Wolves – Liverpool 0-3

Þetta stefnir allt í rétta átt, Carroll er farinn að spila vel og meira að segja skoraði gott mark í dag. Kuyt er búinn að skora tvo leiki í röð og Liverpool skoraði þrjú mörk í þriðja sigurleiknum á þessari viku.
…já og Suarez er að koma í næsta leik.

Ef gengi Liverpool gegn þessum svokölluðu veikari liðum hefði ekki verið svona skelfilegt undanfarið þá væri þriggja marka sigur á Wolves ekkert stórmál, en eins og við vitum er ekkert sjálfgefið þegar kemur að Liverpool í ár og því megum við sannarlega fagna þessum góða sigri enda liðið án okkar bestu leikmanna.

Þetta var þriðji leikurinn sem Liverpool spilar á innan við viku og því ljóst að eftir erfiðan og góðan sigur á Man Utd var Dalglish alltaf að fara hvíla einhverja leikmenn og nota hópinn. Gerrard og Maxi voru alveg hvíldir og það er eitthvað slúðrað um það að Gerrard sé eitthvað smávægilega meiddur. Downing, Carragher og Kelly voru síðan allir settir á bekkinn fyrir leikinn gegn Wolves. M.ö.o. Kóngurinn gerði rétt og hvíldi okkar sterkari menn í leiknum gegn United (nema Gerrard) en setti þá aftur inn fyrir stórleikinn gegn Wolves.

Byrjunarliðið var svona:

Reina

Johnson – Skrtel – Agger – Enrique

Spearing – Adam
Kuyt – Henderson – Bellamy
Carroll

Bekkur: Doni, Aurelio, Coates, Downing, Carra, Shelvey, Kelly.

Fyrri hálfleikur var ágætur þó óneitanlega hafi maður fengið gamalkunna tilfinningu frá þessu tímabili um glötuð færi, Kuyt var strax á 3.mínútu rétt búinn að skora eftir góðan undirbúning frá Bellamy og Carroll en Hennessey náði einhvernvegin að bægja hættunni frá.

Liverpool hélt boltanum meira en heimamenn voru ávallt hættulegir og leikurinn ágætlega opinn á köflum. Á 20.mín virtist Bellamy vera kominn í gegn og náði að pota boltanum framhjá Hennessey en hann rúllaði líka faramhjá markinu. Þremur mínútum seinna tók Bellamy horn sem Agger náði og átti fínan skalla að marki sem Hennessey varði mjög vel.

Hefði leikurinn ekki endað með sigri Liverpool væri atvik frá 35.mínútu líklega mun umdeildara en það verður en þá var Frimpong mjög heppinn að fá ekki dæmt á sig víti er hann felldi Adam inni í teig. Umdeildasta ákvörðun hjá dómara leiksins sem var á þeirri línu að hvert brot Liverpool manna í leiknum verðskuldaði gult spjald (á móti flaut leikurinn annars vel hjá dómaranum).

En staðan var 0-0 í hálfleik og óhætt að segja að ónotatilfinning hafi hríslast um mann og jinx-masterinn Kristján Atli setti þetta m.a. á Twitter:

Kristján Atli
Fyrir hvern leik hugsa ég með mér að nú muni Carroll hrökkva í gang. Fyrir hvern einasta leik. NOT. TODAY. #Vonlaus

Það þurfti því engan vísindamann til að finna það út að Andy Carroll myndi brjóta ísinn fyrir okkar menn í dag. Það gerði hann blessunarlega strax á 53.mínútu eftir flotta sendingu frá Charlie Adam. Mikill léttir og Kristján vinur minn var heldur betur kátur með sinn mann.

Kristján Atli
ANDREW MOTHAFUCKIN CARROLL!!! Svoleiðis langbestur! Það stöðvar ekkert þennan dreng!


Það þurfti gömlu sálfræðina sem virkaði svo oft á John Arne Riise til að kveikja á Carroll (drulla nógu duglega yfir hann) og núna er að vona að hann hefji loksins leik fyrir alvöru hjá okkar mönnum, nákvæmlega ári eftir að hann kom. Hann hefur verið að sýna betri leik undanfarið og Suarez gæti hjálpað mikið til við að láta hann líta vel út.

Eftir að ísinn var brotinn virtist aðeins vera formsatriði að klára þennan leik og það er gott að sjá í Liverpool leik aftur. Bellamy skoraði verðskuldað mark á 61.mínútu og átti það alveg skuldlaust sjálfur. Hann fékk boltann úti við hliðarlínu og setti hausinn undir sig og brunaði í átt að marki og náði sæmilegu skoti fyrir utan teig sem lak í gegnum hendur Hennessey og þaðan í markið.

Dirk Kuyt sem var að spila sinn fyrsta leik í fantasy liði Babu skoraði svo þriðja og síðasta mark leiksins á 78.mínútu eftir góðan undirbúning. Jose Enrique vann boltann í vörninni og vann einnig baráttu við Ebanks-Blake áður en hann átti frábæra skiptingu yfir á Kuyt sem fann Adam fyrir utan teig, Skotinn fann Kuyt aftur sem skilaði boltanum af öryggi í hornið. Flott mark hjá Liverpool sem var með öll völd á vellinum.

