Man. City 3 – Liverpool 0

Efsta liðið mótherjinn, á erfiðum útivelli. Síðasti leikurinn í löngu jólaprógrammi og því hægt að segja með sanni að viðfangsefni kvöldsins hafi verið fullorðins.

Í kjölfar frétta um það að Suarez er farinn í bann kom byrjunarliðið kannski ekki svo mjög á óvart, kóngurinn skellti þessu hér upp:

Reina

Johnson – Skrtel – Agger – Enrique

Kuyt – Henderson – Adam – Spearing – Downing

Carroll

Bekkur: Doni, Gerrard, Maxi, Carragher, Shelvey, Kelly, Bellamy.

Ákvað semsagt að standast freistinguna með að spila Gerrard, bara nákvæmlega sama upplegg og á Anfield, byrja passívt og aftarlega á vellinum og síðan vinna sig inn í leikinn þegar á leið. Leit vel út, Downing átti auðvitað að skora eftir flotta vinnu Carroll og Henderson en þó eigum við ekki að taka það af Joe Hart, besta markmanninum í enska boltanum að mínu mati, að hann varði færið afar vel.

Talandi um markmenn þá er okkar að eiga sinn slakasta vetur frá því hann kom. Eins mikið og ég elska Pepe Reina hljóta menn bráðum að fara að hafa áhyggjur af honum. Ég ætla ekki að taka það af Dirk Kuyt að hann tók ömurlega ákvörðun og tapaði boltanum en skot Kun Aguero var æfingabolti af verstu sort, en Pepe missti þann bolta undir sig á skelfilegan máta og City komnir yfir, 1-0 eftir 10 mínútur. Að mínu mati átti Pepe að koma í veg fyrir sigurmark Fulham og mörk Blackburn og Newcastle nýlega. Með þessum mistökum sinum braut hann uppleggið í leiknum klárlega.

En frá mínútu 15 – 30 sýndu okkar menn afskaplega yfirvegaðan og góðan leik, allt þar til City skoraði mark númer 2. Martin Skrtel leit út eins og barn þegar Kompany fékk frían skalla sem Reina varði vel í horn, upp úr því var allt í einu Glen Johnson farinn að dekka Yaya Toure, útkoman annað mark City, 2-0. Ég heimta það að á æfingasvæðinu fari menn yfir hornspyrnur á næstu dögum. Við erum í stanslausum vanda í þeim aðstæðum og það er hróplega vitlaust að hugsa til þess að menn voru tilbúnir að baula á svæðisdekkun Rafa á sínum tíma. Maður á mann dekkun okkar í undanförnum leikjum er einfaldlega arfaléleg og því þarf að kippa í liðinn.

City liðið virkaði á mig mjög þreytt og við fengum að stjórna leiknum. Á 74.mínútu fékk Gareth Barry svo rautt spjald, Gerrard og Bellamy komnir inná og maður öðlaðist von í 40 sekúndur. Þar til við gerðum aulamistök upp úr aukaspyrnunni, Yaya Toure óð upp völlinn og greip tækifærið um leið og Martin Skrtel gerði mistök í að gefa færi á víti. Milner skoraði úr vítinu, 3-0 og game over.

Þessi leikur hrópar á sömu staðreyndir og margir á undan. Liðið er að verða fínt í að verjast pressu og heldur boltanum vel innan liðsins. Við erum hins vegar ekki með mikið sjálfstraust, markmaðurinn okkar á erfitt og við erum lélegir í að verjast föstum leikatriðum. Sóknarlega erum við grátlega daprir inni á lokaþriðjungnum. Trekk í trekk snúa menn til baka eða eiga lélegar sendingar sem stoppa á fyrsta varnarmanni. Það er ekki lengur hægt að tala um óheppni, það vantar einfaldlega gæði til að brjóta upp leikinn á þessu svæði, vissulega lagaðist það með innkomu Gerrard og Bellamy en mitt mat er að í janúar þurfum við að styrkja þann þátt liðsins með nýjum leikmanni.

En hins vegar lít ég ekki framhjá því að á löngum köflum leit liðið vel út með boltann og það ber að gleðjast. Fleira jákvætt? Klárlega frammistaða Andy Carroll sem var annar tveggja bestu mannanna okkar í kvöld, hann hlýtur hins vegar að hafa verið hundsvekktur með framlag samherjanna sem alltof oft höfðu ekki kjark í að koma framar á völlinn til að styðja hann í sinni vinnu.

Liðið okkar virkaði samt þreytt. Hægri kanturinn var ÖMURLEGUR þann tíma sem Kuyt var inná. Þessi geðugi drengur hefur algerlega horfið heillum í haust, ekki bara sóknarlega heldur er hann líka að missa það varnarlega. Johnson átti líka afar slakan dag, fékk svona 15 sénsa til að senda boltann inní en gekk það illa. Skrtel fannst mér alveg hundslakur, hann réð ekkert við Dzeko og það var að mínu viti Agger að þakka að ekki fór verr þar. Agger var hinn leikmaðurinn sem getur verið glaður með frammistöðuna í kvöld, Enrique átti oft erfitt uppdráttar en þó var vinstri kanturinn miklu líflegri en sá hægri. City hins vegar las það fljótlega og yfirdekkaði það út í eitt – sökum geldrar hugsunar hægra megin gekk það upp.

Miðjan okkar var eins og liðið, fín framm á lokaþriðjunginn. Henderson var þar manna frískastur en það er alveg ljóst mál að bæði Spearing og Adam voru lykilmenn í því að hægja á okkur fram á við. Ég hef sérstaklega áhyggjur af Charlie Adam – sá hann úti á Anfield með berum augum gegn QPR og þar leist mér mjög vel á hann. Eiginlega frá þeim tíma hefur hann verið á hraðri niðurleið, kannski er það í tengingu við þreytuna í kringum sig. En hann þarf að stíga upp! Spearing var ekki slakur karlanginn, en mér fannst þarna svo augljóst að sjá hvað við söknum Lucasar okkar Leiva. Hann PAKKAÐI Yaya Toure saman á Anfield, þarna fannst mér Toure geta gert það sem honum sýndist, ekki síst sökum þess að Spearing átti ekkert í hann.

Er áður búinn að skammast í Kuyt vini mínum sem var að mínu mati slakastur í byrjunarliðinu í kvöld, feilsending eftir feilsendingu og döpur varnarvinna. Downing átti auðvitað að skora en mér fannst mesta hættan koma þegar hann kom á ferðinni á vinstri fótinn sinn. Um leið og hann var settur á hægri með döprum Johnson dó hann.

Andy Carroll er stöðugt að verða sterkari í fótbolta – hversu langt sem það mun duga honum. Hann lagði upp færi fyrir félaga sína og er mun betri í að halda boltanum uppi en hann áður var. Gerrard og Bellamy komu ferskir inná og eru nákvæmlega týpur sem við þurfum. Maxi heillaði mig ekki þann tíma sem hann var inná.

Enn einn leikurinn þar sem við erum meira með boltann og eigum miklu fleiri skot en andstæðingurinn, Carroll og Agger bestir.

Samantektin?

Við þurfum meiri gæði á sóknarþriðjungnum. Ég treysti því að Comolli sé á fullri ferð að reyna að finna demant í janúar, en það er auðvitað erfitt. Miðjan og sóknin í byrjunarliðinu okkar í kvöld var búin að skora 5 mörk samtals í vetur. Þrátt fyrir að þar fari margur fínn fótboltamaðurinn en við þurfum að styrkjast á sóknarþriðjungnum.

Næst er það Oldham á Anfield næstkomandi föstudagskvöld, sem við einfaldlega skulum ekkert vanmeta en verðum að vinna.

Svo komum við aftur á Etihad, gaman verður að sjá hverning kóngurinn og þjálfarateymið bregðast við því.

94 Comments

  1. Því miður þá eru leikmenn Liverpool bara alls ekki nægilega góðir. Og með Carrol einan frammi þá er bara engin hætta fyrir varnarmenn andstæðingana. Suarez hefur borið þetta uppi og með hann frá í 7 leiki í viðbót þýðir að menn verða að opna veskið strax.
    Maður leiksins fyrir mér er Spearing enda eini maðurinn sem var ekki gjörsamlega á rassgatinu í 90 mín í kvöld.
    Downing er svo lélegasti maður liðsins að undanförnu og spurning hvort að hann og Carrol verði hreinlega ekki að fá bara nokkra leiki með varaliðinu til þess að gera betur, allavega virðist þeim ekki ganga vel á móti liðum í úrvalsdeildargæðum.
    En við vorum að spila á móti City á útivelli og þeir eru bara allt of sterkir á þessum velli. Við eigum ennþá eftir 2 leiki á móti þeim í jan og vonandi náum við að hefna okkar og slá þá úr bikarnum.

  2. Er ekki málið að láta Downing fá lyftingaprógram með hnébeygju. Hann hefur ekki vöðva til að drífa boltanum lengra en á magann á fremsta varnarmanni, erfitt að horfa upp á þetta.
     
    Sorglegt að tapa þessum leik og eftir þennan leik sést að okkur dauðvantar framherja til að gera okkur auðveldara fyrir núna í janúar. 

  3. Merkileg tölfræði eftir leikinn …. en það að skora skilur liðin að.   http://soccernet.espn.go.com/gamecast?id=317934&cc=5739 
     Liðið spilaði á köflum ágætlega en það er bara ekki nóg.  Adam, Downing, Kuyt eru ekki menn sem að við munum vinna neitt á.  
    Greyið Carrol fær nákvæmlega enga þjónustu frammi og var étinn af mjög öflugu miðvarðarpari City.  Það hjálpaði heldur ekki að það voru sárafáir krossar sem gengu upp sem verður að skrifast á slaka miðjumenn (Adam, Downing og Kuyt). 

    Ég held samt að Kenny verði að fara finna nýtt leikkerfi á líðið og hætta þessu endalausa hnoði upp kantinn sem allir þjálfararnir eru búnir að lesa og undirbúa liðið sitt fyrir.

     

  4. Næsti leikur hjá okkur er á móti Oldham í bikarnum og ef það er þá ekki tími fyrir Carrol og Downing að sanna sig þá er engin leið fyrir þá að gera eitthvað.
    Reyndar má Carrol eiga það að hann er duglegur en hann fær nákvæmlega ENGA hjálp til þess að gera sér lífið auðveldara á vellinum.
     
    Kuyt má svo fara að finna sér annað lið mín vegna, það var átakanlegt að horfa á hann og Adam í kvöld.

