WBA 1 Liverpool 2

Eins og flestir muna vann Liverpool eina dollu á síðustu leiktíð og sú titilvörn hófst í kvöld. Strákarnir okkar heimsóttu WBA á The Hawthorns í kvöld í þriðju umferð ensku Deildarbikarkeppninnar, rétt rúmlega mánuði eftir að aðalliðið steinlá 3-0 á sama velli í fyrstu umferð deildarinnar. Nánast allt aðalliðið frá því um síðustu helgi var hvílt algjörlega en það breytti engu því kornungt Liverpool-lið vann verðskuldaðan 1-2 sigur og tryggði sér farseðilinn í næstu umferð.

Brendan Rodgers var án Borini, Kelly, Lucas, Agger og Cole (meiðsli) og Shelvey (leikbann) og ákvað að hvíla restina af aðalliðinu. Byrjunarliðið var sem hér segir:

Jones

Wisdom – Coates – Carragher – Robinson

Downing – Henderson – Sahin – Assaidi

Pacheco – Yesil

Bekkur: Gulacsi, Sama, Wilson, Coady, Sterling, Suso (inn f. Pacheco), Sinclair (inn f. Yesil).

Meðalaldur þessa liðs: 23.6 ár. Meðalaldur varamanna: 18.7 ár. Sennilega yngsta lið og leikmannahópur sem Liverpool hefur nokkru sinni stillt upp. Og það án þess að unglingar eins og Morgan, Flanagan, Shelvey, Kelly og McLaughlin væru í hóp.

Eins og það væri ekki næg pressa á þessu kornunga liði byrjaði leikurinn hörmulega. Eftir þriggja mínútna leik voru heimamenn komnir yfir. Þá kom há fyrirgjöf frá vinstri inná teig þar sem Brad Jones kallaði á boltann, stökk upp til að sækja hann óáreittur en hélt honum ekki og Tamas sett’ann í autt markið. 1-0 fyrir heimamenn og ég verð að viðurkenna að mér leist verulega illa á blikuna hér.

Það tók liðið nokkrar mínútur að jafna sig og heimamenn hefðu hæglega getað bætt við öðru á næstu mínútum, fengu nokkur færi til þess. Eftir ca. 10 mínútur var Liverpool-liðið þó komið í gírinn og eftir það sáu West Brom-menn varla boltann það sem eftir lifði hálfleiks. Liverpool-liðið lék frábærlega, hélt boltanum og pressaði og það var bara skortur á ógn uppi við vítateig andstæðinganna sem hélt þessu jöfnu í hálfleik.

Einmitt, jöfnunarmarkið. Það var ekki síður klaufalegt hjá Ben Foster sem lét fast en viðráðanlegt langskot frá Nuri Sahin leka undir hendur sínar og í markið.

Staðan 1-1 í hálfleik og okkar menn áttu vart minna skilið eftir flottan hálfleik.

Eftir hlé jafnaðist þetta aðeins, leikurinn einkenndist af stöðubaráttu og stöku hálffærum án þess þó að annað hvort liðið næði yfirhöndinni. Liverpool voru meira með boltann og pressuðu stöðugt en West Brom voru skeinuhættir hinum megin, og þá sérstaklega þegar Lukaku komst maður á mann gegn Carragher sem réði illa við hann í kvöld.

Á 80. mínútu var brotið blað í sögu Liverpool FC þegar Suso og Jerome Sinclair komu inná fyrir Yesil og Pacheco. Sinclair þessi er uppalinn hjá WBA, kom til Liverpool fyrir áramót og er í dag 16 ára og 6 daga, eða 244 dögum yngri en Jack Robinson var vorið 2010 þegar hann varð yngsti leikmaður í sögu klúbbsins. Nú á Sinclair þann titil.

Sinclair kom þó lítið við sögu mínútu síðar í sigurmarkinu en félagi hans af bekknum, Suso, lék þar stórt hlutverk. Eftir stutt og flott spil á miðjunni barst boltinn inná Suso sem hafði pláss til að sækja upp miðjuna að vörninni. Hann dró til sín tvo menn, sendi boltann út á Assaidi á kantinum sem sendi hann strax fyrir markið þar sem Sahin var mættur og vann leikinn fyrir strákana!

MAÐUR LEIKSINS: Fyrst það neikvæða: Brad Jones gerði hörmuleg mistök strax í upphafi en hélt hreinu það sem eftir lifði, en það verður að segjast að hann gerði sér enga greiða í kvöld. Stewart Downing heldur áfram að vera vandræðalega bitlaus, sérstaklega með fullt af skeinuhættum unglingum í kringum sig og Assaidi á hinum kantinum en sá er ógnandi og áræðinn á alla þá vegu sem Downing skortir. Pacheco var ekki með í fyrri hálfleik en vann sig betur inn í þeim seinni og Yesil barðist vel en mátti lítið við margnum og ógnaði lítið.

Allir aðrir voru góðir. Vörnin var mjög góð, einna helst í vandræðum þegar hinn aldni Carragher lenti einn á móti Lukaku en hann stóðst nú yfirleitt áhlaupið þótt enginn afgangur væri af því. Assaidi var sem fyrr segir frábær á vinstri kantinum og innkoma Suso undirstrikaði enn frekar að hann á bjarta og mikla framtíð fyrir sér hjá Liverpool.

Lykillinn að þessum sigri var þó á miðjunni. Þeir Jordan Henderson og Nuri Sahin voru frábærir í kvöld, stýrðu öllu spili og áttu miðjuna frá upphafi til enda. Þetta var gríðarlega jákvætt hjá þeim báðum og hreinlega erfitt fyrir Rodgers að velja hvor þeirra tekur stöðu Jonjo Shelvey um helgina.

Minn maður leiksins er þó klárlega Nuri Sahin sem áorkaði það umfram Henderson að skora bæði mörk liðsins í kvöld. Hér sýndi hann okkur hvers vegna Rodgers var svona ákafur í að fá hann, hér minnti hann mig á miðjukónginn sem ég sá hjá Dortmund fyrir tæpum tveimur árum. Meira af þessu, Nuri.

Það er orðið ljóst að liðið mætir Swansea á Anfield í næstu umferð í október. Ég hlakka til að sjá meira af ungu strákunum í þeim leik og mér finnst við hæfi að The Kop fái að klappa fyrir þeim eftir kvöldið í kvöld. Einnig grunar mig lúmskt að Rodgers bíði óþreyjufullur eftir þeim leik.

Þetta var mjög jákvætt. Ég vona að aðalliðsmennirnir heima hafi verið að horfa. Meira af þessu um helgina, takk!

89 Comments

  1. FRÁBÆRT!!!!!

    Hef ekki verið jafn glaður síðan við unnum þennan bikar á Wembley í vor held ég bara.

    Meira þegar skýrslan er komin!!!

