Liverpool 2 – Chelsea 2 (+ Suarez ákærður)

Uppfært mánudaginn 22/4 kl. 17:10 (KAR): Enska knattspyrnusambandið birti rétt í þessu ákæru á hendur Suarez vegna Ivanovic-bitsins. Hann hefur frest fram á miðvikudag til að svara til saka og mun nær örugglega viðurkenna fulla sekt og ekki mótmæla refsingu. Ákæran segir að þriggja leikja bann sé ekki nóg við þessar kringumstæður og það er talið næsta víst að hann fái að lágmarki sjö leikja bann, sem er það sem hann fékk fyrir bitið í Hollandi 2010, og jafnvel tíu leiki ef dómurinn er sérstaklega þungur.

Það er verið að ræða þessa hluti alla í umræðunum við leikskýrslu Magga (sem er enn hér fyrir neðan). Höldum þessari umræðu áfram hér í þessum þræði.


Förum af stað.

Byrjum á föstum liðum eins og venjulega:

Reina

Johnson – Carragher – Agger – Enrique

Gerrard – Lucas – Henderson

Downing – Suarez – Coutinho

Bekkur: Jones, Skrtel, Coates, Shelvey, Coady, Assaidi, Sturridge

Byrjunarliðið var svona, við vorum lélegir í fyrri hálfleik og lentum undir 0-1. Góð breyting hjá Brendan leiddi til þess að Daniel Sturridge jafnaði eftir frábæra sókn en Suarez sló boltann upp úr horni og gaf Chelsea víti. Þegar sjö mínútur var komið framyfir leiktímann skoraði Luis Suarez jöfnunarmarkið okkar eftir sendingu frá okkar besta manni, Sturridge.

En í fyrsta skiptið í mörg ár fagnaði ég ekki marki okkar manna.

Mér varð nefnilega beinlínis óglatt þegar Luis Suarez, sennilega þriðji besti knattspyrnumaður í heimi og okkar besti leikmaður, sýndi enn og aftur veikleikamerki sem ekki er hægt að kalla neitt annað en á borði andlegra veikinda. Og þetta segi ég af yfirvegun og geri ekki lítið úr þess háttar veikindum á nokkurn hátt.

Það er eitthvað að þegar menn ákveða að bíta leikmann, núna aftur!

Í fyrra eyðilagði atvik tengt honum ansi margt hjá klúbbnum og við vörðum hann. Ég mun ekki gera það núna. Ég er að fara á Anfield eftir 10 daga og ég mun ekki fá að sjá Luis Suarez sem er á leiðinni í langt bann og Rafa mun að sjálfsögðu benda á það í viðtölum að sá sem skoraði jöfnunarmark okkar átti að vera farinn út af vellinum.

Liverpool FC er eitt af tíu risum knattspyrnunnar í heimi. Áður en að leikurinn kláraðist voru komnir þúsundir linka um vefinn sem sýndu árás Suarez á Ivanovic. Í messunni á eftir, í sjónvarpi og blöðum á Englandi verður nafn klúbbsins okkar dregið niður í svaðið – Luis stillti King Kenny upp við vegg og nú er allur fókusinn á viðbrögðum Brendan Rodgers og eigendanna vegna þess að enn á ný missti Suarez höfuðið inni á vellinum og maður bara spyr…

Hvað gerir hann næst?

Hegðun hans í dag var óafsakanleg, það mun enginn muna eftir þessum úrslitum eftir tvo daga og um allan íþróttaheiminn mun leikmaður í búningnum okkar verða sýndur gera árás á annan. Nú verður farið í Evra málið og öll þau hin sem hann hefur komið að. Ég hef varið Suarez í gegnum margt og hélt að hann hefði lært af öllu bullinu sem hefur umleikið hann, en sennilega hafði ég algerlega rangt fyrir mér varðandi það. Hann virðist bara ekki læra og kemur sér og félaginu stanslaust í skítamál!

Jamie Redknapp og Graeme Souness voru slegnir að sjálfsögðu og umræðan varð um það hvað klúbburinn myndi gera. Souness talaði um að hann væri á allra síðasta séns og Redknapp taldi klúbbinn verða að selja hann í sumar.

Fyrir þremur tímum var ég að spjalla við félaga minn um hvað við ættum eftir að hafa gaman af því að sjá snilld sjöunnar okkar á Anfield. En nú velti ég fyrir mér hvort að ferill eins besta leikmanns sem hefur leikið í alrauðu treyjunni er búinn, og endirinn sá sami hjá okkur og hjá Ajax.

Afsakið meðan ég æli!


Uppfært Babu: Suarez biðst afsökunar og félagið sendir frá sér yfirlýsingu.

Suarez biðst afsökunar og er búinn að heyra í Ivanovic persónulega 

Afsökun suarez (Custom)

 Félagið sendi frá sér eftirfarandi yfirlýsingu

Statement (Custom)

Hér má svo sjá umrætt atvik

Aðeins of harkaleg viðbrögð hjá Suarez er Ivanovic stígur á hann, bara “örlítið”. Frekari viðbrögð má finna í ummælum við þessa færslu.

242 Comments

  1. Sælir félagar

    Ég er svo hrikalega þreyttur að það tekur engu tali. Liðið mitt reynir verulega á mann leik eftir leik og gerir mig verulega þreyttan – þreyttan – þreyttan. En samt góður varnar sigur að lokum og vel gert að ná stigi í hús í uppbótar – uppbótartíma.

    Það er nú þannig.

    YNWA

  2. Vá, hvílíkur leikur. Óhætt að segja að Suarez hafi verið í sviðsljósinu. Það sem þessi drengur er ótrúlegur leikmaður en um leið hvað hann gerir manni erfitt fyrir sem stuðningsmanni, þ.e. að reyna að verja hans framkomu. Svona gerir maður bara ekki.

    Verð samt að minnast á Carragher. Það sem hann orgar og blæs öðrum eldmóð. Verður hvílíkur missir af honum. Var reyndar líka ánægður með Henderson sem barðist eins og ljón allan tímann þrátt fyrir einhverja feilsendingar.

    Anyway, dramaleikur af bestu gerð og við náðum stigi.

  3. Flott að jafna í restina en þetta var súrsætt… Trúlega er Suarez að koma núna í veg fyrir að hann verði markakóngur í deildinni og hugsanlega að auka líkurnar á því að verða seldur í sumar. Hver veit?

    Annars fannst mér þetta frekar slappt hjá LFC og mikið svakalega voru chelskí leiðinlegir, alltaf í jörðinni og tefjandi. Er drogba ekki örugglega farinn?

  4. Bann út leiktíðina….

    hugsa svo í vor hvort hann verði ekki seldur…..enginn er stærri en klúbburinn…

  5. Magnaður leikmaður, hann Suarez, en ég held því miður að þetta hafi verið síðasti leikurinn hans fyrir okkur. Hvað gerum við þá? Hver vill kaupa svona bitvarg?

  6. Ætli þetta hafi verið síðasti leikur Suarez fyrir Liverpool. Það kæmi mér ekki á óvart.

  7. Bæði mörkin algjör snilld. Held við getum samt kvatt fjórða sætið. Ég held það ætti einhver að láta Suarez vita að málshátturinn er “sjálfs er höndin hollust” en ekki “Serbnesk hönd er hollust”. Hann hefur bitið þetta eitthvað vitlaust í sig.

  8. Vá hvað Suarez er ruglaður. Eins og hann er góður en þá er þetta bara heimskulegt.
    Er að hlusta á lýsingu á Sky og þeir eiga ekki til orð. Skil ekki hvernig sumir hérna geta gert lítið úr þessu. Hann fær pottþétt nokkra leikja bann og á það algjörlega skilið.

  9. Selja Suarez er bara heimaska. Drengurinn er gull. Liverpool væri í rugli án hans.

  10. Burtséð frá leiknum þá er þessi framkoma hjá Suaréz óafsakanleg og er í einu orði sagt viðbjóðsleg hegðun og mitt álit á honum sem einstaklingi er ekki neitt eftir þetta, ég tek bara niður þessi svokölluðu Liverpool gleraugu og segi bara blákalt maðurinn hefur að geyma viðbjóðslega karakter. Það er ekki hægt að verðlaun svona framkomu á einn eða annan hátt og mér finnst hann vera búin að fyrirgera allt tilkall til að vera valin besti leikmaðurinn á tímabilinu, það er ekki bara nóg að vera rosalega góður í fótbolta, þú þarft líka að geta hagað þér eins og manneskja en ekki einhver ótýndur hrotti, þannig að verðlauna svona hátterni sendir hræðileg skilaboð.

    Það er útilokað að verja hann og hann á sér engar málsbætur.

  11. Ég er sammála Graham Souness, orðspor LFC er mikilvægar en flest annað… skíthræddur um að þetta hafi verið síðasti leikur Suarez fyrir klúbbinn… sem væri óendanlega sorglegt.

  12. Suarez endaði leiktíðina á jöfnunarmarki, þar sem ég stórefast um að hann fái annan leik á þessu tímabili eftir að hafa reynt að borða Ivanovic.

    En Shelvey?? Afhverju er ekki löngu búið að gefa þennan mann.

  13. Það er ekki sjéns að Liverpool selur Suarez. En það þýðir ekkert að velta sér upp úr því fyrr en vitað er hvað hann fær langt bann.

    Annars var leikurinn skita eins og venjulega. Jafntefli er ekki ásættanlegt.

  14. Hann á klárlega skilið bann, jafnvel 7 leiki eins og hann fékk fyrir síðasta bit. Svona hluti er einganveiginn hægt að afsaka.

    En flottur seinni hálfleikur og reina að ná Everton bara til að klára þetta heilvíti

  15. Suarez nýbúinn að gefa það út að hann ætli að vera áfram í liverpool… Hann er góður og allt það en þetta var hans síðasti leikur fyrir lfc.. Seldur í sumar og replaced by falcao

  16. Stundarbrjálæði hjá Suarez og afar heimskuleg mistök. Óverjandi hegðun á fótboltavelli og gefur hatursmönnum hans byr undir báða vængi.

    Það verður samt athyglisvert að sjá hvort hann fær bann fyrir þetta, auðvitað er þetta ekki sams konar brot en ásetningurinn var ekki minni hjá Aguero þegar hann henti sér í tveggjafótatæklingu í óæðri endann á Luiz.

    Nú fáum við að sjá hvort menn sitja við sama borð þegar aganefndin er annars vegar. Hef „lúmskan“ grun um að svo verði ekki og Suarez fái langt langt bann fyrir þetta í dag. Takk fyrir seasonið Luis, sjáumst vonandi á því næsta líka.

  17. Hvaða rugl er í ykkur. Það þarf ekkert að selja Suarez. Það sem þarf að gera er hreinlega það sem engin býst við, hann þarf að stíga upp, viðkenna hegðun sína, biðjast afsökunar og taka banninu sem hann á skilið að fá. Eftir það þá geta allir haldið áfram. En eins og með önnur mistök þá er kominn tími til að hann lærir og klúbburinn þarf að setja honum skilyrði.

    En ég spyr samt. Nú er sú umræða búin að vera uppi að fólk ætti að fá bann fyrir ljótar tæklingar sem geta hreinlega eyðilagt knattspyrnuferil andstæðingsins. Í þeim tilfellum þar sem dómarinn sér ekki hvað gerðist, þá er ekkert gert eftir á þrátt fyrir sjónvarps endursýningar. Er þetta e-ð öðruvísi? Hvað finnst ykkur?

  18. Klárlega óafsakanlegt en ef þetta hefur einhver áhrif þá verður það að hann verði áfram hjá okkur. Enska pressan étur hann næstu vikur síðan koma BR ofl. og senda hann í angermangagement eða eitthvað þess háttar. Ef menn telja í alvöru að hann verði seldur útaf þessu þá ættu þeir að snúa sér að öðru, við fengjum aldrei uppsett verð fyrir hann. Nú er bara að senda hann í meðferð og láta hann byðja aðdáendur afsökunar síðan kemur hann gersamlega trítil óður á næsta tímabili og setur 30 kvikindi

  19. Hvernig væri að senda Suarez ekki svona hungraðan í leikinn, gefa honum smá pasta fyrir leik.

  20. Graeme Souness ætti sem minnst að tjá sig um ímynd klúbbs og vitleysur sem leikmenn taka upp á. Hann er líklega versta dæmi í sögu Liverpool um gróf brot, og tuddaskap. Frábær leikmaður en kolbilaður í hausnum.

  21. Vonandi verður hann ekki settur í bann. Þá getur klúbburinn tekið almennilega á þessu og sýnt knattspyrnuheiminum að Liverpool sé klúbbur sem líður ekki svona hegðun.
    Afsökunarbeiðni,bann út leiktíðina og væn sekt gæti mögulega gert eitthvað.

  22. Henry og co hafa sagt honum að gera þetta svo þeir hafi e-ð að fela sig á bakvið þegar hann fer í sumar. Þeir sjá bara peninginn sem þeir geta fengið fyrir hann.

  23. @ #9

    Ef enginn vill kaupa hann, nú þá er ég bara sáttur. Verður þá áfram þar sem hann á heima.

  24. Það verður ekki af honum tekið að hann er alveg ógeðslega cute í öllum sínum hamslausa barnaskap. Það er það sem þetta er. Bæði hendin og bitið. Luis Suarez er tilfinningavera. Hann er ekki að hugsa. Hann spilar fótbolta eins og barn. Hann vill vinna og gerir allt til þess að vinna. Það skilar árangri og þess vegna elskum við hann. Þegar það tekst ekki verða vonbrigðin svo ólýsanleg og óviðráðanleg að hann gerir eitthvað jafn innilega heimskulegt og að bíta andstæðinga. Það er skapið sem gerir hann að einum besta knattspyrnumanni heims og það er sami eiginleiki sem kemur honum einstaka sinnum í vandræði.

    Það versta sem hægt væri að gera við Luis Suarez væri að segja honum að þetta sé bara leikur og hann eigi að hugsa áður en hann geri inn á vellinum. Þá myndi allt hverfa. Svona er hann og hann á sér engan sinn líka – nema kannski Maradona á sínum tíma. Ef við viljum sjá mörkin hans, baráttuna og snilldina sem hann sýnir okkur í hverri viku þá verðum við líka að sætta okkur við neikvæðu hliðarnar á þeim eiginleika sem gerir hann að jafn óviðjafnanlegum knattspyrnumanni og hann er.

  25. Nú er ég ekki að verja Suarez því þetta var óafsakanlegt en…

    Hvort haldið þið að sé sársaukafyllra að láta skalla sig eða fá olnbogaskot eða hreinlega að láta brjóta á sér lappirnar útaf fáránlegri tveggja fóta tæklningu sem endar ferilinn eða að lenda í því að vera bitin…. ógeðslegt en Ivanovic hefur sennilega ekkert fundið fyrir þessu 5 min seinna.

    Menn ættu nú aðeins að draga andann það var enginn slasaður eða drepin.. bara bitinn eins fáránlegt og það hljómar…

    btw Torres gaf Carra olnbogaskot, afhverju er engin að tala um það , er viss um að kúlan á kollinum hans Carra sé óþægilegri heldur en hneykslun Ivanovic

  26. Hvað er þetta drengir! Suarez er maðurinn, verum ánægðir að hafa þennan mikla snilling í liðinu okkar! Sýndist þetta vera sárasaklaust hjá honum! Ég er kannski svona stórfurðulegur að mér finnst þetta ekki einu sinni verðskulda bann!

  27. King L kannski af því að þegar menn brjóta af sér með ljótum tæklingum eða olnbogaskotum í skallaeinvígum eru þeir hvað sem öllu líður að reyna að spila knattspyrnu. Það sem Suarez gerði í dag átti ekkert skilt við knattspyrnu og á aldrei að sjást á knattspyrnuvelli, þetta eru aumingjaleg árás. Það eitt að vera afsaka þetta kemur ekki vel út fyrir þig…

  28. Ég verð að taka undir með Magga, ég fagnaði jöfnunarmarkinu ekki. Það var ekki gert af einhverri yfirvegun eða fýlu, ég fattaði það ekki fyrr en eftir á að einu viðbrögðin mín við markinu voru að segja „jæja“ og standa upp úr sófanum, enda leikurinn búinn.

    Ég er alveg bit á þessari hegðun Suarez. Afsakið orðavalið.

    Ég veit ekki hvað verður. Miðað við Twitter, netið almennt og þá sem sátu með mér í sófanum olli hann sér gríðarlegum skaða gagnvart stuðningsmönnum Liverpool, fyrst og fremst. Restin af fótboltaheiminum hataði hann fyrir og þetta breytti engu þar um, og hann fær réttilega langt leikbann fyrir þetta. Spurningin er hins vegar hvort við Púllarar getum litið hann sömu augum eftir þetta.

    Þetta er þriðja tímabilið í röð sem hann kemur sér í langt leikbann. Hann fékk réttilega langt bann fyrir að bíta mann í Hollandi, árið sem hann gekk til liðs við okkur. Svo rústaði Evra-málið tímabilinu hans í fyrra og nú þegar hann virtist vera svo nálægt því að halda sig á mottunni heila leiktíð (og brillera þessa leiktíð) er alveg grátlegt að sjá þetta gerast.

    Ég veit ekki hvað verður. Er hann til sölu eftir þetta? Ég er fyrst og fremst á þeirri skoðun að Brendan Rodgers verður að fá að ráða því. Ef hann vill alls ekki missa Suarez (enda ótrúlega hæfileikaríkur leikmaður) þá verður hann að fá að halda honum en þá verður Rodgers líka dæmdur af því ef Suarez kemur sér og klúbbnum aftur í klípu á næstu og/eða þarnæstu leiktíð. Ef Rodgers er til í að selja hann hæstbjóðanda og nota peningana í leikmannahópinn verðum við að styðja það.

    Það er ótrúlegt að hugsa til þess að fyrir tveimur tímum var hann ekki til sölu fyrir nokkur fé en allir vildu kaupa hann. Nú get ég vel ímyndað mér að klúbburinn losi sig við hann en ég er ekki viss hverjir vilja kaupa. Það, öðru fremur, setur í skýrt samhengi hversu yfirgengilegur fávitaskapur þetta var hjá Suarez.

    Ja hérna.

  29. Leikbann, jújú. Auðvitað fer hann í leikbann. Og hann mun örugglega biðjast afsökunar á þessu. En þá er það líka búið.

    Sir Alex Ferguson keyrir lið sitt áfram með því að vera brjálaður maður á hliðarlínunni í hverjum einasta leik. Þessi eiginleiki gerir það að verkum að hann er í banni 1-2 leiki á hverju einasta tímabili þegar hann gengur yfir strikið. En það er enginn Man. United maður það vitlaus að halda að maðurinn ætti að róa sig, hvað þá að þeir telji hann klúbbnum til skammar. Þegar allt er talið eru jákvæðu hliðarnar á skapofsanum svo miklu miklu fleiri en þær neikvæðu þegar á heildina er litið.

  30. Það skiptir engu máli þó svo að einhver leikmaður sem er þekktur fyrir að vera grófur leikmaður tækli mann illa enda getur slíkt komið fyrir en það að ætla að taka bita úr höndinni á öðrum leikmanni er með öllu óskiljanlegt og í raun ófyrirgefanlegt og núna vil ég sjá statement frá Liverpool FC og Suarez.

  31. Held að menn ættu nú aðeins að spara yfirlýsingarnar. Þetta var vissulega glórulaus verknaður hjá Suarez og hvort honum né klúbbnum til framdráttar. Það var alveg vitað þegar hann var keyptur að hann væri villidýr og menn verða að standa og falla með því. Þegar Ferguson keypti Cantona á sínum tíma vissi hann nákvæmlega hvaða áhættu hann var að taka. Cantona réðist með karate-sparki á áhorfanda í miðjum leik. Lét Man. Utd hann fara?? Skaðaðist orðsport Utd.? Hugsanlega til skamms tíma en alls ekki til lengri tíma.

    Utd. fyrirgaf Cantona og hann kom tvíefldur til baka og vann titilinn nánast uppá eigin spýtur. Næstu daga munu spjótin beinast að Suarez og það er alveg hægt að standa með leikmanninum án þess að verja það sem hann gerði. Það sem hann gerði var heimskulegt og hann mun þurfa taka afleiðingunum.