  5. Töpuðum fyrir mun betra liði í dag. Sorglegast finnst mér að Andy Carrol virðist gersamlega vonlaus og frekar að slappast heldur en hitt. Engin skömm að tapa gegn City á heimavelli og enn er þokkaleg von um 4. sætið. En til þess þarf að kaupa öflugan framherja, helst í þessari viku.

  6. Úff, sko hvað maður var pirraður á þessu, en ég sagði nú við sjálfan mig eftir leik, þetta er nú Manchester City og þeir eru einfaldlega með sterkara lið en Liverpool núna, eru efstir í töflunni það segir bara sitt. 
    En mér finnst 3 – 0 ekki alveg segja sögu leiksins, Liverpool var með boltann 64% af leiknum og voru oft að spila vel, en það kom bara asskotans ekkert útúr því. Ég skil ekki alveg pointið með því að í 90 mínútur að keyra upp kantana og gefa fyrir og svo borða jötnanir í vörninni hjá City boltana. Ég myndi skilja nokkur skipti en þetta var ekkert að ganga, Caroll er nú alveg góður skotmaður(sýndi það gegn City í fyrra) og skil ekki afhverju það er ekki reynt að koma boltanum stundum í lappirnar á honum.

    En svona er boltinn stundum, þetta er enginn heimsendir 🙂 

  7. Finnst menn stundum of ágengir á Adam,
    hann er þó að reyna annað en flestir leikmenn liðsins í dag,
    HINSVEGAR er Downing…. jaa bara Downing.
    Alltaf þegar hann fær flotta sendingu upp kanntinn brunar hann áfram, STOPPAR, snýr sér við og sendir til baka. ÓÞOLANDI
    Aumingja Carroll að hafa svona leikmenn sem sendir enga bolta á hausinn á sér nema fallhlífarbolta.

  8. Þessi leikur klúðrar engu fyrir liðinu. City eru einfaldlega með miklu betra lið og óraunhægt að krefjast þess að fá 3 stig á þessum velli.
    Ég er samt sem áður svekktur með frammistöðu leikmanna og þá helst Downing og Adam.

  9. Við töpuðum fyrir liði sem er í styrkleika langt fyrir ofan okkur í augnablikinu en munum það að þetta er enginn heimsendir að tapa fyrir þeim 3-0 á útivelli þar sem flestir ef ekki allir hafa sætt sig við að við erum ekki að fara spila um titilinn þetta tímabilið.

    Vantar 2 af okkar bestu mönnum og líklegast kæmist allur bekkurinn hjá þeim í byrjunarliðið okkar.

    Shitty spilaði á næsta mann en það virtist stundum að þeir væru 15 á móti 9 þar sem við þurftum ALLTAF AÐ LEITA AÐ NÆSTA MANNI en þeir sendu bara blindandi á næsta mann. VANTAR HREYFINGU Í ÞETTA LIÐ OKKAR.

    Hins vegar get ég bara ekki skilið það hvernig það stendur á því að menn geti bara ekki  drifið yfir fyrsta varnarmann…. þá á ég sérstaklega við herra down og johnson…. downing er bara svo lélegur í augnablikinu að ég varla pirraði mig þegar hann klúðraði besta færi leiksins þar sem ég vissi alltaf að hann myndi ekki skora.

    Leikurinn heilt yfir var ekkert slæmur af okkar hálfu þar sem mér fannst við vera hættulegir en  varnarmistökin urðu okkur dýr í dag og ætla ég að telja kuyt sem einn versta mann leiksins með downing, þeir voru svipað hræðilegir bæði í vörn og sókn.

    En það er leikur eftir þennan leik og við komum bara sterkari til leiks eftir svona tap;) 

  10. Carrol, Downing, Carrol, Downing. ????????? í æfingabúðir STRAX.

  11. afhverju eru allir að dissa Carroll glen johnson var sheit hvíla hann í næsta leik

  12. Jæja túrett var helvíti góður, tveggja manna maki eftir að Barry fór útaf.
    Spearing stöðugur í sinni stöðu og Henderson fínn lengi framanaf.

    Skrölti lét veiða sig, maður sá það koma 10 metrum fyrr. Synd.

    Mér fannst Downing vera alveg blanco miðað við hans hlutverk. 

    Það var enginn að þefa allan leikinn við teiginn fyrr en Maxi kom inná.
    Carroll var algert eyland, fannst hann samt gera betur en oft áður.

    Nú er bara að hefja gott run. Mörg lið fara að missa menn til Afríku. Missa Tourebræður af Carling?
    Allt í lagi að landa einum topp striker og hægri væng fljótlega, getum alveg notað slíkt.

    Vil sjá fullt hús í næstu þremur deildarleikjum og vera á fullu gasi þegar Suarez kemur aftur í endasprettinn.
      

  13. Ég er ekkert sérstaklega pirraður eftir þennan leik. Við vorum að spila við langbesta lið Englands þetta tímabilið, á þeirra heimavelli, og þeir bara gerðu það sem þeir hafa gert í öllum heimaleikjum í vetur. Vörnin hjá þeim er ótrúlega sterk, Kompany er í rugl formi og án Lucas fékk Yaya Touré að vaða uppi á miðjunni svo að illa fór.

    Samt voru okkar menn ekkert endilega að spila „illa“, þannig séð. Þessi leikur bara sýndi okkur það sama og við höfum séð allt of oft í vetur: við stjórnum leiknum, erum meira með boltann og höngum endalaust fyrir utan vítateig andstæðinganna en án Suarez eða Gerrard virðist okkur gjörsamlega fyrirmunað að opna varnarmúra upp á gátt. Hvað þá Kínamúra eins og þann sem við mættum í kvöld.

    Ég las tölfræði eftir þennan leik: okkar menn áttu 36 fyrirgjafir í þessum leik í kvöld. Þrjátíuogsex! Hvað sköpuðust mörg færi úr þessum fyrirgjöfum? Ekki eitt einasta.

    Á tímum Rafa hjá Liverpool kvörtuðu menn yfir því hvað liðið væri einhæft – allt miðjumenn og ekkert vængspil, engar fyrirgjafir. Við bundum helst vonir okkar við Harry Kewell en meiðsli eyðilögðu þann draum og lítið varð úr, ef frá er skilið tæpt tímabil sem Albert Riera nennti að spila fótbolta.

    Í dag er liðið alveg nákvæmlega jafn einhæft. Spilar eins og handboltalið með tvo heimsklassa hornamenn og miðlungsmenn í öðrum stöðum; stimplar frá hægri til vinstri og til baka. Miðjumennirnir gera lítið annað en að ýta boltanum áleiðis á milli vængja, þar sem öll pressan liggur á Downing/Henderson/Kuyt/Bellamy og Enrique/Johnson að koma með töfrasendinguna fyrir. Og svo þá sjaldan að þeir eiga eina góða er maðurinn í teignum – þið vitið, þessi sem kostaði fúlgur fjár og skorar minna en Fernando Torres – svo fjarri því að vera rétt staðsettur að það er grátlegt.

    Þetta Liverpool-lið vantar:

    • Fjölhæfari sóknartilburði.
    • Betri framherja.
    • Sjálfstraust.
    • Heppni.
    • Betri framherja.
    • Gregory Vignal í stað Stewart Downing. Það væru í alvöru framför.

    Það er enginn skandall að tapa 3-0 fyrir City á útivelli. United-menn stríða okkur ekki á því í vetur. En Dalglish verður að breyta því sem er augljóst að vantar uppá í dag, og ef hann hefur ekki vopnin til að breyta því í leikmannahópi sínum verður hann að fara á markaðinn.

    Bestu maður okkar í kvöld: Jay Spearing. Ekki besti maður okkar í kvöld: Dirk Kuyt, Charlie Adam, Jordan Henderson, Stewart Downing, Andy Carroll, Pepe Reina. Aðrir sleppa á sléttu.

  14. Mér finnst helsti gallinn við spilamennsku Liverpool vera sá að nær allir leikmenn liðsins, Suarez eina undantekninginn, eru ekki að taka menn á.  Þetta er eins og einhver færibandavinna þar sem markmiðið virðist vera að hlaupa upp að endamörkum og senda boltann fyrir. Því miður hefur það ekki verið að skila okkur neinu…
    Ég ætla að leyfa mér að skammast smá í Kenny Dalglish fyrir þetta þar sem hann virðist hafa tröllatrú á því að spila sig upp í horn og negla fyrir. Þetta held ég að sé meðal ástæðna fyrir því að Kuyt er búinn að vera í ruglinu.

    Ég kalla eftir snöggum framherja með góð hlaup sem hægt er að nýta til að tæta varnir í sig með hjálp Suarez og Gerrards. Er kominn með ógeð af þessum misgáfulegu fyrirgjöfum.

  15.  
    Mér fynnst þetta nú ekkert svakalega flókið, það var alveg klárt mv. uppstillinguna í kvöld að það var enginn séns að vinna þetta City lið.
     
    Með fullri virðingu fyrir mönnunum sem spiluðu þennan leik þá eru eftirtaldir bara ekki næginlega góðir til að spila með Liverpool.
     
    Stewart Downing
    Charlie Adam
    Jay Spearing
    Dirk Kuyt
    Andy Carroll

    Þetta eru því miður allt leikmenn sem ættu ekki séns á því að komast í byrjunarlið hjá t.d. Arsenal, Chelsea, Tottenham, Scum eða City.
     
    Ef Liverpool á að fara að keppa við þessi lið þá þarf liðið menn sem eru í klassa við það sem önnur lið bjóða upp á.
     
    Það er bara ósköp einfallt…

  16. Þetta byrjunarlið var alls ekki líklegt til að vinna þennan leik í kvöld og því nenni ég ekki að staldra of lengi við þennan leik, hundfúlt að tapa eins og alltaf, nýttum ekki færin og var refsað illa fyrir mistök gegn betra liði. 3-0 of stórar tölur og bara alls ekki okkar dagur. Án Suarez og Lucas var þetta alltaf að fara verða erfitt og með Gerrard varla leikfæran var þetta ekkert að fara verða auðveldara. 

    Vonandi læra FSG af þessum leik og sjá það eins og flestir stuðningsmanna liðsins að það bara verður að halda áfram að styrkja þetta lið og það núna strax í janúar.

