Liverpool 5 – Norwich 0

Útsala hjá Merkjavörum: 20-50% afsláttur! Sjá nánar hér.

Okkar menn tóku á móti Norwich á Anfield í dag og unnu frábæran sigur, 5-0.

Rodgers stillti upp Suarez og Sturridge saman í byrjunarliðinu í fyrsta skipti og liðið leit svona út:

Jones

Wisdom – Carragher – Agger – Johnson

Downing – Gerrard – Lucas – Henderson
Suarez
Sturridge

Eða einhvern veginn þannig. Suarez var oftast fyrir aftan Sturridge og svo var Downing framarlega. Ég veit eiginlega ekki hvernig ég á að stilla þessu upp. Á bekknum voru: Gulacsi, Allen, Borini, Shelvey, Sterling, Robinson, Skrtel.

Það var engin spurning hvort liðið var betra í þessum leik. Liverpool voru miklu betri frá fyrstu mínútu og ég var aldrei stressaður yfir því að við myndum gera nokkuð annað en að vinna þennan leik í dag. Liðið yfirspilaði Norwich og þeir áttu aldrei sjens. Henderson skoraði fyrsta markið þegar hann negldi skoppandi bolta uppí markhornið af löngu færi. Frábært mark hjá Henderson, sem hefur verið að sækja gríðarlega í sig veðrið á síðustu mánuðum og þeir sem vilja selja hann fyrir kartöflupoka verða alltaf minna áberandi á þessari síðu.

Tíu mínútum síðar skoraði Suarez svo frábært mark þegar Lucas gaf sendingu á Sturridge, sem lét boltann fara í gegnum klofið á sér og inn fyrir á Suarez, sem var kominn einn inn fyrir og skoraði gott mark. 2-0 í hálfleik.

Sturridge skoraði svo sjálfur þriðja markið í seinni hálfleik. Henderson átti frábæran bolta á kantinn á Downing, sem svo átti frábæran bolta inná Sturridge sem gat ekki annað en skorað. Þriðja markið hans í þremur leikjum, sem er frábær byrjun á hans Liverpool-ferli. Gerrard skoraði svo fjórða markið með frábæru langskoti í hornið. Ef það er til klassískt Gerrard-mark þá var þetta eitt slíkt. Og varamaðurinn Sterling lagði svo upp fimmta markið þegar hann plataði varnarmann Norwich og gaf fyrir á varamanninn Borini, en Norwich-varnarmaður var á undan í boltann og sendi í sitt eigið mark.

Þetta gerðist þegar korter var eftir af leiknum og maður hafði á tilfinningunni að Liverpool hefði getað bætt við nokkrum í viðbót, en liðið slakaði verulega á eftir þetta.

Maður leiksins: Þetta er eiginlega dálítið erfitt val. Við skoruðum fimm mörk með fimm leikmönnum í dag – tvö frá miðjumönnunum okkar, tvö frá framherjunum og svo eitt sjálfsmark. Og þrátt fyrir að liðið hafi leikið vel bar enginn af. Suarez er búinn að fá þennan titil svo oft að ég ætla að velja Henderson sem mann leiksins. Hann skoraði frábært mark og var virkilega góður á miðjunni.

Jones hafði nákvæmlega ekkert að gera í markinu og vörnin var róleg og stóð sig vel. Johnson var mjög ógnandi fram á völlinn þrátt fyrir að hann væri í vinstri bakverði. Á miðjunni voru þeir Lucas, Henderson og Gerrard góðir og Downing spilaði líka fínt á kantinum og átti nokkra hættulega bolta fyrir og þar af eina stoðsendingu. Frammi skoruðu svo Suarez og Sturridge sitthvort markið. Það er ekki hægt að kvarta.

Okkar menn eru því komnir uppí 7. sætið, með jafnmörg stig og Arsenal (en þeir eiga tvo leiki til góða) og þremur á eftir Everton (sem eiga einn leik til góða). Eins og ég sagði um áramótin þá þýðir ekki að svekkja sig á úrslitum hinna liðanna, heldur verða okkar menn bara að einbeita sér að því að klára sitt prógram.

Næstu tveir leikir í deildinni eru gríðarlega erfiðir. Fyrst gegn Arsenal á Emirates og svo gegn Man City á Etihad. Eftir þá leiki eigum við fjórtán leiki eftir í deildinni og verðum þá búnir að fara á útivelli hjá liðunum sem eru í 13 efstu sætunum í deildinni. Við erum búnir að spila við Man U, Chelsea, Tottenham, Everton, Swansea, WBA, Stoke, Sunderland, West Ham og Norwich á útivelli og þegar við klárum Arsenal og City þá eru það komin hin tvö liðin á topp 13.

Eftir tapið gegn Aston Villa á Anfield þá hefur liðið núna unnið þrjá leiki í röð heima, 4-0, 3-0 og 5-0, og verið yfirburðalið á vellinum í þeim leikjum öllum. Það er frábært.

Ég held að þetta tímabil muni ráðast að mörgu leyti í næstu tveimur útileikjum. Ef við töpum þeim báðum, þá er það áfall og þá tel ég að við verðum á pari við það sem ég spáði um áramótin – einhvers staðar í 5-7.sæti. Ef við hins vegar söfnum stigum í þeim leikjum – segjum 2 stig eða meira, þá erum við hins vegar með nokkuð auðvelt prógramm það sem eftir er af tímabili. Þannig að ef liðið spilar vel í þeim leikjum getur maður farið að gera sér einhverjar væntingar. Ekki fyrr.

Það er ekki hægt annað en gleðjast á laugardagskvöldi þegar Liverpool vinnur 5-0.

82 Comments

  1. Agalegt þegar liðið reiðir sig svona á einn mann í markaskoruninni.

  2. já, segðu, hvar værum við án Suarez?? Heppnissigur gegn sterku Norwich-liði

  3. Frábær sigur og mjög ánægður með innkomu varamanna, liðið veiktist ekki og flott ef Sterling verður notaður svona seinni part leikja svo hann fái nú meira sjálfstraust og komist betur í gang.