    Ég vil ekki fyrir nokkurn mun missa Suarez, hann er villidýr, óútreiknanlegur og Liverpool mun einfaldlega þurfa að standa og falla með því. Ég spyr á móti hvar væri Liverpool liðið í töflunni ef Suarez væri ekki í þessu liði? Suarez er blóðheitur, vissulega alltof blóðheitur, en það er einfaldlega hluti af hans leik.

    Segjum sem svo að Agger hefði farið í ljóta tveggja fóta pirrings tæklingu og slasað andstæðinginn illilega, væru menn að krefjast þess að hann myndi verða gerður brottrækur úr klúbbnum? Efast um það, vissulega ekki honum né klúbbnum til framdráttar og hann myndi taka út sýna refsingu og kæmi tilbaka. Nú gerir Suarez sig sekan um glórulausa árás, enginn slasaður, verðskuldar það að vera gerður brottrækur úr klúbbnum? er þetta ófyrirgefanlegt brot? Nei.

  32. Kristján Atli #36.

    Til sölu!!!?????

    Nei! Nei! Nei! Kemur ekki til greina! Ekki séns! Aldrei að ræða það.

    Yfirgáfum við Robbie Fowler þegar hann var settur í bann fyrir að sniffa endalínuna og múna framan í Le Saux? Nei! Við stóðum með honum og fyrirgáfum honum. Af því að við erum Liverpool, af því að hér gangi menn aldrei einir. Allra síst okkar bestu synir.

  33. @ZZZ

    Eins og ég sagði í fyrstu línu þá er ég ekkert að afsaka hann en finnst menn bregðast full harkalega við!

    Hvað eiga olnbogaskot, skallar og kýlingar skylt við fótbolta annars ? Finnst þú frekar líta kjánalega út með því að kalla það að spila knattspyrnu

    persónulega myndi ég frekar kjósa létt bit í öxlina heldur en ollara í andlitið

    Enn og aftur þá er ég ekkert að reyna að verja þetta og fyrir mér er maðurinn greinilega langt frá því að vera í lagi en að selja hann hæstbjóðanda og setja hann í 8 leikja bann það finnst mér fullmikið!

  34. Ævintýralega heimskulegt hjá Suarez að gefa svona færi á sér og bara yfir höfuð bíta fólk á fullorðinsaldri. Hann er að gefa nákvæmlega það færi á sér sem mótherjar og fjölmiðlar eru að vonast eftir og á sama tíma gleyma alveg þeim sem hafa staðið þétt við bakið á honum (atvik sem ég stend ennþá við btw). Hann þarf að biðjast afsökunar og útskýra þetta eins og skot og taka þeirri refsingu sem hann fær fyrir þetta.

    Ég verð reyndar að viðurkenna að ég hef aldrei helgið jafn mikið yfir jöfnunarmarki áður, þetta var eiginlega of gott auðvitað var það Suarez sem skoraði. Það að skipta Coutinho útaf í hálfleik kom með miklu betra jafnvægi á liðið og Liverpool var að spila eins vel í seinni hálfleik og það var að gera í fyrstu leikjum Sturridge hjá klúbbnum. Þessi sóknarlína virkar mjög hættuleg, bókstaflega.

    Suarez sýndi í dag á sér góðu og slæmu hliðarnar og meðan hann er ekki að kung fú sparka í áhorfendur eða reyna fótbrjóta eða skalla andstæðingana þá er svosem alveg hægt að sjá hann eiga framtíð fyrir sér ennþá bæði hjá Liverpool og á Englandi, þrátt fyrir storminn sem þetta mun skapa. Rétt eins og þeir sem hafa verið uppvísir að þannig hegðun hafa átt.

    Mögulega eins og Maggi segir er þetta einhver andlegur kvilli sem hann þarf að láta taka á, stundarbrálæði sem hann ræður ekki við er menn ná að espa hann upp. Ég get a.m.k. ekki útskýrt hvað hann var að spá, þetta var a.m.k. undarleg aðferð til að losa sig frá Ivanovic sem fékk meira en þau viðbrögð sem hann var að vonast eftir.
    Kannski er þetta eitthvað hjá sóknarmönnum

    En hvað sem framtíðin ber í skauti sér þá var þetta afar heimskulegt og skammarlegt fyrir Suarez, stuðningsmenn Liverpool eiga betra skilið frá honum og hann veit það.

    Eigendur liðsins og þjálfari verða mjög líklega alls ekki ánægðir með þetta frá honum en það er ekki gott að selja hann í svona stöðu. Við viljum alls ekki missa hann og hvað þá á tilboðsverði. Þetta er alvöru vika hjá nýjum PR fulltrúa Liverpool, konu greyið 🙂

    Talandi um Souness og Redknapp þá gekk Souness svo langt að tengja þetta við Hillsborough, þ.e. að varpa svona skugga á vikuna sem verið er að minnast Hillsborugh. Það overreaction gæti ekkert komið meira úr hörðustu átt enda hefur Souness bæði gert mun verri hluti í stundarbrjálæði sem leikmaður en að bíta aðeins frá sér og sá hefur aldeilis náð að varpa skugga á vikuna sem verið var að minnast Hillsborough, það hefur raunar enginn tengdur klúbbnum fokkað meira upp hvað það varðar Hann var stjóri félagsins þá.

  35. Ég get alveg tekið undir með skýrsluhöfundi að það var frekar erfitt að fagna þessu ósanngjarna marki sem tryggði okkur þetta stig sem á endanum á hvorteðer líklega ekki eftir að skipta neinu máli.

    Ef við reynum af veikum mætti að rýna í hausinn á Luis Suarez, með það í huga sem hann hefur gert af sér á vellinum áður, þá er það líklega rétt sem Kristinn #31 segir, það er eitthvað fullkomlega eðlislægt í þessum dreng, eitthvað sem hann á greinilega mjög erfitt með að stjórna, hvað hann ákveður að gera hverju sinni. Sigurviljinn, krafturinn, óheiðarleikinn, name it, það eru sannarlega góðar og slæmar hliðar á þessu.

    Hann er hins vegar kominn á síðasta séns hjá klúbbnum. Klúbburinn sem studdi hann heils hugar í gegnum Evra-málið, keypti hann eftir sams konar atvik í Hollandi og hefur stutt hann í gegnum alla þá gagnrýni sem hann hefur fengið fyrir dýfur og annað. Mér skilst að hann sé á leiðinni í tveggja leikja bann núna út af 10(!!!! hann er senter for crying out loud) gulum spjöldum, hann ætti að fá 5-7 leiki út af bitinu og svo feita sekt frá klúbbnum.

    Hann, Brendan Rodgers og klúbburinn þurfa núna að senda frá sér afsökunarbeiðni til Ivanovic og Chelsea FC. Þetta er óafsakanlegt og það er spurning hvort Brendan Rodgers treysti sér til að hafa hann innan liðsins áfram. Þetta snýst bara um það. Enginn efast um hæfileika hans. Hann er eins og komið hefur fram hér að framan einn allra besti sóknarmaður heims í dag. En hvort hægt sé að hafa stjórn á honum er annað mál. Ef gott tilboð (30m+) kemur í hann þá er ég viss um að þetta atvik hafi gert það að verkum að stjórnin myndi skoða það. Því það væri jú verið að losa nokkuð stórt PR-vandamál út úr klúbbnum með því.

  36. YNWA Luis Suarez, auðvitað stend ég og vonandi allir við bakið á honum. Auðvitað á hann samt að biðjast afsökunar og taka út sína refsingu.

  37. Bite me,
    Er þetta ekki bara ágætt, nú er ekki hægt að selja kappann og allir verða búnir að gleyma þessu næsta leiktímabil og við mætum sterkir til leiks og bítum frá okkur.
    Áfram LIVERPOOL,,, besta lið í heimi, hvað sem raular og tautar

  38. Held því miður að Suarez verði tekinn af lífi af pressunni án þess að verja hann eitthvað. Það er nú þannig að menn skapa sitt orðspor oft sjálfir. Hans orðspor með hjálp ensku pressunnar er ónýtt á englandi og verður ekki reist við. Hvort þetta er betra en tveggja fóta tækling, olnbogi í andlit, tveggja sóla rasstækkling eða hvað þetta heitir. En af því að okkar maður gerði þetta þá er þetta það versta sem menn hafa séð og verður þungur dómur kveðinn upp. En ekki selja hann, plís.
    YNWA

  39. Á Twitter var bent á að þetta hefði verið 96. leikur Suarez með Liverpool, og að hann hefði skorað markið á 96. mínútu.

    En kannski langar engan að tala um neitt nema mál málanna.

  40. Við keyptum manninn eftir að hann gerði þetta sama í Hollandi þannig að það er ekki eins og þetta komi á óvart. Við höfum keypt Diouf, Collymore, Cisse og allskonar bjána undanfarin ár og svo virðist sem að við erum tilbúnir að taka áhættuna ef hæfileikarnir eru til staðar. Klúbburinn þarf bara að styðja Suarez og hjálpa honum í gegnum þetta eins og United gerði með karatesparkið hans Cantona og dópið hans Ferdinands.

    Ég hef aftur á móti frekar áhyggjur af því að þetta verði til þess að Suarez sjálfum langar að fara.

  41. Madur er nu bara ordlaus ad sja komentin her , ad vera reyna verja tetta hja Suarez er bara hneyksli og vera ad reyna likja hans hegdun vid eitthvad sem Souness gerdi er bara hlaegilegt . Ef tetta vaeri leikmadur annars lids ta vaeru menn brjaladir her , og tad er ekkert samasem merki ad vera ekta studningsmadur Liverpool og ad verda verja tennan kjana . vonandi fer hann i sumar !

  42. Núna er komið nóg að mínu mati. Þessi maður er ekki heill heilsu og er ekki að gera neitt nema sverta orðsport Liverpool. Alveg sama hversu góður í fótbolta hann er þá var þetta algjörlega til skammar alveg sama hvað!
    Hann verður því miður að yfirgefa félagið að mínu mati…

  43. Held að það sé ljóst að maðurinn þarf aðstoð sérfræðinga úr sálfræðistéttinni. Ég tel að klúbburinn eigi að að hjálpa honum við að fá þessa aðstoð og lýsa um leið yfir stuðningi við hann. Maðurinn er greinilega ekki alveg heill, hann þarf hjálp…
    Það verður áhugavert að sjá viðbrögð klúbbsins við þessu.

  44. Sorry meðan maður ver einn besta fótboltamann veraldar. Auðvitað á hann að fá bann og skömm fyrir en common bara banna hann frá fótbolta og alles for life og egum við að snúa baki við hann fyrir heimskulegt 2 sec moment ? ivanovic varð ekki meint af so WHO GIVES A FUCKKKK. Í góðu lagi þegar menn reyna taka lappirnar af fólki en það á bara að henda honum í ruslið fyrir að smakka smá hendi ? fokk off.

  45. Í fyrsta lagi. Hér tala menn um að hann sé að sverta nafn klúbbsins (hvað sem það nú er), eins og það sé eitthvað sem eigi að fara eftir. Í fullri alvöru?

    Það hlýtur að vera skylda hvers fullorðins einstaklings að hann ákveði sín gildi sjálfur á eigin forsendum út frá eigin siðferði og taki síðan ákvarðanir og hagi sínu lífi eftir því.

    Við getum til dæmis gefið okkur það að ef að einhver leikmaður liðsins myndu koma út úr skápnum myndi það skaða orðstír liðsins í fordómafullum knattspyrnuheimi. Ætti liðið þá að losa sig við þann leikmenn af því að vera hans væri að hafa slæm áhrif á klúbbinn?

  46. King L þó þú skrifir í fyrstu línu þú sért ekkert að afsaka neinn og eyðir svo restinni af færslunni í afsökun eða réttlætingu, þá fellur þessi fullyrðing þín í fyrstu um sjálfa sig og þíðir nákvæmlega ekki neitt. P.S. Dáist að Magga og Kristjáni hérna fyrir að skrifa af hlutleysi um málið.

  47. Kristján Atli.

    Eigum við ekki að leyfa FA að dæma í málinu áður en við förum að fullyrða um þriðja langa leikbannið í röð?

    Og ætlar einhver að halda fram þvi að hann verði seldur utaf þessu atviki? Ég held að hvernig hann spili úr viðbrögðum klúbbsins ráði miklu meira um það heldur en atvikið sjálft.

    Það sem gæti hjálpað honum er stutt það er i sumarfri. Þetta mal verður heitt i sma stund en eins og alltaf þa er mannskepnan alltaf (og alltof) fljot að gleyma.

  48. Kvitt á pistilinn hans Magga. Segir allt sem segja þarf. Það þýðir ekkert að fara í einhverja samanburðarfræði að þetta eða hitt sé verra en þetta. Suarez er ekki einhver meðaljón sem getur hagað sér eins og asni og það er gleymt á morgun. Luis Suarez er eins og staðan er í dag ANDLIT Liverpool út á við um allan heim. Nú verður þessu “splassað” um allan heim… Aðal stjarna Liverpool FC ráðast á leikmann og bíta hann. Þetta er eitthvað svo absúrd að ekki tekur nokkru tali og kemur á alversta, alversta tíma. Það er næstum því vonlaust fyrir Liverpool að standa með leikmanninum með einhverjum hætti.. eini möguleikinn er að maðurinn komi fram á morgun… Biðjist afsökunar og lýsi því yfir að hann sé byrjaður í sálfræðiviðtölum og taki svo út sína refsingu þegjandi og hljóðalaust. En það er alveg möguleiki að forráðamenn Liverpool meti það svo að það sé ekki lengur þess virði að halda Suarez. Það er það sorglega við daginn í dag.

  49. Hann er veikur andlega en eigum við að yfirgefa veikan mann ?
    nei frekar ad hjalpa honum

  50. Annars eru frábæru fréttirnar eftir daginn í dag þær að flest lið munu líklega gleyma því í bili hversu ógeðslega dýrmætur knattspyrnumaður Luis Suarez er. Ef við gleymum því líka þá erum við nú meiri andskotans froðuheilarnir.

  51. Lausnin er einföld; senda Suarez til tannsa og láta rífa úr honum stellið!
    Hann skilur svo fölskurnar eftir á bekknum:-)

  52. Frekar léleg skýrsla þar sem ekkert er fjallað um leikinn og ýmsa jákvæða punkta burt séð frá Suarez atvikinu.

  53. Athyglisvert mál, svo ekki sé meira sagt.

    Bottom line:
    Suarez er heimsklassaleikmaður. Staða Liverpool er ekki beint þannig að heimsklassaleikmenn bíði í röðum. Þetta verður líklega til þess að verðmiðinn á honum lækkar umtalsvert. Atvikið svertir nafn þessa fornfræga og vinsæla klúbbs, sem stendur nú frammi fyrir tveimur valkostum:

    a) Að láta skammtímafótboltasjónarmið ráða, halda Suarez og gefa eftir langtímaprinsipp og virðingu (sem þegar hefur beðið talsverðan hnekki eftir eigendafarsa undangenginna ára). Freista þess að komast í CL á næsta ári og vonast til að sleppa með það ímyndarlega.

    b) Láta prinsippin ráða, láta Suarez fara til hæstbjóðanda í sumar og taka alvarlegt fótboltalegt högg, sem gæti lengt leiðina í CL um nokkur ár.

    Hvort viljum við vera næstu árin: Meðalklúbbur með prinsipp á hreinu eða eiga séns á CL??

    Ps. Finnst Evra atvikið, dýfur eða annað ekki koma þessu við. Þau atvik eru annað hvort ósönnuð eða af allt öðrum toga. Því miður er endurtekið bit á fótboltavelli alveg nægjanleg vandræði eitt og sér.

    Pps. Þegar Sturridge er í þessum ham (líkt og í City leiknum) er hann í toppklassa á Englandi. Á milli hefur hann horfið. Á hann erfitt með að mótívera sig (nema gegn fyrrum vinnuveitendum)?

  54. Núna sá ég ekki leikinn heldur heyrði ég bara lýsinguna á BBC og hef séð bitið sjálft. Ivanovic hlýtur bara að hafa gert eitthvað, eins og um daginn í leiknum með Uruguay þar sem Suarez sló gæa og allt varð brjálað en síðar kom í ljós að sá sem var sleginn var að gæla við punginn á honum. Þannig að já, gerði Ivanovic ekki neitt áberandi af sér þarna á undan til að “verðskulda” bit?

  55. Ég er svo klikkaður púllari að ég fagnaði gríðarlega þegar Suarez jafnaði á síðustu sekúndunni. Bíð eftir yfirlýsingunni frá BR á morgun!

  56. Er sammála Svavari, ég stökk upp úr sætinu. Tæklingin hjá Sturridge á Bertrand er margfallt meira ofbeldi en bitið.

    En djöfull er ég ánægður með innkomu Sturridge, vonandi byrjar hann næsta leik.

  57. Eru síðuhaldarar núna á því að Suarez hafi verið dæmdur réttilega í bann útaf Evra málinu? Hljómar þannig þegar það er tengt við þetta móment of madness í dag.

    En hvaða bull er þetta að selja Suarez? Og fá hvern í staðinn? Falcao, Cavani eða báða. Það skiptir engu máli hvað Suarez gerði klúbburinn er stærri en það sama hvað fjölmiðlar segja. Viðbrögð klúbbsins núna þurfa bara að vera ákveðinn og eindreginn. Ekki verja hann með kjafti og klóm. Kenna moment of madness um og taka þeirri ákvörðun sem verður tekin. Svo mætir Suarez eftir bann og heldur áfram að raða inn mörkum.

  58. Það er nú meiri barlómurinn og vælið í flestum hérna, og áhyggjurnar af því hvað verði um ímynd liðsins virðist skipta meira máli en að verja sinn mann. Sem gerði heimskulegan hlut, engin spurning.

    Eric Cantona er goðsögn ManchesterUTD manna, hann sparkaði í áhorfanda. Var hann seldur eftir það, nei. Er liðið með fáa stuðningsmenn? Nei. Hefur Liverpool efni á því að láta besta leikmann deildarinnar fara á prinsippi? Nei.

    Hárþurrku á Suarez, ala Ferguson. Málið búið.

    Ef Suarez verður seldur, hætti ég að styðja Liverpool (síðan 1989). Liðið þarf að vinna leiki og titla til að vinna sér fylgi, ekki lifa í móralskri nostalgískri yfirburðasápukúlu.

    YNWA

  59. Ég upplifði þetta sama, mér varð óglatt! og er enn í rauninni… margir eru farnir að velta því upp hvort hann sé með einhver issues! það verður að teljast líklegt..

    við komumst í gegnum þetta eins og annað

    YNWA

  60. Núna ætla ég ekki að verja Suarez, enda hef ég aldrei fundið mig knúinn til að verja Liverpool leikmenn frekar en aðra – þegar þeim verður á.

    Ætla samt að benda á að einn besti leikmaður í sögu ManUtd og ef ekki sá besti (allavega að mati margra) gerði þetta einn góðan veðurdag:

    http://i.dailymail.co.uk/i/pix/2011/12/22/article-0-023D4A5E0000044D-782_468x424.jpg

    Tek það fram, er ekki að réttlæta það að bíta Ivanovic – einungis að benda á þetta fyrir þá sem vilja láta henda Suarez í burt. Hugsið ykkur tvisvar um. Sérstaklega þeir sem fara að röfla á rómantísku nótunum um að klúbburinn sé stærri en allir leikmenn. Suarez er einfaldlega eina sem heldur Liverpool í smá séns um að ná í topp4 á næstu 2 árum. Getið hengt ykkur upp á það að það hjálpar ekki á leikmannamarkaðnum að hafa misst hann.

  61. Ég á smá erfitt með að hlæja ekki þegar ég sé svona fáránlegan hlut eins og í dag og inn á milli allra dómskvaðningana getur twitter verið fyndið þegar svona atvik eiga sér stað.

