Við 1 Þeir 2

Hvað á ég eiginlega að segja?

Ég veit að allir United-stuðningsmenn landsins munu kíkja á Kop.is í dag og skemmta sér konunglega við vælið í Liverpool-stuðningsmönnum. Þeir nefna það aldrei og/eða taka ekki eftir því að við erum manna fyrstir að drulla yfir okkar leikmenn þegar þeir eiga það skilið eða viðurkenna þegar Liverpool var heppið eða fékk vafasamar gjafir. Þess í stað láta þeir eins og við séum alltaf fórnarlömbin, alltaf einhverjum öðrum að kenna, alltaf ósanngjarnt.

Í alvöru, hvað í andskotanum á ég að segja eftir þennan leik?

Á ég að sleppa því að segja að Mark Halsey eyðilagði þennan leik og gaf United þrjú stigin á silfurfati? Á ég að láta eins og Antonio Valencia hafi ekki verið byrjaður að detta áður en nokkur maður nálgaðist hann, enginn hafi snert hann og þeir hafi fengið að skora sigurmarkið upp úr vítaspyrnu sem var aldrei víti?

Á ég að láta eins og rauða spjaldið á Shelvey hafi verið réttur dómur? Hér er mynd af tæklingunni, segið þið mér: hvor þeirra er með sólana á lofti? Hvor þeirra stekkur með báða fætur í tæklinguna? Á ég að láta eins og það sé í lagi að Shelvey hafi fengið beint rautt og Johnny Evans hafi bara sloppið alveg frítt?

Liverpool spiluðu frábærlega í fyrri hálfleik, 11 gegn 11. United gat ekki rassgat og var stálheppið að vera ekki komið undir. Liverpool héldu áfram að leika frábærlega eftir rauða spjaldið, sóttu áfram og komust yfir. United jöfnuðu úr fyrsta alvöru marktækifæri sínu, boltinn í stöngina og inn (hefði alltaf farið í stöngina og út hjá okkur). Og svo, af því að þeim gekk svo illa að vinna leikinn upp á eigin spýtur, gaf Halsey þeim víti. Það voru allir sóknartilburðir United í þessum leik.

Þeir hafa aldrei þurft að leggja fram jafn litla vinnu til að sigra leik á Anfield. Liverpool gerðu allt rétt, United gerðu allt rangt. Og samt vann United.

Hvað í fjandanum á ég að segja hérna?

Ég vorkenni Brendan Rodgers. Við höfum talað og talað og beðið og kyrjað og dansað regndansa í þeirri von að gæfan snúist Liverpool í hag, að stangarskotin rati inn, að meiðslin hætti, að vafadómarnir falli okkur í vil, að við fáum heppnismörk. Þess í stað situr hann uppi með tap í dag, Shelvey á leið í glórulaust þriggja leikja bann og Agger og Kelly mögulega báðir frá í einhvern tíma vegna meiðsla.

Þetta er bara ekki sanngjarnt. Ekkert við þetta er sanngjarnt.

Þannig að gjöriði svo vel, United-menn sem lesið þessa síðu. Skemmtið ykkur vel. Skellið upp úr á okkar kostnað. Verði ykkur að góðu.

Ég hef ekkert annað að segja.

138 Comments

  1. Réttara sagt

    Liverpool 1, Man U 2, Glen Johnson 3, Mark Halsey 4

    Halsey átti leikinn og tók MoM frá Glen Johnson

  2. Liverpool klárlega betra liðið, en það er alltaf þetta smá sem vantar uppá að klára sóknirnar. Ég vill meina að dómarinn hafi átt afar slæman dag en það má svosem deila um það. Ég er hættur að svekkja mig á þessu gengi okkar manna, það verður bara að styðja þá 100%. Þetta dettur með okkur fyrr en síðar.

  3. kvarta ekki oft undan dómara en jeremías, annað eins hef ég bara aldrei upplifað!

  4. Hlustaði á Redknapp og Neville í hálfleik og þeir voru sammála um að Shelvey og Eveans áttu að fá sömu refsingu. Rautt fannst þeim báðum ansi harður dómur og réttara að báðir myndu fá gult.. Báðir voru með sólana á lofti og búnir að missa stjórn og bara tilviljun að Shelvey fór með skóinn í Evans en ekki öfugt.. Einn fáránlegasti dómur sem ég hef horft upp á.

  5. Áhugavert sem sparkspekingarnir sögðu fyrir leikinn “ÞESSI DÓMARI DÆMIR EFTIR SÍNUM REGLUM” sem var nákvæmlega raunin…

    Áfram LIVERPOOL…YNWA…

  6. Finnst ad Liverpool FC ætti ad senda
    inn kvörtun til FA vardandi bædi val
    á dómara sem og frammistödu hans
    í leiknum.

  7. Sælir félagar

    Ég er sáttur við góðan leik okkar manna en það er erfitt að vinna leik þegar dómarinn er búinn að ákveða að þú tapir. Liverpool átti að fá tvær víatspyrnur miðað við þessa sem MU fékk. Hálvitinn Halsey ætti að skila flautunni fyrir lífstíð því hæfileikar hans til dómgæslu er mínus 100. Dómgæsla hans var með þeim hætti að það setur að manni ugg um heiðarleika hans.

    Það er nú þannig.

    YNWA

  8. Maður veit eiginlega ekki hvað maður á að segja eftir þennan leik. Liverpool var mun betra liðið í fyrri hálfleik. Halsey tekur þá leikinn í sínar hendur og vísar Shelvey útaf þrátt fyrir að Evans hafi líka farið í tveggja fóta tæklingu.

    Þrátt fyrir að vera einum færri þá var Liverpool síst lakari aðilinn í leiknum en greinilegt var að það var farið að draga af leikmönnum. Halsey tók þá aftur málin í sínar hendur og gaf Utd vítaspyrnu, svo ódýra að SAF hefur áræðanlega fengið of brátt sáðfall þegar vinur hans benti á punktinn.

    Eftir það var ljóst að Liverpool átti ekki að fá neitt útúr þessum leik. Suarez sífellt felldur og togaður, enginn vafaatriði féllu með liðinu og einni vítaspyrnu sleppt.
    Niðurstaðan er hundfúl þrátt fyrir góða frammistöðu leikmanna sem máttu sín lítils gegn 12 utd leikmönnum. Jæja….núna taka við tveir útileikir á einni viku. WBA í deildarbikar. Hef trú á að menn vilji hefna fyrir fyrsta leikinn og síðan Norwich úti. Ekkert nema sigur á ásættanlegt út úr þeim leik en staðan í deildinni orðin vandræðalega.

  9. Kæru félagar,

    berum höfuðið hátt. Við vorum frábærir í þessum leik og það vita ALLIR að dómarinn eyðilagði leikinn. Nóg eftir af mótinu og í guðanna bænum farið nú ekki að heimta Rogers í burtu. Þetta er allt að koma og við erum að spila flottan fótbolta. Við áttum bara aldrei breik með þennan dómara. Það er bara svo einfalt. Við tökum bara Arsenal og Manchester liðin á þeirra heimavelli. Þolinmæði og aftur þolinmæði. Hef samt áhyggjur af meiðslum Agger.

  10. Ég hugsa að það þurfi ekkert að skrifa leikskýrslu. Þetta sem stendur efst summerar þetta alveg upp. Ég á bara til eitt orð og það er: Crap.

    Ætla þó að sjá eitthvað ljós í þessu og það var gaman að hafa Suso og Sterling inni á vellinum í þessum leik. Það þarf að láta framtíðarmennina spila ef byggja á upp til framtíðar.

    Crap……ömurleg úrslit.

  11. Þrátt fyrir tvö stig eftir fimm leiki er ég gífurlega sáttur við að vera stuðningsmaður Liverpool, þetta er frábært lið. Alltaf góða liðið.

    Það er einfaldlega erfitt að hefja leik 11 gegn 12 og svo fækkar jafnt og þétt í liðinu.

    Vá, hvað Shelvey er svalur. Áfram hann.

  12. Væri til í að heyra réttlætingu dómara á gula spjaldinu þegar að Persie fór með sólann í Suso samanborið við 50/50 tæklinguna hjá Evans og Shelvey. Þvílíkt og annað eins kjaftæði. Og vítið, hann er byrjaður að láta sig falla áður en að Johnson kemur að honum og hann fer ekki einu sinni í hann. Þessi dómari er svo mikil **** að það er leitun að öðru eins!

    Annars ánægður með liðið í heilt. Agger átti að vísu þessa sendingu sem vítið kom upp úr og miðað við að hann var trillaður útaf á börum þá er hann ekki að fara að spila næsta/u leiki..

    Ferguson samur við sig, rífandi kjaft við Shelvey þegar að Evans gerði nákvæmlega sama hlutinn…

    En miðað við þessa spilamennsku þá er hægt að byggja á þessu. Það er bara uppávið!!

  13. Frábær leikur hjá okkar mönnum,skelfilegur hjá blessuðum DÓMARANUM

  14. Frábær frammistaða frá öllum LFC, mjög stolltur af okkar mönnum, their vor mun betri 🙂 dómarinn átti slæman dag

  15. elska hvað man utd aðdáengur eru vangefnir á facebook og blindir, jesús!

  16. Hraði, penetration, aggresjón, taktur, linnulítil pressa – líka 10 á móti 11!, fullt af efnilegum sóknum, Allen algjörlega frábær og enginn lélegur. Varla hægt að biðja um mikið meira af okkar mönnum. Klárlega á réttri leið. Óheyrilega svekkjandi að maðurinn í svarta búningnum geti ekki leyft leiknum að ráðast á frammistöðu leikmanna.

  17. Vorum vissulega rændir í þessum leik, en það breytir ekki heildarmyndinni. Erum í 18-19. sæti eftir 5 leiki með 2 stig, (8 stigum á eftir Everton og WBA). Fyrir tveimur árum fékk LFC næstum sama leikjaplan i upphafi móts. 4 af þessum 5 liðum sem leikið hefur verið gegn hingað til. Prógramið var þó erfiðara sökum fleiri útileikja. Arsenal, WBA, City (úti), United (úti). Liðið stóð frammi fyrir gjaldþroti og eftir erfiða byrjun (einungis 5 stig eftir sama leikjafjölda og núna), logaði kop.is, þar sem mikill meirihluti spjallverja kallaði eftir höfði Hodgsons.

    Nú vilja menn draga það jákvæða úr því sem komið er.

  18. @sammatterface
    United fans end the day singing “it’s never your fault, it’s never your fault. Always the victim it’s never your fault”

    And it’s was the majority not the minority. I don’t understand. Maybe it won’t ever change #sadtimes

    Rosalega þorskaðir áhorfendur.

