Wigan 0 – Liverpool 4

Drengirnir okkar í rauðu fóru stutta ferð í austur í dag, hittu þar lærisveina “Verkefnastjórans” Martinez, Wiganliðið í eigu véfréttamannsins og fjölmiðlaelskandans Dave Whelan.

Sturridge stóðst ekki læknisskoðun, Sterling var hvíldur og alls konar sögur eru um ástæður þess að Martin Skrtel var ekki í hóp, en það ætti nú að koma fram á næstu dögum hvað olli því…

En liðið kom svona á blaðið frá Brendan:

Reina

Johnson – Carragher – Agger – Enrique

Gerrard – Lucas – Allen

Downing- Suarez – Coutinho

Bekkur: Gulacsi, Wisdom, Shelvey, Assaidi, Henderson, Coates, Suso.

Leikurinn byrjaði með látum, Reina varði eftir 30 sekúndur og mínútu seinna vorum við komnir yfir. Coutinho fíflaði hægri bakvörðinn upp úr skónum og sendi boltann inn í markteiginn þar sem Stewart Downing var mættur eins og alvöru kantstriker og stýrði boltanum í markið með kollinum. Sannkölluð óskabyrjun.

Wigan hrukku aðeins við, LFC voru með boltann án þess að mikið færi fram um stund, svo eftir rúmt kortér fóru heimamenn aftur að koma framar á völlinn og þá kom mark númer tvö. Og þá skoruðum við aftur og aftur var það Coutinho, nú leysti hann inn á miðju og átti svo frábæra sendingu á Luis Suarez sem var einn í gegn, feikaði markmanninn og stýrði boltanum í netið. Staðan afskaplega vænleg.

En Wigan voru ekkert að gefast upp, rétt á eftir varði Reina stórkostlega skot úr teignum, afskaplega flott hjá karli sem lítið hafði komið við sögu fram að því. Á mínútu 33 kláraðist svo leikurinn í raun. Aukaspyrna af 25 metra færi? Velkominn Luis Suarez, vissulega smá viðkoma í varnarveggnum en hans mark engu að síður. Rétt fyrir lok fyrri hálfleiks varði Reina aftur frábærlega, nú eftir skall Di Santo og þannig var staðan í hálfleik, 0-3 og allt í góðu.

Wigan menn virtust ætla að halda áfram að pressa en snilldarupphlaup drap leikinn endanlega. Glen Johnson átti þá frábært upphlaup og lagði boltann inn fyrir vörnina, á GEIMVERUNA Luis Suarez sem klobbaði Al Habsi karlangann. Staðan orðin 0-4 og 40 mínútur eftir.

Martinez gafst upp, þétti aftar á völlinn og í raun voru síðustu 40 mínúturnar meinlausar. Síðustu 10 sóttum við aðeins og hefðum getað bætt við en frábær úrslit á velli sem alltof oft hefur reynst okkur erfiður.

Allt liðið lék vel. Reina varði tvær “blaðamannavörslur” og var öruggur í öllum aðgerðum. Vörnin hélt hreinu og það skiptir máli, vissulega voru anxious moment inn á milli en hreint mark er alltaf til marks um öfluga vörn. Bakverðirnir áttu frábæran dag sóknarlega líka. Lucas Leiva er stöðugt að nálgast sitt form og Allen og Gerrard voru í einföldu hlutunum í dag og gerðu það vel.

Við virðumst hafa náð okkur í öflugan leikmann í Coutinho. Hann á RISA þátt í fyrstu mörkunum, er stanslaust að leita að fyrstu snertingar spili og hleypur af krafti á varnarmen, kantsenter sem við viljum sjá. Hann er augljóslega ekki í líkamsformi og var búinn eftir 70 mínútur, Hendo kom inn og gerði vel. Downing átti mjög góðan dag, braut ísinn með yfirveguðum hætti og var óþreytandi fram og til baka. Algerlega ljóst í mínum huga að hann er algerlega stiginn út úr skammarkróknum og í sviðsljósið.

EN!!!!!