    Þetta myndi leysa vandann t.a.m.

    enter image description here

    Ivanovic er staðráðinn í að láta þetta ekki á sig fá og heldur áfram að spila.
    enter image description here

    Suarez mun vonandi eiga gómsæta leiktíð fyrir vændum á næsta ári
    enter image description here

    Þetta er önnur lausn

    enter image description here

    Suarez lamdi Ivanovic líka eftir leikinn

    enter image description here

    True

    enter image description here

    Stundum er ekki hægt að skálda svona hluti, hahaha
    enter image description here

    enter image description here

    Hér má svo sjá mynd af atvikinu.
    o.s.frv.

  62. Hvernig er það hefur Ivanovic ekkert tjáð sig um þetta ?

    Það besta sem myndi gerast núna væri að hann myndi gefa það út að Suarez hefði ekki bitið sig.

  63. Þegar leikurinn og tímabilið var endanlega orðið að flatneskju þá tók Suarez sig til og beit leikmann. Maðurinn bjargaði steindauðu sísoni.

    Hlakka til hvað þessir cheesecake faktory bjánar sem eiga klúbbinn gera núna. Nýbúnir að láta út úr sér að þeir hafi ekki hundsvit á fótbólta og fyrsta árið hafi verið learning curve #$#$$%#$&$%/$&/%&(%/(/&(/&(&/)&/$%&$%&…..bara svona trilljón stuðningsmenn sem voru bitrir meðan að þeir voru að læra $$R%$%#%&%#&$&/$&/&#$%”$%”%”$%$%.

    Er nema von að Suarez bíti einhvern?

  64. Ég fagnaði markinu gríðarlega, enda finnst mér fáranlegt að láta þetta atvik hafa áhrif á mína upplifun á jöfnunarmarki á síðustu sekúndu. Að sjálfsögðu var þetta fáranleg hegðun hjá Suarez. Ófyrirgefanlegt segja sumir og svo sem er hægt að setja þetta þannig upp. En það er nú einu sinni þannig að Suarez ólst upp við bágar aðstæður og við höfum séð það margoft að einstaklingar af slíkum bakgrunni eiga erfiðara með að stjórna eigin hegðun, hvort sem það eru knattspyrnumenn eða ekki. Hægt er að segja að það sé léleg afsökun en þetta er engu að síður staðreynd og í fótboltanum höfum við séð þetta hjá t.d. Maradona, Zidane, Cantona og mörgum fleirum þekktum og óþekktum leikmönnum. Þetta er bara einn af hans göllum og við verðum að velja hvort það sé ásættanlegt að slíkur leikmaður sé í liðinu eða ekki. En að segja að hann sé slæmur maður fyrir vikið er ég ekki tilbúinn að skrifa undir.

  65. Svo má ekki gleyma því að ef þetta er birtingarmynd einhvers konar andlegrar veilu, þ.e. Suarez er veikur og gerir hluti öðru hvoru í stundarbrjálæði sem hann hreinlega ræður ekki við, er hið rétta auðvitað að reyna að hjálpa honum. Sjá til þess að hann biðjist afsökunar í bak og fyrir, setja hann í meðferð hjá sálfræðingi/geðlækni, taka hart á málinu innan klúbbsins (nú og framvegis) og vonast til að óveðrið hafi lægt í ágúst þegar næsta síson byrjar.

  66. Ég meina, Ivanovic vildi allavega ekki vera utan í honum og dekka hann þegar hann skoraði loka markið. Þetta virkaði allavega fyrir hann…

  67. Það sem menn gleyma líka er að Suarez er víst fyrirmyndar náungi utan vallar. Fjölskyldumaður sem ekkert vesen er á. Innan vallar er hann náttúrulega animal sem varnarmenn og dómarar eru skíthræddir við. Nú eru Englendingar uppsnobbaðir af allskyns hefðum og réttlæti þegar annar hver leikmaður þar er blindfullur með buxurnar á hælunum utan vallar.

    Þetta er svo mikið bull allt saman. Ég styð Suarez hvað sem á dynur en virði skoðanir síðuhaldara sem eru á öðru máli.

  68. Ókei. Suarez bað Ivanovic afsökunar eftir leik, þeir skiptust á treyjum. Svo núna hefur klúbburinn gefið út þrískipta yfirlýsingu: Suarez biðst afsökunar á hegðun sinni, Rodgers og Ayre segja báðir að þetta sé óviðunandi leikmanni Liverpool og að tekið verði á málinu innan félags. Ayre bætir við að þeir bíða eftir skýrslu frá knattspyrnusambandinu.

    Málinu lokið. Hann verður dæmdur í bann og snýr svo aftur í haust en ég sé ekki mikla ástæðu til að velta sér mikið meira upp úr málinu. Eftir að hafa róast aðeins er ég á því að þetta breyti litlu um stöðu hans hjá félaginu til lengri tíma.

    Auðvitað verður það aldrei svo, samt. Fjölmiðlar eiga eftir að hamast á honum og tyggja þetta sín á milli næstu dagana. Það verður bara að vera svo. Þetta var heimskulegt hjá honum og við verðum að kyngja því.

    Nenni ekki að pæla í þessu lengur. Látið mig vita þegar 20-leikja bannið er komið (þið vitið að hann fær þyngstu mögulegu refsingu, hver sem hún er…)

  69. Er ekki í reglum Fifa að bannað sé að dæma “retrospective”? Ef dómarinn dæmdi ekki neitt og kláraði málið á vellinum (sem hann gerði) þá er ekki hægt að dæma hann í bann.

  70. Þetta verður blásið upp í nokkra daga, hann fær þriggja leikja bann og þetta eykur líkurnar á að þið haldið honum fyrir næsta tímabil. Ég held að þetta sé ekki eins slæmt og sumir vilja vera að láta hér.

  71. Selja hann???
    Eru þið eitthvað ruglaðir.
    Æla?
    Eru þið eitthvað klikkaðir???

    Þetta er bara leikmaðurinn sem við keyptum, leikmaðurinn sem við elskum og innilega vonandi leikmaðurinn sem við munum halda á næstu tímabilum.
    Hann hefur beðist afsökunar, mun fá bann og hugsanlega lengra sumarfrí sem mér finnst reyndar að hann eigi algjörlega skilið og málið er dautt.

    Fyrir 30mörk á tímabili er mér sama þó hann éti 2-3 leikmenn á ári.

    Það eina sem pirrar mig er að þarna gaf hann ástæðu fyrir að vera ekki valinn leikmaður árins. Ástæðuna sem hellingur af fólki, eitt ákveðið félagslið og ein ákveðin samtök voru að bíða eftir.

  72. Hvaðan komu þessar 6 viðbótamínútur?

    Man að menn misstu sig alveg þegar Owen skoraði gegn City og tryggði united 4-3 sigur þegar það var komið 3 sek fram yfir viðbótatímann. Þrátt fyrir að City hefðu eytt 1 mín að fagna sínu marki í uppbótatímanum.

    Núna skorum við eins mark og ekki eitt komment um það.

  73. Er bara ennþá jafn reiður, hef ekkert lagast.

    Reyndar klárt mál að Ian Ayre sem hætti við að fara til Ástralíu á næstu dögum til að klára þetta mál hefur lært af síðasta fíaskói með drenginn og áttar sig á hvaða skaða svona heljarinnar bull hefur á allt umtal um félagið okkar.

    Enda eru bara öll þau nöfn í bransanum sem eru tengd liðinu okkar búin að tjá sig um málið og fordæma þessa gölnu hegðun.

    Ég brosti reyndar þegar ég sá myndir af fagnaðarlátum Carra af jöfnunarmarkinu. Eftir að dusilmennið Torres var búinn að skella í hann olnboga og fiska á gamla manninn spjald með dýfu átti Carra ekki skilið að tapa og það er vel.

    En í kvöld eru komnar stórar spurningar í minn hug um það sem mér fannst augljóst nú fyrir nokkru, það að byggja liðið í kringum hann til framtíðar. Maðurinn þarf að leita sér tafarlaust hjálpar og sýna svo ofboðslega iðrun á næstu dögum að það hálfa á að duga ansi lengi. Hvað gerir hann næst? Við bara getum ekki litið framhjá því að þriðja leiktímabilið í röð missir hann fullkomlega stjórn á sér og gerist sekur um eitthvað sem kallar á margra leikja bann. Og ef hann verður ekki seldur í sumar og félagið reynir að finna annað “icon” þá fær hann ekki fleiri sénsa.

    Enda væri það hlægilegt ef að hann fengi einu sinni enn að draga okkur öll inn í þessa bullumræðu sem við þurfum nú að hlusta á um leikmanninn okkar og liðið. Það er bara alls ekki það sem á að vera í gangi eftir svona leik og svona dag.

    Ekki síst þar sem að þessi leikur var eitthvað sem við biðum eftir. Suarez á sjálfur að fara og hitta fjölskyldu Anne Williams og biðjast afsökunar á því að stela athyglinni svona algerlega, skítt með Rafa svosem og allt það.

    Og strax er maður farinn að sjá “með” og “á móti” Brendan Rodgers. Margir arfabrjálaðir yfir því að hann hraunaði ekki yfir Torres og varði Suarez, aðrir trylltir yfir því að hann hafi gert sig að fífli á blaðamannafundinum og neitað að horfa á atvikið og svara svo fyrir það.

    Luis Suarez á bara ekkert gott skilið fyrir þennan dag. Þetta er hálaunuð stjarna og átrúnaðargoð milljóna manna vissulega, en hann nýtur þeirra forréttinda að vera dáður og við höfum mörg varið hann á skrýtnum dögum, t.d. fyrir mörg þeirra 10 gulu spjalda sem hann hefur fengið í vetur, alls konar væl, röfl og rant.

    Næstu dagar munu fara í að heyra Ayre, Rodgers og aðra hjá klúbbnum svara fyrir allt þetta bull. Fréttir af sektum klúbbsins til hans mun vekja upp með og á móti fólk og síðan kemur leikbannsdómurinn sem m.a. mun leiða til þess að ég fæ ekki að sjá hann “live” gegn Everton. Reyndar leiðinlegra að tvö börn vinar míns munu ekki fá að sjá hann því ég hef sjálfur fengið þann heiður.

    En tvennt vona ég að við föllum ekki í. Í þessu máli er bara ekki hægt að teikna hann eða klúbbinn upp sem fórnarlamb. Hann er sekur um allt þarna og bara ekki fyrir neinn að láta eins og við fáum ósanngjarnan díl út úr þessu.

    Og hitt er það að ég allavega ætla að viðurkenna það að við komumst upp með að stela stigi með svindli í dag. Markaskorarinn okkar átti að fá rautt spjald og því átti Chelsea skilið að sigra leikinn. Það þýðir ekki að grenja dómaramistök og garga á t.d. þann sem að klúðraði því að við unnum ekki Everton en segja svo bara “shit happens” þegar dómarar gera enn stærri mistök og við græðum á þeim.

    Kannski áttum við það inni að fá eitthvað út úr dómaramistökum en við skulum ekki láta eins og neitt annað hafi bjargað okkur í dag.

    Hlakka ekki til næstu daga….hundfúll, hundfúll, hundfúll út í þig Luis Suarez en vona svo innilega að þú snúir mér og fleirum aftur yfir í skilyrðislausa aðdáun á þér og þinum fótboltahæfileikum.

    Ég verð að treysta klúbbnum til að koma því rækilega til skila að Luis Suarez er bara peð í taflborði LFC, sem hægt er nota til stórra sigra en þarf einfaldlega að fórna ef að það þjónar tilgangi klúbbsins…

  74. Mér finnst Suarez vera hreint megnaður leikmaðu og mögnuð persona.. þetta var nátturlega villimannalegt.. og í raun er ekkert sem afsakar þetta en fuckit við elskum Suarez útaf því sem hann er.. sem er umdeild manneskja og er hreint unnaður að horfa á þennann leikmann. og það má líka taka það fram varnarmenn chelsea voru ekki búnir að láta hann í friði allan leikinn.. búnir að vera að smábrjóta á honum alllan leikinn.. EN að selja hann er í raun það heimskasta sem ég hef heyrt… þessi maður leggur líf sitt og líkama í hvern einasta leik fyrir Liverpool og hann á ekkert annað skilið en ást og stuðning frá okkar… og þetta atvikverður gleymt bráðum bara eitt gott dæmi. Defoe beit Mascherano hérna um árið.. og hann fékk BARA gult spjald og ekkert bann takk fyrir og hann var einusinni ekki hálfshögginn í fjölmiðlum..

  75. og já ég fagnaði einsog við hefðum unnið deildina þegar hann suarez jafnaði.. áttum það meira en skilið…

  76. Maggi.

    Ég er kannski að misskilja þessa setningu:
    “Og strax er maður farinn að sjá „með“ og „á móti“ Brendan Rodgers. Margir arfabrjálaðir yfir því að hann hraunaði ekki yfir Torres og varði Suarez, aðrir trylltir yfir því að hann hafi gert sig að fífli á blaðamannafundinum og neitað að horfa á atvikið og svara svo fyrir það.”

    Í viðtali við Sky sagði BR að hann væri ekki búinn að sjá atvikið með Suarez og gæti þannig ekki tjáð sig um það en breytti umræðunni út í olnbogaskot Torres á Carra. Svo hann talaði um Torres þó það var kannski ekki “hraun” í þeim skilningi. Fyrir utan að þá átti Suarez ekkert skilið að vera varin e-ð sérstaklega.

    “Fréttir af sektum klúbbsins til hans mun vekja upp með og á móti fólk og síðan kemur leikbannsdómurinn sem m.a. mun leiða til þess að ég fæ ekki að sjá hann „live“ gegn Everton. Reyndar leiðinlegra að tvö börn vinar míns munu ekki fá að sjá hann því ég hef sjálfur fengið þann heiður.”

    Aftur vil ég segja það sama til þín og KAR áðan. Þú ert hér að fullyrða hluti um að hann verði dæmdur í bann en mig langar að kasta þeirri spurningu fram hvort það sé rétt að dæma þetta atriði e-ð frekar heldur Aguero eða Callum McManaman seinustu vikur? Dómarinn sá ekki atvikið og eina sem þeir hafa eru myndbandsupptökur nema að dómarinn hafi sett þetta sérstaklega í skýrslu. Ekki það að ég sé sammála þeim aðferðum að ekki megi banna og sekta menn eftir á.

    Og ég veit ekki hvar þetta með eða á móti fólk er því mjög mikill meirihluti þeirra sem hafa tjáð sig hér og á fleiri stöðum eru sammála um sök LS í þessu máli. En það verða alltaf með og á móti fólk, jafnvel þó Suarez hefði drepið manninn.

  77. Og knattspyrnumaður ársins í Englandi er………
    …..EKKI Suarez.

    Veit ekki hvaða skoðun ég á að hafa á þessu “freak of nature” sem Suarez sannarlega er. Þið getið alveg treyst því að hann fái hörðustu refsingu sem í boði er.

    Góðu fréttirnar fyrir ykkur sem viljið alls ekki missa hann í sumar er að hann er ekki nærri því eins eftirsóknaverður og hann var fyrir þennan leik. Drengurinn er tikkandi tímasprengja og stóru klúbbarnir munu hugsa sig tvisvar um áður en þeir punga út 30 – 40 millj. pund fyrir hann. Slæmu fréttirnir eru þær að drengurinn er svo sannarlega að skemma orðspor klúbbbsins, það er bara þannig hvort sem okkur líkar betur eða verr. Það þýðir ekkert að breiða yfir það.

    Erfitt að segja til um hvernig klúbburinn bregst við þessu. Þetta er erfitt mál.

    Varðandi leikinn sjálfan. Hefur verið tekið saman hversu mörg mörk sem við höfum fengið á okkur á þessu tímabili eru eftir föst leikatriði? Þetta fer að verða mjög vandræðalegt og alveg með ólíkindum að BR skuli ekki vera með lausn við þessu. Það er alltaf hætta á ferðinni þegar andstæðingar okkar fá hornspyrnu eða aukaspyrnur á okkar vallarhelmingi. Vá hvað við þurfum að versla okkur eitt til tvö tröll í vörn og/eða í stöðu DM.

    Sturridge laaaangbesti leikmaður okkar í þessum leik. Coutinho var einu númeri of lítill fyrir þessa miðjubaráttu.

  78. Hermann 84, það gerðust aðrir hlutir í leiknum sem eru töluvert furðulegri heldur en þessi uppbótartími. Ég játa að ég var hissa yfir því hversu miklu var bætt við, en ég hef aldrei skilið þetta kjaftæði með þetta “þessir fái meiri uppbótartíma en önnur lið” kjaftæði. Það eru tvö lið á vellinum og einn bolti (nema gegn Sunderland), klukkan tifar fyrir bæði lið og mikill uppbótartími er ekki fyrir annað liðið, hitt liðið hefur alveg jafnan rétt á því að skora í uppbótartíma. En ég get vel skilið að Chelsea menn séu ósáttir samt, ekki það að mér sé ekki sama.

  79. Maggi

    Við bara getum ekki litið framhjá því að þriðja leiktímabilið í röð missir hann fullkomlega stjórn á sér og gerist sekur um eitthvað sem kallar á margra leikja bann. Og ef hann verður ekki seldur í sumar og félagið reynir að finna annað „icon“ þá fær hann ekki fleiri sénsa.”

    Ertu kominn á þá skoðun Maggi að Suarez hafi verið sekur af ásökunum Evra á hendur honum?

  80. Maggi ertu ekki að grínast? Biðja fjölskyldu Anne Williams afsökunar? Hann er búinn að biðja Ivanovic afsökunar. Það er það sem þetta snýst um þetta eina atvik. Ef þetta skemmir fyrir þér áhorf á Liverpool þá er það to bad. En Lífið heldur áfram og Liverpool verður áfram sama stórveldið.
    Ég er ánægður með að klúbburinn er greinilega að þroskast í PR málunum.

  81. Ég held að fólk þurfi aðeins að slaka. Suarez gerði fáránleg mistök, samt ekki jafn fáránleg og tækling Agüero á Luiz til dæmis. Hann er búinn að biðjast afsökunar og núna er ekki hægt að gera neitt nema að bíða eftir úrskurði um bann. Hann nagar sig samt líklega ekki í handarbökin yfir úrslitunum.

  82. einhver með link á seinna mark Liverpool………….labbaði út af barnum eftir bitið………..:(

  83. Nr. 89

    Ég þori nánast að fullyrða að röðin yrði út á götu og í kringum húsið af liðum sem myndu alveg vilja taka sénsinn á Suarez og fá hann í sitt lið, strax á morgun. Flest þeirra lið sem eru að spila í meistaradeildinni.

    Hann beit andstæðinginn, ekki illa og enginn slasaðist. Þetta er ótrúlega barnalegt og heimskulegt, hann baðst afsökunar og fær sekt og bann. Tökum því aðeins rólega.

    Ég veit að það stangast alveg á við hinn pólitíska réttrúnað, sérstaklega í öllu vafasömu er viðkemur Suarez en ég myndi aldrei vilja selja hann fyrir svona storm í vatnsglasi. Skamma hann og sekta já, en trúa honum til að bæta sig og koma sterkur til leiks aftur. Við munum svo sannarlega sakna hans þegar hann fer.

    Annars hef ég séð það marga leiki milli Liverpool og Chelsea, með þeirra fyrrum stjóra, fyrrum leikmenn og guð minn góður stuðningsmenn til að hlæja upphátt og vera mjög sáttur við ósanngjarnt jöfnunarmark á 96. mínútu uppbótartíma, skorað af leikmanni sem átti að vera kominn útaf með rautt. Það gerði þetta eiginlega bara sætara, en það er kannski bara ég 🙂

    Við ættum að þekkja það mætavel að fótboltinn getur stundum verið svona cruel.

  84. Suraez verður að fara – það er bara þannig !
    Hann kann vissulega að bíta frá sér og mun gera það aftur.

    Það eru 30 ár í ár síðan að ég fór að styðja Liverpool og ég vil síður að þessi maður verði til þess að ég hætti því (tímabundið), en ég get ekki stutt þennan bitvarg.

