Blackburn 2 Liverpool 3

Ja hérna. Þar kom að því. Í kvöld sóttu okkar menn heim Blackburn Rovers og uppskáru 3-2 útisigur í leik sem var skemmtilegri en svona tíu síðustu deildarleikir til samans.

King Kenny sýndi hversu mikla áherslu hann leggur á Everton-leikinn næsta laugardag með því að hvíla Gerrard, Suarez, Downing, Kuyt, Enrique, Carragher og Agger í kvöld og stilla upp hálfgerðu varaliði:

Doni

Flanagan – Skrtel – Coates – Johnson

Henderson – Spearing – Shelvey

Bellamy – Carroll – Maxi

Bekkur: Jones (inn f. Flanagan), Carragher, Agger (inn f. Johnson), Enrique (inn f. Maxi), Aurelio, Kuyt, Suarez.

Það dró fljótt til tíðinda í kvöld og okkar menn voru komnir í 2-0 eftir kortérs leik. Fyrst skoraði Maxi Rodriguez á vinstri fjærstöng eftir stungusendingu Skrtel úr eigin vítateig upp á Bellamy sem keyrði inn í teig og gaf fyrir. Það var á 13. mínútu og tæpum þremur mínútum síðar skoraði Maxi aftur eftir að Shelvey hafði keyrt upp að teig en séð skot sitt varið og frákast Carroll hrokkið af varnarmanni og til Maxi. Herra frákast að minna á sig í tæka tíð fyrir Wembley.

En gamanið var bara rétt að byrja. John Flanagan byrjaði leikinn á að fá gult spjald og mínútu eftir annað markið átti hann að fjúka fyrir annað spjaldvert brot en dómari leiksins sá aumur á þeim stutta og gaf honum líf. Það átti ekki eftir að reynast mikil bón fyrir Liverpool því á 25. mínútu gaf Flanno ömurlega sendingu til baka á Doni í markinu, Hoilett komst inní og lék á Doni sem braut á honum. Víti og hárrétt rautt spjald á greyið Doni sem hefur beðið í allan vetur eftir tækifæri en missir nú af leiknum á Wembley. Ég er ekki viss um að hann bjóði Flanno í afmælið sitt næstu árin.

Flanagan var í kjölfarið réttilega fórnað fyrir nýjan markvörð og Brad Jones kom inná í sínum fyrsta leik í vetur eftir að hafa glímt við erfitt fráfall ungs sonar síns fyrir áramót. Hann gerði sér þó lítið fyrir og varði eina lélegustu vítaspyrnu seinni ára – Yakubu virtist varla nenna að hlaupa að boltanum og rúllaði laflaust í hornið þar sem Jones varði, stökk á fætur og benti einum fingri til lofts. Pepe Reina fagnaði því manna mest á bekknum enda mikill vinur Jones að sögn og vissi jafn vel og við hin hvers virði þessi stund var markverðinum ástralska.

Adam var þó ekki lengi í paradís því Yakubu bætti fyrir ráð sitt nokkrum mínútum síðar. Þegar Blackburn-menn eiga aukaspyrnu úti á kanti ætti að vera nokkuð klárt að leggja allt kapp á að dekka Yakubu og láta aðra mæta afgangi en Glen Johnson tókst samt að gleyma honum alveg á markteignum og sá nígeríski skallaði óvaldaður í fjærhornið. Óverjandi. 2-1 í hálfleik.

Áfram hélt bíóið eftir hlé og Andy Carroll klúðraði dauða dauða dauða dauða dauða dauðafæri strax á 47. mínútu þegar hann reyndi að leggja auðveldan skalla í fjærhornið frekar en að stanga hann bara inn af markteignum. Hann lærði þó sína lexíu eins og reyndist síðar í leiknum.

Á 60. mínútu kom jöfnunarmarkið og það var skrautlegri týpan. Jones fékk boltann í markinu og reyndi hreinsun en hún fór í Blackburn-mann og upp í loftið. Hann bakkaði niður á marklínu og bjó sig undir að grípa boltann, laus við alla pressu, en fór í eitthvað panikk rétt áður en boltinn kom niður og hvorki greip hann né sló hann langt frá heldur bandaði honum bara beint fyrir fætur Yakubu og hrinti honum svo. Frekar hlægileg tilþrif ef segjast á eins og er og Yakubu jafnaði úr vítaspyrnunni. Jones fékk gult spjald fyrir og glotti, óttaðist sennilega í augnablik eins og við hinn að hann yrði líka rekinn út af. Sem betur fer gerðist það ekki og Jones verður klár í slaginn á Wembley n.k. laugardag í fjarveru Reina og Doni.

Eftir þetta drógu okkar menn sig alla leið aftur og reyndu að halda jafnteflinu. Það gekk, aðallega af því að Blackburn-liðið er svo vonlaust en líka af því að okkar menn héldu haus og undir lokin kom algjör þjófnaður. Eftir hornspyrnu Bellamy frá vinstri var hreinsað út úr teig Blackburn, þar setti einhver Púllarinn boltann beint aftur inní teig þar sem Agger framlengdi hann … beint inná vítapunktinn þar sem Andrew nokkur Carroll fleygði sér á hann og stangaði hann inn. Þetta gerðist á 91. mínútu og aðeins annar sigur Liverpool í síðustu 10 leikjum í deildinni staðreynd!

MAÐUR LEIKSINS: Þetta lið lék betur en ég bjóst við. Mér leist ekkert á uppstillinguna fyrir leik, fannst Dalglish vera að hvíla heldur marga en fyrstu 26 mínútur leiksins gáfu aðra raun og okkar menn virtust bara hafa alla stjórn á leiknum. Einn lék þó skelfilega í dag og það var á endanum frammistaða Flanagan sem hleypti Blackburn aftur inn í þennan leik. Flanagan er enn bara 18 ára og hefur átt erfiða leiki þegar hann hefur fengið sénsinn í vetur og ég held að frammistaða hans í kvöld hafi vonandi sýnt mönnum hættur þess að leggja of mikla ábyrgð á svona unga stráka, of snemma. Vonandi jafnar Flanagan sig á þessu afhroði, og vonandi fara menn sér aðeins hægar í að heimta Raheem Sterling í alla leiki eftir að hafa horft upp á þetta í kvöld.

Aðrir léku vel. Vörnin stóð fyrir sínu, Doni og Jones verðua svo sem seint sakaðir um ástandið sem var á liðinu í kvöld þótt þeir hafi báðir átt skrautleg tilþrif. Ég held að menn ættu samt framvegis að fara sér aðeins hægar í að óska þess að Pepe Reina verði hvíldur mikið frekar. Hann er tífalt betri markvörður en þeir félagar báðir, það er bara þannig. Við erum að tala um muninn á ágætis varaskeifum og einum besta markverði heims.

Á miðjunni voru Shelvey, Spearing og Henderson allir mjög góðir á meðan Carroll og Bellamy unnu mjög vel en gekk illa upp við mark andstæðinganna, þangað til Carroll stal sigrinum í lokin.

Maður leiksins var samt klárlega Maxi Rodriguez. Af hverju fær hann ekki fleiri sénsa eins og hinir aðalliðsmennirnir hafa verið að spila? Þetta voru 10. og 11. mörk hans í síðustu 10 leikjum í byrjunarliði fyrir Liverpool. Hvað þarf til að hann fái að byrja nokkra leiki reglulega?

Fram undan er Everton-leikur á laugardag og skiptingar Dalglish gáfu skýrar vísbendingar um hvernig liðið verður þar. Jones byrjar og m.v. hvíld verða Agger, Skrtel, Enrique og Johnson í vörninni. Efast um að Carra verði valinn fram yfir Agger ef sá danski er alveg heill. Á miðjunni verða Gerrard, Kuyt og Downing og Suarez frammi. Þá eru bara tvær stöður eftir og ég ætla að spá því að Carroll og Maxi hafi tryggt sér þær með frammistöðum sínum í kvöld. Ég vona það bara.

Það var allavega hressandi að ná að vinna leik svona eins og einu sinni og vonandi var þetta vítamínssprautan sem liðið þurfti fyrir stærsta bikarleik síðari ára, segi ég og skrifa.

97 Comments

  1. Loksins loksins fellur eitthvað með okkar mönnum. Næs, æ læk!

  2. Koma Kuyt og Gerrard inn fyrir Maxi, og Carroll á laugardaginn? Spurning með Carragher og Flanagan?

  3. Ég vill bara 2 breytingar á liðinu fyrir næsta leik. Maxi út fyrir Suarez og Spearing út fyrir Gerrard.

  4. Sælir félagar

    Góð niðurstaða en leikurin ferlegur. Það er eiginlega alveg út í hött að tjá sig meira um þetta.

    Það er nú þannig

    YNWA

  5. Vá hvað við þurftum á þessu að halda! Þetta er mikilvægari sigur en margur gerir sér grein fyrir. Perfect timing fyrir stóra leikinn um helgina og vonandi fá menn aukið sjálfstraust. Það að Carrol skyldi klára þetta var náttúrulega það allra besta! Fyrir utan þennan markmannafarsa og ömurlega frammistöðu Flanagan þá voru margir mjög jákvæðir punktar í þessum leik. Miðjan var góð og liðið hélt áfram þrátt fyrir mikið mótlæti. Shelvey var virkilega góður, sama má segja um Henderson og Shelvey. Agger náttúrulega bara frábær að vanda. Dísus hvað hann er mikilvægur þessu liði! Sama með Skrtel. Er enn sannfærðari en áður um að við þurfum að finna annan stað fyrir Gerrard en á miðjunni í liðinu. Er viss um að Henderson, Shelvey og Lucas munu algerlega eiga miðjuna á næsta ári. Good times ahead!! Áfram Liverpool!!!!!!!!!!!!!

