Sunderland 1 – Liverpool 1

Eftir landsleikjahlé fóru okkar menn til Sunderland og spiluðu við heimamenn og gerðu 1-1 jafntefli.

Rodgers byrjaði með liðið svona:

Reina

Kelly – Skrtel – Agger – Johnson

Gerrard – Allen – Shelvey

Borini – Suárez – Sterling

Á bekknum: Jones, Enrique, Sahin, Assaidi, Henderson, Downing, Carragher.

Í fyrri hálfleik var það sama sagan einsog alltaf. Liverpool var betra liðið, skapaði einhver sæmileg færi en auðvitað klúðruðust þau öll. Liðið var miklu meira með boltann, átti fleiri horn og fleiri skot á markið. En úr eina færi liðsins í leiknum þá skoruðu Sunderland menn. Eitt skot á markið í öllum leiknum og það var auðvitað mark. 1-0 fyrir Sunderland og það var ansi erfitt að peppa sig uppí það að horfa á annan hálfleik af öðru eins. Alveg einsog það er erfitt að hafa metnað fyrir því að skrifa langa skýrslu um sömu hlutina enn einu sinni.

Í seinni hálfleik voru okkar menn miklu betra liðið á vellinum og sköpuðu nokkur færi, en nýttu þau auðvitað illa. Auk þess áttum við tvö skot í tréverkið – eitt í slá frá Glen Johnson og svo skaut Gerrard í stöng. Þannig að við erum á góðri leið með að halda þeim titli þetta árið.

En okkar mönnum tókst þó að jafna leikinn. Sterling tókst að vinna sig frábærlega framhjá varnarmanni Sunderland og gefa fyrir á Suarez, sem átti skot í Titus Bramble, fékk boltann aftur og skoraði. 1-1

Eftir þetta var það greinilegt að okkar menn voru eina liðið, sem hafði áhuga á að vinna, en tókst ekki að skora annað mark.


Þessi leikur var miklu mun betri en leikurinn gegn Arsenal og það er margt jákvætt hægt að taka útúr þessum leik. En það er bara helvíti fokking erfitt að gera það þegar að við erum búnir að spila 4 leiki og fá bara úr þeim 2 stig. Þannig að þunglyndið í kringum þetta lið mun halda áfram allavegana fram á næsta sunnudag þegar við spilum við Manchester United.

106 Comments

  1. Ég skil ekki hvað Rodgers er að hugsa, menn á vellinum orðnir þreyttir og hann á núna menn á bekknum sem geta breytt leiknum fyrir okkur.
    Sahin hefði getað komið inná fyrir Shelvey og Assaidi inn fyrir Kelly og þá hefði Johnson farið hægra megin og Downing í bakvörðinn.

    Ég kýs mig mann leiksins fyrir að nenna að horfa á aðrar 90 mín af ömurlegum fótbolta.

  2. Margt jakvætt hja LFC i dag…Vantar bara framherja sem skorar endrum og eins.
    Thad verdur gaman ad sja hvernig fer a moti United…Thad verdur hørku leikur !

  3. Meira possesion fleirri skot, stöng, slá, betra liðið í 90 + mínutur. hitt liðið skorar í einu sókninni sinni.

    Déjavú einhver ??

  4. Andstæðingurinn fær eitt afgerandi færi í leiknum eftir klaufaleg mistök í vörn Liverpool og skorar.
    Liverpool á skot í slá Liverpool á skot í stöng Liverpool mun meira með boltann og á mun fleiri færi.
    Liverpool nær ekki að nýta færin og fer heim án stiganna þriggja.
    Finnst eins og ég hafi séð þetta handrit áður.

    Leiðinleg mynd.

    Lykilmenn Liverpool hafa verið alvarlega daprir í upphafi þessa tímabils, frá Reina til Gerrard. Vonandi kemur leikskilningurinn hjá okkar mönnum með tímanum og það var fjölmargt jákvætt við leik liðsins í dag, sérstaklega í seinni hálfleik en mjög margt neikvætt líka. Mjög margir leikmenn eiga heilmikið inni svo mikið er ljóst. Gott að sjá Suarez skora í dag og Sterling er að sýna og sanna að þarna er alvöru efni á ferðinni. Skil ekki afhverju bekkurinn var ekki notaður í dag þar sem liðinu veitti ekki af nýju blóði í restina og þegar loksins var skipt inná var það Downing! Rodgers þarf að fara gefa Gerrard meira frí, hann hefur verið mjög dapur í byrjun móts og er ekkert frábær síðustu tíu mínúturnar eftir tvo landsleiki á stuttum tíma. Það má hvíla hann sérstaklega þegar við eigum Henderson og Sahin á bekknum.

    Þessi byrjun er að fara eins og okkur óttaðist, fyrstu fimm leikirnir voru helvíti erfitt prógramm. Sigur í næsta leik færi þó langt með að koma okkur af stað þetta árið.

  5. Liverpool miklu betra liðið, sérstaklega í seinni hálfleik.
    Liðið er á uppleið, ekki spurning.
    Hefði viljað sjá Sahin koma inn á, en hvað veit ég.

  6. Hvað á þetta metnaðarleysi að ganga lengi?????????????

    Hvar er Benitez???????????????

  7. Ég skil ekki hvernig þið getið verið að tala um þolinmæði þolinmæði,,, eg er búinn að sýna þessu liði þolinmæði í 19 ár, keypt treyjur, mætt á leiki, mætt á pöbbinn, stutt það fram í rauðan dauðan… Það eru engar framfarir í einu eða neinu.. eg segi þetta með mikilli sorg í hjarta… Ég nenni þessu ekki lengur, að láta einhverja kalla út í heimi eyðileggja heilu daganna fyrir manni, það er laugardagur, og maður a að vera í góðu skapi og eitthvað, það eru nuna allaveganna 5 leikir í pl síðan að liverpool fekk 3 stig, þvi eg man eftir að við töpuðum siðasta leik a siðasta timabili, man bara ekki hvort við töpuðum 2 siðustu.. En maður segir ýmislegt í hita leiksins, ég veit allveg að ég verð spenntur fyrir næsta leik, býð eftir næsta pistli, næsta podcasti, næsta sluðurpakka.
    En þetta er að verða ansi þreytt að nyta ekki færin, og 1 skot á mark liverpool og leikurinn fer 1-1 heilhveitis heilhveiti..
    Afhverju í helvítinu buðum við ekki drogba samning, 120 þús pund a viku, og marka bónus.. maður sem skilar pottþétt 20+ mörkum og við mundum enda með að koma ut i + því þá kæmumst við sennilega í cl. En hvað um það, ég ræð engu, því miður fyrir klúbbinn.

  8. Enn og aftur var kjúllinn besti maður vallarins. Hreinn unaður að fylgjast með Sterling. Þyrfti bara að hafa meira afgerandi slútt í endann.

  9. Áframhaldandi framför á spili liðsins þó mér finnist LFC eiga ennþá töluvert inni. Mun öflugri í þessum leik en eins og svo oft áður var það barnaleg nálgun baka til sem varð liðinu að falli. Það er mikið verk fyrir höndum hjá Brendan Rodgers að taka þennan þátt í gegn en núna í nokkur tímabil í röð hefur kærleysið einkennt nálgunina á varnarþriðjungi vallarins.

    Ekki er hægt að kvarta yfir spilamennskunni því Liverpool var mikið betra í leiknum. Stangar og sláar skot og liðið hársbreidd frá sigri í dag. Mér finnst hrynjandinn í liðinu mun betri núna i fyrstu leikjunum en var allan síðasta vetur. Liðið er alltaf líklegt til að vinna og ekki að gefa of mikið af færum á sér. Vandamálið er bara að þegar liðið gefur færi á sér er það yfirleitt kostnaðarsamt.

  10. Ekkert helv. jákvætt við þennan leik. Getum sent boltann á milli manna vááá!!!
    Það vantar gæði í þennan þunna hóp og munið það að það er enginn meiddur!!!
    Sterling er ljósið í myrkrinu en Borini er stórt spurningamerki.Það er orðið sakamál að það hafi enginn komið í staðinn fyrir Carroll og ég spyr afhverju í andskotanum ekki?
    Maður leiksins var klárlega Sterling og verður klárlega lykilmaður hjá okkur í framtíðinni.

  11. Sterling lykilmaður í framtíðinni ?? ja þá allavegana ekki hjá Liverpool. Held að drengurinn hafi metnað og varla ætlar Liverpool að standa í vegi fyrir honum þegar stóru liðin Newcastle , Tottenham , City og Chelsea koma og vilja fá hann.

  12. Ja hérna og svo er það tap á móti Utd. næstu helgi ætli okkur takist að ná 3 stigum í hús fyrir september lok.

  13. Liverpool átti auðvitað bara að vinna þennan leik (skottilraunir á markið skv. Soccernet (7(1) / 23(6)) og Sterling er enn að heilla mig og aðra. En því miður telur það ekki til stiga.

    Næst er leikur gegn manutd þannig það má alveg búast við að við verðum með 2 eða 3 stig eftir 5 umferðir (af þeim eru þrír gegn Arsenal, Man.city og manutd), það má líka búast við að fjölmiðlar blasti stórum fyrirsögnum eins og VERSTA BYRJUN LIVERPOOL Í 300 ÁR, en mér er sama – liðið er að fara í gegnum mestu breytingar hugsanlega frá því að Shankly tók við því og ég bíð þolinmóður, kannski fara hlutirnir ekki að fara eins nákvæmlega eins og maður vill fyrr en í október eða nóvember – kannski síðar en ég bíð rólegur.

    Að lokum geri ég það að tillögu minni að síðuhaldarar setji upp tvær byrjunarliðsuppstillingarsíður fyrir leiki, aðra fyrir tuðarana og svartsýnisrausarana sem fylla kommentarakerfið og hina fyrir okkur pollýönnurnar og stuðningsmennina sem sjáum ljósu punktana (sem eru mun fleiri en tjá sig hins vegar minna).

    Eigið gott kvöld!

  14. Já vertu betri poolari en við aðrir!!!!! Ertu yfir okkur aðrar hafin eða hvað? Liðið er í fallsæti og þú tuðar um þolinmæði og við sem dirfumst að gagnrýna spilamenskuna sem btw er ekki á háu plani erum ekkert annað en eyðimerkurottur og gloryhunters.Ég hef haldið með þessu liði síðan 1980 og hata að sjá liðið tapa og jafntefli er í mínum augum tap(sérstaklega á móti liði eins og Sunderland). Taktu hrokan þinn eitthvert annað. Eigðu góða stundir eftir þetta frábæra jafntefli á mótil lélegu Sunderland liði.