Wolves átti sín færi í þessum leik og Ebanks-Blake var næst því að skora fyrir þá á lokakaflanum er hann smellti boltanum glæsilega í stöngina á marki Liverpool. Reyndar var þetta það eina sem sá ágæti drengur gerði af viti í dag og svei mér þá ef leikur Wolves liðsins hafi ekki orðið mun vonleysislegri eftir að Eggert Jónsson var tekinn útaf snemma í seinni hálfleik.

Þrjú stig í dag er það sem skiptir máli, sérstaklega þar sem Chelsea tapaði stigum í dag, mark frá Carroll er frábært mál í bónus og núna fáum við sæmilega hvíld fyrir hrikalega erfiðan leik gegn Spurs á mánudaginn.

Maður leiksins: Fyrir mér var Craig Bellamy langmesta ógnin í Liverpool liðinu og hann er sé eini sem spilaði dag með þann hraða sem við verðum að hafa gegn svona liðum, svo ekki sé talað um baráttuanda. Hann fannst mér mikilvægastur í dag en Andy Carroll gæti líka fengið mörg atkvæði, hann var að vinna mikið betur úr því sem hann fékk úr að moða en hann hefur verið að gera og skoraði loksins loksins.

Keep it up LFC
Babú

84 Comments

  1. Andy Carroll FRÁBÆR í þessum leik.

    Hef sjaldan samglaðst nokkrum manni jafn innilega og honum þegar hann skoraði.

  2. Úff hvað þetta var sætt. Carroll með virkilega góðan leik og gott mark. Kuyt kláraði sitt vel og fengum meira að segja heppnina með okkur í markinu hans Bellamy. Síðan sá andstæðingurinn um að skjóta í stöngina. Yfir allt mjög gott kvöld.

    Til hamingju með þetta Púllarar!!!

  3. Frábært kvöld í alla staði, frábær sigur, Carroll skoraði, Adam með 2 assist, héldum hreinu plús ég var með 2 varnarmenn í fantasy ;)Chelsea klúðraði sínum leik og shitty tapar.

  4. Svakalega sáttur með þennan leik, margir plúsar!

    – Carroll og Kuyt að eiga góðann annan leikinn í röð, Kuyt skorar í báðum og Carroll leggur upp í öðrum og skorar í hinum.
    – Suarez að koma aftur!
    – Við nálgumst 4.sætið.
    – Adam átti 2 stoðsendingar.
    – Við skorum ÞRJÚ mörk í EINUM leik.
    – Og síðast en ekki síst..Bellamy er æði!

    Næsti leikur er á móti Tottenham, þar sem Suarez kemur til baka, Gerrard full hvíldur, Bellamy stjörnuóður, Kuyt með markaæði og Carroll að vaxa!

    Bara glæsileg.. Bring on Tottenham!  YNWA!

  5. Hvað segið þið vantar okkur striker og miðjumann ? 😉 Þrír af framherjunum okkar með mark og einn alveg spólandi graður að koma úr 9 leikja banni og Charlie Adam með 2 stoðsendingar 😉

  6. Barasta sátttttttttttttttttur, liðið að ná saman, KK veit hvað hann er að gera.

  7. Glæsilegur sigur hjá okkar mönnum. En mikið rosalega fannst mér samt magnað að heyra stemninguna á vellinum hjá Úlfunum. Eina skiptið sem það heyrðist eitthvað í þeim var þegar þeir púuðu á Reina! Af öllum mönnum. Annars var nú ekki mikill stuðningur hjá þeim.Við erum miklu betri stuðningsmenn 🙂

  8. Fínn leikur. Sammála því að Bellamy, Carroll og Kuyt hafi verið góðir í kvöld en ég er einnig sífellt að hrífast meira af Henderson og framlagi hans til liðsins. Ef þar fer ekki framtíðar leikmaður Liverpool er ég illa svikinn.

  9. Sælir félagarÉg tek til baka það sem ég sagði um Adam í hálfleik.  Að vísu var hann búinn að vera svo skelfilega lélegur það hálfa væri nóg.  En hann bætti það upp með tveimur frábærum stoðsendingum í seinni svo hann sleppur með skrekkinn 😉 Sérstaklega var sú fyrri flott.Sem sagt góður skyldusigur að lokum þó manni virtist sem endurtaka ætti Bolton hneykslið miðað við fyrri hálfleikinn.  En sem betur fer girtu menn sig í brók og unnu sanngjarnt 0 – 3.Það er nú þannigYNWA

  10. Eitt stykki Holding midfielder á láni út tímabilið.  Tel það nauðsynlegt, myndi gefa Adam aukið frelsi og kannski fengjum við þá að sjá enn meira frá honum, sáum hvað hann getur í kvöld.  Við þurfum hann bara út þetta tímabil því síðan kemur Lucas aftur.

  11. P.S. Tek það fram að það eru tvenn greinaskil í síðasta kommenti.  Stllingar eru þannig virðist vera að maður þarf alltaf að fara inn á ritstjórn til að laga það.  Ég er hættur því og texti frá mér verður alltaf svona belja þar til það verður lagað.

  12. Má ekki gleyma að hrósa Charlie Adam, átti tvær virkilega góðar stoðsendingar í kvöld! Ekki hægt að biðja um mikið meira.