  19. Liverpool átti flottan leik og ég kvíði ekki framtíðinni ef þeir halda áfram svona spilamennsku. Vorum yfirburðalið í fyrri hálfleik og áttum flottan seinni hálfleik miðað við aðstæður. Hef hins vegar miklar áhyggjur af því sem ég sá í dómgæslunni og ég neita að trúa því að menn ætli að láta þetta yfir sig ganga. Dómarar geta dæmt illa og bæði liðin líða fyrir það en það er ekkert sem heitir að dómari dæmi illa og það sé bara annað liðið sem fer illa út úr því. Þetta hlítur að vera álíka ransóknarefni eins og þegar leikmenn eru sakaðir um að hagræða úrslitum.

  20. Og oní þetta allt saman að þá sést það greinilega á SKY þegar Evans fer í fótinn á Suarez og pottþétt víti en Gary Nevell aða hvað hann heitir aftur segir að hann fé
    kk ekki víti vegna þess hvernig hann hreyfði hausinn þega hann datt……er þá ekki málið að setja hann í 4 leikja bann,,,,,,,,,,YNWA frábæri okkar menn og Brendan Rodgers sá flottasti……..

  21. Já ég er ekki að skilja afhverju dómarar fá ekki gul og rauð spjöld einsog leikmenn þessi aumingji á að fá ævilangan dóm frá knattspirnudómum þvílíkur skandall,en maður verður að óska man und mönnum til hamingju með þennan ósigur því þetta er ekkert annað en ósigur hjá þeim ekki vildi ég vinna leik með svona dómara takk fyrir.

  22. Næstu leikir: WBA (ú), Norwich (ú) og Stoke heima. Tökum 9 stig úr þessum leikjum. Why not? Það er alveg öruggt mál að þetta Manjú lið vinnur ekki dolluna þetta árið og á eftir að tapa fullt af leikjum. Fannst þeir alls ekki sannfærandi. Þetta er rétt að byrja!! Koma svo Liverpool!!!!!!!!!!!

  23. 23

    Þegar Hogdeson var með liðið var ekki einu sinni hægt að draga fram það jákvæða, því það var ekkert jákvætt við liðið.
    Liðið spilaði illa og átti ekkert meira skilið en það var með þá, ólíkt núna.

  24. Visir.is: 76. mínúta: Halsey dæmir víti á Liverpool, á hvað veit enginn nema hann.

  25. Frábær frammistaða okkar manna.

    Veit að það á ekki við að ég tjái mig um dómgæslu, en þá það. Þegar að Gary Neville stendur með okkar skoðun um ákvörðun dómara, sem by the way, breytti leiknum þá hlýt ég að mega segja sama.

    Upp með hausinn, frammistaðan var frábær!

    Og mikið er sorglegt að United-aðdáendurnir ákváðu að syngja þetta í lokin, en segir því miður þá bara hversu litla virðingu þeir bera fyrir Rauðnef gamla!

    YNWA!

  26. 4 crucial atriði í þessum leik sem dómarinn á með húð og hári:
    1. Rautt á Shelvey – sást svo vel í endursýningu að ekki var um tveggjafóta tæklingu.
    2. Víti – Valencial dettur – engin snerting
    3. Ekki víti – Suarez felldur af Evans – sást vel í endursýningu að Suarez kom fyrst við boltann.
    4. Gult á van persie – sama tækling og Shelvey en fær bara gult.

    manjú sigrar á þessum atriðum og að þeir skulu vera sáttir við það er ofar mínum skilning.

  27. Mér finnst shelvey vera heppinn að vera ekki fótbrotinn eftir þessa tæklingu frá evans og hann fær rautt ? ? &#&/ #%”” ?

  28. Það er svo mart jákvætt sem má taka úr þessum leik. Við vorum eina liðið á vellinum í hálfleik og gríðarlega sterkir 10 á móti 12 í seinni hálfleik.

    Man Utd er með eitt sterkasta liðið í enska boltanum í dag og Liverpool var að pakka þeim saman. Ótrúlega svekkjandi hvernig fór og dómarinn liggur réttilega undir sök. En við megum bera höfuðið hátt og reima á okkur skóna á ný. Ef við spilum svona gegn öllum liðum þá mun okkur vegna vel.

  29. Hvað getur maður sagt eftir svona leik? Það gjörsamlega síður á manni.

    Headline Halsey stóð undir nafni í dag, hvernig er hægt að bjóða leikmönnum, þjálfurum, öðru starfsfólki klúbbana og, síðast en ekki síst, stuðningsmönnum uppá svona frammistöðu? Það er hreinlega ömurlegt að dómarinn þurfi að eyðileggja leikinn fyrir manni. Ef Liverpool hefðu verið lélegir og tapað á eigin forsendum, þá hefði það verið allt, allt annað.

    Síðan eiga MU menn bestu stuðningsmenn í heimi. Meirihluti stuðningsmanna útiliðsins sungu hástöfum söngva um það að það sé aldrei neitt okkur að kenna (tilvísun í Hillsborough), þegar að flautað hafði verið til leiksloka. Þarna sýna þeir alvöru klassa!

    En ef maður á að reyna að horfa á jákvæðu punktana við þennan leik, að þá var Liverpool liðið töluvert sterkara heldur en MU í þessum leik. Jafnvel þó að við værum manni færri.

    Suso og Sterling voru frábærir, Suso til að mynda átti ekki feilsendingu í dag, hann kom öllum 22 sendingum sínum á samherja, algjörlega frábær!

    Steven Gerrard átti sinn besta leik á tímabilinu, það væri óskandi að hann gæti átt svona leiki líka gegn “minni” liðunum, hann virðist eiga auðveldara með að gíra sig upp í stórleiki.

    Suarez var sprækur, nokkrum sinnum óheppinn að skora ekki, og svo sýndist mér hann eiga að fá vítaspyrnu, en ég sá það ekki nógu vel og ætla ekki að fullyrða um það.

    Djöfull þurfti ég ekki á þessu að halda í þynnkunni…

  30. Frábær frammistaða okkar manna.
    Áfram Liverpool, YNWA!
    Svo þetta:, ég hef oft séð dómara dæma ManU í hag þegar um vafa atriði er að ræða, en þetta,,,,,, hér voru engin vafa atriði, tveggja fóta tækling hjá Evans og Valencia missir jafnvægið og lætur sig detta löngu áður en Johnson kemur við hann.
    Ef dómari var einhverntíman óheiðarlegur í fótboltaleik, ÞÁ VAR ÞAÐ Í ÞESSUM LEIK.
    Verði ykkur að góðu ManU fan, ef þetta er það sem koma skal í vetur.

  31. Viðbjóður.
    Púllararnir voru miklu betri. Í mínum huga unnum við í dag sama hvað hver segir.

    klassa umfjöllun annars hjá sport.is, vel gert að láta manu-mann skrifa um leikinn. (kaldhæðni,svo það sé á hreinu)

  32. Frábær spilamennska okkar manna. Allt á réttri leið, bæði framlag leikmanna og upplegg BR. Fátt sem hægt er að kvarta undan spilamennsku okkar manna annað en nýting færa. Núna spyr maður bara, hvernig virkar innra eftirlit FA varðandi frammistöðu dómara?

  33. Ok…Hlutlaust alit..
    LFC var betra lidid i dag, ekki spurning
    Rautt…ja eda nei…Leit illa ut fra sjonarhorni domarans , kannski.
    Viti…Nei aldrei..
    En thad kemur dagur eftir thennan dag…

  34. Algjörlega frábær leikur hjá okkar mönnum í dag, þvílik barátta. United komst varla yfir okkar vallarhelming í fyrri hálfleik, aldrei séð þá svona yfirspilaða nokkurntímann.

    Maður er stoltur Liverpool aðdáandi í dag, ekki spurning !!

  35. Mig langar að vita hverju Shelvey hreytti í Ferguson á leiðinni í göngin….

  36. Mér fannst tveir menn bera af hjá Liverpool í þessum leik og einn hjá Man Utd sem voru lang bestu menn vallarins. Glen Johnson sýndi okkur af hverju hann er einn besti bakvörður í heimi, steig ekki feilspor og ekki hægt að kenna honum um að Agger ákvað að tækla hann. Gerrard er hin maðurinn sem hefur verið mikið gagnrýndur, sendingar hans í þessum leik voru útúr þessum heimi frábær í leiknum og rosalega góður.
    Hjá Man Utd var Lindegaard bestur sem segir allt sem segja þarf um leik okkar manna, við vorum frábærir en Man utd á góðan markmann sem lék gífulega vel í markinu í dag.

  37. Þá er þetta svokallaða erfiða leikjaprógram í byrjun tímabilsins búið. Nú er hægt að fara að taka leik fyrir leik. Og þrátt fyrir 1-2 úrslit dagsins þá hlítur að hafa unnist viss hugarfarssigur í dag. Við höfum spilað gríðalega vel gegn topp liðum síðasta tímabils, Man Utd og City.

    Eins og ég hef áður sagt, það er ekkert lið í deildinni sem ekki hræðist að mæta Liverpool. Menn eru að spila sig betur og betur saman og ungir og efnilegir menn að stíga upp.

    Hef fulla trú að að leikmenn séu nú þegar komnir með hugan við næsta leik, og sömuleiðis hef ég fulla trú að leikmenn munu leggja sig alla fram á æfingum, því Rodgers hefur nú þegar sannað að hann gefur öllum séns sem vinna fyrir honum. Þeir 11 sem byrja næsta leik verða tilbúnir í verkefnið.

    Og að lokum, gaman að Gerrard, maðurinn sem margir vildu út úr liðinu fyrir leikinn skuli hafa skorað eina mark Liverpool í dag.

  38. Væri ekki fínt að senda myndina sem fylgir leikskýrslunni sem og tengilin hjá 43 á þá sem ráða öllu í dómaramálum í Englandi 🙂 Hljóta í það minnsta að setja dómarann af og afskrá rauðaspjaldið.

  39. finnst engum skrítið að íslenski þulurinn(veit ekki hvaða undrabarn það var)segir að þegar shelvey hreytir í ferguson þá segir hann að shelvey megi ekki gera þetta,er þetta gerpi heilagt eða?

  40. Jákvæða úr þessum leik er að nú förum við að sjá Carra byrja. Og miðað við alla tölfræði síðasta vetur þá eigum við von á mörgum sigrum.

  41. Svona án gríns er ég sá eini hérna sem vill fara sjá risa stóra kæru á Manchester United það sjá allir spillinguna er það ekki ??? Er ég svona klikkaður eða er þetta byrjað að vera rosalega augljóst hvað er í gangi í enska boltanum þetta er nákvæmlega sama dæmi og var í gangi í ítalíu ég vill sjá alvöru dómstól taka þetta mál fyrir núna !!!

