C.Palace 3 – Liverpool 1

Leikskýrslan sjálf verður stutt, ætla meira að velta fyrir mér stöðu liðsins og stjórans eftir síðustu vikur.

Landsleikjahléi lokið, það verður ekki næst fyrr en í mars…en sennilega höfum við ekki saknað þess mikið og byrjunin að því loknu vekur ekki gleði.

Tap á Selhurst Park og í fyrsta sinn í sögunni vinnur Warnock okkar lið. Afsakið meðan ég æli!!!

Uppstillingin var svona:

Mignolet

Manquillo – Skrtel – Lovren – Johnson

Lallana – Gerrard – Allen

Coutinho – Lambert – Sterling

Bekkur: Jones, Toure, Moreno, Lucas, Can, Borini og Markovic.

Balotelli meiddur, Henderson veikur. 4-2-3-1 kerfið áfram. Meira síðar.

Gangur leiksins

Við fengum draumabyrjun, eftir 89 sekúndur setti Rickie Lambert boltann snyrtilega framhjá Julian Speroni eftir draumasendingu Lallana. Rickie var meira en glaður og við glöddumst með honum.

Crystal Palace urðu að fara úr skotgröfunum strax en við redduðum þeim út úr því. Joe Allen fékk skurð á hausinn og var útaf í 5 mínútur…á þeim tíma náðu Palace upp pressu. Allen kom inná í 2 mínútur, aftur byrjaði að blæða og enn var farið í að laga hann til. Við aftur færri á miðjunni sem varð til þess að Palace nýtti sér þetta hringl til að jafna leikinn, reyndar eftir sofandahátt hjá Skrtel en ég er orðlaus yfir slíkum byrjendamistökum hjá bekknum okkar. Við byrjuðum nákvæmlega eins og við vildum en ég fer bara ekki ofan af því að það var grín að taka ekki Joe Allen útaf í seinni aðgerðinni og kostaði okkur mikið.

Staðan 1-1 í hálfleik.

Við áttum alveg rispur í samleik í seinni hálfleik en á 78.mínútu stútaði Bolasie honum Lovren úti á kanti og lagði upp annað mark Palace fyrir Ledley nokkurn og þrem mínútum seinna ákvað Skrtel að gefa Palace skotséns með því að brjóta upp úr engu og það nýtti Jedinak sér. 3-1 tap staðreynd í afar döprum leik.

Lið dagsins

Mignolet verður ekki sakaður um neitt í dag, átti bara fínar vörslur og fór út í teiginn. Vandinn liggur í heildarvörn liðsins vissulega og ég hef áður nefnt bullið sem mér fannst að vera einum færri á meðan við vorum yfir. Það afsakar ekki frammistöður Skrtel og Lovren. Skrtel var einfaldlega úti á þekju í þessum leik, Lovren átti ágætan dag en svo var honum stútað í marki nr. 2. Johnson átti erfitt vinstra megin og Manquillo er duglegur en geldur sóknarlega sem best sást þegar hann sendi boltann í innkast í stað þess að skjóta á markið.

Miðjan okkar var döpur. Ég veit að það er sett á einhverja ákveðna en þessi útgáfa af miðju var lögð upp af Rodgers til að halda boltanum og gerði það…meira síðar.

Rickie Lambert gerði flott mark og leiddi línuna ágætlega, hann er minn maður leiksins.

Og hvað svo???

Ég hef varið Rodgers í haust og mun gera það áfram um sinn.

Hins vegar verður það ekki einfaldara eftir því sem á veturinn líður…það sem ég ergi mig mest á í dag?

Nokkrir punktar:

  • Leikkerfið. Það einfaldlega virkar ekki. Ég fer nánar í leikmennina á eftir og þeirra hlut í því en það að halda áfram að spila þetta kerfi 10 deildarleiki í röð og 6 leiki í bikarkeppni án þess að ná yfirhönd í einum þeirra leikja á að segja þér eitthvað og ég fylltist sorg að sjá uppstillinguna, ekki síst þegar ég sá enn á ný lagt upp með að Coutinho leysti inn. Í síðari hálfleik var hann færður inn um tíma og þá kom smá…en skapaði ekki eitt dauðafæri í þessum leik.

  • Liðsvalið. Það sem pirrar mig mest. Þrjóskan er alger, eða reynsluleysi tengt því að vera að fara til Búlgaríu á miðvikudaginn. Manquillo hefur náð hylli margra en hann hefði ég viljað bara eiga á miðvikudag því það var ljóst að við værum að fara að fá sóknarfæri hjá bakvörðum. Með því að flytja Johnson til vinstri var einfaldlega ekki neitt sem kom frá bakvörðum sóknarlega. Miðjan…á hverju á maður að byrja. Það er rannsóknarefni alla daga í mínum huga hvað Allen fær margar mínútur í liðinu okkar. Tölfræðin hjá honum er 91 leikur, 4 mörk, 0 stoðsendingar. Eitt mark í deildinni. Í liði sem veit ekki hvar það skorar næsta mark á hann ekki að vera með ef þið spyrjið mig. Bætum því svo við að vinnuhesturinn Hendo er ekki með og þú þarft að fá mann tilbúinn í smá “fighting” þá er það ekki til að auka mikilvægi hans. Því miður afsannaði hann ekki þennan pirring minn í dag, mér varð óglatt í fyrri hálfleik þegar hann í dauðaskotfæri renndi boltanum til baka um 10 metra til að halda áfram “posession”.

Þá eru það Coutinho og Sterling. Við Steini báðum um það í podcasti síðasta mánudag að Sterling yrði bekkjaður. Ég ítreka þá ósk. Sprengjan er horfin, hann dettur út úr leiknum langtímum saman og nær lítið að snúa boltanum um sig. Philippe Coutinho…mig langar svo að vera jákvæður, því hann dettur í ágæta kafla inn á milli. En hann einfaldlega tekur ekki 2% ábyrgð í varnarleiknum og reynir alltof oft flókna hluti. Það að stilla honum upp úti á kanti er óskiljanlegt í mínum huga því hann fer alltaf inn á við og það vita lið, auk þess sem flest allar skyndisóknir gegn okkur fara í gegnum þann væng.

  • Orkan…eða réttara orkuleysið. Ég hef galað það allt tímabilið að ég sakna pressunnar frá í fyrra. Ég hélt þetta tengdist brotthvarfi Suarez en það er ekki séns að það sé ástæðan. Annað hvort hefur líkamsþjálfun liðsins misfarist í sumar eða að skilaboðin til leikmanna virka ekki…eða kannski það að inná vellinum eru menn sem eru ekki góðir að pressa. Kannski þetta allt. Mér finnst áberandi í vetur hvað við erum ekki tilbúnir í pressu. Berið þetta saman við 5-1 sigurinn á Arsenal þar sem þeir vissu ekki hvar þeir voru. Bæði Lambert og Gerrard voru sýnilega að skammast í samherjum sínum fyrir að taka ekki þátt í pressunni í dag og hún var engin.

  • Fyrirsjáanleikinn. Hann er alger. Við vorum 69% með boltann í dag, en aðeins um 7% af þeirri posession var inni á sóknarþriðjungi. Það segir allt. Liðin pakka, leyfa dúllunum okkar að rúlla boltanum sín á milli, svo þegar við komum inn á hættusvæðin þá fara menn á fullu í okkur, við töpum boltanum og ráðum ekki við breikin sem við fáum á okkur. Bætið því við hversu erfitt við eigum með set-piece, í dag voru það innkast og aukaspyrna og við erum með uppskrift af erfiðleikum.

Hvað er til ráða?

Rosalega margir munu benda á þjálfarann. Eftir tapið fyrir Basel hóf ég mikla vörn fyrir hann en hún er að sjálfsögðu veikari í dag.

Ég hef heyrt af þrjósku hans og hún hefur komið í ljós. Stjórinn sem í fyrri virtist alltaf eiga ráð uppi í erminni finnst mér botnfrosinn. Fjórða tap okkar í röð, ég bara man ekki hvenær það gerðist síðast og ekki neitt í mínum kolli vekur mér bjartsýni að við munum ekki tapa fyrir orkumiklu liði Ludogoets á miðvikudaginn. Öll umræða um Meistaradeildarsæti í vor er hjóm eitt. Við skulum bara fara að stoppa lekann og vinna eins og einn fótboltaleik og svo vonandi annan.

Það finnst mér Rodgers ekki ná að fókusa á. Ég er biluð plata, vísa aftur í Meulensteen sem talaði um mikilvægi þess að þekkja þær aðstæður að vera að keppa í PL og CL á sama tíma. Ég er alveg handviss um að Can og Moreno voru bekkjaðir í dag t.d. vegna leiksins á miðvikudaginn og það kom svona út. Í síðustu leikjum er það ítrekuð sjón að Rodgers hefur ekki verið að spjalla mikið við aðstoðarmennina eða skrifa í bókina sína. Hann stendur alla leiki á hliðarlínunni með þrumusvipinn, stressið orðið sýnilegt.

Hann gerði stór mistök í dag að halda liðinu einum færri svo lengi, hann brást ekki við döprum fyrri hálfleik með áherslubreytingum og þegar þær komu var það of seint. Ekki það að Borini og Can áttu tvær vondar innkomur svosem…en það að halda öllu óbreyttu þangað til á 66.mínútu sýndi mér ekki mann sem vildi gambla til að vinna.

Ergo

Dagurinn í dag opinberaði það fyrir mér að krísan hjá LFC er stærri en ég reiknaði með. Ég ítreka það að ég sé ekkert í spilunum að liðið allt í einu hrökkvi í gang á miðvikudaginn, ég ætla að vera svo dapur að telja okkar Meistaradeildarveru ljúka í Sofiu á miðvikudaginn.

Á næsta laugardag held ég svo að sé framundan mikilvægasti leikur í stjóratíð Rodgers á Anfield. Enn eitt tapið þar mun einfaldlega setja hann í gríðarlega hættu á því að verða rekinn eftir verstu deildarleikjahrinu liðsins í áratugi.

Ef að hann mun koma með sömu liðsuppstillingu og sömu leikmenn til þessa leiks hefur trú mín á honum dalað verulega.

Því þegar maður lemur hausnum endalaust við stein kemur að því að maður fær rothöggið!

128 Comments

  1. Nokkrir leikmenn sem meiga alveg fá HVÍLD í næsta leik Johnson Skertl Gerrard Coutinho. Þetta er slök frammistaða og þessum klúbbi til skammar. Hvaða ástandi verður Gerrard á miðvikudaginn? Hann er ekki í standi til að spila 3 leiki á viku lengur.

    Svekktur sár og leiður eftir að hafa horft á þetta.

  2. 4 tapleikir í röð, þarf að segja eitthvað fleira.

    Hvað eru eigendur Liverpool með mikla þolinmæði því að árangurinn í vetur er hræðilegur alveg sama hvernig á það er litið.

  3. Nú er orðið spurning hvort að FSG þurfi ekki að fara að bregðast við og einfaldlega láta Rodgers fara?

    Það eru ENGAR, ég endurtek, ENGAR framfarir á liðinu.

    Það er að koma betur og betur í ljós að árangurinn á síðasta tímabili var vegna stórkostlegrar spilamennsku Luis Suarez og það að hann var að leiða liðið leik efir leik.

    Rodgers er búinn að eyða yfir 210 milljónum punda síðan hann tók við liðinu.
    Já, þetta eru stjarnfræðilegar tölur!
    Og liðið er í tómu tjóni, margfalt verra en þegar hann tók við.

    Að bíða of lengi með breytingar gæti reynst okkur afar dýrkepyt.

    Áfram Liverpool!

  4. Töpuðum sannfærandi fyrir liði sem hefur ekki unnið leik í tæpa tvo mánuði. Jafnframt okkar fjórða tap í röð. Við erum ekki nema 18 stigum frá toppnum, 11 stigum á eftir Southampton sem eiga leik til góða og 5 stigum á eftir skelfilegu Utd liði.

    Hvenær kemur sá tímapunktur að Rodgers missi klefann ef hann er ekki nú þegar búinn að því? Ég er farinn að efast um hann enda brotlending liðsins langt frá því að vera eðlileg.

  5. ég vil sjá kolo toure í vörnina í næsta leik. Borini frammri með Lampert
    Annars lélegt kaup í sumar og vonlaust lið að fara með þetta

  6. Liv er orðið svo lélegt og kaupin hjá BR minnir mig hjá einhverja vináttu eins og Ríkisstjórnin er að gera , maður er ekki sár maður er hættur að horfa á leiki.

  7. Við kunnum að vinna og við kunnum að tapa. Koma tímar koma ráð. YNWA.

  8. Sælir félagar

    Það er ljóst að Brendan Rodgers er í vondum málum með liðið og þær hugmyndir sem hann hefur verið með um leik þess. Það er ljóst að þetta lið er á leið í fallbaráttu með svona spilamennsku. Það er ljóst að þær ákvarðanir sem Brendan Rodgers tekur í sambandi við hvaða leikmenn hann lætur leika, í hvaða stöðum og í hvaða leik-kerfi orka í það minnsta tvímælis.

    Það er ljóst að það að láta, afsakið orðbragðið, aumingja eins og Lovren og Glen Johnson leika leiki sem þurfa að vinnast er tómt bull. Það er ljóst að Sterling er ekki nema skugginn af sjálfum sér, Skrtel er ótrúlegur klaufi, Gerrard getur ekki barið liðið áfram, Lambert er ekki nema varamaður, Coutinho er flinkur með boltann en það kemur ekkert út úr því og sætið undir brendan Rodgers er orðið sjóðheitt.

    Það er ljóst að ef Brendan Rodgers hefur ekki nein hugmyndir um hvernig á að bæta leik liðsins, hugmyndir hvað hann ætlaði og ætlar að gera við þá snillinga sem hann eyddi 120 milljónum punda til að kaupa þá hefur hann ekkert að gera á Anfield. Það er sárt að þurfa að segja það en ég er að missa trúna á stjórann og er ansi hræddur um að ekkert sé framundan nema ömurðin og leiðindin með hann við stjórnvölinn. Því miður.

    Það er ekki góður kostur að skipta um stjóra í miðri á. Það er meira að segja mjög vondur kostur. En ef ekkert gengur, ef enginn leikmaður skilar sínu undir stjórn hans verður hann að víkja. Ég hefi alltaf sagt að það eigi að leyfa honum að klára þessa leiktíð að minnsta kosti en nú efast ég stórlega. Leikur liðsins, vinna og framlag leikmann, skipan í stöður, leik-kerfi og hugmyndir um leiðir til að virkja þennan mannskap virðast ekki vera til staðar. Nú er bara nóg komið.

    Það er nú þannig.

    YNWA

  9. Ég spái því að það sé farið að hitna undir sætinu hans Rodgers

  10. Uppafið af endalokum Rodgers hjá Liverpool, það sem varð honum að falli er gríðarleg þrjóska og sá eiginnleiki að eiga sér sína uppáhalds leikmenn sama hvernig sá leikmaður hefur staðið sig.

    Þrjóskan í sama leikkerfi sem ekki hefur skilað árangri í þau tæp 3 ár sem hann hafði stjórnað Liverpool og að ógleymdu skelfilegu recordi í leikmannakaupum.