  15. Sammála varðandi þessar skiptingar, lítil ógn sóknarlega sem skapaði einhverja raunverulega hættu. Hann hefði mátt taka Shelvey og Gerrard útaf.

    Borini er ekki þessi striker sem LFC þarf ef ég dæmi útfrá fyrstu leikjum hans. Finnst bara lítið sem ekkert koma frá honum. Gerrard má taka rekkverkið en hann verður critical í næsta leik svo það verður bið á að hunum verði refsað fyrir slaka frammistöðu undanfarið. Ég er ennþá að bíða eftir töfrum Assaidi, þeir koma bara ekki frá bekknum þegar hann situr fastast þar..

    Þetta season verður þungt. Janúarglugginn er ekki heldur að fara að bjarga okkur ef spilamennskan verður svona frameftir vetri. Er ekki að sjá Messi koma til LFC….

  16. Horfði ég á leikinn í spegli eða var Sterling ekki á hægri kanti?

  17. Það gerðist síðasta árið 1911 að Liverpool vann ekki leik í fyrstu 4 leikunum, þannig ég veit ekki hvort það sé framför. En samt virðist vera framför því Liverpool fékk ekkert stig gegn Sunderland á útivelli í fyrra.

  18. Að mínu mati erum við “tuðararnir og svartsýnisseggirnir” mun meiri stuðningsmenn en þeir sem segja,”það þarf þolinmæði,þetta er allt að koma o.s.frv.”
    Okkur er allavega ekki sama hvernig leikirnir eru að fara og hvernig liðið er að spila en það virðist þessum síðarnefndu vera nákvæmlega sama um.

    Ég er búinn að halda með Liverpool í gegnum súrt og sætt í einhver 35 ár og ég frábið mér einhver komment um það að ég sé lélegur stuðningsmaður af því að ég dirfist að gagnrýna spilamennsku og árangur liðsins.

  19. Ömurlegt spil hjá Liv, þetta er bara djók, segi ekki meir.

  20. Eitt jákvætt sem hægt er að taka út úr þessum leik er það að hinir “jarðbundnu” “aðdáendur” (ekki áhangendur =P !! nota bene) sem með raunsæisviðmiðum spáðu leiknum með jafntefli (1-1) urðu ekki fyrir heiftarlegum vonbrigðum eins og við hin!!

  21. Þetta var meira af því sama. Kunnuglegt, að fá á sig 1 skot og mark úr því og nýta síðan aðeins brot af færunum. Eins og við flestallir vitum þá er sama vandamál núna og í fyrra, það vantar markaskorara í þetta lið. Ákvarðanirnar á síðasta þriðjungnum eru líka frekar slæmar.

  22. Byrjar þetta “góðir aðdáendur” lélegir aðdáendur”.

    Stundum skammast ég mín fyrir að halda með Liverpool, en ekki vegna slæms gengis liðsins, heldur vegna þessa sandkassaleiks sem aðdáendur liðsins virðast oft þurfa að leika.

    Grow up!

  23. Tuðarar / svartsýnisseggir …. jákvæðir / þolinmóðir ….
    Sem keppnismaður fer maður með það inn í allar keppnir að gera sitt besta og reyna að vinna, en spurning á maður inni fyrir þeim sigri eða ekki? Held að mótívasjónin hjá LFC sé nákvæmlega sú fyrir alla leiki, en þú verður þó að passa þig á þeim vopnum sem mótherjinn spilar hverju sinni ekki satt.

    Leikurinn í dag var bragðdaufur og hressist aðeins þegar leið á. Greinilega sökum við alvöru strikers alveg rosalega. Suarez virðist láta allt fara í taugarnar á sér og ég held að það verði að þurfi að kótsha hann alveg sérstaklega á næstu vikum. Hann er klárlega algjör púðurtunna en að sama skapi eini maðurinn í framlínunni sem er hugsanlega að setja hann fyrir okkur.

    Mér fannst Shelvey komast vel frá leiknum og var betra að hafa hann en Sahin sem þekkir ekki enn félagana eins vel eins og Shelvey. Gerrard þarf þó að fá meiri hvíld held ég.

    Heilt yfir, betri leikur en á móti Arsenal, en við eigum enn langt í land. Hinsvegar veit ég að þeir ná toppleik á móti united og ég er mjög spenntur fyrir þeim leik !

  24. Ég held bara að þessir kanar séu algjörlega vanhæfir eigendur og þetta verkefni er of stórt fyrir BR. Hann kann að tala og koma vel fyrir en ég held að hann ætti bara að loka munninum og láta verkin tala ef hann getur það.

  25. Jesús Kristur, plís ekki fara að metast um það hverjir eru alvöru stuðningsmenn og hverjir ekki.

    Þú ert ekki meiri stuðningsmaður af því að þú áttir von á lélegri byrjun í deildinni og ert því ekki hissa.

    Þú ert heldur ekki meiri stuðningsmaður af því að þú vildir helst sigra alla fyrstu leikina og ert því brjálaður yfir genginu.

    Hér er reglan svo þið getið hætt að rífast um þetta: ef þú ert Íslendingur sem hefur nægilega mikinn áhuga á Liverpool til að taka þátt í umræðum um leiki liðsins á vefsíðu sem heitir Kop.is ertu grjótharður stuðningsmaður liðsins – sama hvaða skoðun þú hefur á genginu!

    Hættið nú að rífast. Þetta er óþolandi umræða. Við elskum Liverpool öll jafn mikið.

    Nú að leiknum…

    Ég átti fyllilega von á erfiðri byrjun og varaði við þessum möguleika í allt sumar. Engu að síður væri ég að ljúga ef ég segðist ekki hafa vonast eftir meiru en 2 stigum af fyrstu 12 í deildinni. Þetta er einfaldlega ömurleg byrjun og ef það er rétt sem Örn (#23) sagði hér að ofan að þetta sé í fyrsta sinn síðan 1911 sem liðið vinnur engan af fyrstu fjórum deildarleikjum sínum er það nöturleg staðreynd og ekki nema eðlilegt að menn séu frekar pirraðir í allar áttir eftir slíkt gengi.

    En, en, en, en. EN … við vissum líka hver vandamálin voru í sumar. Það var verið að skipta um þjálfara vegna slæms gengis og verið að reyna að bæta leikmannahópinn með takmörkuðu fé. Að sumu leyti tókst það sennilega (miðjan) en að öðru leyti klúðraðist sumarið algerlega (sóknin). Þar að auki var valinn þjálfari sem kemur með mjög róttækar breytingar á leikstíl og heimspeki. Og það ungur þjálfari, meira að segja.

    Þetta allt saman kallar á tíma. Auðvitað þýðir það ekki að Rodgers eigi að fá að vera með liðið í fallbaráttu fram að jólum. Það er eitt að lítast vel á það sem hann segir og hvernig fótbolta hann vill spila – mér líst mjög vel á það allt – og annað að sjá hann skila því inn á völlinn. Ég vona, vona, vona að hann geti staðið undir öllu talinu og skilað velgengni. Sumt bendir til þess og annað ekki og það er engin leið að vera viss um að hann sé frábær eða ónytjungur ennþá. Við verðum einfaldlega að gefa honum tíma, eins erfið og byrjunin er og eins erfitt og það er að vera þolinmóður.

    Jákvætt:

    Liðið stjórnaði öllum leiknum. Ég veit, tölfræði segir ekki allt en þetta er eitt af því sem Rodgers leggur hvað mesta áherslu á.

    Sterling var frábær. Aftur. Suarez var ekki góður en hann er enn að skora og núna kominn með 3 mörk í upphafi tímabilsins. Það er líka jákvætt. Þá var jákvætt að sjá karakter liðsins í að berjast til baka eftir að hafa lent undir. Það er talsvert betra en við eigum að venjast og í upphafi seinni hálfleiks sá ég þennan leik alveg fyrir mér enda nákvæmlega eins og WBA-tapið, þar sem þeir skoruðu líka úr eina færi sínu í fyrri hálfleik en í stað þess að berjast til baka hrundu okkar menn í seinni og þeir slátruðu okkur. Comebackið í dag var batamerki.

    Neikvætt:

    Johnson, Skrtel og Reina í markinu. Varnarvinnan almennt virðist vera úti á þekju. Kannski er þetta hluti af því að liðið sé að aðlaga sig nýjum leikstíl en jeminn, það er skelfilegt að horfa upp á svona marga lykilmenn ströggla í einu.

    Gerrard. Nefnið mér eina góða ástæðu af hverju hann ætti að halda sæti sínu í byrjunarliðinu þegar Sahin er orðinn fullfær (helst um næstu helgi, takk) og Lucas kominn inn aftur. Hann er 32 ára. Hann þarf ekki að spila alla leiki. Síst af öllu þegar hann er ekki einu sinni að reyna að spila Rodgers-boltann. Herra Hollywood-sending er að gera mig geðveikan.

    Og að lokum: þolinmæðin. Rodgers talaði í spjalli sínu við stuðningsmenn fyrir rúmri viku um að eitt stærsta vandamálið í Arsenal-leiknum hefði verið það að okkar menn skorti þolinmæði á síðasta þriðjungi vallarins. Mönnum lá of mikið á að láta hlutina gerast um leið og þeir komust í sókn, í stað þess að slaka á, spila boltanum innan liðsins á vallarhelmingi andstæðingsins og bíða eftir rétta færinu.

    Þetta sáum við aftur og aftur í dag. Gerrard og Johnson fannst mér verstir í þessu en margir aðrir voru allt of óþolinmóðir og virtust nánast skjóta um leið og þeir nálguðust teig Sunderland í stað þess að hægja á, halda boltanum með allt liðið í sóknarstöðu og bíða eftir rétta tækifærinu.

    Svo um miðjan seinni hálfleik, í stöðunni 1-1 þegar við vorum að pressa og leita að sigurmarkinu, tók Gerrard boltann af Skrtel um miðjan vallarhelming Liverpool, dældi honum algjörlega að óþörfu 50 metra yfir á vinstri kantinn þar sem Downing átti aldrei séns á að taka á móti honum, Sunderland-menn komust inn í boltann og fengu í kjölfarið skyndisókn með flesta okkar menn úr varnarstöðu. Ég varð brjálaður. Ef við seldum Charlie Adam fyrir óagað miðjuspil, af hverju á Gerrard þá að fá að spila svona viku eftir viku? Það var nákvæmlega svona hegðun hans sem gaf Arsenal fyrsta markið fyrir tveimur vikum og hann var í sama helvítis ruglinu í kvöld.

    Ég veit að United eru næstu mótherjar en ef Sahin er klár í slaginn myndi ég alvarlega spá í að setja Gerrard á bekkinn í þeim leik. Ég er ekki að grínast. Ég held að Gerrard verði að fá þau skilaboð að hann sé ekki sjálfvalinn í þetta lið og verði að spila eins og þjálfarinn ætlast til.