  2. Eins og í leiknum á móti Young boys. Gaman að horfa á guttana og Carra 🙂 Skemmtilegir og efnilegir leikmenn, líka Carra 🙂

    Glæsilegt

  3. Eins og menn vita þá verður kjúklingasallat ekki búið til úr kjúklingaskít. Það verður sko búið til úr kjúllum. Sallatgerðin er hafin gott fólk.

  4. Flottur leikur!!
    Ef við tökum það úr jöfnunni að einhver hafi skorað 2 mörk fyrir Liverpool, þá finnst mér að Coates hafi verið maður leiksins, hann átti allt sem hann vildi eiga og einnig Brad Jones sem gerði vissulega mistök snemma en kom til baka eftir það og hreinlega briilleraði í öllu sem hann tók sér fyrir hendur. Langt síðan ég hef séð markmannn í Liverpool treyju standa sig svona vel.

  5. Þessi spilamennska var kynæsandi, verð ég að segja. Yndislegt að horfa á.

  6. já, fínasta skemmtun. Assaidi algjör höfuðverkur fyrir bakvörðinn, mom ásamt Sahin í annars góðu liði

  7. Það virðist vera að varaliðið okkar vinni alla leiki sannfærandi á meðan aðalliðið okkar tapar og tapar. Spurning um að víxla þessu bara.

  8. Þetta lið á skilið Norwich í matinn næstu helgi. Nema greyið hann Downing mætti svo sem fá hvíld. Glæsilegt

  9. Assaidi og Yesil hrifu mig mjög mikið. Sahin var vissulega yfirburðamaður á vellinum ásamt Henderson og svei mér þá ef þessir guttar skapa bara ekki þá breidd sem við þurfum fyrir aðalliðið. Að vísu fylgir ákveðinn óstöðugleiki ungum aldri leikmanna. Ég velti hins vegar stöðu Adam Morgan fyrir mér, fyrst Sinclair var settur inn á. En gleðilegt fyrir hann, yngsti leikmaðurinn í sögu félagsins til að spila keppnisleik. Og hann virkar líka nokkuð spennandi á mig – eftir 2-3 ár.

  10. Besti leikur liðsins á tímabilinu…þvílík unun að horfa á þetta og undanfarinn á seinna markinu…..já sææææll…
    Ég held að BR sé í vandræðum núna……hvort á ég að láta þessa stráka spila næsta leik eða á ég að láta alla hina spila…hmm??

    Ég persónulega hefði verulega gaman að sjá hann stilla þessu liði upp í næsta leik en skipta út Pacheco og Downing fyrir Suarez og Suso…

    Þetta var æðislegur leikur og við eigum eftir að verða vitni af fleirri svona spilamennsku á leiktíðinni…. the season is on !! 😀

  11. Svona vil ég hafa liðið í næsta leik.

    Reina
    Wisdom Coates Skrtel Johnson
    Allen Sahin Henderson
    Suso Suarez Sterling

  12. Vá hvað þetta kom mér skemmtilega á óvart og mig hlakkar til að sjá leikmenn eins og Sahin og Assaidi þegar þeir verða komnir í toppleikform.
    Robinson var mjög góður í kvöld og í þessum strák eru miklir hæfileikar og ef hann helst heill þá er þetta okkar framtíðabakvörður.
    Hinum megin á vellinum stóð vaktina annar frábær strákur Wisdom og hann á framtíðina fyrir sér, en er hann ekki miðvörður að upplagi ?
    Assaidi var mjög góður en það dró vel af honum í seinni enda ekki í leikformi en það sást þarna að hann er gríðarlega leikinn með boltann.
    En það neikvæða við þennan leik var klárlega Downing greyjið sem að hlýtur að verða seldur í janúar.
    Maður leiksins að mínu mati er klárlega Nuri $ahin og mikið hlakkar mig til þegar hann verður í toppformi.

    Flottur leikur hjá strákunum og vonandi munu þeir halda áfram í þessari keppni.

  13. Sahin frábær, Assaidi mjög spennandi og Pacheco flottur (sama hvað menn segja), Coates og Carra mjög fínir. Flottur leikur.

  14. Munið að Coates er fastamaður í landsliði Uruguay sem er í 4. sæti heimslistans. Kvíði engu með að hann byrji um helgina. Virkar mikið betri og öruggari en t.d. Skrtel í sínum fyrstu leikjum með LFC.

    Annars er ég gríðarleg sáttur við sigurinn. WBA hefur byrjað vel og stillti upp sterku liði. Hefði í raun verið mjög ánægður með jafntefli.

    Downing var droppað um sl. helgi fyrir Suso. Í dag fékk Downing gullið tækifæri til að sanna sig. Sá er á útleið.

  15. Suso á eftir að verða Legend. Mark my words. Frábær leikur og allt hrós á Rodgers fyrir að hafa pung í að gefa ungu strákunum sénsinn.

  16. Stjóri sem setur 18 og 16 ára gutta inn á í stöðunni 1-1 og vinnur svo leikinn á skilið hrós, mikið hrós! Það var yndislegt að horfa á frammistöðu kjúklinganna sem eru margir hverjir nýskriðnir úr egginu. Núna þarf að fylgja þessu eftir með sigrum í deildinni og koma okkur á sæmilegan stað í deildinni og það þarf að byrja strax um helgina gegn Norwich.

  17. Mér líður svona eins og ég gæti giskað á að Arsenal aðdáanda hafi liðið fyrir nokkrum árum þegar kjúllarnir þeirra voru endalaust að rústa deildarbikarnum. Glæsileg frammistaða!

  18. Virkilega gaman að sjá þessa ungu stráka. Sahin allur að komast í gang fannst Assaidi líka standa sig vel í kvöld. Frábær innkoma hjá Suso hann er að verða supersub hjá okkur var líka með flotta innkomu um helgina og átti þátt í Gerrard markinu. Þetta er það jákvæðast við að vera með svona þunnan hóp þ.e. að fá loksins að sjá einhverja kjúklinga koma upp úr ungligastarfinu okkar.

  19. Í 20 kom meintum er búið að hrósa öllum nema downing, skemmtileg tilbreyting!

  20. Sahin og Henderson hafa nú leikið vel í síðustu tveim leikjum (sem þeir hafa spilað saman). Gæti það haft eitthvað að gera með að fyrirliði okkar hann Gerrard hefur verið víðsfjarri? Í fyrra gekk miðjuspilið oftar betur án hans.

  21. Ég elska þig æska (no pedo)… Gott að geta sagt af sannfæringu: framtíðin er okkar!! YNWA

  22. Jamie Carragher made his LFC debut when Sinclair was 4 months old.

  23. °Svo margir jákvæðir punktar við leikinn Sahin frábær Coates farinn að setja meiri pressu á aðal miðverðina, Assidi mjög sterkur tvímælaust maður sem vert er að fylgjast með.
    Svo er maður bara heillaður af strákum eins og Wisdom og Roberts (vinstri bakvörðurinn Jack r.,,) Souso kemur flottur inn.
    Sumar þetta upp er þetta bara jákvætt og allt strákar sem manni hlakkar bara til að sjá meira af.