  13. Frábær sigur ,allt annað að sjá til okkar manna þegar við höfuð djúpan miðjumann,Spearing flottur,Bellamy frábær,Carroll sterkur og Kátur er kominn aftur,Adam sýnir hvað hann getur(í seinni hálfleik) annars stóðu allir sig vel í kvöld eins og í síðustu tveimur leikjum……..YNWA   Bring on Spurs    

  14. Djöfull er ég sáttur hvað liðið reif sig upp eftir skelfilegan fyrri hálfleik og spiluðu eins og snillingar í seinni.Adam er að skila sínu núna og er hann kominn með 10 stoðsendingar og 2 mörk.Bellamy er orðin markahæsti leikmaður Liverpool á tímabilinu með 8 eða 9 mörk.Kuyt er búinn að skora í 2 leikjum í röð. Carrol er farinn að verða grimmari fyrir framan markið og það er svo sannarlega frið að skila sér hjá honum.Gerrard fékk hvíldina og Suarez mætir á grasið í næsta leik. Ef að liðið er byrjað að rífa sig upp gæti orðið skemmtilegur lokakaflinn á tímabilinu en það er stórt próf í næsta leik þar sem við mætum Tottenham sem eru á svakalegri siglingu.

  15. Flottur sigur hjá okkur í dag,Bellamy frábær að vanda og eins fanns mér Spearing mjög góður á miðjuni hann var að vinna þá vinnu sem Adam er svo lélegur í, Adam með 2 flottar stoðsendingar,Kuyt var svona allt í lagi en fór nokkru sinnum ílla með boltan en hann bætti það upp með góðu marki,Áfram Liverpool.

  16. Já, talandi um …  Afhverju í veröldinni var verið að púa á Reina??

  17. Ákaflega mikilvægur sigur í kvöld. 4 stig í fjórða sæti, það er ekki neitt. Chelsea voru mjög heppnir í kvöld að ná einu stigi gegn Swansea á útivelli, þeir eru í hálfgerðu rugli og nú er tækifærið. En maður verður nú að gefa Tottenham prik, ótrúlega skemmtilegt lið og það kæmi mér bara ekkert á óvart að þeir myndu blanda sér í toppbaráttuna í vor. 

  18. Charlie Adam er næst efstur í stoðsendingum með 10 stk, þrátt fyrir að framherjarnir hafi gengið illa að skora, hvernig verður það þegar þeir komast í gang + 2 mörk og 1 sem hann skaut í varnarmann og í mark,,, 13 mörk sem hann hefur átt þátt í og deildin rétt rúmlega hálfnuð, það getur ekki talist svo slæmt !!!!!

  19. Flottur leikur. Spearing átti bara fínan leik. Carroll með skásta móti. Kuyt, Bellamy, Öll vörnin flott. Eiginlega bara allir flottir. Adam með sendingagetuna klára. Lýsi eftir þeim  er þykir/þótti Lucas einn besti maður liðsins og hversu mikið liðið hefur saknað hans. Flott. Áfram Liverpool !!

  20. Aðeins David Silva sem er kominn með fleiri stoðsendingar en Adam 13 gegn 10 hjá Adam…Margt sem Adam má bæta en margt sem hann gerir líka virkilega vel.Hættum nú þessum neikvæðnistón gegn Adam, hann er að komast á besta aldur(26 ára) og gæti reynst okkur vel næstu 5 árin.

  21. Flottur skildusigur, virkilega ánægður með Carroll, hann er byrjaður að halda bolta betur og koma honum frá sér vel. Sé bara jákvæða punkta um þennan leik, nema kannski að bakverðirnir koma aldrei með fyrirgjafir í fyrsta inni í teig. Þeir reyna alltaf að sóla upp kanntinn og koma svo með einhverja blinda sendingu inní teig eða missa boltann. Kannski er þetta bara væl í mér en flottur sigur og góð 3stig.

    Er hægt að taka út like gerið óvart like við comment 25, Lucas er að mínu mati langbesti leikmaður liverpool og liverpool saknar hann svakalega mikið.

  22. heyrðu félagi ef þú ert að tala um í öllum keppnum þá veit ég það ekki enn í BPL er David Silva með 12 Stoðsendingar og charlie adam með 4 Samkvæmt skysports. Þessu er beint að numer 24, hvaðan færð þú þessa tölfræði ?

  23. Hrikalega glaður.

    Fannst frá byrjun liðið vera algerlega tilbúið í þennan slag, frá aftasta manni og til þess fremsta.  Boltinn flaut vel og auðvitað áttum við að skora. 

    Þó ekki væri nema 1000% víti sem við áttum að fá þegar Frimpong karlinn felldi Adam, klárlega. En mér fannst þetta vera biðin eftir því að sendingin dytti á réttan stað á réttan mann og það var mér mikið gleðiefni að það væri sending frá Charlie Adam á Andy Carroll sem braut ísinn.  Vonandi verða færri blótsyrði í þeirra garð eftir flotta frammistöðu í kvöld sem hleypir “floppinu” Adam upp í annað sæti í stoðsendingum í deildinni allri og þeirri augljósu staðreynd að Carroll er með gríðarlega einbeitingu, er orðinn miklu betri í að halda bolta og hlaupa í þau svæði sem honum er ætlað.  Mjög, mjög glaður.

    Annars litlu við að bæta, sammála Babu í skýrslunni um flest, mjög gleðilegt að við skyldum stúta þessum leik og hvað þá að geta hvílt Gerrard alveg svona rétt áður en Suarez kemur inn.  Skyndilega þá bara er staðan sú að í næsta leik má telja líklegt að tveir markaskorarar verði settir á bekkinn, bara spurning um hverjir.  Því það er morgunljóst að # 7 og # 8 byrja á móti Spurs.  Hvað þá ef að á að finna stað fyrir Downing.  Svei mér þá, kannski bara var heilmikið vit í því að versla ekkert í dag.

