Fulham 1 – Liverpool 0

Liverpool spilaði í kvöld leik í London gegn miðlungsliði Fulham. Leikurinn var einsog leikur gegn miðlungsliðum á Anfield í vetur. Liverpool miklu betra liðið, áhorfendur syngja On the fields of Anfield Road, Liverpool skapar sér 100 færi en nýtir engin þeirra. Og niðurstaðan er enn á ný fleiri töpuð stig.

Kenny stillti þessu upp svona:

Reina

Johnson – Skrtel – Agger – Enrique

Henderson – Adam – Spearing

Suarez – Carroll – Bellamy

Á bekknum: Doni, Maxi, Coates, Kuyt, Downing, Carra og Kelly.

Carroll kom út fyrir Kuyt og Bellamy út fyrir Downing þegar um korter var eftir. Í fyrri hálfleik var nokkuð jafnræði með liðunum. Liverpool var óheppið að skora þegar að Henderson skaut í innanverða stöngina, en einsog Liverpool manna er von og vísa, þá fór boltinn ekki inn.

Í seinni hálfleik þá var Liverpool í stórsókn fyrstu 20 mínúturnar. Suarez skoraði löglegt mark, sem var dæmt af vegna rangstæðu og dómarinn dæmdi aukaspyrnu þegar að Liverpool hefði átt að fá vítaspyrnu. Dómarinn gaf líka Bellamy gult spjald þegar að Dempsey skallaði Bellamy (já, þið lásuð þessa setningu rétt). Og til að kóróna frammistöðuna þá gaf dómarinn Spearing beint rautt spjald með afar vafasamri ákvörðun. Já, og svo sleppti hann að gefa Senderos sitt annað gula spjald stuttu seinna. Dómarinn var einfaldlega vonlaus.

Og svo þegar að okkar menn voru orðnir einum færri og mínútu eftir að Schwarzer áttu markvörslu lífs síns þegar hann varði skot frá Downing í stöngina (enn einu sinni stöng) þá kom helvítið hann Dempsey og potaði inn eina marki leiksins eftir mistök hjá Pepe Reina.


Ég veit í alvöru varla hvað ég á að skrifa í þessa skýrslu. Ég settist niður eftir leikinn, hugsaði aðeins málið og reyndi að greina hvað vandamál þessa liðs sé. Niðurstaðan: VIÐ SKORUM EKKI MÖRK!

Á meðan að Man U leika illa, en vinna samt 5 stykki 1-0 sigra og á meðan að Tottenham er óstöðvandi og vinnur Fulham þrátt fyrir að vera lélegri aðilinn, þá höldum við áfram að fá lítið sem ekkert útúr leikjum sem við eigum að vinna.

Þetta Liverpool lið er núna í 7.sæti deildarinnar og það hefur skorað 17 mörk í 14 leikjum. Ég endurtek SAUTJÁN MÖRK Í FJÓRTÁN LEIKJUM.

  • Þetta er 1,21 mark í leik.
  • Bolton, sem er í öðru neðsta sæti deildarinnar hefur skorað tveim mörkum meira en við.
  • BLACKBURN. Fokking Blackburn hefur skorað FJÓRUM MÖRKUM meira en Liverpool. Þeir hafa skorað 21, við 17.
  • Arsenal, sem tveim sætum fyrir ofan okkur hefur skorað ÞRJÁTÍU mörk. Manchester City hefur skorað 48 mörk. Það er næstum því þrefalt það sem við höfum skorað.

Hverju er um að kenna? Ég veit ekki. Andy Carroll var jú lélegur í dag og lítið hægt að afsaka hans frammistöðu. En Suarez klúðraði enn einu sinni mörgum færum og aðrir voru ekki mikið líklegri til þess að skora. Dalglish hefur Maxi á bekknum þótt hann hafi sýnt fram á að hann getur potað inn mörkum, sem okkur vantar svo ótrúlega mikið núna. Gott og vel. Kuyt hefur ekki skorað eitt einasta mark í deildinni í vetur. Ekki heldur Downing og ekki heldur Gerrard.

Við sitjum núna í sjöunda sæti deildarinnar. Ef að Tottenham vinnur leikinn sem þeir eiga inni, þá eru þeir komnir FJÓRTÁN stigum á undan okkur. Tottenham, sem spekingurinn ég afskrifaði í byrjun september. Man U eru 10 stigum fyrir ofan okkur. Við erum núna í þeirri stöðu að Chelsea er fimm stigum fyrir ofan okkur og Arsenal þremur stigum fyrir ofan okkur. Af þessum liðum er ekki einn einasti vafi í mínum huga að Liverpool hefur verið að spila að mörgu leyti besta boltann í vetur.

En við skorum ekki mörk.

Er þetta allt ómögulegt? Nei. Þetta lið er áfram að skapa sér endalaust af færum. Og þar sem það er mánudagur þá eru jú bara 5 dagar í næsta leik sem er heimaleikur gegn miðlungsliði. Ef okkar menn nýta ekki færin í þeim leik þá verður niðurstaðan sú sama. En það þýðir ekkert að hugsa svoleiðis. Okkar menn verða bara að halda áfram að reyna.

Fowler almáttugur hvað ég myndi ekki gefa til þess að hafa eitt stykki 23 ára gamlan Robbie Fowler í þessu liði.

166 Comments

  1. Það þarf enga leikskýrslu, það þarf enga greiningu á leiknum, það þarf ekkert að drulla yfir dómarann þó slakur hafi hann verið.

    Góð lið skora mörk og vinna leiki.
    Liverpool skorar ekki mörk og vinnur því ekki leiki.
    Óheppni, meiðsli, lélegir dómarar, sólmyrkvi, draugar, álfar og hobbitar. Við getum ekki endalaust skýlt okkur á bak við þessa hluti.
    Liverpool skorar ekki mörk og vinnur því ekki leiki.

    Þetta segir allt sem segja þarf. Það er alveg eins hægt að loka þræðinum eftir þetta komment.

  2. Ég nenni ekki einu sinni að pirra mig á þessu. Same shit different day.

  3. Langt síðan ég hef verið jafn ógeðslega reiður eftir fótboltaleik.
    Hversu oft þarf þetta lið að skjóta í þessar helvítis slár og stangir.

  4. ….ömurlegur dómari, helvítis rammin blababla, við ættum að vera búnir að venjast þessu en ég set stórt spurningamerki við Suarez í þessum leik, virkar fúll, hendir sér niður í tíma og ótíma, vælir útaf engu. Skjótið mig bara en hann minnir mig á Torres in the end.

  5. Geta bara ekki klárað færin sín svo einfalt er það. Engin óheppni eða neitt slíkt heldur vantar bara gæði í sóknarleikinn og einmitt að klára færin. Þúsundir krossa hvað eftir annað en aldrei gerist neitt. 10+ hornspyrnur og aldrei gerist neitt. Aukaspyrnur útum allt og aldrei gerist neitt. Það vantar bara betri leikmenn, simple…

  6. ógeðslegt, og ef að þetta er replacementið fyrir lucas, guð hjálpi okkur að reyna ná 4.

  7. Það var ekkert að þessum dómara.. Liverpool skora bara ekki nógu mikið af mörkum. PUNKTUR.

  8. Núna gengur þetta ekki lengur! Ef svona dómarar fá að dæma í úrvalsdeild þá væri fróðlegt að sjá hvaða bavíanar eru að dæma í neðri deildum Englands.

  9. The “Einar Örn með leikskýrsluna” strikes again. Einhverjir spáðu að Spearing myndi springa út í dag, aðrir ekki. Hann stimplaði sig alla vegana eftirminnilega inn. Þessi leikur vóg salt allan tíman, alveg þannig til Liv urðu 10. Shit hvað þetta verður erfitt án Lucas.

  10. Senderos átti tvisvar að fá seinna gula. Annarsvegar stuttu eftir að Spearing fékk rauða, þá togaði Senderos Carroll niður. Hinsvegar í lokin.

    Átti Adam ekki að fá víti? Ef dómarinn ætlaði að leyfa Adam að klára sóknina þá var þetta víti.

    Réttmætt rautt á Spearing? Ég set STÓRT ? við þann dóm

  11. 90+ mín af fótbolta, fullt af færum, 2 stangarskot og þið ákveðið að þetta sé dómaranum að kenna?
    Voruð þið að horfa á leikinn?
     
    Okkur bráðvantar markaskorara til liðsins, eða í það minnsta að koma okkar mönnum í markaskóna og þar liggur hundurinn grafinn, vörnin hefur haldið vel hjá okkur og gerði það líka í þessum leik, við eigum að þola að fá á okkur eitt mark, við áttum að skora 4 í leiknum.
     
    Þetta eru ömurleg úrslit og gríðarleg vonbrigði, en dómarunum verður ekki kennt um það að við getum ekki skorað mörk.

    Ég kenni Kónginum um tapið, eini maðurinn sem hefur verið óstöðvandi í markaskorun á árinu fékk ekki einusinni að koma inná í stöðunni 1-0, samt skoraði hann þrennu þegar við spiluðum síðast við Fulham.

    What’s up with that?

  12. Djöfull er gjörsamlega óþolandi að geta ekki aulast til að klára þessa helvítis leiki! Fokk hvað þetta getur farið í taugarnar á manni. Langar til að brjóta eitthvað!

  13. hvað er eiginlega málið með suarez??
    ég er grjótharður púllari en samt finnst mér hann vera farinn að vera voðalega mikið í grasinu….
    adam átti afleitan dag.. allar sendingar mjög slakar.. uss einsog hvað hann getur verið góður þá á hann greinilega hræðilega mánudaga……
    ef einhver ætlar að reyna að halda því fram að dómarinn hafi ekki haft áhrif á leikinn þá ætti sá hinn sami að fá sér risastór gleraugu!!!!

  14. Leiðinlegt að segja það en Andy Carrol hefur ekkert að gera í þessu liði.

    Maxi átti að vera löngu kominn inn á.

    Tekið mark af Liverpool.

    Set spurningarmerki við rauða spjaldið, hann tekur boltann fyrst en engu síður leit þetta ekki vel út og hann fer með báðar fætur á undan sér. Liverpool mun ekki áfrýja þessu spjaldi sjáiði til.

    Senderos átti að vera farinn útaf með 2 gul.

    Suarez á ekki að taka aukaspyrnur, hann hefur ekki sýnt það á þessu tímabili að hann sé góður skotmaður fyrir utan teig.

    Liverpool þarf að kaupa finisher í janúar!

    Fyrirgef Reina ein mistök þar sem þau eru yfirleitt mjög fá. Liverpool átti að vera búið að skora í þessum leik.

    Áfram Liverpool. 

  15. Þetta er farið að taka allsvakalega á taugarnar! Af hverju bara dettur EKKERT með okkur á þessu tímabili! Hvað ætli við séum búnir að skjóta oft í rammann? Þetta bara hlýtur að vera eitthvað djöfulsins met! Ein setning lýsir þessu tímabili so far, STÖNGIN ÚT!! Þessi dómari var náttúrulega bara að skíta á sig allan leikinn, ALLAR stórar ákvarðanir falla gegn okkur og hann hendir Spearing útaf þegar þetta átti ekki einu sinni að vera aukaspyrna, þvílíkt andskotans rugl!! Hvað finna þeir þessi erkifífl sem dæma þessa leiki, er þetta eitthvað grín?? Þetta fer alveg með mann að horfa á þessa leiki, við erum ALLTAF miklu betra liðið en getum ekki drullast til að troða boltahelvítinu í netið, ég hef aldrei séð annað eins! Maður endar á hæli ef þetta fer ekki að lagast.

  16. Ég fæ hroll þegar ég hugsa um að við eyddum 55m í Carroll og Downing… Annars átti Maxi að byrja þennan leik, það var vitað mál að Carroll ætti ekki breik í þessa háu vörn.

  17. Eitt sem annars stórkostlegur leikmaður má hætta að gera, það er að senda háa og “hæga”/”lausa” í boxið, sérstaklega ef Carrol er kominn út af. Er sem sagt að tala Enrique.

    Vinnum bara næstu fjóra. 

  18. Ég gat nú ekki betur séð en að Liverpool hafi skorað fullkomlega löglegt mark, Liverpool átti líka að fá víti og þetta var aldrei rautt spjald. Tapið ekki dómaranum að kenna en hann átti alla vega stóran þátt í því. Ég veit ekki með þessa heppni við eigum tvö stangarskot meira að segja eitt í innanverða stöngina sem er svona í 90% tilvika staungin inn. Er alveg sammála að það vantar einhvern til að klára færin hjá okkur. Liðið var alveg að spila vel í þessum leik á köflum og Spearing var fínn þangað til að dómarinn ákvað að reka hann útaf sem ég verð bara að segja að hafi verið vafasamur dómur. Dempsey hefði alveg eins geta verið rekinn útaf fyrir að skalla Bellamy.
    Ég ætla því að kenna dómaranum um þetta tap ákvarðanir hans í þessum leik höfðu bara allt að segja um úrslit hans.

  19. Nokkuð viss um að þessi dómari hafi fengið dómararéttindin sín í cheerios kassa.. 

  20. Það er dýrt að nýta ekki færin en að segja að dómaratríóið hafi ekki haft áhrif á úrslitin er fáranlegt.

    Sanderos átti að fá rautt spjald þar sem Adam var að komast í gegn!
    Adam átti að fá Víti!
    Spearing átti aldrei að fá rautt spjald!
    Það var löglegt mark dæmt af Suarez!

    Þetta eru ekki smáatriði í leiknum, sbr. innkast eða hornspyrna. Þetta eru allt atriði sem höfðu klárlega áhrif úrslit leiksins.

  21. Komment nr 1 segir allt sem segja þarf.  Var tilbúinn með svakalegt komment en sleppi því. Komment nr 1 er með þetta.