  85. hann verður allavega ekki markahæsti leikmaður deildarinnar eftir þetta

  86. Rosalega froðufella menn af heilagleika hérna. Endalaus knee jerk reaction útaf þessum enska fótbolta.

    Hvernig væri nú að þið Keyboard Warriors prófuðuð að anda rólega og telja uppí 10 áður en þið setjið niður orð um þetta atvik? Á morgun gæti Ivanovic komið fram í fjölmiðlum og sagt að þetta sé algert smámál og Suarez eigi ekki að vera refsað. Bæði Rafa og Rodgers vildu ekki tjá sig um atvikið eftir leik og sögðust ekki hafa séð það.
    Suarez hefur þegar komið fram með opinbera afsökunarbeiðni ásamt því að Rodgers og Gerrard fordæma þetta. Við skulum slaka aðeins á þangað til við höfum allar upplýsingar og vitum hvort Suarez fari í bann útaf þessu.

    Að leiknum þá var alveg vitað að Benitez væri búinn að lesa Liverpool og Rodgers eins og opna bók. Lokuðu auðveldlega á Coutinho og hægðu vel á öllu. Enda þekkir hann nánast alla leikmenn þarna og þeirra veikleika. Það var ekki fyrr en Sturridge kom inná að einhver x-faktor var honum óþekktur. Sturridge spilaði mjög vel gegn sínum fyrri klúbbi Man City og virðist oftast spila vel í stórleikjum. Hann hefði átt að byrja frekar en Downing sem spilar voða sjaldan vel í þeim. Jafntefli hjálpar okkur þó sáralítið. Með sigri hefðum við verið í kjörstöðu að ná Everton enda heimaleikur á Anfield á næstunni og þeir að gefa eftir. Vonum samt það besta.

    p.s. verður mikið áframhald hérna á þessum “bit” bröndurum? Þetta er strax orðið jafn þreytt og Chuck Norris grínið. 🙂

  87. Suarez var rétt í þessu að uppfæra á Facebook að hann hefði fengið að hringja persónulega í Ivanovic og beðist auðmjúklega afsökunar. Ivanovic samþykkti það.

  88. Ég er sammála 67 að vera ræða sölu er útí hróa,maðurinn tekur bara út sýna refsingu og búið,það mætti halda að maðurinn hafi framið stórglæp miðað við sum kommentin hérna róið ykkur nú aðeins,Liverpool hefur aldrey verið með annan eins snilling innan sinna raða þetta er bara smá fórnakostnaður,BR þarf bara að beyta hárþurkunni á hann reglulega þangað til hann hættir þessu rugli.

  89. Engin sem sér bjútíið í því að hann skoraði á 96 mínútu. It was for the 96!

  90. slaka á drengir og stúlkur þetta verður bara hið besta mál því að nú vill engin kaupa kappan. Næsta mál á dagskrá er að senda hann til tannsa og láta fjarlægja úr honum tennurnar og þá má hann bíta eins og hann vill. 😀

    En án djóks þá verðum við að bíða róleg þangað til að eigendurnir taka ákvörðun um framtíð hans.
    En ég verð bara að segja það að þetta fynnst mér frekar saklaust miða við markt annað sem maður verður vittni af.
    Hann er kappsamur mjög stundum um of en hann vinnur leiki upp á sitt einsdæmi og hann drífur aðra með sér. Þannig menn vil ég hafa í mínu liði
    sem þola ekki að tapa og leggja allt undir.
    Ef menn skoða bara hlutlaust þá er hann akúrat maður eins og fergusonin hefur verið að kaupa í gegnum tíðina og verið að færa þeim rauðu tittla, má þar nefna Roy Keane, Rooney, Cantona og Mark Hughes og þetta eru menn sem kalla ekki allt ömmu sína.

    Svo hef ég engan áhuga á því að hlusta á það sem Graeme Souness segir.
    Hann er ruglukollur sem eyðilagði LIVERPOOL liðið þegar hann tók við því á nokkrum mánuðum og hefur oft sagt tóma þvælu í gegn um tíðina.

    ÁFRAM SUAREZ.
    ÉG ELSKA ÞAÐ ÞEGAR ÞÚ SKORAR FYRIR KLÚBBINN.

  91. Já kannski var þetta á 97. mínútu en það er skemmtilegra að sjá 96:?? á klukkunni 😉

  92. Mér finnst það besta að Ivanovic og Suarez hafi skipst á treyjum eftir leik. Er það rétt? Auðvitað er þetta hegðun sem maður vill ekki sjá (ekki eðlileg framkoma). En… nú er bara að anda með nefinu og láta klúbbinn um þetta (og FA þó maður treystir þeim gaurum ekki fyrir fimm aura).

    Þið sem eigið erfitt með að hitta vinnufélaga ykkar á morgun eða vini eða skyldfólk sem halda með öðru liði en Liverpool þá þið þurfið ekkert að verja Suarez fyrir einum eða neinum yfir þessu atriði. Hingað til hefur hann ekkert gert neitt rangt (Evra málið var rugl, eða eru menn kannski farnir að skipta um skoðun út af þessu atviki?)

    Að heimta að hann verði seldur er bara barnalegt. Ég vil hafa Suarez í Liverpool þangað til hann leggur skóna á hilluna. Kræst hvað ég fíla þennan leikmann.

    (Vantaði bara að hann kallaði einhverni “negrito”, þá hefði hann fullkomnað leikinn hjá sér! Fékk dæmt á sig víti með því að handleika boltann viljandi (check), beit mann (check), skoraði sigurmarkið á lokaandartökum leiksins (check), átti stoðsendinguna í fyrra markinu (check).)

    Mjög sáttur við jafntefli.

  93. Fullkomlega sammála Babú. Einnig finnst mér Maggi og fleiri missa sig full mikið í dramatíkinni hérna.

  94. Mér finnst Rodgers og Ayre segja nákvæmlega rétt.

    Þetta er “ósæmandi” (Ayre) og “óásættanleg” (Rodgers) hegðun fyrir leikmann sem leikur í búningi Liverpool. Það er stutt og einföld og hárrétt útkoma.

    Hann er kominn þangað sem hann á að vera í klúbbnum, í skammarkróknum og þetta orðalag yfirmannanna, stutt og algerlega án þess að reyna að draga úr högginu á hann á nokkurn hátt er það sem þurfti. Ef hann fær sénsinn hjá eigendunum þá er það sá síðasti. Það finnst mér augljóst og ég er ánægður með.

    Ég er ekki að segja að Suarez hafi fengið réttláta refsingu gegn Evra en ég vonaði virkilega að hann lærði. Sýnist tilvitnanir benda til þess að konan hans fari ekki á fleiri leiki hjá honum…þó það sé aukaatriði.

    Ég er hins vegar að segja það að þolinmæði mín fyrir því að leikmenn félagsins dragi félagið inn í skítaumræðu er algerlega á þrotum. Þó þar fari langbesti leikmaðurinn okkar, það er óumdeilt.

    Óverjandi hegðun ætla ég ekki að verja. Það má vel vera að það ergi einhverja en þá það. Það er enginn fyndinn brandari kominn fram en margir fúlir.

    Og málinu er ekki lokið – við vitum það öll…

  95. Suarez kallinn kann að búa til fyrirsagnirnar, hann má eiga það.

    Mín tvö cent um þetta eru á þessa leið….

    Þetta var eitthvað sem ég átti frekar von á að sjá á leiksskóla en á Anfield. Ég hefði skilið sjöuna okkar betur ef hann hefði slegið til Chelsea manns í hita leiksins. Slíkt gerist.

    Hann verður að fara að átta sig á því að svona hegðun gengur ekki. Hann er svo frábær leikmaður og það er svo mikil synd að fyrirsagnirnar (og umtalið) skuli ekki aðgreina fótboltamanninn Suarez og persónuna Suarez, já eða persónuleikabresti.

    En á meðan hann er leikmaður Liverpool FC þá styð ég hann. Það þýðir ekki að maður “gúdderi” svona hegðun, langt því frá. Hann á að fá sína sekt, sitt leikbann og hætta þessu bulli. Það er eðlilegt að menn spyrji sig, ætlar hann aldrei að læra drengurinn ? Kanski ekki, tíminn mun leiða það í ljós. Ég gæti ekki hugsað það til enda að hafa ekki verð með LS s.l. 2 ár eða að sjá liðið án hans á þeim næstu.

    Varðandi orðspor klúbbsins, ef að klúbburinn höndlar þetta mál rétt þá er það ekkert orðspor klúbbsins sem er verið að skítuga út – sé ekki hvernig menn fá það út. Ég held að enginn tengi rasista eitthvað sérstaklega við Liverpool FC eftir fíaskóið á síðasta tímabili frekar en þeir tengja sifjaspell (já, eða svona næstum) við Man Utd eða dýraníð við Newcastle.

    Luis, fáðu frekar rautt fyrir grófa tæklingu eða kjaftbrúk, það eru bara börn sem bíta.

  96. Nú er ég kominn með nóg af þessu “enginn er stærri en klúbburinn” kjaftæði. Í dag erum við staddir í sjöunda sæti deildarinnar, litlar sem engar líkur á evrópusæti og klúbburinn er einfaldlega komin niður fyrir það stall að hægt sé að nota þennan frasa sem eitt sinn átti svo vel við liðið.

    Staðreyndin er einfaldlega sú að í dag er Luiz Suarez stærri heldur en LFC, satt best að segja er hann líklega, ásamt Reina, ástæðan fyrir því að liðið sitji ekki núna í 12 – 18 sæti deildarinnar.

    Ef Liverpool selur Suarez er ég sannfærður um að liðið verði í bullandi baráttu næsta tímabil, en á öfugum enda töflunnar.

    Gott er kannski að bæta við að í langflestum liðum Liverpool sem hefur náð einhverjum árangri í gegn um tíðina hefur verið einn klikkhaus. Dæmi má nefna Graeme Souness og Neil Ruddock. Og til að bæta við þessa kenningu á þetta við önnur lið en bara Liverpool. Leikmenn eins og Eric Cantona, Roy Keane, Pepe og Zinedine Zidane eru allir dæmi um snarbilaða menn sem hafa spilað með frábærum liðum.

  97. Ruddock og Souness gerðu ekkert í þessum anda.

    Enginn annar í klúbbnum okkar held ég, nema leikmaður sem ég bara ætla ekki að tengja við það lengur.

    Eruði í alvöru að verja þetta, þó að Ayre og Rodgers geri það alls ekki???

  98. Guð minn almáttugur. Menn að horfa alltof hvössum augum á þetta og hrikalega er ég ósammála þessari skýrslu. Gerði mér strax grein fyrir að Suares fengi bann fyrir þetta atvik (mikið til útaf því þetta voru mögulega tilraun til að bíta í eða í átt að leikmanni og að um Suares var að ræða), en ég fagnaði óstjórnlega þegar Suares jafnaði. Þá hef ég skoðað myndbönd af þessu atviki og ég get bara einfaldlega ekki séð að hann hafi í raun bitið Ivanovic þótt hann virðist reyna það. Eina sem Suares segir síðan sjálfur eftir leikinn er að hann sjái eftir atvikinu. Hann virðist ekki segja að hann hafi í raun bitið leikmanninn. Menn eiga auðvitað að horfa á þetta atvik fyrir það hvað það var en ekki hvað það virtist líta út fyrir að vera eða hvað útfrá því megi mest álykta að Luis Suares sé mikill glæpamaður. Fyrir mér var þetta óneitanlega óíþróttamannsleg hegðun, fyrir hana eiga menn að fá bann eins og fyrir aðra óíþróttamannslega hegðun sem því miður er algeng í þessari íþrótt. En að taka Suares af lífi og tala um að nú neyðist klúbburinn að selja hann er einhver mesti tepruskapur sem ég hef heyrt og vona ég innilega að slíkt verði ekki í raunin. Trúi síðan varla mínum eigin eyrum að menn séu að horfa á þetta atvik og stilla upp stöðunni þannig að nú sé það Suares eða Liverpool. Ég trúi því varla að slíkur málflutningur komi frá liverpool stuðningsmönnum þótt skiljanlegt sé að hann komi frá stuðningsmönnum annarra liða enda fáir aðilar sem stuðningsmenn andstæðinga okkar hata jafn mikið og Luis Suares. Þá tel ég að sá rökstuðningur að vörumerki Liverpool muni skaðast við þetta atvik sé verulega ólíklegur en sé það raunin tel ég slíkan skaða algjöra smái smámuni í samanburði við þann skaða sem af yrði ef þessi töframaður yrði látinn fara. YNWA.

  99. Nr. 110

    Get nú alls ekki tekið undir það með þér að Suarez sé stærri en klúbburinn, mikið langt í frá. Nærtækt dæmi er t.d. þegar hið óhugsandi gerðist og Torres yfirgaf félagið og Suarez kom í staðin. Torres var á þessum tíma skv. þessari röksemdafærslu mun stærri en klúbbuinn.

    Á móti finnst mér þetta vera stormur í vatnsglasi og ekkert til að útskúfa manninum fyrir, þó hann þurfi að skilja hvað hann gerði rangt og eins og hann hefur þegar gert biðjast afsökunar.

  100. HELVÍTISKARLINN … AAAARRRRRG
    Uhuum … Núúúú hljóta menn að gera eitthvað róttækt og ég er ekki viss um að það felist í að selja Suarez eins og staðan er núna. Það verður frekar eitthvað í þeim anda að senda kappann til sálfræðings og meðferðin verði gerð official’ Kannski verður þetta ´hot´sjónvarpsefni og allir græða að lokum eða hvað ???
    Ég hef grun um að við eigum eftir að annarskonar útspil Liverpool og núna mun ´Evramálið´ ekki endurtaka sig með tilheyrandi rugli. Þeir ráða til sín rándýra PR sérfræðinga sem hjálpa klúbbnum að róa öldurnar og hafa jákvæð áhrif á viðhorf almennings til klúbbsins. Róum okkur niður og látum ekki tilfinningarnar stjórna okkur .. .!!! DJÖFULSINSANDSKOTANS

  101. Þetta var ljótt og á ekki að sjást inni á fótboltavelli.

    So far finnst mér klúbburinn gera allt rétt, gefur út yfirlýsingu sem fordæmir verknaðinn og talað um að tekið verði á málinu innanhúss sem er akkúrat það sem þarf að gera, fjölmiðlar munu velta sér upp úr málinu og það er óþarfi að klúbburinn fóðri þá á efni í greinar sem ekki verða til þess að fegra klúbbinn

    Ég styð klúbbinn í því að veita leikmanninum hæfilega refsingu hver svo sem hún verður…..klúbburinn metur það. Ef Suarez verður áfram á næsta tímabili þá held ég áfram að styðja hann og klúbbinn. Ef klúbburinn telur þetta vera síðasta hálmstráið þá styð ég það líka.

  102. Menn að sleppa sér í dramatíkinni?
    Maðurinn missir stjórn á sér í nokkrar sekúndur og allt fer í háaloft.

    Ég elska Suarez og allt sem hann hefur gert fyrir klúbbinn. Það er ekki einsog að hann hafi étið manninn og ég efast um að það séu e-r tannaför eftir hann á Ivanovic blessuðum.

    Ég hefði a.m.k. verið til í að sjá viðbrögðin og umfjöllunina hjá pressunni ef einhver annar hefði verið staðinn af verki.

    Hann er búinn að biðjast afsökunnar, tekur út sína refsingu og bætir þetta upp.
    Ég er a.m.k. tilbúinn í að fyrirgefa honum þetta og nú skuldar hann okkur stuðningsmönnunum og hann mun gera það… ríflega það.

  103. Jahérna…það væri gaman að sjá sálfræðing gera úttekt á þessum kommentum hérna inni. Niðurstaðan yrði kynnt í MJÖG þykkri skýrslu. Og mest eru þetta fullornir kalrlmenn. “Draga klúbbinn í svaðið”, “biðja einhverja Annie formlega afsökunar”, “Seljann/rekann/drepann”.

    Þetta er nú bara fótbolti og á að vera skemmtun. Menn borga pening (eða bjór) fyrir að horfa á ofborgaða, ólærða, óuppalda karlmenn og ætlast til þess að þeir lifi upp í hetjudrauma sína…ædolin sín sem þeir undir eðlilegum kringumstæðum hefðu átt að skilja við eftir grunnskóla.

    Ef menn eru svona viðkvæmir þá kostar svipað að horfa á vel klædda puntukarlmenn spila skemmtilega íþrótt sem kallast golf, þar sem allir eru vinir, eru gáfaðir og bera virðingu hver fyrir öðrum.

    Við hinir skálum í kaffibolla á vinnustaðnum og skemmtum okkur yfir því sem gerist í boltanum helgina áður og segjum frá sigrum okkar í Fantasy. Fótbolti er frábær sjónvarpsskemmtun, sérstaklega þegar eitthvað svona djúsí gerist. Viva la fússball.

  104. Þessi leikskýrsla er til skammar. Og að fagna ekki marki okkar manna er til háborinnar skammar. Annað hvort eru menn að setja sig á of háann hest eða eru ansi takmarkaðir stuðningsmenn Liverpool.

  105. Ivanovic trampaði í takkaskónum á ristinni á Suarez.
    Frekar en að bíta hann á “impulse” sem hefnd fyrir þetta sóðabrot, hefði Suarez átt að bíða færis og rífa báðar hásinarnar af honum með tveggja fóta tæklingu aftanfrá og fá mögulega gult eða rautt spjald?
    Slaka aðeins á, það meiddist enginn.

  106. Ivanovich er helvíti góður varnarmaður þannig að Suarez hefur einfaldlega misst stjórn á skapi sínu að glíma við hann. Suarez er skapheitur með orðspor að missa stjórn á sér, að hann skuli ganga lengra er ekkert glæpsamlegt. Menn eru dæmdir í leikbann og búið.

    Dómur: Ofsafengin viðbrögð við mótlæti með því að bíta andstæðing léttvægilega. Réttlát refsing 6 leikir.

  107. Það væri náttúrulega draumur að fá Carroll tilbaka. Verst hvað Suarez og hann náðu að spila lítið saman á sínum tíma. Dyravörðurinn og Mannætan Part 2 væri nóg til að einhverjir mótherjar myndu skyndilega togna í nára fyrir leik.

  108. Góður Arnar þetta er þokkalegur Ivanovich á þessu myndbandi. Það er bara spurning hvernig menn líta á að bíta? Er ekkert sérstaklega mörg dæmi um það í deildinni.

  109. Hérna er eitt https://www.youtube.com/watch?v=JzXBSvngRR0
    Dómarinn sá atvikið og það var ekki hægt að gera neitt eftir það samkvæmt reglum. Dómarinn sá þá í stympingum og talaði við. Þannig ef farið er eftir reglum þá ætti ekki að vera hægt að dæma hann í bann eftir leik.

  110. Voðlega eru menn “bipolar” hérna yfir snillingnum okkar Suarez. Menn hérna eru að missa sig í múgæsingnum varðandi þetta atvik, auðvitað á hann að fara í bann fyrir að reyna að glefsa í ivanovic, hann nær ekki einu sinni að bíta hann. ivanovic er bara hissa yfir þessu.

    Menn hérna eru að kalla eftir því að Suarez verði seldur, gefinn, sendur í ævilangt bann og ég veit ekki hvað og hvað. Slappiði af ! !í guðanna bænum, eru allt man utd aðdáendur hérna inni eða hvað ? Hann gerði mistök, nú fer hann bara í mest 3 leikja bann, allt annað er bara rasismi hjá fíflunum í fa. eða á hann að fara í bann ?? ég bara spyr, hann á að fá sekt, frá klúbbi og fa. Ekki fékk leikmaður wigan bann fyrir að brjóta næstum löppina af leikmanni newcastle um daginn.

    Reynið að vera ekki eins og móðursjúkar man utd kellingar hérna yfir þessu. Þetta er búið og gert, verður tekið á því, en að kalla eftir höfði Suarez, löngu banni eða einhverju þaðan af verra er algjör scum múgæsingur.

    Hvort Suarez verði valinn leikmaður ársins eða ekki skiptir mig ekki rassgat máli, það er nóg fyrir mig að vita að hann er LAAAAAAANGbesti leikmaður deildarinnar.

