Meistaradeildin – Real Madríd – Basel – Ludogorets

KOMDU MEÐ KOP.IS Á ANFIELD!
SJÁ UPPLÝSINGAR HÉR!

16:45: Þar með er þetta orðið ljóst, Liverpool er í B – riðli sem er svona:
Real Madríd
Basel
Liverpool
Ludogorets

Flott mál. Það var alltaf að fara koma eitt risalið úr potti 1 og Real Madríd verður spennandi, við vorum líka underdogs gegn þeim síðast og pökkuðum þeim saman.

Ef Liverpool hefur ekki Basel í annarri tilraun á liðið ekkert erindi í 16-liða úrslit keppninnar. Sluppum við mörg sterk lið í potti 2

Sama á við um nýliðana í Ludogorets, það var hægt að fá mun erfiðasri andstæðinga úr potti 4.

Hin ensku liðin eru einnig í góðum málum, Það mætti halda að Roman hafi dregið í riðla þetta árið. Arsenal fer áfram nema stórslys eigi sér stað. Man City var lang óheppnast enda fá þeir bæði Bayern og Roma. Þeir eiga samt léttilega að hafa Roma.

Næsta mál á dagskrá, hverjir í fjandanum eru Ludogorets? 🙂

Svona eru allir riðlarnir


16:40 Pottur 4 er kominn
A – A. Madríd – Juventus – Olympiakos – Malmö
B – Real Madríd – Basel – Liverpool – Ludogorets
C – Benfica – FC Zenit – Leverkusen – Monaco
D – Arsenal – Dortmund – Galatarsaray – Anderlecht
E – Bayern – Man City – CSKA – Roma
F – Barcelona – PSG – Ajax – Apoel
G – Chelsea – Schalke 04 – Sporting – Maribor
H – Porto – Shakthar Donetsk – Athletic – Bate Borisov

Bring it on

16:30 Pottur 3 er kominn líka
A – A. Madríd – Juventus – Olympiakos
B – Real Madríd – Basel – Liverpool
C – Benfica – FC Zenit – Leverkusen
D – Arsenal – Dortmund – Galatarsaray –
E – Bayern – Man City – CSKA –
F – Barcelona – PSG – Ajax –
G – Chelsea – Schalke 04 – Sporting –
H – Porto – Shakthar Donetsk – Athletic –

16:20 Pottur 2 kominn líka
A – A. Madríd – Juventus –
B – Real Madríd – Basel –
C – Benfica – FC Zenit –
D – Arsenal – Dortmund –
E – Bayern – Man City –
F – Barcelona – PSG –
G – Chelsea – Schalke 04 –
H – Porto – Shakthar Donetsk –

16:10 Pottur 1 kominn
A – A. Madríd
B – Real Madríd
C – Benfica
D – Arsenal
E – Bayern
F – Barcelona
G – Chelsea
H – Porto

16:05 Arseblogger um að gul spjöld gilda ekki eftir 8-liða úrslit

16:00 – Sendiherra keppninnar í ár (eða álíka) er Karl-Heinx Riedle, fyrrum leikmaður Liverpool. Hann er mættur á svið núna og spennan er í algleymingi yfir því hvað hann hefur að segja.

15:45 Uppfært: Þá byrjar ballið hér er að horfa á þetta hérna í beinni útsendingu.


KOMDU MEÐ KOP.IS Á ANFIELD!
SJÁ UPPLÝSINGAR HÉR!

Það er fimm ár upp á dag síðan Liverpool var síðast með í pottinum þegar dregið var í riðla Meistaradeildar Evrópu, hér er færslan frá þeim degi. Léttur riðill á pappír sem reyndist okkar mönnum of erfiður.

Liverpool er heldur betur mætt aftur til leiks og gerðu það með látum á síðasta tímabili og guð minn góður hvað við höfum beðið eftir þessu. Fyrir þá sem muna ekki eftir Liverpool í þessari keppni þá er þetta dæmigert Meistaradeildarkvöld á Anfield með hinum ljúfu Meistaradeildartónum…

Útsending frá drætti riðlakeppninnar hefst klukkan 15:30 að Íslenskum tíma (m.v. sjónvarpsdagskrá Sky) og líklega er dregið ca. hálftíma seinna eftir innihaldsríkan og áhugaverðan jakkafata formála. Það er dregið í Monaco þannig að gera má ráð fyrir að jakkafötin verði aðeins í´ðí á morgun. Vonum að þetta moment verði a.m.k. toppað þó það sé nánast ekki hægt.