    Liðið allt maður leiksins í dag!

  4. Ef að leikskipulag Liverpool gengur út á að yfirspila andstæðinginn og leyfa honum nánast ekkert að vera með í leiknum þá byrjum við alltaf á litlu liðunum. Liverpool er að gera þetta mjög vel um þessar mundir og vonandi förum við að sjá mun fleiri svona sigra og færri slys eins og gegn Villa og Stoke.

    Næsta verk er að sýna svona spilamennsku gegn liðum sem eru hærra skrifuð en Norwich og næstu tveir deildarleikir gefa okkur tækifæri til þess. Reyndar yfirspiluðum við City á Anfield en hentum frá okkur öruggum þremur stigum.

    Annars allt jákvætt við þennan leik, Henderson og Gerrard báðir með mörk fyrir utan teig. Sturridge með sitt þriðja mark í þremur fyrstu leikjum sínum fyrir Liverpool, Downing með flotta stoðsendingu og búrið hreint. Stærsti sigur tímabilsins.

    Við þurftum að fá Sturridge til að aðlagast eins og skot hjá Liverpool og so far so heldur betur good. Hann er þessi sóknarmaður sem er mættur í snýkjuna og skapar mikið pláss fyrir aðra sóknarleikmenn Liverpool, sérstaklega Suarez, eitthvað sem við höfum öskrað á síðan Suarez kom til Liverpool.

  5. Við tókum rosa áhættu með Sturridge, shit. 3 mörk í 3 leikjum. Ferguson, ha?

  6. Afskaplega fallegur fótbolti á köflum og kanarífuglarnir áttu ekki break. Maður hefur verið að bíða eftir svona framistöðu lengi gegn þessum litlu liðum. Í gegnum tíðina hafa þau heldur betur gert okkur lífið leitt.

  7. Algjørlega frabær sigur og BR er greinilega a rettri leid med lidid okkar. Sturridge er akkurat thessi sluttari sem okkur vantadi! Nu er bara ad halda afram ad thokast upp tøfluna og tad er allt møgulegt thegar okkar menn spila eins og herforingjar.

    YNWA!!

  8. Fugl dagsins er kanarífugl: Sundurskotinn, steiktur, soðinn a la Anfield Road

  9. Frábær leikur.

    Erfitt að velja mann leiksins en Captain Fantastic fær mitt atkvæði. Var frábær í leiknum og setti einn gamlan og góðan.

    Held að þessir þrír, Lucas, Gerrard og Hendo, hljóti að vera fyrstir á blað í næstu leikjum, þegar búið er að skrifa niður Suarez náttúrulega 🙂

    Nú er að frísa og fnæsa og koma dýrvitlausir í næstu erfiðu leiki.

    YNWA

  10. Flottur leikur þar sem liðið allt var að spila vel… Erum á réttri leið að mér finnst…. Svo er bara að taka Arsenal næst í deildinni… Og tökum einn góðan sigur í bikarnum í millitíðinni…. Maður leiksins LIVERPOOL…

    ÁFRAM LIVERPOOL…YNWA…

  11. Sælutilfinning að horfa á svona “list” var þetta “death by football ” ?

  12. Verulega sannfærandi sigur. Margir frábærir punktar og varla veikan blett að finna. Sturridge er flottari fótboltamaður en ég gerði mér grein fyrir, sterkur í að halda varnarmönnum fyrir aftan sig, á auðvelt með að taka á móti bolta og búa sér til pláss og skilar honum vel frá sér líka. Er stundum einni hugsun á eftir Suarez en það kemur fljótt. Svo skorar hann potmörk, sem á eftir að reynast okkur ansi dýrmætt.

    Svo verð ég að segja að mér finnst Glen Johnson alveg ógeðslega góður fótboltamaður. Svo sterkur, fljótur, í góðu jafnvægi, öruggur með sig. Hef bara ekki séð hann spila svona vel sóknarlega og finnst hann gríðarlega mikilvægur fyrir okkur, ekki síst þegar Wisdom (sem er takmarkaður sóknarlega) er hinum megin.

    Mér sýnist Rodgers vera að finna jafnvægi í uppstillingunni sem lofar sannarlega góðu fyrir framtíðina.

  13. allt rétt að ofan.
    En ekki gleyma því að liðið gæti auðveldlega tapað næsta leik.

    Þetta er er í vinnslu en á svona stundum þá er maður spenntur fyrir framhaldinu hjá þessu liði.
    fögnum í dag.
    Og reynum að muna hvernig þessi tilfinging var þegar liðið tapar næst leik og menn vilja losna við hálft liðið og þá sem eiga og stjórna þessu félagi. sem fyrst.

  14. Bravó. Liðið spilaði mjög vel í dag. Ef þeir myndu og hefðu spilað svona það sem af er væri/myndi liðið ekki vera á þeim stað sem það er núna. Henderson sýnid það í dag að hann hefði átt að byrja um síðustu helgi.
    Koma svo, ekki detta niður í meðalmennskuna aftur, notið þetta sem stökkpall.

  15. Vá hvað okkur vantaði mann eins og Sturrige, sjálfstraustið komið og menn greinilega farnir að hafa gaman á vellinum og Henderson, Downing, Johnson, Gerrard og Enrigue allir farnir að bæta sig helling……
    Ég held að liðið sé bara komið og á bara eftir að verða betra….. en allt í lagi samt að fá inn fleiri góða til að liðið hafi góða menn til að koma af bekknum eða bara flotta nýja byrjunarliðs gaura….. YNWA …… amen…….:)

  16. Færin nýttust og menn fóru að njóta sín í seinni hálfleik. Eigum við ekki fleiri leiki eftir við Norwich alveg örugglega?