  6. Glæsilegt hjá okkar mönnum,loksins fellur einkvað með okkur, frábær afgreiðsla hjá Carroll ekki auðvelt að skalla svona ,,,,,gott veganesti fyrir Everton leikinn um helgina, ótrúlega léleg síðasta innáskiptingin hjá KK.

  7. Breytti öllu þegar Dagger kom inná…..Cult Hero.

    Ótrúlegur leikur. Vorum manni færri í 60 min, samt meira með boltann og með talsvert fleiri færi. Menn lögðu amk fram………….það hefur vantað síðustu leiki.

  8. Jákvætt fyrir utan 3 stig. Shelvey, Coates, Henderson, Skrtel, Maxi, endurkoma Agger, mark hjá Carrol.

    Núna á eftir ad reyna á Jones í næsta leik og vonandi nær hann skjálftanum úr sér. Og ég vona ad Shelvey fái ad spila alla leiki sem eftir eru.

  9. Virkilega nauðsynlegur sigur og líka sigur sem við þurftum á að halda. Spilamennskan var nú ekkert glæsileg en þetta hafðist. Daniel Agger er náttúrulega bara frábær fótboltamaður allt annað shape á liðinu með hann inn í því. Maxi er alltaf á réttum stað og synd að hann skuli ekki fá meiri tækifæri með liðinu miðað við mörkin sem hann skorar. AC gerði vel í sigurmarkinu og vonandi kemur eitthvað svona móment bæði honum og liðinu í gang. flottur sigur og vonandi vinnum við Everton á Wembley.

    En ég get ekki sitið á mér með eitt. Hvað var King Kenny að spá að taka ekki flanagan strax út af!???? Hann var ekki gera neitt nema spila mjög illa og hefði hugsanlega getað verið rekinn út af innan við 15 min. Í staðinn spottaði managerinn ekki neitt og leyfði honum að spila lengur, hvað gerist léleg sending til baka maður í gegn og Doni brýtur á honum og fær rautt og við sitjum uppi með Brad Jones um helgina sem var frekar tæpur þarna inn á!!

  10. Mitt stóra Liverpool hjarta hefur ekki verið svona glatt í langan tíma

  11. Spurning hvort að það hefði ekki verið bara betra að Flanagan hefði fengið seinna gula þegar hann átti það skilið? Doni hefði haldist inná og hann hefði spilað á laugardaginn. Ég hef því miður ekki mikla trú á Brad Jones í undanúrslit FA bikarsins á móti Everton, allavega ekki m.v. það sem hann sýndi í dag.

  12. Maður getur ekki annað enn vorkennt greyið Doni, sem var búinn að vera að standa sig vel. Hann gat ekkert gert að þessu og þetta var öömurleg sending, og ekki sýndist mér Jones vera alveg öruggur, nema þegar hann varði víti, hvenar gerðist það síðast hjá Liverpool? 😛

  13. Gleðileg 3 stig : )

    Áttum þetta skilið, manni færri meirihluta leiksins með mann í markinu sem virtist staðráðinn í að þurfa aldrei aftur að spila leik.
    Henderson er glataður í hægri bak, og Carroll er jafnvígur í vörn og sókn : )

    Maxi klárlega búinn að spila sinn síðasta leik fyrir Liverpool, það er alveg með eindæmum að hann skuli alltaf þurfa að setja eitt……..jafnvel tvö mörk þegar hann spilar, gleymdist alveg að segja honum að þetta tímabil er tímabilið sem í sögunni á að vera tímabil hinna fáu marka?

    En loksins skemmtileg úrslit, til lukku með það öll : )

  14. Þetta var svo fáránlegur leikur að hann hreinlega gat ekki endað öðruvísi en með flautumarki frá Andy Carroll af öllum mönnum og það með skalla.

    Voðalega lítið hægt að ásaka Doni kallgreyið fyrir þetta rauðaspjald hann gat ekki látið sig hverfa og fær Hoilett í sig á fullu gasi. Flanagan á allann heiðurinn af þessu klúðri í varnarleik Liverpool og átti heilt yfir ömurlegan leik. Lækkar kannski aðeins kröfur manna um að setja of unga leikmenn í of stór hlutverk? Þessi regla er annars tómt rugl og það er rosalegt að þetta brot verðskuldi víti, rautt og líklega þriggja leikja bann. Það er alveg glórulaust en svona er þetta og það var vitað fyrir leik.

    Jones náði svo alveg að þurrka út frábæra byrjun sína með einhverju versta klúðri sem ég hef séð markmann afreka. Hvernig maður sem hefur æft fótbolta alla ævi getur gert svona mörg mistök á stuttum tíma er erfitt að skilja. Alls ekki gott fyrir leikinn um helgina.

    Shelvey og Coates fannst mér annars mjög góðir í dag og ég held að Shelvey sé að spila sig inn í liðið og verði þarna áfram. Spearing var líka góður en líklega er David Dunn á því leveli núna sem hentar Spearing vel…sem er því miður ekki hæsta level. Henderson stóð sig líka vel í dag, kann augljóslega ekkert að spila bakvörð en leysti þessa stöðu fyrir okkur. Ótrúlegt að hann hafi þurft að spila hægri bakvörð í dag m.v. að það voru tveir hægri bakverðir sem byrjuðu leikinn og 2-3 bakverðir á bekknum en þetta var bara þannig leikur.

    Andy Carroll gengur líklega svona 30 kg léttari af velli í kvöld, vonandi er þetta eitthvað sem hann þurfti nauðsynlega að fá og nýtist honum næstu daga…þó ekki væri nema bara til að átta sig á því að hann er nokkrum árum of seinn í klippingu. Var samt heilt yfir flottur í dag og vann þetta fyrir okkur á endanum.

    Bellamy og Maxi eru síðan furðulegir leikmenn sem duga hvorugur fullar 90.mínútur á þessu leveli. Maxi er alveg magnaður, annaðhvoort hættir hann ekki að skora eða skapa færi milli þess sem hann gufar bara upp og getur ekkert. Menn voru í kvöld aðeins að gleyma nokkrum slæmum leikjum hjá honum í vetur en á móti er það lögreglumál hversu oft Kuyt hefur haldið Maxi fyrir utan liðið í vetur. Hann hefur eiginlega aldrei gert eins og Maxi, verið stundum frábær.

    Agger kom svo inná í þessum leik líkt og gegn Villa með gæði sem fári aðrir á vellinum komast nálægt því að búa yfir. Hann bara verður að spila á laugardaginn.

    Þessi leikur var annars alveg á pari við allt annað hjá okkur á þessu ári, búnir að glutra niður tveggja marka forystu gegn botnliði, komnir með tvo markmenn í bann á sama tíma fyrir stærsta leik ársins og áttum bara eftir að fá sigurmarkið í bakið. Vonandi verður þessi endir einhver vítamínsprauta fyrir þetta annars fullkomlega lánlausa lið.

  15. Það er hálf vandræðalegt hversu glaður ég er eftir að hafa unnið Blackburn. En þetta bara hlýtur að vera frábært fyrir stemninguna fyrir laugardaginn.

    Að mínu mati eiga Carroll, Henderson og Maxi klárt tilkall í byrjunarliðið á laugardaginn.

  16. “Henderson er glataður í hægri bak”

    Mér fannst Henderson spila virkilega vel í kvöld við erfiðar aðstæður. Hann barðist einsog brjálæðingur allan tímann. Hann er ekki að fara að eigna sér þessa bakvarðarstöðu, en mér finnst hans frammistaða alls ekki verðskulda sérstakar skammir.

  17. Sigur í kvöld og því ber að fagna!

    Ætla að opna einn páskabjór og japla á íslensku MAXI (poppi)

  18. Konan mín er ánægðari en ég í kvöld. Hún hefur undanfarnar vikur dauðvorkennt mér yfir gengi Púllara og fer ekki varhluta með hvernig það getur farið í skapið á mér.

  19. Er það bara ég eða táraðist ekki Doni eða hreinlega grét þegar hann var að rölta útaf??

    Og svo með þessi markmannsmál, við erum með betri markvörð en Jones í láni hjá Hull. Er ekki eina vitið að kalla hann til baka ef hann er í einhverju leikformi? Það er allavega á hreinu að það er skelfilegt að vera þriðji markvörður hjá stórliði, þú býst aldrei við því að spila og ert bara að hirða launin þín, og ef svo ólíklega vill til að þú þarft að spila þá ertu ekkert nema ein taugahrúga!

  20. Ég er sammála Einari Erni, Henderson var virkilega góður sem hægri bakvörður í kvöld. Ég tvítaði snemma leiks að hann væri varla búinn að eiga sendingu á samherja og það virtist duga til þess að hann spilaði mun betur eftir það 🙂

    Hann var duglegur að hlaupa fram og aftur upp hægri kantinn og í eitt skiptið var hann kominn fremstur inná vítateig en varnarmaður Blackburn bjargaði í horn, það segir nú eitthvað um dugnað Henderson myndi ég halda.

    Annars verða Carroll og Suarez að byrja inná báðir á laugardaginn, fyrsta snerting Carroll í leiknum í kvöld var hreint út sagt stórkostleg, hann þurfti nokkrum sinnum að taka boltann á hælinn en alltaf fór hann á mann í rauðri treyju, held að Carroll hafi ekki misst boltann einu sinni til mótherja í leiknum, svei mér þá.

  21. Mér finnst skrítið að menn virðast ekki geta glaðst yfir langþráðum sigri án þess að þurfa kasta skít í aðra stuðningsmenn sem skrifa á þessa síðu, Dalglish eða einstaka leikmenn.