Þar sem Liverpool tók svona langt launalaust leyfi frá Meistaradeildinni og Evrópukeppnum yfir höfuð þá erum við í Potti 3 þegar dregið verður. Kerfið í fótboltanum miðast auðvitað við að hámarka virðið og það er gert með því að hafa svona styrkleikaröðun þegar dregið er svo stóru liðin mætist ekki strax í riðlakeppninni, eins er passað að lið mætist ekki frá sama landi. Góður árangur í Meistaradeildinni nokkur ár í röð og þitt lið fær léttari riðla. Síðast þegar Liverpool var með þá vöru öll ensku liðin í potti 1 enda öll búin að fara í úrslit árin á undan.

Chelsea og Arsenal hafa verið stöðug í Meistaradeildinni undanfarin ár og unnið sér rétt til að vera í potti 1 þrátt fyrir að Arsenal hafi rétt slefað inn núna, bæði í deildinni heimafyrir og nú í undankeppninni fyrir riðlakeppnina. Man City eru ennþá svo nýríkir og hafa staðið sig það illa að þeir eru ennþá bara í potti 2. Árið 2005 fóru Liverpool inn sem Meistarar þessarar keppni en voru samt í potti 4 og þurftu að spila keppnina frá fyrstu umferð. Stórleikur hjá FIFA það ár.

Hér má sjá hvernig staðan er á þessum styrkleikalista.


32 lið eru í pottinum á morgun og raðast þau í 8 riðla. Ég ætla aðeins að lista þessa riðla upp.

Pottur 1.
Real Madrid – Spain – Upphitun feb 2009
Barcelona – Spain – Upphitun feb 2007
Bayern Munich – Germany – Super Cup 2001 (Wikipedia)
Chelsea – England – Leikskýrsla maí 2005
Benfica – Portugal – Uppphitun mars 2010
Atlético Madrid – Spain – Upphitun apríl 2010
Arsenal – England – Leikskýrsla apríl 2008
Porto – Portugal – Upphitun sept 2007

Allt lið sem Liverpool hefur mætt áður og flestum þeirra oft. Persónulega vill ég nú sleppa við risana í riðlakeppninni og horfi frekar til Porto, Benfica eða Atlético Madrid. Partur af mér er þó öskrandi BRING THEM THE FUCK ON og er nákvæmlega sama hverjum við mætum. Þeir eru að útkljá þetta hjá mér góði og vondi kallinn.
Eðlilega er ekki neinn auðveldur andstæðingur í þessum potti. Brendan Rodgers er líklega meira en tilbúinn að reyna sig gegn þjálfurum eins og Guardiola og Simeone en við vitum það auðvitað öll að Liverpool er að fara fá Luis Suarez og Barcelona.


Pottur 2
Schalke – Germany
Borussia Dortmund – Germany – Textalýsing Guardian okt. 2001
Juventus – Italy – Upphitun apríl 2005
Paris Saint-Germain – France – LFCHistory apríl 1997
Shakhtar Donetsk – Ukraine
Basel – Switzerland – Upphitun Liverpool.is sept. 2002
Zenit St Petersburg – Russia – Upphitun feb 2013
Manchester City – England

Hér er líklega lykillinn í 16-liða úrslit og margir spennandi andstæðingar, bestu 4 liðin hér eru alls engu verri en neðstu 4 liðin í potti 1. Jurgen Klopp og félagar í Dortmund væri rosalegt einvígi, Rodgers væri klárlega til í að fá þá leiki á stóra sviðinu. Juventus kúkaði illa upp á bak í fyrra í furðulegum leik í Tyrklandi og er líklega einungis í potti 2 af þeim sökum. Þar er mannskapur til að fara nánast alla leið en það er spurning hversu sterk Seria A er núna og hver áhrifin verða af þjálfarabreytingunum nú í vor.

PSG er einnig í þessum hópi en það er rétt eins og City að vinna sig upp þennan styrkleikalista í krafti Olíuauðæfa í Mið-Austurlöndum. Bæði lið verða líklega í potti 1 á næstu 2-3 árum. Við viljum sleppa við ferðalag til Frakkalands þó þetta sé alveg eins í hina áttina, þá langar líklega að sleppa við Sakho og félaga á Anfield.