  17. Magnaður leikur. Hendo, Suarez, Gerrard, og Lucas hrikalega flottir og reyndar mætti telja flesta hina með. Var ekki í vafa um sigur þegar ég sá að Carragher var í byrjunarliðinu. Heilladísirnar eru ekkert smá skotnar í honum.

  18. Já ég talaði um það að LFC mundi vinna stórt og ávallt gleður Suarez auga manns og Sturrege stoppar ekki að skora, allt liðið að fara uppá við, bara gaman að þessu.

  19. Óskiljanlegt hvað það voru margir sem afskrifuðu Sturridge áður en hann spilaði leik með LFC

  20. Flottur sigur á Norwich, en ekki fyrir svo löngu síðan hefði Liverpool verði í stökustu vandræðum á Anfield gegn liði eins og Norwich, en það er vonandi liðin tíð.
    Sturridge heldur betur smellpassar í liðið og virðist líða vel með nýjum félögum.

    Næstu tveir leikir verða erfiðir, en alls ekki óyfirstíganlegir.
    Bæði Man City og Arsenal hafa ekki verið neitt sérstaklega sannfærandi, og ef okkar menn mæta til leiks frá byrjun (ekki í seinnihálfleik eins og gegn Man Utd) þá eigum við að ná stigum úr þessum viðureignum.

  21. Hver ætlar að taka það að sér og segja að þetta hafi bara verið Norwich ? (Djók), Frábært ! 🙂

    Læt eina góða fylgja með 🙂

  22. 5-0 og 5-1. Megum við fá að spila við Norwich í hverjum leik?!

    Annars bara hreint frábær sigur og mjög sweet hvað Sturridge er að smellpassa strax inní liðið. Þetta kvabb í Ferguson um að hann sé “efins” um að Liverpool sé að kaupa hinn og þennan striker er bara einhver barnaskólasálfræði sem auðvelt er fyrir leikmenn að hrista af sér sé alvöru töggur í þeim. Hann sagði nákvæmlega sama hlut t.d. þegar við keyptum Morientes, Robbie Keane og Carroll. Mér sýnist öfugt við hina að Sturridge hafi virkilegt hungur til að standa sig og nái mjög vel saman við Suarez og Gerrard. Kannski erum við þarna komin með hraða sóknarleikmanninn sem okkur vantaði og getur skorað bæði gegn stóru liðunum og potað stöðugt inn mörkum gegn þeim litlu. Kemur allavega með mikinn hraða, x-faktor og nýja vídd inní sóknarleik Liverpool. Maður skilur núna afhverju Mancini var alveg brjálaður að missa Sturridge frá Man City áður en hann tók við,

    Vonandi verður þessi leikur spark í rassgatið á Skrtel þegar hann sér að Liverpool vörnin var í þetta sinn miklu öruggari án hans. Carragher gamli á sínum skjaldbökuhraða og með touch á við tréhest tók þetta bara á góðum staðsetningum og yfirvegun. 2 hlutir sem Skrtel mætti fara að tileinka sér sem fyrst í stað peysutogs og yfirmáta stressleika sem smitast yfir á allt liðið.

    Þetta var sigur liðsheildarinnar og allt liðið á iði. Frábær vinnsla á miðjunni með tilkomu Henderson, hreint ótrúlegt ef það er satt að Rodgers ætlaði að skipta slétt á honum og Dempsey. Rodgers sem sagði að Joe Allen ætti eftir að verða algjört “revelation” fyrir Liverpool. Mér finnst miklu meira sjálfstraust yfir Henderson í ár heldur en í fyrra, vonandi er þetta leikmaðurinn sem er kominn til að vera. Miklu meiri sóknarhætta og hlaupageta í honum en Allen.

    Annars segi ég bara áfram Liverpool. May this rich vein of form long continue….

  23. tralli #16
    http://football-talk.co.uk/73085/video-goals-liverpool-5-0-norwich-henderson-stunner-sets-up-reds-rout/?

    en magnaður leikur.. og andskoti gott að vera búinn að skora 12-0 á heimavelli í síðustu leikjum.. er Anfield að verða að virki??? flott spil hjá liðinnu mínu.. og sturridge virkar meira og meira sannfærandi.. greinilega mjög góður knattspyrnuheili og mér finnst hann og suarez næa MJÖG vel samman á vellinum.. og hlakka mikið til að sjá fleiri leiki með þeim tveimur í framtíðinni..

    EN ég hef alltaf sagt það og mun alltaf segja það, samma hvað aðrir sega en þá er Hendo nýji gerrard… þessi drengur er ungur enþá og á slatta inni og meðan hann lærir af kónginum stebba gjé þá er þetta lang besta fjárfesting sem KD gerði.. yfir og út

    YNWA

  24. Það var einhver breyting á liðinu í dag, kannski er það innkoma Sturridge í liðið eða kannski er þetta lið bara að smella betur saman. Mér fannst við vera eins og Hákarlar og markið hjá andstæðingunum var eins og blóðugur biti. Með betri leikjum Liverpool á þessu tímabili. En áður en maður fer að lofsama strákana of mikið þá skulum við sjá hvernig staðan verður eftir næstu tvo leiki. En eitt er víst Sturridge lítur svakalega vel út!

  25. Frábær frammistaða í dag.

    Djöfull er ég ánægður með hvað Sturridge er að koma sterkur inn! Hann er greinilega glorsoltinn eftir eyðimerkurgönguna hjá Chelski – duglegur án bolta svo hann teygir allt og togar í vörn andstæðinganna og gerir þeim ókleift að vera með 2-3 menn að þvælast í kringum Suárez. “Touchið” hans í öðru markinu var ennfremur gullfallegt.

  26. Besti leikur Liverpool á tímabilinu að mínu mati, enginn leikmaður undir pari, 5 mörk 5 markaskorarar og frábær spilamennnska bæði í vörn og sókn. Eigum bullandi séns í næstu 2 útileiki ef við höldum áfram á þessari braut.