  42. Ég ætla að senda inn erindi til bresku lögreglunnar 😉 já í alvöru. það er til serious fraud office. Benda þeim á að ég hafi keypt sýningu á leiknum og að ég hafi auk þess lagt undir á lengjunni og ég telji að dómarinn hafi svindlað. eða bara hreint út , þegið mútur. spyrja þá síðan hvaða leið er best að fara til að fá þá til að rannsaka málið. Þetta á ekki að láta viðgangast sko. réttlætiskennd minni er stórlega misboðið.

  43. Ég er gjörsamlega brjáááálaður eftir þennan leik! Við vorum beittir miklu óréttlæti og það var ekkert bara eitt atvik. Er búinn að liggja yfir þessum atvikum og þetta er mér gjörsamlega óskiljanlegt! Það skín í gegn að þessi dómari hafi gripið hvert einasta tækifæri til að koma manjú í betri stöðu. Af hverju hann var á þessum nótum veit ég ekki en það er að mínu mati rannsóknarefni. Þetta er einfaldlega ekki eðlilegt, þetta er ekki fagmannlega unnið og það á að byrja á því strax að áfrýja þetta rauða spald.

    Ástæðan fyrir því að Shelvey fær rautt spald en ekki Evans (sem NB fór í tveggja fóta tæklingu) er sú að Evans kveinkar sér og þykist vera mikið meiddur. Það ber þess merki um að dómarinn hafi ekki séð atvikið nægjanlega vel.

    Vítið var skandall. Það er ekki til neitt betra orð yfir þetta. Það er svo fáránlegt að dæma víti á þetta, hver einasti áhorfandi sér að þetta er ekki víti þó svo að manjú-aðdáendur geti fundið eitthvað til að rökstyðja það. Það er ekkert sem réttlætir þessa vítatspyrnu.

    Svo í ofanálag að þá syngja þessir hrokafullu stuðningsmenn níðsöngva um Hillsbourgh. Það er efni í ákæru og að sjálfsögðu til minnkunar fyrir þennan klúbb. Svo virðist sem ferguson og þessi klúbbur hafi gríðarlega mikil ítök hvað varðar dómgæslu og það skein algjörlega í gegn í dag og gerði í fyrra t.d. hvað evra-málið varðaði!

    Ég held ég hafi aldrei verið eins reiður eftir einn leik og þennan og hef ég þó horft á Liverpool í 35 ár!

  44. Er ekki kominn tími á að sett verði á fót rannsóknarnefnd sem fer yfir það hvers vegna öll vafaatriði í leikjum United falla þeim í vil?

  45. Mér finnst frekar athyglisvert að sumir Liverpool-menn hérna vilja fá kæru á hendur Manchester United…

    Er þetta eina viðureign í ensku deildinni þar sem dómarinn er lélegur?

    Hafa aldrei fallið vafasamir dómar á Liverpool?

    Þetta var skítadómgæsla í dag, það er ekki hægt að neita því … en Liverpool er ekki heilagt. Margir koma hérna með fín og raunsæ komment en sumir eru eins og þeir séu að horfa á fótbolta í fyrsta skiptið.

    Þetta er bara einn leikur, deildin er bara að byrja. Horfið björtum augum á restina ef þið ætlið að spila svona eins og þið gerðuð í dag, sem var mjög góð spilun.

  46. ég vil byrja á að taka það fram að ég er manchester maður þannig að þeir sem vilja geta hætt að lesa núna. Ég er alveg tilbúinn að taka undir með flestum þeim sem hafa tjáð sig um þennan leik hér á síðunni. Við fengum þennan sigur gefins frá dómaranum. Ég vona samt að menn gleymi sér ekki í að horfa eingöngu á dómgæsluna. Það er auðvitað stórt áhyggjuefni fyrir Liverpool hversu illa mönnum gengur að nýta færin sín. Við United menn þurfum hins vegar að hafa áhyggjur af því hvað spilamennskan er slöpp hjá okkur.

    Mér fannst bara sárt að sjá Gerrard í lok leiksins, vonbrigðin skinu af honum. Maður sem spilar fótbolta eins og hann og leggur sig svona mikið fram á alltaf skilið að vinna. Ég er þó feginn að það var ekki í dag…

  47. 5 leikir 4 mörk skoruð 10 mörk á okkur og 2 stig. Maður spyr sig er Rodgers rétti maðurinn fyrir Liverpool ég er ekki sannfærður.

  48. Skil vel að Shelvey hafi verið ósáttur við rauða spjaldið en að hrauna yfir Ferguson og kenna honum um þetta sýnir skort á þroska og skort á klassa. Shelvey er ungur maður og er enn að þroskast. Vona nú að menn fari ekki að dásama Shelvey fyrir svona hegðun.

  49. Ef United menn eru í alvöru að monta sig af þessum sigri þá þarf að fara að athuga með kollinn á þeim. Ef þetta hefði verið á hinn veginn hefði mér ekkert liðið vel með sigurinn. Enn á ný eru dómarar að taka leikina í sínar hendur. Þetta á ekkert bara við um Liverpool leiki heldur marga aðra leiki. Ég fer sífellt meir að vera hlynntur myndavélatækni í fótbolta meðan dómarar í ensku úrvalsdeildinni gera sig trekk í trekk seka um mistök.

    En við getum verið stoltir þrátt fyrir allt. Ég sé mikla framför á leik liðsins og er bjartsýnn á framhaldið. Þá má vera að þetta tímabil verði ekki nein glæsiför en fyrir árin sem framundan eru er ekki annað hægt en að vera bjartsýnn. Óheppnin hefur elt okkur á röndum og lukkan hlýtur bara að fara að falla með okkur. Við skulum því bera höfuð hátt og gleyma þessum leik.

  50. Lélegri en dómararnir í FIFA og trúið mér þeir eru lélegir…

  51. Þetta var stókostlegur leikur hjá okkar mönnum, Rogers er á réttri leið með liðið. En það er erfitt að vinna leik þegar dómarinn gefur andstæðingnum mörk á silfur fati. Einhver sagði mér að þessi dómari væri komin á aldur, en fengið undanþágu vegna hversu góður væri. Ætli Ferguson hafi stuðlað að þeirri ákvörðun. Þessi dómari ætti að fara í hvíld það sem eftir er.

    En okkar menn voru stórkostlegir!!!!!!!!!!!
    ÁFRAM LIVERPOOL!!!!!!!!!!!!!!

  52. Refsa Halsey með að færa hann niður um deild, ekkert flókið. Hann tekur tvo “crucial” dóma og báðir eru kolrangir!
    En leiðréttið mig ef ég fer með rangt. Liverpool er búið að fá á sig 13 mörk í síðustu 6 leikjum….. Þetta er hræðileg tölfræði!

    Liverpool eru að spila flottann bolta, en ná ekki úrslitum og fá á sig alltof mörg mörk. Ég tæki ömurlegan varnarbolta og leiðinlegt spil any day ef það myndi skila sigrum! En BR er trúr sinni hugmyndafræði og hún mun virka segir hann, en hvenær það verður? Kannski í lok tímabilsins, kannski aldrei.

    Það er ekkert merkilegt að eiga flottan bíl ef vélin virkar ekki.

  53. Þetta var frábær leikur hjá okkar mönnum. Meira með boltann á móti hinu liðinu í seinni þó þeir væru einum færri allan hálfleikinn. Hver einasti leikmaður var að leggja sig allan fram og spila stórvel og BR fær svo mikið af prikum fyrir hreðjastærð sína í liðsvali og innáksiptingum.

    Þetta er allt á réttri leið og við skulum bara halda áfram að styðja okkar lið og þá fer liðið að safna stigum.

    Hugsum nú öll vel til Agger og Kelly og vonum að þeir braggist.

    Fótboltinn er góður, nú þarf bara stig.

  54. Ef þessi dómari fær ekki bann þá á Jojo ekki heldur að fá bann!

    En flott spilamennska og núna mun ég byrja dæma liðið og Rogers,núna eru “littlu” liðin og þar höfum við átt erfitt með,ef við náum þessari spilamennsku í næstu leikjum mun þetta allt koma!

  55. 5 cents >

    Frábær frammistaða Liverpool
    Gult á Shelvey og Carrick réttur dómur
    Suarez fékk EKKI víti sem hann átti að fá
    Valencia fékk víti sem hann átti EKKI að fá
    United voru ömurlegir í leiknum

    5 cents <

  56. @ Scouser #70

    Mikið ofboðslega áttu Bágt !!!!!

    Stoltur af leik LFC í dag fullviss um að með svona spilamennsku liggi leiðin aðeins uppávið :o)

  57. Mark Halsey var klárlega maður leiksins og þessi úrslit voru alls ekki sanngjörn.

    Að Mark Halsey skuli vera dómari í EPL er bara óskiljanlegt því þetta er ekki í fyrsta og klárlega ekki í síðasta skipti sem hann dæmir eins og hann sé með gláku á lokastigi!

    Við skulum bara prófa að snúa öllum þessum dómum við og þá væru ALLIR Man Utd stuðningsmenn brjálaðir því það þarf engan kjarneðlisfræðing til að sjá það að allir þessir dómar voru vægast sagt vafasamir.

    Jákvæðu punktarnir í þessum leik voru hinsvegar hvað Liverpool var að yfirspila Manchs áður en Shelvey var rekin af velli og ég var stolltur af spilamennsku liðsins í dag.

  58. Þó svo að hann hafi fengið rautt í dag. Þá verð ég bara að segja eitt. Ég elska Shelvey. Þessi strákur er framtíðin, algjör töffari. Minnir mann mikið á Gerrard. 20 ára gamall og stendur fyrir sínu og lætur engan vaða yfir sig. Rio Ferdinand og Sir Alex fengu að kynnast því í dag. Ég fæ mér Shelvey 33 aftan á bakið næst!

  59. Aðvörun fyrir þá sem vilja: Ég er Man Utd maður
    Mjög ánægður með að sjá að meiri hluti kommenta hér sé ekki að allt sé þetta ein stór spilling gegn Liverpool. Dómarinn Halsey hefur aldrei heillað mig og ekki var framistaðan í dag mikið til að breyta því. Maður getur svo sem afsakað að það sé gífurleg pressa á þessu mönnum og þeir þurfa að taka ákvörðun á nokkrum sekúndum en þegar þetta er atvinna þessara manna þá á það ekki að gerast síendurtekið.