  22. Maður ætti ekki að skrifa neitt fyrr en á morgun.
    En dómarinn var ansi spes. Ég tippa á að rauða spjaldið verði fellt niður og dómarinn fluttur niður um þrjár deildir.
    Senderos braut fyrir innan og það var alltaf af yfirlögðu ráði. Hvað er það … fjórir á móti þremur og komnir að vítateigslínunni … varnarmaður brýtur af sér innan teigs af yfirlögðu ráði. Auka fyrir utan … út í sandinn og dómarinn sötrar rautt með Jol.
    Það vantar samt smá yfirvegun í færum og lukkan er bara ekki til staðar.
    HFF!
    Des verður samt sweet.
    YNWA

  23. Ég er svo pirraður að mig langar til að brjóta túbusjónvarp!

  24. 25: Ég er nokkuð viss um að Cheerios pakkinn hefði staðið sig betur með flautuna

  25. Held að ég hafi heyrt hjá þulunum á ESPN að við séum búnir að hita í rammann 11 sinnum sem er ca. 3 sinnum meira en liðið með næst flestu skotin í rammann, þetta er náttúrulega ekki hægt
    HELVÍTIS FOKKING FOKK

  26. Löglegt mark dæmt af, víti fært út í aukaspyrnu(línan er hluti af teignum) og rautt spjald sem var ekki einu sinni aukaspyrna, gæjinn tók boltann og nákvæmlega engin vafi með það.

    En að því sögðu þá getum við sjálfum okkur um kennt fyrir að nýta ekki færin.

    Áfram Liverpool! 

  27. Þetta er bara eitt fokking stórt samsæri!

    Hvaða færi getur Liverpool kennt sér um að hafa ekki nýtt? Vítið sem var ekki dæmt? Rangstöðumarkið sem var ekki rangstæða? Geggjaða markvarsla markmanns Fulham sem varði í stöng? Gott skot Henderson sem fór í innanverða stöngina?

    Dómgæslan var ömurleg. Punktur.

  28. Nú verð ég að velta spurning til fulltrúa ensku deilarinnar 

    Ætla þeir að bæta mér upp lærdómstímann sem ég mun tapa í kvöld þar sem ég er meira pirraður við fulltrúa þeirra en Liverpool liðsins!!!

    En auðvita áttu Liverpool að skora í þessum leik. En ég verð samt að segja að mér fannst þeir spila ágætlega á köflum og héldu pressuni vel. Það sást því miður hversu mikilvægur Lucas er fyrir liðið. Spearing stóð varnarvinnuna vel en það kom ekkert meira frá honum að mér fannst. Það var frekar dýrt þegar við spilum með 2 frammi því þá fór öll ábyrgðin á Adam að reyna skapa e-ð á miðjuni. 

    En hann Kevin Friend ……….
    Hann átti gífurlega slakan leik í dag! Hann var búinn að ákveða það fyrir leik að Suarez ætti ekkert skilið! Hann gefur svo aftur á móti Fulham nokkrar aukaspyrnur þar sem Liverpool vann boltan með góðri pressu og má þar helst nefna aukaspyrnuna sem Riise fékk og það mjög nálægt markinu!
    Svo fer Spearing (heldur kröftuglega) í tæklinu en nær boltanum á undan og Fulham leikmaður hoppar upp með látum! Að sjálfsögðu sér Kevin Friend sér leik á borði og sendir manninn útaf! Það var einnig rétt eftir að félagi hans hafði dæmt fullkomlega löglegt mark af Suarez. 

    Ég er þó til í að gefa Friend það að aukaspyrnudómurinn var réttur. Eftir að hafa séð þetta aftur þá finnst mér brotið eiga sér stað utan teig allan tímann en Adam fellur innan teigs.

    Kvöldið átti þó greinlega ekki að falla okkar megin. Henderson skítur í stöng eftir flottan sprett, Carroll klúðrar góðum færum, dæmt af okkur löglegt mark, fáum óverðskuldað rautt, Pepe Reina geri MJÖG sjaldséð mistök, Downing óheppinn að skora ekki þar sem boltinn fer í stöng .. Enn og aftur fellur heppnin ekki með okkur! 

  29. Ekki hægt að kenna neinu um þennan leik, liðið verður bara að leggjast yfir kort af fótboltavelli á æfingu á morgun og komast að því hvar markið er staðsett, enginn virðist vita hvar það er……… Nema nátúrlega Maxi en hann fær ekki að vera með…

  30. Sælir félagar
     
    Ég hefi ekki lesið kommentin hér fyrir ofan en mín skoðun er sú að lið sem getur ekki skorað mörk getur ekki unnið leiki.  Markaþurrð Liverpool er hætt að vera óheppni og hætt að vera fyndin.  Það er einfaldlega þannig að framherjar liðsins eru ekki nógu góðir. 
     
    Það kemur að því að maður missir endanlega trú á Carroll og eitthvað er að framlínunni því þó hann sé ekki inná skorar liðið helst ekki mark hvað þá mörk.  Það fer að koma að því að eitt af fjórum efstu verður ekki möguleiki.  Miðað við markaþurrð liðsins sem staðið hefur í allt haust endar það um miðja deild með flest jafntefli (markalaus) allra liða í deildinni ef ekki öllu universinu. Þetta er óásaættanlegt og setur liðið í hóp miðjumoðara deildarinnar.  Ég persónulega er búinn að fá nóg af þessu.
     
    Það er nú þannig
     
    YWA

  31. 1) Þetta var skandall að hálfu dómarans. Tekur af okkur víti, löglegt mark sýndist mér þegar Suarez er dæmdur rangstæður og rautt á Spearing þegar hann var einfaldlega á undan í boltann. Við þetta snérist leikurinn algerlega. Maðurinn sem skoraði mark Fulham hékk inni á vellinum þrátt fyrir að hrútast á Bellamy aftur og aftur.

    2) Andy Carrol er 0 og heftir sóknarleik liðsins. Ekki hægt að verja frammistöðu hans.

    3) Liðið skorar ekki nógu mikið af  mörkum og er þetta enn eitt skiptið sem ég gagnrýni liðið fyrir lélegan sóknarleik.
     Það fær enginn stig fyrir að skjóta í stöngina. Framherjar liðsins hafa skorað samtals 6 mörk í vetur (Kuyt, Carrol, Suarez)

    4) Hvar er Steven Gerrard????Mikill er missirinn af kallinum.         

    5) Liverpool nær aldrei 4.sætinu í þessari deild ef þeir spila ekki beittari sóknarleik en raunber vitni. Færri mörk skoruð en Norwich og Bolton og einu marki meira en Sunderland sem var að reka stjórann sinn.

    6) Djöfull er maður orðinn þreyttur á þessari gúrkutíð.    

  32. Er farinn að halda að ég sé fastur í bilaðri tímavél árið HELVÍTI !!  Nú fer ég að grenja…

  33. Carroll í þessum leik var bara ekki málið, bara einfaldlega ekki. Að vera endalaust að reyna koma honum í gang er bara rugl að mínu mati. Hvort sem hann skapar einhver miðlungs leikatriði með stærð sinni og styrk á miðjum vellinum þá er það bara ekki nóg. Það kemur einfaldlega ekki úr honum það sem menn eru að spila uppá. Hann er alltof slakur með bolta í lappir þó hann sé ágætur í loftinu. Crouch var svona 100% betri með boltann í lappirnar og ekki var hann góður í þeirri stöðu.

    Maxi hefur skorað í flest öllum leikjum sem hann hefur verið í byrjunarliði uppá síðkastið, hann linkar miklu betur við suares og bellamy og meira kemur út úr sóknarleik liðsins. Hann skoraði jafnframt þrennu á móti Fulham síðast. Að hann skuli ekki hafa byrjað og ekki hafa komið inná er ótrúlegt.

    Ofangreindum tveimur atriðum ber KKD ábyrgð og mér finnst þetta liðsval, Carroll uppá topp og Maxi á bekknum einkennast af einhverskonar þrjósku hjá KKD, sóknarleikurinn er slakur og það virðist lítið vera að lagast þó almenn spilamennska sé að öðru leyti yfirleitt góð. Þetta er bara ekki nógu gott og ekki bara hægt að kenna slakri breidd sóknarmanna um.

    Þetta var síðan aldrei rautt á Spearing, þetta var ekki einu sinni aukaspyrna, hann fór beint í boltann og leikurinn hefði átt að halda áfram. Ótrúlegur dómur. Jafnframt ótrúlegt spjald á Bellamy og hvorugt síðara gula spjaldið á Senderos. Því miður held ég að Suares hafi einfaldlega fengið mjög slakan dómara leiksins uppá móti liverpool í þessum leik með óþarfa leikaraskap (þótt margoft hafi ekki verið um neinn leikaraskap að ræða) og það sýndi sig í hreint ótrúlegri dómgæslu gegn Liverpool í þessum leik.

    Mér fannst jafnframt mjög sérstök dómgæsla að dæma ekki víti á brotið á Adam, brotið er 50/50 innan teigs/á teiglínunni og hann dæmir aukaspyrnu. Hann hefði allt eins getað dæmt víti á þetta brot og það hefði verið jafnskiljanlegt og aukaspyrna. Ég var ósaammála þessum dómi.

    Til að kóróna þennan leik er það svo jafnframt grátlegt að mark ársins í ensku boltanum hafi verið dæmt af Suares vegna rangstöðu sem ekki var rangstæða. Enn og aftur slök dómgæsla sem hefur veruleg áhrif á leikinn. 

    Ég er virkilega brjálaður í dag.
     

  34. Mjög pirrandi niðurstaða eftir flott gengi í undanförnum leikjum. Sem betur fer er netið i fokki herna i noregi og eg sa bara brot af honum! 

    Lifið an Lucas verður erfitt ja, man samt adur fyrr að menn kepptust vid að rakka hann niður og vildu hann burt. Svona er boltinn. Skurkur i dag, hetja a morgun og öfugt.

    Rauða spjaldið var harður domur, gult hefði verið fint en ekki hreint rautt. Ef rautt er a allar svipaðar tæklingar þa getum alveg eins horft a blak kvenna.

     

  35. Senderos hefði átt að fá rautt.  Þetta var “augljóst marktækifæri” hjá Adam þó að hann hafi ekki verið kominn einn í gegn.  Svo var þetta líka víti, aldrei rautt og ég veit nú ekki alveg með rangstöðuna á Suarez.  Það var mjöööög tæpt. 

  36. Dómararnir í ensku úrvalsdeildinni eru að skemma þessa deild!! um hverja einustu helgi sest maður niður og skoðar leiki helgarinnar, hversu langt á þetta að ganga , þessir menn hafa engan skilning á leiknum..
    Furðuleg ákvörðun hjá KKD að hafa Carroll í byrjunarliðinu í þessum leik, hvað hefur hann gert til þess að verðskulda það, Maxi hefði átt að vera þarna frekar!!

    Hversu oft fer boltinn líka í tréverkið eftir skot frá okkar mönnum ? Þetta er algjörlega ömurlegt helvíti

  37. Held að kóngurinn hafi gert mistök í liðsvali. Það hefur sýnt sig að þegar við spilum gegn liðum með stóra miðverði að þá hverfur Andy Carrol of á tíðum. Það hefur gengið betur með litlu menninga eins og Maxi gegn þessum liðum eins og sást best í fyrra gegn Fulham. Annars vantar liðinu markaskorar. Held að það gæti orðið lykilatriði að kaupa markaskorara í janúar ef það er einhver á lausu. Annars var þetta rauða spjald meira algjör skandall, tekur boltann og Dembele kemur á ferðinni og lendir í Spearing. Svo fannst mér að þegar við vorum að verjast þá vorum við allt of langt frá mönnunum. Þeir gátu tekið við boltanum og fengu að snúa án þess að menn væru nálægt þeim. Veit ekki hvernig á að leysa þessa stöðu sem Lucas skilur eftir sig. Sýnist ekkert annað í stöðunni en að hafa Adam og Henderson saman, veit ekki hvernig það á eftir að virka.

  38. Æi… Ég veit ekki hvar skal byrja… Ég vil allavega vekja athygli á því að ef ég vissi ekki betur átti Senderos náttúrulega að fá beint rautt, af hverju? Jú Adam labbar framhjá honum og er búinn að still sér upp í gott skotfæri, það er enginn annar Fulham sem kemur á móti honum og er þetta þá ekki umtalað ‘Upplagt Marktækifæri’. Ég held það… Og ef það var ekki nóg að þá átti hann jú að fá seinna gula spjaldið tvisvar sinnum, ég fékk líka upp í kok á þessum fjandans dómaraviðbjóði sem er Kevin Friend þegar hann gaf Spearing gjörsamlega fáránlegt rautt spjald sem er og mun aldrei á einhvern hátt verða réttlætanlegur dómur. Og það batnar bara vitandi það að þegar við loksins, loksins skorum að þá stendur grænmeti á hliðarlínunni sem veifar þetta ranglega af… Ég vil líka lýsa því yfir að ég trúi ekki lengur að Guð… Þeir tönglast á því að hann sé svo góður… Ef Guð væri góður þá hefði þetta aldrei gerst. Ég er svo þreyttur á þessu og það er hætt að vera fyndið…

  39. Okey ég verð að spurja hvað er samt í gangi hér hjá sumum? Í fyrsta lagi verð ég að setja stórt spurningarmerki við að skrifa comment undir nafninu Konchesky (#36)?

    Hitt er það að vissulega vorum við að tapa leik, en að lesa comment frá sumum um að nú sé fjórða sætið farið! Nú sé fólk gjörsamlega búið að fá nóg, nú sé búið að sanna það að Andy Carroll á ekki heima í þessu liði og ég gæti haldið áfram!

    Ekki var hljóðið svona í mönnum eftir leikina gegn Chelsea og City. Ég ætla vona að menn hafi áttað sig á því að við færum ekki í gegnum restina af tímabilinu hnökra laust? Vissulega er þetta ömurlegt tap og það má setja spurningarmerki við bæðið liðið í dag og Kevin Friend. Það féll ekkert með okkur og svoleiðis er þetta stundum. Nú skulum við hætta að hugsa um það og einbeita okkur að næsta verkefni! Ég vona bara að liðið geti lært af þessum leik eins og öllum öðrum skellum sem á okkur lenda. Kannski gerði kongurinn mistök að hafa ekki Kuyt, Downing, Maxi eða einhvern annan inná, en það er auðvelt að benda á það núna! Og að sumir séu að segja að það hafi verið mistök að hafa ekki Maxi inná, þá ætla ég bara að vitna í KKG! “Það að Maxi hafi skorað þarna í fyrra er ekki trygging að hann muni endilega skora aftur núna”. 