    Flott frammistaða og sennilega kvöddum við McCarthy hjá Úlfunum, sem ég er mjög sammála Steina með að er mikið gleðiefni!!!

  24. nr 28, ég hef þetta frá fantasy og þar er bara talið deildin, ertu að segja mér að hann hafi bara átt 2 stoðsendingar fyrir þennan leik, það er bara alrangt……

  25. #27.Langbesti leikmaðurinn og mikið sakn. En 2 Man lið tekin út og flottur árangur núna. Vesenið ekki varnarlega heldur í því að skora (þangað til núna) . Really?

  26. Er vissum að þetta verður okkar ár , meistaradeild og góð kaup í sumar 🙂
    PS: Tommi flott mynd , þú hefur ekkert breyst. Las einu sinni að fólk  fríkki með aldrinum en það er greinilega kjaftæði 😉

  27. 32, ég er eins og rauðvínið, bara fallegri með árunum en það er engin mynd af þér, hvaða Kristján ert þú, ert þú KK (Kristján Kristjánson ) ?

  28. Ég get ekki látið mér detta í hug hver vildi halda Spearing inni ef Lucas væri heill.  En flott að koma fullir sjálfstraust í næstu leiki, eftir að liðið er búið að leggja City og united í bikarkeppnum og rífa úlfana í sig eins og hver önnur villuráfandi lömb.Nú er bara að keyra á febrúar af sama krafti og þá er víst að við nálgumst Evrópu aftur.  Og vonandi einn bikar – eða tvo.Carroll maður leiksins að mínu mati. 

  29. Suarez inn í næsta leik og leikmenn farnir að gyrða sig í brók eftir ræðu stjóranns . 33. Jamm KK hin eini sanni 🙂

  30. 30, það er væntanlega fyrir þennan leik, ætti að uppfærast í 6, nóg að gera hjá sky utaf transfer glugganum, ætla ekkert að æsa mig um að það hafi ekki uppfærst á minutunni. ég er ekki alveg að koma fyrir mér þessum 10 Assists, skilgreina þeir kannski Assist einhvað öðruvísi í fantasyinu ? Tekið af http://fantasy.premierleague.com/rules/ ”In the event of a penalty or free-kick, the player earning the penalty
    or free-kick gets an assist if a goal is directly scored, but not if he
    takes it himself, in which case no assist is given.” Ætli þetta sé talið sem assist yfir höfuð ? man allaveganna eftir 2 aukaspyrnum sem urðu að marki eftir að Adam var tæklaðurBara forvitni i mer enginn leiðindi, veit bara ekki betur 🙂

  31. Nokkuð massíf frammistaða hjá okkar mönnum. Fannst Carrol spila gríðarlega vel, sérstaklega þegar leið á leikinn. Vonandi að það detti inn nokkur mörk hjá honum í viðbót og þá verður sjálfstraustið vonandi komið í sama gír og þegar hann var hjá Newcastle.´ Hins vegar fannst mér Charlie Adam vera skelfilegur í þessum leik. Ég veit vel að hann átti tvær stoðsendingar og gerði hann virkilega vel í þau skiptin en í heildina var maðurinn úti á túni. Ákvarðanatakan hjá honum er alveg einstaklega skrýtin og virðist maðurinn taka ranga ákvörðun í 80% tilfella. Bæði í vörn og í sókn. Við getum þakkað fyrir að hafa ekki verið að spila á móti sterkara liði því þá hefði okkur líklegast verið refsað aftur og aftur fyrir mistök hjá Adam.

  32. Flottur sigur ! En ég get bara ekki skilið hvað menn eru að tuða yfir að hafa ekki fengið þetta víti þar sem Gerrard var ekki með! Hvað áttum við við víti að gera ??

  33. Grilli við skulum bara vera sammála um að vera ósammála. Lucas er einn af betri varnarsinnuðum miðjumönnum í heiminum að mínu mati, tek hann fram yfir alla miðjumennina sem liverpool á sem aftasti miðjumaður. Hann á ekki að skapa hann á að brjóta upp sóknir og koma boltanum á menn sem skapa færi.

    Lucas meiddist 29nóv. Þannig var Lucas ekki með í eftir farandi leikum, Fulham 1-0 tap, Wigan 0-0, 1-1 Blackburn, City 3-0 tap, Stoke 0-0 , Bolton 3-1 tap. Horfi á alla þessa leiki og saknaði Lucas mjög mikið. Í öllum heimklassa fótbotaliðum eru menn sem gera skítverkinn.

    Barca er meira segja með með einn og Sergio Busuest eða Mascherano. Sé þessa menn ekkert vera að skapa fyrir besta sóknarlið í heiminum.

  34. Frábært svar frá leikmönnunum eftir ræðu Dalglish.  Flott að skora 3 mörk og halda hreinu.  Ekkert yfir neinu að kvarta þegar leikar fara svona.  Spennandi tímar framundan.

  35. Flottur sigur og mjög kærkominn á margan hátt.Virkilega spennandi tímar framundan og miklir möguleikar á að gera gott tímabil og þá reynir virkilega á samstöðuna og heildina í liðinu okkar. Bann Suarez hefur ekkert sett stórt strik í reikninginn en vonandi mun hann stimpla sig duglega inn á móti smurfs. YNWA!