Ítreka það sem ég sagði í podcasti vikunnar. Luis Suarez er algerlega ómissandi fyrir klúbbinn okkar. Hann er besti leikmaður ensku deildarinnar í mínum augum, orðinn markahæstur þar með 21 mark og það er enginn leikmaður á Bretlandi sem nær að skora mörk í öllum þeim regnbogans litum sem hann gerir, þ.á.m. sá næstmarkahæsti Robin Van Persie.

Ég hlusta ekki á nein önnur nöfn sem þann besta og við eigum að gera ALLT sem þarf til að hann verði besti leikmaðurinn í sögu félagsins, loksins er sjöan okkar gædd töfrum. Já, hann er semsagt maður leiksins krakkar mínir.

Afskaplega gleðilegt að liðið haldi áfram að spila svo frábærlega sem við höfum séð lengstum frá 1.desember, ég viðurkenni aukna gleði að varpa ljósi á kjánana Martinez og Whelan sem veltu sér upp úr því síðastliðið vor að Wigan væri “meira spennandi” verkefni fyrir Martinez. Já, þeir sögðu það báðir blessaðir. Er viss um að Rodgers brosti í kampinn í rauðvínsglasi stjóranna að leik loknum.

Við veltum fyrir okkur hver mótivering liðsins er til loka leiktíðar, en Jesús minn hvað ég vona að leikur dagsins hafi verið mælikvarðinn.

Takk fyrir mig, nú ætla ég út að draga niður fánann, hann er búinn að fá að blakta í allan dag!

71 Comments

  1. Reina veitti nú Suarez harða samkeppni um mann leiksins.
    Frábærar vörslur hjá kappanum í dag.

  2. Viiiirkilega góður útisigur og þetta rönn okkar er svakalegt í markaskorun. Reina að halda hreinu ásamt vörninni sinni enn og aftur. Suarez, Coutinho og liðið er að smella saman.

    Mikið SVAKALEGA hlakka ég til þegar liðið hans BR verður orðið fullmótað!!

    YNWA!

  3. Seinustu 3 leikir í markatölu eru 12-1 og það eru 2 af þeim án Sturridge. Liðið er svo sannarlega á réttri leið hjá Rodgers þrátt fyrir einn og einn furðufugl sem ekki er vert að minnast meira á.

    Núna þarf bara að einbeita sér að næsta leik og sjá svo hverju þetta skilar í lokin.

  4. Ég hef svosem sagt þetta áður en djöfull hlakka ég til næsta tímabils c”,)

    Leggjum púslin niður með það sem við höfum til vors. Styrkjum vörn sérstaklega í sumar.

    BR lék sér í Lego þegar hann var stubbur og veit að þetta kemur … kubb eftir kubb.

    Það verður auðveldara að segja við guttana mína næsta vetur hvers vegna við höldum með Liverpool.

    YNWA

  5. Reina 10 – frábær
    Glen 7 – góður
    Carrager 7 – góður en lýður illa með boltan
    Agger 7 – góður og lýður vel með boltan
    Enrique 7 – góður
    Lucas 7 – vann vel á miðjuni
    Allen 8 – mikil vinnsla, vann marga bolta fyrir okkur og ef maður horfir framhjá því að hann gaf ódýra hornspyrnu þá var þetta góður leikur hjá honum.
    Gerrard 8 – stjórnaði spilinu virkilega vel
    Downing 8 – flott mark og fín leikur
    Coutinho 9 – tvær frábærar sendingar og frábær fyrihálfleikur, miklar framfarir varnarlega þar sem hann var duglegur að kæra tilbaka, er ekki í standi fyrir 90 mín og týndist dálítið í síðarhálfleik en okkur vantar tæknitröll sem opnar varnir.
    Suarez 10 frábær mörk hefur stundum spilað betur út á vellinum en hverjum er ekki drullu sama þegar maðurinn skorar 3 mörk.
    Henderson 7 – átti fína innkomu og nálagt því að skora.

  6. Höldum hreinu ! Frábært , verður ekki reynt að tala Carra til, eitt ár enn. Suarez er besti sóknarmaður sem Liverpool hefur átt í mörg mörg ár. Glæsilegt !