    Liverpool var mun betri aðillinn í dag og geta verið ánægðir með spilamennskuna. Léleg nýting á færum er ástæðan fyrir tapi í dag, ekki Illuminati hreyfingunni hans Ferguson eða brjáluðum Hasey. Sáttur með að flestir viðurkenni það en líka leiðinlegt að sjá kommentinn hjá 52,54,55 og 56. Dómarar gera reglulega mistök, þið bara takið eftir því þegar það er gegn ykkur. Eins og eftir seinustu leiktíð kom í ljós að United hefðu orðið meistarar ef ekki hefði verið fyrir dómaramistök. Þetta er enginn klíkuskapur gegn ykkur, gerist fyrir öll lið og alltaf jafn leiðinlegt að lenda í því.
    Ég vona að þið sem séuð að skrifa þetta séu ekki fullorðnir menn því samsæriskenningarnarheimurinn ykkar hlýtur að gera daglegt líf erfitt.

    Þið getið þó verið ánægðir með það að nú er erfiðri dagskrá lokið og ættið að eiga nokkra örugga sigra í næstu leikjum sem koma ykkur upp í efri hlutann.

  60. Spiluðum fràbærlega i dag og eg hef engar ahyggjur af leiktiðinni ef þessi spilamennska verdur a boðstolnum i hverjum einasta leik. Hofum reyndar ansi oft sed fràbærar spilamennskur en svo drullu i næsta leik a eftir. Mer synist engu að siður að Rodgers se a rettri leiðmeð liðið og að við getum verið jakvæðir með framhaldið.

    Maður er enn orðlaus yfir domaranum i dag og eg er pinu svekktur uti Rodgers að hafa ekki làtið sina skoðun meira i ljos eftir leik en hann gerdi. Þetta er orðið rannsoknarefni hvað domgæsla fellur mikið með Man Utd. Liverpool a að sjalfsogðu að afryja þessu rauða spjaldi og krefjast afsokunar fra enska knattspyrnusambandinu a þvi að domarinn hafi rænt okkur leikinn i dag sem okkar menn voru mjog liklegir til aðtaka 3 stig ur.

    Hvað ætli se að fretta með Sahin? Hamn fær engan sens i dag.

    Guð hjalpi okkur ef Agger er með slitin krossbond eins og einhver sagdi mer i dag að gæti verið tilfellið.

    Suzo virkikega spennandi og þann dreng vill eg sja meira af.

  61. Hannes, hvað Man un maður tók þá stórundarlegu tölfræði saman?

  62. Fyrstu viðbrögð frá Rodgers voru á þá leið að þetta væri Medial Ligament hjá Agger en það ætti eftir að koma betur í ljós á næstu dögum. Vona það besta!

  63. Nenni ekki þessu lengur, það vantar stapíl í þetta lið.

  64. Frammistaða liðsins var frábær í dag og hjá flestum liðum myndi þetta lofa góðu fyrir framhaldið en þetta er Liverpool. Hvað hefur liðið oft spilað vel gegn t.d. Man Utd á undanförnum árum og skitið svo á sig í næstu leikjum á eftir? Tapið í dag skrifast á slaka dómgæslu og lélega færanýtingu. Staðan hefði getað verið 2-0 þegar rauða spjaldið fór á loft. Ég þakka guði fyrir QPR og Norwich því án þeirra væri ekkert lið búið að skora færri mörk en Liverpool. Þess fyrir utan eru bara 2 lið sem hafa fengið á sig fleiri mörk en Liverpool. Jú spilamennskan er fín á köflum og oftast frábær í stórleikjum en liðið þarf að fara að spila betur gegn lakari liðum. 2 stig, fá mörk skoruð, mörg mörk fengin á sig, ég er hræddur um að ef stjórinn héti Roy þá væri farið að hitna undir honum. Ég er ekki sáttir við að liðið spili ágætlega en skíti svo á sig bæði fyrir framan markið og í vörninni og fái bara stig á tillidögum. Ég er að missa þolinmæðina gagnvart Brendan.

  65. Skiptir ekki öllu hvort maður haldi með LIVERPOOL eða mu dómarinn eyðilagði leikinn og það er gjörsamlega ólíðandi fyrir áhugamenn um enska knattspyrnu!

  66. Ætla að vona að það séu ekki margir Liverpool aðdáendur eins heimskir og barnalegir eins og þessir United aðdáendur sem eru búnir að kommenta hérna. Mig svíður í sál minni yfir þessari heimsku og barnalátum.

  67. Okei tek það fram að ég er harður Liverpool stuðningsmaður, en fylgi þeim ekki blindandi…

    Mörkin sem utd skorar eru vegna barnalegs varnarleiks af hálfu leikmanna okkar.. Víti eða ekki, Johnson þurfi ekkert að fara í þessa tæklingu, mér sýndist Valencia vera að mála sig út í horn, og reina mögulega getað varið frá honum..
    Markið hjá tvíburabakverðinum var mjög flott, en það greip mig að “chippan” sem er send inn í teiginn framhjá 3 varnarmönnum LFC sem fóru allir sem einn að pressa krossinn er það sem veldur því að einhver (Kagawa?) gat chestað hann á aaaaleinann tvíburann(Fabio eða Rafa hvor sem þetta nú var..)

    Mér fannst Liverpool ekki eiga að fá víti, hefði orðið BRJÁLAÐUR ef LFC hefði fengið víti fyrir eins “brot” og Evans á Suarez.. Vissulega einhver snerting, en mér fannst Suarez sækja hana frekar en annað.. Mér virkilega leiðist stundum hvað hann reynir alltaf að sækja brotin sín, held að ef hann reyndi að standa þessi smotterísbrot af sér, eins og þarna af sér, fengi hann miklu meira frá dómurum!

    En þetta finnst mér sitja eftir http://www.101greatgoals.com/gvideos/gif-jonjo-shelveys-brutal-tackle-on-jonny-evans-liverpool-v-manchester-united/ Ég sé bara ekki hvernig hægt er að réttlæta rautt á annan þeirra, og ekkert á hinn? Sérstaklega þegar tekið er mið af staðsetningu dómarans..

    Eins og margir eru búnir að benda á hérna, þá var það léleg færanýting sem tapaði leiknum.. Dómarinn hjálpaði okkur ekki, en það var ekki hann sem tapaði leiknum, að mínu mati..

    Svo að ég taki það fram líka, og fari yfir mínar skoðanir í leiknum, þá er ég þeirrar skoðunnar að Van Persie hefði líka átt að fá rautt þegar hann fékk gula spjaldið sitt, ef það er horft á það að Jonjo fékk reisupassann..

    En þetta eru mínar skoðanir, og endurspegla sennilega ekki skoðanir landsmanna.

    Bestu LFC kveðjur, Jarhead!

  68. Sýnist að allir séu að gleyma vítinu sem Agger átti að fá í fyrri hálfleik þegar Evans togaði hann niður.

    2 víti sem við áttum að fá sem dómarinn sleppi. Eitt víti sem þeir fengu sem var ekki víti og svo áttu bæði Evans og Persie að fá rautt ef það var rautt á Shelvey.

  69. Eru menn í alvörunni svona fyrrtir? Er farið að hitna undir Rodgers? Það eru búnir fokkings 5 deildarleikir af stjóratíð hans! Hann er að breyta leikstíl liðsins, hann er að koma með aðrar áherslur, það var sett í forgang í sumar að lækka launakostnað liðsins (sem var FÁRÁNLEGUR). T.a.m. sá ég einhversstaðar að laun Maxi Rodriguez, eins og sér, hafi verið þau sömu og laun Borini, Allen og Assaidi til samans.

    Maðurinn hefur sýnt að hann er með pung, og það af stærri gerðinni! Hvenær var síðast gefið 18 ára gömlum dreng sitt fyrsta tækifæri í deildinni, í leik gegn ManUtd?

    Hann hefur heillað mig í öllum viðtölum sem ég hef séð. Maðurinn er 39 ára og er einn efnilegasti stjóri heims.

    Það er ekki honum að kenna að seinustu stjórar Liverpool FC hafi skitið svo hressilega upp á þak að það sé ennþá töluverð vinna eftir til að ná að laga ástandið. Öll kaup Dalglish/Comolli (að Suarez undanskildum) hafa verið hrikalega slöpp, þó að Henderson sé ungur og efnilegur og eigi örugglega eftir að gera það gott. Downing hefur verið það lélegur að 17 ára strákur er búinn að ýta honum það langt útúr liðinu að hann var ekki einusinni í hóp í dag! Og það er síðan ekki hæfileikum Enrique að þakka að hann náði sæti á bekknum í dag, það einfaldlega vantar betri mann í vinstri bakvörðinn!

    Þegar að Rodgers fær að versla þá menn sem hann vill fá inn, er ég sannfærður um að við munum færast frekar hratt upp á við.

    Það var mikið talað um þolinmæði í sumar, menn ætluðu nú aldeilis að gefa nýjum stjóra tækifæri til að sanna sig… það er aldeilis tækifærið. 4-5 æfingarleikir, nokkrir evrópuleikir og 5 deildarleikir, og þá er farið að tala um hita undir honum. Maður hreinlega skammast sín fyrir að styðja sama lið og þessir jólajeppar sem segja svona.

    Neinei, endilega rekum BR og fáum inn 5. stjórann á 3 árum, ýtum aftur á restart, formöttum drifið, byrjum upp á nýtt, það er örugglega það sem vantar!

  70. Hluti af stuðningsmönnum beggja liða þurftu auðvitað að láta einsog fífl í dag!

    Shelvey hefði með réttu átt að fá gult fyrir tæklingu á Rafael snemma í leiknum, svo fer hann aftaní Giggs nokkrum sekúndum áður en hann og Evans fara báðir í stórhættulegar tæklingar. Gult á báða menn HEFÐI þá átt að þýða að Shelvey hefði fengið sitt annað gula spjald.

  71. Ég var nú að vona að þessu væri lokið. Var athöfnin fyrir leikinn bara sýndarmennska? Miðað við það sem gerðist eftir leikinn: http://www.youtube.com/watch?v=RbgMW2DkS2I

    …þá spyr maður sig.
    Ég vil svo gjarnan að við tökum “the high road” á þetta og sökkvum ekki niður á þetta plan. En svo heyrir maður fregnir af því að okkar stuðningsmenn geri á móti flugvélamerki, þar sem verið er að vísa í Munchen slysið. Mér finnst þetta ógeðslegt og til háborinnar skammar. EKKI FARA NIÐUR Á ÞETTA PLAN, HVAÐ SEM ÞAÐ KOSTAR. Styðjum okkar lið og eyðum ekki púðri í að níða andstæðinginn. Nógu erfitt eigum við um þessar mundir.

  72. Ég er sko ekki að missa coolið með Brendan Rodgers!
    En þettað kemur nú allt á endanum, við getum þó allavega róað okkur með það eftir leik dagsins að Scum verða ekki meistarar með þettað lið.
    Það er klárt!

  73. Það er nú að ég held talað um að einhverjir Poolarar hafi komið með þessi flugvélahljóð áður en United menn fór að svara til baka með heimskulegum söngvum.