  27. frábær sigur! Djöfull elska ég leiki þar sem að margir komast á blað sem markaskorarar eða með stoðsendingu, það sýnir klárlega mikla liðsheild og leikgleði. Annars var ég að velta því fyrir mér með markið hjá Sterling. Fær hann það skráð á sig eða verður það stoðsending? Dæmi má taka með sigurmarkið hjá Shelvey á móti West Ham þar sem hann virtist ekki einu sinni snerta tuðruna…… Fróðari menn en ég eru kannski með svarið við þessu.

    YNWA

  28. það var samt best þegar að það birtist gluggi um miðjann seinnihálfleik þar sem possession var 90% LFC á móti 10% Norwich, einstefna.is!

  29. Búinn að segja það í svona 18 mánuði að Henderson ætti eftir að sýna sitt rétta fés, og hann er loksins farinn að gera það núna í seinustu leikjum. Gaur sem leggur sig 110% fram og er no bullshit, vældi ekkert í fjölmiðlum þegar að hann fékk ekkert að spila og var næstum hent í klink í einhvern skiptisamning uppá Dempsey.

    Klárt mál að ef að hann heldur svona áfram þá verður hann krúsjal partur af nýja hryggnum okkar og imo tekur við af Gerrard, baráttuhundur sem gefst ekki upp.

  30. Sæl öll…..

    Jæja enn einn sigurinn hefur litið dagsins ljós og af því tilefni verður maður nú aðeins að tjá sig hér. Ég var að vinna og frétti því bara af gangi máli frá betri helmingum og vitið þið bara hvað VIÐ UNNUM , VIÐ UNNUM…já og með stórum stöfum.

    Nú er ég hætt að drekka kók og hef ákveðið að snúa mér að rauðvíni þar sem rautt er greinilega minn litur. Verð ég hér eftir að vera í vinnunni þegar okkar ástkæra lið spilar? Ef það skilar sigri þá skal ég vinna dag og nótt…rétt upp hönd þeir sem vilja að ég fari að vinna alla leikdaga…:)

    5-0 ég sá svona tölu þegar ég fór fyrst á Anfield og hélt að ég myndi ekki sjá svoleiðis tölu aftur en Shit happens….

    Kæru vinir ég tel að Sturridge hafi verið góð kaup og hann er þegar búin að skora 3 mörk í þremur leikjum. Nennir einhver að segja mér hvað Torres skoraði mörg mörk í sínum fyrstu þremur leikjum…NEI grín fáum Torres bara heim aftur og höfum hann með Suaréz,Borini,Sturridge, Sterling,Henderson eða nei það er ekki pláss fyrir hann og svo er hann að verða of gamall.

    Ég hef greinilega drukkið of mikið rauðvín í vinnunni þar sem ég hætt að drekka kók og sit svo fyrir framan tölvuni í sigurvímu og rausa. Mig minnir að einn landsfrægur pólitíkus hafi verið í sömu stöðu og ég og skandaleserað heilmikið…ég ætla bara að njóta sigurs minna manna og engan að móðga….

    Við unnum með fleiri skoruðum mörkum en andstæðingurinn og þannig vinnast leikir ( var mér sagt)

    Þangað til næst YNWA

  31. Svakalega sannfærandi. Samt merkilegt að mér fannst okkar menn ekkert vera að fá mörg færi í þessum leik. Hins vegar fór allt inn og það er stóri munurinn. En nú er bara að halda áfram að nýta færin vel og klára leikina með stæl.

  32. Þoli ekki þegar Liverpool er bara að versla meðal leikmenn eins og Sturridge..

    3 mörk í 3 leikjum, vel gert!

  33. Spurning hvort að Carragher sé að vinna sér sæti í liðinu. Við höfum verið að leka of mikið af mörkum og það þarf að hrista aðeins upp í vörninni. Carra er jú gamall og ekki sá besti sóknarlega en hann lætur heyra í sér og það er greinilega eitthvað sem vantar. Scouser að öskra í vörninni og enginn skilur hann en það peppar menn.

  34. Æðislega sáttur. Held að Wisdom verði næsti John Rio Terry Ferdinand enska landsliðsinns eftir nokkur ár.

  35. Yndislegt. Virkilega gaman að horfa á þennan leik. Gerrard með 115 sendingar, 20 % af þeim langar. 93 % á samherja. Mark að auki. Johnson í hrikalegu formi og allir aðrir flottir. Bring it on..

  36. Verð allt annað enn sáttur ef hann byrjar með Allen á móti Arsenal ánægður með Sturridge Liverpool hefur vantað svona leikmann lengi sem er réttur maður á réttum stað klárar sitt vel.Held að framhaldið gæti orðið mjög fínt höldum við þessari spilamensku uppi áfram 🙂

  37. Sama sagan þegar Carra er í liðnu, 3 stig takk. Greinilegt að stjórinn hafi skoðað tölfræðina þegar Carra byrjar. Þarf ekki snilling að sjá að það marg borgar sig að hafa hann í liðinu. LFC spilar meira sem lið þegar Carra er með og hann lokar ekki munninum allan leikinn. Mér er sama hver þarf að detta úr liðinu í staðinn bara að hann fái að spila sem skilar sér í 3 stigum. Þeir sem tala um að hann sé orðinn of gamall og lélegur vita bara ekki nógu mikið um þessa íþrótt. Carra spilar sem miðvörður og því skil ég ekki afhverju menn eru að tala um að hann sé slappur fram á við, var Fowler varnar jaxl uuu nei hann gerði það sem af honum var ætlast skoraði mörk. Carra meiddist og þá fór að halla undan hjá Kenny sem byrjaði ágætlega og þegar hann var orðinn heill fékk hann ekki að spila þó svo að Kenny væri með allt lóðrétt. Svo fékk hann nokkra leiki í röð og þá komu 3 stig á færibandi og hætti um leið og hann fór aftur á bekkinn. Þetta er liðs íþrótt og fyrst svo er þá er best í heimi að eiga 1 stk Carra.