    Og svo varðandi Andy Carroll þá hef ég þetta að segja enn og aftur. Carroll er 22 ára. Hann er ekki einu sinni búinn að vera heilt tímabil hjá liðinu! Það er alveg augljóst að maðurinn er að strögla inná vellinum og á erfitt með að finna sig! En Carroll var ekki keyptur til þess að selja hann núna í Janúar og hann var ekki keyptur sem skyndilausn. Hann er því miður ekki að skora nægilega mikið fyrir okkur en ég spyr, hvernig á maðurinn að geta lært, eflt sjálfstraust sitt eða reynt að komast í takt við liðið ef hann fær aldrei séns. Ég er viss um að um leið og sjálfstraustið kemur getur hann dottið inn, en til þess þarf hann tíma, stuðning og umfram allt, hann þarf að spila. Ég er ekki að segja hverja leiki, en ég var alveg sáttur með að sjá hann inná í dag. 
    Ég sagði þetta um daginn og ég ætla endurtaka þetta. Það var fólk sem hrópaði og hreinlega púaði á Lucas Leiva því hann var ekki Liverpool standard þegar hann var 22 ára. Hann fékk leiki, hann fékk stuðning liðsins og sjáið hversu mikilvægur hann er í dag. Ég hreinlega græt það ennþá að hann sé meiddur! Carroll getur alveg orðið svoleiðis leikmaður en hann verður það vissulega ekki í Liverpool treyju ef við sendum hann burtu frá okkur, og það án þess að gefa honum meira en eitt tímabil. Þvílík vitleysa. 

  40. http://visir.is/reina-faerdi-fulham-thrju-stig-a-silfurfati/article/2011111209456

    Hvað finnst ykkur um fyrirsögnina þarna? 

    Og svo sagt að Reina hafi verið skúrkur kveldsins?

    Og dómurinn hafi verið glórulaus hjá Kevin Friend sem var “vinur” Liverpool í dag.  Sennilega er það nú reyndar bara einhver villa þar sem það vantar “ekki” fyrir framan vinur Liverpool.

    Meiri vitleysan samt alltaf hreint þarna á þessari síðu.

    Allir að skoða linkinn hjá #44
     

  41. Leikskýrslan er spot on. Maður veit varla hvar maður á að byrja að tjá sig um þetta lið. Þetta er svo pirrandi að það er lyginni líkast.

    Byrjum á dómaranum. Hann gerir mörg stór mistök í þessum leik:

    1. Dempsey bregst illa við broti Bellamy og skallar hann. Laust, en samt skalli. Bellamy brosir. Kevin Friend spjaldar báða. What. The. Fuck.
    2. Hann færir brotið á Charlie Adam út úr teignum. Senderos byrjar að brjóta fyrir utan en heldur áfram inní teig og þar dettur Adam loks. Samt fáum við bara aukaspyrnu.
    3. Senderos sleppur með gult þótt hann hafi klárlega skutlað sér á hann og rifið niður með höndum til að stöðva augljóst marktækifæri. Dómarinn segir af því að hann var ekki síðasti maður en þetta var klárlega ‘cynical foul’ sem á að nægja til brottreksturs.
    4. Suarez skorar löglegt mark, er samhliða Hangeland, en línuvörðurinn flaggar.
    5. Spearing fer allan tímann í boltann og flækist svo saman við Dembele eftir á. Dembele er sniðugur og veltir sér, Suarez-style, og Friend rekur hann útaf með beint rautt. Þetta var kannski aukaspyrna, þó hann hafi klárlega verið að reyna við boltann og farið í hann fyrst, en ég er ekki einu sinni viss að þetta sé gult, hvað þá rautt. Fáránlegur dómur sem eyðilagði leikinn.
    6. Senderos sleppur AFTUR þegar hann togar Carroll niður í skyndisókn okkar manna, og svo enn einu sinni undir lokin þegar hann togar Suarez niður. Dómarinn dæmir á bæði brotin en sleppir spjöldunum. Óskiljanlegt.

    Skelfileg dómgæsla. Ég hef kvartað einu sinni eða tvisvar í vetur en þetta var rúsínan í pylsuendanum. Við hljótum að áfrýja rauða spjaldinu, það er helvíti blóðugt að missa Spearing í þrjá leiki akkúrat núna.

    Að því sögðu, þá er engin leið að kenna dómaranum einum um þetta kvöld.

    1. Hvenær hætti Suarez að skora mörk? Þessi þurrð hjá honum kemur á versta tíma því það er enginn annar að stíga upp og setja tuðruna yfir línuna. Þegar Luis Suarez er farinn að pirra mann er fokið í flest.
    2. Andy Carroll. Mér er sama hvort það er hann eða leikkerfið, þetta bara er ekki að virka. Kuyt, Downing eða Suarez áttu allir að byrja frekar í kvöld. Ég hef áhyggjur af stráksa.
    3. Allir hinir: nýtiði færin ykkar. Gvöðmennalmáttugursko. Þetta er hætt að vera fyndið og líka hætt að vera sorglegt. Þetta er bara skrýtið og ómögulegt núna.

    Að lokum: heppnin. Eins og menn séu ekki að gera sér hlutina nógu erfiða með kæruleysi í teig andstæðinganna, og eins og dómarinn hafi ekki verið nógu mikið á móti okkur, þá er nákvæmlega engin heppni með þessu Liverpool-liði í vetur. Eins og Einar Örn segir, þá er alveg lygilegt að sjá Schwarzer verja allt sem á markið kemur í kvöld og þau þrjú skot sem komast framhjá honum enda í tréverkinu … svo fá þeir gefins frákastsmark á lokamínútunum hinum megin.

    Þetta er bara ekki hægt. Klúður og kæruleysi, óheppni og meiri óheppni, getuleysi dómara. Stundum líður manni eins og þessu liði sé ekki ætlað að ná markmiðum sínum í vetur.

    Andvarp.

  42. ALDREI rautt á Spearing

    ALDREI rangsaða á Suarez

    ALLTAF víti á Hangeland

    ALLTAF rautt á Senderos

    LÉLEGASTA dómgæsla sem ég hef seð!!!!!!! þeir voru klárlega búnir að ræða þetta að Liverpool fengju ekki aukaspyrnur  í þessum leik og klárlega ekki Suarez

    En mig langar líka ræða annað í varnarleiknum. Fulham fengu tvö færi. Þegar Dempsey skaut í slá, þá fór hann mjög hægt og mjög auðveldlega yfir á hægri fótin og skaut þegar Johnson var að mæta honum og aftur í markinu þá gerði Murphy það sama mjög auðveldlega á hægri og tók lélegt skot! set STÓRT spurningarmerki við Johnson!! 

    Svo í markinu stór mistök hjá Reina en ég skil ekki í upphafi marksins þá tekur Murphy horn sem er lélegt og Reina hefði AUÐVELDLEGA getað gripið boltan (var alveg einn og engin pressa) en hann ákveður eins og fífl að kýla boltan út sem endar svo aftur hjá Murphy sem labbar fram hjá Johnson og tekur þetta ömurlega skot HRÆÐILEGT !!

     Og í lokin Hvað var Spearing að gera inná vellinum? ekkert lélegur kannski en alls ekki ómissandi heldur! svo Carroll ekki láta mig byrja á honum hann var eins og hross í Liverpool búning að bíta gras sást ekkert, gerði ekkert! kom bara í nærmynd þegar Liverpool voru að fara að taka horn! Ekki skrítið að Suarez lúkki pirraður þegar hann er svona einn og yfirgefin frammi (eftir að Bellamy var tekin útaf) ! 

    Ég var ánægður með Henderson mest allan leikinn hann virkaði frískur! King K getur samt ekki lengur tekið lélegustu menn tímabilsins ( Carroll og Downing) fram yfir Kuyt, Maxi og Bellamy sem skila miklu meira í miklu færri mínutum spiluðum !! 

  43. Heiðar Helguson er búinn að byrja inn á í 7 leikjum og skora 6 mörk.

    Luis Suarez er búinn að spila 14 leiki (byrja inn á í 13) og skora 4 mörk.

    ömurleg tölfræði.

  44. það gleymdist að mynnast á mann leiksins því það er alltaf farið í einhvað gagnrýnistuð ég vel Spearing sem mann leiksins skilaði sýnu mjög vel og átti flotta sendingu fram sem hann fékk rauttspald fyrir barðist vel komst mjög vel frá sínu vörnin góð miðjan góð sóknarmenn lélegir…..

  45. @Sigkarl… Personulega toli eg ekki komment fra folki sem nenna ekki ad skoda onnur komment.

    1. Mer fannst omurlegt ad sja Spearing rekinn utaf… Fyrir tad fyrsta goda og retta sem hann gerdi i leiknum.
    2. SKY foru vel yfir leikinn og ALLAR tilraunir FFC foru i gegnum holuna milli varnar og midju.

    3. Carrol var frekar dapur en hann var samt ekki verri en Suarez og Bellamy.

    4. Vornin fannst mer vera mjog flottt, utan Johnson, midad vid hvad hun var berskjoldud.

  46. vá slakið á það eru bara 5 stig uppí 4 sætið.en við verðum að fara að skora ef við ætlum að ná því, ég meina það vantar bara svo ógeðslega lítið uppá. Fulham heppið og Reina óheppinn svona er lífið. Vinnum næstu 4 og við verðum komnir í 4 sæti, fyrst verðum við bara að finna markaskorara…….

  47. Nú vil ég taka það fram að við fáum ekki markaskorara fyrir næstu fjóra leiki… það eru einmitt þessir fjórir leikir fram að helvítis félagsskiptaglugganum…

  48. Rosalega pirrandi að ná ekki inn mörkum eftir öll þessi færi. Liverpool án efa með eitt af flottustu spilun þessarar leiktíðar en eins og Einar Örn kom inn á þá vantar okkur sárlega mörk.

    Lucas hefur í gegnum tíðina ekki verið minn uppáhalds leikmaður liðsins en sú skoðun hefur breyst til muna. Pepe Reina verður fyrirgefið af minni hálfu þótt hann hafi gert mistök í þessum leik, enda varði hann vel önnur skot, bæði í þessum og seinustu leikjum. Ég er ánægður að sjá hvað Henderson hinn fagri er að komast betur og betur inn í liðið og það munaði ekki nema nokkrum mm á því að hann myndi skora þarna eftir flott hlaup. Hvað Carroll varðar þá langar mig minnst að tala um hann. Ég tók eftir því, eins og eflaust flestir aðrir sem hafa fylgst með honum, að hann skortir snerpu og sjálfstraust. Spurning um að gefa honum smá Jäger fyrir leik?

    …eitt verður þó að segjast, liðið er að spila svo miklu skemmtilegri bolta núna en á seinustu leiktíðum. Vonum bara að mörkin fari að láta sjá sig og þá fyrst förum við að berjast um toppsætin. 

  49. Luis Enrique var góður í dag.

    Spurning hvort Spearing hefði þurft að taka þessa tæklingu…. Hefðu menn eins og Lucas eða Gerrard gert það ? hefði ekki verið betra að taka hreinlega boltann og stíga út manninn sem sótti að honum… 

    Hefði hefði hefði

    væri gott að hafa topp markaskorara 

    ÁFRAM LIVERPOOL… !!!!!!!!!!!!!!

     

  50. Fyrir hvern leik þá skoða ég byrjunarliðið, alltaf segi ” Já flott Kenny að prófa eitthvað nýtt.. ” 

    Ég set stórt spurningamerki við liðið í dag????????
    Andy Carroll þarf að fá sinn séns.. en ég því miður held hann eigi að fá hann með varaliðinu..
    Downing = Inn/Út úr liðinu núna..
    Maxi = Afhverju að frysta hann þegar hann skorar í hverjum leik sem hann spilar.
    Henderson = búinn að spila 5 stöður á vellinum þetta tímabilið…
    Suarez = þarf að fá hlutina á hreint.. hausinn á honum er ekki í lagi..
    Spearing = Common.. þarf ég að segja meira? Meireles hvað.. HAHA
    Adam = Því miður ekki nógu stöðugur..
    Bellamy = Tjah.. ég fílann 🙂
    Kuyt = Hann er skárri en Bellamy á hægri..
    Vörnin = Johnson,Agger,Skrtle,Enrique eiga ekki að fá á sig mark gegn Fulham meðan við erum 11 inná.
    Reina = Greyið.. stendur sig fanta vel og spurning hvað hann getur hreinsað upp skítinn lengi.. hinir 10 verða bara að spila betur!!

    En bíddu.. gleymum við ekki einum.. HVAR ER GERRARD!!!!

    En ég hugsa alltaf með hjartanu daginn eftir, ég elska Liverpool og King Kenny.

    YNWA 

  51. LFC er að spila flottan fótbolta á köflum but no cigar. Þetta er svona eins og þegar aðgerðin tekst vel en sjúklingurinn deyr.

    Vonbrigði leiksins eru eins og stundum áður Andy Carroll. Greinlegt er að Kenny er að láta karlgreyið spila í þeirri von að eitthvað falli með honum til að létta af honum pressunni. Ekki þarf annað að sjá svipinn á honum til að sjá að hann er búinn á því í bili. Sjálfstraustið dvínar og dvínar og karlgreyið er staddur í algjörum vítahring þessa dagana. Carroll verður að koma hausnum á sér í lag og eftir á að hyggja alveg galið að hafa Maxi á bekknum á meðan sá stóri er í tjóninu!

    Ekki þar fyrir að LFC átti að vinna þennan leik. Það var ekki Carroll  eða Reina að kenna að sigur vannst ekki heldur ömurlegum dómara og bona fide óheppni.

    Er lífið sanngjarnt eða réttlátt? Nei það er fokkings ömurlegt á köflum en samt þýðir ekkert annað en að setja undir sig hausinn, brjótast áfram og missa aldrei vonina.

  52. einar örn, hversu lengi ætlið þið hérna að syngja þann söng að allt verði í lagi meðan að liðið skapar sér svona mikið af færum ? 