  74. Ef okkar menn ætla að spila þennan fótbolta sem þeir sýndu í dag, þá hljótum við að koma okkur úr fallbáráttu fljótlega. Ég hef mestar áhyggjur af því að menn missi trúna og fari bara að gera einhverja vitleysu. Það er óþolandi að vera hvað eftir annað betra liðið á vellinum en uppskera ekkert. Við könnumst margir við það sem höfum spilað bolta að smám saman hættir maður að trúa því að liðið geti unnið, þannig að allir verða meira og minna höfuðlausir í leikjum.

    Nú reynir heldur betur á stjórann, segi ég nú.

    Áfram Liverpool

  75. Sælir fótboltafélagar.

    Vildi leggja nokkur orð hér í belg. Til að byrja með vil ég benda á að “never your fault…” lagið er ekki um Hillsborough, það er um Suarez og Liverpool borg, og fólkið sem í henni býr. Svo sungu stuðningsmennirnir “murderers, murderers” þar sem er átt við Heysel atburðinn. Svo sem ekki United stuðningsmönnum til framdráttar, en ekki um Hillsborough. Rauða spjaldið var að mínu mati eldrautt þegar ég sá þetta fyrst, eftir að hafa séð þetta aftur er ég enn viss um að þetta sé rautt. Ég vil þó taka það fram að tækling Evans var heldur ekki lögleg. Það fór bara miklu meira fyrir Shelvey, hann hoppar upp, nýkominn úr annarri tæklingu og er hátt af jörðinni með enga stjórn á sér. Dómarinn hefur eingöngu sýn aftan á Shelvei og enga endursýningu. Þeir sem vilja svo bera saman Persie tæklinguna við Shelvey, eru að bera saman epli og appelsínur.

    Vítið var svo engin spurning, aldrei víti. Þar vorum við heppnir, stálheppnir, en eins og áður hefur dómarinn ekki endursýningu og á fullum hraða bendir allt til þess að bakhrinding eigi sér stað.

    Suarez “vítið” sem aldrei varð, er að mínu mati ekki víti þar sem Evans tekur boltann. Sitt sýnist hverjum um þetta. Að mínu mati er hinsvegar miklu meira víti á United í fyrri hálfleik, þegar Evans rífur Agger niður.

    Heilt yfir var liverpool mun betra í leiknum, United menn virðast vera skíthræddir við að mæta á Anfield. Ég skil gremju þeirra stuðningsmanna Liverpool sem eru hundfúlir og finnst þeir hafi verið rændir 3 stigum. En sem United stuðningsmaður er ég að sjálfssögðu mjög ánægður með þetta, þarna eru extra 3 punktar fyrir okkur, þar sem við náum sjaldan í stig.

    Til að slá botninn í þetta, þá vil ég meina að Rodgers sé á réttri leið með liðið ykkar. Ég myndi vona ef ég væri púlari að hann fengi nægan tíma til að klára umbreytinguna. Eins myndi ég einnig hlakka mikið til, þegar stjórinn fær einhverja almennilega peninga til að kaupa inn í stefnuna sína. Svona eins og einn senter eða svo.

  76. Mér er búið að vera bumbult í allan dag eftir þennan ósamkvæmisdans Halseys.

    Besta að æla smá, losa sig við óbragðið og halda svo áfram að vera þolinmóður.

  77. Ég var að heyra að á Manutd.is væri spjallborð sem heitir Gullkorn Liverpool stuðningsmanna. Ég tékkaði á þessu, því ég neitaði að trúa því og viti menn, þetta er satt. Þar eru United menn að grínast með margt misfróðlegt sem við tölum um á þessu spjallborði og Liverpool.is spjallborðinu.

    Renndi örsnöggt yfir sumar tilvitnanirnar og ég veit eiginlega ekki hverjir eru sorglegri, við eða þeir. Sennilega þeir fyrir að geta ekki unað við að vera undantekningarlaust á sigurbraut síðan Guðmávitahvenær, heldur verða þeir að hlæja að tilfinningum og óförum annarra.

    En sorglegastur er sennilega undirritaður fyrir að skrifa athugasemd á blogg um þráð sem fjallar um athugasemdir frá því bloggi sem athugasemdin er skrifuð á.
    Mín spá er sú að ef þessi athugasemd lendir inn á þráðnum hjá Manutd.is, þá crashar internetið.

  78. Siggi united maður hvernig er þetta rautt önnur löppinn sóli niður meðan Evans kemur með tveggja fóta tæklingu sóli á undan þannig að kannski rétt verðskuldaði rautt bara ekki á Jonjo, ömurlegur dómur vægast satt.

  79. Þetta þarf ekki að ræða meir. Nú verður horft fram á veginn og farið að safna stigum á meðan að Halsey tekur út sína refsingu í neðri deildunum. Var líka sérstaklega ánægður með að Shelvy skildi láta rauðnef heyra það. Það sínir svo ekki verður um villst að strákurinn er orðinn fullorðinn.

  80. Auðvitað er þetta lag um Hillsborough, virkilega auðvelt að benda á Heysel til að upphefja eitthvað þessi skítseiði. Mér er alveg sama hvort það eru United menn að syngja um Hillsborough eins og í dag eða Liverpool stuðningsmenn að syngja um flugslysið, allt saman til skammar.

  81. Ég man þà gömlu daga þegar þessir leikir voru þrungnir spennu og betra liðið vann og montréttinn þar með skuldlaust.
    Verri þróun er að fyrirsagnirnar snúist um handabönd og dòmarann.
    Hefði viljað engin rauð spjöld og engin víti í þennan leik, ef ég à að reyna að vera hlutlaus. Eins hefði ég viljað sjà annars slakann dómara dagsins flauta à mun færri atriði þar sem flæði leiksins fjaraði hratt út í seinni hàlfleik, og skemmtanagildið um leið.
    Óskaði þess mikið að Liverpool myndi ekki skora nema seint í leiknum þar sem maður vissi að þeir myndu falla aftar um leið og utd komast inní leikinn manni fleiri, sem og gerðist, og eftir það gerðu öll meiðslin ómögulegt að skipta inn frískum fótum til að jafna leikinn.
    Liðið fær hrós fyrir vel spilaðan leik og eins verð ég að minnast à Johnson, sem hljóp upp valencia þràtt fyrir að Agger hafi tæklað hann niður…magnað
    Meirihluti fullorðinna stuðningsmanna sér að liðið er à réttri leið og styðja Rodgers í brúnni eftir erfiða byrjun.
    Göngum hnarreistir því við vorum að yfirspila man utd þràtt. Fyrir mikið mótlæti. YNWA

  82. Úff ég er enn hás eftir að hafa öskrað eins og geðsjúklingur á sjónvarpið í dag. Sat einn og horfði á leikinn enda hefði ég sennilega verið lagður inn hefði ég verið innum annað fólk. Nenni ekki að ræða þennan dómar það er enginn tilgangur með því sjá það allir sem vilja hvað hann átti góðan leik.

    Ég hef hins vegar áhyggjur af varnarleik Liverpool ég tala nú ekki um þegar liðið er ekki að ná að skora neitt af viti heldur. Liðið hefur ekki náð að halda hreinu í neinum leik það sem af er og er búið að fá á sig 10 mörk í 5 leikjum. Það vita það allir að það vinnst ekkert í fótbolta ef varnarleikurinn er ekki góður og þar finnst mér Rodgers ekki vera ná að vinna sína vinnu næginlega vel. Mótherjar Liverpool þurfa helmingi færri skot/sóknir á mark til að ná að skora. Það lagt mikil áhersla á að halda boltanum gefa hann stutt sem hefur orsakaða það að varnarmenn hafa verið að gera slæm mistök líkt og Agger í dag. Kannski er þetta eitthvað sem lagast með tímanum en ég hef bara miklar áhyggjur af þessu.

    Það er engan veginn ásætanlegt að vera í 18-19 sæti eftir 5 umferðir og vera einungis með 2 stig. Ég er ekki að segja að það eigi að fara að reka Rodgers en ég verð hins vegar að segja að ég hef ekki þolinmæði til að þetta haldi svona áfram mikið lengur. Mér er skít sama hvort við erum búnir að mæta Man U eða Wigan það eru búnir 3 heimaleikir og tveir útileikir á móti lélegari liðum og það er bara ekki í lagi að vera með svona lélega stöðu. Ef Liverpool nær ekki að vinna næstu tvo leiki þá verður því miður farið að hitna undir Rodgers. Ég hef verið að spá Liverpool baráttu um miðja deild og hef ekki trú á að liðið verði mikið fyrir ofan 10 sætið hópurinn er bara of lítill og þunn skipaður til að liðið sé að fara eitthvað betra en það. En eftir þessa byrjun þá liggur við að maður sé að fara undirbúa sig undur fallbaráttu í vetur..

  83. @75 Sigurður, það var þessi manutd klám síða: http://www.debatabledecisions.com/tables sem meðal annars styður samt ykkar skoðun að Púlarar hafi verið næst óheppnastir á eftir Nöllurunum. http://www.debatabledecisions.com/previous-seasons
    Eins og þú sérð þá Sigurður þá er þetta allt stórundarlegt allt saman og bara skrifað til að láta United og Ferguson lýta vel út, ekki satt? 🙂

    @79 Art, hvað var það við póstinn minn sem stakk svona illilega í þig? Ég sé ekki af hverju það ætti að eyða honum. Ef ég særði þig á einhvern hátt með þessu kommenti þá biðst ég innilegrar afsökunar, ætlaði aldrei að vera með nein leiðindi.

  84. Eftir leikinn í dag er ég hreinlega hættur að trúa á óheppni og tilviljanir.
    Dómarar leyfa endalaust peysutog,hald aftan frá og svo réttlæta menn að ekki hafi verið um brot að ræða þar sem varnamarðurinn náði að pota í boltann.

    Shelvey fór 50:50 tæklingu með hægri fótinn og sparkaði í boltann……beint rautt spjald!

    Suarez gæti hreinlega verið skotinn, bundinn og hengdur í vítateig andstæðingana og það yrði aldrei dæmt víti.

    Og vítinn sem búið er að dæma á Liverpool í deildinni í vetur…….2 mjög soft á móti WBA…..sérstaklega það seinna…..og svo vítið í dag……það var ekki einu sinni snerting!

    Ég er hreinlega farinn að hallast að því að dómararnir hafi sérstök fyrirmæli að gefa Liverpool ekki neitt………hvort sem það er vegna Hillsborough yfirhylmingunni, Suarez málsins í fyrra eða vegna þrýstings frá óprúttnum aðilum sem veðja á leikina. Ég bendi á að það eru gríðarlega miklir fjármunir sem eru lagðir undir svona leik…..og hægt að fá mjög góðan stuðul á að Man U ynni leikinn.

