West Ham 2 – Liverpool 3

Taktu þátt í jólaleik Merkjavara og Kop.is. Verðlaunin eru ferð á Liverpool-leik! Sjá nánar hér!

Okkar menn fóru á Upton Park í dag og unnu glæsilegan 2-3 sigur á sterku West Ham liði, sem að vann Chelsea um síðustu helgi.

Rodgers stillti þessu upp svona í byrjun.

Reina

Johnson – Skrtel – Agger – Enrique

Lucas – Allen – Gerrard

Sterling – Shelvey – Downing

Á bekknum: Jones, Cole, Henderson, Coates, Carragher, Suso, Morgan

Enrique meiddist hins vegar fljótt í leiknum og Joe Cole kom inná fyrir hann (og Downing fór þá í bakvörðinn).

Ég skrifaði það fyrir Tottenham leikinn að það væri komið að því að eiga virkilega góð úrslit. Úrslit, sem koma manni hressilega á óvart. Þessi úrslit í dag voru akkúrat þannig úrslit.

Liverpool byrjaði frábærlega og var mun sterkara liðið. Okkar besti maður Glen Johnson var mikil ógn og eftir nokkra mínútna leik skoraði hann stórglæsilegt mark með skoti fyrir utan teig. Okkar menn héldu áfram að pressa, en smám saman virtust okkar menn bara hætta að spila. Enrique fór útaf fyrir Cole eftir um hálftíma og West Ham menn tóku öll völd á vellinum. Þeir pressuðu stanslaust og þegar okkar menn fengu boltann þá voru reyndar skyndisóknir, sem enduðu allar fljótt. Í stað þess að róa leikinn niður þá voru okkar menn alltaf að flýta sér þegar þeir fengu boltann.

Það fór svo að West Ham skoruðu tvö mörk með stuttu millibili. Fyrst fengu þeir vítaspyrnu þegar að boltanum var skotið í höndina á Joe Allen. Og svo komust þeir yfir þegar að Steven Gerrard skoraði klaufalegt sjálfsmark með skalla.

Það sem eftir lifði hálfleiks og fyrstu 20 mínúturnar í seinni hálfleiknum þá var West Ham einfaldlega miklu sterkara liðið á vellinum. Mig minnir að fyrstu 20 mínúturnar í seinni hafi þeir verið með 60% af boltanum. Þeir sköpuðu sér engin dauðafæri, en þeir voru einfaldlega miklu betri og okkar menn virkuðu gríðarlega þreyttir og á köflum var ég helst að velta því fyrir mér hvort við myndum ná að hanga á 1-2 tapi.

Þegar um 20 mínútur voru búnar af seinni byrjuðu okkar menn þó að koma sér inní leikinn. Sterling átti gott skot og Shelvey góðan skalla. Svo kom á tveggja mínútna tímabili tvær skiptingar sem skiptu máli. Lucas fór útaf fyrir Henderson og hjá West Ham þurfti þeirra besti maður, Diame, að fara útaf vegna meiðsla.

Aðeins nokkrum mínútum seinna voru LFC búnir að jafna. Sonur minn, sem var að leika sér við hliðiná mér, fór að hágráta þegar ég öskraði ósjálfrátt þegar sá stórkostlegi atburður gerðist að Joe Cole skoraði mark. Hann hafði verið afleitur í leiknum, en Joe Cole er góður fótboltamaður og hann kláraði færið sitt eftir góða sendingu frá Sterling.

Aðeins þremur mínútum seinna þá kom svo sigurmarkið þegar að Jordan Henderson lék upp kantinn, gaf hættulega sendingu fyrir á Jonjo Shelvey, en varnarmaður West Ham fór í boltann, sem fór í markið. 2-3 fyrir Liverpool.

Það sem eftir lifði leiks voru West Ham meira með boltann, en sköpuðu sér engin hættuleg færi og Jonjo Shelvey átti í raun að fá víti þegar hann var sparkaður niður eftir frábæran einleik.

Niðurstaðan einstaklega sætur útisigur gegn feita Sam og sterku West Ham liði. Ég hef sennilega ekki verið jafn ótrúlega glaður eftir neinn leik í vetur. Frábær karakter hjá okkar mönnum að vinna leikinn eftir að hafa lent undir og það með Joe Cole og tvo táninga í framlínunni.

Maður leiksins Það var margt jákvætt í þessum leik. Vörnin fékk á sig tvö mörk, sem er aldrei gott og þeir áttu oft í erfiðleikum með West Ham menn og svo var miðjan okkar að mínu mati slöpp í leiknum og West Ham voru betri þar alveg þangað til Diame fór útaf. Frammi var Sterling ágætur og Joe Cole skoraði eitt mikilvægasta mark þessa tímabils, en var að öðru leyti slappur. Shelvey fannst mér leysa sitt erfiða hlutverk ágætlega og hann hefði með smá heppni geta skorað eða allavegana fengið víti. Í bakvörðunum voru svo Downing (sem mér fannst redda nokkrum sinnum ágætlega) og svo okkar besti maður í dag, Glen Johnson. Hann hefur oft á tíðum verið frábær í vetur og hann var það aftur í dag. Gríðarlega ógnandi og skoraði auk þess frábært mark.

Ég hugsaði það fyrir leik (og ég held að ég hafi heyrt það í Anfield Wrap) að þessi leikur gæti orðið algjör lykilleikur á þessu tímabili. Ef við hefðum tapað þá gætum við gleymt öllum vonum um Meistaradeildina.

En með þessum sigri líta hlutirnir allt í einu miklu betur út. Evrópudeildin er búin í bili og við getum einbeitt okkur að deildinni. Við erum jú bara í 10.sæti, en núna erum við bara FJÓRUM stigum frá fjórða sætinu þar sem að sitja saman Everton, Tottenham og WBA. Sjö stigum frá þriðja sætinu. Og næstu leikir eru Aston Villa heima, Fulham heima, Stoke úti, QPR úti og Sunderland úti. Þetta eru 5 leikir, sem við eigum að geta unnið. Svo er kominn 13.janúar þegar að við förum á Old Trafford og þá vonandi verður liðið orðið sterkara.