Brendan Rodgers var með Liverpool í Evrópukeppni á sínu fyrsta tímabili og féll úr leik gegn Zenit Petersburg, gömlu félögum Martin Skrtel. Ferðalag til Rússlands er aldrei heillandi þó ég sjái ekki að þessi 1-2 auka klukkutími í hágæða flugvél sé mikið mál, verra með hitastigið á leikdegi. Zenit er lið sem ég myndi ekki taka illa í að fá upp úr hattinum og við eigum harma að hefna gegn þeim.

Eingöngu út frá knattspyrnulegum sjónarmiðum ætti það að vera kostur að fá Shakhtar Donetsk núna. Það er bókstaflega stríð í Úkraínu núna og fer það helst fram í Donetsk, Donbass völlurinn varð fyrir sprengingum í síðustu viku. Shakhtar spilar heimaleiki sína 600 km frá sínum heimavelli eins og er. Liðið þeirra er ennþá alveg sterkt en ekkert sem Liverpool á að hræðast. Á móti vill maður bara alls ekki sjá Liverpool þurfa að ferðast til Úkraínu þetta árið.

Af rest eru tvö lið sem eru sýnd veiði en ekki gefin. Schalke hefur ekki verið að gera gott mót í þessari keppni þó þeir séu ávallt topplið í Þýskalandi og komast jafnan í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar. Það má ALDREI vanmeta Þjóðverja og Schalke er með mjög öflugan heimavöll. Hitt liðið er Basel sem við eigum heldur betur harma að hefna gegn frá 2002/03 tímabilinu er þeir slóu okkur eftirminnilega úr leik í riðlakeppninni. Það fór ekki vel ofan á Diouf, Diao og Cheyrou kaup Hoyllier.


Pottur 3
Bayer Leverkusen – Germany – Upphitun mars 2005
Olympiakos – Greece – Leikskýrsla des 2004
CSKA Moscow – Russia – Leikskýrsla ágúst 2005 – Super Cup
Ajax – Netherlands – Liverpoolfc.com desember 1966
Liverpool – England
Sporting Lisbon – Portugal
Galatasaray – Turkey – Upphitun sept 2006
Athletic Bilbao – Spain

Þessum liðum getum við ekki mætt og eins og sjá má þá er Liverpool klárlega það lið sem liðin í potti 1, 2 og 4 vilja sleppa við úr potti 3. Eins og þeir hjá Anfield Wrap orðuðu það svo vel, Liverpool gerir sinn riðil að dauðariðlinum.


Pottur 4
Anderlecht – Belgium – Leikskýrsla okt 2005
Roma – Italy – BBC mars 2002
Ludogorets Razgrad – Bulgaria
Apoel – Cyprus
Bate Borisov – Belarus
Maribor – Slovenia
Monaco – France – Upphitun nóv. 2004
Malmo – Sweden – Viðureignir 1967

Hér er mesti efniviðurinn í upphitanirnar. Mínir menn í Ludogorets komust í riðlakeppnina í fyrsta skipti með stórbrotnum hætti eftir vítaspyrnukeppni þar sem miðvörður liðsins fór í markið, skoraði úr fyrstu spyrnunni og varði svo tvær. Markvarðafræðingurinn LVG er þegar farinn að vinna í því að kaupa hann.

Roma og Monaco eru augljóslega þau lið sem við viljum sleppa við hérna þó saga Liverpool og Roma sé áhugaverð og okkur í vil í þessari keppni. Stuðningsmenn Liverpool vilja a.m.k. ekki fara til Rómarborgar enda ávallt fengið hræðilegar móttökur þar.

Aopel, Bate Borisov og Maribor eru þannig lið að ef Liverpool vinnur þau ekki hefur liðið ekkert að gera áfram í 16 liða úrslitin.

Roy Hodgson einvígið er síðan raunverulegur möguleiki eftir frábæran leik Malmö í kvöld og Svíarnir klárlega það lið sem flestir hérna myndu vilja sjá dragast gegn Liverpool. Ekki síst þar sem stór hluti lesenda er búsettur í Skandinavíu og Malmö er svo gott sem í Kaupmannahöfn. Einar Örn færi a.m.k. strax í að leita sér að miða á leikinn.


Svona horfir þetta við mér, endilega komið með ykkar óskamótherja og aðrar vangaveltur um þetta. Við uppfærum líklega þennan þráð á morgun þegar drátturinn byrjar.