  36. Rosalega er allt í einu orðið gaman að vera Púllari, maður er búinn að bíða svo lengi eftir svona leikjum. Slá út bæði Manchester-liðin, takla svo úlfana með rasshendinni. Hvað vill maður hafa þetta skemmtilegra, jú, bikar og aftur bikar. Og komast aftur +í Meistaradeildina!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!Kenny þú ert á réttri leið!!!!!!!!!!!   ÁFRAM LIVERPOOL!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

  37. Hey, ekki að reyna að vera leiðinlegur áður en allir fara að apa það upp að Adam sé með næst flestar stoðsendingar og nálægt Silva þá er betra að nota alvöru tölfræði en ekki upp úr einhverju fantasy dóti. Sé annars fyrir mér púlara fara að nota þetta út um allt til marks um hvað Adam er góður og underrated.

    Charlie Adam er kominn með 6 stoðsendingar í deildinni. Ekki næstflestar né í þriðja. Það er staðreynd sem kemur í ljós á öllum helstu síðum sem eru marktækar þegar kemur að því að halda utan um tölfræði.(heimild: http://lfcstats.co.uk/20112012playerassists.html,
     http://www.teamtalk.com/premier-league/top-assists,
     http://soccernet.espn.go.com/stats/assists/_/league/eng.1/barclays-premier-league?cc=5739)

    Eina síðan sem er búin að uppfæra stoðsendingarnar er lfcstats síðan. Það getur því vel verið að það séu fleiri en þessir 7 leikmenn sem eru komnir með 7 stoðsendingar eða fleiri séu komnir með fleiri eftir leiki kvöldsins.

    Get your facts straight!

  38. Jamm jamm og já já !!… Snilldin ein og ekkert annað !! CARROLL var langflottasti maður leiksins ásamt naglanum Bellamy !! Vonandi kemst fákurinn okkar í gang núna !!… og ég hef það bara á tilfinningunni að við eigum eftir að rasskella hottumtottana !!…. En vitiði ástæðuna af hverju Kóngurinn Dalglish er svo hræddur við að nota Shelvey í staðinn fyrir klaufska kjúklingin Henderson !! ( Fýla hann í botn en vantar samt allan tögg í hann !! )

  39. Sammála 43, menn þurfa aðeins að tékka á svona. Stoðsendingar Adam á tímabilinu:

    Aukaspyrna á hausinn á Suárez gegn Sunderland, hornspyrna á Skrtel gegn Bolton, sending á Johnson gegn Chelsea, fyrirgjöf á Suárez gegn QPR og svo núna tvær. Á Football-lineups.com fær hann reyndar stoðsendingu fyrir sjálfsmarkið í hinum Wolves leiknum en það telst varla með.

    6 stoðsendingar og tvö mörk er hinsvegar frábær árangur fyrir miðjumann. Adam nýtur sín klárlega best í þriggja manna miðju, og liðið allt spilar að mínu mati mun betur þannig. Ég vona að þetta kerfi sé komið til að vera.

  40. 43 og 44 , Ja okei ég var ekki að nefna þetta fyrir sona 10 Postum enn takk fyrir KUDOS “#&/Y(&%”#$ Djóók, en flott að sjá að menn séu á sama máli, var ekki alveg að koma augu á þessi 10 Assist

  41. Flottur leikur, og gaman að sjá Carroll, Bellamy og Kyut virka vel saman. En það voru fleiri góðir, til dæmis var Enrique mjög góður í gær, eins og nánast alltaf. Ég er mjög ánægður með þau kaup, virkilega góður og stöðugur bakvörður.Nú liggur leiðin bara upp á við. Við komumst á mikið run á þessum tíma í fyrra, er ekki það nákvæmlega sama að gerast í ár ? Það held ég. 

  42. Frábær sigur! 3 mörk, Kuyt og Carroll dottnir í gang og Bellamy er stórkostlegur. Vona að liðið smelli ennþá betur þegar Suarez er komin til baka.Þið sem eruð að níða skóinn af Lucas eruð bara vanvitar og hafið ekkert vit á fótbolta og ekki svaraverðir..

  43. Það merkilega við síðustu 3 leiki sem hafa skilað okkur í úrslit á Wembley, 5 umferð í bikar og 3 stig í deildinni er að mér finnst við ekki hafa verið að spila neitt sérstaklega vel! Við höfum þó skorað 2 og 3 mörk hverjum leik = NÝTT færin. Leikurinn á móti Tottenham verður athyglisverður. Ég vona að Liverpool vorið sé hafið!

  44. Virkilega vel gert hjá okkar mönnum, ekki bara að yfirstíga þennan þröskuld sem “litlu” liðin hafa verið, heldur líka að þeir menn sem mest hafa verið gagnrýndir eru farnir að spila af krafti og skila sínu.Downing fékk auðvitað ekki tækifærið í dag en hann hlítur að vera næstur í röðinni að stinga uppí okkur aðdáendur Liverpool.Önnur úrslit fóru vel fyrir okkur, og nú vonar maður bara að Arsenal og Newcastle hiksti í kvöld.Ég styð svo heilshugar það sem Sigkarl segir #16 og geri slíkt hið sama : )

  45. Hvort Adam er með 10 stoðsendingar eða eitthvað minna skiptir ekki máli. Ég er hreinlega ekki sammála því að hann sé búinn að vera svona slakur undanfarið. Þegar maður sættir sig við það að hann sé ekki sá hraðasti þá er hann einfaldlega búinn að vera mjög traustur og góður á miðjunni. Hann kemur iðulega í hlaupin inn í teig sem skýrir þessar stoðsendingar að hluta, líkt og hann gerði í gær í Kuyt markinu.

