Byrjunarliðið á Selhurst Park

Liðsskipan okkar drengja í vesturhlutasuðurhluta London komin á hreint.

Liðið er svona:

Mignolet

Manquillo – Skrtel – Lovren – Johnson

Lallana – Gerrard – Allen

Coutinho – Lambert – Sterling

Bekkur: Jones, Toure, Moreno, Lucas, Can, Borini og Markovic.

Henderson er veikur og Balotelli ekki leikfær en Rodgers setur upp 4-2-3-1 kerfið sýnist mér og að mestu leyti sömu leikmönnum treyst.

Nú þurfa þeir nokkrir að fara að sýna okkur eitthvað…

KOMA SVO!!!!

118 Comments

  1. Hefði viljað sjá Can í staðinn fyrir Allen. Enn og aftur er Allen inni óverðskuldað. Í svona leikjum vill maður sjá líkamlega sterkari miðju, Gerrard veitir ekki af hjálpinni varnarlega. Að öðru leiti verulega sáttur að sjá Lallana fá startið.

  2. hefði verið fínt að fá can fyrir allen en veit einhver stöðuna á sakho hvenær kemur hann og segir lovren að fara á bekkinn ? Ps er oðrinn ansi leiður á þessari þrjósku í rodgers varðandi þetta kerfi

  3. Heitir þetta ekki að berja hausnum við steininn? Lovren+Skrtel, SG djúpur og Lambert einn á topp, gefur mér enga sérstaka trú á þessu í dag, en hey, hvað vita sófasérfræðingar eins og ég í sinn haus?

  4. Speroni, Kelly, Delaney, Dann, Ward, Jedinak, Ledley, Bolasie, Puncheon, Chamakh, Gayle

    Svona fyrir þá sem hafa áhuga á þessu

  5. Ekki jókst bjartsýnin fyrir þennan leik. Enn heldur hann þessu Allen rúnki ennþá og hendir manni sem var öflugur á móti Chelsea(Can) á bekkinn.
    Að sjálfssögðu ætlar maðurinn að þrjóskast með einn striker sem hefur ekki gengið seinastliðnar 16 vikur. Oh well

  6. Skil ekki hvers vegna Allen er í liðinu umfram Can, sérstaklega þegar Hendo er ekki með. Þetta Allen-dekur skil ég ekki.

    Svo í ofanálag að hafa Coutinho með, hann er verulega slakur í pressunni og hefur aldrei sannað sig í þessu kerfi ef þið spyrjið mig. Hefði viljað hafa Borini með Lambert, því 9-an okkar er heldur ekki góð að pressa.

    Mikið sem ég vona að ég fái gulrótina í kokið en mér finnst þrjóskan orðin fullmikil…

  7. fékk soldið fyrir hjartað þegar ég sá að Martin Kelly byrjar en síðan mundi ég að hann er farinn frá liverpool

  8. Allen átti svaka leik með Wales um daginn. Skil vel afhverju hann fær sénsinn. Ég vill Can inn, ef Allen stendur sig ekki i þessum leik.

  9. frábært ég stekk út í búð og sit 30þkr á liverpool og þegar ég kem til baka þá er lambert 1 frammi hja liverpool urrr ég er brjálaður þetta verður í mesta lagi 1-0 sigur ekki meira en það ég hef ekki góða tilfiningu fyrir þessu 🙁

  10. Sæl öll,

    Hef ekki mikla trú á að þetta liðið vinni leikinn. Núna þurfa menn að berjast sem aldrei fyrr. Ég skil engan veginn að velja Allen fram yfir Can. Hann hlýtur að vera eitthvað tæpur eftir landsleikjahléið. Koma svoooooo!!!!

  11. Váááá, ég er búinn að sakna þess að sjá svona týpiskt Liverpool mark!

  12. Southampton mark, Lallana með frábæra sendingu á Lambert sem klárar vel!!!

  13. Hahaha, öll vörnin bakkaði frá Kelly þegar hannmundaði skotfótinn. Virtust vera nokkuð vissir um að hér væri ekki hætta á ferð 🙂

  14. Þetta lið myndi ekki halda hreinu gegn 7. flokki Völsungs frá Húsavík.