    Farvel Rodgers, gangi þér vel í því starfi sem þú tekur að þér.

  11. jesus minn almáttugur hvað er að hrjá þessa menn 1 tilraun a markið og djöfull er maður orðinn þreyttur á þessum endalausu sendingum til baka hef verið mikill rodgers maður en nú hef eg fengið nóg okkar fyrrum frábæri þjálfari veit ekkert hvað hann er að gera

  12. Fúlasti forapyttur!
    Er ekki hægt að stoppa tîmann og hætta við að selja Suarez?
    Annars er ég fúlastur út î Steve, hvar er eiginlega leiðtoginn í honum?

  13. Það er ekki oft sem ég tek undir svartsýnisraus. En, nú er bara svo komið að málin geta varla versnað. Liðið er að spila eins og utandeildarklúbbur. Jafnvel verr en það því mér finnst ástríða leikmanna vera engin. Ég hef ekki trú á að efniviðurinn sé svona slappur, það eru flottir leikmenn þarna (alls ekki allir).
    Ég er farinn að halda að stjórinn sé búinn að missa klefann eins og það kallast. Leikmenn eru óöruggir, stjórinn framkvæmir furðulegar skiptingar og mótherjar hræðast liðið nákvæmlega ekki neitt. Mig langar alveg hrikalega að Brendan gangi vel og verði langlífur stjóri hjá liðinu svona svipað og rauðnefjaði skotadjöfullinn hjá manjúrassic. Þetta sýnist mér núna vera eintómir draumórar. Skynsemi mín segir mér að maðurinn sé bara ekki starfi sínu vaxinn…því er nú andskotans verr.
    Ég er hræddur um að það sé ekki bara farið að hitna undir BR heldur séu eigendur farnir af stað með eitthvað damage control plan og maðurinn gæti misst starfið í næstu eða þarnæstu viku.
    Því miður.

  14. Eina baráttan sem Liverpool er að fara að lenda í í vetur verður að halda sig frá fallsæti með spilamennsku eins og í dag og hefur verið undanfarið. Ráðaleysi einkenndi leikinn í dag og það er bara svo einfalt að ENGIN af kaupum sumarsins er styrking fyrir liðið. Nú þarf Rodgers væntanlega að fara ofan af sínum stalli og fara að kaupa alvöru leikmenn ekki bara einhverja sykursnúða sem hann ætlar að “bjarga” ferlinum hjá.

  15. Ég skil þetta ekki. Í fyrra fannst manni Rodgers alltaf eiga eitthvað uppi í bakhöndinni, geta svissað um kerfi, gert einhverjar breytingar, og mjög oft skilaði það árangri. Hann gat náð árangri með lið án Suarez (sigur í fyrstu 3 leikjunum), án Sturridge og Gerrard (0-5 á móti Tottenham), og virtist bara aldrei vera ráðþrota. Og það var með mikið þynnri hóp. Já ég veit: Suarez. En það samt ekkert alltaf hann sem vann leikina. Sterling átti frábær mörk. Skrtel skoraði mest allra varnarmanna. O.s.frv.

    Notaði hann allar skiptingarnar í þetta skiptið? Það er eitthvað mjög skrýtið í gangi.

  16. Ef liverpool vinnur ekki á miðvikudag og CL draumur úti held eg að Rodgers þurfi að fara leita se að nýrri vinnu. Það er ekkert i gangi og liðið er slakt. Þetta er alls ekki boðlegt.
    Verður gaman að sja hvernig Maggi mun samt verja Rodgers eftir leik.

  17. Tökum Gerrard útúr þessi liði, hann er engin leiðtogi inná vellinum eins og sást í þessum leik og öðrum í vetur. Við verðum að vera með leiðtoga inná vellinum sem lætur í sér heyra og fær aðra með sér.

  18. Eftir þessi úrslit verður maður að fara að spyrja sig hvort Brendan Rodgers sé ofmetinn stjóri og ráði einfaldlega ekki við verkefnið. Það er gríðarlega mikill munur á liðinu í dag og því sem hann var með í höndunum fyrsta og annað tímabilið.
    Þó að úrslitin voru ekki mikið betri fyrsta tímabilið hans var það lítill hópur sem spilaði vel og var einfaldlega óheppið í flestum þeim leikjum sem það tapaði stigum í. Svo eftir tímabilið í fyrra var maður viss um að við værum með mann sem næði ótrúlega góðum árangri með þunnan hóp. Því miður er maður alls ekki viss í dag. Erum við að vanmeta hversu góður sóknarþjálfari Brendan er? Var allt sem við höfum gert síðustu 2ár Suarez (og Sturidge) að þakka? Núna hefur Brendan eytt yfir 200millj. í leikmenn, vörnin er mun verri en hún var þegar hann tók við liðinu, liðið er algjörlega andlaust, hugmyndasnautt, baráttulaust og fyrirsjánlegt. Það er einfaldlega ekkert sem bendir til þess að liðið sé að fara að rétta úr kútnum. Ég vill ekki trúa því að hann sé samt kominn á endastöð með liðið einungis 6mánuðum eftir að hann var næstum því búinn að landa stóra bikarnum. En ég held því miður að árangur okkar undanfarin ár voru að mestu leiti einum besta sóknarmanni í sögu ensku úrvalsdeildarinnar að þakka.

  19. RODGERS out .. komið nóg af þessu ef hann hefur ekki kjark og pung eins og VAN GAAL til að henda gerrard,lovren og johnson á bekkinn þá getur hann baara labbað frá borðinu ..

    bring back rafa!!!

  20. Ja hérna ég man ekki eftir því að hafa verið jafn afhuga fótbolta eins og akkurat núna nema einu sinni áður á þeim 25 árum sem að ég hef fylgst með Liverpool og það var þegar að Roy Hodgeson var þjálfari. En munurinn á þeim tíma og því sem er í gangi núna er samt sá að þegar að Hodgeson tók við Liverpool var búið að vera markvisst niðurrif í gangi í 3-4 tímabil þar sem að klúbburinn var að selja fyrir meira heldur en var keypt fyrir. Hodgeson fékk líka úr litlu að moða yfir sumarið og ekki var til peningur til þess að kaupa spennandi leikmenn.

    Þegar að Hodgeson var með liðið þá átti ég einhvernveginnn alltaf von á því að liðið myndi gera upp á bak og skipti þá engu máli hvort við vorum að spila heima eða úti, það skipti heldur ekki máli hvort við vorum að spila við hátt eða lágt skrifuð lið jafnvel lið úr neðri deildunum. Það var alltaf sama sagan ég átti alltaf frekar von á tapi heldur en sigri enda sýndi það sig að í byrjun desember undi stjórn Hodgson vorum við í eða við fallsæti og nákvæmnlega núll batamerki á liðinu milli leikja alltaf bara sama fyrirsjáanlega skipulagið í gangi og ekkert plan B.

    Núna undir stjórn Rodgers er nákvæmnlega það sama í gangi alltaf sama planið í gangi núll batamerki milli leikja og liðið komið óþægilega nálægt fallsæti. Munurinn hins vegar á Liverpool núna og þegar að Hodgeson var með liðið er hinsvegar sá að það er ekki búið að vera kerfisbundið niðurrif á liðinu seinustu 3 tímabil. Þvert á móti þá er einmitt búin að vera uppbygging í gangi og Rodgers er sjálfur búin að eyða meira en 200m punda síðan að hann kom til Liverpool. Jú við misstum vissulega besta leikmanninn okkar í sumar og það var blóðugt en á móti þá eyddum við 100m punda í leikmenn sem ætti allavegana að tryggja okkur það að vera með betri hóp og sterkara lið en allavegana svona 75% af liðunum í þessari deild en úrslitin eru samt að sýna eitthvað allt annað.

    Ég held því miður að tími BR hjá Liverpool sé runnin hann gerði um tíma frábæra hluti en staðreyndin er því miður sú að hann virðist bara vera með eitt plan i gangi sem virkaði vel á meðan að það var ferkst en nú virðast öll lið sem að við mætum vera komin með svar við þessu eina plai Rodgers og hann virðist ekki hafa getu eða vilja til þess að bregðast við því og prófa eitthvað nýtt. Hver hérna verður hissa ef við sjáum sömu leikmenn og sama leikskipulag í næsta leik?

  21. Hvar á maður að byrja

    4 tapið í röð. Það er alveg fáranlegt. Maður er eiginlega hættur að nenna að pirra sig á þessu. Liðið á ekkert skilið meira heldur en það sem þeir hafa verið að uppskera. Maður sér engar jákvæðar breytingar á leik liðsins, þetta er sama sagan leik eftir leik.
    Maður hefur alltaf reynt að vera bjartsýnn og er alltaf að bíða eftir að liðið fara að detta í gang, spila sinn bolta og taka run. Það er ekkert í stöðunni núna sem segir að þetta sé að fara gerast.

    Rogers breytir engu, sama kerfi sem hefur sýnt sig að er ekki að virka. Varnarvinnan er til skammar, ákveðnir einstaklingar sem eru að spila skelfilega þar. Samt segir Rogers að liðið sé stanslaust að vinna í þessum hlut á æfingum, að laga varnarleikinn. Hann þarf þá sannarlega að fara endurskoða sínar aðferðir þegar kemur að varnarþjálfun.

    Manni finnst fáranlegt að nokkrum mánuðum frá því að við vorum búnir að vinna titilinn að við séum að tala um að fara reka Rogers. Ég var einn af þeim sem var alltaf á móti því en þessi leikur í dag sýndi mér hreinlega að það sé að koma desember og það er ekkert að lagast. Eins mikið og ég elskaði hvernig liðið spilaði í fyrra þá er ekki endalaust hægt að lifa á einhverri “forni” fræð, þó það séu ekki nema nokkrir mánuðir síðan.

    Næstu 5-6 leikir munu segja til um það hvað gerist, fer liðið að vinna leiki, spila betri bolta, verjast betur eða verður þetta áfram sama hryllingssagan. Það er erfitt að segja að maður sé bjartsýnn að það sé að fara gerast en maður verður að lifa í voninni. Það er stór hluti af því að fylgjast með þessari íþrótt og þessu liði.

    Nú vona ég að Rogers fari að gera hlutina öðruvísi, hann verður að þora að breyta liðinu því hann hefur hjakkast á sama liðinu þó það hafi ekki verið að spila vel, hefði skilið það ef við værum að spila sama bolta og á síðasta tímabili.

    Núna fáum við virkilega að sjá úr hverju þetta lið er gert og Rogers líka. Ég svo sannarlega vona að hann liðið svari gagnrýnisröddunum inni á vellinum, það er ekkert sem myndi gera mig ánægðari en tíminn mun leiða það í ljós. Það er því miður ekkert sem við getum gert, þetta er ekki í okkar höndum eins mikið og við vildum kannski að hlutirnir væru. Við getum bara haldið áfram að styðja liðið og vona það besta.

    YNWA

  22. Langar til að minna Rafa kórinn á að liðið leit nákvæmlega eins út undir það síðasta hjá þeim mikla skrifmeistara eins og í dag.

  23. 70% af spilinu fór á milli varnarmanna í dag. Þessi leikur var ekki mikið fyrir augað
    Það er bara ekkert sérlega gaman að sjá liverpool spila þessa dagana þar sem þeir eru ekki með alvöru sóknarmenn. Þessir sóknarmenn sem við höfum úr að spila í dag eru bara ekki næginlega góðir til að spila fyrir Liverpool. Hvernig fórum við úr því að vera með heimsklassa leikmann yfir í mann sem er kominn yfir þrítugt og er búin með sín bestu ár og á að leiða sóknina hjá okkur. Vissulega er Sturridge meiddur og það gæti hafa komið meira úr Balotelli ef hann hefði verið með honum frammi. Maður er orðinn áhyggjufullur að við verðum í neðri part deildarinnar allavega fram yfir jól þar til að verði búið að kaupa alvöru sóknarmann, varnarmann og djúpan miðjumann. Leikkerfi hans er bara ekki að ganga upp. Það er eins og að reikna 2 plús 2 endalaust og vona að útkoman verði 5. Hann verður að grípa til eh aðgerða. Þétta varnarleikinn, láta liðið spila aftar á meðan við erum bitlausir frammi og beita frekar skyndisóknum. Crystal Palace var 30% með boltann í dag en samt skoruðu þeir 3 mörk. Kannski á erfiðum útivöllum væri betra að leyfa hinu liðinu að halda boltanum og reyna frekar að skora úr aukaspyrnum og hornspyrnum og prufa langskot oftar. Nú væri fínt að eiga einn Patrick Berger sá gat sko skotið fyrir utan teiginn! vIð áttum fá dauðafæri í dag og komumst illa inn í teiginn. Ég skil ekki að þjálfarinn okkar Rodgers náði að láta liðið skora 100 mörk á seinustu leiktíð yfir í að skora nánast engin mörk á þessari. Vildi hann fá alvöru sóknarmann en þurfti að sætta sig við Balotelli. Ég vil halda Rodgers ég styð þjálfarann minn í gegnum súrt og sætt. Ég tel að hann geti fengið liðið til að spila skemmtilegan bolta aftur fyrst hann gat það á seinustu leiktíð og komst á þvílíkt sigur run. En hann þarf að prufa ný leikkerfi núna og horfast í augu við sjálfan sig að hann hefur rangt fyrir sér með núverandi kerfi. Ég held að það eigi eftir að rætast úr miðjumönnunum sem við keyptum í sumar og þeir komi sterkir inn á næstu leiktíð eða með vorinu en Lallana virðist ætla að vera góð kaup.Hann ætti að taka upp varnaleik Benitez eða horfa til annara liða sem eru að skila góðum árangri í varnarleik.
    Næsti leikmannagluggi er crucial fyrir Rodgers ef hann á að halda starfinu. Ég er viss um að þeir séu nú þegar komnir með target og það sé verið að vinna á bakvið tjöldin með að ganga frá þeim kaupum eins og var gert með Sturridge. Með góðum kaupum í janúarglugganum þá munum við rétta skútuna við.

  24. Það sem komið er á þessu tímabili er að sanna að það var Suarez sem var næstum búinn að vinna titilinn í fyrra en ekki Rodgers. Vantar allan þokka í þetta lið, engar hugmyndir, engin hlaup og engin ástríða. Menn jogga bæði fram og aftur á völlinn. Meiðsli Sturridge afsaka ekki vont tap fyrir liðum eins og Crystal Palace.

    Held að sá tími sé komin að Henry velti fyrir sér hvort hann eigi að losa sig við Rodgers fyrir janúar eða leyfa honum að klára tímabilið á meðan hann finnur eftirmann. Liðið hefur spilað illa í allan vetur. Það er ekkert að breytast í þessu hjá Rodgers.

  25. Liverpool 1 tilraun á markið og 1 mark,,, 100% nýting,, Og auðvita það sem skiptir mest máli, 140 heppnaðar sendingar á milli varnamanna og héldum boltanum 60%. Við erum bara í toppmálum…. En svona án gríns,, Gerði Glen jónsson e-ð í þessum leik annað en að missa boltan? Skertel og Lovren geta ekki spilað saman, og miðjan var bara út úr Q,, ekkert hægt að segja slæmt um Lambert því hann hafði ekki úr miklu að moða þó hann hefði getað gert betur í þeim fáu færum sem hann fékk,,, hann er líka bara varamaður. En sá versti leikur sem ég hef séð,, þoli ekki hvað BR heldur upp á suma menn og leyfir þeim að spila aftur og aftur þó þeir hafi ekkert sýnt að þeir eiga skilið að vera í liðinu…. kominn tími að taka til á Anfield.