    YNWA

  111. Maggi ég er einmitt líka hundfúll,Er að fara út í fyrsta skipti á Everton leikinn og fæ ekki að sjá hann spila:(

  112. Hættið að tala eins og það sé búið að senda hann í bann. Hvað er að?
    Í raun og væri væri skrítið að dæma hann í bann þar sem að dómarinn tók á málinu innan vallar. Hann talaði við báða leikmenn og þetta vara bara búið. Það væri algert kjaftæði ef hann fengi bann miðað við það að Aguero fékk ekki svo mikið sem 1 leikja bann.

  113. Gat ekki annað en hlegið að þessu… Suarez has done it again!! Ég vil klárlega kenna aumu fæði í mötuneyti LFC um þetta. Ef að Suarez fer þá er eins gott að kokkurinn fjúki á undan!!

    Lýsir þetta ekki bara hvað hann er hungraður í að vinna?? Sko basicly!

  114. Maður þarf bara að bita i þann súra serba að hann er að fara i bann og sést ekki meira spila á leiktíðinni, en það væri glapræði að selja hann, það væri eisog að segja að hann gengi einn, sem er svo sannalega ekki málið

  115. Ivanovic hefði getað dáið.

    Auðvitað er þetta háalvarlegt mál og það hefur sýnt sig í nokkur skipti að litli snillingurinn okkar er ekki alveg í lagi þegar hann bregst við á þennan hátt trekk í trekk, en Suarez er samt sem áður leikmaður Liverpool og liðið þarf að bregðast við á réttan hátt hvort sem það er sálfræðimeðferð eða eitthvað annað. Suarez er dagfarsprúður fjölskyldumaður en ekki þekktur ofbeldismaður í daglegu lífi, því á fremur að aðstoða hann en sparka honum í burtu með skít og skömm. Svo er hann líka bara svo góður knattspyrnumaður.

  116. Ég hreinlega elska Suarez og ekki nokkur leið að ég vilji selja manninn frá félaginu. Það að vilja breyta manninum er bara rugl. Þetta er maður sem fer í alla leiki til að vinna og stundum fer hann yfir strikið, þá tekur hann bara út sína refsingu. BARA EKKI BREYTA MANNINUM.

  117. Ef Suarez fer í bann er hægt að nota Henderson frammi í hans stað, alveg maður í það.

  118. Ekkert sem afsakar þetta – alls ekkert. En finnst menn samt alveg vera að missa sig hérna í umræðunni. Það eru ýmsir hlutir í gangi í fótboltanum í dag sem eru síst betri. Við erum hins vegar ekki vön því að menn séu að bíta mann og annann og því um afar sérstaka hegðun að ræða. Skil reyndar ekki að hann skul hafa lyst á sveittum upphandleggsvöðva Ivanovic – finnst þetta frekar ógeðfellt – vonandi er hann búin að fá sér munnskol.

    En guð minn góður – slökum aðeins á. Það er ekki eins og hann hafi tekið bita út handleggnum eða að það hafi blætt úr á eftir. Maðurinn er hins vegar svo ýkt mikill keppnismaður að hann missir sig í ástríðinnu og hreinlega virðist ekki hafa stjórn á sér undir ákveðnum kringumstæðum sem er auðvitað afar slæmt. Horfum líka á það jákvæða – í Match of the day eða hvað þetta nú heitir þá vorum þeir líka að bera saman Suares við Adebayor, Torres og einhvern einn frægan í viðbót sem ég man ekki hvað heitir. Öllum þessum þrem sem Suarez var borin saman við virtist skítsama hvort þeir myndu tapa eða vinna nema okkar manni Suarez sem er auðvita létt geðveikur í þessu. En slökum öll á – öndum djúpt – styðjum við bakið á Suarez án þess að réttlæta þessa hegðum. Liverpool má ekki við því að missa Suarez – segir allt sem segja þarf að við erum með rúmlega miðlungs lið en samt mað einn albesta leikmann í heimi í Suarez.

  119. Hundrað prósent sammála Sigga hérna í #139… slaka á.

    Hvað viðkvæmni er þetta ?

  120. Oh, the drama!

    Eru allir hérna á túr eða hvað er eiginlega málið???!!??

    Einhver ætlar að hætta að halda með Liverpool út af þessu atviki – farvel, segi ég bara.

    Einhverjir kalla eftir því að Suarez verði seldur – og þá skulu þeir hinir sömu ekki dirfast að kvarta og kveina undan meðalmennsku Liverpool næstu tímabilin!

    Án djóks, ég vissi ekki að karlmenn gætu verið svona miklar dramadrottningar. Það er ekki eins og Suarez hafi farið einhverja höfuðsynd hér og sé einfaldlega réttdræpur.

    Hafi þið aldrei gert nein mistök? Eru þið sjálf(ir) heilagri en páfinn sjálfur?!

    Ég skal bara viðurkenna eitt fyrir ykkur – ég nefbraut einu sinni mann í fótboltaleik á mjög svo “dirty” hátt. Adrenalínið og allt það. Komst upp með það. Við gengum allavega sáttir frá leik loknum, ég og andstæðingur minn. Ég læt kappið bera fegurðina ofurliði og komst upp með það. Þá var ég 14 ára.

    15 ára fékk ég svo makalega málagjöld, þegar ég lenti í tæklingu sem átti ekkert heima á knattspyrnuvellinum. Þar með lauk mínum stutta og takmarkaða ferli.

    Og hvað með það þó Suarez hafi bitið aðeins frá sér? Er það virkilega þessi mikla höfuðsynd sem knattspyrnumenn mega ekki drýgja án þess að heimurinn stoppi?

    Suarez er einfaldlega einn besti knattspyrnumaður heims. Þið sem viljið selja hann út af einhverjum prinsippum, eruð kjánar í mínum augum (og afsakið þennan háa hest sem ég set mig á hér!). Prinsipp vinna ekki leiki og enn síður leiki. Suarez vann stigið fyrir okkar menn í gær. Og það er til skammar að menn geti ekki einu sinni glaðst pínulítið út af því.

    Og nú stíg ég aftur niður af þessum háa hesti sem ég setti mig á hér 🙂

    Homer

    PS. og aldrei vil ég að Suarez muni breytast sem leikmaður. Ég tek hann með öllum hans kostum og göllum, því það er það sem gerir hann svo frábæran.

  121. Verðum að gefa Rafa prik fyrir að minnast ekkert á þetta í viðtölum eftir leik og neita að tjá sig um þetta.

  122. 100% sammála Sigga 139. Slökum aðeins á, það má skamma 7 okkar og ég er nokkuð viss um að hann veit að hann á það skilið, en við skulum ekki fara að útskufa hann og heimta sölu. Ég elska að hafa þennan strák hjá okkur, Hann er svo mikil stríðsmaður að það er unun að horfa á hann, Hann fór yfir strikið í dag ég mun skammast og gagnrýna hann, ég mun ekki reyna að verja það sem hann gerði en ég mun fyrirgefa honum.

  123. Að mínu mati hefur Liverpool og Suarez gert það rétta í stöðunni hingað til, það er að segja að Suarez hefur beðist afsökunar og Liverpool hefur fordæmt framkomu hans. Nú er bara að bíða og sjá hvað snillingarnir í FA gera en að mínu mati á Suarez þriggja leikja bann skilið fyrir þetta (ég byggi það t.d. á því að Ivanovic fékk þriggja leikja bann fyrir að kýla leikmann eins og sést í athugasemd nr. 125, en ég get ekki séð hvernig það sem Suarez gerði sé verra en það sem sést í þeirri klippu, það er óvenjulegra en ekki verra brot) ásamt því að klúbburinn á að sekta hann. Suarez er þegar kominn að ég held í tveggja leikja bann vegna 10 gulra spjalda (endilega leiðréttið mig ef ég fer með rangt mál) og ef þú bæti við þriggja leikja banni fyrir bitið þá þýðir það samtals fimm leikja bann, sem þýðir að hann er frá út tímabilið og missir af fyrsta leik næsta tímabils. Þetta myndi ég telja verða sanngjarna niðurstöðu, en hins vegar treysti ég ekki FA til að vera sanngjarnir fyrir fimm aura.

    Siðan þarf klúbburinn að tryggja það að Suarez fái þá aðstoð sem hann þarf til þess að læra að stjórna skapi sínu og það er því spurning hvort þeir ættu ekki að þiggja tilboð mannvitsbrekkunar Gordon Taylor um reiðistjórnunarnámskeið. Hins vegar er allt tal um að selja Suarez galið. Ef að ímynd klúbbsins til skamms tíma skiptir menn það miklu máli að þeir vilji losa sig við Úrúgvæan þá verða þeir sömu að sæta sig við það að tíminn sem mun líða þangað til að liðið verður fært um að berjast um top 4 mun lengjast. Suarez er okkar lang besti maður og með því að selja hann mun liðið taka stórt skref aftur á bak fótboltalega og ég tel að Liverpool megi engan veginn við því enda félag sem á heima á meðal þeirra bestu.

  124. Ég er mjög dapur yfir þessu. Mér finnst það ekki réttlæta hegðun Suarez að einhverjir aðrir leikmenn í öðrum liðum, s.s. Cantona, Pepe, Maradona og Rooney, hafi látið skapið hlaupa með sig í gönur einu sinni eða oftar á þeirra ferli.

    Þetta er leikmaður Liverpool og við verðum að horfast í augu við það að hann er líklega veikur á geði. Það er alveg eins með geðsjúkdóma og aðra sjúkdóma. Það eru til meðferðarúrræði og engin skömm að því að viðurkenna veikindi af þessu tagi.

    Liverpool á að taka á þessu máli á þann hátt að þetta endurtaki sig ekki. Ég er ekki hlynntur því að selja Suarez, en það þarf að setja hann í bann það sem eftir lifir leiktíðar og nota þann tíma til að hjálpa honum. Svörtu blettirnir á ferli Suarez skyggja mjög mikið á fótboltahæfileika hans.

  125. Sammála því að þessi leikskýrsla er til skammar…Hvenær fór þessi heilagleiki að einkenna enska boltann og klúbbinn okkar, Liverpool?
    Þetta var ljótt atvik sem verðskuldaði rautt spjald, þó ekki væri nema bara fyrir lack of proffessionalism, en annað eins hefur nú gerst og gerist nánast um hverja helgi.
    Held að skýrsluhöfundur þurfi aðeins að fara að hugsa sinn gang og sínar tilfinningar til klúbbsins miðað við það sem ég var að enda við að lesa…..Alveg gáttaður!

  126. ” Mannætan frá Uruguay” þessi maður er bara óútreiknanlegur. Held að ollarinn frá Torres hafi meitt meira en þetta nart hjá Suarez. Það sem mér finnst verst í þessu rugli er að pressan á Englandi fékk þarna þð sem hún hefur beðið eftir í allan vetur: Negla Suarez.

    Hann bauð þeim í fyrirsagnaveislu. Efast samt um að hann verði látinn fara. Hann er kominn í sumarfrí og það verður bara að hafa það. vissulega hundfúlt að þetta fór svona, en við verðum að gefa honum það að þetta jöfnunarmark var algjör snilld. Auðvitað var það hann sem jafnaði.

    Það elska allir að hata þennan dreng, þeir sem ekki hata hann elska hann. Hann má éta heilt fótboltalið í morgun mat mín vegna meðan hann skorar 25-30 mörk fyrir okkur á leiktíðinni. Þetta mál fjarar út á næstu dögum, hann hefur beðið Ivanovic afsökunar, munum það að hann meiddi sig ekki, þurfti ekki stífkrampasprautu. Þeir skiptust á treyjum, eða var það ekki? Stormur í vatnsfötu, að óþörfu. Um leið og Grame Sounnes fór að tjá sig um þetta, sannfærðist ég að þetta yrði í lagi. Sounnes kastar alltaf steinum úr glerhúsi.

    Y.N.W.A

  127. Ég verð að játa það að ég skil ekki alveg þessi stórkostlegu viðbrögð við þessum asnaskap hjá Suarez. Já, ég átti von á því að sjá Man United menn með tárin í augunum yfir því hversu hræðilegur Suarez sé.

    En að sjá hérna Liverpool aðdáendur vilja selja Luis Suarez fyrir þennan asnaskap er ofar mínum skilningi. Og einnig þá sem telja að hann hafi ítrekað dregið nafn klúbbsins oní svaðið. Til þess að halda því fram þarftu væntanlega að halda að hann sé alsekur í Evra málinu (sem ég tel fráleitt og hef útskýrt hér áður) og/eða að þessar dýfingar hans, sem hafa komið örfáum sinnum á þessu tímabili, séu á einhvern hátt að draga nafn klúbbsins í skítinn. Það er fráleitt því það gera þær ekki hjá honum neitt frekar en að dýfingar hjá Gareth Bale dragi nafn Tottenham í skítinn.

    Suarez er gríðarlegus keppnismaður inná vellinum og í allan vetur hefur hann staðið af sér ótrúlegan fjölda af tæklingum og óhróður frá áhorfendum án þess að láta það bitna á sinni spilamennsku. Oft hef ég haldið að hann hlyti bara að sparka tilbaka í einhvern varnarmann eða gera eitthvað, en alltaf hefur hann haldið stjórn á skapi sínu. Þangað til í gær að hann missti stjórn á skapi sínu í eina sekúndu.

    Hann kom svo fullur iðrunnar fram strax eftir leik. Hann hringir í Ivanovic og biðst afsökunnar, biðst svo afsökunnar á Twitter og opinberu heimasíðunni. Það fyrir mér er nóg. Hann veit að þetta voru mistök og hann reynir ekki að koma sér undan því.

    Við Liverpool stuðningsmenn eigum að mínu mati að standa á bakvið okkar langbesta leikmann og ég ætla rétt að vona að stjórn liðsins geri það líka og blási strax á allt tal um að selja þennan stórkostlega leikmann, sem hefur gefið okkur svo ótrúlega margar ánægjustundir síðustu 3 leiktímabil.

    YNWA

  128. Klúbburinn er að taka vel á þessu. Flott PR með að sektin gangi í Hillsborough sjóðinn. Afsökun kemur strax, ekkert fum og fát að þessu sinni. Greinilegt að það er búið að taka þessi PR mál í gegn. Reyndar held ég að nýi PR gaurinn hafi byrjaði hjá klúbbnum í síðustu viku. Róleg vika hjá honum.

  129. Mér er alveg sama þó hann hafi bitið þennan Ivanovic hann er búinn að biðjast afsökunar og tekur út sína refsingu,gott mál en mér finst allt þetta svindl eins og t.d. Torres féll með tilþrifum þegar Carra kom ekki við hann og fiskaði gult spjald vera mikklu verra. Go Suarez.

  130. Það sem Einar Örn Nr. 149 sagði, algjörlega.

    Sérstaklega það kjaftæði að hann hafi ítrekað verið að draga klúbbinn ofan í svaðið.Hugið aðeins betur hvað þið eigið við með því?

    Flest allt sem hann hefur gert af sér gerði hann áður en hann kom til Liverpool. Eina sem mér dettur í hug reyndar er þetta bit á Bakkal sem var út úr korti auðvitað, en jafnframt eitthvað sem við vissum vel af og nýttum okkur líklega þegar kom að því að fá hann frá Ajax. Hitt stóra atvikið er þegar hann varði með hendi á línu í undanúrslitum á HM og það er enginn hérna sem hefði ekki gert það sama í sömu stöðu.

    Eins er ég ekki sammála því að klúbburinn sé núna loksins að gera hið eina rétta því ég væri mun ósáttari hefði félagið snúið baki við Suarez í Evra málinu, það er allt allt of loðið og hefur alltaf verið. Höfum farið of oft yfir það á þessari síðu.

    Að því sögðu drýgði ég þá höfuðsynd að hrósa Ian Ayre á twitter áðan fyrir hvernig félagið hefur tekið á þessu máli. Svosem ekkert flókið við þetta og að mínu mati augljóst hvernig taka eigi á þessu en gott að sjá að þarna er tekið á málum hratt og örugglega. http://www.liverpoolfc.com/news/latest-news/reds-confirm-suarez-fine

    Þetta er eins og áður segir, stormur í vatnsglasi.

  131. Eitt annað – ég held að það besta sem hefur komið fram í öllum þessum ummælum sé frá Ebba í nr. 148:

    Um leið og Grame Sounnes fór að tjá sig um þetta, sannfærðist ég að
    þetta yrði í lagi. Sounnes kastar alltaf steinum úr glerhúsi.

    Homer

  132. Ég væri alveg til í að missa Suarez í bann 5-10 leiki á tímabili ef hann er besti maður vallarins í hinum (eins og er yfirleitt raunin). Það eina sem hann mætti gera er að líta aðeins betur í kringum sig þegar hann er í playstation sólinu sínu.

  133. Auðvitað er þetta algjör vitleysa í Suarez að gera þetta, og sagan sýnir að hann kemur sér í vandræði á umdeildan hátt (hendin á HM, bitin tvö, Evra-málið, leikrænir tilburðir td), en það á ekki að selja hann að mínu mati.

    Þetta er í raun svipað og að skalla einhvern held ég. Sama heimska.

    Bann og áfram með smjörið.

    Ég held hinsvegar að það yrði enginn dauðadómur að selja hann. Við þurfum nokkra heimsklassa leikmenn og þeir koma ekki nema við eigum pening, sem við eigum ekki, nema við seljum einhvern eins og Suarez. Við redduðum okkur eftir Torres og við reddum okkur alveg eftir Suarez, rétt eins og Arsenal reddaði sér eftir RvP söluna.

    Það yrði áfall ef Suarez færi í sumar að því leyti hvernig hans yrði minnst hjá Liverpool, það yrði einblínt óþarflega mikið á það neikvæða býst ég við.

  134. “Ruddock og Souness gerðu ekkert í þessum anda.”

    Er það ekki Maggi? Hvað hefðirðu sagt ef Suarez hefði gert þetta við Ivanovic? https://www.youtube.com/watch?v=xG2-0Dn5IRQ
    En þetta? http://www.youtube.com/watch?v=ygVgxYa3mlo

    Souness er hræsnari og dramadrottning. Ekki vera það líka. Fótboltaheimurinn er fullur af bad boys og infants terrible: Cantona og Zidane er t.d. goðsagnir í fótboltaheiminum þrátt fyrir að hafa gert ítrekað fáránleg heimskupör sem eiga ekkert skylt við fótbolta. Voru þeir reknir frá klúbbunum sínum fyrir það? Nei, þetta eru leikmennirnir sem eru innst í hjarta stuðningsmannanna, kannski einmitt af því að þeir eru svo hataðir af stuðningsmönnum hinna liðanna.
    Skoðið bara youtube-myndbönd af eftirfarandi leikmönnum og segið mér síðan að Suarez sé í einhverjum sérflokki: Zidane, Cantona, Roy Keane, Souness, Duncan Ferguson, Zlatan, Balotelli, Di Canio, Materazzi, Vinnie Jones. Þessir menn eru ALLIR goðsagnir hjá sínum klúbbum.

    Suarez tekur út sína refsingu, sýnir iðrun og heimurinn heldur áfram. Þetta er einfaldlega besti leikmaður sem LFC hefur átt síðan Dalglish og við verðum bara að taka honum eins og hann er.

  135. Veðmangarar í Bretlandi ekki lengi að veðja á lengd bannsins hjá FA

    3 leikja bann eða minna = 11/5 ( rúmlega tvöfaldar peninginn)
    4-6 leikir = 7/4 ( tæplega tvöfaldar peninginn)
    7 leikir eða meira = 11/10 ( vinnur tæplega 10% fyrir peninginn)

    Af þessu á Suarez ekki von á góðu. Langlíklegast að hann sé að fara í langt bann.

    Ég myndi samt tippa sjálfur á 4-6 leiki. Liverpool og Suarez verða samvinnuþýðir og Suarez fer á einhverskonar skilorð að ef eitthvað svona kemur upp aftur þá gæti hann átt höfuð 1 árs bann eða eitthvað.

