Liverpool – WBA 4-1

Það er öllu skemmtilegra að horfa á Liverpool í toppbaráttu heldur en 7.-10. sæti og eftir að Arsenal kláraði sitt fyrr í dag var nauðsynlegt að sigra WBA heima til að halda í við toppliðin. Það er svosem alltaf nauðsynlegt að sigra WBA heima en hefur ekki gengið vel undanfarið.

Brendan Rodgers hélt sig við 3-4-1-2 kerfið í dag en gerði á því eina breytingu sem skipti öllu máli. Lucas kom inn fyrir Moses og við það fór Henderson fremst á miðjuna.

Liðið var því svona:

Mignolet

Touré – Skrtel – Sakho
Johnson – Gerrard – Lucas – Cissokho
Henderson
Suarez – Sturridge

Bekkur: Jones, Kelly, Agger, Allen, Sterling, Moses, Alberto

Fyrri hálfleikur byrjaði ágætlega, Liverpool var að mestu með boltann og virtust vera að komast í gegn eftir tíu mínútna leik er Sturridge sendi á Suarez við vítateiginn. Suarez fór auðveldlega niður og vildi víti fyrir peysutog en fékk ekkert. Klárlega snerting en ekki merkileg og okkar maður jafn nálægt því að fá gult eins og víti.

Hann var þó ekkert að velta sér upp úr þessu og skoraði bara i næstu sókn. Kolo Toure fann Suarez fyrir utan vítateig þaðan sem hann tók á rás. Hann fór framhjá einum varnarmanni WBA eins og hann væri ekki þarna og klobbaði svona Jonas Olson til að komast einn í gegn. Eftirleikurinn var auðveldur og staðan 1-0. Frábært mark, ekta Suarez mark.

Liverpool hélt áfram að halda boltanum og stjórna leiknum með Lucas, Gerrard og Henderson í banastuði á miðjunni. Þetta skilaði sér aftur á 18.mínútu en Cissokho fékk boltann á vængnum. Frakkinn sendi boltann fast rétt fyrir utan teig þar sem Suarez kom á meiri ferðinni og skallaði boltann í netið, Óla Þórðar style. Það voru brothljóð í boltanum á leiðinni í netið. FRÁBÆRT skallamark.

Suarez gegn WBA 26.10.13

Suarez hélt áfram að vera allt í öllu og á 27.mínútu var hann rétt búinn að leggja upp þriðja markið. Aukaspyrna hans rétt fyrir utan teig fór lymskulega á Gerrard sem var við vítateigslínuna og sendi boltann fyrir, inn á markteig á DAUÐAFRÍAN Martin Skrtel (af öllum mönnum) sem hitti boltann ekki. Afskaplega klaufalegt hjá Skrtel sem átti að skora þriðja markið þarna.

Suarez fékk aðra aukaspyrnu á sama stað stuttu seinna sem hann setti rétt framhjá.

Á fertugustu mínútu skrifaði ég það hjá mér sérstaklega að Mignolet hafi snert boltann (greip inn í hornspyrnu WBA). Út frá því kom reyndar frábær sókn sem endaði með góðu skoti frá Henderson rétt yfir markið. Staðan sanngjarnt 2-0 í hálfleik.

Aldrei þessu vant missti Liverpool ekki dampinn strax í byrjun seinni hálfleiks. Þvert á mótu raunar því staðan var orðin 3-0 eftir tíu mínútur af seinni hálfleik. Suarez var í þannig stuði í dag að það var bara spurning hvenær hann myndi klára þrennuna. Gerrard tók aukaspyrnu við hliðarlínuna og átti frábæra fyrirgjöf inn á teiginn sem hitti beint á pönnuna á Suarez og þaðan í netið.

Sturridge vildi líka fá að vera með og var mjög óheppinn að skora ekki á 58.mínútu. Fyrst fékk hann gott færi inni á teig en var ekki alveg í jafnvægi og skot hans fór yfir markið. Stuttu seinna átti hann hörkuskot sem fór í þverslánna og niður í teiginn

WBA fékk svo líflínu þvert gegn gangi leiksins á 65.mínútu er línuvörðurinn ákvað seint og illa að gefa þeim vítaspyrnu. Ákaflega soft víti sem Morrison skoraði af öryggi úr. Þetta var sýnt margoft og það er ekki ennþá ljóst hver það var nákvæmlega sem átti að hafa brotið af sér.

Sturridge drap niður smá pressu frá WBA á 77.mínútu með frábæru marki. Hann fékk boltann á miðjum vallarhelmingi gestanna, hljóp í átt að teignum þaðan sem hann vippaði boltanum kæruleysislega yfir Myhill markmann WBA og í netið. Enn eitt glæsimarkið í þessum leik.

Ég held svei mér þá að SAS flugfélagið fari að ná sér aftur á stik með þessu áframhaldi.

Suarez var rétt búinn að bæta fjórða markinu við á 82.mínútu er hann tók nokkurskonar bakfallsklippu inni á vítateig gestanna en Myhill varði boltann í þverslánna. Þetta hefði orðið mark leiksins í leik sem inniheldur þegar tvö mörk sem fara á topp tíu á þessu tímabili.

Gerrard fór af velli fyrir Allen á 86.mínútu og það sem helst vakti athygli við það var að Lucas fékk bandið. Suarez fékk svo heiðursskiptingu á 89.mín fyrir Alberto. Algjörlega svakalegur í dag. Það á enginn séns gegn Suarez í þessu formi.

Frábært að klára þetta WBA lið loksins á Anfield og það sannfærandi.

Maður leiksins:

Það er engin samkeppni um þetta í dag. Luis Suarez var á allt öðru leveli í dag og langbestur á vellinum.

Þetta var langbesti leikur Liverpool á þessu tímabili og fyrir mér er engin spurning afhverju það var. Skiptingin á Henderson og Moses gaf okkur þennan aukamann á miðsvæðið sem liðinu hefur vantað í þessu leikkerfi og það gerði útslagið í dag. Henderson var frábær í leiknum, næst bestur fyrir mér en vera hans gaf líka Gerrard og Lucas það pláss og þann frið á miðsvæðinu sem þá hefur vantað. Allt annað að sjá miðjuna í dag. Ég vona að Coutinho komi inn í liðið á kostnað Skrtel um næstu helgi, alls ekki Henderson/Lucas/Gerrard.

