Warrior-treyjan á Lægraverð.is

Það hefur verið mikið að frétta undanfarið en í öllum hamaganginum hefur samningurinn við Warrior eiginlega gleymst svolítið. Þetta eru stórfréttir fyrir klúbbinn og það er vert að minna á að í næstu viku, strax í byrjun júní, kemur nýja heimatreyjan í almenna sölu. Ég skrifaði um þetta fyrir tveimur vikum þegar treyjan var kynnt og mér finnst vert að minna á þetta aftur.

Þessar treyjur eru dýrar, þær hafa undanfarin ár verið að seljast á svona 13-15 þúsund krónur í almennri sölu hér á landi og ég býst við að þær muni gera það áfram núna. Hins vegar finnst mér ég verða að benda þeim sem eiga kannski eftir að sjá það á að LÆGRAVERÐ.is er með treyjuna í forsölu núna á kr. 9.999.-! Ef aðrir eru að selja treyjuna á 13-15 þúsund krónur eru þeir því í raun að bjóða 25-30% afslátt af treyjunni.

Síðan tekur á móti forpöntunum núna og hefur gert undanfarin hálfan mánuð en þetta tilboð þeirra gildir aðeins fram yfir næstu helgi. Ég hef þegar pantað mér treyju þaðan og ég mæli með því að fólk nýti sér þetta tilboð.

Ég veit að það eru mjög margir þarna úti sem versla þessar treyjur á hverju ári og það þarf ekki annað en að kíkja á Górilluna yfir leik til að sjá að nýjustu treyjurnar eru á hverjum skrokki. Þessar treyjur eru rándýrar á Íslandi og því finnst mér hreinlega sérstök ástæða til að benda fólki á þegar verið er að selja glænýja treyju á svona góðum afslætti.

Endilega kíkið á þetta. LÆGRAVERÐ.is:

E.s.
Það skal tekið fram að ég er hvorki í vinnu fyrir Lægra Verð né að fá borgað fyrir að skrifa þetta hérna inn. Mér finnst bara sjálfsagt að benda góðum, íslenskum Púllurum á að það er hægt að eignast nýju Liverpool-treyjuna án þess að láta okra á sér. 🙂

38 Comments

  1. Það væri fínt að fá betri upplýsingar um stærðirnar. Eru amerískar stærðir ekki stærri en evrópskar?

  2. Frábært framtak hjá Kop.is að fjalla um okkar framtak, en okkar markmið er að gera sem bestu hlutina fyrir Liverpool stuðningsmennina!

    Stærðirnar eru eðlilega Evrópu stærðir, en ef menn þurfa að skipa um stærð þá er það minnsta mál hjá okkur.

    Kv. LægraVerð.is

  3. Varabúningurinn verður frumsýndur í lok Júní og mun koma í sölu á heimsvísu þann 1.júlí og auðvitað munum við reyna okkar besta að skila honum á LægraVerði! 🙂

    Kv. LægraVerð.is

  4. Höddi

    Ég get keypt treyju fyrir þig líka, og sent þér út ef þú vilt. Talaðu bara við mig á fésinu og ég redda þessu

    kv
    Carl Berg (Birkir)

  5. Vel gert Lægra Verð!

    Er ekki örugglega rétt skilið hjá mér að um ekta búninga sé að ræða en ekki eftirlíkingar?

    Kv
    Gummi

  6. Alveg hreint magnað dæmi að við hérna á Íslandi skulum eiga þess kost að versla treyjuna á nánast sama verði og hún er seld út á í Liverpool, algjörlega frábært.

  7. @LægraVerð.is

    Ég er búinn að panta treyju og millifærði á ykkur en gerði ekkert í ‘Skýring greiðslu’ skiptir það nokkru máli, þið sjáið að nafn greiðanda passar við eina pöntun er það ekki?

  8. Sæll Daníel,

    Hárrétt gert… það þarf ekkert að fylla út í skýringu. Kerfið okkar heldur vel utan um pantanirnar og greiðslur.

    Kv. LægraVerð.is

  9. Kannski off topic, en er gamli Carlsberg búningurinn alveg úreldur?

  10. Sæll Jói, (17)

    Við erum að ganga frá þeim málum, en já… það verður hægt að fá búninginn merktan.

