Reading 0 Liverpool 0

jft962013

Liverpool gerði í dag annað markalausa jafntefli sitt í röð í Úrvalsdeildinni, í þetta sinn á útivelli gegn Reading. Eftir að hafa verið mjög markaglatt lið í nær allan vetur virðist liðið hafa keyrt á smá vegg og hefur núna ekki skorað í rúmlega 200 mínútur í deildinni, tölfræði sem er ekki nógu góð þótt liðið sé reyndar að halda hreinu jafn lengi líka.

Brendan Rodgers gerði aðeins eina breytingu á liðinu sem skaut púðurskotum gegn West Ham; Daniel Sturridge kom inn fyrir Stewart Downing:

Reina

Johnson – Carragher – Agger – Enrique

Gerrard – Lucas – Henderson

Sturridge – Suarez – Coutinho

Bekkur: Jones, Skrtel, Coates, Shelvey, Suso, Downing (inn f. Henderson), Assaidi.

Leikurinn var eign Liverpool frá upphafi til enda ef frá eru taldar svona 10-15 mínútur eftir að Henderson fór út af í seinni hálfleik (meira um það síðar). Þetta Reading-lið er skítlélegt og réttilega á leið lóðrétt niður um deild í sumar. Því miður en það þýðir ekkert að fegra sannleikann, þetta lið hafði tapað átta leikjum í röð áður en okkar menn komu í heimsókn þannig að auðvitað var Liverpool að fara að færa þeim stig. Þannig er Liverpool bara, vinur litla mannsins og hefur verið í allt of mörg ár.

Þannig að Liverpool var meira með boltann, stjórnaði leiknum, Reading-menn ógnuðu nákvæmlega ekkert en virtust samt á einhvern fáránlegan hátt þurfa að hafa lítið fyrir að halda hreinu. Okkar menn sköpuðu sér færi allan leikinn en var fyrirmunað að skora. Suarez átti svona fjögur dauðafæri, Sturridge önnur fjögur, Coutinho þrjú, Gerrard þrjú, Downing tvö, Henderson tvö og svo endalaust framvegis. Meira að segja Agger hefði getað skorað tvennu í dag með góðri nýtingu en einhverra hluta vegna virðist liðið hafa týnt nýtingunni eftir að hafa skorað yfir sig frá áramótum.

Um leikinn er lítið fleira að segja. Það er gríðarlega svekkjandi að gera tvö markalaus jafntefli í röð, sérstaklega á meðan Arsenal og Everton vinna sína leiki og stinga okkur af í deildinni. Þeir bláu eru núna fimm stigum á undan okkur og með leik til góða og það er alveg að verða útséð með að við náum þeim, hvað þá eitthvað fleira. Helvítis fokking fokk.

rodgersTveir punktar samt áður en ég lýk umfjöllun um leikinn. Fyrst, skiptingin hjá Rodgers. Hún var algjörlega glórulaus. Eftir 58 mínútur var Rodgers greinilega búinn að sjá nóg af sóknartilburðunum, ákvað að reyna að auka sóknarþungann og gerði sömu mistök og hann hefur gert svona þrisvar áður í vetur. Hann tekur Henderson, miðjumann, út af og setur kantmanninn Downing inná. Þetta snýst ekki um að Hendo sé ómissandi eða stórkostlegur heldur það að þetta Liverpool-lið hefur sýnt það aftur og aftur í vetur að það getur ekki spilað manni færri á miðjunni. Sjáið fyrri hálfleikinn á Goodison Park í haust þar sem Rodgers bjargaði leiknum með því að fjölga á miðjunni í hálfleik, eða þegar hann byrjaði með tvo á miðjunni gegn Southampton í síðasta mánuði og nýliðarnir kafsigldu okkur áður en hann breytti því til baka, eða þegar hann fórnaði miðjumanni á Anfield gegn West Brom í stöðunni 0-0 og þeir keyrðu samstundis upp og unnu 2-0 í lokin.

Það kom því nákvæmlega engum á óvart að skyndilega, eftir þessa breytingu, voru Reading miklu meira með boltann, pressuðu Liverpool og í svona tíu mínútur sköpuðu þeir sér 3-4 góð færi og hefðu getað unnið leikinn þar. Það gerðist þó ekki, Reina hélt okkur inní þessu og vörnin hélt sönsum og sem betur fer voru andstæðingarnir það slappt lið að kraftur þeirra dó fljótlega út og stórsókn Liverpool gat haldið áfram að nýju.