  15. Hefur þessi Gayle skorað á móti einhverju öðru liði en Liverpool?

  16. Burt með þetta Lovren drasl, Balotelli er betur settur í miðverðinum en hann.

  17. Fyrstu 20 mínúturnar eru ekki að fylla mig að bjartsýni. En verður maður ekki að lifa í voninni

  18. Ég hef haldið þessu í mér lengi, ætlaði að gefa þeim Skertel og Lovren smá tíma að stilla sig saman,,, En WTF, þeir bara geta ekki unnið saman, annar verður að víkja, báðir hikandi og báðir reyna að stjórna á sama tíma.. alveg drullulélegt par.

  19. Helv. ör lyklaborð… Reyni þetta aftur.

    Við vinnum þennan leik 3-1, bíðið bara.

  20. Svakalega er þetta brothætt eitthvað hjà okkur. Ánægður með Lambert, Coutinho og Lallana en vörnin mjög ótraust. Sjàlfstraustið virðist ansi lítið.

  21. Það verður að taka Sterling útaf. Hann hefur tapað boltanum í þessu fáu skipti sem hann hefur komið við hann.

  22. Mjög hikandi framávið hjá okkur, ekki traustvekjandi þegar sóknarleikur endar aftur hjá Mignolet.

  23. Rosalegum vandamálum er þetta Liverpool lið í. Það er eitthvað rosalega mikið að hjá klúbbnum, það er bara engin af þessum leikmönnum að geta neitt og mikið andleysi í gangi.

    Það er klárt mál að það verður að gera einhverjar breytingar strax til að reyna að laga þetta stóra vandamál sem er í gangi ef ekki illa á að fara.

  24. Allt liðið út af,, inn á með Liverpool kvennaliðið. Búinn að fá mig fullsaddan, over and out.

  25. Úfff, skemmtilegasta lið seinasta tímabils.. allt í einu orðið það allra leiðinlegasta.

  26. Skelfilegt að sjá gerrard aftast á miðjunni. Veitir enga vörn fyrir Skrtel og Lovren og er bara alltof hægur þegar við fáum á okkur skyndisókn. Hefði ekki alvöru dm étið þetta skot í marki palace?

  27. Líkt og í öðrum leikjum tímabilsins er lítið að frétta og Rodgers virkar grunlaus. Ég átta mig hreinlega ekki á því hvað stjórinn er að hugsa þegar kemur að uppstillingu liðsins. Það er eins og hann sé nýbúinn að taka við liðinu.

  28. miðjan dauð, menn eru bara í eltingarleik og láta pressa sig út. Vantar hraða og greddu í þetta. Menn eitthvað hræddir og óöryggir, Brendan verður að fara laga þetta. Koma svo…..

  29. Það er svo margt að….
    – Menn virðast alltaf leita frekar að sendingu aftur heldur en að vaða fram á við og setja Palace-menn á hælana.
    -BR er að nota Stearling svo rangt að blindur maður gæti séð það.
    -Lovren og Skertl eru eitt minnst sannfærandi miðvarðarpar ensku úrvaldsdeildarinnar og afhverju Toure fær ekki séns er óskiljanlegt.
    -Allen er hrikalega bitlaus.
    -Hugmyndaleysi,hugmyndaleysi og já, hugmyndaskortur.
    Held að BR geri sér ekki grein fyrir því hvaða liði hann er að stjórna, þetta er Liverpool lfc, lið sem á að vinna svona leiki, þetta er ekki Sweansea sem sættir sig við eitt stig úr svona leik.

  30. Joe allen er ekki með þetta
    Skrölti og lövren til skammar.. Þeir eru skíthræddir við boltann og enginn veit sitt hlutverk þessari ógeðslega lélegu vörn. Og þetta dútl að vera dóla með fokking boltann á eigin vallarhelming á milli varnarmanna er gersamlega að drepa mann…

    Það er klárt mál að það hlýtur að það hlýtur að fara hitna undir stélinu á brendan ef þetta heldur svona áfram.. Það getur bara verið…

  31. Getum þakkað fyrir að staðan sé bara 1-1. Ef spilamennskan lagast ekki í seinni hálfleik, þá er þetta einungis tímaspursmál hvenær annað mark Palace kemur. Sóknaruppbyggingin alltof hæg og fyrirsjáanleg. Það sem verra er að þegar liðið tapar boltanum þá er liðið alltof lengi að falla til baka eða að brjóta á andstæðingnum. Einn af styrkleikum Palace eru að þeir eru vel útfærðar skyndisóknir, þar af leiðandi er mikilvægt að tapa boltanum ekki inná miðjusvæðinu og að vera fljótir stöðva sóknaruppbyggingu þeirra.

