. Það er ekki eins og þetta hafi verið eins og með júd..torres sem fékk 200.000 pund/viku sms-ið korteri fyrir lokun janúargluggans og erfitt að eiga við slíkt. Félagið hafði nógan tíma í sumar til að finna einhvern solid framherja í stað Suarez, en það bara því miður gerðist ekki. 10 dögum fyrir lokun sumargluggans stóð félagið í einhverjum panic-kaupum á Mario Balotelli, og meira að segja BR talaði um stóran sjens. Það virðist oft gleymast í umræðunni að félagið endaði í 2.sæti á síðasta tímabili, og lið sem endar þar og innheimtir 60-70 mill.punda fyrir framherja á að geta boðið í nánast hvaða framherja sem er í heiminum til sín. Það þekkja allir og vita hvernig boltinn er í dag, máttur peninga er þannig að ef félagið hefði t.d. boðið Sanchez betri laun (nú hef ég auðvitað ekki guðmund um hvað honum var boðið, ef honum hefur þá einhverntíman verið boðið eitthvað af Liverpool) en Arsenal bauð honum er það bjargföst trú mín að hann væri leikmaður Liverpool í dag.

    En nei, þess í stað fengum við leikmann undir lok gluggans, leikmann sem ekkert annað lið i heiminum var að keppa við okkur um, og allir sammála að þarna væri félagið að taka risavaxinn sjens. Það gekk ekki upp, og í raun virðist bara ekkert hafa gengið upp í leikmannamálum. Leikmenn sem komu hafa engan veginn fúnkerað og BR þurft að fara inn í geymslu eftir t.d. Lucas og Toure og eru þeir orðnir mikilvægir byrjunarleikmenn í liðinu. Það eitt og sér, segir manni hvernig staðan á Anfield er orðin. Þegar Lucas er orðinn með betri leikmönnum í þessu liði, er einfaldlega ekki von á góðu. Kannski ekki 9-10.sæti en ljóst er að BR er með fíl heima í stofunni hjá sér (já eða heima hjá Gerrard).

    Leikir liðsins eru því miður mjög leiðinlegir áhorfs og dýfan frá síðasta tímabili er hreint út sagt vandræðaleg. Ábyrgðin – hvar liggur hún ? Að sjálfsögðu hjá BR. Knattspyrnustjórinn ber ábyrgð á þessu, og hans atkvæði í þessari transfer-nefnd vegur þyngst.

    Félagið er komið 4-5 ár til baka hvað varðar uppbyggingu, og sýnist mér orðið uppbygging vera orðið öfugsnúið orð nú þegar.

  54. Þetta er sorglega umræða en hún er RÉTT. Þetta lið er bara ekki að fara að gera neitt þó við náum að grísa á sigur á móti Basel og eitthvað slíkt sem ég tel reyndar ekkert sérstaklega líklegt. Allir leikir eru einhverjir baráttuleikir þar sem leikmenn eru staðir og spílið ómarkvisst. Erum aldrei að yfirspila lið eitthvað sérstaklega nema í öftustu vörn sem skilar nú ekki miklu.

    Auðvitað er vonin til staða að eitthvað lagist en trúin er bara enginn…það eina sem gæti bjargað okkur upp á meistaradeildarsætið eru kaup á a.m.k. tveimur súperstjörnum í janúar fyrir 100 til 150 milljónir punda og hvað liðin í kringum okkur er brothætt….3 efstu eru frátekin fyrir Chelsea, City og United.

  55. Þetta var ömurlegur leikur!!!
    Menn tala um að liðið sé orðið þreytt eftir mikla spilamennsku, en gleyma því að hin liðin spila líka mikið. Sumir nefna ákvena menn sem hafi spilað of marga leiki án hvíldar of hverjum er það að kenna? Það sitja milljarðar á bekknum, ónotaðir og BR trúlega ráðalaus um hvað hann á að gera við þessi kolvitlausu kaup sín. Hvað með leikkerfið sem hann er að nota? Er það að virka og ef ekki, afhverju er ekki breytt um leikkerfi? Er það ekki hægt á miðju tímabili, eða er BR svona þrjóskur? Ég bara spyr, enda hef ég ekki hundsvit á fótboltataktík, en það liggur í augum uppi, jafnvel hjá svona hálfvita eins og mér, að hlutirnir eru ekki að ganga upp hjá Liverpool, hvað sem hver segir. Þeir sem halda öðru fram eru eins og meðvirkir alka-aðstandendur. Það var ekkert gott í þessum leik.