    Þetta var góður sigur en mikið ósköp gerðu leikmenn sér erfitt fyrir. Ég get tekið undir gagnrýni Dalglish á dómara af því leyti að það virðist engin lína vera sem dómarar dæma eftir á Englandi. Í fyrsta leik tímabilsins var Suarez felldur af markverði Sunderland í sambærilegu færi og leikmaður Blackburn fékk víti í kvöld. Niðurstaðan var annarsvegar gult spjald og hins vegar rautt spjald. Ég ætla ekki dæma um hvort ætti að vera rétt hins vegar myndi ég vilja sjá samræmi milli dóma.

    Þetta var góður útisigur gegn liði sem er að berjast fyrir lífi sínu í deildinni. Loksins, loksins féll smá lukka með liðinu. Vonandi fylgir hún liðinu í næsta leik, ekki veitir af. Jones fær óvænt tækifæri að byrja á Wembley og hittir vonandi á besta leik ævi sinnar þar. Hann á það einfaldlega skilið. Annars held ég að innkoma Agger skipti miklu máli, bæði hvað varðar varnarleikinn og sóknarleikinn enda nauðsynlegt að geta komið boltanum í spil frá öftustu línu.

    Nú er bara byrja telja niður fyrir laugardaginn, ljóst að allur tilfinningaskalinn á eftir að koma fram fyrir þann leik. Ekki í vafa að það verður einhver dramatík í kringum þann leik.

  22. Einar Örn 27.
    “Mér fannst Henderson spila virkilega vel í kvöld við erfiðar aðstæður. Hann barðist einsog brjálæðingur allan tímann. Hann er ekki að fara að eigna sér þessa bakvarðarstöðu, en mér finnst hans frammistaða alls ekki verðskulda sérstakar skammir.”

    Var ekkert að skammast neitt, þetta var meira sett fram sem grín…..hefur greinilega ekki skilað sér ; )

  23. Þakið á húsinu rifnaði næstum því af því ég öskraði svo hátt þegar hann Carroll minn skoraði. Komiði svo með everton, ég sagði komiði með þá.

  24. Virkilega kærkominn deildarsigur og liðið sýndi flottan karakter að sigra 10 á móti 11 á móti örvæntingarfullu liði Blackburn.
    Það er vonandi að þetta frábæra mark hjá Carroll sé bara byrjunin, hann var þrusuduglegur í þessum leik og með meiri aðstoð þá getur þessi strákur gert virkilega flotta hluti.

    Hins vegar er þetta markvarðavesen er alveg til að toppa tímabilið!

  25. Sigur er alltaf sigur, og við tökum því fegins hendi. Skiptir ekki máli hvernig leikurinn var, hversu mikið liðið var með boltann eða hvað þeir áttu mörg skot að marki. Liverpool vann, og á þessu síðustu og verstu tímum þá tökum við öllum sigrum eins og við höfum unnið heimsmeistaratitilinn!

    Djöfulli sáttur við minn mann Maxi. Ég tek bara undir það sem aðrir segja – hvað þessi maður er að gera sífellt á bekknum eða bara hreinlega ekki í hóp, er einn af leyndardómum alheimsins. Þetta fer að minna á það hvernig Houllier gat bara ekki spilað Litmanen, þó hann væri svo miklu hæfileikaríkari en flestir sóknarmenn liðsins á þeim tíma til samans.

    Svo getur maður líka spurt sig – Hver er munurinn á Downing og Maxi? Maxi er þó allavega búinn að skora í deildinni, það er meira en Downing getur sagt. Maxi er klárlega einn hæfileikaríkasti leikmaðurinn hjá félaginu. Hann er kannski ekki sá hraðasti eða vinnusamastur til baka, en hann ber af öllum öðrum í fótboltagreind (football intelligence) – fyrir utan Gerrard að sjálfsögðu. Það er ótrúlegt að Kenny spili honum ekki oftar, og ef ég ætti að gagnrýna eitthvað eftir þennan leik (sem ég lofaði að gera ekki því við tökum öllum sigrum fegins hendi í dag!) þá vil ég gagnrýna Kenny fyrir að horfa sífellt framhjá Maxi.

    Nóg um það, hér vilja menn að við slökum aðeins á kröfu okkar á að fá ungu mennina inn í liðið. Mitt svar við því er klárt nei, ég mun halda því áfram. Í fyrsta lagi þá gera ungir leikmenn mistök. Þeir sem þreytast sjaldan á að benda á ManUtd sem eitthvað sérstakt fordæmi, þá nægir að horfa á það hvernig Sörinn henti Beckham, Scholes og Nevillesystrunum í liðið og fékk ákúrur fyrir. Það er ekki eins og þeir hafi slegið í gegn strax í fyrsta leik.

    Flanno gerði sig sekan um slæm mistök. So what? Hvernig menn bregðast við slíku, er það sem sker úr um hvort menn eru með’etta eða ekki. Persónulega vil ég fá Flanno strax inn í næsta leik, svo hann geti bætt upp fyrir þessi mistök. Sterling á bara að fá tækifæri í liðinu. Allt of mikið af allt of dýrum leikmönnum hafa spilar allt of illa á þessu tímabili, og það er hreinlega óvirðing fyrir ungu leikmennina – Sterling þykir einn efnilegasti leikmaður Englands – að þeir fái ekki tækifæri til þess að láta ljós sitt skína þegar svona er ástands.

    Hvenær eiga þá tækifærin að koma? Gefum okkur að liðið kaupi tvo eða þrjá toppklassaleikmenn í sumar og liðið spili töluvert mikið betur á næsta tímabili, sé jafnvel í harðri baráttu um 4ja sætið. Þá skil ég að menn vilji ekki rugga bátnum það mikið, betra sé að láta reynslumeiri leikmenn spila þegar svo ber undir enda geta mistök kostað töluvert meira undir slíkum kringumstæðum.

    Maxi, Flanno og Sterling í byrjunarliðið í næsta deildarleik, takk fyrir. Ég fer ekki fram á meira 🙂

    Homer

  26. Flottur sigur var ég að horfa á annann leik en flestir hér ?mér fannst Bellamy einna bestur og á skilið að byrja næsta leik ásamt Maxi

  27. Annað sinn sem við erum 2 mörkum yfir og og töpuðu þeim fyrri 3-2 en unnum núna 2-3 þannig að 2-0 staða hjá Liv, er allsekki örugg, Þú verður að laga þetta og margt annað, Kenny Dalglish, HEYRIRÐU ÞAÐ!

  28. toti (#38) – ég geri fastlega ráð fyrir að Bellamy byrji ekki á laugardag fyrst hann spilaði 90 mínútur í kvöld. Miklu betra að eiga hann grimman af bekknum í seinni hálfleik ef þörf er á, þó vissulega sé hann nógu góður til að vera í byrjunarliði. Þetta snýst um það að þeir treysta löppunum á honum ekki í gegnum 2×90 mínútur eða jafnvel 120 mínútur á fjórum dögum.

  29. Maður er alltaf sama pollýannan en nú skulu menn ekki gleyma því að þetta var leikurinn sem Henderson, Shelvey og Carroll unnu. Þeir fengu það sem þeir þurftu, klapp á bakið frá stuðningsmönnum, þeir fundu loksins fyrir því hvað það er að spila fyrir LFC og nú hefst upprisan. (þetta er skrifað með þeim fyrirvara að allt gangi hnökralaust fyrir sig á laugardaginn. En það verður seint sagt leiðinlegt að halda með L’pool.).

  30. Bara leiðrétta eitt, Flanagan er 19 ára fæddur 1.jan 1993.
    En hann var skelfilegur í þessum leik. Vonandi lærir hann bara af mistökum. Það mætti lána hann á næsta tímabili og sjá hvort að hann bæta sig eitthvað. En ég vill endilega sjá meira af Sterling, ekki kannski í byrjunar liði, en hann má koma inná mín vegna. Sérstaklega ef Kuyt er á kanntinum sem er skelfilegt. Vill frekar sjá Gerrard á hægri og Shelvey á miðjuni sem mér fannst flottur í kvöld.
    En flott að fá 3 stig og frábært að Carroll skoraði.

  31. Loksins loksins sigur. Stórstjörnulaust lið og uppskeran sigur. Kannski ekki fallegasti leikur sem ég hef séð en skemmtilegur var hann. Mikil barátta í báðum liðum og mikið um mistök. Vorkenni Flanagan en nú er bara að sjá úr hverju hann er gerður strák greyið og bara að vona að hann girði sig í brók. Shelvey fannst mér mjög góður í kvöld og sýndi fyrirmyndar baráttu og góða frammistöðu. Coates var líka fínn ásamt Skertl sem er búinn að vera traustur allt þetta tímabil. Henderson var einnig að skila bakvarðarhlutverkinu vel. En ánægðastur var ég þó með Carrol loksins skorar kallinn sigurmarkið. Bellamy var sívinnandi og tuðandi allan leikinn, lét hvorki andstæðinginn né dómaraparið í friði og Maxi tvö mörk ekki hægt að biðja um meiri vinnuframlag á einu kvöldi. Vona að þessi leikur verði gott veganesti fyrir helgina og liðið berjist til síðustu mínútu.

  32. Sást langar leiðir í kvöld hvernig liðið verður á laugardag. Aðeins eitt spurningamerki finnst mér.
    Jones
    Johnson-Skrtel-Agger-Enrique
    Hendo-Spearing-Gerrard
    Suarez ?
    Carroll

  33. Verðum við varamarkvarðarlausir á Wembley um helgina? Eða verður ungverska gúllasið kallaður heim til að verma bekkinn? Held að hann ætti reyndar að gera tilkall til byrjunarliðssætis eftir frammistöðu Jones í kvöld. Þvílíkur [Ritskoðað – Brad Jones á skilið meiri virðingu en þetta frá Púllurum eftir það sem hann hefur gengið í gegnum í vetur. Allt skítkast um hann verður fjarlægt á þessari síðu. -KAR]!