Engu að síður set ég stórt spurningarmerki við þessa skiptingu hjá Rodgers. Hann hlýtur að vera búinn að læra núna að þetta þýðir ekki, ekki með núverandi leikmannahóp. Þetta kostar hann alltaf jafntefli eða tap og hann verður að fara að hætta að reyna þetta.

Hinn punkturinn úr þessum leik er nátengdur þeim fyrri, og í raun bara fullyrðing. Hér kemur hún: Rodgers notaði aðeins einn varamann í þessum leik sem segir okkur að þeir sem sátu á bekknum koma ekki til greina sem leikmenn sem geta skipt sköpum. Shelvey, Suso og Assaidi voru allir á bekknum en fengu ekki tækifæri í dag. Ég held að við getum leyft okkur að afskrifa þá, auk varnarmannanna tveggja sem sátu líka á bekknum. Coates, Skrtel og Assaidi eru líklega allir til sölu í sumar og ég yrði ekki hissa ef klúbburinn lánar Shelvey og Suso.

Leikmannahópurinn sem Rodgers virðist vilja nota er byrjunarliðið í dag, plús Downing inn af bekknum, plús Sterling, Borini, Kelly og Allen á meiðslalistanum. Það eru fimmtán leikmenn (markverðir undanskildir). Það er engin breidd, greinilega ekki í augum Rodgers allavega.

MAÐUR LEIKSINS: Það er erfitt að velja mann leiksins í svona leik. Vörnin þurfti lítið að gera og markvörðurinn líka, miðjan og sóknin stjórnuðu leiknum en gátu ekki skorað. Ég ætla að velja Steven Gerrard mann leiksins; hann bar höfuð og herðar yfir aðra á miðsvæði vallarins í dag, stjórnaði öllu spili Liverpool-manna og bjó til aragrúa af færum fyrir samherja sína. Auk þess lýsi ég því yfir að það er kraftaverk, algjört kraftaverk, að hann skuli vera búinn að spila hverja einustu mínútu í 33 deildarleikjum í vetur.

Fram undan eru deildarleikir við Chelsea (h), Newcastle (ú) og Everton (h). Það er lítið annað eftir hjá Liverpool en að bjarga heiðrinum og vonandi gera þeir það í þessum leikjum. En til þess þarf liðið að finna nýtinguna á nýjan leik.

Að lokum óska ég öllum Liverpool-stuðningsmönnum á Íslandi gleðilegrar árshátíðar. Vegna ýmissa ástæðna verður SSteinn eini fulltrúi Kop.is á hátíðinni í kvöld, við hinir verðum allir fjarri góðu gamni, en í staðinn sendi ég mínar bestu kveðjur á alla lesendur síðunnar sem gera sér dagamun í kvöld!

44 Comments

  1. Markmaður Reading var geðbilaður í þessum leik. Ekkert upp á spilamennskuna að klaga svo sem.

  2. Þvílíkt grín, ekki hægt að vinna lið sem er þegar fallið. Komumst ekki uppí 30 marktilraunir, no name markvörður með leik lífs síns, hljómar eins og ég hafi heyrt þetta handrit áður.

  3. McCarthy maður leiksins…fokkings kjaftæði…skipti engu máli hver skaut á hann…þá var bara alls ekki hægt að skora….RUGL…….hvenær hætta svona leikur eiginlega…markmenn eftir markmenn eiga sínu bestu leiki á ferlinum á móti Liverpool…fjandinn hafi það…það er einhver vúdú bölvun á klúbbnum finnst manni stundum….23 skot og ekkert inn WTF ?
    Hörkuleikur samt hjá okkar mönnum og gaman að sjá Cutinhio klára leikinn !

  4. Sælir félagar

    Með ólíkindum þessi skita á liðinu að geta ekki skorað úr milli 5 og 10 dauðafærum. Þetta minnir mann á upphaf leiktíðar og lok hinnar síðustu. Þar að auki er geðheilsa Styrmis fyrir bí. Nenni ekki að ræða meira um þennan leik.