Liverpool liðið hefur núna unnið ÞRJÁ leiki í röð. Ég man ekki hvenær það gerðist síðast. Þessir þrír leikir og þessir næstu fimm eru gríðarlega mikilvægir og með áframhaldandi sigurgöngu í desember, þá höfum við loksins ástæður til að vera bjartsýn. Ég er allavegana glaður Liverpool aðdáandi í dag.

89 Comments

  1. Ekki slökkva aftur á sjónvarpinu í hálfleik, strákar og stelpur 🙂 Sigur fyrir knattspyrnuna 🙂 Til hamingju púllarar 🙂 🙂

  2. Trúi ekki mínum eigin augum… Comeback hjá Liverpool og það á móti Big Fat Sam!!! Ljúfara gerist það ekki. Snilldin ein!

  3. Frábær karakter og virkilega gott að skora þrjú mörk án Suarez!

    Spáið í það, öll mörk okkar í dag koma frá mönnum sem að hófu sinn leikmannaferil hjá….West Ham.

    Virkilega gott að rífa sig svona upp á rassinum síðustu 20 mínúturnar!!!

  4. Djöfull var fallegt að fá 3 stig í hús, þetta er erfiður völlur heim að sækja en okkur tókst að skora 3 mörk án Suarez og það er eitthvað sem ég skil ekki.
    Joe Cole, Glen Johnson og Jonjo Shelvey allir frá West Ham sáu um sitt gamla lið.

    Til hamingju með þetta drengir og stúlkur.

  5. Massive! Hvað var þetta mikilvægt, 4 stig í 4sætið, leikjaprógrammið framundan er hagstætt, Suarez mætir grimmur í næsta leik.. maður má leyfa sér bjartsýni núna og það rúmlega!

  6. Jæja þetta er víst ekki búið fyrr en dómarinn flautar og lélegir leikmenn geta víst eitthvað eftir allt saman.

    Gríðarlega ánægður með þessi 3 stig og vonandi að þetta fari að gefa mönnum aukið sjálfstraust í næstu leikjum.

  7. …og færðum okkur úr 12 sæti og tókum 10 sætið af… West Ham .. Takk takk : )

  8. 4 stig í 4.sæti!!! Út með þessa svartssýnispúka af síðunni. Jonjo, jonjo, jonjo, jonjo, jonjo, jonjo, jonjo Shelvey… já veit að þetta var sjálfsmark en who gives a shit. Frábær sigur.

  9. Stórkostlegur sigur en ennþá heldur dómgæslan í okkar leikjum að vera langt fyrir neðan ásættanleg.
    Ég bara trúði því ekki að Shelvey hafi ekki fengið þessa svo augljósu vítaspyrnu.
    Er þetta ákveðið hjá dómurum fyrirfram?

  10. Fannst líka nokkuð magnað að ekki hafi verið dæmt þegar Agger var tekin hálstaki inni í vítateig og keyrður niður. Loksins þegar Liverpool fær víti að þá verður sakamál höfðað í kjölfarið því það virðist þurfa að myrða einhvern til að svo verði.

  11. Snilld það var mikið að það datt eitthvað með okkur frábært mark hjá Cole vel tekið. Áttum nú reyndar að fá 2 víti í þessum leik.

  12. Meistardeildarsætið er upp for grabs.

    Ef Henry og Co ættla ekki að nýta þetta tækifæri og kaupa eitthvað allavega semi-almennilegt þá er eitthvað að.

  13. Gríðarlega gott comeback hjá okkar mönnum. Best fannst mér þegar lýsandi SkySports sagði á 75. mínútu: “Liverpool haven’t scored in the last 15 minutes of any match in the Premier League this season”. Og hvað gerðist í framhaldinu? tvö mörk á þremur mínútum! Það mætti halda að þetta hafi verið Liverpool að bíta Karma í rassinn.
    Sammála mönnum með vítaspyrnuna sem Shelvey átti að fá. En sáu menn ekki aðdragandann? Hann var búinn að sóla helming West Ham liðsins áður en hann var svo straujaður… Messi hefði verið stoltur af þessum sprett.

  14. Ég verð að viðurkenna að ég var mjög svartsýnn eftir að Gerrard skoraði sjálfsmarkið enda ekki góðar líkur á að liðið myndi skora 2 mörk í viðbót án Suarez en liðið kom til baka og uppskar eftir því.
    Þannig að ég held að ég haldi kjafti á meðan að leikurinn er í gangi 🙂

    Gríðarlega mikilvægur sigur í hús en vonandi halda menn sér á jörðinni og svo vil ég sjá Sterling skrifa undir samning fyrst að hann varð 18 ára í dag.

  15. Skrambi fínt. LFC að lifa það af á fá sig “the-captain-was-here-not” sjálfsmark, soldið hart víti en sennilega rétt og svo semi-Fergusonskan viðbótartíma í lokin. Lentum auk þess í því að missa Jose Enrique af velli eftir 25 mín og þá setti hann….wait for it….. Joe Cole inná…skipting sem leit svona sem-illa út á þeim tímapunkti.

    Það réði sennilega miklu þegar besti maður West Ham meiddist (heitir hann ekki Diaby?) en það þurfti samt að sækja og fá þessi mörk. Kraftur í Bubbles í dag og þeir ekki Al-Allardískir, a.m.k. ekki West Ham Wanderers neitt.

    Já og cole er betri en messi…

  16. Það þarf að gefa Sterling lýsi, hann tapar öllum návígjum. Skil samt ekki þessa líkamsárás sem hann varð fyrir. Gult?!? Sætt að vinna án þess að fá aðstoð frá dómaranum. Núna kemur Suarez og við verðum að halda áfram að vinna þessi “minni” lið og koma okkur í þægilega stöðu. Það er allt opið í þessari deild!

  17. Hrikalega stór 3 stig í dag. Liverpool er og verður þetta tímabil í mótun og svona dagar gætu verið hrikalega mikilvægir fyrir sjálfstraust og móral leikmanna. Tveir sigrar í röð núna í fyrsta skipti í guð má vita hvað langan tíma, það má byggja ofan á það.

