Udinese 0 Liverpool 1

Taktu þátt í jólaleik Merkjavara og Kop.is. Verðlaunin eru ferð á Liverpool-leik! Sjá nánar hér!

Svei mér þá, þetta hafðist bara. Liverpool fór í kvöld til Udine og vann Udinese 0-1 í frekar bragðdaufum leik. Það sem mestu máli skiptir þó er að hafa klárað dæmið og tryggt sigurinn í riðlinum.

Brendan Rodgers stillti upp eftirfarandi liði í kvöld:

Reina

Johnson – Skrtel – Carragher – Enrique

Henderson – Allen – Sahin

Suso – Suarez – Downing

Bekkur: Coates, Wisdom, Shelvey (inn f. Sahin), Sterling (inn f. Suso), Assaidi, Joe Cole.

Eins og fyrr sagði var leikurinn bragðdaufur og frá litlu að segja. Nuri Sahin fékk högg á nefið eftir 10 mínútur og náði ekki að stöðva blóðnasirnar þannig að Jonjo Shelvey kom inná fyrir hann á 12. mínútu. Eina mark leiksins kom á 23. mínútu þegar sofandaháttur í vörn Udinese leyfði Suso að taka fyrirgjöf niður á markteignum og rúlla út á vítapunktinn þar sem Jordan Henderson skoraði sitt fyrsta mark tímabilsins. Raheem Sterling kom inná fyrir Suso um miðjan seinni hálfleik, Liverpool var meira með boltann og í raun ekki í miklum vandræðum með þennan leik og þar við sat. Reyndar kom gamla kempan Di Natale inn í blálokin hjá Udinese og var næstum búinn að jafna á lokasekúndum leiksins en sem betur fer skaut hann yfir og sigur Liverpool því staðreynd.

Í hinum lokaleiknum unnu Young Boys sannfærandi 3-1 sigur á Anzhi Makachkala. Lokastaða riðilsins var því þessi:

Þrjú lið efst með 10 stig. Hvernig fáum við þá út þá niðurstöðu að Liverpool vinni riðilinn og Young Boys sitji eftir? Jú, þegar lið eru jöfn að stigum gilda innbyrðisviðureignirnar. Hér eru þrjú lið jöfn og því falla í raun allir leikir Udinese í riðlinum frá og aðeins gilda viðureignir milli Liverpool, Anzhi og Young Boys. Í þeim leikjum fékk Liverpool 7 stig, Anzhi 6 stig og Young Boys bara 4 stig. Þess vegna vinnur Liverpool riðilinn og Young Boys sitja eftir.

Það verður að segjast að ég er hæstánægður með þessa niðurstöðu. Það hefur verið þvílíkt bras á liðinu í þessum riðli og bæði ungir leikmenn og ungur stjóri verið að bíta af sér barnstennurnar í Evrópukeppni. Rodgers hefur notað leikmannahópinn gríðarlega mikið og hvílt lykilmenn óheyrilega mikið og einhvern veginn náði þetta samt alltaf að þumbast áfram í rétta átt. Það voru vonbrigði að tapa heima gegn Udinese og vonbrigði að missa síaðsta leik gegn Young Boys niður í jafntefli á lokamínútunum en í kvöld sýndi liðið karakter, hélt hreinu og innbyrti sigur þegar það þurfti á að halda. Slíkt byggir upp karakter og reynslu og gefur liðinu vonandi styrk.

Fram undan eru 32-liða úrslitin sem hefjast í febrúar. Dregið verður eftir tvær vikur, eða 20. desember, og þar verður Liverpool í efsta potti og forðast því öll stærstu liðin í næstu umferð. Einnig er sterkt að vera í þeim potti því þá á liðið seinni leik 32-liða úrslita á Anfield.

Allavega, þetta var flott. Knattspyrnan langt því frá eftirminnileg en verkið var klárað. Takk fyrir það, Brendan Rodgers og þið líka, strákar.

52 Comments

  1. úff hvað þetta var tæpt, hefði Di Natale hitt hann betur á lokasek leiksins þá værum við dottnir út.
    En þetta hafðist þrátt fyrir mjög leiðinlegan leik okkar manna.

  2. Flott úrslit í leik þar sem stóru nöfnin léku ekki vel. Henderson fannst mér bestur og vörnin hélt vel.

    Mjög sáttur að við verðum í pottinum fyrir 32ja liða úrslitin og vona að við verðum búin að fá leikmenn í þá baráttu á þeim tíma…

  3. Það er búist við -2 gráðum í helvíti kvöld. Kemur ekki á óvart fyrst að Di Natale klúðraði færinu á 94. mínútu!