Bakverðirnir voru líka að spila ágætlega í dag. Allt annað að sjá Cissokho sem var mjög sókndjarfur. Ef að hann er cover fyrir Enrique þá óska ég eftir upplýsingum um það hvenær Liverpool var betur mannað í þessari stöðu?

Að eiga þennan sóknardúett er svo frábært, þeir skiptast bara á vikum. Sturridge var ekki alveg “on it” í dag og skilaði því bara einu (algjörlega frábæru) marki og hörku skoti í þverslánna. Njótum þess að hafa þessa menn og það í þessu stuði því þetta er ekki algengt.

Luis Suarez er klárlega maður leiksins, þegar hann er í þessu formi er enginn nálægt því að vera jafn góður í þessari deild. Hann er núna búinn að skora 4 af síðustu 10 þrennum í Úrvalsdeildinni. Aðeins RVP hefur náð að skora fleiri en eina af þessum tíu, hann er með tvær.

Niðurstaða:

Þetta var próf sem Liverpool stóðst með prýði eftir vonbrigði síðustu helgar. Næsta próf er öllu þyngra og segir okkur meira um þetta lið okkar í dag.

Hlakka til.

72 Comments

  1. Þetta var fullkominn leikur. Suarez langbesti leikmaðurinn í premiership í þessum ham.

  2. Sælir félagar

    Frábær frammistaða og hefði vel geta endað með 5 til 6 marka mun. Súarez ótrúlegur leikmaður og sannarlega maður leiksins. Lucas átti frábæra innkomu og Skrölti kallinn magnaður. Annars allir á pari og vel það. Spáði tveggja marka sigri en er sáttur við að hafa haft rangt fyrir mér þar.

    Það er nú þannig.

    YNWA

  3. Nú er það spurningin: breytir Rodgers liðinu fyrir Arsenal leikinn? Kemst Coutinho í liðið? Er boðlegt að taka Henderson úr liðinu eftir svona frammistöðu?

  4. Henderson og Lucas góðir í þessum leik, en Suarez er ótrúlegur bara, mér fannst þetta viti sem wba fekk ótrúlega ódýrt. Hvað um það 4-1 og ekki annað hægt en að vera bara glaður 🙂 næst er arsenal, toppslagur 🙂

  5. Þetta er rétt að byrja og nú verða menn að halda áfram og byggja á þessu.

    Leikmenn fá ekkert fyrir þessa framistöðu í næsta leik.

    ynwa

  6. Á meðan SAS eru heilir þá verður þetta kerfið sem við notum í vetur! Hin líð deildarinnar ættu að vera hrædd við að mæta okkur. Við eigum efni á að verða pínu bjartsýnir. Suarez besti maður deildarinnar! Eru einhverjir sem hefðu enn viljað að við seldum hann í sumar ?

  7. Liverpool eiga tvo af þrem markahæstu mönnum deildarinnar. Lúxus.

  8. Bara þoli ekki er fólk er að tala um að Suarez fari í jan, en ef við verðum í eitthvað af 4 efstu sætum þá þarf hann ekki að vera eitthvað óöruggur og ég held að Suarez verði bara áfram hjá LIVERPOOL ENNNNNN frábært hjá okkar mönnum

  9. Mæli med ad menn setji á “link 1” á firstrow i leik Real og Barca.

    Alveg æðislegt ad hlusta á annan þulinn .

  10. Þetta var bara einfaldlega frábær leikur hjá okkar mönnum. WBA unnu Man Utd. á Old Trafford og hafa litið vel út undanfarið og við söltuðum þá frá fyrstu mínútu. Gott lið átti aldrei séns.

    Það sást frá fyrstu mínútu í dag að það var allt annað að sjá Suarez heldur en á síðustu helgi eftir landsleikjaferðalögin. Við verðum bara að geta tekið tillit til þess að hann og aðrir eru mannlegir og eru ekkert alltaf upp á sitt besta, en ó mæ þegar þeir eru það. Hann var algjörlega óstöðvandi í dag og þetta skallamark, ég var bara brosandi hringinn heillengi eftir það. Að sjálfsögðu maður leiksins í dag.

    Hitt er annað mál að það sem gerir Suarez kleyft að spila svona frábærlega er miðjutríóið okkar. Mér fannst þetta yfirleitt spilast þannig að Lucas var einn djúpur, spilaði frábærlega og var mættur þegar WBA ætlaði að ógna. Gerrard og Henderson voru þar fyrir framan og pressuðu vel, mun betur en gerst hefur í síðustu leikjum. Þannig virðist það frekar skipta máli hverjir eru í miðjustöðunum heldur en hvaða leikaðferð er notuð hversu vel gengur að pressa og éta upp miðjuna.

    Henderson mun verða okkar næsti Lucas. Hann er þó öllu fljótari að aðlagast og spila vel heldur en Lucas en hann verður án efa einn af driffjöðrunum okkar næstu árin. Hann á þó aðeins í land með skotin sín, hann er að fá fullt af færum sem hann þarf að nýta betur. Halda boltanum betur niðri því hann er með fína skottækni en lyftir boltanum of mikið yfir markið. Þá eru sendingarnar stundum ekki nógu góðar.

    Liðið okkar virðist vera á leiðinni að verða ógnarsterkt en alvöru test kemur eftir viku. Þá þurfa menn virkilega að sýna hvað í þeim býr, útileikur gegn efsta liðinu. Ég efast ekki um að það verði stórleikur af bestu gerð. Leikurinn í dag var vonandi forsmekkurinn af honum því í dag var fyrsti leikurinn í vetur sem gekk vel upp nánast í 90 mínútur.

  11. Gargandi snilld. En mér fannst Sturridge ekkert síðri en Suarez í dag! Alveg unun að sjá þessa tvo í hvert skiptið á fætur öðru snúa af sér tvo til þrjá varnarmenn í einu…. 🙂 Spennandi tímar framundan!!
    YNWA

  12. Fyrsta skipti á tímabilinu þar sem við lítum vel út í 90 mín. Virkilega flottur leikur hjá liðinu og vonandi höldum við svona áfram.