    Frammistaðan var léleg fannst mér lengst af í leiknum en þegar Diame fór af velli var West Ham sprungið enda búnir að leggja mikið í leikinn og þetta var góður endasprettur hjá Liverpool aldrei þessu vant. Liverpool þarf að gera þetta svo miklu oftar á næstu mánuðum, koma til baka og vinna leiki.

    Seinni hálfleikur var reyndar eins og hann væri spilaður í opposite world en það er auðvitað eitt af því sem gerir fótbolta svona skemmtilegan. Henderson kom inná fyrir Lucas og breytti leiknum. Joe Cole sem var ÁTAKANLEGA lélegur kom okkur aftur inn í leikinn með mjög góðu marki sem minnti hreinlega á…Joe Cole.

    Þriðja markið var síðan heppnis sjálfsmark og ég man ekki eftir slíku Liverpool í vil í nokkur ár. Að vinna Sam Allardyce með þessum hætti er næstum sætara en yfirspila þá og vinna þannig.

    Gömlu vandamálin eru samt átakanlega ennþá til staðar, það klikkar eiginlega allt sem getur klikkað í varnarleiknum og okkur er refsað fyrir nánast hver einustu mistök. Allen var gríðarlega óheppinn að fá dæmt á sig víti og Gerrard hlóð í sjálfsmark. Shelvey átti síðan að fá hrikalega augljóst víti og það þarf að fara gera meira mál úr öllum þessum atvikum sem við bara fáum ekki með okkur. Þetta einskorðast ekkert bara við brot á Suarez lengur. Eins gott að þetta réði ekki úrslitum í dag.

  18. Er ekki einhver hér sæmilega vel að sér í knattspyrnulögunum? Getur verið að það sé í þeim að ekki megi dæma Liverpool víti?

    Fínn sigur og meira en maður þorði að gera ráð fyrir miðað við hvernig leikurinn spilaðist á tímabili. Mér sýnist vera komin nokkur þreytumerki á mannskapinn og það er áhyggjuefni, enda þétt jólaprógramm framundan.

    Að lokum, mér blöskrar gjörsamlega ummæli manna hér á meðan leik stendur.

  19. Þetta var risastór sigur og einfaldlega frábært. Eftir tvo sigurleiki í röð þar sem liðið komast snemma yfir og hélt því var gríðarlega sterkt upp á karakterinn að koma til baka eftir að lenda undir og missa mann í meiðsli og alla liðsskipan í rugl. Taktík Rodgers var að svínvirka til að byrja með en meiðsli Enrique eyðilögðu allt skipulag. Svo gerðu West Ham nánast ekkert til að vinna þennan leik en fengu samt heppnisvíti (réttur dómur en algjör óheppni hjá Allen sem gat ekkert gert) og sjálfsmark gefins.

    Þá kom seinni hálfleikurinn og ég var nánast búinn að gefast upp eftir klukkutíma leik. En liðið sýndi mikinn karakter; Sterling lék illa en lagði frábærlega upp fyrir Cole; Cole var hörmulegur en kláraði sitt færi þegar á reyndi; Shelvey er enginn framherji en gerði það sem til þarf og bjó til sigurmarkið og átti að fá víti.

    Annars vil ég meina að sigurmarkið sýni okkur ágætlega hvað við þurfum í janúar. Suarez er milljón sinnum betri framherji en Shelvey en ef hann hefði verið í framlínunni í stað Shelvey hefðum við aldrei skorað sigurmarkið. Suarez er þannig týpa að hann hefði verið kominn til Henderson að bjóða sig og fá boltann, í stað þess að vera í potinu inná markteig. Shelvey spilaði þetta eins og gamaldags senter og það er akkúrat það sem okkur vantar.

    Einhvern eins og Daniel Sturridge sem ég verð að viðurkenna að mér líst betur og betur á eftir því sem ég hugsa meira um hann. Ekki af því að hann er á sama leveli og Suarez heldur af því að hann er potari á allan þann hátt sem Suarez er ekki.

    Allavega, eins og menn segja hér að ofan er ótrúlegt, ÓTRÚLEGT að vera bara 4 stigum frá Meistaradeildarsæti á þessum tímapunkti og eftir gengið í upphafi tímabils. Nú er skyndilega séns á að nálgast þá baráttu enn frekar fyrir áramót og ef FSG sjá ekki tækifærið og styðja rækilega við bakið á Rodgers í janúar vantar nokkrar skrúfur í þá.

    Skyndilega er ég bara ótrúlega sáttur við tímabilið. Unnum Evrópuriðilinn, fjórum stigum frá fjórða sæti, Lucas kominn inn og Suarez kemur inn á ný í næsta leik, Borini og janúarglugginn nálgast og fleiri farnir að stíga upp og skora en Suarez. Rodgers hefur gert mistök inn á milli í haust en að vera á þessum stað með þetta lið á þessum tímapunkti er afrek.

    Ég hlakka til næsta leiks.

  20. Hvernig gerðist þetta? Við náðum að vinna án Suarez á útivelli eftir að lenda undir með tveimur mörkum á seinustu 15 mínútunum. Við höfum ekki skorað þegar að það eru 15 mínútur eftir af leik á leiktíðinni og höfum ekki unnið leik eftir Europa League.

  21. Frábær sigur.

    Verð svo að nefna það að þó enginn hafi nefnt það, Downing átti 2 ef ekki 3 rosalegar fyrirgjafir sem hefðu átt að enda með marki, hann stóð sig líka bara sæmilega í vörninni miðað við að hann sé kantari og fær hann hrós fyrir sinn leik. Ég hef alltof oft verið neikvæði gaurinn í sambandi við Downing og J.Cole og álit mitt á Cole breytist ekkert þótt hann skori núna 2 mörk í þremur leikjum, þessi maður á ekkert erindi í okkar byrjunarlið en kannski fínt að hafa hann sem varamann en ekkert meira en það.