    Mín skoðun allavega.

  26. Liverpool àtti 23 tilraunir i leiknum, 18 þeirra mjog slakar og aldrei nalægt þvi að verða mark, við skutum ju i slá og stöng plús að Borini fekk 2 agætisfæri en að mínum dómi þa fannst mer okkar menn svona heilt yfir aldrei liklegir til að skora mötk i dag.

    Kelly er arfaslakur og hefur farið aftur síðan fyrir àri síðan.

    Èg heimta Gerrard utà kant eða a bekkinn þvi það kemur akkurat ekki neitt utur honum a miðjunni. Borini út fyrir Sahin og Gerrard a vænginn er eitthvað sem eg væri til i að skoða.

    Finnst einnig ahyggjuefni hvap okkat menn sækja hægt og eru mjog hugmyndasnauðir.

    Ætla svo rett að vona að okkar menn seu nu þegar byrjaðir að leita af 2-3 framherjum sem koma inn um dyrnar þann 1 januar….

    Ad lokum legg eg það til að FSG selji felagið….

  27. Hvað er hægt að segja eftir svona byrjun a timabilinu. Ég er búinn að halda með LIVERPOOL í 34 ár og klubburinn er að fara hratt niður undir þessum eigendum. Var að vona að Rodgers inni Kraftaverk þvi það þarf kraftaverk til að klubburinn sogist ekki endanlega niður í meðalmennsku.
    Vil þakka siðuhöldurum fyrir frábæra síðu,þætti og upphitanir. Ef eigendurnir hefðu sama metnað og ástriðu væri þetta ekki að fara svona.
    Hér hefur margt gott verið skrifað og oft mjög skemmtilegar pælingar. Undanfarið hefur mig langað mest að taka undir með Magga ofl.
    En min personulega skoðun er að lelegt gengi LIVERPOOL siðustu árin megi fyrst og fremst skrifast þegar allt kemur til alls á eigendur klúbbsins. Vorum með Parry sem var ekki að vinna vinnuna sína og tók afspyrnu slæmar ákvarðanir og síðan er klubburinn seldur til gillett og hicks, siðan Fenway og ég sé engan mun á kúk og skít. Vona að við verðum með eigendur sem hafa seðla og metnað til að koma LIVERPOOL þangað sem það á að vera einn daginn. Sem fyrst. Á TOPPINN og ekkert kjaftæði. Þessir kanar eru ekki með pening til að gera nokkurn skapaðan hlut og styðja ekkert við okkar efnilega stjóra. Þvi miður.
    Rafa benitez var svo nálægt þessu en þurfti að berjast við fifl sem áttu klúbbinn. Með betri eigendum er ég viss að honum hefði tekist að koma okkur aftur á þann stall sem LIVERPOOL á að vera á.

    Takk

  28. Þetta er kannski versta byrjun Liverpool frá upphafi, en Liverpool er bara 2 ára. Liverpool fór á hausinn. Nú er verið að byggja upp nýtt lið. Rodgers hefur farið ágætlega af stað og þessi 2 stig gefa ekki rétta mynd af árangri Rodgers og FSG. Það hefur gríðalega gott starf átt sér stað og nauðsinlegt að sýna þolinmæði. Þið getið alveg treyst því að ekkert lið sem er að fara að mæta Liverpool treystir á stig, við vinnum kannski ekki Man Utd, en stigin fara að detta inn. Hef ekki áhyggjur af okkar mönnum. Við erum á uppleið.

  29. Eftir gluggafíaskóið var bara vitað mál að þetta yrði erfitt fyrir áramót og jafnvel lengur ef út í það er farið, ég get ekki séð að Andy Carroll sé þessi 20+ marka maður sem allir tala um að sárvanti í þetta lið þannig að maður sér nú ekkert eftir honum neitt sérstaklega maður sér bara eftir því að það var engin fengin í staðinn. Hann eykur breiddina klárlega í þessu liði en ég stórefa það að hann hefði “bjargað” miklu hefði hann verið áfram hjá okkur.

    Liðið á klárlega eftir að tapa helling af stigum, er nú þegar búið að tapa 10 af 12 mögulegum, sem er auðvitað langt frá því að vera ásættanlegt en eigendur og allir þar fyrir neðan hljóta að vera með plan A og fylgja vonandi því plani eftir en fara ekki að gera einhverja helvítins vilteysu á miðju tímabili, eins og td að reka stjóran eða kaupa einhver quickfix eins og td Owen, Del Piero, Guðjohnsen, Drogba eða einhvern álíka haug! Þeir eru allir sem betur fer runnir í gegnum hendur okkar. En svona leikmenn tel ég ekki eiga neitt erindi í klúbb sem er að byggja til framtíðar.

    Það eru ALLIR sammála að það þarf meira bit í sóknarleikinn og ég er 100% viss um það að það veit það engin betur en Brendan Rogers. Þetta vandamál er í algjörum forgangi og verður leyst við fyrsta tækifæri.

    Liðið er langt frá því að vera í stakk búið að taka þátt í einhverri titilbaráttu eða top 4 baráttu, það þarf í raun mikið að falla með liðinu og svona leikir eins og í dag þurfa að vinnast til að CL sætið verið að veruleika en það er aftur á móti himin og haf á milli liðana sem eru í top 4 og botn 4 og þeir sem halda því fram að við séum nær botn 4 en top 4 eru einfaldlega að gelta uppí rangt tré.

    Meiri skilningur og samæfing undir nýjum stjóra og hans leikstíl og kerfi ásamt 2-3 réttum kaupum, sem þurfa ekkert endilega að vera einhverjir 30m punda leikmenn heldur bara réttu leikmennirnir þá er liðið farið að berjast um topp 4, ef að liðið nær fleiri stigum á þessu tímabili en síðasta þá horfi ég á þetta tímabil sem Success sem verður bara byggt ofaná.

    Við vissum þetta allir og þetta þarf ekkert að koma á óvart að við séum að tapa stigum á útivelli á móti Sunderland!

  30. Má ég biðja um gömlu síðuna aftur (eoe.is) þar sem misgáfaðir fávitar voru ekki að þvælast þar inn. Algjörlega ömurlegt að koma hér inn eftir leiki þar sem flestir eru svo gáfaðir að það er hreinlega undravert að þeir skuli ekki stjórna einhverju liði í ensku deildinni.
    Allir sem eru með minnimáttarkennd leitið ykkur hjálpar!!!!

  31. Jæja strákar er glasið nokkuð hálftómt? Mitt er fullt af bjór allavegana akkúrat núna 😉 Ég hef heilsu og kaldan bjór yfir hverju á ég að kvarta?

    Rodgers að byggja upp nýtt kerfi og það tekur bara tíma. Ég ætla að enda þetta innlegg á byrjunarorðum hans í Being: Liverpool :

    “Today is the start of a long, hard journey for us. I’ve never ever said it would be easy. If it was easy it wouldn’t be worth doing.”

  32. Ég var rétt sem snöggvast að kíkja á leikina gegn þessum liðum sem við mætum í fyrstu 5 umferðunum á þessu tímabili, á síðasta tímabili og bar þá saman við árangurinn í ár, þetta er niðurstaðan:

    WBA – Liverpool 0-2

    Liverpool – Man. City 1-1

    Liverpool – Arsenal 1-2

    Stoke – Liverpool 1-0

    Liverpool – Man Utd. 1-1.

    Þetta eru samtals 5 stig (þar af 4 stig gegn þeim liðum sem við höfum þegar mætt) sem getur ekki talist merkilegur árangur en ef sigur vinnst á Man Utd. þá er það á pari við síðasta tímabil. Munurinn er bara sá að leikirnir sem um ræðir voru inn á milli annara leikja á síðasta tímabili og fólk rak ekki augun í slæman árangurinn. Þetta ætti að vera mönnum áminning um að tímabilið eru 38 leikir en ekki bara fyrstu fjórir. Svo fyrirsagnir um verstu byrjun í 100 ár og einhver tilgangslaus tölfræði skipta mig litlu. Þetta er fyrsta tímabil nýs stjóra með tiltölulega nýtt og breytt lið og nb. nýja taktík og ég ætla að gefa þessu a.m.k. fram að áramótum áður en ég fer efast.

    Ég hef ákveðið að standa með Brendan Rodgers í því sem hann er að reyna að gera á Anfield, þó auðvitað sé maður svekktur með spilamennskuna eins og hún er í dag, en ég trúi því að þegar leikmenn fara að fá almennilega trú á verkefninu þá komi þetta, auk þess sem ég vil meina að okkar lykilmenn eigi heilmikið inni. Ég held að sigrarnir fari að koma.

    Áfram Liverpool.

  33. Og það var í alvöru einhverjir sem sáu ekki gagnið í að hafa þumal niður möguleika.

  34. Real madrid er með fjóra punkta eftir jafnmarga leiki og við. Anda með nefinu, góðir hlutir gerast hægt. Klár batamerki eru á liðinu og einn besti uppaldi Liverpool leikmaður sögunnar að verða til. Happí deis!

  35. Kannski er ég voða vondur stuðningsmaður, með mínar ótal treyjur, peysur, og stuttbuxur frá Liverpool, þrjár ferðir á Anfield, og guð má vita hvað. En ég verð að segja það: Fabio fokking Borini var ekki það sem þurfti fyrir þetta tímabil. Við þurftum heimsklassa-striker, og á þessi fyrstu kaup var sett ofuráhersla: maður með tæpt heilt tímabil hjá miðlungsliði í Ítalíu.

    Enda er Rodgers hér að uppskera hér eins og hann sáir – NÁKVÆMLEGA sama sagan og í fyrra. Ég segi það enn og aftur, gæðastrikerar klára færin, og ekkert væl um “óheppni”, “óþolandi skot í rammann” og þar fram eftir götunum. En við erum með Fabio fokking Borini. Meiriháttar áherslur. Takk fyrir, Brendan Rodgers.

  36. Ég vona að við getum selt Johnson og keypt bakvörð sem getur bæði sótt og varist.

    Gerrard hefur einnig verið slappur og á erfitt með að gefa einfaldar sendingar, einnig virðist hann hafa misst hæfileikann að skjóta. Mér er alveg sama hversu mikið legend hann er, en ef hann ætlar að spila svona að þá vil ég sjá Rodgers setja hann á bekkinn.