    Mignolet 6 – lítið að gera í dag

    Skrtel 7 – flottur leikur

    Toure 7 – flottur leikur

    Sakho 6 – fín varnarlega en ekki góður með boltan.

    Glen 7 – flottur leikur en það var greinilegt að meiðslinn voru á há honum sem hann fékk í fyrihálfleik og var ekkert annað að gera en að taka hann útaf.

    Cissokho 6 – ágætur leikur og var að gera hlutina einfalt en ekki eins margir sprettur upp kanntinn í dag eins og síðast

    Lucas 9 – okkar besti maður var á fullu allan tíman, vann boltan fyrir okkur trekk í trekk og var mætur til að hjálpa vörninni. Hann er greinilega í skýjunum með litla barnið og vona ég að hann haldi svona áfram.

    Gerrard 8 – virkilega flottur leikur hjá þessum HEIMSKLASSA miðjumanni(sem Man utd vantar í dag).

    Henderson 8 – var frábær í dag með vinnslu, baráttu og góðum hlaupum.

    Sturridge 8 – áræðin og fín en eins og svo oft áður þá stopaði boltin stundum of lengi hjá hononum

    Suarez 10 – stórkoslegur leikur og það er skrítið að segja þetta um mann sem skoraði 3 mörk en hann var óheppinn að skora ekki fleiri.

    Kelly 6 – kom ágætlega inn í þetta.

    Aðrir spiluðu lítið.

    Virkilega gaman að horfa á liðið en næsta verkefni verður virkilega erfitt því að það er eitt lið sem er heitari en við í dag og við erum að fara að mæta þeim á útivelli( sátur fyrirfram með 1 stig úr þeim leik)

  13. Þvílíkur gír sen soknarmenn okkar eru i, alger snilld. Sturridge bara oheppinn að gera ekki lika þrennu i dag..

    Sammala babu, miðjan frábær i dag og ef coutinho a að koma inn þa ma það vera fyrir skrtel en alls ekki henderson. Þetta var i fyrsta sinn sem miðjan funkeraðu i vetur

    Eg spai samt að Rodgers þori ekki að setja coutinho inn fyrir skrtel, hann takaði um að miðjan hefði verið frabær i dag sem hun var og eg spai að coutinho byrji a bekknuþ næstu Helgi og liðið verður þvi nkl eins og i dag…

  14. Ætli besta liðið okkar sé ekki

    Mignolet

    Johnsson-Toure-Sakho-Enrique
    Henderson-Lucas-Gerrard
    Coutinhio
    Suarez-Sturridge

  15. Sælir, mig langar að versla mér miða á Tottenham – Liverpool fimmtánda desember, hvernig er best að fara að því ? Hef ekki fundið neitt í fljótu bragði sem er undir 25 þúsund krónum.

  16. Frábærir í dag, þvílík veisla frá mörgum snillingnum í liðinu í dag.
    Spenna fyrir næsta leik.
    Nú held ég bara að sama lið eigi að byrja á móti nöllunum og kúturinn komi inn í seinni. Nú þurfa menn að líta í spegil og spyrja; ertu maður eða mús?

    YNWA

  17. Sammála hverju orði sem þulurinn í linknum úr 22 spítti út úr sér. Algjör snilld.

  18. Litli brassinn er alveg örugglega að fara að byrja á móti nöllunum,spurning hver dettur út eftir þennan svakalega leik.Gaman að sjá hvernig Henderson bregst við skrifum fergusons og var með Stjörnuleik!mEIRA SVONA TAKK:)

  19. sælir drengir ,, getur plzz einhver hérna inni gert mér þann greiða og fundið link af leiknum í heild sinni ,, missti af honum vegna vinnu langar svakalega mikið að sjá hann !?

  20. Stórkostlegur leikur! Suárez spilaði næstum upp á 10, a.m.k. 9.5. Þvílík frammistaða og þvílíkur leikmaður! 40 milljón pund fyrir hann er einhver lélegasti brandari síðari ára; 60 milljón pund væri allt of lítið.

    Henderson, Lucas og Gerrard skiluðu frábæru dagsverki. Liverpool með miðju er betra lið en Liverpool án miðju, svo mikið er víst. Unnum boltann svona 20x til baka eftir að tapa honum á vallarhelmingi gestanna. Pressan var mun skilvirkari en til þessa á tímabilinu. Lucas að spila svona vel er auðvitað lykilatriði í þessu, auk Hendo í stað Moses.

    Þessi mörk sem við skoruðum í dag voru hvert öðru fallegra. Klobbinn + klínísk afgreiðsla í fjærhornið, þessi fáááránlegi skalli, FULLKOMIN aukaspyrna frá Gerrard sem nánast gaf Suárez þriðja markið (úr föstu leikatriði!) og vippan hjá Sturridge. Þetta var allt svo fallegt að það beinlínis hristi þynnkuna úr manni. Ég heyrði líka nágranna öskra eftir annað markið – og ég bý í býsna strjálu hverfi á Seltjarnarnesi. 🙂

    Í næstu umferð fá okkar menn samt alvöru test á Emirates. Ég væri til í óbreytt lið með Coutinho á bekknum, nema að hann sé orðinn 100% sprækur. Þá mætti mögulega fórna Skrtel og skipta um kerfi. Það mætti líka gera í miðjum leik, ef svo ber undir.

    Úff hvað ég hlakka til Arse – Liverpool!

  21. Hvar getur maður séð leikinn í heild sinni ef maður missti af honum ???????

  22. Af hverju ætti að fórna Skrtel, búin að vera bestur varnarmaður okkar á þessu tímabili.

  23. Ég var að koma af lögreglustöðinni,eftir að hafa lagt fram kæru á hendur Suarez…….

    Það er ekkert eðlilegt að skora svona flott mark, þvílíkur meistari!