  24. Æi getiði plís hætt þessum barnalegu kjúklingaskíts kommentum? 🙁
    Það er bara niðurlægjandi að vera herma eftir jafn geldum og útbrunnum þjálfara og Guðjón Þórðarson er.

    Annars fínn leikur og stórglæsileg spilamennska í seinna markinu. Eins og einhver sagði er maður ekki frá því að þetta unglingalið lúkki miklu meira eins og liðsheild en byrjunarlið Liverpool. Assaidi var bara flottur ásamt Sahin og Suso.

    Sahin með 2 mörk. Menn skora ekki nema skjóta á markið og taka áhættur. Ef lið spila eins og ein heild og af sjálfstrausti þá koma mörkin úr ótrúlegustu áttum. Það þarf ekki alltaf einhvern svaka 30+ marka Striker til að klára öll færi. Taki menn góð hlaup í teig, spila hratt og yfirvegað og gera hlutina rétt þá takast hlutirnir oftast á endanum. Auðvitað vantar okkur samt framherja sem getur spilað vel uppá topp svo Suarez geti færst aftar.

    Við verðum að vera þolinmóðir og bíða eftir að aðalliðið nái betur saman. Spái að það gerist með innkomu Sahin í liðið. Þessi sigur sýnir að við eigum að geta fengið 9 stig úr næstu 3 deildarleikjum og byrjað þetta season og endurreisn Brendan Rodgers fyrir alvöru.

    Koma svo. Áfram Liverpool.

  25. Leikskýrslan er komin inn.

    Varðandi umræðuna um næstu helgi þá er vert að minna á að okkur vantar Kelly, Agger, Shelvey og Borini úr síðasta byrjunarliði. Þar eru fjögur pláss sem þessir strákar geta tekið. Miðað við frammistöður í kvöld myndi ég búast við eftirfarandi:

    Wisdom inn fyrir Kelly.
    Coates inn fyrir Agger.
    Sahin inn fyrir Shelvey.
    Assaidi inn fyrir Borini.

    Og svo Suso, Robinson, Henderson, Downing og Carra á bekknum. Auk eins pjakks í viðbót og Gulacsi.

    Þannig að þessir strákar eru bara að fá fleiri sénsa þegar þeir spila svona vel.

  26. Spennandi tímar framundan hjá Lfc. Það er orðið langt síðan jafn margir unglingar komu inn í byrjunarliðið sem hafa valdið jafn miklum usla. Vonandi að við séum að fara að fá framtíðarbyrjunarliðsleikmenn úr þessum unglingum. Flottur leikur annars á móti sterku liði.

  27. Fannst Wisdom ekki spes í kvöld, missti boltan oft klaufalega og á hættulegum stöðum, en hefur virkað fínt á mig það sem ég hef séð. Suso er svo leikmaður sem ég er spenntastur fyrir, meira en Sterling meira að segja. Sjá hvernig hann fíflaði varnarmenn West Brom áður en hann lagði hann á Assaidi var sturlað!

    Annars voru allir fínir í dag nema Downing sem að drullaði rækilega uppá bak með því að ógna akkurat ekki neitt.

  28. gaman líka að sjá að þessir strákar MÆTA í teiginn sem er annað en mér finnst oft um aðalliðið. Frábær leikur hjá strákunum 🙂

  29. Reina

    Johnson - Coates - Skrtel - Downing

    Allen

    Henderson - Sahin

    Sterling Assaidi

    Suárez

    Subs: Jones, Wisdom, Robinson, Suso, Gerrard, Enrique, Yesil.

    Væri rosalega til í að sjá eitthvað álíka lið gegn Norwich á laugardaginn. Assaidi var algjörlega frábær í þessum leik, labbaði fram hjá mönnum án þess að svitna og á klárlega skilið alvöru séns. Coates er að verða stabílli með hverjum leiknum og meiðsli Agger eiga að þýða nokkrir alvöru sénsar fyrir hann líka. Henderson er búinn að stjórna miðjunni í þessum “auka” keppnum eins og hershöfðingi og þeir Sahin passa vel sem miðjupar að mínu mati. Í þessum eina leik sem að Rodgers hefur prófað Downing í bakverðinum var hann duglegur að koma upp í overlap og drengurinn er besti krossari liðsins, mér finnst hann einfaldlega ekki geta tekið menn á og því er kjörið að nýta hann í þessari stöðu þar sem að hann fær meira pláss í sóknum.
    Annars, flottur leikur hjá flestum í liðinu sem á að bitna á þeim fastamönnum sem hafa ekki verið að standa sig, sæti í byrjunarliði Liverpool á ekki að koma ódýrt!

  30. Kristján er Enrique ekki orðinn leikfær? Ég held það, ef svo er þá er Johnson að fara í hægri bak og José í þann vinstri.

  31. Frábært að vinna þennan leik sérstaklega eftir þessa ömurlegu byrjun en eftir þróun liðsins undanfarnar vikur kemur spilamennskan ekkert gríðarlega á óvart þó það sé auðvitað jákvætt að vinna leikinn og hvað þá koma til baka á útivelli.

    Brendan Rodgers er líklega búinn að setja allt á annan endan í unglingaliðum Liverpool og samkeppnin þar ætti að vera rosaleg um þessar mundir. Þeir sem standa sig fá séns í aðalliðinu og það er eitthvað sem er sjaldgæft í þessari deild. Þetta virðist ofsalega mikið líkjast strætókenningunni núna, maður bíður og bíður eftir bíl og þá koma tveir í einu. Við allavega biðum og biðum eftir efnilegum unglingi og fengurm svo heilt lið þegar hann loksins skilaði sér upp!

    Tökum Andre Wisdom sem dæmi en hann var mjög góður í dag, nautsterkur varnarlega og fínn sóknarlega. Hann ætti m.v. við spila tíma á undan honum að vera í liðinu þar sem verið var að hvíla Johnson, Kelly er meiddur, McLoughlin er meiddur og Flanagan er að ég held meiddur líka. Veit ekki hvernig röðin er á þessum strákum en Wisdom sem er ekki einu sinni hægri bakvörður sýndi í dag að hann getur alveg spilað á þessu leveli án þess að líta út eins og kjáni.

    Coates ætti núna að fá sénsinn í byrjunarliðinu eða ég vona það svo innilega (meðan Agger er meiddur). Var flottur varnarlega og er hættulegri en t.d. Andy Carroll sóknarlega (með skalla). Reyndar held ég að það sé mjög stutt þangað til Coates slái Skrtel úr liðinu.