  56. Lygilegt hvað þetta var bitlaust. Prófaði að horfa á leikinn í París að þessu sinni en það virðist ekki hafa virkað – en gott samt að geta deyft sig með rauðvíni. Eina sem virkar alltaf hjá mér er að vera á Anfield svo sennilega þarf maður að sækja um hækkun á fjárveitingunni í það.

  57. Ef það er eitthvað sem fer meira í taugarnar á mér en þetta getuleysi í liðunu þá eru það viðtöl við BR eftir leiki

  58. Sammála#61. Frammistaða BR í viðtölum þessa dagana er eiginlega verri en liðsins.

    Manni dettur helst í hug frasi frá John Henry smá yfirfærður; What´s he smoking?

  59. Að stjóri Liverpool segir það gott að í síðustu 3 leikjum hafi fengist 7stig af 9 er auðvitað eitthvað mesta glens sem eg hef lesið. Þessir 3 leikir voru gegn neðsta liði Leicester. ..Stoke og Sunderland. 2 leikjanna á Anfield. Félag af okkar kalíber á ekki að sætta sig við neitt annað en 9 stig úr svona prógrammi. Segi þetta ekki með einhverjum hroka heldur eru þetta bara staðreyndir fyrir klúbb sem vill kalla sig topplið. Rodgers talar þarna eins og hann sé stjóri Swansea

  60. He can’t stop scoring. A Stewart Downing corner from the left finds an unmarked Andy Carroll and the answer is almost inevitable. The striker heads home for his second goal and to give the Hammers the lead.

  61. Er að horfa á West Ham vs Swansea.

    Alex Song er algjört skrímsli þarna djúpur á miðjunni. Vinnur rosalega mikla vinnu, mjög erfitt að fara framhjá honum og svo getur hann líka spilað fótbolta.
    Er hann ekki hugsanlegur contender í djúpa miðjumanninn sem okkar vantar. Hann fer líklegast frá Barcelona eftir tímabilið og ættum að geta fengið hann á þokklegu verði. Hann er reyndar 27 ára svo hann yrði ekki týpísk FSG signing.
    Eða finnst mönnum Lucas betri en hann?

  62. Sam Allardyce í þriðja sæti með West Ham og Andy Carroll hetja dagsins. Hver hefði trúað því?

  63. Menn eru að lesa of mikið í þessi ummæli um 7 stig af 9 séu góð.

    Horfum á þetta í stóra samhenginu:

    Liverpool hélt markinu hreinu í 2 af þessum leikjum. Slíkt var óhugsandi fyrir ekki svo löngu síðan.

    Að taka hvað, 77% stiga, úr leikjum yfir tiltekið tímabil, er ansi hreint betra en það sem liðið hefur boðið upp á á þessu tímabili.

    Og við skulum heldur ekki horfa framhjá því, að þetta eru batamerki á liðinu. #62 vill ekki vera með hroka en heimtir samt 3 stig úr hverjum þessara leikja, og klikkar svo út með að Liverpool sé toppklúbbur. Staðan í deildinni lýgur ekki, Liverpool FC er ekki toppklúbbur á þessu tímabili. Einfalt, ekki satt?

    Jú, sögulega séð er þetta stórklúbbur og á að vinna Leicester, Stoke og Sunderland “any given day”.

    Síðustu 20 ár eða svo, hefur félagið alltaf verið í vandræðum með nákvæmlega þessa leiki, gegn minni spámönnum. Hvað er það annað en hroki – nú eða blindni – að heimta sigur í öllum þessum leikjum? Og hvað, nákvæmlega, veitir mönnum þá heimtingu að liðið vinni bara 3 leiki í röð, eins og tímabilið hefur spilast hingað til?

    Spyr sá sem ekki veit – og ég beini þessu ekkert sérstaklega að #62 heldur meira svona almennt á alla hér sem bölva þessum úrslitum í sand og ösku.

    Það eru ákveðin batamerki á liðinu. Gerrard hefur verið hvíldur, eins og margir hér kölluðu eftir. Lucas hefur komið inn og verið líklega besti leikmaður. Liðið er að ná að halda hreinu, og Toure kemur inn með ákveðna ró á mannskapinn í vörninni.

    Það er fátt þreyttara á þessari síðu en þessi ömurlegi frasi “glasið er hálffullt/hálftómt” sem menn virðast taka sem einhverju guðspjalli og vísa í, trekk í trekk. Ég ætla ekki að fara í þann pakka, en orða þetta samt þannig, að þessir 3 leikir hafa veitt liðinu eitthvað til að byggja á. Halda búrinu hreinu, Toure nær miklu betur saman við vörnina en Lovren, Lucas kominn aftur inn að gera það sem hann gerir svo vel.