    Það er verulega líklegt að einhver mikill utanaðkomandi þrýstingur hafi verið á dómara leiksins, sbr. myndirnar af honum þar sem honum leið klárlega ekki vel.

    Ef þetta verður ekki rannsakað……held ég einfaldlega að knattspyrnan hafi tapað…..þetta snúist bara um hagræða úrslitum með öllum tiltækum ráðum fyrir þá sem borga mest. Ég bendi á að þetta hefur tíðkast og verið sannað á Ítalíu og víðar……og í reynd barnalegt að halda að þetta gerist ekki í enska boltanum……bolta sem miklu fleiri veðja á en þann Ítalska.

    En burt séð frá þessu öllu spilaði Liverpool glimrandi bolta í dag……og ég held að liðið sé klárlega á réttri leið.

  85. Var leiðilegt að tapa þessum leik á slæmri dómgæslu. Sýnist samt að leikjaprógrammið sé viðráðanlegt fram að áramótum. 29. desember verður Liverpool í 3.sæti 4 stigum á eftir toppliðinu. Sannið ti. Lítill fugl hvíslaði þessarri spádómsfrétt og ekki ljúgja litlir fuglar eða hvað!

  86. Enn jafn svekktur og búinn að ræða við töluvert marga sem allir hafa verið sammála mér um það að lykilatriði í leiknum voru rangt framkvæmd og augljóst að þegar svoleiðis er svekkir maður sig.

    Mér finnst líka ömurlegt að tveir hálfvitar hafi hermt eftir flugvél á Anfield, en ömurlegast er að þar með hafi ansi stór hópur útivallaraðdáenda United ákveðið að syngja murderers og it’s never your fault.

    Sorglegt er svo að einhverjir telji réttlætanlegt þrátt fyrir að Unitedliðið hafi lýst vanþóknun sinni á hegðun sinna stuðningsmanna í síðasta heimaleik að nokkur sjái ástæðu til að telja hegðun þá sem náðist á filmu og var umræðuefni hjá Sky bara ekki tengjast neinu nema hverju þá?

    Það er alveg á hreinu að þessi viðbjóður eftir leik átti að særa og alveg sama hvað reynt er að draga yfir það, þessi hegðun var skammarleg og er í umræðunni eftir leikinn.

    Svekkjandi ef það er til eftir svona dag þar sem fótbolti og samkennd var hugmyndin að í lok hans er talað um dómara og níðsöngva. En kannski er þetta nútímafótbolti í hnotskurn og bara ekki til neins að gera sér væntingar um annað.

    En á morgun horfi ég blákalt framan í heiminn vitandi hvað gekk á í Englandi í dag og held höfðinu hátt.

    Justice for the 96!

  87. komment nr 105…..lýsir hinum hefðbundna Liverpool stuðningsmanni fullkomlegaa fyrir mér, þótt maður þekki alveg einn og einn málefnalega og raunsæjan poolara….

    þið kennið alltaf einhverju öðru um og það er alltaf næsta ár hjá ykkur……..

    hættið að vera svona blindir og mættiði síðan á 21. öldina…þið eruð ekki lengur sigursælt lið,,,þið eruð klubbur í meltdown situationi……sem reyndar ágætis þjálfari er að reyna laga. Flott að hann er að taka upp uppalda drenig og leyfa þeim að spila……ég efast samt um að rodgers fái þann tíma sem hann þarf, sumir af ykkur eru strax orðnir óþolinmóðir, útaf því að þið lítið enþá svo stórt á ykkur.

    ættuð bara sætta ykkur við erfiða tíma í smástund og leyfa rodgers að reyna sitt besta að búa til almennilegt lið þarna, sem ég held að gæti gerst um það leyti sem gerrad og carragher hætta. Ef Rodgers fær að halda áfram þar að segja.

  88. plís enginn að skemma “like-in” á kommenti 18 🙂 hehe

  89. Aðalástæða þess að Liverpool var ekki búið að gera út um þennan leik í fyrri hálfleik er að við erum ekki með “alvöru markaskorara”. Svona verður þetta allavega fram að áramótum, við þurfum ca 30 marktækifæri til þess að eiga möguleika á að pota inn eins og einu marki. Það er erfitt að sætta sig við það, en helv kanarnir geta sjálfum sér um kennt.

    Búin að vera þolinmóður frá 1991, og ætli ég þurfi ekki að vera það í nokkur ár í viðbót.

  90. Ramires 109: Ef þú skoðar þetta spjall svona eins og eitt tvö þrjú ár aftur í tímann þá sérðu vel að liðið er gríðarlega mikið gagnrýnt af stuðningsmönnum þess. Spádómar hjá Liverpool stuðningmönnum fyrir mót hafa undanfarin ár snúist um að vonast til að ná Evrópusæti, ekki einu sinni top 4. Ég held að við flestir vitum nákvæmlega hvar við stöndum.

    En hvað er málið með Utd og stuðningsmenn þeirra. Afhverju eruð þið með þennan “meðal” klúbb gjörsamlega á heilanum ! Held þið ættuð að hafa meiri áhyggjur af bláu nágrönnum ykkar en okkur. Hvaðan kemur þessi minnimáttarkennd eiginlega…

  91. komment nr 105…..lýsir hinum hefðbundna Liverpool stuðningsmanni
    fullkomlegaa fyrir mér, þótt maður þekki alveg einn og einn
    málefnalega og raunsæjan poolara….

    comment nr #109 lýsir hinum hefðbundna ManUtd stuðningsmanni fullkomlega fyrir mér.

    Hann vinnur með einum caps-lock stuðningsmanni og keyrir því með bros á vör í vinnunna sína á mánudagsmorgni. Horfir ekki á aðra leiki eða kynnir sér þá, lætur sér þó nægja að horfa á messuna. Rífst við capslockarann á hverjum mánudegi og flokkar alla undir sama hatt.

    Tekur svo rúntinn eftir tapleiki á kop.is og skoðar valinn ummæli, en hunsar algjörlega alla almennilega umræðu þar sem kemur skýrt fram að 99% LFC stuðningsmanna vita vel að það er uppbyggingarstarf í gangi og við þurfum ekki ramirez með litlum staf til þess að benda okkur á þetta, takk samt captein obvious.

    Þeir sem halda að þetta sé allt eitt allsherjar samsæri gegn Liverpool FC eru á sömu villigötum og kafteinninn í commenti #105. Heimurinn er ekki að vinna gegn okkur, okkur vantar bara slúttara til þess að breyta dómineringu í mörk og að vinna stöku leiki þegar liðið er ekki að spila vel. ÞÁ VERÐUM VIÐ SKO MEISTARAR !!!11!! Ekki satt ? Nei það er ekki satt, við erum í uppbyggingu og þetta tekur tíma. En svekkelsið hér inni snýst bara ekkert um það, það eru til 106 aðrir umræðuþræðir um það og þetta hefur verið vel documenterað hérna. Hér eru menn að ræða leikinn og það óréttlæti sem við upplifðum.

  92. Voru ekki örugglega allir búnir að sjá Hillsborough skotið frá Hansa Bjarna á Twitter?

    @HansiBjarna: Alltaf sama sagan. Það bara fellur ekkert með litlu liðunum. #justiceforwho?
    Expand
    Reply Retweet Favorite

    Er þetta bara í lagi eða?

  93. Nei Eisi.

    Þetta er ekki í lagi! Alveg með ólíkindum vitlaust hjá nokkrum að láta þetta út úr sér, hvað þá manni sem vinnur sem íþróttafréttamaður og vill væntanlega láta taka sig alvarlega í starfi.

    Alveg ömurlegt, sá þetta í gær og hreinlega missti mál um stund. Þú veist að það gerist ekki oft!

  94. Sem stuðningsmaður bláa liðsins í Liverpool, leiðist mér ekki þessa dagana. Held þó að Everton endi varla með 5 sinnum fleiri stig en Liverpool, þó svo að staðan sé þannig í dag. Liverpool menn spiluðu mjög vel í þessum leik og var ekki að sjá að þeir væru einum færri megnið af leiknum.

    Fannst rangt hjá Halsey að reka Shelvey útaf, gult spjald og tiltal með ákveðinni röddu hefði verið mun gáfulegra, enda nokkur hiti kominn í menn á þessum tímapunkti.

    Varðandi vítið þá virðist Johnson rekast í öklann á Valencia sem fellur við það. Oft hafa menn sloppið með slíkt, en ég er þó á því að þetta hafi verið réttur dómur. Hins vegar hefði Suarez líka átt að fá víti og hefði sennilega fengið það ef hann hefði ekki rykkt höfðinu aftur eins og hann hafi orðið fyrir skoti. Rodgers þarf að taka hann á teppið og koma honum í skilning um að orðspor hans sé þannig að hann verði að standa sem flestar tæklingar og aldrei ýkja þegar um einhverja snertingu er að ræða.

    Annars verð ég að segja að ungu leikmennirnir hjá Liverpool líta mjög vel út, Shelvey, Sterling og Suso voru allir flottir. Vonandi að amerísku áhættufjárfestarnir gefi nú Brendan tíma til að byggja upp og sætti sig við að þetta er tímabil uppbyggingar.

  95. Vantaði í þetta hjá mér að Halsey hefði átt að gefa báðum gult. Evans fór auðvitað með báða fætur af jörðinni og sýndi sóla.

  96. Úff… Núna, daginn eftir þennan blessaða leik ætti maður að vera farinn að róast en það er nú ekki þannig með mig. Mér svíður mikið þetta óréttlæti sem við vorum beittir í þessum leil.

    Dómarinn hefur greinilega ekki séð almennilega atvikið hjá Evans/Shelvey því ef hann hefði gert það þá hefði þetta aldrei verið niðurstaðan og til að undirstrika það að þá kemur rauða spjaldið í kjölfarið á því að Evans kveinkar sér en Shelvey ekki. Það hefði verið betra fyrir Shelvey að þykjast vera meiddur enda var tæklingin hans Evans alveg þess eðlis að brjóta lappir. Svona ágiskunardómgæsla bíður upp á leikaraskap og hyglir undir þá sem eru óheiðarlegir, því miður.

    Vítið var aldrei víti. Ef menn segja að þetta er víti að þá áttum við að fá víti líka hinu megin.

    Persie sleppur með skrekkinn… Af hverju?

    Ég er með óbragð í munninum yfir þessum leik og ef það voru einhvern tímann efasemdir um að manjú fengi forgjöf í svona stórleikjum að þá eru þær horfnar núna.