  136. Já veriði sælir, sorry með mig að kommenta hérna en ég skal lofa að þetta verði
    eina kommentið mitt hérna. Ætlaði bara að segja ykkur, að ólíkt öllum
    Utd. mönnum þá elska ég Suarez. Horfi stundum á leiki með Liverpool þegar þeir
    eru að keppa á móti eitthverjum stórum liðum og í öllum leikjunum sem ég hef séð
    er hann yfirburðamaður. Hann er með svo mikið keppnisskap að ég skil ekki hvernig
    er hægt að elska hann ekki þegar hann er í liðinu sem maður heldur með.
    Hann er markahæstur i deildinni núna (þó Persie taki þetta líklega af honum ef hann
    fer í bann) og er búinn ad halda Liverpool á lofti tja.. í langan tíma allavega.
    Hann er með þremur bestu mönnum deildarinnar í hópi en samt vilja einhverjir
    hérna selja hann útaf, að því mér skilst, hegðun hans inná vellinum. Hann kallaði
    víst Evra Negrido og fékk langt bann fyrir það, beit Ivanovic í gær (sem mér fannst
    hellað fyndið) og hefur verið í því að dýfa sér. Það er engin afsökun fyrir að vilja selja
    sinn besta leikmann, markahæsta leikmann deildarinnar og já þvílíkan karakter.
    Eric Cantona er goðsögn í Manchester og Suarez gæti verið ykkar Cantona.
    Cantona tók karatespark í einhvern áhorfanda af því hann var eitthvað að bögga
    meistarann okkar. Hann fékk frí í eitthvað hálft ár. Öllum United mönnum er sama
    að hann fékk þetta bann, þeir elska hann fyrir að hafa sparkað í dýrið.
    Vona allavega innilega að Liverpool selji hann ekki, og alls ekki til einhvers lands
    utan Englands, því ég horfi bara á enska boltann, ég nenni ekki hinu, og ég myndi
    ekki vilja missa svona karakter úr deildinni. Við misstum öll svakalegan meistara til Milan í Janúar og ég vil ekki missa annan.

    P.s. Djö verður gaman ef við vinnum Aston Villa í kvöld maður!!

  137. Sæl öll.

    Jafnteflið í gær hefur alveg fallið í skuggann af vini mínum Suaréz enda ekki skrýtið þó að fótboltaheimurinn fari á hvolf við svona atburði. Mér sýnist nú samt allir aðilar taka þessu skynsamlega og eftir því sem forráðamenn Liverpool segja þá verður hann ekki seldur, ekki gefin, ekki hent á haugana, heldur verður hann látinn taka sína refsingu og farið verður að vinna í agamálum með honum. Ég er mjög sátt við þessa lausn og svo virðist sem ráðamenn Liverpool bíði bara eftir ákvörðum FA.
    Þegar ég sá þetta í gær þá fannst mér veröldin bara hrynja hvað var drengurinn að hugsa en hann baðst afsökunar og iðrast og þá fór ég að hugsa . Slagorð okkar er You Never Walk Alone…fyrir mér þýðir það einfaldlega að í blíðu og stríðu geng ég aldrei ein meðan ég styð Liverpool ég geri því það sama við Suaréz ég styð hann og stend með honum þótt honum verði á. Á meðan hann er Poolari þá gengur hann ekki einn. Ég ætla ekki að afsaka gjörðir hans það gerir hann sjálfur en eins og klúbburinn bregst við þá sýna þeir að YNWA þýðir eitthvað og við stöndum saman.
    Núna get ég brosað að þessu og tekið þátt í gríninum ég þarf ekki að afsaka neitt eða bera neinar sakir af honum hann játaði glæp sinn og iðrast sárlega og mun taka sinni refsingu og ég fyrirgef honum af öllu mínu Liverpoolhjarta. EN hann veit líka örugglega að ef honum verður aftur á þá verður annað hljóð í okkur. Ein mistök eru skiljanleg ekki tvö…….
    Ég vona bara að á komandi leiktíð muni hann Suaréz hlaupa glaður og kátur um alla koppagrundir í Liverpool búningi og skora mörk í öllum regnbogans litum. Hann þarf bara að borða vel fyrir alla leiki svo hann verði ekki svangur….:)

    Þangað til næst
    YNWA

  138. Hvílíka endemis hræsnin, ég fullyrði að allir þeir hér inni sem vilja henda Suarez í burtu eins og notaðir tusku fyrir þetta og fleiri kjánaleg athæfi síðan hann kom hafi ALLIR MEÐ TÖLU fleygt fram orðunum YOU’LL NEVER WALK ALONE með einum eða öðrum hætti í gegnum árin..

    Þið viljið sannarlega senda Suarez walking alone núna.

    “Enginn stærri en kúbburinn.”. úff en afsakið meðan ég ætli.. Liverpool er fótboltafélag, frábært fótboltafélag… EKKI SÉRTRÚARSÖFNUÐUR ! ..

    Félagið er búið að fara í gegnum fáránlegan ólgusjó og Suarez okkar besti maður, einn sá besti í heiminum og hann hefur staðið með klúbbnum gegnum það allt, og marg sent allar sögusagnir um sölu hans frá klúbbnum ofan í kok á þeim sem hafa búið það til.. Ég man varla eftir nokkrum sem hefur verið jafn duglegur að tala um ást sína á klúbbnum, lofað klúbbinn í bak og fyrir og talað jafn mikið um að hann vilji vera hjá okkar ástkæra félagi um langa ókomna tíð.. Síðast bara í fyrradag.

    Það sem hann gerði er óafsakanlegt, nákvæmlega eins og hann segir sjálfur. Mig langaði að hoppa inn í sjónvarpið og löðrunga drenginn þegar ég horfði á leikinn í gær.. en það að ætla henda þessum manni, sem er búinn að leggja þvílíkt á sig fyrir klúbbinn, í ruslið eins og ekkert sé.. Ég á varla orð.

    Enginn stærri en klúbburinn… Sorry en þetta hljómar eins og

  139. Ég bara verð vera ósammála 90% af ummælunum hérna. Þetta eru stór furðuleg, snar biluð og kjánaleg viðbrögð hjá Suárez, en það er sama, hann er leikmaður Liverpool (þar að auki besti leikmaður Liverpool) svo ég mun ekki hætta að elska hann eða verja hann. Mér finnst líka skrýtið hvað menn eru hissa, þetta er ekki einu sinni í fyrsta skiptið.

    Mjög leiðilegt að hann skuli eyðileggja sénsinn á leikmaður ársins titlinum, og væntanlega verður hann ekki markakóngur ef hann verður frá restina af tímabilinu, en fokk itt, væri það gaman ef allir fylgdu reglunum? Ekki fyndist mér það.

  140. Það er núll prósent í lagi að bíta annað fólk. Jafnvel þótt það sé fullt annað hægt að gera til meiða annað fólk, hækkar prósentustigið ekkert við það. Maður sem er sæmilega innstilltur veit þetta.

    Luis Suarez er alveg hreint ofboðslega góður í fótbolta. Ekki spurning. Þegar menn meta það hvort að það sé í lagi að bíta annað fólk, eru menn að láta getu hans í fótbolta hafa áhrif á það mat? Var t.d. einhver að pæla í því að menn væru nú bara mannlegir og gerðu sín mistök þegar El Hadji Diouf var skyrpandi í allar áttir. Ef ég man rétt töluðu menn nú mikið um að slík hegðun sæmdi ekki leikmanni LFC, hefði staðan verið önnur ef hann hefði getað blautan?
    Sama hvernig á því stendur og hversu réttlætanlegt það er, þá er það nú bara þannig að Suarez kemur sér ítrekað á forsíðunar með því að gera eitthvað sem kemur fótbolta ekkert við. Þótt ég neiti því ekkert að umfjöllunin um hann sé á sanngirnismörkunum oft á tíðum, þá er það líka staðreynd að það er aðeins einn maður sem getur (hefði getað) komið í veg fyrir það. Luis Suarez.
    Ef við horfum til erkifjenda okkar sem hafa vissulega raðað inn dollunum síðastliðin ár. Þá kemst maður heldur ekki hjá því að sjá að þar hika menn ekki við að nota hluti sem koma fótbolta ekki rassgat við til að ná árangri, t.d. setja pressu á dómara, dýfingar um allan völl, ummæli fyrir og eftir leiki osfrv osfrv. Og satt best að segja öfunda ég ekkert stuðningsmenn þeirra af því að vera í sífellu að verja liðið sitt vegan einhvers sem kemur fótbolta ekki við.
    Að síðustu verður svo auðvitað að horfa á fótboltalegu hliðina á þessu. Eins og ég sagði þá er Suarez alveg hrottalega góður í fótbolta, svo góður er hann að það er næstum því óumflýjanlegt að spil liðsins snúist í kringum hann, þannig er það hjá okkur og þannig væri það í næstum öllum öðrum liðum og núna er Suarez búinn að koma sér langt bann 5-6 leikir+ og það er ekkert tilfallandi heldur þriðja tímabilið í röð. Er það ásættanlegt? Hvernig væri staðan ef við værum í bullandi baráttu um meistaradeildarsæti eða meira og langngbesti maður liðsins væri kominn í langt bann á lykiltímapunkti tímabilsins? Þegar menn verja þessar gerðir drengsins þá verða menn líka á horfa kalt á þessa hlið líka.

    Kv. úr Hafnafirði

  141. Kannski soldið óskylt umræðunni sem er í gangi hérna, en ég horfði á útsendingu af leiknum á Sky og lýsandinn kom með alveg frábæran brandara fyrir leik, það var umræða um móttökurnar sem Torres fær samanborið við fær sem Benitez fær, svo fór myndavélin að 50milljón punda chelsea markamaskínunni með grímuna, þá segjir lýsandinn:

    That disguise isn’t fooling anyone

    Ég grét úr hlátri

  142. Ég held að við getum öll verið sammála um að maðurinn gerði rangt og á skilið refsingu sem hann hefur þegar fengið frá klúbbnum og nú er beðið eftir úrskurði FA á málinu.

    Ég hinsvegar get ekki annað en verið stein hissa yfir málflutningi margra hérna. Að ganga svo langt að halda að maðurinn hafi verið að skemma orðspor klúbbsins, hafi sett ljótan blett á leik sem átti að vera til höfuð Hillsborough og Anne Williams, að hann eigi að vera seldur og lengi má halda áfram.

    Við skulum átta okkur á því að allir gera mistök á ævinni. Sumir gera fleiri en aðrir en það sem mér finnst vera aðal málið þegar einstaklingur gerir mistök er að viðurkenna þau og sýna að hann sé breiskur. Það er nefnilega svo að allir gera mistök og það eru einungis íslenskir stjórnmálamenn sem halda að það sé ekki rétt. Sá sem gerir mistök en lærir af þeim er í mun betri málum en sá sem aldrei gerir mistök, því sá sem aldrei gerir mistök mun ekkert læra.

    Og að alvarleika “brotsins”. Mér finnst þetta ekkert svo alvarlegt. Þetta er miklu meira heimskulegt/barnalegt heldur en alvarlegt. Hann gaf honum smá bitfar og that’s it. Maggi talar um að Souness hafi t.d. aldrei gert neitt svona heimskulegt á ævinni. Kannski ekki en hann gerði hluti sem voru mun alvarlegri! Comment #157 undirstrikar það. Og þið megið þá spyrja ykkur. Hvort viljið þið að Suarez geri heimskulegan hlut er alvarlegan hlut. Ég tek allavega bitið fram yfir karatespörk eða tæklingar sem eyðileggja knattspyrnuferil. Hafið þið einhverntímann sé Suarez taka alvarlega tæklingu?

    Fyrir ykkur sem eru þreyttir á að vera Suarez fyrir Man U mönnum. Þið skulið standa teinréttir og spyrja þann sama mann. Hvort er alvarlegra að ég gefi þér smá bitfar eða að konan þín haldi framhjá þér? Okkar maður gerir kannski heimskulega hluti en leikmenn klúbbsins eru ekki alræmdir fyrir að halda framhjá í tíma og ótíma. Beckham, Giggs, Rooney ..

    Enginn er fullkomin.

  143. Það er ekki hægt að réttlæta þetta bit, bara alls ekki.

    Ég hugsaði í leikjunum á móti WH og Reading hvað Luis virkaði þreyttur og hvort það væri ekki rétt að láta hann byrja á bekknum og koma svo inn á ef með þarf. Hann hefur ekki fengið mikla hvíld í vetur og þegar líkamlegt þrek er á þrotum þá fer hið andlega líka. Það tekur á fyrir hann að halda aftur af sér inn á vellinum, ég trúi því að ef hann fær leiðsögn og hvíld inn á milli þá nái hann að halda sér á mottunni næsta tímabil.

  144. @BirkirÖrn (165)

    Leyfðu mér að ná þessu rétt svona einu sinni. Samkvæmt þér, þá að bíta leikmann í fótboltaleik er ekki alvarlegt brot ? Þetta er knattspyrna, ekki bitkeppni. Þú notar fæturnar til að sparka í boltann og líkama til að halda andstæðingi frá boltanum. Hvar í fjandanum kemur það að bíta leikmann eitthversstaðar þarna inní, þegar boltinn er löngu farinn burt… ? Alvarlegt getur verið á fleiri vegu en hættulegt. Þetta er ekki hættulegt “bit”, en þetta er alvarlegt. Þetta á ekki að gerast. Og gæti flokkast undir líkamsárás. Eini ásettningurinn er að meiða, ekkert annað.

    Auðvitað er enginn fullkominn og enginn hér að halda því fram, en leikmenn eiga að geta haldið haus og slept því að bíta andstæðinginn. Og hvaðþá að gera það í annað skiptið á ferlinum.

    Og guð minn almáttugur, geturu drullast til að halda Man Utd útúr þessarri umræðu ? Hvað Giggs, Rooney, Beckham hafa gert kemur þessu biti ekki rassgat við. Umræðuefnið er bitið. Ekki Man Utd, City eða önnur lið eða leikmenn heldur þetta atvik með Suarez.

  145. chelsea

    Ef þú lýtur á afleiðingarnar af brotinu þá er bitið ekki jafn alvarlegt og það sem ég nefndi á undan. Ég tala aldrei um að brotið sé ekki alvarlegt í þeim skilning heldur segi ég að ég kýs frekar að hann brjóti af sér á hátt sem er heimskulegur hátt í stað þess að brotið hafi alvarlegar afleiðingar. Ivanovic fór væntanlega heim til sín með smá marblett en endaði ekki á sjúkrahúsi. Ef brotið væri 0 alvarlegt þá ætti auðvitað ekki að refsa manninum en eins og ég nefni í commentinu þá eru allir sammála um að afleiðingarnar af þessu eigi að vera refsing. En mér finnst þetta brot fyrst og fremst heimskulegt. Og varðandi það að hann sé að gera þetta í annað skiptið þá nefni ég einnig á undan að það eigi að setja honum skilyrði því það sé kominn tími til að hann læri. Og hefur það ekki verið gert nú þegar?

    Og varðandi Man U commentið þitt þá hefur verið nefnt í commentum hér fyrir ofan að við höfum áður þurft að verja manninn vegna gjörða sinna og það sérstaklega gegn Man U mönnum vegna sögu hans við Evra. Ég einfaldlega svaraði þeim commentum.

    Ef þér finnst pirrandi að Man U sé nefndir sem partur af vafaatriði um Suarez umræðu þá held ég að þú ættir að halda þig á öðru spjallborði þar sem þú vonandi getur komið undir nafni.

  146. Er einhver með dómarareglurnar á hreinu?…hvar flokkast að bíta leikmann í hendina. Er það í sama flokki eins og að slá til einhvers eða skalla einhvern?

  147. Brotið er bæði, ótrúlega heimskulegt og alvarlegt. Afleiðingarnar voru kannski ekki alvarlegar líkamlega en það eitt að bíta annan leikmann þegar miljónir krakka taka þig til fyrirmyndar getur haft alvarlegar afleiðingar. Ekki að segja að það muni og ég tel 10-15 ára krakka vita betur en það er meira sem þarf að hugsa útí en líkamlegar afleiðingar á fórnarlambinu.

    Held það skipti ekki máli hvort hann fái eitthvað svona “kominn tími til að hann læri.” Þú ættir að þekkja þennan, “Það er erfitt að kenna gömlum hundi að sitja.”
    Mitt mat á þessu er að Suarez ætti að fá ~7 leiki eða svipað og hann fékk seinast. Maður myndi jú halda að það væri nóg til að hann myndi læra en…
    Ég tel að það komi annað atvik fyrr eða síðar. Mín skoðun auðvitað.

    Man Utd kemur málinu ekkert við, það hefur ENGINN nema þú komið einhverju tengt Man Utd inní þessa umræðu. Þú ert ekki að gera neitt með því að segja að Beckham, Rooney og Giggs hafi haldið framhjá nema að skapa rifrildi. þá skiptir ekki rassgat máli hvort ég komi undir nafni eða ekki. Hér eða annarsstaðar. Það að þurfa að draga United inní vafaatriði sem tegist, Suarez, Ivanovic, Liverpool og Chelsea er rosalega heimskulegt.

    @169
    Tekið beint úr reglubók FIFA. Þetta er hvað varðar rautt spjald. Suarez vs Ivanovic myndi flokkast undir “violent conduct”.

    A player, substitute or substituted player is sent off if he commits any of the
    following seven offences:
    • serious foul play
    • violent conduct
    • spitting at an opponent or any other person
    • denying the opposing team a goal or an obvious goalscoring opportunity
    by deliberately handling the ball (this does not apply to a goalkeeper within
    his own penalty area)
    • denying an obvious goalscoring opportunity to an opponent moving
    towards the player’s goal by an offence punishable by a free kick or a
    penalty kick
    • using offensive, insulting or abusive language and/or gestures
    • receiving a second caution in the same match

  148. FA er allavega búið að kæra hann og samkvæmt Sky þá verður þetta þung refsing.
    Suarez fær þangað til á morgun að svara fyrir sig en nú er bara spurningin hversu þung refsingin verður. Ég spái 10 leikja banni en það kemur í ljós.
    Ég vona bara að hann taki út sína refsingu, skrái sig á námskeið sem taki á svona ruglhegðun og komi síðan bara eins sterkur til baka og Cantona gerði á sínum tíma.
    Annars nokkuð ljóst að áhorfendur annara liða og leikmenn eiga örugglega eftir að skjóta ansi fast á Suarez ef hann verður áfram á Englandi – reyndar verður örugglega allsstaðar skotið á hann en ég persónulega vona að hann verði áfram hjá okkur enda ótrúlegur leikmaður en á greinilega við fáranlegt vandamál að stríða.

  149. Fyrst með reglurnar, þá myndi ég halda að ekki sé að finna neitt um hvað á að gera þegar svo súrrealískt heimskir hlutir eins og að bíta andstæðing kemur upp.

    Það verður mögulegt talað um “serious foul play” eða “bringing the game into disrepute” sem verður sett upp og það verður sérstakur dómstóll kallaður saman til að meta refsinguna.

    Annars er bara umræða þessa pistils nægileg rök fyrir öllu því sem ég tala um í skýrslunni, þetta er sama umræða og á öllum spjallþráðum fótboltaheimsins í dag, skoðanirnar eru skiptar.

    Ég hef sagt mest um mína skoðun og stend alveg við hana, auðvitað er ég ekki eins reiður en eins og glöggt má sjá af alvarleika viðbragða klúbbsins strax í gærkvöldi og síðan staðfestingu á sekt, sem að sjálfsögðu verður látin renna í Hillsboroughsjóðinn sýndi mér að klúbburinn er að gera það sem hann getur gert til að leiðrétta þessa ömurlegu hegðun drengsins á vellinum.

    Mér sýnist klúbburinn ákveða að bakka hann upp og þeir sem lesa skýrsluna sjá að ég geri alveg ráð fyrir því og það vita allir hér sem lesa, hvað þá þeir sem hlustuðu á síðasta podcast um álit mitt á Suarez sem leikmanni. Hann er okkar langbesti leikmaður og ef að allt er eðlilegt fer þar leikmaður að við eigum að byggja okkar leik á til framtíðar.