    Í hálfleik bað ég um að lukkan myndi snúast okkur í hag, vonandi að ég hafi ekki orðið til þess að besti maður þeirra Diame meiddist en sjálfsmarkið ætla ég að eigna mér fyrir þessa ósk í hálfleik:)

    YNWA

  22. Ótrúlega mikilvægur sigur!! Enn von.. Það sem stendur upp úr hjá mér eftir þennan leik er hrikalega ömurleg dómgæsla. Tvö víti og hreint rautt á West Ham var bara stolið af okkar mönnum í dag. Það er ekki í lagi að taka menn hálstaki inn í teig og ræna þá þannig marktækifæri. Það er heldur ekki í lagi að fella menn inn í teig og komast upp með það – í því atviki reyndi Shelvey að standa í lappirnar hvað hann mátti en allt kom fyrir ekki og það bara átti að dæma víti og dómarax$%&%$XX$3 horfði þetta og veifaði svo bara höndum!! Síðan er ekkí lagi að taka bolta og mann í þessari röð ef þú leggur manninn í stór lífshættu um leið! –_–
    En alveg magnað að landa sigri í þessum leik og það skipti heldur ekki máli þó dómarinn hafi bætt við 7 mínútum í uppbótartíma í leik sem nákvæmlega var ekki með neinar tafir.

    YNWA

  23. Af hverju skrifaru “feita Sam”? Ég skil ekki hverju það bætir við.

  24. Smá hugleiðing varðandi þriðja markið ef það er ekki skráð á Shelvey er þetta ekki þá Henderson sem skorar, þrumuskot á ramman. Amk þá fékk Van Persie mark skráð í dag eftir að skot hans fór í varnarvegginn og inn.

  25. Kæru félagar,

    eins og ég sagði í síðustu ummælum erum við að upplifa upphafið á nýju “ERA” með stórum stöfum. Eina sem við þurfum að einbeita okkar andlegu Lfc tilveru er að vera þolinmóðir. Gamli andinn er að vakna!!!

    YNWA

  26. frábært comback og flottur sigur !!
    varðandi vítin þá held ég að liverpool hafi seinast fengið víti á móti chelsea á síðasta tímabili þar sem downing skaut í óvin flestra liverpool manna stöngina en jonjo átti klárlega að fá víti dag.

  27. Eat that haters… Frábær 3 stig í sarpinn á hrikalega erfiðum útivelli ! Og runan heitir 3-0-0 Allt í lagi að vera sáttur poolari í dag 🙂 Áttum þetta svo sannarlega inni.

    Brendan Rodgers !

  28. Þetta kom skemmtilega a ovart, er mjog glaðut með þessi þrju stig og klarlefa sterkustu þrju stig sem okkar menn hafa nað i í vetur.

    Nuna er dauðafæri a að halda þeaau runni afram og eg vil sja það i byrjun januar að rodhera verdi valinn stjori desember manaðar og a sama tima krota walcott og demba ba undir samninga við okkur og ja meistaradeildin verður okkar a næsta seasoni og ekkert kjaftæði.

    Er virkilega glaður i dag með allt saman nema manchester slaginn, hefði city skorað fimmta markið væri eg liklega enn að fa það yfir þeaaum degi. En aðalatriðið eru okkar þrju stig og ja eg verd kampakatur i kvold og næstu daga

  29. Frábær sigur í þessum 6 stiga leik!

    Yndislegt að sjá Feita Sam liggja í sætinu með tyggjóið þegar við komumst yfir 2-3.

    Síðasta víti sem við fengum var þegar John Rush féll inn í teig á móti Leeds árið 1982.

    En þá er það staðfest að þessi vítastífla dómarana er ekki eingöngu bundin við Suarez. Það á greinilega ekki að gera Liverpool neina greiða, hver svo sem ástæðan er!

  30. Flottur karakter hjá liðinu í dag þó að sumir leikmanna okkar hafi leikið undir pari, þar á meðal Herra Fantastic.

    Verðum betri með hverjum leiknum sem Lucas kemst í betra stand!

    Vonandi taka kanarnir upp veskið og kaupa striker í janúar.

  31. Hann Gerrard okkar er nú búinn að vera, getur ekkert lengur og skorar meira í markið okkar en hjá andstæðingum okkar! Finnst mér hann Henderson nú miklu betri! Mistök að hafa ekki selt hann Gerrard fyrir nokkrum árum, hann hefur ekkert getað í tæp 8 ár!

  32. Það sem stendur uppur i dag er eigilega nohel quashie sem var gestur i messunni i dag, hann var spurður hvort shelvey atti að fa viti og hanm sagði never, hvernig ma það vera að hann sagði að þetta hefði aldrei verið viti?

    Mer fannst þetta eins augljost viti og þau geta orðið og i raun jafn augljost og þegar suarez atti að fa vitið fegn norwich.

    Svona i þokkabot þa var buið að mökkbrjota a shelvey þarna i upphafi lika þegar hann aneri varnarmanninn af ser og gaurinn helt bara utan um hann til að reyna að stoppa hann…

  33. Þessi sigur leggst afar vel í mig. Johnson finnst greinilega mjög vænt um endurkomu Lucas og nýtir sér það óspart. Það var mjög fyndið að sjá hann labba fram hjá vinstri bakverði WH trekk í trekk fyrstu 20 mín en þegar Downing lenti nokkrum sinnum 1á1 við sama bakvörð gerðist ekkert!

    Held að Kristján Atli hafi hitt naglann svolítið á höfuðið með það hvað vantar í Janúar og ég held að lítil markaskorun okkar liggi einmitt í því að við erum með Suarez einan á toppnum. Sem þýðir að það er nánast aldrei neinn gammur í teiknum að bíða eftir potinu. Því jú… Suarez er yfirleitt sá sem er að hnoðast með boltann í teignum. Ég veit ekki hvort Rodgers er tilbúinn að breyta einhverju í leikskipulaginu en ég myndi þiggja að sjá tveggja manna sóknarlínu, ef ekki, hafa þá Suarez í holunni að fá boltann rétt fyri utan teiginn.

    4 stig í fjórða sæti á þessum tímapunkti er að mínu mati snilld, 2 stig í Arsenal og möguleiki á góðu runni framundan. Hamra járnið meðan það er heitt!!!