    Reina var að gera agaleg mistök í fyrsta markinu og þetta var hræðilegt áfall fyrir okkur svona stuttu eftir að Downing gerði það sem Dowming gerir í góðum færum rétt áður. Vörnin var svosem ágæt í þessum leik heilt yfir þó engin vörn eigi góðan leik í 3-0 tapi. Fyrsta markið var sameiginlegt átak hjá Reina og smá Dirk Kuyt sem er með first touch á við ljósastaur. Annað markið var auglýsing á einn af fáu göllunum við varnarleik okkar enda stór hætta inni á teig hjá okkur með tveimur alveg eins spyrnum. Vítið var svo óheppni hjá Skrtel fannst mér.

    Spearing gerði vel í þessum leik og það sást þegar hann fór útaf, við þurfum að hafa djúpan miðjumann til að styðja leikmenn eins og Adam, Gerrard og Henderson og eigum frábæran leikmann í Lucas í einmitt það. Það er heldur hæpið að ætla fara rúmlega hálft tímabil með bara Spearing í þessari stöðu en líklega það sem við endum á að gera. Adam hefur alls ekki náð að fylla þetta skrað og líklega var aldrei raunhæft að ætlast til þess. Henderson og Gerrard eru svo bara ekkert djúpir miðjumenn.

    Kuyt er orðinn svipað pirrandi og hann var fljótlega eftur að hann kom til Englands og nýtist liðinu nákvæmlega ekki neitt og hefur átakanlega lítið komið úr honum í vetur. Downing þarf held ég bara að fara drífa sig til sálfræðings því það er eitthvað andlegt að plaga hann. Hann er að koma sér upp kantinn, hann er að koma sér í færin og hann er að ná skotum og fyrirgjöfum. En það bara hittir ekkert af þessu, ekki neitt.

    Andy Carroll er síðan í svipuðum málum en það má kannski aðeins taka upp hanskann fyrir hann í þessum leik því hann fékk enga þjónustu. Á móti var hann ekki að skapa sér nógu mikið, hann skíttapaði í baráttunni við Kompany og vikar eins og kurrteis og feiminn krakki. Við þurfum pirraðan vandræðaungling, við keypptum pirraðan vandræðaungling sem rak við og reif kjaft.  

    Töpuðum líka 3-0 þarna í fyrra en engu að síður fannst mér himin og haf á milli þessara leikja, reyndar vorum við mikið betri en þetta lið á Anfield fyrir nokkrum vikum. Það er þó allavega smá jákvætt í þessu.

    Annars vonbrigði fyrir leik að sjá að klúbburinn ætli ekki að áfrýja þessu banni, sérstaklega þar sem hann er alfarið á móti því.

  17. Það er með ólíkindum að sjá hvernig Kenny stillti upp liðinu í kvöld. Ég kenni honum um tapið. Þegar við erum að mæta svona sterku liði á útivelli, verður hann að byrja með mennina sem breyttu leiknum á móti Newcastle, Gerrard og Bellamy. Ég hef alltaf dýrkað Kenny, en nú er ég farinn að efast um hæfni hans sem stjóra. ég held að hann sé búinn að gleyma hvernig á að stjórna knattspyrnuliði, Það eru svo breyttir tímar síðan hann var við stjórnvölinn. hann keypti Carrol, Adam og Henderson. Þeir eru því miður gagnlausir í liðinu. Þetta var skelfileg ákvörðun hjá stjóranum. Ég held að hans tími sé liðinn, ÞVÍ MIÐUR!!!!!!!!!!!!!!!!

  18. Mér hefur líklega aldrei verið jafn mikið sama um tap LFC eins og í kvöld. Suraez YNWA, annar mínus fyrir evra.

  19. Kristján Atli segir allt sem segja þarf. Þetta er getulausasta lið sem ég hef séð í 7-8 ár. Kenny þarf að fara horfa meira til Spánar og Þýskalands.

  20. Varðandi Kuyt, þá er þetta maður sem gerir nákvæmlega það sem þjálfarinn biður hann um að gera.  

    Kuyt er ekki og hefur ekki verið sendingamaður, nema á næsta mann.  Ef næsti maður býður sig ekki, á Kuyt í vandræðum.  Þetta vita öll lið.  

    Dalglish er að læra leikinn aftur, það eru margar gloppur í taktíkinni hans, en batnandi mönnum er best að lifa.  
     

  21. Tveir menn í kvöld sem að stóðu sig með prýði AÐ MÍNU MATI. Jay nokkur Spearing og Jordan Henderson. Reina, Skrtel, Agger, Johnson, Enrique, Adam, Downing, Kuyt & Carroll gerðu það ekki.

    Þó sérstaklega Reina, Adam og Downing sem voru bara einhversstaðar annarsstaðar í kvöld.

    Rosalega vona ég að við sjáum eitthvað allt annað lið á vellinum á móti Oldham. Einhverja ferska og graða stráklinga…

    YNWA

     

  22. Þið talið um að Carrol hafi ekki fengið neina þjónustu… Maðurinn fékk 36 fyrirgjafir inní teig en gerði sér ekki mat úr NEINNI EINUSTU! Töpuðum óþarflega stórt fyrir betra liði en maður er farinn að sjá menn sem eiga að víkja úr þessu liði. Charlie Adam er sorglegur… Kuyt er búinn því miður og ég er alveg að gefast upp á Carrol en já ég veit að hann er bara 21 árs blablabla. Fyrirliðinn fer vonandi að komast í fullt form og það væri gaman að slá Shitty úr bikarnum! YNWA!
    P.S getur einhver sagt mér hvenar Reina varði vítaspyrnu síðast??? Ég veit að þessi í kvöld var óverjandi en ég bara spyr??

  23. nr24 hversu margar af þessum fyrirgjöfum fóru yfir fyrsta varnarmann?

  24. Arnar #24 36 fyrirgjafir en fóru þær allar á Carroll og drifu þær yfir höfuð alla leiðinna inní. Ég væri til í að sjá hvaða framherja sem er reyna að gera eitthvað einn á móti Kompany og Toure/Lescott. Þó svo að Andy Carroll hefði náð að skalla alla boltana þá hafði hann engann til að skalla hann á. Hann var gjörsamlega aleinn þarna frammi og mér fannst hann standa sig bara prýðilega miðað við úr hverju hann hafði úr að moða. Fannst hann skila boltanum vel í fæturnar á öðrum og djöflast í þessum turnum í vörninni. 

    Fór áðan og setti hann í fantasy liðið mitt. Seinast þegar hann var þar skoraði hann gegn WBA og Everton. Mörkin fara að koma ég get lofað ykkur því. 

    YNWA 

  25. nr. 26 Nógu margar til að Kompany átti stórleik! Hinsvegar voru margar arfaslakar en getur þú sagt mér hvað var svona gott við leik Carrol í kvöld? Ég horfði á leikinn og ég man ekki eftir mörgum skotum eða sköllum frá honum en endilega leiðréttu mig ef ég fer með rangt mál..

  26. Engin ástæða til að vera of neikvæðir. Okkur vantaði þrjá af okkar bestu mönnum, Gerrard kom reyndar inná í hálftíma. Hvaða lið í heiminum myndi ekki sakna Lucas Leiva og Luis Suarez.
    Samkvæmt tölfræðinni þá áttum við fleiri skot á mark en City, áttum fleiri horn, vorum með 60% possession, enda fannst manni við alveg vera alltaf inni í leiknum, nema kannski þegar þriðja marki kom
    EEN það vantar algjörlega eitthvað bit í sóknarleikinn. Við getum ekki verið með þennan hárfagra ljósastaur einan frammi, þar sem hann getur hvorki hlaupið hratt, né tekið á móti bolta.
    Holningin á liðinu er flott, við létum ekkert yfirspila okkur í dag þrátt fyrir að lykilmenn vantaði. Sóknarleikur og aðallega sóknarmenn er það sem vantar, ekki seinna en strax. Vinsamlegast upp með veskið.

  27. No 28 það voru 7 fyrirgjafir sem náðu markmiði sínu af 36 það voru s.s 7 fyrirgjafir sem Carroll var að berjast um og af þessum 7 þá fengum við 2 eða 3 horn og svo lagði hann upp dauðafæri á Kuyt þannig að hvað átti hann að gera meira þegar þjónustan er engin ???? Það hefði ekki skipt neinu máli þó að þú hefðir sett Shearer í sínu besta formi þarna fram með þessa þjónustu þá hefði ekki einu sinni Shearer skorað. Þjónustan sem maðurinn fær er hlægileg og enn hlægilegra er að eftir leik sem allir miðjumenn Liverpool voru með skituna uppá bak nema Spearing í 55 mínútur eða þangað til Bellamy og Gerrard komu inn og þá kom smá líf í miðjuna en kommon strákar ekki gagnrýna mann sem er einn inní teig á móti þessum turnum og fékk akkurat enga hjálp frá þessum aulum á köntunum. Yfirburðarlélegustu menn leiksins voru Kuyt, Johnson, Reina, Adam og Downing arfaslakir og ég vill fara að sjá eitthvað af þessum mönnum hvíla sig í nokkra leiki.

  28. Við vorum einfaldlega ekki ì samma klassa og City í kvöld.
    Slakir: Reina, Skrtel,Adam, Henderson
    Mjög slakir : Johnsson, Downing, Kuyt,  
    Carrol og Spearing. .. Voru með smá lifsmark

    Gerrard og Bellamy komu inn of seint 

  29. Sælir! 
    Ég verð bara að vera ósammála þessari samantekt. Við vorum betir í þessum leik fyrir utan þessi aula mörk. En þeir verða bara að fara skora og nýta færin, ég er búin að missa þolinmæðina gangvart Downing og Carrol .Þeir geta ekkert!!. En vörning er búin að vera mjög góð ekki hægt að kenna þeim um tapið. Við eigum ekki eftir að skorrra mörk fyrr en Suariz kemur aftur:)  

  30. VAndamál liðsins komu enn skýrar í ljós í kvöld. Eins og sumir nefna hér að ofan þá er vandamálið einfalt: skortur á gæðum á sóknarþriðjungnum. Carroll fékk mjög slaka þjónustu, krossarnir voru slakir og engin hreyfing í kringum Carroll. Hann var iðulega einn gegn 2-3 varnarmönnum. Og krossarnir stoppuðu á fremsta varnarmanni trekk í trekk.

    Ég tek undir áhyggjur Magga af Reina. Ég hef áhyggjur af æfingaprógramminu hans og hef áhyggjur af því að markmannsþjálfarinn sé ekki nógu góður. Þetta sama var í gangi þegar Joe Corrigan var markmannsþjálfari, markmennirnir sem voru þá, David James, Sander Westerveld og loks Jerzy Dudek gerðu allt of mörg mistök fyrir lið af þessu kalíberi. Reina hefur verið á niðurleið síðan Benítez hætti með liðið – og markmannsþjálfarinn sem fylgdi honum – og ber ábyrgð á of mörgum mörkum á þessu tímabili. 