    Eins og leikurinn er að spilast í fyrri hálfleik þá er hann nákvæmlega að þróast eins og Palace vildi og lagði upp með.

    Myndi vilja sjá Borini og Can (Allen og Coutinho út) inná og prófa 442, þannig væri hægt að setja betri pressu ofar á völlinn, hafa Gerrard og Can á miðjunni. Láta Can hafa meira varnarhlutverk og covera vörnina betur í skyndisóknum Palace. Held hins vegar að þetta væru alltof dramatískar breytingar í augum BR.

  32. Með þessu áframhaldi er einungis tímaspursmál hvenær Palace skora í næstu skyndisókn.
    Afhverju breytir Rodgers liðinu aldrei í hálfleik þegar illa gengur? Afhverju þurfum við alltaf að vera undir svo eitthvað sé gert?

  33. Ef ég væri Rogers myndi ég banna mönnum að senda til baka í seinni hálfleik, leitið að mönnum fram völlinn, sendingar til bara eru bara í fokking neyð, það þarf að vinna það helvíti sem þessi leikur er!

  34. Það er nú ekki hægt að vera svartsýnn í hálfleik…framherji Liverpool skoraði!!??

  35. Síðustu mínútur fyrrihálfleiks lýsa vel að mínu mati stöðunni á liðinu. Trúin á eigin getu virðist takmörkuð, gefum frekar til baka og dútlum frekar enn að reyna að setja pressu á andstæðinginn og erum svo stálheppnir að fá ekki mark í andlitið. Vonandi skánar þetta í seinni og við klárum leikinn með stæl.

  36. Borini og Can inn á, Coutinho og Gerrard út í hálfleik. Gerrard búinn að vera arfaslakur síðan tímabilið hófst og á ekki að fá neina sérmeðferð hjá Rodgers.

  37. Skoðið svipbrigðin à stjóranum à hliðarlínunni. Brendan Rodgers er “dead man walking”
    Því miður það er fullkomið úrræðaleysi í gangi.

  38. Ég held barasta að BR sé orðin geðveikur eða eins og Einstein sagði “Insanity is repeatedly making the same mistakes and expecting different results” Það er svolítið liðuppstilling BR á þessu tímabili.

  39. Koma svo Liverpool….gleymið hvað þið eruð búnir að vera lélegir og skorið 1 mark til viðbótar. Verðum að vinna C.Palace gud demit.

  40. Ég er ekki að horfa á leikinn, en fylgist með á Live-score. Hví í ósköpunum er Brendan enn ekki búinn að gera skiptingar? Er hann í alvörunni svona þrjóskur? Finnst honum hann vera að viðurkenna vitleysuna í sjálfum sér með því að gera breytingar áður en það er korter eftir af leiknum? Ég er alveg að missa trúna, en ég verð að gefa honum tíma fram að áramótum, ef þetta verður ennþá svona lélegt um miðjan janúar þarf að gera róttækar breytingar.

  41. Hvað varð um Coutinho? Maðurinn hefur ekki getað blautann á þessu tímabili, nema bara í einhverjum leikjum á undirbúningstímabilinu.

  42. Hvað þarf eiginnlega að gerast svo gæjinn breyti um kerfi og geri breytingar? Er eini sénsinn að fá breytingar þegar við erum lentir undir eða tíminn sé kominn í lágmark 70 mín?

  43. Afhverju gerir maðurinn engar breytingar… eftir hverju er hann að bíða?

  44. Mér líður eins og ég sé hjá tannlækninum…. með enga deyfingu. -_-

  45. Þessi stjóri er með allt niðrum sig. Hvers vegna myndi hann taka Lallana útaf í staðinn fyrir Sterling eða Coutinho? Rodgers sannar það aftur og aftur að hann veit ekkert hvað hann er að gera. Og svo tekur hann Allen útaf sem er búinn að vera okkar skásti maður, frábært.