  34. 4 STIGUM FRÁ 4. SÆTINU. Við eigum Chelskí,Everton,Tottenham,WBA,Swansea,Stoke sem eru fyrir ofan okkur eftir heima. Og liðin sem koma rétt á eftir okkur West Ham, Norwich, og Fulham eigum við líka eftir heima. Hef sterka trú á því að við séum að koma bakdyramegin inn á ballið. Þetta var gríðarlega mikilvægur sigur og ég veit að Suarez mun koma dýrvitlaus í næsta leik kæru vinir.

  35. Frábærir 3 punktar og liðið er allt í einu farið að anda ofaní hálsmálið á liðunum sem eru að slást um CL sætið.

    Ef að liðið nær svo 12-13 stigum úr næstu 5 leikjum verður útlitið mun bjartara og liðið yrði þá sennilega komið í bullandi baráttu um CL sæti. Eins og Einar bendir á í skýrslu sinni þá eru næstu 5 leikir á móti baráttu liðum sem eru þekkt fyrir það að vera í miðjumóðu og eru til alls líkleg, það er óskhyggja og bjartsýniskast í besta falli að halda það að framundan séu auðveldir 15 punktar, þetta verða alltsaman hörku leikir, ég er engu að síður bjartsýnn á framhaldið.

    Að lokum vil ég svo óska Einari til hamingju með að fá að skrifa loksins skýrslu við sigurleik :), var farin að halda að það hvíldu álög á kappanum.

  36. Shelvey fannst mér vera frábær í false 9 stöðunni og ég hreinlega saknaði Suárez ekki neitt í dag og held að hann hafi gott af smá hvíld. Einnig finnst mér Henderson alltaf verða betri leikmaður með hverjum leiknum. En annars var þetta góður sigur hjá okkar mönnum og vonandi heldur þetta svona áfram.

  37. 43#
    Sammála, ég fékk hland fyrir hjartað þegar ég sá EOE á vaktinni í þessum erfiða útileik en ég stend fastur á því sem ég sagði um daginn að núna kemur gott rönn hjá okkur. Tíminn vinnur með okkur, svo framarlega sem meiðslin setja ekki of mikið strik í reikninginn.

  38. Frábær sigur en mikið rosalega er fyrirliðinn okkar orðinn hægur, tekur alltaf 2-3 snertingar á boltan og hægir á öllum sóknum.. það væri gaman að versla eins og einn flottan miðjumann í glugganum ásamt topp striker.

  39. Frábært, æðislegt, stórkostlegt. Átti engan veginn von á sigri í dag, varla jafntefli meira að segja en Rodgers er að ná ótrúlega miklu út úr þessum hóp.

  40. Glæsilegur sigur, vorum mjög slappir á köflum, en sýndum gríðalegann karakter á erfiðum útivelli!

    Svo finnst mér “heppin” vera að detta meira með okkur undafarna leiki, skot inn en ekki út og svo framvegis. Sem boðar bara gott!
    Því meiri “heppni” því meira sjálfstraust fá okkar menn í sig og hafa meiri trú á liðinu.

    En já algjör snild, höldum áfram að taka þessi 3 stig.
    4 stig í meistaradeildarsæti.

  41. Meira:
    – Johnson var algjörlega frábær í dag. Sannarlega maður leiksins og þó markið hans hefði verið sláin út þá hefði hann samt verið maður leiksins.
    – Henderson fer bráðum að stimpla sig inn sem fastamaður í liðinu. Hlaupin hans upp völlinn eru mjög dýmæt og skapaði mark í dag (og næstum því í siðasta leik).

    Minna:
    – Allen hlýtur að hafa verið veikur í dag, átti slakan leik í rauðu treyjunni. Lét stíga sig út hvað eftir annað og var hægur og þungur (hélt ég ætti aldrei eftir að nota þessi lýsingarorð um hann). En það er víst bannað að væla eftir sigurleiki, líka út af dómurum.

    Ég væri til í að vita hvenær við komum með comeback síðast í deildarleik….allavega MJÖG langt síðan. Það er greinilega eitthvað að breytast til batnaðar á Anfield….and the first letter is Brendan!

  42. Sælir félagar

    Ég er helsáttur og og óskaplega glaður og þetta bætir upp mjög, mjög margt. Takk fyrir mig.

    Það er nú þannig

    YNWA

  43. Gerrard var flottur í dag, þvílikar skiptingar hjá honum 30-40 metra kantana á milli. Hann hefur ekki lengur þennan svaka sprengikraft sem hann hafði og hann er aðlagast því – hann gerði vel í dag.

  44. Sæl öll.

    Enn leikur sigurvíman um okkur Poolara í þriðja skiptið á einni viku eru okkar menn að vinna leiki og við sem erum svo vön að tapa að við hreinlega áttum okkur ekki á því sem er að gerast. EN TIL HAMINGJU ÖLL með þennan dásamlega, yndislega sæta sigur.

    Ég horfði á fréttir RÚV þar sem sagt var frá dísætum sigri Man.Utd. og súru tapi Tottenham en ekki orð um sigur okkar manna. Mig langaði mest að senda þeim póst og spyrja hvort Palli Magg væri Undt maður og vildi ekki vita að við værum að nálgast þá…ætla nú samt að kanna málið því það voru bara 3 leikir spilaðir í dag og sagt frá 2….maðkur í mysunni þarna held ég.

    En jólakúlurnar mínar hafa skilað 3 sigrum og með þessu áframhalda verða jól hjá mér allt árið.

    Í dag er sérstaklega gott að vera Liverpoolstuðningskona.

    YNWA

  45. Ef þetta var stórkostleg frammistaða þá þykir mér Snorrabúð vera orðin stekkur…

  46. Þetta var náttúrulega meira en rautt á hlandhausinn í WH fyrir árásina á Sterling

  47. Góður sigur á Hömrunum sem voru í banastuði um síðustu helgi og “urðuðu” Chelsea frekar létt. Þannig að þegar staðan var orðin 2-1 leist mér ekkert á blikuna en gott að sjá að liðið hafði Karakter. Eitt sem ég veit ekki hvort hafi skipt öllu máli en hann tók Lucas út af og eftir að Henderson kom inn á komu þessi tvö mörk sem skiptu máli að lokum. Jú að vísu fór Diame út af rétt á eftir Lucas og það kann að hafa breytt hlutunum en kannski er ég að lesa of djúpt í þetta.