    Varnarleikurinn er að mestu leyti í lagi en auðvitað eiga allar varnir í vandræðum með Silva, Dzeko og Aguero. City fengu engin opin færi í leiknum og því var varnarleikurinn almennt í lagi. En uppdekkning í hornum er skelfileg, andstæðingurinn hirðir flesta bolta sem koma fyrir markið.

    Plúsarnir í kvöld eru þeir að það er alveg skýrt hvað þarf að laga hjá liðinu. Það þarf að stilla upp með fljótandi léttleikandi leikmenn fyrir aftan senterinn, það þarf að laga krossana og auka hugmyndaflugið á sóknarþriðjungnum. Gegn slakari vörnum er minna mál að skapa færi en gegn klassaliðum eins og þetta Citylið er, þá þarf meira. Þetta tekur allt sinn tíma og markmið vetursins breyttust ekkert með þessum leik. Við erum á sama stað og fyrir jól, 3 stigum frá 4. sætinu.

  31. Betra liðið vann í kvöld. Sumir leikmenn Liverpool voru lélegir aðrir eitthvað skárri, skiptir ekki máli. Það er langt síðan leikmannahópurinn hefur verið jafn sterkur, þurfum þó að klárlega að bæta við hann. Ég er bjartsýnn á að liðið verði bara betra og betra sama hvað aðrir segja.

    Og því segi ég bara áfram LIVERPOOL.

  32. Þarna mættum við toppliðinu sem átti góðan leik og gaf fá færi á sér. Einfaldlega of stór biti.
    Hef alveg verið ósáttari, en maður átti svosem alveg von á þessu enda áttum við lítt meira skilið.
    Svona til að vera “neikvæður” þá rýnir maður alltaf í það sem betur má fara eftir tapleiki.

    Reina: Toppmarkmaður en einhvernvegin finnst manni hluttfallslega mörg skot fara inn hjá honum miðað við að mörg lið eru ekkert að vaða í færum á móti okkur.

    G.Johnson: Virkaði þreyttur. Átti fáa bolta inní box og tók engan sprett í dag í gegnum vörnina (sem reyndar var þétt) eins og hans er lagið.

    Enruiqe/Downing; Einhvernveginn enda allir þeirra sprettir í útsparki, eða þá með snarstoppi og snúa sér tilbaka. Enruiqe hefur þó afsökun að hann er að skila sínu í vörn. Downing erum við allir farnir að hafa áhyggjur af.

    Spearing: Enn efnilegur 24 ára (?) Tek aldrei eftir honum inná og leitar oftast stutt tilbaka. Tel hann ekki hafa það sem þarf, en það bjargar honum að vera innfæddur.

    Adam: Er ekki 1 þeirra sem skíta yfir hann vikulega, og hef haft trú á honum… En það fer þverrandi. Klaufi varnarlega, virðist ekki njóta sinna löngu úrslitasendinga þar sem lið verjast aftar á móti þessu pool liði.

    Kyut: Hef aldrei þolað þennan mann sem villtist úr skokk-klúbb í Liverpool en loksins virðast aðrir taka undir með mér. Hefur lítið uppá að bjóða.

    Kóngurinn: góðar skiptingar. Downing öfugu megin, en hann má njóta vafans fyrir að leita allra leiða til að virkja manninn.

    Sáttur með aðra, Henderson verður þrusufótboltamaður með tímanum og það sést vel að hann hefur gæði.
    City með alla heila og breidd á við gauja litla móti Liverpool liði sem saknar Lucas, Suarez og Gerrard 100% fit…
    Spörning að prufa að kaupa kant/sóknarmann sem væri aldrei þessu vant teknískur? Podolski kanski!!! ég veit ekki. En allir viljum við fá einhvern í hópinn framávið.
    Geymum bjórinn þar til á föstudaginn (hvað er með þessa nýju leikdaga?)

  33. Hræðilegt á að horfa en ef við getum huggað okkur við það að okkar bestu USA aurum var ekki sóað í ónýtan Andy Carrol heldur í handónýtan Downing, give me a break.  Held að við ættum að losa þessa gutta strax, ef þá  ekki þá sekkur þetta lið dýpra en Hodgesons hrollvekja

  34. Finnst undarlegt að ekki sé meira rætt um af hverju í ósköpunum Craig Bellamy var ekki í byrjunarliðinu í kvöld. Það er mér gjörsamlega hulin ráðgáta. Fyrir utan að hann skoraði tvö í síðasta leik, þá er hann heilt yfir búinn að vera jafnbesti leikmaður liðsins er hann spilar og það stafar af honum stanslaus ógn. Hvernig getum við ekki spilað honum? Vill þjálfarinn ekki það besta fyrir liðið? Er hann virkilega að reyna réttlæta það fyrir sjálfum sér að hann gerði misheppnuð kaup í Andy Carroll? Hversu lengi á að reyna spila honum í gang?

    Ef Liverpool væri það lið sem hver einasti stuðningsmaður þess krefst að það sé — þá hefði verið staðan orðin 1-0 fyrir Liverpool eftir átta mínútna leik. Snilldarleg sending hjá Henderson en skelfileg tilraun hjá Downing. Í þessari stöðu og þar fyrir utan í LIVERPOOL-treyjunni, þá er ekkert annað í boði heldur en að klára sóknina með marki. Það er ekkert sem afsakar þetta. Þó Balotelli hefði sprengt flugelda í andlitið á honum í þessari stöðu, þá á hann samt að skora. Downing, sýndu af hverju þú ert í Liverpool. Ef þú getur það ekki, hunskastu í burtu. Við erum Liverpool og höfum ekki tíma fyrir tilraunastarfsemi.

  35. Leiðrétting: Er hann virkilega að reyna réttlæta það fyrir sjálfum sér að hann gerði EKKI misheppnuð kaup í Andy Carroll?

  36. Alveg skiljanleg úrslit í ljósi þess að það vantaði 4 bestu leikmenn liðsins (Lucas, Suárez, Gerrard og Bellamy),. Fá lið gætu mætt svo undirmönnuð á þennan völl og tekið eitthvað. Downing var reyndar einn sprækasti maður liðsins fyrsta klukkutímann þrátt fyrir klúðrað færi. Bæði Adam og Spearing voru hinsvegar slakir í dag og krafan um styrkingu í þeirra stöðu varð skýrari.

  37. Eins og Kenny hefur áður sagt þá er Bellamy kominn á aldur og getur bara ekki byrjað inn á flestum leikjum, Gerrard er að jafna sig á meiðslum og ég get skilið 100% afhverju hann byrjaði ekki inná. Ég bjóst sjálfur við því að Gerrard og Bellamy myndu byrja á bekknum og liðið myndi liggja aftur og verjast fyrstu 45min og svo neggla niður Gerrard og Bellamy (sem að gerðist) En því miður fékk liðið á sig 2 aulamörk sem að hægt hefði verið að stöðva auðveldlega (með betri markvörslu og dekkningu). Er ég sá eini sem að er ekki hissa á hvernig liðinu var stillt upp? Þetta gekk á móti Arsenal, byrja með Meirieles og Suarez á bekknum byrja aftarlega og svo finisha leikinn með 2 frábærum skiptingum. En því miður var Liverpool 2-0 undir þegar það gerðist. Mark númer 3 algjörlega drap þetta. Ég bjóst við því að liðið myndi ná að henda inn einu eða tveimur mörkum eftir það en svona sirka 40 sekúndum seinna var City liðið komið með víti. Ég skildi vel þetta plan hjá Dalglish. Eina sem að ég er svekktur er að Downing er í eitthverri sálarkreppu og það gengur bara ekkert upp hjá honum. Menn þurfa síðan aðeins að slaka á, selja Carroll, Downing og Hnederson núna? Umm nei takk, ekki gera það. Því miður þá þarf aðeins meiri gæði í þetta Liverpool lið sem að vonandi kemur núna inn í janúar. Hellst einn ST og RW,
     
    YNWA!

  38. Það mætti halda að Downing hafi verið keyptur úr þriðju deildinni og sé að spila fyrstu leikina sína í úrvalsdeildinni. Dowing og Adam með 18 stoðsendingar 9+9 á síðustu leiktíð, það mætti halda að það sé kryptonite sem dregur úr sjálfstrausti leikmanna falið á æfingarsvæði Liverpool. Enrique er góður, nema þegar hann er kominn að eða inní teiginn þá fer boltinn útaf nánast í 99% tilfella. Það má kanski segja að það sé ekki skrýtið að Dowing sé ekki með neinar stoðsendingar, þegar hann gefur inní teiginn þá er enginn þar.

  39. Finnst mönnum skrýtið hvað við skorum lítið þegar það eru ítrekað allt of fáir menn í boxinu og sendingar framarlega á vellinum eru allt of oft vandræðalega lélegar

  40. Þýðir lítið að vera að tala um einhverjar 36 fyrirgjafir. Sérð það bara með því að horfa á leikinn að stundum voru 4-5 leikmenn farnir að hnoðast á kanntinum til að dúndra boltanum í næsta varnarmann eða lofta boltanum eitthvað inn í teig, þar var Carroll einn gegn 3-4 leikmönnum og markmanninum. Hvernig átti það að ganga upp? Dettur ekki í hug að drulla yfir Carroll fyrir þennan leik.
     

