Liverpoolklúbburinn með fánadag á Akureyri

Upphitun Óla Hauks er ennþá sprellifandi hér og umræður þar.


Fánadagur Liverpoolklúbbsins á Akureyri
Vekjum athygli lesenda okkar norðan heiða að félagar okkar í Liverpoolklúbbnum ætla að hafa þrælhressan fánadag yfir leiknum á Sportvitanum Akureyri á morgun. Nokkrir meðlimir úr stjórn klúbbsins eru þegar mættir norður og strax orðnir vel hressir. Um að gera að mæta þangað að horfa á leikinn og mynda með þeim góða stemmingu.

Liverpool mætir Newcastle United á heimavelli síðarnefnda liðsins, er þetta fyrsti leikur dagsins og hefst hann kl. 12:45. (Húsið opnar 11:30)

Þeir hvetja alla norðanmenn, konur og börn til að mæta á svæðið rétt klædd með húfur, fána, trefla og allt sem við finnum merkt Liverpool. Þeir sem ekki eru skráðir í klúbbinn geta gert það á svæðinu og farið yfir málin með stjórninni.

Nánari upplýsingar er að finna hér eða með því að smella á lesa meira við þessa færslu.

Verðlaun verða veitt fyrir best klædda stuðningsmanninn og einnig verður happdrætti þar sem fjöldi veglegra vinninga verður í boði.

Það verður mikið sungið og stemmningin ósvikin, vonandi verða úrslitin í leiknum eftir því en hvernig sem fer er ljóst að dagurinn verður skemmtilegur.

Staðsetning
Sportvitinn er við Strandgötu 53 en heimamenn þekkja þetta margir betur sem gamla Oddvitann og útskýrirað nafnið á staðnum núna. Húsið er á móti Eimskips svæðinu.
Sportvitinn

Liverpool heimsækir Newcastle

Byrjunarlið í norðaustrinu