    Sahin er greinilega að verða klár og með Shelvey í banni ætti hann að vera nokkuð öruggur í byrjunarliði í næsta leik. Suso kemur líklega inn fyrir Borini og sá virðist algjörlega klár í slaginn. Maður er búinn að heyra um þennan strák í 2 ár og það er frábært að sjá hann brjóta sér leið inn í hópinn. Jordan Henderson ætti auk þeirra að fara fá fleiri mínútur á næstunni í deildarleikjum.

    Eina sem var neikvætt fyrir utan mistökin í þessum marki var leikur Stewart Downing, er ég að misskilja hans framlag í dag eða var hann í alvöru svona lélegur? Var hann að vinna vel varnarlega og skila góðri vinnu taktískt eða? A.m.k. virðast allir kjúklingarnir mun betri en hann, með meira sjálfstraust og langa þetta meira.

    Pacheco var fínn í dag og kann greinilega mun betur við sig í þessu hlutverki fyrir aftan sóknarlínuna. Þessi strákur gæti alveg reynst meðal góðu liði í efstu deild á Spáni eða Englandi ágætlega. Frá Liverpool verður hann farinn í janúar.

    Yesil var síðan mjög duglegur og er spennandi leikmaður þó eðlilega ekki klár í þetta alveg strax. Það kemur svo ekkert á óvart að Rodgers hafi á fyrstu vikunum slegið metið yfir yngsta leikmann í sögu Liverpool og það sem meira er við skoruðum sigurmarkið með hann inná. Rétt rámar í það þegar við keyptum þennan strák frá WBA en ekkert heyrt um hann síðan. Raunar hélt ég að Jordan Ibe sem er á sama aldri væri miklu meira efni og nær aðalliði en hann.

    Með hverjum svona leiknum hjá unglingunum stækkar hópurinn. Eldri leikmenn (aðalliðsleikmenn) er síðan að koma til líka og læra betur og betur inn á kerfið sem er frábært. Gerrard var t.a.m. með betri mönnum í síðasta leik eftir að hafa verið nánast afskrifaður úr boltanum vikurnar á undan. Sahin og Assaidi eru að nálgast leikform. Shelvey og Henderson eru einnig vaxandi og báðir góðir á boltann.

    Gerrard skoraði um daginn, Sahin tvö í dag… m.ö.o. mörk frá miðju það er eitt jákvætt í viðbót.

    Þetta verður samt upp og niður hjá okkur líklega í ár. Vonum bara að næsti leikur kippi okkur ekki harkalega niður á jörðina.

  32. Fyrir utan þetta klaufalega klúður á þriðju mínútu var bara verulega gaman að horfa á þetta unga og skemmtilega lið sem klæddist rauðu í kvöld.

    Skemmtilegur valkvíði sem bíður B.R.

    Meira svona takk : )

  33. Loksins, loksins loksins eru ungu leikmennirnir að fá þá sénsa sem þeir hafa átt skilið. Undir stjórn Dalglish fannst mér þetta virkilega vanta! Ég skildi aldrei þetta þvílík unglingastarf sem við vorum að vinna en enginn þeirra fékk sénsinn þrátt fyrir skitu manna eins og Downing, Enrique og miðjunar oft á tíðum. Í dag er hinsvegar öldin önnur og þessi leikur sýnir mér af hverju ég mundi klífa fjöll fyrir BR þrátt fyrir vonbrigðis byrjun.

    Liverpool er í dag lið sem á að heilla unga leikmenn sem virkilega vilja standa sig. Í dag eiga allir ungir strákar að sjá að vilji þeir spila fyrir lið sem virkilega metur styrk þeirra þá geta þeir komið til Liverpool.

    En að leiknum sjálfum. Ég sá ekki fyrstu 10 þannig markið þeirra fór framhjá mér. Ég var hinsvegar gífurlega ánægður með spilamennskuna það sem ég sá. Við stjórnuðum leiknum eins og herforingjar og leyfðum þeim aldrei að fá neinn tíma á boltanum. Við gáfumst aldrei upp og sóttum af ákefð. Vorum vissulega heppnir með fyrsta markið en Liverpool á ekki inni smá heppni þá veit ég ekki hvað.

    Seinna markið var svo stór glæsilegt! Með svona áhlaupum munum við skapa mörg góð færi þegar líður á veturinn. En liðið allt í dag á heiður skilið þó Sahin fá fyrirsagnirnar. Það eitt og sér er mjög jákvætt.

    Fyrir leikinn gegn Norwich vill ég sé Wishdom koma inn fyrir Kelly, Sahin fyrir Shelvey, Assaidi fyrir Borini og Coates inn fyrir Agger. Basicly eins og Kristján Atli lagði þetta fram.

    Mér finnst samt mjög skrítin en góð tilfinning að finnast leiðinlegt að hafa ekki stað fyrir Suso í liðinu líka. Ástæðan fyrir því að það er skrítið er að Suso var ekki inni í myndinni fyrir nokkrum mánuðum en allt í einu vill maður sjá hann byrja hjá aðalliðinu. Þetta er fljótt að gerast.

  34. Sammála síðasta ræðumanni. Ef Downing ætlar að eiga séns í þetta lið á að gera úr honum vinstri bakvörð eins og var/er í myndinni hja Rodgers… Hann á eftir að blómstra þar

  35. Virkilega skemmtilegt.
    Guttarnir koma ekki inn í aðalliðið alveg strax (einn – tveir í einu) en þeir fá fullt af leikjum.

    Mín spá fyrir laugardag.
    Reina
    Wisdom Coates Skrtel Johnson
    Gerrard Allen Sahin
    Sterling Suarez Assaidi

    Treysi þessum vel fyrir góðum 3 stigum

    YNWA

  36. Það er virkilega góð tilfinning að sjá það að nú er “varaliðið” okkar byggt upp af ungum mönnum sem er verið að ala upp, ásamt þeim eldri sem er verið að koma í form í bland við þá sem eiga að kenna unglingunum. Alllt of oft hefur þetta lið verið notað til að leyfa útbrenndum mönnum á allt of háum launum sem eiga enga framtíð fyrir sér í LFC, til að sprikla í miklu áhugaleysi.
    Frábært.

  37. Mig grunar að þessi leikur hafi verið lagður upp með næsta leik mikið í huga. Sterling og Suso held ég að byrji báðir leikinn gegn Norwich fyrst þeir byrjuðu ekki þennan leik. Það er of mikið að láta þá spila of þétt en ef Suso var settur inná í hálfleik gegn United og ekki í byrjunarliði í næsta deildarbikarleik held ég að það sé vegna þess að hann er hugsaður í næsta deildarleik líka. Sterling er bara orðinn einn af byrjunarliðsmönnum Liverpool og hvíldur eins og Suarez, Gerrard o.fl.