  41. Ætla að hrósa umræðunni hérna.  Viðurkenni alveg að ég reiknaði með argaþrasi og yfirdrulli en þegar ég lít á hana aftur núna í morgunsárið finnst mér afar jákvætt að sjá að gagnrýnin er á mannamáli og augljóslega málefnaleg.
    Segi það enn og aftur, það þarf ekki að velkjast í vafa að þjálfarateymið og leikmennirnir lærðu töluvert á gærkvöldinu og það sýnir Comolli enn skýrar en áður að það þarf að auka gæðin fram á við. 
    Dalglish var flottur í viðtalinu eftir leik í gær:  http://www.liverpoolfc.tv/news/latest-news/kenny-s-city-frustration
    Mörk breyta leikjum.  Fyrsta markið var aulalegt, en eftir það áttum við sterkasta kaflann okkar, þangað til við fengum á okkur annað dapurt.  Skýrt vorum við þó vöruð við í horninu á undan. Svo kom þriðja aulamarkið.  Ég var mjög glaður að lesa viðtalið við kónginn, það sem skiptir máli er að menn læri af svona mistökum.  Í gær var stóra fyrirsögnin slakur varnarleikur sem gaf mörk og undirfyrirsögnin slæm nýting á sóknarfærum.  Ekki nema einu dauðafæri en mörgum sóknarfærum.  Til þess held ég að við þurfum að styrkja leikmannahópinn núna í janúar.
    Ég óska þó enn og aftur eftir því að við sjáum raunhæfa kosti í þá styrkingu.  Ég met það þannig að við þurfum einn skapandi leikmann, a-la-Gerrard eða Silva í fyrstu lotu.  Leikmann sem getur tekið varnir úr lás og búið til opin marktækifæri.  Og í stað þess að arga á neikvæðan hátt enn og aftur og benda á það augljósa langar mig virkilega til að sjá hvort einhver veit um raunhæfan kost?
    Mourinho er búinn að segja að Real láti engan fara og Cavani/Lavezzi fara ekki frá Napólí.  Ég þekki ekkert þennan senter frá Rangers sem verið er að orða við okkur og ég satt að segja er ekki viss um Darren Bent, auk þess sem það er ljóst að Aston Villa mun ekki selja hann núna í janúar.
    Ég held áfram að berja höfðinu við stein um það að Ribery væri til í að koma til Englands, en veit að það er ekki líklegt.  Hazard virðist ætla að ná sér í feitan launatékka, eigum við kannski að brjóta upp launastrúktúrinn og taka séns á því að borga honum 200 þúsund pund????
     
    Veit ekki, endilega koma með hugmyndir að styrkingu, Comolli hlýtur að lesa kop.is, allavega á meðan að umræðan er þetta góð!!!

  42. Ég bara trúi því varla hvað menn eru hrikalega neikvæðir út í liðið okkar.  Það fer að líða að því að maður hætti að lesa umsagnirnar hérna því enda er ekki heil brú í mörgu af því sem menn eru að láta frá sér hér. 
    Hvernig fá menn það t.d. út að City liðið hafi verið mörgum klössum fyrir ofan okkar í þessum leik.  Það er fráleitt fullyrðing ef menn horfðu á leikinn og hafa skoðað tölfræðina.
    Hvernig fá menn það út að þeir menn sem eru í liðinu hafi ekki verið að skapa færi í vetur.  Hér á síðunni hefur um fátt annað verið talað en ótrúlega óheppni liðsins og auðvitað klaufaskap en við höfum verið að skapa okkur súpu af færum í mjög mörgum leikjum þó það hafi klárlega ekki átt við í leiknum í gær.  Minni enn á öll vítin og stangarskotin í þessu samhengi.
    Það sem mér finnst skipta enn meira máli er að á sama tíma í fyrra var liðið búið að vera að spila hræðilegan fótbolta sem minnti mest á íslenska landsliðið þar sem boltinn gengur í mesta lagi einu sinni til tvisvar á milli samherja.  Á þessum tíma var meiri skemmtun að horfa á fréttaágrip á táknmáli en að fylgjast með Liverpool liðinu.  Það sem meira er liðið var hreinilega búið að vera frekar heppið að ná í þau stig það sem það var búið að ná í þá.  Í ár held ég að allir séu sammála um að við erum með lágmarkfjölda stiga miðað við frammistöðu og í flestum tilvikum er skemmtilegt að fylgjast með liðinu þó vissulega sé það pirrandi að ekki séu að koma fleiri stig í hús.
    Það hefði sáralítið þurft að fara öðruvísi til að leikurinn í gær hefði þróast á allt annann hátt en hann gerði og mér fannst City liðið alls ekki vera gott fram á við en vörnin hins vega mögnuð og loksins eiga Englendingar frábæran markvörð.
    Við verðum að taka þetta tímabil í að slípa liðið þó mér finnist það reyndar hafa tekist ótrúlega vel.  Margir eiga mikið inni og mikið rosalega verður gaman þegar þessir menn fara að detta í form.  Jordan Henderson er allur að koma til og vonandi verður Gerrard fljótur að koma sér í leikform.  Agger er frábær og Skrtel að verða betri þó hann hafi verið klaufskur í gær.  Þolinmæði er dyggð eins og frægur maður og höfum hana að leiðarljósi í vetur. 

  43. Eg sá Jelavic spila marga leiki þegar hann var hjá Rapid, hann var yfirburðamaður í austurrísku deildinni og sama virðist vera upp á teningnum í Skotlandi. Hvort hann er réttur maður fyrir Liverpool er svo allt annað mál, það er hreinlega óþolandi að Fc Liverpool sé að skoða framherja á þessum kaliber, já eða Bent? Eru önnur stórlið á eftir þessum mönnum? Það virðist vera sem menn séu farnir að sætta sig við það að Liverpool sé ekki alvöru þátttakandi í kaupum á “stórum” nöfnum á markaðnum sem er með öllu óásættanlegt!!

    Hérna er ágætt myndband af kappanum, og undir því er dáldið af upplýsingum um hann,

    Kveðja úr landi volæðis og vonbrigða,

    http://www.youtube.com/watch?v=wCfhdvnx9V0

  44. Ég fatta ekki K King. Hann setur markaskorarann Bellamy á bekkinn og hann gerði þetta líka við Maxi á sínum tíma en báðir voru þeir með tvennu. Hann virðist vera með þráhyggju með Carroll út af miklum pening sem hann borgaði fyrir hann og vill sýna að kaupin hafi verið góð með því að nota hann trekk í trekk í von um að eitthvð komi útúr honum en reyndin er sú að það hefur ekkert komið útúr honum alla leiktíðina þótt hann hafi átt 2-3 stungusendingar og þegar að hann fær boltann þá gefur hann til baka eða til hliðar, hann tekur ekki menn á og mér og fleirum finnst þessir skallaboltar bara eithvað út í loftið. Reina átti að gera betur í gær með fyrsta markið en hversu oft hefur hann varið meistaralega og gerði það reyndar í leiknum en vegna mistaka í gær þá eru menn að gefa það í skyn að hann sé lélegur og það þurfi að huga að nýjum markmanni, ég segi “kjaftæði”. Ég er sammála mönnum að Downing og Adam eru alls ekki að gera eitt né neitt og fatta ég ekki kaupin á þessum dúddum. Ég hef passað mig á því að hrauna ekki yfir Carroll en hann er ekki nægilega góður í fótbolta, frekar slappur en ég hef sagt það áður að kannski eftir 1-2 ár verði hann góður en þanga til á að lána hann eða spila með varaliðinu. Vona bara að Gerrard verði góður í næstu leikjum og svo kemur SUAREZ og þá verður aftur gaman að horfa á LIVERPOOL.

  45. Ég er sammála Magga hér að ofan (44) með umræðuna, yfirleitt forðast ég að lesa commentin eftir tapleiki enda oftast yfirfull af niðurdrepandi svartsýnisbulli og niðurrifsrausi (reyndar stundum líka eftir sigurleiki) en núna ber svo við að slík comment eru í lágmarki og vonandi á undanhaldi. Takk fyrir það!

    Mér fannst leikurinn í gær ekki alslæmur að öllu leyti (fyrir utan úrslitin, 3-0 var of stórt tap), mér virðist tölfræðin milli liðanna hafa verið nokkuð í jafnvægi en því miður ráðast úrslit leikja ekki af sláar-/stangarskotum, markskotum eða klúðruðum vítaspyrnum (þá værum við auðvitað á toppnum). 

    Nokkrir hér hafa talað um fyrirgjafirnar og í samhengi vil ég nefna að yfirleitt sá ég engan nema Carroll í boxinu umkringdan fjórum til fimm varnarmönnum, og þ.a.l. er varla hægt að búast við mörkum þaðan. Carroll fannst mér reyndar standa sig vel í baráttunni gegn fjöldanum og er ekki alveg tilbúinn að afskrifa hann eins og margir virðast vera búnir að gera. 

    Svo er bara að sjá hvað janúarglugginn gerir fyrir okkur, ég held að það sé aftur orðið áhugavert að fara til Liverpool.    

  46. Ef við horfum á eitt skemmtilegt lið í þessari deild, Tottenham þá sjáum við að þeir eru með menn eins og Lennon og Bale á köntunum en við höfum Kuyt(í gær) og Downing. Þeir hafa Modric og Parker á meðan við höfum Adam og Hendo.

    Það sem þarf að gera er að kaupa SNÖGGA og tekníska kantmenn sem geta sprengt upp varnirnar og tekið menn á. Á meðan að við höfum hæga trukka á köntunum sem hafa bara fyrsta og annan gír þá mun ekkert gerast sóknarlega.

    Sjáið t.d Scum, þeir hafa Young, Nani og Valencia á köntunum og þeir leika sér að sprengja upp varnir hvað eftir annað og þeirr sóknarmenn þurfa ekki að hafa mikið fyrir hlutunum, boltinn kemur einfaldlega til þeirra þar sem þeir standa.

    City hafa svo Aguero, Balotelli, Silva, Nasri, Milner, Johnson og fleiri sem allir hafa þá eiginleika að geta sprengt upp varnir með hraða sínum og fara nokkuð létt með það.

    Kuyt eða Maxi sem kantmenn er ekki að virka og Adam er of þungur þarna á miðjunni. Okkar bestu menn eru Gerrard 31 árs og Bellemy 32 og sennilega okkar hraðasti leikmaður.

    Núna þarf bara að kaupa menn sem hafa þann eiginleika sem hin toppliðin hafa.

  47. Ég er sammála Babu með leikinn…minna en ég er sammála Magga. Góð leikskýrsla engu að síður. Downingn og Kuyt voru verulega slakir. Munurinn á þeim er að ég hef ennþá trú á Downing því hann gæti verið ágætur þegar betra flæði er komið á liðið og hann fær meira pláss til að taka menn á. Núna er hann bara hræddur og sjálfstraustið í lágmarki. Oft fannst mér Enrique vera mun fljótari og teknískari en Downing.

    Ég verð hins vegar að taka hanskann upp fyrir Henderson. Hann var mjög duglegur í gær og var á fullu allan leikinn. Hann minnir mig aðeins á fyrstu tvö árin hjá Lucas. Það er eins og hann vanti örlítinn styrk til að geta keppt við þá bestu…en það vantar ekki mikið upp á. Það er svo mikið potential í þessum dreng að ég hef engar áhyggjur af honum eftir útileik gegn ofurliði City. Eftir nokkur ár á engin eftir að gráta summuna sem var greidd fyrir hann (þó ég sé nú þegar farinn að gráta peningana hjá tveimur öðrum leikmönnum sem voru keyptir á svipuðum tíma).