  4. Náði seinni hálfleik og hann var allt í lagi, jafnræði með liðunum. Gott að Henderson kvittaði ekki fyrir markið sitt þarna í lokin með því að tapa boltanum. Flott úrslit, og við áfram í þessari keppni, ekkert að því.

  5. Frabær urslit og vørnin plus markvarsla er ad halda enn einum hreinum leiknum. Hvad segir gratkorinn tha? Reka BR?

    Virkilega skemmtilegt ad komast afram og thad eru spennandi timar framundan 🙂

    YNWA!

  6. Þetta var nú bara indælt. Labbaði um alla Kraká í snjókomu og kulda að leita að pöbb, endaði uppá hótelherbergi og náði síðasta korterinu í tölvunni og það var yndislegt að sjá stöðuna og hvernig þeir náðu að klára þetta – þrátt fyrir aulagang síðustu 10 sekúndurnar.

  7. Langt síðan við unnum leik án þess að spila neitt sérstaklega vel. Skemmtileg tilbreyting. Erfitt að velja mann leiksins en ég held ég vel Skrtel, var oft rétti maðurinn á réttum stað og bjargaði mörgum boltum.

    Vitiði hvenær drátturinn er?

  8. Góð úrslit og mjög jákvætt að liðið er komið áfram. Spilamennska liðsins vond lengst af og sóknarleikurinn venju samkvæmt skelfilegur. Hafa verður í huga að Udinese hafði ekki að neinu að keppa og voru afleitir og fannst mér að Liverpool hefði getað gengið á lagið-sérstaklega eftir að þeir urðu manni fleiri. Enn og aftur óskar maður þess að liðinu farnist vel í janúar og að kaup og sölur standist væntingar því djöfull er hundleiðinlegt að horfa á þetta. Vona líka að það fari að vaxa pungur á Brendan Rodgers því hann er afskaplega huglaus fram á við.

  9. Fínasta mark hjá Henderson. Hrikalega sáttur að liðið vann þennan leik. Alltof mörg vonbrigði á þessu tímabili en þetta eru mjög gleðileg úrslit. Langar virkilega að mæta Inter, Atletico, Lyon og öllum þessum liðum sem eftir er í keppninni. Miklu skemmtilegra að horfa á góðan evrópuleik heldur en Wigan.

  10. Það var svo langt í frá að Liverpool hafi verið lélegir í þessum leik. Þeir stjórnuðu honum frá fyrstu mínútu Udinese var ekkert að skapa sér nema þegar þeir áttu síðasta skotið. Liverpool var að skapa sér fín færi og markvörður Udinese varð stórkostlega skot frá Suarez.

  11. Það blasir við öllum þau vandamál sem liðið á við að glíma – stórbreytinga er þörf og það strax 2.sek frá því að falla úr leik – það átti að vera búið að loka þessum leið fyrir löngu – það er bara þannig.
    ynwa

  12. Skulum ekki gráta fín sigur ég er ánægður með BR þetta er allt að smella hjá honum þrátt fyrir þunnan hóp vonandi fær hann smá fjárhagslegan stuðning í jan 🙂 sætur sigur!

  13. Ansi fínt að klára þetta og vinna riðilinn. Vonandi gefur þetta liðinu aukinn kraft og við sjáum nokkra góða sigra fyrir áramótin.

  14. Var Suso ekki rangstæður þegar hann gaf á Henderson í markinu?

    Ekki það að við eigum alveg svona mörk inni eða c.a 50 þannig!

  15. Flottur sigur en ótrúlegt að klára þetta ekki miklu fyrr mv. færin sem við sköpuðum… Suarez, Shelvey, Suso o.fl. hefðu getað klára þetta í fyrri hálfleik…

  16. Stórfínt að vinna leikinn og riðilinn.
    Pirrandi að ná ekki að gera út um leikina. Það hefði getað kostað okkur áframhaldandi þátttöku í keppninni undir lok leiks.

    Við fáum svo Chelsea á leið okkar í úrslitaleikinn. Ef það er ekki skrifað í skýin – þá er ég páfinn!

  17. Ekkert nema jákvætt að hafa unnið riðilinn. Gáfum ungu mönnunum helling af spilatíma og ábyrgð í þessum tricky riðli. Við unnum hann og fáum líklega vel viðráðanleg lið í 32 og 16-liða úrslitum.