  24. Frábær dagur að kveldi kominn. Komst ekki á netið til að kommenta fyrr en nú en hér eru nokkrir punktar:

    01 – United, Arsenal og Everton unnu öll í dag. Samt var mér einhvern veginn alveg sama. Eftir að hafa fundist ég æ meira hanga í örvæntingu á því að þessi lið tapi stigum í hverri umferð, síðustu ár, er hressandi að vera orðið nokkuð sama um þau núna. Jú, við erum að elta Arsenal og þeir eru næstir á dagskrá en á meðan Liverpool er að vinna og erkifjendurnir eru að elta okkur – en ekki öfugt – er ég bara mikið rólegri yfir úrslitum þeirra bláu og rauðu. Þetta er gríðarlega hressandi tilbreyting.

    02 – Verum hreinskilin: Liverpool er ekki að fara að vinna deildina í vetur og United verða nær örugglega fyrir ofan okkur í deildinni. Ég meina, okkar besta byrjun í a.m.k. fjögur ár og þeirra versta byrjun í fleiri áratugi … og þeir eru samt bara sex stigum á eftir okkur. Engu að síður er ég búinn að njóta þessara fyrstu tæplega þriggja mánaða tímabilsins gífurlega mikið og ætla að halda áfram að njóta þess í botn á meðan það endist að við séum fyrir ofan United. Höfum bara í huga að það er bannað að panikka ef/þegar að því kemur að þeir ná okkur að stigum.

    03 – Hvað er eiginlega hægt að segja um Suarez og Sturridge? Suarez er með 36 mörk og 11 stoðsendingar í síðustu 45 leikjum sínum. Sturridge er með 21 mark í 27 leikjum fyrir Liverpool og 14 í síðustu 14. Það besta við þá er að þeir hafa báðir farið upp um einn gír í sínu spili eftir að Suarez kom inn aftur. Allt tal eða hræðsla um að þeir gætu ekki spilað í sama liði reyndist óþarfi – þeir styrkja hvor annan frekar en hitt. Er til heitara framherjapar í Evrópu í dag? Kannski Zlatan og Cavani? Einhverjir aðrir tveir í sama liði?

    04 – Talandi um Luis. Það eru forréttindi að fá að sjá hann spila knattspyrnu í rauðu treyjunni eins og hann hefur spilað sl. tvö ár. Engu að síður treysti ég honum enn ekki fyrir húshorn. Real Madrid hafa núna tapað bæði gegn Atletico og Barcelona og það er þegar byrjað að hvísla um að þeir reyni við Luis í janúar. Ef við erum ekki í topp fjórum í vor eru 100% líkur á að hann fari en ég treysti því ekki að hann reyni ekki við Real aftur í janúar. Með öðrum orðum – stórkostlegur leikmaður, en ekkert hefur breyst til lengri tíma litið. Ótreystandi karakter sem gæti afvegaleitt tímabilið okkar með einhverju asnastriki á hvaða augnabliki sem er og maður sem er vís til að stinga liðið aftur í bakið strax í næsta leikmannaglugga. Þetta er kannski óvinsæl skoðun, sérstaklega í dag þegar hann er að drottna yfir deildinni í nafni Liverpool, en njótið krafta hans á meðan þið getið. Hann verður ekki leikmaður Liverpool árið 2015.

    05 – Eitt að lokum um Coutinho og/eða Enrique: af hverju ætti Rodgers að breyta byrjunarliðinu fyrir Arsenal-leikinn? Hann hefur ekki verið vanur að gera slíkt og hafa menn eins og Agger, Skrtel, Henderson, Allen (hans eigin máttarstólpi) og fleiri mátt þola bekkjarsetu þegar aðrir spila nógu vel til að halda þeim utan liðs. Ef Coutinho og Enrique eru heilir og geta komið inn í hópinn (væntanlega í stað Kelly og Sterling) gegn Arsenal, frábært, en hvorugur þeirra ætti að byrja þann leik. Ekki eins og ellefu manna byrjunarliðið, frá fyrsta til síðasta manns, lék í dag.

    Tek annars undir flest allt í leikskýrslu Babú. Við erum ósammála um leikkerfið – ég er hæstánægður með það og vona að Rodgers haldi því áfram á meðan það heldur áfram að skila 10 af hverjum 12 stigum – en innkoma Lucas í stað Moses gaf okkur yfirburði á miðjunni og þá yfirburði þurfum við áfram gegn Arsenal, auk þriggja miðvarða gegn magnaðri sóknarlínu þeirra. Þannig að ég tek undir flest allt í skýrslu Babú en óska eftir óbreyttu byrjunarliði í næstu viku.

    Hvenær ætli við sjáum næst leik þar sem okkar menn skora bæði með vippu og skalla utan vítateigs? Við erum heppin að fá að sjá SAS spila saman. Á meðan það endist.

  25. Sammála, Kristján Atli. Þetta verður aldrei title run, nema að gjörsamlega ALLT gangi upp (SAS í banastuði + lítið um meiðsli o.s.frv). Við eigum fádæma erfitt prógramm í vændum fram að áramótum.

    Mín skoðun er sú að við þurfum að vera í kallfæri við 4. sætið um áramótin og fá hugsanlega einn í byrjunarliðsklassa á miðjuna (CM). Þá væru okkur allir vegir færir.

    Varðandi #4 hjá þér er 110% ljóst að hann verður ekki hjá okkur á næsta tímabili án CL. Það er ekki flóknara en það. En holy shit, þvílíkur fótboltamaður! Mögulega sá besti sem hefur klæðst rauðu treyjunni – og þetta segir maður ekki án vandlegrar íhugunar, jafnvel langs yogatíma!

  26. Disco Stu (sjá Youtube) í Simpsons er alltaf það fyrsta sem mér dettur í hug þegar ég sé Sturridge taka dansinn. Disco Stu(rridge). 🙂

  27. Eigum alltaf að halda sama byrjunarliði, besta miðja sem hefur verið hjá okkur allt tímabilið. Hendo hjálpaði svo mikið varnarlega og er líka alveg creative. Coutinho er vafalaust betri sóknarlega séð en við verðum að vera með 3 duglega miðjumenn í þessu formation.

  28. Virkilega góður sigur og glæsileg frammistaða hjá Luis Suarez, það er magnað að fylgjast með samvinnu hans og sturrigde. Endurkoma lucas fannst mér skipta sköpum fyrir liðið og fannst hann algjörlega troða sokk ofan í þá sem hafa verið að gangrýna hann og segja að allen eða hendersson ættu frekar að spila djúpt á miðjunni.