  37. Brendan Rodgers er meðetta!
    Brendan er maður með böll sem þorir að breyta eftir sýnu höfði og það sem hann telur að fótbolti eigi að vera. Þessa leiktíð ætti að snúast einungis um að bæta leik liðsins í átt að nútímalegum bolta. Persónulega finnst mér betri tilhugsun um að reyna að spila þá taktík sem hugsanlega gæti skapað okkur yfirburði í framtíðinni heldur en að vera fastir í sömu meðalmennskunni. Sumir halda aðLiverpool geti unnið deildina með því að kaupa rétt á leikmannamarkaðinum, málið er að það er ekki option. Ef Liverpool mun vinna eitthvað í framtíðinni þá verður það í gegnum taktík og strategíu. Það eru engar töfralausnir í boði. Liverpool er nýbyrjað í transformation ferli sem tekur tíma. Ég vona að stuðningsmenn Liverpool muni sýna slíkri nálgun skilning og umburðarlindi, því annars erum við fuckt.

  38. Auðvitað tekur tíma fyrir liðið að venjast nýju kerfi en þýðir það að við megum ekki gagnrýna? Eigum við bara að sætta okkur við að vera í neðri hlutanum þetta tímabilið? Það er skuggalega lítill karakter í þessu liði það sem af er tímabili. Það vantar enn sjálfstraust og vörnin er út á þekju hvað eftir annað. Sóknarleikurinn er óagaður og menn skjóta mest út í loftið og flýta sér alltof mikið. Auðvitað verður B.Rodgers að fá tíma og allt það…en ég verð samt að segja að ég átti von á aðeins betra þessa fyrstu leiki. B.Rodgers og hans leikmenn eru ekki að standa sig…því miður.

  39. Ég vona að stuðningsmenn Liverpool muni sýna slíkri nálgun skilning og umburðarlindi, því annars erum við fuckt.

    Þetta er algjört lykilatriði. Pressan getur komið með sínar fyrirsagnir og dregið upp neikvæða mynd af Liverpool en ALLIR stuðningsmenn Liverpool, góðir og slæmir, verða að standa saman og styðja sitt lið 100%. Við erum með nýjan framkvæmdastjóra, nýja hugmyndafræði og það tekur TÍMA að aðlagast og koma liðinu á réttan kjöl. Ég skal viðurkenna að ég vonaðist eftir meira en tveim stigum eftir fjóra leiki en ég sagði við sjálfan mig í sumar og sýndist það vera inntak flestra hérna að byrjun þessa móts yrði erfið. Í bland við nýjan stíl og nýjar hugmyndir erum við með alveg sérstaklega erfitt byrjunarprógramm.

    Neikvætt svartsýnisraus stuðningsmanna Liverpool má einfaldlega ekki verða áberandi á netinu í byrjun stjórnartíðar BR. Það er sérstakleg mikilvægt tel ég að aðdáendur fylki sér á bak við liðið og stjórann, allir sem einn og skapa ekki óþarfa pressu á stjórann og hans hugmyndafræði eftir heila fjóra leiki við stjórn. Ég geri mér grein fyrir að kop.is er bara eitt lítið sandkorn í allri netflórunni en mér finnst það samt vera ábyrgðaratriði okkar að standa saman.

    Ekki fara á límingunum þó að stiga uppskeran sé rýr það sem af er. Það er alveg í lagi að vera óánægður með þegar illa gengur en ég ætla að biðja ykkur að taka ekki þátt í því að dæma BR á þessum tímapunkti sem óhæfan stjóra. Þess þá heldur er EKKI tímabært að kalla eftir sölu á klúbbnum. Eru menn virkilega til í að búa til annað umrótatímabil hjá klúbbnum og útskipti á stjórn og stefnu klúbbsins? Mér finnst greinilegt á öllu að þeir sem slíkt vilja ganga með þá draumsýn í hausnum að fá sykurpabbaeigendur sem eru til í að spreða úr nánast botnlausum vösum, hvað verður um slíka klúbba ef eigendurnir verða gjaldþrota eða ákveða að selja?

    Þolinmæði, þolinmæði, þolinmæði.

    PS. Er ekki alveg málið að gefa nýjum mönnum amk 15-20 leiki áður en þeir eru dæmdir til dauða hérna?

  40. Flottur póstur KAR #32

    Ekki að ég þykist vita meira en Brendan en það hefði verið gaman að sjá útkomuna ef við hefðum séð Sahin og Henderson í staðin fyrir Gerrard og Shelvey.

    Ég hef ennþá mikla trú á því að við sjáum Hendo fara að spila meira á móti liðunum eftir Manjú leikinn. Allavega er liðið með algjört overkill fram á við þegar Gerrard og Shelvey reyna úrslitasendingar í annað hvert skipti sem þeir fá boltann og enda í rugli.

  41. Þurfum að henda Carra í vörnina svona 2 til 3 leiki í röð til að rétta þetta af. Hann getur allveg sparkað langt fram eins og steve g.

  42. Við erum með þjálfara sem ætlar að spila Barcelona bolta eða tiki taka eða hvað sem þetta heitir hvað sem á dynur. Margir hafa kokgleypt þessa hugmyndafræði sem hina einu sönnu leið að takmarkinu. Sama þó biðin taki 20 ár. Ensku lýsendurnir sögðu réttilega að hugmyndafræðin væri góð – tækin vantaði bara. Hárrétt. Heimskan er að aðlaga ekki leik liðsins að þeim leikmönnum sem eru til staðar. Finnst eins og við séum að spila framliggjandi vörn í handbolta með 120 kg. lurkum eða 6 -0 með 60 kg. léttvigtarmönnum. Kaupi þetta bull ekki og lýsi því hér með yfir að ég enga hef enga trú á verkefninu.

    Áfram Liverpool!

  43. Finnst pinu svekkjandi að eini leikmaðurinn i hopnum sem virðist vera tilbuin að leggja sig alltaf 120 % i verkefnið er 17 ara gamall leikmenn eins og gerrard og reina hafa bara verið skuggin af sjalfum ser enn vonandi breytist það veit samt ekki hvort það see að fara gerast.

  44. Hvers vegna held ég með Liverpool? Jú ég hef gert það síðan 1986 þegar ég var sex ára og horfði á þá spila í sjónvarpinu. Tók ástfóstri við liðið og með liðið meina ég ekki bara þá 11 leikmenn sem eru fulltrúar liðsins hverju sinni, ég tók ástfóstri við merkið, búninginn, leikvöllinn og allt það sem Liverpool FC stendur fyrir. Ég var níu ára þegar liðið varð síðast Englandsmeistari og man ég lítið eftir því. Það eina sem ég veit er að ég er og verð ALLTAF Liverpool aðdáandi.

    Ég neita því ekki að síðustu vikur hafa verið erfiðar og að einstök úrslit leikja hafa eyðilagt fyrir manni heilu helgarnar en það breytir ekki staðreyndinni… Ég er og verð Liverpool-maður.

    Ég hef verið spurður hvernig ég fari að því að halda með Liverpool og núna undanfarið hef ég svarað þannig; Ég dansa það af mér.

    Þetta hefur verið erfitt og verður það ábyggilega áfram. Maður bugast ekki, maður heldur áfram að hlakka til leikja, þó svo oft sé tilhlökkunin kvíðablandin. Hvers vegna? Jú ætli sé ekki innstimplað í mann að í lok stormsins er gylltur himinn. Ég held áfram að vera bjartsýnn og hvet aðra neikvæðnismenn og nöldrara að hafa þolinmæði. Það eru bjartir tímar framundan á Anfield.

    Ef menn eiga erfitt með þetta mótlæti þá hvet ég menn til að dansa það af sér 😀

  45. Það eru vonbrigði á vonbrigði ofan að vera Liverpool stuðningsmaður þessa dagana greinilega. En ég er ekkert vonsvikinn. Ég er einfaldlega búinn að gera mér grein fyrir að styrkleikar Liverpool eru ekki miklir og þess vegna tel ég þessi úrslit gegn sterku liði Sunderland virkilega góð, sérstaklega þar sem þetta er útileikur. Liverpool er bara miðlungslið í ensku deildinni og eiga ekkert erindi í toppbaráttu. Það mun taka mörg ár að byggja upp ef það einhverntíman tekst þannig ég mæli með að menn fari í öndunaræfingar því ferlið mun taka þetta langan tíma. Liverpool er ekki með sugardaddy eigendur þannig það er ekki hægt að versla af vild, erum með ungan og nokkuð óreyndan stjóra sem þarf sinn tíma og að virðist þá eru einhver innanbúðarvandamál sem þarf að leysa. Það er eins og það sé eitthvað krabbamein sem hamlar öllu þarna innandyra, sem er auðvitað sagan endalausa. Rick Parry, Purslow, Comolli eða hvað það var í fortíðinni. Hvort það sé Ian Ayre núna eða eigendur eða hvað sem er veit ég ekki.

    Bottom line er að til að menn missi ekki geðheilsuna þá er betra að fara að gera sér grein fyrir erfiðleikunum og að Liverpool er ekki lengur meðal toppliða Englands, eins og er, því betur mun mönnum líða 🙂

  46. Stewart Downing þótti mér mjög lélegur í dag. Geysist upp kantinn þar til tveir loka hann af, lítur upp, enginn með honum í sókninni.

    Líklega versti maður vallarins hjá Liverpool, jafnvel þótt hann spilaði lítið.

    Hann verður farinn í vor, eða næsta sumar.

    Varðandi Liverpool og deildina. Eg hef haldið með Liverpool í 24 ár. Það er líklega mun auðveldara en að hafa verið stuðningsmaður í heil 35 ár. Eins og að halda með Utd í dag.

    Núna hinsvegar er Liverpool ekki í umræðunni um titla eða bikara, og verður ekki næstu árin. Og mun ekki vinna neitt.

    -Þeir sem ekki skilja þetta, eru blindaðir af sigrum fortíðar, og ættu að slá sig duglega utanundir. Liverpool verður ekki enskur meistari næstu 5 árin. Og mun ekki vinna neina bikara.

    Ég held samt með Liverpool.

  47. Það skorti ekki hraða fram á við fannst mér, með sterling í fararbroddi, en þegar boltinn var á miðsvæðinu fannst mér menn alltof hægir – það var eins og þeir væru í slow-motion stundum miðað við sunderland mennina. Það var eins og þeir væru alltof mikið að elta og bíða eftir að mótherjinn gerði eitthvað

  48. Þá er ég hjartanlega sammála kommenti eitt um skiptingarnar. Sá lítið til Shelvey í seinni hálfleik og það hefði verið gaman að sjá Assaidi koma inn á

  49. KAR #32
    “Svo um miðjan seinni hálfleik, í stöðunni 1-1 þegar við vorum að pressa og leita að sigurmarkinu, tók Gerrard boltann af Skrtel um miðjan vallarhelming Liverpool, dældi honum algjörlega að óþörfu 50 metra yfir á vinstri kantinn þar sem Downing átti aldrei séns á að taka á móti honum, Sunderland-menn komust inn í boltann og fengu í kjölfarið skyndisókn með flesta okkar menn úr varnarstöðu. Ég varð brjálaður.”