  38. Fun fact: Liverpool hefur skorað 25% marka sinna í deildinni gegn Norwich.

  39. Hreint út sagt frábær leikur hjá okkar mönnum!

    Hjartanlega er ég sammála þessar skýrslu er varðar mann leiksins: Henderson var frábær, svakaleg yfirferð á honum enda á milli, skapaði færi fyrir félaga sína, losaði um svæði með góðum hlaupum og skoraði frábært mark.

    Sorlegt engu að síður að Rodgers drullaðist ekki til að stilla honum upp í leiknum á móti United. Box to box miðjumaður að mínu skapi!

    Miðjan hjá okkur var frábær í leiknum með Henderson, Gerrard og Lucas. Duttum aðeins niður þegar að Lucas og Henderson voru báðir farnir út af.

    Nú er bara næsti leikur og svo mega ArseNAL og City fara að vara sig!

  40. Frábært boost fyrir tvo erfiða leiki sem eru framundan,eina áhyggjuefnið er að Reina verður ekki með.Við vonum bara að Jones eigi eftir að eiga stórleiki framundan.Virkilega gaman að sjá Hendo skora og aðLucas skuli vera að nálgast sitt besta form YNWA

  41. Ánægður með sigurinn en ég er að pæla af hverju Reina var ekki markinu og ekki einu sinni á bekknum?

  42. Líklega af því að hann er meiddur eins og hefur komið fram ansi oft.
    Hann er bæði nefbrotin eftir seinasta leik og meiddur á nára að ég held.

  43. Ég vill endilega að Sigríður verði að vinna á leikdögum hjá Liverpool ef það þýðir svona sigra hjá okkur í hvert skipti sem hún er í vinnunni á leikdegi. Fjandinn hafi það við getum bara búið til starf handa henni og splæst í launapakka fyrir hana, ef það er ávísun á svona úrslit. 🙂

    Sturridge þakkar Fowler fyrir að vera farinn að spila fyrir Liverpool í viðtali við BBC. Ég verð að segja að ég varð á báðum áttum þegar við keyptum hann, en í fyrstu þremur leikjum sem hann hefur spilað er hann bara að virka helv… vel á mig. Hann á eftir að verða legend hjá okkur sjáiði bara til.

    SUAREZ er auðvitað bara yfirnáttúrulegur og hæfileikarnir sem þessi leikmaður hefur, hef ég bara ekki séð hjá leikmanni Liverpool síðan Kenny Daglish spilaði fyrir okkur. Sumt af því sem hann gerði í þessum leik í dag er ekki einu sinni hægt að leika eftir í FIFA 2013. 🙂
    ´
    Nú er bara að vona að báðir leikirnir á morgun fari 1-1 🙂 Þá væri helgin fullkomnuð, eða nei, manutta tapa bara, 😉

  44. Glæsilegur sigur og við ættum að njóta hans vel næstu vikuna og rúmlega það , þar sem við eigum Oldham næst sem ætti ekki að vera nein fyrirstaða. Hins vegar eru 2 næstu leikir í deild vs Arsenal og City. Arsenal úti miðvikudaginn 30 og City úti sunnudaginn 3.feb.
    Mjög erfitt en hey … Fyrir þessa tvo leiki verða tveir heimsklassaleikmenn gengnir til liðs við okkur þannig að þetta verður bara kid stuff 😉

  45. Former Barcelona coach Pep Guardiola will make Liverpool striker Luis Suarez and Atletico Madrid forward Radamel Falcao his top targets when he takes over as Bayern Munich boss in July. (Sunday Mirror)

    Liverpool keeper Pepe Reina, 30, could be making a move back to Barcelona, whose current number one Victor Valdes has said he will not be renewing his contract. (Mail on Sunday)

  46. Eg vona að Sturridge megi ekki spila með í Evrópudeildinni og að við dettum bara út úr henni sem fyrst. Þetta er hundleiðinleg deild og ég vil bara sjá okkur gefa allt í deildina og jú FA cup. En það er kannski bara mín skoðun.

  47. Einar, við megum ekki detta í sosialismann,”af því að Suarez hefur svo oft verið valinn þá vel ég Hederson bestan á móti Norwich”………svona viðhorf á bar að vera í skátunum…..auðvitað er Suarez maður leiksins, svo Gerrard.
    flottur leikur hjá okkar mönnum…..saknið þið ekki Shelvey!”#$#”!

  48. Skítt með vinnuna Sigríður, haltu áfram að drekka rauðvín, og helst mikið af því, það boðar greinilega gott fyrir Liverpool!

  49. 14-3 í leikjunum fjórum gegn Norwich síðan þeir komu upp í efstu deild, vonandi halda þeir sér uppi sem lengst.

  50. Frábær leikur og Gerrard langbestur í góðu Liverpoolliði.

    Og nú er Gerrard farinn að tjá sig um hverrsu gott það yrði að fá Sneihder og ég held að hann mundi ekki gera það nema út af því að hann er sennilega við það að skrifa undir hjá Liverpool.Það er að verða orðið ljóst núna að Suarez fer í sumar ef við náum ekki fjórða sætinu,svo nú er bara að sýna okkur peningana MR Henry og þá munum við vonandi sjá Liverpool aftur í Championslige ánæsta ári.

    Ég veit að sumum hér er illa við að tala um fjórða sætið en á meðan einhver séns er á því á klúbburinn að róa að því með öllum árum að ná því ,leikmenn þjálfarar,eigendur og stuðningsmenn..