  29. Tókuð þið eftir því að Suárez sýndi þrjá putta þegar hann fagnaði fyrsta og öðru markinu? Er ég eitthvað að rugla, eða voru það skilaboð? Kíkið á endursýningarnar, og endilega leiðréttið mig ef þrír þíðir eitthvað annað en að hann hafi ætlað að skora þrennu!

  30. Ég skil ekki áhyggjur manna. Þetta lið er á slíkri siglingu að óhugsandi er að það verði ekki í toppbaráttu þegar líður nær vori. Nafni hefur lært af mistökunum og ef hann skynjar að toppurinn er innan seilingar bítur hann aðeins á jaxlinn en lætur sínar fögru tennur ekki bitna á varnarmönnum.

    Þar með upphefst ný blómsturtíð þar sem allt rennur saman í eina fagra mósaíkmynd hæfileika, skipulags, hungurs og leikgleði.

    Arsenalmenn eru næstir og þá munu menn sjá hversu djúpt er á þessum eiginleikum í hinu upprisna Liverpool liði.

  31. Í sambandi við leikerfið gæti verið önnur hugsun. Í hverju einustu viku eru lið að berjast á móti liðum með tvo miðherja og eru 4-4-2 eða 4-3-3 eða svipaðar útfærslur á þeim kerfum í gangi.

    Lið eru með ýmsar útfærslur til þess að brjóta niður þessi kerfi en svo koma þau að spila á móti Liverpool í 3-4-1-2 kerfinu og veldur það liðum vandræðum því að þau eru ekki vön að spila á móti svona kerfi. Þetta er auðvita liverpool í hag.

    því það eru breyttir tímar síðan að öll lið spiluðu 4-4-2

  32. Loksins kom það, góðar 90 mín í fyrsta sinn á leiktíðinni, ég held að Cutiniho verði á bekknum í næsta leik, það er ekki verjandi að veikja miðjuna varnalega séð á móti liði einsog arsenal

  33. Enskir tala um það að þetta hafi verið fyrsti heilsteypti leikurinn sem liðið átti, þ.e.a.s. nokkuð góðir eða mjög góðir í nær 90 mínútur. Það er bara flott og yfir engu að kvarta, helst því að ég sá ekki leikinn ….

    En best að halda sig niður á jörðinni, Nallarnir eru næstir mikið verður það gaman.

  34. Flottur leikur. Fyrsti leikurinn síðan gegn Stoke, að ég held, sem við vorum góðir nánast allan tímann. Þetta var líka fyrsti leikurinn í langan tíma þar sem að við spilum með þrjá miðjumenn. Ekki einn miðjumann sem er með varnarskyldu hægra meginn. Ekki einn miðjumann sem er kanntmaður að spila sem tía, heldur þessa sömu þrjá og domineruðu flesta leiki jan-maí 2013.

    WBA er einnig með fínasta lið. Þeir tóku þrjú verðskulduð stig á Old Trafford. Og voru óheppnir að taka bara eitt stig úr heimaleiknum gegn Arsenal í þar síðustu umferð.

    Það eru þónokkur ummæli bæði hér að ofan og annarsstaðar, um að nú loksins sjáum við hvar liðið stendur því við förum á Emirates um næstu helgi. Ég gæti ekki verið meira ósammála. Síðustu 9 deildarleikir segja mun meira til um það, sem og næstu 9 heldur en einn erfiður útileikur sem getur ráðist á dagsformi, dómaramisstökum eða einstaklingsframtaki.

    Ef eitthvað er hægt að segja um Liverpool liðið síðasta áratuginn eða svo þá er það ekki það að liðið geti ekki mætt til leiks og staðið sig í “stóru leikjunum”. Það eru hinir leikirnir sem hafa verið að fara illa með okkur. Stöðugleikinn hefur ekki verið til staðar. Einn sigurleikur eða eitt tap um næstu helgi mun ekki segja neitt til um það hvar liðið stendur í dag. Fulham leikurinn, viku síðar, gefur jafnmörg stig og Arsenal leikurinn.

    Annars var leikurinn í gær frábær. Mér fannst Skrtel eiga góðan dag, ekki oft sem ég hrósa honum, Henderson var frábær á miðjunni. Og SAS vinna leiki. Hvað eru mörg ár síðan Liverpool áttu tvo svona öfluga framherja ?

    Einhverjir vildu fá Agger inn fyrir þennan leik. Ég verð bara að spyrja afhverju ? Er það eitthvað í hans leik s.l. 18 mánuði sem sýnir að hann eigi að ganga í liðið um leið og hann er orðinn heill heilsu ? Væri alveg til í að fá rök fyrir því, önnur en að hann sé með YNWA tattú.

    Coutinho kemur svo á bekkinn í næsta leik. Vil ekki sjá Brendan hrófla við liðinu fyrir næsta leik. Við erum oftar en ekki áhorfendur lengi vel á Emirates þegar við förum þangað. Við þurfum að mæta með þrjá á miðjunni, því með þessa tvo frammi eigum við alltaf séns. Það er ágætt að eiga litla brassann inni ef við þurfum að hrista eitthvað upp í hlutunum.

    Liðið er öflugt í stigasöfnuninni þrátt fyrir að eiga helling inni. Gefið okkur annan janúar glugga 2014 í líkingu við þann sem við fengum í upphafi árs og við getum farið að horfa á skemmtilegt Liverpool lið sem gerir alvöru atlögu að top 4.

  35. Frábær leikur í alla staði.

    Frá fyrstu mínútu að nr. 90, kannski fyrir utan tíu mínútna kafla…sem er ekki nema eðlilegt, WBA eru engir Muggar.

    Þarna vorum við að sjá útfærslu þessa kerfis eins og best lætur, með þrjá duglega og kraftmikla miðjumenn og vængbakverðirnir miklu öruggari í sínum aðgerðum, óhræddir að koma upp því hafsentarnir þrír plús Lucas sópuðu allt upp, er viss um að við unnum 30 – 40 bolta rétt aftan við okkar miðju þar sem leikkerfið leggur upp að vinna boltann og sækja svo hratt.