  46. Joe Allen út? Búinn að vera okkar skársti leikmaður í dag, hvers vegna er Coutinho enþá inná vellinum??

  47. Erum bara að spila eins og miðlungs lið og er árangurinn í samræmi við það.

    Erum ekkert að fara gera einhverjar rósir því miður

    Þessi leikmaður nr 8 hjá Liverpool hvað er hann að gera inná?

  48. Jæja…. þá er búið að rífa tönnina úr með rótum…

  49. Bíð spenntur eftir viðtali við fótboltasnillinginn í brúnni eftir þessa hörmung. “The players were fantastic and we deserved three points” er eitthvað sem er í handritinu hans! Þreyttur á þessu /%$/%&$

  50. Þetta er óumflýjanlegt.. Tap gegn einu slakasta liði deildarinnar, Þrjóska mannsins að nota sömu leikmenn, sem gera í brók trekk, í trekk, í trekk, í trekk í stað þess að gefa öðrum tækifæri, og þegar hann loksins gerir það þá standa þeir menn sig vel og eru teknir úr liðinu í næsta leik fyrir slakari leikmenn, þetta þýðir bara það að við þurfum að sparka Rodgers út. Hann fer ekki lengra með þetta lið.

  51. Sá í neðra sjálfur…. eruð þig ekki að fxxxxxx djóka í manni….

  52. Búinn að segja upp áskrift minni að Stöð2 Sport. Ég get ekki meir.

    Þvílík hörmung sem þetta lið okkar er orðið. Ég á engin lýsingarorð.

    Nýtt takmark á þessu tímabili: Halda sér í deildinni.

    Ef þetta heldur svona áfram þá fær BR pokann sinn, það er morgunljóst. Well, það er alltaf næsta tímabil. We go gain! Nýr þjálfari, nýtt leikskipulag. Alveg æðislegt. Akkúrat það sem við þurftum.

    Afsakið á meðan ég æli.

  53. Var þetta ekki dropinn sem fyllti mælinn

    Brendan er greinileg ekki með þetta

    Hann hlýtur að segja upp eftir 4. tapleikinn í röð

    Liðið er hrunið og það þarf að fá nýjan stjóra strax

  54. Gjörsamlega óásættanlegur árangur og hollinginn á liðinu ömurleg,BR er búinn að missa þetta því miður erum að sogast niður í fallbaráttu með þessu áfrmhaldi.

  55. Liverpool eru ævintýralega lélegir. Það er eitthvað mikið að og spurning hvort það þurfi ekki að fara að skipta um mann í brúnni. Því miður.

  56. RodgersOut!

    Er kominn með algjörlega upp í kok af þessari meðalmennsku. Meðalmennska í leikmannakaupum og spilamennsku!

  57. Jæja er ekki málið að kalla bara aftur King Kenny þetta er farið að vera vandræðilega lélegt. 100 milljónir í leikmenn og liðið er verra en það hefur verið í nokkur ár. Virðist vera að það hafi nú bara verið Suarez sem skilaði liðinu þessu í fyrra alla vega virðist BR. vera algjörlega ráðlaus.

  58. Þetta er skelfilegt, liðið gefur mörk hægri vinstri og ekki til hætta fram á við. Því miður ræður Rodgers ekki við þetta verkefni.

  59. Það ömurlega við þetta allt saman er að þetta eru bara sanngjörn úrslit..
    Liverpool á ekki rassgat skilið úr þessum leik

  60. bíddu…. streamið hrundi í nokkrar mínútur og þegar ég náði því aftur upp er palace bara komið 2 mörkum yfir, hvað í andskotanum gerðist?

  61. Mér finnst að við ættum að gefa Gerrard nýjan 4 ára samning. Þvílíkur leiðtogi!

  62. Hrikalega er ég ánægður með þá ákvörðun mína að hafa notað tímann í lærdóm í staðinn fyrir að horfa á Liverpool, eitthvað sem ég hefði aldrei gert í fyrra.

  63. Ég er ekki einu sinni pirraður 🙂 Þegar allir stuðningsmenn eru búnir að öskra að þeir vilji sjá breytingar á liðinu, verðlauna menn sem hafa staðið sig vel í leikjum og færa Gerrard framar, og síðan skitið mígandi drullu framan í þá með svona uppstillingum trekk í trekk þá er ekki hægt að vera reiður lengur. Alltaf sama sagan.
    Þetta er sökkvandi skúta og það kæmi mér ekki á óvart að við fengjum jafnvel 1-2 mörk í viðbót á okkur.