  53. Jæja það þýðir ekki að grenja yfir þessu. Næsti leikur.

  54. Van Persie er búin að skora 3 mörkum minna en allt Liverpool liðið á þessu tímabili, say no more!

  55. Mér finnst þetta ósköp einfalt.
     
    Ef að liðið ætlar að skora fleiri mörk þá þarf það að sækja á fleiri mönnum.
    Þoli ekki að sjá hvað miðjumennirnir hjá okkur eins og þessu tilfelli voru Adam og Spearing eru alltaf djúpt á vellinum þegar við erum að reyna að byggja upp sókn og að skora mark.
    Finnst það vanta sárlega í þetta lið að hafa verulega sóknarþenkjandi miðjumann ala Modric/ Van Der Vaart týpu sem er alltaf síógnandi fyrir utan teiginn hjá andstæðingnum en er ekki alltaf að spá fyrst í því að verjast.
    Tel þetta vera einn helsta vandan í markaleysinu hjá okkur í dag, þetta myndi væntanlega breytast mikið með innkomu Gerrard sem er hinn ultimate sóknarþenkjandi miðjumaður en skrokkurinn á honum er farinn að þreytast og meiðsli er farinn að spila stóran þátt í ferlinum hjá honum.
    Annars var þessi leikur bara stöngin út hjá okkur + skelfileg dómgæsla í lykilatriðum.
     
    Ég auglýsi hér með eftir sóknarmiðjumanni í þetta lið, einhvern sem hefur skilning á leiknum, tækni, hraða og áræðni(semsagt klón af Gerrard bara 10 árum yngri!)

    ps. Guð minn álmáttugur hvað ég á eftir að sakna Lucas næstu mánuði.

  56. Einar Örn segir þetta allt í skýrslunni.
     
    1,21 mark í leik er ávísun á miðjumoð og keppni um Europa League – sæti.  Ekki trúi ég nokkrum til að ætla að draga Carroll til ábyrgðar frekar en Suarez eða Bellamy eru að vanda sig að finna sökudólg til að pirra sig á.  Þetta er bara áframhald á nærri öllum leikjum okkar í vetur og ljóst að án þess að fundinn verði lausn á þessum vanda erum við að fara að eiga við erfiðan vetur á margan hátt.
     
    Auðvitað var dómarinn ekki að eiga óumdeildan leik – svo langt frá því. En hans hlutverk var minna en það sem er ofangreint.
     
    Og við erum búnir að finna mikilvægasta leikmann félagsins.  Sá heitir Lucas Leiva!  Ég ætla ekkert að nugga hnífnum í sárinu hjá Jay Spearing, sem átti ekkert verri leik en aðrir svosem, heldur bara að benda ykkur á það að eyðimörkin fyrir framan Skrtel og Agger var svakaleg í kvöld og ég bara treysti því að í því verði haldið áfram að vinna.  Spearing verður ekki með næst svo nú held ég að kominn sé tími á að hafa Hendo og Adam saman og setja menn með markanef, Maxi eða Shelvey þar fyrir framan. 
     
    En það verður verkefni laugardagsins, í kvöld er maður bara áfram hundpirraður á markaþurrð liðsins okkar sem er að spila betri fótbolta en ansi mörg síðustu ár…

  57. Það eru mörg ár hreinlega síðan ég tjáði mig um leik án þess að láta allavega sólarhring líða áður en ég kíki hérna inn á komment.  Ég er bara of reiður núna til þess að sleppa því að kíkja inn og því er nú verr og miður, þá sér maður það sem maður vildi helst alls ekki sjá.  

    Komment #1 er búið að fá 94 þumla upp núna, en er að mínum dómi eitt af þeim slakari sem hafa verið þumluð upp á þessari síðu.  Eru menn í alvöru bara sammála því?  Eru bara hálfvitar að skoða þessa síðu?

    Það sem Kevin Friend gerði í kvöld var ekkert annað en ógeðfellt, við erum ekki að tala um eitt atriði, ekki tvö, ekki þrjú og ekki fjögur KRÚSÍAL atriði, sem hann ákvað að dæma okkur í mót.  Þið þarna sem reynið að verja það, skítið í **** á ykkur.  Ég hef sjaldan verið jafn reiður, og þá sér í lagi að sjá svona innlegg eins og hjá sumum hérna.   Menn eins og Reina gerðu mistök í kvöld, klárt mál, en það gerði enginn eins mikil mistök og hafði eins mikil áhrif á úrslit þessa leiks eins og þessi kvartviti sem festi tungu sína í flautunni í kvöld.

  58. #63 ef þessi mynd hefði verið hálfri sek á undan hefðiru séð bolta þar sem löbbinn hans er. 

    En ætla ekki að rífast við neinn og vil fá sömu barráttu úr leikjum við toppliðinn inní miðlungsliðin. 

  59. LFC áttu 20 skot þar af 6 á markið, þetta er svona leik eftir leik erum mörgun númerum og stórir fyrir þessi lið sem við erum að spila á móti samt náum við ekki að skora nema í mesta lagi 1-2 mörk, Suaerz er farinn að líkjast ansi mikið Torres þessa dagana ef ég man rétt þá skoraði hann seinast í okt. Við erum með breiðan hóp en samt smellur ekkert hjá liðinu. Skil samt engan veginn hvað stjórnin var að hugsa með að kaupa Carrol fyrir 35 mill, hefðum getað fengið svo miklu betri framherja fyrir töluvert minni pening. Adam er ekki leikmaður sem getur spilað lengur en max 60 min, vörning er orðinn flott, vantar miðjumenn og að öllu líkindum 2 framherja líka. Spurning um að skipta King kenny út? skiptir aldrei fyrr en eftir 60 min, lætur eina markaskoraran byrja alltaf á bekknum.

  60. #63 “einar örn, hversu lengi ætlið þið hérna að syngja þann söng að allt verði í lagi meðan að liðið skapar sér svona mikið af færum ?”
    Er þetta grín? EÖ bendir einmitt á að í næsta leik dugi ekki bara að skapa sér færi, við verðum að nýta þau. Skil ekki alveg þetta attitude. Mér finnst pennarnir á þessari síðu gera sér fullvel grein fyrir eðli vandans.

  61. Svo ætla ég að leyfa mér að spyrja hvers menn söknuðu í leik Dirk Kuyt í kvöld?
     
    Hann er búinn að vera hreint arfaslakur í öllum leikjum sínum í vetur karlanginn og bætir liðið okkar lítið tel ég.  Munurinn á innkomu hans og Downing var eins og æpandi hvítt og argandi svart.

  62. @63 ertu ad grinast? Spearing sparkar boltanum i burtu og ta stigur Fulham leikmadurinn fyrir hann, fra hlidinni…. Ekkert af tessu flokkst einu sinni sem aukaspyrna. Spearing fer ekki aftan i leikmanninn, hann kemur ekki med tvo faetur a undan, aldrei viljandi taekling (hvad ta haskaleg) og fer allan timann i boltann a undan. Til tess ad verdskulda rautt tarf ad uppfylla a.m.k 1 tessara atrida Tad er Fulham leikmadurinn sem laetur taeklinguna verda til frekar en Spearing sem er ad hreinsa boltann i burtu….
    Burt sed fra tvi ta fannst mer Spearing slakur i tessum leik

  63. hoddij (#63) spyr:

    einar örn, hversu lengi ætlið þið hérna að syngja þann söng að allt verði í lagi meðan að liðið skapar sér svona mikið af færum ?

    Hvernig í ósköpunum færðu það út að við höfum verið að afsaka þennan leik? Hvar í fjandanum sérðu okkur segja að þetta sé allt í lagi? Ekki gera okkur upp skoðanir.

  64. Er semsagt í lagi að að koma með báða fætur á lofti með sólan á undan sér í leikmanninn ef maður tekur boltann fyrst?  Af hverju eru þá ekki allar tæklingar þannig?  Ef við erum heppnir þá bæði náum við að stoppa sóknina og stórslasa sóknarmanninn þeirra.

  65. Mikið anskoti er þetta fúlt. Þetta er bara viðbjóðslegt.

    Enn einu sinni fáum við að sjá Liverpool dominera á boltanum, skapa færi og einhvern veginn alltaf líklegir til að koma boltanum í netið – ekki veit ég hvaða boltafælu mótherjar Liverpool spreyja í mörk sín því boltinn fer bara aldrei yfir helvítis línuna.

    Það var í sjálfu sér ekkert sem var rangt í liðsvalinu, uppstillingunni eða hinn eða þessi leikmaður var ekki að performa sem orsakaði það að Liverpool skildi ekki hafa unnið þennan leik. Það er fúlt að allt liðið bara náði ekki að klára verkið, við vitum það öll að það fékk vel tækifærin til þess.

    Þetta markaleysi er eitthvað sem þarf bara að laga, og það helst í gær. Þetta bara gengur ekki. Þegar maður eins og Yakubu er kominn langleiðina upp í heildarmörkin sem Liverpool hefur skorað þá er eitthvað mikið að – og já, hann er að skora þau fyrir Blackburn (10 mörk gegn 17 mörkum LFC).

    Ég veit ekki hvað er í gangi, það er ekki eins og þessir leikmenn kunna ekki að skora lengur. Suarez og Kuyt t.d. skora eins og ekkert sé með landsliðum sínum en virðast steingeldir hjá Liverpool – og ekki er hægt að kenna “lack of support” um það.

    Ég nenni ekki að tala lengur um dómgæsluna, hún var skelfileg og enn einu sinni verða dómarar í PL þessari skemmtilegu deild til skammar! 

  66. Náttúrulega bara rannsóknarefni að Maxi Rodriguez sem skoraði þrennu á þessum velli gegn Fulham í fyrra skuli ekki hafa spilað þennan leik. Hvað er Dalglish stundum að hugsa?

    Það er gersamlega óþolandi að vera sífellt betra liðið í öllum leikjum og skjóta stanslaust í stangir og slár. En þetta bara gerist þegar þú kaupir hrúgu af leikmönnum fyrir tímabilið sem hugsa og spila ekki eins og SIGURVEGARAR. Frá liðum eins og Blackpool (Adam), Aston Villa (Downing), Newcastle (Carroll,Enrique), Sunderland (Henderson)  o.fl.
    Jafnvel Suarez sem er afburða góður leikmaður en nýtir færin sín alls ekki vel kom frá liði í Evrópu (Ajax) sem var ekki að vinna reglulega titla þegar hann var þar. Þegar bítur á jaxlinn fer hann strax að hrynja í grasið og missir einbeitinguna sí ofan í æ.
     
    Man Utd eru að spila hörmulega þessa dagana. Með gríðarlangan meiðslalista, spila á fullu í evrópukeppni og ekki með betri hóp en Liverpool en grísa samt á endalausa 1-0 sigra á meðan við missum svona leiki í sama 1-0 tapið. Þeir hafa SJÁLFSTRAUST, 100% EINBEITINGU og SIGURVIÐHORF. 

    Ég sýti ekki fjarveru hins grjótpassíva Lucas jafnmikið og aðrir, vona að við kaupum í staðinn alvöru sigurvegara á miðjuna. Eitthvert algert tröll sem andstæðingar okkar og jafnvel dómarar virkilega óttast. Fannst soldið einkennandi að menn lofuðu Lucas sérstaklega upp til skýjanna eftir 1-1 jafntefli heima gegn Man City og sumir töluðu um bjarta tíma ef við spiluðum áfram þannig. Man City voru skíthræddir við okkur fyrir leikinn og ánægðir með jafntefli eftir hann. Er það ekki soldið týpískt fyrir Liverpool síðastliðinn áratug að vera hæstánægðir með einhverja spilamennsku sem mun aldrei skila okkur meistaratitlum?

    Ég er á því að við séum enn fastir í hugarfarinu sem Gerrard og Carragher hafa innstillt markvisst í “sitt lið”. Við erum ekki hópur sigurvegara og kunnum ekki að stjórna leikjum fastir í að hugsa eins og litla liðið.  Gerrard (Hr.Liverpool) er soldið eins og Bjartur í Sumarhúsum. Stjarna í eigin sólkerfi.
    Vandamál okkar núna snýst ekki bara um gæði leikmanna eða liðsheild og móralinn innan liðsins sem er góður í dag. Okkur vantar sárlega leikmenn sem kunna að vinna leiki, titla og með botnlaust sjálfstraust. Enda hlutir sem enska deildin gengur útá. Að hafa þor til að vinna stöðugt meðalmennsku skúnkalið eins og Fulham.

    Við verðum að kaupa leikmenn frá liðum eins og Barcelona, Real Madrid, Bayern, Inter og co. eða yfirburða tekníska og sóknarþenkjandi s-ameríska leikmenn. Við bætum okkur ekkert sem lið ef við erum ánægð með jafntefli heima gegn toppliðum á Anfield og töpum reglulega leikjum eins og í kvöld.

     

  67. Ég þummlaði upp fyrsta innleggið. Liverpool vantar markaskorara einfaldari geta hlutirnir ekki verið. Eins og hin margumtalaða tölfræði sýnir er Liverpool að skapa nóg af færum til að klára flesta leiki. Góður sóknarmaður skapar sér færi, betri sóknarmaður skorar. Liverpool er í mikilli þróun um þessar mundir og er sú vinna greinilega mjög markviss. Mér finnst liðið komið með fína breidd og ef það sannast ekki á þeim leikmönnum sem skipuðu bekkinn í kvöld, þá sannast það á því hvað stuðningsmenn eru ósammála um fyrstu 11 leik eftir leik. Það að Suarez hafi sýnt puttan í lokin er kanski ekki til eftirbreytni en maðurinn er frábær fótboltamaður og er okkur mjög nauðsynlegur og ég styð hann blint. Sýndu puttann, djöflaðustu í varnarmönnum og gerðu andstæðinginn pirraðan og ég er ánægður. Að mínu viti þurfa öll lið sem ætla sér stóra hluti einhvern “vandræða gemmsa” innan sinna raða, Suarez er okkar maður í það hlutverk.

  68. Það kemur fram í leikskýrslunni að Gerrard hafi ekki skorað eitt einasta mark í deildinni. Skoraði hann ekki á móti Utd?