    Því oftar sem þessir tveir snillingar frammi spila svona þá er alltaf að verða erfiðara að breyta, Suarez með sín ótrúlegu hlaup beint á varnarmennina bara má eiginlega ekki geyma úti á kanti eða aftan við senterinn og Sturridge er bestur í kringum boxið. Svo að uppleggið á meðan þeir verða saman held ég að eigi að verða kerfi með tveimur framherjum.

    Í gær fannst mér allir eiga góðan leik, viðurkenni þó enn að ég myndi vilja sjá Agger sweepa, sé hann fyrir mér sem okkar Lothar Mattheus í sweepernum komandi upp með boltann, en viðurkenni fúslega að Skrtel er sterkur að skalla frá og dúndra í burtu, svo að þetta er lúxusvandamál.

    Ég er ekki alveg viss um það að hann Suarez okkar fari strax í burtu, þó að Real fari að kría í hann í janúar, auðvitað er lykilatriðið að halda áfram að hala inn stig og vera ofarlega. Hann hlýtur að vera minntur á það reglulega að annað leiktímabilið í röð er verið að endurskipuleggja lið til að nýta hans hæfileika og það er ekki sjálfgefið að svoleiðis verði alls staðar á kúlunni. Fyrir utan það að hann er á ný dáður og dýrkaður…ég held hann taki pínu mark á því.

    Og fagnið er að hann kyssir þrjá putta núna, sem eiga að vera konan og börnin tvö. Átti ekki skylt að því að stefna að þrennu. Þó það hafi auðvitað look-að flott þegar það hafði svo gerst.

    Ekki hægt að týna margt neikvætt, duttum kannski of aftarlega þarna frá mínútu 60 – 70 og þá var ákveðið að gefa smá færi á okkur með þessu vítabulli. En það hlaut að koma kafli þar sem WBA færi í gang.

    Svo reyndar kom Martin Kelly að mínu mati hryllilega inn í leikinn, hann hefur átt alveg ömurlega leiki þegar hann hefur spilað með U-21s árs liðinu og í gær áttaði hann sig ekkert á hlutverkinu sínu, skildi Kolo oft eftir í bölvuðu bulli og átti varla sendingu á samherja…vona innilega að hann fari nú að rísa upp aftur, við þurfum hann til að leysa Johnson af í gegnum veturinn.

    En það er beinlínis dásamleg hugsun að vera að fara inn í næsta leik vitandi það að sigur í þeim toppslag myndi senda okkur í efsta sætið í byrjun nóvember…það er vissulega ekki stórt sem þarf til að gleðja mann en brosið er frosið þennan daginn!

  36. Sælir félagar

    Ég vil endilega taka undir með Kristjáni Atla#34 að öllu leyti nema einu. Ég sé enga ástæðu til að ætla að MU verði fyrir ofan okkur í lok leiktíðar. Af hverju? Ég bara spyr.

    Okkar lið hefur verið að spila betur á öllum sviðum fótboltans og markatölur sýna að Persie/Rooney kombóið er töluvert lakara en SAS dúettinn. Auðvitað mun Moyes styrkja liðið í janúar (hagnaðartölur MU eru ótrúlegar) en það mun okkar stjóri gera líka. Það þarf að breikka hópinn hjá okkur en fyrstu 11 okkar er mun betra lið en fyrstu 11 MU. Það þýðir að Moyes þarf að stoppa í fullt af götum og spila það lið svo saman meðan við þurfum að bæta við einum (mjög góðum) miðjumanni og ef til vill alvöru bakkupp fyrir Johnson ef Kelly fer ekki að bæta sig. Svo eru allir ungliðarnir eftir sem breikkun á hópi ef svo vill til.

    Niðurstaða mín er því sú að ekkert, ég endurtek EKKERT, bendir til að MU verði fyrir ofan okkur í lok leiktíðar svo fremi að liðið okkar haldi áfram að spila ALLANN leikinn eins og í gær. Annars eins og áður segir er ég fullkomlega sammála KAR

    Það er nú þannig

    YNWA

  37. Ekki hægt að týna margt neikvætt, duttum kannski of aftarlega þarna
    frá mínútu 60 – 70 og þá var ákveðið að gefa smá færi á okkur með
    þessu vítabulli. En það hlaut að koma kafli þar sem WBA færi í gang.

    Annað sem ég myndi kannski bæta við það neikvæða í þessum leik. Það hafa fáir verið gagnrýndir jafnmikið og Jose Enrique síðasta árið eða svo. En ég efast um að hann myndi liggja sem skotinn þegar andstæðingurinn er í sókn, í 2-3 mínútur, eftir að fá fótbolta í andlitið. Já eða hoppa uppúr tæklingum. Eins og Cissokho gerði sig sekan um.

    Æjjji ég veit það ekki. Hann er að koma út meiðslum og allt það, en þetta var nú ekki beint í anda enska boltans. Menn hafa fengið harðari hluti í andlitið og haldið áfram. Spyrjið bara Dagger þegar hann hrinti sjúkraþjálfaranum og vildi spila áfram, vankaður og sá tvöfalt.

    Það eru ekki margir góðir kostir (raunhæfir) þarna úti sem gætu komið inn og skilað betra starfi en Enrique. Og ég er alls ekki sannfærður um að Cissokho geri það heldur. Hann svaraði nú í símann sjálfur, blessaður, í síðasta leik þegar Newcastle komst í 2-1. En hann er auðvitað að spila sig í form, vona að þessi “aumingjaháttur” skrifist frekar á það frekar en eitthvað annað og verra.

    Það verður nú alltaf að vera neikvæður líka, er það ekki ? Þetta “var nú bara WBA”. 🙂

  38. Borini var að tryggja Sunderland sigur á móti Newcastle. Markið kom á 85 min

  39. Sammála Eyþóri Guðjóns Nr. 44.

    Sérstklega hvað þetta varðar

    Þetta var líka fyrsti leikurinn í langan tíma þar sem að við spilum með þrjá miðjumenn. Ekki einn miðjumann sem er með varnarskyldu hægra meginn. Ekki einn miðjumann sem er kanntmaður að spila sem tía, heldur þessa sömu þrjá og domineruðu flesta leiki jan-maí 2013.