  26. Það er dálítið svoleiðs að þegar gengur illa þá gengur verulega illa. Nákvæmlega eins og í fyrra þegar hlutirnir stundum féllu með liðinu þá er ekkert að falla með liðinu í dag.

    Liðið var ekki að spila vel en eina ferðina. Liðið hélt boltanum ágætlega en spilið gekk hægt og lítið um færi en málið er að Palace var ekki heldur að spila vel, þeir voru ekki að skapa mikið og lágu með 11 menn tilbaka.
    Það er eins og Mourinho hafi gefið öllum liðum uppskrift á því að sigra liverpool, einfaldlega búa til varnamúr og bíða eftir að Liverpool klúðri einhverju.

    Þetta fór mjög vel af stað og Lallana lagði upp mark fyrir Lambert. Svo hélt liverpool boltanum vel og Palace ekki ógnandi. Allen var mikið útaf og 10 ámóti 11 skoraði Palace.

    Mér fannst í stöðuni 1-1 að við værum að ná að þjarma verulega að þeim þeir voru komnir allir inná vítateig og við vorum nálagt því að búa eitthvað til. Sterling komst bakvið og átti lélegu sendingu og Manquilo í dauðafæri sem hann klúðraði illa.
    Mignolet sparkaði boltanum beint útaf eftir aukaspyurnu og uppúr því skoraði Palace eftir að Lovren leit illa út og mér fannst líka Gerrard allof sein tilbaka.
    Eftir þetta átti Liverpool að fá víti þegar Sterling var sparkaður niður = 100% víti en þetta er bara ekki okkar tímabil og er þetta ekki í fyrsta skipti sem mér finnst að við áttum að fá víti á tímabilinu.
    Skrtel togar í treyjuna á Gayle og fær aukaspyrnu á sig en við nánari skoðun þá er Gayle að gera nákvæmlega sama við Skrtel en þar sem þetta er ekki okkar tímabil var dæmt á Skrtel.
    Þeir skora svo flott mark úr aukaspurninu og leikurinn búinn.
    Skrtel átti svo að fá víti þegar Hangeland er ekki að horfa á boltan og hleypur til hans og faðmar hann og spurning um hvort að boltin fari í hendina á honum en það er ekki aðalatriðið því að það er klárlega brot.

    Mér fannst enginn í liverpool liðinu standa sig vel í dag.
    Mignolet í einfaldlega lélegur markvörður
    Glen Johnson er löngu farinn í huganum og skil ég ekki að hann byrji inná í staðin fyrir Moreno(ég sakna Flanagan)
    Manquilo er bara meðalbakvörður
    Skrtel/Lovren – áttu en einn lélega daginn
    Gerrard – skelfilegur, seinn varnarlega og átti fullt af skotækifærum sem einhverntíman hefðu farið í markið
    Allen – kom ekkert út úr honum
    Coutinho – var að reyna og reyna en gerðist ekkert nema einu sinn.
    Lallana – er ekki að finna sig en má eiga það að sendingin í markinu var flott
    Lambert – Það eina jákvæða er að þessi liverpool búi skoraði mark.

    Borini – kom með ekkert í leikinn og skipti engu máli að liðið fór í 4-4-2
    Can – hvernig getur maðurinn virkað þreyttur eftir að hafa spila 10 mín

    Jæja tímabilið er ekki búið og það er ekki ónýtt. Þetta var enn einn skelfilegi leikurinn og ég ekki sáttur við liðið en það hjálpar lítið að væla yfir þessu. Það er einfaldlega sama og gerist ef liðið vinnur leiki, það er bara næsti leikur sem er mikilvægasti leikurinn.
    Liðið er enþá í öllum bikarkeppnum og er því enþá möguleiki á að gera eitthvað skemmtilegt í vetur en spilamennska liðsins þarf að breyttast mikið.

    p.s ég væri til í að kalla á Wisdom og Ibe úr láni og fara að láta þá einfaldlega spila með okkur í vetur.

  27. Láta Carragher og Gerrard stjórna þessu bara út þetta tímabil, reyna fá einhverja stemningu í þetta. Reyna svo við Klopp eða Fran de Boer. Nenni ekki þessu Benitez kjaftæði.

    Hvað á Lovren samt að fá marga sénsa? afh ekki hafa Kolo bara, ekkert besti varnarmaður í heimi enn leggur sig allavega 100% framm ekki getur maður beðið um meira, ekki eru aðrir menn að gera það inná vellinum. Síðan tekur hann mann eins og Can útúr liðinu loksins þegar hann ætti að vera kominn með eitthvað sjálftaust eftir markið gegn Chelsea þá er bara um að gera að taka hann úr liðinu.

  28. @28 Ben
    Það er rétt að seinasta tímabilið hjá Rafa var ekki gott en það tímabil kom hinsvegar eftir 3 ára markvisst niðurrif á meðan að þetta tímbil hjá Rodgers kemur eftir 3 ára uppbyggingu. Ef við horfum svo á leikmannakaup Rafa þá er auðvelt að nefna margar stórstjörnur sem skiluðu miklu til liðsins. Alonso, Torres, Garcia, Reina, Agger og Macherano svo einhverjir séu nefndir Eini maðurinn sem að Rodgers hefur keypt sem hægt er að nefna í sömu andrá og þessir er Sturridge svo kemt engin annar af hans kaupum einu sinni nálægt því.

  29. Á einn sigur gegn Ludogorets að bjarga málunum? Sigur gegn döpru Búlgörsku liði á seint að teljast e-ð afrek, sér í lagi fyrir lið eins og Liverpool. Þó svo að leikurinn vinnist erum við samt ennþá 12. sæti í deildinni og fjórum stigum frá fallsæti.

    Annars er ég ekki bjartsýnn á að sá leikur vinnist. Þeir hljóta að fylgjast með gengi Liverpool og sjá þar bullandi möguleika á að vinna.

    P.S. Hlakka til að sjá liðið í næsta leik. Það fara að renna á mig tvær grímur ef Gerrard, Johnson, Lovren og fleiri fá að spila þann leik. Eitthvað verður að gera!

  30. Held það sé kominn tími fyrir Tony Pulis

    Ímyndið ykkur hvað þetta væri fyndinn brandari ef þetta væri ekki pínu satt

  31. Tilkynni andlát Pollýönnu…..jarðaförin fór fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu…..

    Jú jú, Benites er farinn að pakka niður og er á leið til Liverpool borgar….og svo var ákveðinn þjóðverji að gefa það í skyn að hann gæti hugsað sér að starfa í Tjallalandi……..

    Þrjóskunni verður að stjórna með heilbrigðri skynsemi…….eða burt reka….

  32. Sturluð staðreynd:
    Tapið var ekki Balotelli að kenna.
    núna ættu flestir að sjá að Balotelli er langt frá því að vera skúrkurinn í liðinu

  33. Ég myndi styðja Rodgers ef það væru framfarir í liðinu. Ef það væri eitthvað leikplan/áætlun. Ég myndi styðja hann ef leikmennirnir væru að berjast fyrir stjórann sinn allir sem einn og fórna sér í verkefnið. Ég myndi styðja Rodgers ef hægt væri að skrifa þessa hörmung á fjarveru Suarez og Sturridge. En ekkert af þessu á við og þess vegna er komið að leiðarlokum. Því miður.

  34. Leikskýrslan komin.

    Tiltölulega lítið um leikinn að segja svosem, meira um upplagið og útlitið eins og það horfir við mér.

  35. Ég ætlaði að koma með eitthvað snilldar comment hér og skíta út á alla leikmenn okkar yndislega liðs, en ég er bara of þunglindur og bara can’t be bothered

  36. Þetta var róleg helgi og frá föstudegi til núsins náði maður helling af leikjum í ensku, spænsku og þýsku deildunum. Ætli maður hafi ekki séð ein 14 lið í efstu deild spila og svo sá ég gamla góða Derby taka Watford úti þar sem Jordan Ibe var virkilega góður. Mikill bjór til kviðar runnið ójá og ekki allt búið enn.

    Þrátt fyrir að hafa fjárfest í öllum þessum frábæru leikmönnum, sem flestir eru landsliðsmenn og sumir í hópi vonarstjarna heimsfótboltans, verð ég að viðurkenna með óbragð í munni að Liverpool er lélegasta liðið sem ég sá spila þessa helgina. Grínlaust, Liverpool hefði átt í vandræðum með Watford og legið fyrir Derby að mínum dómi eins og liðið spilaði í dag. Liðið er látið spila hugmyndasnauðasta og fyrirsjáanlegasta fótbolta sem ég minnist nokkru sinni að hafa séð til Liverpool. Það er meira í gangi þegar að tvær nunnur flytja hljóða bæn en þegar Liverpool sækir. Ég ætla ekki að ræða varnarleikinn enda er ég á móti því að taka sterk þunglyndislyf. Ef Rodgers kemur svo enn einn ganginn og segir í viðtölum að liðið hafi spilað vel og tapað mun ég samt endurskoða þá afstöðu.

    Í vetur hefur liðið orðið slakara og slakara með hverju leiknum. Liðið hefur 14 stig eftir 12 leiki eða halað inn 1,2 stig að meðaltali per leik. Liðið marði jafntefli heima við Hull, tapar fyrir Necwastle, tapar fyrir Chelsea og núna Crystal fokkings Palace pardon my French. Þessi staða var ekki í viðskiptaáætluninni þó að hún hafi raunar verið til fjögurra ára að sögn Brendans. Rodgers sagði sjálfur að staða sín væri í húfi og það var fyrir tveimur tapleikjum. Það er nú þannig eins og Sigkarl myndi orða það.

    Við blasir snúin staða. Hér er eitthvað á ferðinni sem Rogers virðist ekki geta lagað. Ég held að þetta hafi verið leikurinn sem sannfærði mig um að stjórinn ræður ekki við verkefnið. Eða hvað á maður eiginlega að halda? Maður vill svo gjarnan að Rodgers standi undir vætingunum en þetta er ekki boðlegt.

    Nú er kvittur uppi um að Rafa hafi meldað sig við FSG. Ef Rodgers er búinn að missa það væri Rafa ekki versti kosturinn í stöðunni.

  37. Þetta hefði aldrei farið svona ef Balotelli hefði…. ekki farið á boxbardagann í gærkvöld!

    Skelfilegt og fyrirsjáanlegt tap á Selhurst Park. Það vantar alla trú í mannskapinn.

    Og miðað við hvernig aftasta línan og fyrirliðinn fyrir framan hana eru að spila legg ég til að í næsta leik verði Gerrard og Kolo í hafsent. Can og Lukas fyrir framan þá!

    Held að Gerrard gæti alveg klárað sem hafsent, ekkert að koma út úr honum þegar hann á að byrja allar sóknir hvort sem er á milli hafsentanna! Það vantar allan hreyfanleika á menn.

    Já, ég held að það sé rétt að fara að bjóða Klopp að taka við. Því miður.

  38. Veit að við erum pirruð elskurnar.

    En ekki setja inn pirraða “one-liner” statusa hér, skellið þeim á twitter eða Fésbók…plís!!!

  39. Við erum töluvert slakari heldur en í fyrra og ég skrifa það á 4 atriði

    1) Sóknarleikurinn – nýju mennirnir hafa ekki skilað neinu og eru ekki byrjunarliðsmenn.
    2) Sóknartengiliðirnir – Sterling og Coutinho okkar hæfileikaríkustu menn geta ekki borið uppi liðið. Hvort sem það er reynsluleysi eða eitthvað annað þá þarf Brendan að taka pressuna af þeim. Það kemur ekkert út úr þeim.
    3) Gerrard er árinu eldri – spilaði á HM í sumar og gerði í brækurnar. Kallinn þarf á hvíld að halda og ef liðið versnar enn meira við það þá verður bara að hafa það.
    4) Við erum með nýja bakverði sem eru töluvert ótraustari heldur en þeir sem fyrir voru.

    Þetta lið er nákvæmlega á sama punkti og á fyrsta ári Brendans með liðið. Þá var keypt í janúar og liðið hrökk í gang. Við verðum að treysta á það sama núna. Án leikmannakaupa í janúar missir Brendan starfið held ég.

  40. Jæja… þá er endanlega búið að kippa öllum hlutaðeigandi niður á jörðina. Núna þurfa menn að horfast í augu við staðreyndir. Þetta varð officelt barátta að halda sér í deild í dag. Það er bara svoleiðis. Engar aðrar væntingar þessa leiktíð. Fyrir Liverpool er þetta nær óhugsandi staða en miðað við ástandið á liðinu þá er ekkert annað í spilunum. Eins og Carra orðaði það nokkurveginn eftir leik með sínum sterka hreim og áherslum… I have never seen Liverpool before been bullied on the pitch…. no leadership.. no spirit.. no gut… Its horrifying to watch… There is something seriously wrong. Nákvæmlega… það er eitthvað mikið að. Það eru ákveðin gæði í liðinu en einhvern veginn hefur það gerst að Liverpool er ekki lið lengur heldur fullt af einstaklingum. Bara sorglegt að horfa upp á þetta. Gerrard leit út fyrir að vera gamall í rigningunni á Selhurst Park í dag og það mátti lesa ákveðna uppgjöf í augunum á honum… því miður. Held að hann hafi misst trúna á verkefnið á sama augnabliki og Suarez tók af sér bitmúlinn í Brasilíu.

    Lausnin á þessum tímapunkti er engan vegin að reka Brendan. Enda er það ekkert að fara að gerast. Eitt er víst að hann verður að breyta leikskipulaginu eitthvað gróflega. En umfram allt þurfa leikmenn að grafa djúpt og ná saman sem lið. Í fyrra vorum við í tjóni varnarlega en sóknarlega var öskubuskuævintýri í gangi. Fallið er hrikalega hátt. Ég held að lykillinn að lausninni núna felist í að einbeita sér að því að koma sókninni í lag. Vörnin verður ekki bætt nema með mannaskiptum — þannig að menn verða bara gjöra svo vel og bíta þar í skjaldarendur og drullast til að spila eins og menn!! Ef Brendan ætlar að byggja á Skrtel og Lovren þá þarf að senda þá saman í spa og láta þá gera það upp við sig hvor þeirra ætlar að leiða þessa vörn. Maður spyr sig hvort þeir skilji hvorn annan. Eru tungumálaerfiðleikar þarna í gangi… eitthvað mikið er að. Kannski eru vandamálin svo mikil í vörninni að það er spurning um að setja Gerrard í miðvörðinn!!!! Nei.. segi svona.

    Sóknarlega verður bara að gera eitthvað….. bara eitthvað!! Setja Sterling og Coutinho saman á toppinn … mér er alveg sama… hrista uppí þessu norður á norðurpól. Fram og til baka þar til mörkin fara að koma. Vildi óska þess að ég hefði töfralausnina… Maður er kannski bara alveg jafn clueless og Brendan … Hann hlýtur að klóra sér djúpt í hausnum eftir þennan leik í dag.