    Mikið djöfull væri steikt ef Liverpool myndi spila úrslitaleikinn gegn Chelsea-liði stýrðu af Rafael nokkrum Benitez. 🙂

    Who cares að spilamennskan hafi verið lala. Við ætluðum að gera allt til að ná sigri á erfiðum útivelli og það tókst. Það er það eina sem skiptir máli. Game on.

  18. bara algerlega frábært! Þvílíkt mikilvægir leikir fyrir ungu strákanna þannig að þetta er BARA jákvætt og skemmtilegt. Þetta var erfiður riðill og glæsilegt hjá þeim að vinna hann. Rosalega er gaman að fylgjast með liðinu eflast jafnt og þétt. Svo styttist í janúar-gluggann 🙂 In Brendan we trust!!

  19. Góður sigur :), en Suarez átti nú að gera betur þarna (þið vitið hvað ég er að tala um)

    Engu að síður erum við á toppinum í riðlinum og allt í góðum málum.

    Hlakka til leiksins um helgina 🙂

    YNWA!

  20. Það hefði verið svo týpískt Liverpool að fá á sig jöfnunarmark í lokin. Ætli álögin séu að dvína? Vindar breytinga?

  21. Atletico Madrid, Napoli, Inter, Lyon, Stuttgart, Lazio, Leverkusen, Dynamo Kiev, Zenit, Ajax og Benfica fyrir utan Spurs, Chelsea og Newcastle.

    Nú eru margir möguleikar á alvöru leikjum og það er ekki nokkur spurning að liðið okkar hefur mjög gott af því að vera áfram í keppninni. Ég er sammála Kristjáni Atla með skýrsluna. Leikurinn var skipulagður fyrst og síðast, nokkuð sem mér finnst ekkert nema þroskamerki undir Rodgers.

    Við vorum að “verjast með boltann” lungann úr seinni hálfleiknum og það var flott miðað við þá ungu og (gröðu) leikmenn sem voru þarna inná. Við áttum auðvitað að skora fleiri, Suso og Suarez (tvisvar) fengu færi til að klára en varnarleikur liðsins í heild virkilega góður.

    Svo – bara gaman, fá nú einhvern góðan drátt í 32ja liða úrslitum, komast áfram þar og fá alvöru leiki. Þegar dregið verður 20.desember verðum við pottþétt í efsta styrkleikaflokki…ef svoleiðis er raðað upp?

  22. Ég er maður orða minna og stend við orð mín, eins og ég hef margoft sagt : VIÐ VINNUM ÞESSA KEPPNI.

  23. Enrique og Henderson menn leiksins, finnst Enrique hafa bætt sig rosalega undanfarna leiki og er farinn að leika eins og alvöru leikmaður, er að festa sig í sessi sem vinstri bakvörður nr 1.
    Svo er bara að klára leikinn á sunnudaginn en eftir öllu þá verður það skita langt upp á bak, sjáum til, kannski brjóta þeir hefðina.

  24. Enrique er ekki bara að festa sig í sessi sem vinstri bakvörður nr 1. heldur er hann líklega með þeim fyrstu á blað eins og hann er að spila þessa dagana. Ég get ekki annað en verið sáttur með að liðið sé komið í 32 liða úrslit og 7 stigum frá 3. sætinu miðað við allt sem á undan hefur gengið.

  25. 3 Heitar fréttir á twitter að tröllríða öllu núna!!!!!!!!!!!!!

    1.Fluginu hjá okkar mönnum er í einhverju Tæknilegu Deley og sögum ber ekki saman um hvort þeir hafi verið farnir á stað og þurft að snúa við, eða séu bara að bíða út í vél vegna technical problem!!!

    2.Sahin virðist vera nefbrotinn……………

    3. Sterling skrifar undir á morgun, eða lau…………..

    Twitter
    @ragnarsson10

  26. Lukkan með Liverpool í þessum leik og komin tími til, bara drullu ánægður með þetta en það vantar eitthvað uppá leik minna manna, þeir virðast eiga erfitt með að skora og oft á tíðum er gefið á þrældekkaðann mann þegar er til betri kostur = rangar ákvarðanir, en þetta hlýtur að fara að koma, andsssssss, hafi það 🙂

  27. Margt mjög gott við þetta. Menn tóku áhættu með liðskipan í þessum leikjum, og liðið fór áfram. Ungu strákarnir fengu að spila, sumir að skora o.s.frv. Þannig að menn hjá LFC geta staðið upp úr þessu verkefni og verið ánægðir með sig og hvern annan.