  51. í síðustu 5 heimaleikjum hjá okkur erum við búnir að vinna 4 af fimm með markatöluna 17-3 en 16-0 í sigurleikjunum.. hmm.. nokkuð magnað minntiég segja

  52. Sælir félagar

    Takk fyrir góða leikskýrslu Einar. Ég er búinn að renna í gegnum kommentin hér og þau eru búin að segja allt sem segja þarf um þennan leik. Meira að segja hafa margir bent á Carra og ótrúleg áhrif hans á liðið og fyrir mér er hann maður leiksins.

    Ég er búinn að lesa ýmislegt í gegnum tíðina um þennan snilling og ekki allt mjög viturlegt. Gamli maðurinn rekur það allt öfugt ofan í óvildarmenn sína í nánast hvert einasta skipti sem hann kemur að leik okkar ástkæra liðs. Verði honum á mistök (afar sjaldgæft) þá eru einhverjir óþroskaðir unglingar alltaf tilbúnir að taka þessa goðsögn af lifi. Megi Fowler fyrirgefa þeim.

    Það er nú þannig

    YNWA

  53. Ein pæling. Það er svo skrýtið með þátttöku okkar hér á kop.is. Þegar liðið gerir í brók og tapar á móti Aston Villa eða álíka liði þá fyllist ummælakerfið af ásökunum, grenji og þess háttar. Þegar hins vegar liðið brillerar eins og nú síðast þá slefar þetta rétt í 60 comment. Við getum örugglega tamið okkur jákvæðara hugarfar…þó svo við séum að sigla í ólgusjó þessa stundina. Ekki satt?

  54. Hvers vegna ætti Suarez að fara í sumar, hann er nýbúinn að skrifa undir lengri samning og fá kauphækkun + hann elskar að spila fyrir LIVERPOOL. Hann fer ekki nema að stjórinn vilji losna við hann og þá fyrir met fé, þetta held ég eða þannig.

  55. Þetta var flottur leikur i gær, gaman að sja henderson svona sterkan, sa ætti að vera buin að hirða endanlega sætið af joe allen enda klarlega betri knattspyrnumaður eins ogstaðan er i dag. Það er bara að sjast betur og betur að við hofum ekkert að gera við lucas og allen baða inna vellinum i einu, besta miðjan okkar i dag er lucas, gerrard og henderson.

    Ma til með að hrosa glen johnson, sa er buin að eiga frabært season þratt fyrir að hafa eytt longum tima i vinstri bakverðinum.

    Virkilega gaman að sja sturridge mæta svona sterkan til leiks og sa er að eiga draumabyrjun sem ætti að skila ser i dundur sjalfstrausti, frabært að fa mann eins og hann sem mætir i lausu boltana i teignum.

    Gaman að sja að jafnteflin eru hætt að koma og einnig er liðið farið að finna sig a heimavelli loksins.

    Seasonið ræðst a næstu tvem deildarleikjum, naum við einjverju ur þeim og bilið eftir þa verdur ekki meira en 7-8 stig þax i 4 sætið þa er vel hægt að na fjorða sætinu þvi eftir þessa 2 utileiki erum við bunir med alla erfiðustu utivellina. Auðvitað þurfti samt allt að ganga upp sem er kannski ekkert mjog liklegt en maður ma alltaf lata sig dreyma. Vonandi er eitthvað til sneijder orðromum þo eg hafi reyndar akaflega litla tru a þvi að hann se a koma.

    En það ma hrosa liðinu þegar það spilar vel eins og i gær og það gerðu strakarnir svo sannarlega i gær.

  56. 59

    Er ekki líka bara málið að það skapast oft miklar og heitar umræður þegar að liðið tapar. Sumir tilbúnir að verja menn sem spila illa með kjafti og klóm og aðrir tilbúnir að taka menn af lífi fyrir lélega frammistöðu o.s.frv.

    Bara pæling…

  57. Sá loksins leikinn allan.

    Mjög sáttur við leikskýrsluna og val á manni leiksins. Það þarf blindan mann með skort á raunveruleikaskyni að átta sig ekki á því að við erum að stíga upp. Þarna sáum við klárlega “Death by football” gegn liði sem ekki hefur leikið mörkum svo glatt.

    Mikið flæði, beittur sóknarleikur, miðjan frábær, loksins komnir með senter sem skorar úr sendingum Downing inn í markteiginn og Carra fær uppreisn æru bæði í leiknum og í viðtalinu við Rodgers eftir leik.

    Bara frábært, please FSG bætið við tveimur öflugum fyrir mánaðamót og þá er maður í alvörunni á leið í bjartsýnisrushflipp.

    Anfield is back!!!

  58. Ben
    Algjörlega, en of mikið slæðist samt inn af innantómu pexi og væli. Það er bara það sem ég er að benda á.

  59. Já, frábær leikur og full ástæða til að horfa björtum augum til framtíðar. Við skulum samt ekki alveg tapa okkur í bjartsýniskasti. Við eigum enn eftir að standast mjög erfiðar prófraunir á næstu vikum (útileikir gegn Arsenal og City). Væri æðislegt ef við næðum 4 stigum úr þeim leikjum, en ef til vill er til of mikils ætlast.

    Við skulum ekkert gera lítið úr því að BR er að takast að gera Anfield Road aftur að gríðarlegu sterku vígi. Þarna eigum við bara ekki að tapa leik, málið er ekkert flóknara!

    Þvílík byrjun hjá Sturridge. Virkilega gaman að sjá hvað hann smellpassar í liðið og er fljótur að aðlagast. Hendo verður bara betri og betri og sjálfstraust hans eykst. Lucas er smátt og smátt að ná fyrri styrk. Miðjan er því að verða helvíti öflug hjá okkur.

    Hef samt enn töluverðar áhyggjur af því hvað við erum veikir varnarlega í föstum leikatriðum. Voru í raun heppnir að lenda ekki undir fljótlega í leiknum á móti Norwich. Þetta er eitthvað sem BR þarf að laga og það strax. Finnst líka skrýtið hvað BR virðist hafa litla trúa á Coates og gefa honum fá tækifæri.