    Sahin og Assaidi þurfa spilatíma og því eðlilegt að þeir spili þessa leiki. Assaidi ætti mjög fljótlega að fara byrja leiki en ég á von á að hann byrji á bekknum gegn Norwich. Eins held ég að Enrique, Robinson eða Downing byrji þann leik frekar heldur en Wisdom og Johnson fari í hægri bakvörðinn.
    Reina
    Johnson – Skrtel – Coates – Enrique
    Allen – Sahin
    Sterling – Gerrard – Suso
    Suarez.
    Myndi setja þetta svona upp m.v. hvernig þessi leikur var lagður upp.

  38. Töpum bara ekki leik þegar Carra byrjar, þannig er það bara. Vonandi fær hann að byrja eða koma inn á í deildinni svo við förum að vinna leiki.

  39. Áhugavert fact 🙂

    Steven Gerrard ?@Gerrard8FanPageJamie Carragher made his #LFC debut when @jeromeNo9 was 4 months old

  40. Sammála þessu byrjunarliði Babu #42. Grunar að Enrique hafi verið í stífri yfirferð á sínum málum meðan þessi leikur var í gangi og hann byrji næsta leik. Það grátlega er að hann mun aldrei vera jafn góður í sinni stöðu eins og Glen Johnson í öfugri stöðu. En vonum það besta… þetta er mjög spennandi byrjunarlið ef það verður svona!

  41. Hressandi kvöldstund og óvænt ánægja. Gerði mér ekki grein fyrir að þessir strákar væru komnir svona langt.

    Sammála Babu að Yesil er ekki alveg tilbúinn, en hann var kaldur og áræðinn og hefði hæglega getað skorað tvö mörk (átti að skora eitt). Það er ekki svo slakt af ótilbúnum unglingi.

    Sahin og Assaidi stjörnur kvöldsins, það ríkir einhver gæðaró yfir Sahin með boltann, sallarólegur og velur alltaf góðan kost. Mjög traustvekjandi, ekki síst þegar hann leggur fram mörk að auki. Maður í allt öðrum gæðaflokki en Henderson, sem er duglegur og viljugur, en langt frá því eins góður á boltann, bæði í móttökum og sendingum (og verður þess vegna líklega aldrei meira en varamaður hjá Rodgers).

    Assaidi var eiginlega eins og samanklippt YouTube myndband af sjálfum sér í kvöld. Alveg lygilegt hvað greyið hægri bakvörðurinn hjá WBA var illa farinn. Spennandi leikmaður, sérstaklega fyrir 3M.

    Mér fannst Pacheco fínn í þessum leik, skilaði góðri varnarvinnu og fann Yesil í stuttu samspili, þó það dygði ekki alveg til að skapa færi. En traustvekjandi samt. Suso er greinilega með snilldargen, en mér fannst við veikjast strax varnarlega eftir að þeir tveir unglingarnir komu inn á. Hugsa að það verði helsti höfuðverkur Suso næstu mánuðina, að finna rétta jafnvægið á milli varnarvinnslu og skapandi vinnu fram á við.

    Líst vel á Wisdom. Hugsaði um Micah Richards. Eini varnarmaðurinn sem átti eitthvað líkamlega í Lukako í kvöld, og ef hann er þannig 18 ára hlakka ég til að sjá hann eftir 1-2 ár og nokkur kíló af kjöti í viðbót.

    Spurningin með alla þessa gutt er auðvitað: Munu þeir ná að þroskast upp í stöðugleika, taktískt næmi og villulausan leik. Það kemur því miður ekki í ljós alveg strax en ljóst að þetta eru efnilegir strákar.

  42. Eftir stutt og flott spil á miðjunni barst boltinn inná Suso sem hafði pláss til að sækja upp miðjuna að vörninni. Hann dró til sín tvo menn, sendi boltann út á Assaidi á kantinum sem sendi hann strax fyrir markið þar sem Sahin var mættur og vann leikinn fyrir strákana!

    Afsakið, Kristján Atli. Mér finnst þetta ónákvæmt. Það var Coates sem leit upp og var miðvörður sem spilar fótbolta, bar boltann upp og gaf hann á Suso.

    Ég nefni þetta bara vegna þess að ég vona að það verði Coates sem leysi af Agger um helgina.

  43. Liðið i næsta leik.

    Reina- johnson-skrtel-coates-robinson
    Allenn-sahin-suzo
    Sterling-suarez-assaidi.

    Eg vil sja þetta svona en spai nu samt að Gerrard taki stoðu suzo eða assaidi..

    Annars frabært i kvold og virkilega gaman að sja þessa ungu drengi brillera.

    Nuna vantar bara einn ALVORU framherja sem skilar 20-30 morkum a seasoni til að gera hopinn drullu sterkan, ju kannski vinstri bakvorð i skiptum fyrir enrique. Það er skyndilega komin breidd i þennann þunna hop þegar við sjaum sterling, suzo, wisdom, robinson og svo assaidi alla vera að brillera.

    Og ja eg er ekkert litið spenntur fyrir suzo, er eg einn um að sja vott af xavi,iniesta i þessum dreng? Þvilikur kraftur i þessum dreng og frabært auga fyrir spili…

  44. Frábært lið í kvöld sem á framtíðina fyrir sér. Gaman að sjá Suso koma inná og með lykilsendingu í einni af sinni fyrstu snertingum.

    Ég held einfaldlega að Gerrard sé dragbíturinn í þessu liði.
    Vona að Rodgers hafi púng og taki hann úr liðinu fyrir næsta leik.

  45. Mér fannst mjög áhugavert að sjá seinna markið hjá okkar mönnum, það sýnir hversu einfalt það er í raun að skora mörk. Þegar Sahin sér að sendingin er að koma á Assaidi tekur hann hlaupið inn að markinu sem skilar sér í marki… mjög einfalt

  46. Það er ekki við hæfi að líta framhjá frammistöðu Coates.( var”rocksolid”)Byrjar klárlega inná um helgina.Suso virðist ætla að kom inn með sömu látum og Sterling ótrúlegur fótboltaheili sem drengurinn er með,það verður bara gaman að fylgjast með honum!

  47. Leikurinn gegn swansea er i lok oktober sa eg að eg held einhversstaðar aðan, 29 okt sa eg einhversstaðar minnir mig

  48. Hér er svífur jákvæður andi yfir vötnunum sem er helvíti góð tilbreyting. Mér finnst maður leiksins vera Brendan Rogers. Það vantar ekki götsið í þennan þjálfara þótt flest hafi gengið honum í mót upp á síðkastið. Þetta er alvöru gaur! Heldur áfram að vinna með sína heimspeki þótt æðri máttarvöld virðist staðráðin að gera honum lífið erfitt samanber ruglið í dómaranum um síðustu helgi.

    Í kvöld tók hann áhættu og allt gekk upp. Ég fann sæluhrollinn hríslast um mig að sjá þennan Aissidi tæta upp kantinn eins og Formúlu1 bíll. Sahin er klassi frá A-Ö og hæfileikarnir voru úti um allt á vellinum.