    YNWA

  41. Það sorglegasta við þetta er að þessir menn fá actually borgað fyrir þetta og en engin eðlileg laun! Væri réttast að þeir fengi aðeins borgað fyrir sigra og 33% laun fyrir jafntefli

  42. Mér sýnist margt að: 1) Liðið hefur ekki pung. Það vantar reynda duglega leikmenn á besta aldri í liðið. Annarsvegar eru tiltölulega ungir strákar eða hinsvegar gamlir þreyttir refir. Liðið er ekki nógu gratt. Þeir sem eru á góðum aldri eru ekki nógu sterkir baráttujaxlar. 2) Okkur vantar topklassa holding miðjumann sem brýtur niður leik andstæðinganna. 3) Við erum ekki með nógu beinskeytt skipulag, dúllum með boltann kanta á milli, þá sjaldan við hlaupum að markinu með boltann þá endar það með sendingu tilbaka. 4) Þurfum að skjóta meira á markið og fylgja eftir. O.fl, o.fl. AÐALMÁLIÐ finnst mér að það vantar ákefðina í leik okkar. “WE are being bullied” leik eftir leik.
    Segi ekki meir

  43. Ömurlegur leikur og glen johnson og Steven Gerrard mann verstir, en Maggi vorum við að horfa á sitthvoran leikinn ? þú segir að við höfum spilað sama leikkerfi það er einfaldlega rangt við spiluðum tígulmiðju með slæmum árangri, Sterling og Lambert spiluðu saman frammi og í seinni hálfleik fór Borini fram og sterling út á kantinn.

  44. Gerrard virðist bara vera búinn að átta sig á þvi að hann er aldrei að fara að vinna deildina fyrst hann náði þvi ekki i fyrra, það virðist bara vera allt loft úr honum.
    ég held að það sé kominn tími á að skipta honum út, það er ekki hægt að láta hann bara spila útaf hann hefur verið frábær fyrir félagið undanfarin ár. ég skynja smá áhugaleysi hjá honum

  45. Ég er einn af þeim sem hefur staðið eins og stytta með BR í vetur. Hef trú á verkefninu. Hann er þó ekkert að gera manni það létt fyrir að halda uppi vörnum fyrir sig. Það er augljóst í dag, núna þegar tímabilið nálgast miðjuna, að Suarez var potturinn og pannan í þessu öllu saman. Án hans í fyrra hefði ekki komið til nein meistaradeild. Við erum reyndar ekkert með í henni í ár þannig það hefði kannski ekki skipt neinu þótt hann hefði farið til Arsenal á sínum tíma nema auðvitað að við fengum aðeins meiri pening. Sem við svo sólunduðum að virðist í algera miðlungsleikmenn. En hvað er til ráða? Reka manninn og finna annan stjóra? Nei ég held að menn verði að gefa honum aðeins lengri tíma. Þetta tímabil er hvort eð er komið í vaskinn þannig það skiptir engu hvar við endum svo lengi sem að það er ekki fallsæti. Mögulega verður þetta besti lærdómur sem hann getur fengið sem stjóri til framtíðar. Það að kalla eftir Klopp sem dæmi er ekki tímabært. Hann er nú með Dortmund í fallsæti í þýsku deildinni. Ef að Liverpool ætli sér að skipta um mann í brúnni sé ég engann betri til að taka við eins og er. Þess vegna er kannski best að halda sér einbeittum og reyna að snúa þessu við. Þannig ég er ekki komin á “Rodgers out” vagninn ennþá en það kemur að því ef þetta heldur svona áfram.

  46. Komið þið sælir, mikið skil ég pirring ykkar.
    Eins og þetta horfir við mér þá eru Skrtel og Lovren ekki svona slakir, sérstaklega ekki Lovren sáuð þið hann á HM? Fyrir mér snýst þetta að miklu leyti um varnartengilið okkar SG. Hann er engan vegin að vera vörnina og það var hann sem missti af Bolasie í fyrsta markinu sem skapaði markið en við vitum að hann mun spila hvað er til ráða???
    Ég tel mig vera með sófasérfræðingslausnina!!!
    Tel að það verði að planta tveimur varnartengiliðum á miðjuna vera þa með Emra Can eða Lucas sem sitja á miðjunni og verja mark okkar og þar fyrir ofan væri 3 menn fyrir aftan framherjann en ekki tveir (eins og nú er) og þeir á sitt hvorum kantinum. Með þessu gæti Sterling komist í sína besta stöðu fyrir aftan framherja og þá gætum við notað Lallana og Markovic á köntum.
    Með þessu myndum við loka meira til baka og hugsanlega skora 1-2 mörk sem myndi duga til að ná í þrjú stig en til þess að við náum í þrjú stig núna þurfum við að skora 4-5 mörk því vörnin míglekur.

    Er ég á villigötum?

  47. Bara svona til að taka saman einhverja stjóra sem hægt er að skoða ef menn telja Rodgers Out vera eina leiðin.

    Jurgen Klopp, Rafa Benitez.. Svo langur er sá listi, væri ekkert á móti því að fá Carragher-Gerrard combo-ið reyndar en það er ekki mikið í boði.

  48. Verð samt að vera mjög ósammála þér Maggi, varðandi Joe Allen. Hann vann boltann nokkrum sinnum á miðjunni, kom honum vel frá sér og var með kraft í sér, Hann fær fullmikið skítkast finnst mér á meðan menn eins og Coutinho eru ekki einu sinni að reyna.. Lallana sást ekki nema í fyrsta markinu og svo var Gerrard mjög slakur.

    Til hvers að kaupa menn í breidd ef þú nýtir hana ekki? Afhverju eru Lucas, Kolo Toure, Borini og fleiri ekki búnir að fá fleiri tækifæri eftir að hafa staðið sig býsna vel gegn Real Madrid? Maðurinn er gjörsamlega búinn að tapa mínu trausti og má fjúka fyrir mér.. Þetta er bara komið gott!

  49. Stærsta vandamálið hjá liðinu er að það engin augljós lausn, margir héldu að tígullmiðjan væri töfralausn en við höfum spilað hana 2 á þessu tímabili fyrst töpuðum við 3-0 gegn West Ham og dag var það 3-1 tap á móti Crystal Palace þannig að það er klárlega enginn töfralausn, rauninni held ég að stærstu mistök brendan voru að taka emra can úr liðinu sem var okkar besti maður á móti Chelsea og Real Madrid

  50. #46 Klopp er ekki raunhæfur valkostur sem nýr stjóri Liverpool af augljósum ástæðum. Ekki frekar en Simeoni eða Conte.

    Nú á maður að fara varlega í að tilkynna ótímabært andlát Brendan Rodgers í bókstaflegri merkingu en leyfi maður sér að fabúlera um þessi mál væri hugsanlega hægt að freista Unai Emery hjá Valencia. Þar fer ungur þjálfari en engu að síður með 10 ára reynslu. Ef menn vilja snilling með þeim kostum og göllum sem slíkum ólíkindatólum fylgja væri Marcelo Bielsa freistandi. En menn færu nú varla í þannig villimann. Frank de Boer er hrikalega lofandi en þar er eiginlega sama vandamálið og með Brendan og t.d. Pochettino. Lofar góðu en hefur aðeins 4 ára reynslu af þjálfun. Raunhæfari kostur væri Rudy Garcia þjálfari Roma sem er helvíti seigur. Loks mætti nefna Jochen Löw sem ég hef mikla trú á en er vitanlega ekki á lausu nema að þýska landsliðið lendi í stórslysi.

    Fari svo að Brendan nái ekki að koma liðinu af stað mun verða skipt um stjóra, Það er einfaldlega eins og newtónískt náttúrulögmál. Eini toppþjálfarinn í boltanum sem er faktískt á lausu fer Rafa Benitez. Fyrir utan að Rafa er frábær stjóri gjörþekkir hann enska boltann og Liverpool. Hann þyrfti ekki einu sinni að skipta um lögheimili.

    Best væri auðvitað að Rodgers fyndi mjójóið sitt en sú von dofnar með hverjum leiknum sem tapast. Rodgers er einnig að missa Anfield faithfuls frá sér sbr Twitter í dag og því er leyfilegt að láta hugann reika eins og ég geri hér.

  51. Ég bjóst ekki við því að segja þetta í stjóratíð Rodgers, en þetta er engu skárri fótbolti en hjá Woy. Liðið er gjörsamlega snautt af sjálfstrausti, frumkvæði og trú á eigin færni. Ekki bætir það að stjórinn virðist ekki hafa hugmynd um hvernig á að breyta spilamennskunni þar sem þetta var 9-10 leikurinn í röð sem hann notast við sama leikkerfið. Það er ekkert Plan B, ég efast um að það sé Plan A.

    Ég skil ekki af hverju Gerrard spilar leik eftir leik án þess að vera tekinn útaf. Ekki spilaði Lampard alla leiki í fyrra hjá Chelsea. Gerrard er leikmaður sem ég vill sjá hjá klúbbnum, en það er kominn tími til að aðrir fái að stíga upp.

    Eins og ég sé liðið núna að þá erum við komnir aftur á byrjunarreit, langt frá þeim byrjunarreit sem Rodgers var á þegar hann tók við liðinu. Maður hamraði á því fyrir tveimur árum að Rodgers þyrfti 2 ár til að sanna sig. Ég er virkilega farinn að efast um það hvort seinasta tímabil hafi verið snilli Rodgers eða Suarez. Ég held að það skipti engu máli hvaða varnarmenn koma til klúbbsins á meðan Rodgers fær ekki nýjan varnarþjálfara.

    Rodgers verður að læra að “núlla” út andstæðinginn. Lið eins og Chelsea sigra 1 til 2-0 en lúkka ósannfærandi, en þegar maður skoðar tölfræðina glögglega að þá eiga andstæðingarnir kannski tvö skot á mark. Það er ekkert sem segir mér að við séum að fara sigra Ludogorets og þolmörk Rodgers munu falla langt niður ef hann nær ekki góðum úrslitum þar.

  52. Skora á okkur öll að líta á viðtalið við Brendan.

    Augljóst að vandamálið er stórt, held að hann hljóti að átta sig á því að hann verður að reyna eitthvað nýtt…það er vissulega ein leið sem hefur verið þekkt að halda tryggð við sitt og treysta á að það muni skila sér að lokum, en það á ekki lengur við.

    Hann er augljóslega sleginn og nú kemur heldur betur í ljós hvað í hann er spunnið. Hann verður að fara út fyrir þægindarammann sinn, sem er nokkuð sem góðir stjórar ná að gera. Ný leikaðferð, breyting í þjálfun milli leikja, aðrir leikmenn. Hvað sem það er.

    Því það sem nú er gert er ekki að virka og mun ekki skila honum neinu. Þegar farið er að spyrja hann útí hans framtíð og hann svarar á þennan hátt þá er held ég ljóst að hann veit hversu mikið er undir og það vill enginn breyta þessu meira en hann.

    Ég vona innilega að það takist því hann hefur svo hrikalega margt gott með sér blessaður karlinn….

  53. andlausir, losaralegt og vantar allt skipulag. Erum eins og byrjendur, eins og lið sem hefur komið upp um deild. Erum pressaðir út um leikjum og verðum minni aðilinn. Hafa þessir menn misst áhugan á því að spila? Brendan er reynslulaus til að finna leið útúr þessu. Shit maður það vantar allt, viljann og gredduna. Það vantar að liðið spili eins og ein heild ……fuck maður………hvað er gamann !

  54. Ég hef eins og Maggi verið duglegur við að verja Brendan, enda finnst mér hann hafa mjög margt gott til brunns að bera. En maður er óneitanlega sleginn eftir þennan leik. Ég verð samt að segja að ég hreinlega nenni ekki að fara í enn ein stjóraskiptin, með tilheyrandi veseni og biðtíma eftir að nú smelli loksins allt. Við þekkjum það öll allt of vel.

    Ég er rosalega sammála því sem Babú sagði um daginn, að það verður að finna Gerrard nýtt og meira passandi hlutverk. Ég er hans stærsti aðdáandi, en því miður er hann ekki að gera sig sem DM. Svo er ég fyrir löngu búinn að fá mig fullsaddan á Skrtel. Ég fæ engan veginn skilið hvernig sá maður er val nr. 1 í miðvörðinn. Ég tæki Agger fram yfir hann alla daga. Mun betri fótboltamaður.

    Ég segi eins og Maggi, að nú kemur í ljós úr hverju Brendan er gerður. Þetta tap í dag var ótrúlegur skellur. Ég held að Brendan og liðið allt hafi í alvöru trúað því að eftir taphrinuna um daginn (þar sem við mættum talsvert sterkari liðum nb.) þá væri þetta leikurinn sem gæfi tóninn fyrir framhaldið. Það var heldur betur rammfalskur tónskratti. Það verður meiriháttar mál að ná liðinu upp eftir þetta áfall. Ég vona af öllu hjarta að Brendan takist það. YNWA.

  55. Skil ekki þá sem biðja um Rafa. Hann er alveg búinn og hefur verið síðan 2010

  56. @52
    Það deilir enginn um snilli Suarez en Brendan Rodgers virðist því miður bara vera meðal stjóri eða lèlegur/þrjóskur stjóri þegar à móti blæs.

  57. Ég hef verið ótrúlega mikill stuðningsmaður Rodgers en ég veit ekki hversu mikið í viðbót ég get, bæði er liðið að spila eins og hauslausar hænur sem hvorki kunna að sækja né verjast og svo þessi leikmannakaup hjá honum.

    Selja Reina og Agger á þvílíkri útsölu að það er í raun rannsóknarvert hvernig það var talið rökrétt að nánast gefa þá til þess að halda Mignolet og kaupa svo Lovren á 20 miljónir.

    Staðan er allavega þannig hjá mér í dag að áhuginn á að horfa á þetta lið spila er nánast engin þökk sé leiðinlegum fótbolta.

  58. Ég hló bara eftir leikinn í dag… Þetta er einfaldlega kjánalegt hvernig liðið spilar núna….
    Hélt að ég myndi aldrei missa trú á Rogers en 80% af þessari trú minni fór í dag…!!!!

    skil ekki þessa þrjósu með leikkerfið, sammála Magga með meistaradeildin og ég meira að segja er farinn að vona hálfpartinn að við dettum út, það væri kannski til þess að leikmenn fari að hugsa aðeins, enda eigum við engan sjéns á að fara langt í þessari keppni, þá er betur heima setið en af stað farið…. Nenni ekki einu sinni að telja upp einhverja ákveðna leikmenn sem ekki eru að standa sig, Einsog ég sé þetta er ALLT liðið að skíta á sig… og Stjórinn er það líka…
    góðar stundir

  59. BABU kom með færslu um daginn um vinnuna sem fer fram bak við tjöldin í að greina andstæðinginn sem var mjög áhugavert, EN hvar er sú vinna, leik eftir leik virðist liðið ekki hafa hugmynd um hvernig þeir eiga að leika gegn andstæðingum sínum.

