Kop.is Podcast #69

Hér er þáttur númer sextíu og níu af podcasti Liverpool Bloggsins!

KOP.is podcast – 69. þáttur

Þið getið hlustað á þáttinn beint með því að nota spilarann hér fyrir ofan en þið getið líka smellt á DOWNLOAD-takkann og sótt mp3-skrána ykkur til hæginda. Einnig er hægt að gerast áskrifandi að þættinum á iTunes með því að setja þennan link, í RSS-áskrift undir podcast-lið iTunes.

Ég (Kristján Atli) stýrði þættinum. Með mér að þessu sinni voru SSteinn og Babú.

Í þessum þætti fórum við yfir hörmulegan septembermánuð í nær öllum keppnum og skoðuðum stöðu liðsins í dag.

22 Comments

  1. Það sem þessi video hér að ofan sanna er að Valdez líkt og Mignolet er mistækur. 🙂

  2. Mér finnst vanta í playbookið hjá Rodgers að spila vörn. Ég er hrifinn af hans hugmyndafræði að spila sóknarleik no matter what en hvenær hefur maður séð liðið spila skipulagða vörn til dæmis á erfiðum útivelli? Ég held að þetta eigi eftir að kosta okkur í vetur og mér finnst við minna svolítið á Arsenal í augnablikinu. Yfirspilum flesta en missum óþarfa stig út um allt vegna þess að mörk eru að leka inn.

  3. Getið þið komið með nafn á markverði sem væri ekki hægt að gera 5 mínútna youtube myndband um bæði stórkostlegar markvörslur og svo annað með tómu klúðri? Og þá meina ég markmenn sem spiluðu eftir að upptökur hófust á leikjum…… Þetta endalausa mat á gæðum leikmanna með youtube myndböndum er alveg komið í staðinn fyrir Football manager og ég veit ekki hvort er verra.

  4. Það sem Þorvarður sagði.

    Hef ekki sterka skoðun á Valdes, hvorki af eða á nema ég efa að hann veiki Liverpool komi hann á þessum tímapunkti. Hann hefur sína galla en hjá Barca má benda á að þar var hann vanur að spila með ákaflega sókndjafra vörn fyrir framan sig. Þeir misstu ekki oft boltann en þegar það gerðist lenti Valdes oft í erfiðri stöðu og stóð sig vel. Hann hefur alltaf verið fullgildur meðlimur í þessu frábæara Barca liði og bætt sig með árunum.

    Hef aðallega áhyggjur af því hvernig hann kemur úr þessum meiðslum.

  5. Myndbandið með markvörslunum er lengra heldur en klúðursmyndbandið.

    Nuff said.

  6. Lovren búinn að draga sig út úr landsliðinu vegna meiðsla. Það á ekki af okkur að ganga varðandi þessa landsleiki.

  7. Ég ætla vera fyrstur til að koma með formlega kvörtun á lengd þáttarins. Þátturinn er rúmar 83 mínútur en venjulegur geisladiskur rúmar ekki nema 80 mín. Þetta fuckar alveg upp deginum, þegar langur akstur er frammundan.

    En samt ekkert vanþakklæti hér… takk fyrir þáttinn strákar.

  8. Eina sem ég var að benda á var að Valders væri ekki fullkominn með þessu myndbandi hér að ofan. Það var aldrei tilgangurinn að lítillækka hann eða skíta hann út. Ég veit vel að hann er heimsklassamarkvörður. Annars hefði hann aldrei verið aðalmarkvörður Barcelona í fjöldamörg ár.

    Eina sem ég var að velta fyrir mér er hvort – Liverpool mætti við svona mistökum þegar við erum ekki að skora meira en raun ber vitni ?

    Ég man aldrei eftir því að Mignolet hafi nokkurn tíman ollið marki með því að senda boltann beint á mótherja eftir að hann hefur fengið boltann í fæturnar en það hefur Valdes gert oftar en einu sinni. Geri ráð fyrir því að hann fengi verrri útreið en Kolo Toure ef hann myndi kosta okkur sigur með þannig hætti.

    Það bendir allt til þess að ástæðan fyrir þessum mistökum er út af leiksskipulaginu. Mögulega græðir Barcelona meira á því en tapar þegar Valdes tekur þátt í spilinu -því þá getur opnast svæði fyrir menn á miðjunni. Allavega talaði Eiður Smári um að sendingargeta Valdes væri stórfengleg og hann valdi hann sem besta markmann sem hann hefur spilað með.

    Svo það sé á hreinu þá held ég að það sé mikill fengur að fá Valders til liðs við okkar menn. 🙂

  9. Afhverju getum við ekki bara keypt almennilega leikmenn? Við erum stórt félag og spilum í Meistaradeild, ættum alveg að hafa aðdráttaraflið.
    Þreytandi að geta bara toppframherja sem er tæpur á geði (Balotelli) og markvörð sem var að toppa fyrir tveimur árum. (Valdes)

    Alveg kominn tími að fá e-n sem er á toppaldri og er að toppa akkúrat núna.

  10. Glæsilegt podcast,annars langar mer að segja eitt, markvörður sem leysti Valdes af setti met um daginn mep mest haldið hreinu i la liga….annars er flott að fá hann upp á samkeppnina en alls ekki given first choice goða helgi bræður 🙂

  11. Mig dreymir um að fá PéturTékk í markið okkar, jafnvel þó hann sé orðinn þetta gamall. Að mínu mati einn sá allra besti í dag.

    Valdes myndi líka styrkja liðið held ég en meira kannski sem hvatning til Mignolet en Tékk myndi bara koma inn sem aðalmarkvörður. Og Helst í janúar !
    :O)

  12. “Það er alltaf talað um Gerrard eins og Hann sé með göngugrind og búi á Hrafnistu” Hahaha!

    Frábært Podcast og fínt til að drepa smá tíma á annars rólegum Laugardegi.

  13. Var sá eini sem fannst á þessi svaka shot stopper video hjá Valdes þá ver hann nánast alltaf boltann beint í teiginn og lendir aftur í svaka vandræðum held að svoleiðis markvörslur mundu kosta ansi mörg mörk á Englandi en að fá Pétur Tékk já takk!

  14. Valdes hvað ? sem betur fer virðist hann ekki að vera að koma. Ekki góður markmaður….

  15. Sælir félagar

    Takk fyrir frábæran þátt þá loksins að ég fékk tíma til að hlusta á hann. Til viðbótar við Lovren er Markovic kominn á meiðslalistann. En hvað um það. Við fáum einhverja inn fyrir næsta deildarleik og allt er uppávið í framtíðinni.

    Það er nú þannig

    YNWA

  16. Pétur Tékk er ekki gamall hann hann er 32 ára sem þýðir að hann á 6 – 8 mjög góð ár eftir! Plús þá situr hann drullu óánægður á bekknum hjá Chelsea þannig afhverju ekki að rífa upp veskið og fá alvöru markmann til Liverpool !!!

  17. Ospina er landsliðsmarkvörður Kólumbíu en ekki Mexíkó. Ochoa er markvörður Mexíkó og hann var keyptur til Malaga eftir HM.

  18. Liverpool Ladies voru að hirða enska titilinn í síðustu umferðinni! Kallar slíkt ekki á nýja færslu?

  19. Takk fyrir hamingjuóskirnar Kristján Atli. Það er virðingarvert að kunna að tapa 🙂

Opinn þráður – Samningsviðræður við Sterling og Henderson

Ferðasaga – Hópferð Kop.is á Liverpool – W.B.A.