    Það sem heillar mig samt mest ef hvað vinnuframlag leikmanna er miklu meira núna en áður. Það er handbragð þjálfarans og því er Brendan minn maður í kvöld.

  49. Voru menn ekkert að horfa á S.Gerrard í síðasta deildarleik?

    Allt tal um að hann eigi ekki heima í byrjunarliði um helgina, hvað þá að maðurinn sé dragbítur – það er svona 4 árum of snemma á ferðinni!

  50. Fannst leikurinn enn jákvæðari en skýrslan, missti reyndar af fyrstu 35 mínútunum og var bara að sjá mörkin núna. Er sammála því að Jones gat hugsanlega beðið um brot en átti bara að éta boltann. Þetta mark þó alls ekki jafn slakt og t.d. mark Hearts á Anfield og það sem ég sá var Jones að standa sig afar vel. Hirti teiginn vel, sem skipti máli í þessu stubbaliði sem við höfðum í kvöld.

    Mér fannst vörnin í heild virka fín. Lukaku var afar ógnandi og grimmur og mér fannst bæði Carra og Coates lenda í vanda með hann sem þeir svo leystu. Wisdom lék sterkan varnarleik en átti erfiðara sóknarlega en Robinson var sá sem átti erfiðast varnarlega en var fínn sóknarlega. En þetta slapp allt vel til.

    Sahin og Henderson voru bestu menn liðsins, sammála vali á manni leiksins. Hins vegar er alveg klárt í mínum huga að Hendo er hörkuleikmaður og ekki síður finnst mér vera að koma í ljós ansi sterkur leiðtogafnykur af þessum strák. Takið eftir því hver það er sem argast í dómaranum þegar innköstin í lokin eru dæmd vitlaus og hver er mættur til að aðstoða félaga í vanda undir pressu. Sahin sýndi í kvöld hvað hann getur lagt til málanna, ég virkilega vona að hann og Gerrard verði fyrir framan Allen um helgina.

    Pacheco sýndi í seinni hálfleik um stund að þar fara miklir hæfileikar í fótum, vandi hans er að sýna vilja og stöðugleika – mikið væri nú gaman að sjá hann ná lengri góðum köflum í leikjum og bara svei mér verða leikmaður! Assaidi var bara virkilega flottur, sýndi klárlega margt spennandi og mér fannst með ólíkindum hvað þessi hægri bakvörður fékk að brjóta á honum. Downing á því miður ansi erfitt, þó ég myndi vilja sjá hann prófaðan sem bakvörð áður en við gefumst upp er stöðugt erfiðara að horfa upp á frammistöðurnar. Yesil er spennandi en vantar enn upp á yfirvegun, Suso kom flott inn og Sinclair kominn með leik, sem er líka skemmtilegt. Lítur hrikalega vel út í leikjum U-18 liðsins og þó ég hefði viljað sjá Ngoo fá mínútur í kvöld þar sem hann skorar að vild með U-21 liðinu þá er gott að sjá BR “blooda” unga menn. Og mikið var gaman þegar “Travelling Kop” söng “There’s only one Brendan Rodgers”.

    Viðtalið við hann á opinberu síðunni var svo virkilega flott (eins og alltaf) og ég hef trú á því að það sé rétt hjá honum að liðið sé stöðugt að nálgast hans hugsjón. Hann bendir á Carra sem er heldur engin tilviljun, það hefur skipt mjög miklu máli fyrir liðið í kvöld að hafa Carra, Hendo og Sahin í hryggsúlunni að hamast áfram. Ensku lýsendurnir minntust oft á þessa þrjá sem væru að stýra traffíkinni inni á vellinum og reglulega sá maður sérstaklega Carra og Hendo vera að kalla inn leiðbeiningar til þeirra í kringum sig sem litla, eða jafnvel ENGA reynslu af enskum bikarleik höfðu!

    Bara algerlega frábært að vera svona glaður eftir ömurlegan sunnudag og svo er að vona að ekki sé framundan ný niðurbeygja í LFC-rússibananum á laugardag. Það er stigsmunur á leik í League Cup og Premier League og alls ekki sjálfgefið að það sem við sjáum í kvöld verði aftur sýnilegt um helgina, munum það!

    En vonum auðvitað innilega að framundan sé fyrsti sigurinn í ensku deildinni, það myndi virkilega létta yfir lundarfari okkar, þrátt fyrir allt sem á undan er gengið þá er það ekki algengt að þurfa að bíða fram í október eftir fyrsta deilarsigri…

    Enrique (þó ég myndi vilja prófa Downing), Coates, Sahin og Assaidi inn í liðið fyrir helgina þætti mér líklegt, þó Rodgers lofsyngi Carra orðið í hverju einasta viðtali þá held ég að hann muni keyra töluvert á Coates núna svo við sjáum úr hverju hann er gerður.

    Gleði, gleði, gleði!!!

  51. Ég sá bara fyrri hálfleikinn og ég verð að segja að Assaidi virkaði hrikalega vel á mig. Hann var reyndar ekki alltaf fljótur að skila boltanum inní af kantinum en þegar hann skilaði boltanum frá sér inní þá fór hann til leikmanna eða alla vega í áttina að leikmönnum… ólíkt Downing sem virðist ef hann kemst framhjá varnarmanninum setja sendinguna í 99 % tilvika yfir vítateiginn, yfir markið eða afturfyrir markið.

    Frábært að sjá þessa ungu stráka sem eru að fá tækifæri til að sýna sig og sanna. Segi fyrir mitt leyti að ég hefði alveg vilja fá að sjá Tom Ince fá tækifæri í staðinn fyrir að selja hann til Blackpool á síðasta tímabili… það er strákur sem er búinn að vera að brillera í Championship deildinni.

    Eftir að hafa séð byrjunina á tímabilinu held ég að eina staðan sem við þurfum að fá mann í er einhver deadly Striker, Lorente/Falcao týpu.

    Ólíkt öðrum leikdögum í vetur þarf maður ekkert að dansa þetta af sér… þannig að maður tekur bara sigurdans í staðinn 🙂

    YNWA

  52. Komment af Guardian:
    “Someone has just told me the three youngest players ever to represent Liverpool FC in 121 years of association football are Jerome Sinclair, Jack Robinson and Raheem Stirling — and they were all in tonight’s squad. Incredible.”