    En það var kominn tími til að eitthvað félli með okkur, gríðarlegur karakter í þessum strákum sem fengu sénsinn í kvöld að koma til baka og klára þetta manni færri.

    Ætla ekki að hallmæla neinum í kvöld…tja nema reyndar Jones auðvitað en mistök hans voru auðvitað svakaleg.

    En frábær karakter sem kemur á hárréttum tíma fyrir helgina.

    Come on you Reds!

  34. Ágúst Bjarni#45

    Að mínu mati þá ætti Shelvey klárlega að fá tækifæri í leiknum á móti Everon. Strákurinn er að koma virkilega sterkur inní liðið og hann á bara eftir að verða betri. Það gæti orðið spennandi að sjá miðjuna á næsta tímabili með þessa stráka og Lucas kominn til baka.

    Ég vil sjá liðið svona á móti Everton

    Jones
    Johnson Skrtel Agger Enrique
    Spearing
    Hendo Shelvey
    Gerrard Suarez Maxi

    Kuyt og Downing eiga ekki skilið að fá tækifæri á kostnað þessara manna.

  35. Sjitt hvað þetta var fyndin leikskýrsla, ég hló þrisvar upphátt, vel gert.

  36. Flottur sigur í kvöld…. Svakaleg russíbanareið sem það var að horfa á leikinn.

    En sá einhver annar það sem mér sýndist ég sjá?
    Kýldi Skretl varnarmann Blackburn þegar þeir duttu niður teignum rétt fyrir sigurmarkið eða þegar varnarmaðurinn skallar hann fram, rétt áður en hann kemur til baka á kollinn á Agger?
    http://www.101greatgoals.com/gvideos/andy-carroll-liverpool-v-blackburn/

    Sést ekki vel á þessum en það sést þegar þeir detta og Skretl fer eitthvað yfir hann.
    Veit einhver um betri link á markið?
    Ekki að það skipti neinu máli, 3 stig eru 3 stig og þá er allt fallegt.

  37. Loksins barátta og karakter. Þetta var allaveg smá “kiss á báttið”. Spurning að breyta ekkert sigurliði (hleypa þó Gerrard á vænginn vinstra megin)?

  38. Hef verið duglegur að drulla yfir þetta lið unanfarið en nú eiga þeir hrós skilið. Hvers vegna í ósköpunum Maxi fær ekki fleiri tækifæri er mér hulin ráðgáta. Stór prik til flestra sem spiluðu leikinn í kvöld fyrir að leggja sig fram og gefast aldrei upp, þar er byrjunin, hitt kemur síðar. En mikið á þetta lið inni einhverja heppni, alveg með ólíkindum hvað ekkert fellur með því. Oftast jafnast þetta út yfir heilt tímabil en ég hef aldrei upplifað annað eins. Hljótum að vera að safna fyrir næsta tímabil. Öll stangar og sláarskotin, allir dómarnir sem hafa fallið okkur í mót. Þetta hefur verið með þvílíkum ólíkindum.Koma svo, upp með sokkana, klárum þetta með stæl. Áfram Liverpool.
    Mér fannst Shelvey mjög góður í þessum leik, margfalt betri leikmaður en Spearing, Henderson spilaði líka mjög vel annan leikinn í röð, í stöðu sem hann kann ekki en skilaði mjög vel engu að síður.Carroll mjög góður líka og mikið djöfull átti hann skilið að skoar. Og svo er það Agger, þvílík gæði sem þessi maður kemur með inn í liðið, er algerlega ómissandi. Hann þarf að fá töfralyfið hjá Sjóríki seiðkarli svo hann hætti að meiðasta alltaf. Vona svo að þeir sem sátu á bekknum í kvöld hafi verið að horfa.

  39. Ég er hjartanlega ósammála pistlahöfundi um að mistök Flanno eigi að ýta undir það að ungir leikmenn eiga ekki alltaf að fá sénsinn strax. Já hann gerði mistök í kvöld en drengurinn er nú reynslunni ríkari og ég skal veðja að það verður langt í að hann geri jafn afdrifarík mistök aftur. Þessir litlu kjúklingar læra ekkert ef við ætlum að “vernda” þá fram eftir öllum götunum!
    Ég er einnig mjög fylgin því leikmenn eins og Shelvey, Flanno, Robinson og fleiri séu lánaðir stóran part af tímabili og þá helst innan PL. Við sjáum mjög vel hvernig það hjálpar leikmönnum á borð við Sturridge og Welbeck.

    En að leiknum. Frábært að ná sigri og það með aðeins 10 leikmenn inná. Ég samgleðst einnig Brad Jones svo innilega eftir erfiða tíma vegna veikinda og andlát sonar síns. Momentið sem Doni fór útaf var ömurlegt! Greyið maðurinn að fara í bann um leið og hann fær sénsinn en það varð samt bitter-sweet tilfinning þegar Jones varði vítið.
    Og að Andy Carroll hafi skoðað sigurmarkið í uppbótartíma var einnig yndislegt. Maðurinn hefur verið á milli tannanna á fólki og þar á meðal hjá mér en ég samgleðst honum innilega.

    Það er svo vonandi að þeir leikmenn sem sátu á bekknum komi ferskir í leikinn á Laugardag og við séum aftur að fara að keppa í úrslitum á Wembley!

  40. Nú ætla ég að skrifa ljótt og býst við að Kristján Atli eyði þessu en here goes:

    [ritskoðað]

    En flýtið ykkur að lesa þetta áður en
    þessu verður eytt.

    Svar (Kristján Atli): Vantar eitthvað í þig? Þetta eru síðustu ummæli þín á þessari síðu. Það er margbúið að vara þig við. Reglur eru reglur og það geta allir aðrir hlýtt þeim nema þú. Hvað segir það um þig?

  41. Stórkostlegt. Í rauninni ekki hægt að biðja um annað og betra til að byggja á fyrir leikinn á laugardaginn.

    Nokkur orð um dómgæsluna í kvöld. Ekki að ég hafi yfir neinu að kvarta nema að ekkert samræmi er í einu eða neinu. Það er ekki að furða að Kenny klóri sér í kollinum. Hvað má þá segja um FA og þá úrskurði? Balotelli gerir sitt besta til að fótbrjóta Alex Song en FA finnst það lítið sem ekkert og dómarinn í ruglinu. Shaun Derry hjá QPR gerir hins vegar lítið sem ekkert, dómarinn í ruglinu, en það finnst FA verðskulda bann fyrir ekkert.

    Ég endurtek að ég er ekki að kvarta yfir því að Doni fauk útaf en dómgæslan í vetur hefur verið með hreinum ólíkindum á köflum. Suarez er í 9 af 10 skiptum látinn gjalda efans en ekki njóta. Úrskurðir FA eru síðan yfirleitt fáránlegir og allt sætir þetta mikilli furðu í þetta sterkri deild.

  42. Verulega sem þessi íþrótt er skrýtin, það var alltaf ljóst að leikurinn yrði skringilegur en þetta sló öll met og ég TRYLLTIST þegar Carroll skoraði sigurmarkið. Það var snilld. Ætla að henda inn nokkrum punktum, frá aftasta manni.

    * Aumingja, aumingja Doni. Sem gamall markmaður þá finnst mér þessi regla sú versta af öllum í heimi og hún er í endurskoðunarferli hjá FIFA. Hvað á markmaður að reyna einn á móti einum? Auðvitað reyna að verja, þessi þrefalda refsing er bull og hlýtur að fara að detta út. Víti og gult er eina rétta svarið. Og já, hann grét.

    * Veit ekki alveg hvað verið er að fara með Brad Jones. Þar er á ferð leikmaður sem er án vafa besti þriðji markmaður í Englandi. Hann t.d. hefur nú þegar verið í liði sem vann titil á Wembley, fór á HM en fór heim áður en keppnin fór af stað þar sem sonur hans greindist með hvítblæði. Það er ástæða fyrir því að hann er númer þrjú í röðinni, en þar af er ein sú staðreynd að hann hefur lítið æft. Ég sagði við dóttur mína í fyrri hálfleik að þessi markmaður væri að mínu mati jafngóður kostur gegn Everton og Doni ef horft er til leikkerfis Everton, hann er fínn í teignum og yfirvegaður í aðstæðunum. En stóri vandi hans eru fæturnir, þetta sagði ég henni og það kom í ljós. Fyrir utan þessi skelfilegu mistök fannst mér hann bara leysa sitt hlutverk vel. Hann mun ekki gera þessi mistök á Wembley! Það er ekki langt síðan hann lék gegn Everton í varaliðunum og átti þar mjög góðan leik. Ég er alveg sallarólegur að hann labbi inná Wembley. Með góðri frammistöðu þar og okkar sigri er komin ný Öskubuskusaga og okkur leiðist það ekki.

    * Flanno, Flanno. Strákanginn sá er í kjallaranum í kvöld. Hér á þessari síðu hefur verið kallað eftir honum og menn talað um hann sem betri kost en t.d. Carra. Því miður komu þessi mistök mér ekki á óvart. Flanagan hefur einfaldlega verið mjög slakur í þeim leikjum sem hann hefur spilað fyrir öll lið í vetur. Hann var ekki að leysa hlutina vel gegn Villa og þetta var ferlegt. En halló. Dettur einhverjum í hug að það hefði átt að taka 19 ára strák útaf eftir 20 mínútur? Það heitir einfaldlega að taka menn af lífi!!! Það var hins vegar að sjálfsögðu hann sem fór útaf og hægt að verja það allan daginn út af því að hann var tæpur. Ég ætla alls ekki að afskrifa unga menn þó svona hafi farið í kvöld, en þetta er það sem fylgir því að spila ungum mönnum í sjálfstraustlitlu liði, allavega þegar þeir hafa leikið illa heilan vetur. Nú er spurningin hvað verður eftir Wembley, hvort Kenny hvílir hann sem er vont fyrir hann auðvitað en sennilega betra fyrir liðið. En á Wembley verður hann ekki.