  7. Frábær leikur hjá okkar mönnum. Suarez og Reina menn leiksins (get ekki gert upp á milli þeirra). Annar sá um að skora mörkinn, hinn sá um að ekkert færi inn (Wigan átti fleiri skota á ramman en Liverpool í leiknum). Sumar vörslur Reina voru alveg geggjaðar auk þess að hann átti í raun mestan þátt í fyrsta markinu (sendingin á Coutinho var geggjuð).

    Liverpool á enn fræðilegan möguleika á efsta sætinu, en til þess þurfum við að vinna alla leikina sem eftir eru og ManU að tapa öllum sínum. Fræðilegur möguleiki, en meiri líkur á að ég vinni í lóttói, þrisvar í röð.

  8. Frábært ! Coutinho heldur betur ad lofa gódu…

    Enn eins og Kristján #8 bendir réttilega á, er efsta sætið ennþá innan seilingar 😀

  9. Sagði það áður og segi enn, við eigum eftir að gera harða atlögu að 4. sætinu! Heimaleikir á móti Everton, Spurs og Chelsea, 9 stig væri flott en spái 7 stigum í hús. Aðrir leikir á móti liðum fyrir neðan okkur, mjög bjartsýnn!! YNWA!!

  10. Og já, Reina að tilkynna okkur það að hann ætli að vera með alla leið sem aftasti maður í nýja gamla stórveldinu 😉

  11. Suarez með sex mörk í síðustu þremur, markatalan í þeim 12-1 og eina markið sem liðið fékk á sig var eftir einstaklings varnarmistök.

    Stöðugleiki er það sem hefur vantað en nú virðist sem það sé að koma. Synd að það skuli ekki vera eins og þrjátíu leikir eftir núna.

  12. erum við að tala um að stöngin inn àlögin hafi brostið í dag ? Hvenær skutum við siðast i stöng eða slà og inn ? Það gerðist aldrei a seinasta timabili og var það nokkuð buið að gerast a þessu seasoni ? Var það seþsagt einhverntiman a þarseinasta timabili siðast ? Djofull væri gaman að vita nkl hvenær það gerðist seinast.

    Annars bara frabær sigur og suarez er ekkert mennskur það er bara þannig 🙂

  13. Flottur leikur og aldrei nein hætta. Ætlaði að spá Suarez þrennu fyrir leik en þorði ekki að jinxa því, hefur gerst nefnilega.

  14. Viðar skjóldal, mig rámar í að Gerrard hafi sett hann í stöng inn á síðasta tímabili

  15. Daniel, eg man ekki eftir því, það var hlegið að okkur allt siðasta timabil fyrir það að vera bunir að skjota milljon sinnum i stong og sla an þess að skora..

    Er engin með þetta a hreinu hvenær við skoruðum siðast mark sem for siðast i stöng eða slà og inn og kannski hversu oft við hofum skotið i stong eða slà og ut siðan ?

  16. Já Viðar ég kynnti mér málið og markið sem ég var með í huga var víst ekki í stöngin inn heldur bara alveg klínt við stöngina

  17. Fæottur leikur en við höfuþ átt berti leiki sem hafa tabast, allt a réttri leið hká Rogers, nýji brassinn lítur vel út

  18. Þetta er það sem Reina gerir best. Viðbragðsvörslur nálægt sér… hann er stórkostlegur í þeim eins og hann sýndi í þessum leik. Það vantar örlítið meira öryggi hjá honum í úthlaupum eins og sást í þetta eina skiptið sem hann fór út á móti boltanum í leiknum. Ef hann lagar það fyrir næsta tímabil og vörnin batnar = andstæðingarnir velja erfiðari færi… þá verður hann aftur einn af topp 2 til 3 keeperum í deildinni.

    Annars stórkostlegur leikur, hefði viljað sjá fleiri fá að spreyta sig í lokin en mér líður illa yfir að vera að kvarta yfir einhverju á 4-0 degi. Getum við framlengt tímabilið???

  19. Ekkert sérstakur leikur hjá LFC, höfum átt marga miklu betri, en yndislegur sigur, hvað er með þennan mann hann Zaurus og Reinaldine allur að koma til
    Koma svo!!!!!