    Nákvæmlega! Ég man vel eftir þessu. Hann hefði getað gefið einhverja neutral sendingu á næsta mann en ákvað að reyna að stinga á vængmann sem var að reyna að hlaupa af sér bakvörðinn í von um að brjóta upp varnarsinnað Sunderland lið. Áttaði hann sig ekki á því að liðið okkar er fullt af skapandi leikmönnum sem vinna saman sem ein heild í að brjóta varnaleik andstæðingsins niður? Ég varð svo brjálaður að ég tætti í sundur sófasettið og kveikti svo í því.

    Hvað heldur þessi leikmaður að hann sé? Hvers vegna fer hann ekki eftir fyrirmælum Rodgers? Heldur hann að hann sé einvher kóngur sem getur leyft sér allt? Af hverju er Sahin ekki inná í staðinn fyrir hann? Hann átti frábæran leik á móti Arsenal. Og Shelvey – óþolandi ef hann þarf að sitja á bekknum fyrir þennan farþega sem heldur að hann geti leyft sér allt. Djöfull var ég brjálaður. Okkar menn höfðu átt hverja glæsisóknina á fætur annarri þar sem Gerrard kom ekki við boltann – hann þoldi það greinilega ekki og hlóð í Hollywood sendingu. Óþolandi!

    KAR #32
    “Ef við seldum Charlie Adam fyrir óagað miðjuspil, af hverju á Gerrard þá að fá að spila svona viku eftir viku? Það var nákvæmlega svona hegðun hans sem gaf Arsenal fyrsta markið fyrir tveimur vikum og hann var í sama helvítis ruglinu í kvöld.”

    Algjörlega sammála. Reyndar var það ekki Hollywood-sending á móti Arsenal heldur reyndi hann þríhyrning við Suarez sem hefur verið algjörlega frábær í upphafi móts. En sendingin var algjörlega glórulaus og til marks um að leikmaðurinn skilur ekki leikinn og er ófær um að hlýða fyrirmælum. Ég var svo brjálaður að ég nagaði í sundur inniskóna mína.

    Ef okkar menn geta losað sig við svona kónga eins og Gerrard sem halda að þeir geti allt þrátt fyrir að vera 32 ára og leyft Shelvey og Henderson að njóta sín þá eru okkur allir vegir færir. Maður hreinlega skilur ekki af hverju Rodgers setur manninn ekki á bekkinn eða sem betra væri, hafa hann fyrir utan hóp. Þetta er maður sem er áhugalaus og á einhvern ótrúlegan hátt er fyrirliði liðisins. Gjörsamlega ófær um að drífa það áfram eða mótivera samherja sína. Maður stórskammast sín fyrir þennan ofmetna leikmann.

  50. Það er vissulega svartsýni yfir mönnum hér og sem aðdáendur hafa menn rétt á sinni eigin aðferð við að móttaka úrslitum liðsins. Ekki ætla ég að rifja upp öll ár mín sem stuðningsmaður, né mun ég lasta þeim sem hafa frengið nóg. Fólk tekur mismunandi á hlutunum sem gerir menn ekkert minna aðdáanda en áður.

    Við verðum að gera okkur grein fyrir ástandinu eins og tað er áður en farið er að tala um væntingar liðsins. Menn verða að stilla eftirvæntingum í hóf miðað við þá staðreynd að:

    Nýr stjóri, nýjar breytingar og aðferðir reyndar. það tekur tíma!
    Eigendur liðsins vilja niðurskurð á launum félagsins og hefur ónothæfum leikmönnum verið skúffað út fyrr en vonast hafi verið til. Svo fljott að ekki náðist að fylla skarð þeirra í sumar. Það tekur tíma líka!
    ungum leikmönnum gefinn séns (loksins!) eftir margra ára misnotkun á fjármálum liðsins þegar efniviðurinn er til staðar. Það tekur tíma!

    Ég held að við sem LFC aðdáendur verðum að fara að endurskoða þessa “4.sætis fantasíu” og koma niður á jörðina á meðan uppbyggingu stendur. Það voru jákvæðir punktar í gær eins og td stig á erfiðum útivelli eftir að hafa lent undir. Einnig hafði liðið yfirburði á vellinum og Sunderland var ekki nálægt því að skora nema vegna varnarmistaka í eitt skipti.

    Við verðum að gefa nýjum þjálfara og nýjum leikmönnum séns á að stilla saman strengina því ekkert gerist á einni nóttu/einu sumri. Ég var ekki sáttur við allt sem gerðist í gær en ég sá ljósa punkta sem lagast með samæfingu.

  51. Ég sé ekkert athugavert við það þótt menn sé óhressir með spilamennsku hjá liðinu. Við vitum að þeir geta gert betur en það er eins og að Liv, liðið spili með hendur í vösum og hlaup hjá mönnum oft úr takti miða við fyrirgjafir, sendingar máttlitlar og ónákvæmar + hornin gefa ekkert (var flott þegar Hyypia var) en við ELSKUM LFC og stöndum með því en það er í lagi að gagnrýna liðið, eða lofa er vel gengur.

  52. Ég er alveg til í að gefa Borini tíma, og persónulega skil ég vel að eigendurnir haldi að sér höndum í fjármálum. Burtséð frá því sem kom inn í kassann í fyrra, þá fóru 70 milljónir eða meira í leikmenn sem lítið sem ekkert hafa gert fyrir félagið. Það þarf að vanda þessar ákvarðanir.

    Þess vegna er mér líka fyrirmunað að skilja að Rodgers hafi strax viljað setja 10 milljónir sirka í Fabio Borini. Er ekki gangvirði á svona leikmanni sirka fjórðungur af því? Getur einhver vinsamlegast útskýrt fyrir mér þessi kaup?

  53. Er Gerrard ekki bara of valdamikill a Anfield til ad BR haetti a ad taka hann ur lidinu? A sinum tima var talad um ad Roy hefdi aldrei fengid alvoru sens a Anfield thar sem nokkrir leikmenn voru a moti honum, ef rett er tha er thad sterkt merki um slappan culture thar sem politics rada of miklu.

  54. 60

    Ég gæti ekki verið meira sammála.

    Málið með Borini átti hann ekki 2 dauðafæri í gær (jújú hefði alveg mátt eiga 10), hefði annað lekið inn þá væru allir sáttari með kauða og talandi um að þetta væri að koma hjá honum. B.R keypti hann vegna þess að hann veit hvað hann getur en hvort hann eigi eftir að blómstra hjá LFC er annað mál. Gefum kauða smá séns það eru 4 leikir búnir á tímabilinu og menn ennþá að átta sig á nýjum stefnum meira að segja captain fantastic, menn þurfa oft tíma hvort sem þeir kosta 30+ eða minna í nýrri deild.

  55. Er ég sá eini sem finst Shelvey alltaf vera á hælunum og hægari heldur en meðal skjaldbaka? Allt of oft í leiknum fengu Sunderland að vaða upp völlin hægri vinstri í gegnum miðjuna því við vorum svo langt frá mönnum. gáfum þeim allt það pláss sem þeir vildu og í því var shelvey sýnu verstur. sást oft labbandi til baka eftir misheppnaða sóknartilburði, hvað varð um “Hvildu þig í vörninni”?

    Shelvey getur sparkað í bolta og átt ágætis sendingar öðru hverju en það verður að vinna í hraðanum og hlaupaviljanum hjá honum ef hann á að reynast topp leikmaður fyrir Liverpool.

    Hitt er annað mál að það er unun að sjá Stearling spila strákurinn er með hraðabreitingar sem minna mann a owen og fer létt með að gabba menn upp úr skónum.

    Hversu oft for Downsyndrome ílla með bakverði sunderland og gerði einhvað af viti hversu oft þarf hann að vera lélegasti maður vallarins til að við hendum honum í Reserves? Assaidi getur varla komið inná og farið verr með kannthlutverkið en Downing. Svo naga ég mig i handabökin yfir strák sem er að gera allt vitlaust í Blackpool þessa dagana að nafni Paul Ince sem akademíunni okkar tókst að glutra frá sér.

    YNWA

  56. Merkilegt hvað fáir virðast sjá þörf fyrir að skipta um fyrirliða á Anfield. Gerrard hefur stærstan hluta ferils síns hjá Liverpool verið eins og nótt og dagur. Þetta er leikmaður sem skín í stóru leikjunum, en hefur alla tíð látið allt mótlæti gegn minni liðum fara í taugnarnar á sér og er einatt fyrsti maður til að hengja haus þegar liðið lendir undir gegn minni liðum.

    Gerrard átti erfitt samband við Houllier, Benitez og Hogdson. Undir stjórn Dalglish gekk liðinu mikið betur án hans. Nú virðist nokkuð ljóst að Gerrard er lítið að hlusta á breyttar áherslur Bredan Rodgers. Það eitt gerir hann vitaskuld að vanhæfum fyrirliða.

    Sérstaklega þótti mér góður punktur hjá KAR í #32 þar sem hann bendir á að Charlie Adam hafi verið látinn fara sökum óagaðs leikstíls.

    Engu að síður er þetta gríðarlega hæfileikaríkur og góður leikmaður, en mér finnst að hann þurfi að leita sér að nýrri áskorun.

  57. Tekið úr þessari grein sem var birt í Apríl fyrr á þessu ári, spurning hvort það sama sé uppá teningnum núna ?

    In the 11 games Gerrard has started, Liverpool have scored an average of 1.00 goal per game while conceding 1.36; without him it is goals for 1.24, goals against 0.90. They have taken 1.67 points per game without him, just 0.73 with. Project that over a season: without Gerrard, Liverpool would get 63 points, which last season would have seen them finish fifth; with Gerrard, they would get 28, certain relegation form.

  58. Þetta var fyrirfram erfiður leikur – City tapaði þarna í fyrra og við vorum einfaldlega bara óheppnir í dag.

    Næsti leikur verður verður auðveldur. Við eigum alltaf góðan leik á móti man utd. á Anfield og þeir hafa alls ekki verið sannfærandi af því sem ég hef séð. Það er bara þannig, svo verða þeir þreyttir eftir leik á móti Galatasary í ómerkilegu evrópudeildinni. Spái 3-0 þar, Sahin með 2 og Sterlin 1.

  59. Ég myndi klárlega vilja sjá Gerrard á hægri kantinum. Fá Sahin á miðjuna með Allen og Borini á bekkinn. Ef það virkar ekki þá mætti Gerrard setjast á bekkinn. Var Enrique eitthvað tæpur í gær? Ef ekki þá finnst mér einkennilegt að hafa Kelly þarna inni og færa Johnson í vinstri bakvörðinn. Síðan er spurning hvort eitthvað af kjúllunum mættu ekki koma á bekkinn í stað þess að vera með 3 varnarmenn þar. Þessi byrjun er auðvitað skelfing en leikurinn gegn Man U gæti snúið þessu.