    * Aðrir ungir voru inná þessum velli og ég var glaður að sjá þá. Coates er vissulega hægur og er ennþá að átta sig á hraðanum í deildinni, átti til að slica hreinsanirnar en hann er líka með sjálfstraust í lagi og fínn í fótinn. Verður góður leikmaður. Hendo var búinn að leika vel á miðjunni þegar hann var færður í bakvörð. Vissulega átti hann erfitt, en þegar á leikinn leið vann hann sig inn í stöðuna og þar sem Blackburn ætlaði þar í gegn skipti það hann máli. En….

    Jonjo Shelvey er að mínu mati mesta efni sem við eigum. Þvílíkt sem ég var ánægður með þennan strák í kvöld, eins og eiginlega alltaf þegar ég sé hann. Þessi strákur hefur allt. Stuttar og langar sendingar, vinnur návígi og skalla. Berst eins og ljón, þvílíkt tapsár sýnist manni og hleypur þindarlaust. Þessi strákur er nýorðinn 20 ára, var síðasti leikmaðurinn sem Rafa keypti og ég er á því að það verði eitt af því sem við munum þakka þeim snilling fyrir.

    * En aðrir minntu á sig. Jay litli átti flottan síðari hálfleik þegar pressan á okkur þyngdist og Bellers er góður maður að hafa í svona leik. Við dóttirin sungum lagið hans Maxi, hann er mikill “þefnefur” sá maður en vandi hans er sá að hann er ekki hinn týpíski fótboltamaður, töluvert líkur öðrum jaxli, Garcia nokkrum. Gerir flotta hluti en týnist svo alveg þess á milli. En mikið ofboðslega sem ég met hann og vona að það hafi verið eitt af plani Dalglish að hann kom útaf áður en leik lauk og hann eigi séns.

    * Þá að Carroll. Strákanginn sá kostaði alltof mikið, það vitum við, en ég nenni ekki að byrja umræðuna út af hverju hann kostaði 35 milljónir og tengdist Torressölunni. Þeir sem vilja vita það vita það nú þegar, en þeir sem vilja horfa á þetta öðruvísi, þeir um það. Í dag á hann að mínu viti við eitt vandamál að etja. En vissulega stórt – hann nýtir illa færin sín! Sammála Kristjáni að hann átti að nýta fyrra færið, en þó held ég að hann hafi einfaldlega bara ekki reiknað með hverslags dúndursending var á ferð. En markið hans í lokin var frábært, hann sýndi þar áræðni og grimmd og shit hvað hann fékk út úr því að fagna fyrir framan fulla stúku af Liverpool aðdáendum. Frábært, hann heldur bolta mun betur, linkar vel við liðið og er stöðugt meira í teignum, meira svona og bæta við mörkum og þá þagnar umræðan að lokum

    * Þá að aðdáendum LFC. Við FYLLTUM away end á Ewood. Vissulega stutt ferðalag, en á þriðjudegi eftir ömurlega frammistðu að undanförnu þá var “Travelling Kop” mætt og söng hástöfum lengst af. Köllin á Dalglish í fyrri hálfleik og síðan eftir leikinn sögðu nú ýmislegt hvað þeim finnst um stöðuna, en söngvarnir sem úr stúkunni bárust voru magnaðir og skiptu máli fyrir leikmennina að heyra, nú er komið að alvörunni, Wembley og seasonið undir.

    * Þá er ekki úr vegi að velta fyrir sér hvernig næstu dagar verða. Mér sýndist allur leikmannahópurinn fylgja liðinu á Ewood og það sem við sáum í stúkunni aftur við varamannabekkinn virtist glaður og kátur leikmannahópur til í slaginn. Fögnuðu með sínum mönnum, það hefur verið gleði í klefanum eftir leik og í rútuferðinni stuttu niðureftir. Æfingin á morgun verður glaðleg (fyrir alla nema Flanno og Doni) og það er ekki nokkur spurning í mínum huga að þessi leikur í kvöld, frammistaða þeirra sem þar voru og mest það að sjá menn vinna sig í gegnum mikið mótlæti að undanförnu og standa upp sem sigurvegara. Það telur…

    * Hér verður örugglega alls konar debat um margt, ég skora á ykkur öll að gleðjast af heilum hug í kvöld án þess að leyfa nokkrum að skemma það. Alls konar mítur um margt fara núna í gang en nú skulum við bara fylgja fordæmi “Travelling Kop” sem sungu um Wembleyferðina sína hástöfum.

    Og ef að Everton voru eitthvað farnir að hlakka til, þá bara fínt. The Shankly boys are coming down the road!

    * Hvað varðar liðskipan þess leiks, þá held ég að margt sé rétt hjá honum Kristjáni. Það var verið að spila Agger og Johnson í gír, þeir verða með Skrtel og Enrique. Ég held að við sjáum pottþétt Downing, Gerrard, Kuyt og Suarez spila líka þar sem við sáum þá ekki neitt í kvöld. Það verður svo spurning hvernig rest raðast. Hendo, Spearing, Shelvey, Maxi og Carroll berjast um þau sæti – í dag tippa ég á Spearing og Maxi, þar sem að liðið myndi þá spila 4-4-2 með Kuyt og Suarez uppi á topp.

    En nóg fram að því – gleðjumst og gleðjumst!!!

  43. Thad var ekki bara einhvern varnarmadur sem atti sendinguna inn I teig thegar caroll skoradi sigurmarkid..thad var fokking coates med gedveika sendingu

  44. Sama þótt að kenny hafi verið að hvíla eða whatever, þá var þetta lið samt framan af bara drullusprækt og ungu strákarnir á miðjunni voru að standa sig vel, skömminni skárra en margir leikir hjá okkur uppá síðkastið..

    Maxi er líka bara okkar “Nistelroy” .. maðurinn hefur ekki bilaðann hraða en hann kann að staðsetja sig hrikalega vel og er nánast alltaf réttur maður á réttum stað þegar að hann FÆR að spila, hann er með 16 appearances á tímabilinu og 8 mörk, eða 17 og 10 mörk ef að wiki er óuppfært, sem er helvíti fínt fyrir miðjumann/vængmann.

    Svo var Agger með assist aftur, annan leikinn í röð!

  45. Verð að vera ósammála pistlahöfundi með ungu strákana. Ef menn eru það brothættir að þeir höndli það ekki að gera mistök á stóra sviðinu þá eru þeir ekki með það sem til þarf til þess að spila knattspyrnu á hæsta leveli.

    Hefur ekkert með aldur að gera – ef þú ert nógu góður (á öllum sviðum) þá ertu nógu gamall.

    Ég hef ekki séð neinn heimta að þessir ungu leikmenn spili 90 mínútur í hverri viku – eingöngu að þeir fái einhvern spilatíma þegar liðið er að upplifa sinn versta kafla síðan e-h tímann rétt eftir WWII. Ef ekki við þessar aðstæður, hvenær þá ?

    Annars var þetta virkilega góður sigur. Ekki það að fótboltinn hafi verið svona frábær heldur vegna þess hve mikil vinna er að baki þessum þremur stigum. Menn gáfu sig alla í þetta verkefni og uppskáru í samræmi við það. Og með þessi mistök hans Brad, minnti þetta mig nokkuð á mistök Reina gegn Everton hérna um árið:

    http://www.youtube.com/watch?v=4TMBeax7Wt8

  46. Ég ætla bara að neita að trúa því ef við spilum 4-4-2 á móti Neverton að Kyut sé valinn í stað Carroll. Allavega vill ég sjá Carroll eða Shelvey í stað Kyut um helgina, hvort við spilum 442 eða eitthvað annað.

  47. Þessi ummæli númer 53 eru þau sorglegustu sem ég hef lesið á þessari síðu og ég tek hatt minn ofan fyrir Kristjáni Atla.

  48. Sælir,

    fín skemmtun leikurinn í kvöld, 1-3 sigur og næsta verkefni er Everton í undanúrslitum FA-Cup. Það er mjög gott að Flanagan gerði þessi mistök í sigurleik og hann ætti því að vera fljótur að jafna sig.

    Ég er sammála nefndinni hjá UEFA sem Keisarinn ( Frans Beckenbauer) var í forsvari fyrir og lagði til breytingu á knattspyrnulögum t.d. á þann máta að hverfa frá svokallaðri þrefaldri refsingu ef brot hefði ekki krafist rauðs spjalds annarsstaðar á vellinum. http://www.fifa.com/aboutfifa/organisation/bodies/news/newsid=1532355/index.html .Þreföld refsing kallast það þegar 1) leikmaður brýtur af sér innan eigins teigs og því dæmt víti, 2) leikmaður fær beint rautt spjald vegna brotsins 3) og því fær leikmaður 1 leik í bann útaf rauða spjaldinu. Nefndin lagði til að fyrir þess háttar brot er nóg að dæma víti og leikmaður fær rautt, bannið er of mikil refsing. Doni verður fyrir barðinu á þrefaldri refsingu í kvöld.

    Ég er ekki sammála skýrsluhöfundi varðandi byrjunarliðið á laugardaginn. Ég mundi vilja sjá Jones-Enrique, Agger, Skrtel, Johnson-Gerrard,Spearing,Henderson-Downing,Carroll,Suarez byrja leikinn. Bekkur, GK, Carra, Flanagan, Jonjo, Maxi, Kuyt og Bellamy.

    Ég hef reyndar áhyggjur af því að Dalglish vilji ekki taka það frá Carra að spila undanúslitaleik í FA-Cup gegn Everton á Wembley. Spurningin er því, byrjar hann eða kemur hann inn á?