    Það sem stendur upp úr eftir gærkvöldið: Liverpool var með bakið upp við vegg, og náði í úrslitin sem þurfti.

  28. Á þessari mynd sést gegn hvaða liðum Liverpool getur dregist, þ.e. lið sem eru skyggð með bláu. Af þessum “bláu” getur Liverpool ekki dregist gegn Anzhi (saman í riðli) né Tottenham og Newcastle (sama landsknattspyrnusamband). Liverpool getur heldur ekki dregist gegn Cheal$ki (verða í sama flokki). Liðin eru því Atlético Madrid, Mönchengladbach, Stuttgart, Napoli, Basel, Inter, Sparta Prague, Leverkusen, Levante, Zenit, BATE, Dynamo Kyiv og Ajax.

    Væri ekki gaman að lenda á móti Mönchengladbach þar sem þessi lið háðu marga hildi hér áður fyrr?

    Annars verður að segjast að þessi keppni er mjög sterk.

  29. Flottur leikur.

    Gaman að sjá Henderson skora og spila svona vel.

    Hann mun koma til.

    Ganga frá samning við Sterling strax!!!!!!!!!!

  30. Mestu vinaklúbbar Liverpool af þessum lista eru líklega Mönchengladbach og Ajax. Væri gaman að fá annaðhvort þessara liða. Samband Liverpool og A. Madríd er líklega að mestu dáið 🙂

  31. Maður er að lesa um það að Ferguson ætli að reyna að krækja í Sterling í janúar.
    Vona að það sé ekki satt. Því það væri ansi freystandi fyrir strákinn unga enda Ferguson einn sá færasti þegar kemur að því að móta knattspyrnumenn.

  32. Mætti ekki bara bjóða þessum Di Natale samning í janúar? Finnst vanta potara sem getur komið inná seinasta hálftímann í leikjum þegar allir í liðinu eru búnir að brenna af dauðafæri.

  33. no.34 Krummi, það slúður er tekið af goal.com, sem er mjög léleg og vafasöm heimild, samt tekur mbl.is þetta upp og setur á síðuna hjá sér. Heimur versnandi fer, það virðist vera alveg sama hvaðan heimildir koma, bara nóg ef það er hægt að slá einhverju fram, einhverju nógu krassandi. Ég missi ekki svefn yfir æsifrétt frá goal.com, hvað þá þegar mbl.is apar þetta eftir þeim = lágkúrufréttamennska.

  34. ég horfi á alla leiki okkar manna, en í alvöru er ekki betra að leifa einhverjum kjúkkling að spreita sig frekar en að hafa downing þarna?

  35. Nr. 36
    Krafan hér á landi virðist vera orðin ansi keimlík þessum mest örvæntingafullu slúður síðum, slá einhverju fram sem er líklegt til að fá “smelli” Krafan um heimildir er stundum svo lítil að stundum er meira að segja vitnað í The S*n!

  36. Nú er Owen að taka undir með Ferguson um að hann sé meiðslapési vegna þess að Liverpool spilaði honum of mikið þegar hann var Yngri. Bjáni. Vonandi hefur þetta ekki áhrif á Sterling.

  37. Ási, Enrique minnir mig bara á þann Enrique sem við keyptum. Hann lenti í smá lægð, en er nú risinn upp og það er m.a.s. mjög gaman að horfa á hann vaða upp kantinn, ótrúlega fljótur kallinn 🙂 Við keyptum bakvörð, en fengum vængmann í kaupbæti ! ! 🙂

  38. Ætli þessir erfiðleikar Enrique í haust + man management Rodgers hafi komið honum á þetta flug sem hann er á núna? Vonandi bara að það endist út tímabilið og mörg í viðbót. Mér finnst þetta sýna ákveðinn karakter hjá gæjanum og líklega hefur Rodgers gert honum ljóst að hann væri að berjast fyrir lífi sínu hjá félaginu og hann fengi tækifærin og þyrfti að nýta þau. Vildi að það væri hægt að segja það sama um Stewart Downing. Hann virðist voðalega ragur og slappur eitthvað. Hef í sjálfu sér ekki áhyggjur af öðrum leikmönnum fyrir utan Cole og Carroll. Þegar þessir þrír eru farnir þá er frekar lítið deadwood af fullorðnum knattspyrnumönnum eftir (fyrst Enrique ákvað að lifna við).