  60. Hversu oft for Downsyndrome ílla með bakverði sunderland og gerði einhvað af viti hversu oft þarf hann að vera lélegasti maður vallarins til að við hendum honum í Reserves?

    Sorry en þetta er með allra lélegustu kommentum sem ég hef séð hérna á kop.is.

  61. KAR #32.

    Ég er jafn sammála þér með hollywood sendingar Gerrard og ég er ósammála samlíkingu þinni með hann og Adam(s). Gerrard var fínn í varnarvinnunni í gær og átti margar last-ditch tæklingar. Adam var eins og höfuðlaus hæna í sínum varnarleik og virtis ekki einu sinni nenna því að reyna.

    Gerrard átti erfitt samband við Houllier, Benitez og Hogdson

    I call bullshit. Allt í lagi að hafa sínar skoðanir, sem eru góðar, en við skulum nú ekki fara að hagræða sannleikanum til að renna stoðum undir okkar mál. SG hefur hrósað Houller og Rafa mikið í viðtölum & ævisögu sinni (og öfugt). Samband hans við Woy var svo ekki verra en það að Gerrard varð fyrirliði enska landsliðsins undir hans stjórn, “mjög erfitt samband það”.

    Eins og menn vita kanski (já eða ekki), þá er ég eins mikill Rafa maður og þeir gerast. En, fjóra leiki inn í tímabilið, að menn kalli eftir nýjun stjóra veldur hjá mér kjánahrolli á pari við bachelorette eða djúpu laugina. Það er einmitt ekki búið að vera nóg drama og vesen í klúbbnum i kringum félagið okkar s.l. 4 ár.

    Skulum reka nýja stjórann, sem kostaði okkur talsvert margar milljónir, ráða nýjan/gamlan og byrja aftur (enn aftur) uppá nýtt. Því við vitum allir að þetta er bara spurning um mótiveringu, við erum með besta mannskapinn. BARA VINNA EKKERT KJAFTÆÐI SKO. ÉG ER BÚIN AÐ HALDA MEÐ LIVERPOOL Í 30 ÁR OG ER MEIRI STUÐNINGSMAÐUR EN ÞIÐ, OK, EKKI SATT ? BARA EKKERT KJAFTÆÐI, FÖRUM BEINT ÚR 8 SÆTI Í ÞAÐ FYRSTA, VANTAR BARA ALVÖRU TEAMTALK Á ÞESSA MENN. Í FM ER ÞAÐ “FOR THE FANS”.

    Ég held ég quoti í besta commentið í þessari umræðu hingað til (#32):

    Stundum skammast ég mín fyrir að halda með Liverpool, en ekki vegna
    slæms gengis liðsins, heldur vegna þessa sandkassaleiks sem aðdáendur
    liðsins virðast oft þurfa að leika.

    Þetta lið er mjög ungt og er work in progress. Það sem við förum fram á þetta tímabilið er að liðið sýni batamerki, og ég sé liðið bara spila betur þegar á líður. Það vilja allir vinna hvern einasta leik, líka svona plaststuðningsmenn eins og ég. En það er einfaldlega ekki hægt. Við erum í uppbyggingu, menn verða að sýna því skilning. Annars verður það af sjálfspíningarhvöt að kíkja hingað inn eftir leiki sem ekki vinnast.

  62. Half asnalegt ad vera staddur i naeturlest i Vietnam thegar Liverpool er ad spila – eeennn.. i ollum leikjunum fyrir utan WBA hofum vid spilad gegn lidum a vollum sem vid lendum alltaf i veseni.. Thetta snyst um tolinmaedi og aftur tolinmaedi thetta timabil. Var ad tala vid tvo Hollendinga og their sogdu ad Assaidi vaeri brilliant leikmadur.. Vonandi kemur hann med aukinn kraft i spil okkar manna. Gaman ad sja Sterling standa sig – sa bara suarez-markid ur Sunderland-leiknum og hann lagdi thad allavega flott upp. Thetta verdur upp og nidur timabil sem vonandi skilar okkur oflugra lidi i framtidinni.

  63. Bornini og SG út og þá gengur þetta betur …. unga inn í staðinn þó svo Borini sé ekki gamall þá er hann bara EKKI að heilla mig … því miður …

  64. Því miður fór það svo að ég reyndist sannspár að þessu sinni – sá að einhverjir voru að ergja sig yfir því að ég spáði ekki sigri og töldu mig þar með vera að tala eitthvað niður til félagsins og stjórans.

    Treystið mér þegar ég segi að það er ekkert fjarri mér að tala niður til LFC eða Rodgers, þarf ekki að rökstyðja það meir og hvað þá fara í einhvern “meiri – minni” leik hér.

    Mér fannst einfaldlega ólíklegt að liðið okkar myndi ná meiru eftir landsleikjahlé og ójafnvægi í leikstöðunum.

    En þó ég hafi verið sannspár á úrslit var leikurinn öðruvísi en ég bjóst við. Við stýrðum leiknum þar til við fengum á okkur mark og síðustu 25 var Sunderland alveg fallið til baka þar sem við stjórnuðum leiknum, og auðvitað hefði verið sanngjarnt að við hefðum tekið öll þrjú stigin. Töluverð framför frá leiknum gegn Arsenal fannst mér.

    Vandi LFC þessa dagana er að það er ekki einfalt að benda á markaskorara. Í liðinu í gær voru tveir menn með reynslu af því að skora í efstu deild, Gerrard og Suarez. Suarez skoraði og Gerrard skaut í stöng. Johnson er ógnandi af bakverði og skaut í slánna. Shelvey hefur ekki enn hrokkið í markagír hjá okkur eins og hann hefur sýnt annars staðar og demanturinn okkar Sterling á enn eftir að bæta við sig þeim hæfileikum að fara í færin sjálfur og klára. Borini karlinn er því miður að eiga hæga byrjun en auðvitað verðum við að vera róleg með hann.

    Á meðan þú skorar ekki mörg mörk þarftu að verjast vel og mark Sunderland var hrikalega ódýrt í alla staði aðra en það hversu vel Fletcher hljóp inn í eyðuna til að klára. Suarez pressaði ekki, Johnson á öfugri löpp og Agger ekki í varadekkun.

    Svo jafntefli þar sem við vorum sterkari varð endirinn í gær, við sársvekkt auðvitað, en ég ákvað að hálffylla mitt glas.

    Leikmenn og frammistöður eru greinilega persónulegt mat. Ég er bara reiður yfir því að Kelly sé látinn spila í bakverði og Johnson settur vinstra megin. Kelly hefur mjög litla sóknarhæfileika og Johnson nýtist mun verr svona, þó hann geti skotið. Ef leikkerfið á að virka þurfum við að hafa urrandi sóknarbakverði báðum megin og ég vona að Rodgers breyti þessu fyrr en seinna. Joe Allen átti slakasta leikinn sinn hingað til fannst mér og Gerrard / Shelvey kombóið er enn að mótast. Mér fannst reyndar Gerrard eiga betri leik í gær en áður í vetur þó það sé enn ekki í átt til þess sem hann getur. Shelvey vonandi hrekkur í gír því við þurfum meiri sóknarógn af miðjunni.

    Sterling er bara dásemdin og er algerlega búinn að réttlæta havaríið sem var í gangi þegar Rafa keypti hann ungan frá QPR og fékk bágt fyrir. Held að kaupverðið geti endað í 1.7 milljónum og það getum við knúsað Rafann fyrir að hafa elt þennan strák sem er ljósið í myrkrinu þessa dagana.

    Borini á erfitt núna, það er bara þannig. Nýtir ekki færin og nær ekki að tengjast samherjunum finnst mér, en við geymum dóminn á honum um stund. Suarez átti ekki einn af sínum betri dögum en skoraði og það er hans verkefni. Takk Titus fyrir sendinguna.

    Hins vegar getum við svo alltaf velt fyrir okkur skiptingum eða ekki. Rodgers skipti bara einum manni og það kom mér á óvart. Held nú reyndar að vera Assaidi á bekknum hafi bara verið til að setja smá blóð á tennur hans en hvort innkoma t.d. Hendo hefði breytt einhverju? Veit ekki… Kom mér á óvart að Nuri Sahin hafi ekki verið nýttur en að sama skapi fannst mér hann reyndar mjög slakur gegn Arsenal og þar sem viðbúið er að hann hafi verið með tyrkneska landsliðinu má alveg skilja það að hann var geymdur.

    Viðtalið við Rodgers eftir leik sýnist mér ýta á einhverja pirringspunkta. Honum fannst liðið spila frábærlega og hrósaði leikmönnunum fyrir að vera komnir nær því sem hann vill sjá. Strax heyrir maður um “metnaðarleysi” og “hættum talk the talk og í staðinn skulum við walk the walk”.

    Ég aftur á móti ætla að vera með Rodgers í kjölfar þessa leiks. Mér fannst ég sjá mikil batamerki milli síðustu tveggja leikja og vona virkilega að á næstu vikum fari fleiri að stíga upp í markaskoruninni sem er vandamál okkar annað árið í röð. Ef það gerist munum við fara að tikka inn stigin, þó ég sé enn sannfærður um að leikmannahópurinn er ekki nægilega sterkur til að keppa um CL-sætið.

    Og einmitt þess vegna vona ég að þeir leikmenn sem eru okkar mestu sóknarógnir verði geymdir á Merseyside í vikunni þegar flogið verður til Sviss að spila í Europa League. Svei mér ef við eigum ekki bara að verðlauna einhverja úr U-21s árs liðinu okkar fyrir rústið á Chelsea í þeirra keppni á föstudagskvöldið bara.

    Því leikurinn á næstu helgi verður rosalegur og ekki betri tími til að vinna United en eftir svona byrjun. Langar þó aldrei þessu vant að hrósa þeim klúbbi fyrir að senda frá sér opinbera yfirlýsingu þar sem þeir fordæma hegðun fámenns minnihluta áhangenda sinna í gær þegar þeir, einir í heiminum, ákváðu að velta upp lygum og skít um áhangendur LFC. Það var flott hjá gamla að tala um það fyrir leik og líka hjá klúbbnum að bregðast við með svo afgerandi hætti.