    Reyndar átti hann að fá sitt seinna gula spjald þegar hann steig á Frimpong. Mér fannst það stærri mistök hjá dómaranum en þetta víti sem var ekki meira en 50/50. Sem betur fer leyfði þessi nýji og frábær dómari leiksins honum að hanga inn á.

    Ég verð síðan að hrósa Henderson. Drengurinn er ótrúlega duglegur og hann er örugglega búinn að slá Kuyt út sem þolmeistarinn á Anfield! Hann hleypur út um allan völl og pressar. Sóknarlega mætti hann vera aðeins ákveðnari maður á mann en það kemur pottþétt.

    Bellamy elskar að spila fótbolta og við elskum að sjá Bellamy spila fótbolta. Jafna sem gengur upp!

  46. þetta var nú bara einn leikur óþarfi að gera Carroll að legend eftir einn góðan leik

  47. Ingvar í 51,  Ég er ekki sammála að þetta sé bara einn leikur, ég hef tekið eftir því sérstaklega eftir að Gerrard kom aftur og reyndar Suarez fór í bann að hann hefur verið að spila töluvert betur.. Hann hefur verið að taka háu boltanna og gefa lykilsendingar í undanförnum leikjum, þó svo hann hafi ekki verið að skora mörk þá hefur hann skilað hellings vinnu. Honum hefur líka farið mikið fram í að halda boltanum, hann var oft á tíðum að missa boltan kjánalega.. 

  48. já… ég verð að segja það að adam hann spilaði alls ekki sinn versta leik í rauðu treyjunni í gær… og spearing!! hann átti stórann þátt í því að dóminera miðjunna, þessi litli naggur er svo sannarlega búinn að sanna gildi sitt, hendo var líka mjög góður í gær….. mér finnnst það bitter sweet þegar menn geta ekki komið auga á það að um leið og miðjan funkerar og er að skila spili á fremstu línu þá skila mörkin sér það er klárt mál…. og í gær þá gekk það fullkomlega upp hendo og adam að búa til spil og spearing át upp boltana sem þurfti af mótherjum….bellamy auðvitað í sér klassa einsog venjulega

  49. þetta með carroll snýst lítið um framför sem fótboltamanni, hann getur þetta og sýndi það með newc. snýst einungis um sjálfstraustið hjá honum, núna er það að koma aftur, og þá lítur allt mikið betur út , snertingarnar , hlaupin og allt í þá átt . hann getur spilað fótbolta, annars hefði hann aldrei verið keyptur 

  50. Ég held að fyrsta setningin súmmeri þetta upp, allt er á réttri leið. Andlegi þátturinn lítur vel út því fyrirfram var maður dauðhræddur við leikinn eftir mikla rússíbanareið í vikunni á undan þar sem bæði Manchester-liðin voru lögð af velli.
    En þar nýtist mikil sigurhefð og sigurvilji King Kenny. Hann spilaði vissulega póker með því að skamma leikmennina opinberlega eftir Bolton-leikinn en hann hafði ásana á hendi og spilið gekk fullkomlega upp (þetta hefði svo auðveldlega getað snúist í höndunum á honum).
    Leikurinn vannst á andlegum styrk, Kuyt lýsti því meðal annars yfir eftir leikinn að þetta hefði verið einn erfiðasti andlegi leikurinn sem hann hefði spilað í ljós þess sem á undan hefði gengið.
    Hvað Carroll varðar er rétt að benda á að í síðustu fjórum leikjum hefur hann lagt upp tvö mörk (Bellamy og Kuyt) og skorað sjálfur eitt. Hann virðist vera farinn að finna eldmóðinn á nýjan leik en, svo maður vitni nú í Independence Day, feita konan hefur ekki sungið. 

  51. þetta er kannski að bera í bakkfullann lækinn, en málið gegn john terry verður tekið fyrir eftir EM2012 http://www.bbc.co.uk/news/uk-england-london-16825874 rosalega er ég hissa :). magnað hvað þetta spilast fyrir hann. getur spilað á EM komið heim og ef hann er dæmdur2500 pund í sekt. hvað gerir FA þá. ef hann er ekki sakfeldur þá segja þeir að finnst að rétturinn komst að þessarri niðurstöðu þá er ekkert við þessu að gera.

  52. surprise surprise…. þessi flétta FA er að ganga upp, það verður ekki réttað yfir Terry fyrr en eftir EM… það sitja greinilega ekki allir við sama borð í þessari deild…
    afsakiði á meðan að ég æli

  53. ATH ótengt leiknum í gær:En núna hefur verið frestað réttarhöldum yfir John Terry þangað til eftir EM! Er þetta ekki alveg brill? Þetta plot hjá FA er svo glært að það gæti blindur maður séð í gegnum það! Fá hann til að lýsa yfir sakleysi sínu svo mögulegt sé að fresta málinu. Vitið til! Eftir EM mun hann viðurkenna allt saman og vera voðalega breiskur og FA mun þá geta kært án allra vandræða. FA vinnur.

    Alveg gjörsamlega fáranlegt! Dan Roan segir þetta á Twitter:” Judge said that trial would normally be held erlier but footballing calendar & ChelseaFC/witness commitments taken into account. Held að það séu bara afsakanir. Finnst þetta einnig glatað þar sem Chelsea mundi veikjast töluvert ef Terry færi í 8 leikja bann á þessu tímabili. Við megum alveg við því til að reyna vinna upp 4. sætið!