    Þetta er lykilatriði og það sem hefur vantað hjá okkur í flestum leikjum á þessu tímabili. Lucas var meira DMC í þessum leik frekar en annar af miðjumönnum liðsins. Gerrard hafði mikið betra cover með Lucas fyrir aftan sig og Henderson er með þannig yfirferð að hann ræður við að vera box-to-box. Hann hjálpar sóknarlínunni að pressa og skilar sér til baka á miðjuna með Gerrard.

    Eins gaman og það er að horfa á Coutinho spila þá ræður hann alls ekki eins vel við þetta hlutverk sem Henderson var að spila. Hann er ekki nálægt því eins sterkur varnarlega og fúkerar mikið betur sem einn af sóknarmönnunum. Hann var í holunni í byrjun þessa tímabils með Lucas og Gerrard fyrir aftan sig og Liverpool var alls ekki að halda miðjunni nógu vel í þeim leikjum. Á móti er hann helmingi betri sóknarllega og getur búið eitthvað til upp úr þurru.

    Coutinho í AMC væri stór bæting að ég held á Victor Moses í núverandi leikkerfi en ég er alls ekki sannfærður um að Liverpool myndi halda miðjunni mikið betur í leikjum með hann fram yfir Henderson. Gerrard og Lucas yrðu áfram undirmannaðir þar. Ég er því sammála þeim sem vilja hafa liðið óbreytt í næsta leik og efa reyndar að Rodgers hendi Brasilíumanninum beint inn strax eftir meiðsli.

    En ef/þegar það á að koma Coutinho aftur í liðið vill ég að það verði á kostnað miðvarðar frekar en eins af miðjutríóinu okkar (fer þó eftir mótherjum). Lucas færi þá aftar (í sína stöðu) til að vinna upp á móti þessum miðverði sem færi út.

    Get alveg séð þetta einhvernvegin svona 4-1-2-1-2 / 4-3-3
    enter image description here

    Persónulega hefði ég reyndar Agger inni með Kolo Toure til að byrja með en Sakho er líklega ekkert á leiðinni úr liðinu og verður svosem sterkari með hverjum leik.

    Coutinho, Henderson og Suarez allir fljótandi í sóknarstöðunum og bakverðirnir jafn sóknarþenkjandi og þeir eru nú þegar með Lucas að sópa upp fyrir þá.

    Sé þetta þó ekki fyrir mér gegn Arsenal í næsta leik enda óþarfi að breyta liðinu sem lagði WBA en Rodgers hefur Coutinho ekki lengi á bekknum og ég væri til í að sjá hann gera það með því að halda samt Gerrard, Lucas og Henderson inni og helst á miðjunni.

    Útileikur gegn Arsenal sker ekki úr um heilt tímabil, langt í frá, en sigur með núverandi leikkerfi gæfi mér töluvert meiri trú á því en ég hef núna. Ég held að það sé betra að pressa þá frekar en að sitja aftarlega og bjóða þeim inn á okkar vallarhelming að óþörfu eins og við gerum með því að stilla upp mörgum varnarmönnum.

    En á móti er mér er slétt sama um kerfið þegar Liverpool vinnur og hvað þá ef liðið spilar vel, WBA var besti leikur 3-4-1-2 kerfisins og ef við náum svipuðum leik gegn Arsenal verð ég meira en sáttur.

  40. Í framhaldi af fyrirliðaumræðunni langar mig að koma með eftirfarandi pælingu: í einhverjum leik síðar á tímabilinu er liðið eins og Babu sýnir í innleggi 50, nema að Kelly er í hægri bak (Johnson t.d. meiddur), og Allen er í staðinn fyrir Lucas. Gerrard er svo tekinn af velli þegar langt er liðið á leikinn (segjum t.d. að Alberto komi inn fyrir hann).

    Hver fær fyrirliðabandið?

  41. Ég myndi skjóta á að bandið færi annaðhvort til Suarez/Toure.

  42. Ég var aðallega að velta fyrir mér hvað við erum í raun með ungt lið, þ.e. það er lítið af leikmönnum sem hafa verið lengi í liðinu. Og undir þessum kringumstæðum þá eru þetta 3 helstu kostirnir:

    Suarez er sá sem hefur verið lengst í þessum hópi, hefur verið fyrirliði einusinni áður (var það ekki í Evrópuleik? eða var það bikarleikur?), en er jú vandræðagemsi, og kannski vafasamt að setja fyrirliðabandið á mann sem hefur óskað eftir því að verða seldur.
    Toure er elstur og auðvitað reynslubolti, sem slíkur ætti hann tilkall til bandsins, en kom jú bara til liðsins í sumar.
    Henderson hefur svo verið næst lengst af þessum í liðinu, og kannski sá sem menn hafa horft til sem framtíðarfyrirliða.

    Jú það má alveg spyrja sig hvort ég sé að spá í hver sé 4. eða 5. í röðinni, en við sjáum nú hvað það getur verið stutt á milli feigs og ófeigs, það eru ekki nema nokkrar vikur síðan Skrtel var talinn líklegur til að vera að fara frá félaginu, en núna er hann meðal þeirra sem gætu verið líklegastir til að taka við fyrirliðabandinu.

  43. Ég verð að segja að Henderson hlýtur að vera í góðum málum ef Sörinn er farinn að tjá sig um hann.

  44. Svo er það annað: vissulega munar bara 6 stigum á United og Liverpool, en það munar líka bara 8 stigum á United og liði í fallsæti.

  45. Held reyndar að þessi ummæli hjá kölska um okkar menn séu komin af öfund, eða allavega svona að mestu leyti. Gerrard og Henderson eru báðir menn sem hann reyndi eða vildi fá, báðir völdu þeir hinn sanna Rauða her fram yfir hans sanna rauða nef.

  46. Er alveg hrikalega ánægður og stoltur af liðinu mínu eftir þennan leik.
    Þeir spiluðu fantagóðan fótbolta og létu WBA líta illa út sem eru sko engir aumingjar. Ég var skíthræddur við þennan leik og þetta rúst var miklu meira heldur en ég bjóst við út úr þessum leik. Gestirnir áttu aldrei að fá þetta víti, algjörlega fáránlegt víti og ég veit hreinlega ekki hvað strákurinn á hliðarlínunni var að spá. Vonandi mun þetta mark ekki skera úr um CL-sætið, það munar t.d. bara einu marki á okkur og chelskí í dag upp á annað sætið.

