Liðið gegn Real Madrid

Brendan Rodgers stillir upp eftirfarandi liði í kvöld:

Mignolet

Johnson – Skrtel – Lovren – Moreno

Henderson – Gerrard – Allen

Sterling – Coutinho

Balotelli

Bekkur: Jones, Toure, Manquillo, Can, Lallana, Markovic, Lambert.

Þ.e. Coutinho kemur inn í stað Lallana eftir góða innkomu gegn QPR – gef mér það að Rodgers vilji fá meiri hraða í skyndisóknir okkar manna. Moreno kemur svo inn í stað Enrique, sem var arfaslakur um síðustu helgi. Balotelli heldur sæti sínu.

Þetta Real Madrid lið er svo nánast bara svindl:

Casillas, Arbeloa, Varane, Pepe, Marcelo, Modric, Kroos, James, Isco, Ronaldo, Benzema

En menn vinna ekkert á pappírnum einum saman, tólfti maðurinn er í okkar liði – KOMA SVO!

https://www.youtube.com/watch?v=KlmX_POGhDs

129 Comments

  1. Held að þetta sé eins og ég setti í upphitun, Sterling í sömu stöðu og Sturridge væri annars. Tígulmiðja með Balotelli og Sterling frammi.

  2. Þessi verður nú auðveldur kannski ekki 4-0 eins og síðast enn nærri því. Áfram Liverpool, koma svo.

  3. Guð minn góður hvað ég er kvíðinn. Liðið hefur ekki verið að gera góða hluti????

  4. Best að horfa á þennan leik með engar væntingar.. ég ætla allavegana ekki að svekkja mig ef við töpum í kvöld

  5. Njótum tónlistarinnar og sàum svo hvernig gengur… die Meistern les grande equipes the champions!

  6. Veit einhver um mjög gott flash stream þar sem ég er út á sjó og næ ekki leiknum

  7. Casillas er í marki…hann hlýtur að vera orðinn einn sá slakasti í bransanum. Koma svo!!!!

  8. Vá hvað þetta var alltof einfalt fyrir þá.
    Vörn (aðallega Lovren) og markmaður úti að skíta.

  9. Jæja, við byrjuðum allavega vel, áttum fyrstu 20.
    Real búnir að taka öll völd núna.
    Óttast það versta.

  10. 0-4 og við verðum hepnir að það verði ekki Róma rúst í Liverpool-borg i kvöld

  11. Jæja nú er bara spurning hversu mörg þeir skora, rosa skemmtilegt lið þetta Real sem eru bara nokkrum númerum of stórir fyrir Liverpool. Nú er bara að njóta þess að horfa á skemmtIlega fótboltaleik.

  12. Já, algjörlega sammála, Mignolet á líka að vera búinn að skora allavega þrjú mörk.

  13. Jæja þannig fór um sjóferð þá er ansi hræddur um að það verði ekki meiri meistaradeild hjá okkur eftir áramót.

  14. maður verður að hafa sig allan við til að horfa á þetta. Er eins og drengir á móti fullorðnum. Hvað gerðist fyrir liðið okkar ???

  15. Mikill getumunur á þessum liðum þessa stundina, því miður.

    Liðið verður að grafa djúpt en miðað við andann og getuna, þá stórefa ég að þeir hafi það í sér.

    Hvað er það sem vantar í liðið…..?

  16. Er ekki lágmark að menn allavega pressi mennina þegar skallað er að marki…Hvað hefur maður séð Johnson oft verið sem áhorfenda í svona aðstæðum?..Ömurlegt enn og aftur 🙁

  17. Og þetta var líka snilld……samt skrítið að þegar Sterling er keyrður niður af varnarmönnum Real þá er ekki dæmt en ef hann snertir þá, þá er aukaspyrna…….ok…loksins 🙂

  18. Enn og aftur barnalegur varnarleikur, spurning hvort fýlupúkkarnir kenni ekki Balotelli um þetta?

  19. Balti, það sem vantar í liðið; er svona 8-9 góðir fótboltamenn. Það eða ein ofurhetja á sama kaliberi og Suarez.

  20. Held að Mignolet sé einn slakasti markvörður sem hefur verið hjá Liverpool.

  21. Hver er það sem sér um varnarþjálfun Liverpool? 0-3 eftir 40 mín segir allt um varnarþjálfun Liverpool

  22. Brunaútsala í janúar, allen , mignolet , lovren , skrtel, balotelli, lambert , borini og johnson get the fuck out

  23. Er Manquillo ekki 100%? Annars veit ég ekki hvað er verið að hugsa, Johnson er alveg að skíta á sig

  24. Geri ráð fyrir því að það verði fundað hjá FSG á næstu dögum. Spái nýjum þjálfara eftir tvær vikur. Á morgun ……………..verður erfiður dagur.