    Áfram Liverpool.

  49. Til hamingju með sigurinn allir Púllarar- loksins. Vonandi verður hann til að blása karft í okkar menn. Hér á síðunni mæra menn Agger – og ekki að ástæðulausu, frábær leikmaður þar á ferð. Á sama hátt fær greyið Flanagan ansi margar “pillur”. Drengurinn aðeins 19 ára og menn verða stundum að gera sín mistök. Ef ég man rétt (þið fróðu menn leiðréttið mig þá ef ég fer manna villt) þá gaf Agger einu sinni mjög lausan bolta inn í vítateignum á markmann sinn, sóknarmaður komst inn í sendinguna skoraði einn á móti markmanni. Ég er viss um að Agger lærði af þessum mistökum sínum. Höldum ró okkar og gleðjumst yfir sigrinum. Horfum frekar á jákvæðu hlutina en þá neikvæðu og sleppum leiðinda skítkasti sem sumir sem skrifa á þessa síðu tileinka sér.

    YNWL

  50. Það er mikið til í að Maxi er svipaður leikmaður og Luis Garcia. Maxi hefur aldrei nýst vel sem kantmaður í 442. Hann hefur hvorki hraðann, varnarvinnuna né krossana sem menn í slíkri stöðu þurfa að skila. Hins vegar blómstar hann í sem sóknarmaður í 443, þar sem spilið er styttra og minni varnarskylda.

    Hins vegar sé ég ekkert að því að spila Maxi sem öðrum framherja í 442. Og þó sumir segi að ekkert sé að marka tölfræði þá er Maxi nálægt því að vera með mark í leik ef teknir eru þeir leikir sem hann hefur byrjað á tímabilinu. Hins vegar eru allar líkur á að hollendingurinn útbrunni með sína 1% nýtingu á færum og 5 mörk í 35 leikjum byrji eins og oftast nær.

  51. Mér hefði verið sama þó Blackburn hefði lappað með boltann inn í sitt eigið mark í öll skiptin. Skiptir mig nákvæmlega engu hvernig við unnum þennan leik. Við þurftum bara svo ógeðslega á Sigri að halda að það hálfa væri nóg. Vonandi gefur þetta tóninn og menn mæti brjálaðir í verkefnið á Laugardaginn…. Það er bara Stríð. Bara no fxxxxxx way að við förum að tapa fyrir hinu liðinu á laugardaginn. Má ekki gerast.

    Koma svo Rauði Her… Látið Wembley skjálfa.

    YNWA

    P.S.
    Sammála hverju orði hjá Homer #37.

  52. Getiði gert nýtt podcast á morgun, allir jákvæðir og glaðir. Mér finnst þau skemmtilegri en “Við erum búnir að tapa svo mikið af leikjum sem við hefðum átt að vinna að ég er hættur að telja” podköst. Annars fannst mér liðið spila mjög vel í dag, skrítið hjá Blackburn samt að spila ekki með miðjumenn – ég sá þá allavega ekki.
    Miðja varnarinnar solid og Agger, ef þú ert að lesa, ég elska þig.
    Fannst Henderson sýna netta leiðtogahæfileika í annars frekar leiðtogalausu liði þannig séð og það hefði enginn nema Carroll skorað svona mark.

  53. Held að hvorki ég né KAR (eða aðrir) séu að tala um að ungir leikmenn eigi ekki að fá séns hjá Liverpool. En t.d. John Flanagan hefur sýnt það í vetur að það er ástæða fyrir því að hann er ekki kominn í byrjunarliðið og að mínu mati er það bara alls ekki rétt og því síður hollt að 18 ára (nú nýlega 19 ára) pjakkar séu að fá að taka út svona mistök í deildarleik hjá Liverpool. Það fylgir því rosaleg pressa að spila fyrir Liverpool spurning hvort ekki sé rétt að menn taki út þroska á aðeins minna leveli og í litlum skömmtum.

    Held að Dalglish viti bara alveg upp á hár hvað hann er að gera í þessum málum, núna t.d. fékk Flanagan séns í leik sem skipti mjög litlu máli og fær alveg skilning hjá stuðningsmönnum Liverpool. Ég veit um annan efnilegri (á sínum tíma) sem skoraði tvö sjálfsmörk gegn United nokkuð eldri en Flanagan er í dag og var nokkur tímabil að sannfæra stuðningsmenn eftir það 🙂

    Talandi um þetta og í smá mótsögn við sjálfan mig held ég að Flanagan með sýnum mistökum sé samt betri bakvörður í dag heldur en Jamie Carragher. Sérstaklega hjá liði sem þarf að hafa bakvörð sem lætur sjá sig hinu megin við miðlínuna.

    Svipað með Sterling hann fékk smá nasaþef um daginn og mun pottþétt koma meira inn í liðið á næsta tímabili haldi hann áfram að þróast rétt en það er líklega ekki alveg það besta að setja allar væntingar stuðningsmanna á hans herðar núna. M.ö.o. ég held að Dalglish hafi bara töluvert meira vit á því hvenær þessir pjakkar eru tilbúnir heldur en við og ungir leikmenn eru alveg að fá séns hjá Liverpool á þessu tímabili.

    Jonjo Shelvey er búinn að fara þá leið sem ég held að sé langbest og hefur verið að virka vel hjá toppliðunum. Hann fór á lán og fékk leikreynslu í sterku liði og sterkri deild og er mikið tilbúnari í slaginn fyrir vikið. Hann mun gera sín mistök áfram en eitthvað af þeim hefur hann vonandi tekið út nú þegar í liði þar sem pressan er nokkrum ljósárum minni.

    Auðvitað koma af og til það mikil efni upp að þau fara beint í liðið hjá eins sterku liði og Liverpool en það er eins og við vitum alls ekki algengt. Sterling t.d. er held ég það góður en menn eins og t.d. Suso sé ég vel fyrir mér spila í öðru liði á næsta ári.

  54. Snilldarleikur, gaman hvað King Kenny er að gera með þetta lið, hef ekki áhyggjur af markmansleysi, Jones var að standa sig vel þrátt fyrir léttvæg mistök. Hlakka til laugardagsins.

  55. Ég var sannfærður þegar ég sá liðið gegn Villa á Laugardag að Carroll kæmi inní kvöld og svo aftur út fyrir leikinn gegn Everton og ég er ennþá sannfærðari núna um að hann spilar ekki gegn Everton þar sem hann var nú einu sinni besti leikmaður vallarins í kvöld að mínu mati. Sorglegt hvað Dalglish hefur farið illa með drenginn í tví eða þrígang eftir áramót með að henda honum á bekkinn þegar hann hefur allur verið að koma til.

    Ég vona að fremstu 6 menn okkar á laugardag verði Spearing og Gerrard a miðjunni, Bellamy og Downing á vængjunum og svo félagarnir Carroll og Suarez fremstir .. Sé þetta samt ekki gerast og held að Spearing – Gerrard og Henderson verði á miðju með Kuyt og Downing á vængjunum og Suarez einan frammi sem er auðvitað algjörlega fáránlegt með hliðsjón af spilamennsku Carroll í dag og svo auðvitað 3-0 sigrinum á Everton á Anfield fyrir mánuði síðan þar sem Gerrard – Suarez og Carroll spiluðu allir saman í byrjunarliði.

    Annars sammála mönnum hérna að þetta var kærkomin sigur og ætti að gefa leikmönnum smá sjálfstraust fyrir Laugardaginn þar sem okkar menn hreinlega verða að sigra og mér er svo sem slétt sama hvernig þeir gera ef þeir bara gera það .

  56. Sæl öll.

    Stundin sem ég hef beðið eftir lengi rann upp í kvöld, okkar menn einum færri unnu leik og það með hálfgert varalið og vara,varamarkmann. En svona er Liverpool þegar maður er orðin svo meðvirkur að maður grætur við að horfa á auglýsingar um “stærstu leiki” helgarinnar kvíðandi fyrir því að horfa á liðið sitt störgla og tapa þá koma þeir og vinna. Kannski ekki efsta liðið en Who Cares sigur er sigur og stigin þrjú fóru með okkar rútu heim á Anfield. Ég var að vinna í kvöld en fylgdist með Kop.is og á tímabili átti ég nú smá erfitt með að ná áttum..hvað var að gerast er Doni að fara út af?…..bíddu bíddu hver kemur þá í markið’ en mikið var svo ljúft að lesa að Carroll hefði skorað og ég fagnaði svo mikið að vinnufélagarnir héldu að mínir menn hefðu orðið Evrópumeistara. ( ég veit þau eru ekki mikið inni í fótbolta)

    Kæru Poolarar þetta var gaman, rosalega gaman og þó svo það komi fleiri töp þá skiptir það engu máli við sjáum hægan bata á liðinu okkar.

    Munum bara að við göngum aldrei ein.

    YNWA

  57. Maggi #55 – Ekki að það skipti nokkru máli en þá hljóta Tottenham að vera með besta þriðja markvörð deildarinnar í Gomes. Eða Arsenal með Almunia.

    Annars sammála með Shelvey, djöfull sem mér líst vel á hann!

  58. 100% sammála #52 , og ég vill helst að Sterling fái nokkrar mínútur i
    Hverjum einasta deildarleik sem eftir er á þessu tímabili.

    YNWA.

  59. Smá stats um Carroll í leiknum í gær:
    Astonishing Carroll ’50/50 duels’ stat from @EPLIndex: lone frontman for 70 mins, won 23/28 duels; 9/10 air; 14/18 ground LFC”

  60. Mikið fannst mér Shelvey flottur í þessum leik, þar er loksins kominn miðjumaður sem er bæði með stuttar og langar sendingar já það var sómi af stráknum, auðvitað þarf að ritstýra vef eins og Kop,is það væri ömurlegt ef hver sem er gætið komið hingað og drullað yfir allt og alla, það er mikil munur að gagnrýna klúbbinn okkar og svo að rakka niður félagið og menn vinstri hægri, eins held ég að við viljum flestir ekki hafa hér menn sem eru ekki púlarar menn sem td hæðast af okkur og gera lítið úr væntumhyggju og stuðningi okkar til klúbbsins okkar, #76 þú kemur akkurat með þetta ,,,við eru hér til að ræða fótbolta og LFC.