    En nóg um það…þolinmæði, þolinmæði, þolinmæði. John Barnes var á ESPN fyrir leik og talaði um einmitt það að LFC væri enn í fasa sem hafi byrjað þegar FSG eignaðist klúbbinn. Mér fannst hann algerlega hitta á rétta nótu þegar hann sagði bara einn hóp bera ábyrgð á því hvernig það færi og það væru leikmennirnir. Rodgers hefði skýra sýn en hann væri ekki að spila, leikmennirnir yrðu að vera með trú á þessari sýn stjórans og framkvæma það sem þeim er uppálagt. Vandinn væri auðvitað sá að traust leikmannanna á þessari sýn væri tengd úrslitum og hættan verði að ef að ekki fer að ganga betur fari leikmenn að reyna annað en stjórinn leggur upp með og þá er stutt í kúkinn.

    Svo sammála Digger þarna, það er ekki við Rodgers að sakast um talk the talk, heldur er það leikmannanna að fylgja línunni og í gær var stjórinn greinilega mjög ánægður með frammistöðuna. Það hálffyllir glasið hjá mér og dugar vonandi fram að næstu helgi, sigur á United myndi hjálpa mikið við að öðlast trúna…

  65. fyrsta stigið á þessum velli í 4 tímabil er það ekki? klárlega framför….

  66. Frammistaðan í dag var alls ekki svo slök. Úrslitin pirrandi, já, en frammistaðan að mörgu leyti þokkaleg. Varnarlega lentum við varla í vandræðum, svekkjandi mark þar sem manni fannst Suarez/Johnson geta gert betur, en annars varla nein ógnun. Sóknarlega var nóg gert til að vinna leikinn í 8 af hverjum 10 skiptum, þó það sé lítill brillíans á ferðinni.

    Shelvey var prufaður framar á miðjunni, átti ekki sinn besta dag en var samt að reyna að hlaupa í holur og vera mættur inn í teig. Á góðum degi hefði hann átt 2-3 skot á markið og lagt upp nokkur færi. Gleymum ekki að hann er bara tvítugur. Gerrard var léttari á fótunum en í síðustu leikjum, betri varnarlega en ólíkur sér með boltann. Borini er vinnusamur, spilar samkvæmt kerfinu og hefði getað skorað. Hann er ekki þessi klíníski slúttari sem við þráum öll svo heitt, en hann er að gera sitt (og auk þess búinn að vera dálítið óheppinn með færin). Hann er líka ungur. Sterling er mikið efni, vonandi að hann nái að þroskast hratt og styrkjast fljótt, fer að styttast í að hann verði sparkaður niður nokkrum sinnum í leik.

    Einn punktur varðandi Reina sem mér finnst menn oft gleyma. Það er engin leið að taka hann úr liði sem ætlar sér að spila samkvæmt áherslum Rodgers því fótboltalega er hann í sérflokki markmanna. Spyrnutækni, móttaka, fyrsta snerting. skilningur o.s.frv. Ef á að setja Reina út þarf að kaupa markmann gagngert með þessa eiginleika. Rodgers veit það, og reynir því eins og hann getur að bakka Reina upp.

    Ég held að margir hérna inni yrðu hamingjusamari ef þeir rifjuðu reglulega upp stöðuna á klúbbnum, lítil breidd leikmannahóspins, skort á markaskorurum, taktískar breytingar í gangi o.s.frv. Ég amk geri það og reyni að gleðjast yfir litlum skrefum í rétta átt. Þessi Sunderland leikur var að mörgu leyti eins og WBA, við heldur sterkari án þess að sýna nein tilþrif, lendum ósanngjarnt undir, nema núna náðum við þó að jafna (eins og hefði líklega gerst á móti WBA ef við hefðum ekki misst Agger út af). Og það er, þrátt fyrir allt, skref upp á við.

  67. Ekki einu orði minnst á enn eina dýfuna hjá Suarez. Hann virðist í sama flokki og Nani, hvað varðar svindl á fótboltavellinum.

  68. Ekki einu orði minnst á enn eina dýfuna hjá Suarez. Hann virðist í
    sama flokki og Nani, hvað varðar svindl á fótboltavellinum.

    Það var klárlega snerting á Suarez, en ekki víti að mínu mati. Hann fór of auðveldlega niður og var kominn í vandræði áður en snertingin varð. Aldrei gult spjald samt sem áður.

    Það er samt (miður)gaman að sjá hvernig orðsporið eyðileggur fyrir mönnum, því Welbeck fékk víti í gær fyrir mun verri leik en Suarez. Dettur þarna korteri eftir að markvörðurinn kom ekki við hann.

    http://www.433.is/frettir/england/myndband-svakaleg-dyfa-danny-welbeck/

  69. Suarez er komin með 3 spjöld í fyrstu 4 leikjunum. Hann virðist vera stefna á að setja met í spjöldum sem framherji. Af þessum 3 spjöldum hafa 2 komið fyrir tuð og ein fyrir dívu sem var frekar hart í dag verð ég að segja. En allavega, ef fram fer sem horfir verður hann í banni í 9 umferð, sem er ekkert eitthvað við þurfum á að halda.

  70. Betri leikur en á móti Ars, mér fannst ég klárlega sjá merki um að leikmennirnir væru að aðlagast betur þeim leikstíl sem BR vill að þeir leiki. Hundsvekktur þó með að fá á okkur mark úr nánast einu sókn Sunderland.

    Liðið hélt boltanum ágætlega og virtist líklegri aðilinn eftir að þeir jöfnuðu. Sóknarleikurinn er vandamál og það var vitað að hann yrði það áfram eftir lok síðasta glugga, ég vil þó hrósa leikmönnum fyrir að koma til baka og jafna leikinn en það er alltof sjaldan sem við höfum náð því undanfarin misseri.

    Vissulega hafa sumir aðlagast betur en aðrir í hópnum en ég held að það sé ótímabært að dæma um það strax hverjir koma til með að henta þessum leikstíl.

    Sterling er afar áhugaverður leikmaður og virðist valda andstæðingunum miklum vandræðum. Þessi strákur þarf að fá tíma og að einhverju leiti smá vernd til þess að ná að þroskast í leikmann sem getur gegnt lykilhlutverki í sóknarleik liðsins á komandi árum.

  71. Bara 4 leikir búnir og andstæðingarnir hafa verið erfiðir. Það er ennþá of snemmt að missa skig alveg í svartsýni en mér finnst athyglisvert að aðeins tvö lið hafa skorað færri mörk en Liverpool í deildinni (Q.P.R. og Norwich).

  72. P. Konchesky að skora fyrir Leicester, hefðu aldrei átt að láta hann fara ; )

  73. Um miðjan september í fyrra var Arsenal í 17. sæti með 4 stig eftir 5 leiki og markatöluna 6-14. Enduðu í 3. sæti.

  74. Luis Suarez situr uppi með vandamál sem hann einn getur leiðrétt. Mér fannst þetta ekki stór dýfa í dag, væntanlega einhver smá snerting.

    En ef hann vill virkilega vinna menn með sér þá þarf hann að standa lengur í nákvæmlega svona tæklingum. Hann er í þeirri stöðu að vera óvinur allra en LFC og það verðum við að lifa við.

    Er allavega löngu hættur að nenna þessari umræðu við aðdáendur annarra liða. Hann er okkar maður og ég fíla hann í ræmur, þó mér finnist hann stundum detta of auðveldlega!

  75. Gaman að sjá að menn eru loksins að sammælast því að resta Gerrard og láta hann fatta að hann er ekki automatic inni ef hann er heill, Rodgers verður að sauma á sig pung bara og bekkja hann.

  76. Það sést nokkuð vel í espn post game myndbandinu að O’Shea setur fótinn á sér fyrir ytri fótinn, hægri á Suarez, snertingin er svo á vinstri fótinn á honum. Eins og þeir segja þá er þetta ekki mikil snerting en alveg nóg til að menn fari niður. Sennilega ekki nóg til að dæma víti en heldur ekki nóg fyrir gult að mínu mati. Hefði kannski litið öðru vísi út ef Suarez hefði fórnað höndum og orgað eins og grís eins og hann hefur oft gert áður. Þá hefði mátt spjalda hann en hann gerði það ekki og ég ætla að gefa honum prik fyrir það!

  77. Vítin sem Liverpool er búið að fá á sig eru nú alveg jafnt soft eða jafnvel softari en þetta. United hefði ALLTAF fengið dæmt víti á sams konar á Old Trafort og ekkert verið hægt að segja við því þar sem um snertingu er að ræða. Annað en vítið sem þeir fengu í gær!

  78. Leikurinn var svosem eins og hægt var að búast við, vorum meira með boltann og sköpuðum fín færi sem Borini sá svosem um að klúðra, tréverkið fékk að finna fyrir því en eins og oft áður var það augnabliks einbeitningarleysi og við komnir undir.

    Það sem hefur farið mest í pirrurnar á mér í síðustu leikjum er að við höfum oftast verið að dóminate leiki en það er jafnt eða við erum að tapa á síðustu mín í uppbótartíma og við erum bara að DÓLA með boltann í öftustu línu þegar 30 sek eru eftir….LÚÐRIÐI BOLTANUM FRAM til að reyna stela sigrinum. Það vantar allt drápseðli í okkar menn.

  79. Af hverju að bekkja gerrard?? af hverju ekki að setja hann framar á völlinn þar sem hann er búinn að vera spila undanfarinn ár með fínum árangri! sahin á miðjuna og gerrard í holuna þar sem hann á að vera!!! og muna að anda inn og anda út þetta kemur allt með kalda vatninu;)

  80. Leikurinn var svosem eins og hægt var að búast við, vorum meira með
    boltann og sköpuðum fín færi sem Borini sá svosem um að klúðra

    Á hverju eru menn hérna ? Horfðu menn ekki á leikinn ? Hvaða færi klikkaði Borini á ? Ertu að tala um færið sem hann skapaði sér sjálfur með því að elta skallaboltann frá varnarmanni Sunderland aftur á markmann ? Er það allt og sumt, pressubolti uppúr engu sem hann náði til 35 cm frá markmanninum ?

    Sömu 1-commenta menn koma líklega hingað eftir viku, annaðhvort að tala um að þeir sakni Rafa (líklega sömu og vildu reka Rafa hérna um árið) eða að LFC eigi að stefna að titlinum eftir æðislegan sigur á Utd.

    Ég held ég sleppi að koma með viðurnafn yfir þessa einstaklinga, þeim yrði eflaust eytt út. En þvílíkir snillingar.

  81. Hér er mjög góð samantekt á þeirri taktík sem BR leggur upp með, og hvernig andstæðingar hafa lesið BR eins og opna bók hingað til (munum að Carroll var látinn fara af því að hann passaði ekki í EINA leikkerfið sem BR er tilbúinn að spila):

    http://soccernet.espn.go.com/blog/_/name/tacticsandanalysis/id/173?cc=5901

    Hér er niðurlagið: “One advantage of Rodgers’ philosophy for opponents is that they can predict his formation and set up accordingly. Perhaps a blueprint has been established by West Brom and now Sunderland.”