  25. jæja, rétti dóttur minn fjarstýringuna og leyfði henni að skipta um stöð og horfa bara á Simpsons.

    Ég get ekki meir

  26. Er ekki hægt að setja Brad Jones í markið hvernig Pepe Reina var seldur fyrir Mingolet er nú bara efni í rannsóknarskýrslu það er svona eins og að setja Emile Heskey fram í stað Suarez.

  27. Algjör kaos í vörninni hjá okkur í marki númer 3 hjá Real.

  28. Ohhh hvað það hefði verið mikil sárabót ef þessi bolti hefði farið inn hjá Coutinho!

  29. Veit ekki hvernig menn hérna geta bent á einstaka leikmenn og sakað þá um að standa sig eitthvað verr en aðrir inná vellinum. Því miður er ekki einn leikmaður í rauðri treyju tilbúinn í verkefnið.

  30. Almáttugur! Hvað með að sækja á fleiri en 3 leikmönnum??? Real sækir á 6-7… Svo þarf að senda þetta lið í KSÍ skólann að læra basic um varnarleik, þetta er ekki hægt lengur

  31. Það er eins og að allir leikmenn Liverpoo hafa orðið 2 klössum lélegri við að Suarez fór.

  32. Tetta lið og tessi tjalfari er bara brandari. Eitt yfir 100 millj punda í leikmenn og engin bæting. Brendan burt

  33. Þetta er nú meira ótrúlega vælið.

    Real eru einfaldlega mikið betur mannaðir en við, þess vegna megum við ekki við varnarmistökum sem eru svona vandræðaleg.

    Þess vegna megum við ekki við mönnum eins og Skrölta sem týna sínum manni (Pepe)í teignum í horni í fáránlega viðkvæmri 0-2 stöðu.

    Hvað á Mignolet að gera við mörkum númer 1 og 2? Fáránlegt að leita að blórabögglum þegar að liðið er einfaldlega útklassað, enda vörnin okkar glötuð.

  34. Það er brjálað stuð hérna á pöbbnum. Hérna eru menn bara að vonast eftir Liverpoolmarki. Sterling lítur vel út og Stevie og Coutinho er vel fagnað líka. Djöfull vantar okkur hraðskreiðan framherja. Það er bara munurinn á Liverpool í fyrra og núna.

  35. Finnst eiginlega magnað að engin hefur minnst á það að Henderson á ekki roð í neinn á vellinum. Kemur ekkert útúr honum. Allen og Gerrard mun frískari. Coutinho verður væntanlega áfram inná eftir þetta stangarskot og svo bara að halda áfram. Erum að spila við eitt besta lið heims og erum bara ekki betri en þetta. Mignolet átti ekki séns í fyrsta markið, annað markið er fárnalegur varnaleikur Coutinho sem byrjar það. Þriðja markið gefur Johnson hornspyrnu, Balo nennir ekki að verjast og Mignolet fer svo í fáranlegt úthlaup. Lélegt.

  36. Þakka samveruna í kvöld, ætla mér ekki að lesa meira í bili á þessu spjalli. Þvílíkir stuðningsmenn, þvílíkir vitringar…..mér verður bara illt af að lesa það sem þið skrifið
    YNWA

  37. Himinn og haf milli þessara liða,þetta er einfaldlega vandræðalegt.Þetta Liverpoollið er ekki á réttri leið, hver skildi nú bera ábyrgð á því.

  38. Hingað til hefur það boðað gott að vera 3-0 undir í hálfleik gegn Ancelotti????

  39. Ég sakna fyrst og fremst Dietmars Hamann og Sami Hyypia….Þetta er sársaukafullt að horfa á..Ráðum Steven Clarke á morgun 🙁

  40. Haha grátkorinn mættur. Burt með hina og þessa. Jaja við erum að tapa illa en þetta er liklegast besta lið i heimi og við ekki bestir a englandi.

  41. Liverpool hefur eytt meira en 60 milljónum í varnarmenn í síðustu 3 gluggum en samt hefur vörnin ekkert skánað held að þetta sé Rodgers vandamál vantar góða stefnu í varnarleik.

  42. Þetta er allt að koma, við áttum klárlega síðustu 40 sekúndurnar og núna er allt upp á við. KOMA SVO LIVERPOOL!!