  39. Nr. 39. Því miður er ekki hægt að verjast þeirri hugsun að Owen (og Ferguson) hafi rétt fyrir sér um álagið á sínum tíma. Owen segist hafa spilað um 80 leiki á ári sem ungur leikmaður. Fyrir 24 ára afmælisdaginn segist hann hafa spilað 316 alvöru fótboltaleiki fyrir félagið og landsliðið. Hver maður sér að svona leikjaálag er of mikið fyrir ungan leikmann og getur hugsanlega slegið illilega til baka seinna á ferlinum.

    Ferguson má segja til hróss að með því að passa vel upp á sína ungu spilara hefur hann náð fáránlega miklu út úr þeim. Giggs, Scholes, Beckham, Rio, Nevillarnir o.s.frv. Það lýsir góðri grunnþjálfun hvað þeir geta spilað lengi á þessum level. Hvað þetta varðar þýðir ekkert að stinga hausnum í sandinn þótt maður sé Púlari og hati Ferguson og allt hans hyski eins og pestina. Sjálfur spilaði ég undir lélegum þjálfara í yngri flokkunum og er enn að glíma við nárameiðsli og liðbandatognun 30 árum síðar.

    Auðvitað veit engin hvort Owen hefði enst lengur hefði honum verið hlíft en örugglega ekki skemur. Ekki þar fyrir að ég hef enga trú á að neitt svipað sé í spilunum með Sterling eða alla þessa frábæru ungu leikmenn sem LFC er að leiða fram í stórum stíl undir Brendan. Brendan er nútímaþjálfari sem veit hvað hann syngur í þessum efnum eins og fram kemur í hverju einasta viðtali þar sem þessi mál ber á góma. Leikmenn eru monitoraðir á allt annan hátt í dag en fyrir 15-20 árum þegar Owen var að koma upp og ég hef ekki minnstu áhyggjur af því að Sterling verði útjaskað eins og hverjum öðrum námahesti.

    Í guðsbænum ekki fara á taugum þótt eitthvað slúðurritið fabúleri einhverja þvælu um Sterling. Ef maður ætti að trúa rugli síðustu vikna er Suarez að fara til ManCity, Gerrard til Real Madrid, Reina til Athletico Madrid, auk þess að bendla Sterling við ManU, svo ég nefni eitthvað af spunanum sem er kastað fram til að fá einhverja sakleysingjann til að lesa eða horfa.

  40. Stendur til hliðar á síðunni að leikurinn sé á Boleyn Ground…..!

    Er það ekki þvættingur?

  41. Það er engin þvættingur því heimavöllur West Ham heitir Boleyn Ground en er í hverfinu(Bourogh) Upson Park.

  42. frábært að vinna þennan riðill og nu vil eg bara að okkar menn fari alla leið i þesari keppni, þessi keppni gefur lúmskt af seðlum og bikar er bikar.

    en mikið rosalega væri eg til i að hafa þennan gimstein ennþá i okkar liði
    http://www.youtube.com/watch?v=AvnbmfptdBA

    og her er eitt það svakalegasta mark sem gerrard hefur skorað fyrir okkur, þetta mark gegn southampton timabilið 2000 til 2001 er hreint ut sagt storkostlegt, eg man vel eftir þessu marki þegar hann skoraði það og man að boltinn mældist a 132 km hraða ef eg man rett sem þá var eitthvert met i ensku deildinni eða eitthvað alika
    http://www.youtube.com/watch?v=NVLhx26fyAY

  43. Fyrir áhugasama að þá var hinn eini og sanni Maggi að keppa í Útsvari í kvöld. Við viljum öll óska þér til hamingju með sigurinn!

  44. mu og LIVERPOOL hafa aldrei selt menn sín á milli og eru ekki að byrja á því núna.

  45. Hafi þið heyrt um hvort BR ætli að hafa Shelvey frammi eða leyfa yngri strákunum að prófa? (í leiknum á móti West-Ham á sunnudag)

    Shelvey stóð sig ágætlega frammi einhverjum leik fyrir stuttu. En viljum við frekar hafa adam morgan uppi?

    spái þessum leik 1-0 fyrir West-Ham, vona innilega að það verði ekki…

Liðið gegn Udinese

Hamrarnir í East End heimsóttir