    Það er nú þannig

    YNWA

  5. Stöngin út leikur!

    Frekar lélegt samt að ná ekki að klára eitt af þessum djöfulsins dauðafærum sem við fengum, markmaðurinn með leik lífsins? djöfulsins kjaftæði!! Það voru allt nema kannski 2-3 skot beint á hann og meðamarkmaður ver flest allt sem kemur beint á hann.

    Góð spilamennska en það vantaði doldið mikið upp á slúttið í dag.

  6. 2 Kristján Kristinsson:

    Markmaður Reading var geðbilaður í þessum leik. Ekkert upp á
    spilamennskuna að klaga svo sem.

    Menn spila eins vel og andstæðingurinn leyfir. Markvörður Reading varði mörg skot frá okkar mönnum – en þau komu flest þægilega á hann. Þetta voru engar súper-markvörslur.

    Og svo spyr ég þig: Er færanýting ekki hluti af spilamennskunni???

  7. Enn á ný finnst mér Rodgers draga bitið úr leik okkar manna með lélegri Henderson skiptingu. Mun nær hefði verið að taka einhvern af steingeldum sóknarleikmönnum Liverpool útaf í dag enda bara gat liðið ekki skorað. Reading fór að fá færi þegar við fækkuðum leikmönnum á miðjunni og betri lið eru einmitt að nýta sér þetta gegn okkur og skora í seinni hálfleik.

    Eins eru lykilmenn Liverpool sem búnir eru að spila allt þetta tímabil augljóslega orðnir afar þreyttir, líklega bæði líkamlega og andlega því það var ekki nærri því nægur kraftur í seinni hálfleik til að klára þetta. Það gerir þessa Henderson skiptingu ennþá óskiljanlegri fyrir mér og eins að það hafi ekki verið skipt meira en einum leikmanni inná í dag.

    Markmaður þeirra, einhver sem maður hefur aldrei á ævinni heyrt um átti auðvitað leik lífsins gegn Liverpool en það var líka okkar sóknarmönnum að þakka.

    Þetta voru hörmuleg tvö töpuð stig í dag gegn liði sem við áttum að vinna léttilega með 4-5 mörkum.

  8. Menn verða að læra að skjóta annarstaðar en nánast beint á markmann því þá ver hann bara til þess er hann,í þessum leik þurftir þú ekkert að vera góður til að verja, þetta var allt beint á hann.

  9. Held að Rodgers hafi smitað því inn í leikmannahópinn að þótt þeir nái ekki evrópusæti þá gæti það verið betra fyrir næsta tímabil, þeir hugsa núna , ok stjóranum er alveg sama þótt við við vinnum ekki.

  10. Má til með að stela þessu af BBC, segir allt…….

    “What is it about Liverpool that makes their opponent’s goalkeepers play their games of their career?”

  11. Æi nenni hreinlega ekki að fara með sömu tugguna enn og aftur. Þetta var bara ákaflega dapurt. Punktur. Jú, jú, markvörðurinn þeirra varði vel, en það er ekki eins og það hafi verið mikil gæði í skotunum okkar. Kaupi ekki eitt augnablik skýringu Babu á líkamlegri og andlegri þreytu lykilleikmanna okkar. Erum að spila einn leik í viku. Hvað þá um öll liðin í kringum okkur, þá sérstaklega þau lið sem hafa, ólíkt okkur, náð langt í Evrópukeppnum? Horfumst bara í augu við staðreyndir. Það vantar enn töluvert upp á gæði í okkar lið. Þurfum að lágmarki 3 – 4 mjög sterka leikmenn í sumar.

  12. Verðum að fara róa okkur á ofmati okkar á Lucas, hann átti frábært tímabil í fyrra. Eins og í dag þá fannst mér hann hanga alltof mikið á boltanum og eiginlega gagnast lítið í þessu yfirspili. Hefði verið mun gáfulegra að taka hann útaf fyrir Downing. Og nei ég er ekki að kenna Lucas um þetta. Mér fannst Gerrard ekkert spes heldur. Johnson var skelfilegur, ég hef lengi haldið því fram að hann sé með athyglisbrest. Það kemur ekkert úr honum sóknarlega eða varnarlega. Annars fannst mér við spila vel og ég skil ekki í sumum að klína þessu á Rodgers. Hvað átti hann að gera? skipta sér inná? Ég sagði við félaga minn fyrir leikinn að Alex McCarthy myndi eiga besta leik lífs síns.