  61. Flottur sigur og ekkert annað!

    Þetta breytir samt ekki þeirri staðreynd að áður en Carroll skoraði vorum við gjörsamlega hauslausir. Sbr. þegar menn áttu að dekka í fyrsta marki Blackburn.

    Flanagan búin að gefa mark (í síðasta leik) og rautt og víti (hann á þetta skuldlaust, Doni gat ekkert gert). Hann er klárlega ekki tilbúinn.

    Nú þarf Kenny bara að spila Carroll það sem eftir er tímabils og leyfa honum að ákveða örlög sín sjálfur.

  62. Babu #67 segir:
    “Það fylgir því rosaleg pressa að spila fyrir Liverpool spurning hvort ekki sé rétt að menn taki út þroska á aðeins minna leveli og í litlum skömmtum.”

    Get ekki verið sammála þessu. Akkúrat á þessum tímapunkti á þessu tímabili er nákvæmlega ENGIN pressa að spila fyrir Liverpool. Deildin er búin, það skiptir ekki máli hvort liðið tapar rest eða vinnur rest, og því er hér kjörið tækifæri fyrir Kenny að sýna að hann hafi kúlur til að treysta á ungu leikmennina.

    Ég verð líka að kommenta áðeins á þetta sem þú segir:

    “Svipað með Sterling hann fékk smá nasaþef um daginn og mun pottþétt koma meira inn í liðið á næsta tímabili haldi hann áfram að þróast rétt en það er líklega ekki alveg það besta að setja allar væntingar stuðningsmanna á hans herðar núna.”

    Sterling þykir með efnilegustu ungu leikmönnum Englands. Flott, hann fékk að spila í nokkrar mínútur í einum leik. En hann þarf samt að horfa upp á fjöldan allan af “eldri og betri” leikmönnum spila eins og fermingarstelpur. Ef ungu leikmennirnir fá ekki tækifæri þegar illa árar, þá eru enn minni líkur á að það gerist þegar vel gengur og liðið hefur raunverulega eitthvað að keppa að. Ef það er rétt, að hann sé að hugsa sér til hreyfings í sumar, þá er þetta ástæðan. Það þarf enginn að segja mér annað.

    Og eitt í viðbót, svo hætti ég!

    “ég held að Dalglish hafi bara töluvert meira vit á því hvenær þessir pjakkar eru tilbúnir heldur en við og ungir leikmenn eru alveg að fá séns hjá Liverpool á þessu tímabili.”

    Í alvöru? Segir það sig ekki sjálft að menn sem lifa og hrærast í þessum bransa, og starfa við þetta í þokkabót, hafi aðeins meira vit á þessu en við sem sitjum fyrir framan sjónvarpið lengst norður í Ballarhafi? En hluti þess að vera stuðningsmaður, kannski “stórasti” hluturinn, er einmitt sá að við viljum hafa skoðanir á því sem tengist liðinu okkar. Ef við ætlum alltaf að segja – “Þjálfarinn veit alveg pottþétt betur en við og við skulum bara treysta honum til að taka réttar ákvarðanir” – þá skulum við bara loka þessari síðu og vera stuðningsmenn tvisvar í viku, þegar leikur er sýndur í sjónvarpi 🙂

    Homer

  63. Carroll!!!! Hef aldrei efast um þennann dreng! Nema stundum, bara smá. En samt, CARROLL!!!!!!

    YNWA!!!

  64. Dagur 2. Er enn með glottið pikkfast á andlitinu. Hlæ með sjálfum mér við tilhugsunina þegar Carroll skoraði í gær. Sat í sófanum og stökk upp með látum þannig að 5 mánaða gamall sonur minn, sem sat í sófanum við hliðina á mér, hló og skríkti af pabba sínum.

    Það er ansi margt gott komið fram hér í þessum kommentum um leikinn og mál honum tengd. Fáránleg refsins sem Doni hlýtur og maður spyr sig afhverju það er ekki bara lúga á vellinum sem markmenn geta látið sig hverfa ofan í en þannig finnst manni að menn verði að bregðast við vegna þessarar reglu. Fáránlegt.

    Er þó að velta einu fyrir mér með blessaðan drenginn hann Flano. Hann er alveg mistækur, ungur og allt það. Getur ekki verið smá í því samt að fyrst hann ákveður að fara til baka og gefur þessa slöku sendingu að hann hafi bara einfaldlega ekki fengið nógu mikla hjálp frá liðsfélögum sínum? Ekki fengið nógu góðar leiðir til að senda boltann og því ákveðið að fara til baka? Hann er jú ungur og allt það og þarf því stuðning. Er svo algerlega sammála kommenti #37 að hann verður að fá að byrja næsta deildarleik. Ef það á að refsa svona ungum gaur fyrir slæm mistök með því að salta hann í tunnu og henda í frysti þá er eins gott að leysa hann bara undan samning og leifa honum að fara. Næsti deildarleikur skiptir í raun engu og ef það á að gera eitthvað með þennan dreng í framtíðinni þá þarf hann að fá að spila. Hann fær alveg pottþétt orð í eyra fyrir þessa framistöðu, þurfum ekkert að efast um það.

    En glaður er ég að við náðum að vinna þennan leik og hann var um margt mikið skemmtilegri leikur en margir leikir á undan. Finnst vert að nefna Henderson og sérstaklega Shelvey sem mér finnst vera að tikka all hressilega inn. Hann má alveg bæta sig en þarna held ég að við séum með all svakalegan framtíðarmann í liðini okkar og mikið er ég sammála Magga með að hann komi til með að vera ein af betri arfleiðum Rafa.

    Hlakka núna óendalega til laugardagsins og það verður gaman hér í vinnunni enda er einn blámaður að vinna með mér 🙂 Tökum létt á þessu og höfum gaman af.

  65. Mikið rosalega var komin tími á að eitthvað félli með okkur, og mikið er gaman að sjá hvað verður létt yfir skrifonum þega sigur vinnst…. Og svo bara Everton um helgina,með MAXI í liðinu….

    Áfram LIVERPOOL… YNWA…

  66. Fyrsta af öllu langar mig að sega það að ef menn eru að koma hér inn og hrauna yfir allt bara til að vera leiðinlegir þá segir það bara meira um þá heldur en aðra og það sem meira er þeir eru að hrauna yfir allt og alla vegna þess að þeir þurfa ekki að koma fram undir nafin og eru þess vega gungur… en nóg um það…

    Eitt er það sem ég skil ekki og það er þega menn segja eftrir þennan leika að Maxi hafi ekki gert neitt í leiknum, Hann skoraði tvö mörk, hann var ávalt tilbúinní svæðum í þríherning hann hangir ekki á boltanum í tíma og ótíma, heldur kemur honum í leik, hefur fanta góðan leikskilning,…. en nei hann gerði ekki neitt, maður verður bara orðlaus…

    Áfram LIVERPOOL…. YNWA…

  67. Mikið svakalega var gaman að sjá Brad Jones verja þessa vítaspyrnu eftir þær hræðilegu raunir sem hann og hans fjölskyldu hafa þurft að glíma við. Hef fulla trú á honum gegn Everton.
    Flanagan hefur fengið mörg tækifæri upp á síðkastið en hefur í flestum tilvikum verið slakur. Að mínu mati er best að leyfa honum aðeins að hvíla sig og vinna í sjálfstraustinu sem er í molum hjá honum. Hann hefði gott af því að fara á lán í nokkra mánuði á næsta tímabil til liðs í Championship-deildinni.
    Coates finnst mér vera vaxandi og á að fá fleiri tækifæri eftir ágætis frammistöðu í gærkvöldi.
    Shelvey er virkilega góður leikmaður, er með góðar sendingar, hefur gott auga með spili og er duglegur að stinga sér inn í teiginn af miðjunni.
    Henderson sýndi flottan karakter með því að klára hægri bakvörðinn. Sást greinilega að þetta er ekki hans staða en hann vann sig vel inn í leikinn eftir því sem leið á leikinn. Finnst yfirleitt standa sig vel þegar að hann fær að spila sína stöðu á miðjunni.
    Maxi hefur fengið alltof lítið að spila á tímabilinu. Ótrúlega seigur að koma sér í færi og góður að klára þau. Hann mætti alveg spila meira á kostnað Dirk Kuyt sem hefur verið að setja met í að vera lélegur.
    Carroll hefur verið vaxandi og getur hentað liðinu í ákveðnum leikjum. Markið hlýtur að auka sjálfstraustið hjá honum sé alveg fyrir mér góða leiki hjá honum það sem eftir er tímabilið.

  68. nennir einhver að segja mér afhverju þetta er ekki rautt spjald á Jones ? aftasti maður og ýtir yakubu í jörðina þegar hann er einn fyrir opnu marki.

  69. Villi.

    Í raun var pottþétt hægt að gefa Jones rautt og verja það, en ef þú horfir á endursýninguna þá er Yakubu aldrei að fara að ná sendingunni, enda “touchið” hans vont og boltinn á leið frá markinu. Það er ekki til nein regla um að reka eigi útaf aftasta mann, en reglan er að það á að reka mann útaf sem sviptir mótherja augljósu marktækifæri.