    Ég er ánægður með stöðuna að öllu gefnu og vona að við náum núna góðu rönni um jólin. Ég er allavega búinn að setja nokkur stig á óskalistan og vona innilega að Sveinki lesi hvað mig langar í !

    YNWA!.

    p.s. bara minna á eina staðreynd. Ef þér hefði dottið í hug að slökkva á sjónvarpinu einn góðan maí dag 2005, þar sem liðið okkar var að tapa fyrir AC Mílan … þá hefðiru ekki ….. ERGÓ: Þú fokking slekkur ekkert á sjónvarpinu … AULI. Þú ert rauður alla leið!.

  48. Rodgers er að gera frabæra hluti með þennan hop, og að við seum að þessum stað i dag i deildinni er bara alveg faranlegt, mun betra en eg hafði oskað mer 4 stig i 4 sætið og desember að verða halfnaður…i januar faum við vonandi einhverja styrkingu og það mun vonandi gera gæfumunin.i næstu umferð mætast svo oll liðin að 4 sætinu innbyrðis svo þetta litur bara vel ut fyrir okkur, eg a bara eitt orð yfir þetta………… ÞVÍLIK-SNILLD

  49. @53 – ABS

    Þetta var ekki endilega stórkostleg frammistaða, en það er samt stórkostlegt að sýna karakter og klára svona leik.

    United spila oft í 70mínutur með buxurnar niðrá hælunum, taka svo 20 mínútur og klára leiki.

  50. Rosalega er þetta brot á Sterling ljótt þegar maður sér það aftur í endursýningu. Ég held að þetta sé taylor sem fer með takkana í magann á Sterling ! Hvernig það er hægt að reka ekki leikmann útaf fyrir svona árás skil ég bara ekki. Þýðir ekki að svekkja sig á því samt, SIGUR í dag 🙂 og núna er vika í næsta leik, ekki veitir af hvíld eftir að spila við svona lið, (semi stoke). Við skulum átta okkur á því að Liverpool var að spila á Ítalíu í miðri viku, en west ham búið að eiga viku til að undirbúa sig fyrir þennan leik. Bara sætara 🙂

  51. Þetta var skrítinn leikur. Liverpool frábærir fyrsta korterið síðan hörmulegir í klukkutíma og síðan góðir síðasta korterið. Verð að játa að mér leist ekkert á blikuna í hálfleik og ætlaði að slökkva á leiknum þetta var svo átakanlega dapurt. Auðvitað heldur maður áfram að horfa en best að sleppa að kommenta meðan á leik stendur. Ég verð massaneikvæður ef hlutirnir eru ekki að falla með liðinu.
    En hrikalega vantar meiri mannskap í liðið. Þetta var alveg á brauðfótum í dag en hafðist hjá liðinu sem er algjör snilld. Alveg merkilegt að þetta eru fyrstu mörk félagsins síðasta korterið á tímabilinu.
    Plís að það komi 2-3 leikmenn inn í janúar.

  52. Erfiðasti leikur desember mánaðar búinn. næstu leikir Villa (h), Fulham (h), Stoke (ú), QPR (ú), Sunderland (h). Verður gaman að sjá hvar Liverpool verður á töflunni eftir þessa leiki.

  53. Athyglisverð, Ewing teorían…má ekki sjá tölfræði um árangur án, ekki Suarez, heldur Gerrard?
    Mig minnir amk að betur hafi gengið í leikjum án hans undanfarin 2-3 ár….

  54. Gerrard
    “I thought their penalty was harsh. If
    your arm is out away from your body
    you can understand why referees
    give handball, but I thought Joe
    Allen’s arm was close to his body
    and there wasn’t much he could have
    really done.
    “I don’t think we would have got that
    decision if it had been down the
    other end but it doesn’t matter now.”

    Akkúrat það sem ég hugsaði þegar þeir fengu vítið! Skil vel þennan dóm en skil ekki af hverju í fjandanum LFC fær ALDREI víti! Þetta er rannsóknarefni ársins hjá Umferðarstofu ríkisins!

  55. Ég er nú ekki alveg sammála því að erfiðasti útleikur desember sé búinn. Stoke og QPR bíða og ekki hefur Stoke unnist í deild í mörg mörg ár þannig að það verður erfitt. QPR eru svo með nýjan þjálfara sem hefur iðulega gengið ágætlega á móti okkur og það kæmi mér ekki á óvart ef þeirra fyrsti sigur í deild kæmi gegn Liverpool, það er nánast skrifað í skýin….

    En vissulega er maður bjartsýnn og vonandi koma góð úrslit í þessum leikjum.

  56. Er eitthvað að frétta af meiðslum Enrique ? og ég er ósammála því að QPR leikurinn geti talist með erfiðari leikjum þarsem þeir eru búnnir að vera með hripleka vörn og fá á sig aðmeðaltali 2 mörk í leik.. suarez á eftir að leika sér að þeim

  57. Flottur útisigur okkar manna, og ekki spillir fyrir að fá sjaldséð comeback.
    Nú er bara að halda áfram á þessiri leið upp töfluna : )

  58. Sammála þeim sem segja að það sé augljóst hvað Liverpool vantar – það vantar framherja.

    Einhvern sem lúrir í og við teiginn og kann eitt og annað fyrir sér í markaskorun.

    Einhvern sem gleymir aldrei markaskónum frægu heima hjá sér.

    Einhvern sem getur breytt ómögulegu færi í mark.

    Ég veit að þið eruð allir/öll að hugsa það sama og ég – fyrst það er svo mikil lenska hjá liðum í dag að fá til sín gamlar hetjur, þá hef ég bara eitt að segja:

    Fowler heim !!