  60. Ég styð Rodgers ennþá en það verður alltaf erfiðara með hverjum leiknum.
    Ef Rodgers verður látinn fara þá sé ég tvo kosti sem ég væri til í að sjá. Annað hvort væei það augljósi kosturinn að reyna að fá Klopp í stólinn sem að ég held að væri flottur kostur. Hinn möguleikinn sem mér dettur í hug er að setja Steven Gerrard í stólinn, mögulega með Carra sér við hlið.
    Ég er hins vegar eiginlega viss um að BR fái tímabilið og mér finnst það gott mál. Ég vil aftur á móti fara að fá einhver stig. Þetta gengi gengir ekki mikið lengur.
    Áfram Liverpool!

  61. Ég vil bara nota tækifærið og þakka Magga fyrir að skipta við mig um leikskýrslu og taka þennan leik í dag fyrir mig. Ég var með barnaafmæli og sá bara fyrri hálfleikinn, og rétt leit svo á sjónvarpið þegar mörk Palace komu í seinni hálfleik.

    Annars ætla ég bara að taka SStein á þetta og sleppa því að tjá mig um þennan leik fyrr en eftir 48 klst. lágmark. Ég get ekkert af viti sagt núna. Maggi er meiri maður en ég og orðaði þetta allt vel í skýrslunni.

    Stormurinn er í fullum gangi núna. Það er erfitt að bíða eftir gylltum himni, djöfulli erfitt…

  62. Sæl og blessuð.

    Allt er þetta stór misskilningur og sætir furðu að innvígðir skuli ekki átta sig á því stóra plani sem býr að baki þessari ósigurgöngu okkar manna.

    Með þessu áframhaldi er það rökrétt niðurstaða að liðið falli úr efstu deild í vor og þá tekur við nýtt blómaskeið þar sem andstæðingar verða sundurspilaðir. Þeir munu ekki eiga roð í liðið þrátt fyrir marklaust dútlkerfi, lánlausa einherja í fremstu víglínu, útbrunna djúpa miðjumenn og seinheppnustu miðvörn sem sögur fara af í seinni tíð.

    Þegar við förum að mæta gömlu brýnunum í Nottinhgam Forrest, Bolton og öðrum gömlum eðalvínum boltans verður þetta gaman að nýju og við getum farið að horfa upp á hrein lök og jafnvel fleiri en eitt mark í leik.

  63. Undarfarnar vikur hef ég oft hugsað til þess er BR var spurður af blaðamanni fyrir tímabilið,hvort Liverpool yrði eins og tottenham þegar þeír seldu Bale og keyptu 7 leikmenn í staðinn? Svarið var: nei ólíkt þeim erum við með “PLAN”.
    Ok gott svar á þeim tímapunkti , en BR hvert var helv…. planið !?? Og erum við fylgja planinu ??
    Það sem gleymist oft í umræðunni er að síðan BR tók við liðinu ,er hann búinn að fá til sín 25 leikmenn (kaupa,lánaða) og búinn að eyða hellings penning. 25 LEIKMENN !! og hvað eru margir af þessum 25 sem hafa bætt liðið okkar eitthvað, Daniel sturridge og coutinho einhverjir fleirri ??

  64. Ég hef enn trú á Rodgers og hans fólki, árangurin á síðasta tímabili veldur því. Hann á skilið stuðning enn um sinn.
    varðandi Klopp þá er Dortmund 16.sæti í Bundes deildinni af 18.liðum þannig ég skil ekki afhverju sumir hérna hafa meira trú á honum en Rodgers.
    YNWA

  65. Smellti mér á nýju Sveppa myndina með dóttur minni á meðan leik stóð.
    Sé ekki mikið eftir því. Hörkufín mynd.

  66. Vá róa sig. Það eru 12 deildarleikir síðan Rodgers var heitasti ungi þjálfari heims. Við erum í ruglinu, en guð minn góður, að fólk leyfi sér að nefna hann og Roy í sömu setningunni.

    Þetta er sami þjálfarinn og gerði liðið næstum að meisturum með Glen Johnson sem næst launahæsta mann liðsins.

    Mér finnst furðulegt að eftir 12 leiki frá því að hann var valinn þjálfari ársins, slái sumir hér upp með því að hafa verið Rodgers menn en nú sé ….. Á maður finnast það merki þrautsegju 12 leikjum inn í tímabilið ?

    Ég trúi ekki að þeir sem horfi til 90 daga tímabila vilji Klopp svo í staðinn fyrir Rodgers. Þeir hljóta vilja Koeman eða Pardew.

  67. Sá það áðan að okkar ástkæri fyrirliði hann captain fantastic hefði ekki farið í eina tæklingu allan leikinn, hvað segir það um fyrirliðan okkar að þetta sé framlag hans til leiksins, þetta er sá leikmaður sem á að fara fyrir liði okkar inná vellinum.
    Það kom einhver hér um daginn með youtube klippu frá Chelsea leiknum þar sem vinnuframlagið hjá Gerrard var fyrir neðan allar hellur.

  68. Egill Fannar, ég skil ekki alveg þetta komment um að Rafa sé búinn síðan 2010. Hann vann FIFA World Cup árið 2010, Meistaradeildina 2013, Ítalska bikarinn 2014 og hefur verið með Napoli í toppbaráttunni á ítalínu seinustu tvö tímabil þó að einn besti sóknarmaður liðsins hafi verið seldur frá liðinu. Hann er langt í frá að vera “búinn”.

    En aftur á móti, er ekki rétt að menn geymi umræðuna um að fá Rafa aftur (þó ég myndi nú endilega vilja fá hann aftur) fyrr en BR er kominn í einhverja raunverulega hættu á að missa starf. Því ég held að þó að liðið myndi spila svona áfram, þá yrði hann ekki í neinni raunverulegri hættu fyrr en eftir áramót í fyrsta lagi. Allur “hitinn” á honum er bara skáldskapur frá pressunni.

  69. Rodgers er algerlega ráðþrota. Liðið okkar verður sér til skammar vikum og mánuðum saman og 4 stig í fallsæti. Þessari hörmung verður að linna. Diego Simeone inn??? Klopp?? Kolo Toure??

  70. Fyrsti leikurinn í vetur sem ég einflaldlega gleymdi að hugsa um vegna vinnutarna, mikið er ég feginn!

  71. Liverpool missti sinni besta og jafnframt vinnusamasta mann frá síðasta tímabili, Suaréz var gjörsamlega á fullu frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu í flestum leikjum, Sturridge vissulega frábær líka í fyrra og afar hreyfanlegur. Dugnaður þessara manna, sérstaklega þess fyrrnefnda gerði að verkum að menn á borð við Coutinho og Sterling blómstruðu, sem og Gerrard þar sem þeir fengu tíma og svæði til að athafna sig og voru stöðugt að leita að stungusendingunni á hreyfanlega framherja.

    Í stað S og S hefur liðið fengið Lambert og Balotelli, menn sem gætu varla verið ólíkari á velli en hinir fyrrnefndu, ekki slæmir leikmenn en líta því miður afar illa út þegar lagt er upp með að spila sömu eða svipaða leikaðferð og í fyrra. Að sama skapi lítur kapteinninn okkar oft ákaflega illa út, í fyrra átti hann oft stóran þátt í sóknaruppbygginu liðsins, þó vissulega væri hann ekkert ofboðslega sannfærandi í varnarhlutverkinu fyrir framan miðverðina, frekar en nú. Munurinn nú er einfaldlega sá að hann getur ekki skýlt slökum varnarleik með snilldar sóknarleik þar sem ógnin fram á við er einfaldlega ekki til staðar hjá liðinu í heild.

    Nú er það staðreynd að það er fullt af góðum fótboltamönnum í þessu liði. Til að fá menn á borð við Lambert og Balotelli í gang þarf að spila upp á styrkleika þeirra, þeir vilja boltann í fætur en ekki elta stungusendingar. Gerrard höndlar ekki að leika sem djúpur miðjumaður, í dag ætti að nota hann sparlega og mun framar á vellinum.

    Ég verð svo að játa að ég skil engan veginn hvað er verið að vinna með á æfingum þegar kemur að varnarleik liðsins, vissulega fá þeir lítið cover frá djúpa miðjumanninum en varnarlínan okkar lítur langtímum saman út eins og samansafn af byrjendum, það getur ekki verið tilviljun að menn sem hafa sannað sig annars staðar sem sterkir varnarmenn eru allir sem einn úti á þekju þegar þegar stíga inn á völlinn í Liverpool-treyju. Hér er eitthvað meira en lítið að.

    Hvað varðar markvörðinn talaði held ég að Rodgers hafi oft lýst því yfir að hann vildi mann í þá stöðu sem væri góður sendingamaður. Mignolet er ekki slæmur markvörður en sendingatækni hans hefur aldrei verið sérstök og hefur litlum framförum tekið frá því að hann kom til liðsins, ég hef reyndar á tilfinningunni að honum líði alls ekki vel á boltanum. Að því leyti undarleg kaup á sínum tíma.

    En þetta finnst mér áberandi um allan völl, Rodgers vill spila með ákveðnum hætti en neitar að horfast í augu við það að mannskapurinn er kannski ekki til þess fallinn. Sem leiðir okkur að þessari blessuðu innkaupanefnd. Mig minnir að Rodgers hafi lýst því yfir eftir síðasta tímabil að nú ætti aðeins að kaupa menn til að styrkja ákveðnar stöður. Vissulega breyttust forsendur með brotthvarfi Suaréz og erfiðlega gekk að finna replacement, en hversu mikil áhersla var á að kaupa eitthvað nafn vs. það að kaupa mann með svipaðan leikstíl og Luis, svo liðið gæti haldið áfram að spila með svipuðum hætti og í fyrra. Í minningunni voru target centerar mun meira áberandi í umræðunni, Alexis Sanchéz er kannski undantekningin

    Kaupin á Balotelli lykta af örvæntingu og þó Lambert hafi verið “ódýr” finnst mér eins og þar hafi klúbburinn fallið í einhverja væmni, fallegt að fá heimaling til að klára ferilinn hjá uppeldisklúbbnum. Vissulega var Lambert ágætur á köflum í fyrra, en hentar hann leikstíl Liverpool? So far, not so good.

    Brendan, up your game please, ’cause if you don’t you’ll be out before you can say “You’ll never walk alone”!

  72. Aly Cissokho einhver? Ekki sjón að sjá liðið eftir að hann yfirgaf okkur.

  73. Lengi getur vont versnað, almáttugur minn eini. Engin geta, algjört áhugaleysi, enginn metnaður, enginn haus og það sem er verst, ENGINN PUNGUR í þessu he#$/&”= liði okkar. Þetta hefur ALLT snúist við frá síðasta tímabili, hvað er í gangi ????
    En maður skiptir ekki um lið, sama hvað 🙂
    YNWA

  74. #78

    Rafa vann ekki Meistaradeildina 2013, ekki nema þá kannski sem stuðningsmaður Bayern Munich.

  75. Var það ekki Mignolet sem sparkaði boltanum útaf undir engri pressu, þeir fá innkast, Lovren hrasar og mark nr.2 staðreynd. Ég veit ekki með markmanninn og vörnina í heild, svo setur maður stórt spurningarmerki við Gerrard sem djúpan miðjumann. Sá drengur hefur í gegnum tíðina annaðhvort búið til mörk eða skorað þau sjálfur. Varnarleikur hefur aldrei verið hans sterkasta hlið eins og svo margir hafa bent á.

  76. Sá byrjunarliðið hérna í dag og fyrsta sem ég hugsaði við erum alltaf að fara að tapa þessum leik. Allt frá vörn, miðju til sóknar. Ekki láta mig byrja á vörninni en miðjan? Gerrard og Joe Allen! Þarf ekki einu sinni að tala um sóknina(Ekki það að það hafi verið betri kostur á bekknum) Sem betur fer sá ég leikinn bara með öðru auganu, áhuginn var bara ekki meiri en það. En í eitt skiptið sem að ég leit á skjáinn og Crystal Palace voru í sókn þá var Steven Gerrard bara labbandi, án gríns labbandi eins og að hann væri í skemmtigöngu með konunni. Eftir að hann rann á móti chelsea í fyrra þá er eins og að allur neisti sé farinn, hann hefur ekki trú á þessu verkefni lengur og það smitar út í liðið. Ég vill bekkja hann næstu þrjá leiki og setja Can inná fyrir hann. Og Colo Toure í vörnina og helst annan miðvörð með honum, bara einhvern strákling eða eitthvað, Skrtel og Lovren eiga skilið að vera hvíldir í 3-4 leiki ef ekki meira.

  77. Hættiði að nota orðið ‘pungur’ um kjark eða hugrekki! Það er með ólíkindum hallærislegt.

    Annars eru þessi 85 komment við þessa skýrslu verulega góð – umræða á ótrúlega góðu og háu plani miðað við þennan leik (sem ég missti af horfandi á Línu Langsokk í Borgarleikhúsinu).

    Rodgers vann sér inn á síðasta tímabili umtalsverða þolinmæði frá stuðningsmönnum og eigendum Liverpool, en hann er að ganga ansi hratt á birgðirnar núna. Að mínu mati verðum við að gefa honum sjens fram á næsta ár, en það verður ekki auðvelt ef þetta heldur áfram svona.

  78. Annars finnst mér þessi ummæli Rodgers vera góð. Þetta er maður sem reynir ekki að fegra ástandið.

    “I’m not arrogant enough to think that I will be in a job through anything,” Rodgers said. “Any manager will tell you that you have to win games and you have to get results, especially after how we’ve been developing as a football club. But I have a great communication line with the owners. We’ve been honest enough with each other but ultimately you have to get results. You have to perform. In my first year when we weren’t maybe getting the results we were performing well.

    “Owners and directors and chairmen and chief executives have to see development on the field. Barring this period, our development has been very good and fast. But there’s no doubt as a manager you have to get results. That will support the confidence to the owners, and you take it from there. I will only ever do my best. The best has seen us develop well. Now I need to fight even harder. And take the responsibility because as manager full responsibility comes down to me. Any pressure comes on to me.”

  79. Augljóst á viðtalinu eftir leikinn að BR er verulega brugðið og ég held að fáir séu jafn súrir yfir þessu og hann. Hann gerir sér grein fyrir því að hann er kominn með liðið á óásættanlegan stað útfrá öllum mælikvörðum.

    Ég hef sagt það áður og segi enn að besta leið til þess að dæma stjóra er eftir heilt tímabil en ekki á miðju tímabili. Vissulega geta hlutir eins og fallbarátta og annað slíkt spilað inn í en slíkt er ekki enn áhyggjuefni hjá okkur (að mínu mati). Ég held að enginn þjálfari verði raunverulega góður nema fara í gegnum svona rússíbana því jú þeir læra á þessu og verða betri og reynslumeiri fyrir vikið.

    Liðið hefur því miður þróast eins og spurs og næsta skref er þó væntanlega stjóraskipti. Ég er drullusvekktur með þetta og í fyrsta skipti í langan tíma hefur áhugi minn á liv minnkað verulega enda sé ég bara ekki með nokkru móti að spilamennskan breyttist mjög hratt til batnaðar. Vandamálin eru endalaus og ég hugsa að ég færi í hringi og myndi vera bullandi ósamkvæmur sjálfum mér ef ég reyndi að fara yfir þau og mögulegar lausnir.