    Jamm, þetta er ótrúlegt 🙂

  53. Sæl öll.

    Ég hef ekki haft tíma til að fylgjast mikið með mínum mönnum það sem af er
    leiktíðar en hef þó verið minnt reglulega á það hversu illa þeim hefur gengið…en það man aldrei neinn eftir því að minna mig á það þegar þeim gengur vel.
    Mínir menn eru mínir menn alveg sama á hverju gengur hjá þeim ég nenni ekki að velta mér upp úr rangri/ósanngjarnri dómgæslu, óheppni eða öðru svona er bara staðan hjá okkur Liverpool mönnum og við verðum bara að sætta okkur við það og styðja við okkar menn.
    Ég óska ekki neinu liði slæms gengis ég óska bara mínu liðið góðs gengis. Það hlakkar ekki í mér þegar andstæðingunum gengur illa, ég reyni að njóta þessarar fallegu í þróttar sem fótboltinn er og það er gaman að sjá hversu fallegan bolta mínir menn spila en það talar enginn um það það er bara talað um skortin á mörkunum og stöðuna í deildinni. Enda er það bara eðlilegt hver vill sjá liðið sitt í fallhættu þó það spila flottan bolta.
    Í kvöld sást flottur bolti og það sem meira er mínir menn unnu og nýliðinn flotti Nurhi Sahin skoraði 2 gullfalleg mörk ungu strákarnir unnu þarna flottan sigur og það var sigur númer 2 þessa vikuna þarna sést hversu björt framtíðin er á Anfield og þess vegna hef ég engar …ALLS ENGAR áhyggjur af liðinu mínu. Ég treysti svo á það að þegar, og ég meina ÞEGAR mínum mönnum fer að ganga vel þá verði ég minnt reglulega á það af sama fólki og minnir mig núna á hversu illa gengur.

    Þangað til næst félagar
    YNWA

  54. Menn eru greinilega ekki allir að sjá þennan leik með sömu augum en það er bara gaman. Ég sá marga efnilega leikmenn í kvöld og marga brothætta… En þetta gefur frábær fyrirheit og þessir drengir hafa mætt í leikinn nánast pressulausir en æstir í að sanna sig. Þessir strákar þurfa þó tíma til að læra svo miklu miklu meira en efniviðurinn er greinilega til staðar.

    Ég var alveg pollrólegur eftir WBA markið, maður sá strax að þarna voru ungir og teknískir strákar frammi sem gátu sprengt upp vörn andstæðinganna með hraða og útsjónarsemi (a la Arsenal kjúlla) hins vegar voru þeir oftast nær veikara fyrir “öxl í öxl”. Maður sá strax að þetta gat farið á hvorn veginn sem var. Þetta var frábær skemmtun!

    Mér fannst Jones frábær í þessum leik og nú virðist myndir sýna að það hefði auðveldlega verið hægt að dæma á WBA í marki þeirra. Coates var bestur í vörninni að mínu mati.

    Það verður mjög spennandi að sjá hverjir byrja inná um helgina.

  55. Mjög flottur sigur og ótrúlega gaman að sjá þetta unga lið okkar!

    Ef þetta er staðreyndin sem BR segir varðandi þróunina hjá honum á liðinu frá því 18.ágúst að þá verður ekki hægt að kvíða framhaldinu, það er nokkuð ljóst.

    Brad Jones virkaði mjög traustur í þessum leik fyrir utan markið en það var brotið á honum, auðvitað fengum við það ekki dæmt. Maður spyr sig hvenær við förum að fá sanngjarna og eðlilega dómgæslu.

    Get ekki beðið eftir næsta leik um helgina og svo eru fjórir heimaleikir í röð. Þetta er allt að koma hjá okkar liði!

  56. Glæsilegur sigur!
    Nú er það bara spurningin, hvort er eiginlega ‘aðalliðið okkar’? Allavega virðist ungu pjakkarnir leggja meira á sig og búa yfir meiri hæfileikum til að spila fótbolta heldur en margir í aðalliðinu okkar.

    Sá ekki allan leikinn, en miða við það sem ég sá er Sahin klárlega maður leiksins, og svo Assaidi fylgir fast á eftir!

    Meira svona! Sjáum líklega nokkra úr þessu “vara”liði okkar í byrjunarliðinu næstu helgi.
    Framtíðin er björt, at the end of the storm is a golden sky!

  57. Flottur sigur í gærkvöldi

    Sahin, Henderson,Assaiti klárlega bestu menn Liverpool í gær..

    Gaman að sjá Yesil þó svo að hann hafi haft erfitt verkefni fyrir höndum einn þarna frammi gegn fautum eins og Olson (Djíses hvað sá leikmaður fer í taugarnar á mér, hann er við það að slá Michael Brown út, skil ekki hvernig hann fær ekki rautt í hverjum leik!!)

    Downing, ja hérna, hvenær ætla menn að fara að átta sig á því að hann er bara ekki betri en hann sýndi í kvöld, hann er svo ragur að taka menn á, virðist ekki vera með skap,ahhhhh hann gerir bara nkl… ekki neitt fyrir mig til þess að verðskulda það að klæðast þessari gullfallegu Liverpool treyju!!!

    Vill sjá Sahin inn á miðjuna með Allen og SG og Assaiti og Sterling á sitthvorum kantinum með LUIZ SUAREZ upp á topp gegn Norwich um helgina ( SKYLDU SIGUR )

    Ef menn vilja vita hvernig ,, TIKI TAKA,, Þá fletti ég því upp í orðabókinni og þetta var niðurstaðan:

    http://www.101greatgoals.com/gvideos/tiki-taka-nuri-sahin-2nd-goal-v-west-brom-full-build-up/

    Twitter
    @ragnarsson10

  58. Mínir strákar mjög góðir í gærkveldi, sumir þó betri en aðrir.
    Fannst ég sjá á endursýningu að Olsen hafi lamið í Jones eins og hefur komið á daginn. Að fá högg í andlitið í þessari stöðu er mjög vont fyrir markmann og ekkert skrítið að Jones hafi misst einbeitingu og þal knöttinn. Markið því ekki honum að kenna að öllu leyti og ég verð að segja að mér fannst hann mjög góður í gær. Varði vel þau skot sem komu á hann og hann er miklu betri í loftinu en Reina. Er ekki bara kominn tími á að setja Pepe á bekkinn í nokkra leiki og láta Jones um þetta, sýna Reina að hann þurfi að taka sig á ef hann ætlar að halda aðalmarkvarðarstöðunni? Hef reyndar allaf haft mínar efasemdir um Reina og hann hefur sannað það fyrir mér undanfarin tvö ár að hann er einfaldlega ekki sá toppklassa markvörður sem margir halda fram.
    Eftir þessa frammistöðu og þá um helgina er ég fullur bjartsýni, þetta mun falla með okkur en það mun taka tíma og það koma skellir inn á milli.
    Áfram Liverpool.

  59. “Sinclair kom þó lítið við sögu mínútu síðar í sigurmarkinu en félagi hans af bekknum, Suso, lék þar stórt hlutverk.”

    Skoðaðu þetta: http://www.101greatgoals.com/gvideos/nuri-sahin-2-liverpool-v-west-brom/

    Ég myndi ekki gera lítið úr hlutverki Sinclair þarna, þar sem hann losar um tvo menn með góðu hlaupi. Fyrst opnar hann svæðið sem Suso hleypur í og svo eltir varnarmaðurinn, sem ætti að vera að dekka Assaidi, hann inn í teiginn. Að lokum er hann svo mættur í boxið, þó að sendingin sé of framarlega fyrir hann. Ég myndi segja að hann hafi komið við sögu í sigurmarkinu. Hvort sem þetta var meðvitað eða einhver heppni, þá tók hann hárrétt hlaup þarna sem gerðu það að verkum að Suso og Assaidi fengu plássið sem þeir fengu.