  43. Hælbítum til hróss má segja að þeir hafa alemennt vit á að narta í aðrar tegundir en eigin. Það virðist ekki vera tilfellið með suma (því miður nokkuð marga) hér að ofan. Skammist ykkar!

    Held ég bíði eftir skýrslunni.

  44. þessi þarna suarez sem var einusinni í liverpool væri ekkert búinn að vera betri ef hann væri enn i liverpool… fynst það gleymast alveg að sá sauður væri enþá í leikbanni…. og fyeir utan að ef hann hefði verið áfram væri ekki fræðilegur möguleiki að bannið hefði verið stytt…..

  45. Real kaupir Sterling í sumar og Brendan mun eyða peningunum í drasl leikmenn á markaðnum.

    Þetta lið mun ekki enda í topp 4 í deildinni, best að reyna að njóta þessa leikja sem eftir eru hjá LFC í meistaradeildinni í þessum riðli.

  46. Ef Rodgers breytir ekki í hálfleik. Þá er ég búinn a? missa alla trú á honum.

  47. Kæra fólk! Þetta var nú vitað fyrirfram…. Liverpool hafa hrunið að nýju og þetta verður önnur fokking eyðimerkurganga næstu 7 ár.

    Við eigum bara ekki nógu góða leikmenn. Það er bara þannig. Í fullorðinsdeildinni þarf menn en ekki litlar mýs…

    Þetta er allt farið í klósettið hjá Rodgers…

    Í einu orði sagt

    Pínlegt

  48. Ég hef verið Brendan maður frá byrjun og var sérlega ánægður með hann í fyrra, eins og flestir poolarar. En í dag renna á mann tvær grímur. Kallinn virðist ekki höndla pressuna eða væntingarnar sem gerðar eru til liðsins eftir síðasta tímabil. Ég fullyrði að LFC football club hafi sjaldan eða aldrei verið eins mikið “minnimáttar” og í þessum leik. Okkar ástsæli klúbbur, stórklúbbur með svona aulaviðhorf í leik.

  49. Madridingar slaka á í seinni,el classico hjá þeim á laugardag,við skorum 2,engin skömm að tapa 2-3 fyrir real madrid!!!

  50. Hvað eru menn alltaf að hrauna yfir staka menn í liðinu?? Mignolet….. Johnson o.fl. Real er einfaldlega klassa fyrir ofan okkar lið og það er eitthvað meira að en ákveðnir einstaklingar í liðinu! Það hafa síðustu vikur sýnt okkur. Ég treysti því að Brendan Rodgers vinni hörðum höndum að því að snúa þessu við!

  51. Þvílík breyting á flæði hjá liðinu þegar Balotelli er farinn út af. Grunar að hann hafi verið tekinn út af í kjölfarið á því að skipta á treyjum við einhvern RM leikmaninn í göngunum á leiðinni inn í klefa. Þvílíkur douchebag.

  52. Er einhver með link á leikinn fyrir mig. Langar að sjá síðustu mínuturnar. Átti alltaf von á tapi, þetta er vondur tími að mæta Real. Það er bara þannig. Það þýðir samt ekki Liverpool sé glatað og geti ekki ná Meistaradeildarsæti.

    Við skulum ekki gleyma hvað Brendan bauð okkur uppá skemmtilegt tímabil síðast. Sóknarbolti sem átti sér engan líkan í evrópu að flestra mati. Þetta er breytt lið og þarf tíma.

  53. Erfiður leikur og öflugir mótherjar. SAMT, byrjuðum vel en vorum skelfilega óheppin. Margt jákvætt í okkar leik og góður skóli fyrir okkar menn. Það jákvæða er að við tökum ekki meira en 3 töpuð stig með okkur en margfalda reynslu fyrir framhaldið.

    YNWA, þar með talið okkar menn sem oft gleymast þegar hlutirnir ganga ekki eins og við hefðum óskað.

    Áfram Liverpool

  54. Ætla að breyta um umræðuefni hérna og segja ykkur hvað ég borðaði í hádeginu, ég fór í mat í vinnunni og fékk mér kjúkling sem var steiktur uppúr tælenskri kryddjurt og með því borðaði ég brokkolí og gulrætur soðnar og drakk vatn með. Góða helgi ég er farinn út í sígó

  55. FOOOOOOOOOOOOOOOKKKK

    Ég hlakkaði svo til þessa andskotans tímabils! LOKSINS leit út fyrir að við værum að fara að vera með Chelsea, City, Arsenal og scum í partíinu….