    Það sem ég vona að gerist:

    BR nái hægt og bítandi að koma liðinu aftur á sigurbraut og halda áfram uppbyggingu klúbbsins. Þar sem búið er að ná upp breidd í hópinn vona ég að klúbburinn einbeiti sér að því að kaupa færri stærri nöfn í næstu leikmannagluggum og þannig náist aftur hið mikilvæga “balance” í liðið sem var gjörsamlega skeint í burtu með sumarinnkaupunum.

    Það sem ég óttast að gerist:

    BR verði rekinn einhvern tímann í vetur og við fáum einhvern afleysingarmann sem heldur skútunni á floti fram á vor. Nýr stjóri kemur næsta sumar og hann verður engin draumalausn og tekur við löskuðu liði sem hann vill breyta og gera að sínu eigin. 3 ára uppbyggingarfasi byrjar.

    Seinni kosturinn finnst mér ekki spennandi þar sem ég held að við fáum aldrei nægjanlega flottann stjóra og þeim mun síður held ég að sá stjóri fái nægjanlegan fjárhagslegan stuðning til þess að keppa við þá bestu nema þá horft sé töluvert inn í framtíðina.

    Ljóstýran sem heldur smá yl á mér á kvöldin er sú veika von mín að við séum með virkilega hæfileikaríkan hóp af ungum og góðum leikmönnum sem þurfa bara tíma og kannski eins og einn og einn world class leikmann til þess að gera þetta lið aftur jafn spennandi og það var í fyrra.

  80. Halló Halló
    Þetta gæti hafa verið verra, við hefðum getað tapað 3-0. Skorðum eitt mark, mjög snemma í leiknum. Eftir það áttum við ……………. ekkert skot á markið. Frábært, er alltaf að bíða eftir því að ég vakni og þetta er allt ein martröð.
    En þetta er víst raunveruleikinn, ekkert lagast, jú Lambert skoraði.
    En var þetta ekki Crystal Palace sem við vorum að spila við?
    Er ekki botninum náð núna?,ég held það og við að spila í CL í vikunni, frábært. Ég er orðinn bara mjög spenntur fyrir næsta leik. Hvað fáum við að sjá næst ? Kannski bara smá tap fyrir liði sem við vissum ekkert um fyrir einu ári síðan.
    Þetta getur ekki verið verra en það var í dag.
    Í alvöru er það hægt, ég held ekki.
    Andlaust lið, með þjálfara sem hefur engar lausnir. Seldum við ekki bara einn mann í sumar. “One man team” það er ekki til í liði með 11 leikmenn.
    Barca hlýtur að hafa keypt sálirnar í hinum líka.
    Þessir leikmenn sem spiluðu í dag eru klúbbnum til skammar með þessari spilamennsku.
    Vita þeir ekki að þeir spila fyrir Liverpool?
    En svona er lífið fyrir okkur Liverpool aðdáðendur í dag, bara sorg og engin gleði.

    ÁFRAM Liverpool

  81. Þetta er aldeilis frábært. Liverpool er komið í fallbaráttu. Hversu lengi á þetta að ganga? Hversu langan tíma á þessi maður að fá til að sýna að hann ræður ekki við þetta verkefni? Nú er bara mál að linni og það þarf að bregðast við strax til að það sé einhver möguleiki á að bjarga þessu tímabili.

  82. Óþægileg tilfinning þegar ljósið við enda ganganna reynist vera lest að koma á móti.

  83. Hvað er maður að velta sér upp úr þessu.
    En dæmigert atriði í leiknum var þegar okkar menn voru í pressu uppi og boltinn barst aðeins til baka. Fjórir leikmenn hlupu til baka úr hápressunni og aðeins einn, Lambert, hljóp í átt að marki.
    Menn eru eins og hauslausar hænur í þessum hreyfingum og hægir með eindæmum.
    Það verður erfitt fyrir BR að gera eitthvað róttækt í vikunni vegna mikilvægi leiksins en kannski ætti hann að bekkja Gerrard og Sterling og setja Kolo inn, verst hann getur ekki komið í staðinn fyrir þá báða Lovren og Skrtel.
    Er ekkert í unglingunum sem hægt er að henda inn til að gefa þessum hauslausu spark í afturendann?
    Líkur á að menn lúti í gras á miðvikudag.
    En… YNWA

  84. Situr ekki bara líklega “vonbrigði” síðasta tímabils enþá í mönnum? Líklega eitt það allra erfiðasta sem ég hef upplifað í fótbolta er þessi hræðilega brotlending okkar manna undir lok síðasta tímabils og ég væri að skrökva ef ég myndi segja að ég væri búinn að jafna mig á því.. Menn fengu að sitja á “hvað ef” spurningunni allt Sumarið og við erum bara andlega dauðir eftir þetta, hvernig við jöfnum okkur á þessu er líklega bara með tímanum.. og vandamálið er að það er ekki innistæða fyrir endalausum tíma í fótbolta.

  85. #78 Já frábært hann vann Club world championship með Inter,lið sem átti lítinn þátt í og var rekinn skömmu síðar.Einnig tókst honum að vinna Evrópudeildina með Chelsea, með hóp sem ætti aldrei að vera þar til að byrja með og er ekki búinn að vera nálægt því að vinna deildina með Napoli þrátt fyrir það að vera búinn að eyð langmesetum pening á Ítalíu.

    Svo í þokkabót er hann ekki einu sinni í Cl í ár. Svo vann hann bikarinn á Ítalíu sem er svo sem fínt. Kenny vann lika Carling Cup en samt var það tímabil alveg skelfilegt fyrir utan 2 skemmtileg cup run sem svo skipta engu máli þegar uppi er staðið.

  86. ÞAÐ ER UM AÐ GERA AÐ RÍFAST UM RAFA BENÍTEZ Í DAG!

    Eða ekki. Þið þekkið mig og mín skrif, oft kallaður Rafa-maður eða Rafa-sleikja á þessari síðu. Ég hef sterkar taugar til þessa yndislega Spánverja og um hans record verður ekki rifist. Maðurinn hefur sigrað Evrópu með þremur liðum og er annar tveggja (ásamt Diego Simeone) sem hefur náð að brjóta upp einokun Real & Barca síðasta áratuginn á Spáni.

    Við þekkjum Rafa öll. Hins vegar hefur hann ekki staðið sig eins vel með Napoli og ég átti von á. Hann heldur þeim stöðugum í Meistaradeildarsætum Serie A en það var áfall fyrir klúbbinn að komast ekki í gegnum umspilið í ágúst sl. og svili minn, sem er ítalskur og frá Napoli, segir að það sé bæði sátt um stöðugleika Benítez og smá vonbrigði með að hann hafi ekki náð að blanda þeim í neina baráttu um titla í deild eða Evrópu.

    Með öðrum orðum, Rafa er að standa sig ágætlega á Ítalíu en ekki mikið meira en það.

    Ég get nánast lofað ykkur að hann væri að standa sig betur í Meistaradeildinni með Liverpool í vetur en Rodgers hefur gert. En ég get ekki lofað því að hann væri að standa sig betur í deildinni. Og ef ef EF til þess kemur að Liverpool leiti að nýjum knattspyrnustjóra á næstu vikum/mánuðum þá eigum við einfaldlega að miða hærra en Rafa á þeim stað sem hann er á ferlinum.

    Ég myndi ekkert brjálast ef hann fengi séns (aftur: EF til þess kemur) en hann væri langt því frá fyrsti kostur hjá mér í dag. Myndi velja Klopp, De Boer, Guardiola, Ancellotti og Simeone fram yfir hann í dag, að minnsta kosti.

    Þannig að slökum á Rafa-umræðunni. Rodgers er ennþá knattspyrnustjóri Liverpool og það er ekki að fara að breytast … strax, allavega.

    Hvað Rodgers varðar þá er gríðarlega erfitt að meta hans stöðu. Jú, frábært tímabil í fyrra gefur honum svigrúm til að vinna sig út úr þessari lægð hjá okkur og ég væri allajafna reiðubúinn að anda rólega og gefa honum þann séns. Vandamálið er bara að manni virðist eins og hann sé hreinlega að gera allt vitlaust. Hver ákvörðun, hvert smápróf, allt virðist klikka hjá honum.

    Við það bætist svo ótrúleg þrjóska í leikmannavali og leikaðferð, eins og Maggi kemur inná í leikskýrslunni, og þá er þolinmæðin einfaldlega að þynnast.

    Ég ætla ekki að kalla eftir brottrekstri hans en ég viðurkenni að ég er langt því frá sannfærður um að hann geti snúið þessu við. Einfaldlega af því að mér sýnist, hingað til, hann ekki hafa hugmyndir um hverju hann getur breytt. Hann heldur áfram að prófa sömu hlutina og sömu leikmennina aftur og aftur og vona að þeir verði aftur góðir í knattspyrnu.

    Hitt er svo, eins og ég hef komið inná áður, að við vitum ekkert hvað FSG eru að hugsa. Er Rodgers einum tapleik í viðbót frá því að vera rekinn? Eða fær hann til loka tímabilsins no matter what? Það er erfitt um að segja. Mín ágiskun er að ef hann heldur áfram að tapa leikjum verður hann farinn fyrr en okkur grunar. Ég byggi það fyrst og fremst á því að FSG hafa sýnt okkur að þeir þora að taka stórar ákvarðanir á miðju tímabili (Hodgson) og þeir þora að láta vinsæla menn fara (Dalglish).

    Ef til þess kemur mun þá ekki skorta kjarkinn (þið vitið, hitt orðið fyrir pung sem þið getið notað frekar) til að taka þá ákvörðun.

    Kannski er Rodgers einum sigurleik frá því að snúa þessu öllu við a la Pardew. Við vonuðum að sá leikur væri Palace og verðum nú að vona að sá leikur sé Ludogorets. En með hverju tapinu fækkar sénsum hans á að snúa þessu við og ef þessi vika fer illa yrði ég ekkert hissa ef við værum að leita að nýjum þjálfara eftir 10 daga.

    Þetta eru eftir allt fjórir tapleikir í röð. Það hefur ekki gerst síðan 2009 (og lagði þá grunninn að brottrekstri Rafa) og aðeins tvisvar síðustu 15 árin. Þetta er einfaldlega ekki boðlegt fyrir klúbb eins og Liverpool.

    Rodgers vegna vona ég að þeir verði ekki fimm.

  87. Sæl öll…

    Er eiginlega bara orðlaus og það eina sem ég get sagt er ARGGGGGGGGGGGGGGGGGGGG

    Stend samt með mínu liði og bíð bara eftir að góðir hlutir fari að gerast.

    Þangað til næst
    YNWA

  88. Það eru rétt rúmlega þrír mánuðir síðan tímabilið byrjaði. Við erum ekki að fara reka Brendan Rodgers í nóvember 2014 eftir að hafa verið einum leik frá titilinum hálfu ári áður.

    Bara nei.

    Ef við ætlum þá leið þá skulum við bara alveg eins ráða Daniel Levy og fara púa á og reka stjórann á hverju ári sem við erum utan topp 4.

    David Moyes tók við United og hélt starfinu þar til í apríl. Hann hafði ekki unnið sér inn NEITT kredit hjá þeim klúbbi áður. Núll.

    Ég er alveg sammála 90% skrifa hérna, og þið sem hafið lesið annaðhvort Twitter tímalínuna hjá mér síðan í sumar og mín skrif hér síðustu vikurnar vita að ég er langt frá því að vera ánægður með stöðu mála. Hef miklar áhyggjur af því hve litlar framfarir við sjáum (engar) og pirring að við séum að sjá sömu vandamál, viku eftir vikur, mánuð eftir mánuð.

    Það hefur nú oft verið sagt við mig að kaupin í sumar megi ekki dæma strax, þó að sumir líta út fyrri að hafa aldrei sparkað í bolta áður. Alltaf er þetta þó þjálfaranum að kenna. Þetta var Evans að kenna, Houllier, Woy og nú Rodgers. Hvenær ætlum við að átta okkur á því að vandamálið er ekki alltaf þjálfarinn. Stundum, ekki alltaf. Þegar fíflunum fer fjölgandi í kringum þig, þá er tími til að líta í eigin barm.

    Það vita allir mitt álit á kaupum okkar síðasta áratuginn eða svo. Gæti verið, mögulega, að það sé hluti af vandamálinu? Skoðið net spend töflur síðustu 10-15 ára. Við erum ekki að eyða m.v. lið í 6-8 sæti, langt því frá. Við höfum of lengi verið í magnkaupum, þrjá fyrir einn.

    Í dag er til staðar hjá klúbbnum stefna, kaupa up and coming leikmenn. Það er einnig nefnd til staðar, nefnd þar sem að menn ákveða hvaða target á að fara eftir – Brendan Rodgers hefur svo veto. Þetta er ekki bara hann, það er verið að fjárfesta eftir stefnu – er stefnan gölluð eða þjálfarinn? Myndi þjálfari X skila betri árangri ef að kaupstefnan breytist ekki?

    Ég yrði fyrir miklum vonbrigðum ef að Rodgers fengi ekki tækifæri til að vinna sig úr þessu. Hrikalega miklum, held að það yrðu huge mistök. Twitter logaði þegar glugginn lokaði þar sem að menn líktu kaupum Man Utd við sjúkling sem þurfti á hjartaaðgerð að halda en fékk sér sílikon í staðinn. Hver væri þá samlíkingin ef LFC myndi skipta um þjálfara, en ekki eignarhalds og/eða stefnu?

    Ef einhver hefði sagt Rodgers out í sumar þá hefðu menn hrósað honum fyrir góðan brandara. Núna? Ég skil alveg pirringin og deili honum. Rodgers er vissulega að brenna í báða enda, en Rodgers out 24. nóvember 2014? Nei, bara nei (að mínu mati).

  89. Ég er farinn að setja spurningar við ýmsar ákvarðanir Rodgers. Hann kenndi ungu strákunum um tapið í gær í ljósi þess að Skrtel, Lovren, Gerrard og Johnson voru manna verstir. Ég held að Rodgers hafi hreinlega ekki sjálfstraust til að taka Gerrard úr liðinu. Það er komið að því að aðrir stígi upp í þessari stöðu.

    Ekki nóg með það að hann hafi tekið Allen útaf sem var einn af okkar skárstu leikmönnum í gær að þá var hann alltof lengi að gera þessar skiptingar. Af hverju í ósköpunum hóf Moreno ekki leikinn? Keyptum við hann ekki af því Johnson hefur verið slappur seinustu 3 ár? Þú getur ekkert verið endalaust að breyta vörninni þegar vörnin þarf að spila sig saman. Það þýðir voða lítið að skipta út leikmönnum á meðan þú notast við sama leikskipulag.

    Við erum að uppskera nákvæmlega það sem við erum búnir að vera sá. Því til stuðnings kem ég með dæmi um 3-4 flokk í den, það var alltaf einn eða tveir sem voru bestir og það eina sem maður þurfti að gera var að senda á þá. Það er mjög auðvelt að láta aðra sjá um hlutina, því það eina sem þú þarft að gera er að hafa litla trú á sjálfum þér.

    Þetta er nákvæmlega það sem hrjáir liðið að mínu mati og það skánar ekki þegar þú kaupir leikmenn sem hafa sjálfir ekki trú á sér (fyrir utan Balotelli sem hefur of mikla trú á sér).