    Ég sagði þegar hann lenti í leikbanninu að óháð því hvað mér fyndist um óréttmæti þess dóms þá yrði hann nú að horfa til þess þegar Cantona kom til baka úr leikbanninu sínu og sína öllum heiminum fram á að þar færi afburðaknattspyrnumaður með höfuðið á réttum stað. Þangað til í gær var ég afskaplega glaður með það sem ég sá en nú efast ég stórlega hvort að andlegt jafnvægi hans er á þeim stað að við getum byggt okkar leik á honum. Það finnst mér ferlegt og sama hvað öllum finnst þá er algerlega pottþétt að umræðan innan Liverpool FC þessa dagana verður um viðbrögðin. Sem að Rodgers hefur nú verið rétt upp í hendurnar að klára og er verðugt verkefni.

    Hvort það verður almennt reiðistjórnunarnámskeið eða bara stífar reglur um rétta og ranga hegðun þá er það augljóst að félagið er að gefa honum séns á að verða áfram í fararbroddi eins magnaðasta fótboltaliðs í heimi og nú verður hann að steinhætta öllu rugli.

    Þegar ég tala um að hann dragi nafn LFC niður þá er ég bara að vísa í umræðuna sem fer eins og eldur í sinu um alheiminn í dag. “Luis Suarez, leikmaður Liverpool…..” o.s.frv. – eins og Ayre sagði í gær gerðist hann sekur um hegðun sem sæmir alls ekki leikmanni Liverpool. Hegðun hans semsagt dró nafn klúbbsins niður á óásættanlegt plan, er ekki?

    Svo bið ég okkur öll um að velta því fyrir okkur hvort við værum að verja Downing, Spearing, Enrique eða Suso ef þeir hefðu hagað sér á sama hátt og Suarez. Þeir sem svara nei í kollinum sínum fá aðra spurningu. Ef að við tökum öðruvísi á Luis en þessum mönnum er hann þá orðinn mikilvægari en reglur klúbbsins. Ef að svarið við því er já, þá hef ég áhyggjur.

    En nú held ég að beðið verði eftir gangi málsins hjá FA og nú er bara komið að því að fara að stemma sig upp í Merseyside derbyið liv, án Luis Suarez…sem er alveg ógeðslega ömurlegt í alla staði. Því fótboltahæfileikarnir hans er ein aðalástæða þess að maður horfir á liðið í dag. Það er óumdeilt.

  150. Violent conduct var málið.

    Það er a.m.k. þrír leikir (sem var auðvitað gefið) en miðað við hraðann á ákærunni (FA talar um að standardið sé fyrir kl. 18 tveimur virkum eftir leik) má kannski lesa að málið verði litið alvarlegum augum.

    Leikmaðurinn hefur tvo daga til að svara, en miðað við yfirlýsingu Ayre og Suarez hefur hann nú þegar ákveðið að lýsa sig sekan og væntanlega verður það afgreitt á morgun til FA. Þá líða held ég mest 48 klukkustundir þar til dæmt verður og leikbannið mun væntanlega taka strax gildi.

    Það er ekkert hámark og svo veit ég ekki hvort að yfir Suarez hangir einhver “skilorðsbundinn dómur” eftir Evra málið eða hvort einhver tenging verður við málið frá Hollandi. Ég er alveg handviss um það að FA mun dæma hann í lengra bann en út leiktímabilið, en hversu langt er ómögulegt að vita.

    Klúbburinn er búinn að gefa það út að hann mun sætta sig við niðurstöðu FA og ég legg til að við tökum í sama streng og grátum ekkert niðurstöðuna, hversu sanngjörn sem hún verður….

  151. Ég er búinn að uppfæra þessa færslu með fréttum af ákæru knattspyrnusambandsins. Mér finnst um að gera að við höldum umræðunni um þetta mál allri á þessum vettvangi.

    Ég hef ekkert um ákæruna að segja. Tek hjartanlega undir það sem Einar Örn (#149) segir. Maður er rólegri yfir þessu daginn eftir og ég sé ekkert því til fyrirstöðu að hann leiki áfram með Liverpool eftir að hafa plánað leikbannið, sé það vilji Rodgers og eigendanna að halda honum í sumar. Ef þeir vilja losa sig við hann skilur maður það að vissu leyti eftir þetta en við værum engu að síður að fórna okkar besta leikmanni af því að hann er stundum óþekkur og kemur PR-deildinni í vandræði. Það þarf að taka slíkar ákvarðanir varlega.

    Allavega. Suarez hefur hringt í Ivanovic og beðið hann afsökunar, þeir skiptust á treyjum í leikslok í gær, Ivanovic og Chelsea segjast ekkert vilja aðhafast, Suarez, Rodgers og Ayre hafa allir gefið út yfirlýsingar og fordæmt hegðun hans, klúbburinn hefur sektað hann og nú fær hann 7-10 leiki í leikbann sem þýðir að við sjáum Luis Suarez ekki aftur í rauðri treyju fyrr en í september eða október í haust. Ekki hjálpar það okkur að ná (vonandi) góðri byrjun á deildarkeppninni á næstu leiktíð.

    Það tekur smá tíma fyrir hysteríuna að deyja út í Englandi. Kannski róast þetta aðeins þegar United tryggir sér deildartitil nr. 20 í kvöld (oj, varð óglatt við að skrifa þetta) og svo vonandi gerist eitthvað fréttnæmt aftur á næstu dögum. Getur Harrý prins ekki dottið í það og fækkað fötum aftur fyrir okkur? Það væri vel þegið núna.

  152. Chelsea

    Ég er hjartanlega sammála þér að það alvarlega við atvikið er að hann er fyrirmynd og klúbburinn þurfti að sýna það strax að athæfi hans væri litið alvarlegum augum innan klúbbsins einmitt vegna þess að krakkar eiga alls ekki að taka atferli sem þetta sér til fyrirmyndar. Um það getum við þó verið sammála.

    Í fyrsta fyrri commenti sem þú svarar er ég að sjálfsögðu að horfa á afleiðingar af þessu og svo aftur á móti viðbrögðum manna hér inni sem mér finnst hafa verið oft útúr kortinu. Klúbburinn hefur ekkert með það að selja manninn þrátt fyrir þessi heimskulegur gjörðir. Hefði Suarez hinsvegar neitað að biðjast afsökunar og labbað burtu frá atvikinu eins og ekkert hefði gerst, þá væri skoðun mín allt önnur.

    Hvað varðar bannið þá er ég ekki sammála þér að hann ætti að fá svo langt bann. Ég tel að þriggja leikja bann sé réttlátt fyrir þetta þar sem þú réttilega segir að þetta er violent conduct og fyrir það er yfirleitt dæmt þrjá leiki.

    Og fyrst þetta Man U dæmi fer voðalega fyrir brjóstið á þér þá skal ég biðja þig prívat og persónulega afsökunar á því ef það gerði það. Málið er nú bara þannig hvort sem þér líkar það betur eða verr þá þori ég að fullyrða að það átti hver og einn einasti FB eða Twitter vin (oftar en ekki United maður) sem tjáði sig um “rottuna”, “ógeðið”, “fíflið” og ég get haldið áfram. Og jú það var tilgangur með að nefna leikmenn United en það var að ýta undir pointið mitt að þrátt fyrir að einhverjir aðrir stuðningsmenn muni hafa hátt um Suarez að þá eru leikmenn allstaðar sem hafa e-ð á samviskunni sem oftar en ekki er mun verra en þetta eina atvik. Það væri því ekki ástæða til þess að halda að þetta eina atriði með Suarez sé einhver ástæða til þess að selja leikmanninn frá liverpool. Og þrátt fyrir að þetta gerist utan vallar að þá eru þeir allir fyrirmyndir ekki satt?

    Og kæri Chelsea.
    Þú kemur skoðun þinni alveg á framfæri án þess að nota setningar eins og
    “geturu drullast” eða “það skiptir ekki rassgat máli”.
    Einnig finnst mér það hreinlega almenn kurteisi að fólk komin undir nafni þegar það tjáir sig og sérstaklega það hreitir einhverju eins og mér finnst þær setningar er ég nefni ég fyrir ofan vera.

    En ég hef ekki áhuga á að “rífast” um e-ð við þig. Ég er augljósa ekki sammála þér hvað allt varðar en ekki er hægt að ætlast til þess, sérstaklega þegar menn takast á um enska boltann. Skjóttu að mér einhverju góðu svari og við köllum það gott. Elskum friðinn og bið þig vel að lifa.

  153. Ein athugasemd að lokum: hann fékk sjö leikja bann fyrir að bíta mann í Hollandi og því fær hann aldrei minna en það núna. Ég held að 99,9% Púllara, eða jafnvel 100%, séu sammála um að það er því eðlilegt að hann fái sama bann í þetta skiptið. Hann er sekur og á skilið refsingu og ef hann fær 7-10 leiki segi ég ekki orð.

    Hins vegar trúi ég þessu knattspyrnusambandi alveg til að setja hann í 20 leikja bann eða eitthvað álíka fáránlegt. Terry fékk jú bara fjóra leiki fyrir kynþáttaníð sem náðist á myndband á meðan Suarez fékk átta leiki fyrir meint kynþáttaníð sem ekki sannaðist. Látið það ekki koma ykkur á óvart ef Suarez fær langt fram úr hófi marga leiki í bann og verður frá fyrstu mánuði næstu leiktíðar. Þá gætum við lent í þeirri stöðu að Liverpool hreinlega hafi ekki efni á að halda honum í sumar ef þeir fá toppverð fyrir hann.

    Vildi bara halda því til haga hér að ég tel 7-10 leiki eðlilegt en það kæmi mér nákvæmlega ekkert á óvart ef þetta enska knattspyrnusamband léti hann hafa 15-20 leiki eða meira. Ég verð ekki vitund hissa ef það gerist.

  154. Ef hann fær 4 leiki að meira, má þá ekki bara bjóða honum að fara aftur heim til Úrúgvæ og fá snemmbúið og langt sumarfrí í fyrsta skiptið frá því að hann kom til Liverpool? Þá getur hann farið með til Ástralíu og komið endurnærður til baka.

    Á maður ekki að sjá ljósa punktinn við það að missa besta strikerinn í liðinu 😉

  155. FA er í ansi erfiðri stöðu til að dæma menn í einhver 7-10 leikja bönn fyrir þetta eftir að þeir slepptu Defoe fyrir það nákvæmlega sama á tækniatriði. Dómurinn í Hollandi er kannski eitthvað sem þeir geta byggt á. Meira en 10 leikir væru lítið annað er fordómar.

    Eins á Evra málið eða eitthvað skilorð vegna þess ekki að vera til, hann tók út sína fáránlegu og ósanngjörnu refsingu í því máli og vel það.

  156. Hr. Chelsea hættu nú að setja þig á svona háan hest, og mundu því hærra sem þú rembist við að teygja þig því hærra verður fallið. Það sem að Birkir og fleiri reyndar eru að segja með því að benda á önnur lið er að það er misjafn sauður í mörgu fé og á einhverjum tímapunkti þá þurfa menn að einhverju leiti að verja menn úr sínum liðum fyrir að því er virðist óafsakanlega hluti, já ég segi verja, en það þýðir samt sem ekki að menn séu að samþykkja svona hegðun. Enda hefur mér fundist flestir hér inn vera sammála um að það eigi að refsa fyrir þetta. Það er bara nornaveiðastimmpillinn á umræðunni sem fer í taugarnar á sumum. Og þegar það gerist fara menn mjög svo eðlilega að tiltaka dæmi frá öðrum liðum varðandi óafsakanlega hegðun. Og það er ekki þannig að maður endilega bæti bölið með að benda á eitthvað annað, en eðlilegt að menn reyni að lækka pínulítið rostann í náunganum þegar öll spjót beinast að þeim.

    (bæti ég svo bölið ;))Talandi um óafsakanlega hegðun, þú talar um bit sem ekki part af leiknum og er ég þar sammála þér, en hvað um kýlingar og olbogaskot (Batman)?? það var einhver sem að gróf upp gamalt myndband hér inni af Bit-fórnalabinu þar sem han labbar að andstæðingi sínum í miðjum leik og kýlir hann í magan, finnst þér það eðlileg fótboltahegðun? ef ekki, finnst þér að hann hefði átt að fá 7+ leikja bann eins og þú ert að heimta á LS?

    Persónulega finnst mér 3 leikja bann nóg, og svo refsing frá liðinu og sú skömm ætti að öllu eðlilegu að vera næg refsing. Hefði hann hinns vegar ekki viðurkennt þetta og beðist afsökunar þá hefði/væri lengri refsing málið.

  157. getur FA staðið á því að dæma Suarez í bann í ljósi þess að þeir gerðu ekkert í biti Defaoe hér um árið.
    Það er varla hægt að dæma hann í langt bann en sleppa öðrum manni alveg fyrir nákvæmega sama brot. það verður að vera samræmi.

    en ef maður pælir í því þá væri fullkomið samræmi í dómum fa að sleppa enskumælandi enstakling en dæma spænskumælandi einstakling í langt bann fyrir það sama, hver man ekki eftir Suarez og terry og f###g black P###y

  158. Ef maður horfir á björtu hliðarnar þá allavega lifnaði yfir tímabilinu. Búið að vera algjör lognmolla og vonbrigði og satt að segja var maður að missa áhugann yfir þessum seinustu leikjum. Núna kannski kveiknar í mannskapnum að það er líf í liðinu og menn reyna að spila fótbolta á ný. Hætti að vorkenna sér að það vanti 2-3 leikmenn til viðbótar eins og venjulega til að ná árangri.

  159. Nú er ég bara aðeins að forvitnast, þar sem ég er ekki alveg nógu mikið inní svona málum FA og bönnum og ákærum og öllu því, þá vildi ég bara vita hvort að einhver gæti gefið mér svar hvernig það er, þegar t.d Defoe bítur Mascherano , og já dómarinn sér það og gefur honum gult spjald og svo er ég að lesa að afþví að dómarinn sá atvikið og dæmdi gult, að þá hafi FA ekki getað gert neitt í málunum. Svo núna, þegar dómarinn sér ekki atvikið og ekkert er gert í leiknum , að þá getur FA gert einhvað og dæmt mannin í nokkra leikja bann. Ég er bara ekki alveg að skilja, er þetta bara eina ástæðan fyrir þessu? Mér finnst auðvitað að Suarez eigi að fara í bann og já ég veit þetta atvik með Defoe og það er í fortíðinni, og ekkert hægt að gera núna, en ég er bara að spurjast fyrir um þetta, þar sem að ég skil þetta ekki alveg 🙂

    en annars bara Áfram Liverpool 😀
    YNWA

  160. Persónulega þótti mér þetta bann í Hollandi ákaflega sérstakt, svo ég tali nú eins og hundaeigandi, þá er munur á glefsi og biti. Suarez glefsar, bítur ekki 🙂

    Hann og sá sem hann glefsaði í í Hollandi voru nú bara léttir á því eftir þann leik og höfðu gaman að, eðlilegt bann hlýtur að vera eitthvað svipað og menn sem skalla eða slá aðra leikmenn.

    Hitt er svo ljóst að þegar FA eru annarsvegar, þá er ekkert eðlilegt.

  161. Allt bann lengra en 4 leikir er bara rasismi af hálfi fa, en miðað við hvaða fífl eru þar þá kæmi mér ekki á óvart 7 til 10 leikja bann, Suarez gaf þeim vitleysingum höggstað á sér aftur og við vitum alveg að þeir gátu ekki beðið eftir að fá tækifæri til þess að dæma hann aftur.

    Nú bíður maður bara eftir viðbjóðnum frá fa.

  162. Eigum við ekki bara að vera fegin að hann fær smá hvíld, Confederations Cup í sumar og svo fær hann jafnvel frí út ágúst og mætir þá ferskur… Við fáum að reyna okkur aðeins án hans sem er bara af hinu góða að mér finnst…

    Svo er merkilegt að Gary Neville sé eini united stuðningsmaðurinn (EINI) sem virðist ætla að koma undan þessari ótrúlegu sigurgöngu hjá Ferguson heill í hausnum… Maðurinn talar alltaf af viti!

    https://www.youtube.com/watch?feature=player_embedded&v=AC7Q-rR-l4Y

  163. Það sem fer mest í taugarnar á mér við þetta (fyrir utan hvað þetta er heimskulegt auðvitað) er að Liverpool var ennþá í sókn. Suarez lítur upp, sér Gerrard koma á ferðinni til að reyna að fyrirgjöf EN SNÝR SÉR SAMT VIÐ TIL AÐ BÍTA Ivanovich.
    Hvað ef Gerrard hefði komið boltanum fram hjá Bertrand, þá var Suarez bara mjög vel staðsettur þarna fyrir framan markið. Ég get ímyndað mér að það sé ekkert sérstaklega auðvelt að skora með hendi í munninum þó það sé markanef þar fyrir ofan. Það var ekki eins og við værum með örugga forystu eða að skíttapa, við vorum 2-1 undir og þurftum að skora!

  164. Ef maðurinn fær virkilega meira en þriggja leikja bann fyrir að bíta þá er ég hættur að horfa á enskan fótbolta, það er það einfalt. Ég er kominn með nóg. Það getur enginn sagt mér að þetta ofstæki ætti sér stað ef hann spilaði fyrir annað lið, það þarf ekki að líta á annað atvik en fyrir viku síðan þegar Aguero reyndi að þruma löppunum á sér uppí rassgatið á David Luiz og það var akkúrat ekki neitt talað um það eða gert í því. David Cameron talaði ekkert um það.

    Pressan og ekki talandi um FA er rotin í gegn. Og klúbburinn hefur gert nákvæmlega ekki neitt í því að standa í hárinu á þeim. Þeir létu Dalglish og Suarez sitja í súpunni með viðvaningshætti í fyrra. Og gerðu fjandakornið ekki neitt í því að það var brotið á Suarez í sífellu meðan dómarinn blés ekki af ásettu ráði þetta tímabil. Við fengum ekki vítaspyrnu fyrr en í lok desember. Hvernig á lið að keppa ef það gerir það ekki á jöfnum grundvelli?

  165. Eigum við ekki bara að horfa á jákvæðu hliðarnar á þessu máli. Áhuginn hjá mörgum af stóru liðunum hefur líklega dvínað eftir þetta atvik sem gerir það að verkum að hann verður lengur í okkar liði. Við getum horft á þessi bönn sem “veikindi” sem hann á erfitt með að hrista af sér. Ungu strákarnir fá vonandi spilatíma í síðustu leikjunum og reynslu sem þeir taka með sér inn í næsta tímabil,

  166. Er ekki bara hægt að lána í ensku 3. deildina í byrjun næsta tímabils þar sem deildin byrjar fyrr og leikjálagið er meira og kalla hann svo tilbaka í 2. eða 3 umferð? 🙂

  167. @182

    Já, þeim hærra sem maður tegir sig þeim hærra er fallið, held það sé best að þú lýtir í eigin barm núna, því ég er alls ekki að setja mig á neitt háan hest eins og þú heldur fram eða eins og þú ert að setja þig að mér virðist.

    Ég held að ég sé búinn að ná því sem Brikir sagði, enda er hann sjálfur búinn að pósta og útskýra sig. Og ég nennti ekki að svara honum enda var ég sammála flest öllu sem hann sagði, útskýrði sig vel og enginn tilgangur að svara honum til baka.

    Já, það er misjafn sauður í hverju fé, en sauðurinn í hjörðinni hinumegin við fjallið kemur sauðnum hér ekkert við. Það hafa fleiri verið með óafsakanlega hegðun á fótboltavellinum, Cantona og Roey Keane sem dæmi. Las á man utd spjallinu þar sem einn Man Utd maður sagði að hann elskaði Roy Keane en hann væri samt eitt mesta skítaseiði sem hann vissi um, kemur samt þessu máli ekkert við. Hvað Ivanovic hefur gert kemur þessu ekkert við. Að kíla annan leikmann er með öllu óafsakanlegt eins og Ivanovic gerði, og slapp með 3 leikja bann. Sem hefði mátt vera lengra enda óafsakanlegt að labba uppað Maloney og kíla hann, sama hvað, eins og það er óafsakanlegt að bíta Ivanovic sama hvað. Með þennan Batman, þá ætla ég að biðja þig um að þroskast og sleppa því að uppnefna leikmenn, ekkert jafn kjánalegt og barnalegt sem og að ég veit ekkert hver af þeim það er, 3 sem hafa verið með grímu á þessu tímabili. En hvað varðar olnbogaskotið, þá bara man ég ekkert eftir því atviki, því miður og ætla ekki að segja neitt um það.