    Frábært ef við náum 5. eða 6. sætinu þetta tímabil og gerum síðan alvarlega atlögu að top 4 á næsta ári. Spennandi tímar framundun. Bíð spenntur eftir næsta leik.

    Tek líka undir með því sem áður hefur komið fram hér að við eigum að reyna að vera jákvæð vera málefnaleg á þessari síðu. Allt of mikið af skítkasti og niðurrifsstarfemi inn á milli hérna. Við eigum að styðja okkar lið í gegnum súrt og sætt. Ekki missa okkur í volæði, neikvæðni og skítköstum þegar illa gengur. Við þurfum alls ekki á slíku að halda.

  60. Ég ætla að reyna að vera ekki of neikvæður eða svartsýnn, en ég held að FSG verði að sýna smá lit núna í janúar til þess einfaldlega að halda bestu og reyndustu mönnunum áfram. Ég ætla ekki að mála skrattann á vegginn og fullyrða að Suarez, Reina, Skrtel og Agger fari allir í sumar, en manni sýnist að það sé ákveðin óánægja innan hópsins með innkaupastefnu FSG. Gerrard hefur tjáð sig nokkuð afdráttarlaust um að það þurfi 2-3 toppmenn í liðið – og að þeir megi svo sannarlega vera komnir yfir 24 ára aldurinn. Ég hugsa að orð fyrirliðans endurspegli stemninguna og umræðuna í hópnum nokkuð vel – án þess að ég viti neitt um það. Gerrard pressar mjög á að fá Sneijder og það væri að mínu mati frábært útspil hjá FSG að klára það mál. Myndi sýna að þeir meina bissness – og róa bæði leik- og stuðningsmenn. En það hlýtur að teljast ólíklegt því það stríðir gegn öllum prinsippum FSG. En maður má halda í vonina í 10 daga í viðbót.

  61. Sæl….

    Eftir að hafa lesið yfir kommentin hér held ég að það sé best að ég verið bara alltaf með rauðvín í vinnunni. Ég er svo gríðarlega hjátrúarfull ég er búin að fara yfir allan gærdaginn og festa niður það sem ég verð að gera aftur næsta leikdag. Ef ég verð drukkin í vinnunni gæti ég misst vinnuna því ég vinn í apóteki og það er ekki vel tekið í það að maður sé drukkin…en ég gæti unnið fyrst og drukkið svo mitt rauðvín og svo í lok leiktíðar færi ég bara á Vog….ég ætla að hugsa aðeins um þetta og finna góða lausn kannski er nóg að ég sé bara í hvítum slopp….Leggjum höfðin í bleyti og finnum lausn á þessum lúxusvanda….

    YNWA
    Þangað til næst

  62. Getum við ekki skipt á Carroll og Diame og Jarvis? Fáum 2 góða leikmenn frá Westham sem eru metnir á ca. 18 held ég samtals. Diame er sennilega að fara frá þeim hvort eð er og át okkar leikmenn í síðasta leik. Jarvis vængmaður var einhvern tímann orðaður við okkur og var keyptur á 10 frá Wolves fyrir þetta tímabil. Big Sam eignast Carroll og miðað við fótboltann sem hann spilar þá er Carroll (þegar heill) að fara verða óstöðvandi.

    Big Sam er reyndar aldrei að fara taka þessu því hann er með Carroll hvort eð er út tímabilið en það er spurning hvort ekki mætti samt hringja í hann. Mætti jafnvel henda inn Assaidi í kaupbæti.

  63. Inter Milan outcast Wesley Sneijder wants to join Liverpool.

    The Daily Star Sunday says he Reds are ready to sell Sebastian Coates to help fund their pursuit of the Dutch master.

    Newcastle United want Uruguay centre-back Coates, 22, a ­­ £7million signing from Nacional 18 months ago.

    In negotiations for Sneijder, Liverpool have admitted they would need to move players out before they could bring him in.

    Inter Milan’s Dutch midfielder is still stalling on an £8m transfer to Galatasaray in Turkey, because his preference is to sign for a top Premier League club.

  64. Er þetta ekki bara breska pressan uppá sitt besta. Hann virðist farinn til Gala. Hugsar greinilega bara um seðilinn og því ekki velkominn á Anfield.

  65. Jóhann #72

    Má þá ekki segja það sama með John Henry og co.
    Þeir hugsa bara um seðilinn og því ekki velkomnir á Anfield 🙂

  66. Miðað við fréttir af samningi Sneijder við Galatasaray þá er hann að fá 100 þúsund pund í vasann eftir skatta. Það er 40% skattur í Bretlandi og sennilega er hátekjuskattur upp á 50%.

    Svo að til að fá sambærileg laun hjá okkur miðað við lægra skattþrepið værum við að tala um 165 þúsund pund væru launin hans hjá LFC, það hærra þá 200 þúsund. Sem væri þá það mesta sem við erum að greiða.

    Aldrei séns, er á því að Liverpool hafi bara verið tæki fyrir Sneijder til að hækka tilboð Tyrkjanna. En þá það. Annan í staðinn bara!

  67. Af hverju Hrópaði Río Ferdinand ekki á dómarann að dæma víti þegar boltinn fór í hendina á honum í leiknum í dag!!! svindlari!!!

  68. Hef lesið að Gerrard og Rodgers hafi ekki verið alveg sáttir við kaupstefnu fsg nú kemur þetta bara upp á sama tíma og Alonso neitaði að skrifa undir nýjan samning hjá Real Madrid getur verið að Alonso hafi viljað koma aftur til Liverpool en eigendurnir hafi ekki viljað hann sökum aldurs,ef svo er þá hafa þessir kanar ekki hundsvit á fótbolta.?