  64. Vá hvað ég öfunda þann sem fær að skrifa leikskýrsluna á eftir. Enginn sagði!

  65. verið að tala um að við séum að pulla tottenham með kaupinn á leikmönnum og skituna…þeir líta vel út meðað við okkur og þeir eru ömurlegir.

  66. Ég mæli með að sleppa leikskýrsluni í þetta skiptið,, það munu allir skilja og verða bara pirraðir að lesa það var nóg að horfa.

  67. Hann á ekki inni eina einustu afsökun í pokanum lengur! 6 stig í neðsta sæti deildarinnar – 18 stig í efsta sæti deildarinnar. Er án gríns farinn að hræðast fall ef þessi maður verður þarna áfram. Ef menn geta ekki nýtt 100 m pund í að styrkja lið þá eiga þeir alls alls ekki skilið að stýra Liverpool. Það er ekki hægt að skýla sér bakvið söluna á Suarez lengur, þetta er bara ótrúlegt!

  68. Liverpool þarf að skifta út þessa eigendur þar er vandamálið í þessu öllu

  69. Neil Warnock hefur betur gegn Liverpool…þá er botninum náð, það er bara þannig. Langaði svo mikið að tippa á C.Palace fyrir þennan leik en hélt virkilega að það væri ómögulegt að tapa fyrir þeim.

  70. Brendan looser Rodgers hefur engan annan kost en að segja upp á morgun.

  71. Leikskipulagið í dag var einhvern veginn svona: Mignolet gefur á Lovren, Lovren á Gerrard, og svo reitabolti á milli varnar, Allen og Gerrard. Passa sig að gefa alltaf sendingar þvert eða afturábak ef svo ótrúlega skyldi vilja til að boltinn fari yfir miðju. Gefa aldrei á Manquillo ef hann fer yfir miðju, sama hversu frír hann er á vængnum.

  72. Algjörlega orðlaus !!! Hef ekki séð jafn mikið andleysi í liði í háa herrans tíð. Liðið leit út í dag eisn og lið sem er löngu fallið úr deildinni og er bara að klára leikina af þvi að leikmenn þurfa þess. Hver einasti leikmaður með tölu slakur í dag og ekkert að frétta. Vörnin okkar, JESÚS !!!
    Lovren eru líklega lélegustu kaup LFC í mörg mörg ár þar sem hann bara kann ekki að verjast og er nánast allt illa staðsettur sem er mjög mikill ókostur þar sem maðurinn er jú VARNARMAÐUR. Skrtel og Lovren er fullreynt og nú þarf bara eitthvað að gerast. Það er bara ekkert að gerast með þetta lið okkar. Ömurleg frammistaða og ömurlegur leikur.

    Brjálaður !!!

  73. Það versta er að liðið lítur stöðugt verr út og það er ekkert útlit fyrir breytingar á því. Leikmenn eru andlausir og eru búnir að missa trúna á verkefnið. Að mínu mati þarf að skipta um stjóra og illu heilli að byrja upp á nýtt.

  74. Brendan out ! það er bara þannig. Hann er eyðileggja klúbbinn. spilandi með varalið á móti RM sýndi akkúrat hugarfarið sem hann er að innprenta í leikmenn sína.

  75. menn voru náttúrlega með hugann við CL og spenntir fyrir Ludorass leiknum, þar sem við erum náttúrlega í miklum séns að verða evropumeistarar og leikir við crystal palace splitta ekki diff. leikmenn þurfa að vilja spila fyrir stjórann, það á ekki við í þessu tilfelli.

  76. Liverpool 1 tilraun á markið og 1 mark,,, 100% nýting,, Og auðvita það sem skiptir mest máli, 140 heppnaðar sendingar á milli varnamanna og héldum boltanum 60%. Við erum bara í toppmálum

  77. Hvað segið þið á ekki stjórn Liverpool bara að senda email á Jurgen Klopp og bjóða honum jobbið ? Hann sagði um daginn að hann væri til í að stjórna liði í ensku deildinni. Hann kann ensku og Liverpool sönginn og svo um að gera fá hann til taka marco reus með sér.

    Síðan væri ég alveg til í að fá Roberto Martinez, mér finnst þetta vera frábær þjálfari

Crystal Palace – Liverpool

C.Palace 3 – Liverpool 1