    Barcelona hefur efni á því að hafa ekkert PLAN B. Ég held að skammur ferill BR hjá Liverpool muni leiða í ljós að Liverpool hefur ekki innviðina né fjárhagslegt bolmagn til þess. Ég var ekki viss um Woy á sínum tíma, og ég vona að ég hafi rangt fyrir mér með BR. Held samt ekki.

  82. Já ég er ekki frá því að ég sakni gömlu eoe.is síðunnar þegar ég les sum kommentin hérna. Svosem óþarfi að fara á límingunum yfir þessum leik í gær, okkur hefur oft gengið í illa á þessum útivelli og gegn liðunum hans Martin O´Neill. Sýndum gott fighting spirit í gær og komum tilbaka.

    Liverpool spilaði nú alveg sæmilega í gær og átti skilið að sigra. Stóri prófsteinninn verður næsti heimaleikur gegn Man Utd. Sigur þar og maður verður sáttari eftir mjög erfitt leikjaprógramm í byrjun leiktíðar. Búnir að spila gegn Man City, Arsenal og Man Utd og 2 leiðinda útivellir. Nú taka við léttari leikir þar sem við eigum að geta krafist sigurs. Eins og einhver benti á byrjaði Arsenal hörmulega í fyrra en endaði svo í 3.sæti. Ef við tökum gott rönn til áramóta og getum þá bætt við okkur alvöru sóknarmönnum svo Suarez geti fært sig í vinstri kantframherjann þar sem hann á heima þá er ýmislegt mögulegt. Bara heimskulegt að afskrifa liðið eftir 4 leiki.

    Ég tek hinsvegar auðvitað undir orð Kristjáns Atla o.fl. um Steven Gerrard enda búinn að margyfirlýsa minni skoðun á honum sem fyrirliða. Gerrard gerði þetta (að hlaupa langt tilbaka og hirða boltann af Skrtel bara til að senda 50m Hollywood sendingu í tóma vitleysu) líka í deildarbikarúrslitaleiknum í fyrra gegn Chelsea. Maður gersamlega gapti þá og fékk æluna uppí kok í gær. Það hryggði mig svakalega fyrir helgi þegar Rodgers kom með lofrullu um goðsögnina Gerrard og hann þyrfti sko ekki að breyta neinu í sínum leik. 🙁 http://www.clubcall.com/liverpool/gerrard-receives-rodgers-backing-1468728.html? Það virðist í dag að þetta sé varla Liverpool heldur liðið hans Steven Gerrard´s. Jafnvel þjálfarinn er logandi hræddur við Hr.Liverpool.
    Það er gapandi augljóst að það á að prófa Gerrard í hægri kantframherjastöðuna fram að áramótum, eitthvað sem ég stakk m.a.s. uppá fyrir ári síðan. Gerrard nær hrikalega vel saman með Suarez og það á að hafa þá sem næst hvor öðrum.
    Láta Sahin og Allen stjórna miðjunni og halda spilinu gangandi.

    Sá svo aðra tölfræði um að Liverpool er búið að tapa 14 deildarleikjum árið 2012. “Bættum” þar með félagsmet frá árinu 1993 þegar Souness dró liðið niður í áður óþekktar lægðir. Eigum svo pottþétt eftir að bæta þetta blessaða met enn frekar því það eru enn rúmlega 3 mánuðir eftir af 2012!

    Eitt annað sem fáir hafa minnst undanfarið á varðandi framherjavandamálin. Við létum í vor Bellamy, Kuyt og Maxi Rodriguez fara frá Liverpool á samtals 850.þús pund. Af þessum mönnum sakna ég sérstaklega Maxi enda var hann með virkilega góðar staðsetningar og frábær og yfirvegaður slúttari. Við virkilega gætum notað hann í dag á toppnum með Sterling og Suarez eins og eldingar sitthvoru megin við. Bara rugl hvað við erum búnir að sturta gæðum og peningum niður í klósettið undanfarin ár í nafni enn einnar uppbyggingarinnar og nýrrar hugsunar.
    Borini hlýtur þó að fara koma til þegar meiri ró færist á spilið og Sahin kemst betur inní enska boltann.

    Annars fór eins og mig grunaði í sumar að Skrtel myndi eiga miklu erfiðara með að spila í þessu leikkerfi Rodgers en undir Dalglish. Hann er ansi mikill tréhestur þó hann hafi ýmsa góða kosti og sé frábær sóknarlega í föstum leikatriðum. Þessi mistök í marki Sunderland voru bara ekki boðleg fyrir mann sem við börðumst með kjafti og klóm til að bjóða og borga toppsamning við.

    Allt í allt þá bíð ég bara eftir úrslitunum og spilamennskunni gegn Man Utd. Ef hver einasti leikmaður spilar ekki á 300% getu eftir að þessi hrokafullu ógeð héldu enn áfram með Hillsborough níðsöngva um Liverpool í gær eftir að aðdáendur voru hreinsaðir af sök daginn áður þá er eitthvað mikið að. Þá á ekki að þurfa mótivera einn einasta leikmann gegn þeim næstu helgi. Það er bara möst heiðursins vegna að vinna þetta rotna skítapakk.

    Höfum enn trú á þessu og sendum góða strauma til Anfield,
    Áfram Liverpool. YNWA.

  83. Held ég hafi aðeins dottið út úr umræðunni hér á Kop.is, alltíeinu var komið nýtt hugtak sem ég er hreinlega ekki klár á hvað er. Veit þó að það er gjörningur sem við viljum ekki sjá í nýju leikkerfi en nokkrir leikmenn Liverpool gerast því miður enn sekir um að fremja. Getur einhver skilgreint fyrir mig hugtakið “Hollywood sending”?

  84. Mér hefur fundist það galli með okkar þjálfara eftir Benitez að þeir eru alltof þrjóskir og þurfa alltaf að bíða með skiptingar og vona að eitthvað gerist. Við endum ekki í top 4 á þessu tímabili það er klárt mál. Ég vil sjá Assaidi inn fyrir Borini, Samed Yesil má koma inn fyrir Shelvey og breyta formationinu okkar í 4-4-2 og síðan má Sahin koma inn fyrir Gerrard. Hvað er að koma fyrir kapteininn okkar? Getur hann ekki aðlagast þessum bolta eða er hann bara búinn?

    Liðið fyrir næsta leik:

    Reina

    Kelly Skrtel Agger Johnson

    Sahin Allen

    Assaidi Suarez Sterling

    Yesil

  85. Nú verð ég að vera sammála með helvítis edit takkann, liðið kom ekki inn eins og það átti að gera og þetta formation átti auðvitað að vera 4-2-3-1

    ———————————–Reina——————————————————————————————
    Kelly—————-Skrtel——————-Agger———-Johnson——————————————————————————————————————————————————————————————————————-Allen————-Sahin———————————————————————————————————————————————————————————————————————-Assaidi————————-Suarez————————Sterling——————————————————————————————————————————————————————————————————————————-Yesil

  86. Nei, þetta er ekki að virka

    FOR: 4-2-3-1

    GK: Reina
    RB: Kelly
    CB: Skrtel
    CB: Agger
    LB: Johnson
    CM: Allen
    CM: Sahin
    RW: Assaidi
    CAM: Suarez
    LW: Sterling
    ST: Yesil

  87. AEG… Þessi hrokafylltu ógeð hjá united eru í minnihluta hjá okkar félagi og hefur klúbburinn beðist afsökunar á því opinberlega og sörinn kominn með sína yfirlýsingu um þetta mál…ekki er litli asnahópurinn hjá liverpoll skárri þannig að ég held að þú ættir að grjóthalda kjafti um að vera alhæfa um alla okkar stuðningmenn,vegna þess að ykkar litli hópur af heimsku stuðningmönnum gera það nákvæmlega sama því miður

    Berum virðingu fyrir náunganum fólk hvort sem að hann haldi með United,Liverpool eða Oldham

  88. Raggi79 #104
    http://footylatest.com/manchester-united-fans-disgrace-themselves-as-they-continue-their-bitter-hatred-of-liverpool/32483?

    “It’s never your fault. You’re always the victims, it’s never your fault.” – the United fans chanted during their match against Wigan taunting the Liverpool fans regarding the Hillsborough report. Soon after the match, United released an official statement condemning the fans for their behavior. “The club deplores it.

    Eftiráskýringar um að þetta hafi átt við um Suarez eru einmitt það… bara lousy eftiráskýringar. Þessi skýrsla opnaði blæðandi sár í hjörtum allra Púlara og maður hefði haldið að allar rétthugsandi manneskjur stæðu með okkur í baráttu fyrir réttlæti í þessu ömurlega máli. Það eitt að hafa yfirhöfuð gert grín að Liverpool aðdáendum (hvað þá með svona tvíræðum texta) örstuttu eftir skýrsluna svörtu er nógu mikið hneyksli í sjálfu sér.

    Wilson #102
    Man Utd hafa sungið þessa söngva í c.a. 2 áratugi um að Liverpool-aðdáendur hafi drepið sitt eigið fólk og rænt það. Nýlega kom út skýrsla sem sýknaði algerlega okkar fólk af þessum ógeðfelldu lygum. Alex Ferguson krafðist þess fyrir leikinn að stuðningsmenn Man Utd hættu þegar í stað öllu níðtali um Hillsborough. SAMT HÉLTU ÞEIR ÁFRAM.

    Voru einhverjir Liverpool aðdáendur að syngja Munich-söngva í leiknum gegn Sunderland? NEI.

    Hvernig þú getur lagt þetta saman að jöfnu er bara ótrúlegt og einmitt merki um þennan hroka sem fylgir ykkur flestum. Hversu pathetic er það annars að syngja söngva um Liverpool á heimaleik gegn Wigan? Þangað til að Liverpool aðdáendur geri eitthvað viðlíka og þínir menn gerðu núna um helgina ættiru að halda kjafti og skammast þín. Stundum er betra að þegja en að taka af allan vafa.

    Næsti leikur eftir viku milli liðanna á Anfield mun svo segja okkur ýmislegt um andlega geðheilsu breskra fótboltaaðdáenda. Vonum öll að þetta fólk geti hegðað sér eins og það hafi greindarvísitölu fyrir ofan stofuhita.

  89. Var bara að sjá Messuna, fínn þáttur btw.

    En ég held að það sé komið að því að telja hversu oft talað er um að Suarez hafi “skapað sér þetta sjálfur” þegar brotið er á honum eða honum gefið ranglega gult spjald (eða bæði). Þetta gerist í hverri einustu helvítis umferð.

Liðið gegn Sunderland

Opinn þráður