  69. Jæja hverjar haldiði að líkurnar á því séu að Kevin Friend verði sendur í “leyfi” næstu helgi? ENGAR!

  70. Alltaf leiðinlegt þegar menn fara að hnakkrífast hérna, sérstaklega þegar við eigum það sameiginlegt að elska allir þetta félag.  Dómarinn var viðbjóður,( vægt til orða tekið).  Mikið rosalega hlakka ég til að upplifa þann dag þar sem Liverpool er heppið í leik.  Allt var þetta stöngin út í kvöld, en við töpum ekki meistardeildarsæti í þessum leik, það er fullt eftir.   Ég hef fulla trú að við eigum eftir að ná því takmarki.

    Hvaða fífl er annars að skrifa um enska boltann á visir.is.  Þeir eru ekki beittasti hnífurinn í skúffunni þar.  Næst er það Heiðar Helguson og félagar á Anfield, tími til kominn að sýna hvað í okkur býr á heimavelli.  

    YNWA   

        

  71. Er ég einn um þá skoðun að finnast Luis Enrique alveg vonlaus???? Gefur boltann lítið, oft lélegar sendingar, mjög oft út úr stöðu, algerlega einfættur og velur að mínu mati mjög oft verri kostinn. 
    Nú er ég alls ekki að kenna honum um tapið í kvöld.

    Að mínu mati er komið alveg skýrt fram hverju tapið veldur, markaleysi annars vegar og í kvöld, dómarinn hins vegar, þetta tvennt.

    Ég verð hins vegar að segja að mér finnst liðið spila frábærlega í kvöld, Spearing var frábær miðað við hve lítið hann hefur í raun spilað, Adam virtist sakna Lucas og miðjan var ekkert spes. Carroll frekar steiktur þarna enda lítið spilað en ég gagnrýni ekki Suarez og sé ekki að hann hafi vælt meira í kvöld eða legið meira í grasi en hingað til í vetur.
    Suarez var besti maður liðsins að mínu mati, Agger einnig góður.
    Ég er einn af þeim sem skil ekki hvers vegna Maxi var ekki þarna en hann var á leiðinni inná, þegar Spearing fékk rautt sýndist mér og ég skil alveg þessa ráðstöfun að setja hann ekki inn manni færri…

    Við verðum bara að trúa því að það gangi betur næst og að næstu vikur verði gjöfular.

  72. 100% Sammála Sigursteini.  Auðvitað þurfum við að nýta færin betur það er bara annar handleggur. Dómarafíflið eyðilagði þennan leik.

  73. #82 Einar
    Enrique í alvöru? Höfum ekki haft svona traustan bakvörð í mörg ár. Topp leikmaður.  

  74. Erum að spila flottan bolta, menn að fá boltann í fætur og þora að spila boltanum. Við erum að skapa okkur fín færi, en það vantar alvöru markaskorara í þetta lið. Einhvern eins og Raúl, nistelroy eða fowler týpu sem er alltaf inn í boxinu að taka góð hlaup og pota. En án djók ég er ekki vanur að væla út af dómara en þetta var rosalegt, ekki það að við áttum að fá vít, heldur þetta rauða spjald var rosalegt!!! Þetta var ekki einu sinn brot á jay s. Guð minn almáttugur, við vorum svo að rústa þessu í seinni hálfleik, eina sem vantaði var að troða helvítis boltanum inn fyrir línuna. Svo dettur ekkert með okkur, Downing á frábært skot sem M.Sw ver á ótúrlegan hátt. En ef við höldum áfram að spila svona. þá hef ég ekki áhyggjur af framtíðinni. Flottir varnalega og sóknarlega alveg að markinu flottir. Áfram bara þetta fokkin kemur!
    YNWA 

  75. Selja Carroll strax í jan. Ofmetnasti leikmaðurinn okkar, punktur. Í alvöru hvenær hafa menn yfir 190 + getað eitthvað frammi ? Hvað með Anelka again, ég sver það..Carroll ég hef gefið þér séns þinn tími er búinn það sjá allir.

  76. #84 Jóhan
    Ég fer ekki ofan af því að mér finnst þetta algerlega vonlaus bakvörður, margfalt betri en Riise og Konchesky en engan veginn leikmaður að mínu skapi. 
    Sammála þér með að þetta hefur verið vandræðastaða undanfarið en Insúa, Flanagan og Johnson eru betri að mínu mati, mun betri. 

  77. Í leikskýrslunni stendur að Suarez hafi klúðrað fullt af færum. Ég var greinilega að horfa á annað leik. Og Gerrard sé ekkert búinn að skora. Maðurinn skoraði markið í jafnteflisleiknum gegn Man.Utd.

    En þetta markaleysi er áhyggjuefni, ekki spurning en voru mörkin ekki að flæða inn síðasta vor? Hver var að skora þau flest? Hvernig var leikkerfið?

    Af hverju í fjáranum er Maxi frystur og Carroll flækjufótur inná? KK er að klikka illilega í uppstillingu sinni og taktík. Taktíkin var að virka svo vel í vor en núna er þetta hreinlega glatað.

    Ég ætla ekkert að fara kenna Carroll um tapið en liðið lítur bara illa út sóknarlega þegar hann er þarna. Svo eru menn að tala um að liðið hafi verið miklu betra í kvöld en Fulham. Það er bara kjaftæði, vorum heppnir að vera ekki undir í hálfleik. Mér er alveg sama hversu mörg skot við áttum og bla bla bla, sóknarleikurinn var tilviljanakenndur og hægur. Jafntefli hefði verið sanngjarnt en að segja það þegar Fulham á í hlut er eitthvað mikið að. Svo Reina auðvitað með skitu en Johnson leit mjög illa út. Þegar Dempsey átti skotið í slána var Johnson með svipaða takta og á móti Murphy í skotinu sem leiddi til marks. Kelly er alveg búinn að sanna það að hann er betri varnarlega og vil ég sjá hann sem fyrsta kost í hægri bakvörðinn.

    Miðað við þennan “gæðahóp” er samt greinilegt að það þarf sóknarmiðjumann, kantmann og striker, einhvern finisher. Einhvern sem er ekki 22 ára “efnilegur” (í alvöru?) flækjufótur. Shopping spree í janúar takk, og já heimsklassamenn. Ekki efnilega eða miðlungsleikmenn.

  78. Nú er manni runnin mesta reiðin, þó ekki öll.
    Smá punktar varðandi taktíkina á miðjunni. Uppleggið virðist greinilega að bæta við manni á miðjuna, spila 4-3-3 með Spearing djúpan, Adam og Henderson þar fyrir framan og svo Suarez og Bellamy sem kantsentera. Ekkert út á það að setja svosem, enda fannst mér taktíkin ganga ágætlega, sérstaklega framan af. Verð þó að koma inn á eitt. Mér fannst Spearing bara standa sig vel, kannski enginn Lucas, en þó alls ekki hörmung heldur. Var fljótur í alla bolta og oftast nokkuð öruggur í spili og spilaði einfalt (átti þó eina hörmungarsendingu beint á andstæðing).  Hinsvegar fannst mér Adam ansi slakur, var hægur í tæklingar, óöruggur í spili og endaði nokkrar sóknir.

  79. Í sambandi við fokkmerkið hjá Suarez þá langar mig að segja þetta:
     
    Það á bara að refsa honum. Skiptir engu þótt áhorfendur Fulham höguðu sér eins og fávitar og kölluðu hann illum nöfnum allan leikinn þá á hann að vita betur. Óþolandi að sjá svona góðan leikmann eyða svo orku í að kvarta og kveina í hvert einasta skipti sem það er brotið á honum og hann fær ekki dæmt. Það er vitað mál að dómarar í Englandi eru hættir að gefa honum þótt að hann sé straujaður niður og hann verður bara að taka því. Suarez verður að taka til í hausnum á sér og eyða allri orkunni í leikinn. Það hlýtur að vera óhuggnalegt fyrir önnur lið að hugsa til þess að hann getur orðið enn betri bara ef hann tekur til í hausnum á sér.

  80. Virðist vera erfitt fyrir alla í Liverpoolliðinu að spila vel. Alltaf einhverjir með niðurgang. 

  81. Ég verð svo svakalega reiður þegar ég les þessi komment hérna. Tími Andy Carroll er ekki búinn hann er rétt að byrja og að sumir vilja selja hann strax í janúar er ekkert nema pirringur sem þarf að lenda á Carroll. Mér fannst Carroll ekkert vera neitt verri en hinir 10, það sem ég sá var Andy Carroll berjast og djöflast í einum besta miðverði ensku úrvalsdeildarinnar og takast það nokkuð vel. Það sást vel að eftir að Carroll fór útaf að Suarez átti ekki roð í Hangeland né Kuyt. Var Suarez góður í leiknum ? NEI, Bellamy? NEI hættiði alltaf að setja allt á Carroll það er liðið sem tapar leiknum ekki einhver einn einstaklingur ! Komiði því inní hausinn á ykkur sem allra fyrst!

    Ekki veit ég hversu oft það þarf að stimpla því inni í kollinn á ykkur að Carroll er 22 ára og mér finnst lágmark að hann fái þetta tímabil til að stimpla sig inn og sýna ykkur hvað hann getur gert. 

    Ég er reyndar sammála ykkur að eini heiti leikmaðurinn okkar skuli vera á bekknum er algjör skandall. Okkur vantar leikmenn sem geta klárað færi, það er Maxi. Sumir eru að væla að það sé ekkert annað sem kemur út úr honum. Ég spyr bara þarf að koma eitthvað annað að koma út úr honum svo lengi sem hann er að skoða mörk? er það ekki akkurat það sem okkur vantar ?

    Kevin Friend tók glórulausar ákvarðanir og ekki skil ég hvernig við gátum ekki fengið víti þarna. ALLTAF RAUTT SPJALD! Dempsey hefði líka getað fengið rautt en gult var sanngjarnt en að Bellamy hafi fengið gult líka var alveg út í hött. Varðandi rauða spjaldið á Spearing þá er ég á þeirri skoðun að þetta hafi verið gult en ekki rautt. Veit ekki hvort einhver tók eftir því en þá átti Riise að vera búinn að fá gult spjald ef ekki tvö þar sem báðar tæklingarnar hans eru aftan frá. 

    Að lokum ætla ég að fá að segja að þetta eru okkur og einungis okkur að kenna að við töpuðum, vissulega spilaði kevin friend stóran þátt í því en við áttum að vera löngu búnir að klára þetta lið.

    P.s Andy Carroll mun blómstra sannið til. Hann mun koma okkur áfram í bikarnum með skallamarki í uppbótartíma gegn City á Anfield og klára Crystal Palace í úrslitunum með tveimur mörkum. Sáuð það fyrst hér ! 

  82. Sammála Dag Funa hérna, menn eru allt of fljótir að taka öll spjót og beina þeim að Carroll, hann er gjörsamlega shot-of confidence(sbr. vítið gegn Chelsea, gæti þó verið planað þar sem víti-í-miðjuna er með betra hlutfall en hornin)þessa stundina, hann þarf að skora og spila nokkra leiki í röð og koma sér í form og ég hef trú á honum, skulum ekki gleyma hvar Lucas Leiva var á þessum tíma, árið sem Alonso fór og alltíeinu var hann orðinn starter hjá klúbbi með jafn mikla pressu, hann var einn mikilvægasti maður liðsins fyrir meiðsl.

    12 skot í stöng, 1/4 vítum nýtt, Liverpool hefur verið að dominera leiki og svona leikir hljóta að fara að detta, markmenn verða ekki alltaf MoM á Anfield og óska ég eftir framlagi AC og betra framlagi frá Suarez í þeim flokki einnig(mark p/270 min í deild fyrir Liverpool), Downing setji hann réttu megin við stöngina(Flest skot á rammann sjálfann í deildina)

  83. VIÐ GETUM GLEYMT MEISTARADEILDARSÆTINU MEÐ SVONA SPILAMENNSKU. SELJA CARROL HANN PASSAR EKKI Í LIÐIÐ. KENNY THE KING VERÐUR AÐ TAKA UPP BUDDUNA Í JANÚAR OG KAUPA EINHVERN MEÐ SUAREZ. VÖRNIN ER AÐ STANDA SIG VEL EN SÓKNIN ER NÚLL OG NIX. VONT LÍKA ÞEGAR DÓMARINN VEIT EKKI HVAÐ HANN ER AÐ GERA. EN SVONA MIÐLUNGLIÐ EINS OG FULLHAM Á AÐ SLÁTRA Í FYRRI HÁLFLEIK.
    ÞETTA ER EKKI BOÐLEGT LENGUR!!!!!!!!!!!!
     
    EN OKKAR TÍMI MUN KOMA AFTUR, EN BARA HVENAR?????
     
    ÁFRAM LIVERPOOL!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

  84. @92 “Þurfum að kaupa einhvern nistelroy í janúar, og mögulega hægri kantmann með …”

    Er ekki bara hægt að bjóða í Nistelroy … hann væri a.m.k. ekki verri en það sem Liverpool er með frammi núna … GEEZ  

  85. Bölvuð óheppni í kvöld eftir ágætt gengi undanfarið.  Ég var ánægður með að sjá Carroll og Bellamy báða inná á útivelli og margt gott í leik okkar manna þrátt fyrir tap.  Það þýðir ekkert að hengja haus þó á móti blási það skilar engu. Vinnum rest í desember og kaupum svo 2 leikmenn í janúar sem hafa sérstakan áhuga á markaskorun og sólerií.  Gerrard mætir svo kattferskur til leiks laus við farsóttir í ökla.

    En þetta var alltaf rautt á Spearing http://i.dailymail.co.uk/i/pix/2011/12/05/article-0-0F110FDC00000578-514_468x305.jpg
    Ég sé ekki tilganginn í svona tæklingum. 