    Ég er ógeðslega svekktur og gjörsamlega heartbroken.

    Að sjá uppáhadsliðið mitt sem ég elska svooooooooooo mikið álast um í skítnum.

    Sárt

  56. Emre Can allan timann í byrjunarlidid! Sá eini sem torir ad gera eitthvad tarna

  57. Að stuðningsmaður Liverpool skuli lýsa leikmönnum liðsins sem “ruslið ur southampton”. Algjörlega gáttaður á því að menn skuli láta svona út úr sér, gerði mér ekki grein fyrir því að hluti stuðningsmanna liðsins væru svona mikið rusl.

  58. Þetta er nákvæmlega það sem ég bjóst við – gæðamunurinn er einfaldlega of mikill.

    Barnaleg kaup hafa tryggt það að liðið kemst ekki í meistaradeild á næsta tímabili.

  59. 0-3 undir á heimavelli og tökum senterinn af velli í stað miðjumanns!!! Flestir hefðu nú sett annan senter inn á fyrir miðju- eða varnarmann… erum við ekki að spila á Anfield!

  60. Það styttist í næsta leik gegn Real, uuuffff get ekki beðið
    Mín versta martröð verður ef við komumst ekki uppúr riðlinum í CL og að ná ekki top fjórum í deild og man utd nái top fjórum í deildinni.
    Ástæðan fyrir góðu gengi í fyrra var Suarez og ástæðan fyrir slæmu gengi núna er salan á honum og kaupa lélega leikmenn fyrir 100 punda+ sem geta ekkert.

  61. Finnst menn gleyma því að við ekki bara misstum Suarez frá liðinu heldur er Sturridge líka meiddur. Við erum semsagt búnir að vera án 52 marka manna bróðurpartinn af tímabilinu. Hvaða lið ætli myndu þola þetta? Ef við tækjum Benzema og Ronaldo frá Real. Messi og Neymar frá Barcelona. Ibrahimavic og Cavani frá PSG. Costa og Hazard frá Chelsea.

  62. Hlustið á þetta, svona hljóma alvöru stuðningsmenn, YNWA hljómar um Anfield 0-3 undir eftir 90min

  63. #108 . real eru samt án ramos , bale og carvajal sem eru allir byrjunaliðsmenn en það er ekki að sjá á þeim

  64. #94
    Frábært viðhorf og skilningur. Þeir sem halda með Liverpool hljóta að geta tekið undir þín skrif…

  65. Garðar. Hversu mörg mörk skoruðu þessir ágætu kappar í fyrra og eru þetta megin sóknarstoðir Real Madrid?

  66. Brendan reid liðið upp á 2 tímabilum og tróð því svo oní rotþró aftur!

  67. Snæþór,ef við værum ekki alltaf að leka inn aulamörkum,leik eftir leik þá þyrftum við ekki að skora 3+ mörk til að vinna leiki: sóknin byrjar á öftustu línu!!!

  68. Ludo voru að vinna Basel. Þessi riðill er gaaaalopinn ennþá. Allt sem þarf er að taka Basel heima og klára Ludo í Rassgati.

  69. Þetta er farið að verða töluvert áhyggjuefni hvað Liverpool eru búnir að vera lélegir á þessari leiktíð. Maður hefur líka áhyggjur af því að menn séu ekki að ná að kaupa rétt í þetta lið. Hvernig stendur til dæmis á því að Southamton séu ofar en Liverpool í deildinni. Mér finnst að menn hafi ekki nýtt þessa peninga frá Suarez skinsamlega. Það sést á svona kvöldum hvað við erum mörgum klössum fyrir neðan þessi bestu lið. Liverpool búið að vera mjög lélegt varnalega síðan BR tók við og hann virðist ekki vera að ná að stoppa það þrátt fyrir að vera búinn að eyða einhverjum 60 milljónum í varnamenn eins og einhver benti á. Sóknarlega er liðið síðan bara hræðilegt og Balotelli hefur ollið mér miklum vonbrigðum.

  70. Ætli Sterling verði ekki bara framherji í næsta leik ef Rodgers treystir ekki Lambert? Ég bara sé ekki Balo gera nokkuð. Það er bara eitthvað að í hans leik, hann er að spila eins og 2.deildar framherji.

  71. Outplayed, outclassed. Við getum huggað okkur við það að ekkert enskt lið kemst með tærnar þar sem Real hefur hælanna.