    Homer

  59. Einn af betri leikjum só far á þessu tímabili,, ótrulega kaflaskiptur en okkar menn náðu að klára dæmið þó þeir væri alveg úr takt á köflum. En verð nú að segja að hann Cole okkar er nú ekki svo slæmur miðað við allt, hann er búinn að vera að skora í þeim leikjum sem hann hefur fengið tækifæri í eða stoðsendingu, hann er að lesa leikinn vel á köflum og oft að gera það sem fáir í liðinu reina, það er að fá svona stungu sendingu innfyrir eins og í gær,,, væri gaman að sjá hann og Suarez spila saman, alveg til að gefa því combo séns. Vil lika hafa Shelvey framar, spilar vel þegar hann er ekki á miðjuni og sý gefandi boltan aftur fyrir sig,, núna vissi hann að hann átti að skora og hann var bara nokkuð í takt við það hlutverk.
    Nú er bara að taka næstu 5 leiki YNWA. 🙂

  60. Er enginn annar að furða sig á því afhverju suso er búinn að spila svona lítið uppá síðkastið, er hann kannski að jafna sig á smá meiðslum ? Ég hefði persónulega viljað fá hann inná í staðin fyrir Cole sem mér fannst eiga slæman leik fyrir utan þetta mark. Annars flottur sigur og vonandi er þetta það sem koma skal í jólamánuðinum.

  61. http://www.liverpool-kop.com/2010/11/lfc-without-gerrard-10-year-analysis-of.html

    55 sigrar og 18 jafntefli í þessum 95 leikjum sem Gerrard missti af á seinasta áratug, lítur út fyrir að liðið hafi alls ekki staðið sig svo illa án hans. Það er þó aldrei hægt að líta fram hjá því að hann vann nokkra titla fyrir okkur á sínum tíma og er einn af bestu leikmönnum í sögu Liverpool. En allt gaman tekur enda. Staðreyndin er sú að hann er orðinn 32 ára gamall og langt frá því að vera upp á sitt besta í dag.

    Þegar komið var fram í apríl á seinasta tímabili hafði Liverpool unnið 48% leikja þar sem Gerrard byrjaði ekki en þegar hann byrjaði unnu Liverpool aðeins 9%! Meiri tölfræði tengd Gerrard frá seinasta tímabili fyrir áhugasama: http://www.guardian.co.uk/football/blog/2012/apr/10/the-question-steven-gerrard-liverpool

    Ýmislegt áhugavert þarna, m.a. tæklingar og krossar sem versna þegar hann byrjar. Auðvitað nýr þjálfari á þessu tímabili með allt aðrar áherslur heldur en voru í fyrra þannig þessi tölufræði segir kannski ekki mikið. Væri gaman að sjá hvernig þessi sama tölfæði er eftir að Rodgers tók við. Gerrard er búinn að byrja alla deildarleiki á þessu tímabili held ég og það er búið að ganga svona ágætlega. Hann hefur samt ekki heillað mig á þessu tímabili (hvað þá á því seinasta), hefur misst allan hraða eins og við höfum öll séð en er þó reyndar kominn með nokkrar stoðsendingar og 2 mörk.

    Ég væri alveg til í að sjá hann á bekknum og prófa Henderson, Allen og Lucas í byrjunarliðinu. Hann myndi koma með kraft í liðið þegar hann kæmi inn af bekknum og gæti rifið upp liðið ef að illa gengur en því miður finnst mér hann ekki verðskulda byrjunarliðssæti miðað við frammistöðuna undanfarið. Það á enginn að vera heilagur, sama hvað hann heitir, og Steven Gerrard er engin undantekning.

  62. 71 Þorgeir

    Ef þú ætlar að slá fram slíkri tölfræði þá verður þú að koma með tölfræðina á móti líka. ss hvernig lítur þetta út með Gerrard innanborðs síðustu 10 árin.

    Þetta segir mér ekki neitt nema vera með samanburðartölur.

  63. Ég er ekki að “slá fram” þessari tölfræði, einungis að benda á þessa grein sem og greinina á Guardian en þar kemur fram t.d. að bæði sendinga- og possessionprósentan hækkar þegar Gerrard byrjar. Í kommenti nr. #63 er beðið um þessa tölfræði og ég kom henni til skila.

  64. Gaman að sjá að Henderson er að koma til og fá smá sjálfstraust. Downing er líka betri en enginn finnst mér. Þeir eru kannski ekki í framtíðarplönum Rodgers en það hefði verið afhroð að kasta þessum mönnum frá sér með miklu tapi held ég. Vandamálið er breiddin ekki mannskapurinn.
    Mín skoðun á janúar
    1) Markaskorari ( ég vil Andy fukking Carroll tilbaka ) myndi spara ca. 20 milljónir
    2) Framherji ( sennilega það sem vantar allra mest í liðið ) einhver sem hefur sjálfstraust og reynslu í að brjóta upp varnir andstæðingana. Sturridge er fínn en svo má líka skoða hvað er að gerast útfyrir landsteinana.
    3) Varnarmiðjumaður (flestum í liðinu finnst skemmtilegra að sækja heldur en að verjast) vill meina að þetta hafi kostað Dalglish meðal annars starfið.
    4) Vinstri bakvörður (segir sig sjálft) það er einn í liðinu og hann hefur ekki fullt traust frá þjálfaranum einu sinni.

    En Aston Villa heima í næsta leik. Það er góður möguleiki á 3 stigum. Villa er reyndar komið í einhvern 0-0 fíling og er að kreista stig til að hanga uppi. Þannig að þetta verður baráttuleikur. Maður verður bara að minnka hjá sér væntingarnar þannig að maður eipi ekki ef að illa fer.

  65. @74 Maðurinn verður meiddur næstu 3 mánuðina….. reyndar alveg eins og þegar við keyptum hann þannig að hann verður “spilahæfur” einhvern tímann í febrúar.

    Þessi leikmaður á ekkert erindi í þennan bolta sem okkar lið er að spila núna þar sem hann getur ekki tekið á móti bolta, gefið bolta eða drullað sér á rétta staði í boxinu sem leiðir til þess að hann skorar ekkert. Ef þessi maður ætlar einhvern tímann að verða stórstjarna þarf hann til að byrja með að hætta drekka og í öðru lagi að læra utanaf hvernig td Llorente hjá Athletic Bilbao hreyfir sig án bolta því Carroll virðist aldrei vita hvernig hann á að hreyfa sig í boxinu.