    Dómarinn hefur metið það á leiknum í gær að Yakubu væri ekki að fara að skora eftir slæma snertingu og dæmir víti og gult. Ég var sko ekki viss hvaða lit hann myndi draga upp horfandi á þetta í sjónvarpinu en við endursýninguna myndi ég telja að þetta hafi verið mat dómarans og hann því veitt gult, sem ég held að hafi verið hárrétt og vel dæmt.

    Mér fannst þetta líka sýna það að þessi dómari er ekki “headline-maker” eins og alltof margir enskir, slíkur dómari hefði ekki vílað fyrir sér að skella inn tveimur rauðum á markmennina okkar. En sem betur fer ekki þessi…

  70. Ég sá síðustu 60 mínúturnar í leiknum eða svo. Mér fannst liðið reyna eftir fremsta megni að spila fótbolta þrátt fyrir að vera bara manni færri. Hef svosem sjálfur spilað í liði sem var tveimur mönnum færri, en það var í neðri deildar bolta á Íslandi. Maður getur ekki ímyndað sér hvað það er erfitt á þessu leveli, eða hvað það á að vera erfitt. Blackburn virtust vera sáttir með stigið eftir að þeir jöfnuðu úr vítinu, en okkar menn voru það alls ekki.

    Carroll, Maxi og Shelvey spiluðu allir vel. Ég man að á svipuðum tíma í fyrra, þá tók Maxi til sinna ráða og raðaði inn mörkum í deildinni og spilaði drulluvel. Hann spilaði frekar vel í leiknum í gær, var alltaf tilbúinn í þríhyrningsspil og skilaði boltanum vel. Hann er einn af þessum leikmönnum sem er mjög oft vel staðsettur í sókninni. Gæti kannski kennt Andy nokkrum Carroll einhver trix um það. Mér finnst að Maxi ætti að spila alltaf á móti litlu liðunum.

    Maxi á líka eitt fallegasta markið í sögu HM:
    http://www.youtube.com/watch?v=YL4XxUqYEA4

    Einhvern veginn er það þannig að margir leikir Liverpool og Blackburn eru frekar furðulegir. Hver man ekki eftir lokaleiknum árið 1995? Þá unnu Liverpool 2-1 sigur á Blackburn á Anfield, en Blackburn undir stjórn Kenny Dalglish urðu samt Englandsmeistarar af því að á sama tíma gerðu Man U og West ham 1-1 jafntefli, að mig minnir. Leikurinn á Ewood park í fyrra var fyrsti leikur Steve Keen sem framkvæmdastjóra og sá síðasti hjá Roy Hodgson sem stjóra Liverpool. Það var stórskrýtinn leikur. En þessir leikir eru mesta skemmtun.

    Það var fáránlega góð tilfinning að sjá fákinn Carroll skutla sér fram og stanga boltann í netið í uppbótartíma. Nú held ég að hann komist LOKSINS á skrið. Hann þarf að vera í byrjunarliðinu það sem eftir lifir leiktíðar.

    Áfram Liverpool!!!

  71. Að horfa á þetta mark hjá Maxi og hugsa svo afhverju þessi strákur er ekki meira notaður …. jafna sem ekki gengur upp. Eitthvað mikið að.

    YNWA

  72. Hvenær ætla menn að breyta þessum reglum og hætta að gefa markmönnum rautt fyrir að reyna að verja þega leikmaður er komin einn í gegn. Ef markmenn halda sig innan teigs og gerast brotlegir á þennann hátt á þetta að vera gult spjald og víti sem er mjög eðlilegur dómur. Ef markvörðurinn er hins vegar komin út fyrir teiginn þá er þetta klárt rautt spjald og aukaspyrna. Svona er þetta mjög sanngjarnt á allann hátt.

    Markvörður er því að taka miklu meiri séns þegar hann veður út úr teignum sem er bara hið besta mál fyrir leikinn og fullkomlega eðlilegt.

  73. Allt tal um að við eigum ekki að spila okkar ungu mönnum er algjört kjaftæði. Við erum klárlega með mestu efnin á englandi og eigum að spila þeima rétt. Láta þá byrja einn og einn leik og henda þeim svo inná af bekknum og byggja þar með upp.
    Þessir ungu strákar munu skila okkur svo tittlinum eftir 3 ár sanniði til með Kenny í brúnni.

  74. KAR: Vegna fyrri færslu minnar nr. 46
    Alveg rólegur á ritskoðuninni. Þú gafst nú tóninn með því að tala um hlægileg tilþrif hjá manninum. Bara svo það sé á hreinu hef ég dýpstu samúð með Jones vegna barnsmissisins.

  75. Ekki að það skipti miklu máli fyrir Doni karlinn, en hvernig eru reglurnar með þessi bönn? Á brassinn að fara í eins leiks bann eða þriggja. Mér finnst eins og ég hafi heyrt að ef menn fá rautt fyrir að ræna menn marktækifæri í stað þess að fá rautt fyrir háskaleg brot, þá fái menn aðeins eins leiks bann. sbr. Derry hjá QPR.

    Verð reyndar að vitna í manu-vin minn vegna þess þegar Derry fékk þetta ósanngjarna spjald og ég var að reyna að útskýra þetta fyrir honum.. “ég skil ekki þessa umræðu. mér finnst að menn eigi að fá rautt hvort sem sóknarmaðurinn er rangstæður eða ekki”
    svo mörg voru þau orð 🙂

  76. Er ekki málið að hafa bara Enrique í markinu á móti Everton?

    Getur ekkert í vinstri bak og er eini “markmaðurinn” hjá okkur sem hefur haldið hreinu?

  77. Ég er sammála þessum vangaveltum með markmann og rautt. Þessi (mis-gáfulega) regla um að ef þú ert síðasti varnarmaður að ræna marktækifæri, þá er gefið rautt spjald og dæmd vítaspyrna.

    Svolítið ósanngjarnt fyrir markmenn, því þeir eru eiginlega alltaf síðustu varnarmenn milli sóknarmanns og marksins. Ef þeir skutla sér á eftir boltanum, en ná honum ekki og fella þess í stað sóknarmanninn, þá fá þeir rautt. Þetta er ekki alveg nógu sanngjarnt. Mér sýndist Doni leggjast niður eins og hann ætti von á skoti, en þess í stað hljóp Hoilett á hann.

  78. Homer

    A) Þú talar um að nú sé engin pressa og að nú sé tækifærið til að nota ungu leikmennina. Nákvæmlega hvað var Dalglish að gera í þessum leik? Annað en nota ungu leikmennina. Það er auðvitað ekki raunhæft og hvað þá rétt að fá allt unglingaliðið inn í einu en svona leikir eru fínir til að setja t.d. Flanagan og Shelvey inn. Flanagan virkar ekki tilbúinn en hann er a.m.k. að fá sénsinn. Sterling mun fá sinn séns einnig.

    B) Sterling er fæddur í desember 1994! Ég er alveg sammála þér að ég vill fá að sjá hann koma meira inná en það er enginn skandall og því síður eitthvað óeðlilegt að það sé farið varlega í að setja hann í aðalliðið. Hann kemur inn mjög bráðlega vona ég og það með miklum látum.

    C) Ok sé hvað þú meinar og ég skal orða þetta öðruvísi. Ég held að Dalglish sé á réttri leið með að gefa ungum mönnum sénsinn og ungir menn eru að fá séns hjá okkur. Leikur Flanagan í gær (og á þessu tímabili) sýnir svo kannski aðeins afhverju það er ekki verið að hrúga öllum í einu í aðalliðið.

  79. Eitt sem ég skil ekki alveg. Menn tala hér um að það eigi bara að spila kjúklingunum núna því það sé engin press á liðinu. Samt eru margir hér inni sem fá flog þegar liðið tapar stigum.

    Það hlýtur samt alltaf að vera pressa þegar menn klæðast Liverpool treyju því það er alltaf krafa á sigur alveg sama þó menn séu ekki í baráttu um neitt merkilegt sæti.
    Ég er samt alveg sammála því að leyfa einhverjum af þessum ungu leikmönnum að spila til að öðlast reynslu en það þarf samt að gera það á réttan hátt. Gott dæmi er einmitt hann Flanagan, sýnist einmitt sumir vera alveg tilbúnir að slátra honum. Annað dæmi er Henderson sem ungur leikmaður og menn hafa nú keppst við hérna að úthúða honum líka og ef ég man rétt þá var það líka töluvert gagnrýnt í fyrra þegar Shelvey var að fá að spila.
    Ég er nokkuð viss um að ef Sterling fær að spila og stendur sig illa þá verði menn fljótir til að drulla yfir hann líka. Ég hef alla vega ekki séð að stuðningsmenn sem stunda þessar íslensku spjall síður sé neitt sérlega umburðarlindir eða þolinmóðir gagnvart ungum nýjum leikmönnum.

    Annars vildi ég líka benda á þetta viðtal sem ég fann á bbc þarna er verið að tala við Mark Lawrenson og Jason Robert og mér fannst áhugavert að heyra það sem JR segir þegar fréttamaðurinn spyr hann hvort hann myndi velja Liverpool eða Newcastle ef hann væri ungur leikmaður í dag og JR segir Liverpool og útskýrir það ástæðuna fyrir því (þetta er bara svona í kjölfar umræðunar sem var hér á síðunni um páskana) http://www.bbc.co.uk/sport/0/football/17582695.

  80. Carroll maður leiksins

    Shelvey er á réttri leið og liðið í heild spilaði vel, virkuðu afslappaðir og hafa gaman af því sem þeir voru að gera.

    Stóra stundin á laugardag. Erfitt fyrir Jones að koma inn í þann leik.

    Við verðum að spila leikinn á vallarhelmingi Everton.

    YNWA

  81. Var á vellinum og djöfulli var gaman þegar Carroll setti hann, var ánægður með leikmenn sem börðust vel einum færri í rúmlega 60 mín.

Liðið gegn Blackburn

Stórir dagar…