  20. Allor sem sögði að við ættum.að selja Reina ættu nu að halda.skoðunum sinuþ fyrir sif

  21. Luis Suarez er búinn að skora 3 mörk í röð úr aukaspyrnum fyrir utan teig… man ekki eftir því að hafa séð það áður en getur svo sem vel verið að fult af mönum hafi náð því.

    Allir góðir í dag og 3 stig

    næst verður það Tottenham Hotspur á Anfield. þar eru 3 stig í boði

  22. Eitt, hver væru bestu úrslitin (m.t.t. okkar stöðu) í leik Arsenik og Tottaranna?

  23. Þetta var frábært og féll okkar megin í dag. Bið menn samt að róa sig niður í gleðinni og muna eftir því að það er ekki svo langt síðan að öskrin á Rodgers burt hljómuðu hér á kop.is.

    Okkar menn nýttu færin frábærlega, eitthvað sem gerist ekki á hverjum degi. Reina varði líka frábærlega þegar á þurfti að halda, eitthvað sem gerist heldur ekki á hverjum degi. Það sagt, ef Wigan hefði skorað þarna á fyrstu mínútu þá hefði þetta líklega farið allt öðruvísi. Ef við náum þessu upp svona þá óttast ég ekki það sem eftir lifir tímabilsins, en jafnframt á ég algjörlega von á að það gerist ekki í öllum leikjum. Við munum lenda í vonbrogðum líka.

    Ég ítreka, það er mjög stutt á milli hláturs og gráturs í þessu. Gleðjumst en tökum þessu með jafnaðargeði. Næsti leikur verður virkilegt test fyrir okkar menn, þrjú stig úr honum verða kærkomin. Nú stefna menn á að jafna Everton að stigum í 6. sætinu og skoða síðan stigatöfluna þegar þangað er komið.

  24. Og eitt sem er hægt að bæta við: Í síðustu 9 leikjum höfum við fengið 17 stig (5-2-2), samanborið við 25 stig í 19 leikjum þar á undan (6-7-6). Það eru 1,89 stig í leik samanborið við 1,31. Og inni í því eru leikir við Man City, Arsenal og Man Utd. á útivöllum.

    Þetta þýðir einfaldlega að liðið er á stórkostlegri uppleið en samt er allt of langt í fjórða sætið til að það sé möguleiki. Nema auðvitað að öll þessi lið fyrir ofan okkur hrynji núna á lokasprettinum.

  25. váá ! ekkert smá gaman að sjá liðið fara á smá run þó þaðsé ekki lagnt.
    váá ! hvað það er gaman að sjá Pepe Reina verja loksins eitthvað
    váá ! hvað Cutinho er að lofa góðu.
    váá ! hvað Suarez er ótrúlega góður,
    váá ! hvað mig hlakkar til að horfa á Tottenham leikinn

    😀

  26. Marat, númer 20. Damien nokkur Comolli náði að semja við Suarez þegar Roy Hodgson var ennþá stjóri.

  27. Jafntefli er best milli Spurs og Arsenal ef við ætlum að komast uppfyrir bæði lið…

  28. Hrikalega flottur leikur, gott að “klára” þetta í fyrri hálfleik og bara frábær frammistaða hjá liðinu. Tala nú ekki um markakónginn okkar (vonandi), maður verður nagandi á sér neglurnar í sumar fram til 1. Sept af hræðslu við að missa hann.

    Var spenntur fyrir tottenham leiknum, þar til ég kíkti á formið á þeim …taplausir í síðustu 11 leikjum ! 2013 byrjar alls ekki síður hjá þeim en okkur.
    Vonandi verður Suárez aftur í stuði þá.
    Er sérstaklega smeykur við Bale hann hefur sett 11 af 15 mörkum sínum á útivelli :/

    En eitt er víst, ef leikurinn á morgun (Spurs v. Arse) fer jafntefli og við tökum þá á Anfield um næstu helgi. Þá mun klárlega kvikna smá meistaradeildarneisti í mönnum 😀
    Þó ég gæti nú ekki annað en sætt mig við 63-67 stig miðað við stöðuna núna.

  29. Eitt smá komment frá algjörum snillingi og goðsögn í heimi íþróttana. Note fyrir mig, og aðra sem gagnrýna possession fótbolta.