Mikið djöfull er gaman að vera komnir aftur.
Gerrard - Moyes koss

p.s.

Talandi um svona bikarkeppnir sem ekki öll lið eru með í þá fengum við Middlesbrough heima i 3.umferð Carling Cup.

92 Comments

  1. Spá:
    Barcelona
    Dortmund
    Liverpool
    Roma

    Rosalega veislan sem þetta verður!

  2. Ég var einmitt líka á þessum leik Liverpool -Barca ’07. Sat í KOP stúkunni og stemningin var engu lík. Evrópukvöld á Anfield er einstök upplifun. Loksins loksins loksins eru Liverpool komnir þar sem við eigum að vera, meðal þeirra bestu í ensku og í Champions league.

    Get varla beðið eftir fyrsta leik í CL og eftir að horfa á video-ið fyrir ofan kitlar manni ansi mikið að fara aftur á evrópukvöld á Anfield! Þvílík snilld að vera komnir aftur.

    Draumariðill fyrir mér er:

    Barcelona (sæll Suarez)
    Basel (vil engan dauðariðil + stutt ferðalag)
    Liverpool
    Malmö (spurning um að skella sér út).

    Einn spenntur.

    YNWA

  3. Henti til gamans link af semi handahófi á upphitanir, leikskýrslur og annað tengdum viðureingum Liverpool gegn þeim liðum sem verða í pottinum á morgun. Flest af þessu eru upphitanir eða leikskýrslur af þessari síðu undanfarin 10 ár.

    Gaman að kíkja á margt af þessu.

  4. Ja hérna. Það er komið að því. Ég er eiginlega enn að meðtaka að við séum aftur með í CL og svo er drátturinn bara á morgun. Mín tilfinning er sú að við komust upp úr þeim riðli sem við lendum í og þá fáum við Barcelona og Suarez. Algjörlega skrifað í skýin.

    Mér er nokkuð sama hvaða lið við fáum og staðinn ætla að ég segja ykkur frá einni afar heimskulegri spurningu sem ég fékk eitt sinn frá manni sem heldur með ónefndu liði:

    “Ef þú mættir velja, hvort vildurðu að Liverpool yrði Englandsmeistari eða kæmist í Meistaradeildina?”

    Ég: “Englandsmeistarar, með því kæmust við sjálfkrafa inn í meistaradeildina….döhh” 🙂

  5. Benfica
    Shakhtar
    Liverpool
    Anderlecht

    Þið sáuð þetta fyrst hér. Síðan sláum við barca út í 16 liða 🙂

    YNWA

  6. Óskariðillinn minn (B&L riðillinn):
    Benfica
    Basel
    Liverpool
    Ludogorets Razgrad

    Síðastnefnda liðið er þarna einungis vegna borgarkynningarinnar sem boðið yrði uppá – og svo væri nafnið auðvitað endalaus uppspretta aulabrandara (sbr. Rassgat).

  7. Vonandi verður þetta:

    Porto
    Basel
    Liverpool
    Malmö

    Hef þó meiri trú á:
    FC Bayern (hæ Reina)
    PSG
    Liverpool
    AS Roma

  8. Ég þori að leggja hest minn að veði að við fáum Barca, það er bara eitthvað svo klisjukennt og líka dásamlegt. Annars spái ég þessu svona:

    E-riðill
    Barcelona
    Basel
    Liverpool
    Malmö

    Djöfull verður þetta gaman.

    ps. hefði alveg verið til í að fá Alonso aftur á Anfield…

  9. Ég fyrir mitt leyti vil fá eins auðveldan riðil og mögulegt er þannig að draumariðillinn minn er:

    Porto
    Basel
    Liverpool
    Malmö

    Riðillinn sem ég vil síst fá er:

    Bayern
    PSG
    Liverpool
    Roma

    Ég spái eftirfarandi (er alveg viss um að Juventus verði með okkur í riðli):

    Athletico
    Juventus
    Liverpool
    Bate

    Ps. Djöfull er ég spenntur fyrir því að heyra meistaradeildarlagið spilað undir þegar Liverpool gengur inn á völlinn

  10. Ég held að það henti Liverpool ekki að fá of “auðvelda” andstæðinga ef maður getur tekið svo fjálglega til orða. Basel, Porto og Benfica eru bara vesen, Real Madrid, Dortmund og Roma eru lið sem henta betur. Ég ætla að spá:

    Bayern Munchen
    PSG
    Liverpool FC
    Monaco

    Og þetta verður riðill D 😉
    Spurning hvað hægt verður að kalla riðilinn samt…

  11. Ég held að það henti Liverpool ekki að fá of “auðvelda” andstæðinga ef maður getur tekið svo fjálglega til orða. Basel, Porto og Benfica eru bara vesen, Real Madrid, Dortmund og Roma eru lið sem henta betur. Ég ætla að spá:

    Bayern Munchen
    PSG
    Liverpool FC
    Monaco

    Og þetta verður riðill D 😉
    Spurning hvað hægt verður að kalla riðilinn samt…

  12. “Dauðariðill” er eitthvað svo neikvætt orð. Væri “náriðill” ekki betra?

    Eða ekki.

  13. Náðuð þið þessu ekki örugglega hjá mér, eða á ég að pósta í þriðja sinn ?

  14. Langar bara að benda mönnum á það að við getum ekki lent í riðli með PSG og Monaco þar sem bæði liðin eru frá Frakklandi.
    Persónulega væri ég til í að sjá riðilinn svona:
    Atlético Madrid
    Borussia Dortmund
    Liverpool
    Malmö

  15. Sko mig langar geðveikt að mæta alvuru liðunum, því jú það var pointið með að spila í þessari elskulegu deild! En svo langar manni auðvitað í auðveldan riðil til að vera “safe” áfram, sem hefur reyndar sýnt sig að stóra liðið í auðvelda riðlinum skítur oft á sig.
    Svo að ég held að ég sé kominn með þetta!

    Barcelona
    Juventus
    Liverpool
    Ludogorets Razgrad

  16. Ég krefst þess að Babú komi með upphitanir á alla útileiki í Meistaradeildinni, ég elska ritgerðirnar hans um sögu liðs og borgar, ég ELSKA það.

  17. Kristinn: held að það sé rétt hjá mér að 2 lið frá sama landi, nái ekki að vera í sama riðli svo sem Monaco og PSG 🙂
    Ég spái þessu svona:
    Atlético Madrid
    Juventus
    Liverpool
    Malmö

    YNWA 🙂

  18. Helst vildi ég fá stórlið, en sem væru etv meira stór að nafninu til, en samt ekki léleg, t.d. Roma, schalke, Dortmund, en aldrei Juve. Svo væri fínt að fá barca.
    engan smáliðariðil takk

  19. Nei auðvitað geta PSG og Mónakó ekki lent í sama riðli þar sem þau spila í sömu deildarkeppni, fattaði það ekki. Ég gúddera samt ekki að Mónakó sé frá Frakklandi, þeir eru auðvitað frá Mónakó 🙂

    Bayern Munchen
    PSG
    Liverpool
    Anderlecht

    Svona verður þetta þá og hananú.

  20. það væri týpískt að þetta myndi enda einsog þeir eru að segja á sky
    real madríd
    juventus
    liverpool
    monaco….
    shæse!!!

  21. A number of journalists at the Champions League draw say Liverpool drew Juventus, Monaco and Real Madrid in rehearsals.

  22. Af hverju gàtum við bara lent í A B C? Gerðu þeir mistök? Hvað með F?

  23. Ekki öfundsvert að sjá City menn fara til Munchen og á teppið í Rússlandi. Við erum amk. enn sem komið er í betri málum.

  24. Hvaða bull er í gangi þarna afhverju gátu við ekki lennt í F

  25. Getur einhver sagt mér afhverju Liverpool var ekki með pott F í boði?

  26. Við gátum ekki lent í F vegna sjónvarpsréttinda. Þeir komu inn á þetta í byrjun, riðlar A-D eru leikir á þriðjudegi og riðlar E-H eru miðvikudagsleikir. Geta ekki verið þrír leikir liða frá sama landi sama kvöldið

  27. Arsenal menn eru ekki öfundsverðir verð ég að segja.
    City og Liverpool líka með erfiða riðla en Chelsea eiga að vera öruggir áfram.