    Ég efast um að 1 leikmaður úr byrjunarliði okkar kæmist í byrjunarlið Real.

    Nenni ekki að ergja mig yfir þessu. Við erum enn í dauðafæri með að ná 2. sæti í riðlinum en Búlgararnir unnu Basel í kvöld.

    Bring on Hull nk. laugardag.

  72. Það þarf að byrja að laga vörnina og það strax, ömurlegt að þurfa að skora 3 mörk á móti botnliði deildarinnar til að vinna.

    Laga vörnina
    Laga vörnina

  73. Byrjuðum af krafti og mér fannst við ekki búnir að vera síðri en Real áður en þeir skora þetta frábæra mark.
    Svo er það einfaldlega klaufaleg varnamisstök sem gera það að verkum að við vorum 3-0 undir. Glen Johnson og Skrtel áttu þau mörk.
    Mér fannst við oft vera að spila ágætlega út á vellinum og héldum boltanum nokkuð vel og voru svona næstum því að komast í færi.

    Þeir voru númer of stórir fyrir okkur í dag en ég er líka á því að þeir eru númer of stórir fyrir öll lið í heiminum sem heita ekki Bayern eða Barcelona.

    Nú er bara að taka Hull í næsta leik. Við erum enþá fyrir ofan Man utd, Arsenal og Tottenham í deildinni, við erum enþá inni í öllum bikarkeppnum. Það er alveg óþarfi að fara í eitthvað þunglyndi yfir að tapa fyrir Real sem eru einfaldlega klassa fyrir ofan okkur.

  74. Gátum ekki rassgat í þessum leik. Skömm að þessu liði í kvöld. Liverpool á Anfield og gjörsamlega niðurlægðir. Því miður þá er þetta bara staðreynd. RM leit hins vegar betur út en ég bjóst við. Hrikalega góðir.

  75. Leiðinlegt að sjá eitt skemmtilegasta sóknarlið heims ekki geta búið til eina sókn gegn Real Madrid sem voru ekki einu sinni á 100% keyrslu. Bjóst við tapi, en það hlítur að vera slæmt þegar við eigum ekki eitt færi.

  76. Real Madríd hafa handvalið bestu leikmenn í heimi undanfarin ár og eru með þá í sóknarlínunni hjá sér. Liverpool seldi Suarez og missti Sturridge í meiðsli.

    Ég er jafn fúll og aðrir með vörnina í dag, Balotelli o.s.frv. en þetta er leikur sem okkar menn læra vonandi af og stórbæta sig út frá. Enginn stóridómur sem fellur í kvöld.

  77. Að gagnrýna liðið er í fínu lagi en það hljóta að vera einhver takmörk. Sumir hérna hljóma eins og þeir hafi stokkið á LFC-vagninn á síðasta tímabili og fara fljótlega í Jóa Útherja og kaupa sér chelsea treyju!

    Ég persónulega var spenntur fyrir þessum leik og hlakkaði til að sjá hvernig margir myndu bregðast við á stóra sviðinu. Margir stóðust ekki prófið en læra mikið á þessum leik. Ef þeir verða spurðir á morgun þá hljóta einfaldlega flestir að viðurkenna það að í kvöld mættum við einfaldlega betra liði á öllum sviðum. Þetta lið er í topp 3 í heiminum og Liverpool eru það einfaldlega ekki. Við getum alltaf unnið svona leik endrum og sinnum og við fáum fleiri tækifæri.

    Við erum ekki með lið sem getur krafist þess að sigra lið á borð við Real Madrid, Bayern og Barcelona í dag. En við erum að búa til lið sem vonandi verður til þess fallið í framtíðinni, sá tími er ekki núna.

    Moreno, Henderson, Allen, Can, Sterling, Markovich, Balotelli og Coutinho eiga allir nokkur ár í að toppa og þrátt fyrir að sumir nái aldrei þeim hæðum sem við viljum þá er ég allavega til í að gefa þeim tækifæri og krefst þess ekki að þeir verði seldir eftir tap gegn Real Madrid.

    You’ll Never Walk Alone.

  78. sá að það var talað um að setja 2 framherja inná hvernig fáiði það út real voru að stjórna miðjunni á þá að taka út miðjumann og setja center inn ? væntanlega setti hann miðjumann inn fyrir balotelli til að stjórna miðjunni . Og já veit ekki hvort ég muni koma aftur inná þessa síðu eftir sum ummælin hérna inná takk í bili bless

Real Madríd mætir á Anfield

Liverpool – Real Madríd 0-3