    You miss 100% of the shots you don’t take.

    Wayne Gretzky.

  30. Sælir félagar

    Frábær niðurstaða á móti nokkuð öflugu liði Wigan. Þeir eru snöggir og tekniskir og fengu færi til að setja á okkur mörk. Þar af leiðir að erfitt er að gera upp á milli Suarez og Reina í manni leiksins keppninni. Ég legg þá að jöfnu í því.

    Það er nú þannig.

    YNWA

  31. Þetta er greinilega allt að koma. Bið þá sem eru enn á báðum áttum um að halda í vonina. Þeir sem sjá ekki batamerki eru ekki að horfa á þetta réttum augum, tölfræðin talar sínum orðum. Hver leikurinn á fætur öðrum sem við klárum með mörgum mörkum og maður nánast krefst fimm til sjö núll. Byggjum þetta upp og styðjum við bakið á strákunum, þetta stefnir í rétta átt.
    kv.Vési

  32. Ég hvet alla púllara til að missa sig í gleðinni þegar við vinnum!!

    Ekki veitir af og við eigum skilið að gleðjast yfir framförum!

  33. Verð bara að koma þessu að hérna en djöfull sárnar mér meðferð celski “aðdáenda” á Benitez. Þeir rífa hann í sig leik eftir leik, en þora ekki að segja orð við mafíósan sem á klúbbinn , og réð hann til starfa. Ekki að þetta komi Wigan leiknum neitt við, en mér þykir bara ótrúlega vænt um Benitez, og vill hann ALLTAF til LIVERPOOL FC, sama hvað hann gerir. Það er gaman að velta því fyrir sér hvernig við værum ef Mori kæmi til Liverpool, held að það væri allt önnur “Ella”. Enda eru Liverpool aðdáendur ALVÖRU, hitt draslið er plast.

  34. Liverpool stuðningsmenn eru klassi. Þeir sungu eftir leikinn Benitez, Benitez. Spáið í hvað það þýðir.

  35. Það er án gríns understatement að segja að Suárez sé besti maðurinn í enska boltanum. Þvílíkur og annar eins yfirburðamaður. Það sást svo ótrúlega vel í haust, þegar hann þurfti bæði að skapa allt og skora fyrir okkur. Snillingur!

  36. Góður sigur, skemmtileg mörk og frábærar vörslur hjá Reina. Nú er bara að fókusera á næsta leik, og að komast upp fyrir Everton í töflunni. Algjörlega tilgangslaust að horfa eitthvað lengra en það.

    Spáið líka í það, að nú er svipað bil á milli Liverpool og Man City annars vegar, og Man City og United hins vegar. Sem segir okkur að ef það eru litlar líkur á að Liverpool komist í 4. sætið, þá eru nánast engar líkur á að City komist upp fyrir United.

    Ekki það að það skipti nokkru einasta máli hvar einhver önnur lið lenda í deildinni…

  37. Eftir að hafa lesið öll kommentin hérna er ég því miður viss um að næsti leikur tapist og við missum aftur alla trú á Liverpool.. Maður má aldrei vera of bjartsýnn Liverpool maður lengur, svo er víst…
    YNWA samt 🙂

  38. Dudes, við unnum Wigan.. það er fínt en ekki halda að við séum að fara að valta eitthvað yfir Tottenham 🙂

  39. Fyndið að sjá hvað þið eruð mislindir. Ef leikur tapast þá á að reka stjórann skipta út stjórnarmönnum selja hinn og þennann.
    ídag setur suarez 3 stykki mörk og það liggur við að hann sé kominn í sama flokk og ronaldo og messi.
    Suarez er að spila best í ensku deildinni í DAG. en overall á tímabilinu þá hefur hann ekki verið að géra það. Einsog þið talið réttilega um, mikið að skjota í stöng og klúðra færum.
    En suarez er magnaður leikmaður, hver af þeim er bestur, hann,bale eða rvp verður fróðlegt að sjá.
    Til lukku með sigurin og gangi ykkur vel.

  40. @54

    Já, Suarez skoraði nefnilega þetta 21 mark núna á dögunum, restina af leiktíðinni hefur hann ekki getað neitt… Bale er líka búinn að vera sjúklega góður í öllum leikjum, allt tímabilið, ekki bara núna upp á síðkastið.