    Mér fannst Skrtel líka nokkuð góður þrátt fyrir þetta víti. Það var klassískt dæmi um miðherja sem kemur á fullu spani til baka, þreyttur og klaufalegur. Mér fannst hann einmitt pakka Dzeko saman mest allan leikinn. Tók boltann af honum trekk í trekk fyrir utan atvikið þegar hann fíflaði bæði Agger og Skrtel upp úr skónum.

    En svona er þetta….ekkert við þessu að segja. Liðið okkar er ekki alveg komið í gang en þegar sjálfstraust er komið í liðið með afturkomu Gerrard þá hef ég litlar áhyggjur. Þessir menn sem eru að spila undir getur eiga eftir að koma upp (nema kannski Kuyt)!

  48. Eitt sem ég skil ekki í umræðunni hérna er hvers vegna í ósköpun menn geta sagt að Reina hafa bara verið slakur, en ekki mjög slakur.  Hann var vægasagt skelfilegur í gær.  Átti að verja 1 og 2 markið.  Stuttur skalli og allt það, en beint á hann og á venjulegum degi hefði Reina gripið þetta.  Reina er greinilega þreyttur og vonandi að Kenny gefi honum frí í leiknum gegn Oldham, Doni hlýtur að geta spilað gegn því liði.  
    Svo svona ein létt pæling í endan, hvað er langt síðan að Reina varði víti fyrir Liverpool?  Átti að vera agalegur vítabani en mér finnst allir skora hjá honum úr víti, og hann er sjaldnast í réttu horni.

    Annars reiknaði ég ekki með að Liverpool fengi eitt einasta stig útúr þessum leik.  Hvorki fyrir tímabilið né fyrir þennan leik.  Liði er bara ekki nógu gott, sértaklega þegar vantar Lucas.  Liverpool hlýtur að kaupa varnatengilið í janúar, ég hreinlega trúi ekki öðru.

  49. Jæja búið og gert var að vonast eftir jafntefli, sigur hefði verið góður bónus, mér fanns shíttý ekki vera spila neinn glans bolta, okkur vantar beittari sókna menn horfum fram á veg og snúum okkar að næsta leik.

  50. Ég er væri til í að sjá Liverpool reyna að fá Xherdan Shaqiri og Ryad Boudebouz, ég held að þeir séu 20 og 21 árs og báðir virkilega spennandi kantmenn.
    Með 2 svona snögga kantmenn færum að sjá allt öðruvísi og skemmtilegri sóknarleik hjá liðinu.

  51. Já, það er margt skrítið í fótboltanum og þessi leikur var hreint út sagt alveg stór furðulegur að mínum dómi.  City byrjuðu leikinn í brjálaðri hápressu og voru ill viðráðanlegir.  Við (Pepe og Dirk) gefum þeim svo eitt mark í forgjöf og þá detta þeir aftur og við ráðum leiknum að mestu leiti það sem eftir er.

    Pepe var óöruggur í leiknum, en mér fannst vörnin engu að síður heilt yfir vera yfirveguð og góð.  Það er samt alveg stórfurðulegt að Glen Johnson skuli hafa verið að dekka Jæja í horninu sem gaf þeim annað markið, var alveg ljóst að hann myndi ekki eiga séns í hann þegar kæmi að skallaeinvígi.  Annars fannst mér eins og áður sagði, vörnin vera bara solid (sem er ansi hreint skrítið að segja eftir 3-0 tapleik).

    Inni á miðjunni þá var Adam alveg hreint ferlega slakur, sá þarf að fara að hysja upp um sig buxurnar.  Aðeins hræðilegur leikur Dirk Kuyt skyggði á hann sem slakasta mann vallarins.  Á móti kemur fannst mér Jordan Henderson vera mjög góður og er ég alveg sannfærður um að þar eigum við virkilega góðan leikmann sem á eftir að komast í hæsta klassa.  Sendingin hjá honum í færinu hans Downing var hrein og bein snilld.

    Mér finnst reyndar Downing fá ansi hreint á baukinn hérna í kommentum, fannst hann vera líflegur framan af en það sem klikkaði þó hjá honum var að koma ekki fleiri fyrirggöfum yfir fremstu varnarmennina, en fannst hann klárlega engan veginn í sama flokki og Dirk og Charlie.  Mér finnst líka svolítið gleymast hlaupið hjá honum sem skapaði þetta dauðafæri hans, það var mjög flott og þó svo að maður vilji sjá svona verða að marki, þá verður maður að gefa Hart kredit fyrir vörsluna.  Hart var þó heppinn þar, þar sem hann slæmdi hælnum í boltann og fékk hann þaðan upp í olnbogann og því varð ekki meira úr þessu.  Að sjálfsögðu vill maður sjá menn klára svona færi, en það verður samt að gefa bæði sendingunni hjá Henderson og hlaupinu hjá Downing kredit.

    Carroll fannst mér svo eiga fínan leik, ekki frábæran, en fínan.  Ég saknaði þess mikið að sjá ekki fleiri menn fylgja honum í sumum sóknunum, því hann var að berjast við afar öflugt miðvarðarpar.  En það sem ég hef helst út á King Kenny að setja er að þeir Henderson, Spearing og Adam voru látnir spila of þétt saman og því sendingarleiðir takmarkaðar.  Ég er ekki sammála mönnum um góðan leik Spearing, hann var allt í lagi, en ekki meira en það.  Tæpur á sendingum og var ekki að staðsetja sig vel að mínu mati.  Hefði viljað hafa þá Henderson og Adam á miðjunni í byrjun með einn fyrir framan sig, aðeins meira pláss og einhvern sem er öruggari á bolta en Spearing.  Hann hljóp þó mikið, var duglegur, en ekki góður.

    Það kom mér verulega á óvart að við skyldum fara á þennan erfiðasta útivöll í deildinni og dóminera spilið svona stóran hluta leiksins.  Auðvitað telur það ekki Jack Shit, því það eru jú mörkin sem telja, en þetta kom mér engu að síður á óvart því gæðin í þessu City liði eru svo fáránlega mikil.  3-0 tap er staðreynd, að mínum dómi alltof stór sigur, en svona er nú bara boltinn.  Var fyrirfram búinn að vonast eftir einu stigi, en barátta okkar tapast ekki á þessum leik.

    Menn eru að furða sig á því af hverju Bellamy byrjaði ekki leikinn.  Þetta er afar einfalt, skrokkurinn á honum þolir ekki 2 leiki á einni viku, simple as that.  Kenny hefur metið það sem svo að Newcastle var algjör möst win leikur og vildi nýta hraða hans þar, og þess vegna byrjaði hann á bekknum núna.  Ekki vil ég hugsa þá hugsun til enda að missa Bellamy í meiðsli núna þegar Suárez er kominn í bann.  Stundum verðum við að sætta okkur við það að þeir sem stýra liðinu hafa aðeins meiri vitneskju um fitness og líkamlega stöðu leikmanna, heldur en við.  Sömu sögu er að segja af Stevie G.  Hann er að koma tilbaka úr mjög erfiðum og löngum meiðslum og við þurfum að horfa aðeins lengra en korter fram í tímann.  Þessa tvo kappa þarf að fara varlega með og reyna að nýta sem allra allra best fram á vorið.

    Ég hef ennþá fulla trú á verkefninu framundan, King Kenny og liðinu.  Þetta er hörð og jöfn barátta sem við erum algjörlega á fullu inní. En menn þurfa að stíga upp, sér í lagi þeir sem hafa verið að sýna slaka frammistöðu undanfarið.  It’s your turn now Adam, Downing og Kuyt.

  52. Tek undir hvert orð hjá SStein hér að ofan #55

    Það var greinilegt strax í upphafi að leikurinn yrði gríðarlega erfiður. Til þess að vinna City á útivelli þurfti Liverpool að hitta á sinn allra besta leik. Með Gerrard og Bellamy eðlilega á bekknum og Suarez í banni var ljóst að það þurfti eitthvað sérstakt að gerast til þess einhver árangur ætti að nást. Ekki var það til að auka líkurnar á einhverjum árangri að fjórir byrjunarliðsleikmenn spila án nokkurs sjálfstrausts um þessar mundir þ.e. Kuyt, Carroll, Adam og Downing.  Það segir sig sjálft að þegar rúmlega þriðjungur af liðinu ekki tilbúið í verkefnið er ekki við miklu af búast. 

    Það er alveg klárt að það munar um þessa leikmenn. Kuyt hefur verið að skora 10-14 mörk á hverju tímabili, Adam var ágætur á fyrri hluta tímabilsins en það hefur dregið allhressilega af honum í jólatörninni, Downing er langt í frá að vera sami leikmaður og hjá Villa þar sem að skoraði og lagði upp mörk reglulega. 

    Það er vonandi að fleiri leikmenn detti ekki í sama farið og vonandi að þessir leikmenn fari að hrökkva í gang. Fari svo er ljóst að styrkur liðsins á eftir að aukast til muna.

  53. Arsenal er eina liðið eins og er sem ekki hefur litið illa út á heimavelli City en töpuðu samt og Heiðar okkar Helguson er eini framherjinn sem hefur náð að valda þeim alvöru hausverk enda er ekkert djók að mæta þeim nagla.

    City er búið að vinna alla sína leiki á heimavelli í deildinni, þannig að okkar menn hefðu þurft að eiga sinn allra besta dag til að vinna, en city er bara að sjá til þess að lið eiga bara ekki góðan dað á þeirra heimavelli.

    Þessi leikur er farinn í ruslboxið hjá mér.

    Carrol mun springa út þegar hann fær leikina og Gerrard til að hjálpa sér.

    YNWA
     

  54. Flott mynd í chalkboard sem sýnir auðvitað fyrst og fremst að sendingarhlutfall Downing var ansi hreint gott.  Eða er ekki verið að meina það 😉 ?
    Ég er bara nákvæmlega inni á sömu línu og Steini hér að ofan.  Á kaflanum frá mínútu ca. 12 – 35 fannst mér allt sem var líklegt til að virka koma frá vinstri.  Downing var að hlaupa á Richards, komast framhjá honum og koma boltanum frá sér.  Í eina skiptið sem boltinn fór inní markteiginn nikkaði Carroll boltanum mjög vel á Kuyt sem nýtti færið MJÖG illa.
    Hins vegar fannst mér miðjan nákvæmlega alltof lin í að fylgja með sókninni og það gerðist nokkrum sinnum að hann lagði boltann úr hlaupum sínum til baka á Enrique eða á miðjumenn aftan við hann, því inni í teignum þurfti Carroll einn að berjast við tvo hafsenta og síðan Clichy í varadekkningu.
     