    Ég hreinlega skil ekki þessar ákvarðanir dómarans og það liggur svo augljóst fyrir að hann nýtti hvert tækifæri til að koma manjú í betri stöðu. Af hverju veit ég ekki en ég vil fá að vita það! Er ferguson svona valdamikill að dómarastéttin hneygir fyrir honum? Eitthvað er bogið við þetta, þetta var engin tilviljun heldur algjörlega augljós mismunun.

  97. Erfitt að vera 10 á móti 12 hálfan leikinn. United 11 + dómari.

  98. Björn Torfi #88 segir:

    Maðurinn [Rodgers] er 39 ára og er einn efnilegasti stjóri heims.

    Ég er alveg staurblindur stuðningsmaður Liverpool, en meira að segja ég verð að segja … alveg rólegur á að flokka Rodgers bara sem einn efnilegasta stjóra í heimi.

    Rodgers hefur á bakinu eitt tímabil með Swansea í efstu deild. Efnilegur, vissulega, en við skulum ekki missa okkur í “gleðinni”.

    Nema auðvitað að ég sé að ræða við menn sem telja Gerrard ennþá besta leikmann heims, Lucas besta varnarsinnaða miðjumann heims, Reina besta markmann heims, Suarez besta sóknarmann heims og svo framvegis.

    Þessi leikur var bara djók. Halsey er djók. Fergie er djók. Stuðningsmenn ManUtd eru djók. Það er ekki þess virði að eyða orðum í þessa hluti.

    Það versta er samt, að Liverpool er djók! Segi það fullum fetum og dreg ekkert úr því. Jújú, Rodgers er að vinna við erfiðar aðstæður, leikmannahópurinn er lítill og mikill skortur á gæðum. Ég þekki þessar afsakanir allar.

    Það breytir því ekki að 2 stig úr 5 fyrstu leikjunum er ALDREI ásættanlegt fyrir Liverpool FC.

    Ég er ekki að kalla eftir því að reka Rodgers, en hér fara menn í þvílíkan baklás þegar maður minnist á þetta. Rodgers er ekki undanþeginn gagnrýni, og það er æði mikið gagnrýnivert hjá Liverpool í dag. Á því ber Rodgers stóra ábyrgð – auk leikmanna og ekki síður eigendanna. Má ég ekki bara biðja um að menn séu tilbúnir að ræða það yfirvegað, hvort Rodgers sé að gera rétta hluti eða ekki?

    Homer

  99. Liverpool þarf að fara halda hreinu í næstu leikjum. Þessi leikur er búinn, United voru heppnir og höfðu dómarann með sér. Slíkt gerist…shit happens. Nú þarf liðið hinsvegar að girða sig í brók og fara halda hreinu. Agger, Reina, Johnson, Skrtel þessir máttarstólpar eru nú ekki beint búnir að vera stórkostlegir þarna í vörninni. Það er einhver ára í liðinu að slaka á og missa einbeitinguna í leikjum á meðan andstæðingarnir ganga á lagið. Útileikir gegn Norwich og QPR næst og það verða langt í frá örugg 3 stig. Það er komin gríðarleg pressa og liðið þarf að fara sýna klærnar og berjast eins og grenjandi ljón.

  100. Auðvitað þarf Liverpool að fara halda hreinu og skora meira. Um það snýst fótbolti, að skora fleiri mörk en andstæðingurinn. Það að þessi frammistaða okkar manna hafi ekki dugað einu sinni til jafnteflis er rannsóknarefni og mér gjörsamlega óskiljanlegt. Varnarnvinnan var vissulega slök í fyrra marki manjú en heilt yfir var þetta líka nánast eina færið þeirra. Þeir þurftu ekki einu sinni að fá færi til að skora því þeir fengu gefins víti og á meðan við vorum einu færri ranglega.

    BR er klárlega á réttri leið með liðið. Liverpool spilar flottan bolta og heldur boltanum vel, það sást t.d. á móti Young boys í restina hvað það er mikilvægt að halda boltanum því andstæðingarnir þurfa jú boltann til að skora, ekki satt?

    Þetta verður fokk erfitt tímabil, Agger er trúlega eitthvað frá, krossa bara fingur um að hann verði ekki frá í 6 mánuði!! Við ættum að fá Lucas eftir nokkrar vikur en það eru líka mjög jákvæðir punktar eins og t.d. Shelvey, Sterling, Wisdom, Allen og fleiri sem eru að stíga upp og þetta tekur nokkra leiki. Tíminn vinnur með okkur en ég skal alveg viðurkenna það að ég finn magasýrurnar fara á fullt eftir svona tapleik og ég þori ekki lengur að líta á stöðuna í PL. Geri það ekki fyrr en eftir sigurleik!

  101. Það eina sem vantar er ALVÖRU sóknarmaður sem getur klárað færin og henda þessum Suarez út í hafsauga

  102. sælir, umræðan á að snúast um okkur,ekki dómara mistökin, sem verða alltaf partur af leiknum…..
    Rodgers fær marga plúsa hjá mér fyrir þennan leik, flottur bolti….. kraftur og vilji 100% og við miklu betri en UTD megnið af leiknum
    Allen frábær, Gerard góður , Sterling og suso flottir, Johnson ógnandi og Skrtel og Agger að spila frábærlega, fyrir utan mistökin hjá Agger þegar þeir fá vítið

    það sem ég get ekki skilið, og var búinn að vara Babu við fyrir mánuði síðan, er þetta með Borini…. ég sagði þá að hann fengi smá séns hjá mér, en ég taldi hann vera Downing no 2….. sem virðist svo vera hárrétt…. hann getur ekki neitt
    af hverju varð Rodgers að kaupa hann ????????? af hverju þessir stjórar svona blindir??? við eyddum 10 mills í hann, hvaða rugl er þetta ?
    ég hoppaði hæð mína hálf nakinn , þegar Suso kom inn á fyrir hann….. og hrósaði Rodgers í ca 2 mínútur…… en komst svo að því að hann fór út af í hálfleik meiddur !!!!!!!!
    liðið á sunnudag var flott, en okkur vantar að henda Shelvey ( Sahin í staðinn, þegar hann er kominn í form) , Borini(suso í staðinn) og Kelly(wisdom er betri) á bekkinn , þá erum við komnir á meðal þeirra bestu aftur….. þannig að það er stutt í þetta
    Babu , því miður hafði ég rétt fyrir mér einu sinni enn……. með Borini (Carrol,downing, henderson, adam)……

    þegar þið svo sáuð seinustu 20 mínúturnar í gær, Allen taka rispurnar sínar fram á við og skila alltaf sinni varnarskyldum, þá hljótið þið að sjá að hann er klassa ofar en Lucas á öllum sviðum nema einu ?

  103. @Siggi nr. 94.

    Set spurningamerki við lesskilning þinn og túlkun á sögulegum atburðum. Hvernig er það ekki vitnun í Hillsborough þegar sungið er ,,it’s never your fault” í þeim skilningi þínum að um sé að ræða annars vegar Luiz Suarez (sem áréttað skal að hefur ekkert með Hillsborough að gera) og, þá sérstaklega, Liverpool borg. Þó að vera megi að skírskotað sé til annarra atburða fellur Hillsborough klárlega líka undir þennan hatt. Ekki reyna að neita því. Ummælin þín um ,,Murderers” sönginn fallega dæma sig svo sjálf. Allir þessir atburðir (líka flugvélaeftirlíkingar Man. Utd. manna) eru viðbjóðslegir. Ekki það mér sé ekki skítsama um nokkra fávita í Englandi sem geta ekki hagað sér og eru tilbúnir að niðurlægja sig á almannafæri.

    Shelvey tæklingin. http://a.yfrog.com/img739/6475/ns7htu.jpg Skoðaðu þessa mynd og endurskoðaðu svo hugmynd þína um staðsetningu Halsey. Hann sá fullvel hvað er að gerast þarna. Jú, Shelvey hefur vissulega ekki mikla stjórn á sér en, nema hann sé staddur í þyngdarleysi á tunglinu, Evans gerir það svo sannarlega ekki heldur. Ergo, rautt á báða, gult á báða, ekkert á báða, could not care less hver þessara niðurstaðna yrði fyrir valinu.

    Van Persie tæklingin er augljóslega ekki eins og Shelvey tæklingin, engu að síður stórhættuleg og hreint og klár rautt spjald. Suso stálheppinn að vera ekki á sjúkrahúsi núna.

    Ég er sammála þér með Valencia vítið, aldrei víti. Gef samt dómurunum í þessu tilviki að erfitt er að dæma um svona lagað á örskotsstundu. Ólíkt því sem t.d. gerðist í Shelvey/Evans atvikinu.

    Suarez/Evans. Þarna talarðu bara í hringi. Þeir snerta báðir boltann, en atvikið litast klárlega af því að Evans er búinn að fella Suarez áður en það gerist og þar með er það víti. Punktur. Sóknarmaðurinn á svo alltaf að njóta vafans. Ergo, rangur dómur.

    Að leiknum, margt jákvætt, sumt neikvætt, þá sérstaklega meiðsli manna. Verðum að nýta færin betur og skerpa á ógninni. Suso og Sterling ættu að vera orðnir byrjunarliðsmenn um jólin.

  104. Þarna á svo augljóslega að standa ,,flugvélaeftirlíkingar Liverpool manna”.

  105. Sælir, United maður hérna.

    Veit ekki með aðra United menn en ég er ekki hérna til hlæja að ykkur. Finnst pirringurinn virkilega skiljanlegur, ykkar menn voru miklu betri í leiknum og áttu meira skilið úr þessu. Lengst af eftir rauða spjaldið hefði maður giskað á að United væri einum færra. Held að Brendan eigi eftir að gera góða hluti hjá Liverpool ef hann fær tíma og frelsi til að athafna sig hvað leikmenn varðar.

    Rauða spjaldið, hot topic. Fáránleg tækling hjá báðum, veit sannarlega ekki hvað Evans var að spá með þessari tveggjafótatæklingu. Réttlætanlegt að henda rauðu á báða, báðir í stjórnlausum tæklingum. Held þó að gult á báða hefði verið besta lausnin. Hefur það annars einhvern tímann gerst að tveir hafi fengið rautt fyrir sömu tæklingu? Eða bara gult for that matter?

    Suarez hefði átt að fá víti en það var erfitt að sjá það, boltahreyfinginn var þannig og eins ýktar hreyfingar Suarez. Þurfti zoom til að sjá það almennilega en þá er það á hreinu, Evans náði ekki boltanum heldur fór í fótinn á Suarez.
    Ég er samt á þeirri skoðun að vítið sem Valencia fékk hafi verið rétt. Johnson kemur á mikilli ferð og það eru snertingar, bæði hönd í bak og fætur snertast. En þetta var mjög soft, í ljósi leiksins þá skil ég pirringinn yfir þessu vel.