    McCarthy í dag: http://t.co/PXph4Cx7AQ

  13. Leikskýrslan er komin inn. Ég er pirraður yfir tveimur markalausum jafnteflum í röð en þetta kemur samt ekkert stórkostlega á óvart. Svekkjandi að missa Everton svona langt fram úr okkur og svekkjandi að sjá Rodgers gera ítrekuð mistök með innáskiptingunni en annars er ég nokkuð rólegur yfir heildarmyndinni.

  14. Ég átti nú ekki von á að segja þetta en mikið væri ég feginn að hafa Andy nokkurn Carrol til taks. Strákurinn er að finna sitt gamla Newcastel form og er kominn með 3 mörk úr 2 leikjum.

    En þetta tímabil er búið og bara spurning hvort að við endum í 6 eða 7 sæti því miður.

  15. Það sem er vanda mál hjá okkar ástkæra liði er það að þeir skjóta ávallt á mitt markið og hafa ansi oft gert jafntefli út af því, og svo var einmitt í dag.

  16. BR er ekki fullkominn en þessi leikur átti að klárast auðveldlega miðað við fjölda færa. Hef bara eitt um þetta að segja QUALITY.

  17. Skil alveg Rodgers að taka Henderson útaf. Hann var minnst inn í spilinu. Sakna þess hve lítið boltinn er látinn rúlla á miðjunni og spiluð betri taktík. Það er alltaf blússandi hraði í spilinu hjá okkur beint á framherjana sem eru rangstæðir, í einhverju sóleríi eða skjóta úr öllum færum í einhverju panciki.

    Reading fékk eitt frábært færi þar sem Reina bjargaði stórkostlega eftir viðstöðulausa sendingu beint fyrir framan markið. Liverpool eru að fá svona 5 svoleiðis færi í hverjum einasta leik en í stað þess að senda hann er sólað, skotið eða byrjað að klappa boltanum.

    Held að Liverpool verði bara að fara setjast niður og segja…við erum helvíti góðir, erum að fá 10 góð færi í hverjum einasta leik. Spilum saman þegar við erum komnir í færi og byrjum að skora í sameiningu.

    Þetta er sama vandamálið og er búið að vera í 4 ár eða eitthvað. Færanýtingin er skelfileg.

  18. Ég ætla að vera ósammála þér með mann leiksins, Gerrard var vissulega allt í öllu – en af hverju er hann það? Á þetta Liverpool lið ekki að vera að spila bolta þar sem tuðran er látin ganga á milli manna og þolinmæði er dyggð? Gerrard skortir þolinmæði.

  19. Helginn (#22) segir:

    Skil alveg Rodgers að taka Henderson útaf. Hann var minnst inn í spilinu.

    Eins og ég tók fram í skýrslunni snerist þetta ekki um Henderson heldur um það að fækka um einn miðjumann. Það voru mistökin. Ef hann vildi taka Henderson út af átti hann að setja Shelvey inn á til að missa ekki tök á miðjunni.

    Matti (#23) segir:

    Ég ætla að vera ósammála þér með mann leiksins, Gerrard var vissulega allt í öllu – en af hverju er hann það? Á þetta Liverpool lið ekki að vera að spila bolta þar sem tuðran er látin ganga á milli manna og þolinmæði er dyggð? Gerrard skortir þolinmæði.

    Mér fannst hann einmitt gera þá hluti vel í dag. Hann dreifði boltanum, bjó til færi og hélt Hollywood-sendingunum í algjöru lágmarki. Hann hefur oft pirrað mig með löngum og ótímabærum sendingum en hann var ekki að reyna of mikið af þeim í dag, fannst mér.

    Læt þetta nægja í dag, kvöldið bíður.