  28. Real Madrid
    Basel
    Liverpool
    Ludogorets

    Gæti varla verið sáttari

  29. Babu fær að spreyta sig á Ludogorets upphitun. Það verður legendary 🙂

  30. nice þetta er skemmtilegur riðill , veit samt ekkert hvaða lið lutogorets er en það er þá allavega gefins 6 stig vona ég 🙂

  31. Þurfum við ekki að slá saman í nýtt lyklaborð fyrir Babu fyrir veisluna sem upphitunin fyrir útileikinn gegn Ludogorets verður? 🙂

  32. Merkið hjá Ludogretz Rassgat er eins og eitthvað gamaldags Word document.

  33. Fyrsta skipti í mörg ár sem Man Utd er ekki í léttasta riðlinum.

  34. Þetta er glæsilegt. En ég hefði samt viljað fá Malmö, það hefði verið hentugt.

  35. Babu þegar þú skrifar upphitun fyrir Ludogorets Razgrad leikinn.

    Hvort mun þú copy/paste-a nafnið eða skrifa það alltaf beint?

  36. 7.000 manna heimavöllur Ludogorets er nú ansi krúttlegur!

    [img]http://www.temporatravel.com/data/places_38_1386072123_4849_l.jpg[/img]

  37. Einn fimmaurabrandari í tilefni dagsins:
    Hvað sagði UEFA við Liverpool í dag?
    “Farðu í Razgrat”

  38. Gæti ekki verið betra. Fáum eitt alvöru lið, alls ekki sterkasta liðið í pot 2 og svo nokkuð óþekkt lið fyrir upphitun frá Babú

  39. Sælir allir, veit einhver Hvenær kemur í ljós hvernig leikirnir raðast innan riðlana? svona svo maður geti farið að panta sér miða og flug 🙂

  40. Ef þetta Razgrad lið er ekki eitthvað olíulið þá má ég hundur heita. Það búa 33.000 manns þarna og þetta er gjörsamlega in the middle of nowhere. Babú, gangi þér vel með upphitunina, það er nokkurn veginn ekkert að frétta þarna 🙂

  41. Hérna eru leikdagarnir hjá liverpool fyrir áhugasama

    2014-15 Champions League fixtures
    September 16 – Ludogorets Razgrad (H)
    October 1 – FC Basel (A)
    October 22 – Real Madrid (H)
    November 4 – Real Madrid (A)
    November 26 – Ludogorets Razgrad (A)
    December 9 – FC Basel (H)

    Þetta verður frábært skemmtun, get ekki beðið.

  42. Retweeted by Einar Matthías
    Liverpool Stuff ?@anfield_stuff 1h
    Ludogorets are going to play in Sofia as their stadium can hold only 6000 people.

  43. og hérna í samhengi við leikinna sem eru í kring(FA CUP og deildarbikarinn ekki inni)

    Liverpool – Aston Villa 13 sept
    September 16 – Ludogorets Razgrad (H)
    West Ham – Liverpool 20 sept

    Liverpool – Everton 27.sept
    October 1 – FC Basel (A)
    Liverpool – WBA 4.okt

    QPR – Liverpool 19 okt
    October 22 – Real Madrid (H)
    Liverpool – Hull 25 okt

    Newcastle – Liverpool 1.nóv
    November 4 – Real Madrid (A)
    Liverpool – Chelsea 8.Nóv

    C.Palace – Liverpool 23.nóv
    November 26 – Ludogorets Razgrad (A)
    Liverpool – Stoke 29 nóv

    Liverpool – Sunderland 6.Des
    December 9 – FC Basel (H)
    Man utd – Liverpool 13 .des

    Bara fyrir áhugasama til þess að sjá þetta í samhengi og mikilvægi þess að hafa stóran hóp og dreyfa álagi og þá sérstaklega í Desember því að þar er rosaleg leikjatörn

  44. Nr. 67

    Þó að miðvörður hafi farið í markið hjá þeim, heldur þú í alvöru að þeir séu að fara slá ríkjandi meistara Real Madríd úr þessari keppni?

  45. Þetta verður öruggt hjá Real og við fylgjum þeim svo upp úr riðlinum. Hin liðin hafa einfaldlega ekki gæðin til að stríða liðum í þessum klassa. Það verður þó hörð barátta um Evrópudeildarsæti á milli Ludogorets og Basel.

  46. Flottur riðill.
    Hvert er annars best að fara til að fá miða á útileikinn gegn Madrid? Gæti vel verið að ég verði þar í byrjun Nóvember.

  47. #69
    Kæmi mér ekkert á óvart að Basel færi með þeim upp úr riðli, þeir eru með flott lið.