    Með það að “lækka rostann” í öðrum, er þá ekki best bara að gera útaf við umræðuna með litlum texta, það virðast allir vera sammála um að Suarez á að fá bann. “Heimskulegt hjá Suarez, hann fær líklega laangt bann en vonum samt ekki, bíðum eftir útskurði FA” – Búið. Jú allir nema þeir sem eru í algerri afneitun og neita að taka þennan eldrauða/svarta liverpool drjóla úr rassgatinu á sér og prufa að lyfta gleraugunum. (Liverpool spjallið – Þeir eru til )

    Hvað varðar þessa staðhæfingu að ég sé að heimta 7+ leikja bann er kjaftæði og þú hér með beðinn um að fara í lestrarnámskeið eða eitthvað ef það er það sem þú virkilega last útúr þessu.
    Ég vitna hér í sjálfan mig.
    “Mitt mat á þessu er að Suarez ætti að fá ~7 leiki eða svipað og hann fékk seinast. Maður myndi jú halda að það væri nóg til að hann myndi læra en.”
    Seinast er ég vissi þá myndi þessi setning þýða að mitt mat sé í kringum 7 leiki en ekki það að ég sé að heimta 7+ leiki. Alveg eins og að þú ert að segja að þer finnst 3 leikir sanngjarnt en ekki að heimta 3 eða færri leiki.

    Síðan það sem Evra gerði fannst mér fyndið en jesús hvað hann getur verið heimskur. :-/

  168. Kommentið hér fyrir ofan er @184 ekki 182. sry.

    @183
    Ég typpa á að Defoe hafi verið slept útaf því að hann er Enskur. FA er að drulla uppá bak, já.

  169. Defoe fékk gult spjald og því var búið að dæma í málinu, FA má ekki taka málið fyrir þar sem dómarinn var búinn að því sjálfur. Þetta er regla sem hefur verið mjög umdeild og menn vilja láta breyta, Graham Poll er t.d. mjög ósáttur með þessa reglu og notaði Aguero málið sem dæmi um gallan við hana. Það er náttúrulega fáránlegt að það sé ekki hægt að breyta dómi eins og þessum út af þvi að dómarinn fokkar upp hlutunum. Mér finnst rétt að það sé ekki endalaust verið að grípa inní hjá dómurum en þegar brotin eru alvarlega á að gera það finnst mér, þeir eru allavega tilbúnir að grípa inní þegar dómari gefur ranglega rautt spjald, af hverju gengur það ekki í hina áttina?

  170. Minn eini ótti í þessu máli hefur verið staðfestur.

    Mike Tyson er farinn að followa Luis Suarez á Twitter. Það er búið að tæma Internetið. Það getur ekkert nýtt gerst þar lengur. 🙂

  171. Veit ekki með ykkur en ef ég væri leikmaður Liverpool að sjá Evra fagna með gúmmihendi í kjaftinum þá myndi mig langa út á völlinn og rústa næsta andstæðingi.

    Ég held að Evra hafi kveikt neistann sem hefur vantað hjá Liverpool.

  172. Ég vil aðeins fá að tjá mig hér !

    Ég sjálfur lít á Suarez sem einn besta leikmann í heimi þvílikir hæfileikar sem þessi maður hefur ! Sama þó varnamenn viti hann ætli að klobba þá virðist honum í 90 % tilvika takast það og fer illa með þá.
    Hann er markahæstur í Liverpool eins og allir vita en klúðraði markakóngstitlinum og leikmaður ársins með þessu biti en þessi gæji deyr fyrri liðið það er bara þannig hann býr allt til hann er allann tímann á fullu og maður sér ástríðuna hjá Suarez og maður gæfi svo mikið fyrir að nokkrir aðrir í liðinu gætu transportað smá orku frá honum yfir í sig !

    En ég er ekki að skrifa hér til að verja Suarez það sem hann gerði var hlægilegt , asnalegt, barnalegt og óvirðing við íþróttina ég er mjög sáttur með að Liverpool sekti hann og hann á það skilið… Persónulega finnst mér 5 leikir í bann meira en nóg og Félagið sé svo látið taka á þessum málum.
    Suarez virðist eiga erfitt með Reiðina sína eða þá hann sé bara nautheimskur og taki fáranlegar ákvarðanir og ef hann væri ekki oft á tíðum að þessari vitleysu og þessu væli væri orðspor hans miklu betra

    Ég vil ekki losna við Suarez ég vil hafa hann enda afburðabesti leikmaður liðsins og deildarinnar en það þarf bara tækla svona mál og líta á þetta sem lokaséns annars verði hann látinn fara.

    YNWA !

  173. Suarez er frabær knattspyrnu madur..Um thad deilir engin..Og allir myndu vilja hafa slikan mann i sinu lidi…En thad fylgir bøgull skammrifi…
    Madur heyrir ekki annad en Suarez se finasti naungi utan vallar en thad er alveg ljost thegar kemur ad reidistjornun ad hann er med throska a vid 4 ara ofdekrad barn.
    Einnig er thad alveg ljost ad hann er ekki beittasti hnifurinn i skuffunni , bjartasta peran i seriunni 🙂
    Audvitad fær hann bara sina refsingu og thetta mal saman sama deyr ut svo lengi sem hann heldur sig a mottunni i framtidinni…Mig grunar ad hann se a sidasta sens…
    Thad eina sem madur ottast er ad andstædingar hans muni a næsta timabili leggja sig serstaklega fram vid ad æsa hann upp…

  174. Sem LFC stuðningsmaður þá langar mig alltaf að liðið vinni leiki, en vill samt að það sé gert á einhvern hátt sem maður sættir sig við. Finnst Suarez snillingur sem fótboltamaður en bagginn sem kemur með honum er farinn að verða of mikill.

    Það er alltaf spurning hvar línurnar liggja hjá mönnum í þessu, fyrir mig er þetta orðið fínt, enginn er ómissandi.

  175. Áhugaverð grein http://www.dailymail.co.uk/sport/football/article-2313210/Luis-Suarez-bites-Branislav-Ivanovic-Liverpool-Uruguay-striker–MARTIN-SAMUEL.html
    Defoe komst upp með að bíta Mascherano 2006, engin sekt, ekkert bann en fékk þó gult spjald fyrir þetta. Án þess að ég sé á nokkurn hátt að verja það sem Suarez gerði, sem á ekki að sjást neins staðar, þá verður jafnt yfir alla að ganga. En FA eru rasistar eins og kom í ljós í Terry málinu þannig að Suarez verður refsað með leikbanni.

  176. Er þetta ekki bannað samkvæmt reglum FIFA, þ.e.a.s. að stjórnmálamenn séu að skipta sér að störfum knattspyrnusambanda. Hafa ekki landslið verið sett í bann vegna slíkra afskipta?

  177. Frábær grein nr 204 !

    “Here’s what then-coach Martin Jol had to say about Defoe’s mid-game snack:

    He was nibbling his arm – there will be no mark. Ask Mascherano if he has got a mark.

    It is part of the game. They kicked him three times from behind in 10 minutes and he wanted to show his frustration in a nice, comical way.”

  178. Meira að segja vinur okkar, Gary Neville, segir að það sé full og í raun bara fáránlegt að tala um að það eigi að losa sig við Suarez.

    http://www.youtube.com/watch?v=AC7Q-rR-l4Y

    En svo eru það stuðningsmenn LFC sem heimta það. Manni fallast hendur stundum. Hann er leikmaður LFC – ég sé bara ekki hvað er verra við að slá til leikmanns heldur en að bíta hann. Ef ég væri fórnalambið í þessu þá myndi ég velja bitið frekar en löðrung.

    Þetta sem Suarez er auðvitað fáránlegt og eins barnalegt og það gerist – en manni finnst stundum að þessir “stuðningsmenn” séu að bíða eftir að eitthvað svona gerist því þeir eiga einhverja Arsenal, Utd, Spurs, Chelsea vini eða vinnufélaga og þeir geta ekki varið Suarez sem er auðvelt skotmark. Sjá svo frammá erfiða viku þar sem þeir geta ekki face-að viðkomandi aðila. Sbr viðbrögðin eftir Stoke leikinn, þegar hann lét sig falla. Ég hef nú séð margan United aðdáandan segja ýmislegt misgáfulegt, engan hef ég samt séð heimta sölu á Young eftir sundæfingar hans hérna um árið.

    Maður hefur séð SG fara í tæklingar sem hefðu getað endað feril hjá andstæðingi .

    Fórnarlambið í þessu atviki, Ivanovic, sló Maloney (Wigan) hér um árið.

    http://www.youtube.com/watch?v=cdqEJKnBGkU

    Rooney gaf olbogaskot í hnakkann fyrir ekki svo löngu síðan:

    http://www.youtube.com/watch?v=IjVU6Twg2lg

    Fyrir utan þetta eru milljón atvik, Scholes reyndi að kíla Alonso hér um árið, Keane ætlaði að rota Shearer, Gerrard lét Brown finna fyrir því á Anfield o.s.frv.

    Suarez er eflaust drullusokkur inná vellinum – á því held ég að sé enginn vafi. En svo ég noti orðin hans Neville, hann er street fighter, þetta er hans leikur. Hann pirrar varnarmenn og gerir gjörsamlega allt fyrir málstaðinn.

    Á þeim erfiðum tímum sem Liverpool FC hefur gengið í gegnum á s.l. árum þá hefur oft verið talað um hugarfar leikmanna, mótiveringu, menn leggja sig ekki fram, þessi og hinn er aumingi o.s.frv. Svo kemur einn, mjög svo umdeildur, sem gefur blóð, svita og tár í málstaðinn. Leggur sig 130% fram í hverjum einasta leik – en þá á að selja hann því hann er svo umdeildur.

    Menn halda meira að segja að hann geti eyðilagt orðspor klúbbsins. Einmitt, svona eins og Giggs eyðilagði orðspor Manchester United með því að sofa hjá konu bróður síns, eða Cantona á sínum tíma. Þetta er engin metingur og alls ekki verið að fegra gjörðir Suarez með því að benda á einhvern annan. Manni finnst bara viðbrögðin við þessu ofsafengin, mun verri en aðrir hafa þurft að þola fyrir svipaðar og/eða verri hluti innan sem og utan vallar.

    Ef það er ekki “reka Brendan”, “Yanks out”, “selja þennan, gefa hinn”, “Suarez er til skammar, hann dýfði sér – selj´ann” þá er það “við ættum að vera á toppnum ef þið skoðið síðustu X leiki”, ” Liverpoolleikmaður X er besti varnarmaður/bakvörður/miðjumaður/sóknarmaður heims”, já eða hið (ó)vinsæla “við tökum þetta á næstu leiktíð”. Hvernig væri að fara bara hinn gullna meðalveg og reyna að anda inn og út áður en menn hamra þumaputtunum á lyklaborðið og skella í fjórtán upphrópunarmerki og reka sig í caps lock í leiðinni ?

    Suarez er leikmaður LFC og verður það vonandi út sinn feril. Besti leikmaður LFC by a mile. Það eru ekki margir leikmenn eins og hann til í heiminum, menn hafa jafnvel sagt að þeir myndu ekki vilja skipta honum út fyrir neinn – en samt vilja menn henda honum á bálið þegar á móti blæs. Hann á gagnrýnina svo sannarlega skilið og verður að læra kallinn – en Ivanovic var það heppinn að halda handleggnum svo enginn hlaut varanlegan skaða af, eigum við ekki bara að fyrirgefa honum þetta og vona að hann læri nú loksins.

  179. Ekki sammála því að Suarez sé á síðasta séns. Haldið þið virkilega að hann eigi aldrei aftur eftir að gera eitthvað arfavitlaust? Klúbburinn verður að hjálpa honum eins og hægt er og að hjálpa honum að hegða sér betur. En það snýst frekar um að lágmarka mistökin og læra af þeim ….en hann er ekki á síðasta séns. Næst þegar hann gerir eitthvað af sér þá verður tekið á því með viðeigandi hætti en Suarez er ekki á skilorði vegna þessa brots.

    Auðvitað er þetta alvarlegt og við viljum ekki sjá svona en við megum ekki sogast inn í móðursýki og taka þátt í pólitískum áróðri andstæðinga okkar sem beita öllum ráðum til að klekkja á okkur og hvaðer betra en að knésetja okkar besta mann! Mér finnst í raun ósmekklegra hvernig Evra lét með gervihendina í gær…eða er það bara grín frétt sem gerðist ekki? Það hlýtur að vera því ef fótboltamenn eiga að vera fyrirmyndir þá var Evra boltanum til skammar með athæfi sínu.

    3 leikir í bann er alveg næg refsing og svo move on!

  180. Burt með þennan Magga og einhver ætti að taka það að sér að kenna honum merkinguna á bak við “YNWA”!

  181. Mikið vantar nú edit-takka á þessa síðu 🙂

    Full = bull

    Þetta sem Suarez er = Þetta sem Suarez gerði er

    You get the point 😉

  182. Hr. Chelsea

    Haha haltu bara áfram að hossast á þínum háhesti, því hvað er það annað en að setja sig á háan hest með því að koma hér inn fullur yfirlætis og alhæfa um að umræðuefni eigi ekki við o.s.frv. einmitt þegar menn voru að draga aðrar kringumstæður inní umræðuna til að lýsa misræmi í dómum og fl. og segja svo mönnum að “drullast til” o.s.frv. Þú ert greinilega besterwisser!

    Og varðandi þroskann haha já afsakið þetta með batman, ertu búinn að þerra tárin? Viðurkennir svo sjálfur að hafa hlegið að barnaskapnum í Evra! sighh

  183. Við eigum að hjúkra að honum og styðja þannig klúbbur erum við YNWA.

  184. Mér finnst alveg vanta í þessa umræðu hvernig greyið Suarez líði í tönnunum eftir þetta shove í andlitið frá Ivanovic?

  185. Djöfull var Sturridge flottur í þessum leik. Hlakka til að sjá hann drita inn mörkum sem aðalmaðurinn út tímabilið.
    Frábær leikmaður sem við fengum frá Chelsea og með hann frammi þá hef ég engar áhyggjur af banninum hjá Suarez.
    Svo er Borini byrjaður að æfa á fullu þannig að við ættum að sjá hann á bekknum í næsta eða þar næsta leik.

  186. http://www.101greatgoals.com/gvideos/best-angle-yet-luis-suarez-bites-branislav-ivanovic-gif/

    Tekur einhver eftir því þegar Ivanovic stampar á vinstri tá Suarez?
    Skoðið gif-ið vel og takið eftir, í sömu andrá og Bertrand kemur í mynd, þá endar Ivanovic með hælana/takkana ofan á fæti Suarez… Það má jafnvel greina ásetning í trampinu…
    Suarez bregst síðan við á afar heimskulegan hátt..

    Hef ekki orðið var við að nokkur hafi bent á þetta…

  187. Það er nóg að spila í utandeildinni á Íslandi til að fá stamp á tána…jafnvel viljandi. Ekki eru menn mikið að bíta þar.

    Það er ekki hægt að afsaka þetta á neinn hátt. Sorry.

  188. Enda ekki verið að afsaka hegðun Suarez á nokkurn hátt.
    Einungis benda á atvik (sem ég hef ekki séð nokkurn tala um) sem er undanfari bitsins og því hluti af atburðarrásinni..

    Nógu einhliða hefur fréttaflutningurinn og hysterían verið..

  189. Samt svona án gríns, hvað er David Cameron að tjá sig um þetta sem forsætisráðherra?

  190. LS er örugglega á leiðinni í langt bann og við munum ekki sjá hann aftur að spila fyrir Liverpool á þessari leiktíð og væntanlega ekki heldur í byrjun þeirrar næstu.

    Ef svo fer að hann verði enn leikmaður LFC á næstu leiktíð, held ég að það sé nokkuð ljóst að andstæðingar munu reyna allt til að koma honum úr jafnvægi þar sem hann hefur sýnt fram á að það sé tiltölulega auðvelt.

  191. http://www.youtube.com/watch?v=JzXBSvngRR0
    Segi það enn og aftur: Englendingar eru mestu rasistadjöflar og þjóðernisrembur í heimi! Hér er það Englendingurinn Defoe sem bítur Mascherano, og þá tala þulirnir um að Mascherano sé að gera alltof mikið úr þessu. “There may have been a tiny bit of contact, and Mascherano has most certainly made the most of it” Eruði ekki að grínast með þetta?
    Svo gerir Suarez sama hlut, þá snappa allir Englendingarnir (nema, merkilegt nokk Gary Neville) og ráðherrarnir bara komnir í málið.

  192. FIFA hefur varað Congo, Íran, Frakkland og fleiri lönd við pólitískum afskiptum af málefnum sambandanna og í einhverjum tilvikum hafa þeir gripið til aðgerða eins og að setja landslið í bann. Er ekki ástæða til að gera sama hér? 🙂

  193. Ef að dómar sér EKKI brotið þá má FA gera það sem þeim sýnist.

    Ef að dómari sér brotið og gefur gult þá gerist ekkert.

    Ef dómari sér brotið og gefur rautt, má FA þá dæma menn í 10 leikja bann eða tekur bara við sjálfkrafa 3 leikja bann ?

  194. Strákar ég ætla að horfa á meistaradeildina í kvöld og er hreinlega kominn með skítleið á þessu Suarez máli hvaða sportbar mæla kopverjar með í Reykjavík?

  195. Eftir að hafa legið á þessu finnst mér 3-4 leiki alveg feykinóg. Þetta er ekki líkamsárás eins og í tilfellinu í Hollandi heldur bara barátta sem endar á að hann bítur hann í hendina. Ekkert ósvipað og að fá högg í magann, klíp í punginn eða olnbogann í andlitið.

    Veit samt að FA er á allt öðru máli og getur ekki beðið eftir að draga fram fallexina. Þar fer náttúrulega bara sagan og leikmaðurinn saman við brotið. Þeir líta á hann sem troublemaker og þeir eiga eftir að dæma hann í samræmi við hvað er good for the game. Ef þeir dæma hann lítið verður allt brjálað en ef hann fær langt bann segir enginn neitt.

  196. @218

    Flott er, fyrst þú getur ekki komið með betra svar en þetta, þá er best fyrir þig að sleppa því að pósta! 🙂

  197. P.S

    Lestu póstinn minn, ég segi að mér hafi fundist þetta fyndið en samt heimskulegt með Evra. Greinilegt að ég er að díla við 14 ára barn hérna.

  198. Ég er alveg handviss um að dómurinn verður algjörlega úr korti, hálft ár eða tuttugu leikir eða eitthvað svoleiðis, þeir munu hrekja Suarez burt og Liverpool hefur enga aðra kosti en að selja hann, og vegna umtalsins og aðstæna þá fáum við ekkert í likingu við virði hanns fyrir hann.

  199. fór og googlaði David Cameron og komst að því að hann heldur með Aston Villa.

  200. Carra hittir margar réttar nótur auðvitað, en vandinn er auðvitað sá að Suarez er að lenda í öðru atvikinu núna á stuttum tíma og ég klippi hér út sérstaklega þar sem hann segir:

    Luis knows he has done something seriously wrong, letting himself down. He has been told that a repeat of such behaviour will not be tolerated and the club’s stance has been different from how it was following his altercation with Patrice Evra.

    Þarna liggur kannski kjarni þess sem ég hef verið að tala um. Klúbburinn er búinn að taka ákvörðun um að halda honum, um sinn allavega, og að næsta brot þýðir frávik auk þess sem LFC mun ekki bakka hann upp í þessu máli líkt og þeir gerðu í Evra málinu.

    Styð það og vona enn og aftur að nú komi Luis Suarez tilbaka á þann hátt að hægt verði að treysta honum fyrir því að vera leiðtogi eins magnaðasta fótboltaliðs í heim.

    Þá verður enginn ánægðari maður til en ég!

Byrjunarliðið gegn Chelsea

Opinn þráður