  20. “Skita” í dag en maður er orðinn sjóaður í’essu. Varð einmitt hugsi þegar ég sagði við frúna: “lélegt en þetta er samt gott… við verðum miklu betri á næsta season-i”. Hef sagt þetta ár eftir ár, en ég held að þetta sé á réttri leið núna. (vonandi er ég ekki að detta í sama gaurinn og alltaf í ágúst). Allavega leiðist mér ekki að horfa á okkar ástkæra félag. Ég hef trú á BR og LFC. Ég bara elska þennan klúbb !!!

    ps.
    SSteinn, bið að heilsa Didi. Splæstu einum á hann fyrir mig, borga þér við tækifæri.

  21. Eg er oðinn hun þreittur a að maður leiksinn er markvörður eða miðvörður andstæðinga liverpool.

    Fábær leikur hjá okkar mönnum en hún “lady luck” heldur bara ekki með okkur

  22. Mér finnst liðið virka þreytt, kærulaust og áhugalítið um verkefnin í síðustu tveimur leikjum. Suarez er búinn á því (var ekki með neinn nagla á sér í dag ólíkt því sem var gegn Hammers) Gerrard orðinn vandræðalegur á köflum og Johnson væri kominn á bekkinn ef það væri til annar hægri bakvörður.

    Fannst færið í byrjun, þegar Suarez reyndi vippuna yifr markvörðinn og varnarmaðurinn skallaði frá, skilgreina þennan dag – menn voru of værukærir í slúttinu á færunum, með asnaleg langskot (Coutinho) og kærulausar neglur (Sturridge og Suraez) í boxinu.

    Eina góða er að Reading stal ekki sigrinum svo þetta jafntefli særir þá meira en LFC.

  23. Rosalega er ég fegin að hafa misst af þessum leik í dag. Kanarnir hljóta að skipta um mann í brúnni eftir tímabilið enda þessi árangur Rodgers bara sorglegur og mun verri en árangur Daglish.

  24. Já eins og segir í leikskýrslunni þá var þetta stórundarleg skipting að taka enn einu sinni Henderson af velli.

    Glen Johnson var t.d. hræðilegur í þessum leik. Afhverju var hann eða (Carragher) ekki frekar tekinn útaf og settur sóknarmaður inná? Fara bara í 3-4-3 og blása til sóknar. Höfðum við eitthvað miklu að tapa? Er mikil áhætta að spila með 3 varnarmenn gegn langlélegast liði Úrvalsdeildarinnar?

    Glen Johnson er nú einn leikmaður sem ég tel Liverpool alveg geta verið án. Þessi forward run hans skila minna og minna með hverju árinu og ekki verður hann nokkurn tímann góður varnarmaður. Svo er hann virkilega hörmulegur í föstum leikatriðum sem er einn af helstu veikleikum Liverpool varnarinnar. Það var hrikalegur skaði fyrir Liverpool að missa Arbeloa. Sem og að Kelly varð aldrei að þeim leikmanni sem við bjuggumst við. Ef Johnson væri ekki enskur þá væri sennilega búið að selja hann.
    Mourinho afskrifaði hann hjá Chelsea sem topp4 leikmann. Við erum næstum 10 árum seinna að reyna eins og rjúpan við staurinn að ná einhverju útúr leikmanni sem er ekki sterkur líkamlega, með vonda staðsetningar og á við stanslausan einbeitingarskort að stríða. Kannski spilar hann betur þegar við fáum betri alvöru bakvörð og miðvörð en ég efa það, lið munu alltaf targeta hann varnarlega og í hornum og aukaspyrnum. Þar sem hann er tæknilega góður, gott touch og vel spilandi frammávið mun Rodgers aldrei íhuga að losa sig við hann.

    Enn koma fram einhverjar heimskulegar raddir hér um að reka bara Rodgers strax eftir vond úrslit. Í alvöru strákar?

  25. Back away people… Nothing new to see here. Bara tröllid hann Deus ad tala um ad reka BR i 10 skiptid, og hann sa ekki einu sinni leikinn. Nanast skammast min fyrir ad stunda sömu sìðu og tu.

  26. Markmaður Reading varði á ótrúlegan hátt 2 – 4 sinnum í leiknum. Leikmenn liverpool skutu síðan beint á hann ca. 10 – 15 sinnum. Frábær leikur hjá honum en heilt yfir áttu okkar menn að nýta færin betur.