    Sá því fleygt fram á netinu að Liverpool væri að skoða Alfreð Finnboga….sé það ekki alveg fyrir mér að hann væri lausnin okkar en maður er alltaf sucker fyrir íslendingum.

  66. Mjög flott að Joe Cole hafi náð að skora. Hann hefur núna spilað 2 leiki með skömmu millibili og náð að skora 2 mörk og leggja upp eitt. Vona að hann fái fleiri leiki núna í kjölfarið til að koma sér í betra leikform. Umræðan um Cole hefur verið mjög ósanngjörn. Hann hefur verið að fá korter hér og þar með mánaðar millibili eða álíka. Það er ekki neinn leikmaður að fara að gera einhverjar rósir með þannig spilatíma. Það þurfa allir leikmenn að komast í leikæfingu og betra form til að ná að sýna sitt besta, líka Joe Cole. Það alveg ljóst að öll toppliðin í úrvalsdeildinni myndu geta notað Cole þegar hann er í góðu formi. Þetta er klassaleikmaður og hann gæti orðið ómetanlegur fyrir Liverpool ef hann fær tíma til að komast á skrið.

  67. Jahérna, 4 stigum frá 4. sætinu eftir jafnskelfilega byrjun og raun ber vitni. Er raunhæft að við verðum komnir á fullt í þann slag fyrir áramót? Leikjaplanið lofar góðu, svo mikið er víst!

    Vissulega vantar okkur gæði fram á við og breidd á heildina litið, en það má á köflum teljast ótrúlegt hvað BR nær að kreista út úr þessum þunnskipaða hópi. Við þurfum einn góðan potara með ríkt markanef; mann sem getur hirt upp molana sem hnjóta af borði Suárez. Það hvílir of mikið á hans herðum eins og er.

    Þó striker gerði ekkert annað (lítið að skapa þ.e., Suárez er svona þriggja manna maki í því hvort sem er), gæti mörkunum fjölgað verulega með þessu móti. Suárez gæti þá verið fyrir aftan, með kanthlutverk í bland o.s.frv. Möguleikunum myndi fjölga, sem kemur aftur inn á breiddina. Við erum að ná að ýta mun betur að aftan eftir að vörnin er komin með varnaglann í Lucasi. Maður fær ekki lengur hland fyrir hjartað í hvert skipti sem við töpum boltanum. Auk þess geta miðjumennirnir hugsað meira fram á við.

    Varðandi West Ham leikinn er ég annars sammála þeim sem sáu það góða í Joe Cole og Downing. Auðvitað eru þessir menn með núverandi sjálfstraust og leikform ekki að fara að gera miklar rósir á hæsta leveli í enska boltanum, en við vitum að þeir kunna báðir fótbolta. Það er þjálfarans að ná því út úr þeim.

  68. Leiðist þetta tal um 4. sætið, bæði meðal stuðningsmanna og þá sérstaklega leikmanna/þjálfara.

    Liðið var að vinna tvo leiki í röð í fyrsta skipti í tæplega eitt ár, held að eina einbeitingin ætti að vera á Aston Villa um næstu helgi og næsta leikmannaglugga.

  69. @75 Jebb því miður er Andy meiddur og líklega ekki að fara gera neinar rósir fyrir Westham og enn ólíklegra fyrir okkur. Held að hann hafi verið kosinn maður leiksins hjá þeim samt nánast undantekningarlaust þegar hann hefur spilað. Gaurinn er drullugóður þótt hann sé fyllibytta og meiðslapési.
    Ég styð alveg stjórann okkar en staðan er samt þessi held ég. Við erum komnir með eigendur sem eru ekki lengur að eyða peningum út um gluggann. Kaldur raunveruleiki frá því sem áður hefur verið. Þannig að það er mjög slow og sársaukafullur tími ef á að selja leikmenn sem fitta ekki fullkomnlega inn í hugmyndir nýs þjálfara og fá nýja inn.
    Er þá ekki betra að nota þá leikmenn sem maður hefur. 75% af liðunum í deildinni myndu örugglega glaðir hafa menn eins og Henderson, Downing og Carroll t.d. í sínum liðum. Sjáðu bara Westham sem var með Carlton Cole, Kevin Nolan, Mark Noble og Matt Taylor inn á hjá sér um helgina. Þessir menn voru í championship ekki fyrir löngu síðan.

    En ég er náttúrulega bara að segja mína skoðun. Það er alveg augljóst að það er verið að selja þessa stráka og Brendan ætlar að nota peningana í að kaupa sína eigin menn. En sjáum hvað setur…hver sigur er þokkalega sætur sigur eins og staðan er núna hehe.

  70. Heyr,heyr. 100% sammála þér Babu. Við megum ekki fara frammúr sjálfum okkur í væntingum. Það þykir ekki til tíðinda þó svo lið vinni tvo leiki í röð. Einbeitingin á að vera 100% á næsta verkefni, a.villa um næstu helgi og ég held að innanbúðar hjá Liverpool sé það raunin. Þó svo að sorprit slái öðru fram.

  71. Vill hérna formlega biðjast innilegrar afsökunnar, ég vildi aldrei særa neinn með skrifum mínum.

  72. Vonandi hefur Joe cole heilað fleiri lið með þessum framistöðum og við losnum við hann af launa skrá í jan og fáum einhvern betri á láni í staðinn það er allaveg mín von 🙂

  73. Vonandi fer Cole bara að skora um hverja helgi og loksins að skila einhverjum af þessum vikulaunum til baka til klúbbsins.

  74. er að horfa á fulham og newcastle leikinn og mér sýnist nú fulham liðið ekket vera “auðveldur” leikur.. mjög vel leikandi lið lið sem lætur boltan rúlla mjög vel á milli sín.. verður sennilega skemmtilegur leikur á milli LIVERPOOL vs fulham…

    YNWA

  75. Hvar er Barnaverndarstofa. Frábært hjá okkar mönnum og strákurinn kemst yfir þetta. Elska þetta lið á góðum degi. Betra en (ritskoðað af undirritaðum) Án gríns erum við 3 til 4 sæti þegar upptalning verður gert upp,

Liðið gegn West Ham

Kop.is Podcast #31