    Og hvað chantið varðar þá fannst mér ömurlegt að sjá hversu margir United menn tóku undir í söngnum eftir leikinn. Ég, sem United maður, get engan veginn skilið hvernig hægt er að segja að “it’s never your fault, always the victim” eigi bara og einungis við um Suarez málið. Það er ekkert í laginu sem bendir til þess. Og að syngja það þarna setur þetta að sjálfsögðu í samhengi við Hillsborough, alveg sama hvað hver segir, samhengið myndast út frá aðstæðum. Virkilega illa gert og vanvirðir báða klúbba. Ekki það sem þessi annars skemmtilegi rígur á að standa fyrir í mínum huga.

    Stigin 3 eru mikils virði í baráttunni en það er erfitt að segja að þau hafi verið verðskulduð í þetta skipti, vonandi fær maður betra tækifæri til að fagna sigri næst.

    Ykkar menn hljóta að fara að rífa sig upp stigatöfluna, hef enga trú á öðru.

    Kv. H

  106. ma til med ad benda ykkur a! ad thegar Helsey er ad fara daema thetta raudaspjald.. ad tha var hann fyrst ad fara teygja sig i gula spjaldid… enn haettir svo vid og er greinilega ad raeda vid adstodardomarann i talkerfinu… og akvedur ad daema rautt! … en Shelvey var nu buin ad fa nokkrar advaranir.. og adragandin ad thessu broti var frekar grofur!
    Domarinn daemir og thetta er hluti af boltanum.

  107. @Maggi

    Ég svaraði honum að þessi ummæli dæmdu sig sjálf að hann ætti ekkert erindi í fjölmiðla. Hann eyddi mér út af Twitter hjá sér.

    Spurning um að gera honum lífið pínu erfitt. Senda t.d. fjöldapóst á íþróttadeild RÚV og reyna að fá hann til þess að biðjast afsökunnar, opinberlega. Það er hálf fáránlegt að íþróttafréttamaður á RÚV hafi uppi svona ummæli á opinberum vettvangi þegar umfjöllun RÚV um The Truth var jafn góð og raun bar vitni.

    Veit það ekki. Þetta fer bara endalaust í taugarnar á mér.

  108. Vá hvað þið eruð krúttlegir sumir hérna

    “It’s never your fault” er væntanlega vegna endalausa vælinu vegna dómaramistaka
    Síðast þegar ég vissi þá var spark í hælinn og bakhrinding brot og þess vegna víti
    Jú Liverpool áttu að fá viti og rauða spjaldið var ekki alveg réttlætanlegt en það var ekki nema með mjög hægu replay og zoomi sem að hægt var að sanna að brot hafi átt sér stað en ekki að Evans hafi farið í boltann, síðan sér hann aftan á shelvey þannig að frá hans sjónarhorni er það bara tveggjafóta tækling frá honum.

    Mæli með að horfa á þetta áður en þið farið að svara mér :)))
    http://www.dailymotion.com/video/xttcan_liverpool-vs-manchester-united-full-time-analysis_sport?start=173

    Ást og friður lömbin mín, ást og friður

  109. „It’s never your fault“ er væntanlega vegna endalausa vælinu vegna
    dómaramistaka

    Hefði átt að hætta að lesa eftir þetta, þú veist greinilega ekkert í þinn haus. Þegar þú hefur ekki hugmynd hvað þú ert að tala um, þá er kanski betra að kynna sér málið áður en þú lætur það frá þér á rituðu máli. Annað er bara vandræðilegt. Goggle it.

    Síðast þegar ég vissi þá var spark í hælinn og bakhrinding brot og
    þess vegna víti

    Komdu með endursýningu sem sýnir spark í hælinn og bakhrindingu. Valencia er byrjaður að detta áður en Glen nær honum. Þannig að nema að Glen hafi fellt hann með hugarorkunni þá er þetta aldrei víti.

    Jú Liverpool áttu að fá viti og rauða spjaldið var ekki alveg
    réttlætanlegt en það var ekki nema með mjög hægu replay og zoomi sem
    að hægt var að sanna að brot hafi átt sér stað en ekki að Evans hafi
    farið í boltann,

    Og hvernig sá hann þá ósýnilega sparkið í hælinn á Valencia sem næst ekki einu sinni á zoomi í slow motion ?

    síðan sér hann aftan á shelvey þannig að frá hans sjónarhorni er það
    bara tveggjafóta tækling frá honum.

    Sama sjónarhorn sýnir undir sólann á Evans, þá báða meira að segja. 1+1 = 2. Tveggja fótatækling er alltaf rautt, sama hvort þú reynir að fara í boltann, hittir manninn eða hann sleppur.

  110. Já, sem betur fer fór maður ekki hérna inn í gær og setti niður á netið hugsanir sínar, var einfaldlega alltof reiður til þess. Ég verð bara að segja alveg eins og er að ég er ákaflega stoltur af mínum mönnum í þessum leik. Þeir spiluðu vel og það var aðeins eitt lið á vellinum í fyrri hálfleiknum. Meira að segja eftir að Jonjo var hent útaf, þá vorum við betra liðið, fyrir utan nokkrar mínútur eftir að við skoruðum, þegar við hleyptum þeim inn í leikinn aftur.

    En Headline Halsey er samur við sig, svo sannarlega. Þvílík og önnur eins skita hefur ekki sést í sjónvarpi lengi. Ef við tökum þessar RISA ákvarðanir, þá voru þær heldur betur furðulegar. Hann gaf 2 af þeim (sem sneru að mótherjum okkar) en hinar fjórar gaf hann ekki (sem sneru að Liverpool). Hérna eru þær:

    1. Agger rifinn niður. Líklegast augljósasta vítið af þeim öllum, ekki einu sinni vafamál.

    2. Vítið á Liverpool. Minnst augljósasta vítið af þessum þrem. Svo virðist sem Johnson hafi eitthvað komið við löppina á Valencia, reyndar lítil snerting og hinn byrjaður að falla talsvert áður. Víti mjög harður dómur, sér í lagi þegar horft er til hinna tveggja tilvikanna þar sem ekkert var dæmt. Alveg á tæru að Halsey sá ekki snertinguna, því hún sást ekki fyrr en í 5-6 hægri endursýningu í TV. Dæmdi þetta á líkum giska ég á.

    3. Brot Evans á Suárez. Klárt víti líka, Suárez nær til knattarins og Evans fer í hann. Næst augljósasta víti dagsins.

    4. Jonjo rautt. Var fjúkandi illur út í Jonjo að gefa svona færi á sér. Er á því að rautt þarna sér mjög harður dómur, en hann fer engu að síður glannalega í tæklinguna þó svo að hann sé ekki nálægt því að vera að taka 2ja fóta tæklingu. Þeir koma við boltann nánast á sama sekúndubrotinu, en Jonjo gleymdi að feika meiðsli og því fór sem fór.

    5. Evans ekkert spjald. Ég horfði á Liverpool leik fyrir nokkrum árum síðan þar sem að Didi Hamann var rekinn útaf. Fannst það vera bull dómur á sínum tíma. Jú, hann fór með báðar lappir á undan sér, en hann kom við boltann og var aldrei nálægt því að koma við mótherjann. Þá tjáðu mér mætir dómarar sem höfðu dæmt marga leiki á alþjóðlegum vettvangi, að það skipti bara engu máli hvort leikmaður snertir boltann, mótherjann, bæði boltann og mótherjann eða bara akkúrat ekkert af þessu. Farir þú með báða fætur á undan þér í tæklingu, þá er það bara beint rautt spjald. Evans gerði þetta og því algjörlega óskiljanlegt að hann skyldi ekki fjúka útaf. Mest rauða spjald af öllum meintum rauðum spjöldum í leiknum.

    6. Robin Van Persie, gult spjald. Ef Jonjo Shelvey fékk rautt kort fyrir sína tæklingu, hvað var þetta þá? Rennir sér með báða fætur á undan sér, líklegast rétt að gefa gult, en línan var gefin í Jonjo spjaldinu og því klárt rautt spjald miðað við þá línu sem gefin var.

    Það er bara sjaldan sem maður sér svona margar risa ákvarðanir í einu leik, detta bara í aðra áttina. Það er gott að heyra að meiðsli Agger séu ekki jafn alvarleg og í fyrstu var talið, og sama með Borini, en slæmt að heyra af meiðslum Kelly, og óvíst með frekari þátttöku hans á tímabilinu. Dýr leikur og rándýr frammistaða hjá Halsey.

  111. @Homer 122

    Hvað við orðið efnilegur skilur þú ekki?

    Ég er alveg sammála þér með það að Brendan Rodgers er ekki besti stjóri í heimi, en efnilegur er hann. Geturðu nefnt mér 10-15 þjálfara á hans aldri sem eru efnilegri en hann? Ef ekki, þá er hann klárlega einn af efnilegustu þjálfurum heims.

  112. Eyþór ég setti með link mér til varnar með videoið í sambandi við vítið sem að valencia fékk (lestu áður en þú ferð að tala)

    Dómarinn sér kannski ekki hælsparkið en hann sér mann hlaupa inn í teig með hendurnar í bakinu á Valencia
    Það sem ég er að meina með evans vs suarez er að það bendir allt til að Evans hafi farið í boltan þegar horft er á þetta á venjulegum hraða, annað en brotið á Valencia, ég er ekki að taka fyrir að þetta hefði átt að vera víti, ég er aðeins að benda á það að þetta var mjöööögggggg erfitt fyrir dómarann að sjá, nær ómögulegt

    Og með chantið, googlaðu þetta sjálfur áður en þú ferð að tala andmæla mér.

    “However, with the timing of the chants, the issue is particularly sensitive. The chant, which includes the words “It’s never your fault, it’s never your fault, always the victims, it’s never your fault,” was heard from a section of fans in the Stretford End early in the match.

    The Manchester United Supporters Trust (MUST) later issued a statement saying that it agreed “100%” with Ferguson’s pre-match words, but that the chants heard against Wigan were not about the Hillsborough disaster.

    “We did hear the usual anti-Liverpool chants at the match today but we’re pleased to say, despite some reports to the contrary, there was nothing that was specifically referencing Hillsborough. ”
    http://www.bbc.co.uk/sport/0/football/19613154

  113. @137

    Hvað vegna þess að MUST er svo áreiðanlegur matsmaður og góð heimild í þessu samhengi, ertu í alvöru að reyna að verja þetta? Og á Liverpool síðu, hvaða viðbrögðum ertu eiginlega að búast við?

    Fyrir utan þá staðreynd að hver heilvita maður getur náttúrulega ekki séð annað en að Liverpool og Suarez hafi klárlega verið fórnarlömbin í hinu annars mjög svo leiðinlega og þreytta Suarez-Evra máli.

Byrjunarliðin komin:

Opinn þráður