  86. Er farinn að verða þreyttur á þessu rugli í Suarez. Er Dalglish algjör kelling að geta ekki tekið á þessu? Menn geta hagað sér svona ef þeir leika fyrir Chelsea eða einhvern annan klúbb. Svona hegðun inná velli hjá honum dýfingar,endalaust væl, hugsanlegur rasismi og núna nýjasta útspil hans að gefa stuðningsmönnum puttan er enganveginn ásættanlegt ef þú spilar fyrir lfc. Skella honum í varaliðið í 3 leiki og refsa honum, skiptir engu þótt þú sért Suarez eða einhver annar, svona haga liverpool sér ekki. Og varðandi Carroll gefum honum tíma, hann á langt í land varðandi suma hluti og við verðum að treysta Dalglish fyrir því að hann nái í land, ég veit að það myndi fara ótrulega í okkur ef við myndum selja hann og síðan myndi hann slá í gegn.

  87. Þetta er ROSALEGT hvernig eiga menn eins og Spearing að fá séns þegar svona mannapar sem eru klæddir í dómarabúning ganga lausir,sammála síðasta ræðumanni ég á ekki til orð!

  88. Ég verð að setja spurningar merki við Dalglish í þessum leik, hann segir fyrir leik að það sé tempting að nota Maxi því hann því hann sé svo klókur og að marka reckordið hans sé það gott. En hvað gerir hann ?
    Lætur hann vera á bekknum allann leikinn þó okkur vanti akkurat mann til þess að skora mörkin.

    Ég get allavega ekki skilið þessa meðferð á Maxi, er einhver klásúla í hans samning sem gerir Liverpool skuldugt til að borga Madrid ef hann nær ákveðnum leikjum ?

    En það er ekki hægt að segja að Liverpool hafi verið lélegir í kvöld eftir að hafa séð liðið pressa á Fulham gríðarlega í seinni hálfleik og við fengum einhverjar 5-6 hornspyrnur í röð eftir pressuna en inn vildi boltinn ekki. 

    En það er klárt mál að það þarf að spila Maxi ef það á að skora mörk.

  89. Hvenær ætla menn að læra það að vinstri bakvörður okkar heitir Jose Enrique ekki Luis Enrique. Þetta er soldið þreytt.

  90. Flott spil, fullt af færum, mun skemmtilegri fótbolti að horfa á en seinasta haust. Jónson á alveg jafn mikið í markinu og Reina, Fulham menn löbbuðu fram hjá honum nokkrum sinnum en ef allir gerðu jafn fá mistök og Reina þá fengjum við ekki mörg mörk á okkur og myndum skora fullt af mörkum, dómarann þarf ekki að ræða, Suarez skoraði eitt mark sem var dæmt af vegna mjög vafasamrar rangstöðu, hefði jafnvel getað fengið víti þegar hann fíflaði einn varnarmann Fulham en var haldið.  Liðið er að spila flottan bolta en það vantar að ná að skora, það er allavega hægt að horfa á liðið spila núna.

  91. Suarez á leið í langt bann, hugsanlega nokkurra leikja eftir að hafa gefið stuðningsmönnum Fullham fingurinn. Ofaná þetta bætist síðan meint kynþáttafordóma- Hann virðist hafa umbreyst úr hetju í skúrk á ansi skömmum tíma og liðið er í erfiðum málum, skorar ekki mörk, reyndar skora 55 milljón punda mennirnir okkar bara ekki, sex mörk á tímabilinu hjá þessum tveim er bara óásættanlegt.  Lucas meiddur og Gerrard frá, Suarez frá, framundan eru erfiðir tímar, á því leikur ekki nokkur vafi….  http://fotbolti.net/fullStory.php?action=viewStory&id=118362

  92. Hvernig væri að brjóta þetta aðeins upp og leyfa mönnum eins og Suso og Sterling að spreyta sig á meðan engin virðist getað skorað, það var gert þegar ég var ungur, menn eins og Fowler og litli djöfullinn fengu sénsa og slógu í gegn. Af hverju ekki?

  93. Svekk. Alltaf brostnar vonir eftir stórkostlega leiki gegn stórliðum. Litlu liðin eru Liverpool erfiðari. Meðan svo er verður þetta helv miðjumoð. Ekki spurning um tiltili heldur í mesta lagi 7. sætið. Ásættanlegt?

  94. Spearing er nú bara 24 ára svo hann er enn efnilegur 🙂
    Annars sá ég hann ekkert í kvöld. 

  95. Það er alveg hægt að réttlæta þetta rauða spjald, eins og myndirnar sýna. Það má ekki fara með báða fætur af jörðinni, þó að þú takir boltann líka! Var ekki verið að segja að það ætti að taka harðar á þessu núna? Þetta er einfaldlega hættuleg tækling, en mér hefði fundist gult spjald vera nóg.

    Hérna eru myndirnar sem búið var að pósta: http://i.dailymail.co.uk/i/pix/2011/12/05/article-0-0F110FDC00000578-514_468x305.jpg

    http://desmond.yfrog.com/Himg619/scaled.php?tn=0&server=619&filename=xw5ma.jpg&xsize=640&ysize=640

    Dalglish er nú ekki viss heldur, þetta er af opinberu heimasíðunni: “I’m not a referee so all you can say is sometimes they are given, sometimes they are not, but as long as they are consistent then it’s not a problem. We’ll have a look at it again and see if it’s worth appealing.”

  96. Svona af því að dagurinn í gær er liðinn þá er kannski einhver ástæða til að fylgja Dalglish og skilja þennan leik eftir og horfa fram á við.
     
    Ég fer bara ekki ofan af því að í þessum 14 leikjum sem liðnir eru af deildinni hef ég séð knattspyrnu eins og ég vill sjá hana spilaða í 13 af þeim.  Boltinn gengur vel á milli manna sóknarlega og það er verið að skapa færi.  Nokkuð sem var heldur betur ekki í gangi síðasta ár Rafa eða á mánuðum Hodgson.  Bara langt frá því.  Mjög margir leikmenn okkar falla vel að þessum leikstíl liðsins, þar eru á ferð klókir leikmenn með fínan taktíkhaus, við sjáum langar sendingar í bland við stutt spil leik eftir leik og það er undantekningalaust farið með sóknarþenkjandi hugsun í leikina.
    Það gleður mig gríðarlega, því þrátt fyrir virðingu fyrir Benitez og Houllier getum við ekki litið framhjá því að í mörgum leikjum á útivelli lágum við aftarlega og beittum skyndisóknum.
     
    Hins vegar er bara ekki litið framhjá því að inni á sóknarþriðjungnum vantar gæði.  Menn geta hamast eins og þeir vilja á Andy Carroll, sem er auðvitað bara einföldun.  Kuyt, Bellamy og Suarez hafa ekki verið að standa sig neitt betur í dauðafærunum sem við höfum verið að fá og flest stangarskotin hafa komið frá miðjumönnunum Adam, Henderson og Downing ef við skoðum það.  Það þýðir ekki að tala um óheppni í þrettánda stangarskotinu, heldur einfaldlega slæma nýtingu færa.
     
    Ég held að hugsanagangur LFC og eigendanna í sumar hafi verið að bæta í hópinn leikmönnum sem ráða við hugmyndafræði Dalglish um að vera góðir með boltann í fótum undir pressu og menn sem vilja halda boltanum.  Adam, Henderson, Enrique, Downing og Bellamy eru allir með þessa eiginleika.  Yfirmennirnir töldu mikilvægast að búa til spilið í gegnum liðið.  Treystu Suarez, Carroll og Kuyt til að skora nógu mörg mörk til að fleyta liðinu í fjórða sætið.  Næsta sumar sækja svo 1 – 2 gæða sóknarmenn á þeim forsendum að við værum að fara að spila í Meistaradeildinni.
    Eins og við erum að nýta færin okkar núna er það ekki að fara að gerast.  Vandinn er sá að við verðum allavega í næstu fimm leikjum að halda áfram með sama leikmannahópinn og satt að segja sé ég ekki marga leikmenn koma í janúar sem munu valda straumhvörfum í markaskoruninni, nema kannski ef Gerrard mætir til leiks.  Menn tala um Anelka, en hann hefur aldrei verið 20 marka maður og mun bæta litlu við.
     
    Ég verð á Anfield á laugardaginn og mikið vona ég að æfingasvæðið í vikunni verði sett í það að blása mönnum í brjóst sjálfstraust og áræðni.  Ég var glaður að heyra í “travelling kop” í gærkvöldi og síðan viðtalinu við Dalglish.  Það þýðir bara ekkert að ýta á paniktakkann og bregðast við með einhverjum kjánagangi.
     
    Því ég vill fá að sjá Clarke, Keen og Dalglish halda áfram að vinna liðið í þá átt sem við sjáum þá vera að leggja upp með.  Sóknarþenkjandi lið sem spilar skemmtilegan fótbolta og skapar fullt af færum. 
    EN…….SKORAR ÚR ÞEIM!

  97. Komment um kúk og kærleiksbirni fjarlægt, en líflátsuppástungur látnar standa… wth?
     

  98. Í hvaða ummælum er stungið upp á lífláti? Ég finn það ekki. Ef þú getur bent mér á það mun ég fjarlægja það, þetta er bara yfirsjón hjá mér.

  99. Er búinn að sofa á þessu. Ég er samt alveg jafn brjálaður í dag.

  100. Sælir. Sammála síðuhöldurum í flestu nema hvað að þetta rauða spjald er líklegast réttlætanlegt. Pinku klaufalegt hjá Spearing. Þó maðurinn taki boltann að þá er sólinn of hættulegur á honum. Dómarinn fær þó falleinkunn. Nú fer kvótinn vonandi að verða búinn hvað varðar óstuð. 

  101. Þetta var alveg grátlegt að horfa upp á liðið spila þennan leik, okkur virðist vera fyrirmunað að koma tuðrunni á milli stangana, ef væri verið að keppa í að hitta tréverkið værum við líklega á toppnum. Það væri hægt að telja upp ýmislegt sem var okkur óhagstætt í þessum leik, við vorum sjálfum okkur verstir í þessum leik. Ef maður ætti að tína eitthvað sérstagt til sem varð til þess að þessi leikur tapaðist þá er að mínu mati stæðsti factorin stjórin okkar, uppstillingin hanis var einfaldlega röng, Maxi hefði átt að byrja þeninan leik á kantinum og Henderson á miðjunni, en svona fór þetta og þetta þíðir einfaldlega að við verðum að vinna rest í Desember… Annars er meystaradeildarsætið farið.

    Við verðum að kaupa tvo leikmenn í Janúar, sóknarmann, og varnasinnaðan miðjumann… Þetta verður að gerast. Ef við náum ekki Meistaraeildarsæti er þetta tímabil gjörsamlega mislukkað og það sem meira er það næsta verður mjög erfitt, því ef við ætlum okkur að ná í einhverja leikmenn sem skipta máli þá er það kfyrsta sem þeir líta til hvort liðið sé í CL…

    Ég ætla ekki að tala um dómarann í þessum leik, það gerir mann bara úrillan…

    Við tökum bara næst leik og náum þar í þrjú stig og vonum að liðin fyrir ofan okkur misstígi sig… Hvað annað er hægt að gera ?

    Áfram LIVERPOOL… YNWA…

  102. Úfff, ég get svo svarið það, ég er ennþá gjörsamlega bandbrjálaður af reiði út í dómara leiksins, og það þótt maður sé búinn að sofa á þessu í nótt.

    En ég er ekki alveg að botna þessa gagnrýni á King Kenny í kommentum hérna, jú, auðvitað hefði mátt prófa að hafa Maxi inni og einhverjar áherslubreytingar, en það breytir bara ekki þeirri staðreynd að við skoruðum löglegt mark og við áttum 2 stangarskot og hefðum átt að fá amk. eitt víti.  Þetta segir manni það að liðið er að koma sér í þá stöðu að klára leikina, skapa færi og eru að spila almennt vel inni á vellinum.  Uppstilling Kenny gerir það ekki að verkum að dómarinn dæmir mark af.  Ekki heldur að boltinn fari í stöngina og út en ekki inn.  

    Það er þó alveg hárrétt að menn verða að fara að nýta fleiri færi, mörk breyta einfaldlega leikjum og þegar þau eru löglega skoruð, þá eiga þau líka að standa.  Heilt yfir, þá eru ekki margir af þeim leikmönnum sem inná voru, sem stóðu sig illa.  Var svekktur út í Glen Johnson og hans þátt í markinu þeirra, sama má segja um Reina, en heilt yfir fannst mér flestir leikmenn vera að standa sig með ágætum. 

  103. Svo toppar það gleðina hjá manni í dag að mér sýnist ljóst að á laugardaginn næsta fái maður ekki að sjá Luis Suarez á vellinum í eigin persónu.
    Held að það sé jafnöruggt og það að jólin koma 24.desember að þetta fingurmerki sem strákurinn sendi áhorfendum á Craven Cottage í gær kostar hann tveggja leikja bann.  
     
    Hef áður rætt um það að hann verður að átta sig á því hvað það er að spila í ensku deildinni, hann verður kallaður “diver” og “cheat” á næstu árum og viðbrögð eins og hann sýndi í gær þýða einfaldlega alltaf bann í Úrvalsdeildinni….hvort sem það er eitthvað sem okkur líkar eða ekki, þetta er bara sambærilegt því þegar Rooney bölvaði í vélina í fyrra eða þegar Carra henti peningnum upp í stúku gegn Arsenal á sínum tíma.
    Og þetta hjálpar honum ekki í baráttunni við Evra, það er bara þannig.
     
    Hins vegar þýðir þetta væntanlega það að það er enn meiri pressa á þeim sem spila á laugardaginn að ná fram bestu frammistöðu ferils síns og virkilega taka pirringinn út á QPR. 

  104. Skoraði Gerrard samt ekki á móti United á Anfield?
    Ég held að það sé gott fyrir Liverpool að hafa Suarez ekki í 2 leiki á sinn hátt.
    Þá eiga þeir að hætta treysta á hann og byrja skapa eitthvað sjálfir, og klára svo He****** færin!

  105. Rétt Steini, en þeir skoruðu, áttu skot í slá og Reina varði amk tvisvar ágætlega. Við létum ekki reyna mikið á markmanninn þeirra. Fulham átti 19 skot að marki, við 20. Þeir áttu 8 skot á markið, við sex. Við fengum jú fleiri horn og vorum meira með boltann, en það segir bara ekki neitt.