  90. Gerrard er ofmetinn og hefur ekki burði til að leiða þetta lið. Hvað þá að hann eigi að spila nánast hverja mínútu inni á vellinum. Hann er búinn að vera í hægri afturför um nokkurn tíma og liðsstjórinn bregst ekkert við því. Er Coutinho að stíga upp eftir alla þá spilamennsku sem hann hefur fengið?? Það er hamast á Allen sem kemur alltaf með góða leiki að meira en minna leiti. Kolo Touré fær örsjaldan að koma inn á og virðist ekki skipta máli þó hann standi sig frábærlega. Sama er um Emre Can og Fabio Borini sem eru greinilega ekki í náðinni þrátt fyrir góða frammistöðu þá sjaldan þeir fá að spila. Skrtl fær stóran skammt af gagnrýni fyrir stök mistök en ekki er horft á aðra frammstöðu í vörninni að ekki sé talað um mörkin hans.

  91. Mjög áhugaðverðar umræður varðandi stöðu BR, þá einkum hjá Kristjáni Atla (#96) og Eyþóri (#98).

    Ég hef alltaf haft trú á BR og vil að hann fái a.m.k. að klára þetta tímabil.

    En come on, ágætu þjáningabræður og systur. Við vitum öll að ef liðið heldur áfram að spila svona og verður þ.a.l. komið í bullandi fallbaráttu innan skamms að þá er ekki séns í helvíti að BR fái að klára tímabilið. Þannig er raunveruleikinn í íþrótt þar sem árangur og peningar tala, hvort sem mér eða ykkur líkar betur eða verr. Þessi kanar eru miskunnarlausir, sbr. þegar þeir ráku King Kenny.

    Það yrði gríðarlegt áfall fyrir félagið og fjárhagsstöðu þess að falla út úr riðlakepnninni í UCL. Tap eða jafntefli á móti Búlgörum nk. miðvikudagskvöld mun veikja stöðu BR VERULEGA, sé hún þá ekki orðin frekar veik fyrir.

  92. Sko…..er ekki bara kominn tími á að viðurkenna að fyrirliðinn okkar hann Steven Gerrard er nær fullkomlega sneyddur öllum leiðtogahæfileikum og algjörlega ófær um að rífa Liverpool upp í erfiðum leikjum? Sjáið bara hvað stórvinur hans Jamie Carragher segir um þetta. Lókal hetjan sem þekkir liðið inn og út og stýrði því með Gerrard í rúman áratug. http://www.thisisanfield.com/2014/11/no-leadership-pitch-carragher-hits-mentally-physically-weak-liverpool/?

    Svo virðast menn farnir að rífast ínnbyrðis í búningsklefanum. Ekki gott. 🙁 http://www.thesportreview.com/tsr/2014/11/ex-reds-star-welcomes-reports-of-liverpool-dressing-room-bust-up/?

    Suarez var leiðtogi Liverpool í fyrra frá a-z. Liðið var eins og hann= Hratt, ástríðufullt, botnlaust sjálfstraust, stutt hratt spil, leikgleði og gredda.
    Gerrard er tekinn aftur við konungsríkinu sínu. Liverpool er orðið eins og hann 34 ára= Hægt, hikandi, líkamlega veiklulegt, hrætt, langar sendingar, þungt á sér, hættir að tækla og djöflast.

    Menn hefðu átt að dásama “This does not slip” ræðuna hans Gerrard aðeins meira í fyrra. Gerrard sá endamarkið nálgast eins og Kapteinn Ahab að eltast við Moby Dick og reyndi að öskra áhöfnina vitfirringslega áfram. Menn fóru að skynja að fyrirliðinn taldi þetta síðasta séns sinn á að vinna enska titilinn. Í stað þess að hvetja liðið áfram hafði þetta þveröfug áhrif. Liðið varð passívt og hafði skyndilega einhverju að tapa. Í stað þess að sækja áfram af sama blússandi sjálfstrausti og leikgleði og var að svínvirka fóru menn að spila fyrir fyrirliðann en ekki liðið. Staða Gerrard minnir mig mjög á stöðu Eiðs Smára með íslenska landsliðinu. Í heilan áratug var þetta bara liðið hans Eiðs/Gerrard. Hetjunnar sem var í heimsklassa og átti skilið betri leikmenn í kringum sig. Dettur einhverjum í hug núna að fá Eið aftur inní landsliðið þegar við erum í dauðafæri að komast á EM? Um leið og Eiður steig til hliðar stigu bara aðrir upp og Gylfi Sigurðs og Aron eru orðnir leiðtogar liðsins í dag ásamt sænska agaða þjálfaranum.

    Menn geta rætt frammistöðu Balotelli, Johnson, Lovren, Skrtel, Mignolet o.fl. fram og tilbaka. Þeir eru bara útlimirnir. Gerrard er hjartað og æðakerfið í Liverpool. Maðurinn sem á að sjá öllum hinum fyrir bensíni og næringu. Þetta hjarta er bara visið og gamalt. Það er fullkomlega ekkert eðlilegt við að við séum með nánast nákvæmlega sama lið og í fyrra + fínar viðbætur en allt virðist ári seinna að algeru hruni komið. Við söknum ekki bara leikmannsins Suarez heldur leiðtogans og þess andlega viljastyrks sem hann færði okkur.

    Það er mín tilgáta að Rodgers sé búinn að átta sig á þessu og sé í innbyrðis stríði við Gerrard. Rodgers vill að Gerrard fari frá Liverpool og ég er sammála því. Þessi ergja á milli þeirra væri þá farin að hafa áhrif á allt liðið. Ég vil ekki aðeins að Gerrard fái ekki nýjan langtímasamning næsta sumar, ég vil selja hann í janúar til liðs utan Englands og fara búa liðið undir framtíðina án hans. Bara tough love á þetta.
    Skuggi þessa áður stórkostlega leikmanns hvílir nú þungt yfir Anfield og hann er orðinn alvarlegur dragbítur á framþróun liðsins. Það þorir enginn annar leikmaður að stíga upp og taka ábyrgð á þessu hörmulega gengi. Allir horfa bara á hvorn annan inná vellinum, gefa boltann stefnulaust fram og tilbaka (aðallega tilbaka) og það er engin fókus eða einbeiting, allt rosalega tilviljanakennt.

    Mín niðurstaða er því þessi: Bæði þjálfarinn og fyrirliðinn hafa algerlega skitið í deigið á þessu tímabili. Ef hlutirninir skána ekki stórkostlega um áramót og við verðum dottnir útúr CL og baráttu um meistaradeildarsæti þá verður Liverpool að losa sig við þá báða, fá Jörgen Klupp sem stjóra og nota seinni hluta tímabilsins sem undirbúning fyrir það næsta þar sem krafan verður um alvöru árangur. Það eru fullt af góðum leikmönnum í okkar liði og með góðum viðbótum + að finna nýjan leiðtoga þá getur þetta lið alveg sótt að titlum á næsta tímabili. Vonandi myndi Marko Reus fylgja Klupp til Liverpool. Leiðtogar Liverpool yrðu þá kannski Reus, Can og Klupp. Liðið myndi byggjast á góðum varnarleik. þýskum aga og hröðum sóknarleik. Það er mjög góð framtíðarsýn að mínu mati. Uppskrift að CL og einhverjum titlum.

    Það sem er í gangi núna hjá Liverpool og frammistaðan gegn Palace er bara móðgun við alla stuðningsmenn. Við eigum svo miklu meira skilið. FSG á miklu meira skilið miðað við peningana sem þeir hafa eytt í liðið. Liðið er leiðtogalaust eins og er og þjálfarinn alls ekki að ná til leikmanna. Eitthvað stórt þarf að gerast svo jafnvægi náist og við förum að spila eins og lið á ný.

    Áfram Liverpool.

  93. En ef hversu mikla áhættu væri Fsg að taka ef þær myndi reka Rodgers nuna fjótlega eða eftir tímabilið. Ef eftirmaður hans myndi ganga illa myndu allir klóra sér í hausnum yfir því hvað þeir voru að spá að láta manninn sem var næstum buinn að vinna titillinn fara.

  94. Góður pistill líka hér sem styrkir það að fá Klopp til liðsins. Hann notar akademíuna, er frábær mótivator, góður í taktík og hefur reynslu á að spila í mörgum keppnum í einu og á hæsta leveli. http://www.empireofthekop.com/anfield/2014/11/24/liverpool-fc-sorry-state-affairs/

    Hversvegna fá Wisdom, Ibe og Rossiter ekki sénsa á að spila neitt eftir fítonskraftinn sem Flanagan kom með inní liðið í fyrra? Er Sakho í raun og veru meiddur eða móðgaði hann Rodgers bara eitthvað rosalega? Það er maður sem gæti bundið vörnina betur saman.

    Hefur Rodgers pung til að stýra Liverpool?
    Kemur í ljós næstu 1-2 mánuði.

  95. En Aeg Rodgers notar lika akademíuna, er frábær mótivator og rétt eins og Klopp þá er hann ákveðnum erfileikum nuna samt ekki jafn miklum erfileikum og Klopp. Þu spyrð af hverju Ibe og Wisdom fá ekki spila þeir eru í láni og eru að fá mikilvægan spilatíma, sambandi við Rossiter þá hefur hann fengið að spila bikaleiki ekki ertu að leggja til að við spilum með Rossiter í deild og meistaradeild? Og að lokum varðandi Sakho ekki heldur að Rodgers og hann og franska sambandið séu að taka þátt í leikriti að Sakho sé meiddur til að fela eitthvað ósætti milli hans og Rodgers?

  96. Meistaradeildin getur bjargað leikmönnum og Brendan undan pressunni sem er farin að myndast. Leikurinn við Ludo á miðvikudaginn er eitt af síðustu tækifærum liðsins á þessu tímabili. Það bendir allt til þess að liðið sé ekki nógu gott í annað heldur en 7-8. sætið í deildinni, sem hefur verið að gerast annað slagið síðustu árin. Ég veit ekki hvort það tengist brottför góðra leikmanna frá Liverpool en það mætti kannski einhver skoða það.

    En leikurinn við Ludo getur gefið leikmönnum og stuðningsmönnum von um að það sé líf eftir Warnock, Hull og Sam Allardyce. Liðið er núna að uppskera eins og það sáði í fyrra með því að keppa í deild þeirra bestu. Það væri hrikalegt ef liðið getur ekki nýtt sér það og sigrað lið frá Búlgaríu með alla okkar fokdýru menn.

    Kominn tími að liðið girði sig í brók þótt ekki væri nema í einni keppni.

  97. Maður en ennþá dofinn eftir þennan leik. Ekki það að þetta hafið komið mér á óvart. Ég átti von á þessu. Mér fannst menn furðu kokhraustir í síðasta pod-casti og töluðu um að liðið færi núna á gott “rönn”. Það er ekkert í spilunum sem bendir til þess að leikur LFC sé að fara að batna. Þetta er alltaf að versna og versna.

    Ég hef miklar efasemdir um Brendan. Hann hefur mjög litla reynslu af því að stýra stórum liðum. Það sem verra er, hann er arfaslakur á leikmannamarkaðnum. Aðeins tveir af þeim leikmönnum sem hann hefur keypt hafa styrkt liðið, Sturridge og Coutinho. Það er ekki góður árangur ! Hann gefur Agger en kaupir síðan slakari mann í hans stöðu á 20 milljónir punda, Lovren. Er það mikið viðskiptavit eða Moneyball eins og mönnum er títtrætt um hér ? Nú veit ég vel að Agger var aldrei að fara að spila alla leiki en hann hafði getað hjálpað okkur í vissum leikjum.

    Menn hér á síðunni eru undrandi að Lovren og Allen sé að spila flesta leiki. Ástæðan er einföld: Þeir voru “top target” hjá honum ,Allen 2012 og Lovren í ár. Þetti sýnir okkur vel hvað Brendan er þrjóskur að spila þeim trekk í trekk. Allen hefur ekki skrokkinn í þessa baráttu inni á miðjunni og hinn er einfaldlega slakur, óöruggur á bolta, slakur að dekka sinn mann.

    Mér líst vel á Klopp sem eftirmann Brendans, en þá ekki fyrr en vorið 2015. Hann hefur náð frábærum árangri með þetta Dortmund lið en er kannski kominn á endastöð með liðið. Hann hefur síðan góða tengingu inn í þýska boltann þar sem eru fullt af góðum leikmönnum. Menn geti síðan alveg gleymt því að Marco Reus komi til okkar. Við virðumst aldrei ná að landa svoleiðis leikmönnum, ætli hann fari ekki til Utd með Hummels.

    Það sem er sorglegast í þessu öllu er árangurinn í fyrra er horfinn út um gluggann. Menn eru dofnir og áhugalausir. Maður eins og Gerrard hefur elst um nokkur ár síðan í fyrra. Það að missa af titlinum þá virðist hafa haft gífurleg áhrif á hann og hann virðist vera búinn að gefa upp vonina. Maður sér vonleysi í andliti hans. Tapleikurinn á móti Chelsea sl. vor var svo gott dæmi fyrir hin liðin hvernig á að spila á móti LFC.

    Að lokum vil ég þakka fyrir þessa síðu sem að ég fullyrði að er alveg einstök. Menn eru líka flestir málefnalegir hér.

  98. Af hverju á þetta lið BR að vera keppa um topp 4, það sjá það allir að enginn þessara leikmanna sem eru í liði BR í leik helgarinnar sem kæmust í hóp Chelsea, City, Man Utd.
    Tímabilið í fyrra var borið uppaf heimsklassa leikmanni sem spilaði 1 x viku, og Sturridge honum við hlið, þessi leikmenn létu aðra leikmenn líta vel útá vellinum.

    Núna á Sterling 19 ára að draga vagninn, þar sem Kafteinninn okkar aldurshnigni hefur ekki lengur kraftinn til að bera liðið uppi einsog hann hefur svo oft gert fyrir okkur í gegnum tíðina.

    Það er rannsóknar efni hvernig BR og Co gátu T.D eytt í þessa miðjumenn 25£ í Lallana, 15 £ Allen, 20£ í Markovic, 10£ í Can þetta eru 70£ miljón punda, síðan kemur Mourinho og kaupir t.d 27 ára gamlan Fabregas á 33£.

    Hvað með framherja kaupin 11£Borini, £16 Balotelli, 10£ Origi fær að fljóta klárt mál að 19 ára gamalll strákur reddar engu hvað varðar leikform Liverpool þetta tímabilið; 8£ Aspas, 4£ Lampert þetta eru tæp 50£ mill punda, t.d kostaði 25 ára gamall Costa 32£ til Chelsea.

    BR og eigendur LFC gerðu risastór mistök á markaðnum, þeir eyddu öllu Suarez peningnum í alltof marga meðalskussa , staðreyndin er sú að það eru keypt magn umfram gæði
    BR kanski til vorkunnar þá gekk honum illa að fá til sín leikmenn enn öllu má nú ofgera þegar maður skoðar leikmannakaupin hjá honum þá þarf engan sérfræðing til að sjá það að BR er lélegur á markaðnum þetta er bara staðreynd og þeir sem eru með honum í því.

    Hvað veldur því að við fáum ekki stóru nöfnin til okkar, ég bara trúi því ekki að það sé eingöngu að leikmenn vera í miðbænum London.
    Er það ekki frekar að við höfum ekki unnið stóra titilinn frá því 17 hundruð og súrkál t.d David de Gea var ekki fæddur þá en í dag spilar í liði MU og og hefur unnið Premier Leaugue sorgleg staðreynd.