  69. Ég held að aldrei þessu vant séu menn opnir fyrir dýrum mönnum sem ég rökstyð með því að LFC er nýbúið að losna við Cole og Sahin. Sturridge er jú að koma í staðinn fyrir Carrol.
    Ég er hinsvegar ekkert sérstaklega spenntur fyrir Sneider og myndi aldrei sprengja bankann fyrir hann, en ef Steve G segir að Sneider bæti liðið, þá lyfti ég augabrúnum. Mig minnir nefnilega að Steve G og Carrager hafi róið því öllum árum, á sínum tíma, að fá Joe nokkurn Cole ….

    En, ég sé ekki að við höfum misst af einhverjum enn, sem gæti bætt liðið þannig að ég er sultu slakur yfir þessu.

  70. Þá er bara að hækka tilboð okkar í Coutiniho, eða hvað han heitir ungi Brassinn hjá Inter. Það vantar fleiri Brassa og Þjóðverja í þetta Liverpool lið. Tveir að hvoru þjóðerni er algjört must til þess að við verðum samkeppnishæfir toppliðunum. 🙂

  71. Það er nú fokið í flest skjól ef LFC getur ekki boðið betur en lið í tyrklandi..( kaupverð og laun ).. en ég sé á wikipedia að það er 35 % max income taxrate. Því held ég að þetta hafi ekki verið spurning um peninga heldur meistaradeildarbolta. En Kommon.. skiptir CL svona miklu ?? Gala er aldrei að fara langt í þessu og í EPL ertu að fara etja kappi við MÖRG frábær lið.. ekki beint hægt að segja það sama í Turkey.. að vísu er kebabinn örugglega góður !

  72. Það er nú fokið í flest skjól ef LFC getur ekki boðið betur en lið í
    tyrklandi..( kaupverð og laun )..

    Samkvæmt Echo ofl. miðlum fékk Sneijder 100.000 pund á viku eftir skatta.

    Til þess að jafna það tilboð hefði Liverpool þurft að bjóða um 166 þpund á viku, sem hefði gert hann að langlaunahæstaleikmanni liðsins. Einhverjum ~35% hærri en Gerrard, ef þær tölur sem maður hefur heyrt eru réttar.

    Vilja menn í alvöru bjóða honum þann pakka, 28 ára gömlum og spilað frekar lítið s.l. 2 ár vegna meiðsla og vandamála við stjórnendur Inter. Eða eru menn bara að finna enn eitt tilefnið til þess að vera fúlir á móti ?

    Gala bauð 3,5 árs samning, sem er eitthvað sem menn á þessum aldri horfa líka á, þetta er í raun síðasti stóri samingurinn hans á ferlinum. Að bjóða WS 166 þpund á viku í 3,5 ár er nú bara pakki uppá rúmar 30 milljónir sterlingspunda, án tillits til kaupverðs og launatengdra gjalda.

    Við erum ennþá í þynnkunni eftir fögnuðinn þegar við losnuðum við þá bakkabræður, Cole og AA. Og Cole kom frítt og var á talsvert lægri launum.

    Umboðsmaður hans lak því út að næsta ákvörðun hans myndi ekki vera tekinn m.t.t. peninga. Afhverju halda menn að hann hafi svo endað í Tyrklandi ? Hvað með aðra klúbba, Juve, Napoli, A. Madrid, Malaga, Arsenal, Liverpool, Tottenham, City, Utd, Chelsea osfrv. ?

    Hann er búin að vinna alla titla sem hann getur unnið, hvað félagslið varðar ásamt því að komast í úrslitaleik HM. Hann er einfaldlega saddur og þessi ákvörðun rennir stoðum undir það. Ef að hann væri ennþá hungraður og að peningarnir væru ekki málið þá fyrir það fyrsta hefði Utd klárað þennan deal í fyrra. Víst að það klikkaði þá hefði einhver annar stór klúbbur á Englandi eða Spáni klárað þetta fyrir janúar lok. Hann fór einfaldlega til hæstbjóðanda og spilar nú restina af “hátindinum”, að því gefnu að hann hafi ekki toppað nú þegar, í Tyrklandi. Menn meiga alveg taka strútinn á þetta, en hann valdi peningana.

  73. Fyrst að Sneijder valdi Gala er hann ekki maður í okkar lið.
    Eftir að hafa séð Coutinho sýna listir sínar á youtube í ódýrum effectum við lélega tónlist þá líst mér mun betur á hann sem kost. Blóðþyrstur Sneijder á 100k á viku hefði verið geggjað en ef blóðþorstinn er ekki nema í peninga þá er mér alveg sama um hann. Coutinho var að skora mörk og leggja upp í ítölsku og spænsku deildinni 18 og 19 ára svo að mér líst bara vel á drenginn. Ef hann kemur 20 ára til liðsins og fær spilatíma og handleiðslu hjá Rodgers þá er þetta leikmaður sem á að geta þroskast og bætt sig mikið.
    Vona bara að Rodgers standi við loforðið og sé að velja mann með rétt hugarfar.

  74. Liverpool hefur bara ekkert að gera við Hollenska prímdonnu sem hefur spilað mjög takmarkaðan fótbolta undanfarin ár og borga honum tæp 150-200þ/p á viku, hann er margbúin að sýna það að hann er alveg góður í fótbolta en fyrir svona laun er hann alls ekki boðlegur, það eru mun fleiri fiskar í sjónum sem eru falir fyrir töluvert lægri upphæðir en þetta. Verum rólegir.

    Ég spyr líka, höfum við eitthvað við WS að gera með alla þessa ungu og hungruðu menn í hópnum okkar í dag, það er ekki eins og miðjan hafi verið að spila illa undanfarnar vikur eða mánuði, ég er mun frekar til í að gefa þessu strákum spilatíma til að þroskast og verða betri á meðan þeir eru að spila svona fanta vel eins og þeir hafa verið að gera í undanförnum leikjum.

    Mjög fegin að WS fór til Galatasaray. Við vorum ekki að missa af neinu!

Liðið gegn Norwich

Coutinho líklega á leiðinni