  41. Hvar er Deus í dag ?
    Eins og ég sagði í upphitun þá eru sumir sem drulla yfir liðið þegar illa gengur en láta svo aldrei sjá sig þegar vel gengur.
    Liðið var frábært í dag og á svona dögum eru fá lið skemmtilegri.

  42. Talandi um framfarir þá höfum við ekki unnið í Wigan síðan 2007. Og núna skelltum við þeim 0-4.

  43. Flottur sigur, tottenham er samt ekki alveg sami kalíber og wigan og swansea.

    Getum verið sáttir með 1 stig úr því, það er alveg töframaður í þeirra liði sem kallast Bale.

  44. Björn Torfi ef suarez væri buinn að nýta svona helmingin af þeim færum sem hann hefur klúðrað að þá væri hann með miklu hærri tölu. FACT.

  45. Maggi #59.

    Alveg örugglega eins og Rvp og Bale væru með fleiri mörk ef þeir nýttu öll sýn færi
    FACT!

  46. Arnar Steinsson segir:
    02.03.2013 kl. 23:15
    Marat, númer 20. Damien nokkur Comolli náði að semja við Suarez þegar Roy Hodgson var ennþá stjóri.

    það var meistarinn hann KD sem fékk Suarez til okkur…

  47. @59

    Ef Carragher hefði skorað úr öllum sínum færum hefði hann skorað miklu fleiri mörk en raun ber vitni. FACT.

  48. Frábær sigur og gott að sjá Liverpool klára svona slappa andstæðinga strax. Þú þarft jafnvægi til að pakka liðum svona í fyrri hálfleik, liðið allt að sækja eins og ein heild. Gott mál. Suarez er bara fyrirbæri.

    Ánægðastur með Coutinho, ef hann heldur svona áfram þá eru þetta alveg frábær kaup. Virðist vera með svakalega gott touch, tækni og auga fyrri hlaupum og alveg þola þessa hörku í enska boltanum.

    Áhugavert að framlínan okkar og mest creative sóknarmenn Suarez-Sturridge-Coutinho komu allir í janúarglugganum en öll misheppnuðu sóknarkaup síðustu stjóra eru að koma í sumarglugganum. Eigum við ekki bara kaupa varnarmenn á sumrin og miðju/sóknarmenn í janúar?!

  49. Nr. 58 (ólinn) segir:

    *”Flottur sigur, tottenham er samt ekki alveg sami kalíber og wigan og swansea.

    Getum verið sáttir með 1 stig úr því, það er alveg töframaður í þeirra liði sem kallast Bale.”*

    Við þurfum ekki á svona minnimáttakennd að halda. Við erum LFC og eigum alveg að geta lagt Spurs að velli á stútfullum Anfield! Nú er kærkomið tækifæri fyrir BR að stimpla LFC rækilega inn og senda aðvörun til þeirra liða sem við viljum máta okkur við. Hlakka mikið til leiksins nk. sunnudag og er sannfærður um að okkar menn munu selja sig dýrt í þeim leik. Ekkert annað en sigur kemur til greina, ekkert eitthvað helvítis jafntefli.

  50. ja herna að lesa svörin ykkar… suarez hefur brennt af ótal dauðafæra í vetur.. stöngin út var mikið vælt um hérna fyrir stuttu, eða menn kanski bunir að gleyma því ? ég held að rvp og bale séu með betri nýtingu en vinur okkar suarez.

  51. 57…… Við unnum Wigan í november sl.

    Mig minnir 3-0, ég var skelþunnur svo þetta var eftirminnilegur sigur sem gerða slæmann dag betri.

  52. flottur leikur, en hvað með að reka br og ráða rb. þá mynda allt verða betra í alla staði

    it´s rafa we trust !!!

  53. Virkilega flottur leikur og enn einu sinni sér maður í verki hvernig Liverpool er á réttri leið undir stjórn B.R.

  54. Bond comment 36 lestu nú þráðin áður en þú kemur með einhverjar blammeringar

Byrjunarlið gegn Wigan

Sunnudagspælingar