    Finnst þetta fáranlegt!

  54. nennir einhver admin að skrifa pistil um Terry málið? frestað fram á sumar…þvílíkur skandall!

  55. Ömurlegt mál, sennilega hefði Dalglish átt að kæra Suares/evra málið sjálfur til lögreglu,Suares hefði ALDREI verið sakfelldur og þá hefðu þeir þurft að finna nýtt fórnarlamb til að sakfella og gefa öðrum tóninn fyrir komandi tíma í krossferðinni gegn kynþáttafordómum ekki það að ég sé á móti henni það þarf bara sönnunarbyrði til að gera menn að rasistum og þau vantaði í máli Suares.En englendingurinn fær sinn dóm þegar landsliðinu hentar já afsakið meðan ég æli.afsakið að þetta er off topic.

  56. Í Fowlers bænum ekki fara að skrifa pistil um john terry á þessari fallegu síðu… Sérstaklega ekki þegar við erum brosandi útaf síðustu þrem leikjum 🙂
    Maður er kominn með nóg af rasisma.. Svo vita allir að FA eru asnar og það þarf ekkert að ræða það frekar.

  57. Þetta sýnir en og aftur hvað englendingar er með mikla fordóma gagnvart spilurum sem ekki eru breskir.  Ekkert mál að dæma okkar mann sem fyrst í 8 leikja bann……nei nei Terry málið er bara frestað fram yfir EM….bara af því það hendar þeim….hneyskli og aftur hneyksli.   Ég held að FA og breskir dómstólar ættu að taka til í sínum eigin ranni áður en þeir fara að dæma menn í leikbönn fyrir eitthvað sem engar sannanir eru fyrir.  Terry málið er þó til á myndbandi.  ALGJÖR SKANDALL

  58. Væri frekar til í að lesa pistil um Joao Carlos Teixeira, er hann orðinn leikmaður Liverpool?

  59. John Terry málið er mikið alvarlegra enda er þar að finna einhvern snefil af vitibornum sönnunum. Engu að síður hefur hans mál nákvæmlega engin áhrif á tímabilið hjá Chelsea og það er jafnvel hrósað Terry hvernig hann hefur tekist á við þessar ásakanir á sig.

    Á sama tíma er útlendingnum úthúðað af bresku pressunni sem er ein stærsta samkoma hræsnara á pláhnetunni, þar sem enginn sá neitt var ekkert kært Suarez og hann fer því á borð dómstóls sem er bókstaflega eins og dómstólar í Írak voru á valdatíma Saddam Hussein nema hvað FA er með hærra hlutfall mála sem falla þeim í vil. Suarez fær 8 leikja bann og háa sekt sem er lítið miðið við þá hnekki sem orðspor hans og klúbbsins varð fyrir af þessum sökum. Ofan á þetta fékk hann 1 leik til viðbótar í bann fyrir að bregðast við stöðugum níðsöngvum í sinn garð í einum leiknum gegn Fulham.

    Þetta hefur síðan sett tímabilið hjá Liverpool í töluvert uppnám og rúmlega það á meðan þetta hefur engin áhrif á Chelsea. Terry missir ekki úr einn leik út af þessu og þeir hafa allt sumarið til að fylla hans skarð fari svo að hann fái bann.

  60. er ekki málið að henda inn pnum þræði þar sem menn geta tekist á um terry málið eða hvaðeina sem þeir vilja, leiðist að lesa um þennan mann og þetta lið í þræði um góðan og þarfan sigur okkar liðs!

  61. Ég á bara ekki orð yfir hvernig farið er með Suarez í samanburði við terry.  Má ég bara spyrja, getur FA ekki sett hann í bann útaf því þetta er lögreglumál eða hvað er málið.  Það eru sönnunargögn til staðar, og hvað er þá því til fyrirstöðu að FA dæmi þennan leikmann eftir þeim sönnunargögnum ? Ég er bara kjaftstopp, í annað skiptið í vetur útaf þessum gjörningi, fyrst bannið á Suarez, og síðan EKKI bannið á terry.   ÚFF, þvílíkt og annað eins ósamræmi.  Engin sönnun gagnvart Suarez= 8 leikja bann.  sannanir gagnvart terry= ekkert bann, kannski ári seinna. EFAST samt um það.   FA= VIÐBJÓÐUR

  62. “Racism and violent conduct will be tolerated only by english players” – English FA

  63. Mér fannst Andy Carroll vera frekar slakur eins og venjulega fyrir utan markið hjá honum sem var reyndar mjög vel gert hjá honum og Adam. Fyrir mér var Jay Spearing maður leiksins, hann vann alla bolta á miðjunni og átti næstum engar feilsendingar. En þetta með Terry sýnir bara að FA eru spilltir aumingjar, Terry er englendingur og því er frestað svo að
    hann getur spilað á EM en Suarez ekki englendingur og hann fær strax 8
    leikja bann og engar sannanir en Terry fullt af sönnunum og vitnum og
    því er frestað, ef maður er englendingur í þessari deild fær maður allt
    sem maður vill

  64. Andy Carroll var valinn maður leiksins á official síðunni, reyndar líka gegn Man United.  Þeir sennilega vita ekkert um fótbolta.

    Eða hvað?