    Sammála mönnum um að það væri glórulaust að breyta liðinu á meðan það virkar svona vel. Hendo er að verða einn af þeim betri og þvílíkur vinnuhestur sem hann er!

    Hvað er hægt að segja um SAS? Suarez er stundum eins og hann sé frá annarri plánetu. Skallamarkið (mark nr.2) segir svo mikið um hvernig hann spilar sinn leik, hann sér bara markið og ekkert annað. Sturridge skoraði svo stórkostlegt mark, þvílík útsjónarsemi!

    Ef liðið okkar helst tiltölulega meiðslalaust þá sé ég ekkert því til fyrirstöðu að við gerum tilkall í topp 4 grúppuna. Svo hefur maður heyrt því fleygt fram að það sé verið að skoða tvö virkilega sterk kaup í janúar.

    Annars segir Eyþór #44 flest sem mig langaði að segja. Get ekki séð af hverju ,,stóra prófið” er endilega næsti leikur. Vissulega topslagur í ensku PL en hver leikur býður upp á þrjú stig. Fyrirfram væri sterkt að fá 1 stig út úr þessum leik á laugardaginn EN af hverju ættum við að hugsa þannig? Það er ekki eins og við séum ekki með gott lið á góðu rönni þessa dagana (mánuðina reyndar).

    Djöfull líst mér alltaf betur og betur á þetta!!

  47. BABÚ! Ertu bara virkilega að saurga þessa síðu og þetta stórkostlega skallamark með því að koma með einhverja Óla Þórðar líkingu? Í alvörunni? Sá Liverpool hatarinn og wannabe harðjaxlinn! Þetta var svo slæmt múv hjá þér að þetta var næstum því “égfórekkitilIstanbul” slæmt. Sláðu 10 sinnum með reglustiku á hvern putta sem tók þátt í að slá þetta inn.

    Annars bara fínsta skýrsla (öll hin orðin sem sagt) og virkilega flottur leikur hjá okkar mönnum. Fannst Lucas algjörlega frábær og henti sér á kaf aftur í sóðavinnuna. Suárez er auðvitað á mörkum þess að teljast mennskur, svo góður er hann.

    Arrrg hvað það er skemmtilegra þegar liðið manns er að vinna leiki reglulega.

  48. Flottur sigur, stærri og öruggari en maður þorði að vona. Frábært að sjá að Suarez er að komast í leikæfingu. Greinilegt að sjálfstraustið er að aukast í liðnu og vonandi að það dugi til þess að menn taki þrjú sig um næstu helgi gegn Arsenal, þvílíkt statement væri það.

    Það má sanni segja að lukkudísirnar dönsuðu við liðin í kringum okkur um helgina. Arsenal og Man. Utd voru stálheppin gegn sínum andstæðingum. Howard bjargaði Everton frá tapi. Man. City ákvað að gefa Chelsea sigur á lokamínútunum.
    Tottenham fékk enn og aftur gefins vítaspyrnu. Gott ef þetta er ekki í annað eða þriðja skiptið sem þeir vinna 1-0 eftir að hafa fengið mjög vafasamar vítaspyrnur. Minnir síðan að löglegt mark hafi verið dæmt af Cardiff í stöðunni 0-0 í leik sem Spurs skoraði sigurmarkið 1-0 á 92 mín.. Southampton heldur hins vegar sínu striki og vann sannfærandi.

  49. Tottenham fékk enn og aftur gefins vítaspyrnu. Gott ef þetta er ekki í annað eða þriðja skiptið sem þeir vinna 1-0 eftir að hafa fengið mjög vafasamar vítaspyrnur. Minnir síðan að löglegt mark hafi verið dæmt af Cardiff í stöðunni 0-0 í leik sem Spurs skoraði sigurmarkið 1-0 á 92 mín.. Southampton heldur hins vegar sínu striki og vann sannfærandi.

    já hvað er málið með öll þessi víti sem þeir eru að fá
    dómarar er að hala inn stigum fyrir þá ekki geta þeir það sjálfir þessa dagana

  50. þetta var besti leikurinn okkar á leiktíðinni, fínt að fá Henderson inn fyrir Moses, en það sem mér fannst best að hann snéri miðju þríhyrningnum við, var með 1 holding í Lucas og síðan Henderson og Gerrard fyrir framann. Enda fannst mér Gerrard eiga sinn besta leik á leiktíðinni og Lucas var frábær í að stoppa sóknir WBA.

  51. 65: Ég held að þetta sýni aðallega hvað Spurs-menn eru ömurlegir í að skora mörk úr opnum leik. Þessir leikir þurfa ekki allir að fara 1-0.

  52. Babu #50: Ég er ekki frá því að þetta sé í grunninn sterkasta uppstilling sem við eigum völ á. Þetta er uppstillingin sem Gerard Houllier dreymdi alltaf um – fantasterk tígulmiðja með tveimur fáránlega aktífum og sókndjörfum bakvörðum. Sem hann reyndar hafði aldrei kallinn.

    Tek hins vegar undir hjá mönnum sem vilja ekki breytingar fyrir Arsenal leikinn. Leikmenn eins og Skrtel og Henderson eru einfaldlega að spila sig í liðið og það er ekkert hægt að taka þá út meðan þeir spila svona vel.

    Martin Kelly virðist hins vegar hafa dregist verulega aftur úr eins og Maggi segir og er ekki í neinum takti við restina af liðinu. Hann verður eflaust seldur sem fyrst og nýr hægri bakvörður keyptur – í samkeppni við Johnson.

  53. Fallegt!

    Markahæstu menn:
    8 – Daniel Sturridge, Liverpool
    7 – Sergio Agüero, Manchester City
    6 – Luis Suárez, Liverpool

  54. Maður verður nú að hrósa Gerrard fyrir að troða ullarsokk ofan í rauðnef gamla! Þvílíkt performance hjá Captain Fantastic!

  55. 60-Station

    það besta við þetta er að Suarez er bara rétt að hitna núna. Vonum samt að hann ofhitni ekki eins og stundum áður!

Liðið gegn WBA

Kop.is Podcast #46