    Nákvæmar upplýsingar munu liggja fyrir hjá okkur í næstu viku… látum ykkur vita 🙂

    Kv. LægraVerð.is

  11. Búinn að panta. Vantaði síðan tusku til að skeina rassgatið á hundinum þannig að auðvitað pantaði ég manutd í það.

  12. Verður ekkert asnalegt að hafa hvíta stafi á bakinu og gula framaná?

    Bara pæling…

  13. @Lægraverið.is Hver er stærsta stærðin sem þið fáið? Ég spyr þar sem ég er frekar breiður um mig miðjan, langt er frá toppi til táar auk þess sem axlarbreidd er töluverð.

  14. Annars vil ég þakka kop.is strákunum fyrir góða umfjöllun mála hjá liðinu, og sérstaklega vil ég þakka fyrir podcastið um daginn.

  15. Búin að panta…kominn tími á mig hef ekki verslað treyju í næstum 10 ár!!
    Takk fyrir

  16. Dóri #23

    Stærsta númerið er XXXL, þannig að það ætti að ganga flott upp 🙂

    Nánar um stærðirnar á LægraVerð.is

    Kv. LægraVerð.is

  17. Var að klára pöntun á einni treyju hjá lægraverð. Mér finnst þessar treyjur alveg geðveikar, það var kominn tími á að uppfæra Carlsberg treyjuna!

    ******YNWA******

  18. Af hverju eru menn að kaupa treyjur núna?

    Engin veit hvaða nafn hægt er að setja aftaná meðan allt er upp í loft hjá Liverpool. Ég hef keypt treyju undanfarin ár. Ég mun ekki gera það nú og treysti ekki FSG fyrr en þeir koma með eitthvað haldbært. Fyrr styrki ég þá ekki. “We have a plan” segja þeir. 🙂 Djí

    FSG hafa gert röð af mistökum á 2 árum. Ég gaf þeim 5 ár en þeir virðast ekki enn hafa náð botninum. Af hverju keyptu þeir ekki bara Wigan? Er treyjusalan ekki góð hjá þeim? Er vegferð FSG sú sama og G&H?

    Eitt dæmi er að FSG þorðu ekki að standa með Suarez gegn FA og MU. 8 leikja bann hafði afdrifaríkar afleiðingar í vetur og FA og MU höfðu sigur en enski boltinn tapaði fyrir ofríki og ofbeldi.

    Suarez:

    There was not a single convincing proof that I had done any of the things they accused me of doing.

    I accepted it without saying anything, obviously because they could have made [the suspension] longer and it would have just made the whole thing continue, but my conscience is completely calm

    Það átti aldrei að dæma Suarez í þetta bann og vonandi getur hann leitað til mannréttindadómstóla í lok hans ferils því það er ekki hægt nú af augljósum ástæðum.

  19. Treyjuþráðurinn gat ekki verið laus við neikvæði – Steingrímur J varð að koma og skemma það 😉

  20. 22 – er einmitt að spá í því sama, verða ekki að vera gulir stafir aftan á líka?

    Annað væri frekar gay…

  21. Er þetta fram yfir þessa helgi eða næstu helgi? Semsagt helgina 1-3 jún.?

  22. Voðalega er rólegt á öllum vígstöðvum! Eru engar nýjar twitter myndir eða fréttir?

  23. Þetta kom mér verulega á óvart, en útskýrir margt. Hornspyrnur og föst leikatriði VERÐUR að laga hjá þessu blessaða félagi.

    Steven Gerrard’s free-kick against Manchester United was the Reds’ first Premier League goal direct from a free-kick since September 2010 – also by Gerrard against Manchester United. The last time Liverpool scored a direct free-kick against a side other than Manchester United in the league was Xabi Alonso’s strike against Derby, all the way back in September 2007.

  24. Liverpool stuðningsmenn eru greinilega þeir bestu í heimi… verið er að slá öll sölumet á nýja búningnum bæði hér á landi sem og í Bretlandi! Frábærar fréttir 🙂

    LægraVerð.is ætlar því að gleðja Liverpool stuðningsmann og gefa fría treyju á föstudaginn 🙂

    Kvitta og Deila á facebook og þú gætir unnið, sjá hér:

    http://www.facebook.com/LaegraVerd.is?ref=tn_tnmn

    Kv. LægraVerð.is

Billy Hogan og Jen Chang ráðnir

Um stöðu knattspyrnustjóra