  60. Sammála Villa #72. Pjakkurinn hefur án efa áhrif í þessari fallegu sókn. Það hefði auðvitað verið dæmalaust gaman hefði hann skorað þarna en Sahin dugir mér þó vel og rúmlega það.

  61. Ég vaknaði í morgun og það fyrsta sem kom upp í hugann var Liverpool, ég var stoltur af mínu liði og hlakkaði til þess að lesa allt um leikinn. Get ekki beðið eftir helginni og ótrúlega sáttur við þjálfarann.

  62. 59: það er líka langt síðan Gerrardinn spilaði svona vel! Vonandi er hann bara að fýla BR svona vel og á eftir að spila eins og hann spilaði á móti united sem eftir er.

    Annars var þessi leikur snilld og gaman að sjá hvað Sahin og Assaidi eiga mikið inni. Verða bara betri og betri. Ég er sammála því að Suso byrji frammi móti Norwich næstu helgi með Suares og Sterling. Essin þrjú!

  63. Fyrirgefið mér en ég bara verð að opna mig… og hvar er betra að gera það en á meðal Liverpool bræðra og systra.

    Ég er orðinn Fíkill! – húff þarna kom það, léttara en ég hélt.

    Málið er að ég get ekki hætt að horfa á seinna markið hjá Sahin síðan í gær. Þetta er svo gullfallegt eitthvað. Allt frá innkastinu liggur boltinn límdur við grasið og gengur manna á milli þangað til Sahin lyftir honum af grasinu og yfir keeperinn þeirra.

    ohh ég ætla að horfa á þetta einu sinni enn… bara einu sinni.

  64. Finnst hrikalega skrýtið hvað mörgum langar að taka stevie g út ur liðinu fyrir næsta leik aðeins út frá frammistöðu leikmanna í leiknum í gær. Ég get viðurkennt það að ég sá ekki þennan leik og trúi því vel að sahin og henderson hafi verið frábærir. Hins vegar var Steven Gerrard besti maður vallarins í liverpool liði sem spilaði einum færri heilan hálfleik á móti Man Utd. Stór efa það að hann verði tekin úr liðinu eða að fólk vilji í raun taka hann úr liðinu. Aðrir miðjumenn verða bara að fá smá pung og þora að spila sinn leik með stevie inná..

  65. Assaidi virkaði mjög skynsamur leikmaður. Tekur menn á þegar það á við, en var ekki að reyna það í hvert skipti sem hann fékk boltann. Spilaði honum tilbaka þegar það átti við, t.d. þegar enginn var kominn inn í teig, eða betri möguleikar annarsstaðar.

  66. alveg samála 74 með assaidi og mér hanst hann mjög flottur í gær og er komin með 1 assist sem er flott og eins og 74 sagði er hann ekkert að taka menn á þegar það á ekki við , ég man til dæmis eftir því hvað maður gat pirrað sig á Babel þegar hann var á kantinum að taka menn á í hvert skipti sem hann fékk boltan. En framtíðin er mjög björt og ég vona að suso byrji um helgina á eftir að verða frábær leikmaður ef hann heldur svona áfram.

  67. Ég vil nú alls ekki fara að rífa menn úr fasta liðinu þó kjúlarnir hafi staðið sig vel í gær, en Damnnnn hvað þeir meiga fara að passa sig, Vona að BR skipti kjúlunum inn á ef reynsluboltarnir eru ekki að standa sig í næsta leik, gefa þeim 65-70 mín og ef ekkert er að gerast inn á með 2 kjúlla eða jafnvel bara 3. Til samt að sjá Assaidi og Suso fá tækifæri og Sahin á að byrja næsta leik.

  68. Ótrúlega spennandi hópur sem er að myndast hjá okkur og það þurfti engin FOKKINGS panicbying upp á 35mills til að mynda þennan hóp. Svona á að byggja upp liðið í nútíðinni og um leið að skapa framtíðina bjartari.

    Bjöddn #77
    Er orðinn fíkill líka! hehehe…

  69. Sælir félagar

    Eins og ég sagði í kommenti við upphitun þessa leiks þá vonaði ég að þessi leikur ynnist og setti punkt aftan við lélegt gengi liðsins og markaði þar með upphaf að sigurhrynu þess.

    Þessi leikur gefur svo sannarlega tilefni til vongleði og sýn til bjartrar framtíðar. Ótrúlega vel að verki staðið á alla kanta. Maður leiksins er að mínu mati stjórinn Brendan Rodgers sem hafði hreðjar í frábæra og skemmtilega uppstillingu liðsins.

    Það er nú þannig

    YNWA

  70. Frábært að sjá karakterinn hjá þessum ungu strákum eftir að þeir lentu undir í byrjun leiks. Að koma til baka og klára leikinn á móti miklu reyndari mönnum er ekki einfalt, en gæðin eru til staðar hjá þessum pjökkum eins og þeir sýndu.

  71. Já maður þreytist seint á að horfa á þetta mark. Snilldin er hvernig þeir ná að draga eina 4-5 leikmenn út í kant sem kristallast síðan í því að þeir lenda 4 á 4, Suso og Sinclair draga tvo varnarmenn í sig, Assaidi frír og svo Sahin frír líka. Algjört draumaspil og maður sá hvað Brendan Rodgers var stoltur. Og við megum svo sannarlega vera það líka. Gæti trúað að þetta mark skjóti ýmsum skelk í bringu. Vonum bara að gömlu karlarnir taki fordæmið sem unglingarnir sýndu og klári leikinn við Norwich.

  72. Assaidi er nú þegar komin með fleiri stoðsendingar heldur en Downing átti allt síðasta tímabil 🙂

    En annars að öllu gríni slepptu þá vil ég sjá þennan strák fá að spila alveg haug af leikjum, hann er vel teknískur og er nógu hraður og kemur boltanum vel frá sér til að hægt sé að kalla hann martröð bakvarðarins, þá erum við væntanlega að sjá að stjórar annara liða kæmu til með að tvímenna á hann og fyrir vikið ætti að skapast yfirtala á miðju eða í sókn og viljum við allir sjá meira af því.

  73. Ég setti inn opinn þráð fyrir Terry-fréttirnar og hvað annað sem menn vilja ræða. Ræðið það þar, höldum okkur við umræðu um leikinn hér.

  74. Carragher and the chicken’s
    Carragher and the chicken’s II : Chicken salad
    Carragher and the chicken’s III : A swan ain’t no chicken

Ungt lið gegn WBA:

Opin umræða