    Adam hefði kannski átt að fá víti og markið hjá Suarez var löglegt.

    Ég hef ekki gagnrýnt Dalglish fyrir þennan leik hérna, en ég ætla að gera það núna. Hangeland er alveg jafn sterkur og Carroll í loftinu, og ég hefði viljað sjá Maxi inn fyrir Carroll. Annars ekkert út á liðsvalið að setja, en við hefðum þurft að vera þéttari á miðjunni. Það er af því okkur vantaði Lucas, ekkert hægt að gera í því.

    Myndin hérna sýnir svo að Adam var rétt fyirr utan þegar brotið var á honum.

    http://local.twitpicproxy.com/web12/img/465684501-1faa4a566fef585a2a610db2164b80b1.4ede11d0-full.jpg

  106. Auðvitað er sárt að horfa á svona leiki, sérstaklega þar sem L.pool átti að klára þetta.  Það er alveg satt að við verðum að skora meir.  Það er alveg satt að sóknarlega er þetta ekki að ganga upp.  En það sem mér finnst vanta er meiri ógnun út á velli.  Það er munur á því að dansa fyrir framan Adams og að leggjast fyrir skot hans.  Þetta er það sem Gerrard var að gera, skot utan vítateigs.  Það er svolítið verið að reyna alltaf að pota boltanum á Suarez og Caroll sem væri æðislegt ef það væri að ganga upp.  En málið er að Suarez fær ekki frið og það er ekkert skrítið að hann pirrist þegar stanslaust er verið að berja á honum.  En sem betur fer er Suarez það snjall leikmaður og einnig hefur hann það gaman að boltanum að hann heldur áfram.  Kaupin á Adams, Downing og Henderson voru klárlega til að fá þessa ógnun, það hefur bara ekki farið í gang.

  107. @126
    “laust og lélegt skot” ?
    Sá sem heldur því fram hefur einfaldlega rangt fyrir sér, þetta var fast skot og tók sveig niður rétt áður en Reina reyndi að grípa boltann.

    Ég er ekki að segja að Reina hafi ekki getað gert betur, því það er ekki rétt, en að skotið hafi verið laust og lélegt er heldur ekki rétt.
     
    En þér er auðvitað frjálst að vera á annari skoðun.

  108. Nú er enska knattspyrnusambandið að skoða hvað það þýðir að gefa fingurinn í S-Ameríku, kannski þýðir það eitthvað allt annað en við sauðheimskur almúginn heldur:)

  109. Ég tók SStein á þetta í gær og ákvað að bíða með að tjá mig um þennan leik enda hef ég ekki verið svona pirraður eftir leik lengi. Það er ekkert þreyttara en að kenna dómara um tap í leik og oftar en ekki er lítið að marka slíkt væl. En þegar mannfjandinn tekur löglegt mark af okkar liði (nógu eigum við nú erfitt með að skora samt), gefur rautt spjald sem varla telst sem brot og sleppir síðan leikmanni andstæðinganna a.m.k. tvisvar ef ekki þrisvar við reisupassann þá hefur það áhrif á úrslit leiksins.

    Suraez skoraði löglegt mark, hann á a.m.k að fá að njóta vafans í svona máli en eins og með alla dóma í þessum leik þegar kom að Suarez var tríó-ið úti á túni í leiknum. Það er orðið rannsóknarefni hvernig farið er með Suarez í þessari deild og ég fullyrði að enginn þarf að hafa meira fyrir því að fá dæmda aukaspyrnu á andstæðinginn. Umræðan mætti fara snúast frá þessum meinta leikaraskap hans yfir í öll brotin sem hann fær ekkert dæmt. Það er sparkað í hann allann leikinn og hann fær lítið sem ekkert. Eftir United leikinn tókst dómaranum að dæma ekki eina aukaspyrnu fyrir brot á Suarez og það má tala allan daginn um þennan meinta leikaraskap hans, meðferðin sem hann fær á Englandi en meiri skandall, mitt mat. Persónulega ef ég væri í hans stöðu væri ég svipað pirraður og myndi ekkert gera til þess að standa af mér tæklingar að óþörfu.

    Vinurinn var nú ekki lengi að rífa upp rauða spjaldið á Spearing er hann vann boltann með góðri tæklingu og lenti á Dembele. Þetta kann að virka háskalegt þar sem hann lenti svona á Dembele en ég held að það verði erfitt að finna mörg dæmi þar sem svona tækling verðskuldar rautt spjald. Raunar held ég að þeir sem lýstu leiknum á sky í gær hefðu hrósað hvaða Fulham manni sem er fyrir svona tæklingu sem old school tackling. Það að benda á rauða spjaldið á Rodwell sem við högnuðumst á hjálpar Kevin Friend ekki neitt í þessu dæmi.

    Depsey atvikið sýndi fullkomlega hug dómara þessa leiks til okkar manna enda með öllu ótrúlegt atvik. Bellamy vinnur boltann af Dempsey sem ríkur upp, fer með hausinn beint í hausinn á Bellamy og urðar hressilega yfir hann án þess að Bellamy geri nokkurn skapaðan hlut eða bregðist við á nokkurn hátt. Lausnin, jú gult á báða. Frábært.

    Senderos þurfti síðan ekki að fá meiri hjálp í þessum leik heldur en Dalglish gaf honum með því að stilla Andy Carroll upp. Hann átti klárlega að fjúka útaf mínútu á eftir Spering þegar hann togar Carroll niður og stoppar sókn. Hann slapp líka við að fá dæmt á sig víti og stórgræddi á því broti.

    Það er varla hægt að saka okkar menn um margt í gær, liðið spilaði vel, mikið betri en Fulham og við opnuðum þeirra vörn nokkuð oft í leiknum, loks skilaði þetta sér og við skoruðum gott mark og hefðum unnið þetta 0-1 ef ekki meira ef allt væri nú eðlilegt. Meðan við skorum lögleg mörk er erfitt að ásaka okkar menn um að skora ekki í svona leikjum þó færanýting okkar manna sé vissulega skandall.

    Það breytir því þó ekki að fullkomið lánleysi okkar manna verður að fara taka enda og það strax og Dalglish bara verður að fara nota þá leikmenn (leikmann) sem er að skora hverju sinni. Núna er Maxi sá eini sem virðist geta skorað og á meðan svo er er fullkomlega óskiljanlegt að sólunda 70.mínútum í að spila Andy Carroll til fullkomlega án árangurs. Hann er svo hægur að Senderos, Hangeland og Riise þurfa ekki að spá í honum og er nú enginn þeirra spretthlaupari. Sjálfstraustið hjá honum þessa dagana er vandræðalegt miðað við mann af hans stærðargráðu og það er bara mjög þreytandi að horfa á þennan blíða lurk spila. Lausnin með hann held ég að sé að senda hann í helgarferð til Newcastle, hóa saman öllum gömlu æskuvinum hans ásamt Joey Barton, láta þá rústa a.m.k. einu hótelherbergi, kveikja í bíl og helst ræna matvöruverslun áður en þeir berja a.m.k. tvo niðri í miðbæ. Fá hann svo þunnan og pirraðan daginn eftir beint í leik og nýta þetta helvítis skrímsli sem hann sannarlega getur verið.
    Carroll var með öllu hræðilegur í gær fannst mér og alls ekkert spilað upp á hans styrkleika af okkar hálfu.

    Johnson og Reina gera síðan báðir mistök í markinu en það er ekkert hægt að krossfesta þá neitt fyrir þetta, Murphy er klókur í þessari stöðu og skotið var fjandi fast og á vondum stað fyrir markmann.

    Hvaða lið í heiminum myndi finna illa fyrir því að vera án bæði Lucas (besta leikmanns liðsins) og Steven Gerrard, Liverpool er engin undantekning og auðvitað sáust smá veikleikar á miðjunni af þessum sökum, þó það nú væri. Lucas er okkur hræðilega mikilvægur og líklega verðum við að reyna fylla hans skarð í janúar. Eins trúi ég ekki öðru en að þeir kynni nýjan sóknarmann til leiks strax 1.janúar.

  110. Fer ekki Heiðar Helguson að verða búinn að skora fleira mörk í PL en Liverpool?

  111. Í landi þar sem annað hvert orð inn á fótboltavellinum virðist vera fuck off – þá getur nú varla verið svo slæmt að sýna puttann. Eru ekki alveg til nokkur dæmi um það, t.d. Frimpong gegn okkur sem var sýnt á Sky, Gerrard gegn Wigan um árið og fleiri dæmi  – aldrei leikbann.

  112. Spurning hvort Liverpool eigi ekki bara að skoða möguleikann að kaupa Hreiðar og gefa honum 1-2 ára samning;)
    Hann allavega kann að nýta færin
     

  113. Í Urugay er það að sýna fingurinn merki gleði og virðingu við þann sem puttinn er sýndur – öfugt við það sem tíðkast í Evrópu. Þetta vera Englendingar að átta sig á.
     

  114. Eg verð nu að viðurkenna það að ég sakna torres allveg gífurlega!

  115. Hendið upp opnum þræði ég meika ekki að hafa þessa fyrirsögn efst á þessari síðu lengur !!

    YNWA 

  116. Vitið þið hvort við hyggjumst áfrýja þessu rauða spjaldi hjá Spearing ?

  117. #134;  Og hvaða Hreiðar legguru til að við kaupum?  Því ef þú ert að meina þennan hjá QPR, þá heitir hann víst HEIðar…

  118. Mér finnst leiðinlegt að segja það en mér finnst Suarez vera okkur Drogba/Diouf týpa, hann er hæfileikaríkur og dýfari líkt og Drogba en því miður virðist hann vera jafn ruglaður í hausnum og þeir báðir.

  119. Ég hló upphátt að kommenti númer 135.  

    Hvað enskir fjölmiðlar geta velt sér uppúr svona kjaftæði einsog þetta Suarez dæmi er með hreinum ólíkindum.  Þetta finnst fólk skemmtilegra að lesa um en alvöru fótbolta.

    Annars eru menn búnir að benda á villuna um Gerrard í skýrslunni minni.  Ég horfði ekki á Man U leikinn og þess vegna var þetta Gerrard mark ekki eftirminnilegt fyrir mér.  En gott og vel það breytir samt ekki pointinu að við erum ömurlegir í því að nýta færin. 

    Annars er hérna grátleg tölfræði.

    Aguero + Dzeko = 21 mark
    ALLT Liverpool liðið: 17 mörk
    Rooney + Hernandez = 15 mörk
    Adebayour + Van der Vaart = 13 mörk

    Og að lokum: menn sem hafa skorað fleiri mörk en okkar markahæsti maður: 

    Van Persie, Aguero, Dzeko, Ba, Rooney, Yakubu, Adebayour, Balotelli, Sturridge, Defoe, Helguson, Hernandez, Klasnic, Lampard, Van der Vaart, Agbonlahor, Bent, Steven Fletcher, Shane Long, Steve Morison.

    Leikmenn sem hafa skorað jafmikið og okkar markahæsti maður: Arteta, Danny Graham, Grant Holt, Seb Larsson, Anthony Pilkington, Jonathan Walters 

    Ég verð að játa það að ég hef aldrei heyrt um suma þessa menn. 

  120. Vandamálið með markaþurrð hlýtur að einhverju leiti að liggja í fjölda nýrra leikmanna. Sjö af 11 byrjunarliðsmönnum eru á á sínu fyrsta alvöru ári hjá liðinu.Hinir eru allt varnarmenn (plús Reina) enda hefur varnarleikurinn verið til fyrirmyndar. Framar á vellinum er hinsvegar enginn til þess að loka þessu gati sem er milli nýrra leikmanna (Adam, Carroll, Henderson, Downing ofl.) og þeirra sem eru að verða of gamlir fyrir liðið (Gerrard, Kuyt, Maxi). Það eina sem hægt er að gera er að halda áfram að reyna með þennan hóp, reyna að taka út þá sem eru að skila sýnu (að mínu mati aðallega Adam, Suárez og Henderson) og hugsa alvarlega hvað þurfi að gera við hina (einkum Downing og Carroll). 

  121. Svo það sé á hreinu þá er Suarez enginn dýfari eða svindlari. Það er greinilegt að margir sem tjá sig um Suarez að ef það er hamrað nógu oft á sama hlutnum þá farið þeir að trúa því óháð sannleikanum. Þið eigið að standa með ykkar manni en ekki láta einhverja misvitra menn eins og t.d. Ferguson hafa áhrif á ykkar skoðanir.
    Það liggur við að manni langi að sýna sumum sem skrifa hérna fingurinn líkt og Suarez gerði við áhorfendur Fulham.

  122. #144 öhm, jú, hann á víst það til að dýfa. eða detta frekar auðveldlega. hann á líka það til að berjast eins og ljón og standa í lappir þegar hann gæti fengið aukaspyrnu (ekki það að dómarinn myndi gefa honum aukaspyrnu/né víti). hann verður bara balance-a það betur, stundum er tími til þess að detta auðveldlega og stundum ekki. ekki það að ég sé hrifin af dýfum eða leikaraskap en á meðan deildin gerir ekkert í því þá verður þetta bara partur af leiknum. 

    suarez er samt alls ekki DÝFARI eða SVINDLARI. en hann getur verið helvíti bjartsýn á köflum. 

  123. Við eigum/áttum núverandi byrjunarliðsmenn (eða hér um bil) á miðjuna í eftirtöldum liðum:

    AC Milan
    Real Madrid
    Barcelona
    Chelsea

    Og við sitjum upp með 8 milljóna punda skota sem er svosem ágætur til sýns brúks. En það er samt eitthvað að þessu dæmi !

  124.  
    Í landi þar sem annað hvert orð inn á fótboltavellinum virðist vera fuck off – þá getur nú varla verið svo slæmt að sýna puttann. Eru ekki alveg til nokkur dæmi um það, t.d. Frimpong gegn okkur sem var sýnt á Sky, Gerrard gegn Wigan um árið og fleiri dæmi  – aldrei leikbann.
     