    Stewart Downing datt svo niður eins og allt liðið í gær, hins vegar finnst mér hann einfaldlega vera orðinn næsti Kuyt eða Lucas á spjallborðum.  Í einkunnagjöf á Sky og Guardian t.d. fékk hann 6,0 og 6,5 og á báðum stöðum var talað um að hann hafi verið einn miðjumanna í Liverpool sem hljóp á vörnina í fyrri hálfleik en fjaraði svo út í þeim seinni.  En hann á að geta betur og ég er sannfærður um að þar mun skipta máli að við fáum fleiri öflugar ógnanir.
    EN! Ástæða þess að við áttum ekki séns í að vinna leikinn lá fyrst og síðast í einbeitingarleysi í vörn og markvörslu og ég viðurkenni furðu mína á því að fólk vilji helst ekki ræða augljósan vanda Pepe Reina eða ákveðnum veikleikum sem sést hafa hjá hafsentaparinu í síðustu tveim leikjum…

  55. Skoðaði mitt Chalkboard.  Á kaflanum 15 – 35 mínútum átti Downing 37 af þessum 55 sendingum sýnist mér. 
    En seinni hálfleikurinn hans var arfi, sér í lagi þegar hann var kominn á hægri kant.

  56. Búinn að setja þennan leik aftur fyrir mig og Suarez bullið líka. Farinn að hlakka til föstudagskvöldins og plana eitthvað game í kringum það. Ekki á hverjum vetri sem maður fær Liverpool leik á föstudagskveldi.

    Mig langar að henda einni Pepp-up sprengju á Pepe Reina. Hann hefur gert tvenn slæm mistök gegn Fulham og City. Einhverjir telja hann eiga þátt í sjálfsmörkum Agger og Adam. Ég er því ekki sammála, það er mjög erfitt að verjast því þegar bolti breytir um stefnu af eigin leikmönnum. Reina hefur gert mistök áður og ávallt hefur hann komið tvíefldur tilbaka. Það segir manni bara hvernig karakter hann er ólíkt Dudek og Westerveld sem þoldu illa mótlæti. Ég man nú bara eftir einum markverði í fljótu bragði deildinni sem hefur ekki gert slæm mistök á þessu tímabili þ.e. dýrkeypt mistök. Það er Hart í marki City.

  57. Ég býð öllum púllurum í partý í Hörpuna um leið og Downing nær fyrirgjöf sem endar ekki á kollinum á fyrsta varnarmanni ! ! !

    Guð minn góður, hann fékk stundum 20 sek til að leggja boltann fyrir sig í leiknum en samt hitti hann á kollinn á varnarmanninum.  Úff 🙁

    Leikur undir pari hjá LFC, of mörg mistök til þess að geta fengið eitthvað út úr þessum leik.  Næsta leik takk.

    YNWA      

  58. Hvernig lýst mönnum á Bent er það rétti maðurinn í sóknina hjá okkur,ég held ekki en hvað veit ég svo er ég sammála 51 í einu og öllu.

  59. Höddi Dregggggggur!
    Hvenær á ég að mæta.  Í gær sendi Downing á kollinn á Carroll sem skallaði hann á Kuyt.  Kuyt reyndar klikkaði…
     
    Hlakka til að fara í Hörpuna með þér kæri vinur!

  60.  
    #55
    Liverpool á klárlega að reyna að fá menn eins og Ryad Boudebouz og Xherdan Shaqiri.
     
    Fljótir og tekneskir spilarar sem geta spilað margar stöður á vellinum og gætu klárlega orðið liðinu mikill liðsstyrkur.
     
    Það sama má segja um Iker Munain leikmann Atletic á Spáni. Þar er mikið efni á ferðinni.
     
    Ættum að losa okkur við menn eins og Kuyt – hann hefur aldrei unnið neitt á sínum atvinnumannaferli (að undanskildum einni bikarkeppni með Utrecht fyrir langa löngu) og að mínu mati hefur hann ekkert erindi í liðið.
     
    Myndi svo ekki vera slæmt ef við fengjum mann að láni sem getur spilað stöðu djúps-miðjumanns. Eða jafnvel keyptum. Dettur t.d. í hug menn eins og Diarra hjá Real eða Javi Martinez.

  61. Helsti gallinn við Downing að hann er einfættari en Riise ef það er þá hægt

  62. Afhverju er Bellamy, Gerrard og stundum Enrique þeir einu sem geta sent fasta bolta inní boxið ? Downing og félagar eru alltaf með svo lausa bolta og ef þeir hitta á Carroll þá er svo mikil pressa á honum að hann nær ekki krafti í skallann !

    Þurfum fleiri bolta eins og þegar Gerrard bombaði beint á kollinn á Carroll og hann smellti honum í þverslánna, aðeins meira sjálfstraust og hann hefði sungið inni sláinn inn ! 

  63. Mig langar að segja nokkur orð um mitt ástæra lið Liverpool. Ég tel það engan heimsendi að tapa á móti City á útivelli, við Liverpool menn megum ekki gleyma því að það er ár síðan að við vorum í fallbaráttu. Persónulega er ég sáttur við framþróunina sem hefur átt sér stað síðan Dalglish tók við. Það eru þó tveir hlutir sem ég er sérstaklega ánægður með, það fyrra er að pass and move boltinn er tekinn við, sá seinni er hversu vel við pressum og erum fljótir að vinna boltann til baka frá andstæðingnum. Ég tel ekkert lið í enskaboltanum vera betra í því en við í dag.
    Við höfum líka nokkur vandamál líkt og önnur lið, það er mér hulin ráðgáta að stæðsta vandamálið að mínu mati sé lítið sem ekkert talað um, málið er að við lendum alltof oft í vandræðum þegar við fáum fyrirgjafir á okkur. Ég t.d. er með hjartað í buxunum þegar við fáum á okkur hornspyrnu. Ég veit að mörgum finnst þetta kannski skrítið þar sem við erum búnir að fá lítið af mörkum á okkur, það er í sjálfu sér ekkert skrítið þar sem við erum að gefa fá færi á okkur með þessum pressubolta sjáið t.d markið sem City skoraði í gær og mínútu áður varði Reina skalla í horn, og t.d síðast á móti City þá skoruðu þeir með skalla og hvernig skoraði Newcastle aftur í síðasta leik! Flest öll vandræði verða eftir að  koma fyrirgjafir á okkur hvort sem það eru hornspyrnur eða aukaspyrnur, ég þakka guði fyrir hvern dag sem Reina stendur í marki Liverpool. Þó svo að ég sé þokkalega sáttur við þessa 4 varnarmenn þá meiga þeir vera mikið GRIMMARI í loftinu því að þeir eru mjög góðir svo lengi sem boltinn er á jörðinni, eins og t.d sóknarlega þegar við fáum horn þá vinnum við boltann í 10-15% tilfella en þegar við fáum á okkur horn lítur þetta út svona 50-50 ef hann Reina minn kýlir hann ekki í burtu. Talandi um kaup og sölur, þá hefði ég viljað að Liverpool myndi kaupa svona 3 leikmenn í janúarglugganum, einn miðvörð því ég tel Carragher vera búinn og hefði viljað fá betri leikmann sem myndi taka á þessu vandamáli sem ég er að tala um sá leikmaður sem myndi leysa stöðuna hand Skrtel er cahill hjá Bolton  hann væri góður kostur svo væri ég til í að fá Higuain og Hazard þar sem þeir hafa bæði hraða og knatttækni og myndu fitta vel í pass and move boltann okkar. Svona menn hefðu geta leyst erfiða stöðu í gær þegar búið var að loka á kantspilarana okkar þar sem þeir nýtast líka vel í einstaklings framlagi og þríhyrningaspili til þess að brjóta upp erfiðar varnir andstæðingana. Ef menn ætla að fara út í það að við höfum ekki efni á að borga mönnum á þessu caliberi laun þá getum við gleymt því að keppa við lið eins og City, Chelskí og lið skrattans. Í nútíma fótbolta þá held ég að við verðum að hafa 3-4 leikmenn á svipuðum launaskala og Gerrard.
    Að lokum kæru vinir þá er ég bjartsýnn á framhaldið og ef þessi hraða breyting sem hefur orðið á þessu eina ári heldur áfram frá því að Dalglish tók við þá tel ég góðar líkur á því að á næsta tímabili eigum við eftir að gera mjög góða hluti. Ég er sannfærður um að við eigum eftir að ná þessu umtalaða 4.sæti á þessu tímabili í það minnsta.
    Áfram Liverpool!!!

  64. Pepe Reina verður aldrei betri en vörnin fyrir framan hann leyfir.  

     Heimsklassamarkmenn eru yfirleitt hjá  mjög varnarsinnuðum liðum, eða með góða varnarmenn fyrir framan sig.  Sem er raunin hjá Liverpool, liðið fær yfirleitt fá mörk á sig.
     
    Kikið á bestu markmenn heims síðustu 15 ár, skoðið svo varnarmennina sem voru í liðinu.  

        
    Reina hefur þrisvar komist á eftirfarandi lista.  Þegar Benitez stjórnaði Liverpool og liðið spilaði besta varnarleik í sögu sinni.  

    http://en.wikipedia.org/wiki/IFFHS_World's_Best_Goalkeeper#Voting_results  

    Svo gera markmenn mistök.  Bruce Grobbelaar!!!!!! 

  65. Ég ætla ekki að vera fýlupúki og væla yfir öllu í gær,  ég held ég hafi aldrei tekið tapi eins vel og nú…  En…   man e-r hvenar Pepe Reina varði vítaspyrnu síðast ?  Þegar vítaspyrna er dæmd á okkur þá leyfi ég mér ekki lengur að trúa því að hann sé að fara að verja.  Annað en þegar Liverpool fær víti þá loka ég nánast augunum þegar spyrnan er tekin.  Annars finnst mér Pepe vera einn sá besti markmaður í heimi í dag,  fyrir utan vítaspyrnur.

  66. Amen Siggi Scheving.
    Erum að lenda of oft í vanda með fyrirgjafir, hefur verið sýnilegt að undanförnu og við getum ekki horft framhjá því að það þarf að laga.
    Alveg sammála þér með leikmannakaupin líka, en held reyndar að hvorki Higuain eða Shaqiri komi í janúar, vegna þátttöku liða þeirra í meistaradeildinni.  Cahill held ég að verði leikmaður Chelsea fyrir lok janúar, en ég er ekki eins spenntur fyrir honum, eigum Coates inni.
     