    Já, það er bara vel hægt að líta á ljósa punkta úr þessum þremur síðustu leikjum – þó svo að heimtufrekjan í manni krefjist sigurs í öllum leikjum!

    Back to basics er mantra Liverpool þessa stundina. Öll stig eru vel þegin, sama á móti hvaða liði sem er, því það er deginum ljósara að liðið mun EKKI ná að spila eins á þessu tímabili og það gerði á síðasta tímabili.

    Homer

  64. Carroll með jafn mörg mörk í dag og allir senterar Liverpool hafa skorað allt tímabilið!!

  65. Skrítið að hugsa til þess er BR tók við liðinu á sínum tíma , þá vildi hann ekki nota Andy Carrol og sagði að hann passaði ekki inní fótboltan eins og hann vildi spila hann. Hann losaði sig við AC og fékk til liðs við sig Fabio Borini. Nú er hann hins vegar búinn að kaupa Ricky Lambert , sem er eldri týpan af AC , að mínu mati og FB er bara uppí stúku. Eitt dæmið um rugl kaup BR. Ekki taka því þannig að ég vilji AC aftur, ég bara að hugsa upphátt !

  66. Hómer. Lið sem endar númer 2 í fyrra fer ekki allt í einu í það að sætta sig við 7stig af 9 gegn þessum klúbbum. 2 leikir heima gegn liðum neðar og útileikur gegn neðsta og slakasti liðinu. Kallið mig hrokafullan en að vera sáttur eða í skýjunum með þessi 7 stig er bara ákaflega dapurt. Sögulega eða ekki þá á ekkert lið sem spilar við lið neðar í töflunni að sætta sig við annað en sigra. Punktur

  67. Við getum ekki alveg misst okkur hérna. Það er eins og að góður leikur Andy Carroll sé salt í sárin. nFyrir minn hatt samgleðst ég Carroll sem var eitt sinn okkar maður og er nú loks kominn á réttan stað. Hann skorar tvö góð skallamörk og á stoðsendingu þar sem hann nikkar skallabolta í svæði þar sem var 50/50 sjens sem gekk upp.

    Gott hjá Carroll en allar góðar vættir forði okkur frá fótbolta að hætti Big Sam.

    Við erum í krísu og ég veit ekki enn hvort BR er hluti af lausninni eða hluti af vandamálinu? Í augnablikinu þoli ég ekki viðtölin við hann. Mér finnst vottur af afneitun og ráðaleysi birtast í svörum hans en skil samt líka afhverju hann talar svona. BR má eiga að hann heldur sínum stíl hvað sem á dynur. Respect fyrir það þó að ég standi stundum sjálfan mig að því að öskra.

    Við vitum samt að krísa er háð sömu lögmálum og velgengni. Þetta kemur og þetta fer. Það ótrúlega er að góður helmingur er eftir af mótinu og ef félagið okkar kemst á rönn er allt mögulegt. Krísan er s.s. ekki alvarlegri en svo að allt er mögulegt.

  68. Hætt að vera boðlegt. Burt með Rogers!!!!!!!!!!!!!!!

    ÁFRAM LIVERPOOL!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

  69. Þú ert í alvarlegri afneitun Homer Simpson, eða hvað þú nú heitir. Ef þú sérð ekki að liðinu gengur ömurlega, þá verður bara að hafa það, ekki bæti ég úr því. En ef spilamennska liðsins og aðgerðarleysi BR við þessari ömurlegu stöðu er þér að skapi fer ég að efast um heilindi þín sem stuðningsmaður Liverpool. Allir hafa rétt á að gagnrýna liðið og stjórnun þess á sama hátt og allir hafa rétt á að hæla því og sem betur fer nota menn mismunandi aðferðir og orð til að tjá tilfinningar sínar og skoðanir.

  70. 67 mér er nú bara spurn þú talar um batamerki á liðinu hverskonar rugl og vitleysa er þetta maður þetta eru sömu leiðindinn viku eftir viku BR orðinn gersamlega úræðalaus eins ðg leikmennirnir inn á vellinum. Ég hef fylgst með Liverpool í 40 ár og sjaldan séð það daprara því miður,

  71. Það mætti halda að Homer sé aðdáandi QPR miðað við þessu ummæli hér að ofan. Er hálf orðlaus við að lesa þetta. Setur sig síðan á háan hest með því að kalla aðra hrokafulla, blinda og heimtufreka. =)

    http://en.wikipedia.org/wiki/Pollyanna_principle

    Að mínu mati munum við sýna almennilega framför þegar við förum að spila sóknarbolta.

Liðið gegn Sunderland

FC Basel – Allt undir á þriðjudaginn