     
    Gerrard og Frimpong eru Englendingar (ég veit að Frimpong er með ríkisfang frá Ghana en hann hefur búið á Englandi síðan hann var smápolli og hefur spilað fyrir yngri landslið Englands þannig að ég held að það sé óhætt að segja að hann sé Englendingur) meðan Suarez frá Úrúgvæ. Ég hef það á tilfinningunni að Suarez (“a dirty cheating foreigner”) sé líklegri til þess að vera settu í bann fyrir það að sína puttann heldur en einhver sem er enskur. 

    P.s. ég veit að þetta eru fordómar hjá mér en það þarf ekki snilling til að sjá það að Englendingar fá yfirleitt betri meðferð en útlendingar, t.d. verður allt brjálað ef að útlendingur “dýfir” sér meðan það er ekkert sagt (eða allavega gert minna úr því) ef að Englendingur augljóslega svindlar (Rooney vs Arsenal 2004). 
     

  125. Gaman að sjá hérna inná muninn á því þegar að við töpum og spilum vel og þegar að við vinnum og spilum vel…allt jákvætt við sigurinn en allt neikvætt við tapið.

    Í gær spilaði okkar ástkæra lið ekkert rosalega fallegan bolta en samt sem áður góðan bolta sem, í eðlilegum heimi, hefði getað skilað okkur 3 stigum en ekki 0.

    Í guðana bænum, hættiði að drulla yfir Carroll….fyrir það fyrsta átti hann aldrei að byrja þennan leik þar sem tvö tröll voru í vörn Fulham og hann var aldrei að fara að vinna marga bolta í loftinu…punktur. Mæli hinsvegar með að menn leiti upp grein sem var skrifuð um strike-ra svipaða og hann. Hann blómstrar aldrei fyrr en ca 25 ára, deal with it!!!

    En aldrei rautt spjald í gær, Spearing var búinn að eiga ágætis leik og munaði aldeilis um hann þarna á miðjunni, gott starf sem hann skilaði en ekki alveg eins góð tækling! Nokkuð spunnið í strákinn samt þar sem hann átti nokkrar mjög góðar (langar) sendingar sem og barðist hann eins og ljón á miðjunni.

    Þetta karma sem er í kringum liðið er mjög slæmt, því manni grunar að leikmenn liðsins finni það alveg, að þegar að ekki gengur allt upp hjá þeim verða flestir aðdáendur alveg snældu vitlausir og finna alltaf sökudólg í hverjum leik…af hverju ekki bara að taka það jákvæða úr leiknum og henda því inná í næsta leik?? Pæliði í því aðeins 😉

    En, ég nenni ekki þessu tuði en þetta er afskaplega þreytandi þegar að menn hoppa 2x hæð sína þegar að við vinnum á móti stórum liðum en gengur ekki vel á móti þeim minni og þá er allt eins og jörðin sé að farast!
    Talað er um að ná smá balance í liðið, veitir ekki af í stuðningsmennina líka.

    YNWA – King Kenny we trust! 

  126. Meira ruglið í sumum hér. Suarez er einn mesti dívari  enska boltans í dag. segi það og skrifa!  Hversu oft í leik sjáum við okkar mann liggjandi í jörðinni, vælandi, öskrandi og að berja höndunum í jörðina?  Jú, alltof oft. Finnst alveg hræðilegt að horfa á þetta…

     En einnig fær hann oft ekki aukaspyrnur sem að hann á skilið, en ég held að það sé vegna þess hvernig hann lætur á vellinum. dómarar búast bara við því að hann sé að leika og gefa honum ekki neitt!!! 

  127. Það er hreinlega ekki nokkur afsökun fyrir fáránlegri framkomu dómara í garð Suarez alveg síðan að Alex Ferguson og félagar ákváðu að byrja þessar nornaveiðar. Maðurinn fær aldrei neitt, og það er augljóst af hverju.

    Það er ekkert eðlilegt við þá ástæðu.

  128. Erum við ekki bara í þeirri stöðu að Kenny þurfi að horfa alvarlega til þess að ná sóknarmanni í janúar? Helst á láni. Væntingar til Suarez eru gríðarlegar, hann er ekki að ná að standa undir þeim núna. Carroll er lítið að gera, þarf klárlega lengri tíma. Dirk Kuyt er varla með og Bellamy er ágætis viðbót við hópinn. Tottenham gerði frábært mót að fá Adebayor lánaðan. Er enginn striker sem við ættum að reyna að fá á láni? Bara pæling.

  129. 151# spurning hvort við gætum fengið þennan númer 9 hjá Chelsea þeir geta ekkert notað hann! Eða bara spurning um að fá Tevez lánaðan frá city ef AC kaupir hann ekki. en svona án gríns er enginn góður? Kaupa KAKA frá Real kanski
    !

  130. Nenniði svo plís að hætta tala svona um Suarez að hann sé orðinn eitthvað tæpur og ruglaður í hausnum, sá meira segja einn hérna líkja honum við Drogba/Diouf. Vil ég benda þessum einstaklingum á að fylgja Suarez á Twitter eða Facebook og sjá að þar er ósköp venjulegur fjölskyldurmaður á ferðinni. Póstar stanslaust myndum af sér með konu sinni og barni og einnig heldur hann reglulega matarboð fyrir liðsfélaga sína sem koma frá S-Ameríku. Fyrir leikinn á móti Fulham vonaðist hann til að vinna leikinn svo hann gæti tileinkað Lucas sigurinn. Þegar hann fer með svona hugarfar inní leik þá er það eina sem hann vill fá útúr honum er að sigra og verður hann auðvitað fyrir miklum vonbrigðum eins og venjulegur maður þegar illa gengur. Munið bara þetta eru ekki einhver vélmenni sem liðin kaupa til sín sem hafa engar tilfinngar og spila bara fótbolta allan sólarhringinn, þetta eru venjulegir fjölskyldumenn með tilfinningar. Vælupósti lokið.

    YNWA Suarez! 

  131. Suarez? Getur hann ekki verið tæpur? Kommon, hann beit í eyrað á gutta í Hollandi og fékk níu leikjabann. Hann sýnir stuðningmönnum Fullham puttann? Ansi tæpt að kalla Evra þessu nafni þó að félgar hans geri það. Það liggur við hann missi vitið þegar hann er tekinn út af þótt að staðan sé okkur í hag. 

    Myndi ég persónulega vilja hafa hann eitthvað öðruvísi? Nei, ábyggilega ekki, en hann þarf hinsvegar að stjórna betur skapinu sínu og reyna nýta þennan skapofsa á vellinum á jákvæðan hátt, en ekki láta það bitna á öðrum (og í raun sjálfum sér, því hann getur t.d. núna orðið eitthvað fordæmi hjá FA).

    Að sjálfsögðu er hann jákvæður og væntanlega glaður maður fyrst að hann er að gera eitthvað sem hann elskar og góða fjölskyldy að, en ég geri væntanlega ráð fyrir því að Drobga sé ekki heldur að gefa fjölskyldunni sinni puttann þegar hann gengur inn um dyrnar eftir æfingar.

  132. Varðandi úrslit og þróun leiksins þá voru það að sjálfsögðu sár vonbrigði. En varðandi stórar yfirlýsingar um rauða spjaldið á Spearing þá tel ég það réttmætt.

    Ég sótti meðfylgjandi inn á vef KSÍ og pósta því hér úr túlkun knattspyrnulaganna og tilmæli til dómara:

    Ég geri ráð fyrir að á þessum forsendum hafi Spearing fengið að fjúka útaf.

    Læt linkinn fylgja með:
    http://www.ksi.is/media/logogreglugerdir/knattspyrnulogin/2011-Tulkun-laganna-og-leidbeiningar-2011-12.pdf
    Alvarlega grófur leikur
    Leikmaður telst hafa gerst sekur um alvarlega grófan leik ef hann sækir að 
    mótherja með heiftarlegum hætti, eða af ruddaskap, er hann reynir að vinna 
    knöttinn þegar hann er í leik.
    Refsa ber fyrir tæklingu, sem stofnar öryggi mótherja í hættu, sem um alvarlega 
    grófan leik sé að ræða.
    Sérhver sá leikmaður sem reynir að vinna knöttinn með því að stökkva að 
    mótherja með heiftarlegum hætti, að framan, frá hlið eða að aftan, með öðrum fæti 
    jafnt sem báðum, og stofnar þannig öryggi mótherja í hættu, telst hafa gerst sekur 
    um alvarlega grófan leik.
    Ekki ber að beita hagnaðarreglunni í tilfellum þar sem um er að ræða alvarlega 
    grófan leik nema að við blasi augljóst tækifæri til þess að skora mark. Dómaranum 
    ber að vísa leikmanninum, sem gerðist sekur um alvarlega grófan leik, af leikvelli 
    næst þegar knötturinn er úr leik.
    Vísa ber leikmanni af leikvelli, sem gerst hefur sekur um alvarlega grófan leik, og 
    hefja síðan leik að nýju með beinni aukaspyrnu frá þeim stað sem leikbrotið var 
    framið (sjá 13. grein – Staðsetning aukaspyrnu) eða vítaspyrnu (ef brotið var 
    framið innan vítateigs hins brotlega). 

  133. Kommenta ekki mikið hérna inn en hvað í kommentinu mínu verðskuldaði eyðingu?!

  134. Er ekki kominn tími á eitthvað nýtt á toppnum á þessari síðu í stað Fulham 1 – Liverpool 0. 
    Er ekki eitthvað að frétta af Fowler? 

  135. Ragnar, ég veit ekkert með Diouf en þú finnur varla meiri toppmann en Drogba utan vallar. Ég segji þetta og skrifa sem LFC maður. Drogba hefur unnið frábært mannúðarstarf í Afríku, utan vallar er hann algjör fyrirmynd.

  136. Dómari vogar sér að taka EINA vafaákvörðun gegn man utd og er strax settur í bann, tekur uppá því að vera með einelti gagnvart öðrum liðum í leikjum en hvað gerist þá? EKKERT… Tilviljun?

  137. Mér er það algjörlega óskiljanlegt að það skuli vera til menn sem kalli sig Liverpool aðdáendur og éta upp nornaveiðarnar í Ferguson. Var Suarez að dýfa sér í leiknum í gær? Ekki sá ég það allavega, ég sá aftur á móti mann sem var sparkaður niður trekk í trekk og fékk ekkert og varð eðlilega pirraður undir lokin á þessari meðferð.

    John Arne Riise segir þetta ágætlega: Riise : Suarez has proved he’s a great player and sometimes people get tough on him because that is the way they have to play against him.

    Horfið á Suarez spila, hættið að lepja upp bullið í Ferguson eða öðrum álíka vitgrönnum mönnum og myndið ykkar eigin skoðun….finnst ykkur Suarez í alvöru dýfa sér mikið því ég hef ALDREI fengið þessa tilfinningu…þvert á móti hef ég bara séð leikmann sem er sparkaður niður í gríð og erg en fær aldrei neitt. Suarez er algjörlega frábær leikmaður og ég á ekki til orð yfir mönnum sem standa ekki 100% á bakvið hann, hvort sem það er í þessu eða þessari FA ransókn á honum. Skammist ykkar segji ég!

  138. Mikið er ég sammála þér “161” mér finnst að sannir stuðningsmenn megi alveg standa betur með sínum mönnum. Bresku þulirnir sem ég hlustaði á lýsa leiknum furðuðu sig á því hvað dómarinn dæmdi sjaldan þegar Suarez átti hlut. Sögðu hann klókan leikmann sem varnarmenn réðu illa við og dómarar væru ekki að höndla hann, greinilega undir áhrifum frá allri umræðunni. Og “160” þetta er einmitt meinið í boltanum í dag, það eru fáir sem ráða miklu.

  139. Jæja nú fer þetta að verða gott, þessi endalausa fáránlega umræða um að Suarez sé einhver svakalegur diver. Jú hann liggur nokkuð oft í grasinu og gerir ef til vill meira úr brotinu en efni standa til, en er það nánast án undantekninga eftir að varnarmenn hafa keyrt í bakið á honum eða nartað í hælana á honum.
    Ég hef verið að skoða Suarez sem diver á youtube og þar er varla að finna eitt einasta dæmi þar sem hann klárlega hendir sér niður án þess að hafa verið snertur, svo koma þessar mannvitsbrekkur sem kalla hann diver daginn út og daginn inn með þá afstöðu sína þegar þeir eru að varna sínum mönnum að það hafi verið snerting og því sé þetta brot þvílík skítbuxna hræsni er í þessu fólki. prufið að leita á youtube með sömu formerkjum um Rooney, Nani, Drogba, Ronaldo og líka Gerrard ( verðum að gæta sanngirnis) þið fáið þar margfallt fleiri mynbönd um þessa menn en nokkurtíman Suarez.
    so put that in your pipe and smoke it

  140. Algerlega sammála síðustu ræðumönnum. Suarez mætti vissulega sleppa vælinu, en leikmaður sem er svona hættulegur og er svona mikið í boltanum og á svona auðvelt með að fara framhjá varnarmönnum er alltaf hamsaður í jörðina strax.  Þetta er bara standard taktík og núna er komið eitthvað helvítis veiðileyfi á hann þökk sé öðrum stjórum og dómurum.  Þetta nýta varnarmenn sér og brjóta undantekningarlaust á honum bæði af því að þeir komast upp með það og líka vegna þess að þeir vita að það þýðir ekkert að ætla að halda honum, hann fer bara framhjá þér.

    Svo finnst mér ástæðan fyrir markaðþurrðinni vera sú að nýju mennirnir  ss. Downing, Henderson, Adam og kannski líka Suarez hafa enga skothörku.  Markmenn hinna liðanna líta alltof vel út þegar við erum alltaf að reyna að skora skeytin inn  LAUST.   Gerrard er eini maðurinn sem er með þessa skothörku, stundum þarf bara að bomba með jörðinni og markmaðurinn sér boltann alltaf of seint, sama hvað hann heitir.  

      

  141. veit ekki hvort eitt af þessum 165 kommentum var gert í þeim tilgangi að laga villu ritarans. Ég nenni ekki að lesa þau öll til að vita það en Gerrard hefur skorað í deildinni í vetur, ertu búinn að gleyma markinu gegn United?

Liðið gegn Fulham

Opinn þráður – Stuð