    Alveg sammála skýrslunni með þessar skiptingar, þegar við fækkum á miðjunni þá finnst mér það mjög oft veikja liðið og ég er ekki hrifinn af því. Einnig skrítið að sjá ekki fleirri skiptingar þegar margir leikmannanna voru bersýnilega alveg bensínlausir í lokinn.

    BR og leikmennirnir verða að átta sig á því að það þýðir andskotann ekkert að vera að tala um atlögu á næsta tímabili þegar þeir ná ekki að vinna þessa leiki.

    Ég tek jafnframt undir gagnrýni á Johnson, hann er hæfileikaríkur en það er ekki að nýtast nægjanlega mikið og finnst mér oftar en ekki að hann tapi boltanum klaufalega þegar við erum að nálgast mark andstæðingana, það verður að vera meiri samkeppni um stöður. Sjáið t.d. enrique, hann hefur lítið látið til sín taka undanfarið. Lucas finnst mér líka oft þreytast mikið í seinni hálfleik.

    Einnig finnst mér vanta almennilega pressu frá liv, við einhvern veginn náum ekki að mynda það mikla pressu á andstæðinginn að hann fari að gera dýrkeipt klaufamistök.

    Í mínum huga erum við nokkurn veginn með þann hóp í dag sem mun spila næsta tímabil þó svo að sjálfsögðu verða einhverjar viðbætur en ekki er verið að fara að umturna hópnum. Því er ég á því að það þýði ekkert að vera að tala um næsta tímabil, núna þurfum við að sýna hvað í okkur býr og hvers má vænta af okkur og ef þetta er það sem koma skal þá er ég ekki jafn bjartsýnn fyrir næsta tímabil og t.d. stjórinn okkar er. En ég er mikill aðdáandi BR og þeirrar hugmyndafræði sem er rekinn hjá Liv núna og vona innilega að spilamennskan haldi áfram að batna.

  27. Allir að tala um markmann Reading. Mér fannst Reina algjörlega bjarga okkur í þessum leik, það koma heilu dagarnir þar sem ekkert var að gerast. Reading komst í dauðafæri nokkrum sinnum og mér fannst gott hjá Reina að vera bara yfirhöfuð vakandi þegar komust í dauðafæri :).

  28. Góða skemmtun á árshátíðinni, látið ekki úrslitin skemma fyrir. Þetta tímabil fór fyrir nokkru í vaskinn en ef rétt er haldið á spöðunum þá eru spennandi tímar framundan. Mér finnst liðið eiga að gera betur og er svekktur, mjög svekktur…en…taflan lýgur ekki. Frammistaðan í vetur er ekkert sérstök. En bið að heilsa Didi, einn besti leikmaður liðsins í seinni tíð og það var unun að sjá hann spila á Anfield og klína inn amk 2 mörkum beint fyrir framan nefið…hann hefði eflauast sett hann í dag 😉

  29. Þetta kemur bara í sumar. Má ekki gleyma að Kuyt, Aurelio, Maxi, Carroll, Bellamy, Aquilani, J.Cole, C.Adam…allt nokkuð stórir contractar eru farnir síðan Brendan tók við. Hann er bara búinn að bæta við Allen, Sturridge, Coutinho og Borini (meiddur frá byrjun) og eitt flopp Assaidi.

    Sést langar leiðir að liðið er þunnskipað og mikið skipað unglingum. Ég veit ekki afhverju í anskotanum ekki voru keyptir fleiri leikmenn inn síðasta sumar. Skil ekki afhverju er ekki bætt við leikmönnum ef það vantar leikmenn. Svo virðist Brendan hafa þurft að selja Downing og Henderson til að geta keypt meira inn.

    Þessir eigendur eru ekkert að flýta sér að búa til gott lið það er nokkuð ljóst.

  30. Ég skil ekki af hverju menn hafa bitið í sig að Brenda Rodgers sé með’etta? Árangurinn er ömurlegur. Spilamennskan slakari en á síðasta tímabili. Gerir ítrekað taktísk mistök í leikjum og ég get bara ekki séð að nokkur leikmaður sé til í að berjast fyrir þennan mann inni á vellinum. Og já … ekki má gleyma árangri í leikmannakaupum. Meðalmenn sem kæmust ekki í neitt af toppliðunum. Því miður bláköld staðreynd.