  48. Hvar er hægt að fá miða og hvenar fara þeir í sölu ? Er með miða á liv vs hull er ekki frá því ad madur lengji ferðina

  49. #70 Skilst að RM hafi aldrei skorað gegn Liverpool í mótsleik af neinu tagi…

  50. Virkilega flottur riðill og LOKSINS erum við mættir til leiks í Champion League!

    Þvílíkt prógram framundan, svona á þetta að vera. 🙂

  51. Ég er Seltiringur og nú stendur yfir bæjarhátið sem endar með stóru balli á lau kvöld. Bæjarhlutum er skipt niður í arbitrary liti og svo vill til að ég bý í rauða hverfinu. Fæ ég ekki Liverpool FC fána í Áberandi? Og stenst ekki örugglega fánalög að flagga honum 24/7 (meðan það er ekki þjóðfáni). Er með mjög reisulega fánastöng í verkið. 🙂

    Myndi jafnvel setja upp time lapse myndavél ef einhver skríll skyldi stela honum eða skemma!

    En já, ef einhver veit hvar maður fær ALVÖRU LFC fána, þá endilega segja mér. 🙂

  52. Verð að segja að leikjaniðurröðunin er líka snilld. Frábært að koma okkur í góða stöðu fyrir leikina gegn Real Madrid og minnka þannig pressuna. Byrja líka á heimaleik. Snilld. Get ekki beðið!

  53. Vill svo til að ég á stórafmæli þann 20. Október. Hef aldrei komið á Anfield eða séð LFC spila annarstaðar en í sjónvarpi.

    Spurning hvað maður gæti nú gert til hátíðarbrigða í kring um þessa dagsetningu…

  54. #77 – Við hjá Signa skiltagerð eigum einn flottan Liverpool fána á lager, svo tökum við líka á móti pöntunum 🙂
    Signa skiltagerð, Smiðjuvegi 6 – Kóp -S: 544 4545

  55. Það er eitthvað að mér, ég er búinn að hlusta á Meistaradeildarlagið rúmlega 10 sinnum á seinustu 2-3 dögum.
    Ég fæ gæsahúð við tilhugsunina um Liverpool að labba inn á Anfield til þess að taka R. Madrid í kennslustund í fótbolta!

    https://www.youtube.com/watch?v=0Qqd6T_A9LY

  56. Búinn að bóka og greiða farið til Búlgaríu. Tökum Crystal Palace á undan í London.

    Bið að heilsa,

    Swaage

  57. Ég er ekki alveg viss um að það sé óhætt að senda SWaage í svona ferð til Búlgaríu. Kemur á óvart ef þú nærð aftur heim á undir 5 árum! 🙂

  58. Sælir,

    Veit einhver hvenær glugginn lokar nákvæmlega?
    Ég heyrði að það sé á mánudaginn 1.sept kl 23:00?

  59. Flottur riðill !

    Ég vona að Barcelona sjái núna aukna framleiðni í því að senda Söng-drenginn í sveit til LFC þó ekki nema til að stríða Madridingum…..

    :o)

  60. Jæja! Er á landinu. Hvar er best að sjá smurfs-Liverpool á sunnudaginn… Á Players??

  61. Gamli segir: Ég er nokkuð bjartsýnn, sér í lagi fyrir það að BR hefur sankað að sér skemmtilegum fótboltamönnum. Hann er búinn að útbúa lið sem gaman er að horfa á, koma því í meistaradeildina og þar með fjölga leikjum. Leikirnir í meistaradeildinni verða vafalaust allir erfiðir og ekki unnir fyrirfram.
    Mér finnst BR að mörgu leiti vera á undan sinni samtíð, hann virðist bera virðingu fyrir öllum og allir bera virðingu fyrir honum. Hann er góður í samskiptum við baldna leikmenn og vill áreiðanlega hafa þannig leikmenn til að kljást við og gera að enþábetri leikmönnum en þeir eru. Það verður gaman að sjá hvernig honum gengur með Balotelli.

  62. Agger a leid ut..their fara tha ad vera fair eftir ur sidustu kynslod. G.johnson, Lucas, Skittles og Gerrard einir eftir. Koma svo og taka spurrrrs um helgina!!!!

Áminning: Hópferð Kop.is á Anfield!

Tottenham upphitun – leikmannaglugginn