    Boudebouz þekki ég ekki neitt, en viðurkenni það að ég hef ákveðnar efasemdir um leikmann sem spilar í ekki sterkara liði í Frakklandi en Sochaux….

  67. hér er vandamálið við sóknarleik lfc: … sorglegt en satt.
    Ef þú ætlar að einblína á fyrirgjafir af köntunum þá þurfa Johnson, Downing og Enrique að fara uppí horn og gefa fyrir. (og..jú,drífa yfir 1sta varnarmann)
    Þessir þrír fara ekki uppí hornið heldur gefa þeir lélega, háa bolta frá vítateigshorninu eða aftar á vellnum sem er vonlaust fyrir Carroll að skalla með krafti á markið. Þegar boltanum er spyrnt þaðan kemur heldur engin ógn út úr því að spila boltanum út í teiginn eða að negla honum með jörðinni á mann sem kemur á fartinu.
     
    Þær fáu sendingar sem skapa usla.. og ég á ekki bara við í city leiknum heldur öllum undanförnum leikjum, hafa sendingarnar komið frá endalínunni eða lagðar út í teig frá endalínu.

  68. Maggi, 🙂 Var það í úpphitun sem að downing gaf fyrir á carroll 😉 Ég viðurkenni að ég var óendanlega pirraður yfir leiknum í gær, (fauk í flest sjkól þegar traustasti leikmaður okkar,Reina gerði þessi mistök).  En hann gerir yfirleitt varla mistök. 

      Liðið allt spilaði undir pari í gær, en það kemur annar leikur.  Steini, og Maggi, er Harpan ekki farin á haf út ?? Sýndist það í skaupinu ;-).  Ég er samt alltaf klár á kantinum með drykkina 😉

    YNWA  

  69. Er ekki best að koma þessari fyrirsögn hér út og koma með eitthvað leikmannaslúður 😉

  70. Kyut klárlega langlélagsti maður okkar í gær og Carrol hann var spila besta leik sem ég hef séð hann spila með liverpool samt gat hann ekki blautan  sem segir nú annsi margt um hversu frábær mér finnst hann vera og staðsetningarnar hans eru vægast sagt lélegar hann veit aldrei hvar hann á að vera hann er alltaf á vitlausum stað hefur engan leik skilning okkur vantar klárlega Framherja og kantman……

  71. Howard Webb klikkar ekki að styðja þétt við bakið á sínum mönnum frekar en fyrr daginn. Pjúra vítaspyrna sem Newcastle átti að fá en Webbarinn sér um sína !

  72. Ég er algjörlega sammála meistara Sigga Scheving hér í #73.  

    Það er eitthvað bogið við það að fá sting í magann í hvert sinn sem við fáum hornspyrnu á okkur, já og aukaspurnur af köntunum vitandi það að LFC er búið að fá hvað fæst mörk á sig af öllum liðum í deildinni.  Siggi hittir naglann á höfuðið bæði varðandi “pass and move” boltann sem virðist kominn til að vera, auk þess að liðið er orðið ansi öflugt í að pressa andstæðinginn.  Það að vinna boltann fljótt aftur, og það oft á tíðum nokkuð framarlega á vellinum (sbr. Barcelona) verður til þess að liðið lendir sjaldnar í því að fá hættuleg upphlaup á sig og þ.a.l. færri mörk á sig.  Það er ekki bara öftustu varnarlínunni að þakka, þar sem jú allt liðið tekur þátt í þessari pressu.  Ég hef varla verið rólegur yfir hornspyrnu andstæðinga frá því að Hyypia blessaður var og hét.  Þetta er vandamál sem KK þarf að finna lausn á hið snarasta.  Hugsið ykkur ef liðið gæti nú varist svona föstum leikatriðum og fyrirgjöfum almennt eins og t.d. City gerði í gær?!  Hversu mörg mörk væri LFC þá búið að fá á sig í vetur?  Ég er nú ekki með tölfræðina á hreinu, en það væri gaman ef einhver gæti upplýst okkur um hversu mörg mörk andstæðinga okkar hafa komið eftir föst leikatriði á þessu tímabili.

    Varðandi leikinn í gær þá nenni ég ekki að svekkja mig á honum.  Það er margt jákvætt í gangi en samt sem áður vantar ýmislegt upp á þetta.  Það hljóta samt allir að vera sammála um að framfarirnar eru miklar ef við lítum ár aftur í tímann.  Ég vona bara að liðið haldi áfram að þróast í rétta átt, en þetta mun taka tíma.  Það mun verða forvitnilegt að sjá hvað gerist í glugganum núna í janúar og svo auðvitað í sumar.  

    En þangað til og alltaf YNWA!

  73. Granero orðaður við okkur veitt satt að segja ekki mikið um þennan leikmann væntanlega hugsaður til að covera lucas stöðuna

    http://www.ourkop.com/2012/01/04/wednesday-rumour-liverpool-close-in-on-8million-real-madrid-midfielder/

    Einnig er kuyt sterklega orðaður við brottför frá okkur til Galatasary held að það væri bara í fínu lagi er á þokkalegum samning og hefur hann ekki verið að ná sér á strik hjá okkur

    http://www.football.co.uk/liverpool/galatasaray_ready_to_make_bid_for_liverpools_kuyt_rss2013834.shtml

  74. Sárabót fyrir gærkvöldið að horfa á scum tapa 3-0, og everton 1-2, Ngog með mark.  Rosalega líst mér vel á þennan Tiote hjá newcastle, flottur leikmaður þar á ferð.

    YNWA

  75. Vill ekki vera leiðinlegi gæjinn… En getum við ekki fengið einhvern slúður pistil eða eitthvað til að taka þennan leik af toppnum 🙂
    Held að allir þurfi á því að halda að fara ekki í þunglindispakkann og fá að ræða um eitthvað annað en markaþurk, flopp og ‘Negritoa’.

  76. Maður spyr sig hvort við þurfum að versla í janúar, og þá hvort verði verslað ef ekki verður selt.  Ef þetta súður með Kyut er rétt þá hljótum við að versla sóknarmann, en mér finnst við virkilega þurfa á djúpum miðjumanni að halda, veit að Lucas kemur inn að ári en það er ekkert að samkeppni þar.  Liðinu hefur virkileg farið fram á milli ára, ekki spurning, en maður spyr sig hversu mikið er eftir af uppbyggingunni.  Er henni kannski lokið og nú er ætlunin að ná því besta út úr þeim leikmönnum sem við höfum verslað eða á enn eftir að versla rausnarlega þriðja gluggann í röð?

    Held að menn ættu ekkert að vera að hafa áhyggjur af þessu City leik, þetta virðist bara vera svo jafnt þarna á toppnum að allt getur gerst, en það er engu að síður kominn tími á að vinna nokkra deildarleiki í röð. 

  77. Mér finnst bara deildin mjög skemmtileg nuna United var að tapa 3-0 moti newcastle og öll Stóru liðin” eru annaðhvort að tapa eða gera jafntefli oft nuna ;D

  78. Já og liverpool Aðdáendur ekki væla um þetta 3-0 tap moti man city.Man u TAPAÐI 3-0 MOTI NEWCASTLE SEM ER MIKIÐ SLAKRA EN CITY! OG HANANU,HVORT ER LETTARA AÐ TAPA 3-0 MOTI CITY EÐA 3-0 MOTI NEWCASTLE?CITY HÉLT ÞAÐ LIKA OG JÁ.þetta er enginn heimsendir ef við töðum fyrir city 😀

  79. KK Nr. 90

    Slakaðu á í caps lock maður.

    Flottur sigur hjá Newcastle sem þó hefur ekkert mikið með okkur að gera og hvað þá leikinn í gær, var annars eithver að tala um heimsendi eftir leikinn í gær?

  80. Rosalega er ég samt svekktur yfir því að leikmenn sem voru að spila virkilega vel í fyrra, keyptir til Liverpool og þá eru þeir með drulluna lengst upp á bak. Downing, Henderson, Adam og Carroll. Það hlýtur að vera eitthvað mikið að í herbúðum okkar manna. Enrique og Suarez eru einu leikmennirnir sem ég get sagt án þess að vera að ljúga að sjálfum mér að hafi verið peninganna virði.
    Carroll er á 35 milljónir punda
    Henderson á 16-20 milljónir punda (fer tvennum sögum um hvert kaupverðið var)
    Adam á 7 milljónir punda
    Downing á 18 milljónir punda
    Þetta eru 76-80 milljónir punda. Með öðrum orðum eru 80 milljónir punda 15,3 MILLJARÐAR KRÓNA. Ef ég væri eigandi liðsins, þá færi ég bullsjóðandi brjálaður heim til þessara trúða og skipti um bleiu á þeim. Það væri þá hægt að flengja þá í leiðinni.
     
    Ég nenni ekki að bíða eftir því að rígfullorðnir atvinnumenn í knattspyrnu sem fá fáránlega mikið borgað fyrir vinnuna sína fái “sjálfstraustið” aftur. Vilja þeir ekki bara fara að grenja? Ég sé alveg fyrir mér yfirmanninn í vinnunni hjá mér vera að taka upp hanskann fyrir mig ef ég er með skitu í 5 mánuði. “Já, sjálfstraustið hjá honum er bara svona lítið”. 5 mánuðir er langur tími. Treystið mér, þessir leikmenn eru ekki að fara að hrökkva allt í einu í gang einn góðan veðurdag.
     
    Nei, þessu helvítis rugli verður að linna og það strax. Þeir sem geta ekki spilað fótbolta eiga bara ekki að vera í liðinu. Í varaliðið með Carroll, Henderson og Downing og sennilega Adam líka. Sjáum hvort þeir geti girt sig í brók. Síðan þurfa þeir bara að bíða eftir sjensinum eins og aðrir. Hvað þarf t.d. Glen Johnson að missa boltann oft í hverjum leik svo að Kelly fái tækifæri? 20 sinnum? Ef hann heldur svona áfram fer hann létt með það.
     

  81. sumir poolarar eru alveg raunveruleikafirrtir stundum,andy carrol var hræðilegur og þessi tilraun með hann  verður að stoppa og það strax,við getum ekki verið með mann frammi sem myndi skíta uppá bak á íslandi bara til að réttlæta kaupin á honum,commoli á að stíga fram og biðjast afsökunar á kaupum á síðasta ári,þetta er hneyksli.kveðja einn pirraður poolari
     

Byrjunarliðið á Etihad Stadium – Suarez áfrýjar ekki og er í banni!

Opinn þráður – slúður