    Ég þarfnast einfaldlega rökstuðnings frá þeim sem vilja að hann haldi áfram og þá einhverja aðra en að hann láti liðið spila sætan fótbolta.

    Áfram Liverpool!

  31. Fyrir áramót var Brendan að spila kjúkllingunum mjög reglulega en eftir að glugginn lokaðist í janúar hefur hann haldið tryggð við c.a. 15-16 kalla. Ég er verulega ósáttur með það. Guttarnir voru alveg frambærilegir fram að áramótum og þrátt fyrir að hann hafi farið að halda aftur upp á Downing, keypt Sturridge og Coutino, þá má alveg spila Shelvey og Suso fram á við og þegar Johnson og Enrique eru ekki að leggja neitt til skjalana má alveg skella Wisdom inn á og e.t.v. fleirum.

    Liðið virkaði bæði þreytt og aðallega áhugalaust af því það hafði að engu að keppa.

  32. Djöfull er þetta tímabil að verða mikið anticlimax! Steingelt 7 sætið í spilunum og klúður á öllum öðrum vígstöðvum. Það heyrist ekki múkk frá eigendum sem virðast vera sáttir við meðalmennskuna og það er nákvæmlega ekkert í spilunum að það sé að verða einhver breyting á hjá Liverpool.

  33. Einfaldlega óásættanlegt að Everton séu fyrir ofan okkur. Sérstaklega í ljósi þess hve miklu við höfum eytt í síðustu gluggum.
    Við erum með markahæsta mann deildarinnar en erum samt að “ströggla” í 7. sæti deildarinnar.

  34. Er ekki hægt að setja einhverjar myndir af árshátíðinni eða af Didi efst á síðuna til að þessi Reading viðbjóður sé ekki það fyrsta sem maður sér?

  35. Ef eitthvað er að marka það sem Liverpool fólk er að segja á enskum spjallborðum þá eru flestir komnir með upp í kokið af Brendaqn Rodgers þessum sama Rodgers og er hafður í miklum hávegum hjá eigendum þessarar síðu og flestum skrfiendum hér. Ummæli hans um að eurpa lige skifti ekki máli virðist vera dropinn aem fyllti mælinn hjá flestum. Liverpool sem var einu sinni no 1, í eurpe þarf ekki lengur að spila þar af því að það skiftir ekki máli.
    HALLO er einhver heima.

  36. Svona almennt þegar að ég les skrif Liverpool manna á enskum spjallborðum þá fallast mér hendur, þetta eru allt einhverjir nautheimskir bavíanar sem virðast ekki getað þolað neitt.

    Já, Rodgers hefur gert allskonar skiptingar sem maður skilur ekkert í, Benitez gerði líka oft skiptingar sem að maður hreinlega reif úr sér augun við að sjá stundum.

    Mér er slétt sama hvernig þetta tímabil fer, þetta var alltaf transition tímabil. Rodgers hefur bæði átt góð og slæm kaup en janúarkaupin á Sturridge og Coutinho eru bæði alveg rock solid.

    Liðið er shaky, vantar sterkari menn í ýmsar stöður en inná milli í vetur hefur glitt í verulega fallega spilandi og skemmtilegt lið og með tíma kemur stöðugleiki.

  37. @Tommi:

    Fyrir lið sem er struggling með að ná árangri domestically þá er alveg rétt að Europa League er auka álag sem að liðið svo sem þarf ekki, hvað þá að vera spila í forkeppninni og eitthvað.

    En CL er eitthvað sem við ættum alltaf að vera stefna að, en eins og staðan er í dag þarf að kaupa leikmenn í sumar og stefna að evrópusæti bara á næsta seasoni.

  38. Ég renndi yfir leikinn í dag og gat ekki séð betur en að LFC hefði spilað ágætlega en auðvitað vantaði þetta mark til að brjóta ísinn. Vorum ekki að ná því í þessum leik og ekki heldur á móti WH en það er nú ekki eins og himinn og jörð sé að hrynja. Spilamennskan er góð og gæðin í liðinu að mínu mati er alltaf að batna. Frábært að sjá Coutinho koma svona sterkan inn t.d. Það er líka mjög jákvætt að sjá Reina vera að koma sterkur til baka og hann varði vel.

    Upp með hökuna!

Liðið gegn Reading

96