    Held að við eigum bara öll að gleðjast yfir því að þessi strákur er búinn að sýna tvo mjög góða leiki í röð og hefur nú í síðustu þremur leikjum átt þátt í mörkum.  Stoðsendingar gegn Bolton og United og síðan mark gegn Wolves. 

    Nógu margir eru nú froðusnakkarnir sem þurfa að éta oní sig yfirlýsingarnar um okkar leikmenn að við kokgleypum ekki líka slík ummæli.

    Svo er þetta Terry-mál ógeðslegt.  En fyrirsjáanlegt.  Staðfestir allt sem talað hefur verið um og réttlætir algerlega fullkomin stuðning LFC við hans málstað.  Þeir þekkja betur en við vinnubrögð FA og vissu hvað var að fara í gang.

    Ógeðslega ófaglegt og hvað má Anton Ferdinand hugsa fram að dómi Terry?

    Ég æli líka og biðst ekki afsökunar…

  65. Maggi, FA er alveg slétt sama um hvað Anton Ferdinand er að hugsa enda verður hann ekki byrjunarliðsmaður í enska landsliðinu í sumar!Þetta mál er FA til skammar en svo algjörlega fyrirsjáanlegt að það hálfa væri nóg.

  66. Terry hefur verið svo slakur á þessu tímabili að hugsanlega er þetta bara  meiri refsing fyrir Chelsea en að senda hann í bann :-)Að auki hefnist FA fyrir þetta því hann verður þá í byrjunarliðinu á EM.p.s. glasið er fullt

  67. Hahahahahahaha!! Þessi einkunnargjöf er svo mikið LOL.
    David Edwards Did a lot of running  eink. 8.Hahahahaha!!!
     
    Setjum skysports á listann með ónefnda klósettpappírnum.

  68. Síðan Carroll kom inná síðasta korterið gegn Oldham í bikarnum hefur hann spilað fjóra og hálfan leik. Í þeim hefur hann átt þátt í fimm mörkum og tvisvar verið valinn maður leiksins. Þar að auki vinnur hann fleiri skallaeinvígi að meðaltali í leik en báðir miðverðirnir okkar til samans og ekki eru þeir smávaxnir. Það er hörku talent í þessum strák.

  69. Það er eitt sem ég skil ekki.Hvernig menn nenna að koma og Dissa leikmenn liðsins eftir 3 – 0 sigur.Til hvers?

  70. nr. 79. Mér finnst í góðu lagi að gagnrýna menn eftir sigurleiki alveg eins og eftir tapleiki. Í rauninni finnst mér að gagnrýnin, sem menn setja fram eftir sigurleiki, er miklu málefnalegri og úthugsaðri heldur en eftir tapleiki þar sem menn henda einhverju inn í reiðiskasti. Oft ansi mikill dagamunur á mönnum þar sem þeir hefja einhvern upp til skýjanna eftir sigurleik og svo tveimur dögum seinna er sami leikmaður ekki þess verður að fá að klæðast Liverpool treyjunni. 

  71. Er FA ekki sjálft með kynþáttaníð með því að mismuna Terry og Suarez svona svakalega?

  72. Vitanlega er ömurlegt að sjá hræsnina í máli Terry en ljósi punkturinn er sá að við gerðum rétt með gagnrýni okkar á FA. Þetta eru ófaglegir og ósiðlegir tækifærissinnar! LFC stendur á hinn bóginn eftir sterkt og nú hefur Suarez tekið út sitt bann og er laus. Annað sem vekur athygli mína er að Kenny hefur tekist að þjappa hópnum saman. Virðing mín fyrir manninum er takmarkalaus. Alltaf skal hann tala um félagið og forðast að upphefja sjálfan sig. Alltaf tekur hann málstað manna sinna og lagt áherslu á að þeir vinni fyrir liðið.Carroll er gott dæmi um strák sem er að skríða saman eftir mikið mótlæti og mig grunar að þar sé hlutur Kenny mikillÞað er alltaf gott að vera Púllari en aldrei betra en þegar maður sér hvernig The Liverpool Way virkar. Sem er raunar eins langt frá The FA Way eins og hugsast getur.

  73. Fótbolti snýst um úrslit.  Það er bara þannig.  Á meðan liðið er að vinna leiki, þá á maður auðvitað ekkert að vera að gagnrýna leikmenn, ekki síst eftir 0-3 útisigur. Ef að liðið heldur áfram að vinna leiki, þá má Andy Carroll þess vegna vera í snú snú inná vellinum, just couldnt care less. 

    Segjum að liðið nái að vinna Cardiff í Carling Cup, þá erum við komnir með bikar og það er bara fjandi gott mál.  Ef að liðið svo vinnnur Brighton and Hove Albion á Anfield i FA Cup.  Þá erum við komnir í 8 liða úrslit í þeirri ágætu keppni og bara ansi stutt í aðra ferð á Wembley ?

    Ef að liðið heldur síðan áfram að vinna leiki og Andy Carrol í snú snú með Charlie Adam allan tímann, þá er bara fjandi líklegt að við náum í top four finish.  Þetta snýst bara um úrslit, að ná í stigin.  Afram svo með þetta, halda áfram að vinna leiki og ná í stig.  Chelsea er ekkert að fara að vinna restina af sínu prógrammi og ekki heldur Arsenal.  City eða jafnvel Spurs mega hirða deildina og scum þriðja sætið.  En fjórða sætið er okkar, plús Carling og FA dollurnar. Koma svo.

Liðið gegn Wolves

Opinn þráður – John Terry málið vs Suarez málið