    Er málið að reka BR og fá nýjann þjálfara og byrja allt ferlið uppá nýtt með nýju 3-5 +ára uppbyggingarplan= selja og kaupa leikmenn sem henta leikkerfinu og með tilheyrandi kostnaði að reka BR og staffið hans.
    Svei mér þá ég nenni því ekki, enn aftur á móti hef ég ekki trú á BR á leikmannamarkaðnum sem er grundvöllur þess að vera með öflugt lið, enda átti sæti í meistarardeild að heilla leikmenn að koma til LFC í sumar sem svo sannarlega gekk ekki eftir og við sitjum uppi með lið sem getur barist um 5-9 sætið í deildinni miðað við leikmannahóp.

    Ef menn halda að þetta lið getir barist í topp 4 þá þurfa menn að taka niður sólgleraugun, eini leikmaðurinn sem talist getur klassa leikmaður er Sturridge og það helypur enginn til og vill kaupa þanna meiðslapésa af okkur.

    Mikið rosalega vona ég að BR nái að rétta skútuna af, fyrir mér er meistaradeildarsæti úr sögunni, síðasta tímabil skaut væntingum okkar og BR langt frammúr væntingum enda auðvelt að spila bara 1 leik í viku og geta stillt liðinu upp, og nú þetta tímabil eru margir leikir, margir nýir leikmenn, karekterlaust lið án sjalfstrausts í dag að spila marga leiki á stuttum tíma.

    Ef við gátum ekki fengið til okkar klassaleikmenn i sumar með meistaradeildar sæti til að heilla, hvernig gengur okkur þá að heilla til okkar klassaleikmenn utan meistardeildar næst.

    Það eru alskonar vandræði hjá okkur við erum ekki þetta gamla Big Four sem var þ.e.a.s. Arsenal, Chelsea, Liverpool og Manchester United, Man City er komið þarna inn og minni liðin eru mörg hver ógnarsterk á góðum degi.

    Vandræði Liverpool er ekki Balotelli eða að Origi sé að láni eða að Kafteininn er látin spila alla leiki, vandræði Liverpool er Liverpool og allt sem því tengist, þvi ég er hræddur um að við séum að dragast enn lengra úr lestinni og það gæti tekið okkur langann tima að komast aftur í Big Four í deildinni.

  99. Menn verða samt aðeins að hugsa áður en þeir fara að kalla á eftir Klopp. Afhverju er í lagi fyrir hann að sitja í botnsæti með Dortmund sem er klárlega næst sterkasta liðið í Bundesligunni á eftir Bayern? Á sama tíma og menn drulla yfir Rodgers fyrir slæmt gengi?

    Ég er ekkert að verja Rodgers enda hefur hann brugðist í sumar. Finnst þetta einfaldlega vera svolítil hræsni.

  100. Ég tek undir með KLM að ofan, maður er einhvernveginn hálf dofinn eftir úrslitin í gær. Þetta var rosalegt “reality check” Þetta er ekki einhver smá lægð. KAR fór ágætlega í psitli um daginn hvaða verkefni það væru sem Rodgers þyrfti að leysa úr, það var mjög góð greining og í stuttu máli sagt þá hefur BR mistekist þar alls staðar.

    Það er samt eitt sem er að gleymast og mig grunar að BR hafi vanmetið þann þátt. í fyrra höfðum við tvo menn sem BUNDU öftustu varnarlínu andstæðinga kyrfilega niður í þeirra eigin vítateig. Þegar svo er komið er mun auðveldara fyrir hina 8 útileikmennina að pressa á miðju andstæðingana og Gerrard hafði allan tíma í heiminum fyrir 30 m. sendingarnar sínar. Það er þetta gat sem mér finnst BR hafa mistekist gjörsamlega að fylla upp í. Þess vgna sér maður leik eftir leik miðjur andstæðingana hverju sinni “bullya” okkar miðju.

    í sem stystu máli þá er ég algerlega búinn að gefa BR upp á bátinn, hann er einfaldlega ekki nógu góður stjóri. Þetta væri annað ef maður sæi einhverskonar þróun í spili liðsins. Meir að segja Roy hafði einhverja sýn á það hvernig liðið ætti að spila og keypti menn skv. þeirri hugmndafræði (Poulsen, Koncesky, reyndi líka við C. Cole)

    Rafa heim!

  101. Listinn yfir fjárfestingar Rodgers er athyglisverður. Lallana 25£, Allen15 £ , Markovic20£ , Can 10£, 11£ kostaði Borini, £16 var splæst Balotelli, Origi 10£, 8£ kostaði Aspas o.s.frv en Brendan hefur alls keypt leikmenn fyrir 220 milljónir £.

    Skoðum aðeins hvað Jurgen Klopp hefur verið að gera: Mkhitaryan 22£, Reus 16£, Aubameyang 11£, Sokratis 8£, Immobile 17£, Ginter 8£, Ramos 7£, Kagawa 6,5£, Sahin 5,5£ og einhverjir minni spámenn fyrir túkall.

    Vissulega er Dortmund alls ekki komið í gang í Bundes en liðið er engu að síður feykivel mannað og spilar frábæran fótbolta. Dortmund býr alltaf til fullt af færum og hefur til þessa rúllað yfir sinn riðil í CL. Stuðningsmönnum Dortmund líður ekki eins og liðið geti ekkert heldur frekar að ótrúleg óheppni valdi mótlætinu. Þetta er flensuskítur sem gengur yfir.

    Heildarfjárfesting Dortmund í leikmönnum er ekki helmingur þeirrar fjárhæðar sem Liverpool hefur notað yfir sama tímabil. Laun er erfitt að bera saman vegna mismunandi skattaumhverfis en fullyrða má að þessi tvö lið noti sambærilega launa- og innkaupastefnu. Rekstur þeirra er mjög markaðs- og viðskiptadrifin og byggir á að skila hagnaði og verðmætaukingu í gegnum árangur á vellinum.

    Nú getur hvaða lesandi þessar síðu spurt sig þeirrar spurningar hvað eigendur Liverpool eru að hugsa þessa dagana? What the hell happened to my money?

  102. Það þarf ekki að segja mörg um þà sem vilja stjórann burt á þessum timapunkti. Er þetta allt honum að kenna ? hvað með kaupstefnuna okkar og þetta kjaftæði i kringum þa leikmenn sem við verðum að versla og þá sem við hefðum getað fengið en það bara mátti ekki borga þeim þau laun sem jafnvel lið eins og Spurs geta gert. Kannski er ég bara súr en fyrir mér er staðan einföld. Ef að þú verslar aldrei fyrsta kost þá verður þú aldrei numer 1.

    Vorum stutt frá því í fyrra en Barca keypti okkar fyrsta kost og þeirra fyrsta kost á þessum timapunkti. Það ma lika ekki gleyma þvi að besti striker deildarinnar hefur verið meiddur allt timabilið og ég efast ekki um það að það hefur truflað stjórann mikið.

    Ef að Rodgers á að fjúka hver á það að taka við ? það er ekki nóg að henda stjóranum og hafa ekkert betra í staðinn. Þeir sem nefna Rafa hljóta að vera vankaðir, hann mun ekki skila neinu og það væri eins og að reyna að fá gamla kærustu til baka sem hefur bætt á sig 30kg.
    Það er bara sannleikur þó að ég virði Rafa mikið, hann mun ekki laða til sín leikmenn.

    Klopp er í sömu stöðu og Dortmund. Er hann þá betri kostur ? hann hefur lika ekki reynslu af enska boltanum.

    Takk Brendan fyrir að vinna United 2 x i fyrra 1-0 og 0-3. Takk fyrir að slátra Arsenal 5-1. takk fyrir að vinna Spurs samtals 12 -0 í siðustu 3 leikjum. Takk fyrir að slátra Everton á Anfield. og takk fyrir að láta mig vera andvaka á nóttunni síðasta mánuðinn î vor.
    Ég hef trú á þér , YNWA

  103. Að byrjunin sé orðin verri en byrjun Roy Hodgson um árið er einfaldlega skelfileg staðreynd.

    Roy tók við á gríðarlega erfiðum tíma. Yfirvofandi gjaldþrot og eitrað andrúmsloft gerði honum gríðarlega erfitt fyrir.

    Roy kemur með skýra stefnu,, hann vill spila sitt gamaldags 442 kerfi. Vandamálið var þó það að þegar hann tekur við þá eru hvorki target senter né kantmenn til staðar hjá klúbbnum svo Roy var sífellt að spila mönnum út úr stöðu og gat í raun ekki aðlagað kerfið sitt að þeim leikmannahópi sem hann hafði úr að moða.

    Allir voru sáttir þegar Roy var rekinn. Hann fékk þó(sem betur fer kannski) hvorki tíma né fjármagn til að móta liðið eftir sínu höfði.

    ólík Roy þá hefur Brendan fengið bæði tíma og peninga til að móta liðið eftir sínu höfði en vandamáln virðast svipuð og hjá Roy. Hann er þrjóskur við sitt 433 leikkerfi og alltaf virðast 3 til 4 leikmenn vera að spila stöður sem þeir finna sig ekkert í.

    Fyrir utan Aspas, Alberto og Ilori þá eru 15 leikmenn í hópnum í dag sem keyptir voru af Rodgers og hann virðist ekki hafa hugmynd um hvernig hann ætlar sér að nota amk helming þeirra.

    Fyrir utan það þá set ég stórt spurningarmerki við það hvernig hann er að nota Sterling og Gerrrard í dag.

    Þess fyrir utan hefur BR gert margt gott. Ég vil gefa honum nokkra leiki í viðbót til að snúa blaðinu við.

  104. Tek undir með síðustu ummælum mönnum getur ekki verið alvara að reka Rodgers af því hann er í erfileikum og ráða Klopp sem er líka er í erfileikum með sitt lið. Og hvað ætla menn að gera ef þið rekum Rodgers og ráðum Klopp og hann lendir líka í erfileikum með liverpool liðið á þá að reka hann líka.

  105. Nú er spurningin hvort leikmenn séu búnir að fá nóg af Brendan? Ef svo er þá verður hann ekki mikið lengur sem þjálfari liðsins.

  106. [img]https://pbs.twimg.com/media/B1_JSqVIYAEEpQt.jpg[/img]

    Alveg ótrúlega mikið af skelfilegum kaupum hjá blessuðum Rodgers!

  107. 25 leikmenn (Origi reyndar ekki enn kominn) og hægt að segja að einn hafi reynst liðinu frábær, 1-2 hafa verið allt í lagi og restin ……………….

  108. En þegar talað er um leikmannakaup verða að að skoða eitt meirhlutinn af þessum leikmönnum komu í sumar og það er frekar snemmt að dæma þá í nóvember. Síðan er mikið af þessi lánsdílar eða menn sem eru lánaðir í burtu eins og Origi og Illori. Ef þú skoðar bara leikmenn sem voru keyptir fyrir utan í sumar þá eru þetta ekki það margir leikmenn sem Rodgers hefur fengið til liðsins

  109. Ég tel nánast engar líkur á að Jurgen Klopp taki við þjálfun Liverpool á næstunni. Hann skrifaði nýlega undir samning til 2018 og þótt að ekki gangi nógu vel í Bundes nákvæmlega núna er Klopp ósnertanlegur í Dortmund.

    En afhverju er Klopp spennandi kostur? Er hann ekki á sama stað og Brendan með allt niður um sig?

    Það má sjálfsagt segja það en mér finnst munurinn á þessum ágætu þjálfurum ótvíræður. Brendan hefur ekki unnið neitt enn sem komið er. Klopp hefur unnið Bundes tvisvar og 3 aðra stóra bikara í Þýskalandi. Klopp hefur komið Dortmund í úrslitaleik CL og þetta allt hefur hann afrekað á rúmlega 4 árum með sáralítið fjármagn milli handanna borið saman við t.d. þjálfara Liverpool, hvað þá suger daddy félögin.

    Geri aðrir betur segi ég nú bara.

    Klopp hefur orð á sér fyrir að vera sannur heiðursmaður og mun örugglega standa við samning sinn við Dortmund. Hann er því miður ekki að koma til Liverpool nema eitthvað mjög undarlegt gerist. En lífið er oft undarlegt.

  110. BR átti að kaupa 3 þó ekki væri nema 2 klassaleikmenn í sumarglugganum , það sáu allir hvað 1 klassaleikmaður (Suarez) gat fyrir okkur í stað þessa að eyða öllu í leikmenn sem eru fínir í leikmannastandart utan meistaradeildarsæti

  111. KobbiH hvaða leikmannakaup þarna hafi verið skelfileg ef þú horfir framhjá sumarkaupunum sem er of snemmt að dæma um ? Persónulega myndi ég segja að Borini , Aspas, Alberto og Sakho séu kaup á þessum lista sem hafa ekki gengið upp. En um leið er Borini ekki all slæmur leikmaður sem sést best á því að mörg lið vildu fá hann , Sakho er ungur og byrjunarmaður í frakklandi þannig það gæti en ræst úr honum í versta falli seljum við hann á góðan pening, Aspas og Alberto voru lélegir en þeir kostuðu ekki mikinn peninga og því spurning hvort það sé hægt að kalla þau kaup skelfileg

  112. Ég man ekki hvað er langt síðan eg kommentaði a þessa síðu., maður er bara buin að vera hálf kjaftstopp i langan tíma. Ég er eigilega ennþá kjaftstopp.

    erum við virkilega að tala um að reka þurfi Rodgers ? eg er a baðum áttum, auðvitað a hann ekkert að fá endalausan tima af þvi liðið var svo gott i fyrra en er lausinin að reka manninn, eg veit það ekki .

    liðið er allavega i svipaðri krísu og þegar Hodgson var sem verstur.

  113. Toure

    Toure

    Toure

    Við sjá hann öskrandi trúaðan í miðri vörninni næstu tíu leiki. 27 stig.

  114. Sæl öll,

    Það er eitt umfram annað sem ég legg til grunndvallar þegar ég met þróun liðsins undir stjórn BR. Það er varnarleikurinn í heild sinni þ.e. færslur, dekkning, föst leikatriði og styrkur einn á einn svo að eitthvað sé nefnt. Allt þetta hefur farið lóðrétt niður undir hans stjórn þrátt fyrir að hafa eytt ca. 50M í varnarmenn. Hann hefur komist upp með lélegan varnarleik fram að þessu því innan liðsins var maður sem dró alla áfram. Hann er ekki lengur til staðar og það mistókst algjörlega að stoppa í gatið og einnig að skilgreina liðið upp á nýtt. Liverpool er á slæmum stað og nú reynir á BR. Klopp mundi aldrei, aldrei láta lið sitt komast upp með svo varnartilburði.

  115. Það mætti halda að brendan sé à prósentum hjá hópkaup.is. Magn og gæði fara ekki alltaf saman

  116. Ég held að það væri þess virði að taka Gerrard útúr hóp í einhvern tíma, fyrirliði sem fór ekki í eina tæklingu allan síðast leik er eitthvað sem er ekki hægt að sætta sig við.

Byrjunarliðið á Selhurst Park

Var Damien Comolli rekinn of snemma?